Hvers vegna er svo gaman að búa til skopmyndir af Múhameð?

Ég velti þessu fyrir mér í kjölfar þess að mótmæla-alda fer nú fram um heim múslíma í N-Afríku, og Miðausturlöndum. Sendiherra Bandaríkjanna í Lýbíu lét lífið. Sendiráðum Bandaríkjanna í nokkrum löndum var lokað tímabundið. Meira að segja sendiráð Þýskalands í Súdan, var brennt - ekki alveg til grunna, en skemmdist umtalsvert. Þá er komið upp ferskt mál!

 

Ástæða, atburða undanfarinna daga, er útgáfa myndbands þ.s. farið var niðrandi orðum um Íslam og Múhameð.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem múslimar espast upp vegna skopteikninga eða myndbanda, en sennilega er alda óeyrða undanfarið sú versta hingað til.

Þessir atburðir hafa nú gerst nægilega oft, til þess að það er fyrirfram vitað - hvernig múslímar munu bregðast við.

Og akkúrat á þessum tímapunkti, sem allt er enn á suðupunkti yfir því sem gerðist um daginn, ákveður franskt tímarit að koma fram með röð skopteikninga af Múhameð: France to Shut Embassies Over Muhammad Cartoons

Franska utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að loka tímabundið sendiráðum í N-Afríku, Afríku og Miðausturlöndum, eða í samtals 20 löndum.

 

Já - ég veit að tjáningarfrelsi er mikilvægt?

Spurningin er - er það í reynd mikilvægur þáttur í því, að mega gera grín að Múhameð? Þegar allir vita, að skv. Íslam er bannað með öllu, að útbúa myndir af Múhameð, alveg sama af hvaða tagi. Þó það bann eigi strangt til ekki við um þá sem ekki eru múslimar, er vitað að þeir bregðast ávallt reiðir við, þegar verið er níða þeirra trú.

Þ.e. vitað fyrirfram hvernig viðbrögðin verða?

Þ.e. vestrænt fólk þarf að hlaupa í felur í þeim löndum, sendiráð eru lögð í hættu o.s.frv.

Ég veit - það er sagt sem mótbára, að múslímar skuli virða vestrænt tjáningarfrelsi, en þú kennir ekki lítt menntuðu fólki í fátækum löndum slíka hluti með þessum hætti, þ.e. að espa það upp.

 

Er þetta ekki einfaldlega - barnaleg skemmtun fólks, sem ætti að hafa vit á að sýna tilfinningum annarra, tillitsemi?

Eða með öðrum orðum, skortur á samfélagsþroska þeirra sem semja slík myndbönd, eða slíkt spaug?

Er þetta þá ekki einfaldlega atferli, sem ætti allra vinsamlegast að biðja það góða fólk, sem svo gaman hefur af því að erta múslima, að hætta því - þ.s. þeir séu að setja fólk í hættu.

Án þess að séð verði, að nokkur gagnlegur tilgangur sé til staðar.

 

Niðurstaða

Gildir ekki um þetta að hafa nærgætni í návist sálar? Að við eigum að sýna, að við séum þroskaðri?

Mér sýnist nefnilega, að mótívið að gera þetta grín - sé einfaldlega að þeim finnst það findið, hve múslímar espast upp. Með öðrum orðum, það sé skortur á samfélagsþroska - að baki.

 

Kv.


Japan og Kína eru að rífast um eyjaklasa, sem er minni að flatarmáli en Heimaey!

Þessi deila virðist hafa gosið upp öllum að óvörum. En ákvörðun ríkisstjórnar Japans þann 10. ágúst sl. að kaupa eyjarnar og skerin sem Japan kallar Senkaku í S-Kínahafi, virðist hafa verið ætlað að forða árekstri við einmitt kínv. stjórnvöld. Eins undarlega og það hljómar.

En undanfari þeirra kaupa, er áætlanir sem borgarstjóri Tokyo hefur verið uppi með um kaup á eyjunum - var hann búinn að vera með fjársöfnun í gangi meðal íbúa Tokyo. Ástæður hans virðast vera þjóðernis sinnaðar.

Hann hafði uppi áætlanir um uppbyggingu á þessum eyjum og skerjum, hafandi í huga að kínversk stjv. hafa deilt við japönsk um eyjarnar síðan á 8. áratugnum, er Bandaríkin afhentu þær til Japans - eftir að hafa haft þær í sinni vörslu frá Seinni Styrrjöld; þá virðist sem að japönsk stjv. hafi á síðustu stundu, talið að betra væri að þau gengu inn í kaupin.

Þau hafa að sögn engar áætlanir um nokkra uppbyggingu þar - þó formlega hafi Japan efnahagslögsögu kringum þær hefur Japan víst ekki amast við fiskveiðum íbúa frá strönd Kína.

Það virðist þó ljóst að Japan líklega mun ekki gefa þær eftir!

Annað er ljóst, að þetta fléttast inn í deilur um S-Kínahaf, sem stjv. Kína vilja helst slá eign sinni á - nær gervallt. En þar deilir hún við flr. þjóðir, eins og Filippseyjar og Víetnam.

Það sem liggur undir, er sterkur grunur margra, að olía sé undir hafsbotninum, sem enginn veit í reynd með nokkurri vissu.

Senkaku Islands

Senkaku islands

Skv. Wikipedia er stærsta smáeyjan einungis 4.32 km2.

Til samanburðar er Heimaey 13.4 km².

 

Það má vera að kjarnorkuslysið í Japan fyrir rúmu ári, dragi úr líkum þess að Japan gefi eftir í þessari deilu!

En í kjölfar þess var flestum kjarnorkuverum í Japan lokað, þ.s. nærri helmingur orku þar var fyrir slys framleiddur með kjarnorku. Leiddi þetta til mjög mikillar aukningar á innflutningi á olíu. 

Í kjölfarið má vera, að stjv. Japans séu farin að pæla meir í þeim hugsanlegu orkuauðlyndum sem má vera að séu til staðar á því svæði innan S-Kína hafs, sem Japan hefur efnahagslögsögu.

Ég á þó ekki von á að þetta leiði til alvarlegri átaka, en skv. nýjustu fréttum eru kínv. stjv. þegar farin, að leitast við að kæla niður umrótið heima fyrir. En fj. japanskra verksmiðja hefur lokað í öryggiskini undanfarna daga, sem starfa í kínv. borgum.

Ég sé ekki að stjv. Kína séu líkleg til að hafa áhuga að færa deiluna upp á næsta hættustig, sem væri t.d. að sigla flota inna á svæðið í kringum eyjarnar. Sem líklega myndi neyða japönsk stjv. til að gera slíkt hið sama.

Hvorugt landið hefur áhuga á styrrjöld.

En hugsanlega er þessi atburðarás - einhverskonar ruddaleg vakning fyrir stjv. Japans.

Spurning hvort það leiðir til þess, að Japan fari að verja meira fjármagni til hermála.

 

Niðurstaða

Þessi deila sýnir kannski, að samkeppnin um auðlyndir á Jörðinni fer vaxandi. En uppgangur Kina og Indlands, er að auka mjög á eftirspurn eftir hráefnaauðlindum á Jörðinni. Margir segja í dag, að við séum þegar á svokölluðu "Peak Oil."

Ofsafengin viðbrögð Kína, má vera að séu í samhengi einnig, við deilur sem vaxandi hafa farið undanfarin ár, um það hver á réttindi til lögsögu á svæðum í gervöllu S-Kínahafi. 

En kínv. stjv. hafa verið með tilraunir til að slá nánast eign sinni á það allt, jafnvel á svæðum sem eru miklu mun nær ströndum Víetnam og Fillipseyja, en strönd Kína.

Spenna hefur því farið vaxandi á þessu hafsvæði, og löndin tvö hafa verið að bregðast við uppbyggingu kínv. flota, með því að efla sinn eigin: South China Sea claims. Takið eftir kröfu Kína - rauða línan.

Spurning hvort að þessi snögga deila, hrystir með sama hætti undir Japan.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. september 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 869835

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband