Ef Guðmundur Steingrímsson stofnar flokk, mun sá taka fylgi af Samfylkingu! Gambíttur SDG virðist vera að ganga upp!

Skoðun mín á því, hvert Guðmundur Steingrímsson mun sækja sitt fylgi, alveg frá því hann tilkynnti um úrsögn úr Framsóknarflokknum, og að auki þá sömu viku nokkrir Evrópusinnaðir Framsóknarmenn einnig kusu að yfirgefa flokkinn - - hefur verið sú að hann muni taka fylgi frá Samfylkingu!

Málið er, að innan Samfylkingar er fullt af hundóánægðu fólki, sem er óánægt með ríkisstjórnarsamstarfið - með stefnu ríkisstjórnarinnar í landsmálum, og yfirleitt það hve langt til vinstri stjórnarsamstarfið virðist vera að toga Samfylkingu.

  • Fram að þessu, hefur ekki verið til staðar neinn flokkur fyrir óánægða Samfylkingarliða - að snúa sér til.
  • Ef þeir vilja refsa Samfylkingu fyrir ákvarðanir sem teknar hafa verið í stjórnarsamstarfinu, sem sannarlega hafa haft á sér umtalsverða vinstri slagsíðu.
  • En eitt vilja Samfylkingarliðar alls - alls ekki gera, þ.e. að svíkja lit í ESB aðildarmálinu.
  • Ef Guðmundur Steingrímsson stofnar flokk, þá allt í einu verða óánægðir Samfylkingarliðar komnir með valkost, flokk sem þeir geta kosið án þess að svíkja lit í ESB málinu.
  • Guðmundur Steingrímsson, getur þannig fengið til sín - megnið af óánægðum Samfylkingarliðum.
  • Svo mikil hreyfing getur verið yfir til hans, að Guðmundur Steingrímsson, getur verið næsta öruggur með að komast á þing - jafnvel.
  • Framboð hans, getur því skapað fremur skemmtilega spennu innan stjórnarsamstarfsins, þegar allt í einu stjórnendum Samfylkingar verður ljóst - að Guðmundur Steingrímsson, er í reynd þeirra hættulegasti andstæðingur :)
  • Að hann er, að framkalla mjög verulegann fylgislegann kostnað - af stjórnarsamstarfinu við VG.
  • Spurning hvort framboð Guðmundar - myndi jafnvel sprengja stjórnarsamstarfið - - > En það hlýtur að skapa mikla spennu, vegna þess að ráðherrar Samfylkingar, munu þurfa að keyra af mun meiri krafti á þau mál -- sem VG hefur verið að stöðva eða hindra.
  • En á sama tíma, mun Samfylking vera desperat í því - að halda út nægilega lengi, til að hún geti borið aðildarsamning fram fyrir þjóðina!

Ef af framboði Guðmundar Steingrímssonar verður, þá yrði virkilega gaman að vera fluga á vegg - þegar ráðherrar Samfylkingar eru að ræða sín á milli, og þegar ríkisstjórnarfundir eiga sér stað :)


Gambíttur Sigmundar Davíðs með Framsóknarflokkinn virðist ganga upp!

Eins og kom fram í frétt RÚV: Fylgi Vinstri-grænna minnkar

  • "17% styðja Framsóknarflokkinn,
  • tæp 36% styðja Sjálfstæðisflokkinn,
  • um 3% styðja Hreyfinguna og
  • 22% styðja Samfylkinguna.
  • Fylgi Vinstri grænna mælist nú 14%.
  • Loks segjast níu prósent myndu styðja önnur framboð."

Ég held að þessi niðurstaða hljóti að vera nokkur vonbrigði fyrir þá Evrópusinna, sem sögðu sig úr Framsóknarflokknum, í sömu viku og Guðmundur Steingrímsson tilkynnti um úrsögn sína.

En þetta kemur mér ekkert á óvart - ég sagði strax að úrsögn þeirra myndi engin áhrif hafa!

Hvernig stendur á því?

  • Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér - af hverju Framóknarflokkurinn hefur fylgislega í könnunum staðið að mestu í stað.
  • Mig grunar nú, að ástæðan sé sú að visst gegnumstreymi hafi verið í gangi -
  1. Fylgi Framsóknarflokksins hafi verið að styrkjast meðal andstæðinga ESB aðildar.
  2. Meðan þeir sem vilja ESB aðild, hafa samtímis verið að yfirgefa flokkinn.
  • Þetta sé skýring þess, af hverju fylgið hefur ekki aukist!
  • Sé einnig skýring þess - af hverju brotthvarf nokkurra þekktra fylgismanna ESB aðildar, hafði engin áhrif á fylgi Framsóknarflokksins, nú!

Einfaldlega - aðildarsinnaðir kjósendur voru þegar farnir!

Flokkurinn hafi færst til í hinu pólitíska litrófi!

Það hafi haldist svo vel í hendur - að flokkurinn hafi hvorki stækkað né minnkað!

 

Niðurstaða

Guðmundur Steingrímsson, getur verið á leið í að verða hættulegasti pólitíski andstæðingur Samfylkingar. Ég spái því, að áður en yfir líkur - muni einlægir Samfylkingarsinnar bölva hans nafni í hæstu hæðir.

En, því fleiri aðildarsinnaðir flokkar verða stofnaðir - því meiri verður samkeppnin um fylgi aðildarsinna, og því meir mun það fylgi dreifast. Aðildarsinnaðir flokkar geta endað sem kraðak af smáflokkum - ef allir þeir aðildarsinnaðir flokkar, sem látið hafa líklega -- láta slag standa að bjóða fram.

----------------------------

Veðmál Framsóknarflokksins í dag, er klárt að spurningin um aðild - muni verja flokkinn fylgislega gagnvart ásælni líklegra nýrra framboða. En flest þeirra virðast stefna í að verða aðildarsinnuð. Ekki nema hugsanlega framboð Lilju, verður andaðildasinnað - og það mun taka fylgi fyrst og fremst af VG.

Líklegast - ef Samfylking nær því að leggja samning fyrir, þá mun það gerast mjög nærri Alþingiskosningum eða jafnvel, að báðar kosningarnar munu fara fram samtímis.

Þjóðin verður algerlega þá klofin í tvær fylkingar - með eða móti. Það verði óhugsandi fyrir and-aðildarsinnaðann kjósanda, að kjósa nokkurn aðildarsinnaðann flokk. Og öfugt.

Í dag er stuðningur við "and-aðild" mun meiri en við "með-aðild". Svo önnur púlían er klárt stærri. Hvort svo mun vera áfram, mun ráðast af því hvað gerist í Evrópu - ekki síst í efnahagsmálum.

----------------------------------------

Í því samhengi bendi ég á gögn sem fram komu í gær - þ.e. "Purchasing Manager's Index" eða PMI. En það dæmi mælir útistandandi pantanir - og skv. myndinni að neðan er útlitið ekki gott. Tölur innan við 50 þíðir samdrátt. PMI fyrir iðnframleiðslu.

Debt crisis: live

  • "Most PMIs are heading to 50 or below, which means contraction.
  • French PMI has contracted from 49.3 to 49.1;
  • while Italy's PMI has shrunk from 50.1 to 47, and
  • Germany's drops from 52 to 50.9.
  • In the eurozone as a whole, manufacturing PMI fell from 49.7 to 49, first time in two years."
Þessar tölur benda til þess að í september verði samdráttur í iðnframleiðslu í sömu löndum, sem hafa PMI innan við 50. Það boðar ekki gott fyrir framhaldið hagvaxtarlega innan Evrópu í haust.

Ég lít á þetta sem vísbendingu um það - á hvaða leið mál innan Evrópu eru.

En miðað við þetta - verður hagvöxtur í haust mjög nærri "0" og neikvæður ekki - alls ekki, ólíklegur.

 

Kv.


Bloggfærslur 2. september 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871890

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband