Osama Bin Laden allur?

Ég hallast að því að Osama sé raunverulega látinn, og Bandaríkjamenn hafi drepið hann um daginn. En, mörgum fannst þeð grunsamlegt að þeir kusu að jarða hann um borð í flugmóðurskipi, með því að varpa líkinu í sjóinn. Þá velta menn fyrir sér, var ekki líkið sjálft raunverulega öruggasta sönnunargangið. En, Bandaríkjamenn segjast hafa tekið DNA sýni og það sé nægileg sönnun, með samanburði við lifandi ættingja Osama.

Fyrst varðandi DNA málið:

  • Þá sannarlega sýnir sýni úr Osama einungis að hann sé sonur föður síns, en ekki endilega hver sona hans er um að ræða.
  • Á hinn bóginn, þá er með samanburði við DNA úr bræðrum hans, hægt að útiloka þá og aðra ættingja, þannig nálgast mjög hátt sönnunarhlutfall með útilokunaraðferð. 

Gátu ekki Bandaríkjamenn sett þetta á svið?:

  • Að sjálfsögðu - en þá spyr maður á móti, af hverju núna?
  • Að auki er þá tekin sú áhætta, að Osama sanni að hann sé á lífi, og Bandaríkjamenn missa þannig séð andlitið, og heimurinn næst verður mun tregari til að trúa næst þeirra yfirlísingum.

En af hverju að henda líkinu fyrir borð?:

 

Eitt af því athyglisverðasta er hvar hann fannst!

Tiltölulega smárri borg, 60km. frá Islamabad höfuðborg Pakistan. Og þ.s. enn betra er, einungis 1km. frá herstöð pakistanska hersins þ.s. er að finna einn helsta herskóla landsins. Fjöldi herforingja býr í þessari borg, þ.s. viðhaldið er mikilli öryggisvernd og eftirliti, vel yfir því sem er normið í Pakistan.

Við skulum segja, að grunsemdir þess efnis að ISI leyniþjónusta pakistanska hersins, hafi vitað um veru Osama Bin Laden, fyrir framan nefið á hernum - hafi vaknað.

Verðmæti bygginganna er lauslega metið um milljón dollarar, og eru þær umluknar 10 háum vegg með gaddavír á toppnum. Húsin sjálf með fáum gluggum. Engar símalínur lágu til þeirra né internet. Íbúar brenndu eigið rusl. Byggingarnar voru reistar fyrir 6. árum. 

Segjum að grunsemdir vakni, að þetta hafi verið byggt til þess að fela hann Osama. Maður á erfitt að trúa því, að svona lagað geti hafa gerst án vitneskju einhverra í Pakistan með sambönd, innan kerfisins.

Svo, ég skil vel af hverju Bandaríkjamenn létu Pakistana ekki vita fyrirfram, um aðgerðina. Sennilega hefðu þeir gripið í tóm.

Þetta er ekki fyrsta dæmið um að Pakistanar séu tvöfaldir í roðinu. Þeir eru það einnig gagnvart Talibönum, eins og að meðan opinberlega er her landsins að veita Bandaríkjunum aðstoð í stríðinu við þá hreyfingu, sé ISI á laun að vinna með þeim sömu aðilum m.a. í því að triggja að Bandaríkjamenn gangi ekki milli bols og höfuðs á þeim, algerlega. En, sterkur grunur hefur verið um það, að ISI taki þátt í því að skipuleggja, það griðland innan landamæra Pakistan sem virðist vera fyrir hendi, fyrir hryðjuverkaöfl af ímsu tagi - m.a. í samstarfi við aðila eins og al-Kaeda, Talibana og marga flr.

Það er ekki gott að segja hvað akkúrat þetta þíðir, hvort meginstofnanir Pakistan sjálfar séu klofnar og hægri höndin vinni gegn þeirri vinstri, eða hvort þetta er þaulhugsað á hæstu stöðum.

 

Eitt enn!

Mig grunar þann möguleika að al-Qaeta muni í framhaldinu leitast við að viðhalda orðrómi þess efnis, að Osama Bin Laden sé enn á lífi. En, þeir gætu komið í framhaldinu fram með einhverja yfirlísingu eignaða honum. Jafnvel klipp til og fótoshoppað gamlar myndir af honum, og dubbað upp sem nýjar. 

Að auki grunar mig að þeir sömu hóps t.d. 9/11truth.org, sem hafa stundað að koma fram með langsóttar skýringa um það, hvernig Bandaríkjamenn sjálfir eiga að hafa framið þann verknað; muni taka slíkum gögnum frá al-Qaeta sem enn einni sönnuninni, um fölsun og íllsku Bandaríkjanna. 

Vitið við! 

 

Niðurstaða

Einn lærdómur af þessu, er ef til vill sá að ef þú myrðir yfir þúsund Bandaríkjamenn í Bandaríkjunum, fellir eitt af þeirra megin kennileitum, þá er mjög ólíklegt að þú verðir ellidauður. En aðgerðin virðist hafa tekið 4. ár, þ.e. að safna þeim gögnum, sem á endanum leiddu til þess að þeir fundu verustað Osama Bin Laden. Augljóst er að miklu fé hefur verið varið í þá rannsókn, sem að lokum leiddi þá á sporið.

 

Kv.


Bloggfærslur 3. maí 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 871895

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband