Af hverju er S-Evrópa fátækari en N-Evrópa?

Ég vil skýra þetta að mestu leiti með vöntun á skipgengum ám og kerfi skipgengra skurða þeim tengdum. Skipgengar ár sem mynda vatnakerfi, þ.s. skipgengir skurðir ná að tengja enn fleiri svæði við þær ár, eru í raun mjög mikilvæg auðlind fyrir þær þjóðir sem ráða yfir slíkum kerfum - frá náttúrunnar hendi.

Bandaríkin hafa sem dæmi sennilega stærsta slíkt vatnakerfi sem þekkist í víðri veröld, þegar skipgengar ár og skurðir sem þar má finna eru talin saman. En tiltekin ríki í Evrópu hafa einnig sambærileg vatnakerfi, og þau eru einnig alveg eins og Bandaríkin eru - - rík lönd.

 

Af hverju eru lönd með skipgeng fljót og vatnakerfi þeim tengdum - ríkari?

Sjá Water-ways.eu

  • Þetta sníst um flutningskostnað - en flutningar með ám og skurðum, eru miklu mun ódýrari per tonn af fluttum varningi, en flutningar með lestum eða vegum.
  • Ég hef heyrt að munurinn sé allt að 1/100 milli flutningskotnaðar með vegum vs. á ám eða skurðum.
  • Munurinn er minni þegar lestir eiga í hlut, en milli lesta og vatnaleiða, er samt mikill kostnaðarmunur. 

Eins og sjá má á kortunum að neðan, eru flest ríkari landa Evrópu með kerfi skipgengra áa eða skurða, eða hvort tveggja.

Skurðirnir eru sýndir rauðir - en ár eru sýndar bláar.

Eins og sést hefur Þýskaland gnægt af vatnaleiðum, sem eru mikil lyftistöng fyrir efnahag Þýskalands af náttúrunnar hendi - eins og einnig sést, hefur verið bætt við kerfi af skurðum.


Holland eins og allir vita er mjög láglent, þar er kerfi skipgengra skurða, svo er það við mynni Rýnar mikilvægustu skipgengu ár N-Evrópu


 
Ég er því miður ekki með gott kort af Frakklandi, en vonandi sést samt að þar er einnig að finna bæði skipgengar ár, og er Frakkland það land í Evrópu með flestum slíkum, og einnig kerfi skurða sem hefur verið byggt upp út frá ánum.
Eins og sést, þá býr England yfir kerfi skurða sem nýtast til flutninga, svo er Tames fær skipum til London, og minni bátum og prömmum lengra. Engin tilviljun að London er einmitt við megin vatnsfall Bretlandseyja. Einnig engin tilviljun að England er auðugara land en Skotland.

 
Einu skipgengu vatnsföllin og vatnakerfin eru á Pósléttunni, og við Adríahaf einnig við Pósléttuna. Og það er alls engin tilviljun að Pósléttan er ríkasta svæði Ítalíu langsamlega, þar er meir en helmingur af landsframleiðslu Ítalíu.
 
Skortur á nothæfum vatnsföllum og vatnakerfum, er einmitt lykilatriði í því að S-Ítalía er krónískt fátækari.
 
Italy
 
 
Eins og sjá má, er vatnanet Spánar mun minna í sniðum en vatnanet Frakklands eða Þýskalands, og þ.e. því alls engin tilviljun að Spánn er fátækari en Frakkland eða Þýskaland.
 
 
Lönd með net skipgengra vatna hafa mikið samkeppnisforskot:
  1. Lági flutningskostnaðurinn skapar forskot bæði útflutnings- og innflutningsmeginn.
  2. En það þíðir að fyrirtæki sem starfa við skipgengar ár eða skurði, geta greitt hærri laun heldur en fyrirtæki sem þurfa að nýta mun dýrari flutningskosti fyrir afurðir sínar og/eða aðföng.
  3. Að auki geta þau mun auðveldar borið dýrann gjaldmiðil þ.e. háa gengisskráningu, heldur en fyrirtæki sem starfa þ.s. ekki er aðgangur að svo ódýru flutningsneti.
  4. Það þíðir einnig að þau fyrirtæki búa að jafnaði við lægri verðbólgu, stöðugara verðlag.
  5. Vegna þess að þau geta veitt hærri laun, leitar fólk þangað - þ.e. fyrirtækjum sem starfa á svæðum þ.s. ekki er til staðar sambærilega ódýrir flutningskostir, helst verr á starfsmönnum.

Afleiðingin er að:

  1. Löndin sem hafa skipgeng vatnakerfi eru yfirleitt ríkari -
  2. en löndin sem ekki hafa skipgeng vatnakerfi.
Að auki:
  1. Þurfa löndin sem ekki hafa skipgeng vatnakerfi ódýrari gjaldmiðil/miðla -
  2. heldur en löndin sem ráða yfir skipgengum vatnakerfum.
Fjármagn:
  1. Leitar til landanna sem hafa skipgeng vatnakerfi -
  2. en frá löndum sem ekki hafa skipgeng vatnakerfi.

Grikkland er sérstaklega slæmt dæmi:

  1. Það hefur engin vatnakerfi sem nýtast til flutninga.
  2. Það er fjöllótt og vogskorið - sem gerir vegagerð mjög kostnaðarsama.
  3. Að auki er veðurfar heitt og þurrt, jarðvegur lítill og lélegur - því ekki landbúnaðarland heldur.
  • Þeir hafa siglingahefð vegna eyjanna - en það er harður samkeppnismarkaður sem krefst samkeppnisfærra launa.
  • Þeir hafa nær engin jarðefni svo ég viti til, sem eru verðmæt.
  • Nánast eina auðlyndin er sjálf fegurð eyjanna - sem sagt ferðamennska.
Þetta land er nánast dæmt til að vera fátækt frá náttúrulegum aðstæðum.
Nánast eina vonin, er að flutningar á olíu og gasi frá Mið Asíu þegar þær leiðir opni, muni liggja um Grikkland.
 
 
Niðurstaða
Stóra ástæða þess af hverju S-Evrópa getur ekki starfað með hinum ríku löndum N-Evrópu innan sama gjaldmiðils, er að leita til þeirrar staðreyndar að atvinnuvegir N-Evrópu hafa mikið kostnaðarleg forskot á atvinnuvegi S-Evrópu, vegna þess fj. skipgengra vatnakerfa sem er að finna einkum í N-Evrópu.
 
Þetta gerir atvinnuvegum N-Evrópu þ.s. slík vatnakeri er að finna, mögulegt til að greiða mun hærri laun, en samt skila hagnaði. Meðan löndin í suðrinu, verða að halda launum lágum - og það verulega mikið lægri, til að eiga möguleika til að keppa við fyrirtæki í N-Evrópu.
 
Þetta sníst ekki endilega um það að fyrirtæki séu betur rekin, þó það fari stundum einnig saman, heldur um risastórt kostnaðar forskot sem vatnakerfin skaffa.
 
 
Kv.
 
 

Bloggfærslur 27. desember 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871889

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 350
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband