Eru rafbílar framtíðin?

Ég er áskrifandi af því ágæta tímariti WhatCar sem kemur út mánaðarlega. Þeir ástunda það að vera með nokkrar bifreiðar á hverjum tíma í langtíma-akstri. einn af þeim er Nissan Leaf.

  • Þessi pistill er áhugaverður því hann er raunhæft próf á drægi rafbíls.
  • Eins og fram kemur segir Nissan.uk að drægið sé 109 mílur eða 175km.
  • En þolraunin sem bifreiðin tók þátt í skv. lýsingu úr textanum að neðan, var upp á 64 mílur eða 103 km. Þannig að bifreiðin hefði átt að komast þá vegalengd fremur auðveldlega.

Lesið lýsinguna sem ég hef skannað inn úr mínu eigin eintaki af WhatCar!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/nissan_leaf_img_0006.jpg

 Ef þið lásuð textann þá hafi þið veitt því athygli:

  • að bílstjóri og farþegi ákváðu að sleppa að nota miðstöð/hitara.
  • að bílstjóri og farþegi einnig slepptu því að nota útvarp/hljómflutningstækii.
  • Einnig var fyllstu nærgætni gætt í akstri til að spara orku. 

Samt var það svo að bifreiðin ekki nema rétt svo náði á áfangastað.

En vandi við upplýsingar framleiðenda er að þær standast nær aldrei í praxís - þ.e. bifreiðar hafa alltaf umtalsvert minna drægi í eðlilegri notkun en þ.s. framleiðandi gefur upp.

Eins og þið sjáið af textanum, er munur milli þess er framleiðandi gefur upp, og þess drægis sem raunverulega er fyrir hendi - umtalsverður.

  • Bifreiðin hefði haft verulega styttra drægi, ef hitari hefði verið notaður.
  • Tala ekki um, rafmagnsrúðuhitara að auki.

Allt nauðsynleg tæki við íslenskar aðstæður.

 

Þetta er ástæða þess að ég tel blendingsbíla vera mun praktískari!

T.d. Chevrolet Volt - 2011 Chevrolet Volt Full Test

2011 Chevrolet Volt Hatchback

Hann gengur skrefinu lengra en Toyota Prius því Volt hefur mun stærri rafhlöðupakka, sem gefur því umtalsvert lengra drægi á rafmagni eingöngu.

Uppgefið drægi á rafmagni er 50 mílur eða  80 km. sem er rétt að taka með nokkrum saltkornum. En að flestum líkindum er það þó samt nóg ef ekið er aðeins innanbæjar.

Fyrir akstur utan borgarmarkanna, er bifreiðin einnig með 84 hestafla 1.400cc bensínvél, sem fer í gang og vinnur sem rafall, þ.e. er ekki hluti af drifrás - er þá keyrð á stöðugum hraða sem slíkur. Sem er sjálfsagt óvenjuleg tilfinning - að hafa bensínvél malandi á sama hraðanum nokkurn veginn allan tímann. 

Reyndar hefur bifreiðin 3. prógrammið, ef gefið er botngjöf með pedalnum, þá er bensínmótornum hleypt inn í drifrásina - og bifreiðin virkar eins og Prius rétt á meðan bifreiðin er í botngjöf eða þar um bil.

Mér skilst að sparneytnin sé ekkert samt svakaleg eftir að bensínvélin er komin af stað - en meðan bifreiðin er notuð innan borgarmarkanna þá getur hún í praxís verið að eyða engu ef maður telur það í lítrum af bensíni. Svo að tankurinn, ef hann er eingöngu notaður utan borgarmarkanna í praxís - þá getur hann enst afskaplega lengi.

Tölum ekki heldur um minnkun mengunar í borgum og bægjum, ef allir bílar yrðu með svipaða tækni.

Gamall rafbíll sennilega Detroit Electric milli 1900-1910.

 

Audi er með forvitnilegann prufubíll sem Autocar fékk að aka á sl. ári

Starfsm. Audi kalla dæmið "range extender" þ.e. að rafmagnsbíll með rafal í farteskinu, eins rótor vankelvél sem vegur einungis 60 kg. og kemst fyrir undir gólfinu á skottinu, í staðinn fyrir varadekk. Vélin einungis 20 hestöfl er alltof lítil til að framleiða alla þá orku sem bifreiðin þarf. Þess í stað lengir hún drægið.

Rafhlöðupakkinn er hafður minni, en mótorinn á að bæta það upp. 

Málið er að "lithion/ion" hlöður eru mjög dýrar en einnig þungar, um umtalsverðann sparnað á heildarþyngd bifreiðar sé að ræða annars vegar og hins vegar ætti mótorinn að vera ódýrari "skv. starfsm. Audi" - en þ.s. upp á vantar af rafhlöðum. 

Þessi hugmynd virðist mér þó vera nokkurn veginn endamarkið - ekki sé unnt að fara lengra með blendings eða tvinnbíls hugmyndina.

Mynd af kanadískum rafbíl frá cirka 1900

electric truck (Medium).jpg

Niðurstaða

Ég undirstrika þ.s. ég hef áður sagt - sjá: Bíll framtíðarinnar? að ég tel hreina rafbíla of takmarkaða til þess að þeir séu praktískir nema sem aukabíll. Þetta virðist ekkert vera að breytast á næstunni. En hafa ber í huga að rafbílar eru enn með nokkurn veginn sömu takmarkanir og rafbílar höfðu í kringum 1900. Þetta gefur til kinna að þau vandamál sem er við að glíma til að gera þá nægilega praktíska séu tæknilega mjög erfið úrlausnar. Sjá síðu sem listar rafbíla hins gamla tíma: Early Electric Car Site.

En mér sýnist að tvinnbílsform með stækkuðum rafhlöðupakka, þannig að sá dugi vel til aksturs innanbæjar, ásamt bensín eða dísel mótir sem starfi sem rafall - tryggi þannig nægt drægi utan borgarmarkanna, sambærilegt við þ.s. við erum vön í bílum í dag - sé framtíðin.

Hið minnsta næstu áratugina! En ég veit ekki um neitt sem getur leyst þann vanda sem rafbílar hafa haft sl. 100 ár. Sannarlega er alltaf verið að leita að nýjum betri rafhlöðum. En ekki enn hefur tekist að framkalla þá undrahlöðu sem varðveitt getur nægilega orku - til að hreinir rafbílar hafi sambærilegt notagildi.

Slík tækni virðist ekki vera á sjóndeildarhringnum, þrátt fyrir allar þær framfarir er átt hafa sér stað á öðrum sviðum. 

Það segir að vandinn sem við er að glíma sé mjög erfiður úrlausnar, ef þá slík lausn er yfirleitt möguleg.

 

Kv.


Bloggfærslur 26. desember 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871889

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 350
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband