Vaxandi spenna í samskiptum Bretlands v. meginlandið!

Það eru nú nokkur deilumál, sú sem hefur lengst verið í gangi, um innleiðingu Tobin skatts, þ.e. skatt á fjámagnstilfærslur, sem aðilar á evrusvæði í þeirri örvæntingu sem þar ríkir, virðast líta á sem einhvers konar lausn, eða hluta að lausn á þeim vanda sem þar ríkir.

En töluvert er um það, að fjármálamörkuðum sé einfaldlega kennt um, menn hjá einstaklingum sem vilja ekki kannast við það að nokkuð sé að evru hugmyndinni sem slíkri, eða að þeir vilja kannast við að nokkurt landa evrusvæðis sé í reynd í raunverulegum vanda, fyrir utan Grikkland.

Kenningin er þá, að Grikkir séu í vanda vegna þess að þeir svindluðu, hegðuðu sér ílla - en restin af löndunum sé einfaldlega saklaus fórnarlömb - einhvers "evil scheme" markaða, þ.s. engilsaxar ráði mestu. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja, að þetta sé ekkert annað en engilsaxneskt tilræði, skipulega verið að reyna að drepa evruna, sem engilsaxar hafi alltaf hatað.

Má segja að Tobin skatturinn sé hluti af hugsuninni, þetta er þeim að kenna, og nú á að refsa fjármálamörkuðum, með því að skattleggja hverja einustu færslu sem á sér stað: 

Tobin tax - Wikipedia, the free encyclopedia

  • Bretar óttast ekki síst að slíkur skattur fæli fjármagns-starfsemi í burtu, og einnig fjármagnið sjálft, þ.e. aðilar kjósi að eiga viðskipti sín þ.s. enginn skattur er til staðar, sem er þá alls staðar annars staðar en innan Evrópu.
  • Að skatturinn fæli fjármagn í burtu, nema að ef hann gildir alls staðar svo hvergi sé unnt að flíja hann - er auðvitað í reynd mjög hættuleg ráðstöfun, þegar bankakerfi Evrópu í vaxandi mæli rambar á brún, hruns. 
  • Sýnir eiginlega - hve þeir sem ráða innan Þýskalands og Frakklands, virðst vera að fá bandvitlausa hagfræði ráðgjöf.

 

Afstaða Breta sem harðneita að samþykkja Tobin skattinn, nýtur ekki samúðar stjv. Þýskalands eða Frakklands, en þ.e. ekki síst Frakkar er hafa beitt sér fyrir þeirri skattheimtu.

En fleiri deilur eru uppi - en tillögur Breta, ítrekaðar þess efnis að Þjóðverjar eigi að heimila peningaprentun, hefur ekki gengið vel í Þjóðverja - og pirringur vegna þess sem séð er sem hroka Breta, fer vaxandi.

Svo hefur Merkel fengið þá hugmynd, sem þarf samþykki allra aðildarlanda ESB, þar með að sjálfsögðu Bretlands, að innleiða aukið yfirþjóðlegt vald - þannig að yfirþjóðleg stofnun geti gefið einstökum ríkjum fyrirmæli um tiltekinn niðurskurð á fjárlögum, eða hafnað fjárlögum sem þau þykja vera of slök; sem sagt að fjárlög ríkja þurfi alltaf yfirlestur og fyrirfram stimpil.

  • Einhvern veginn sé ég ekki Breta sætta sig við að slíkt vald sé skipað yfir þá, en þó hugsanlega geti þeir sæst á að, slíkt ríki innan Evrusvæðis - sem þeir eru ekki meðlimir af.
Ekki síst, þ.e. krafa uppi um að Bretar, auk annarra ríkja utan evrusvæðis, leggi fram fjármagn í nafni samstöðu aðildarríkja ESB, því áframhald evru sé þeim einnig í hag.

Sjá video af David Cameron á blaðamannafundi:

http://www.telegraph.co.uk/news/politics/david-cameron/article8899180.ece#ooid=tiZDExMzodV0Qqx0fipgZZf6zKCgR7OM

German Chancellor Angela Merkel and British Prime Minister David Cameron address the press

 

Fundur Angelu Merkel og David Cameron

Eins og reiknað var með, töluðu þau bæði hástemmt um vinskap þjóðanna, en Cameron stóð við andstöðu við Tobin skattinn - sem myndi bitna harkalega á Bretum, vegna þess að efnahagslíf Bretlands er svo háð fjármálalífinu þar.

En Bretar óttast eðlilega, að skatturinn myndi fæla fjármagn frá Bretlandi, og auðvitað evrusvæði einnig - - þess vegna segja þeir einungis sætta sig við slíkann skatt ef hann gildir heiminn vítt.

  • Það er einmitt stóra hættan við það, að Evrópa setji slíkann skatt einhliða!
  • Einmitt þegar, fyrstu kláru merki um flótta fjármagns frá Evrópu liggja fyrir - er það enn varasamara en vanalega.

Fyrir fundinn höfðu ummæli eins áhrifamesta þingmanns Þýskalands, og náins bandamanns Merkelar, farið mjög ílla í Breta - sjá:

German Politician Upsets British with Comments

'Now Europe Is Speaking German': Merkel Ally Demands that Britain 'Contribute' to EU Success

Fyrir fundinn á föstudag, sama dag og hann fór fram, sagði hann eftirfarandi:

Dr Michael Fuchs: Printing money is not a good way. We have to get the countries first to do their home work of why they are in a mess. They spent too much money and have to clear out their budgets first. If the ECB starts spending where is the pressure for countries to do these reforms.

We don't want to run Europe, but if we have a currency union we have to have a certain fiscal union. It can't be that one country has 200pc deficit and another is only 60pc."

  •  Þessi ummæli sýna að Þjóðverjar virkilega - ná þessu ekki!

 

Dæmisagan um Ítalíu

Takið eftir þessari áhugaverðu reiknivél, þ.s. hægt er að setja inn forsendur, og fá svo fram hve mikinn afgang Ítalía þarf af ríkisútgjöldum: Reiknivél!

  • Í dag er Ítalía með cirka 4% fjárlagahalla, en skv. útreikningum hagfræðingsins Gavin Davies þarf Ítalía 5,5% afgang ef vextir haldast yfir 5% á nýjum lánum, enn hærri auðvitað ef vextirnir eru verri.
  • Ég er alveg viss um að afstaða Fusch er afstaða sem ríkir innan þingflokks Merkelar, sem setur eiginlega Ítalíu í fullkomið "catch 22" aðstöðu.
  • En eins og hann segir, er krafan að löndin komi jafnvægi á ríkisfjármál - áður en til greina kemur að veita þeim sérstakar ívilnanir.

Innan Þýskalands er sú míta ríkjandi að Þýskaland hafi verið svo passasamt um eigin fjárlög, en samt var það Þýskaland sjálft sem rauf 3% regluna um leyfilegann ríkishalla á fyrri hluta sl. áratugar - sem setti mjög slæmt fordæmi, og sem Þjóðverjar að sjálfsögðu kjósa að muna ekki nú.

Að auki ríkir sú míta, að það að þeim skuli hafa tekist að framkalla viðsnúning í eigin efnahagsmálum á fyrri hl. sl. áratugar - sýni að hin ríkin geti það einnig.

Vandinn er að þetta tekur ekkert tillit til þess - að þegar Þjóðverjar voru að taka til heima fyrir, ríkti allt annað og mun vænlegra ástand í alþjóðahagkerfinu: en sl. áratugur var uppangstími, þ.s. eftirspurn fór stöðugt vaxandi eftir Þýskri framleiðslu til útflutnings, og það innstreymi fjármagns svo sannarlega, veitti smyrsl á sárin meðan Þjóðvejrar unnu sína heimavinnu.

Ath. Ítalía þarf að framkalla viðsnúning, á leið inn í hagkerfissamdrátt, þ.s. minnkandi umsvif draga úr tekjum af veltusköttum - og þegar hagvöxtur, og vöxtur eftirspurnar er að dragast saman í alþjóðakerfinu; þannig að Ítalía getur ekki veitt hagkerfinu sínu smyrsl á sárið með hratt vaxandi útflutningstekjum.

Síðast en ekki síst, að Ítalía hefur dregist langt eftir úr í samkeppnishæfni miðað við kostnað per framleidda einingu, skv. Gavin Davies þarf Ítalía að lækka þann kostnað um cirka helming, til að ná fullri samkeppnishæfni við stöðu Þýskalands í dag. Sem sannarlega að einhverju marki er unnt að ná fram með bættri skilvirkni, endurskipulagningu - en að stórum hluta mun verða að ná fram með beinum lækkunum launa. En slíkar beinar launalækkanir valda einnig minnkandi umsvifum í hagkerfinu.

  • Ég sé ekki betur en að Þjóðverjar hafi ekkert lært af því hvernig hefur gengið í Grikklandi, þeir ætla sér að endurtaka prógrammið nokkurn veginn fullkomlega eins á Ítalíu.
  • Ítalía hefur nú verið sett undir "ríkisstjóra"/"governor" frá Brussel - sem mun fylgja þeirri forskrift - og ég sé enga ástæðu til annars en að hún muni virka mjög svipað - - þ.e. samanlög samdráttaráhrif launalækkana, endurskipulagningar (en framan af er hún meir samdráttarvaldandi), útgjaldaniðurskurðar - muni auka hraðan á þeim samdrætti sem Ítalía er nú á leið í; sem skila muni því alveg eins og á Grikklandi, að aukinn hraði samdráttar orsaki það ástand að útgjaldavandi ríkisins leysist ekki - því hratt vaxandi samdráttur minnki tekjur jafnvel enn hraðar en næst að skera niður.
  • Vandinn er að þ.s. þetta er Ítalía en ekki Grikkland, og Ítalía skuldar svo miklu - miklu meira en Grikkland, reynd svo mikið að Evrópa hefur ekki efni á að bjarga Ítalíu; þá mun hratt vaxandi skuldahlutfall miðað við landsframleiðslu, alveg eins og á Grikklandi, skapa hratt minnkandi tiltrú fjárfesta.
  • Því miður, þ.s. það kosta svo mikið að halda Ítalíu uppi, mun Ítalía þurrausa björgunarsjóð Evrusvæðis áður en næsta ár er hálfnað - ef sá á að taka við þeim kaleik af Seðlabanka Evrópu, að kaupa bréf Ítalíu, svo markaðurinn haldi áfram að taka við þeim.
  • Engin trúverðug áætlun liggur fyrir um stækkun þess björgunarsjóðar.
  • Ekkert bendir til þess, að slík trúverðug áætlun sé á leiðinni.
  • Ef Þjóðverjar halda áfram að koma í veg fyrir að Seðlabanki Evrópu prenti peningar fyrir kostnaðinum, við það að kaupa bréf Ítalíu - þurfa Þjóðverjar á einhverjum tímapunkti nk. ár, að stöðva þau kaup - því þ.e. þeirra Seðlabanki er starfar innan ECB sem í reynd kaupir, því þar er fjármagnið innan seðlabankakerfis Evrópu, svo þau bréf liggja að mestu leiti á bókum Bundesbank sem er baktryggður af Þýskjum skattgreiðendum. En einhverntíma munu þeir krefjast að þau kaup hætti - og ríkissj. Þýskalands hefur ekki heimilað stækkun Björgunarsjóðsins í reynd, og önnur aðildarlönd Evru treysta sér ekki til að leggja frekar fram fé. Þannig, að rökrétt er að þau kaup taki enda þegar upphæðin á reikningum Seðlab. Evr. nái cirka þeirri upphæð sem lögð hefur verið til björgunarsjóðsins. En annars eru kaup Seðlabanka bakdyraleið að þeirri niðurstöðu, sem þeir hafa hafnað með því að hafna frekari stækkun björgunarsjóðsins - að því að Þjóðverjar haldi Ítalíu uppi.

Meðfram því að þetta gengur allt á, vegna þess hve skuldir Ítalíu eru ógnarstórar - þá mun hræðslan um stöðu evr. banka fara hratt stigmagnandi! En mjög margir evr. bankar eiga það stórar upphæðir af ítölskum skuldabréfum, að þeir þyrftu aðstoðar við frá eigin stjv. - ef verðgildi þerra lækkar verulega umfram núverandi verðgildi.

  • Stóra hættan fyrir evruna - endutek það eina ferðin enn, er bankahrun!

Og evr. bankar eru sérlega viðkvæmir, því eiginfjárhlutfall þeirra er að meðaltali lægra en í Bandar. eða Bretlandi, þ.e. milli 5-6%. (Ath. fyrirmæli um aukningu í 9% er ekki enn kominn til framkv. þó svo fyrirmælin séu virk, þá fengu bankarnir frest til miðs nk. árs til þess að hrinda því í verk).

Þannig, að lækkun hluta eigna getur hratt gert fjölmarga banka í Evrópu raungjaldþrota.

Það er bankahrun - ef og þegar það verður - sem þá bindur enda á tilvist evunnar.

 

Sjá hvernig ég tel þetta geta endað - "comment á vef Telegraph.co.uk.

"My scenario for the end of the Euro is the following:

I reckon crunch time is in mid-December through January.

That as it becomes increasingly clear that there is a recession in the  South, tensions will mount rapidly about Italy and Spain - the ECB being  overwhelmed, due to continued refusal by Germans to allow printing.

The crush event being a bank collapse in early January.

After which the Euro shall be Dead Walking, so to speak. The different Euro  zone countries having been forced to impose controls on movement of  capital, on the heels of the bank collapse.

At that point, the  Euro shall soon seize to exist except in Germany, when the Bundesbank  pulls the plug, i.e. ending the flow of liquidity through the central  Bank system.

But following a collapse, Germant itself shall be  much worse off, after itself having had to rescue it's banks, and at the same time being in the process of enduring a massive collapse in exports.

In that atmosphere, it shall become politically impossible in Germany, to continue to maintain the flow of liquidity.

In short, the Euro zone shall end like the Rouble zone ended, when the German/Russian central bank pull the plug, the other countries need to introduce currencies of their own.

That process might take some time, but I'd expect it to be fully over by 2013."

 

Niðurstaða

Ég sé ekki betur en að afstaða Þjóðverja nokkurn veginn gulltryggi að hrun evrunnar raunverulega verði. Mín spá hefur verið, öðru hvoru megin við nk. áramót.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. nóvember 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871890

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband