Enn eina ferðina magnast evrukrísan!

Ég er svo oft búinn að nefna þetta, að vandi evrusvæðisins hafi versnað - að þ.e. farið að hljóma nánast klisjukennt. En þ.s. mátti sjá merki í dag, er "contagion of the core" þ.e. að ótti fjárfesta sé farinn að bitna á innsta kjarna evrusvæðis.

Þess hefur reyndar séð aðeins merki sl. 3 vikur, en ESFS (björgunarsjóður evrusvæðis) hefur gengið ílla með síðustu 3. skuldabréfaútboð, þ.e. það fyrsta af 3 heppnaðist en mjög tæplega svo en eftirspurn var ekki nema kringum 10% umfram þ.s. var í boði - sem þykir lítið. Síðan var hætt við útboð fyrir 2 vikum - sem vakti athygli. Síðan, fara tvennar sögur af því hve vel gekk með útboð sl. viku þ.e. annaðhvort skv. frétt Telegraph varð ESFS að toppa uppboðið upp um 100milljónir € svo allt seldist, eða að eftirspurnin var akkúrat fyrir því sem var í boði, sem einnig eru slæmar fréttir.

  • En það að ESFS gangi ílla á uppboðum er mjög slæmt - vegna þess hvernig ESFS virkar, þ.s. ríkin hafa veitt ESFS ábyrgðir, sem ESFS þarf að virkja með skuldabréfaútboðum svo ESFS hafi fjármagn.
  • Punkturinn er, að með þessu áframhaldi geta ríkin neyðst til að veita ESFS bein fjárframlög svo ESFS geti staðið sitt - þ.e. að bjarga björgunarsjóðnum.

 

Contagion of the core

Vaxtakrafa 10. ára bréfa: Financial Times

  1. Grikkland..........32,29%
  2. Portúgal............11,52%
  3. Írland.................8,22%
  4. Ítalía..................7,28%
  5. Spánn................6,43%
  6. Belgía................4,92%
  7. Frakkland...........3,69%
  8. Austurríki...........3,61%
  9. Holland..............2,43%
  10. Þýskaland...........1,8%
  • Ísland 4,9993% fyrir 5. ára bréf sl. sumar. Þíðir sennilega að verð fyrir 10 hefði verið á bilinu 5,3-5,5. Ekki verið seldar skuldir síðan þá, svo verð akkúrat núna er óþekkt.

Takið eftir að ég set Þýskaland og Holland til samanburðar, en sérstaklega er það sbr. v. Þýskaland sem markaðir horfa á, þá vaxtamunur milli Þýskalands og annarra landa.

Það er líka gaman að muna eftir því hvað ríkissjóður Ísl. - land ekki með evru, ekki innan ESB, með höft á gjaldmiðlinum - - ætti sem sagt að vera neðst skv. málflutningi evrusinna; fékk sl. sumar.

Þróunin á þriðjudag var ógnvænleg, en við upphaf dags stóð vaxtakrafa Ítalíu rétt neðan v. 6,8% og Spánar var innan v. 6,1%.

En allt í einu er markaðurinn að ókyrrast vegna Spánar - sem getur stafað af þrennu: 1)Ítalíu. 2)Í dag komu hagtölur frá ESB þ.s. fram kom að hagvöxtur 3. ársfjórðungs svæðisins alls var einungis 0,2% sem þíðir að einhver lönd eru sennilega þegar komin í samdrátt, markaðurinn getur verið að álykta að það eigi við Spán. 3)Gefin var út yfirlísing af aðalhagfræðingi Seðlabanka Evrópu þess efnis, að seðlabankinn ætlaði ekki að vera bakhjarl alls svæðisins, en ein af mögulegum reddingum er að Seðlabankinn einmitt taki slíkt hlutverk að sér, og vera má að fjárfestum þykji þetta draga úr líkum á góðri lendingu.

Þó Ítalía hafi haft einhvern hagvöxt á 3. fjórðungi, eru tölur um peningamagn og þróun þess virkilega grimmar, og þær benda til hraðrar þróunar í átt til kreppu. En svokallað M1, M2 og M3 er allt að dragast saman. Sú vitneskja í samhengi við nýjar tölur um enn minni hagvöxt á evrusvæði - getur hafa ítt niður verðinu á ríkisbréfum Ítalíu í dag.

Svo er það Belgía, Frakkland og Austurríki: En ríkisstj. Frakklands og Austurríkis tilkynntu báðar um fyrirhugaðar sparnaðar aðgerðir, í báðum löndum er óttast um svokallaða "AAA" einkunn. En vaxtakrafa beggja hefur farið hækkandi - kominn vel yfir 3,5%, með þessu áframhaldi stefnir hraðbyri í 4%. 

Spennan vegna Frakklands og Austurríkis, er að ef þau missa "3-A" þá fækkar ríkjum sem geta veitt ESFS fram ábyrgðir með "3-A" stimpil, en ESFS getur eingöngu boðið skuldabréf sem hafa "3-A" stimpil ef hann er að veita þau út á ábyrgðir landa, sem sjálf hafa "3-A" stimpil.

  • Þannig, að spennan er í þessum tilvikum, ekki síst vegna samhengisins við björgunarkerfið.

Belgía er aftur á móti land sem er í viðkvæmri stöðu, með skuldastöðu ríkissjóðs upp á rúml. 100% af þjóðarframleiðslu, lélegann hagvöxt að auki. Þetta er land sem getur farið yfir um hæglega, og orðið vandræðaland.

 

Hvað þarf til að bjarga Ítalíu?

Takið eftir þessari áhugaverðu reiknivél, þ.s. hægt er að setja inn forsendur, og fá svo fram hve mikinn afgang Ítalía þarf af ríkisútgjöldum: Reiknivél!

  • Áhugavert að leika sér með forsendur á reiknivélinni!

Hagfræðinguinn Gavyn Davies: The Italian Job

Eins og hann mynnir á þá tókst Ítalíu á seinni hluta 10. áratugarins, að snúa við í cirka 120% skuldastöðu eins og nú, og halda uppi samfellt í nokkur á rúml. 3% afgangi af ríkisútgjöldum.

Skv. hans tölum hefur Ítalía í dag cirka 4% halla á ríkissjóði, þarf af cirka 0,5% afgang af frumjöfnuði. En skv. hans mati til þess að ná að vinna sig út úr skuldaskaflinum miðað við forsendur nútímans, telur hann Ítalíu þurfa afgang í kringum 5,5% og það í mjög mörg ár.

  • Þetta er viðsnúningur sem nálgast 9% af þjóðarframleiðslu - sem er mjög, mjög mikið.

Að auki þarf að muna að Ítalía hefur ekki sinn eigin seðlabanka lengur né gjaldmiðil, þannig að þ.e. einungis í boði að skera niður. Og það virðist að Mario Monti hafi fengið fyrirmæli um mjög harkalegann niðurskurð - ásamt sannarlega því að lagt verður í harðar aðgerðir til að auka skilvirkni ítalks atvinnulífs.

Síðan má ekki heldur gleyma, að Ítalía virðist þegar vera á leið inn í efnahagssamdrátt skv. tölum yfir peningamagn sem hefur verið að dragast saman stöðugt síðan í ágúst. Eins og einn sagði "you can't have capitalism without capital". 

Að auki eru efnahagshorfur í heiminum lakari heldur en á seinni hluta 10. áratugarins, er Ítalía gat aukið útflutnings umtalsvert og þannig stutt við harkalegar sparnaðaraðgerðir heima við, með auknum útfl. tekjum. Nú virðist lítill möguleiki á að endutaka þann leik.

Bætum við spíral niður í kreppu þegar hafinn, og reikna má fastlega með að í reynd þurfi umtalsvert stærri niðurskurð en kringum 9%, til að ná fram 5,5% afgangi.

Svo nefnir Gavyn Davies að auki, að á Ítalíu þurfi að lækka laun og það hressilega, en skv. hans tölum hefur Ítalía á undanförnum árum tapað samkeppnisæfni sbr. v. þýskaland um helming. 

  • Til þess að einhver von sé um að þetta heppnist, þarf Ítalía frið í a.m.k. 3 ár frá mörkuðum, sem kostar um 1.000ma.€.
  • En mótaðgerðir sem eiga að skila hagvexti, taka tíma að skila sér - til skamms tíma auka þær samdráttinn ofan á áhrifin frá niðurskurðinum, launalækkunum o.flr. 
  • Þá kemur til yfirlísing Seðlabanka Evrópu, sem einfaldlega þverneitar að veita "bakstopp" fyrir stækkaðann björgunarsjóða, sem nálgast slíkar upphæðir. En úr þessu tel ég tryggingu Seðlabankans einu mögulegu leiðina til slíks þ.s. löndin á Evrusvæði, treysta sér ekki lengur til að leggja fram slíka fjármuni.

Í samhenginu vanda Ítalíu, er það mjög líklegt að sú yfirlísing hafi verið stór hluti ástæðu þess, hve markaðir hegðuðu sér sl. þriðjudag.

En án slíks skjóls tel ég þetta "mission impossible" þó svo að maður eins fær og Monti fái að spreita sig.

---------------------------Mission impossible

Lagt saman, sýnist mér þetta vera sama stefnan nokkurn veginn, og hefur verið að keyra Grikkland niður í mjög raunverulega "debt depression" þ.e. 1. ársfjórðungur samdráttur um 8,1%, 2. fjórðungur samdráttur kringum 7,3%. Ekki enn með tölur fyrir 3. fjórðung.

En samdráttur hefur alltaf verið meiri í Grikklandi undir aðgerðapakka ESB, Seðlabanka Evrópu og ESFS, ásamt AGS. Sem hefur þítt að markmiðin í ríkisfjármálum hafa alltaf brugðist - alltaf.

Að auki hefur hraðfara minnkun hagkerfisins stöðugt hækkað skuldir sem hlutfall lansframleiðslu.

Líkurnar virðast mjög miklar á að sömu aðferðir muni skila nákvæmlega sömu útkomu á Ítalíu, þ.e. markmið náist ekki því miklar niðurskurðaraðgerðir framkalli frekari samdrátt og tekjuminnkun ríkissjóðs, skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu aukist þá hraðfara samhliða hratt vaxandi samdrætti hagkerfisins sjálfs.

  • Vandinn er að Evran getur þolað hrun Grikklands - en ekki Ítalíu.
  • Svo stórt er áfallið ef og þegar hrun Ítalíu verður, að enginn verður óhultur - ekki Frakkland með banka sem eiga mjög mikið af skuldum Ítalíu, og eru of stórir til að ríkissjóður Frakklands geti bjargað þeim, en umfang franska bankakerfisins er cirka 440% af þjóðarframleiðslu.
  • Þetta veit markaðurinn - þess vegna verður "contagion" fljótt að skila sér í vaxandi ótta um stöðu Frakklands sjálfs, auðvitað Spán einnig.
  • Þá er Austurríki ekki langt á eftir, þó svo að bankar Austurríkis séu ekki með mikið af ítölskum skuldum eru þeir ílla settir gagnvart skuldurum í Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi o.flr. - en þau lönd munu ekki sleppa ef Evrópa lendir í kreppu, og vandræði skuldara í þeim löndum getur riðið Austurríska bankakerfinu að fullu.
  • Ekki má gleyma Belgíu.


Niðurstaða

Atburðir þessarar viku fram að þessu eru ekki til að auka á bjartsýni um vanda evrusvæðis, og var þó sú svartsýni mín orðin ærin fyrir, en svo mikil er hún orðin að ég er meir skeptískur en bjartsýnn á það að evran lifi af næstu mánuðina.

Það má meira að segja vera að einungis nokkrar vikur sé í meiriháttar hrun.

 

Kv.


Bloggfærslur 16. nóvember 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871890

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband