18.9.2010 | 00:46
"Fractional reserve banking" - kostir og gallar! Er möguleiki á skárra fyrirkomulagi?
Þessi umræða dúkkaði upp á yfirborðið í liðinni viku. En, í kjölfar upphafs bankakrísunnar í á vesturlöndum sem enn þann dag í dag, verður að skoðast að sé í gangi, hefur fjölgað þeim aðilum er telja kerfið, þ.e. sjálft grunn fjármálakerfi vesturlanda meingallað og svo langt er gengið að halda því fram, að sjálft eðli þess leiði óhjákvæmilega til reglulegra skuldakreppa.
Margir benda á "fractional reserve banking" sem vandamál - en meginlínur gagnrýni eru annars vegar hægri sinnaðar - og - hins vegar - vinstri sinnaðar.
Áhugavert að þessar stefnur á sínum hvorum endanum í pólitíska litrófinu, eru sammaál um það endamark að afnema "fractional reserve banking" og taka í staðinn upp "full reserve banking" ásamt því að báðir aðilar eru sammála um að þá verði Seðlabankar óþarfir.
Á hinn bóginn, er nálgun þessara hópa og röksemdafærsla mjög ólík - svo meira sé ekki sagt.
En hægrimenn sem ég er að tala um, eru extreme frjálshyggjusinnar er vilja lágmarka afskipti ríkisvaldsins af markaðinum - og telja sig ná því fram með því að afnema pólit. afskipti af peningakerfinu.
Á hinn bóginn, þá einkennir hugmyndir vinstri sinnanna megn tortryggni gagnvart bönkum yfirleitt, og markaðshyggju í aðalatriðum; og telja sig með því að afnema seðlabanka og "fractional reserve banking" vera að færa valdið yfir peningum frá spilltum peningaöflum yfir til almennings.
En skv. því virðist það vera hugmyndin að svokallaðir fulltrúar almennings, ákveði seðlaprentun hverju sinni - sbr. Alþingi og Alþingismenn.
Full reserve banking
- svona kerfi hefur í reynd aldrei verið til - svo þ.e. einungis fræðilegt.
- en, fyrstu nútíma bankarnir urðu til í Hollandi 17. aldar, og þeir hófust þannig að einstaklingar er höfðu starf af því að búa til gullmynt, tóku að sér að geyma í fyrir kúnna mynt gegn framvísun pappíra. Strangt til tekið var þetta ekki bankastarfsemi og þeir tóku gjald fyrir að varðveita féð.
- síðan áttuðu þessir aðilar sig á því, að oftast nær tók einungis hluti viðskiptavina út fé sitt í einu - svo þeir fóru að fikra sig yfir í að gefa út pappíra fyrir meira fé en þeir áttu inni hverju sinni. Þetta var upphafið af bankastarfsemi, þ.e. "fractional reserve banking".
- í "full reserve kerfi" þá væri í reynd ekkert fé handbært til að reka bankastofnun, nema að með einhverjum hætti, séu prentaðir peningar beinlínis til slíkra hluta og bankarnir látnir hafa þá.
- þá auðvitað, þurfa þeir að fá þá prentuðu peninga á lægra verði, en þeir bjóðast síðan til að lána þá út fyrir.
- þ.e. erfitt að sjá, hvaða hvata slíkir bankar ættu að hafa til að halda uppi innistæðu reikningum, þ.s. þeir eru ekki að hafa nein not af því fé til útlána.
- Það verður þá væntanlega að vera sama reglan og upphaflega hjá hollensku mynntsláttumönnunum, þ.e. að tekið er varðveislugjald. Þá má viðskiptavinurinn væntanlega ráða hvort það gjald er innheimt beint af reikningi eða borgað mánaðarlega af launum t.d.
- Þ.e. þá ekki til staðar eiginlegt sparifé - þ.s. bankarnir hafa ekki tekjur af innlánsreikningunum fyrir utan varðveislugjald. Þ.e. ekki eru borgaðir vextir innistæðu reikningum - þvert á móti kostar þá að eiga slíkann.
- það verður þá ekki hægt að eiga peninga á bók, og lifa af vöxtum af þeim!
- Kerfi þ.s. allir peningar eru prentaðir af ríkisvaldi, er þó að sjálfsögðu ekki með neinum augljósum hætti laust við verðbólgu - né er það svo, að ekki sé til staðar neitt sem valdið geti óstöðugleika.
- Laun, en launahækkanir geta skapað verðbólgu, ef þær eru umfram getu atvinnulífs til að halda kostnaðinum innan rekstrar, þ.e. þau neyðast til að hækka verð á sinni þjónustu eða framleiðslu.
- Ég sé ekki neina augljósa ástæðu þess, að launafólk hætti að krefjast reglulegra launahækkana - en, í "full reserve" kerfi valda launahækkanir verðbólgu ef þær eru umfram minnkun kostnaðar af völdum aukinnar skilvirkni tengd tækninýjungum - og/eða þær eru umfram aukningu framleiðni.
- Síðan, ef kauphækkanir verða umfram framleiðslugetu sjálfs hagkerfisins, þá skapast ójafnvægi er á endanum leiðir til kreppu. Ég sé enga ástæðu þess, að þetta geti ekki gerst innan "full reserve kerfis".
- Þeir sem stjórna, verða að átta sig á, að hagvöxtur mun krefjast aukningar peningamagns. En, hagvöxtur í slíku kerfi, getur skapast áfram fyrir tilstilli framfara í verkþekkingu er leiði til aukningar framleiðni - annars vegar - og - hins vegar - tækniframfara er skila aukinni framleiðslu.
- spurning er þó, hvers konar kerfi væri viðhaft til að stýra úthlutun peninga í skyni útlána til bankastofnana?
- Miðstýrð úthlutun?
- Kvótakerfi?
Það veit reyndar enginn hvort þetta kerfi myndi verða skilvirkt.
Fractional Reserve Banking
Þetta er það peningahagkerfi sem breiðst hefur smám saman út um heim, síðan það var fundið upp á 17. öld í Hollandi.
Hvað svo sem segja má um galla þess, þá hefur það orsakað fyrst fyrir Holland - síðan Bretland - og síðan Bandar. og loks Evrópu, mikla nettó auðssöfnun.
Sannarlega hafa skollið á kreppur milli atriða - en heildar hegðun þess hefur verið sú að til staðar hefur verið nettó auðssöfnun öld eftir öld.
Jafnhliða, hefur það fjármagnað þróun nýrrar þekkingar með fjármögnun vísindarannsókna, sem leitt hefur til mestu tækniframfara heimssögunnar. En, þ.e. að sjálfssögðu engin tilviljun að nákvæmlega sömu ofangreind svæði, hafa einnig leitt tækniþróun- og vísindaþróun, undanfarin 300 ár.
Auðssöfnunin - tækniþróunin - uppgötvanir í vísindum; hafa leitt til mestu aukningar velmegunar sem heimsbyggðin hefur nokkru sinni upplifað.
Sannarlega þegar auðssöfnun á sér stað, þá er hún ójöfn - en, þannig hefur það einnig verið frá upphafi syðmenningar á Móður Jörð.
- Þ.e. einmitt hegðun kerfisins að búa til peninga, sem hefur verið megin drifkrafturinn.
- En, þ.s. aðilar er reka banka græða á því að selja lán, þá hafa þeir sterka hvata til að hvetja sem flesta til að taka þau.
- En lánsfjármögnun, fer ekki einungis til þess að kaupa sér skemmtilega hluti til eyðslu, heldur einnig er hún nýtt til að fjármagna upphaf nýs rekstrar í fjölmörgum tilvikum.
- Að sjálfsögðu græðir banki ekki einungis á vöxtum, heldur einnig á greiðslum af lánum - og því að þau séu greidd upp.
- En þá losnar fjármagn til að veita fleiri lán.
- Þannig, að þetta er stöðugt flæði - þ.e. ný útlán - greitt af lánum - lán greidd upp - ný lán veitt.
- Þ.s. mjög einfalt er að sanna að undanfarin 300 ár hefur nettó aukning auðs ekki einungis verið til staðar hjá þeim ríku, heldur hafa almenn lífskjör einnig batnað öld eftir öld í þeim ríkjum er hafa viðhaft þetta hagkerfi; þá greinilega er útlánastarfsemi á heildina litið að skila því að allir græða sem lifa í þeim hagkerfum. Ekki jafn mikið - en samt þó með þeim hætti, að bil milli ríkra og fátækra innan þeirra ríkja er mikið minna en fyrir 300 árum.
En að sjálfsögðu, er margt gallað - og þá galla er mjög vel hægt að minnka.
Miðað við hve kerfið hefur skilað miklum árangir - nettó - umliðin 300 ár; er alger óþarfi að henda því á öskuhauga sögunnar út af einni kreppu.
Enda er þetta einungis ein kreppan af mörgum, og þær hafa alltaf einungis verið pása í ferli, sem nettó hefur verið að skila aukningu almennrar velmegunar.
Þ.s. það kerfi er sumir vilja taka upp, hefur aldrei tíðkast nokkru sinni, þá er engin leið að vita að það myndi í reynd vera betra eða jafnvel einungis jafngott - þ.e. fullkomin óvissa.
Í ljósi þess, væri fullkomið óðs mann æði, að ana út úr kerfi, sem á heildina hefur skilað svo miklum árangri, yfir í kerfi sem einungis er fræðilegs eðlis.
Umræða vikunnar
Umræða vikunnar hófst með grein: - Einkabankar búa til lögeyri landsins
Hún var skrifuð af, Jóni Þór Ólafssyni, stjórnmálafræðingi, þann 15. september sl.
Auk þessa kom frétt um málið á Eyjunni.is: Jón Þór Ólafsson: Nauðsynlegt að breyta peningakerfinu sem fyrst
Einkabankar búa til lögeyri landsins
"Í stað þess að Seðlabankinn reikni fyrst hvað mikið þarf að skapa af nýjum peningum og reyna svo að fjarstýra hve mikið einkabankar skapa, þá getur Seðlabankinn sjálfur gefið út alla nýja peninga. Í stað þess að nýir peningar fara í umferð á vöxtum og í gegnum fjármálafyrirtæki sem taka þóknun fyrir að úthluta þeim til útvalinna, þá geta nýir peningar farið í umferð sem greiðsla frá ríkinu fyrir betra velferðarkerfi og til að borga upp skuldir ríkissjóðs."
En þ.s. hann vísar til, er að bankar þegar þeir lána út, þá lána þeir alltaf út meira fé en þeir eiga handbært - sbr. "Fractional Reserve Banking".
Þ.s þeir lána alltaf umtalsvert meira fé, en þeir fá frá Seðlabankanum, þá er búið í reynd til nýtt fjármagn í bankakerfinu.
Hve mikið - fer eftir kröfu um eiginfjárhlutfall - annars vegar - og - hins vegar - kröfu um lausafjár byndingu.
Eftir skoðun í netheimum sem ég hef undirtekið síðan, virðist framsetning Jón Þórs dæmigerð, þ.e.:
Einkabankar búa til lögeyri landsins
"Eitt meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að kaupmáttur krónunnar lækki um 2,5% árlega. Þetta skal gert með því að auka magn nýrra peninga meira en magn vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Í daglegu tali heitir þessi kaupmáttarskerðing verðbólga. Í peningakerfinu eru nýir peningar skapaðir og settir í umferð til að valda stöðugri kaupmáttarskerðingu."
Þarna vísar hann til verðbólgumarkmiðs Seðlabanka - sem er 2,5%.
Á hinn bóginn er þessi framsetning dálítið ósanngjörn, því launafólki er vanalega bætt þessi verðbólga upp í kjarasamningum, en svo fremi að verðbólga er ekki stjórnlaus og hagkerfið er í hagvexti, þá hækka laun yfirleitt meira en nemur verðbólgu - þannig að nettó kaupmáttur aukist.
Einkabankar búa til lögeyri landsins
"Fjármálafyrirtæki í einkaeigu hafa svo lögvarin forréttindi til að skapa mikinn meirihluta nýrra peninga og til að fá á stýrivöxtum það litla sem Seðlabankinn býr til sjálfur. Hvoru tveggja eykur lánsfé einkabankanna sem gerir það ódýrara en veldur verðbólgu í kjölfarið. Bróðurpartur af lánsfé fer til hinna efnamestu sem mesta lánsvild hafa. Meðan verðbólgan fer verst með fátæka þegar verð á nauðþurftum hækkar. Peningakerfi Íslands niðurgreiðir því lánsfé til hinna ríku með verðbólguskatti á almenning. Ójöfnuður er innbyggður í peningakerfið."
Ábendingin er auðvitað rétt að því marki, að peningstjórnun vanalega reiknar með verðbólgu. En svo fremi sem hagvöxtur er til staðar, þá eins og ég sagði, er til staðar nettó aukning kaupmáttar.
Þ.e. einnig rétt, að megnið af fjármagni í hagkerfinu verður til í bönkum sem lánsfé og þ.e. síðan lánað út gegn greiðslu vaxta.
En, þessi framsetning er ósanngjörn að fleiri ástæðum - en þ.e. einföld staðreynd að innan nútíma hagkerfa þ.e. þeirra þróuðu, eru meðaltekjur hærri en gerist í löndum, sem ekki hafa undirgengis þá hagþróun.
Að auki, er bilið milli ríkra og fátækra einnig minna - ekki bara minna, heldur miklu minna.
Hvað á ég við? Minnumst þeirra hagkerfa er til staðar voru, áður en nútíma kapítalískt hagkerfi ruddu sér á vettvang - þ.e. kerfi þ.s. aðall átti milli 80-90% allra eigna í hagkerfinu, restinni skipt milli allra hinna. Megnið af fólkinu í sárri fátækt - þannig var þetta á vesturlöndum alveg fram að iðnbyltingu.
Þ.e. auðvitað alltaf þannig, og hefur verið eins lengi og menningarríki hafa verið til, að auður skiptist ójafnt og að auki, að þegar aukning auðs á sér stað, þá er þeirri aukningu einnig ójafnt skipt.
En þrátt fyrir það, þá er algerlega óhætt að fullyrða það, að einmitt það kapítalíska auðhagkerfi sem hann fyrirlítur, hefur skapað mestu útrýmingu fátæktar sem mannkyn hefur nokkru sinni séð.
Einkabankar búa til lögeyri landsins
"Allar krónur á Íslandi fara því í umferð sem skuld við einkaaðila sem ómögulegt er að endurgreiða þar sem aldrei eru í umferð nægar krónur til að borga bæði höfuðstólinn, þ.e. upprunalega lánið, og vextina sem á hann falla. Aukin gjaldþrot, og kostnaðurinn sem af þeim hlýst, er því byggður inn í peningakerfið."
Miðað við þessa framsetningu, þá er það að sjálfsögðu óskiljanlegt af hverju kapítalísk hagkerfi hafa skilað mestu minnkun fátæktar er nokkru sinni hefur sést, og því mestu aukningu velmegunar heimssögunnar.
Að sjálfsögðu er ofangreind fullyrðing röng.
- Í fyrsta lagi, þegar Seðlabankinn selur bönkunum peninga - já hann tekur greiðslu á móti, þá fær ríkið þar með stöðugar tekjur af seðlaútgáfu.
- Síðan eru innlán, skulda bankans við almenning þ.e. fyrirtækið skuldar almenningi.
- Lán eru að sjálfsögðu greidd til baka - og ég er viss um að flestir hafa einhverntíma tekið lán sem í dag er fulluppgreitt.
- En, kerfið auðvitað virkar þannig, að alltaf eru til staðar nægilegt magn útistandandi lána, til að bankakerfið fjármagni sig (fyrir utan bankakrísur) - þ.e. það kemur aldrei sá tími að öll séu þau greidd upp á sama tíma, því ný eru gefin út skv. eftirspurn fyrir gömul sem eru uppgreidd.
Einkabankar búa til lögeyri landsins
"Seðlabankinn reynir svo að fjarstýra peningaútgáfu einkabankanna og stuðla þannig að stöðugleika. Tölur frá Seðlabankanum sjálfum sýna hve algerlega honum hefur mistekist að tryggja þannig stöðugleika á verðlagi og í hagkerfinu í heild."
Sannarlega er okkar hagkerfi sveiflugjarnt - en þ.e. mjög villandi að halda því fram, að allar sveiflur eigi uppruna sinn í peningahagkerfinu.
- Algengur verðbólguvaldur hérlendis, er þegar laun hækka hér umfram getu atvinnuvega til að standa undir þeim, en þá skellur á kreppa eftir að hrun hefur orðið í framleiðslu. Það leiðir til óhjákvæmilegs hrun verðs gjaldmiðils okkar - og þ.s Jón Þór leggur til afnemur ekki það orsakasamhengi.
- Enn annar verðbólguvandi, sem tillaga hans einnig, mun ekki hafa neitt um að segja, er eftirspurnar þensla. En þ.e. rangt að framboð peninga sé einhver gulltryggð leið til að hamla eftirspurn - en það mun gerast með þeim hætti, að hreyfingar launafólks keyra upp kaupmáttarstig umfram getu atvinnuvega, til að komast hjá því að velta þeim kostnaðarhækkunum í verðlagið.
- Þá hækka sem sagt laun, en einnig almenn verð - ergo skapast verðbólga.
Skoðum hugmyndir Richard C. Cook - "Credit as a public utility"
Hugmyndir Richard C. virðast grunnur framsetningar Jón Þórs.
Richard C. Cook - Credit As A Public Utility - Part 1 , Part 2 , Part 3 , Part 4 , Part 5 , Part 6.
Vefsíða - http://www.richardccook.com/
"Fractional reserve banking, is the method banks use to keep less cash on hand than they have actually lent. Nationl banks do this by purchasing certain amount of government dept, treasury bonds, to serve as a reserve base" - "once a bank establishes it's reserve base, it then creates more money out of thin air" - "and what do they do with the extra cash? They loan it out to the public, to get more money into circulation, and to collect interest on it"
"always going hand in hand with a central banking system is a large national debt, because when a bank purchases treasury bonds, it is actually lending money to the government and charging intersts."
Vandamál Cook er að hann virðist einungis þekkja til Seðlabanka Bandar. En "Federal Reserve" viðhefur kerfi, sem enginn annar seðlabanki viðhefur - þ.e. kerfi sem grundvallast á skuldsetningu.
New dollars are issued when the Federal Reserve elects to fund the purchase of debt, primarily U.S. Treasury Bonds, by creating new reserves rather than financing the purchase with existing reserves. When the bond issuer spends the money, new dollars enter circulation.
In theory, Federal Reserve Notes are like checks: liabilities drawn on the Federal Reserve Bank. The Fed offsets these liabilities by holding U.S. Treasury Bonds as assets, which are backed by the U.S. Government's ability to levy taxes and repay.
When compared to hard money backed by gold or silver, this debt-based approach has the advantage of making the currency elastic, giving the government a means of expanding or contracting the money supply in response to changing economic conditions. The disadvantage of this approach is inflation. The money supply must be continually expanded in order to finance interest payments on the debt by which it is issued. This devalues the currency, causing inflation.
Evrópskir Seðlabankar viðhafa ekki þetta kerfi:
- Dæmi, Seðlab. Ísl. gefur út krónur.
- Selur þær til banka - sbr. stýrivextir.
- Söluverðið hvort tveggja í senn, er stýritæki og gefur Seðlabanka Ísl. tekjur fyrir útgáfu króna.
- Seðlabanki Ísl. greiðir síðan arð til eiganda síns, þ.e. ísl. ríkisins.
- Með öðrum orðum, bankar skulda ríkinu í gegnum Seðlabankann, ekki öfugt.
- Tekjur ríkisins eru umtalsverðar.
Áfram með Richard Cook:
"By refusing to go along with a central banking system, president Jefferson was able to ballance the federal budget for 8 consecutive years - a feat never again accompliced - and president Andrew Jackson was even able to pay off the national debt - owing nothing to the banks the government of these early leaders of our country - was largelly free of bankers influence" ... "but this was to change as bankers were figuring out how to take over republics as well"
Dálítið skemmtilega skrítin söguskoðun:
En hann nefnir ekki, að þá var ekki til staðar þjónustukerfi við almenning af nokkru tagi í USA.
- Þ.e. ekki skólakerfi haldið uppi af ríkinu.
- Ekki opinberir spítalar.
- Engar atvinnuleysisbætur eða örorkubætur.
- Ekki elliheimili eða ellilýfeyrir.
Þ.e, einfaldur hlutur að borga niður skuldir, ef ríkið einungis viðheldur lögreglu og smáum her (en bandar. herinn og flotinn voru það þá) - dómskerfi. Engu öðru fyrir utan mjög litla stjórnsýslu.
Ísl, ríkið gæti auðveldlega leikið sama leikinn - ef allt ofangreint væri aflagt og allar tekjur ríkisins notaðar í að greiða niður skuldir.
Einhvern veginn grunar mig, að fólk átti sig ekki á þessu samhengi :) sem styður hugmyndir Cook.
Áfram með Richard Cook:
"During the Civil War the US government had no money to fight the war - "The US Congress took a radical step, they printed money, and authorized the Lincoln administration to spend it into circulation, the result was the geen backs, a paper currency not imediatelly redeemable in gold, authorized by Congress in the amount 450 million Dollars - this raw purchasing power was used to aquire the goods and services that would be produced by the economy to fight the civil war" - "the green backs proved the government need no allways borrow from the banks to have money to spend" - "This was deeply revolutionary because in European warfare governments allways ended up deeply indebted to bankers" - "it is a remarkable fact of history that this did not happen to the USA during the civil war" - "Lincoln's policy pointed out that issuance of money by representative government is the key to economic democrasy".
Hérna er aðeins öðruvísi útgáfa af þeirri sögu: Demand Note
Þetta var reyndar sniðug leið, en ríkisstj. Lincolns tókst að forðast að þetta yrði verðlítill gjaldmiðill, með því að gefa hann út í takmörkuðu upplagi.
Síðan Bandar. framkvæmdu þennan leik í þrælastríðinu, þá hafa aðrar þjóðir leikið sama leikinn - þ.e. borgað fyrir styrrjaldir að umtalsverðu leiti með aukinni peninga prentun.
En, þ.e. vel hægt að prenta peninga svo lengi sem þeir eru ekki prentaðir í meira magni, en almenningur og einkaaðilar trúa að innistæða sé fyrir í formi verðmætasköpunar innan hagkerfis. Ef, meira er prentað en innistæða er fyrir, verðfalla þeir peningar óhjákvæmilega og því hraðar sem meira er prentað umfram þau mörk.
En, prentun peninga er að sjálfsögðu engin töfralausn.
Áfram með Richard Cook:
"inflation and deflation booms and busts were monetary phenomena" - "banks benefit when prices go up because their interest earnings soar - when prices fall and people and businesses go bankrupt the banks and the rich buy up their assets for pennies on the Dollar" - "But through controlling the currency through a system like the Greenbacks the government could moderate financial crisis" - "under the national banking National Banking Acts of 1863 and 1864 a new system of national banks was set up for by their lending would be capitalized by treasury bonds purchased from the government" - "from that point on the Federal Government had to go into debt to the banks so the banks could make loans to the public" - "it's the way that the system was set up" - "for the rest of the 19th. century the power of the banks grew".
Þ.e. ljóst af því að hlusta á Cook, að bankamenn og stjórnendur banka, eru mjög slæmt fólk.
En miðað við hans söguskýringu - er erfitt að skilja:
- almenn velmegun hefur aukist í hagkerfum sem beita þessari aðferð, meira en nokkru sinni áður í allri mannkynssögunni.
- Auður allra hefur aukis er búa í löndum Evrópu og N-Ameríku - og það öld eftir öld síðustu 300 ár.
- Munur milli ríkra og fátækra hefur minnkað mikið í ríkjum Evrópu og N-Ameríku.
- Sannarlega er ríkt fólk ríkara í dag en fyrir 300 árum í þeim löndum - en málið er að almenningur hefur grætt enn meir og það einnig hlutfallslega.
Ég nenni ekki að hlusta neitt frekar á hann Cook. Þ.e. ég læt duga fyrstu 2 kaflana í boðskap hans.
En ég læt fylgja með hlekki á alla 6 kaflana í boðskap hans, fyrir þá er hafa áhuga.
Að auki eru athugasemdir vel þegnar!
Tillögur Cooks um endanlegt kerfi: - http://www.richardccook.com/
The Cook Plan: What I am calling the 'Cook Plan' is to pay each resident of the U.S. a dividend, by means of vouchers for the necessities of life, in the amount of $1,000 per month per capita starting immediately as our fair share of the resources of the earth and the productivity of the modern industrial economy. The money would then be deposited in a new network of community savings banks to capitalize lending for consumers, small businesses, and family farming.
- Steikt hugmynd - en hann leggur til að hver einstaklingur fyrir það eitt að vera til - fái greidda 1.000 dollara "per capita" - sem ég reikna með að hann miði við þjóðarframleiðsu dagsins í dag per mann.
- Þú þarft ekkert að hafa gert til að vinna þetta inn skv. þessu.
- Þetta er alveg út í hött - en, hvaða ástæða er til að leggja sig fram við vinnu, til við það að mennta sig - ef þú getur haft það ágætt algerlega af slepptu því að leggja nokkuð á þig?
- Ég hugsa að hagkerfinu myndi hnigna með leifturhraða.
Hvað er hægt að gera til að draga úr göllum núverandi kerfis?
- Þörf fyrir eigið fé banka virðist klárlega hafa verið vanmetin.
- Þegar engar opinberar reglur eða skildur gyltu um þetta þá var meðal eiginfjárhlutfall banka í Bretlandi - milli 1880 og 1890, á bilinu 20 - 30%.
- Eftir seinna stríð lækkar meðaleiginfjárstaða banka í sömu löndum í cirka 5-6% að meðaltali. En þá voru teknar upp ímsar reglur sem við könnumst við í dag - þ.e. trygging innistæðna, seðlabankar gerðir að "lenders of last resort", í Evrópu Seðlabankar algerlega í eigu ríkisins.
- Alþjóðlegar reglur sem breytt var í síðustu viku, hækka kvöð um eiginfjárhlutfall úr einungis 2% í 7%.
- Bankarnir eru með öðrum orðum með svo lítið eigið fé, að ekki má við miklum röskunum í fjármálakerfinu til að allt leiki á reiðiskjálfi.
- Eftir hrun Bretton Woods kerfisins upp úr 1970 hefur stærð bankakerfisins í Bretl. aukist cirka 6 falt. Fyrir þann tíma, hafði heildarstærð þess verið stöðug í marga áratugi. EInnig hefur orðið gríðarleg útþensla þess í Bandar. yfir sama tímabil. Áratugina á undan, hafði stærð þess litlum breytingum tekið í langan tíma.
Þetta getur minnkað stórlega hættu af hruni banka:
- Hækkun eiginfjárhlutfalls, sem felur í sér kröfu um að bankar byndi meira fé inni í sínum rekstri sem ekki sé notað til útlána heldur einungis sem varasjóður - þ.e. sannarleg dýrt; en á móti komi að áhætta tengd hugsanlegu hruni viðkomandi banka minnki, sem ætti að leiða til lægri lánskostnaðar viðkomandi banka.
- Að auki minnki hækkuð krafa um eiginfjárhlutfall kostnað almennings, með því að minnka líkur á bankahruni. Það sé almenningi í hag, að minnka líkur þess að slíkur kostnaður falli á skattgreiðendur í framtíðinni. Það sé almenningi í hag, að krefjast hærra eiginfjárhlutfalls en bankar sjálfir hafa áhuga á að hafa.
- Þ.s. hefur gerst er að með því að þjóðnýta tapið af bankakerfum, hefur bankastarfsemi verið gerð af heimsins mest ríkisstyrktu starfsemi og þ.e. alls ekki sanngjarnt.
- Rétt er að bregðast við þessu, með því að þrengja reglur um banka - þannig að líkur á endurtekningu slíkrar atburðaráðsar verði lágmarkaðar.
Ég held að veruleg þrenging regla um eiginfjárstöðu, þ.e krafa um e-h nálægt því sem markaðurinn sjálfur krafðist af bönkum, þegar engar sérreglur giltu þ.e. milli 20-30%, muni geta verið mjög til bóta.
Einnig kemur til greina minni hækkun t.d. í 15%.
Á sama tíma, getur einnig verið gagnlegt að þrengja reglur um "fractional reserve banking" þ.e. krefjast hærra lausafjár byndingar.
Að auki, þarf að skoða akkúrat hvernig "reserve" þ.e. varasjóðir banka eru reiknaðir og einnig hvaða eignir má nýta sem varsjóð.
Ástæður vandans:
- Ákveðið los í reglum um banka, sem virðist hafa átt sér stað undanfarin 20 ár.
- Hallarekstur ríkissjóða landa Evrópu og N-Ameríku.
Fyrri vandinn hefur greinilega gert bankana mjög viðkvæma þannig að þeir mega við litlu svo þeir hrynji ekki.
Seinni vandinn, þ.e. stöðug og viðvarandi eyðsla ríkissjóða Evrópu, N-Ameríku - dælir stöðug miklu magni ríkisskuldabréfa inn í bankakerfin.
Ég hef grun um að þetta tvennt hangi saman og því að samhangandi við að herða verulega reglur um banka verði að koma að því að viðkomandi ríki hætti að lifa um efni fram.
Niðurstaða
Ég er ósammála því að núverandi grunn kerfi sé svo handónýtt, að ekki megi slípa til verstu gallana og auka skilvirkni þess verulega.
Ég er því ekki þeirrar skoðunar að það eigi að fara frá "Fractional Reserve Banking" kerfi yfir í "Full Reserve Banking" kerfi.
Sé ekki þegar haft er mið af mjög raunverulegum árangri efnahags uppbyggingar liðinna 3. alda, að slík umbylting sé skynsöm.
Einnig sjá færslu: Stendur alþjóða fjármálakerfið á brauðfótum áfram, þrátt fyrir endurbætur á alþjóða bankareglum er framkvæmdar voru um daginn?
Ps: Gildandi lög um krónuna: Lög um gjaldmiðil Íslands
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 18. september 2010
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 345
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar