9.8.2010 | 20:37
Seðlabankinn eins og hann er í dag, er ónýt stofnun. Rekum allt stjórnendateymið og ráðum heilt yfir nýja í staðinn!
Ég held að umræða síðustu daga, viðbrögð Seðlabankans við gagnrýni á það, að hann hafi ekki beitt sér er stjórnendur hans vissu, að gengistryggð lán væru sennilega ólögleg staðfest síðan maí 2009 sýni að Seðlabankinn eins og hann er í dag, sé nánast ónýt stofnun.
- Viðbrögðin eru augljós, þ.e. að skipta um mannskap, ekki bara í brúnni, heldur um alla æðstu stjórnendur án undantekninga.
- Ég er að tala um að ráða heilt nýtt stjórnenda teymi - sem verður þá að vera alveg án fyrri tengsla við Seðlabankann og að auki við ísl. bankakerfið umliðinn áratug.
- Með öðrum orðum, verðum að ráða erlent stjórnendateymi.
Seðlabankinn hefur nú loks byrt álit LEX lögmannsstofu:
- Eins og sést ef þ.e. lesið, er það mjög afdráttarlaust þ.e. lánin séu ólögleg.
- Aðallögfræðingur Seðlabankans tók undir þau sjónarmið.
- Seðlabankinn sendi síðan álitið til ráðuneytis Gylfa Magnússonar, en ekkert gerðist síðan og málið sofnaði.
Ekkert bendir til, að þetta álit hafi haft hin minnstu áhrif á afstöðu stjórnkerfisins, til hinna umdeildu lána.
Sjá álit: LEX, 12. maí 2009, Heimildir til verðtryggingar samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu
- Ekkert bendir til, að þar innan dyra, hafi einu sinni verið íhugað hvort ætti að breyta um afstöðu í ljósi þessa álits.
- Það virðist einfaldlega hafa borist inn, og svo verið stungið undir stól.
Það má meira að segja vera, að Gylfi sé að segja satt, að hann hafi ekki vitað af því - sbr. frétt: Gylfi sagði lánin lögleg. Segist ekki hafa vitað af lögfræðiáliti Seðlabankans
Ef þ.e. svo, þá eru innan dyra ráðuneytis hans, einhverjir sem sennilega eru ekki einungis að þiggja laun frá ríkinu, heldur einnig frá einhverjum öðrum herrum, þeirra hagsmuna viðkomandi aðilar voru að gegna er þeir pössuðu upp á að þetta lögfræðiálit bærist til sem fæstra eyrna.
- Seðlabankinn, hefði getað ítt við málinu og fengið fram einhver formleg viðbrögð frá ráðuneytinu.
- Þannig, að þó svo einhverjir rotnir einstaklingar innan ráðuneytisins hafi stungið álitinu undir stól, þá hefði þeim ekki tekist að halda því í kyrrþei ef Seðlabankinn hefði ákveðið að beita sér.
- Þannig, að þó svo ráðuneytið hafi bilað, þá sleppur Seðlabankinn ekki undan sök.
Hvert er tjónið?
Við erum að tala um að þetta berst til Seðlabankans í maí 2009. Síðan til ráðuneytist Gylfa Magnússonar frá Seðlabankanum í sama mánuði.
Við erum að tala um:
- Fólk hefur verið eignasvipt, gert gjaldþrota, hrökklast úr landi, svipt sig lífi jafnvel. Griðarlegt tilfinningatjón.
- Við erum að tala um, að í maí 2009 var ekki enn búið að ganga frá samningum um yfirtöku lánapakka frá frá kröfuhöfum - samningar um verð voru í fullum gangi.
- Óvissa um löggildi lána, þíðir um leið, aukin óvissa um verðgildi - sem er sama og að viðkomandi lánapakki sé minna virði.
- Við erum því að tala um tjón, vegna þess að lán voru flutt yfir, gegn of háum verðum - sem þíðir fjárhagslegt tjón skattgreiðenda.
- Við erum að tala einnig um tjón, vegna þess að bankarnir sem voru seldir, voru seldir sem gölluð vara þ.e. minna verð hefði fengist fyrir þá, og því borðleggjandi að kröfuhafar muni krefjast endurgjalds fyrir það tjón eða að sala gangi til baka.
Þetta getur þýtt, að endurreisn bankakerfisins, sé farin út um þúfur.
Þetta er heldur betur glæsileg staða, hitt þó heldur - ég held að heildartjónið geti reynst sambærilegt við það tjón er Davíð Oddson var gagnrýndur fyrir, þegar þurfti fyrir árslok 2008 að taka lán til að bjarga Seðlabankanum frá falli þ.e. gjaldþroti, lán sem var á ofurkjörum þ.e. mjög - mjög dýrt.
- Útkoman er því mikil fordæming ástjórnendur Seðlabanka, og einnig ráðuneyti Gylfa Magnússonar.
- Það stendur upp á þá báða, þ.e. Gylfa Magnússon og Má Guðmundsson, að taka til í sínum rönnum.
- Ef þeir kjósa að gera það ekki, þ.e. að reka ekki þá seku, þá verður maður að reikna með a.m.k. þeirra meðsekt - en skoða verður aðgerðaleysi sem samþykki.
Marínó G. Njálsson, hefur bent á svar Gylfa Magnússonar til Eyglóar Harðardóttur þingmanns:
Marinó G. Njálsson 9.8 2010 20:57 - Gylfi sagði lánin lögleg. Segist ekki hafa vitað af lögfræðiáliti SeðlabankansÉg má til með að rifja upp þetta svar Gylfa til Eyglóar Harðardóttur frá því í vor. Listin við að segja ósatt er nefnilega sú að segja ósatt á sama hátt. Þess vegna er bara betra að segja alltaf satt.
Svar
efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um lögfræðiálit um lögmæti gengistryggðra lána.
1. Hefur ráðuneytið aflað lögfræðiálits (eins eða fleiri) um lögmæti gengistryggðra lána?
Nei, ráðuneytið hefur ekki aflað utanaðkomandi lögfræðiálits um lögmæti gengistryggðra lána.
2. Ef svo er ekki, af hverju hefur ráðuneytið ekki aflað slíks álits?
Þar sem þessi málefni eru nú til meðferðar fyrir dómstólum telur ráðuneytið ekki ástæðu til að afla álits af þessu tagi.
3. Ef svo er:
a. Hver er niðurstaða álitsins um lögmæti gengistryggðra lána og rökstuðningur fyrir þeirri niðurstöðu?
b. Var tekið tillit til álitsins við uppgjör ríkisins og kröfuhafa föllnu bankanna um verðmæti lánasafna bankanna?
Eins og áður segir hefur ekki verið aflað utanaðkomandi lögfræðiálits um lögmæti gengistryggðra lána.
- Ábending Marínós er að Gylfi sé sennilega að ljúga því að hafa ekki vitað af lögfræðiálitinu er Seðlabankinn sendi ráðuneytinu hans í maí 2009.
- Ef þ.e. rétt, þá var Gylfi að ljúga beint í opinberu svari til Þingmanns, sem verður að skoðast sem mjög alvarlegur hlutur. Í sumum löndum væri slíkt dómsmál.
- Marínó er sannarlega haukur í horni!
Ég vek einnig athygli á eftirfarandi ummælum Marínós
Marinó G. Njálsson, 9.8.2010 kl. 21:22
- Með öðrum orðum, stóru taptölurnar nefndar hafi verið hræðsluáróður.
- Ef stóru taptölurnar eru sjálfar lygi, þá ef út í það farið, er ef til vill mistök þau er ég hef verið að tala um, smærri í sniðum en ég hélt.
- En, ef stóru taptölurnar eru réttar, þá auðvitað er tjónið sambærilegt við stóru mistökin hans Davíðs er hann lánaði viðskiptabönkunum gegn engum haldbærum veðum.
Niðurstaða
Eins og ég sagði í upphafi, sýnist mér að endurreisn Seðlabankans hafi mistekist. Hann sé enn eins spilltur og gagnslaus og hann var í tíð Davíðs Oddsonar.
Það hefur greinilega að því er virðist ekki verið hvergi nóg að skipta út karlinum í brúnni.
Fyrir utan að hann var á árum áður aðalhagfræðingur Seðlabankans og því höfundur marg af því er miður fór, og því ekki í reynd fulltrúi nýrra tíma.
Skiptum út öllu stjórnendateymi Seðlabankans.
Hvað Gylfa Magnússon og hans ráðuneyti varðar, þá sýnist mér hans embættisfærsla og meðferð hans ráðuneytis á málum vera sama sorgarsagan, og réttilega má því líta á Gylfa Magnússon sem rúinn öllu trausti.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 9. ágúst 2010
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 345
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Það var eitt áhugavert í því sem Már sagði í Kastljósi í kvöld, sem ég er ekki viss um að allir kveiki á. Munið þið eftir umræðunni um að í svörtustu sviðsmynd myndu 350 milljarðar falla á þjóðina vegna gengistryggðra lána heimilanna. Már sagði að í allra svörtustu sviðsmynd, þegar öll lán féllu undir dóma Hæstaréttar, þá yrði höggið 350 milljarðar á eigið fé fjármálastofnanna og þar af féllu 100 milljarðar á ríkið. Þannig að 350 milljarðarnir vegna lána heimilanna eru orðnir að 100 milljörðum í það heila vegna allra lána. Það þýðir að áhrif á ríkissjóð vegna lána heimilanna eru í mesta lagi 25 - 30 milljarðar í svörtustu sviðsmyndinni. Já, hræðsluáróðurinn sem haldi var hér á lofti fyrir dóm héraðsdóms hann er búinn að breytast úr 3 hænum í nokkrar fjaðrir.