Hver er lærdómur okkar af efnahags vanda tengdum Evrusvæðinu, í sambandi við hvort er betra að vera með krónu eða Evru?

Grunnvandi krónunnar liggur í sjálfu hagkerfinu, þ.e. hennar vandi er sá að framleiðsluhagkerfið er einhæft með einhæfann útflutning.

  • Sveiflur verða oftast nær fyrir þann tilverknað, að sveiflur verða í hagkerfinu.
  • Leiðin, til að minnka sveiflurnar, er að breyta sveiflutíðni sjálfs hagkerfisins - sem þá gerir einnig krónuna stöðugari - reyndar mun það einnig skapa þau hliðaráhrif að gera það auðveldara að búa við annan gjaldmiðil en krónu.

Sjúkdómsgreiningin er sem sagt sú, að gengissveiflur séu einkenni sjúkdóms sem eigi rót til sjálfs grunnsins er allt hvílir á, þ.e. framleiðsluhagkerfið.

Réttur skilningur, er síðan forsenda fyrir því að komast að réttum lausnum.

 

Hverskonar framleiðsluhagkerfi, þrifust innan Evrunnar?

Þetta þarf aðeins að skoða gagnrýnum augum, þ.e. fyrir hvaða hagkerfi Evran hefur virkað hvað best - þ.e. hagkerfi sem selja dýra hátækni vöru fyrir mikinn pening per tonn.

Af hverju er það atriði?
Þ.e. vegna þess, að ef þú færð mikinn virðisauka fyrir þinn útflutning, þ.e. varan á endanum verður mjög mikið verðmætari en þ.s. fer í hana af hráefnum, þá skiptir sjálft verðið á gjaldmiðlinum ekki lengur höfuðmáli fyrir þinn útflutning þ.e. samkeppnishæfni hans, einmitt vegna þess að verðið á gjaldmiðlinum er þá svo lítill hluti heildarverðmætaaukningar hráefnanna.

Þannig, að þá ber þitt framleiðsluhagkerfi dýran gjaldmiðil og það án vandkvæða.

 

Íslenska framleiðsluhagkerfið er mjög viðkvæmt fyrir kostnaðarhækkunum!

Þ.e. aftur á móti mjög klárt, oftlega sannað með dæmum þ.s. krónan hækkar og útflutningi hnignar - innflutningur verður meiri að verðmætum; að ísl. framleiðsluhagkerfið er mjög viðkvæmt fyrir verðinu á gjaldmiðlinum.

  • Höfum í huga, að í stað þess að okkar aðalútflutningur sé dýr tæki og aðrar hátæknivörur, er hann ferskfiskur að mestu óunninn og ál (þ.e. ekki vörur úr áli) - svo höfum við ferðamenn.
  • Þ.s. ég er að reyna að segj, er að frumstæði okkar framleiðsluhagkerfis sé þarna til vansa, sem sést m.a. annars á lærdómi S-Evrópu af því að búa við Evru.


En, ástæða þess að framleiðsluhagkerfum margra Evru-ríkja hnignaði undir Evrunni, er hún hækkaði í verði - var akkúrat sú, að eins og útflutningur Íslands, er útflutningur þeirra landa einnig á mun lægra virðisaukastigi verðmætalega en t.d. útflutningur Þýskalands.

Þetta er atriði sem þarf að skoða af mikilli alvöru, en eins og ég skil þetta, þ.s. Evran miðast við Þýskaland og þ.s. Ísl. framleiðsluhagkerfið er miklu mun vanþróaðra, þá gildir eftirfarandi:

  • Laun hér verða alltaf að vera lægri en í Þýskalandi, í samræmi við að hvaða marki virðisauki per tonn er lægri hér á landi.
  • Vegna þess, hve okkar framleiðsluhagkerfi hnignar hratt ef innlendur kostnaður hækkar, verða laun að lækka hérlendis eftir því sem Evran hækkar í verðgildi.
  • Laun má hækka, ef Evran lækkar.
  • Laun má ekki hækka umfram aukningu framleiðni í hagkerfinu, sem á síðasta áratug var cirka 1,5% á ári.


Höfum í huga, að þetta er mjög erfið spennitreyja - að auki, að löndunum sem nú eru í vandræðum Evrópu, sem lentu í vítahring vaxandi viðskiptahalla og skuldasöfnunar, þeim tókst ekki að auðsýna aga af þessu tagi - þannig að þetta er raunverulega mjög - mjög erfitt í framkvæmd.

Höfum að auki í huga
, að til þess að þetta gangi upp, verða allir að spila með og þ.e. ríkið, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins. Þ.e. ekki síst þ.s. er erfitt.

*******Ég hef ekki trú á að þetta sé hægt í framkvæmd.*******

 

Niðurstaða

Þannig, að minn lærdómur af krísunni í Evrópu tengdri Evrunni, er sá að þrátt fyrir alla galla - sem trúið mér ég þekki þá alla - sé enn meira gallað fyrir okkur, að búa við annan gjaldmiðil en krónu; svo lengi sem okkar framleiðsluhagkerfi er hvort tveggja í senn einhæft og "low tech".

Við getum hugsanlega haft þ.s. langtímamarkmið, að taka upp annan gjaldmiðil - sem við ráðum ekki yfir - t.d. 20 ára plan.

  • Það þarf að hefja allsherjar og langtímaátak, til að bæta framleiðsluhagkerfið.
  • Það gengur ekki lengur, að hafa framleiðsluhagkerfið sambærilegt við S-Evrópu og á sama tíma reyna að halda uppi sama þjónustustigi og á Norðurlöndum.
  • Ég er hræddur um, að við verðum að færa þjónustustig niður á það plan sem framleiðsluhagkerfið í reynd stendur undir - og síðan gera það að langtímaplani svona 20 ára plani, að komast til baka.

 

 

Kv.


Bloggfærslur 23. júní 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871900

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband