Eigum við að taka upp lög, sem banna hallarekstur ríkissjóðs skv. þýskri fyrirmynd?

Þjóðverjar í dag, skoruðu á stjórnvöld annarra ríkja Evrópusambandsins, að taka upp sambærileg lög kölluð "Schuldenbremse" eða skuldabremsa.

 

Berlin calls for eurozone budget laws

"Germany last year enshrined in its constitution a law that prohibits the federal government from running a deficit of more than 0.35 per cent of gross domestic product by 2016. German states will not be allowed to run any deficit after 2020."

 

Lög af sambærilegu tagi, tíðkast í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna, þ.s. einfaldlega er ekki heimilt að enda fjárlög með halla, jafnvel miðaða við "0%". Dæmi, Kalífornía.

 

Íslensk framkvæmd gæti verið:

  • Bannað frá árinu 2015 að skila fjárlögum, með halla umfram 0,35%
  • Sveitarfélögum, frá 2020 bannað með öllu, að skila halla á bæjar-/sveitarsjóðum. 

 

Þetta væri óneitanlega dramatísk aðgerð!

  • Það þíðir að sjálfsögðu, að ekki er val um hallarekstur, þegar kreppa skellur á - sem felur í sér höfnun þeirrar kenningar, að reka eigi ríkið með halla þegar ílla árar.
  • Á móti, hefur pólitíkusum oft gengið mjög ílla, að standa sig þegar vel árar - að tryggja að þá sé afgangur af rekstri, eins og kenning Kains kveður á um. En, ef kenningunni er fylgt, þá ber að sveiflujafna með sparnaði - þegar vel árar, borga þá niður skuldir, einmitt til þess að mögulegt sé seinna að stunda umframeyðslu, þegar ílla árar. Þ.e. Kaine gerðir ráð fyrir að á heildina litið, væri rekstur skynsamur.
  • En, vandi er sá, að vanalega fer þetta ekki þannig, heldur er góðæri nýtt ílla, einfaldlega eytt þá enn meira, þjónusta og framkvæmdir blásnar út - þannig, að þegar ílla árar kemur stjórnlaus hallarekstur. Nefnum dæmi, gjaldþrota sveitarfélag - Álftanes. Klassíkst dæmi um þessa tilteknu hegðun, þ.e. hallarekstur í góðæri, stjórnlaus skuldasöfnun og síðan þrot.
  • Sem sagt, er þá tillaga þjóðverja ef til vill eftir allt saman, góð hugmynd - þegar betur er athugað?
  • En, fyrst að pólitíkinni gengur svo ílla, að tryggja afgang þegar vel árar - svo skuldastaða ríkissjóða sé lág, og hins opinbera einnig, þegar næsta kreppa kemur -
  • Þá ef til vill er þetta eina leiðin - að setja beisli og axlabönd á pólitíkina.

--------------------------------

  • En, hafa ber í huga, að skuldir valda því að í stað þess að standa undir þjónustu, er ríkið - og hið opinbera - þess í stað að henda stórfé í aborganir lána - fé sem þá nýtist með alls engum hætti, til eigin rekstrar.
  • Söfnun skulda, með öðrum orðum, grefur undan þeirri þjónustu sem ríkið og hið opinbera eiga að sinna.
  • Því hærri sem skuldirnar eru, því minna fé er eftir í afgang, til að standa undir rekstri mikilvægrar þjónustu, þannig að þ.e. alveg þráðbeint samband milli hárrar skuldastöðu og versnandi þjónustu ríkisins og hins opinbera, við samborgarana.
  1. En, vandinn er sá, að vegna þess að pólitíkusum hættir oft til þess popúlisma, að vilja fresta vandanum, þangað til einhvern tíma seinna - þegar þeir sjálfir eru ekki lengur við völd.
  2. Og, að auki, að þeim hættir einnig til þess, að sjá þ.s. hagstæðan kost að slá stór lán, til að framkvæma e-h sem eykur þeirra vinsældir til skamms tíma, þ.e. skuldadagar koma ekki fyrr en seinna þegar þeir eru ekki lengur við völd.
  • Þá er góð spurning, hvort "Schuldenbremse" væri ekki - þegar allt ofangreint er haft í huga, góð hugmynd.

Kv.

Bloggfærslur 17. maí 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871900

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband