12.11.2010 | 20:40
Endurreisn bankanna virðist misheppnuð!
Því miður er útlit fyrir að endurreisn bankanna, hafi mistekist. En ef þ.e. rétt sem kom fram á fundi ríkisstjórnar með bankamönnum, að einungis hafi verið fenginn fram 28% afsláttur á húsnæðis lánum, þegar lánapakkar voru keyptir út úr þrotabúum bankanna, og færðir yfir í nýju bankana. Þá get ég ekki túlkað það öðruvísi en þannig, að þarna hafi verið framin stórfelld afglöp af þeim sem sömdu fyrir okkar hönd, um þessi kaup.
- En, það skipti öllu máli við endurreisn bankanna, að flytja þá lánapakka yfir á eins hagstæðum kjörum og mögulegt væri.
- En, reglan er einföld þ.e. því lægra verð því betri eiginfjárstaða endurreistra banka, og í beinu framhaldi, því sterkari staða til framkvæmdar nauðsynlegra afskrifta.
- Þarna virðist staðfest að kaupverð á lánapökkum hafi verið allof hátt!
- Af því leiðir endurreistir bankar með veika stöðu - og því ekki í aðstöðu til að þjóna hagkerfinu sem skildi.
Skuldir heimilanna: Bankarnir segja svigrúm til afskrifta fullnýtt
"Fram kemur að nýju bankarnir keyptu húsnæðislánin að meðaltali á 72 prósent af kröfuvirði af gömlu bönkunum samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið hafi sent efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Afföllin hafi verið samtals 90 milljarðar.
Haft er eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, að þar á bæ hafi menn verið að bæta í þá sjóði sem ætlað sé að standa straum af niðurfærslum húsnæðislána vegna svokallaðrar 110 prósenta leiðar, lækkunar höfuðstóls gengistryggðra lána, og svo þeirra aðgerða sem væntanlegar eru eftir að frumvarpið um uppgjör gengistryggðra og erlendra lánasamninga verður að lögum. Það þýði í raun að svigrúmið sem myndaðist sé horfið, eða að bankinn sjái fram á að það hverfi á næstunni."
- Fyrr á árinu, voru önnur mistök komin fram þ.e. þau afglöp stjórnv. að hafa ekki tekið tillit til þess möguleika, þegar samið var um yfirfærslu lánapakka að tiltekin tegund lána geti verið ólögleg.
Eins og fram kemur að neðan, veldur þetta bönkunum umtalsverðu fjárhagslegu tjóni, sem einnig dregur úr getu þeirra til þess að koma til móts við lántakendur, atvinnurekendur hvort sem er launþega.
Þskj. 225 206. mál.: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara.
"Fjármálaeftirlitið gerir ráð fyrir að vænt tap lánastofnana vegna gengistryggðra bíla- og íbúðalána geti orðið allt að 108 milljarðar kr. og þar af eru 50 milljarðar kr. vegna einstaklinga og 58 milljarðar kr. vegna fyrirtækja."
- Samkvæmt mati AGS, sjá að neðan, þá er staða bankakerfisins orðið það slæm hérlendis, að slæm lán miðað við bókfært virði eru 45% af heildarvirði lána.
Bókfært virði að sjálfsögðu er sama og yfirtökuverð - þannig að þetta segir að lánabækur bankanna, hafi hrakað síðan yfirfærsla lánapakka átti sér stað.
- Það segir einnig, að þeir sem sömdu við erlendu bankamennina, hafi vanmetið ástandið hérlendis, þ.e. talið efnahags ástand skárra en það hefur reynst vera.
- En hver man ekki eftir ítrekuðum yfirlísingum stjórnarliða frá því sumarið 2009, þess efnis að staða Íslands væri ekki tiltakanlega verri en annarra Evrópuríkja. Stöðugu tali um bjartsýni um framvindu mála hér á landi. Fólk sem sagði annað, var sagt bölsýnt og púað niður!
- Slíkt tal, hefur vart aukið vilja erlendra bankamanna, til að gefa eftir um verð, þegar mótherjarnir þeirra við samningaborðið, voru stöðugt að tala ástandið hérlendis upp í stað þess að tala það niður, sem maður hefði haldið að væri eðlilegri samingatækni.
- Niðurstaðan er því, að endurreisn bankanna sé klúður a.m.k. á skala við Icesave samnings klúðrið.
Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review
Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".
- 63% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" ef miðað við þ.s. AGS kallar "claim" en þ.e. lánin eins og bankarnir hafa viljað rukka þau, þ.e. án lækkunar þeirra er átti sér stað, þegar bankarnir fengu lánasöfnin í hendur frá þrotabúum gömlu bankanna.
- 45% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" skv. "book value" en þ.e. virðið sem bankarnir fengu lánin á, þ.e. yfirfærslu virðið.
- 17% en þ.e. meðaltal yfir skráð eiginfjár hlutfall starfandi banka og fjármálastofnana á Íslandi.
- Hin erfiða og þrönga fjárhagslega staða bankakerfisins er gríðarlega slæmt vandamál einmitt núna því skv. spá Seðlabanka og ASÍ, þá verður ekki af framkvæmdum við risaálver á næsta ári.
- Að auki eru núverandi álver í fullri framleiðslu, og geta ekki aukið hana.
- Fiskistofnar eru að auki fullnýttir og engar viðbótar tekjur að fá því frá auknum afla (svo fremi sem við samþykkjum viðmið Hafrannsóknarstofnunar).
- Seðlabankinn hefur ákveðið að hagvöxtur næsta árs, verði því drifinn af:
- aukningu almennrar neyslu!
- aukningu fjárfestingar!
Skv. niðurstöðu starfsmanna Viðskiptaráðuneytisins: Hagsýn 1. tbl. 1. árg. 9. nóvember 2010
- Í kjölfar erfiðrar fjármálakreppu er endurskipulagning skulda fyrirtækja mikilvæg forsenda fjárfestingar og þar með hagvaxtar til framtíðar.
- Yfirskuldsett fyrirtæki geta ekki bætt við sig nýju starfsfólki eða fjárfest í nýjum og bættum framleiðslutækjum þrátt fyrir bætta samkeppnisstöðu hagkerfisins.
- Útflutningsdrifinn hagvöxtur mun því láta á sér standa og atvinnuleysi dregst ekki saman sem skyldi.
- Án aukinnar fjárfestingar verða hagvöxtur og lækkun atvinnuleysis illleysanleg verkefni.
- Mikilvægt er að bankarnir nýti það svigrúm sem þeir hafa til að halda lífi í fyrirtækjum með sterkan rekstrargrunn.
- Nái lífvænleg fyrirtæki ekki endum saman er hætta á stöðnun atvinnulífsins í lengri tíma.
- Að sjálfsögðu, má segja nákvæmlega sömu hlutina um skuldir almennings - þ.s. að aukning neyslu á að vera stór þáttur í hagvexti næsta árs, sem sagt - að ef almenningur nær ekki endum saman, þá verður hann ekki drifkraftur hagvaxtar, með aukinni neyslu.
Það er því gríðarlega bagalegt, að ríkisstjórnin skuli hafa klúðrað endurreisn bankanna svo, að útlit er fyrir að geta þeirra til að veita eftirgjöf á skuldum, lækka greiðslubyrði skuldara, sýnist vera mjög klárlega afskaplega takmörkuð.
Hversu bagalegt þetta er, hefur nú byrst enn betur þegar loks er komin fram úttekt á vanda heimila í landinu:
Sjá skýrsluna: Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavandann
| Einhleypir | Hjón/sambýlisfólk | Alls |
Eiga ekki fyrir neyslu | 4.033 | 3.064 | 7.097 |
Eiga fyrir neyslu en eru í greiðsluvanda | 6.324 | 4.342 | 10.666 |
Eru í greiðsluvanda | 10.357 | 7.406 | 17.763 |
Eru í skuldavanda | 9.341 | 11.007 | 20.348 |
Eru bæði í greiðslu- og skuldavanda | 4.729 | 3.336 | 8.065 |
Eru í greiðslu- eða skuldavanda | 14.969 | 15.077 | 30.046 |
Samantekt á vandanum:
- 1/3 fyrirtækja með neikvætt eigið fé.
- 50% fyrirtækja í vanskilum með lán við bankana.
- 24,4% heimila í greiðsluvanda!
- 27,95% heimila með neikvæða eiginfjárstöðu.
- 41,27% heimila í greiðslu- eða skuldavanda!
- 48.500 manns tóku út séreignarsparnað!
- Aukin neysla/aukin fjárfesting eiga að knýja hagvöxt næsta árs!
Því miður verð ég að segja, að útlitið fyrir hagvöxt næsta árs, er alls ekki gott!
Ef ekki verður af hagvexti á næsta ári?
- Þá tel ég víst, að bankakerfið muni gerast mjög fallvalt - en mig grunar að eiginfjárstaða sé þegar við núll eða jafnvel neikvæð, en þeir hafi nægt lausafé til að starfa - fyrst um sinn a.m.k.
- Slæmum lánum mun fjölga!
- Virði eigna mun lækka - svo færri lán reynist hafa fullnægjandi veð.
- Þá þarf ekki mikið til að slæm lán fari yfir 50%.
- Ég spái því þá, að ríkisstjórnin muni lenda í því að þurfa að styrkja þá fjárhagslega - svo þeir falli ekki.
- Á sama tíma, reynist halli einnig meiri en reiknað er með, þörf á niðurskurði meiri - samtímis því að fjárinnspýting auki skuldir ríkisins.
- Meðan á þessu gengur, haldi gjaldþrotum áfram að fjölga og fjöldi þeirra sem leita sér eftir mataraðstoð áfram að aukast.
- Ofan í þetta, bætist við brottflutningur fólks af landi brott.
Þ.s. ég er að tala um er ósjálfbært ástand - þ.s. stöðugt hækkandi skuldir, stöðug fækkun vinnandi handa, ásamt stöðugt vaxandi skuldum ríkisins - sem kallar á stöðugan viðbótar niðurskurð; sé líklegt til að framkalla jafnan og þéttan neikvæðan spíral fyrir hagkerfið.
Þetta er ósjálfbært vegna þess, að ef þessu heldur áfram, þá kemur fyrir rest einhvers konar hrun - og síðan gjaldþrot a.m.k. út á við!
Ég sé ekki neina betri leið til að snúa þessu við - en almenna afskrift!
- En þ.e. einmitt málið, að almenn afskrift virkar best, vegna þess að hún afskrifar mest hjá millitekjuhópum.
- En, það eru millitekjuhópar, sem eru kjarni neysluþjóðfélagsins - þannig að afskriftir hjá þeim skila mun meira til hagkerfisins, en afskriftir hjá lágtekjuhópum eingöngu.
- En, áhersla vinstrimanna á afskriftir nær eingöngu hjá lágtekjuhópum og síðan þeim sem eru í óleysanlegum vanda, mun staðfesta hagkerfis stöðnunina - því slíkar afskriftir munu ekki skila aukningu neyslu eins og hin aðgerðin gerir, þ.s. lágtekjuhópar eru mun minna virkir þátttakendur í neysluþjóðfélaginu!
- Það má vera að þetta kosti minna í dag - þ.s. afskriftir lágtekjuhópa eru klárlega ódýrari vegna þess að þeir skulda lægri upphæðir.
- En, á móti fær ekki ríkið til sín þá tekjuaukningu, sem aukning neyslu getur skilað - sem er þá hreint tap á móti.
Því miður virðist ríkisstjórnin vera föst í feni skammtímasjónarmiða!
Niðurstaðan verður þá; hagvöxtur næsta árs langt undir væntingum!
Kostnaður vegna skuldavandræða mun þá fara stig vaxandi áfram og hætta á uppþotum magnast enn!
Kv.
Bloggfærslur 12. nóvember 2010
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 345
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar