Hver er afstaða "Fitch Rating!?

Mér var bent á hlekk á viðtal talsmanns "Fitch Rating". Hann er að finna á þessari síðu:

Frétt Bloomberg um "Nei" forseta vor

Skoðið svo hlekkinn sem inniheldur Video viðtal við talsmann "Fitch Rating".

 

Óvissa í innanlands pólitík

Þetta virðist vera stærsta ástæðan að þeirra mati. En, þeir telja að mánuðir geti liðið, þar til Íslendingar koma sér saman um nýja stefnu, í átt að hugsanlegu samkomulagi. Síðan eftir að því er lokið, taki við nýjar samningaviðræður við Breta og Hollendinga.

Athyglisvert, er að þeir virðast reikna með nýjum samningaviðræðum.

 

Höfum tíma til 2011

Talsmaður Fitch Rating, virðist þó ekki telja, að stórfelld hætta sé á ferðum fyrir Ísland. Við höfum næga peninga, hið minnsta fram á mitt ár 2011, en það ár kemur að stórri afborgun upp á cirka 180 milljarða. Að hans mati, sé það "deadline". Að, fyrir þann tíma, þurfum við að hafa tryggt okkur aðgang að fjármagni.

 

Höfum ekki meiri áhyggjur en stjórnendur Fitch Rating

Þeir telja með öðrum orðum ekki ógn og skelfingu vera á allra næsta leiti. Skv. því, höfum við a.m.k. til ársloka 2010, að útkljá málið með einhverjum hætti við Breta og Hollendinga, eða, að finna aðra leið til að útvega okkur fjármagn.

 

Óþarfi að mála skrattann á vegginn!

Kv.


"Unjust for Iceland to take sole responsibility"

Þeim fer fjölgandi sem taka úti í heimi, afstöðu með okkur. Það er gríðarlegur fengur af raunstuðningi Financial Times, en FT.com er með öflugustu fjölmiðlum heimsins, og fréttir þaðan eru lesnar af milljínum manna á hverjum degi. 

Þeirra stuðningur er því alveg ótrúlegt "coup" og, við virkilega þurfum að notfæra okkur þetta, snúa umfjölluninni við.

 

"Unjust for Iceland to take sole responsibility"

Í þessari grein, frá Lögfræðifyrirtækinu breska,  "Advocacy International" taka lögfræðingarnir Ann Pettifor og Jeremy Smith, mjög greinilega afstöðu með málsstað Íslendinga.

Sjá grein: Unjust for Iceland to take sole responsibility

Einkum er ég ánægður með eftirfarandi orð:

"The UK and the Netherlands, with a combined population of 76m, should cease to use economic force majeure on a tiny country, and accept the principle of co-responsibility for the crisis. Repayment of the nationalised losses of a private bank amounts to €12,000 (2,4 millj. kr) per Icelandic citizen, and will inevitably impact harshly on their lives and public services. By contrast the cost to Dutch and British taxpayers of the bail-out will be about €50 (10 þús. kr) per capita."

 

Síðan benda þau einnig á eftirfarandi:

But anyone reading the financial press in 2007 and 2008 (as opposed to the academic reports commissioned by Iceland’s chamber of commerce) would have known that Iceland’s banks were far from risk-free. That was why British and Dutch depositors enjoyed good rates of return on their deposits.

The British and Dutch governments have sound political reasons for protecting small savers lured into shark-infested financial waters. What is unjust is that the tiny population of Iceland should be forced to bear the full costs of the laxity of Icelandic, British and Dutch regulators and the reckless behaviour of private bankers and risk-takers.

 

Gríðarlega góðir punktar

 Þau benda á, hvað raunverulegt réttlæti væri, í þessari stöðu. Með öðrum orðum prinsippið "co-responsibility" eða sameiginleg ábyrgð.

Þ.e. einfaldlega ekki réttlátt, að Íslandi beri öll ábyrgðin. Sannarleg er það rétt, að 3. ríkisstjórn Davíðs og Dóra, og síðan ríkisstjórn Geira og Sollu; bera sameiginlega mikla ábyrgð á því hvernig fór. Einkum, er gríðarlegt ábyrgðaleysi Viðeyjarstjórnarinnar alvarlegt í þessu samhengi.

En, Bretar og Hollendingar bera einnig ábyrgð. Hvað í andskotanum, var fjármálaeftirlit Hollands t.d. að hugsa, þegar það heimilaði Icesave reikninga í Hollandi, en þeir hófu starfsemi ekki fyrr en í júní 2008?

Það skiptir engu máli, hverju í andskotanum Viðeyjarstjórnin lofaði, þá voru öll aðvörunarljós farin að loga og það með áberandi hætti. Það verður að segjast, að ákvörðun hollenska fjármálaeftirlitsins, virðist einkum glæfraleg.

Icesave reikningar, opnuðu cirka ári á undan í Bretlandi. Að sögn talsmanns breska fjármálaeftirlitsins, þá var hluti af ástæðunni fyrir að þetta var heimilað sú, að talið var að Icesave reikningarnir myndu styrkja eiginfjárstöðu Landsbankans - sem er svipuð afstöðu ísl. fjármálaeftirlitsins.

Með öðrum orðum, bæði breska og ísl. fjármálaeftirlitið, töldu þetta vera leið til reddingar.

Ekki hef ég þekkingu á, hvað hollenska fjármálaeftirlitið var að hugsa.

 

Sannarlega berum við ábyrgð, en ekki alla

Íslendingar, ætla sér alls ekki að hlaupast undan ábyrgð, eins og talsmenn Samfó láta; né er það afstaða Framsóknarmanna, að svo eigi að gera.

En, við getum ekki sætt okkur við svo augljóslega óréttláta skiptingu byrðarinnar af Icesave.

En, eins og þessi ágætu lögfræðingar reikna réttilega, þá er skiptingin 2,4 millur per íslending en aðeins 10 þúsund per 76 milljón íbúa Bretl. og Hollands.

Sannarlega, vill enginn taka á sig byrðar, sérstaklega að hluta til búnar til sennilega vegna glæpsamlegs atferlis og sannarlega voru ísl. stjórnmálamenn og athafnamenn, mjög óskynsamir. 

En, þessar byrðar eru ekki stórfellt vandamál fyrir Breta og Hollendinga, á sama tima og þær geta riðið okkar efnahag að fullu, og að auki skaðað hag ísl. framtíðarkynslóða. 

Það getur með engum hætti, talist réttlæti, að skaða okkar framtóðarkynslóðir, né setja svo erfiðar byrðar á núverandi kynslóðir, að þær rísi ekki undir þeim og stórfelldur fólksflótti úr landi bresti á.

Við erum að tala um framtíð þjóðarinnar.

 

Jöfnum byrðunum á ný, og nú með sanngjarnari hætti!

 

Kv.


Ég er hneykslaður!

Í gær, fimmtudaginn 7. jan, kom fram í speglinum, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur.

Pistill Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur, stjórnsýslufræðings

 

Icesave andstaða - "pólitískt samsæri".

Hún hraunaði yfir alla þá, sem eru andstæðingar Icesave, og notaði orð eins og lýðsskrum, deila og drottna, að notfæra sér málið, o.s.frv. Af orðum hennar að ráða, er greinilegt að hún hefur alls enga samúð með málsstað, andstæðinga Icesave - reyndar hljómar það eins og hún telji að einhvers konar "tilgangur helgar málið" dæmi sé í gangi, þ.e. einhver annar tilgangur að baki heldur en umhyggja gagnvart þjóðinni. Það kemur reyndar ekki beint fram í orðum hennar, en má lesa á milli lína úr orðum eins og "deila og drottna, sundrungaröfl reyna að taka völdin í sínar hendur, sameina þjóðina á sínum forsendum" -  þannig, að hún sér þetta greinilega sem beina valdabaráttu við ríkisstjórnina, með öðrum orðum, að aðilar séu einungis að nýta sér málið til að grafa undan ríkisstjórninni.

Áhugavert, hvað þetta rímar við margt af því, sem maður hefur heyrt frá Samfylkingarfólki, nefnilega að baráttan gegn Icesave, sé einungis pólitískt samsæri, að gömlu spilltu öflin, ásamt samsafnaði lýðsskrumara og einfeldninga, sé að leitast við að steypa stjórninni

Samkvæmt þessu, er væntanlega stór hluti þjóðarinnar utan gátta, og þjáður af misskilningi - og augljóst, hvað er það eina rétta að hennar mati.

 

Augljóst er hvað þetta lýsir, mikilli fyrirlitningu gagnvart þjóðinni

En, ljóst er af þessu, ef þessi skoðun er ríkjandi innan Samfó, að þá ef til vill er það skýring þeirrar frámunalegu þrjósku og stífni, sem auðsýnd hefur verið af hennar fulltrúum. Þ.e. að eftir því sem andstaðan gegn Icesave hefur breyðst út, hafa þau fyllst æ sterkari tilfinningu ógnar, og um leið orðið enn einbeittari í að standa gegn því, sem er einungis séð sem "ískalt" samsæri andstæðinga, til að steypa fyrstu vinstristjórn landsins.

En, með því að sjá þetta með þessum hætti, neyðast þau til að trúa því, að þjóðin sé beinlínis fífl. En, það má ráða af orðum hennar, svo sem að þetta sé moldviðri þeytt upp af lýðsskrumurum, að það sé auðvelt að blekkja fólk til fylgis, þ.e. þjóðina, og einnig af orðum sem heyrast nú mikið á netinu - nefnilega "að enginn kjósi að borga" sem ber með sér þá trú að þjóðin sé óskynsöm. Með öðrum orðum, er gefið í skyn, að "nei" muni fela í sér, óskynsemi þjóðarinnar.

Mér virðist ljóst, að Samfó sé orðin, eins og sértrúarsöfnuður, sem eins og dæmigerðir slikir, veit hvað er rétt, og undir þrýstingi, forherðist einungis.

Hættan er sú, að ef ekki er hægt að ná í gegn til þessa fólks, að eina leiðn verði leið átaka og frekara sundurlyndis, þangað til þau eru brotin á bak aftur.

En, ef fólk er á annað borð haldið ranghugmyndum, í þessu tilviki af taginu "groupthink", þá getur verið mjög erfitt að fá þau til að átta sig.

 

Ég er hneyklaður

Ég er hneyklaður á því, að RÚV skuli ítrekað í sinni tíð, byrta hreina pólitíska áróðurs pistla, eins og um fræðilegar úttektir væri að ræða. En, sem dæm er Sigurbjörg m.a. beðin að ráðleggja um viðbrögð fyrir Íslendinga og hún kemst upp með, að fara með augljósa staðlausa stafi um alþjóðamál. En, þó er hún ekki alþjóðafræðingur, heldur einungis stjórnsýslufræðingur - sem eru algerlega óskild svið.

 

Sjá hér úrgrip úr pistlinum:

"Deila og drottna", "sundra þjóð" - "Icesave notað", "sundrungarölf reyna taka völdin í sínar hendur með e-h hætti og sameina þjóðina á sínum forsendum", "auðveldur aðgangur fyrir lýðskrum" - "þjóðinni gersamlega misboðið vegna hegðunar þingmanna (stjórnarandstöðu)" - "fólk að átta sig á því að þ.s. sundrungaröfin kölluðu hræðsuáróður um þ.s. gæti gerst ef við ætluðum ekki að axla ábyrgð okkar á Icesave og ef við ætluðum að hafna því að ganga inn í samkomulag og taka okkar skerf af þeirri ábyrgð sem Icesave reikningarnir bera með sér" - "fólk er að komast að því að það að þetta hafi verið hræðsluáróður hafi verið rangt", "fólk er farið að átta sig á því að viðbrögðin eru að koma yfir okkur frá alþjóðasamfélaginu" - "þetta var ekki hræðsluáróður" - "þessi viðbögð alþjóðasamfélagsins þau verða ekki bara til út af Íslandi þetta er alþekkt í alþjóðlegum samskiptum og alþjóðlegum viðskiptum að þegar þjóðir fara ekki að þeim almennu reglum sem um slík samskipti gilda" - "ef þær fara að haga sér eins og einhver ólíkindatól" - "þá bregst aðlþjóðasamfélagið við",  "þá stendur alþjóðasamfélagið yfirleitt nokkuð vel saman til að tryggja það að reglum sé fylgt, þeim sé haldið,"

 

Manneskjan er gengin af göflunum!

Ég verð að segja, að ótrúleg vanþekking hennar komi fram í þeim hluta, er ég lita rautt. En, alþjóðasamfélagið - þ.e. , stóru þjóðirnar, sannarlega beita sér öðru hvoru gagnvart ríkjum, er brjóta reglur. En, til þess þarf mjög alvarleg og ógnandi fyrir alþjóðasamfélagið, brot. Eða, að þau séu með þeim hætti, að e-h skonar almenn hneyxlan brjótist fram.

Það er algerlega út í hött, að beita þess-konar samanburði.

Dæmi um alvarleg og ógnandi brot, er t.d. "Þegar Íranar héldu starfsfólki sendiráðs Bandaríkjanna í gíslingu í yfir ár" - "þegar Saddam Hussain gerði innrás í Kuwait" - "Lockerbie tilræðið sem Lýbía stóð að baki" - "Áttökin í Ísrael" - "Hegðun Írans" - "Hegðun Milosevic og Serba í stríðunum í Bosníu og Króatíu".

Dæmi um hneyxlanlega atburði - "gasárás Saddam Hussains á Kúrdíska flóttamenn" - "fjöldamorðin í Rúvanda" - "Hegðun stjórnvalda í Myanmar gagnvart stjórnarandstöðu" - "Hegðun stjórnvalda í N-Kóreu gagnvart eigin þjóð" - "Hegðun forseta Zimbabve".

Í öllum ofantöldum tilvikum, hefur alþjóðasamfélagið á endanum, gripið til sameiginlegra gagnaðgerða.

Þ.s. menn þurfa að hafa í huga, er, að það þarf heilmikið til að alþjóðasamfélagið hreyfi sig. Það að líkja okkar gerðum, í tengslum við Icesave, við e-h af þessu ofantöldu, er svo sterkt fáránlegt, að fræðimaður sem lætur slíka froðu út úr sér, fyrir alþjóð, getur ekki lengur verið tekinn alvarlega.

Manneskjan er með þessu búin að afhjúpa sig, sem slíkt algert fífl, að ég stend á öndinni af forundran.

 

Kv.


Bloggfærslur 8. janúar 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband