Það verður að nást sátt, um næstu aðkomu Íslands að Icesave-málinu!

Eftir því sem fréttir benta til, ætlar ríkisstjórnin að keyra beint í Icavemálið og vinna þjóðaratkvæðagreiðslu. Breskur ráðherra talar jafnvel um, að aðstoða ríkisstjórnina við að vinna slíkann sigur.

Mér sýnist, af þessu, að ríkisstjórnin ætli sér ekki að leita sátta, heldur að mæta stál í stál - en, hætta í tengslum við það, er að þá magni hún enn meira, reiðina og andstæðurnar í okkar þjóðfélagi. Engin leið er að átta sig á, hver endapunktur þess geti verið. En, hafa ber í huga að í sumum öðrum löndum, hafa brotist út mannskæðar óeyrðir af minna tilefni.

 

Miklu mun heppilegra væri:

Að ríkisstjórnin myndi draga frumvarpið til baka, þannig að fyrri lög giltu. Síðan myndu stjórnarflokkar og stjórnarandstaða, semja um næstu nálgun málsins.

Slíkt gæti dregið úr þeim viðsjám, sem annars eru stöðugt að vinda upp á sig, skapað einhvers konar leið í átt, að einhvers komar sátt.

 

Stóryrði gagnast engum

Menn keppast nú, að því er virðist hver um annan þverann, um að hallmæla hinum - í þeim fylkingum málsins er takast á. Þetta er ílls viti, svo sem ný söfnun á Facebook, gegn forseta Lýðveldisins.

Reyndar, virðist reyði vinstrimanna gegn Ólafi Ragnari, um margt bera keim af reiði hægri manna eftir að Ólafur hafnaði fjölmiðlalögunum. 

Enginn, virðist skynja þá kaldhæðni sem er til staðar, í þessari spegilmynds-hegðan.

 

Þó svo að þjóðin vinni á ný slaginn við ríkisstjórnina, þá tapa allir

Þ.e. nefnilega málið, að það væri ekki sérlega sniðugt, af ef þjóðin "de facto" samþykkir Icesave, eins og sigur "nei" i þjóðaratkvæðagreiðslu fæli í sér; enda hafa stjórn og stjórnarandstaða, hvortveggja þá stefnu að formlega séu báðir aðilar sammála um, að Íslendingum beri ekki að lögum og rétti, að greiða Icesave. Það er svo, þó að ríkisstjórnin, hafi tekið þann pól, að rétt sé eigi að síður að greiða það, upp í topp.

Þ.e. eins og menn láti nú stjórnast af reiði, tilfinningum tengdum reiði - í stað skynsemi. Því, ljóst virðist að sú niðurstaða, er líklegust væri úr þjóðaratkvæðagreiðslu, er hvorugri fylkingu í hag.

Þvert á móti, eru miklu meiri líkur á, að leið sátta milli fylkinga, gæti leitt til árangurs fyrir báða aðila.

En, eftir allt saman, eru báðar fylkingar, að vinna að þjóðarhag, þó þær séu ósammála um nálgun.

 

Ég vona, að vitið komist til ráða, því annars stefnir sennilegast, í enn frekara óefni.

Kv.


Við skulum ekki fara á taugum, yfir ruslflokks-status!

Það hefur einfaldlega verið ljóst um umtalsvert skeið, að Ísland hefur ekki verið með lánstraust, svo að þessi tilkynning, sennilega breytir litlu sem engu.

  • Margir virðast hafa gleymt, að skömmu eftir hrunið, gekk Íslandi þá þegar mjög ílla, að fá lánafyrirgreiðslu - sbr. gríðarlega dýrt lán, sem varð að taka til að endurreisa fjárhag Seðlabanka Íslands.
  • Síðan þá, hafa allir neitað að lána Íslandi, þar með talin Norðurlöndin, nema að fyrir liggi stimpill AGS.

Þannig að ljóst er, að allt síðasta ár höfum við de facto verið í ruslflokki.

 

Lánshæfismats fyrirtækin hafa fallið mjög í áliti:

Fyrir bankahrunið var lánsmat íslenskra banka, en ekki einungis ísl. banka, ofmetið. Það sama átti við einnig, breska og bandar. banka, er höfðu eins og þeir ísl. spilað djarft.

Af því leiðir, að orð Lánsmatsfyriritækjanna, er ekki lengur sá stóri dómur og var áður. Ekki það, að þau séu alveg núll og nix, en við þurfum einungis að skoða þá staðreynd, að Ísland hefur í reynd ekki haft neitt lánshæfi umliðið ár.

 

Leiðin til að endurreisa okkar lánshæfi:

Sú leið mun að mestu snúast um, að endurreisa okkar hagkerfi. Þá þarf að sjálfsögðu, sú endurreisn að vera trúverðug - en, núverandi plön eru mjög augljóslega ósannfærandi, og því ekki trúverðug.

 

Kv.


Hver er lausnin? - Ein tillaga að lausn!

Það þarf varla að segja nokkrum Íslendingi, hvað Ólafur Ragnar ákvað. En hitt, hvernig við leysum þá krísu sem landspólitíkin er kominn í, er allt annar handleggur.

Ég er með eina hugmynd, sem ég vil stinga hér að lesendum.

 

Stofnum sameiginlega samninganefnd

Eins og við öll vitum, hafa stjórnmálaflokkarnir nánast verið staddir á sinni hverri plánetunni, hvað varðar skilning á því, hvað séu hinar réttu lausnir á núverandi vandamálum þjóðarinnr.

Það sýnist mér ljóst, að svo lengi sem þessi djúpstæði ágreiningur ríkir, þá viðhelst hin pólitíska pattstaða. Nú í kjölfar ákvörðunar Ólafs Ragnars, er veruleg hætta á að þessi togstreyta vindi enn frekar upp á sig.

Þess vegna, sting ég upp á þeirri hugmynd, að þingflokkarnir komi allir saman, stingi saman nefjum og geri alvarlega tilraun til að koma sér saman, um sameiginleg samingsmarkmið, um Icesave.

 

Tortryggni er skiljanleg

Það má einfaldlega ekki gerast, að núverandi stjórn, gefist upp og upp komi, þ.s. sennilega yrði, mjög löng stjórnarkreppa. Svo, hún má fyrir alla muni ekki gefast upp.

En, aðilar þurfa að komast niður á jörðina. Persónulega, held ég að þjóðstjórn, sé fullkomlega ómöguleg, þ.e. ef þeim tekst ekki að komast að sameiginlegum samningsmarkmiðum varðandi nýtt Icesave samkomulag, þá sé einnig alveg óhætt að agreiiða endanlega hugmyndina um þjóðstjórn af borðinu. Þ.e., ef sameiginleg markmið eru ekki möguleg, þá sé það full sönnun þess, að þjóðstjórn sé það ekki heldur.

 

Fyrri samningsviðmið voru óraunhæf

Í ljósi þess:

  • að 60% fyrirtækja eru í reynd gjaldþrota, eins og staðan er í dag, og munu hætta rekstri á næstu misserum, nema mestu afskriftir skulda Íslandssögunnar, fari fram. 
  • að það stefnir í að 40-50% fjölskyldnar, skuldi meira í eigin húsnæði, en þau eiga.
  • að endurreisn bankanna, hefur mistekist.

Hefur mér verið ljóst, að markmið um hagvöxt upp á 3,6% frrá 2013, árlega 50 milljarða tekjuaukningu ríkissjóðs, og síðan árlegan afgang af útflutningsverslun upp á 160-180 milljarða, væri ekki praktískt mögulegt.

Að það þíði, að mjög ólíklegt væri, að Ísland gæti staðið undir nokkurri umtalsverðri viðbótar greiðslubyrði, eins og t.d. af Icesave.

Það þarf að gera Bretum og Hollendingum, þessa raunstöðu ljósa.

Ný samingsmarkmið, þurfa einnig að vera unnin í ljósi þessarar, raunstöðu.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. janúar 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband