18.1.2010 | 22:11
Hugmynd, að hugsanlegri lausn á deilunni um kvótann!
Ætla, að taka mér stutt hlé frá Icesave deilunni, og tipla aðeins á annarri og eldri, en vart minna bytri, hvað afstöðu deilenda varðar til hvers annars.
- En hygmyndin í stuttu máli er sú, að taka fyrningar hugmynd núverandi stjórnvalda að láni, en breyta tilganginum, sem sú fyrning gegnir.
- Þ.s. ég hugsa mér, er að fyrning verði form á veiðigjaldi, en eitthvað á bilinu 1 - 10% kvóta, mætti hugsa sér, að fyrna á hverju ári.
- Hinn fyrndi kvóti, kæmi síðan aftur til endurúthlutunar.
Hugsanlegir kostir þessarar leiðar
- Fyrning lækkar verðið á kvótanum, og eru þau áhrif til lækkunar, því meiri sem stærra hlutfall er fyrnt á ári hverju.
- Lækkun verðs, leiðir til þess, að fleiri hafa efni á að kaupa kvóta.
- Hugsa mætti sér einnig, að fyrirkomulagi endurúthlutunar væri hagað þannig, að gefa þeims sem ekki eiga kvóta visst forskot, á kvótaeigendur sem fyrir eru. Sem dæmi, ef fyrirkomulag uppboðs væri notað, þá hefðu þeir rétt til að ganga inn í kaup á sama verði.
- Sanngjörn renta verður tekinn, af þeim sem nota auðlindina, gróði þeirra notenda er þá minnkaður og þá peninga, sem ríkissjóði hlotnast má nota til þarfra verka - t.d. til að borga þeim bætur, sem má vera að hafi verið brotið réttur á, þegar kvótakerfið var innleitt.
- Síðast en ekki síst, aukin sátt skapast um kvótakerfið og mestu deilunum, ef til vill linnir.
Min skoðun, er að kvótakerfi sé þrátt fyrir marga galla, skárri en aðrar þekktar aðferðir, - sjá kosti kvótakerfis:
- Einn aðalkosturinn, er einmitt eitt umdeildasta atriðið, þ.e. einmitt gróðinn. En, þegar stjórnað var með veiðidaga kerfi, þ.e. sókn var stýrt með veiðidögum, þá skapast tiltekin vandamál. En, á veiðidögum eru veiðar ótakmarkaðar fyrir utan útgefinn heildarkvóta, og allir sem eiga bát hafa heimild til að veiða, þegar er veiðidagur. Þetta leiddi til, gríðarlegs kapps hjá hverjum og einum, til að veiða sem mest, per veiðidag. Afli hrúgast því á land, fyrst og fremst á þessum veiðidögum, mikil vinna er í landi akkúrat þá en logndeyða þess á milli, þ.s. allir vilja selja í einu þá einnig falla alltaf fiskverð á þeim dögum, bæði hérlendis og erlendis. Smám saman, myndaðist mjög mikil umframfjárfesting í skipum, bátum og landvinnslum - þ.s. menn vildu geta náð inn sem mestu, á þessum fáu dögum, og síðan, þurfti að uppfæra vinnsluna til að hún næði að vinna sem mest í þessu hendingskasti. Allt þetta leiddi til þess, að gróði af fiskveiðum og vinnslu, var nánast enginn á þessum árum. Hún, var almennt rekinn við "0" - ið. Það var síðan ástæðan fyrir mjög tíðum gengisfellingum milli 1970-1980, þ.s. útvegurinn og vinnslan mátti við svo sáralitlum viðbótar kostnaðarhækkunum, vegna launa - að smám saman þróaðist það í klassísk þema, að kjarasamningar hækkuðu laun, og síðan var sú hækkun mjög fljótlega tekin til baka af stjórnvöldum, með gengisfellingu. Af þessa völdum, var verðbólga krónískt vandamál, að því tímabili. Þetta er einnig tímabiið fræga, þegar vextir voru neikvæðir í mörg ár.
- Næsti aðalkostur, er einmitt aukinn stöðugleiki í nýtingu auðlindar. En, sá sem á kvóta, veit að hann/hún getur fiskað hann, hvenær sem er á árinu. Viðkomandi, getu því dreift veiðinni yfir árið, og passað upp á, að framkalla ekki offramboð á mörkuðum, og þannig fengið betri og jafnari verð fyrir aflann.
- Síðan er það, aukin hagkvæmni. En, þ.s. aðilar geta gengið að kvóta sínum vísum, þurfa þeir ekki lengur þá umfram-afkastagetu, bæði í skipum og vinnslu, sem þurfti að vera til staðar í sóknarstýringarkerfinu. Það minnkar kostnað við greinina, og framkallar stóraukinn gróða.
Niðurstaða
Eins og ég hef útskýrt, tel ég kvótakerfi heppilegri aðferð, en önnur þekkt kerfi. En, sennilega hafi, eins og þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma, verið farið rangt af stað í upphafi. En, hin upphaflega úthlutun er í mörgum tilvikum var til þeirra sem höfðu pólitísk ítök, hefur frá upphafi verið mjög umdeilt.
Með því, eins og ég legg til, að beita aðferð fyrningar vð það að taka réttmæta rentu af auðlindinni; þá sé sennilega hægt, að minnka mjög mikið, þá galla er mest hafa verið gagnrýndir í gegnum árin.
Að mínum dómi, er mikilvægast, að slátra ekki gullgæsinni. En, gagnrýnin um ofsagróða, sannar fullkomlega, að kvótakerfið einmitt er gullgæs. Við þurfum þó, að koma aðeins betri böndum á hana.
Í stað þess, að slátra gróðanum, tökum hlutfall af honum til samfélagsins, og einnig notum það fé, til að borga þeim miskabætur sem talið er, að hafi verið brotið á, er kvótakefið var innleitt.
Ég bendi einnig á, að með því að fyrna kvóta um visst hlutfall á hverju ári, þá má einnig smám saman skapa meiri dreifingu á kvótaeign. En, að mínum dómi, er heppilegast að beita úrræðum markaðarins, fremur en beinum pólitískum úthlutunum - sbr. þá hugmynd, að skapa þeim sem ekki eiga kvóta, smá forskot í formi viss forgangs.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bloggfærslur 18. janúar 2010
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 374
- Frá upphafi: 871902
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 348
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar