Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Einfaldast er að sýna stöðuna í Úkraínu - skv. heimildum,Institute For Study of War.
Bendi fólki á að, ISW birtir kortin á grunni - gerfihnatta-mynda.
Í dag eru til ágæt forrit, er hjálpa við að rýna í myndir af slíku tagi.
Í dag eru gerfihnattamyndir það góðar, ekki gleyma því að víglínur eru vel sýnilegar úr mikilli hæð - tól og tæki, frá bifreiðum upp í skriðdreka; eru mjög vel þekkjanleg.
Mér skilst að myndir af slíku tagi séu það góðar - að unnt sé að greina einkennisklæði úr slíkri hæð. Þannig að, mjög vel sé unnt að greina mjög áreiðanlega hvar herirnir eru.
Á gerfihnatta-öld, sé ekki hægt að fela slíkar athafnir frá alsjáandi augum.
Það sé því engin ástæða að ætla að þessar myndir séu ónákvæmar eða rangar.
Kort ISW eru mjög lýsandi: Mjó rauð rönd sýnir hvar Rússar hafa nartað sl. 12 mánuði. Blátt hvar Úkraínuher hefur nartað á móti. Stóra yfirlytskortið sýnir vel hve litlar breytingarnar hafa verið á víglínunni á Lugansk svæðinu -- sl. 12 mánuði.
Hörðustu bardagarnir sl. 6 mánuði hafa verið á Donetsk svæðinu: Aftur sami litakóði.
- Ef þið skoðið hvar er rautt vs. hvar er blátt, sjáið þið lesendur eins vel og ég, hve litlar tilfærslur á víglínum raunverulega urðu árið 2023.
- Þ.s. einnig vekur athygli, er að - þó Rússar tali mikið um misheppnaða sumar- og haustsókn Úkraínu.
- Hefur eins og vel sjá má -- vetrarsókn Rússa, hafin fyrir nokkrum mánuðum, vart skilað fram að þessu umfram takmarkaðan árangur sumars- og haust-sóknar Úkraínu.
- Fram til þessa, virðist árangur Rússa fyrst og fremst, markast af -- miklu mannfalli.
Ég meina, taktík Rússa, er hreinræktuð Fyrri Heimsstyrrjaldar, þ.s. þeir tjalda fram - öldum af hlaupandi mönnun - er hlaupa beint að vélbyssu- og stórskotahríð.
Auðvitað er mannfall gríðarlegt fyrir Rússa - notandi Fyrri Heimsstyrrjaldar taktík.
--Tja, eins og mannfall var auðvitað gríðarlegt í Fyrri Styrrjöld, er sömu aðferðir voru notaðar.
- Athyglisvert að á árinu 2023, hættu Rússar alfarið að birta - eigin mannfallstölur.
- Vetrarsókn Rússa, þennan vetur, virðist greinilega veikari -- en vetrarsókn þeirra veturinn 2022 - 2023. A.m.k. miðað við hvað hingað til hefur verið sjáanlegt af árangri.
Zaporizhzhia hérað var hvar Úkraínuher barðist hvað harðast við að ná í gegn: Megin árangur Úkraínuhers, er þessi - salient - eða deild í varnarlínu Rússa sem sjá má, nýlega hörfuðu Úkraínumenn inni í deildinni nokkra km. að talið er á verjanlegri línu!
Stóra málið um stöðuna á Bandaríkjaþingi vs. deilu innan ESB, um fjármögnun til Úkraínu!
Fyrsta lagi séu það algerlega yfirgnæfandi hagsmunir Evrópu að styðja Úkraínu.
- Fyrsta stríðsárið, náði flótta-manna-vandi tengdum Úkraínu ótrúlegum hæðum.
Þ.e. 6 milljónir Úkraínumanna fyrstu 6 mánuði stríðsins, flúðu til Evrópu.
11 milljónir Úkraínumanna, voru á faraldsfæti innan Úkraínu.
17 milljónir samanlagt m.ö.o.
Raunveruleg hætta var á bylgju á stærðinni 15-20 milljón frá landinu. - Þetta ástand fór að lagast, eftir að Rússar hörfuðu frá Kíev svæðinu - og síðan að þeir voru hraktir frá, Kharkiv svæðinu - það batnaði enn frekar, eftir að Rússar hörfuðu frá, Kherson.
Ég meina, mikið af þeim er voru á faraldsfæti innan Úkraínu, sneru heim til sín.
Aðrir með aðstoð frá Evrópulöndum, komu sér fyrir innan landsins - utan heimkynna.
Málið er einfalt, að ef Evrópa sneri við baki -- hætti að styðja landið.
Þá, mundu Úkraínumenn aftur fara að óttast Rússa að sama skapi og fyrsta árið.
Að nýju mundi flótti ágerast, því meir sem Rússum gengi betur.
Endanlegar flótta-tölur gætu farið svo hátt sem: 20 milljón.
Ef maður ímyndaði sér allt ganga Rússum í hag, þeir nái landinu eins og þeir stefna að.
- Þetta gerir myndina mjög skýra: Að Evrópa hefur engan annan valkost en að senda vopn til Úkraínu.
- Því besta leiðin, sé að Úkraínumenn séu í Úkraínu. Til þess að svo sé.
Þurfi að vopna stöðugt Úkraínu.
Stríðið sé í reynd árást á Evrópu alla: Þannig þurfi að skilja málið.
- Meloni: forsætis-ráðherra Ítalíu, grunar mig, pent áttaði sig á þessu.
Að, ef hún vill lágmarka flótta-vanda.
Þá er einn stór liður að því markmiði vopna Úkraínu. - Það sé einfaldlega þess virði, að dæla vopnum og peningum til Úkraínu.
Frekar en að þurfa að glíma við - allan þann pólitíska vanda er af yrði í Evrópu, ef Evrópa yrði þvinguð af Rússum til að taka allt að: 20 millj. flóttamenn.
Málið er einfalt, að Pútín sjálfur er með einbeittan vilja - til að afnema Úkraínu.
Nýlega áréttu Rússar formlegar kröfur til Úkraínu, um fullkomna uppgjöf.
Að Úkraína, afhendi strax til Rússa - stór svæði sem Úkraínustjórn, stjórnar.
Að Evrópa og Bandaríkin, gefi algerlega upp allt hugsanlegt tilkall til Úkraínu.
Þ.s. skondið er, að flest bendi til að Rússar, ætli að afnema Úkraínu formlega.
Ef þeir næðu landinu, þ.e. landið yrði fellt undir, Belgorod hérað.
Ég er í engum vafa, að Úkraínu tungumálið sjálft, yrði bannað.
Og auðvitað, sérhver sá sem hefur unnið með stjórnvöldum Úkraínu að vörnum landsins, þyrfti ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni -- langvarandi fangabúðavist blasti við.
--Ógnarstjórnin yrði á skala, sem ekki hefur sést síðan Stalíns-tímanum.
Ég er í engum vafa að, ca. hálf Úkraínska þjóðin -- flýr land.
Sem þíddi, að Rússa-væðing landsins gengi enn hraðar fyrir sig.
--Skv. forskrift Stalíns um það, hvernig þjóð er brotin á bak aftur.
Pútín án vafa, mundi stefna að því að - landið gæti aldrei risið á ný.
- Úkraína er m.ö.o. ekki bara að berjast fyrir eigin landi og sjálfstæði.
- Heldur sjálf þjóðin er byggir landið, fyrir því að vera til.
Rússa-stjórn sé það ofstækis-full í sínum sjónarmiðum, hún afneitar því Úkraínubúar séu sérstæð þjóð - með sérstæða menningu - með sérstæða tungu.
Skv. túlkun Pútíns, á Rússland þetta svæði allt, og Úkraínumenn eru villuráfandi Rússar.
----------------------
Ég er í engum vafa að ráðamenn í aðildarlöndum Evrópu-sambandsins vita allt þetta!
- Ég veit að það er í undirbúningi, hvernig neitunarvald Ungverjalands verður brotið á bak aftur: Einfalt raun og veru.
- Evrópulöndin skipuleggja stuðning við Úkraínu: Framhjá Ungverjalandi.
- Fyrra skrefið er, að aðildarlönd - þau er vilja - veita stofnunum ESB; ríkisábyrgð.
Þetta er búist við að komist til framkvæmda í janúar 2024. - Stofnanir ESB nota þá veðin, til að tryggja úkraínska ríkinu fjármögnun.
- Flóknari aðferð, einnig í undirbúningi - en kemur til nota síðar.
- Er að mynda formleg samtök milli Evrópulanda er vilja styðja Úkraínu, er væru formlega ekki hluti af ESB -- en innihéldu líklega öll ESB lönd, nema Ungverjaland.
Punkturinn er sá, að með því að færa stuðninginn út fyrir formlegan stofnana- og lagagrunn ESB - algerlega núllast út neitunarvald Ungverjalands.
Ég á m.ö.o. ekki von á öðru en því, að útspil forsætisráðherra Ungverjalands.
Leiði til þess fyrst og fremst, að Ungverjaland einangrist innan ESB.
Að, Ungverjaland missi stórum hluta sína getu til að stöðva mál.
- Svona trix er hægt að beita - aftur og aftur.
Hafið í huga, að vera meðlimur í ESB - takmarkar ekki rétt aðildarríkja.
Til að mynda samtök sín á milli.
Hagsmunirnir fyrir aðildarríkin af stuðningi við Úkraínu eru einnig það gríðarlegir.
----------------------
Ég á von á að þingmenn á Bandaríkjaþingi muni ná samkomulagi í janúar 2024!
- Demókratar þurfa einfaldlega að gefa nægilega eftir til þingmanna er vilja -- þrengja mjög mikið rétt flóttamanna við Suðurlandamæri Bandaríkjanna, séu nægilega ánægðir.
- Minn skilningur er sá, að þingmenn séu að beita sér fyrir málstað fólks sem er mjög óánægt með stríðan flóttamannastraum yfir Suðurlandamæri Bandaríkjanna.
- Þeir séu ekki á móti Úkraínu - held ég - tek þá einfaldlega á orðinu, er þeir segja ekki sætta sig við stuðning við Úkraínu; nema að komið sé á móts við þeirra kröfur.
M.ö.o. skil ég þá þannig, að líklega myndist þingmeirihluti aftur fyrir stuðningi við Úkraínu - þegar samkomulag liggur fyrir, sem lægir háværustu óánægjuraddir.
Hagsmunir Bandaríkjanna af stuðningi við Úkraínu eru einnig gríðarlegir:
- Merkilega margir skilja þetta ekki. Málið er að, kerfi Bandaríkjanna -- styður sig ekki einungis við herstyrk, heldur ef eitthvað er - er tiltrú enn mikilvægari.
- Mikið af bandalögum Bandaríkjanna - byggja á trausti, samningum - þ.s. að baki er - tiltrú á því að Bandaríkin standi við gefin loforð um aðstoð, ef með þarf.
Málið er, að ef Bandaríkin gæfust upp fyrir Rússum!
- Hafið í huga, Bandaríkin hafa engan her í Úkraínu.
- Stuðningur við Úkraínu, er einungis örlítið brotabrot af árlegum rekstri herafla Bandaríkjanna.
- Vopn sem Bandaríkin senda yfir, eru framleidd í Bandaríkjunum: Sú framleiðsla skapar atvinnu, og tekjur á þeim svæðum þ.s. sú atvinna er.
- Bandar. geta endalaust fjármagnað þetta, þ.s. allt er í dollurum.
Allt bandalaga-kerfi Bandaríkjanna gæti einfaldlega ryðað til falls.
Hrun á tiltrú gæti orðið það fullkomin, auðvitað eru bandalagslönd Bandar. að horfa til þessa stríðs - þau meta alltaf stöðugt, áreiðanleika Bandaríkjanna.
Í dag er floti Kína, jafn fjölmennur flota Bandaríkjanna!
Floti Bandar. er líklega sterkari ennþá, en bilið mjókkar hratt.
Fullyrðing:
- Ef Bandaríkin gefa upp Úkraínu, sem heimurinn mundi réttu sjá sem uppgjöf.
- Gæti gervallt bandalaga-kerfi Bandaríkjanna hrunið fyrir árslok 2024.
Ég held að málið sé þetta stórt fyrir Bandaríkin.
--Því að þjóðirnar sjá, hve litlu Bandar. reynd kosta til.
--Að þarna er ekki bandar. her.
Því mundu þær tapa trúnni á að, Bandar. hafi vilja til að verja þær með eigin hermönnum.
Ég man eftir því þegar Varsjárbandalagið hrundi, 1989-1990!
- Það gerðist á nokkrum mánuðum, eftir að kom í ljós að USSR hafði ekki lengur vilja eða getu, til að verja -- ríkisstjórnir í A-Evrópu er studdu USSR falli.
- Hrun, bandalaga Bandaríkjanna - gæti gerst eins hratt, þ.e. á 6-8 mánuðum.
Þetta er auðvitað draumur Xi Jingping og Vladimirs Putin.
Málið er, þetta er algerlega raunhæfur möguleiki.
----------------------
Hinn bóginn er á þeirri skoðun:
- Meirihluti myndist á Bandaríkjaþingi, til að framhalda tilvist Bandaríkjanna sem heims-stórveldis.
- Um leið og, Demókratar og Repúblikanar -- hafa náð samkomulagi.
Ég er á því, einmitt að hvað mikið liggur við.
Setji nægilegan þrýsting á aðila til að ná samkomulagi.
Hvaða áhrif mun það hafa á forsetakosningar 2024, þegar samkomulag um -- stóra landamæramálið innan Bandaríkjanna liggur fyrir?
- Ég er á því að baki því hvernig Repúblikanar ætla að þvinga Biden forseta til að gefa eftir í landamæramálinu -- liggi það að sá hópur Repúblikana sé að mæta kröfum kjósenda sinna um aðgerðir.
- Ég er ekki á því, að þeir séu - sérstaklega í því að gera Trump greiða - tel svo að, hagsmunir Trumps eru augljóslega ekki á þá leið, að landamæramálið leysist fyrir kosningar.
- Það mál hefur verið hans helsta atkvæðanáma síðan 2016.
Ég er alveg viss, að hann vill því frekar - að allt standi í lás fram til kosninga.
Hinn bóginn, eru þing-Repúblikanarnir greinilega að keyra á málið núna. - Ég tek því þannig, að þeir vinni fyrir óánægða kjósenda-hópa, sem er einmitt þ.s. þingmenn er orði hveðnu eru talsmenn íbúa - eiga að gera.
Þeir séu sem sagt ekki endilega að gera Trump greiða.
Þvert á móti held ég það sé klárlega ógreiði fyrir Trump.
Hvað ef stóra landamæramálið er einfaldlega horfið sem deilumál fyrir kosningar?
Þetta er augljóslega ekki orðið enn, ég vísa aftur á yfirgnæfandi mikilvægi þess fyrir Bandaríkin; að a.m.k. ekki að - tapa óbeina stríðinu við Rússa.
Ég er á því, einmitt vegna þess hve óskaplega mikilvægt málið sé.
Nái fylkingarnar - niðurstöðu.
-Það verða aldrei allir ánægðir.
-Stóra málið alltaf í þjóðfélagsdeilum, að ná til stóra ánægjuhópsins.
- Ég er raunverulega að velta fyrir mér, hvor Biden gæti grætt á niðurstöðunni?
Margir er styðja aðgerðir í landamæramálinu, er verkafólk.
Rökrétt, ætti stefna Demókrata í mörgu að höfða til þeirra.
Þ.s. Demókratar eru líklegri til að styðja við, lægri tekjuhópa með því að leggja fjármagn í félagslegan stuðning.
--Meðan, Repúblikanar ítrekað sjá sparnað þar um.
Ég vil meina, að endalok deilunnar um landamærin.
Gæti opnað fyrir Biden, aðgengi að þeim kjósendahóp - a.m.k. að hluta.
--Á sama tíma, væri ekki lengur eins augljóst fyrir þann hóp að kjósa Trump.
Ég efa að Biden hefði nokkurn áhuga á að opna deilumálið aftur.
M.ö.o. lausnin líklega stæði til frambúðar -- kannski áratugi.
Niðurstaða
Úkraínustríðið stendur líklega yfir a.m.k. gervallt nk. ár.
Tafir við afgreiðslu vopnasendinga til Úkraínu, hafa þegar skaðað herstöðu Úkraínu.
Það birtist í því, Úkraína hefur greinilega blásið af vetrarsókn sína.
Það er rökrétt aðgerð, greinilega til að spara skotfæri þar til næst Úkraína fær líklega vopnasendingu -- líklega í febrúar 2024.
Ég ætla að gefa mér að, samkomulag milli Repúblikana og Demókrata sé líklega nægilega langt komið þá.
Samkomulag þarf ekki vera fullu lokið, til þess að meirihluti myndist fyrir vopnasendingu, enda hagsmunir Bandar. gríðarlegir - held nóg sé að, útlínur samkomulags liggi fyrir, þó mánuð í viðbót þurfi til að klára það.
Eftir allt saman, þarf Úkraína alltaf pakka síðar, þ.e. enginn vandi því að - veita slíka eftirgjöf, til að tryggja að Úkraínu sé haldið á floti, meðan samkomulagið er klárað.
Eins og ég segi að ofan, hagsmunirnir séu það gríðarlegir fyrir Bandar. að ég er á því að meirihluti Bandar.þings muni - alls ekki, láta Úkraínu skorta svo skotfæri, að hætta myndist á því að árásir Rússa fái einhvern stórfelldan framgang.
Úkraínumenn hafa góð varnarvígi, til að tryggja stöðuna - þarf skotfæri.
Það er langt í frá verulegur kostnaður fyrir Bandar. - samanborið við áhættuna á móti, hvað risastór álitshnekkir Bandar. gæti kallað fram.
--Ég er nægilega viss að, Bandar.þingmenn hafa ekki allt í einu hætt að vera þjóðernissinnar.
Ég á einnig von á að ESB lönd fynni leiðina til að verja sína hagsmuni.
Ég set það síðan fram sem loka-vangaveltu:
Spurninguna hvort Biden geti hugsanlega óvænt grætt á því.
Þegar Repúblikönum hefur tekist að keyra fram lausn sem þeim líkar nægilega við, um stóra Suður-landamæramálið í Bandaríkjunum.
Mér finnst það koma til greina, að útkoman gæti komið Biden vel í kosningunum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 2.1.2024 kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfsagt vita flestir - í augnablikinu hefur Donald Trump á bilinu 2ja til 4ja prósenta forskot á Joe Biden, í nokkrum lykilfylkjum sem báðir þurfa að hafa sigur í.
Mig grunar að, krísan í Mið-Austurlöndum hafi bælt e-h fylgi Bidens, þ.s. fj. Demókrata sé líklega óánægður með - afstöðu Bidens til Ísraels/Gaza krísunnar.
--Líkur að margir Demókratar, vilji að aukinn þrýstingur sé settur á Ísrael, að fylgja mannréttindarmarkmiðum skv. sáttmálum SÞ.
Hvað meina ég,óvinsældir?
Skv. Fivethirtyeight -- eru vinsældir Trumps vs. óvinsældir: Do Americans have a favorable or unfavorable opinion of Donald Trump?.
40,8% líkar vel við Trump.
54,5% líkar ekki við Trump.
-13,7%.
Fivethirtyeight, vinsældir vs. óvinsældir Bidens eru: How unpopular is Joe Biden?.
38,9% líkar vel við Joe Biden.
54,8% líkar ekki við Joe Biden.
-15,9%.
- Þ.s. er nýtt við þetta, Biden er nú - ívið óvinsælli.
- Hinn bóginn, er munurinn ekki, rosalega mikill.
Þ.s. hrópar á er, báðir eru klárlega óvinsælir, a.m.k. 13% fleirum mislíkar við báða!
- Ég held að þær óvinsældir skipti máli - Trump er ekki að ráði vinsælli en áður.
Ég meina, hann hefur lengi verið stöðugur nærri ca. 40%. - Biden á hinn bóginn, hefur farið niður -- hinn bóginn ekki stórt.
Þ.s. fyrir nokkrum mánuðum, voru báðir ca. jafn vinsælir vs. óvinsælir, en Biden örlítið minna óvinsæll þó.
Þ.s. þessar stöðugu óvinsældir geta þítt er hugsanlega það.
- Að, það geti verið, að það sé erfitt fyrir þá báða, að verulega auka fylgi sitt.
- Ég meina, stöðugleiki óvinsælda beggja - þ.e. ca. 12% að jafnaði nettó óvinsældir hjá báðum, a.m.k. sl. 12 mánuði.
- Geti bent til þess -- að margir kjósendur séu með mótaða andstöðu gegn þeim báðum.
M.ö.o. að, það sé ólíklegt að þeir geti að ráði lagfært hlutfallið - sér í hag.
Þetta eru auðvitað vangaveltur - hinn bóginn, er það ekki rosalega ósennilegt, að margir kjósendur - hafi það skírt mótaða andstæða afstöðu, sem ég nefni.
Allir ættu að vita, Robert F. Kennedy Jr. hefur boðið sig fram til forseta!
Mig er farið að gruna að, framboð Kennedy's geti ráðið niðurstöðunni 2024.
- Einfaldlega með því, hvaðan hann tekur einna helst fylgi.
- Á tæru virðist, að augljósar óvinsældir Trumps og Bidens, veiti Kennedy - tækifæri á fylgi, hugsanlega langt umfram þ.s. menn vanalega eiga von á; þegar óháð framboð eiga í hlut.
Það á eftir að ráðast, hvort Biden fremur eða Trump fremur, verða fyrir barðinu.
--Sumt a.m.k. í stefnu Kennedy's sbr. andstöðu hans við, bólusetningar - gæti höfðað fremur til einstaklinga, sem ef til vill mundu kjósa Trump - eða Trump á möguleika á að sveigja til sín.
--Anti-Vaxer afstaða hefur tiltölulega lítið fylgi meðal Demókrata.
Hinn bóginn er auðvitað möguleiki, ef margir Demókratar verða reiðir Biden, að þeir kjósi Kennedy sem form af mótmælum.
Hið minnsta get ég trúað, að Kennedy nái meira fylgi en nokkur annar -- fyrir utan, Ross Pierot.
Það séu óvinsældir meginframbjóðendanna tveggja, sem veiti Kenndy slíkt tækifæri.
Niðurstaða
Það sem er eiginlega merkilegat við stöðuna í Bandaríkjunum, að virkilega geti meginflokkarnir tveir -- ekki gert betur; en að setja fram 2 frambjóðendur.
Þ.s. það á við báða, að meir en helmingur kjósenda hefur að virðist mótaða afstöðu, um fyrirlitningu.
Framboð Kennedy's gæti leitt til þess, að forseti Bandaríkjanna nái kjöri.
Með innan við 40% greidd atkvæði. Gæti orðið ein af lélegustu kjörum forseta Bandar. í sögu Bandaríkjanna. Þannig að burtséð frá hvor næði kjöri væri það með veika stöðu.
- Mér sýnist að ef annar hvor flokkurinn kæmi fram með, betri frambjóðanda en Biden eða Trump, mundi slíkur geta náð yfirburða sigri.
- En mér virðist líkur á slíku nær engar, með - einungis Trump eða Biden í boði.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.10.2023 | 16:07
Er Ísrael að falla í gildru Hamas Samtakanna? Hamas samtökin hljóta að stefna að einhverskonar sigri - spurningin er þá, hvaða form af sigri?
Kenningin sem ég set fram er sú - Hamas ætlar sér sigur á Ísrael.
Samtímis veit Hamas mæta vel, hernaðarsigur á Ísrael er Hamas um megn.
Spurningin er þá, hvaða form af sigri á Ísrael ætla Hamas samtökin sér?
- Ég legg til, að morðárásin á Ísrael, hafi nákvæmlega þann tilgang.
Að egna Ísrael til að fremja -- stórfelld hryðjuverk á Íbúum Gaza-strandar. - Markmið Hamas með þessu, væri einmitt það -- að græða á þeirri hliðar-atburðarás sem þá gæti farið af stað, á kostnað Ísraels.
- Það er mikilvægt að skilja, Hamas eru afar róttæk samtök, ég tel að í augum samtakanna, séu íbúar einfaldlega -- peð, í markmiði samtakanna, að valda Ísrael tjóni.
- Hvaða tjón væri það þá?
- Ef, Ísrael -- drepur mjög mikinn fjölda Gazabúa, t.d. 100.000 eða flr.
Eða, ef Ísrael, gerir tilraun til -- að þjóðernis-hreinsa, allar 2,3millj. íbúa Gazastrandar til Egyptalands; eða a.m.k. mikinn fjölda Gazabúa.
- Þá getur það hugsast, að Hamas takist -- að ræsa, stríð milli Ísraels og Arabalandanna, en Egyptaland mun t.d. alls ekki sætta sig við það, ef Ísrael leitast við, að senda alla íbúa Gaza-strandar til Egyptalands.
- Eða, til vara, að stórskaða samskipti Ísraels og Arabalandanna til langs tíma - m.ö.o. eyðileggja alla þá vinnu, er hefur farið fram sl. 20-30 ár.
Í því, að bæta samskipti Ísraels og Arabalandanna.
Ísrael hefur gefið íbúum Gaza-borgar skipun um flótta suður!:
UN Calls Israel Armys Evacuation Order In Gaza Impossible.
En ef, Hamas tækist - að egna Ísrael, til slíkra hryðjuverka á íbúum Gaza-strandar.
Annaðhvort með miklum fjölda-drápum, og/eða tilraun til að smala þeim til Egyptalands.
Þá held ég pottþétt, að Hamas mundi líta á þá útkomu - sigur yfir Ísrael!
- Ef marka má nýjustu fregnir, hefur Ísrael gefið rýmingar-skipun til íbúa Gaza-borgar, þeim er skipað að yfirgefa borgina á 24klst.
Yfirlýsing frá stofnunum SÞ - segir þetta ómögulegt, fyrir 1,1mn. - Skv. viðtölum við íbúa á erlendum fréttamiðlum er hræðsla meðal fólksins, að Ísrael ætli að smala -- Gaza-standar-íbúum, Suður til Egyptalands.
Ég stórfellt efa að -- Egyptaland sé til í að, sætta sig við slíkt.
Að sjálfsögðu er ekki vitað, að ríkisstjórn Ísraels ætli að, tæma alla Gaza-strönd.
Hinn bóginn, væri það slíkur atburður, að -- möguleiki á beinu stríði milli Egyptalands og Ísraels, þrátt fyrir - mörg ár af formlegum friði við Ísrael, er ekki hægt að útiloka.
Her Egyptalands, er mjög nærri því að vera jafn vel vopnum búinn og her Ísraels.
Hinn bóginn ræður Ísrael yfir kjarnavopnum, ekki Egyptaland.
- Vandi Ísraels, er náttúrulega sá, að þ.e. ekki hægt að útrýma Hamas -- því að Hamas liðar einfaldlega henda frá sér vopnum sínum, fela sig meðal íbúa.
- Þannig séð, er ekki órökrétt -- að tæma Gaza til Egyptalands.
Ef maður skoðar málið eingöngu út frá því markmiði, að losna við Hamas úr Ísrael.
Hinn bóginn, sé ég ekki hvernig Ísrael getur sloppið við -- alvarlega rymmu við Egyptaland; her Egyptalands virkilega er ekki verr vopnaður en hver annar NATO her.
Bandar. hafa veitt Egyptalandi, eins og Ísrael, yfir milljarð dala í hernaðaraðstoð ár hvert samellt lengur en 30 ár -- Egyptalandi alla tíð síðan, Egyptaland samdi formlegan frið við Ísrael skv. Camp David samkomulagi fyrir löngu síðan!
--Her Egyptalands er því ekki sá her lengur, sem Ísrael vann sigur á 1973.
Niðurstaða
Hvernig gæti Hamas notfært sér - málið, ef við gefum okkur að Ísrael gangi það langt, að það leiði til -- fullra slita í samskiptum við Arabalönd, m.ö.o. öll vinna sl. 30 ára til að sætta Ísrael og Arabalönd, verði unnin fyrir gíg?
- Hamas líklega verður mun hættulegra í kjölfarið fyrir Ísrael.
Því, að ef maður gefur sér -- Hamas tekst að egna Ísrael, til óskaplegra ógnar-aðgerða gegn íbúum Gaza. Það stórum - það sjokkerandi - að öll samskipti Ísraela og Araba, fara 30 ár aftur í tímann -- jafnvel í fullt - regional war. - Þá öðlast Hamas væntanlega þ.s. Hamas hefur ekki haft, þ.e. stuðning ríkisstjórna Arabalandanna, eftir að þau söðla snögglega um -- og snúast gegn Ísrael aftur.
Það sem leiði þá útkomu fram, verði óskapleg reiði-bylgja íbúa þeirra landa.
Er knýi stjórnvöld alla þeirra landa, til að ganga það langt.
Ef Ísrael annað af tvennu, drepur mjög mikinn fj. Gaza-strandar-fólks, eða virkilega leitast við að tæma ströndina til Egyptalands.
Útkoman verði - stórsigur Hamas.
M.ö.o. að Hamas takist að svo egna Ísrael, til blindrar bræði, að Ísrael í þeirri bræði -- færi allt til Hamas á silfur-fati, sem Hamas hefur svo lengi dreimt um.
Ég meina, Hamas hefur verið afar einangrað - eftir Kalda-Stríðinu lauk, hafa Arabalöndin nær öll stigið skref smám saman til samskipta við Vesturlönd, frið við Ísrael - ef ekki endilega fullar sættir. Sem hefur þítt, öll Arabaöndin hafa hundsað Hamas.
--En, ef Arabalöndin og Ísrael verða allt í einu óvinir aftur, þá eru líkur á að Hamas fái allan þann stuðning Hamas hefur svo lengi dreimt um -- þökk þannig séð, Ísrael.
Getur það verið, að Ísrael sé að labba í gildru Hamas?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2023 | 15:28
Árás Hamas samtakanna frá Gaza svæðinu á Ísrael - stærsta blóðtaka Ísraela síðan, 1973
Skv. fjölmiðlum í Ísrael - áætlað mannfall a.m.k. 600. Líklegt að þær tölur hækki frekar.
Her Ísraels segir að, liðsmenn skæruhópa Hamas er ruddust í gegnum girðingar utan um, Gaza svæðið -- hafi verið mörg hundruð. Hamas hóparnir virðast hafa beitt, jarðítum. Síðan þust í gegn á mótorhjólum eða hlaupandi. Meðan, þúsundum einfaldra eldflauga var skotið.
- Þetta er stærsta og blóðugasta árás á Ísrael, síðan Yom Kippur stríði, 1973.
Það ár, réðust herir nokkurra Araba-ríkja á Ísrael. - Að þessu sinni, er árás framkvæmd af - miklu mun verr vopnuðum, skæruhópum.
Líklega er ástæða þess hver margir falla í Ísrael sú.
Hve byggðir Ísraela - land-nema-byggðir svokallaðar - eru nærri Gaza.
M.ö.o. afar stutt fyrir skæruhópa að fara, frá girðingunni um Gaza, að næstu byggð.
Mynd af vef BBC: Opna hlekk á frétt!
Skæruhópum Hamas, m.ö.o. tekst að hertaka - að virðist - alla bæina í grennd.
Þessar að auki, yfirbuguðu að virðist, ísraelska herstöð og 2 varðstöðvar.
Síðan í gær, hefur her Ísraels barist við að yfirbuga þá skæruhópa.
Í dag sunnudag, virðist Ísraelsher ca. búinn að hreinsa þær byggðir.
En í valnum liggja - hundruðir skæruliða, og hugsanlega vel yfir 600 Ísraelar.
Langflestir þeirra virðast, almennir borgarar - skæruhópar á hinn bóginn; hafa tekið óþekktan fjölda í gíslingu!
Hinn bóginn, virðist mikið af fólki hafa verið skotið á færi, fólk á öllum aldri.
Virðist að skæruhópar hafi ráðist á útihátíð, þ.s. mikið af ungu fólki hlustaði á útitónleika.
- Höfum í huga, að ríkisstjórn Ísraels í dag, er sennilega mesta harðlínustjórn nokkru sinni í sögu Ísraels. Árásin er augljóslega afar auðmýjkandi fyrir hana, forstætisráðherrann sem og aðra ráðherra.
- Fyrir bragðið, má einnig reikna með því -- viðbrögð Ísraels-hers og ríkisstjórnar Ísraels, verði sögulega - hvað hörku varðar.
- Við vitum ekki enn, hvað þessi ríkisstjórn mun gera.
Eina vitum við fyrir víst, sú ríkisstjórn mun leitast við að -- rétta sinn orðstýr. - Með því að auðsýna -- gríðarlega hörku.
Ég á því von á að, þegar Ísraelsher hefur fyrir alvöru -- stórfellda innrás á Gazasvæðið, árás er hlýtur að hefjast á nk. dögum af fullum krafti.
Þá, muni Ísraelsher ganga mun lengra í aðgerðum, en nokkru sinni fyrri.
Það þíðir auðvita, gríðarlegt mannfalla Gazabúa er augljóslega yfirvofandi.
Hefnd Ísraels verður a.m.k. 10 - föld, ef ekki 20 - 30 föld.
Rýflega 2mn. búa á Gaza, svæði ca. á stærð við Reykjavík + Kópavog.
M.ö.o. gríðarlegt þéttbýli, meðan aðgerðir Ísraelshers verða án nokkurrar miskunnar.
- 20 - 30þ. Gazaíbúar gætu látið lífið.
Hamas var auðvitað ljóst, að hefnd Ísrale mundi bitna mest á íbúum Gaza.
Við skulum muna það, að Hamas getur ekki annað en hafa verið full-ljóst.
--Að Ísrael mundi láta helvíti rigna yfir íbúa Gaza á móti.
- Hamas valdi samt að beita þeim aðgerðum, Hamas fyrirfram veit hvaða afleiðingar hefur.
Videó veitir ágæta lýsingu á árás Hamas!
Gott og vel, Ísrael hefur ekki verið nærgætið við Gaza!
Gaza er í reynd flóttamannabúðir, íbúum í reynd haldið í sameiginlegri gíslingu: Hamas og Ísraels. Vegna aðgerða Hamas gegnum árin, var svæðið rammlega girt af - mjög nákvæmt eftirlit viðhaft á öllu er fer inn, a.m.k. Ísraels-megin.
--Megin veikleiki eftirlits, virðist alltaf vera -- Egyptalands-megin.
- Bjargir eru af mjög skornum skammti á Gaza sjálfu, íbúar geta e-h fiskað í hafinu, en þar fyrir utan - háðir mat, vatni, og rafmagni frá Ísrael. Nú skorið á allt.
- Vopumn, verður að smyggla með einhverjum hætti -- megin leiðin virðist ætíð, gegnum Egyptaland.
M.ö.o. er árás Hamas, ekki síður - áfellis-dómur á stjórn Syzi hershöfðingja í Egyptalandi, en þar í gegn hafa lang-líklegast vopnin borist til, Hamas.
Ekki vegna þess að stjórn Egyptalands hafi samúð, heldur vegna gríðarlegrar spillingar egypska ríkisins og sennilega einnig í bland við, samúð íbúa í Egyptalandi.
--En smyggl, getur ekki farið fram, án aðstoðar egypskra aðila.
OK, það hefur verið nokkur umræða um hlutverk Írans!
- Íran er eina landið er hefur beinínist lýst yfir stuðningi við aðgerðir Hamas.
- Hinn bóginn, hefur Íran enga þægilega leið -- til að aðstoða Hamas.
Hesbollah, sem hefur seinni ár - beina land-samgöngur við Íran, gegnum Sýrland og Írak.
Þ.s. Sýrland er í dag, leppríki Írans - Írak einnig að mestu leiti.
Hefur enga þægilega aðstöðu til að koma vopnum til, Hamas!
Þess vegna á ég erfitt með að trúa því, að aðgerðum Hamas.
Sé einhvern veginn stjórnað af Íran, búnar til af Íran!
Ekki einungis vegna skorts á þægilegri land-leið, heldur einnig vegna þess.
Íranar eru Shítar - það er Hezbollah einnig.
Meðan, Hamas eru Súnnítar.
Shítar og Súnnítar - eru yfirleitt ekki vinir í Mið-austur-löndum!
Þó það sé ekki algerlega útilokað, að sameiginlegt hatur dugi til að þeir hópast mætist.
- Ekki gleima því, íbúar Sínæ-skaga, Egyptalandsmegin, eru Súnnítar.
Til þess að aðstoða við smyggl, þarf að koma til -- samúð. - Hún er líklega mun auðveldari, milli Súnníta-hópa, en Shíta og Súnníta-hópa.
Þ.e. alveg nóg til af róttækum, Súnníta-hópum.
Er væru alveg til í að, aðstoða Hamas.
--Það hefur verið til staðar, skærustríð á Sínæ, sem ríkisstjórn Egyptalands hefur þurft að glíma við.
Þannig ég held það sé mun sennilegar, róttækir Súnnítar á Sínæ, aðstoði Hamas.
Hinn bóginn, líki ríkisstjórn Írans það líklega vel, ef aðilar halda hana að baki.
Vegna þess það efli orðstír Írans, sem andstæðings Bandar. og Ísraels.
Ég efa samt að Íran standi þarna að baki. Hinn bóginn henti það Íran líklega pólitískt, að lýsa yfir samúð og stuðningi. Og einnig Íran, að hafna ekki aðdráttunum um áhrif.
Niðurstaða
Afleiðingar árásar Hamas liggja ekki enn fyrir nema að hluta. Hinn bóginn held ég að eitt sé algerlega fullvíst. Að þær afleiðingar muni fyrir rest, bitna langsamlega verst á íbúum Gaza. Því fólki, sem Hamas ríkir yfir.
Hamas m.ö.o. gerir þeim íbúum afar slæman bjarnargreiða með sínum aðgerðum.
Grimmd hefndar Ísraela verður án nokkurs vafa gríðarleg.
Kaldhæðnin fyrir Hamas er sú, að eins og alþjóðapólitík hefur þróast.
Verður líklega engin samúðar-bylgja með Palestínumönnum, nema grimmd Ísrale verði rosalega gríðarlega sjokkerandi, er má vel vera að verði fyrir rest.
Hvað sem gerist, verður hefnd Ísrala örugglega ekki minna söguleg.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bendi á mjög áhugavert viðtal við úkraínskan hershöfðingja: Ukrainian forces have broken through in Verbove, top general says. Þar fyrir utan á umfjöllun, Institute for Study of War: RUSSIAN OFFENSIVE CAMPAIGN ASSESSMENT, SEPTEMBER 23, 2023.
Video sagt sýna úkraínsk brynvarin tæki á svæði handan við Verbove!
Bendi á, Rússar hafa sjálfir birt mjög svipað myndband, þeir segjast eyðileggja úkraínsk tæki í grennd við Verbove: Hlekkur á rússneskt videó.
Google Translate á rússn. texta:
Battles near Verbov: an armored group of the Ukrainian Armed Forces was ambushed by the Osman special forces
Northeast of the village. Verbovoe, together with the Osman special forces group, we caught and destroyed an American MRAP armored car and a BMP-2. Enemy losses amounted to about a platoon of infantry.
Skv. því eru Rússar sammála því, að Úkraínumenn hafa náð - inn fyrir varnarlínu Rússa No. 2 - við Verbove. En til þess að vera Austan við Verbove, kemur ekkert annað til greina.
- Varðandi rifrildi um varnarlínur - bendi ég fólki á að það tók Úkraínu, 4 mánuði að ná í gegnum 1. varnarlínu Rússa - síðan er liðinn nú liðlegur mánuður, m.ö.o. Úkraínumenn náðu í gegnum 2. varnarlínu Rússa, á 1. mánuði.
- Þessi punktur ætti að enda rifrildi um það, hvort varnarlínan Úkraínumenn náðu í gegn fyrir rýflegum mánuði, hafi verið - einhver auka eða varalína; vs. að lína 2 hafi í reynd verið, meginlínan.
- Bendi aftur á, að það var greinilega miklu mun erfiðara fyrir Úkraínumenn, að ná því að komast í gegnum -- fyrri línuna. Fyrst að það tók heila 4 mánuði.
- Það ætti að endanlega að undirrstrika að, sú lína sbr. hvað úkraínskur hershöfðingi sagði fyrir mánuði, var megin-varnarlínan.
Endurbirti viðtal við, Olexandr Tarnavisky - þ.s. fram kemur lýsing á 1. línunni.
Viðtal við, Brig Gen Oleksandr Tarnavskiy: When we started the counteroffensive ... we spent more time than we expected on de-mining the territories, - In my opinion, the Russians believed the Ukrainians would not get through this line of defence. They had been preparing for over one year. They did everything to make sure that this area was prepared well. - As soon as any equipment appeared there, the Russians immediately began to fire at it and destroy it. Thats why de-mining was carried out only by infantry and only at night. - Now that the minefield has been breached, Russians have lost much of their advantage. - We are now between the first and second defensive lines,
1. varnarlínan - skv. lýsingu hans, var röð af steynsteyptum skotvirkjum - þetta kemur fram ef allt viðtalið er lesið - skotvirkin að sjálfsögðu sett þannig upp, að skothríð frá þeim - nær alltaf saman, að sjálfsögðu voru þau sett þannig upp, að skotlínan beindist að jarðsprengjusvæðinu fyrir framan -- meginvarnarlínuna.
1. Varnarlínan, þurfti ekki að vera algerlega samfelld - m.ö.o. bil voru milli skotvirkjanna, þ.s. skothríðin náði alltaf saman; og þykkt jarðsprengjusvæði gerði það að verkum, að ómögulegt var fyrir nokkurn að komast að virkjunum -- nema með gríðarlegum erfiðismunum.
- Ég hugsa að misskilningurinn - að þetta hafi ekki verið megin-línan, byggist á því að - þ.e. bil milli virkjanna - m.ö.o. ekki samfelld lína.
Það hafi skapað þá hugmynd, þetta væri ekki - eiginlega varnarlínan. - Varnarlína 2, aftur á móti, sé venjubundin - niðurgrafin, og samfelld.
En, ekki með sambærilegum, steyn-steyptum vígum.
Fyrir leikmenn - en flestir sem tjá sig um stríðið á t.d. Youtube, eru amatörar - hefur það virkað flottari lína -- með því að rýna í loftmyndir.
En þá leiða menn hjá sér, hvað greinilega gríðarlega erfiður farartálmi, lína 1. greinilega var -- með því, að setja upp, rammgerð skotvirki - fyrir aftan mjög víðfemt jarðsprengjusvæði.
- Bendi aftur á, að það tók Úkraínumenn 4 mánuði að komast gegnum þann tálma.
- Meðan, þeir ná í gegnum - Línu 2, á liðlega mánuði.
- 3ja línan er enn eftir.
Úkraínumenn eru m.ö.o. ekki að storma beint til Azovshafs strax.
Það flækir mál fyrir Úkraínu enn frekar!
Að gegnumbrotið er enn á - takmörkuðu svæði. M.ö.o. Rússar halda enn löngum köflum á Línu 2. Og hafa meira segja ekki enn, hörfað frá mörgum svæðum á Línu 1.
Þar fyrir utan, eru Rússar að endurtaka leikinn, að hermenn taka sér stöðu - milli varnarlínanna, eins og er Úkraínumenn þurfti að berjast um hvern metra - milli Varnarlínu 1 og Varnarlínu 2 -- eru rússn. hermenn, strax búnir að koma sér stöður á milli.
--Þó það þíði, að þeir berjast þá nokkurn veginn fyrir opnu, við Úkraínumenn.
Þetta er greinilega gert til að tefja fyrir Úkraínuher, til að Rússa-her hafi meiri tíma til að undirbúa varnir á -- Línu 3. Hinn bóginn, má reikna með því, að Rússar lendi í meira mannfalli - er þeir láta hermenn taka sér stöður, á smáhæðum og smálautum, í sérhverju smáskjóli af gróðri -- á svæðinu á milli. Þ.s. rússn. hermennirnir eru eðlilega, verr varðir á tiltölulega opnu svæði, en ef þeir væru í niðurgrafinni línu.
--Spurning hvernig það kemur út fyrir Rússa.
- Úkraínumenn, virðast sækja fram fyrst og fremst, með fótgönguliði.
- Þeir virðast, almennt séð, spara brynvarin tæki - í þessum hernaði.
M.ö.o. virðast Úkraínumenn, líta svo á -- þeir geti frekar tekið mannfall, en tjón á tækjum.
Áhugavert, að Rússar hegða sér eins - þ.e. þeir virðast einnig mæta með fótgönguliði.
- Þessi átök líkjast m.ö.o. meir átökum í -- Fyrra-Stríði, en því Seinna.
- Fyrir utan, að báðir herir -- beita, drónum.
Forvitnilegt að sjá hvernig þessi hernaður er að þróast.
Oleksandr Tarnavsky herhöfðingi -
sagði í viðtali CNN - að haustrigningar mundu ekki hafa nokkur veruleg áhrif á sókn Úkraínuhers -- vegna þess að, sóknin færi fram með þeim hætti lýst að ofan.
En haustrygningar gera beitingu vélknúinna tækja erfiða, er landið verður að forarsvaði.
Þ.s. Úkraínumenn, beittu fótgönguliði - hvort sem er - mundi sóknin halda áfram af fullum þunga í gegnum haustrygningarnar. Hann taldi einnig ekki vandamál að halda henni áfram, inn í veturinn. En ef frostin eru nægilega mikil, frýs jörðin -- þá er aftur hægt að beita vélknúnum tækjum.
Skv. þessu, er það hugsanlegt - að hershöfðinginn hagi sókninni með ofangreindum hætti.
Vegna þess, að hann veit af reynslu sem Úkraínumaður, að tækin verða fljótlega ónothæf hvort sem er -- er landið breytist fljótlega í ófæru fyrir tæki hvers konar.
Niðurstaða
Skv. Tarnavsky hershöfðingja, verður ekkert stopp á Suður-sókn Úkraínuhers. Fyrir mánuði, lýsti hershöfðinninn hvernig Úkraínuher komst í gegnuum 1. línuna, með því að beita fótgönguliði í litlum hópum, er unnu allt verkið -- í myrki yfir nætur.
Sem er reyndar merkilegt, því það bendi til skorts á - nætursjónaukum hjá Rússum.
Vandinn hafi verið sá, að skotvirkin á 1. línunni, hafi gert það ómögulegt að vinna að degi til, að auki hafi þau eyðilagt tæki nánast um leið, ef Úkraínumenn reyndu að nota tæki.
Mér virðist skiljanlegt því, að Tarnavsky hafi því leiðst til að beita fótgönguliði.
Varnir Rússa á svæðinu virðast enn töluvert öflugar vera, videóin að ofan sýna greinilega að notkun hertækja - er erfið. Þ.e. kannski af hverju, hershöfðinginn, kýs áfram að halda tækjum til hlés meðan fótgöngulið taki verkið.
Hinn bóginn, get ég ekki efað að - fótgönguliðs aðferðin sé nauðsynleg í gegnum haustrygningarnar, meðan landið allt er forarsvað.
- Það verður að koma í ljós á nk. vikum, hvernig Úkraínuher - gengur í því verki að þvinga sér fram að -- Varnarlínu 3.
En ef Úkraínuher nær í gegnum 3ju línuna. Væri hann líklega kominn alveg í gegn.
Kannski tekur það -- 1. mánuð.
Kannski að þeim mánuði liðnum, er loksins hægt að senda - megin-vélaherdeildirnar fram.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22. ágúst sl. - tókst Úkraínu-her að rjúfa skarð, í fyrsta hluta víglínu Rússa á Zaporizhia svæðinu -- nú er 1. vika í September langt komin.
--Ekki bólar enn á rússneskri gagnárás!
Gegnumbrotið eins og það leit út, 22.07.2023!
Gegnumbrotið eins og það lítur út, skv. nýlegum gerfihnattamyndum!
Eins og sést, er Úkraínuher að nálgast -- varnarlínu Rússa no. 2.
Holan í varnarlínu Rússa, hefur dýpkað nokkuð sl. umliðnar vikur.
- Herfræðin segir, að það eigi að ráðast að slíkum gegnumbrotum.
Eins fljótt og mögulegt er. - Því, að andstæðingurinn ella, flytur stöðugt meira lið í gegn.
Þannig, að ef nægur tími líður -- glatast fyrir rest.
Möguleikinn, á gagnárás - með sæmilegan séns. - En, þ.e. lítill vafi, að ef rússn. gagnárás, hefði verið framkv. - loka-viku ágúst, er gegnumbrotið var ferskt, Úkraínumenn, enn höfðu lítið lið þar.
- Þá hefði, gagnárás, átt -- líklega ágætan séns.
Af hverju segi ég það? Ég vitna beint í úkraínska herstjóra!
Hlekkur: Ukrainian Tavriisk Group of Forces Spokesperson Oleksandr Shtupun - Shtupun added that heavy minefields forced Ukrainian breaching operations onto narrow paths the exact intent of minefields under Russian defensive doctrine.
Viðtal við, Brig Gen Oleksandr Tarnavskiy: When we started the counteroffensive ... we spent more time than we expected on de-mining the territories, - In my opinion, the Russians believed the Ukrainians would not get through this line of defence. They had been preparing for over one year. They did everything to make sure that this area was prepared well. - As soon as any equipment appeared there, the Russians immediately began to fire at it and destroy it. Thats why de-mining was carried out only by infantry and only at night. - Now that the minefield has been breached, Russians have lost much of their advantage. - We are now between the first and second defensive lines,
- Mikilvægasti punkturinn er sá, er kemur fram hjá Shtupun, að -- leiðin í gegnum, jarðsprengjusvæðin, er voru greinilega afar umfangsmikil, er þröng.
- Það þíðir, að flutnings-geta þeirrar leiðar í gegn, er mjög takmörkuð.
M.ö.o. Úkraínumenn, geta einungis flutt takmarkað magn af liði og hergögnum í gegn, í einu. - Þess vegna, hefði rússn. gagnárás, ef framkv. 1. vikuna eftir að gegnumbrotið hófst, líklega geta heppnast -- m.ö.o. lokað gatinu í gegnum 1. víglínuna.
- Þ.e. enginn vafi, rússn. herstjórar skilja þetta mæta vel.
- Það geti ekki verið, þeir hafi ekki framkv. gagnárás, vegna þess - að þeir skildu ekki, að öll rök væru með því að framkvæma slíka.
- Eini möguleikinn, er að e-h annað komi til.
- Þá, eru valkostirnir -- allir með tölu, neikvæðir fyrir Rússa!
Augljósi valkosturinn er sá, að rússn. herinn þarna sé of veikur, til að framkv. gagnárás, jafnvel þegar eins og í tilvikinu -- tækifærið hafi líklega verið frábært!
Ef svo er, sem ég fullyrði ekki, þá hefur Úkraína í reynd þegar unnið sigur í S-Úkraínu.
Restin sé einungis þ.s. á ensku nefnist -- mopp-up.
- Rökin eru einfaldlega þau, að ef rússn. herinn virkilega var of veikburða - til að notfæra sér, augljósa veikleika úkraínska gegnumbrotsins -- fyrstu dagana.
- Þá sé einfaldlega ekki mikið eftir af bardagagetu þess liðs, er Rússar hafa þarna.
Sem þá þíði, að loka-sigur Úkraínu. Sé þá líklega yfirvofandi nú. Á svæðinu þ.e.
--Það gæti samt tekið nokkurn tíma, en þá væri ekki veruleg ástæða að ætla annað, en að Úkraína nái alla leið til sjávar við Azovshaf - nk. t.d. 2-3 mánuði.
Ef menn er styðja Rússa mótmæla þessu - óska ég frá þeim eftir útskýringu þeirra á því, af hverju rússn. herinn hefur síðan 22/8 sl. - ekki gert gagnrárás til að loka gatinu.
Niðurstaða
Bjartsýni mín um framgang Úkraínuhers hefur vaxið stórum sl. vikur - eftir að Úkraína hóf gegnumbrot á Zaporizhia svæðinu. Í þessari viku, gerði ég mér grein fyrir. Að það var og er liðinn nokkur tími. Rússar hafa ekki enn gert gagnárás!
Endurtek rökin, að það á skv. herfræði að ráðast á gegnumbrot eins fljótt og unnt.
Annars heldur andstæðingur áfram að troða liði sínu í gegnum gatið, þannig að gegnumbrotið þá vex -- fyrir rest getur orðið, óviðráðanlegt.
Það er á tæru, sbr. tilvitnanir í úkraínska herstjóra, að Rússar höfðu ágætt tækifæri til gagnárásar, í lokaviku ágúst, er gegnumbrotið var ferskt - vegna þess hve leið Úkraínu gegnum jarðsprengjusvæðin var þröng, hefðu Úkraínumenn átt erfitt með að senda fjölmennt lið hratt í gegn, til að sigrast á slíkri gagnárás.
Nú hafa vikur liðið, og líklega er sénsinn til slíkrar gagnárásar farinn.
Og ég kem ekki auga á nokkra ástæðu þess að Rússar framkv. enga gagnárás.
Sem sé til muna sennilegri en sú ástæða -- að her Rússa á svæðinu sé of veikburða.
Ef það er rétt, hafa Úkraínumenn líklega þegar haft sigur - á svæðinu.
Vegna þess, að þá er rússn. herinn á svæðinu, líklega einnig of veikburða.
Til að geta stöðvar/hindrað frekari framrás Úkraínuhers.
--Gegnum víglínurnar alla leið til sjávar.
Ef ástæðan er sú, að gagnrárás var ekki framkv. vegna veikleika hins rússn. svæðishers.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 7.9.2023 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.8.2023 | 22:31
Nýleg könnun í Bandaríkjunum - sýnir, dómsmálin ógna möguleikum Trumps til hugsanlegs sigurs á nk. ári!
Það hefur verið kenning Trumps, talsmanna Trumps og svokallaðra - fans. Að Trump styrkist við mótbyrinn, því meir sem sá verður stærri. Þannig að könnun Politico/Ipsos er áhugavert innlegg:
Sjá einnig: Lock Him Up? A New Poll Has Some Bad News for Trump.hhh
1. Spurning um sekt vs. sakleysi Trumps:
- 14% Repúblikana telja Trump sekan.
- 64% Repúblikana telja Trump, saklausan.
- 21% Repúblikana, telja sig ekki vita.
14% Repúblikana telja Trump sekan - fynnst mér áhugaverðast.
- 53% Óháðra telja Trump sekan.
- 20% óháðra, telja Trump saklausan.
- 27% óháðra, telja sig ekki vita.
Þarna skiptir mestu máli - mun flr. hafa myndað sér skoðun gegn Trump.
Ef maður gefur sér, Biden og Trump, eigi þá er ekki hafa skoðun jafnt.
--Þá hefur Biden klárlega þarna, hugsanlegt forskot.
Ég læta vera að nefna frekari tölur um þessa spurningu.
Þ.s. fókus minn er á hugsanlegar vinningslíkur Trumps.
--Þá skipta skoðanir Repúblikana og óháðra - einungis máli.
2. Ef dómur fellur gegn Trump, hefur það skoðanamyndandi áhrif?
- 44% aðspurðra -- töldu dóm ekki sannfæra þá að hætta stuðningi við Trump.
- 32% töldu dóm gegn Trump, hafa þá afleiðingu að þeir kjósi ekki Trump.
- 34% óháðra, voru sömu skoðunar, dómur mundi snúa þeim gegn Trump.
- 13% - töldu að dómur gegn Trump, mundi snúa þeim til Trumps.
Skv. því, þá líklega snúast margir - óháðir, er ekki enn hafa myndað skoðun.
--Gegn Trump, ef hann er dæmdur.
Klárlega skv. því, hefur dómur neikvæða áhrif á sigurlíkur Trumps.
Ef hann fellur gegn Trump.
--Þ.s. Trump þarf á atkvæðum óháðra að halda.
Með helming óháðra þegar með þá skoðun, Trump sé sekur.
Skiptir -öllu máli- fyrir Trump, að ná til restar þess hóps.
--En þeir sem hingað til ekki hafa myndað sér skoðun, virðast mun líklegri skv. ofannefndu, að snúast þá gegn Trump.
Þau 13% er í könnuninni, segjast snúast með Trump - duga ekki til að vega á móti.
3. Áhugavert margir vilja, að dómsmál klárist fyrir kosningar!
- 33% Repúblikana - gegn 45%.
- 63% Óháðra - gegn 14%.
Þ.e. merkilegt hve margir Repúblikanar vilja þetta - þ.s. Trump leitast við að tefja mál.
Drjúgur meirihluti Óháðra þíðir líklega, að margir þeirra bíði eftir niðurstöðunum.
--Svo þeir geti ákveðið hvað þeir kjósa. Vísa aftur til þess, að margir þeirra, segjast snúast gegn Trump, ef dómar ganga gegn honum.
4. Flestir aðspurðra telja sig, skilja ákærurnar vel!
- 60% töldu sig vel á nótum.
- 1/4 - 1/3 taldi sig ekki skilja ákærurnar almennilega.
Líklega fækkar er á líður þeim er ekki skilja.
5. Á að fangelsa Trump, eða ekki?
- 11% Repúblikana, jánka því.
Ca. 30% þeirra, vilja vægari refsingu en fangelsi. - 43% enga refsingu.
Mér finnst merkilegt - hve margir þeirra eru samt til í að, Trump sé refsað.
11% hópurinn -- sýnir, að þ.e. til harður kjarni Repúblikana.
- 51% Óháðra, vilja fangelsa Trump.
- Einungis ca. 20% vilja vægari refsingu.
- 14% ekki refsa.
Aftur er afstaða Óháðra -- áhugaverð.
--Þetta sýnir, að Trump hefur greinilegan mótbyr þar.
6. Er saksóknin gegn Trump, sanngjörn vs. ósanngjörn?
- 23% Repúblikana segja saksóknina, sanngjarna.
- 74% Repúblikana, akkúrat á öfugri skoðun.
Aftur finnst mér áhugavert - að þ.e. nokkur hópur Repúblikana.
--Sem greinilega eru ekki, Trump-sinnar.
- 64% óháðra, telur saksóknina sanngjarna.
- 34% þeirra, telur hana ósanngjarna.
Þetta tónar við spurninguna að ofan, sbr. hlutfall þeirra að ofan sem telja Trump líklega sekan vs. líklega saklausan.
--Þarna birtist greinilega enn á ný, mótbyr hjá Trump meðal óháðra.
7. Almennt álit vs. andstyggð gagnvart tilteknum einstaklingum!
- 27% líkar við Trump -- 58% líkar ekki við hann.
- 36% líkar við Biden -- 45% líkar ekki við Biden.
- 22% líkar við, Merrick Garland -- 22% líkar ekki við hann.
- 26% líkar við, Jack Smith -- 20% líkar ekki við hann.
- 40% líkar við Dómsmálaráðuneytið -- 33% líkar ekki við það.
Trump hefur einkunnina: -31%.
Biden á sama tíma: -9%.
Niðurstaða
Ég er ekki að sjá úr þessum tölum -- þann mikla aukna stuðning við Trump.
Sem stuðningsmenn Trumps tala um. Nema kannski, þeir einungis meina - Repúblikana.
- Staða Trumps í þessum tölum, er klárlega veik.
- Takið eftir, ég skoða einungis svör Óháðra og Repúblikana.
Þ.e. sérstök ógn við Trump.
Sá - minnihluti Repúblikana - er virðist hafa snúist alfarið gegn honum.
Þó sá minnihluti sé ekki - rosalega stór.
Í kosningu er hann nægilega stór. Til að geta skipt sköpum.
--Ég meina, ef 10% - 15% Repúblikna, skila auðu við nafn Trumps.
Þá er það eitt og sér líklega nóg til hann geti ekki haft sigur.
Þar fyrir utan, hefur hann sterkan mótbyr meðal - óháðra.
--Hann þarf að hafa betur en Biden, um atkvæði þess hóps.
En miðað við ofangreind svör, lítur ekki vel út fyrir þess lags niðurtöðu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eins og allir vita hefur sókn Úkraínu gengið löturhægt sl. 3 mánuði.
Vegna þess að Rússar voru búnir að víggirða varnarlínur sínar - afar vel.
Um er að ræða - lagskiptar varnarlínur - þ.s. varnarlína tekur við af varnarlínu!
- Þar af leiðandi, er gegnumbrotið líklega með takmarkaðar afleiðingar.
- Þ.s. Rússar eiga hægan leik, að hörva á næstu varnarlínu.
Þannig séð, er þetta endurtekning á stríðinu í Úkraínu sl. vetur.
En þá voru það Úkraínumenn, er vörðust - með lagskipt kerfi varnarlína.
Og Rússar glímdu við það vandamál, af - þó ein varnarlína félli.
Þíddi það einungis að - þá tók við orrustan um, næstu línu þar við hlið.
Úkraínuher tók myndband er sýnir herlið Úkraínu í,Robotyne.
Í myndbandinu má sjá íbúa heilsa hermönnum - virðist þetta taka af öll tívmæli um að, Úkraínuher hafi tekið, Rotodyne.
- Það þíði, að Úkraínuher, hafi náð alla leið í gegnum.
Part af fyrstu varnarlínu Rússa, á Zaporizhia svæðinu. - Náttúrulega, verður það gegnumbrot - ógn við aðra parta af þeirri línu.
Þannig, líklega hörfa Rússar smám saman að - línu 2.
Fólk þarf ekki að skilja úkraínsku til að -- skynja tilfinningar íbúanna.
Reuters frétt: Ukraine forces raise national flag in Robotyne in Zaporizhzhia region.
Rétt að stilla bjartsýni í hóf!
Þetta - takmarkaða - gegnumbrot.
Einungis þíðir, að við tekur -- orrustan um, næstu varnarlínu.
Sú eins og sést á mynd frá - Institute For Study of War.
Er einungis - fyrsta lagið, af þeirri lagköku, sem varnir Rússa eru á svæðinu.
- Sá möguleiki er þó fyrir hendi.
- Að, Rússar hafi lagt mest púður, í varnarlínu 1.
M.ö.o. að - næstu línur að baki, séu ekki eins öflugar.
T.d. getur verið, að á milli varnarlínu 1 og 2, sé mun minna af - t.d. jarðsprengjum.
Að auki, gæti varnarlína 2 - verið minna rammgerð.
- Einfaldlega vegna þess, Rússar hafa takmarkaðar bjargir.
- Því sennilegt, að mesta púðrið hafi verið lagt, í varnarlínu 1.
M.ö.o. gæti bardaginn um, línu 2 -- tekið styttri tíma.
Tíminn einn getur leitt það fram!
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að fylgjast með á næstunni - en gegnumbrotið við, Robotyne.
Er a.m.k. ekki enn, mjög stórt.
Samt sem áður, ógnar það nú - svæðum á 1. línu Rússa, í grennd.
Svokallað -- flanking.
Þ.e. ekki síst ógn af - flanking - sem líklega leiði til þess.
Að allt rússn. liðið smám saman hörfi, til línu 2.
Það áhugaverða við það - að það gæti þítt.
Að Rússar hörfi frá Zaporizhia kjarnorkuverinu, Úkraínumenn ráða borginni sjálfri.
Hafa gert allan tímann. Verið er nærri henni.
Ef Rússar hörfa meðfram allri línunni, á - línu 2.
Líklega þíði það, að þeir hverfa frá - kjarnorkuverinu.
A.m.k. ætti þetta þíða, meiri hreyfing á stríðinu a.m.k. um hríð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.8.2023 | 22:01
Er Kína á leið í kreppu - eða þegar í kreppu?
Financial Times birti á þriðjudag áhugaverð gögn er sýna umtalsverð samdráttar-einkenni.
Ég er að tala um samdráttar-einkenni, er mundu valda augljóst umræðu um kreepu.
Tja, í hvaða Vesturlandi sem mér kemur til hugar.
Chinese exports suffer worst fall since start of pandemic
- Sbr. mynd, þá má sjá greinilega COVID kreppuna í Kína.
- Síðan hvernig kínverska hagkerfið náðir sér úr kreppunni.
- En síðan er ljóst - 2023 er farið að líta út: slæmt ár.
Samdráttur sl. 2 ársfjórðunga í samtímis: Innflutningi/Útflutningi.
- Myndin að neðan, sýnir - sundurgreiningu á samdráttarþáttum á þessu ári.
Þegar kemur að útflutningi frá Kína. - Eins og sést, þó útflutningur rafbíla vaxi, dugar það hvergi til.
Forvitnilegt hve útflutningur tölvu-búnaðar og talva, dregst mikið saman!
- Samdráttur í innflutningi - eru augljós teikn.
Um samdrátt í almennri neyslu. - Þetta er ekki fyrsta vísbending þess, að innanlands neysla í Kína.
Sé ekki beisin - nú er hún sennilega að skreppa verulega saman. - Samdráttur í útflutningi, þ.s. Kína er slíkt risa-útflutningsland á margíslegum iðnvarningi -- þá hlýtur atvinnuleysi fara vaxandi.
- Ég hef þegar heyrt fyrr á árinu, vísbendingar um vöxt í atvinnuleysi.
Sérstaklega í yngri aldurshópum - er líklega missa vinnuna fyrr.
Rétt að benda á, þetta þíðir ekki endilega, kreppa sé að skella yfir heiminn!
Samdráttur útflutnings á tölvum - sem er sérstaklega mikill!
- Gæti bent til þess, að bann Bandaríkjanna - sem sett var á seint á sl. ári - á sölu top-line örtölva til Kína.
Geti verið að valda Kína vandræðum. - Hin atriðin - eru flest hver ekki hátækni-vara.
M.ö.o. það getur verið, að vaxandi samkeppni ódýrari landa.
Sbr. Indland, er nú vex hraðar en Kína sl. 3-4 ár.
Og Bangladesh, Indónesíu, Víetnam - sem keppa vaxandi mæli við Kína.
Í framleiðslu - tiltölulega ódýrs varning.
--Geti verið að kosta Kína, markaðshlutdeild.
Vinsælar pöntunarsíður - ef þær eru ekki beint kínverskar, geta svissað milli framleiðslulanda, ef þau bjóða varninginn ódýrari.
- Kreppa í Kína, líklega veldur lækkun á verði hrávara almennt.
Sem yrði skellur fyrir hrávörulönd!
Meina, allt frá korni - málmum, yfir í olíu og gas. - Hrávörulönd, líklega tapa mest á kreppu í Kína.
T.d. hrávörulandið, Rússland.
En einnig mörg önnur, er selja Kína margvíslega málma.
- Lækkun hrávöruverðlags - allt frá olíu, gasi, yfir í aðrar hrávörur.
- Líklega heilt yfir, kemur sér vel fyrir -- Vesturlönd.
Mundi þannig, milda verulega - einhvern skell fyrir Vesturlönd.
Af hugsanlegri eða yfirvofandi eða jafnvel þegar hafinni kreppu í Kína.
Niðurstaða
Ef virkilega er hafin kreppa í Kína. Er það afar forvitnilegt.
Því að 40 ára gamalt fólk í Kína - hefur aldrei séð kreppu.
Þekkir ekki annað en, hagvöxt - fyrir utan skamma stund er COVID gekk yfir.
En kreppa er hefst eða er hafin í ár - er af allt öðru tagi.
Ég mundi kalla það, alvöru kreppu.
Hversu djúp hún verður eða gæti orðið.
Verður einfaldlega að koma í ljós.
En íbúar Kína, verða örugglega töluvert ringlaðir.
Ég legg til að menn veiti fregnum frá Kína athygli.
Því að þó fólk sé ef til vill ringlað fyrst.
Ef kreppan endar ekki fljótt - þá gæti skollið reiðibylgja yfir stjórnvöld.
Ég spái engu um fall Xi - bendi þó á, að Kínverjar hafa einu sinni mótmælt.
Þegar almenningur var kominn með upp í kok og meir - af lokunarstefnu Xi.
Vísa til COVID aðgerða, hann hætti ekki við - fyrr en eftir fjölmenn mótmæli.
Punkturinn í því, að Kínverjar sáu Xi gefa eftir.
Kínverjar gætu því, mótmælt aftur - í næsta sinn, klassísk kreppumótmæli.
--------------
Ps. Sá viðbótar frétt frá FT:
Chinese economy falls into deflation as recovery stumbles.
Verðbólga í Júlí - mældist skv. henni í Kína: -0,3%.
M.ö.o. verðhjöðnun.
Meðalverð frá framleiðendum, lækkuðu 4,4%.
Skv. því gæti verið í uppsiglingu - klassískur verðhjöðnunar niðurspírall.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 9.8.2023 kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2023 | 13:17
Gæti byltingartilraun sl. viku í Rússlandi - þítt fall Pútíns sé hugsanlega yfirvofandi?
Það sem er merkilegt við hraða atburðarás - föstudags sl. viku og laugardags sl. viku - að það hefur síðan komið í ljós að, Vagner liðar voru einungis 5.500.
1. Vagner liðar, tóku án þess að skotum væri hleypt af Stjórnstöð-Suðurhers-Rússlands.
Það þíðir augljóslega að, Suður-herinn - einhverra hluta vegna.
Gerði ekkert í því að, verja sína stjórnstöð gagnvart Vagner-liðum.
Vagner liðar fengu að virðist afar vinsamlegar viðbrögð íbúa Rostov An Don
2. Það vekur athygli, hver viðbrögð íbúa Rostov An Don voru - nánast eins og instant kjötkveðjuhátíð - fólk streymdi út á götur, og fagnaður hófst, að virðist.
Vagner liðar - óku þangað á rússn. vegum, án nokkurrar mótstpyrnu.
Og þeir tóku helstu staði í Rostov An Don, án nokkurrar mótspyrnu.
3. Á Laugardag, ná þeir til Voronesh. Þar voru viðbrögð önnur - fólk hélt sér heima fyrir. Á hinn bóginn, völsuðu Vagner liðar einnig um Voronesh. Án þess skotum væri hleypt af.
Ath. - Voronesh er rýflega 500km. frá Rostov An Don.
4. Síðan, stoppa Vagner liðar -- 200km. frá Moskvu. En, herlið hafði tekið sér stöðu, til að varna þeim för. Ekki slóg í bardaga, þ.s. Vagner liðar - stoppuðu.
Á þeim stað, er brú - ljóst að hitt herliðið mundi sprengja hana, ef þyrfti.
Samtímis að ef Vagner liðar reyndu að brjótast yfir, væri það gegn skothríð.
5. Eina viðspyrnan sem Vagner liðar mættu á -- 900km. akstri í gegnum Rússland.
Voru árásir herþyrla -- alls skutu Vagner liðar niður: 11 herþyrlur.
Það þíðir, 22 Rússar samanlagt í þeim þyrlum, létust.
6. Það þíðir, líklega, að Rússneski flugherinn hafi ekki lyft fingri.
Rússn. flugherinn á fjöldann af sprengju-þotum, enginn vafi hann hefði getað gereytt Vagner liðum - fyrir opnum á rússn. vegum - áður t.d. þeir komust að Voronesh, einnig áður en þeir komust að, Rostov An Don.
Af hverju gæti þetta leitt til falls Pútíns?
- Pútín samdi við, Prigozhin, um að leggja niður vopn.
Það eru engar vísbendingar enn, að nokkur Vagner liða hafi verið handtekinn.
Prigozhin, fær að fara í útlegð. Þ.e. samt vísbending til að, hann hafi þó flogið til einhvers staðar í Rússlandi, síðan laugardag fyrir viku.
Ekki hefur enn verið staðfest, hann sé farinn frá Rússlandi.
Það er enn eins og einhverjir verndi Prigozhin. - Ég held að allt dæmið afhjúpi djúpa gjá milli herafla Rússlands og ríkisstjórnarinnar.
Íhugið, hve margir innan herafla Rússlands lyftu ekki fingri til að hjálpa Pútín.
- Fyrst er það stjórnstöð-Suðurhersins. Það á ekki vera hægt, að einhver pent taki sjálfa miðstöð herafla Rússlands - í Suður-Rússlandi, án þess nokkur verjist.
Það bendi til - útbreiddrar samúðar með aðgerðum Vagner-liða.
Meðal, a.m.k. yfir-manna Suður-hersins.
Hugsanlega meðal raða almennra hermanna einnig. En þ.e. ekki vitað. - Viðbrögð íbúa Rostov-An-Don. Það er vísbending þess, að óánægja sé hugsanlega útbreidd í Rússlandi, í landamæra-héröðum Rússlands. Nærri Úkraínu.
Íbúar fagna Vagner liðum - þeir íbúar höfðu ekki ástæðu að ætla annað.
En að Vagner liðar væru í aðgerð, gegn ríkisstjórn Rússlands. - Mér finnst rosalega áhugavert aðgerðaleyði Rússneska flughersins.
Hann á fullt af hraðskreiðum þotum. Enginn vafi, hann gat stoppað Vagner.
Meira, gereytt Vagner hersveitinni, áður en húm var kominn - hálfa þá leið hún fór. - Þar fyrir utan, reyndi engin rússnesk hersveit að hindra för Vagner liða.
Fyrr en 200km. frá Moskvu. - Einu árásirnar voru frá - herþyrlum. Er voru skotnar niður.
- Engum hefur verið refsað svo vitað sé - enn.
- Vagner sveitinni var ekki eytt - heldur samið við hana.
- Prigozhin, fer enn um frjáls. Ekki vitað til hann hafi enn yfirgefið Rússland.
Ég bendi fólki á hvernig Pútín sýndi styrk sinn - 2000
Hann lagði í rjúkandi rúst, uppreisn -- Téténa.
Stríð er líklega kostaði yfir 100.000 Téténa lífið.
- Með þeirri aðgerð að berja uppreisn Téténa niður.
Sannaði Pútín styrk sinn. - Þar fyrir utan, hve harkalega hann fór með Téténa.
Var aðvörun til sérhvers annar innan Rússlands.
Að, enginn gæti óáreittu beitt sér gegn Pútín.
Núverandi veikleiki gefur þveröfug skilaboð!
Vagner liðar voru ekki handteknir - þeir voru ekki drepnir.
Prigozhin, var ekki drepinn - hann var ekki heldur handtekinn.
Ekki er að sjá, málið hafi haft, alvarlegar afleiðingar fyrir nokkurn.
--Nema, að e-h af eignum Prigozhin, virðast hafa verið teknar eignarnámi.
--Hinn bóginn, virðist hann samt enn valsa um, hafa t.d. flogið á einkaflugvél sinni milli staða í Rússlandi í umliðinni viku.
- Þetta eru allt augljós veikleikamerki - vísbendingar þess, að tök Pútíns séu miklu mun veikari, en t.d. 2000.
- Það er, eins og það séu nú það margir innan herafla Rússlands - andsnúnir Pútín persónulega, að Pútín sé um megn að beita sambærilegri hörku og áður.
- Það er fjöldi augljósra veikleika-merkja!
- Það eru skýrar vísbendingar um víðtækt samsæri gegn Pútín.
Pútín lítur út sem, særður einræðisherra - á barmi þess að missa tökin!
Því lengri tími líður, án þess að einræðisherran - refsi nokkrum harkalega fyrir.
Því verr lítur þetta út fyrir einræðisherrann.
- Í einræðisríkjum þarf maður alltaf að gera ráð fyrir plottum.
- Þ.s. hefur gerst í Rússlandi - er að, veikleiki Pútíns.
Hlýtur að gefa plottum byr undir vængi!
Niðurstaða
Mín ályktun er sú, að eins og staðan lítur út í Rússlandi.
Sannarlega stendur Pútín enn. En hann stendur, særður.
Hann sé líklega verulega veikari eftir en áður.
Niðurstaðan sennilega veiti líklegum plottum - byr undir vængi.
Ég geri ráð fyrir að héðan í frá, séu líklega mörg plott í gangi gegn Pútín.
Ég meina, að líkur á byltingu - innan hersins.
Hafi mjög líklega vaxið. Þ.s. aðilar er hafi snúist gegn Pútín.
Hafi séð, hve langt einungis 5.500 komust.
Sem þíði, að stærri aðferð -- gæti heppnast.
Því lengur sem Prigozhin, valsar um Rússland eins og ekkert sé.
Veitir enn frekari byr undir segl, allra hugsanlegra plotta.
Einhver greinilega verndar Prigozhin. Einhver - með mikið undir sér.
Eins og ég benti á, það hve margir innan herafla Rússlands.
Komu greinilega Pútín ekki til aðstoðar.
Bendi til útbreidds klofnings milli einhvers verulegs hluta herafla Rússlands.
Og Pútíns!
- Ég hugsa því að Pútín líklega rói lífróður sem einræðisherra.
Síðustu dagar hans séu hafnir - hvort við erum að tala um vikur eða mánuði.
Plott um að skipta honum út, sennilega héðan í frá í fullum gangi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar