Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að -- 3 ár til viðbótar! Mig hinn bóginn grunar í reynd að Rússar endist vart önnur 2 ár!

Gerfihnattamyndir af svæðum þ.s. gömul vopn eru varðveitt utan-dyra.
Sýna að mjög er farið að ganga á þær uppsöfnuðu birgðir frá Sovétárunum.
Talið er að, þær birgðir séu megin forsenda þess að Rússar geti fylgt stríðinu fram.
Því sé það mjög mikilvæg vísbending um getu Rússa til að viðhalda stríðinu.
Að þær vopnabirgðir séu a.m.k. komnar -- á síðari helminginn!

Satellite Data Hints at Russia's Depleting Armor Stocks

Greinandinn sem Newsweek ræddi við, og skoðar gerfihnattamyndir af birgðum Rússa af brynvörðum farartækjum margvíslegum - sem eru fyrir opnum himni!

  1. Russia had 10.389 AFVs left in storage, down by 4.763 from pre-war stocks of 2021, for a total decrease of nearly 32 percent.
  2. Among these, Russia faced the biggest losses of MT-LBs—a Soviet-era multi-purpose, amphibious, tracked armored fighting vehicle—with only 922 remaining compared with a pre-war supply of 2.527.
  3. Moscow has also faced high losses of BMDs—a Soviet airborne amphibious tracked infantry fighting vehicle, with only 244, or 38.3 percent of its pre-war stocks of 637 remaining.
  4. Other high losses were noted of BTR-50 armored personnel carriers, of which only 41.6 percent, or 52 remain compared with before the invasion.
  5. Russia no longer has in storage 708 of its later model BTR-60s, 70s and 80s, leaving 78.63 percent, or 2,605 of its pre-invasion supply of 3,313 remaining.
  6. While MT-LBs running out in storage, that won't mean they'll be gone from the battlefield too anytime soon as Russia probably fields 1000-2000 of those currently,...

Ef maður deilir 4.763 -- í heildartöluna: 10.389 -- fæst: 2,2.

  1. Skv. því miðað við að jafn hratt gangi á birgðir -- verða þær birðgir tæmdar innan 3ja ára.
  2. Skv. því væri staða Rússa greinilega erfið 3ja stríðsárið -- vaxandi skortur á brynvörðum tækjum. Ef áfram er gert ráð fyrir sama tjóni að meðaltali.

Hinn bóginn er staða Rússa líklega verri en þær tölur benda til við fyrstu sýn.

Russia has severely depleted one of their largest towed artillery storage bases

 

Myndin sýnir greiningu á einu geimslusvæði! Fyrir stórskotavopn!

Image

Mjög áhugavert -- Rússar virðast hafa tekið í notkun, 122mm byssur frá Seinna-Stríði.
Klárlega hefur þeim fækkað á því geimslusvæði er var/er undir skoðun.

  • Takið eftir, heildarminnkun síðan stríðið hófst: 40%.

Ef það er sambærilegt við önnur geimslusvæði fyrir stórskotavopn.
Þá gengur hraðar á birgðir Rússa af stórskota-vopnum!

  • Skv. því væru Rússar sennileg einnig í greinilegum vanda.
    Á 3ja stríðsárinu - héðan í frá.

En einnig í þessu, er líkleg staða Rússa líklega enn verri en útlit er fyrir.

 

Here is a comparison of one of the spots pre war and 2024, with D-30 (yellow), MT-12/T-12 (green), 2A36 (red) and 2A65 (orange).
Lesnoi Gorodok: 27.05.2020 51.742263,113.036634 (Google Earth, Maxar Technologies)

In the image from March 2024 there are only some M-30 (pink) and D-30 left.
Lesnoi Gorodok: 26.03.2024 51.742263,113.036634 (Google Earth, Airbus)

Af hverju er staðan verri en bein talning á birgðum gefur til kynna?
Einmitt vegna þess að þetta eru úti-vistaðar-birgðir frá Sovét-tímanum.

  1. Vona fólk skilji, vopn sem varðveitt eru úti fyrir veðri og vindum, frosti og snjó sem rigningu og annarri veðran -- skemmast við slík skilyrði.
  2. Sérstaklega þegar þau eru varðveitt þannig, um áratugabil.

Ekki er hægt að skoða hvort vopn eru illa riðguð úr gerfihetti.
Eða hvort, vélar og tæki, hafa tærst og veðrast þannig, búnaðurinn er fastur.

  • Líklega er margt af tækjunum, hreinlega ónýt.
  • Rússar augljóslega, hafa verið að taka skárstu tækin - og eða, verið að taka parta úr tækjum, til að búa til nothæf.
  • Mikið af því sem - enn er eftir. Gæti verið ónýtt. Eða búið að fjarlægja mikilvæga parta, sem ekki er unnt að sjá á gerfihnattamyndum.

M.ö.o. gæti verið -- mun minna en eftir helmingur af því sem nothæft er.
A.m.k. er mjög sennilegt að, slatti af því sem sést á seinni myndinni,sé ónýtt.

 

Niðurstaða!
Vandi Rússa er sá, að nýframleiðsla þeirra, dugar hvergi nærri til að viðhalda stríðinu, sem útskýrir af hverju Rússar ganga svo hratt á gömlu birgðirnar!

  1. Þess vegna tel ég eðlilegt að álykta, að Rússar séu sennilega komnir í vanda með það að framhalda stríðinu -- eftir 2 ár!
  2. Vegna þess hve mikið af því sem eftir er, líklega er ónýtt -- tel ég afar ósennilegt að, Rússland sé ekki að lenda í verulegum vanda, innan 2ja ára!

Skv. því er alls ekki ósennileg aðferð fyrir NATO.
Að halda út þangað til að Rússar verða að gefast upp.

Mér virðist sennilegt miðað við tölurnar að ofan, Rússar þvingist til að óska eftir friði, áður en önnur 2 ár eru liðin af Úkraínustríði.

Einfaldlega vegna þess, að þá verði komið hratt vaxandi tómahljóð í þeirra vopnabirgðir.

 

Kv.


Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan -- fundir með aðilum í ríkisstjórn landsins, benda til að Rússar vilji styðja stjórnarher landsins í staðinn! Áhugavert að svíkja lit í borgarastríði með þessum hætti.

Eins og ég skil þetta, vegna þess að Rússland hefur ekki lengur tekjur af gullnámu - sem Wagner liðar áður ráku, og a.m.k. um tíma virðist hafa skilað -- hagnaði.

Þá hafi Rússar nú áhuga á að -- söðla um hest, í miðju borgarastríði.
En fram til þessa, hafa Rússar veitt uppreisnarmönnum margvíslega þjónustu, sbr. vopn og þjálfun liðsmanna -- gegn þeirri greiðslu sem Rússar fengu, með því að fá að stjórna auðlyndum.

Greinilega dreymir Rússa um að fá eitthvað annað í staðinn.
Sbr. drauma um flota-aðstöðu við strönd Súdans, nánar tiltekið við Rauða-Haf.

 

Abdel Hattah al-Buran og Mikhail Bogdanov

Kemur einnig fram í þessari umfjöllun, ISW.

 

Russian envoy meets Sudan's army commander in show of support

Russia offers ‘uncapped’ military aid to Sudan

Wagner-Linked Gold Miner in Sudan Halts Operations Over Conflict

  1. Russian Deputy Foreign Minister and Special Representative for the Russian President in Africa and the Middle East Mikhail Bogdanov met with SAF head Abdel Fattah al Burhan and several other Sudanese officials during a two-day visit to Sudan on April 28 and 29.
  2. Bogdanov stated that his visit could lead to increased cooperation and expressed support for “the existing legitimacy in the country represented by the [SAF-backed] Sovereign Council.
  3. France-based Sudanese news outlet Sudan Tribune reported that Russia offered “unrestricted qualitative military aid” during the meetings and also enquired about its longstanding but unimplemented agreement to establish a naval base in Port Sudan.
  4. Bogdanov’s discussions indicate that the Kremlin is willing to risk the gold it had been getting from supporting the Rapid Support Forces (RSF), which are fighting a civil war against the SAF, to advance its longstanding Red Sea basing ambitions.
  5. The Wagner Group had been arming and training the RSF since the outbreak of the civil war in April 2023 due to preexisting ties owing to the RSF’s control of Sudan’s gold mines.
  6. However, the civil war has halted some Wagner-linked gold operations, and it is unclear if this support has continued to the same extent after the death of Wagner Group leader Yevgeny Prigozhin in August 2023.
  7. US officials and an independent report from non-profit groups claimed that Wagner smuggled out an estimated 32.7 tons of gold worth $1.9 billion during the first year of Russia’s invasion of Ukraine.


Spurning hvaða traust getur verið til staðar gagnvart Rússum í Súdan!
Eftir allt saman, hafa Rússar stutt óvini ríkisstjórnar landsins með ráðum og dáð, síðan borgarastríðið hófst 2023.
Ástæður Rússa fyrir að vilja svissa -- virðast einungis þær.
Að þeir sjá ekki lengur gróða fyrir sig, að styðja uppreisnarmenn frekar.

Skv. því get ég ekki ímyndað mér -- minna traustverðuga aðila en Rússa!

  1. Sannarlega hafa Bandar. labbað frá stríðum.
  2. Ég man þó ekki eftir nokkru dæmi þess, að þeir hafi -- svissað til mótaðilans.

Ímyndum okkur, þeir hefðu ákveðið að styðja Talibana í Afganistan, vegna þess að þeir gátu ekki haft sigur á þeim, t.d. -- einhver mundi segja kannski, þeir hefðu einmitt átt að gera slíkt.

Hinn bóginn, enginn mundi klárlega treysta Bandaríkjamönnum, ef þeir vissu að þeir gætu verið til í að -- stinga rítingnum í bakið með þeim hætti.

  • Rússar virðast hinn bóginn, alveg til í rítingsstungur.

 

Niðurstaða
Blasir greinilega við að Rússar skiptu sér einungis af borgarastríðinu í Súdan -- í von um að græða á því. Nú þegar uppreisnarmenn virðast síður gróðalynd -- vonast Rússar að stjórnarher Súdans geti verið það í staðinn.

En geta menn treyst svikurum?

 

Kv.


Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðaraðstoð Bandaríkjanna, í tæka tíð fyrir yfirvofandi vor- og sumarsókn Rússlandshers í A-Úkraínu!

Áhugavert hversu klofinn Repúblikana-flokkurinn bandaríski er:

  1. Atkvæðagreiðslan í Neðri-deild Bandar.þings meðal Repúblikana sl. laugardag, fór: 101 / 112, m.ö.o. með-atkvæði voru 101, atkvæði Demókrata tryggðu útkomuna.
  2. Í Eftri-deild Bandar.þings, fór atkvæðagreiðslan meðal Repúblikana: 31 / 15 m.ö.o. 31 fylgjandi - 15 á móti. Í það sinn, þurftu Demókratar ekki tæknilega að greiða atkvæði til að tyggja málið áfram.

Það forvitnilega við þetta er hvað dónalegir hver við annan, Repúblikanar úr hvorri fylkingu voru; sem dæmi:

It is my absolute honour to be in Congress, but I serve with some real scumbags -- Tony Gonzales, a Texas Republican.

Mitch McConnell: So much of the hesitation and short-sightedness that has delayed this moment is premised on sheer fiction ... McConnel a.m.k. líkir ekki hinu liðinu við, föðurlands-svikara, eins og Tony Gonzales víst gerði.

Fylkingarnar eru ekki -andstæðingar- heldur -óvinir.-

  1. Spurning hvað það þíði í framhaldinu, sú breiða gjá milli - Repúblikna-fylkinga.
  2. Er virðast hreinlega, hatast.

Það er vísbending að, sá meirihluti er myndaðist fyrir Úkraínu-aðstoð.
Sé ekki bara í þetta sinn, heldur að líklega fylgi fljótlega annar aðstoðar-pakki.

  1. Fregnir benda til að Pentagon sé þegar að útbúa næsta pakka.
  2. Það sem ég hef heyrt, að sá verði stærri.

Sá verði líklega afgreiddur um mitt sumar!
Vísbendingar eru t.d. að þá fylgi með, fjöldi brynvarinna farartækja, t.b. Bradley.
Þó þau tæki séu komin til ára sinna, eru þau a.m.k. engu lakari en hvað Rússar nota.

Bradley Armored Personnel Carrier.

undefined

Sannarlega hafa Úkraínumenn áður fengið nokkurn fjölda þeirra tækja.
Þau vega ca. 30 tonn, rýflega 10 tonn meir en flest sambærileg rússn. tæki.
Það þíði að Bradley er sæmilega vel brynvarinn, er líklega gerir það tæki hentugt.

Eins og algengt er um slík tæki, hafa þau verið framleidd í mörgum útgáfum.
Myndin sýnir svokallaða -- Infantry Combat -- útgáfu Bradley.
Slíkar útgáfur eru yfirleitt þungvopnaðri, á móti minni burð.
Þær fylgja skriðdrekum þ.s. bardagar eru heitastir.

Þar fyrir utan, eru til sérhæfðar útgáfur fyrir - sérhæfðar hersveitir.
T.d. loftvarnar-liða, verkfræðinga-sveitir, stórskotaliða.
Sérhæfðu útgáfurnar yfirleitt bera færri innanborðs, til að skapa pláss fyrir sérhæfðan búnað sem sérhæfðar sveitir nota.

  • Rússar eru auðvitað með sambærilegar sérhæfingar sinna tækja.

 

Undanfarið beita Rússar stöðugum þrýstingi á Donetsk víglínunni!

Sérstaklega nánar tiltekið á víglínunni í grennd við, Avdiivka!

Ég held að tekist hafi að losa stífluna á bandaríkjaþingi líklega fram yfir forsetakosningar síðar á árinu!
Úkraínuher hefur átt í vandræðum sl. 6 mánuði af tveim megin-ástæðum:

  1. Vaxandi skortur á loftvarnar-eldflaugum, hefur leitt til ítrekaðara loftárása flughers Rússlands beint á víglínuna -- í þeim árásum hafa Rússar beitt stórum sprengjum, þ.e. 1 tonn eða 2 tonn.
    Svo stórar sprengjur, skilja eftir sig stóra gíga.
    Þær sprengjur eru mun áhrifameiri, en 152mm kúlur úr stórskotavopnum Rússa.
  2. Vaxandi skortur á 155 NATO skotfærum fyrir stórskota-vopn Úkraínu, sem NATO hefur skaffað Úkraínuher; hefur dregið mjög úr -- mannfalli Rússa á sama tíma.
    M.ö.o. hefur hallað greinilega á Úkraínuher, sl. vikur og mánuði.

Skýringin er einfaldlega tafir í afhendingu -- aðstoðar frá Bandaríkjunum.

  • Rétt að nefna, að þær tafir þíddu ekki, að Úkraína fengi engin vopn.
    Hinn bóginn, þíddi það að hernaðarstoð NATO landa, minnkaði um meir en helming.
  • Það að sjálfsögðu munar um það -- ef 60% vopnasendinga, hætta að berast.

Ég hinn bóginn virkilega held að ekki verði frekari slíkar tafir.
Ekki nema að, kosningar nk. haust í Bandar. kollvarpi þeim meirihluta er myndaðist.

 

Rússnesk svifsprengja!

Russia's Got A Giant New Glide-Bomb
Vegna þess að Úkraína fær nú - loftvarna-flaugar og 155mm skothylki!
Á ég von á að loftvarnir Úkraínu yfir varnarlínunni, styrkist á ný.
Auk þess ætti stórskotalið Úkraínhers að eflast að nýju.

  1. Þ.s. Rússar eiga ekki rosalega mikið af Sukhoi Su-27 - 34 vélum, lauslega áætlað ca. 300 heilt yfir. Flestar uppfærðar 27 frá Kalda-stríðinu.
    Þá reikna ég með að rússn. flugherinn dragi sig aftur til baka.
    Þegar það verður að nýju bráðbanvænt að yfirfljúga víglínuna.
  2. Öflugari stórskotahríð, ætti að þíða að Úkraína geti aftur beitt sér gegn rússn. stórskotaliði, eins og var sl. sumar t.d. til að það dragi úr skilvirkni þess að nýju, auk þess að aukin stórskota-hríð ætti að nýju að -- skila sér í mannfalli Rússa-hers.

M.ö.o. færist jafnvægið milli herjanna -- aftur til baka!


Ástæða þess að menn höfðu áhyggjur af vor- og sumarsókn Rússa, var drátturinn í afhendingu aðstoðar Bandaríkjahers!
Árásin sem Rússar fyrirhuga, er sannarlega stór -- Rúss-her hefur náð að sanka að sér a.m.k. 300.000 viðbótar-liðsstyrk fyrir þá sumar-sókn.

  1. Hinn bóginn, er hún ekki stærri - en t.d. vor- og sumar-sókn Rússa, 2023.
    Þaðan af síður, öflugari en vetrar-sókn Rússa, sl. vetur og sl. haust.
  2. Hún er að sjálfsögðu, mun minni en -- innrásin upphaflega var, Febr. 2022.
  • Gæði Rússneska hersins hefur minnkað - síðan 2022:
  1. Meðaltali er rússn. hermaðurinn, ver búinn vopnum + lakar þjálfaður, en upphaflegur innrásarher veturinn 2022.
  2. Rússland missti mikið af tækjum -- í staðinn hefur Rússland, grafið upp margvíslegan eldri búnað, sbr. T60 og T55 skriðdreka.

Þó svo að rússn. herinn sé ekki endilega fáliðaðri en -- 2022.
Er hann samt, ívið lakari her -- en það ár.

 

Það sem ég meina, er að -- Úkraína ætti stærstum hluta að halda Rússum!
Forsenda þess að vor- og sumarsókn Rússa skilaði verulegum árangri.
Hafi verið, vaxandi vopnaskortur Úkraínu!

  1. Þegar sá vopnaskortur gufi upp.
  2. Þá að sama skapi, gufi upp vonir Rússa um einhvern verulegan árangur þetta ár.

Ég reikna samt með því, að Rússar beiti sér hart nk. vikur.
Þ.s. einhvern tíma tekur að koma vopnasendingunum til hers Úkraínu.

  • Hinn bóginn, hafði PENTAGON flutt verulegt magn til Póllands, þ.s. það magn hefur beðið um nokkur skeið -- m.ö.o. hafa Rússar líklega ekki langan tíma.

 

Niðurstaðan
Nú þegar niðurstaðan loks liggur fyrir að Bandaríkin halda áfram að styðja Úkraínu, a.m.k. fram á nk. haust -- þá held ég að ljóst sé að víglína líklega haldi stærstum hluta þetta vor og sumarið sem er framundan.

  1. Ég ætla að gera ráð fyrir því, að það verði mjög grimm barátta innan Repúblikana-flokksins, milli fylkinga er hatast hvor við aðra.
  2. Ekki síður, en það verði grimm barátta fyrir nk. forsetakosningar.

Sérfræðingar telja, líklegt að Demókratar nái Fulltrúadeildinni aftur.
En missi Öldunga-deildina hugsanlega á móti.

Hinn bóginn gæti hatrið innan Repúblikana-flokksins milli flokks-fylkinga.
Hugsanlega haft einhver áhrif.

  • Það gæti t.d. gerst, að hvor fylking fyrir sig - skili auðu við nafn, innanflokks andstæðings.
  • Er gæti skilað óvæntum sigri Demókrata yfir Öldunga-deild.

Spurningin er virkilega hvort Repúblikana-fylkingarnar geti unnið saman.
Eða, hvort að flokkurinn sé hreinlega að klofna -- í tvennt.

Sú dínamík gæti jafnvel haft áhrif á forseta-kosningarnar.
Enn hefur mælst einungis lág prósenta Repúblikana, er gætu ákveðið að skila auðu.

Ef hatrið magnast frekar milli flokksmeðlima, gæti það hugsanlega gerst.
Að hluti Repúblikana skili auðu við reitinn þ.s. valinn er forsetaframbjóðandi, hugsanlega nægilega margir til að hafa áhrif á niðurstöður í einstökum fylkjum.

  • Það er enginn sambærilegur klofningur meðal raða Demókrata.

 

Kv.


Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið stríð gegn Íran!

Eftir að Íran hefur gert beina árás á Ísrael í fyrsta sinn - nokkru sinni.
Þá er rétt - tel ég - að velta upp, hugsanlegu beinu stríði milli landanna.

  1. Vandi Ísraels við beint stríð - geri ráð fyrir, með hefðbundnum vopnum.
    Er landfræðileg staðsetning Írans er þíðir ísraelskur her þyrfti að sækja langan veg að landamærum Írans, gegnum önnur lönd - fyrir utan, að ísraelskur her þyrfti að berjast allan tímann á þeim landsvæðum, sá her þyrfti að hertaka áður en hann kemst að Íran.
  2. Ísrael er lítið land - auk þess að vera fámenn þjóð í samhengi Mið-Austurlanda.
    Þó Ísraelsher sé afar vel vopnum búinn og stór miðað við stærð ísraelsku þjóðarinnar, þá þíðir fámenni Ísraela það -- að sá her er ekki stór samanborið við þann mannfjölda, Íran + svæðis-bandamenn Írans, geta sent fram.
    Fyrir utan það, að Íran og bandamenn Írans, mundu líklega vera í vörn.
    M.ö.o. Ísrael þyrfti að taka á sig það blóðbað og áhættu, að sækja á.
  3. Þar fyrir utan, má treysta því fullkomlega, að Íran og bandamenn, mundu viðhalda gríðarlega umfangsmiklu skæru- og hryðjuverka-taktík-stríði, gagnvart her Ísraels, á öllum þeim svæðum sem Ísraelsher mundi þurfa að hertaka/hernema, til að komast að Íran.
  • Það er hið stöðuga mikla mannfall sem Ísrael yrði fyrir, óhjákvæmilega -- en því stærra landsvæði sá her tæki, því dreifðari yrði liðsstyrkur sá hers - og því greiðari leið, bandamanna Írans; að ástunda - velheppnað skærustríð.
  • Fyrir utan, að Ísraelsher, væri með sífellt fjölmennari hernumda íbúa, líklega afar óvinveitta Ísraelsher, undir sinni hernámsstjórn -- íbúa er mundu án vafa, styðja skæru-stríð bandamanna Írans, gegn Ísraelsher.

Ég tel einfaldlega að, Ísrael geti ekki mögulega höndlað slíkt mannfall.

  1. Þannig, að bardagastyrkur Ísraelshers mundi þverra yfir tíma.
  2. Er þíddi, á einhverjum punkti, stöðvast sóknin - því þeir geta ekki meira.
  3. Síðan, með frekara mannfalli, yrði Ísraelsher að hefja - óhjákvæmilegt undanhald.
  • Ég tel einfaldlega, að ísraelska þjóðin, hafi ekki nægilegt mann-afl, til að stöðugt fylla inn skörðin þegar mannfallið verður óhjákvæmilega; m.ö.o. að það komi óhjákvæmilega að því, að of fáir séu til að manna raðir hersins til að halda þeim svæðum - þeir hafa hernumið.
  • Þannig, að eini valkosturinn verði - þvingað undanhald.

Þegar það undanhald hefst, verði stríð Írans vs. Ísraels, óhjákvæmilega tapað af Ísrael.

Iran warns Israel, US of ‘severe response’ in case of retaliation

Why and how did Iran launch a historic attack on Israel?

How Israel foiled Iran’s attack

Trump lays blame for strike on Israel on Democrats

 

Kort er sýnir landslag landa!

Middle East Maps - Perry-Castañeda Map Collection - UT Library Online
Eins og allir vita, sendi Íran stóra loftárás á Ísrael!
Sannarlega sýna fréttir að einungis ein persóna lét lífið í Ísrael.
Vegna þess að nær allt sem Íran sendi var skotið niður.

  1. Hinn bóginn, eins og Úkraínustríðið sýnir og sannar; þá skiptir einnig máli hve mikið magn er til af þeim varnar-eldflaugum sem loftvarnarkerfi nota.
  2. M.ö.o. sérhvert sinn, sem árás er gerð, gengur á birgðir þeirra varnar-eldflauga sem kerfin nota.
  3. M.ö.o. ef það fer í stríð, má reikna með stöðugum dróna-árásum frá Íran; sbr. Úkraínu-stríðið, sbr. upplyfun Úkraínu þessa dagana.
  4. Ef það gengur á birgðir varnar-flauga, þá minnkar skilvikni loftvarna-kerfa.
  5. Þau auðvitað hætta að virka, ef það eru enga varnar-flaugar eftir.
  • Þetta þíðir, að þó Ísrael hafi staðið sig mjög vel - þetta sinn.
  • Þá getur það verið, t.d. árás no. 20 - nái mun betur í gegn.

Það er einmitt hvað Rússar hafa verið að gera Úkraínu-mönnum.
Stöðugt endurteknar árásir; sl. vikur og mánuði er greinilegt að Úkraínu skortir varnar-flaugar, ekki að þeir eigi engar eftir - einfaldlega að þ.e. greinilegt að þeim er skotið upp í minna mæli en hefur verið um töluvert skeið.

  • Á einhverjum punkti, fara sem sagt árásir Írana að valda raunverulegu tjóni og mannfalli. Í þeim orðum, er ég að gera ráð fyrir, stríði.
  1. Slíkt stríð er líklega óhjákvæmilega góðar fréttir - heilt yfir fyrir Rússland.
  2. Þó svo að - slíkt stríð mundi óhjákvæmilega, þíða að -- Íranar geta ekki lengur sent dróna til Rússa, því þeir þurfa að nota þá sjálfir.
  • Þ.s. það óhjákvæmilega flækir stöðu Vesturlanda, að halda uppi - tveim stríðum.

 

Við skulum samt ekki reikna með því að - beint stríð hefjist!
Pælum samt áfram í þeim möguleika!

  1. Hezbollah, Ísrael mundi náttúrulega fyrst hefja stórárás á landsvæði Líbanons, til þess að vinna sem mest tjón á - flokki Guðs - eins og mér skilst að nafnið þíði.
  2. Hinn bóginn þarf að muna að, borgarastríðið í Sýrlandi gerbreitti hernaðarstöðunni.

Eftir það stríð er Sýrlandsstjórn afar háð stuðningi Írans. Það mikið, að líklega er Sýrlandsstjórn ekki lengur - sjálfstæður gerandi.

Íran beitti Hezbollah í því stríði, fjölmennt lið þess skæruhers barðist með ríkisher Sýrlands; síðan þá ræður Hezbollah landsvæði innan landamæra Sýrlands, meðfram landamærum Sýrlands og Líbanons. Hezbollah hefur nær eins mikið sjálfræði í Sýrlandi og Líbanon.

Það liggur því afar beint við fyrir Hezbollah, að hörfa yfir til Sýrlands. Meðan, að umfangsmiklu skærustríði yrði viðhaldið áfram af Hezbollah á öllum þeim svæðum innan Lýbanons, Hezbollah hefur stuðning íbúa innan Lýbanons.

Líklega í kjölfarið mundi Ísraelsher, sækja yfir þau landamæri til að halda áfram stríði við Hezbollah -- þá reikna ég með því, Sýrlandsher mundi taka einnig þátt.

Að auki, á ég von á að, Íran sendi til leiks -- vopnaða Shíta hópa frá Írak.
Ég á ekki von á að, eiginlegur her Írans, mæti enn á þeim punkti.

  1. Íran mundi treysta á sína bandamenn, vopna þá stríðum straumum, en halda sínum formlega her, að baki.
  2. Skærustríðið mundi sísfellt stækka, eftir því sem Ísraelsher stækkaði sitt hernám.

 

Ég held að þetta dugir til sigurs fyrir Íran - í venjulegu stríði!
Ég held að - eiginlegur her Írans, hafi ekki ástæðu til að mæta.
Fyrr en, undanhald Ísraelshers hefst.

  1. Ég held að umfangsmikið skæru-stríð, höfum í huga líklegt gríðarlegt umfang þess; eitt og sér dugi, til að valda Ísrael nægilegu mannfalli.
  2. Til þess, að þvingað undanhald hefjist.
  • Ég hef enga trú á að, Bandaríkin -- mæti með hermenn til að berjast í því stríði.
  • Enn síður líklegt að Evrópa sendi hermenn.

Seinnihluti stríðsins yrði -- sóknin í átt að landamærum Ísraels.
Vegna kjarnavopna-eignar Ísraels, ósennilegt að ráðist yrði yfir þau landamæri.

  1. Hinn bóginn, eftir slíkan ósigur og mannfall.
  2. Og auðvitað í ljósi sigurs Írans.

Mundu valdahlutföll í Mið-Austurlöndum - raskast.
Ísrael, væri ekki svipur hjá sjón á eftir.

Meðan, að Íran -- mundi fullkomlega ráða svæði frá eigin landamærum upp að landamærum Ísraels. Þó löndin - Líbanon, Sýrland, Írak - halda áfram að vera til.
Væru þau ekki sjálfstæðir gerendur heldur leppríki í því samhengi.

 

Eftir það væru líklega 2 valdamiðjur í Mið-austurlöndum!

  1. Íran og bandamenn.
  2. Saudi Arabía, og bandamenn Saudi-Arabíu.

Ísrael væri líklega of veikt á eftir, til að teljast - valdamiðja.
Mig grunar sterklega að, Saudi Arabía og Arabaríkin - haldi sig utan stríðs.

Bandaríkin líklega halda áfram stöðvum við Persaflóa.
Staða þeirra væri þó óhjákvæmilega veikari á eftir þó.

 

Niðurstaða
Ég ætla ekki að spá því að stríð verði. Né að spá í líkur þar um.
Hérna var ég einfaldlega að tjá mig um skoðun á sigurlíkum Ísraels ég hef haft í nokkur ár. Meginástæða þess að Ísrael geti ekki unnið, ég virkilega tel það ómögulegt.
Sé að Íran sé það langt staðsett á landakortinu frá Ísrael, að ólíklegt sé að her Ísraels geti hreinilega sókt alla leið að landamærum Írans. Rétt að nefna eins og kortið sýnir, að Íran þar fyrir utan er afar fjöllótt -- ímyndum okkur Afganistan með meiri mannfjölda.

En eins og ég sagði, trúi ég ekki að Ísrael megni að sækja svo mikið sem alla leið að þeim landamærum -- því Ísrael þarf að sækja svo langa leið, allan tímann í gegnum óvinveitt lönd, til að komast að þeim landamærum.

Gervallan þann tíma, gæti Íran spilað þann líklega leik að halda eigin her til baka, meðan að -- bandamenn Írans blæða her Ísraels.

Það kemur í ljós hvort ríkisstjórn Ísrael er það vitlaus að hefja það stríð.

 

Kv.


Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dollara sekt hann fékk á sig skv. dómi í New-York! Spurningin er hvort dómurinn í New-York hefur stórfellt eignarnám í eignum Trumps, eða ekki!

Þetta mál er greinilega alvarleg krísa fyrir Donald Trump, þ.s. að Trump nýlega hefur viðurkennt, að honum sé ómögulegt að afla sér -- skammtíma láns, sem tryggingu fyrir sektar-greiðslunni!

  1. Málið er, að Trump hefur áfrýjað dómnum, en skv. reglum -- ber honum samt sem áður, að leggja inn, tryggingu fyrir sektar-greiðslunni. 
    Að sjálfsögðu fyrir allri greiðslunni.
  2. Þess vegna voru auðvitað starfsmenn Trumps, að falast eftir láni fyrir allri upphæðinni -- því skv. gildandi reglum, verður að leggja fram slíka tryggingu.
  3. Trump hefur formlega óskað eftir því, við áfrýjunar-dómstól, að beðið verði með -- innheimtu skuldar. En það er ekki sjálfsagt endilega, þ.s. að tíminn sem Trump hefur formlega til að leggja fram trygginguna, er fljótlega að renna út.
  • Ef það gerist, þá getur dómurinn í New-York, einfaldlega hafið innheimtuferli, þ.s. lagt yrði hald á eignir Trumps -- þær seldar á bruna-útsölu, auðvitað á undirverði.
  • Dómurinn, væri einfaldlega að sækja peningana -- ekki endilega víst, að dómurinn líti svo á, að honum beri að - leita eftir, besta verði fyrir þær eignir.
  • Í versta hugsanlega tilviki, mundi dómurinn -- pent taka yfir eignir, hverja eftir annarri, selja jafnharðan -- taka ekkert tillit til markaðssjónarmiða.

Fjárhagslegt tjón Trump gæti orðið fyrir bragðið -- miklu meira, en 464 milljón Dollarar.
Ég get meira að segja ímyndað mér, að dómurinn mundi þvinga fram sölu, bróðurparts eigna Trumps.

Eftir slíkt högg, gæti viðskipta-veldi Trumps verið fyrir bý.
Spurning hvort hann gæti viðhaldið þeim lífstíl hann hefur verið vanur.
Að auki, má velta fyrir sér hvort möguleikar til að fjármagna kosninga-baráttu, gætu skaðast.
Þar fyrir utan, velti ég fyrir mér, hvort hann gæti í kjölfarið, jafnvel lent í hallæri með fé -- til að borga sínum lögfræðingaher, er ver hann í fjölda dómsmála!

  1. Punkturinn í þessu, er sá -- að þetta getur leitt til stærstu krísu, Trump hefur nokkru sinni lent í.
  2. Það á eftir að koma í ljós, hvort að áfrýjunar-dómstóll, samþykkir beiðni Trumps -- að fresta öllum innheimtu-aðgerðum; meðan málið er í frekari dóms-meðferð.

Ætli það væri ekki málefnalegri útkoma.
Að samþykkja slíkan frest!

En ég auðvitað ræð engu í New-York.

Trump laments $464M judgment

Trump can’t post $464M bond in New York civil case

 

Niðurstaða
Ég held að verulegar líkur séu á slíkum innheimtuaðgerðum er gætu gert viðskiptaveldi Trump, hugsanlega slíkan skaða að -- því biði hugsanlega bani. Kemur í ljós hvort áfrýjunardómur samþykkir ósk hans um, frest á innheimtu-aðgerðir. Eins og ég benti á, held ég að málefnalegra væri, að samþykkja þá beiðni. Frekar en að fara strax í aðgerðir er gætu hugsanlega lagt Trump fjárhagslega í algera rjúkandi rúst.

Bendi fólki á, fyrst að Trump tekst ekki að fá nokkurn til að lána sér slíkan pening.
Er Trump líklega ekki, milljarðamæringur.
En greinilega meta aðilar á markaði það svo, að fjárhagsleg staða veldis Trumps, réttlæti ekki lán að slíkri stærðargráðu.
--Ergo, skv. því líklega er Trump ekki raunverulega, milljarðamæringur skv. dollaramælingu.

 

Kv.


Skoðanakannanir líklega ofmeta fylgi Donalds Trumps -- sem eru góðar fréttir fyrir Joe Biden! Samanburður á kosningaúrslitum í prófkjöri Repúblikana vs. fylgiskannanir gefa slíkar vísbendingar!

Þetta getur verið mjög mikilvægt atriði - sannarlega vanmátu kannanir 2016 fylgi Trumps. Hinn bóginn, bendir greining á kosninga-niðurstöðum vs. fylgiskannanir rétt á undan; til þess að - þetta ferli hafi snúist við:

  1. 2016, var gjarnan talað um - dulda Trumpara - vegna þess að það virtist svo að sumir einstaklingar það ár, væru tregir til að opinberlega viðurkenna stuðning við hann, en þeir studdu hann síðan þegar kosið var.
  2. 2024, virðist þetta öfugt, þ.e. þeir sem - ekki styðja Trump, eru baka til; og tregir til að viðurkenna að, styðja hann ekki - í opinberri umræðu; en í kjörkassanum, styðja þeir hann ekki.

Ef marka má niðurstöðu Super-Tuesday - er þetta töluverður hópur sem er þannig!

Þessi mynd sýnir þetta ágætlega!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/mynd_trump_fylgi.jpg

  1. Winning margin - þ.e. með hvaða mun Trump annars vegar er spáð sigri.
  2. Vs. með hvaða mun, hann hafði sigur.
  • Í mörgum tilvikum reyndist sigur Trumps, ívið smærri en kannanir spáðu.


Skv. 538 vefsvæðinu er birtir yfirlit yfir skoðanakannanir!

  1. Hefur Trump af er Mars, meðaltali: 42%.
  2. Meðan Joe Biden, af er Mars, hefur meðaltali: 37%.
  • Áfram eru báðir, mun óvinsælli meðal kjósenda, en þeir mælast vinsælir.

Miðað við það á hinn bóginn, að til staðar séu -- Repúblikanar er líklega kjósa ekki Trump; en niðurstöður prófkjörs benda til slíks -- kannski 10-15% hópur líklega skili auðu.

Þá er Trump - langt langt frá - öruggur með sigur nk. haust.

A chunk of Republican primary and caucus voters say they wouldn’t vote for Trump as the GOP nominee

  1. Um er að ræða, minnihluta Repúblikana - er líklega skilar auðu.
  2. Hinn bóginn, í fylkjum þ.s. munur milli Bidens og Trumps væri lítill:
    Getur 10-15% hópur skráðra Repúblikana-kjósenda, er skilar auðu, ráðið úrslitum.

Þá meina ég, þeir láta reitin þ.s. valið er um forseta-efni, vera auðann!
En, líklega kjósa um það hvað annað, þeir hafa valkosti til að kjósa um.

Trump hefur enn tækifæri til að - ná til þessa fólks.
Hinn bóginn, er afar líklegt að það hafi þegar fast mótaðar skoðanir gegn honum.

 

Niðurstaða
Er einföld, að sigurlíkur Joe Bidens séu líklega ívið betri en kannanir benda til.
Joe Biden sé líklega í hlutverki Trumps, 2016 -- að vera vanmetinn í könnunum.
Meðan, að Trump sé líklega í hlutverki Hillary Clinton, að vera ívið ofmetinn.

 

Kv.

 


2 ár síðan Rússland hóf innrás í Úkraínu, febr. 2022: Stríðið varir örugglega önnur 2 ár. Fall Avdiivka fyrir her Rússa nýverið - breitir vígsstöðunni lítið. Heilt yfir staða stríðsins áfram, patt-staða meðfram yfir 1000km. heildarvíglínu!

Við áramót skrifaði ég þessa færslu:

Yfirlit yfir stöðuna í Úkraínu: Stuttu máli sagt, gekk sókn Úkraínuhers árið 2023 ekki upp! Hinn bóginn, er vetrarsókn Rússa þ.s. af er þennan vetur; ekki heldur að ganga upp! Er raunverulegur möguleiki að Bandaríkin og Evrópa, hætti að styðja Úkraínu?.

Það er nánast hægt að endurtaka nánast allt það sama!

  1. Heildarstaðan m.ö.o. ennþá, patt-staða meðfram víglínum.
    Er minnir sterkt á Fyrra-Stríð - a.m.k. miklu fremur en Seinna-Stríð.
  2. Helsta breitingin er sú, að vegna - skorts á skotfærum - hafa Úkraínumenn, a.m.k. í bili, hætt öllum sóknar-aðgerðum. Þannig, að það eru að nýju Rússar er ráðast fram.
  3. Hinn bóginn, þrátt fyrir - af flestum talið vera - gríðarlegt mannfall.
    Heldur víglína Úkraína nánast hvarvetna.
  • Þess vegna minnir þetta svo sterkt á Fyrra-Stríð.
  1. Sóknar-aðgerðir beggja, skortir afl, til að raska heildarstöðunni.
  2. Hvorki sóknar-aðgerðir Rússa né Úkraínumanna, megna að raska pattstöðunni.

 

Institute For Study of War: Russian Offensive Campaign Assessment, February 24, 2024

ISW byggir sínar greiningar og kort á gerfihnatta-myndum.
Gerfihnettir í dag eru það góðir, að engin ástæða að ætla að kort ISW séu 'röng.'

Luhansk svæðið 24. Febrúar 2024

Til samanburðar, Luhansk svæðið 30. Desember 2023

Takið eftir hve sáralitlar hreyfingar hafa verið á þeirri víglínu!

 

Donetsk víglínan 24. Febrúar 2024!

Donetsk víglínan, 30. Desember sl.

  1. Takið eftir hve lítt, fall Avdiivka breytir heildarmyndinni.
    Í desember 2023, var Avdiivka - deild inn í víglínu Rússa.
    Við fall hennar, er deildin farin - víglínan sléttari.
  2. Hinn bóginn, þ.s. eftir er, getur verið verjanlegri víglína fyrir Úkraínu.
    Her Úkraínu, virðist hafa hörfað á - aðra víglínu, er þegar var undirbúin.
    Skv. fregnum er ég heyrði, sendi nýr yfirhershöfðingi - aukið lið.
    Það lið tók sér stöðu á, þeirri víglínu.
    Til þess að, her Úkraínu gat þá hörfað með sæmilegu öryggi, frá Avdiivka.
  3. Pælingin með verjanlegri línu, er einfaldlega sú.
    Að línan er þarna - sléttari, m.ö.o. styttri.
    Ætti því að vera auðveldara fyrir, tiltölulega undirmannaðan her Úkraínu, að halda.

Talið er af Vestrænum löndum, að her Rússa hafi misst: 15. - 20. þúsund hermenn.
Við atlöguna að Avdiivka!

  • Til samanburðar var mannfall Sovétríkjanna, 10 ár í Afganistan ca. 3.500.
  1. Það er atriði er gerir þetta stríð svo sérstakt, vilji Pútín stjórnarinnar, að leggja í miklar mannfórnir.
  2. Höfum í huga, að uppskera - margfalds mannfalls samanborið við, Stríð Sovétríkjanna milli 1979-1989 -- er einungis þessi tiltölulega litla tilfærsla á, Donetsk víglínunni.

Maður veltir fyrir sér:

  • Hafa meira að segja Rússar efni á öllu því mannfalli?
  • Pútín greinilega treystir á að, vilji rússn. þjóðarinnar til að sætta sig við gríðarlegar mannfalls-tölur, viðhaldist.
  • Þ.e. augljóslega fyrirfram ósannað -- bendi á, að Sovétríkin fóru frá Afganistan, eftir 10 ár; nenntu stríðinu ekki lengur, þrátt fyrir miklu mun minna mannfall.

Heildarmannfall Rússa: Getur verið komið yfir 1.000.000. - ef maður telur særða með!

  1. Stríðið er að sjálfsögðu ekkert tilvistar-stríð fyrir Rússland.
  2. Rússland getur hætt þessu stríði, algerlega án nokkurra vandamála fyrir Rússland - fyrir utan einhvern smá álitshnekki, en slíkan er auðvelt að lifa niður.
    A.m.k. ekki meira vandamál, en fyrir Bandar. er yfirgáfu Afganistan, við upphafa valdatíðar Bidens forseta.
  • Hinn bóginn, er stríðið án nokkurs vafa: tilvístarstríð fyrir Úkraínu.

Þess vegna er ég enn að reikna með möguleikanum á stríðsþreitu meðal almennings í Rússlandi, þ.s. mannfall Rússa er í dag -- líklega meira orðið, en mannfall Bandaríkjanna gerfvallt Kalda-stríðið frá upphafi þeirra átaka ca. 1949.

Þ.s. þetta er stríð, sem ekkert vandamál er fyrir Rússland að yfirgefa - m.ö.o. það sé í engu ógn eða tilvistarkreppa fyrir Rússland, að pent gefa það eftir -- frekar en það var ógn eða tilvistarkreppa fyrir, stjórn Stalíns 1940 -- að semja um vopnahlé við Finnland.

Tilgangur Vesturlanda með aðgerðir til stuðnings Úkraínu eru:

  • A)Ekki þær að brjóta Rússland niður, heldur einungis sá - að sannfæra Rússland um að, draga sig út úr átökum í Úkraínu.
  • B)Sem auðvitað þíddi, að gefa eftir tilkall til landsvæða í Úkraínu.

Ég held það sé langt í frá vonlaust spil, að ná fram slíkri hugarfarsbreytingu í Rússlandi. Hinn bóginn, greinilega er Pútínsstjórnin afar einbeitt í sínum vilja.

Eina leiðin í boði, er því greinilega áframhaldandi stríð.
Þar til það markmið næst fram, að sannfæra Rússland um að draga til baka!

Flest bendi til að, það stríð vari líklega - önnur 2 ár.

 

Zaporizhia víglínan, að lokum - 24. Febrúar 2024

Zaporizhia víglínan, 30. Des. 2023

Eiginlega ekki hægt að sjá nokkra minnstu hreyfingu á því svæði undanfarna mánuði.

 

Varðandi efnahagsmál í Rússlandi og Úkraínu!

Eitt sem ég hef ekki enn nefnt, að bæði löndin - Úkraína og Rússland, standa efnahagslega betur nú; en á fyrsta ári stríðsins.

  1. Nokkur hagvöxtur var sl. ár í Úkraínu, sem kemur til af því - að Úkraínu tókst á sl. ári að endurreisa korn-útflutning frá landinu í gegnum hafnarborgina Odesa.
    Það má sannarlega kalla sigur. Að Úkraínu tókst að brjóta á bak aftur, hafnbann Rússa á kornútflutning landsins. M.ö.o. að slíkt hefur tjón Svartahafsflota Rússa verið, ca. 1/3 af heildarskipaflota hans hefur verið sökkt.
    Að Úkraínu tókst á sl. ári að, opna nægilega örugga siglingaleið, frá Odesa til Vesturs meðfram strönd Úkraínu, síðan inn í landhelgi NATO landsins Rúmeníu.
  2. Hagvöxtur mældist einnig í Rússlandi -- sá hefur aðrar orsakir!
    Það varð ca. 50% aukning í útgjöldum Rússlands til hermála á sl. ári.
    Höfum í huga, samtímis var samdráttur í öðrum atvinnuvegum.
    Á móti, var slík aukning í hergagna-framleiðslu, og auðvitað að stækkun hers Rússa þ.s. ca. 500.000 manna fjölgun varð af hermönnum á launum.
    Að heilt yfir mældist töluverður hagvöxtur.
  • Það er þó ekki hættulaus hagvaxtaraðferð:
  1. Aukning ríkisútgjalda, er að valda verulegri aukningu seðlaprentun. Búist er því við að - verðbólga geti vaxið verulega í Rússlandi á þessu ári.
  2. Stækkun hergagna-framleiðslu, og að færa aukinn mannafla til hersins.
    Kemur á kostnað, restarinnar af hagkerfinu.
  3. Það má því reikna með, verulegri kjara-rýrnun í Rússlandi á þessu ári.
    Framleiðsla til innlendrar neyslu, minnkar - þ.s. mikið vinnuafl hefur verið fjarlægt úr þeirri framlaiðslu. Það, hefur sjálfstæð verðhækkandi áhrif.
  4. Seðlaprentun, en stórfellt aukinn ríkishalli í Rússlandi. Er borgar fyrir útþenslu hersins og hergagnaframleiðslu. Veldur án nokkurs vafa, verðbólgu.

Þetta getur orðið mjög forvitnilegt:

  • Metið er að, skotfæraframleiðsla Rússa, sé nú komin yfir 2.000.000 skot per ár.
    Til samanburðar: Ætlar Evrópusambandið að ná 1.300.000 skotum í ár.
    Bandaríkin, framleiða einhvers staðar á bilinu 1.600.000 - 2.000.000.
  • Skv. því, getur ESB - eitt og sér, líklega haldið Úkraínu á floti.
    Ef Bandaríkin - hugsanlega draga sig út. Segjum ef Trump verður kjörinn.
    En, með 1.300.000 skot á móti 2.000.000 - 2.500.000 skotum.

Væri einungis möguleiki á varnarstríði fyrir Úkraínu. En 1/3 getur dugað.
Til að, Úkraína samt haldi velli. En, gagnsókn væri útilokuð.

Spurning um hugsanlega óánægju rússnesks almennings!

  1. Verðbólga í Rússlandi verður örugglega næg á árinu, til að skapa kjararýrnun.
    Augljóslega blasir ekki enn við, hve mikil sú kjararýrnun verður.
  2. Kjararýrnun auðvitað skapar óánægju - það bætist síðan ofan á.
    Aðra óánægju, ég reikna með að sjálfsögðu verði til staðar.
    Það er, óánægja með stríðiðm sjálft.

Ath. ESB hefur þegar staðfest drjúgan efnahagspakka fyrir Úkraínu!

  1. ESB hefur borið meginþungan af því, að styðja Úkraínu fjárhagslega.
  2. Og hefur haft samvinnu með Úkraínu, um að tryggja útflutning landsins.

Ég held að, jafnvel þó við gefum okkur að -- Bandaríkin dragi sig úr stríðinu.
Þá, muni Rússlandi líklega ekki takast, að umpóla stríðsstöðunni í ár.

M.ö.o. að stríðið haldi áfram, nokkurn veginn í sömu pattstöðu.
Megin árangur Rússa, verði -- stórfellt mannfall.
Gegn, afar litlum tilfærslum á heildarvíglínu.

  1. Einmitt þetta, augljós sára lítill ávinningur - litlar líkur á öðru.
  2. Gegn samt sem áður, afar háum mannfalls-tölum.
  3. Bætum við, óánægju með -- lífskjara-hrun, á árinu.

Þá grunar mig að á þessu ári sjáist raunveruleg stríðsþreita í Rússlandi!
Bendi aftur á, að tilgangur Vesturlanda er að þreita Rússa, ekki að eyðileggja Rússl.

  • Vegna rausnarlegs efnahagsstuðnings ESB við Úkraínu!
  • Vegna þess, að kornútflutningur Úkr. verður líklega ótruflaður í ár.

Á ég ekki von á öðru en að, efnahagsleg viðreisn Úkraínu haldi áfram í ár!

Þrátt fyrir allt, stendur Úkraína mun betur nú 2. árum eftir að stríðið hófst.
En á 1. ári stríðsins.

 

Niðurstaða
Eins og kortin ég birti sýna, hefur fall Avdiivka ekki raskað stríðinu í Úkraínu.
Pattstaðan er hefur ríkt í stríðinu meir en ár, með mestu kyrrstæðar víglínur: Viðhelst.
Ég held að - fátt bendi til að Rússlandi takist að raska þeirri kyrrstöðu.
Úkraína virðist enn síður líkleg til þess.

Hinn bóginn bendi ég á, að þó Úkraína hafi ekki unnið stóra landsigra á sl. ári.
Verði það að teljast stórsigur fyrir Úkraínu, að kollvarpa hafnbanni Rússa.
Málið er að stríðið nú snúist um úthald. Efnahagsleg endurreisn Úkraínu því mikilvæg.

Skv. yfirlýsingum ESB, var stefnt að 1.300.000 skotum undir lok Apríl 2024.
Nú er viðurkennt að það markmið náist ekki fyrir Apríl lok.
--Tel þó ekki óréttmætt að gefa mér ESB lönd nái því markmiði á árinu.

Það gerir ESB ca. hálfdrætting í framleiðslu skota á móti Rússlandi.
Það tel ég nóg, til að ESB eitt - líklega er fært að halda Úkraínu gangandi.
--Ef Bandaríkin draga sig út.

Það þíddi, að stríðið - líklega yrði að langvarandi patt-stöðu-stríði.
Ef Biden aftur á móti er áfram forseti, hafandi í huga Bandar. eru einnig að auka eigin skotfæra-framleiðslu.
--Þá, gæti sá möguleiki skapast, að byggja upp skotfærabirgðir Úkraínu að nýju, þannig að Úkraína gæti hugsanlega skipulagt sóknir.

  • Ég álít það langt í frá vonlaust, að Bandaríkjaþing muni samþykkja - stóran vopnapakka fyrir Úkraínu. Slíkur pakki, hefur þegar verið samþykktur í Efrideild Bandaríkjaþings.
  • Sá pakki bíður eftir því, Neðrideild hefji sína yfirferð. Sá pakki inniheldur fjármögnun um margt annað en bara Úkraínu -- nokkrum óskamálum bandar. Repúblikana verið þar bætt inn, til að laða að Repúblikana-atkvæði.

Það kemur í ljós hvernig það á eftir að ganga!

Pútín er greinilega að taka stóra áhættu í ár:

  1. Stórfelld útþensla hersins, þ.s. a.m.k. 500.000 hermönnum hefur verið bætt við.
  2. Þar fyrir utan, er hann að færa vinnu-afl yfir til hergagna-framleiðslu, en einnig yfir til hersins.
  3. Það þíðir að - mikill skortur er nú á vinnuafli í Rússlandi. Líklega þíðir það, verulega mikinn samdrátt í iðnframleiðslu Rússlans, sem ekki er til hermála.
    Mikið af þeirri framleiðslu, er fyrir innlenda neyslu.
    Því má reikna með því, að skortur leiði tið verðhækkana - verðbólgu m.ö.o.
  4. Allt til hermála hefur algeran forgang. Þannig að ólíklega reddar Pútín þeim skorti, með því að nota gjaldeyri til innflutnings á - móti.
  5. Þar fyrir utan, sé aukningin í ríkisútgjöldum - stærstum hluta seðlaðrentun.
    Klárlega skilar það, vaxandi verðbólgu - sífellt vaxandi, meina ég.

Þess vegna reikna ég með því, að teikn þess að almenningi í Rússlandi líki ekki staða mála, muni fara að sjást í ár - síðan vaxandi mæli.

Kjararýrnun bætist ofan á aðra óánægju, m.ö.o. hið óskaplega mannfall Rússlands af stríðinu; sennilega yfir 1.000.000 heilt yfir: Illa særðir og látnir.
--Ég held að slík ónánægja geti þróast yfir í ógn fyrir ríkisstjórn Pútíns.

 

Endurtek aftur, markmið Vesturlanda er að sannfæra Rússlandsstjórn, að draga sig úr stríðinu, og um að gefa eftir allt tilkall til Úkraínu.
--Ég tel það langt í frá vonlaust þau markmið náist.

 

Kv.


Batnandi efnahagur Bandaríkjanna gæti bætt sigurlíkur Joe Biden: 3,3% hagvöxtur skv. síðustu mælingu, 353.000 störf bættust við í janúar, laun hafa hækkað meir en verðbólga sl. 9 mánuði!

Málið er einfalt að, sitjandi forsetar vinna vanalega þegar vel gengur í efnahagsmálum.
Enginn vafi að Trump tapaði 2020, vegna COVID kreppunnar - enginn gat séð fyrir.
Eins og hönd guðs hefði birst og slegið hann niður.
Annars væri sitjandi forseti, Donald Trump - ekki, Joe Biden.

 
Hafið í huga, að efnahagurinn hefur verið á uppleið sl. 9 mánuði!
Samfellt það lengi hafa launahækkanir verið - ofan við mælda verðbólgu í Bandaríkjunum.
Auðvitað hjálpar að verðbólgan hefur ívið lækkað sl. 12 mánuði.
En það er einnig það að verki, að hagvöxtur virðist raunverulega sterkur sl. 6-9 mánuði.

US economy defies recession fears with 3.3% growth in fourth quarter

The US economy grew at a 3.3 per cent annualised rate during the final quarter of last year, capping off a strong 2023...."

Stunning US jobs growth of 353,000 far outstrips estimates

The US economy added 353,000 jobs in January, almost twice as many as forecast ...

Uppbyggingarprógramm Bidens í innviðum landsins, farið að skila sér!
Biden ræsti -infrastructure- eða innviða-uppbyggingarprógramm, strax á 1. ári forsetatíðar.
Slík prógrömm taka tíma að, skila sér inn - þ.s. verkefnin þarf að undirbúa, áður en framkvæmdir geta hafist.
Hinn bóginn, er nú nægur tími liðinn, svo að fjöldi þeirra er nú í gangi.
Þetta er að skila nokkurs konar -- turbo áhrifum á hagkerfi Bandaríkjanna.

  • Ekki gleima því, Trump 2016 lofaði slíku prógrammi.
  • En stóð ekki við það loforð.

Af því sýpur Trump nú seiði.
Því, nú græðir Biden á því -- að hafa tekið upp loforð Donalds Trumps, og staðið við.

 

 

Niðurstaða
Vísbendingar eru að Trump sé nú í nokkurn vanda með sitt prógramm, er hefur hingað til fullyrt að Biden sér - disaster - í efnahagsmálum.
Hinn bóginn eru þær fullyrðingar hratt að úreltast nú, í ljósi lækkandi verðbólgu - og vaxandi hagvaxtar, auk hækkandi launa.

Það verður forvitnilegt að fyglgjast með umræðu í Bandaríkjunum nk. mánuði.
En almenningur hlýtur að taka eftir þessu fyrr eða síðar.

Trump t.d. var aldrei með hraðari hagvöxt en Biden nú hefur.
Fjölgun starfa þarf ekki að halda lengi á sama dampi, til að sama gildi um atvinnumál.

 

Kv.


Hæstiréttur Bandaríkjanna, varðandi mál Donalds Trumps - ætti rökrétt einungis að svara spurningunni, hvort Trump var sekur um byltingar-tilraun eða ekki!

Ég ætla hér ekki að tjá mig um hvort Trump sé sekur eða ekki.
Hinn bóginn getur Hæsti-Réttur, einungis túlkað - ekki skrifað lögin.
Því væri ekki réttmætt að hann, leitaðist við að svara öðrum kröfum Trumps.
--Að mínu mati þar eð.

14 Breyting Stjórnarskrár Bandaríkjanna er afar mikilvægt plagg:
14th Amendment to the U.S. Constitution: Civil Rights (1868)

Sá hluti hennar er skiptir máli fyrir mál Trumps, er 3. kafli, eða Section 3:

Section 3.
No person shall be a Senator or Representative in Congress, or elector of President and Vice-President, or hold any office, civil or military, under the United States, or under any State, who, having previously taken an oath, as a member of Congress, or as an officer of the United States, or as a member of any State legislature, or as an executive or judicial officer of any State, to support the Constitution of the United States, shall have engaged in insurrection or rebellion against the same, or given aid or comfort to the enemies thereof. But Congress may by a vote of two-thirds of each House, remove such disability.

  1. Trump staðhæfir að þetta eigi ekki við forseta Bandaríkjanna - en forseti Bandaríkjanna er, embættismaður, þó hann sé yfir öllu framkvæmdavaldinu - er hann samt, embættismaður.
    Það er alveg nægilega skýrt - að þeir er skrifuðu þetta plagg, ætluðu að það gilti einnig um, forseta.
  2. Það sést á loka-setningu hlutans, m.ö.o. hvernig Bandaríkjaþing kemur til skjala.
    Það þíðir augljóslega einnig - að Trump hefur rangt fyrir sér, er hann krefst þess að þingið þurfi fyrst að fjalla um mál hans; slíkt stendur augljóslega ekki.
  3. Augljóslega, mundi þingið - aldrei koma saman til að, losa fyrrum embættismann undan banni á að gegna opinberu embætti -- nema þegar einhver rosalega mikilvægur og líklega afar vinsæll á í hlut.
  4. Höfum einnig í huga, að þ.e. hefð sl. 200 ára alveg skýr - að kjörnir embættis-menn, eru einnig embættismenn, alveg eins og ókjörnir embættismenn. Kjörnir embættismenn séu yfirleitt settir yfir aðra embættismenn, sbr. stöðu ráðherra - forsætisráðherra, eða í forseta-kerfi, að æðsti kjörni embættismaður kallast, forseti.

Eina spurningin sem skipti máli, sé pent - hvort aðgerðir Trumps þann 6. jan 2020, telst tilraun til byltingar gegn lögum landsins, eða ekki!

  • Einfalt, ef Hæsti-Réttur, vill ekki meina Trump þátt-töku í kjörinu 2024 eða telur rangt skv. lögunum að gera svo, þá pent túlka þeir hvað gerðist þann dag -- ekki sem, byltingar-tilraun.
  • Ef þeir, telja eins og Hæsti-Réttur Colorado Fylkis - að Trump sannarlega sé sekur um slíkt athæfi þann dag, þá meina þeir honum slíka þátt-töku, með því að dæma hann óhæfan til að gegna opinberu embætti.

Hérna er skoðun lagaprófessors við Yale Háskóla:
Trump’s Supreme Court Justices Must Kick Him Off the Ballot

Hann færir að mínu mati ágæt rök fyrir þessu.

  1. T.d. vissi ég ekki, að úrskurður Colorado réttarins, byggðist á grunni -- Originalist -- stefnunnar meðal bandar. lögfræðinga og dómara.
  2. Hann bendir á, að fyrst að --  Neil Gorsuch, Brett Kavanaugh and Amy Coney Barrett.
    Vegna þess að þau eru yfirlýstir fylgismenn þessa svokallaða -- Originalist -- skóla.
    Ættu þar af leiðandi, að styðja niðurstöðu úrskurðar -- Hæstaréttar Colorado.
  3. Hann telur einnig, ekkert mál að leysa -- lýðræðisvanda er kemur fram, ef Trump er vísað í bann; með þeim hætti að Hæsti-Réttur Bandar. geti pent sett fram, tímabundiðm lögbann á prófkjör Repúblikana. Svo að fleiri stjórnmálamenn hafi möguleika til að bjóða sig fram; meðan enn er eftir að kjósa meirihluta - fulltrúa.
  4. Bendir á að, Biden líklega dragi sig til hliðar, ef Trump er ekki lengur til staðar.
    Þannig gæti úrskurður um bann á Trump, haft algerlega öfug áhrif til lýðræðis-styrkingar, frekar en að virka á hinn veginn.

Eftir allt saman, snýst lýðræðið um valkostir séu nægir -- ekki það endilega, að valkosturinn sé einhver tiltekinn einstaklingur.

 

Niðurstaða

Eins og ég benti á, legg ég það til - að Hæsti-Réttur Bandar. fjalli eingöngu um spurninguna hvort Trump er sekur um - insurrection - eða ekki. Það mál snúist um túlkun tiltekinna lagaákvæða. Þannig sé dómstóllinn einfaldlega að vinna þá vinnu, sem dómurinn sé til skipaður. Hann hafi að sjálfsögðu engan rétt til að umskrifa lögin sjálf.

Þ.s. 3 þeirra dómara Trump sjálfur skipaði, kalla sig - Originalist - er vísar til þeirrar afstöðu, að dómar eigi að fylgja texta laganna og stjórnarskrárinnar af sem mestir nákvæmni, og helst engu öðru.

Þá reikna ég með því, að dómurinn muni einungis skoða málið út frá texta lagann, a.m.k. þau þrjú - og auðvitað, hverjum þeim fordæmum þau geta lesið úr skrifum þeirra einstaklinga er skrifuðu þann texta sem er undir rýni.

Ég ætla einnig að leyfa mér að reikna með því, að þau dæmi ekki út frá öðrum sjónarmiðum en þeim sem markað sé af þeim lagatexta.

 

Kv.


Arabaríki leggja fram friðartillögu í átökum Ísraels og Hamas á Gaza; lofað fullum tengslum við Saudi-Arabíu fyrir Ísrael, gegnt því að Ísrael bindi endi á stríðið á Gaza + skulbindi sig til viðræðna um - 2ja ríkja lausn!

Ef Ísraels-stjórn samþykkti tillögu Araba sem grunn að friðarferli.
Mundu Arabaríki vinna að lausn gísla enn í haldi Hamas-samtakanna.
Fæli það í sér einnig samþykki kröfu Arabaríkja, að gerð yrði ný alvarleg tilraun, til að vinna að endanlegri lausn á deilum Ísraels við Palestínumenn, með svokallaða 2ja ríkja lausn, sem grunn.

Þegar ljóst væri að Ísrael hefði skuldbundið sig til að leita slíkrar lausnar.
Mundu Saudi-Arabar, veita á móti -- full gagnkvæm opin samskipti við Ísrael.

Arab nations develop plan to end Israel-Hamas war and create Palestinian state


Hið minnsta er góð hugmynd að, lofa á móti - fullum samskiptum við Saudi-Arabíu!
Ég held að - refsi-aðgerðir - vinsæl hugmynd akkúrat núna.
Mundi ekki beygja Ísrael í duftið.
Megin áhrif slíks - grunar mig - væri að gera Ísraels stjórnmál enn hættulegri öfgafull.
Þó eru þau afar hættulega slíkt þegar í dag.

  • Fólk má ekki gleima, Ísrael er kjarnorku-veldi.
    Að við viljum ekki, fullkomlega -irrational- einstaklinga með þau lyklavöld.
  • Ísrael er í dag, afar nærri þeim punkti þegar.
    Að vera, hættulega -irrationa.-

Given the Israeli body politic today, normalisation is maybe what can bring Israelis off the cliff, -- said the senior Arab official.

  • Ég er sammála þessu, loforð um - full samskipti - sé öflug gulrót.
  • Netanyahu, telur sig vera -- Ísrael fyrst.
  • Þá hlýtur að vera erfitt fyrir hann - að algerlega hafna því, sem styrkir stöðu Ísraels.

En það væru heildar-áhrifin af þessu, líklega, ef af yrði.
Að heildar-áhrifin væru, sterkara Ísrael - ekki veikara.
--Ef af þeirri opnun yrði.

Það sé þetta agn, sem gyðinga-ríkið hlýtur að líta, eftirsóknarvert.
Sem gefi þessari tillögu Arabaríkja.
--Kannski besta séns, nokkurrar tilraunar fram til þessa.

Er kemur að því markmiði að binda endi - helst varanlega - á núverandi stríð.

 

Niðurstaða
Afstaða okkar hlýtur að snúast að því - að vonast eftir árangri sérhvers þess.
Er geti hugsanlega bundið endi á þau fjöldadráp sem hafa verið í gangi sl. 3-mánuði.
Ég geri ráð fyrir, að samþykki friðar-hugmyndar Araba-landa, þíddi væntanlega einnig.
Að - endir yrði bundinn á átök. Ekki kemur fram, hvernig friðargæslu yrði háttað.
En geri ráð fyrir, að Arabaríki verði tilbúin - til að veita aðstoð við slíkt.
Sem og aðstoð við hjálparstarf á Gasa, þegar loks er endir bundinn á drápin.

Að niðurstaðan geti hugsanlega leitt til sterkara Ísraels.
Tja, skiptir það máli í augum fólks er vill frið?
Ef friður er fyrst og fremst málið, ætti það ekki vera - ófrávíkjanleg krafa, að refsa Ísrael.

Að binda endi á átökin, þar með drápin - svo unnt sé að sinna mannúðar-sjónarmiðum.
Ætti að vera eina mikilvæga atriðið.
--A.m.k. frá okkar bæjardyrum er búum hérlendis.

 

Kv.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband