Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi flóttamanna, vandamál No 1. Manngerð hlínun Jarðar í dag, er ein helsta ástæð þess flóttamannavanda. Þó nefndi JD Vance - manngerða hlínun ekki á nafn í upptalningu helstu vandamála!!

Afstaða ríkisstjórnar Donalds Trumps er afar stórt vandamál fyrir heimsbyggðina.
Því greinilegt er að - ríkisstjórn Trump, ekki einungis lítur manngerða hlínun ekki vandamál.
Það sem verra er, sú ríkisstjórn virðist ætla að gera sitt allra besta:

  • Til að gera þann vanda, enn verri en áður.

Þetta er ekkert minna en, tilræði við -- mannlegt samfélag í heiminum öllum!
Þar fyrir utan, skaðar sú afstaða þann tilgang -- að ætla minnka aðstreymi flóttamanna!

Ríkisstjórn Trump, tekur 2 afar slæmar ákvarðanir:

  1. Að leggja af - US Aid.
  2. Að, slá af allar mótaðgerðir, gegn manngerðri hlínun.


Ástæða þess, að -- leggja af, US Aid er slæm hugmynd!

  1. US Aid - hefur m.a. það hlutverk, að stuðla að minni flóttamannastraum.
  2. Þ.e. gert með því, að veita aðstoð í heima-löndum þeirra, þaðan flóttamennirnir streyma.
  3. Að afleggja þá astoð, mun einfaldlega -- fjölga flóttamönnum.

US Aid, er ekki einungis með - fátækra aðstoð.
Heldur, dreifir sú stofnun einnig - getnaðarvörnum.

  • Og hvað er ein af stóru ástæðunum fyrir aðstreymi flóttamanna, en ekki einmitt: Offjölgun fólks í vanþróuðum löndum?
  • Trump, gerir þetta, fyrir trúar-hreyfingar úr Biblíu-beltinu í Bandar.
    Sem berjast m.a. gegn getnaðar-vörnum.

Margar ósannar ásakanir voru einnig uppi:

  • Sbr. US Aid væri að stuðla að, homma og lesbíuvæðingu.
  • Og, framkvæma fóstureyðingar.

Fólk virðist ekki átta sig á: Fátæk lönd eru yfirleitt, samfélagslega íhaldsöm.
Mörg þeirra, algerlega banna slíkt. Þar fyrir utan, t.d. í mörgum Afríku-löndum. Varðar það enn fangelsis-vist, ef kemst upp að karlmaður -- sé hommi. Til að nefna dæmi.
--Þau umbera dreifingu getnaðarvarna á hinn bóginn.
--Því, ríkisstjórnirnar hafa áttað sig á, að stjórnlaus mannfjölgun, er vandamál fyrir þær einnig.

Eitt af mikilvægustu hlutverkum US Aid -- var stuðningur við, Family Planning.
Sem getnaðar-varnir einmitt gera mögulegar, sbr. án þeirra getur fólk eiginlega ekki stjórnað því, hver mörg börn það eignast.
--Að afleggja, US Aid -- á því eftir að koma í bakið á Bandar. - eftir ca. kynslóð.


Afstaða ríkisstjórnar Bandaríkjanna til, manngerðar hlínunar Jarðar: Er pent tragedía fyrir mannkyn allt, auðvitað íbúa Bandaríkjanna þá að sjálfsögðu einnig.
Kortið af Afríku birti ég vegna þess, fjöldaflótti frá Afríku á eftir að vaxa gríðarlega:

Digital map Africa physical

Málið er að, Sahel löndin: Máritanía, Mali, Niger, Chad, Sudan: Eru öll að þorna upp!

  • Þegar ríkir nær fullkomið stjórnleysi í: Mali, Niger, Chad og Sudan.
  • Samtímis, er mannfjölgun í þessum, Múslima-löndum, stjórnlaus og gríðarleg.
  1. Frá þessum löndum, eiga eftir að streyma gríðarlega mikið af fólki.
  2. Einnig vegna þess, að þessi lönd eru nær þegar í fullkominni upplausn.

--Ástand er líklega batnar ekki, þ.s sennilegasta skýringin fyrir upplausn þeirra.
Liggur líklega einmitt í þeirri samfélagslegu upplausn, sem hnattræn hlínun skapar þar.
Það blasir m.ö.o. við, að straumurinn mun einungis versna!
Og ég trúi því ekki, að unnt sé að stoppa þann straum, með hótunum.

  1. Aftur, þessi lönd eru nærri algerlega stjórnlaus - þegar.
  2. Ég á von á að, ástand þeirra landa, versni enn frekar.

M.ö.o. eftir einhver ár, gætu þau verið öll, algerlega hrunin - eins og, Sómalía.

  • Þetta er auðvitað, einnig rök fyrir því - arfaslæmt sé, að leggja af: US Aid.
  • Þ.s. US Aid - skaffaði ca. 40% af þróunar-aðstoð, heiminn vítt.

--Aflagning, US Aid - mun því, greinilega valda auknum flóttamanna-straump til Evrópu.


Enginn veit, hversu margir eru á flótta af völdum, Manngerðar Hlínunar!
Tíðni slæmra veður-viðburða heiminn vítt, hefur verið í vexti.
M.ö.o. slíkir atburðir gerast oftar!

2022 - lentu 32 milljónir á hnettinum á flótta - vegna stórra veðuratburða.
2008-2016 - var meðaltal per ár, 21,5 milljón.

There could be 1.2 billion climate refugees by 2050
Ath: Sú tala er einungis ein af mögulegum útkomum! Rétt að taka því ekki sem spá!

Mat á því, hve margir geta lent á flótta - er gríðarlega ónákvæmt!
Vegna þess að breiturnar eru svo rosalega margar sem leiða til flótta fólks.

Hins vegar er sumt klárlega vitað, sbr:

  • Hlínun eykur uppgufun, þar með þurrka á landsvæðum í fjarlægð frá hafi.
  • Hlínun eykur tíðni og kraft í hitabeltis-stormum, þ.e. grunn physics.
    Loft yfir hlírra hafi, er rakara þ.s. hlírri sjór skilar meiri uppgufun yfir hafi. Loftið yfir hlíju hafi er einnig hlírra, því rís það af meira krafti. Útkoman er aukin tíðni storma og aukinn kraftur í þeim stormum.
  • Hlínun færir gróðurbelti, sbr. vínviðinn nefndur að neðan.

Allir þessir þættir algerlega klárlega hafa áhrif á mannlegt samfélag!

  1. Manngerð hlínun, sem sagt -- eykur tíðni þurrka, í löndum þegar fremur þur.
    Sahel svæðið í Afríku, hefur lengi verið á grensunni yfir byggileg svæði.
    Þannig, smávægileg þornun, getur gert stór svæði -- snögglega óbyggileg.
    M.ö.o. auknir þurrkar skapa augljóslega flóttamanna-vanda.
  2. Í Bandaríkjunum, hefur aukin tíðni fellibylja, þegar gert mörg strand-svæði við Karabíska hafið í Bandar. -- ótryggjanleg. M.ö.o. tryggingar-fyrirtæki, fást ekki lengur til að tryggja eignir.
    M.ö.o. flótti rökrétt fer að myndast frá sumum strandsvæðum.
  3. Í Evrópu, er línan þ.s. unnt er að rækta vínvið.
    Stöðugt að færast Norður.
    Nún er unnt að rækta vínvið, í S-Svíþjóð, S-Englandi, og í Danmörku.
    --Hreyfing gróðurbelta, getur einnig skapað flóttamannabylgju - þ.s. fátæk lönd ráða verr við þá aðlögun, að þurfa að skipta yfir í aðrar tegundir - ef tegundir er áður voru ræktaðar, þrífast ekki lengur.

Ástæður þess að hlínun skapar flóttamanna-vanda:

  1. Þurrkar skapa flóttamanna-straum, er lönd áður byggileg hætta að vera það.
  2. Fækkun íbúa er sennileg á strandsvæðum, þ.s. mesta tjónið verður í framtíðinni af aukinni tíðni sífellt hættulegri fellibylja.
  3. Tilfærsla gróðurbelta getur einnig verið orsök flóttamanna-straums.

Ríkisstjórn Trumps, skapar aukinn flóttamannavanda -- með því að stuðla að aukinni hlínun!
Yfirlýst stefna hennar, er einmitt afar líkleg að hafa þau áhrif.
Því, verður líklega áhrif stefnu Trumps sennilega þau, að stuðla að auknum flóttamannavanda!
--Það sem ekki er unnt að vita, hversu mikil sú aukning verður.

 

Niðurstaða
Það grátbroslega við lætin í JD Vance - hvernig hann talaði um mikilvægi aðgerða gegn flóttamannavanda, að megin-stefna þeirrar ríkisstjórnar hann er hluti af.
Mun sennilega setja á túrbó þann flóttamannavanda sem mun skella yfir heiminn á sífellt auknum þunga, einmitt af völdum -- manngerðar hlínunar!
Það gerist vegna þess, að ríkisstjórn Trumps, vísvitandi ætlar að stuðla að aukinni manngerðri hlínun.

Málið er, að þegar heilu löndin brotna noður fullkomlega, sbr. þróun sem þegar er í gangi á Sahel svæðinu í Afríku. Þá líklega verða engar ríkisstjórnir lengur til staðar.
--Sem unnt er að beita þvingun. Stjórnlausum svæðum, líklega síðan fjölgar frekar, eftir því er manngerð hlínun stigmagnast frekar -- er leiðir til þess, að röskunin er fylgir þeirri hlínun stigmagnast stöðugt.
--Ég persónulega hef engar efasemdir um að, fjöldi flóttamanna af völdum hlínunar, verður sennilega það stór tala - sem stungið er upp á, ca. 2050. Þ.e. yfir heilum milljarði manna.

Ég get alveg ímyndað mér, 2-3 milljarða á faraldsfæti.
Finnst það ekki, fjarstæðukennd stærð.
--Einfaldlega vegna þess, svo lengi sem manngerð hlínun er ekki stöðvuð, stigmagnast vandinn og stækkar þar með sífellt.

Ég held að það sé algerlega hugsanlegt, að svo mikill geti fjöldinn orðið.
Að engin leið fyrir rest verði að stöðva né hindra þann flótta.
--Þá meina ég, burtséð hversu harðar hótanirnar verða.

Fólk frá hrundum löndum, á hvort sem er ekki lengur heimili til að snúa til baka til.
Það sem verður versti vandinn, þ.e. fjölgun - hrundra landa. Þ.s. stjórnleysi ríkir.
------------
Auðvitað hefur það áhrif hvernig fólkið í iðnvæddum löndum hegðar sér.
M.ö.o. hve mikið af CO2 það -- blæs út í lofthjúpinn.
Þar á milli og hins vaxandi vanda, verða algerlega þráðbein tengsl.

 

Kv.


Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaðaraðstoð við Úkraínu, gegn aðgengi Bandarískra fyrirtækja að verðmætum málmum í landinu!

Það virðist að, ríkisstjórn Zelensky forseta, hafi átt frumkvæði að málinu.
Væntanlega hafa stjórnvöld í Kíev, tekið eftir athygli Trumps á Grænlandi.
Þ.s. sannarlega eru til staðar verðmætir málmar -- en, vegna veðurfars og skorts á samgöngum, afar kostnaðarsamt og erfitt að nálgast þá málma þar!

  1. Veðurfar í Úkraínu er á hinn bóginn miklu mun betra, samgöngur einnig, þar fyrir utan að Úkraína hefur kringum 30 milljón íbúa, því vinnuafl í boði.
  2. Móti kemur, að stærsta styrrjöldin á plánetunni stendur yfir innan Úkraínu, stórfelld innrás -- innrásarherinn þegar ræður sumum þeirra svæða, verðmætir málmar eru, sum önnur svæði geta fallið innrásarhernum í hendur.

Úkraína er augljóslega að -- vonast eftir að fá athygli Trumps að málinu.
Og það virðist einmitt hafa heppnast!

Trump - Macron - Zelensky!

Republicans duck Trump's claims that Ukraine should have surrendered to  Russia | The Independent

Trump gaf fyrir skömmu út yfirlýsingu:

Trump says he wants Ukraine to supply US with rare earths

We're telling Ukraine they have very valuable rare earths, - We're looking to do a deal with Ukraine where they're going to secure what we're giving them with their rare earths and other things.

Rússnesk stjórnvöld mótmæltu þessu strax:

Russia to Trump: Back off Ukraine’s rare earths

If we call things as they are, this is a proposal to buy help — in other words, not to give it unconditionally, or for some other reasons, but specifically to provide it on a commercial basis, - It would be better of course for the assistance to not be provided at all, as that would contribute to the end of this conflict,

-- útkoma er mundi henta Rússlandi. Er þá væntanlega kæmist yfir þær auðlyndir.

  • Skv. þessu, er búið að gera Úkraínustríðið - að hreinni keppni um auðlyndir.
  1. Hafið samt sem áður í huga, að Úkraína vakti athygli Washington á málinu, öfugt við hvernig hlutirnir ganga fyrir sig varðandi Grænland.
  2. Það virðist hinn bóginn hafa heppnast!

OK -- en er þá Úkraína skv. því, ekki að stuðla að því, að landið verði leiksoppur stórvelda.
Er einungis hafa áhuga á landinu, sem hrá-efna-nýlendu?

Kannki - á móti kemur, að Rússland hóf innrás í landið tveim árum fyrir valdatöku Trumps í annað sinn -- með öðrum orðum, Rússland var þegar búið að gera Úkraínu að slíkum leiksoppi.
Þ.s. þ.e algerlega augljóst, að tilgangur innrásar Rússa, er einmitt sá að taka yfir auðlyndir þess -- það hefur verið algerlega á tæru frá upphafi stríðsins.
--Tal Rússa um að vernda fólk, gersamlega gegnsætt bull!

  1. Einfalt: Ef Úkraína hefur eingöngu valkostina -- stórveldi 1. Eða stóveldi 2.
  2. Þá er betra að velja það stórveldi - sem er landfræðilega, fjarlægra.
  • Augljólsega t.d. hversa vegna, Víetnam seinni tíð, hallar sér að Bandaríkjunum - þrátt fyrir að ekki hafi verið skipt um stjórnvöld þar - þrátt fyrir að þau sömu stjórnvöld hafi árum áður barist mörg ár einmitt við Bandaríkin.
  • Prinsippið -- að velja stórveldið sem er lengra í burtu/landfræðilega fjarlægra.

Ukraine reels in Trump with mineral riches

Trump says he will continue funding Ukraine's war effort — but he wants something rare in return

Ukraine Needs U.S. Weapons. Trump Wants Its Rare Earth Minerals In Return.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/_kraina_mynd.jpg

  1. Skv. Independent - Where are Ukraine's rare earth mineral resources and why does Trump want them? - er fræðilegt heildarverðmæti þeirra auðlynda!
  2. 10 trilljón Bandaríkjadollarar.

Ef það er einhvers staðar nærri sanni.
Er það meira en þess virði fyrir Bandaríkin -- að veita Úkraínu, ógrynni af vopnum.
Gegn því, að bandarísk fyrirtæki -- fái, einokun á nýtingu þeirra auðlynda!

 

Niðurstaða
Það getur verið að birtast sú staða, að Bandaríkin undir forystu Donalds Trump.
Muni þvinga fram sigur Úkraínu yfir Rússum!

  1. Að mínu mati, er sigur vel mögulegur.
  2. Eins og stríð Ísraels nýlega sýndi - gegn Hezbollah, loftárásir á Íran, þ.s. Ísrael lagði í rúst, loftvarnarkerfi landsins -- sem er sama kerfi og Rússar sjálfir nota.

Þá hefur besta vopna-tækni Bandaríkjanna, enn forskot.
Þá auðvitað þurfa Bandaríkin að skaffa - sömu bestu vopnin.
Bandaríkin undir Biden, voru afar treg til að afhenda Úkraínu sín bestu vopn.
Það er enginn vafi, að Úkraínu hefði getað gengið betur, með rausnsarlegra framboði.
En ekki síst, ef þeir hefðu fengið sömu vopnin og Ísrael hefur.
---------
Ef maður gefur sér, að Bandar. láti Úkraínu fá, aðgengi að sínum bestu herflugvélum.
Og öðrum af sínum bestu vopnum.
--Þá ætti vel vera mögulegt, að snúa undanhaldi yfir í gagnsókn - jafnvel sigur.

  • Það á eftir að koma í ljós, hversu rausnarlegur Trump verður.

Líkur Úkraínu, fara algerlega eftir því - ekki bara því að skaffa vopn, heldur einnig því akkúrat hvaða vopnakerfi Úkraína fær að nota.

 

Kv.


Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastríð -- hann hlýfir Kína, meðan hann virðist ætla að ráðast að helstu bandalagsríkjum Bandaríkjanna í staðinn! Kína að sjálfsögðu mun mokgræða á þeirri nálgun Trumps!

Að Trump ákvað einungis: 10% viðbótar toll á Kína! Vekur óneitanlega spurningar.
En gegnum alla kosninga-baráttuna, var mikið rætt um meinta eða raunverulega þörft þess.
Að mæta Kína af hörku í alþjóðamálum!

Í staðinn, ræðst hann að Kanada, með 25% toll á almennan útflutning, meðan olíuvörur fá 10%.
Og að Mexíkó, þ.s. 25% tollur er lagður á allan útflutning þaðan.

  • Kanada, selur Bandaríkjunum 60% af þeirri olíu sem Bandar. flytja inn.
    Þ.e. auðvitað sú mikla sala af olíu - sem myndar margumræddan, viðskiptahalla.
  • Hinn bóginn, lítur Trump algerlega framhjá - sölu bandar. fyrirtækja á þjónustu, en á því sviði -- kvá Bandar. hafa ágætan viðskipta-ágóða á móti.

M.ö.o. viðskiptin við Kanada, séu miklu mun nær jafnvægi - en skv. tölum Trumps.

  1. Kanada, getur auðvitað selt sína olíu annað.
  2. Ekki eins og að, engir markaðir séu fyrir olíuvöru, í öðrum löndum.

Ef marka má fréttir, hefur skollið á - reiðibylgja í Kanada!
Er því sennilegt, að ákvörðun Trudeau - um sambærilegan 25% toll á allan innflutning frá Bandar. njóti almenns stuðnings í Kanada!
--Trump var afar ruddalegur í tali um Kanada, talaði eina ferðina enn, að landið ætti vera fylki í Bandar. Virðist sem nálgun Trumps, sé að valda bylgju þjóðernis-hyggju innan Kanada.

Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, hefur einnig lýst yfir 25% mót-tollar taki gildi.

  • Ég reikna með tollum á ESB -- fljótlega!
    Væri hissa á öðru. Fyrst að Trump, hefur ákveðið tolla á Kanada og Mexíkó.
  • Þau viðskipti, eru enn verðmætari en viðskiptin við Mexíkó.
    ESB hefur lofað töllum, ef Trump tollar: Brussels vows firm response.

Efnahagsáhrif af tollunum eru nokkur innan Bandaríkjanna!

TaxFoundation - birtir áhugavert mat: Trump/Biden tariffs.

Áhrif 25% tolla á Mexíkó og Kanada, skv. þeirra mati á Bandar.

  1. -0,4% hagvöxtur sbr. ástand án tolla.
  2. 286.000 störf tapist innan Bandar.
  • Ef 10% tolli á Kína er bætt við:
  1. -0,5% hagvöxtur, sbr. ástand án tolla.
  2. 326.000 töpuð störf innan Bandaríkjanna.

-0,5% virðist kannski einhverjum lítið - e-h er ekki skipti máli: Það aftur á móti líklega þíði, að hagvöxtur innan Bandar. skríði niður fyrir 2%.

Ath. Trump hefur ekki enn ákveðið, hvaða tolla hann leggur á -- innflutning frá Evrópu.
--Tapaður hagvöxtur gæti þá nálgast -- heilt prósent.

Að sjálfsögðu bætast þá einnig við verðólgu-áhrif:

Earnst & Young - ráðgjafafyrirtækið er til muna svartsýnna:

The combination of a 25 percent tariff on Mexico and Canada and a 10 percent tariff on China goods could cause U.S. economic output to decline by 1.5 percent in 2025 and 2.1 percent in 2026 as higher prices dampen consumer spending and business investment, said Gregory Daco, chief economist at EY-Parthenon, a division of the accounting firm Ernst & Young.

He also forecast inflation to increase 0.7 percentage points in the first quarter, compared to what it would be without Trump’s new tariffs, and to average 0.4 percentage points higher throughout the course of the year.

  1. Ath. - hann meinar: að hagvöxtur minnki um 1,5% - hugsanlega allt að 2,1%.
  2. Sem þíddi, sbr. hagvöxt í Bandar. nýlega mældur 2,5%: 1% eða 0,4%.
  • Skv. þessari mun dekkri spá: Minnkar hagvöxtur í Banda. ca. niður í hagvöxt innan ESB.

Ath: Ef hagvöxtur innan Bandar. minnkar þetta mikið: Mundu lífskjör innan Bandar. skv. líklegri verðbólgu yfir samatíma-bil, fara lækkandi.
Við erum ekki að tala um, háa kjaraskerðingu - en miðað við væntingar kjósenda um hærri kjör með Trump, er það líklega meir en nóg til að skapa óánægju.

Fleiri aðilar hafa kastað mati:

Analysis: The potential economic effects of Trump’s tariffs and trade war, in 9 charts

Rétt að taka fram nokkra hluti:

  1. Rétt að bílar framleiddir í Mexíkó, eru nær alltaf seldir í Bandar.
    Hinn bóginn, eru þær verksmiðjur - flestar í eigu Bandar. fyrirtækja.
  2. Þar fyrir utan, er mikið af íhlutum fyrir bandar. bifreiðaframleiðslu, framleiddir bæði í Mexíkó og Kanada -- verð áhrif verða því veruleg á bifreiðar seldar í Bandar.
  3. Greinin gerir ráð fyrir 25% tolli á olíuvörur - Trump ákvað 10% á þann varning.
    Þannig, kostnaðar-greining greinarinnar þar um, er röng.

jan25_tariffs_charts_2

Kostnaður Bandar. bifreiðaframleiðanda af tollum Trumps.
Stefni því í að vera umtalsverður!

Varðandi tal Trumps um fentanyl: er mikið eitursmyggl um Mexíkó. En Mexíkó hefur greinilega enga möguleika til að verulega minnka það! Þ.s. eiturbarónar stjórna ca. 20% af Mexíkó.
--Hinn bóginn, er slíkt smyggl afar óverulegt í gegnum Kanada. Kílóa-tal vs. tonna-tal.
--Því afar ósanngjörn aðdróttun, er kemur að Kanada.
Ef minnka á eitursmyggl til Bandar. -- er augljóst, Mexíkó þarf mjög mikla astoð!

  • Hinn bóginn, er enginn vafi - efni eru seld frá Kína.
    Ef út í það er farið, er líklega 10% viðbótar tollur á Kína því, réttlætanlegur.

 

Niðurstaða
Greinilega eru séfræðingar ósammála hve mikið tjón Bandar. verða fyrir af tollastefnu Trumps.
Þó að tollur á selda olíu frá Kanada, sé einungis 10% -- munu pumpu-verð samt líklega hækka.
Mikið af matvælum eru seld frá Mexíkó, má reikna með að verðlag á ferskum ávöxtum hækki.

Bifreiðar seldar í Bandar. munu hækka í verði - Bandaríkjamenn er halda að allt innflutt sé erlend merkjavara, verða líklega forviða er: Bandar. bifreiðaframleiðendur, hækka verðin hjá sér.
Málið er að, fyritækin hafa notað Mexíkó - sem sinn bakgarð.
--Hvað er framleidd öðru megin en selt hinum megin, er því fullkominn grautur.

  • Það getur þítt, að verðáhrif séu hugsanlega vanmetin.
  • Vegna þess, að það sé líklega mjög erfitt fyrir sérfræðinga sem ekki eru sjálfir starafandi hjá fyrirtækjunum, að vita nákvæmlega hver áhrifin verða.

Tollastefnan gæti skapað óánægju bandar. kjósenda - þ.s. það hægi á hagvexti, er a.m.k. einnig hægi á lífskjara-bata; eða, skv. Earnst & Young, gæti snúist yfir í kjara-skerðingu.

Strategískt er tollastefna Trumps líklega stórfelld mistök!
Málið er að, Trump skapar mikla reiðibylgju í þeim löndum, hann ræðst að.
Þar fyrir utan, er hann að rífa upp samninga, meira segja samninga hann sjálfur gerði.
--Reiði í bland við vantraust!

  • Virðist algerlega á tæru, að sú þróun verður vatn á myllu Kína.
  1. Tolla-stefnan, auki stórfellt líkur þess - bandamenn Bandaríkjanna: Snúi baki við þeim.
  2. Ér er að meina: Þeir gætu ákveðið. Að standa hlutlausir gagnvart Kína.

Höfum í huga, floti Kína er í dag -- ca. svipað öflugur og floti Bandaríkjanna.
--Kína þrátt fyrir minnkaðan hagvöxt, hefur ennþá ívið hærri en Bandar.
--Þar fyrir utan, nýtur Kína þess - framleiðlsa á vopnum þar, kostar minna.
Her og floti Kína er enn í hröðum vexti.
Innan ekki langs tima, verður Kína líklega umtalsvert hernaðarlega séð öflugra en Bandaríkin.

Það sé því óskapleg skammsýni að skapa óvináttu gagnvart Bandaríkjunum, meðal helstu bandalagsþjóða Bandaríkjanna.
--Í mínum augum, er yfirlýst tollastefna, næst heimskulegasta ákvörðun Trump gat tekið.

Það eina er væri enn heimskulegra, væri að lýsa yfir - hernaðarstríði gegn helstu bandamönnum Bandaríkjanna.

---------------
Vart þarf að taka fram, hvers vegna Kína geti grætt mjög mikið á hinni nýju stefnu Trumps.

 

Kv.


Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta málma á Grænlandi! Vandinn við málmvinnslu á Grænlandi, afar hár stofnkostnaður og rekstrarkostnaður!

Það er ekki það, að aldrei hafi verið reknar námur á Grænlandi -- Dansk fyrirtæki rak námu árum saman í nágrenni við, Skoresbysund. Sú náma lagðist af er verðlag á málminum lækkaði. Hefur síðan ekki verið ræst að nýju. Enn áætluð einhver milljón tonn af málmi í því málmfjalli.

Áhugaverð lesning fyrir þann er nennir að lesa: Greenland mineral exploration history

Mjög áhugavert kort -- hlekkur: Hér.

Simplified map of Greenland's geology and selected mineral occurrences. The boxes indicate the case study areas (chapter 3, 0 and 5). Modified from Henriksen et al. (2009).

Bandaríkin reka herstöð við Thule á Grænalandi: Pituffik Space Base
undefined

Hún er hluti af -- early warning -- kerfi Bandaríkjanna.
Þ.s. ratsjá stöðvarinnar horfir yfir Norðurpól, sem er ein helsta möguleg leið fyrir langdrægar eldflaugar er bera kjarnasprengjur til Bandaríkjanna.
Með mikilvægustu herstöðvum Bandaríkjanna líklega.

Mikilvægasti punkturinn er sá, að Bandaríkin geta tryggt öll sín markmið, án nokkurra minnstu breytinga á fyrirkomulagi er ríkir á Grænlandi!

  1. Vandamál náma á Grænlandi, er afar erfitt veðurfar - afar kalt á vetrum, afar slæm veður gjarnan, námusvæði eru úr alfaraleið.
  2. Þar fyrir utan, er afar lítið af infrastrúktúr á Grænlandi.

Námufyrirtæki, þar því líklega að reisa alla hluti:
--Vegi, ef þá þarf.
--Göng, ef þeirra þarf.
--Hafnir sannarlega, þ.s. grænlenskar hafnir eru litlar - ekki þ.s. námurnar yrðu.
--Flugvelli hugsanlega, sama um þá - grænlenskir flugvellir eru annars staðar.
Veðrin og kuldinn þíðir, að ekki er mögulegt að spara til um húsakynni starfsmanna, vinnuaðstæður þurfa að taka tillit til hvors tveggja einnig.

Rekstrarkostnaður náma á Grænlandi er því alltaf hár.
Er líklega skýri af hverju námur á Grænlandi hafa alltaf lokað fyrir rest.
--Flestar virðast hafa lokað áður en þær voru kláraðar.

  1. Bandarík fyrirtæki geta fengið námuréttindi ef þau vilja.
  2. Vandinn er sá, að slíkt hefur verið mögulegt í mörg mörg ár -- fyrirtækin hafa ekki sýnt því áhuga.

Aftur -- dýrt að reka námur á Grænlandi.
--Stofnkostnaður náma er afar afar hár.

  1. Jafnvel þó það yrðu gefin út ný leyfi fyrir námur fyrir bandarísk fyrirtæki.
  2. Er engin trygging þess, þau bandarísku fyrirtæku mundu gera nokkurn skapaðan hlut.

Grænland hefur verið opið fyrir námuleyfum -- mörg ár!!
Grænlendingar hafa auglýst eftir áhugasömum -- áhuginn hefur einfaldlega ekki verið fyrir hendi.

 

Niðurstaða
Já, Trump getur keypt Grænland ef hann virkilega vill -- aðferðin gæti verið sú, að senda öllum Grænlendingum tilboð, allir fullorðnir Grænlendingar fengu tiltekna upphæð; ef kaupin verða samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu íbúa Grænlands.
Hinn bóginn, hefur Trump enga skynsama ástæðu til að kaupa Grænland!

Hentugasta formið fyrir Kana er það rekstrarform á Grænlandi þegar til staðar!
--Danir borga fyrir Grænland.
--Grænlendingar sjálfir rekar það.
Ameríkanda því þurfa að gera hvorugt.

Ekkert við það fyrirkomulag hindrar kana í því að ná því fram á Grænlandi sem þeir þurfa.
--Ástæða þess að námur eru ekki reknar í dag á Grænlandi, er kostnaður við rekstur þeirra.
--Af hverju fyrirtæki hafa ekki viljað starta nýjum námum, er gríðarlegur stofnkostnaður.

Yfirtaka Grænlands breytti engu þar um - því mundi ekki auka líkur á að námur væru reknar.

  1. Ef Trump virkilega vill láta námur fara af stað.
  2. Þarf Trump líklega að setja opinberan pening í verkefnið.

Annars fara fyrirtækin líklega ekki af stað.
Það gildir aftur, að ekkert í því -- leiði það fram, að Bandar. verði að taka Grænland yfir.

Grænlendingar yrðu örugglega til í að námurekstur hæfist aftur á Grænlandi.
Danir væru einnig velviljaðir því þ.s. auknar tekjur í Grænlandi minnkuðu þörf fyrir dönsk fjárframlög til Grænlendinga.
--Bæði Danir og Grænlendingar mundu heimila flr. herstöðvar, hvenær sem Bandar. vilja þær.

Besta fyrirkomulagið fyrir Kana sjálfa er ergo -- óbreytt fyrirkomulag.

 

Kv.


Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, forseta Sýrlands -- á 10 dögum! Fall Assads virðist hliðarverkan af stríði Ísraels við Hesbollah, virðist sanna Assad var íranskur puppet seinni árin!

Abu Mohamman al-Jilani, er leiðtogi, Hayat Tahrir al-Sham (HTS) hreyfingarinnar er hefur kollvarpað Assad stjórninni síðan atlaga hreyfingarinnar hófst 28. nóv. sl.
Áhugavert að atlaga hreyfingarinnar hefst, daginn eftir að vopnahlé Ísraels og Hesbollah.

Abu Mohamman al-Jilani - vill verða nýr forseti Sýrlands

Who is Abu Mohammed al-Julani, leader of HTS in Syria?

Maður með afar skrautlegan feril - Bandaríkin hafa 10 milljón dala bounty á al-Jilani. al-Jilani er fæddur í Sýrlandi, en gerðist róttækur múslimi vegna innrásar Bandaríkjanna í Írak. Hann náði háum metorðum innan al-Qaeda hreyfingarinnar er barðist við her Banaríkjanna innan Íraks. Hann er einn af þeim er var um tíma handtekinn innan Íraks, síðar einhverra hluta vegna sleppt. Síðar fór hann milli róttækra hreyfinga - m.a. um tíma meðlimur af Islamic State innan Sýrlands -- eftir að borgarastríðið í Sýrlandi fer af stað 2011.
Hinn bóginn, ef marka má frásagnir af ævi al-Jilani, gerðist hann ósáttur við hugmyndir Islamic state um - hnattræna íslamska byltingu - vildi þess í stað, einblýna á móðurland sitt, Sýrland.
Hann stofnar síðar eftir að hafa yfirgefið ISIS -- HTS hreyfinguna.
Sú hreyfing eftir eyðileggingu ISIS var síðan sterkasta einstaka hreyfingin innan svokallaðrar uppreisnar, eftir að -- svokallaði, Frjálsi Her Sýrlands, var nánast alfarið eyðilagður kjölfar bardagan um borgina Aleppo.
--Ég er ekki með skýringu á 10 milljóna bounty Bandar. - gæti tengst því hann var um tíma í ISIS.

  1. 28 nóvember var það fyrsta er heyrðist um árás HTS -- einungis 2 dagar síðan liðu, og borgin Aleppo var fallin, önnur stærsta borg Sýrlands - 2,2 millj. íbúa fyrir borgarastríð.
    Það virtist að hermenn Assad stjórnarinnar, gæfust upp nánast bardagalaust, eða að þeir flýðu og hentu frá sér vopnum -- einhverjir þeirra hörfuðu.
    Á þeim fyrstu dögum, náði HTS einnig fjölda smærri byggðalaga, sem og mikilvægum herflugvelli, er m.a. var notaður af her Rússa.
  2. 4. des HTS komið að hliðum Hama, 4 stærsta borg Sýrlands - daginn eftir, 5. des hefur lið Sýrlandsstjórnar hörfað frá borginni.
    Og leiftursókn HTS heldur áfram.
  3. 6. des er HTS að nálgast Homs. Í örvæntingu er brú yfir á, sprengd. Er virðist ekki hafa dugað til.
  4. Borgin Homs er tekin síðan 7. des. Sú borg var síðasta hindrunin að sókn til Damascus.
  5. 8. Des einungis degi síðar, er stjórn Sýrlands fallin -- myndir hafa birst af almenningi ganga um forsetahöll Assads, rænandi og ruplandi.

Það sem er áhugavert við þessa atburðarás -- er að varnir Assads eru nánast engar.

  • Það er eins og að -- eyðilegging Ísraelshers á her Hesbollah innan Sýrlands.
  • Hafi einnig leitt til falls Sýrlandsstjórnar.

Þannig virðist sannað, að þ.s. mig grunaði - að Assad væri ekkert annað en íranskur leppur, var rétt - þ.e. leppur eftir að Íran og Rússland eru sögð hafa bjargað Assad frá falli.
--En í raun og veru virðist hann hafa fallið, verið minnkaður niður í nafnið eitt.

HTS liði, í forsetahöll Assads - Damascus.

Presidential Palace

Rænt og ruplað í forsetahöll Assads, Damascus

Spurning um hlutverk Tyrklands!
HTS herinn virðist hafa nálgast 30þ. - Erdogan virðist hafa látið HTS fá vopn úr vopnabúrum Tyrklandshers - gömul vopn, sannarlega. Einhver hefur augljóslega fjármagnað hreyfinguna þau ár sem HTS -- stjórnaði Idlib svæðinu í Sýrlandi.
--Skv. fréttum í dag, fagnar Erdogan falli Assads.

Skv. al-Jilani, þá notaði hann árin á milli vel þ.e. endurskipulagði her hreyfingarinnar, setti upp þjálfunarbúðir, er marka má þá frásögn - skipulag breska hersins sem fyrirmynd. Sagt að hreyfingin hafi komið sér upp hæfni til að smíða eigin dróna. Meira að segja eigin eldflaugar.
Hann segist hafa rætt við hópa innan Sýrlands -- áður en hann hóf árás HTS.

  1. Mig grunar það síðasta sé trúverðugt.
  2. Því að í borgarastríðinu - myndaði Assad bandalag við minnihlutahópa innan Sýrlands.
    Þegar HTS hefur árás sína -- virtist enginn þeirra hópa, taka upp hanskan fyrir Assad.
    Hóparnir virðast hafa yfirgefið Assad.
  3. Al-Jilani segist hafa lofað - minnihlutahópunum því, hann muni stjórna Sýrlandi, sem forseti alls landsins -- ekki einungis múslima.

Hafandi í huga það augljósa - að enginn virtist standa með Assad.
Verð ég að gera ráð fyrir því, að al-Jilani fari ekki með íkjur.
---------
Hann hafi vissulega samið við hópana er byggja Sýrland.
Sannfært þá um að vera hlutlausir.

A.m.k. er eitt ljóst af fréttum, að HTS hreyfingin -- hefur sjáanlega ekki farið harkalega með minnihlutahópa t.d. kristna, eftir töku Aleppo, þ.s. margir kristnir búa.
Hinn bóginn, eru þetta - early days - al-Jilani gæti sínt annað andlit.
Hinn bóginn, er 30þ. manna her, ekki nægur til að stjórna landinu, í andstöðu við fjölmenna hópa.

Þeir mundu t.d. strax lenda í miklum vanda, ef það hæfust fjölmenn mótmæli í t.d. Aleppo.

  • Punkturinn er sá, ástandið er greinilega brothætt.

Þó al-Jilani hafi nú kjarnahéruð Sýrlands, stórum hluta.

  1. Ath. HTS hefur ekki enn, Ladakia hérað þ.e. Miðjarðarhafsströnd Sýrlands. Alavar er byggja ströndina, gætu haldið henni lengi gegn HTS.
  2. Rússar hafa flotastöð í Ladakia héraði, þeir gætu líklega stutt við Alava.

M.ö.o. þarf al-Jilani í kjölfarið líklega að semja við -- íbúa Ladakia héraðs.
Á móti er athyglisvert - að Alavi fólkið, en Assad er Alavi, kom Assad ekki til aðstoðar.
Það getur þítt, að -- al Jilani hafi séns til að ná til sína Ladakia héraði án átaka.

  • Hvað kemur fyrir flotastöð og herflugvöll Rússa í Ladakia héraði, kemur í ljós.

 

Niðurstaða
Stríð Ísraels gegn Hesbollah - virðist hafa kollvarpað Assad einnig.
Með því að eyðileggja her Hesbollah innan Sýrlands, greinilega kollvörpuðu Ísraelar valdajafnvægi því er var til staðar innan Sýrland, eftir að borgarastríðið í Sýrlandi virtist hafa endað með sigri Írans og Rússlands.

Fall Assads verður að skoða sem, Íranskan ósigur. Hugsanlega einnig, sem rússneskan.
Hinn bóginn á eftir að koma í ljós, hvað -- al-Jilani, nýr leiðtogi Sýrlands gerir.
Hann stjórnar ekki enn, er þessi orð eru skrifuð, Ladakia héraði þ.e. strandsvæðum Sýrlands.
En þ.s. Alavar - meirihluti íbúa Ladakia, komu Assad ekki til bjargar sl. 10 daga.
Þá grunar mig að það sé ágætur möguleiki, að al-Jilani nái samkomulagi við Alava.

Staða Rússa í Sýrlandi, klárlega er veik orðin - Assadar hafa verið bandamenn Rússa áratugaskeið. Herflugvöllur Rússa og flotastöð, eru líklega í uppnámi.
Rússar eru ekki fjölmennir í Ladakia, einungis fámennt lið -- bilinu 1-2 þúsund.
Þeir hafa því enga möguleika til að halda stöðvum sínum, nema:

  1. Alavar, vopnist og haldi strandhéröðunum gegn -- nýrri stjórn Sýrlands.
  2. Eða, að samkomulag náist milli -- al-Jilani og Rússa.

Það síðarnefna er langt í frá útilokað. al-Jilani virðist a.m.k. opin fyrir slíkt.
Á móti, er engin vinátta milli al-Jilani og Írana. Þ.s. HTS hreyfingin og Íranir, hafa barist spjótum árum saman nú.
Það er ekki ólíklegt mál endi þannig Rússar þurfi að taka föggur sínar og fara.

Bandaríkin hafa hugsanlega opnun í Sýrlandi - augljóslega þurfa þeir þá að fella niður 10 millj. dala bounty á al-Jilani, taka HTS af lista yfir hryðjuverkasamtök.
Vegna þess, að Tyrkir virðast hafa - stutt við HTS samtökin, meðan þau stjórnuðu Idlib svæðinu í Sýrlandi árin á milli.

Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með þróuninni.
A.m.k. les maður úr þessu, stórtjón fyrir Íran.
Er líklega missir þá beinu tengingu yfir til Hamas í Lýbanon, Íran hefur haft síðan Íraksstríði. Missir þeirrar beinu land-tengingar - veikir stórfellt til líklegrar frambúðar, Hamas samtökin. Stórveldis-skeið Hamas getur því verið á enda.
Átökin við Ísrael virðast hafa kostað Íran stórfellt - staða Íran veikluð.

Hlutverk Erdogans forseta Tyrklands er að auki augljóst - því vart kemur annað til greina en að, útrás HTS hafi verið með hans blessan. Það getur því verið, að Sýrland sé nú að færast yfir á yfirráðasvæði Tyrklands.
Það verði Erdogan freka en - al Jilani, er ráði því hvort Rússar fái áfram að vera með stöðvar í Ladakia héraði. 

Kannski eru Rússar því að tapa öllum sínum áhrifum innan Sýrlands.
Ef svo fer þá er það merkileg hliðar-afleiðing stríðs Ísraels við Hesbollah.
Farið að líta svo út að veldi Írans í Miðausturlöndum sé einhverju leiti - spilaborg er geti fallið. En staða Írana greinilega er verulega veikluð eftir átökin við Ísrael, er þíði einnig að staða Rússa hefur veikst. Ef mál enda þannig að Rússar tapa öllum sínum áhrifum í Sýrlandi -- gætu áhrif Rússa í Mið-Austurlöndum þar með nánast verið upp gufuð með öllu í samhengi Mið-Austurlanda, er yrði stór breyting sannarlega á stöðu mála þar um slóðir.
--Bandaríkjunum og Tyrklandi líklega báðum í hag.

Missir Tartus flotastöðvarinnar og flugvallarins í grennd, gæti einnig skaðað mjög stöðu Rússa í Afríku - þ.s. flotastöðin og flugvöllurinn, virðast hafa verið viðkomustaðir fyrir Rússa á leið til og frá Afríku.
Hinn bóginn, er marka má alJazeera, er ekki enn að sjá merki um paník í Tartus, eða á svæði herflugvallar Rússa þar í grennd. Spurningar vakna hvort Rússar hafi gert samkomulag við Erdogan nú þegar, eða hvort málið sé einfaldlega í bið.
--A.m.k. virðast þeir ekki búast við hernaðarárás á svæðið.

PS1: Assad virðist hafa flúið til Rússlands, til pápa Pútíns.
PS2: Arabískir fjölmiðlar, halda því fram að Rússar hafi samkomulag við andstæðinga Assads, varðandi aðstöðu Rússlands í Ladakia héraði - áhugavert að nýjasta umtal rússn. miðla um líklega nýja valdhafa Sýrlands er miklu mildara og dyplómatískra en fram til þessa.

 

Kv.


Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George W. Bush vann 2004 Elector College og Popular vote! Fer Trump í viðskiptastríð við heiminn? Getur hann rekið 14 millj. úr landi? Getur hann endað Úkraínustríð? Refsar hann pólit. andstæðingum?

Yfirlýsingar Trumps eru ekki smáar í sniðum hvað hann segist ætla að gera!
Segist ætla að bjarga landinu, þ.e. Bandaríkjunum, snúa öllu við svo allt verði gott aftur.
Í sigurræðu sinni, sagði hann akkúrat þetta - bjarga landinu, gera allt gott aftur.
--Hvað sem það akkúrat þíðir.

What a Donald Trump victory means for the UK - BBC News

  1. Stóru hugmyndirnar virðast vera -- risasórt viðskiptastríð, þ.s. hann segist ætla að tolla allan vöru-innflutning til Bandaríkjanna!
    Eins og öll stríð, að sjálfsögðu veldur viðskiptastríð tjóni -- hinn bóginn, veit enginn hvert tjón Bandaríkjanna verður af því viðskiptastríði, þ.s. enginn - jafnvel hugsanlega ekki Trump sjálfur - veit hversu langt Trump mun ganga.
  2. Að reka 14 milljón manns úr landi!
    Hugmynd sem er algerlega á brjáluðum skala.
    Ég er að tala um, Stalín - leiðtogi Sovétríkjanna til 1953 - hafði líklega fangabúðir á þeim skala.
    Greinilega, ef Trump ætlar að framkv. þann verknað, þarf gríðarlegt skipulagt og að sjálfsögðu -- gígantískar fangabúðir, einhvers staðar.
    --Skalinn er einmitt þessi, einungis Stalín - hafði e-h á þeim skala.
  3. Úkraínustríð - Trump segist ætla að binda endi á það, jafnvel áður en hann formlega tekur við embætti.
    Vandinn við það, er klárlega sá, að þó svo að Bandar. hætti að styðja Úkraínu.
    Er ekkert sjálfvirk afleiðing af því, sem snarlega bindur endi á þau átök.
    --Svo, þá þarf einhvers konar samkomulag.
    Mann grunar, að það verði miklu mun flóknari aðgerð, en þ.s. Trump talar um.
    Og taki því sennilega - lengri tíma.
  4. Ekki síst, flesta grunar - Trump ætli í stóra herferð gegn pólitískum andstæðingum.
    Í sigur-ræðu sinni, talaði Trump þó um sættir - Bandaríkjamenn setjist niður.
    Ágreiningur væri grafinn, og gripið til verka.
    --Ég ætla því að - pása þessa umræðu - þar til í ljós kemur hvað Trump gerir.
    Gefa honum tækifæri til að, tja - standa við þá yfirlýsingu, eða ekki.

Innflytjendur eru nærri 19% verkafólks í Bandaríkjunum!
Sama tíma er atvinnuleysi í Bandaríkjunum, ca. 4,2%.
Augljóslega mundi brottrekstur 14 millj. því orsaka mikinn vinnuafls-skort!

Immigration 'taking pressure off' the job market, U.S. economy: Expert

Vandi er að sumar yfirlýstar fyrirætlanir Trumps, líklega skaða hagkerfi Bandaríkjanna!
Skv. myndinni að ofan, sem tekin er úr opinberum bandar. gögnum.

  • Er alveg á tæru, að -- brottrekstur mikins fjölda erlends vinnuafls.
  • Mundi skapa verulegt efnahagstjón í Bandaríkjunum!

Bendi einnig á umfjöllun Aljazeera frá október mánuði:
How will Trump’s plans to deport undocumented migrants impact US economy?.

Áætlað tjón fyrir iðngreinar í Bandaríkjunum af allsherjar brottrekstri:

  1. Landbúnaður: 11,6% samdráttur.
  2. Verktakaiðnaður og byggingar: 10,9% samdráttur.
  3. Almenn þjónusta: 10% samdráttur.
  4. Ferðamennska og gisting: 9,2% samdráttur.
  5. Iðnaður: 4,5% samdráttur.

Tjónið er talið stafa af:

  • Skorti á vinnuafli í þeim greinum.
  • Og þeim verðhækkunum frá þeim greinum, er mundu skella yfir Bandaríkin.

Þetta eru auðvitað, hagfræðilegar áætlanir!
En þ.e. a.m.k. engin ástæða að draga í efa, verulegt efnahagstjón, af slíkum stórfelldum brottreksti fólks - sem líklegast er flest í vinnu.

--------------

Tollastríð Trumps getur einnig valdið miklu efnahagstjóni!

  1. 20% tollur á allan innflutning, auðvitað skapar verðbólgu.
  2. 20% tollur mundi einnig skella á bandar. útflutning, þ.s. önnur lönd sjálfsögðu tolla á móti. Sem þíddi, efnahagstjón fyrir Bandar. í útflutningsgeirum.
  3. Seðlabanki Bandar. að sjálfsögðu hækkar vexti.

Að sjálfsögðu vex tjónið - því hærri tollarnir verða.

  • Ef það kæmi - tollspírall, sbr. er Trump deildi við Kína, síðast er hann var forseti.
  • Sbr. Trump setur 20% toll - önnur lönd svara - Trump hækkar tollinn í 40% - önnur lönd svara aftur, o.s.frv.

Þetta get ég ekki gefið mér fyrirfram. Nefni þetta sem möguleika.

  1. Efnahagstjón af tollspíral, t.d. upp í 60% - báða bóga.
  2. Gæti valdið gríðarlegu efnahagstjóni í Bandar.
  • Gríðarlegt smyggl mundi rökrétt hefjast á varningi til Bandar.

Þ.e. hin klassíska hætta við háa tolla - gríðarlegar freystingar til smyggls.
Háum tollamúrum, gæti því fylgst -- gríðarleg aukning í glæpastarfsemi.

  • Ástandið gæti hermt eftir, vínbannárunum á 3. áratug 20. aldar.

Vegna þess, að gríðarlegur fj. fólks sægi ekkert athugavert við, vörusmyggl.
Yrði gríðarlega útbreidd þátttaka í slíkri starfsemi.
--Því sennilegt hún gæti orðið afar útbreidd.

  1. Þetta veikir auðvitað gríðarlega meintan ávinning af - tollvernd.
  2. Þ.s. óvíst er, að jafnvel háir tollar sem 60% jafnvel 100%, mundu í nokkru verulegu leiti, minnka innflutning.

Innflutningur gæti einfaldlega færst yfir á svarta markaðinn, eða gráa markaðinn.
Algerlega óvíst, að umfang innflutnings minnkaði að nokkru verulegu leiti.
--Hinn bóginn, skilaðist samt - efling glæpastarfsemi og spillingar.

Þetta mælir sterklega gegn því, að það sé sennilegt að virka.
Að reisa tollmúra, til að verja innlenda framleiðslu gegn innflutningi.

Margar verslanir gætu sjálfar tekið þátt í slíku - verð í gluggum, væru verð með tolli - en óformlega væri hægt að nálgast vörur á lægra verði, m.ö.o. smyggl mundi sjálfsögðu smyrja sínum hagnaði á: en varan gæti samt verið verulega ódýrari en, opinbera verðið.
Það væri því afar sterkur hvati til að kaupa, smyggl góss.

M.a. þess vegna, er hugmyndin um töllvernd - ólíkleg að raunverulega virka.
--En hún er samt líkleg að leiða til eflingar glæpa og aukinnar spillingar.

--------------

Varðandi stríðið í Úkraínu: ætla ég að bíða eftir Trump.
--Hugmyndirnar eru svo lítt mótaðar.
Að öll umfjöllun getur einungis verið á formi vangavelta.

  • Eina augljósa, það eitt - að stoppa vopnasendingar frá Bandar. -- stoppar ekki stríðið.
  • Það þarf því samkomulag af einhverju tagi.

Ekki fyrirfram ljóst - stríðs-aðilar samþykki tillögur Trumps.
M.o.ö. gæti stríðið haldið áfram, burtséð öllum tilraunum Trumps.
--A.m.k. klárlega möguleg útkoma.

Trump hinn bóginn, getur klárlega hætt vopnasendingum frá Bandar.
--Líklega eru einhverjar birgðir vopna, þ.s. verulegar sendingar hafa verið seinni tíð.
--Evrópa sendir vopn, þó mun smærri mæli en Bandar.
Það á eftir að koma í ljós hvað Suður-Kórea gerir, en þaðan gæti farið að streyma vopn.

 

Kosningaúrslit í Bandaríkjunum!

Skv. Aljazeera:

  1. Trump: 50,99%.
  2. Harris: 47,5%.

Skv. því, er Trump ca. 2% hærri en nýleg meðaltöl kannana, Harris ca. 1 prósent lægri.
Enn verið að telja í Bandar. - prósentutölur geta breyst.

2004 vann Bush:

  • Bush: 50,7%.
  • Kerry: 48,3%.

Trump hefur 292 elector atkvæði.
Bush náði, 286.

Þetta er því mörgu leiti líkur sigur -- sigri Bush.

 

Niðurstaða
Eins og bent á, eru atriði í stefnu Trumps -- neikvæð fyrir hagvöxt.
Það getur orðið að vanda fyrir Trump, þ.s. kjósendur reikna með - betri tíð undir honum.
Ef á hinn bóginn, ákvarðanir Trumps leiða fram -- nýja verðbólgu-bylgju.
Og hugsanlega að auki, viðsnúning í efnahagssamdrátt.
--Þá, gæti risið upp afar stór óánægjubylgja meðal þeirra er kusu Trump.

Kjósendur eru aldrei reiðari, en þegar þeir halda sig hafða að fífli.

  • Hinn bóginn, veit enginn enn hve langt Trump gengur:
  1. Brottrekstur gríðarlegs mannfjölda frá Bandar. -- gæti reynst ómögulegur í framkvæmd.
    Mig grunar t.d. að slíkar hugmyndir mæti öflugri andstöðu.
    Einnig, að fólk geti færst sig milli fylkja, í skjól fylkja er hugsanlega neita að fylgja áætlun stjórnarinnar.
    Dómstólar gætu haft e-h við hugmyndirnar að athuga, vægt sagt.
  2. Trump, hugsanlega - einungis setur málamynda-toll, t.d. 10% -- sem veldur óverulegum usla, síðan gerir ekkert meira með tollamál.
    Hver veit - ekki enn vitað nákvæmlega, hvaða toll hann vill setja.
    Jafnvel ekki hvort, hann gerir nokkuð með þær hugmyndir.

Hættan á kreppu - kemur einungis ef:

  1. Verulegt efnahagstjón, verður af því - að handtaka milljónir.
  2. Og/ef Trump gengur langt með - tollastríð gegn heiminum öllum.

Ef tollastríð gengur langt, t.d. upp í 60% toll eða meir.
Er mjög verulegt efnahagstjón sennilegt.

Einnig, ef gríðarlegar fangabúðir rísa, og milljónir eru færðar af vinnumarkaði, yfir í slíkar búðir -- þ.s. ríkið bandar. hefur af þeim einungis kostnað, þeir vinna ekki.

  • Ég reikna ekki með því, Trump geti raunverulega rekið þá úr landi.

Lönd líklega hafna því að taka við þeim. Ég efa Trump hafi þá þvingun eða ógnun til, að hann geti fengið það fram -- þau taki við þeim.
--Trump situr því eftir með, hugsanlega milljónir í fangabúðum, og þann kostnað er fylgir.

  • Guantanamo í 10 veldi.

Allt þetta á eftir að koma í ljós. Kannski verður lítið úr framkv. hjá Trump.
Ekki síst, Trump gæti algerlega mistekist að enda Úkraínu-stríð.
--Sbr. eins og honum tókst ekki síðast, að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu.

Aðrir fara ekki endilega eftir vilja Bandaríkjaforseta.


Kv.


Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokkalega möguleika á sigri gagnvart Donald Trump

Ég vel viljandi að sjálfsögðu að rýna í könnun hægri-sinnaðs fjölmiðils!
Því þeir sem styðja Repúblikana eru væntanlega síður líklegir að, kalla miðilinn - ómarktækan!

Hlekkur á könnun: Fox News Poll.

Trump to skip ABC Harris debate, wants to debate on Fox News - WHYY

Fyrst: Skv. könnun, Harris með 2% forskot á Trump -- 49/47.
Það er 1% betra en skv. síðustu könnun sama miðils: Eldri Könnun.

Skv. miðlinum, RealClearPolling: Harris vs. Trump -- 49,3 / 47,4: 1,9%.
Sá miðill birtir meðaltal kannana, sem mér finnst, mark á takandi.

Ef við höldum áfram með nýjustu könnun FoxNews:

  • 92% er styðja Harris, segjast ákveðnir.
  • 88% er styðja Trump, segjast ákveðnir.

Ef marka má það, getur hvorugur kandídatinn náð miklu fylgi þeirra, þegar eru ákveðnir.

Ástæður þess kjósendur velja Trump eða Harris:

  • Líkar hvað viðkomandi hefur áður gert: Harris 42% -- Trump 72%.
  • Likar persóna viðkomandi: Harris 24% -- Trump 8%.
  • Mislíkar við hinn aðilann: Harris 33% -- 19%.

Sjálfsagt kemur engum á óvart, Harris hefur töluvert fylgi þeirra er mislíkar Trump.
Það auðvitað þíðir, að ef hún nær kjöri með ca. 2/5 er kjósa hana, er einungis kjósa hana frá þeim sjónarhóli -- þá er slíkur stuðningur ekki sérdeilis þolinmóður. Stuttir hveitibrauðsdagar.

Fox spyr, líkar kjósendum við viðkomandi:

  • Harris 49%.
  • Trump 46%.
  • Walz 46%.
  • Vance 38%.

Hefur verið áberandi allan tímann, Vance hefur tiltölulega fáa er líkar hann.
Harris er ekki með stórt forskot í - favorable rating - yfir Trump.

Hvaða málefni skipta kjósendur mestu máli:

  • Efnahagurinn: 39%.
  • Aðflutningur fólks: 16%.
  • Fóstureyðingar: 15%.
  • Öryggi/réttmæti kosninga: 7%.
  • Heilbrigðismál: 7%.
  • Hlínun Jarðar: 5%.
  • Skotvopn: 3%.
  • Glæpir: 3%.
  • Utanríkismál: 3%.
  • Önnur mál: 1%.

Mér virðist skv. þessu -- Fóstureyðingamál jafni út fyrir Harris, Innflytjendamál.
En skv. mælingum, hefur Trump forskot í Innflytjendamálum, Harris í Fóstureyðingamálum.
Meðan, skv. könnunum, hefur forskot Trumps um efnahagsmál, minnkað.


Þar um líklega hjálpar að verðbólga er skv. nýjustu mælingu í Bandar.: 2,5%.
Lækkun Federal Reserve um 0,5% - eykur bjartsýni.
Mælingar sýna einnig, svartsýni kjósenda - hefur farið þverrandi sl. 10-12 mánuði.
Þó enn séu flr. svartsýnir en bjartsýnir.
Líklega vegna þess, að kjör hafa -nettó- hækkað yfir það tímabil.
M.ö.o. launahækkanir yfir verðbólgu það tímabil.

Ef sú þróun heldur áfram, ætti bilið yfir sýn á efnahagsmál, minnka frekar.

  • Innflytjendamál: Harris 44% -- Trump 54%.
  • Fóstureyðingamál: Harris 56% -- Trump 40%.

Skv. því, er nettó viktin í báðum málum: Neikvæð fyrir Trump.
Gæti dugað Harris -- einfaldlega að minnka neikvæða stimpilinn um innflytjendamál.
Ef hún á meðan, heldur stóra jákvæða stimplinum um fóstureyðingamál.
--Gæti nettóið þar um, skilað hugsanlega Harris sigri.

  • Efnahagsmál: Harris 46% -- Trump 51%.

Takið eftir, bilið er komið í einungis 5%.
Ef efnahagurinn blómstrar áfram, er sennilegt það bil minnki frekar.

  1. Trump græðir líklega ekki mjög mikið á því að vera sterkari í málaflokkum: Utanríkismál - skotvopn - glæpir: Því kjósendur skv. mælingu kæra sig tiltölulega lítið um þau mál.
  2. Kamala græðir því á: Heilbrigðismálum - hlínun Jarðar - öryggi kosninga. Því könnun bendir til að kjósendur vikti þau mál hærra - þeim málum hefur Harris meiri stuðning.

 

Niðurstaða
Ef marka má könnun FoxNews hefur Harris greinilega sigur-möguleika. Þó sá sigur sé langt í frá enn gefin. Þá virðist Harris hafa forskot í fj. mála sem kjósendur gefa umtalsverða vikt. Sá liður Trump hefur mest forskot í, mætir þeim lið sem Harris er sterkust í -- þ.s. kjósendur gefa þeim málaflökkum ca. sömu vikt. Virðist mér að Harris hafi nægilegt mótvægi við, innflytjendamál -- líklega nú þegar.

Hinn bóginn, ef marka má fréttir, er Harris að leitast við að minnka forskot Trumps í þeim málaflokki, með því að tala upp -- meint eða réttmætt orðspor hennar sem saksóknari yfir 20 ára tímabil í, Kaliforníu.
Síðan er athyglisvert, Harris virðist vera að labba Demókrata frá klassískum fókus flokksins, á kynstofna pólitík: Harris is changing the way Democrats target Latino voters. It’s a risk.

Mike Madrid, a Republican strategist who focuses on Latinos and was a co-founder of the anti-Trump Lincoln Project. -- There is no question that this campaign is 180 degrees different with Latino voters than any other Democratic candidate in history, - The great irony — and I think it’s a beautiful one — is that it took a Black woman to help the Democratic Party break its headlock they’d put themselves in on identity politics.

Ef marka má þann Repúblikana, er Kamala Harris að segja skilið við - identity politics.
Ef marka má þann Repúblikana, eru það -- stór vatnaskil.

Harris vill fá Trump í kappræður: Trump says it is too late after Harris agrees to Oct. 23 debate on CNN. Ef marka má frétt, er Trump tregur til. En Demókratar virðast halda, hann muni skipta um skoðun.

Heilt yfir spennandi kosningabarátta þ.s. staðan í mörgum fylkjum er mjög tæp.
Þar með talið í fylkjum báðir kandidatar verða vinna sigur í, til að hafa heildar-sigur.

 

Kv.


Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-College atkvæðum - til vinnings í Bandaríkjunum þarf að vinna í fylkjum, og fá þeirra kjörmenn, forsetakosning þar í landi er í reynd kjörmannakosning!

Trump hefur haft - þar til mjög nýlega, forskot í fjölda líklegra kjörmanna!
Vegna þess að þar til nýlega - hafði hann enn forskot í tilteknum lykilríkjum.
Þetta virðist á sl. tveim vikum hafa snúist við.
Hafið í huga, að bilið í þeim ríkjum eða fylkjum er ekki breitt.
Tilfærslan er yfirleitt ekki stærri en ca -- 2%.
Þ.e. frá 1% forskoti Trumps, yfir í 1% forskot Harris.

  • Þ.e. því langt í frá svo, Trump sé öruggur með tap.
  • Eða, að Harris sé örugg með sigur.

Enn ca. tveir mánuðir til kosninga!

Trump to skip ABC Harris debate, wants to debate on Fox News - WHYY

Staðan frambjóðendanna í Elector College!

270ToWin.com: Eitt vefsvæðið.
NPR.org: Annað vefsvæði.
FinancialTimesPollTracker.

Kamala hefur 226 líklega kjörmenn!
Trump hefur 219 líklega kjörmenn!

  1. Kamala þarf, 44.
  2. Trump þarf, 51.

Þann 5/8 var Trump enn með forskot í líklegaum kjörmönnum:
Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump -- skv. nýlegum skoðanakönnunum, virðast a.m.k. jafnir!.

  1. Í dag, er sennilega rétt að segja, Kamölu líklegri til sigurs.
  2. Meðan, að það hallar nú á Trump, sigur hans skoðist - síður líklegur.


Þegar fylgi yfir landið er skoðað hefur Kamala nú greinilegt forskot!
RealClearPolling:

  • Kamala Harris: 48% -- 46,9% 5/8sl.
  • Donald Trump: 46,2% -- 47,7% 5/8sl.

Fyrir mánuði hafði Trump 0,8% forskot.
Nú hefur Harris 1,8% forskot.
Breiting er 2%.

FiveThirtyEight:

  • Kamala Harris: 47,1% -- 43,5% 5/8sl.
  • Donald Trump: 43,8% -- 45,3% 5/8sl.

Fyrir mánuði hafði Kamala 1,7% forskot.
Nú hefur Kamala 3,2% forskot.


Enn sem fyrr, finnst mér Trump ívið of fylgislágur skv. FiveThirtyEight - treysti frekar tölum, RealClearPolling!
Sveiflan sést samt vel i báðum vefsvæðum, er bæði birta meðaltöl kannana.
Hinn bóginn, er alltaf vandkvæðum bundið - að velja rétta safnið af könnunum.

  1. Vandamálið hefur verið í kosningum í Bandar. að fylgi Trumps er gjarnan, vanmetið.
  2. Ég held að, RealClearPolling - líklega með vali á könnunum, hafi tekist betur upp með að velja safn kannana -- er sennilega mæla fylgi Trumps nokkurn veginn rétt.

Skoðið lista kannana á RealClearPolling -- en listinn er athyglisverður.

  1. WallStreetJournal: Harris 48/Trump 47.
  2. RassmussenReport: Harris 46/Trump 48.
  3. Quinnipiac: Harris 49/Trump 48.
  4. Reuters/Ipsos: Harris 45/Trump 41.
  5. Yahoo News: Harris 47/Trump 46.
  6. MorningConcult: Harris 48/Trump 44.
  7. CBS News: Harris 51/Trump 48.
  8. Emerson: Harris 50/Trump 46.
  9. ABC News/Washpost: Harris 49/Trump 45.
  10. FoxNews: Harris 49/Trump 50.
  11. Pew Research: Harris 46/Trump 45.

RealClearPolling hefur einnig mun lengri lista neðar á síðunni.
Þ.s. sjá má þróun sömu kannana yfir tímabil.
Þ.e. ef e-h er enn sérstakara að sjá hve stórt forskot Trump hafði.
Rassmussen Report sýnir t.d. 7% fylgis-forskot Trumps í Júlí sl.

  • Rasmussen Reports sveiflar Trump milli 50% og 48%, sú könnun er því sammála hinum könnunum um það, Trump hafi ívið tapað fylgi -- meðan hún einnig sýnir fylgissveiflu yfir til Demókrata upp á ca. 2%.
  • Quinnipiac könnunin, þ.e. nýjasta Quinnipiac er sammála nýjustu Rassmussen Reports um fylgi Trumps, en setur Harris 49%, m.ö.o. 1% hærra en Trump, heilum 3% hærra Rassmussen Reports setur fylgi Harris.
  • WallStreetJouarnal - sem yfirleitt er álitinn hallur undir Repúblikana, þeirra nýjasta könnun; hefur Trump í 47% - Harris í 48%.
  • Yahoo News, hefur Trump í 46% meðan Harris hefur 47%.

Það má velta því fyrir sér hvort Trumparar -- svari síður sumum könnunum!
Ef svo er, má vera að Demókratar svari síður, Rassmussen.

  1. Það má a.m.k. varpa upp þeirri mögulegu kenningu, að forskot Kamölu sé líklega einungis milli 1 og 2% -- kannski nær 1%.
  2. Að, sumar kannanir líklega vanmeti Trump - vegna þess að Trumparar svari þeim síður, það geti verið að Rassmussen hafi svipaða höfnun frá Demókrötum.
  3. Ég hef það á tilfinningunni -- RealClearPolling, sé nærri lagi.
    Því fyrirtæki takist að leiðrétta fyrir pólitískan halla í sínu safni.

 

Niðurstaða
Ég hugsa að fylgi Trump sé líklega 46/47%. Hann hafi haft um tíma milda hreyfingu til sín vegna morðárásar á hann, þ.s. kúla straukst um eyra. Þá hafi fylgi hans farið í skamma hríð í milli 49/50%. Kannanir sýna Trump hafi líklega tapað ca. 2% - samúðarsveiflan hafi farið frá honum. Meðan að Demókratar bæti sitt fylgi ívið meir - hafi nú líklega nálgast 2% forskot á hann, eða a.m.k. ekki minna en 1%.
Trump hafi nú einnig misst forskot hann hafði í lykilríkjum.
Sé nú ca. að meðaltali 1% undir í þeim -- sveiflan í þeim virðist ca. 2%.

  1. Heilt yfir er greinileg fylgissveifla í Bandar.
  2. Trump, er sennilega einfaldlega kominn aftur í sitt -- meðal-fylgi.

Demókratar hafi styrkt sína stöðu. Trump hafi tapað, skammtíma samúðar-sveiflu.
Greinileg ályktun er sú sama og ég ályktaði áður, að Harris er greinilega sterkari frambjóðandi en Biden var.

  • Mig grunar einnig, hún sé sterkari frambjóðandi en, Hillary Clinton var.

Ekki síst græðir hún á því, það eru engin hneykslismál er há henni.
Trump hefur greinilega ekki tekist að leita uppi e-h óhreint er virkar gegn henni.

Það getur þítt, að sigurlíkur Kamölu séu orðnar nokkrar.
Hallinn sé til hennar. Þó Trump sé langt í frá sigraður.
-------------
PS: Sá á Aljazeera áhugaverða samantekt á kosningaframlögum til Kamölu Harris:
More than $200m: How Kamala Harris is winning the small donors battle.

INTERACTIVE-Funds received from small and large donors-AUG27-2024-1724842427

  1. Skv. þessu fékk Kamala 209,44millj.$ frá smáframlögum.
  2. 287,72mn.$ frá framlögum stórra gefenda, ríks fólks og milljarðamæringa.

Hið áhugaverða er að ef þetta eru réttar upphæðir.
Þá voru smáframlög Harris - ein og sér, nærri eins há upphæð og öll framlög til Trumps framboðs yfir sama tímabil.

Ath. með nærri 210millj.$ í smáframlögum -- hefur Kamala greinilega.
Samningsstöðu gagnvart milljarðamæringum og stóryfirtækjum.

Ég fullyrði ekkert -- en styrkur samningsstöðu skiptir ávalt máli.

 

Kv.


Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í Rússlandi, þíðir hugsanlega að sókn Úkraínuhers í því héraði Rússlands hafi náð endimörkum!

Það er dæmigert aðgerð, ef her er að snúa sókn yfir í vörn - að sprengja brýr. Þá líklega verið tekin ákvörðun um að nota eitthvert tiltekið vatnsfall sem varnarlínu.
Brýr yfir það vatnsfall sprengdar, til að hægja eða hindra aðkömu andstæðings-hers.
Að sjálfsögðu þ.s. að sprengja brýr hindrar aðkomu eigin manna, er slíkt líklega vísbending þess, að her sé líklega að undirbúa vörn!

Á þessu videói er sýnd seinni brúin sprengd!

Greinilega fallegt svæði yfir að líta þ.s. brúin var sprengd.

ISW metur umráðasvæði Úkraínuhers, ca. 800 ferkm. - ríkisstj. Úkraínu segir það, ca. 1120ferkm.

Gæti stafað af því, að síðan 1. janúar 2024 hefur Rússland skv. ISW: ISW!

Russian forces have overall occupied 1.175 square kilometers of territory throughout the entire Ukrainian theater in the seven months from January and July 2024, as ISW recently assessed

ISW bendir auk þessa á, að Úkraína hafi ekki sent nægilegan mannafla, til að eiga raunhæfa möguleika á að hernema -- mikilvæga rússn. innviði í Kursk héraði.

There are no discernable operationally significant territorial objectives in the area where Ukraine launched the incursion into Kursk Oblast, and Ukraine has not committed the resources to the operation necessary to pursue actual operationally significant territorial objectives further into Kursk Oblast, such as seizing Kursk City.

Skv. því er tilgangur Úkraínu ekki sá, að hernema stór svæði í Kursk héraði.
Heldur einungis að koma sér fyrir á takmörkuðu svæði.

  1. Í von um að, Rússland -- í annan stað sendi fjölmennt lið til að þvinga Úkraínuher burt.
  2. Og á hinn bóginn, efli varnir meðfram öllum landamærum Rússlands við Úkraínu.

Líklega sé þetta trúverðugar ástæður, að skapa ógn við landamæri Rússlands.
Til þess einmitt, að Rússland efli sínar varnir almennt á landamærum við Úkraínu.

  • Því, Rússland hefur ekki takmarkalausan herafla - færri Rússn. hermenn væru þá til staðar fyrir Rússland, til að herja innan Úkraínu.
  • Vonin standi líklega til þess, að aðgerð Úkraínu - veiki sóknarbrodd Rússlands í A-Úkraínu.

Með þeim hætti, að Rússland dragi það mikið lið - annars vegar til að þvinga Úkraínuher frá Kursk, hinn bóginn til að verja eigin landamæri, til að hindra til frambúðar sambærilegar Úkraínskar aðgerðir: Að sóknarbroddur Rússlands veikist, hugsanlega verulega við það.

  • Höfum í huga, bæði löndin vilja vinna sigur - Úkraína að sjálfsögðu einnig.

Að mati ISW, hefur Úkraínu a.m.k. einhverju leiti tekist, að draga að rússn. her, sem Rússland ætlaði sér líklega að nota - í sókn Rússlands innan Úkraínu.

The Ukrainian incursion into Kursk Oblast has prompted the Russian military to redeploy up to 11 battalions from within Kursk Oblast and four Russian force groupings elsewhere in the theater to the frontline in Kursk Oblast so far.

ISW hefur það eftir bandar. embættismönnum frá PENTAGON, að það lið sé varalið sem Rússlandstjórn líklega ætlaði eða ætlaði að beita innan Úkraínu - ekki endilega strax, en næst þegar Rússland þyrfti liðsauka -- vegna mannfalls einna helst sem ástæða.
Þetta lið, dugi þó ekki til að þvinga Úkraínuher til að hörfa frá Kursk.
En þær liðsveitir hafi tafið sókn Úkraínu - síðan eftir því sem lið frá næstu héröðum bættist við, sé samt ekki talið að lið Rússa til staðar, dugir til að þvinga Úkraínuher í burtu.

Russian sources have claimed that Ukrainian forces are consolidating their positions within Kursk Oblast and building fortifications, although it is too early to assess how hard Ukraine forces will defend occupied positions within Russia against likely Russian counteroffensive operations.

Einhverjar vísbendingar þess, að lið Úkraínu sé farið að reisa varnarvígi - þó enn óþekkt að hvaða marki, Úkraínuher ætlar að gera tilraun til að - tefja yfirvofandi gagnsókn Rússa.
Sem við vitum auðvitað ekki meir um, en að hún sé sennilega yfirvofandi.
Liðsstyrkur sem til þyrfti, ekki enn sjáanlegur - þó.

The Wall Street Journal (WSJ) reported on August 17 that a source familiar with the Ukrainian operation in Kursk Oblast stated that Russian forces had redeployed "several" understrength brigades totaling 5,000 personnel from elsewhere in Ukraine to Kursk Oblast by midweek from August 6 to 13

ISW bendir á að WSJ birti um helgina grein, þ.s. liðsafnaður Rússa í Kursk héraði, er metinn ca. 5000.

Russian redeployments have allowed Russian forces to slow initially rapid Ukrainian gains in Kursk Oblast and start containing the extent of the Ukrainian incursion, but containment is only the first and likely least resource-intensive phase of the Russian response in Kursk Oblast.

Eins og ISW bendir á, er það að stöðva innrás Úkraínu - einungis fyrri kapítuli viðbragða Rússa.

WSJ reported that its source familiar with the Ukrainian operation stated that Ukrainian forces have up to 6,000 personnel within Kursk Oblast and that Russian forces will need substantially more personnel, possibly 20,000, to retake territory in the area.

20.000 er ekki endilega of hátt mat þeirra sem WSJ ræddi við -- ef Úkraínuher, undirbýr góð varnarvígi, og skuldindur sig til að halda þeim -- jafnvel gegn hörðum árásum.

  • Auðvitað, því lengur sem Úkraínuher er þarna - því stærri krafta Rússar þurfa til; því stærri áhrif hefur aðgerð Úkraínu.
  • Að Úkraínuher hefur sprengt báðar brýrnar yfir Seim á, á svæðinu - er augljóslega aðgerð Úkraínuhers, til að kaupa tíma - tefja aðgerðir Rússa.

 

Niðurstaða
Samræmi við þ.s. ég áður ályktaði, þá er aðgerð Úkraínuhers að ráðast inn í Rússland, afar djörf. Virðist augljóst að Rússar reiknuðu ekki með þessu. Ef marka má fregnir af upphafi aðgerðarinnar. Voru hermenn á vakt - alls ekki á verði. Að sögn úkraínskra hermanna, keyrðu Úkraínumen inn í landamæraþorp, þ.s. landamæraverðir sátu við borð - stóðu upp með forundran er Úkraínuher birtist. Viðbúnaður til varnar virðist nánast enginn hafa verið.
--Þó Rússar hefðu haft lið í héraðinu, var það greinilega ekki á tánum.

Forvitnilegasta spurningin er, hvort Úkraínumönnum tekst ætlunarverk sitt líklega.
Að þvinga Rússa til að stórefla varnarviðbúnað á landamærum sínum meðfram Úkraínu.
En það virðist ósennilegt að það sé mögulegt, án þess að fækka í liði Rússa innan Úkraínu.

Niðurstaðan á málinu liggur í engu enn fyrir. T.d. engu leiti ljóst enn.
Hvað marga liðsmenn Rússar ætla að senda til að þvinga Úkraínumenn burtu úr héraðinu.
Né hvenær þeir senda það lið. Auðvitað sést það þegar það birtist.
Það þíðir auðvitað - að hvaða marki aðgerð Úkraínu hefur áhrif, er ekki enn fram komið.

Besta hugsanlega niðurstaðan, væri að Rússar fækkuðu í liði sínu í Úkraínu.
Auðvitað er það einmitt það hvað Pútín líklega vill síst gera.
--Þess vegna gætu Úkraínumenn einmitt þurt að hanga í Kursk, dáldinn tíma. Verjast m.ö.o. með sínum dæmigerða harða hætti. Svo Rússar þurfi virkilega að hafa fyrir því. Til að draga einmitt inn - sem flesta rússn. hermenn í þann bardaga.

 

Kv.


Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum seinna, berjast Rússar og Úkraínumenn hart um héraðið - hægt hefur á framrás Úkraínuhers við vaxandi mótspyrnu Rússa!

Fyrstu fréttirnar bárust á þriðjudag - eiginlega kvartanir rússneskra yfirvalda, er sögðust hafa hrundið árás frá Úkraínu, á svæði nærri landamærum Úkraínu í Kursk héraði.

understandingwar.org: The Russian Ministry of Defense (MoD) and Federal Security Service (FSB) claimed on August 6 that Russian border troops and FSB personnel repelled several raids by Ukrainian forces equipped with roughly a battalion's worth of tanks and armored vehicles against Russian positions near Nikolayevo-Darino and Oleshnya, Kursk Oblast (northwest of Sumy City and along the Russia-Ukraine international border).
The Russian MoD claimed that Russian forces destroyed 16 Ukrainian armored vehicles during the supposed raids and that Russian forces conducted retaliatory strikes against Ukrainian positions in Sumy Oblast.

M.ö.o. skv. frásögn rússneska varnarmálaráðuneytisins, voru þetta smávægilegar skærur.
Málinu virtist lokið - skv. þeirri frásögn.

Institute For Study of War -- birti þetta kort sl. fimmtudag!

Ef marka má texta greiningar þeirrar þann dag - en kortið lýsir stöðunni eins og hún þá var talin vera sl. miðvikudag; þá byggði ISW á gerfihnatta-myndum, sem og fullyrðingum rússneskra stríðsbloggara!
M.ö.o. var þarna töluverð óvissa um akkúrat umfang framrásarinnar!

UnderstandingWar.org: The current confirmed extent and location of Ukrainian advances in Kursk Oblast indicate that Ukrainian forces have penetrated at least two Russian defensive lines and a stronghold.
A Russian insider source claimed that Ukrainian forces have seized 45 square kilometers of territory within Kursk Oblast since they launched the operation on August 6, and other Russian sources reported that Ukrainian forces have captured 11 total settlements, including Nikolaevo-Daryino (1.5 kilometers north of the Sumy Oblast border), Darino (three kilometers north of the Sumy Oblast border), and Sverdlikovo (east of the Nikolaevo-Darino-Darino area), and are operating within Lyubimovka (eight kilometers north of the Sumy Oblast border).[3] 
Russian sources indicated that Ukrainian forces are trying to advance along the 38K-030 Sudzha-Korenovo highway, and a prominent Kremlin-affiliated milblogger claimed that by 1800 local time on August 7 Ukrainian forces had advanced both northwest and southeast along the highway and are now fighting on the outskirts of Korenovo (in the northwest direction) and Sudzha (in the southeast direction).[4] 
The Russian insider source and several other Russian sources reported that Ukrainian forces fought for and seized the Sudzha checkpoint and the Sudzha gas distribution station (southwest of Sudzha along the 38K-004 highway, 500 meters from the Sumy-Kursk Oblast border).[5] 

ISW virtist m.ö.o. byggja myndina mjög verulega á þessum yfirlýsingum bloggaranna!
Þó að þeir hefðu einnig haft einhverjar gerfihnatta-myndir einnig til skoðunar.

Sl. föstudag birtir ISW aðra mynd, til að lýsa stöðunni sl. fimmtudag!

Enn þarna er greinileg óvissa um umfang framrásar hersveita Úkraínu - myndin líklega að sýna yfir meiri framrás en sennilegt er. Nema, menn taki fullyrðingar stríðsbloggara algerlega til greina.

UnderstandingWar.Org: Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces advanced as far as Kromskiye Byki and Molyutino (up to 35 kilometers from the international border and 17 kilometers southeast of Lgov) but noted that these are small groups not immediately trying to hold territory.[1]
Geolocated footage published on August 8 indicates that Ukrainian forces likely advanced towards Russkoye Porechnoye (north of Sudzha), and Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces also advanced further north of Sudzha along the 38K-024 highway near Anastasyevka.[3] Geolocated footage published on August 7 and 8 shows Ukrainian forces operating within Goncharovka (just west of Sudzha) and north of Zaoleshenka (northwest of Sudzha), and a Russian milblogger claimed that Ukrainian forces seized Goncharovka.[4] A geolocated photo shows Ukrainian forces operating within Novoivanovka (10km north of the international border and northwest of Sudzha), and Russian milbloggers also claimed that Ukrainian forces seized Novoivanovka and Bogdanovka (northwest of Sudzha).[5] Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces also advanced northwest of Sudzha into Malaya Loknya and to the outskirts of Cherkasskoye Porechnoye; northeast of Sudzha near Kruglenkoye, Martynovka, and Bolshoye Soldatskoye; and east of Sudzha near Mirny, although two Russian milbloggers denied claims that Ukrainian forces are operating near and within Bolshoye Soldatskoye.[6] Russian milbloggers also claimed that Russian forces repelled a Ukrainian attack near Korenevo (north of Sumy City and roughly 23 kilometers north of the international border) and that Ukrainian forces attacked within Snagost (south of Korenevo) and near Olgovka (east of Korenevo).[7]

Enn voru fullyrðingar rússn. stríðsbloggara greinilega notaðar - þó stuðst við gerfihnattamyndir í tilraun til að, staðfesta a.m.k. eitthvað af því.
A.m.k. greinilegt að úkraínskur her virkilega er staðsettur - 10km. eða meir handan landamæranna.


Laugardag, er birt enn ein myndin er sínir stöðu sl. föstudags!

Skv. fullyrðingu stríðsbloggara - gerði rússn. her gagnárás.
Það getur vel verið að, Úkraínskur her hafi hörfað - eins og myndin virðist sýna.

UnderstandingWar.org: Geolocated footage published on August 9 indicates that Ukrainian forces were recently operating west of Sudzha, within the settlement, north of Sudzha near Kazachya Loknya, and northeast of Leonidovo (northwest of Sudzha and roughly 10 kilometers from the international border) and in Dmitriukov.[5]
Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces are also operating northeast of Sudzha near Martynovka; north of Sudzha near Vtoroy Knyazhiy, Ivnitsa, Zaoleshenka, Russkoye Porechnoye (16 kilometers from the international border); and west of Sudzha near Goncharovka.[8] A Russian milblogger claimed that Russian forces control the area near Korenevo (north of Sumy City and roughly 23 kilometers north of the international border) and denied reports of fighting on the settlement's outskirts.[9] The Russian milblogger claimed on August 8 that Ukrainian forces control Novoivanovka (southeast of Korenevo) and Lyubimovka (southeast of Korenevo).[10] Another Russian source claimed on August 9, however, that Russian forces regained lost positions in Novoivanovka and Leonidovo.[11] A Russian source claimed that there is no confirmation of Ukrainian forces operating in Kromskiy Byki (30 kilometers from the international border and 13 kilometers south of Lgov), and the vast majority of Russian reporting about Kursk Oblast on August 9 is not consistent with previous claims that mobile Ukrainian groups were operating beyond 20 kilometers into Kursk Oblast.[12]

Skv. því voru frásagnir sumra a.m.k. stríðsbloggara, íkjukenndar.
Úkraínuher a.m.k. staðfestur í Sudza og nágrenni þess staðar.
Óvíst hvert umfangið er þar fyrir utan.

Í dag Sunnudag, birt mynd er sýnir áætlaða stöðu laugardags!

Þessi mynd sýnir stækkað umfang framrásar Úkraínuhers.
ISW segist hafa gögn - gerfihnattamyndir - er staðfesta umfangið.
A.m.k. að einhverju leiti.

  1. The Russian National Antiterrorism Committee announced a counterterrorism operation in Belgorod, Bryansk, and Kursk oblasts on August 9 in response to the Ukrainian incursion into Kursk Oblast.

    Rússn. stjv. ákveða að nefna þetta - aðgerðir gegn hryðjuverka-vá.
    Væntanlega kalla þeir ekki eigin innrás í Úkraínu - hryðjuverka-árás.


  2. The Federal Security Service (FSB) Head and National Antiterrorism Committee Chairperson Alexander Bortnikov announced counterterrorism operations in Belgorod, Bryansk, and Kursk oblasts in response to "sabotage and reconnaissance units" conducting "terrorist acts" in Russia and "units of the Ukrainian armed forces" conducting a "terrorist attack" in Kursk Oblast.

    Áhugavert að stjórnun aðgerða er undir stjórn, yfirmanns FSB.


  3. The declaration of the counterterrorism operation under Bortnikov suggests that Putin was dissatisfied with the Russian military command's handling or ability to handle the situation in Kursk Oblast.

    Þetta gæti verið einfaldlega rétt mat.


  4. It is unclear how the FSB and Bortnikov will establish a clear joint C2 organization among these disparate elements, and there will likely be friction and bureaucratic obstacles between the FSB and other structures that will reduce Russian forces' overall combat effectiveness.

    ISW veltir þarna upp þeim möguleika - að, varnarmálaráðuneytið - gæti þvælst fyrir stjórnun aðgerða, þ.s. sveitir undir stjórn varnarmálaráðuneytisins; þ.e. her Rússa -- séu auðvitað best hentugar til að fást við innrás.
    Meðan að sérsveitir innanríkisráðuneytisins, séu líklega ekki vopnaðar eins og her.
    --Vangaveltur um valdabaráttu m.ö.o

A prominent Ukrainian Telegram channel stated on August 9 that Russian forces redeployed elements of the following units from frontline areas to defend in Kursk Oblast:
two airborne (VDV) battalions and elements of the 810th Naval Infantry Brigade (Black Sea Fleet [BSF]) from the Kherson direction;
elements of the 38th and 64th motorized rifle brigades (35th Combined Arms Army [CAA],
Eastern Military District [EMD]) from the Zaporizhia direction;
several unspecified infantry battalions from the Pokrovsk direction in Donetsk Oblast;
"bearded" (borodatie) fighters from Luhansk Oblast (likely referring to Chechen Akhmat units);
elements of the 1009th Motorized Rifle Regiment (6th CAA,
Leningrad Military District [LMD]),
79th Motorized Rifle Regiment (18th Motorized Rifle Division,
11th Army Corps [AC], LMD),
272nd Motorized Rifle Regiment (47th Tank Division, 1st Guards Tank Army [GTA],
Moscow Military District [MMD]),
and 138th Motorized Rifle Brigade (6th CAA, LMD) from northern Kharkiv Oblast;
an infantry battalion of the 488th Motorized Rifle Regiment (144th Motorized Rifle Division,
20th CAA, MMD) from the Kupyansk direction;
a company of an unspecified motorized rifle brigade operating in Grayvoron Raion, Belgorod Oblast;
and a motorized rifle regiment that was operating near Sotnytskyi Kozachok, Kharkiv Oblast.

Þetta virðist grautur af sveitum - Rússar virðast ætla að forðast að taka hersveitir út úr meginsókn Rússa í A-Úkraínu, á hinn bóginn.
Rússar virðast velja að fækka í sínu liði, á svæðum utan þess svæðis þ.s. megin sóknarþunginn er.
Óþekkt er hver fjölmennur þessi her er!
Ekki síst vegna þess, algengt er að rússn. sveitir séu ekki -- fullskipaðar.

Margar þeirra eru líklega á leiðinni, óþekkt hve fljótt þær mæta.

A Kremlin-affiliated Russian milblogger claimed that Ukrainian forces are operating in a forest area north of Lyubimovka (south of Korenevo).[34]
Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces are also maintaining positions northwest of Sudzha near Kazachya Loknya and Yuzhny and west of Sudzha near Zaoleshenka and Goncharovka.[35]
Geolocated footage published on August 9 indicates that Ukrainian forces maintain positions north of Sverdilkovo (northwest of Sudzha) and within Rubanshchina (just west of Sudzha).[37] 
Additional geolocated footage published on August 10 indicates that Ukrainian forces maintain positions within northern Sudzha, and most Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces are operating on the western outskirts of Sudzha.[38] 
Geolocated footage published on August 10 indicates that Ukrainian forces maintain positions south of Sudzha near Melovoi and Guyevo.[39] 
Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces are continuing operations south of Sudzha along the Gornal-Guyevo-Plekhovo line, and one Russian milblogger claimed that Ukrainian forces seized Plekhovo.[40]

Enn sem komið er - er umfang innrásar Úkraínumanna ekki þekkt!

  1. M.ö.o. fjöldinn í aðgerðinni, er ekki þekktur.
  2. Né eru markmið aðgerðarinnar, Þekkt.

Auðvitað hafa menn velt því upp, en vangaveltur er ekki endilega sama og vitneskja.

 

Niðurstaða
Innrás í Rússland er óvenjuleg aðgerð. Miðað við hvernig stríðið hefur gengið fram til þessa.
Hinn bóginn, velti ég því fyrir mér á sl. ári - af hverju ekki innrás í Rússland?
En þá voru pælingar um, yfirvofandi árás Úkraínuhers.
Er síðar meir reyndist ná litlu fram - vegna stórfelldra varnarvirkja Rússa.
Er reyndust afar þorfær yfirferðar - greinilega.

Þegar ég velti innrás fyrir mér, datt mér einmitt í hug.
Að auðveldar gæti verið, að fara inn í Rússland.
Í stað þess, að ráðast beint að meginher Rússa, innan Úkraínu.

Ég hugsa að ég hafi haft rétt fyrir mér þar um.
En árás Úkraínuhers nú, er greinilega miklu smærri.
En, aðgerð Úkraínuhers á sl. ári var.
--En þó virðist hafa náð meiri árangri.

Stór árás inn fyrir landamæri Rússlands.
Gæti hafa gert Rússum raunverulegar skáreifur.
Hinn bóginn, virðist ósennilegt að Úkraínumenn - haldist lengi í Kursk héraði.
Þ.s. herinn sem þeir eru með þarna, er ólíklega verulega stór.

Á hinn bóginn, eru Úkraínumenn þarna enn í einhverri framrás.
Og hvað annað sem gerist, tekur það Rússa a.m.k. nokkurn tíma.
Að safna nægilegu liði.

En vegalengdirnar innan Rússlands, auðvitað - einar sér, skapa tafir.
Úkraínumenn gætu síðan grafið sig niður, og tafið það í mánuði að vera hraktir alfarið í burtu.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Úkraína mynd
  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.2.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 566
  • Frá upphafi: 860903

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband