Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
15.3.2018 | 01:56
Bandaríska móðurfyrirtæki Toys "R" Us virðist vera endanlega gjaldþrota!
Skv. fréttum eru verslanir fyrirtækisins í Bretlandi og Bandaríkjunum að loka, auk þessa miklar líku á að verslanir þess víða um Evrópu - loki einnig.
--Ekki hafa borist fregnir af því hvort verslanir þess á Íslandi muni einnig loka.
All Toys "R" Us shops to shut in Britain
Toys 'R' Us plans to close all U.S. stores; 33,000 jobs at risk: source
Ástæður gjaldþrots virðast liggja í því börn séu verulegu leiti hætt að vilja venjuleg leikföng!
Stafræn leiktæki virðast hafa tekið yfir markaðinn að verulegu leiti - hefðbundnir leikfangaframleiðendur og verslanir, séu því í vaxandi vandræðum.
Í ofanálag, hafi leikfangasala færst verulega yfir á vefinn, til stórra vefsíðna eins og Amazon.com.
Þessi trend leggjast saman, og virðast hafa minnkað mjög traffík í verslunum fyrirtækisins, gert því ómögulegt að standa við umtalsverðar skuldir.
Vegna dökkra horfa í verslun af þessu tagi - hafi kröfuhafar valið frekar að selja eignir fyrirtækisins, í von um að innheimta eitthvað af skuldum með þeim hætti.
Reiknað er með því að fjöldi sérhæfðra leikfangaframleiðenda, muni hverfa í kjölfarið á hruni Toys "R" Us -- meira að segja Mattel muni verða fyrir verulegu höggi.
--Markaðurinn virðist raunverulega hafa breyst!
Niðurstaða
Hrun sennilega stærstu leikfangasölukeðju heimsins, virðist sýna hvernig tæknibreytingar breyta markaðnum. Eins og fyrir nú all nokkrum árum, Kodak fyrirtækið hrundi þegar starfrænar myndavélar komu fram - og síðar að markaðurinn fyrir starfrænar myndavélar hrundi þegar myndavélar voru seldar sem hluti af símum - og Nokia símafyrirtækið hrundi þegar snjallsímar fóru sigurför um heiminn. Þá virðist útbreiðsla stafrænna leikfanga með snertiskjám, vera að taka yfir markaðinn með leikföng - og vera að ryðja í vaxandi mæli hefðbundnum leikföngum.
--Að auki bætist við, ógnin frá netverslun fyrir verslun með hefðbundnu sniði.
Kv.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2016 | 01:21
Renault/Nissan að taka yfir Mitsubishi?
Það vekur alltaf athygli þegar eitthvað stórt gerist í heimi þekkustu bifreiðaframleiðendanna. Upp á síðkastið hefur Mitsubishi verið í verulegum vandræðum - hlutabréf hafa fallið meir en 40%. Það virðist að forstjóri Renault/Nissan, Carlos Ghosn, hafi séð sem tækifæri.
- Vandræði Mitsubishi eru þau, að fyrir nokkru síðan, viðurkenndi fyrirtækið að hafa svindlað á mengunarmælingum og tölum vegna eldsneytiseyðslu í tengslum við bíla af tilteknu tagi -K bílar- sem aðeins eru framleiddir og seldir í Japan.
- Þetta var einnig bagalegt fyrir Nissan, því að í Japan er Nissan og Mitsubishi í bandalagi um framleiðslu -K bíla- og framleiðir Mitsubishi einnig slíka fyrir Nissan, sem seldir eru sem Nissan í Japan.
--Sala á þeim Nissan módelum, var einnig stöðvuð í Japan.
- Þetta á eftir að kosta Mitsubishi verulegar upphæðir, en ljóst virðist að fyrirtækið þarf að bæta kaupendum þetta með einhverjum hætti.
Nissan buys $2.2-bn stake in floundering Mitsubishi
Saviour of Nissan risks his record with bet on Mitsubishi
Ég hef áður fjallað um Carlos Ghosn: Litlar 1.070 milljón í árslaun.
En hann er merkilegur maður -- 1996 varð hann forstjóri Renault, sem þá var í alvarlegum rekstrar- og fjárhagsvanda. Á einu ári sneri Ghosn rekstrinum úr tapi í hagnað - og sérhvert ár síðan hefur Reanult skilað hagnaði.
1999 tók hann gríðarlega áhættu, er hann yfirtók Nissan, og tók þegar yfir stjórn þess fyrirtækis. Þá rambaði Nissan á brún gjaldþrots - varði Ghosn heilu ári í Japan við það að enduskipuleggja rekstur Nissan samsteypunnar.
Og það fór með sama hætti, að hann sneri rekstri Nissan við á einu ári, og síðan þá hefur Renault/Nissan undir forstjórn Ghosn -- orðið að einu fjársterkasta risafyrirtæki í heimi.
Og að sannkölluðum risa í heimi bifreiða-iðnaðar!
Renault/Nissan eignast þó einungis 33% hlut í Mitsubishi
Þetta er ekki - full yfirtaka, eins og er Ghosn tók strax yfir stjórn Nissan. Staða Mitsubishi er náttúrulega ekki eins slæm og staða Nissan var 1998. Fyrirtækið sennilega á eitt og óstutt fyrir líklegum fjárútlátum vegna skaðabóta -- en þetta er eftir allt saman innan japansks lagaumhverfis ekki bandarísks, ef maður hefur í huga Volkswagen hneykslið.
- En innkoma Reanult/Nissan þó styrkir stöðu Mitsubishi, sem hefði ella staðið eftir - sennilega, fjárhagslega veikt.
- Og vænta má við því, að í kjölfarið hefji fyrirtækin mjög náið samstarf.
Bent er á að Mitsubishi er sterkt í SA-Asíu, og á Indlandi.
Og auðvitað sterkt á heimamarkaði í Japan.
Mitsubishi er einnig þekkt um allan heim! Þó merkið sé ekki sterkt alls staðar.
- Talað er um að, Renault/Nissan þurfi á aukinni framleiðslu að halda, til að fjármagna þróun næstu kynslóðar -- rafbíla.
--Að gera það í samstarfi við Mitsubishi, breikki þann markað sem framtíðar rafbíla framleiðsla Renault/Nissan nái líklega til.
Væntanlega ef maður gerir ráð fyrir að um verði að ræða - sömu tæknina hjá öllum þrem.
- Það verður þó að koma í ljós síðar, hvernig merkin 3-verða markaðsset oft á sömu mörkuðum.
- Og samtímis haldið aðgreindum.
En merkin 3-eru öll að keppa á almennum neytendamarkaði.
Niðurstaða
Þó að björgun Carlos Ghosn á Mitsubishi sé ekki án áhættu - held ég að klárlega hafi áhættan er hann tók með yfirtöku Nissan 1998 verið mun meiri. Sjálfsagt stefnir hann á að í framtíðinni samræma framleiðslu fyrirtækjanna 3-ja, eða nánar tiltekið - samræma framleiðslu Mitsubishi að framleiðslu Renault/Nissan. En Renault/Nissan í dag nota sömu undirvagna - vélar og annað kram, að eins miklu leiti og praktístk er. Að sjálfsögðu mun slík breyting taka nokkurn tíma -- vart ekki möguleg fyrr en á tímabili er tekur rúman áratug.
----Klárlega ætlar Carlos Ghosn að tryggja að sá risi sem hann hefur byggt upp, verði áfram einn megin bifreiða risinn í heiminum, með því að Mitsubishi - reikna ég með, renni smám saman inn í þá heild!
-----Þar sem Mitsubishi er ekki enn full yfirtekið, og fyrri eigendur þess fyrirtækis eiga enn stóran hlut, má vænta þess að þeir aðilar muni hafa einhver áhrif á þá framtíðar stefnu er verði mörkuð af heildardæminu!
Kv.
8.11.2015 | 01:07
Þýska pressan segir að yfirmenn hjá Volkswagen séu hræddir við handtöku - ef þeir ferðast til Bandaríkjanna
Ég hugsa að slíkur ótti sé á rökum reistur. En FBI - sem hefur fortíðinni ekki hikað við að handtaka bandaríska fylkisstjóra eða borgarstjóra; gæti sannarlega verið víst til að handtaka hvern þann yfirmann Volkswagen frá höfðuðstövðunum í Volksburg - sem mundi láta sjá sig í Bandaríkjunum.
Volkswagen managers afraid to travel to the U.S.
Fyrsti framhjóladrifs bíll sem Volkswagen smíðaði, mjög sjaldgæfir í dag
"Volkswagen (VOWG_p.DE) managers are worried about traveling to the United States, a German newspaper reported on Saturday, saying U.S. investigators have confiscated the passport of an employee who is there on a visit."
"Citing a person with knowledge of the matter, the paper said it was now unlikely that new VW Chief Executive Matthias Mueller would travel to the United States in the second half of November as planned."
""We need legal security here before he can fly to the United States," the paper quoted a person from group management as saying."
Þó þetta séu - óstaðfestar fréttir, sem VW ber til baka.
Þá finnst mér það persónulega ákaflega sennilegt.
Að bandarísk yfirvöld - mundu halda eftir vegabréfi hvers þess yfirmanns Volkswagen AG sem færi til Bandaríkjanna frá höfuðstöðvunum í Volksburg.
Til þess að sá mundi ekki getað farið frá Bandaríkjunum - meðan að mál Volkswagen væri undir smásjá alríkisins, og líklega í kjölfarið - dómstóla.
- En bandarísk yfirvöld eru með það til skoðunar að höðfa sakamál - jafnvel gegn einstökum yfirmönnum Volkswagen AG.
Niðurstaða
Það sé því líklegt að yfirmenn Volkswagen í þýskalandi - láti það alfarið vera að ferðast til Bandaríkjanna á nk. árum. En mjög líklega munu málaferli standa yfir í mörg - mörg ár þar Vestan hafs.
Þó svo að Volkswagen samsteypan muni borga himinháar skaðabætur án nokkurs vafa.
Þá má mjög líklega treysta því - að margvísleg einkamál verði í gangi þar Vestanhafs í langan tíma á eftir.
En jafnvel þó það hugsanlega mundi ekki fara svo að alríkið bandaríska mundi taka þá ákvörðun að höfða formlegt sakamál gegn Volkswagen samsteypunni, jafnvel einstökum yfirmönnum.
Þá sé sennilegt að fjölmargir höfði einkamál gegn Volkswagen samsteypunni. Og slík einkamál gætu alveg verið áhætta fyrir einstaka yfirmenn Volkswagen, því -ef fréttir af háttsettri heimsókn frá Volksburg mundu berast- þá gætu þeir átt það á hættu að fá á sig stefnu, frá einhverjum reiðum Bandaríkjamanni.
Það gæti tekið langan tíma fyrir slíka áhættu að líða hjá.
Kv.
27.7.2015 | 22:56
Nýtt verðfall á mörkuðum í Kína vekur að nýju ugg og athygli
Ég fjallaði um verðfallið er varð fyrir nærri 3-vikum: Verðfall á markaði í Kína vekur ugg og athygli - stefnir í kreppu, eða mun þetta rugg markaða engu máli skipta?.
En þá tókst kínverskum stjórnvöldum að stöðva verðfall, og framkalla nýja hækkun markaða í Hong Kong of Sjanghæ - - það gerðu þau með fremur harkalegum inngripum.
- Þ.e. sölubanns verðbréfa fyrirtækja sem eru 6% af markaðinum eða meir, það bann gildi í 6 mánuði. Að auki mega forstjórar - framkvæmdastjórar og stjórnarmenn þeirra - sömu fyrirtækja. Ekki selja nein bréf í sinni eigu í sínum fyrirtækjum yfir sama tímabil. Og kínv. stjv. hafa látið vita, að brot á þessu banni muni mæta hörðum refsingum.
Þessar aðgerðir róuðu markaðinn fyrir 3-vikum, en nú er að nýju hafið verðfall:
China markets rout resumes with 8.5% Shanghai sell-off
Shanghai stock tumble hits global markets
Það veit í sjálfu sér enginn - akkúrat hvers vegna fall markaða í Kína, hefur haldið áfram eftir 3-ja vikna hlé.
- Einn möguleikinn getur verið, að aðilar sem hafi tekið lán fyrir kaupum á verðbréfum, hafi orðið að selja bréf - þegar órólegir lánveitendur hafi innkallað lánin.
- Svo hefur verið bent á nýlegar efnahagsfréttir, þ.e. að kínversk iðnframleiðsla hafi dregist saman, 5-mánuðinn í röð. Og að hagnaður fyrirtækja skv. nýlegri tilkynningu, sé lægri en á sl. ári.
Svo er ágætt að hafa í huga, að virði markaða í Kína hafði 2-faldast sl. 18 mánuði. Sem virðist vart sjálfbært - - miðað við efnahags-ástand, sem hefur frekar en hitt, bent til lækkandi hagvaxtar. Það eitt getur verið næg ástæða út af fyrir sig, að markaðir lækki.
Það eru auðvitað og hafa um nokkurt skeið verið hættumerki í kínverska hagkerfinu:
- Sbr. gríðarlega hraðan vöxt skulda einka-aðila, en síðan 2008 skilst mér að þær hafi aukist um meir en 100% af landsframleiðslu. Það er gríðarlega hraður vöxtur skulda, og sögulega séð þegar svo hröð aukning er í gangi; þá hefur jafnan komið í ljós - að hlutfall fjárfestinga voru hæpnar eða lélegar.
- Það hefur frést af því, að fjármálastofnanir hafa verið að lána mikið fé í gegnum, nokkurs konar - útboð á lánum, þ.s. fólk hefur getað lagt fé í púkk - sem síðan er lánað. En lítið eftirlit virðist hafa verið haft með slíkum lánum. Og tap í þeim, getur dreifst afar víða um hagkerfið, vegna þess að mikill fjöldi fjárfesta geti lent í tapi. Þannig gætu slík lán - haft svipuð áhrif innan kínv. hagkerfisins, og svokölluð -undirmálslán- í Bandaríkjunum höfðu, eftir að búið var að -vefja þau í afleiður- eða "derivatives" og selja til fjárfesta. Heyrst hefur að meirihluti lána í Kína til fyrirtækja, hafi verið á þessu formi, allra síðustu ár.
- Gríðarlega mikið er byggt í Kína, og langt í frá allt af því er - nýtt. Þó verið geti að það nýtist síðar, ef vöxtur Kína heldur áfram.
Höfum að auki í huga, að Kínverjar eru ekki vanir - - stórum verðföllum á markaði, og því tjóni sem slíkir atburðir geta valdið. Þannig, að fyrir bragðið, má vera að sá skortur á lífsreynslu, skapi aukna hættu á -ofsahræðsluviðbrögðum.
Enginn í reynd veit, hversu alvarlegt áfall fyrir kínverska hagkerfið það verður - - ef þetta verðfall heldur áfram. En ég á samt ekki von á því, að kínverska hagkerfið - -> Sé að stefna að alvarlegu hruni.
En rétt er að muna, að ekkert vaxandi hagkerfi í heims-sögunni, sl. 200 ár eða svo, hefur sloppið alfarið við kreppur. Bandaríkin t.d. á 19. öld gengu í gegnum nokkrar, án þess að þær eyðilegðu bandaríska hagkerfið, eða stöðvuðu framsókn bandarísks efnahags - heilt yfir litið.
- Kína getur einfaldlega verið á leiðinni, loksins í þá kreppu sem svo margir hafa verið að spá.
- Það þarf alls ekki að vera, að slík standi lengur en 2-ár.
- Má jafnvel vera, að kínv. stjv. geti hindrað að heildarhagvöxtur hverfi úr hagkerfinu, þó svo að stór hluti einkahagkerfisins í Kína fari í tímabundið samdráttarskeið - - með því að Kína stjórn fari í enn eina eyðslu herferðina.
- Síðan eftir að gjaldþrot hafa fjarlægt skuldsettustu fyrirtækin, geta kínv. stjv. skipað bönkunum, að hefja nýja útlánaherferð - þ.s. lán séu boðin á lágum kjörum til fyrirtækja. Og þannig flýtt fyrir því, að nýir aðilar fylli í skörð þeirra fyrirtækja er hafa horfið vegna gjaldþrota.
Þannig að ég á alls ekki von á djúpri kreppu! En það eru auðvitað ýmsir með aðrar skoðanir á því atriði.
Niðurstaða
Kína getur verið á leið inn í Kreppu. Ef kreppa hefst í Kína, vegna þess hve mikilvægt kínverska hagkerfið er orðið innan heims-hagkerfisins. Þá mun kreppa í Kína, jafnvel í skamman tíma, hafa veruleg boðaföll.
Líklega falla þau lönd sem hafa verið háð hráefnis-sölu til Kína, í kreppu. Og það má vel vera, að í tilvikum verði kreppa slíkra landa - - umtalsvert dýpri og meir langvarandi. Þannig að kreppa í Kína, geti oltið af skriðu - - > Þ.e. kreppu meðal svokallaðra -ný-iðnvæðandi landa.-
Það yrði að koma í ljós, hve miklar afleiðingar þetta hefði t.d. á Evrópu - - en t.d. væri líklegt að Þýskaland og Frakkland, yrðu harkalega úti. Vegna þess hve þau lönd eru í dag, orðin háð kínverska markaðinum.
Þ.e. alveg hugsanlegt, að snöggur samdráttur í sölu til Kína, dugi til þess að framkalla samdrátt í 2-stærstu hagkerfum evrusvæðis. Það má vera að evrusvæði sem heild, mundi detta yfir í milda kreppu.
Bandaríkin - - ég á ekki von á kreppu þar, vegna vandræða í Kína. T.d. hafa fyrstu viðbrögð alþjóða markaða, bent til frekari lækkunar olíuverðs. Vegna hræðslu við samdtrátt í eftirspurn eftir olíu, vegna hræðslu um kreppu í Kína.
Það má reikna með því, að veruleg boðaföll vegna kreppu í Kína, mundi valda lækkun olíuverðs. Og það mundi án efa, gagnast bandaríska hagkerfinu - - þannig að ég á frekar en hitt, von á að bandaríska hagkerfiö mundi standa af sér þennan tiltekna storm.
Síðan sennilega snúi kínverska hagkerfið fremur fljótlega til baka, þ.e. kreppan verði "V"-laga, þ.e. snögglega niður, og snögglega upp aftur. 2-ár virðist sennileg tímalengd.
----------------------
- Fyrir Ísland, gæti ástandið boðað lægri fiskverð - lægra verðlag á áli, og fækkun ferðamanna á nk. ári.
- Það gæti leitt fram gengissig á nk. ári, vegna minnkunar gjaldeyristekna - meðan að neysla hefur verið á töluverðri siglingu undanfarið.
Kv.
8.7.2015 | 20:19
Verðfall á markaði í Kína vekur ugg og athygli - stefnir í kreppu, eða mun þetta rugg markaða engu máli skipta?
Kína er áhugavert fyrir einn þátt, nefnilega að Kína hefur enn sem komið er, tekist að komast hjá kreppuvandræðum. Á hinn bóginn, veit ég ekki til þess, að nokkurt land í heiminum hafi gengið í gegnum efnahagsþróun - og sloppið alfarið við kreppu eða kreppur.
Manni hefur virst allra síðustu ár, vera margvíslegt til staðar í Kína, sem skapi - hættu á kreppu.
- Sbr. gríðarlega hraðan vöxt skulda einka-aðila, en síðan 2008 skilst mér að þær hafi aukist um meir en 100% af landsframleiðslu. Það er gríðarlega hraður vöxtur skulda, og sögulega séð þegar svo hröð aukning er í gangi; þá hefur jafnan komið í ljós - að hlutfall fjárfestinga voru hæpnar eða lélegar.
- Það hefur frést af því, að fjármálastofnanir hafa verið að lána mikið fé í gegnum, nokkurs konar - útboð á lánum, þ.s. fólk hefur getað lagt fé í púkk - sem síðan er lánað. En lítið eftirlit virðist hafa verið haft með slíkum lánum. Og tap í þeim, getur dreifst afar víða um hagkerfið, vegna þess að mikill fjöldi fjárfesta geti lent í tapi. Þannig gætu slík lán - haft svipuð áhrif innan kínv. hagkerfisins, og svokölluð -undirmálslán- í Bandaríkjunum höfðu, eftir að búið var að -vefja þau í afleiður- eða "derivatives" og selja til fjárfesta. Heyrst hefur að meirihluti lána í Kína til fyrirtækja, hafi verið á þessu formi, allra síðustu ár.
- Gríðarlega mikið er byggt í Kína, og langt í frá allt af því er - nýtt. Þó verið geti að það nýtist síðar, ef vöxtur Kína heldur áfram.
- Verðbréfamarkaðir í Kína, hafa 2-faldast að verðmæti, sl. 18 mánuði. Það hefur virst vera algerlega augljós - verðbóla.
- Í samanburði við þá 2-földun meðalverðs hluta, þá virðist ef til vill lækkun nú um 30% á nokkrum vikum - - ekki svo agaleg.
- Á hinn bóginn, hafa kínv. stjv. nú gripið til afar harkalegra inngripa, þ.e. sölubanns verðbréfa fyrirtækja sem eru 6% af markaðinum eða meir, það bann gildi í 6 mánuði. Að auki mega forstjórar - framkvæmdastjórar og stjórnarmenn þeirra - sömu fyrirtækja. Ekki selja nein bréf í sinni eigu í sínum fyrirtækjum yfir sama tímabil. Og kínv. stjv. hafa látið vita, að brot á þessu banni muni mæta hörðum refsingum.
- Áður voru 940 fyrirtæki eða um 1/3 fyrirtækja á skrá á markaði í Shensen og Sjanghæ, búin að loka á viðskipti með sína hluti.
- Andvirði fyrirtækja á skrá á þeim mörkuðum, hefur lækkað um litla 3000 milljarða.$.
- Augljóst er af viðbrögðum kínverskra stjórnvalda - - að það ríkir nokkur paník.
- En áframhaldandi verðfall mun klárlega valda fjölda manns verulegu fjárhagslegu tjóni.
- Höfum að auki í huga, að Kínverjar eru ekki vanir - - stórum verðföllum á markaði, og því tjóni sem slíkir atburðir geta valdið.
- Þannig, að fyrir bragðið, má vera að sá skortur á lífsreynslu, skapi aukna hættu á -ofsahræðsluviðbrögðum.
Enginn í reynd veit, hversu alvarlegt áfall fyrir kínverska hagkerfið það verður - - ef þetta verðfall heldur áfram.
Lex hjá Financial Times: Telur að bannið við viðskiptum með hlutabréf stórfyrirtækja í 6 mánuði, muni hafa mjög skaðleg áhrif á kínverska markaðinn. Ekki síður, að stjórnarmönnum og æðstu yfirmönnum þeirra sé alfarið bannað að versla með bréf þeirra, á sama tíma.
En Lex telur, að þó verið geti að sú aðgerð, hjálpi við að stöðva núverandi verðfall - - muni það sennilega valda auknum boðaföllum næst. Því að þá muni aðilar sem grunar að kínv. stjv. endurtaki leikinn sennilega aftur, sennilega kjósa að selja sín bréf - fyrr í ferlinu en nú.
Þannig gæti bannið aukið líkur á að næsta verðfall, verði enn alvarlegra.
En ef um er að ræða atburð í líkingu við Wallstreet 1929
Þá má vera að stórt verðfall, geti verið upphafs atburður á þeirri kreppu, sem margir hafa reiknað með að verði í Kína. En þá væntanlega mundi verðfallið gera marga aðila er hafa átt í viðskiptum með verðbréf - gjaldþrota. Síðan mundi lækkandi verðmæti fyrirtækja, geta fært verðmæti a.m.k. hluta þeirra, undir verðmæti skulda þeirra.
Það heyrist, að margir almennir sparifjáreigendur í Kína - - hafi verið að fjárfesta í verðbréfum í seinni tíð. Það bendi til þess, að verðfallið geti bitnað sérdeilis harkalega á kínverskum fjölskyldum, þ.e. að margir tapi sínu sparifé að a.m.k. hluta, eða verulegu leiti.
- Þetta gæti leitt af stað hrinu gjaldþrota aðila í viðskiptum á markaði.
- Einnig orðið áfall fyrir fjölda einstaklinga, sem hafa verið að fjárfesta sitt sparifé í hlutabréfum - - því skapað högg fyrir neyslu.
- Og hugsanlega gert nokkurn fj. fyrirtækja gjaldþrota, þegar virði þeirra fer undir andvirði skulda þeirra.
Þá mundi það verða áhugavert - - hver áhrif slíka gjaldþrota, yrðu þegar einnig mundi verða tap á þeim lánasamningum sem þau sennilega hafa tekið þátt í - - sbr. þá aðferð að bjóða út lán á markaði, sem gæti dreift tapi af lánum yfir verulegan hóp kínv. fjárfesta.
Það mundi þá koma í ljós - - hvort slík röð högga mundi duga til að skapa snögga kreppu í Kína.
Niðurstaða
Ef það mundi verða kreppa í Kína. Þá vegna þess hve Kína er nú gríðarlega mikilvægur kaupandi hráefna af mörgum svokölluðum - ný-iðnvæðandi löndum. Þá má vera að um Kína gildi það sama er oft hefur verið sagt um Bandaríkin. Að ef Bandaríkin hnerra þá fái heimurinn kvef. Í tilviki Kína gæti þetta gilt um hin svokölluðu ný-iðnvæddu lönd. Að mörg þeirra mundu sennilega skella beint í kreppu - - um leið og kreppa mundi hefjast í kínverska hagkerfinu.
Þó svo að slík kreppa mundi einungis standa í t.d. 2 ár. Gæti hún orðið mun erfiðari og langdrægari fyrir löndin sem hafa verið að byggja sig upp - - sem hráefnasala til Kína.
Kv.
Viðskipti og fjármál | Breytt 9.7.2015 kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta mátti lesa út úr áhugaverðri grein í Financial Times, eftir Edward Luce: US share buybacks loot the future.
En það virðist fara hratt vaxandi - að fyrirtæki kaupi aftur til baka hluti í eigu hluthafa, sem gjarnan virðist leiða til þess að -hluthafar enda með rýkulegan arð.
Þetta gerist í -umhverfi, þegar -arðsemi fyrirtækja, er almennt enn slök.
- Mikið af þessu, virðist fjármagnað -með lántökum.
"A large chunk of the buybacks are funded by corporate bonds issued at historically low interest rates."
- Svo virðist einnig dæmi um að fyrirtæki -selji eignir til að fjármagna slík endurkaup.
"...General Electric, which recently announced it would sell off its non-industrial businesses...Yet its disposals will in the first instance help fund a $50bn share buyback."
- Á síðasta ári vörðu fyrirtæki á skrá hjá Standards&Poors 95% af sínum hagnaði i endurkaup.
"Last year, the S&P 500 companies spent 95 per cent of their operating margins on their own shares or in dividend payouts."
- Miðað við upphaf þessa árs, gæti stefnt í að -endurkaup, fari upp í rúmlega 100% af hagnaði fyrirtækja í Bandaríkjunum að meðaltali.
"To judge by the activity since January, buybacks are on course to exceed 100 per cent of profits in 2015."
Skv. þessu, þá streymir fjármagn út úr fyrirtækjum - og stefnir í að á þessu ári streymi meir út úr þeim, en inn í þau
Þannig að í stað þess, að fyrirtæki á markaðí - sæki sér fé til fjárfesta. Séu fjárfestar að sækja sér -nettó- fé til fyrirtækja.
Mér finnst það merkileg þróun, að nærri 100% af hagnaði fyrirtækja hafi á sl. ári verið greiddur úr - - til eigenda hluta.
Það þíðir að sjálfsögðu, að - - lítið af því fé sem til verður í fyrirtækinu, nýtist því til þess að fjármagna fjárfestingar, eða þá rannsóknir og þróun.
- Það má alveg velta því fyrir sér, hvort þessi þróun á sl. árum - - að sífellt hærra hlutfall hagnaðar, sé greiddur úr - - > Geti ekki a.m.k. að einhverju verulegu leiti, útskýrt af hverju hagvöxtur hefur verið tiltölulega lélegur seinni ár.
- En með því að taka til sín, svo hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja, eða á bilinu frá 90-100% eða jafnvel yfir 100%, þá er rökrétt að það dragi úr -nýungagyrni- fyrirtækja, þ.e. fjárfestingum í kostnaðarsama endurnýjun, eða rannsóknum, eða yfirtökum, eða stækkun umfangs rekstrar.
- Það gæti einnig útskýrt a.m.k. að einhveru verulegu leiti, af hverju lífskjör hafa verið í stöðnun -seinni misseri í Bandaríkjunum.
En vöxtur fyrirtækja - og nýungagyrni þeirra, hafa verið sl. 100 ár eða svo, megin driffjöður hagvaxtar.
Og þar með, bættra lífskjara.
Það getur verið að ástæðan fyrir þessu, séu vaxandi áhrif fjárfestingasjóða, sem keppa sín á milli um að -ná til sín sem mestu fé úr fyrirtækjum
En það sé hugsanlegt að í dag, ráði slíkir sjóðir yfir það miklu hlutfalli heildar flæðandi fjármagns, sem flæði um markaðinn. Að þeir geti stjórnað hegðan fyrirtækja -meira að segja risa eins og General Electric.
Þess vegna dettur mér í hug sá möguleiki, að -hlutafélagamódelið gæti verið á leið á ruslahauga sögunnar
En -fjölskyldufyrirtækið- hefur ekkert horfið. Hlutafélagamódelið hefur verið ríkjandi sennilega sl. 100 ár eða svo. Án þess að fjölskyldufyrirtækjum hafi verið útrýmt.
Það áhugaverða ástand gæti skapast, vegna áhrifa fjárfestingasjóða -mig grunar að áhrif þeirra séu að baki þeirri þróun, að hlutafélög almennt í Bandar. séu að greiða út til hluthafa stöðugt vaxandi hlutfall hagnaðar.
- Að fjölskyldufyrirtækið verði einfaldlega -skilvirkara form.
- Vegna þess, að fjölskyldufyrirtækið verði betur hæft um að -ráða yfir sínu fjármagni.
- Og þannig tryggja -að nægileg fjármagn til innri vaxtar, og, til þess að fjármagna stækkun, og ekki síst -rannsóknir og þróun.
Áhrif fjárfestingasjóðanna, gæti þannig leitt til hnignunar hlutafélaga módelsins á nk. árum.
Niðurstaða
Hvað haldið þið, gæti það verið að framtíðin liggi í -fjölskyldufyrirtækinu? Vegna þess að tæknin geri það of auðvelt fyrir utanaðkomandi aðila, að beita hlutafélög þrýstingi til þess að greiða út það hátt hlutfall hagnaðar til hluthafa - - að samkeppnishæfni hlutafélaga þar með skaðist til lengri tíma litið?
Kv.
24.3.2015 | 22:27
Litlar 1.070 milljón í árslaun
Ég rakst þá frétt í FT að forstjóri Renault/Nissan væri að fá launahækkun, upp í litlar 7,2 milljón evra eða 1.070 milljón krónur í árlaun.
Sennilega hærra en hjá nokkrum íslenskum forstjóra.
En þ.e. þó líklega slatti með árslaun yfir 100 milljón.
Þetta minnir mann á klassísku deiluna um það hvort einhver geti verið þetta mikils virði. Hvað Carlos Ghosn varðar þá er rétt að halda á lofti að hann hefur gert Renault/Nissan að sannkölluðu stórveldi á sviði bifreiðaframleiðslu.
Hann varð fyrst forstjóri Renault 1996 en þá var Renault í fjárhagsvandræðum - Gosn framkvæmdi klassískar aðgerðir í formi kostnaðarlækkana, hann einnig endurskipulagði starfsemi fyrirtækisins - tókst að snúa við starfseminni á rúmu ári í smávægilegan hagnað. En síðan hefur Renault fyrirtækið -skilst mér- ekki verið rekið með tapi.
1999 tók hann afdrifaríka ákvörðun þegar Nissan fyrirtækið japanska rambaði á barmi gjaldþrots, og lét Renault kaupa ráðandi hluta eða 36,8%. Þetta var upphafið að sameiningarferli Nissan og Renault.
Þetta var hrein yfirtaka, og tók hann sjálfur yfir stjórn mála á Nissan í Japan. Var þar a.m.k. 2 ár við það verk að endurskipuleggja Nissan.
"When he joined the company, Nissan had a consolidated interest-bearing net automotive debt of more than $20 billion and only three of its 46 models sold in Japan were generating a profit."
Gosn hjó og hjó, axaði þ.s. skilaði tapi, seldi margt annað sem ekki tengdist beint bílaframleiðslu - er sagður hafa haft mjög umtalsverð áhrif á japanskan fyrirtækja kúltúr. Honum tókst að endurtaka verkið með Nissan sem hann vann með Renault - þ.e. að ná Nissan í hagnað á 12 mánuðum, síðan í góðan hagnað á 3.
Í dag er þetta 4-stærsta bílaframleislufyrirtæki í heimi, er framleiðir bifreiðar meira eða minna um allan heim - á t.d. AvtoVAZ sen framleiddi á árum áður Lada bifreiðar í Rússlandi. Nissan bílar eru að auki framleiddir í S-Ameríku og Indlandi, fyrir utan Evrópu og Bandaríkin, ásamt auðvitað Japan. Og auðvitað að Renault bifreiðar eru framleiddar í Evrópu.
- Þetta sé með öðrum orðum, raunverulegur afreksmaður.
- Sennilega er besta nýlega ákvörðun hans, framleiðsla Nissan Leaf og sambærilegra Renault bíla sbr. Renault Zoe og Renault Fluence, sem einnig eru rafbílar.
- Þessi framleiðsla skili hagnaði ólíkt mörgum fyrri tilraunum til að framleiða rafbíla fyrir almenning.
Renault Zoe rafbíll
Renault Fluence rafbíll
Í dag skilst mér að samruni framleiðslu Renault/Nissan sé komin það langt - að algerlega úrelt sé að tala um lélega Reanult og góða Nissan.
Framleiðsluaðferðir hafi verið gersamlega samræmdar - þeir nota sömu vélarnar, sömu undirvagnana, samnýta annað kram!
Sjá t.d. nýjustu jepplingana:
Renault Kadjar
Nissan Qashqai
Mér skilst að þeir séu svo líkir - að tæknilega sé unnt að framleiða þá á sömu framleiðslulínunni, þ.e. sami undirvagn, sömu vélar, sömu festipunktar fyrir hurðir - bretti - stuðara og annað; þannig að unnt sé að bolta mismundandi parta og annð verður Nissan en hitt Renault.
Það er þannig sem framleiðendurnir ná því að skila hagnaði í dag - - að lágmarka fjölda svokallaðra "platforms" sem íslenskast sennilega "undirvagn" - sem og véla enda afskaplega dýrt orðið að þróa þær skv. nýjustu mengunarkröfum - undirvagnar einnig feykilega dýrir vegna krafna um styrk í árekstrum og öryggi farþega, og auðvitað um þætti eins og aksturseiginlega og skort á hávaða innanborðs.
Svo að hámarks nýting náist út úr þeim gríðarlegu fjárfestingum sem liggja að baki nýrri vél eða nýjum undirvagni.
Niðurstaða
Ég sleppi því að ákveða formlega hvort Gosn á það skilið að fá rúman milljarð í árslaun. En segi þó að hann á há laun skilið frekar en margir aðrir. En hvað Renault/Nissan er í dag má nær algerlega færa á hans reikning.
Kv.
24.3.2014 | 14:17
Hagvöxtur á evrusvæði virðist skjóta traustari rótum
Þetta er skv. tölum frá fyrirtækinu MARKIT sem birtir reglulega kannanir sem margir fylgjast með. Þarna er um að ræða þeirra "pöntunarstjóra-vísitölu" eða "purchasing managers index." Nú eru komnar bráðabirgðatölur fyrir mars. Samkvæmt þeim hefur orðið mikilvæg breyting.
Tölur hærri en 50 er aukning / tölur innan við 50 er minnkun!
Meðalvöxtur "PMI" hefur ekki aukist, heldur er heildartalan fyrir mars ívið lakari en fyrir febrúar, ef marka má bráðabirgða-yfirlitstölur, yfir vöxt eða minnkun pantana í aðildarríkjum evru.- Eurozone PMI Composite Output Index (1) at 53.2 (53.3 in February). 2 - month low.
- Eurozone Services PMI Activity Index (2) at 52.4 (52.6 in February). 2 - month low.
- Eurozone Manufacturing PMI (3) at 53.0 (53.2 in February). 3 - month low .
Heldur dregur úr heildarvexti pantana þ.e. í stað 3,3% aukningar í febrúar er ekki nema 3,2% aukning, sögð vera 2-ja mánaða lægð. Þetta er auðvitað svo lítil breyting að vart er unnt að halda því fram að hún skipti máli.
Það má allt eins álykta að heilt yfir sé aukning pantana svipuð og hina mánuðina. Þetta er líklega vísbending þess að hagvöxtur á evrusvæði sé stöðugur, í ákaflega hægum tölum. Sennilega er þetta ca. kringum 0,5%.
Eins og sést er aukning í þjónustugreinum ívið lakari en á sviði framleiðslugreina, ef til vill vísbending þess að erfið skuldastaða heimila og atvinnuleysi - haldi aftur af vexti neyslu.
Ef ekki er mikið að gerast í heildartölum - hvað á ég þá við með því að mikilvæg breyting hafi átt sér stað?
Financial Times var með frétt um þetta í morgun, og þetta kemur einnig fram í tölum MARKIT um Frakkland: FT - French spurt keeps eurozone recovery on track og Markit Flash France PMI®.
- France Composite Output Index (1) rises to 51 .6 (47.9 in February), 31 - month high
- France Services Activity Index (2) climbs to 51.4 (47.2 in February), 26 - month high
- France Manufacturing Output Index (3) rises to 52.8 (50.8 in February), 34 - month high
Loksins, loksins, loksins - er að mælast aukning í tölum frá Frakklandi. Og þetta er stór sveifla milli mánaða.
Þ.e. í stað samdráttar í heildarpöntunum um 2,1% í febrúar er aukning mæld skv. bráðabirgðatölum mars um 1,6%. Þ.e. sveifla um 3,7%. Þetta er hæsta mæling í 31 mánuð. Sem gerir 2 og hálft ár.
Stóra sveiflan virðist vera að niðursveifla í þjónustugreinum - - er skyndilega hætt. Þ.e. einnig umtalsverð aukning í pöntunum til framleiðslugreina.
- Áhugavert við lestur greiningar MARKIT:
- Þá lækkuðu söluverð hjá fyrirtækjum í Frakklandi yfir tímabilið.
- Á sama tíma, varð hækkun í "inputs" þ.e. rekstrarvörur urðu dýrari.
Þetta er kannski vísbending þess, að aukin sala hafi verið mikið til - - drifin áfram af tilboðum. Spurning hvernig það kemur niður á rekstrartekjum fyrirtækjanna vs. rekstrarkostnað þeirra, þ.e. hvort þau geti rekið sig með hagnaði - - eða hvort að þessi aukning sé "one off" Þ.e. án framhalds.
Það gæti bent til þess, að það verði þrístingur á laun á næstunni í Frakklandi.
- Spurning hvort í framhaldinu Frakkland hugsanlega detti í verðhjöðnun?
Það má lesa verðhjöðnunarhættu út úr tölum MARKIT
En fyrirtæki vítt yfir evrusvæði virðast hafa lækkað verð milli mánaða.
- "Input costs showed the smallest monthly rise for nine months,..."
- "...while prices charged by manufacturing and service providers fell on average to the greatest extent since last July."
- "Lower prices were often attributed simply to the need to compete to win business."
Skv. þessu er hagnaður fyrirtækjanna - - líklega undir þrýstingi. Þ.s. "inputs" þ.e. rekstrarvörur hafa hækkað, en verðlag á seldri þjónustu eða vörum hefur lækkað.
Þetta líklega bendir til þess, að fyrirtæki muni gæta aðhalds hvívetna í kostnaði, leita ljósum logum að leiðum til að minnka kostnað, þ.e. launum - starfsmannahaldi - fjárfestingum - viðhald - endurnýjun o.s.frv.
Ef þetta skapar niðurþrísting á laun, þá dregur úr kaupmætti - - sem væntanlega þíðir, að fyrirtæki þurfa enn frekar að lækka verð í framtíðinni. Ef þau vilja viðhalda sölu.
- Þetta er svokallaður "verðhjöðnunarhringur" sem mjög erfitt getur verið að stöðva, þegar hann er á annað borð kominn af stað.
Ég þekki ekki akkúrat hvaða "input" hafa hækkað - - en þ.e. vitað að orkuverð í Evrópu hefur verið á uppleið, svo dæmi sé nefnt.
Innfluttur varningur ætti að vera tiltölulega hagstæður þar á meðal rekstrarvörur, vegna hás gengis evrunnar - - á sama tíma og gengi gjaldmiðla í Asíu hefur lækkað töluvert, meira að segja gjaldmiðils Kína.
Það auðvitað setur sennilega þrísting á verðlag frá evr. fyrirtækjum, þ.s. þau verða að bjóða samkeppnisfær verð, eða væntanlega að þeirra "bissness" hjaðnar og þau hætta rekstri fyrir rest.
- Það auðvitað ýtir undir verðhjöðnun, hið hækkandi gengi evru - þ.e. lækkandi verðlag á innfluttum vörum. Sem væntanlega kallar á að evr. fyrirtæki verða að lækka verð, til að standast samkeppni. Sem væntanlega eflir þrýsting á laun innan Evr. Sem aftur kallar á, vegna minnkandi kaupmáttar launa, á frekari verðlækkanir - - til að viðhalda sölu.
Hátt og hækkandi gengi evrunnar - - skapar viðbótar verðhjöðnunarhættu.
Niðurstaða
Hagvöxtur á evrusvæði virðist vera að ná stöðugleika í kringum 0,5%. Ekki er þó líklega unnt að fullyrða út frá tölum eins mánaðar. Að kominn sé stöðugur hagvöxtur í Frakklandi. En ef Frakkland helst næstu mánuði í tölum ofan við "0" þá auðvitað dregur úr þeirri hættu, að Frakkland geti lent í vanda. Sem gat skapað framtíðar hættu fyrir hagvöxt í hinum löndunum. Ég lít því svo á að með því að öll stóru löndin séu nú ofan við "0" þá sé hagvöxturinn traustari. Þó það sé ekki aukning i vextinum heilt yfir milli mánaða. Sé áfram í kringum 0,5%.
Tölur MARKIT virðast sína áframhaldandi verðhjöðnunarhættu - þ.s. fyrirtæki í öllum löndunum bæði í framleiðslugreinum og þjónustu; virðast hafa lækkað verð milli mánaða. Á sama tíma og verðlag á rekstrarvörum eða "inputs" virðist hafa hækkað milli mánaða.
Það síðan sett í samhengi við óhagstæða gengisþróun evrunnar þ.e. að gengi evrunnar hefur sl. 18 mánuði eða svo verið ákaflega sterkt gagnvart mörgum öðrum gjaldmiðlum, sé líklegt að íta undir ástand ákaflega lágrar verðbólgu. Þ.e. verðbólgu langt undir 1%.
Það verður að koma í ljós hvort að löndum í verðhjöðnun heldur áfram að fjölga innan evrusvæðis. En þ.e. áhugavert að rifja upp að á 10. áratugnum þegar Japan smám saman færðist yfir í ástand verðhjöðnunar, þá afneitaði Seðlabankinn lengi vel einnig hættunni. Eins og Seðlabanki Evrópu hefur fram að þessu gert.
Kv.
20.3.2014 | 00:34
Kína virðist vera að gera tilraun til að slátra efnahagsbólu án þess að það framkallist "krass!"
Það hefur vakið athygli þ.s. virðist innan Kína vera "bólu-krass" í hægagangi. En stjórnvöld virðast vera að gera tilraun til að "sprengja" með ýtrustu varfærni "graftarkýli" í hagkerfinu, án þess að það leiði til eiginlegrar kreppu eða efnahagshruns.
Þarna má sjá að verki áhugaverða tilraun til - - stýrðrar lendingar á hagkerfinu!
Þetta er eins langt frá "frjálshyggju" og hugsast getur - - þ.e. stjv. virðast vera að velja og hafna, þegar þau ákveða "hver verður gjaldþrota" og hver er of mikilvægur til þess að óhætt sé að heimila gjaldþrot?
Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvort kínv. stjv. tekst að tempra niður þá risastóru fjármagnsbólu sem myndast hefur innan einkahagkerfisins, án þess að það gerist sem nær alltaf - að það verði leiðrétting í formi kreppu!
George Magnus - Chinas financial distress turns all too visible
Áhugaverð er útskýring ritstjóra Financial Times!
- "Since taking off five years ago, Chinas debt market has had the appearance of a one-way bet."
- "The countrys turbocharged growth meant corporations were typically in good enough financial health to pay back their loans."
- "But even those companies that ran into trouble did not face the risk of default, since the government would order state-owned banks to ride to their rescue."
- "The same principle applied to local authorities, which were put in the position to borrow large sums of money via off-balance sheet financial vehicles."
- "The era of riskless borrowing came to an abrupt end this month, when the authorities decided to let Chaori, a solar-cell maker, miss an interest payment on a bond, triggering the first default in Chinas modern history."
Þessi 5 ár hafa skuldir hagkerfisins - - vaxið úr 130% í 230%.
Þetta er sennilega "hraðasta" skuldasöfnun sem þekkist á seinni tímum í meiriháttar hagkerfi.
Í ljósi þess að fram að þessu höfðu allir lánveitendur verið varðir - - þá blasir við að líkur eru yfirgnæfandi á því að mikið sé af "óvönduðum" lánum.
Sú lánabóla er varð til á Íslandi - - var nægilega herfilega slæm, þó hefur það prinsipp verið til staðar frá upphafi, að menn verða gjaldþrota ef þeir ráða ekki við lánin sín, eða þ.e. a.m.k. bankinn sem þá ræður þeirri útkomu - - ekki stjv.
Ritstjórinn bendir einnig á þ.s. hann kallar "credit chain" þ.e. að stór fyrirtæki "ábyrgist" lán fyrirtækja gjarnan "íhlutaframleiðenda" sem eru háð stóra fyrirtækinu - - sé algeng í Kína.
- Þannig að stórt gjaldþrot gæti "tekið niður heilt fyrirtækjanet."
Síðan eru merkileg þessi "off-balance sheet financial vehicles" sem hann nefnir, en ég hef lesið um þau - - en kínv. bankarnir virðast hafa stundað áhættu lánsfjármögnun með "nýstárlegum hætti" þ.e. þeir gerast "brokers" þ.e. milligönguaðili í lánaviðskiptum þ.s. fyrirtæki óskar eftir láni, en bankinn auglýsir þá ósk "sem fjárfestingartækifæri" "höfum í huga að öll lán höfðu fram að þeim tíma verið örugg" "sama hversu vitlaus þau voru."
Þ.s. þetta þíðir er að - - þegar skuldabréfið fellur. Þá standa þeir einstaklingar sem lögðu fram fé í púkkið uppi með sárt ennið, þ.e. tapa sínu fé.
Meðan að bankinn sleppur - - það hefur verið gríðarlegur vöxtur í slíku formi "shadow banking" þ.s. þetta var eftir allt saman auglýst sem "gróði án áhættu."
- Og það virtist a.m.k. "satt" þessi 5 ár.
- Með þetta í huga - - þá get ég ekki ímyndað mér þær fjárhagslegu rúllupylsur sem líklega hafa orðið til innan kínv. einkahagkerfisins.
- Þær eru nægilega slæmar stundum, þegar menn vita að lán geta tapast.
- Þær hljóta að vera miklu mun verri, eða það virðist rökrétt, í hinu kínv. efnahagsumhverfi, sem fram að þessu hafði verið "risk free" eða svo töldu menn að stjv. hefðu lofað.
Auðvitað er það svo að það er aldrei neitt - - sem ekki hefur nokkra hina minnstu áhættu.
Stóra spurningin er - - hvort þ.e. virkilega mögulegt fyrir kínv. stjv. að sprengja graftarkýlin, án þess að einkahagkerfið innan Kína detti í dæmigerða "kreppu?"
Efasemdir eru rökréttar, þ.s. ég get ekki í fljótu bragði nefnt eitt einasta hagkerfi sem hefur vaxið frá fátækt upp í ríkidæmi, án þess að lenda a.m.k. einni stórri kreppi á þeirri vegferð.
Niðurstaða
Eins og Magnus bendir á, þá er þessi tilraun kínv. stjv. líkleg til að hafa verðhjaðnandi áhrif. Það hefur vakið athygli, að verðlag á hrávörum sérstaklega málmum sem Kína hefur keypt mikið af í seinni tíð - - hafa verið að falla nýverið. Bersýnilega vegna þess að hægt hefur á eftirspurn innan Kína.
Það virðist gersamlega öruggt að frekari tilraunir kínv. stjv. til að lenda hagkerfinu án brotlendingar, muni leiða til þess að frekar en nú þegar orðið er muni hægja á hagvexti innan Kína.
Vandinn við það, er náttúrulega sá - - að þegar alvarleg lánabóla hefur myndast. Þá þarf ekki endilega meira til svo að gjaldþrotahrina fari af stað, en að hagvöxtur minnki.
Ef gjaldþrotahrinan hefst, getur hagvöxtur á undraskömmum tíma orðið að niðursveiflu.
Hvað haldið þið - - mun Kína sleppa við þá klassísku leiðréttingarkreppu er virðist framundan?
Eða mun sú kreppa skella yfir?
Ef Kína dettur í raunverulega kreppu, þá mun bersýnilega verða "verðhrun" á dæmigerðum "commodities" þ.e. hrávörum. Það mundi m.a. þíða verðhrun líklega á áli.
Kv.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2014 | 01:15
Er verðbóla til staðar á bandarískum hlutabréfamörkuðum?
Það er þekkt rödd á markaðinum, Seth Klarman, sem er einn þekktasti verðbréfasjóðastjórnandi heimsins, rekur sjóð sem hefur vakið athygli fyrir góða ávöxtun í gegnum árin - - > sem kemur fram með þessa aðvörun: Klarman warns of impending asset price bubble
Þær ábendingar sem hann kemur fram með eru af því tagi - sem mér finnst vel koma til greina að séu réttar.
En þetta snýr að verðþróun á hlutabréfamörkuðum á sama tíma og seðlaprentun Seðlabanka Bandar. fór á útopnu - en hve mikið markaðir hafa hækkað, hefur vakið óneitanlega athygli.
- Any year in which the S&P 500 jumps 32 per cent and the Nasdaq 40 per cent while corporate earnings barely increase should be a cause for concern, not for further exuberance,
- On almost any metric, the US equity market is historically quite expensive. A sceptic would have to be blind not to see bubbles inflating in junk bond issuance, credit quality, and yields, not to mention the nosebleed stock market valuations of fashionable companies like Netflix and Tesla Motors,
- When the markets reverse, everything investors thought they knew will be turned upside down and inside out. Buy the dips will be replaced with what was I thinking? . . . Anyone who is poorly positioned and ill-prepared will find theres a long way to fall. Few, if any, will escape unscathed."
Miðað við þetta orðalag - - er hann að spá afskaplega dramatískum "leiðréttingar atburði."
- Eins og ég skil þessa aðvörun, er hann að meina að "seðlaprentun í Bandaríkjunum" hafi ekki einungis sveiflað verðlagi á dollar - þ.e. hækkað margíslega aðra gjaldmiðla gagnvart dollar, sérstaklega gjaldmiðla nýmarkaðs landa.
- Leitt til þess að "dollarar streymdu í leit að ávöxtun" inn í nýmarkaðs lönd, svo að verð á mörkuðum þar hafi hækkað.
- Heldur, hafi dollararnir einnig "varpað" verðlag innan bandar. verðbréfamarkaða.
- Skv. því þegar "US Federal Reserve" dregur úr prentun smám saman - hættir henni fyrir árslok.
- Muni ekki einungis verðlag gjaldmiðla sem hækkuðu gagnvart dollar, sveiflast til baka - ekki síst nýmarkaðslanda.
- Og sú sveifla sem sést hefur þar einnig, að fé leitar nú aftur til baka til Bandar. þaðan - þannig að verðlag á mökuðum þar hafi nokkuð látið undan - þróun sem líklega ágerist eftir því sem "US Fed." minnki prentun áfram og hætti henni fyrir rest.
- Heldur muni einnig verða leiðrétting á þeirri verðbólgu er hafi orðið til á bandar. verðbréfamörkuðum - - þ.s. hann nefnir einna helst þá markaði sem víxla með hátæknifyrirtæki og þau sem tengjast netinu.
- Getur verið að það sé einna helst þegar kemur að verðlagi á slíkum fyrirtækjum, að hann telur að sé til staðar bóla.
Ég hef í sjálfu sér enga ákveðna skoðun á því - hvort hann hefur rétt fyrir sér eða ekki.
Niðurstaða
Hvað haldið þið? Bjó seðlaprentun í Bandaríkjunum til "verðbólgu á hlutabréfamörkuðum" sem líkleg sé að ganga til baka, á einhverjum tímapunkti sennilega á þessu ári?
Varðandi þessa spá Seth Klarman má velta einu upp, að vanalega þegar hagkerfi fer að rétta úr kútnum - - þá hækka markaðir í því landi. Og þ.e. einnig spurning um það fé sem líklega leitar til baka til Bandar. frá nýmarkaðslöndum, það leitar líklega í eitthvað.
En það þíðir ekki endilega að út í hött sé - að á a.m.k. einhverjum hluta markaðarins í Bandaríkjunum, séu verð bólukennd. Og að það geti verið að leiðrétting sé framundan, sérstaklega varðandi fyrirtæki í tengslum við "netið."
Fólk má gjarnan leggja fram sína skoðun!
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar