Færsluflokkur: Bloggar

Harðir bardagar sl. 3 vikur um borgina Avdiivka í SA-Úkraínu, þó án stórra tilfærsla á víglínum -- Úkraína hefur opnað nýja víglínu á Kherson svæðinu í S-Úkraínu, með óvæntri landgöngu!

Árás Rússa á  Avdiivka virðist töluvert stór - mannfall er talið mikið, að flestum talið umtalsvert meira á hlið Rússa; þ.s. Rússa-her ræðst eina ferðina enn, að úkraínsku borgarvirki.

RUSSIAN OFFENSIVE CAMPAIGN ASSESSMENT, OCTOBER 21, 2023

Ef marka má fréttir, gerðu Rússar nýjar árásir um helgina eftir að hafa endurskipulagt lið sitt -- að talið er.

  1. Meginhreyfingarnar á víglínunni, voru 1-vikuna.
  2. Síðan þá, hefur víglínan virst nærri alveg föst.
  • Rétt að benda á, að Rússar réðust einnig að Aviivka sl. vetur.

Víglína Úkraínu við þá borg - hélt. Öfugt við þ.s. gerðist við Bakhmut.

  1. Víglína Úkraínu þarna, er a.m.k. að hluta, frá átökum 2014.
  2. Avdiivka hefur alveg samfell síðan Febr. 2022, verið í víglínu átaka, frá því að ný innrás Rússa hefst Febr. 2022.

Sem þíðir, Úkraína hefur haft langan tíma til að byggja varnarlínur upp.
Advdiivka er því sennilega eins vel varin og nokkur staður í Úkraínu.

Rússar hafa samfellt síðan Febr. 2022, stefnt að töku -- Donbas.
Eins og sést á mynd, ráða Úkraínumenn -- enn hluta af víglínu, frá 2014.
--Sá hluti er einmitt við borgina, Avdiivka.

  • Vegna þess þarna hefur verið barist með hléum alveg frá 2014.
    Á ég ekki endilega von á rússn. gegnumbroti þarna.
  1. Ég hallast frekar að því, að Rússar séu að ógna Avdviivka.
  2. Í von um að, Úkraínumenn -- færi lið þangað.

Þ.e. klassísk taktísk nálgun í stríði.

 

Myndin sýnir stöðuna ágætlega: Gult hvar Úkraínumenn hafa hörfað blátt þ.s. Úkraínumenn hafa aftur tekið með gagnsókn! Dökkrauða svæðið á myndinni sýnir svæði sem Rússar náðu 2014.


Varðandi mannfall í Úkraínustríði!
Troop Deaths and Injuries in Ukraine War Near 500,000, U.S. Officials Say

Russia’s military casualties, the officials said, are approaching 300,000.
The number includes as many as 120,000 deaths and 170,000 to 180,000 injured troops.
The Russian numbers dwarf the Ukrainian figures, which the officials put at close to 70,000 killed and 100,000 to 120,000 wounded.

Þetta er mat PENTAGON -- ca. Ágúst 2023.

Mat PENTAGON á styrk herjanna:

Ukraine has around 500,000 troops, including active-duty, reserve and paramilitary troops, according to analysts.
By contrast, Russia has almost triple that number, with 1,330,000 active-duty, reserve and paramilitary troops — most of the latter from the Wagner Group.

Aftur matstölur PENTAGON ágúst 2023.

Styrkur Úkraínuher er ca. þ.s. ég hef sjálfur talið her Úkraínu.
Þ.e. ca. 500.000.

Einfaldlega vegna þess að Úkraína hafi ekki næg vopn + flutningagetu fyrir stærri her.
Úkraína hafi samt í - almennu herútboði - þjálfað verulega flr. en 500.000.

Hernum sé einfaldlega haldið við 500.000 -- fólki bætt við eftir þörfum.

  1. Rétt að nefna, Rússar þurfa að viðhalda setuliði á herteknu landi.
  2. Úkraína hefur ekki þörf fyrir slíkt þ.s. íbúar almennt standa með ríkisstj. landsins.

Ekki er vitað hve fjölmennt setulið Rússa her.
Meina, sá her sem einfaldlega þarf að vera dreifður um herteknar byggðir.
--Til að tryggja, þau svæði rísi ekki upp gegn Rússum.

M.ö.o. líklega nýtist ekki allur liðsfjöldi Rússa til árása.

  • 90 - 95% af her Rússa er talinn vera í Úkraínu.

Flestir er ræða mál Úkraínu, eru sammála því - að nær allur Rússaher sé í landinu.

  • Sem skýri t.d. af hverju, Rússar þurftu að sætta sig við það - að Azerbadjan, hertók Nagorno-Karabak nýverið, m.ö.o. vann fullan sigur í átökum við Armeníu.

Azerar einfaldlega notfærðu sér, Rússaher er bundinn í Úkraínu, þannig Rússland gat ekkert gert!

 

Staðan á Kherson svæðinu Úkraínu

Lítið er vitað um árás Úkraínu yfir Dnieper/Dniepr!
Hersveitir Úkraínu virðast hafa tekið - Krynki, við bakka fljótsins, Rússa-megin.
Bardagar virðast einnig vera í skóglendi rétt handan við, Krynki.

  1. Bardagar þarna hafa nú staðið liðlega viku - þarna gæti hugsanlega verið veila í víglínu Rússa, þ.s. má vera Rússar hafi ekki reiknað með atlögu.
  2. Hinn bóginn er liðsstyrkur Úkraínu þarna ekki þekktur - óþekkt því að hvaða marki Úkraínu-her getur gert sér mat úr þessu.

En fyrst að Úkraínumenn hafa verið þarna, lengur en viku - er einhver flutningsgeta.
Ef Úkraína, getur sett upp bráðabirgðabrú yfir fljótið, gæti flutningsgetan vaxið.

Rússar auðvitað geta einnig fært til lið. A.m.k. hafa þeir ekki haft það lið enn þarna, er getur hrint atlögu Úkraínu. En það gæti breyst á nokkrum dögum til viðbótar.

 

Niðurstaða
Bardagar á Zaporizhia svæðinu hafa ekki hætt - enn er hart barist þar. Sama á við nærri Bakhmut, þ.s. Úkraínumenn halda enn í gangi gagnsókn.
Hinn bóginn, hafa litla hreyfingar verið á þeim víglínum dáldinn tíma.

Þ.s. nýlegt er - árás Rússa að Adiivka borgarvirkinu, árás er virðist töluvert stór.
Hinn bóginn, hefur sú borg verið á víglínu átaka í Úkraínu, samfellt frá 2014.
Rússar hafa ítrekað ráðist að þeirri víglínu við þá borg, frá Febr. 2022.

Síðast á undan, gerðu þeir harða atlögu að víglínum við Avdiivka sl. vetur.
Án þess að komast í gegnum varnirnar við þá borg.

Það blasir a.m.k. ekki neitt augljóslega við, að Rússar komist þarna í gegn, núna.
Mannfall er þó greinilega mikið, en stjórnendur Rússa virðast sætta sig við það.

Flest bendi til að, þeim árásum verði haldið áfram a.m.k. um einhverja hríð.

 

Ég nefni nýja árás yfir Dniper/Dniepr, vegna þess að þ.e. nýjasta tilraun Úkraínu.
Engin leið er að meta líkur á því að sá vinkill skili árangri.

  • Varðandi mannfallstölur - eru þær örugglega a.m.k. ekki of háar.
    Bardagar hafa verið ítrekað gríðarlega harðir.
  • Þ.s. Rússar eru mun oftar síðan Febr. 2022 í árásar-ham.
    Er rökrétt að Rússa-her hafi ca. 2-falt mannfall.

 

Eitt sem mér finnst merkilegt:
Árás Rússa á Adviivka hefst eftir að þeir fá vopnasendingu frá Norður-Kóreu.

Mig grunar það sé ekki tilviljun.
Það bendi til að Rússar hafi haft liðið tilbúið - en skort nægar birgðir til að hefja árás, fram á þann punkt.

Spurning hvort að Rússar eru að spæna þær birgðir upp með hraði?
Þannig - þeir hugsanlega þurfi að enda sóknina, vegna skotfora-skorts.
Ég meina, ef þ.e. ástæðan fyrir tímasetningunni - birgðirnar frá NK.

 

Kv.


Pútín íhugar stórfellda einkavæðingu - til að afla fjármagns fyrir tómann ríkissjóð

Skv. frétt Financial Times er íhugað að selja eftirfarandi ríkisfyrirtæki:

  1. Aeroflot.
  2. Alrosa.
  3. Rosneft.

Virði Aeroflot virðist mér óljóst - ríkisflugfélagið. Flugfloti þess mikið til rússnesk smíðaðar vélar, sem hafa ekki fengist flestar hverjar skráðar á Vesturlöndum.

Putin lines up state sell-offs to plug budget hole

  • En ég hugsa að námurisi - sé einhvers virði.
  • Sama gildi um stórt olíufélag.

Vandamálið er fyrst og fremst -- hver á að kaupa.

En miðað við það hvernig Pútín fór að í fortíðinni -- þegar t.d. Youkos var skipulega eyðilagt af rússneska ríkinu, sem á undan var talið eitt best rekna einkafyrirtækið í Rússlandi.

Þá grunar mig að margir verði mjög hikandi við að kaupa.
A.m.k. - vestrænir aðilar.

Þegar landið hefur slíka sögu - að skipulega leggja í rúst fyrirtæki, svo ríkið geti hirt eignir þess - vegna þess að eigandi þess var talinn styðja stjórnarandstöðuna í Rússlandi.

Þá vita allir - að nánast hvað sem er gæti gerst síðar meir, tja t.d. ef land þess sem eigandi fyrirtækis er hefði keypt það af rússn. stjórnvöldum - síðar meir lenti í deilu við Rússland.
Þá væru rússn. stjv. vís til að -- hirða viðkomandi fyrirtæki.

Eða, að spilltir embættismenn, gætu soðið saman mál til að skemma fyrir viðkomandi -- af hvatningu auðugra rússneskra keppinauta, svo þeir geti hirt fyrirtækið af viðkomandi.

  • Slík mál þekkjast í gegnum árin í Rússlandi.
  1. Nánast einu kaupendurnir sem ég kem auga á - sem gætu verið tilbúnir til að taka þessa áhættu.
  2. Væru kínverskir aðilar.

En þá væru stjórnvöld í Rússlandi að bjóða kínverska valdaflokknum upp á gafl hjá sér.
Í reynd að afhenda honum - beinan aðgang að áhrifum innan rússnesks viðskiptalífs.
Og auðvitað -- eign yfir hluta auðlinda Rússlands.

 

Niðurstaða

Einu erlendu kaupendurnir sem ég kem auga á, væru Kínverjar. En þar sem valdaflokkurinn í Kína, enn þann dag í dag, stjórnar því hverjir fá heimildir til stórra fjárfestinga á erlendri grundu. Þá þíðir það einmitt það sem ég benti á að ofan. Að þar sem kínverski valdaflokkurinn mundi handvelja þá aðila er mundu fá að kaupa, að þá væri kínverski valdaflokkurinn þar með kominn með mjög mikil efnahagsleg áhrif innan Rússlands.

Það má velta fyrir sér skynsemi þess, í ljósi þess að Kína er 10-falt fjölmennara en Rússland. Samtímis, meir en 10-stærra sem efnahags heild.

  • Ítreka það sem ég hef áður bent á, að Kína getur á nk. árum hæglega orðið mun valdameira í A-héruðum Rússlands - en sjálf ríkisstjórn Rússlands, í gegnum gríðarlegt fjárhagslegt vald - vs. spillinguna í Rússlandi sem versnar því lengra er farið frá Moskvu -- það hefur lengi verið viðloðandi í Rússlandi, að reglur séu fyrst og fremst fyrir þá, sem ekki eiga næga peninga - til að múta embættismönnum til að líta í hina áttina.

Gríðarlega fjárhagslega sterk kínversk fyrirtæki, með því að verða helstu fjárfestarnir innan Rússlands - gætu þar með haft mjög mikil svæðisbundin völd innan Rússlands, sérstaklega langt frá miðstjórnarvaldinu í Moskvu.

Ég tel að Rússland sé í raunverulegr hættu á nk. árum að missa stjórn á hlutum síns lands.
Kreppan auðvitað flýtir fyrir.

 

Kv.


Gleðilegt nýtt ár öllsömul

Ég ætla ekki að blogga um neitt sérstakt núna, heldur að senda öllum mínar bestu nýárs og áramótakveðjur, megi nýja árið verða hið alla besta og sem gæfurýkast fyrir ykkur öll :)

http://farm3.static.flickr.com/2133/2123195923_62f9dc865d.jpg?v=0

Kv.


Óska öllum velfarnaðar á nýja árinu

New Year Greetings Wallpapers

Þakka lesendum fyrir athyglina á gamla árinu. Óska öllum ánægjulegs nýs árs. Vonum að það nýja verði betra. Að það marki upphaf að þeim skrefum sem vonandi verði stigin næstu misserin. Er smá ýti landsmönnum skref fyrir skref. Upp á hærra plan efnahagslegrar velferðar.

Kv.


Af hverju gengur svo ílla að ná skatttekjum hinna ríku?

Þetta er umræða sem er mikið á döfinni í Evrópu í dag, m.a. í Frakklandi þ.s. Hollande forseti lofaði "réttlárara skattkerfi" sem þíðir skv. gildum jafnaðarmanna "skattkerfi sem stuðlar að aukinni tekjujöfnun." Sem jafnaðarmenn kalla gjarnan að "draga úr tekjumismunun."

Deilan snír að nýjum 75% skatti á tekjur umfram tiltekna upphæð. Rétt að taka fram, að það eru raunverulegar "hátekjur" sem við erum að tala um, og þó viðkomandi borgi svo hátt skatthlutfall, er viðkomandi ekki beint orðinn fátækur - er enn tekjuhár.

En þeir sem hafa þetta háar tekjur, finnst skatthlutfall sem er þetta hátt, vera ósanngjarnt.

Ég ætla ekki að fella dóm á hvort það er sanngjarnt að láta ofsaríka greiða miklu mun hærri skatthlutfall, en launafólk t.d. dæmigert millistéttarfólk á cirka miðtekjum.

Þetta fer algerlega eftir lífskoðun viðkomandi - en lífsskoðanir eru í eðli sínu ósannanlegar.

En ljóst er að margir þeir sem hafa tekjur langt yfir meðallagi, þeim finnst það ósanngjarnt.

Og þ.e. málið, að það eru í boði mjög mörg úrræði fyrir fólk með tekjur langt yfir meðaltali, ef það hefur áhuga á því að víkja sér undan skattheimtu - sem það upplifir sem ósanngjarna.

 

Af hverju er svo erfitt á ná í skatttekjur hinna ríku?

Uppbygging hins nútíma frjálslynda hagkerfis sem rýkir í heiminum - veldur þessu. En þ.e. nú talið eðlilegt að aðili geti átt heima í landi A en átt fyrirtæki í landi B, en fengið hagnað af starfseminni sendan til sín - í banka að eigin vali t.d. í landi A. En það getur einnig verið banki í landi C eða D eða E.

Þetta þíðir að ef t.d. ríkasti maður Frakklands vill losna undan 75% skatti, getur hann fengið ríkisborgararétt í öðru landi, þ.s. skattar eru mun lægri á ríka.

Þá er skv. reglum hins alþjóðlega kerfis, hann enn í fullum rétti til að eiga áfram fyrirtæki sín í Frakklandi, og fá tekjur af þeim á bankareikninga að eigin vali í landi að eigin vali.

  • Er það raunhæfur möguleiki fyrir ríka að skipta um ríkisfang?
  • Augljóslega - Já.
  • Það eru til fjöldi lítill eyríkja t.d. í Karabíska hafi, þ.s. ríkur getur einfaldlega fengið ríkisborgararétt með hraða eldingarinnar, gegn tiltekinni greiðslu. Einnig í Kyrrahafi. Þá borgar sá skatta þar, sem er þá mun lægri en t.d. í Frakklandi. Þetta er rökrétt fyrir pínulitla eyrikið, því það græðir á þessu - - þeir sem tapa eru franskir skattgreiðendur. Sá ríki græðir einnig á þessu.
  • Skv. nútíma reglum, er ekkert lögbrot í þessu fólgið.
  • Hvorki skv. lögum einstakra landa né alþjóðalögum.

Við þessu er ekkert að gera?

En ef ætti að hindra þennan möguleika, þyrfti þá reglur á þeim nótum, að einungis einstaklingur sem á heima í landi A geti átt fyrirtæki í landi A, síðan sé unnt að veita undanþágur af hálfu yfirvalda.

Slíka reglu er ekki unnt að innleiða skv. lögum ESB um viðskiptafrelsi.

Sem þíðir einnig að ekki er unnt að setja slíka reglu skv. reglum EES.

Sennilega væri slík regla einnig brot á reglum "Heims Viðskipta Stofnunarinnar."

Sjávarútvegur er undanskilinn vegna þess, að erlendis er hann flokkaður með landbúnaði. Og landbúnaður er enn mestu leiti undanskilinn þessum frjálslyndu reglum.

 

Er þá ekkert unnt að gera?

Í raun og veru ekki, það er raunveruleg hætta á því að ofsaríkir færi ríkisfang sitt úr landi, en haldi samt sem áður fullum réttindum til að eiga í viðskiptum í því landi.

Það má alveg deila um það, hvort það er í reynd sanngirni í því að ofsaríkir borgi mun hærra skatthlutfall en aðrir - en reglan að allir séu jafnir fyrir lögum á við alla jafnt.

En hið minnsta virðist ástandið vera þannig, að það sé ekki unnt að setja hærri skatta á þá - en þ.s. þeir eru til í að borga til viðkomandi samfélags.

Með öðrum orðum - það sanngyrnissjónarmið sem ráði, sé þeirra eigið.

Þess hóps sem sumir aðrir vilja skattleggja mun meir - en þeir sjálfir telja sanngirni í.

 

Er brauðmolakenningin röng?

Það er algengt að vinstrimönnum að hæðast af því sem þeir kalla "trickle down" - sem þeir túlka sem afstöðu hægri manna, að það sé hagkvæmt að skattleggja ekki þá sem eru ríkir umfram þ.s. þeir sjálfir telja sanngjarnt.

Með öðrum orðum, einnig kallað í hæðnistón "brauðmolakenningin." Þarna er um afflutning að ræða, eins og hagkerfi heimsins er upp byggt. Þá geta þeir sem eiga fyrirtæki algerlega ráðið hvar þeir setja upp sín fyrirtæki. Þeir þurfa ekki að eiga heima í sama landi.

Spurningin er einfaldlega - hver er gróðinn af skattlagningu, sem leiðir til þess að skattstofninn flýr?

Sumir vinstrimenn segja - að þetta sýni skort ríkra á samfélagsábyrgð - - það sé réttmæt krafa að þeir borgi meira, eða jafnvel mun meira. Því þeir geti það.

En ég bendi á móti, að þarna er um "lífskoðun að ræða."

Það er engin leið að sýna fram á, að það sé ósiðlegt að borga minna en þú getur. Þarna er að ræða, deilu sem snýr að lífsskoðun - þ.e. A telur eitt og B telur annað. Hvorugt sjónarmiðið er sannanlegt.

Það má á móti, koma fram öðru sjónarmiði - - sem er það.

  • Að við verðum að bera virðingu fyrir skoðunum annarra.

Það gangi ekki, að viðhalda kerfi, sem hópar telja ósanngjarnt - þá beita þeir brögðum til að komast framhjá. Ef hópur telur að sér vegið, finni sá hópur hjáleiðir.

Mér er kunnugt um það, að margir telja tekjuskiptingu ósanngjarna - en eins og nútímahagkerfi eru upp byggð.

Er ákaflega erfitt að þvinga fram tekjujöfnun - nema að mjög takmörkuðu leiti í gegnum skatta. Það kemur að því, að aukin skattheimta skilar nettó tapi - því þeir sem skatturinn beinist að, leita sér hjáleiða, og þeir geta fundið þær. Nútíma alþjóðakerfið býður upp á úrval hjáleiða.

Punkturinn að baki röksemdinni sem vinstrimenn hæðast að - - er að ekki sé skynsamt að haga skattheimtu með þeim hætti, að þeir sem eiga peninga færi þá í banka í öðrum löndum, eða flytji lögheimili sín úr landi.

 

Niðurstaða

Í dag er mikil pressa á velferðarkerfum Evrópu, einnig á Íslandi. Vegna kreppunnar. Margir sérstaklega á vinstri væng, telja vænlegt að auka skatta á "ríka" telja sig sjá þar næga peninga, til að minna þurfi að skera niður í velferðarkerfum. En þá einmitt reynir á þá staðreynd, að ríkir geta flust úr landi og áfram átt sömu fyrirtækin í landinu sem þeir áður áttu heima í. Þá hafa þeir vegna samninga landa á milli rétt til að fá arðinn sendan til sín, í það land sem þeir fluttu til. Innan ESB, gildir sama regla milli aðildarríkja ESB. Þekkt er að David Cameron hefur lofað því, að veita ríkum sem flýja til Bretlands góðar móttökur - rauða dregilinn. Atriði sem fer mjög í taugarnar á hinum nýja forseta Frakklands. Bretland vonast eftir að fá ríka einstaklinga frá Frakklandi til Bretlands, og skatttekjur þeirra. Þetta er algerlega í samræmi við reglur ESB, þ.s. fullt frjálsrlæði rýkir um kross eignaraðild fyrirtækja milli landa. Ríki Frakkinn er þó að íhuga að færa sig til Belgíu. Þ.s. ekki er þessi 75% skattur.

Þetta sýnir takmörkun skattlagningarleiðarinnar.

Burtséð frá því hvað fólki finnst þeir ríku ömurlegir að notfæra sér að þetta er gersamlega löglegt.

Málið er að það er ekki unnt að höfða til þeirra réttlætiskenndar - því einmitt henni er misboðið, þeir telja skattlagninguna ósanngjarna.

Eins og ég sagði í upphafi - hvað hverjum finnst sanngjarnt sníst um misjafnar lífsskoðanir.

 

Kv.


Trúuðum fækkar hratt - er þá guð þá ekki raunverulega til?

Eyjan var að vekja athygli á könnum sem finna má tilvísun inn á, á eftirfarandi vef: 57% Íslendinga telja sig trúaða, 17% fækkun síðan 2005. Þetta er í takt við þróun heiminn vítt, að svo virðist að trú sé á undanhaldi. En er það þá að standast sem vantrúaðir halda fram, að upplýsing sé leiðin til að útrýma trú? Þetta er ein af stóru spurningunum, og snýr að þeirri lífsskoðun að trú sé fíflaleg.

 

Er guð ekki til?

Ég ætla að setja fram eina guðshugmynd sem ég hef síðan ég fékk þá hugmynd fyrst fyrir u.þ.b. 10 árum, komið að við nokkur tækifæri á veraldarvefnum. Þó einna helst á erlendum vefjum.

Þetta er einfaldlega sett fram í þeim tilgangi að sýna fram á, að guð getur verið til.

Það er í reynd fullnægjandi að sýna fram á slíkt!

Eitt af þeim meginvandamálum sem margir benda á, er sú staðreynd að alheimurinn sem við búum í, virðist sérstaklega hentugur fyrir líf - þ.e. mögulegt í okkar alheimi.

En það er auðvelt að sýna fram á, að ef frumkröftum er breitt, hlutföll þeirra milli væri önnur, sumir veikari en þeir eru í alheiminum, aðrir sterkari.

Þá gæti t.d. það verið svo, að kjarnasamruni væri ekki mögulegur - því ekki myndun stjarna, af því leiðir ekki myndun pláneta heldur, né nokkurs efnis umfram vetni.

Það má einnig benda á vatn, en það hefur mjög einkennilegan eiginleika nefnilega að fast form þess flýtur ofan á vökvaformi þess. Það er ekki venjan með vökfaform efna, að fasta formið sé eðlisléttara.

Dæmigerða lausnin á þeim vanda, er að gera ráð fyrir því að alheimurinn sé í reynd endalaus keðja "alheima" sem alltaf hefur verið til - þ.s. nýir alheimar verða stöðugt til, og taka enda - hvernig sem það verður.

Þá auðvitað - er guð óþarfur, segja menn.

Það er í reynd þ.s. andstæðingar guðs hugmyndarinnar leitast statt og stöðugt að sýna fram á, að það þurfi ekki guð til - allt sé útskýranlegt án tilstillis guðlegrar handar.

Og fjölmargt upplýst fólk í dag, hallast að þeirri skoðun - að guð sé ekki til, allt sé útskýranlegt án guðs. Tilvist guðs sé óþörft - - ergo, guð sé líklega ekki til.

 

Uppástunga að guðshugmynd!

Ég hef smávegis gaman að því að koma fram með þessa guðshugmynd - því hún byggist á því að alheimurinn sé af því tagi, sem fljótt á litið virðist ekki krefjast tilvist guðs.

Ég aftur á móti álykta að - röksemdin "guð sé óþarfur" sýni í reynd ekki fram á nokkuð annað, en það - - með öðrum orðum, segi ekkert til um það hvort tilvist guðs sé líkleg eða ólíkleg.

Málið er, að í uppástungu minni er guð ekki nauðsynlegur fyrir þá tilvist sem ég geri ráð fyrir að sé til staðar, þ.e. "multiverse" með óendanlegum fj. alheima, sem alltaf hefur verið til.

Heldur er guð "rökrétt afleiðing þess" að það sé ekkert upphaf og enginn endir.

Guð sé "emergent phenomena" eða með öðrum orðum, afleiðing þess að það sé til staðar óendanlegt "multiverse" - og ég álykta, rökrétt afleiðing.

 

Forsendur:

  1. Alheimurinn sé í reynd keðja alheima sem alltaf hefur verið til, og alltaf verði. Það sé stöðug nýmyndun þess sem við þekkjum sem alheim, alheimar séu í reynd óendanlega margir og verið til óendanlega lengi.
  2. Ég geri ráð fyrir því, að þrívíðir alheimar séu til í vídd sem einnig skilgreinir rými, sem við getum kallað 4 rýmisvíddina. 
  3. Að auki geri ég ráð fyrir því að tími tilheyri heildar-tilvistinni, þannig að allt alheimadæmið þróist í tíma. Tími sé því ekki "emergent" innan okkar alheims, heldur flæði tími um allt kerfið þ.s. óendanlegur fj. alheima er til staðar nýmyndist og þróist í tíma. Samhengið milli tíma og alheima, sé þá svipað og mans sem stendur úti í læk. Hann er blautur, það er allt sem er í læknum annars staðar en hann stendur. Vatnið hægir á sér næst honum þ.s. það flæðir um fætur hans. Hann hefur áhrif á rennslið þ.s. hann akkúrat er. En alls staðar fyrir ofann og neðann, er vatnið til staðar án hans áhrifa. Þannig flæði tíminn um allt kerfið, sem þíði þó ekki að innan samhengis hvers alheims fyrir sig, séu ekki "local" áhrif af því tagi sem við sjáum þ.s. massi t.d. virðist geta haft áhrif á tíma.
  4. Þar sem við erum að tala um óendanlegar stærðir, þá þíðir það í reynd að þó svo líffænlegir alheimar séu einungis lítið brotabrot, þá einnig eru þeir óendanlega margir og hafa alltaf verið til.
  5. Til að dæmið gangi upp hjá mér, þarf fimmtu forsenduna. Nefnilega þá, að í einhverju litlu brotabroti lífvænlegra alheima hafi vitsmunalífi sem þá byggði, tekist að finna sér leið til að sleppa út fyrir sinn 3 víddar alheim, og sleppa út í 4 víddar-rýmið, sem 3 víddar alheimar eiga sína tilvist í. Þar sem við erum í óendanlegum stærðum, hefur þetta átt sér stað óendanlega oft, og vitsmunalíf á einhverju óþekktu formi hefur því ávallt hafst við í 4 víddinni.
  6. Næsta forsendan er sú, að þessu vitsmunalífi hvort sem þ.e. lifandi skv. okkar forsendum, þá a.m.k. sé það vitiborið, er hafi til að bera alla reynslu og þekkingu óendanlega margra alheima; hafi tekist að hafa áhrif á það ferli sem nýmyndar 3 víddar alheima inni í 4 víddinni. Geti stýrt því ferli. Enn einu sinni þ.s. við erum að tala um óendanlegar stærðir. Hefur sú alheims vitund eða líf, skipt sér af nýmyndun 3 víddar alheima út frá 4 víddinni í endalaust langan tíma, og í óendanlega mörg skipti.
  7. Þessi vitund hafi áhuga á vitsmunalífi, þess vegna stilli hún alheima til að hafa þá blöndu lögmála sem geri líf mögulegt, í von um að vitsmunalíf verði til í þeim alheimum. Og það vitsmunalíf, geri sér far um áður en þeirra alheimur líður undir lok, að sleppa út úr honum, og ganga inn í eða blandast saman við þá vitund sem fyrir er þar.
  8. Þar sem vitsmunalíf sé spennandi, geri alheima-vitundin sér far um að fylgjast með því, og skipta sér af þróun þess að því marki, sem auki líkur þess að það þróist áfram til meiri fullkomnunar. Þó þegar slík inngrip eiga sér stað - sé það gert að eins litlu leiti eins og mögulegt er, til að skemma það ekki að hver þróun fyrir sig sé að einhverju leiti sérstæð á sinn hátt. Tilgangurinn sé ekki að steypa allt í sama mót. Né að hafa meir vit fyrir þeim verum, en þ.s. að lágmarki telst nauðsynlegt.
  9. Ég geru ráð fyrir að viðkomandi vitund hafi þótt það þægileg aðferð, að beita sér í gegnum fólk sem við þekkjum sem mikla trúboða, sem hafa stofnað nokkur þeirra heimsstrúarbragða sem við þekkjum. Og þannig hafi þau verið notuð til að stýra að takmörkuðu marki þróun t.d. mannkyns.
  10. Varðandi spurninguna um líf eftir dauðann, þá hefur mér í samhenginu dottið í hug, að þ.s. ofangreind vitund hafi þá þekkingu óendanlegra alheima þar á meðal á tækni, sé henni í lófa lagið að láta það virka með þeim hætti, að við höldum áfram í einhverju formi eftir dauðann. Það væri þá í 4 víddinni. Það væri ekki órökrétt endilega í samhenginu, þ.s. tillaga mín er að tilgangurinn sé að safna frá hverjum alheimi fyrir sig - frekari reynslu og þekkingu, og það sé skilvirk leið að tryggja að það sé líf eftir. Og að auki, það geti verið að það sé til staðar val - - að loforð trúarbragðanna þess efnis að fólk sem lifir með þeim hætti að það sé sæmilega gott fólk, því sé bjargað - (ekki sé tilviljun að trúarbrögðin innihaldi öllu jafnaði formúlu af því hvernig á að fara að því að vera góður, né að þeim formúlum svipi nokkuð saman, inniberi sambærilega þætti) - hvernig sem sú björgun frá dauðanum fer fram. Þetta hafi verið í gangi óendanlega lengi í óendanlegum fjölda alheima, og að sjálfsögðu alls staðar innan okkar alheims. Það - þeir - hitt, hafi ákveðinn standard um það líf sem það getur hugsað sér að, verði hluti af því sjálfu. Sem þannig séð væri skiljanleg afstaða! Þú viljir ekki eytra sjálfan þig!

Sjálfsagt munu margir koma og kalla þetta "steypu."

En miðað við okkar þekkingu í dag - er þetta fullkomlega mögulegt, eða a.m.k. hugsanlega mögulegt.

Að auki uppfyllir "guð" á þessu formi, öll skilyrði:

  • Er eitthvað risastórt ofan okkar skilningi.
  • Tekur okkur svo langt fram, að samanburðurinn á pöddu vs. manni, dugar eiginlega ekki.
  • Sé "almáttugur."
  • Er fyrir utan alheiminn - þ.e. okkar.
  • Var til áður en alheimurinn varð til - þ.e. okkar.
  • Bjó til okkar alheim, skilgreindi hann.

Í reynd er það sem ég segi eftirfarandi:

Spurning um trú eða ekki trú á tilvist guðs og líf eftir dauðann.

Snýst ekki um þekkingu eða vitsmuni.

Heldur er þetta einfaldlega lífsskoðun.

Fólki er í sjálfvald sett hverju það vill trúa.

En annar hópurinn er ekki betri eða verri en hinn, vitlausari eða óvitlausari, sá sem trúir eða trúir ekki.

Hvorugur hópurinn hefur efni á að hýja á hinn - er það sem ég er að segja.

Auðvitað er ég einungis að tala um trú að því marki að hún stenst vísindalegar staðreyndir - sem sannarlega eru staðreyndir.

En staðreyndir eru sem dæmi verulega færri en margir halda?

Við gerum ráð fyrir fjölmörgu - t.d. að stjörnuþokan Anrdomeda sé raunverulega í nokkurra milljón ljósára fjarlægð á leið til okkar vetrarbrautar, og þær tvær muni rekast á eftir nokkra milljarða ára.

En vandinn við ljóshraðann er að allar upplýsingar eru gamlar, við getum ekki vitað hvernig fyrirbærinu lýður akkúrat í dag - - sem dæmi ef alheimurinn tók enda t.d. fyrir 10 milljörðum ára, gæti alveg verið að við værum hér enn án þess að vita af því, ef sá endir virkar þannig að "ekkertið" færist áfrm á hraða ljóssins. Þá er engin leið að aðvörun berist til okkar. Andromeda gæti þannig verið löngu horfin - set þetta fram til gamans. Við myndum hverfa er ekkertið næði til okkar - án þess að vita nokkru sinni af því að hætta vofði yfir. 

Punkturinn af því er ekki sá að alheimurinn sé þegar búinn - heldur sá að okkar vísindaþekking er á grunni fjölmargs þess, sem við reiknum með að sé satt án þess að geta beint sannað að svo sé.

Við setjum traust á að vísindakenningar sem virðast ganga upp skv. okkar bestu reikningum og að því marki sem við getum látið á þær reyna, og treystum svo á að meðan að við sannarlega getum ekki sannað að módelin hafi veilur - - þá sé líklega þ.s. þau gera ráð fyrir fyrir hendi. 

 

Niðurstaða

Mér kemur ekki til hugar að halda því fram að sú hugmynd um "guð" eða alheims vitund "sentience of the multiverse" sem ég set fram sé hin eina rétta. En ef einhverjum finnst þessi hugmynd sennileg, er viðkomandi velkomið að nota hana. Segja öðrum frá henni o.s.frv.

 

Kv. 


Veslings Spánn! Stundaglasið að tæmast?

Ég dauðvorkenni ríkisstjórn Spánar og almenningi á Spáni, sem virðist staddur í svo afskaplega vonlítilli stöðu. Mér sýnist reyndar ríkistjórn Marihano Rajoy vera góð ríkisstjórn. Meðal annars hefur mér líkað frekar svona hressandi tæpitungulaus ummæli sumra ráðherra sbr. að Spánn sé staddur í hræðilega alvarlegri efnahagskreppu og að baráttan um evruna standi nú yfir á Spáni.

Traustvekjandi þegar menn viðurkenna ástandið eins og það er.

Staða ríkisstjórnar Spánar er hreint með endemum þröng - nánast fullkomið "catch 22."

  1. Ríkisstj. Spánar þarf að minnka skuldir - getur því ekki aðstoðað bankakerfið, nema að litlu leiti.
  2. Á sama tíma þarf hún einnig að skera niður hallann á ríkisrekstri sem skv. nýjustu mælingum, reyndist 8,9% v. árslök 2011. Hallinn hefur verið reiknaður upp í annað sinn. Og til stendur að lækka það á þessu ári, í 5,3% þrátt fyrir versnandi kreppu í hagkerfinu.
  3. Hvort sem sá niðurskurður er framkvæmanlegur eða ekki, þá er það ljóst að stjv. hafa nánast enga smugu til að aðstoða bankakerfið.

 

Þess vegna vekur "hugsanleg" aðferð spænskra stjv. við endurfjármögnun BANKIA athygli

Spain may recapitalize Bankia with government debt: source

Spain Bails Out Its Third-Largest Bank

Spain weighs Bankia debt issue

Bankia debt issue plan splits opinion

En spænsk stjórnvöld eru að íhuga eftirfarandi skv. frétt Financial Times:

"As an alternative, officials are examining the possibility of directly injecting BFA with 19bn.€ of Spanish government debt when the recapitalisation takes place in June to July in return for equity in the bank." - "BFA could then deposit then deposit these securities, or "IOUs" with the ECB in return for liquidity. It would then pass down the 12bn.€ in new equity needed by Bankia by subsrcibing to planned rights issue in the fourth quarter." 

"Details from Madrid remain sketchy, but analysts and officials argue that if followed through, it could set a potentially important precedent for other eruozone countries that want to strengthen their banks without resorting to international rescue."

"One senior banker describer it as a "brilliant" financial solution and added "Once this is done, you will see a lot of people looking at this and copyiing it."

Spain says help not needed to save banks

"Telling people you're worried about raising 19bn.€ in the market is idiotic," said one senior financier in Madrid. "Basically it's saying: We're going to need a 400bn.€ bailout from the IMF."

"European officials are torn over the merits of the Spanish proposal."..."It creates a lot of uncertainty around the way Spain feels about its ability to raise debt in the markets," said Daragh Quinn, analyst at Nomura in Madris pointing out that Spain has about 400bn.€ of sovereign debt that falls due the coming few years."

"We do not believe that Bankia is unique in the extend of new losses identified analysts at Rabobanks said. "We assume that all Spanish banks would have  to report further writedowns and fresh capital needs, should their books be scrutinised by third parties."

 

Það er einmitt það - að spænsk stjórnvöld eru klárt alvarlega að íhuga að beita þessu "trixi" gefur þau skilaboð til markaðarins, að spænsk stjórnvöld séu orðin mjög hikandi við það, að bjóða út svo háar upphæðir á alþjóðlegum skuldamarkaði.

Það aftur setur stórt og hratt stækkandi spurningamerki við framtíðar fjármögnunargetu spænska ríkisins - jafnvel þó að Rajoy forsætisráðherra hafi hafnað því í dag, eða borið til baka, að spænsk stjórnvöld þurfi á aðstoð stofnana ESB eða AGS, við endurfjármögnun spænskra banka.

Það er reyndar áhugavert að geta þess, að þessu "trixi" beittu ísl. stjórnvöld þ.e. bankarnir voru endurfjármagnaðir með þeirri sáraeinföldu aðferð, að afhenda þeim skuldabréf frá ríkinu. Það skuldabréf var svo skráð sem eign í bækur þeirra, svo þeir gætu hafið á ný starfsemi.

Síðan seldi Steingrímur 2 af þeim, og ég reikna með því að þá hafi þau skuldabréf sem þeir þeir höfðu fengið, einfaldlega verið rifin eða sett í tætarann. En aldrei held ég að nokkrir raunverulegir peningar hafi skipt um hendur, þegar ríkið með þessum hætti endurfjármagnaði þá. Ég efa einnig að salan, hafi raunverulega verið sala - heldur einfaldlega verið svo að Steing. fékk að tæta þessar skuldir, en ég stórfellt efast um að nýir eigendur hafi nokkra peninga sett í þá.

  • Meginmunurinn er sá, að spænsk stjv. hafa ekki eigin seðlabanka - þau geta ekki skipað Seðlabanka Evrópu fyrir verkum.
  • Það er því ekki ljóst hvort að ECB mun taka beituna, og samþykkja að veita BANKIA lausafjármögnun - ef ríkisstj. Spánar endurfjármagnar BANKIA með þessum hætti.
  • En ég held það sé rétt sem bankamaðurinn nefndi að ofan, að ef ECB jánkar þessu, þá mun fj. bankastofnana á Spáni, á Ítalíu og víðar, vera endurfjármagnaðar með þessari "hókus - pókus" aðferð.
  • En vandinn við það í augum ECB, að ég sé ekki hvenær þeir bankar myndu hætta að vera á spenanum hjá ECB.
  • Þeir yrðu sennilega allir eins og grísku bankarnir eru í dag.
  • Þessi endurfjármögnunaraðferð felur í sér þann veikleika, að eignin í þessu tilviki þ.e. skuldabréfin, eru stöðugt að hrynja í verði eftir því sem kreppan versnar, t.d. náði vaxtakrafa fyrir spönsk 10 ára bréf 6,5% í dag um hríð, lækkaði svo í 6,4%.
  • Talið er líklegt að umræðan tengd endurfjármögnun BANKIA, hafi fengið markaðinn til að endurmeta enn á ný, verðlag skulda spænska ríkisins.
  • En í hvert sinn sem krafan hækkar, þá verðfalla þær skuldir - og það veikir þá eiginfjárstöðu allra þeirra bankastofnana, sem eiga mikið af slíkum bréfum sem eiginfjármyndandi eign.
  • Það virðist því ólíklegt að banki sem væri endurfjármagnaður þannig, muni geta endurreist traust markaðarins - þegar endurfjármögnunin hefur einfaldlega bætt við eignum, sem eru að verðfalla - þ.e. versnandi kreppa stöðugt eykur hlutfall lána í vandræðum, og að auki hefur slæm áhrif á húsnæðisverð því gæði veða.
  • Þ.e. því full ástæða að reikna með því eins og annar bankamaður sagði, að það sé nóg af slæmum fréttum að finna inna spænska fjármálakerfisins - þ.s. margir óháðir aðilar telja að húsnæðisverð eigi eftir að falla verulega enn, a.m.k. 20% til viðbótar nefndi einn.
  • En fullt eftir af töpum sem á eftir að gera fulla grein fyrir.
  • Barátta ríkisstjórnar Marihano Rajoy virðist því nánast eins vonlítil eins og barátta við vindmyllur.

 

Niðurstaða

Spænska ríkisstjórnin og fjármálakerfi landsins, er eins og tveir drukknandi menn hangandi á sömu spítunni. Mér sýnist ofangreind hugmynd lýsa hreinni örvæntingu. En með hratt hækkandi vaxtakröfu spænska ríkisins, mun spænska ríkið eiga mjög erfitt með að endurfjármagna þær skuldir sem það þegar hefur. Þetta virðist í reynd afhjúpa þ.s. margir hafa verið að segja, að spænska ríkinu sé um megn að ráða við málið. En á sama tíma, hika menn mjög frammi fyrir vandanum. Því eins og fram kemur í textanum, mun björgun Spánar kosta a.m.k. 400ma.€ þ.e. meir en björgun Grikkl., Portúgals og Írlands samanlagt. Og þ.e. síðan smápeningur við hliðina á kostnaðinum við hugsanlega björgun Ítalíu.

 

Kv.


Einn maður í krossferð við það að fjölga mannkyni

Sá þessa litlu frétt á Pressunni, og ákvað að Googgla hana, og viti menn á netinu er fjöldi frétta um málið, sjá frétt Pressunnar:

Feðraði líklega um 600 börn á starfsævi sinni - Málið komst upp fyrir tilviljun

Sjá: British scientist 'fathered 600 children' by donating sperm at his own fertility clinic 

 
 
 
Eins og sjá má, eru mennirnir 3 sem fóru að rannsaka málið, og komust að því að Bertold Wiesner væri líffræðilegur faðir þeirra - töluvert líkir honum!

Family ties: Barry Stevens with a photograph of his father Bertold Wiesner

Spurning hvernig Wiesner og konan hans leiddust út í þessa vitleysu - einn möguleiki að þeim hafi gengið ílla, að útvega sér sæðisgjafa sem uppfylltu þau skilyrði sem þau settu upp.

Hinn möguleikinn að karlinn hafi einfaldlega ákveðið að tryggja útbreiðslu gena sinna!

Wiesner's son David Gollancz

Mér finnst þetta hreint magnað mál ef lausleg áætlun kumpánanna um hugsanlegan fjölda barna líffræðilegs föðurs þeirra er einhvers staðar nærri lagi.

Þá er þetta víst heimsmet - í fjölda feðraðra barna eftir sama föður.

En þetta er í reynd sama tækni og notuð er við sæðingar nautgripa - ekkert tæknilega útilokað við það að sami einstaklingurinn geti verið líffræðilegur faðir þúsunda.

Setur þó spurningamerki við slíkar einkastofnanir sem ástunda sæðingar - þ.s. nöfn sæðisgjafa eru ekki gefin upp, og ekki er almennt séð unnt að komast að því nema í gegnum einhverja einskæra heppni, hver líffræðilegur faðir er.

En það fylgir málinu að ef gögnum er haldið leyndum, þá er engin leið að vita hvort að auglýsingar um svokallaða gæðastandarda sem eiga að vera viðhafðir - eru í raun og veru nærri sannleikanum.

 

Niðurstaða

Það má vera að Bertold Wiesner eigi heimsmetið í fjölda feðraðra barna, eftir sjálfann sig. Má velta því fyrir sér hvort þau tvö hafi vísvitandi verið að dreifa genum karlsins um víðann völl.

En sannarlega má það segja að hann hafi tryggt dreifingu þeirra. Þannig sigrað í baráttu náttúrunnar um hámörkun dreifingar eigin gena.

 

Kv.


Evruaðild, framkallar þann raunverulega möguleika, að markaðir geti keyrt þig í greiðsluþrot - skv. prófessor Paul de Grauwe við háskólann í Leuven

Ég rakst á mjög áhugaverða grein eftir prófessor Paul de Grauwe við háskólann í Leuven, og heitir greinin The Governance of a Fragile Eurozone , hann er ómyrkur í máli svo sannarlega, þegar kemur að því að lísa þeim göllum sem fylgir að vera innan Evrusvæðis, eins og þ.e. skipulagt í dag. En, þ.e. einmitt punktur Grauwe að, því sé mjög nauðsynlegt að breita í ímsum grunnatriðum.

Sjá einnig: Managing the eurozone’s fragility

  • Hann tekur dæmi um 2. lönd, annað utan við Evrusvæðið Bretland og hitt innan þess Spán!
  • Hann bendir á, að þó fjárlagahalli hafi verið síst minni í Bretlandi, opinberar skuldir séu meiri, bankakerfið einnig viðkvæmt og fallvalt; þá sé vaxtakrafan sem bresk stjórnvöld standa frammi fyrir verulega lægri.
  • Hann útskýrir fyrir okkur, af hverju markaðir meta áhættusamara að lána Evrulandi, þó það skuldi minna.
  • Síðan bendir hann okkur á þá viðbótar áhættu sem fylgir því fyrir lönd, að tilheyra Evrunni, einmitt vegna þess að starfa með Evruna, er eins og að hafa erlendann gjaldmiðil, sérstaklega bendir hann á þá viðbótar áhættu sem fylgir því, að geta ekki sjálfur prentað þinn gjaldmiðil.

 

The UK scenario

  • Let’s first trace what would happen if investors were to fear that the UK government might be defaulting on its debt.
  • In that case, they would sell their UK government bonds, driving up the interest rate.
  • After selling these bonds, these investors would have pounds that most probably they would want to get rid of by selling them in the foreign exchange market.
  • The price of the pound would drop until somebody else would be willing to buy these pounds.
  • The effect of this mechanism is that the pounds would remain bottled up in the UK money market to be invested in UK assets.
  • Put differently, the UK money stock would remain unchanged.
  • Part of that stock of money would probably be re-­‐invested in UK government securities.
  • But even if that were not the case so that the UK government cannot find the funds to roll over its debt at reasonable interest rates, it would certainly force the Bank of England to buy up the government securities.
  • Thus the UK government is ensured that the liquidity is around to fund its debt.
  • This means that investors cannot precipitate a liquidity crisis in the UK that could force the UK government into default.
  • There is a superior force of last resort, the Bank of England.

 

Land með eigin seðlabanka, hreinlega geti ekki orðið greiðsluþrota, í skuldbindingum sem eru í þeim gjaldmiðli, sem það land hefur til umráða.

En, eins og hann nefnir, geti slík lönd spilað sama leikinn eins og Bandaríkin, að láta eigin seðlabanka prenta peninga og nota þá til að kaupa ríkisbréf sem ríkið gefur út til að fjármagna eigin halla.

Áhættan sem tekin er, er viðbótar verðbólga og gengisfall; en aldrei greiðsluþrot.

 

The Spanish scenario

  • Things are dramatically different for a member of a monetary union, like Spain.
  • Suppose that investors fear a default by the Spanish government.
  • As a result, they sell Spanish government bonds, raising the interest rate.
  • So far, we have the same effects as in the case of the UK.
  • The rest is very different.
  • The investors who have acquired euros are likely to decide to invest these euros elsewhere, say in German government bonds.
  • As a result, the euros leave the Spanish banking system.
  • There is no foreign exchange market, nor a flexible exchange rate to stop this.
  • Thus the total amount of liquidity (money supply) in Spain shrinks.
  • The Spanish government experiences a liquidity crisis, i.e. it cannot obtain funds to roll over its debt at reasonable interest rates.
  • In addition, the Spanish government cannot force the Bank of Spain to buy government debt.
  • The ECB can provide all the liquidity of the world, but the Spanish government does not control that institution.
  • The liquidity crisis, if strong enough, can force the Spanish government into default.
  • Financial markets know this and will test the Spanish government when budget deficits deteriorate.
  • Thus, in a monetary union, financial markets acquire tremendous power and can force any member country on its knees. 

 

Þetta er nefnilega sú hætta sem við hefur blasað sl. ár eftir að krýsan í Grikklandi hófst, og það virtist sem land eftir land, stefndi í greiðsluþrot.

En, með því að afnema eigin gjaldmiðil, og treysta á utanaðkomandi seðlabanka sem þú hefur ekki vald yfir, er sá raunverulegi möguleiki fyrir hendi að land geti orðið fyrir peningaþurrð - leiftursnöggt - orðið greiðsluþrota eins og banki sem hrynur eftir að lenda í lausafjárvandræðum.

Gott er að muna að vegna þess að ríkisbréf allra Evrusvæðisríkja eru gefin út í Evrum eru þau keypt af þegnum hinna ímsu ríkja Evrusvæðis - ekkert endilega mikið frekar af eigin þegnum, en þetta magnar einnig hættuna á snöggri sölu að við skulum selja dreifist eins og eldur um sinu, enda nóg af bréfum annarra landa sem hægt er að kaupa í staðinn. 

Nákvæmlega þetta höfum við einmitt séð ítrekað gerast á sl. ári.

Feður Evrunnar á sínum tíma sáu þetta fyrir þ.e. að Evra yrði að innibera nokkurs konar sameiginlegann gjaldeyrissjóð sambærilegann við AGS, sem gæti lánað ríki í skammtíma fjármagns vandræðum - með skömmum fyrirvara.

Því miður var slíkum ekki komið á fót á sínum tíma, en á sl. ári eftir að Evrukrýsan hófst, hefur verið komið á neyðarsjóði.

En, hann er einmitt nauðsynlegt mótvægi við þá hættu sem skapast, við það að afnema eigin gjaldmiðil og seðlabanka.

 

  • Members of a monetary union are very susceptible to liquidity movements.
  1.  When investors fear some payment difficulty (e.g. triggered by a recession that leads to an increase in the government budget deficit), liquidity is withdrawn from the national market (a “sudden stop”).
  2. This can set in motion a devilish interaction between liquidity and solvency crises.
  3. Once a member country gets entangled in a liquidity crisis, interest rates are pushed up.
  4. Thus the liquidity crisis turns into a solvency crisis.
  5. Investors can then claim that it was right to pull out the money from a particular national market.
  6. It is a self-­‐fulfilling prophecy: the country has become insolvent because investors fear insolvency. 
  • What I am arguing is that in a monetary union countries become vulnerable to self-­‐fulfilling movements of distrust that set in motion a devilish interaction between liquidity and solvency crises.
  • This interaction between liquidity and solvency is avoided in the “stand-­‐alone” country, where the liquidity is bottled up in the national money markets (there is no “sudden stop”), and where attempts to export it to other markets sets in motion an equilibrating mechanism, produced by the depreciation of the currency.
  • Thus, paradoxically, distrust leads to and equilibrating mechanism in the UK, and to a potentially disequilibrating mechanism in Spain.

 

Því miður hafa talsmenn Evruaðildar verið tregir að ræða hina augljósu galla Evrusvæðisins, þeirra hugmyndar að afnema eigin gjaldmiðil - eigin peningastjórnun og seðlabanka.

Menn hafa látið sem svo, að slík aðgerð hafi enga galla - bara kosti.

En, á sl. ári komu ókostirnir í ljós í formi þeirrar viðbótar gjaldþrotshættu, sem þeirri aðgerð fylgir.

 

Það eru til leiðir til að minnka þessa áhættu

I. Það verður að vera til staðar sameiginleg stofnun á við AGS, þ.e. lánveitandi til þjóða sem komast í skyndileg fjárhagsvandræði. Neyðarsjóð var komið á fót á sl. ári. 

En, fyrirkomulag þeirrar stofnunar hefur þó marga galla, verstir þeirra er sú stefna að veita neyðarlán á alltof háum vöxtum.

  • Háu vextirnir auka hættu nefnilega á greiðsluþroti viðkomandi ríkis, sem eftir allt saman er í vanda - því þeir gera fjármagnskostnað af lántöku mikla.
  • Á sama tíma, gefa hin dýru lán þau skilaboð til markaða, að ríkin sem veita þau lán treysti ekki lánþegum, sem auðvitað magnar enn vantraust markaða á þeim löndum.
  • Við höfum séð afleiðingar þessarar stefnu í því, að í stað þess að róa markaði hefur hver lánveiting þess í stað, skapað meiri óróa - því hinir háu vextir á nýtt stórt lán sannfæra markaðina um að gjaldþrotshætta viðkomandi lands hafi aukist, sem sést á því að í stað þess að lækka hefur vaxtakrafa þeirra hækkað í kjölfar veitingar neyðarláns og hefur síðan áfram síðan farið stig hækkandi.
  • Það þíðir að fjárfestar í vaxandi mæli fara að horfa á hvaða lönd innan svæðisins og/eða bankar eru líkleg(ir) til að verða fyrir tjóni, þegar það gerist - og afleiðingin er að auka vantraust þeirra á þeim löndum sem það tjón er talið líklegt að lenda á.

Myndast sem sagt "contagion effect" eða "spill over effect" algerlega að óþörfu, þ.e. í stað þess að róa/draga úr krýsunni; magnar sjóðurinn hana þess í stað.

Gagnlegur sjóður verður í staðinn, að nýju og erfiðu vandamáli.

Þessa dellu þarf að binda enda á sem fyrst!

  • Þ.e. lán eiga að vera á sömu vöxtum, og löndin sem veita neyðarlánið, sjálf geta fjármagnað sig skv. - þ.e. á bilinu 3-4%, ekki nærri 6% sbr. Írland.
  • Þ.e. þeim í hag að hafa það þannig, því tilgangur lánanna á eftir allt saman að vera sá, að hindra að vandamál sem þau sjálf geta beðið skaða af, blási út og verði að vanda fyrir allt svæðið.

II. Útgáfa sameiginlegra skuldabréfa, þ.s. ríkin öll veita ábyrgð; væri öflugasta skammtíma aðgerðin sem hægt væri að veita.

  • Þ.e. ekki flóknara, að með henni væri unnt að stöðva krýsuna.
  • Ríki í vanda, skipta út skuldum fyrir þessi bréf.
  • Þau eru á lágum vöxtum vegna hinnar sameiginlegu ábyrgðar.
  • Lækkaður vaxtakostnaður, dregur mjög úr fjármögnunarvandræðum ríkja í skuldavanda. 
  • Að sjálfsögðu er eðlilegt að setja skilyrði fyrir því að ríki geti fengið, að gefa út skuldabréf með sameiginlegri ábyrgð.
  • Hugmyndir eru uppi um, að ríki geti það allt upp að 60% sem hlutfall af þjóðarframleiðslu þakinu.
  • Skuldir umfram það þak, yrðu að vera gefnar út á eigin ábyrgð ríkis.
  • Þetta myndi komast hjá svokölluðum "moral hazard" vanda, því þetta ástand myndi skapa mjög öflugann hvata til þess, að lækka sem hraðast þær skuldir sem eru umfram 60%, svo allar verði á hinum lágu vöxtum.

III. Síðan hin eiginlega langtíma-lausn, sameiginleg fjárlög!


Niðurstaða

Ísland er auðvitað í verri stöðu en Bretland, vegna þess að hinar miklu erlendu gjaldeyrisskuldir skapa hættu á greiðsluþroti okkar gagnvart skuldbindingum í öðrum gjaldmiðlum en krónu.

En, þ.e. einnig mótpunkturinn að krónan skapar ákveðið skilrúm eða "buffer" milli innlendra og erlendra skuldbindinga.

Þannig að eins og fyrir Argentínu, að ef allt fer á versta veg og landið verður greiðsluþrota gagnvart erlendum skuldbindingum, þá er landið ekki í bráðri hættu á því að fara á vonarvöl - meðan Ísland hefur enn sinn eigin gjaldmiðil, fulla stjórn á honum og eigin seðlabanka með full réttindi til að prenta það peningamagn sem þarf hér innanlands.

En málið er einfalt, að ríkið getur ekki orðið greiðsluþrota inn-á-við, þ.e. gagnvart krónuskuldbindingum, alveg með sömu rökum og koma fram að ofan að Bretland getur ekki orðið greiðsluþrota gagnvart skuldbindingum í pundum.

Auðvitað, er ekki endilega sniðugt að setja seðlaprentvélar alveg á útopnu, því þá verður til frekara verðfall á okkar gjaldmiðli + frekari verðbólga.

Á hinn bóginn, er það þó til mikilla muna minna alvarleg hætta, en greiðslufall innan eigin hagkerfis. 

En sú hætta er fyrir hendi innan Evru, að verða ekki einungis greiðsluþrota gagnvart erlendum skuldbindingum, heldur að auki gegn innlendum - en eftir allt saman þá ræður hvert ríki innan Evrusvæðis einungis yfir tilteknu peningamagni og getur ekki aukið það fyrir eigin rammleik, heldur þarf að leggjast á hnén og biðja allra náðasamlegast um meiri peninga.

En innlent greiðsluþrot væri mjög nastí atburður, þ.e. að ef ríkið sjálft gæti ekki greitt laun - bætur til bótaþega - ellilífeyri, af skuldum til innlendra banka o.s.frv.

Fræðilega séð, gæti sjálft ríkið einfaldlega hrunið! Alger upplausn samfélags tekið við.

Auðvitað er óðaverðbólga ekki heldur þægilegur vandi við að glíma. En þarna á milli er samt raunverulegur munur í alvarleik.

Þannig, að greiðsluþrot fyrir okkur út á við, þarf ekki að leiða til neinna verulegra vandamála hér inn-á-við, svo fremi sem ríkið og sveitarfélög passa upp á að viðhafa ekki mjög stórann halla - svo það myndist ekki verðbólguskrúfa.

En, stjórnlaus útgjöld ríkisins myndu akkúrat leiða til samsvarandi hömlulítillar verðbólgu. Svo, agi í útgjöldum ríkisins, eftir að greiðslufall væri skollið á - væri lykilatriði í því að triggja að greiðslufalli fylgdi ekki nein veruleg vandamál fyrir almenning.

Ef slíkt útgjalda-aðhald hins opinbera myndi takast, þá myndi slíkt ekki leiða til verri útkomu fyrir landslýð - svo fremi sem landslýður passar sig í launakröfum svo að þar myndist ekki önnur verðbólguskrúfa. En, sama gildir - stjórnlausar launahækkanir = stjórnlaus verðbólga.

------------------------

Ekki að segja að við eigum að sækjast eftir greiðsluþroti gagnvart erlendum skuldbindingum. En, krónan ásamt auðlindum okkar, þíðir að slíkt þarf ekkert að hafa voðalegar afleiðingar.

 

Kv.


Stýring vaxta á Evrusvæðinu, á eftir að reynast mjög krefjandi vandamál, næstu misserin!

Vandinn við það fyrir einstök aðildarríki myntbandalags eins og Evru, að hafa ekki eigin gjaldmiðil, heldur deila honum sameiginlega með fjölda annarra ríkja, er að seðlabanki svæðisins er tilneyddur til að miða peningastefnu við hagsmuni þeirra landa innan svæðisins, sem hafa mesta efnahagslega vikt.

Þetta getur skapað vandamál fyrir smærri ríki, sem þá þurfa að búa við það ástand að stýring vaxta og gengis tekur ekki tillit til hagsmuna þeirra hagkerfa.

Þau hafa þá ekki val um annað en að laga sín hagkerfi, að peningastefnu svæðisins - sem er þveröfug aðlögun miðað við það, að hafa umráð yfir eigin peningastefnu.

Þegar Evrunni var komið á fót, var þetta mjög rætt - að lokum varð sú hugmynd ríkjandi, að sameiginlegur gjaldmiðill myndi leiða til minnkunar á innbyrðis hagkerfissveiflum milli aðildarríkjanna.

Ég er viss um að þessi röksemd hefur hljómað mjög aðlaðandi - en þetta beinlínis segir að vandamálin muni hverfa - púff! Með öðrum orðum, þægileg röksemd! Einhver hefði ef til vill átt að velta fyrir sér - er þetta ekki of gott til að vera satt?

Sem sagt, hvert ríki fyrir sig, myndi leitast við að laga sitt hagkerfi, að þörfum peningastefnunnar, þannig að smám saman eftir því sem árin myndu líða myndi peningastefnan komast nær því í reynd, að endurspegla þarfir aðildarríkjanna.

Því miður, þá stóðst þessi kenning ekki veruleikann - heldur átti þveröfug þróun sér stað, að aðildarríkin þróuðust í sitthverja áttina, ójafnvægi safnaðist upp og magnaðist jafnt og stöðugt - og í dag hefur munirinn á milli þarfa ríkjanna aldrei nokkru sinni verið meiri síðan samstarfinu um Evruna var komið á fót.

Kenningin um það, að Evran myndi knýja aðildarríki Evrunnar til að laga sig að hverju öðru stóðst ekki - en þrátt fyrir að sú úkoma blasi við hverjum þeim er sjá vill; er það samt ríkjandi kenning ísl. aðildarsinna að innganga í ESB og upptaka Evru sé rétta leiðin til þess að kenna ísl. stjórnmálamönnum hagstjórn - þó það blasi við öllum að alvarleg hagstjórnarmistök áttu sér stað innan nokkurra aðildarríkja Evrusvæðis, sem hefðu ekki átt að eiga sér stað náttúruleg skv. kenningunni um að Evran framkalli betri hagstjórn.

Þetta skapar auðvitað vandamál fyrir vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrusvæðisins, að það sé mikill munur á milli þarfa einstakra aðildarríkja. Hættan hin augljósa er að vaxtaákvarðanir henti í reynd engu aðildarríkjanna. Skapi þeim óhagræði á móti meintu hagræði við það að hafa hinn sameiginlega gjaldmiðil.

Hér á Íslandi, er því gjarnan haldið fram, að slæm hagstjórn sé því m.a. að kenna, að of auðvelt sé að redda sér með gengisfellingu - þannig að með því að taka gengisfellingar af stjórnendum okkar hagkerfis, þá muni þeir þurfa að taka agaðri hagstjórnarákvarðanir. Þessu er m.a. haldið fram af Þorvaldi Gilfasyni.

Á sama tíma, virðist þetta góða fólk sammála um, að íslenskir stjórnmálamenn séu algerir aular í hagstjórn. En, einhvern veginn, þó þeir séu aular, eiga þeir allt í einu að hætta að vera aular innan Evru, vegna þess væntanlega að þá refsist þeim fyrir aulaskapinn.

En einhvern veginn, í þessari þokukenndri hugsun, þegar því er haldið fram að Evran sé einhvers konar refsivöndur í hinu orðinu, þá gleyma þeir á hverjum refsingin bitnar - en í dag sést refsivandarhluti Evrunnar mjög skýrt í stófelldu atvinnuleysi, og sem að sjálfsögðu bitnar á almenningi.

Lönd Evrusvæðis, áætlaður hagvöxtur - atvinnuleysi 2011 skv. Eurostat.

Holland.............1,5% - 4,3%

Austurríki..........1,7% - 4,3%

Lúxembúrg........2,8% - 4,7%

Malta................2,0% - 6,1%

Þýskaland.........2,2% - 6,5%

Kýpur...............1,5% - 7,4% 

Slovenía............1,9% - 7,8%

Finnland............2,9% - 8,0% 

Belgía...............1,8% - 8,0%

Ítalía................1,1% - 8,6%

Frakkland.........1,6% - 9,6%

Portúgal...........-1,0 - 11,7% 

Grikkland........-3,0% - 12,9%

Írland...............0,9% - 13,5%

Eistland............4,4% - 14,3%

Slóvakía............3,0% - 14,5%

Spánn..............0,7% - 20,4%

Vextir Seðlabanka Evrópu í dag, eru enn 1%. En, líklega verða hækkaðir í 1,25% nk. apríl.

Verðbólga er áætluð þetta ár 2,2% að meðaltali. En vanalega er talið að stýrivextir eigi að vera yfir verðbólgu. Meðalhagvöxtur áætlaður 1,6%.

Þumalfingursregla: Löndin með mesta atvinnuleysið, eru með mesta hagkerfisslakann, og þurfa því mest á hagvexti að halda. 

Ég raðaði löndunum upp eftir atvinnuleysi!

Takið eftir, að fá lönd ná að hífa hagvöxt yfir meðalverðbólguna 2,2% en ef hagvöxtur er undir verðbólgu, fer lífskjörum hrakandi. Nettó hagvöxtur víðast hvar ekki til staðar.

 

Hvernig hefur þetta gengið á Evrusvæðinu sl. áratug?

The Taylor rule suggests a 4.5% short rate in Germany and minus 4.6% in peripheral Europe - Credit Suisse

Myndin til hægri, sem ég fann á vef Financial Times, sýnir brotalína vaxtastefnu Seðlabanka Evrópu, og síðan umreikning skv. svokallaðri Taylor reglu.

Eins og sést, virðist vaxta- stefna Seðlabanka Evrópu, hafa fylgt nokkuð vel þörfum Þýskalands - vera reyndað ívið háir fyrir þjóðverja 2005 og 2006, en frá og með 2010 virðast þeir vera alltof lágir, frá sjónarhóli Þjóðverja.

Fyrir svokölluð PIGS ríki, aftur á móti, eru vextir of lágir samfellt fram til 2008 er kreppan hefst, að í dag mælast þeir allof háir. En skv. Taylor reglu virðast þau ríki að meðaltali mælast með þörf á -4% stýrivöxtum.

Samkvæmt gögnum úr skýrslu OECD sjá t.d. bls. 8 vinstra megin, þar sjást meðal-raunstýrivextir á Evrusvæðinu yfir tímabilið 2002 - 2007.

Raunstýrivextir á Evrusvæði 2002-2007:

  • - 3,0% Írland
  • - 1,6% Spánn
  • - 1,5% Grikkland
  • - 1,2% Portúgal
  • - 1,2% Ítalía
Fyrir neðan er önnur áhugaverð mynd, einnig af vef Financial Times. Vinstra megin má sjá lönd sem teljast í þokkalega góðum málum, reiknuð vaxtaþörf skv. Taylor reglu. Síðan sambærilegir reikningar fyrir svokölluð PIGS ríki og þar sést að sveiflurnar í vaxtaþörf eru mikið stærri.

http://av.r.ftdata.co.uk/files/2011/01/Taylor-Rule-and-Eurozone.jpg

Eins og myndirnar sýna, þá tókst ekki tilteknum ríkjum - akkúrat þeim í vanda og þeim sem talin eru í hættu, í reynd að aðlaga hagkerfi sín að peningastjórnun Seðlabanka Evrópu.

Það sem þetta segir í reynd, er að nokkrum löndum sé ofaukið innan Evru, að þau voru ekki tilbúin í reynd er þau tóku hana upp, og það sé enn þannig að Evran henti þeim ekki. Þetta þíðir ef til vill, að það besta væri að þau myndu vera aðstöðu af hinum ríkjunum, til þess að snúa til baka til síns eigin gjaldmiðils.

All of the Euro-area's excess leverage is in the periphery... - Credit Suisse

Eins og sést síðan á myndinni til hægri, þá er á Írland, Spáni og Portúgal mjög miklar skuldir innan einkahagkerfisins. Áhugavert að á Grikklandi og Ítalíu, eru skuldir einkahagkerfisins mikið minni. Þeirra skuldavandi er því ólík vanda hinna þriggja, felst fyrst og fremst í skuldum hins opinbera. En, skuldir Írlands - Spánar og Portúgals, eru að stærri hluta skuldir einkageirans og almennings.

Skuldir atvinnulífsins og almennings, toga mjög niður hagvaxtarmöguleika Spánar og Portúgals. Einnir Írlands. Þær skuldir gera líka þau lönd mjög viðkvæm fyrir vaxtahækkunum.

Hækkanir stýrivaxta eru því alveg sérdeilis slæm tíðindi fyrir ofangreind 3. lönd. Munu hafa mjög öflug samdráttaraukandi áhrif, á hagkerfi með svo miklar skuldir hvílandi á almenningi og atvinnulífi.

Hvernig Seðlabanki Evrópu ætlar að fara að, veit ég ekki - en hækkun stýrivaxta mun sökkva hagkerfum landanna í vanda, dýpra niður. Meðan, að vaxtahækkun er sennilega ólíkleg til að vera nægilega mikil, til að svara kalli þeirra landa sem gala eftir hærri vöxtum - sem sérstaklega Þýskaland gerir en einnig Holland.

Mér sýnist í reynd fullkomlega ómögulegt að finna vaxtastig sem ekki skapar verulegt óhagræði fyrir einhver aðildarríkja Evrusvæðis, eins og nú háttar. Þannig, að spurningin sé einfaldlega hverra hagsmunum verði fórnað? Ekki hvort! Að það stefni í vaxtahækkun, er vísbending að til standi að fórna hagsmunum, ríkjanna í mesta efnahagsvandanum og þau sem einnig eru enn í kreppu þó þau séu ekki á gjaldþrotsbrún.

 

Niðurstaða

Vísbendingar eru sterkar um það, að ef aðlögun hagkerfis að peningastefnu þeirri sem ríkir á Evrusvæðinu hverju sinni mistekst, eða að ef sú aðlögun bregst síðar eftir að innganga í Evru hefur farið fram; þá geti það skilað mjög miklum slæmum hagkerfisafleiðingum fyrir viðkomandi ríki.

En það er einmitt hin hliðin á þeirri kenningu, sem margir leiða hjá sér sem trúa á það að rétt sé að kenna íslenskum stjórnmálamönnum hagvísindi með því að taka leikföngin af þeim, að ef gambítturinn gengur ekki upp og í stað þess að gerast hagstjórnarsnillingar þeir halda einfaldlega áfram að vera miður góðir í hagstjórn - þá getur afleiðing þess að taka reddinguna af verið sú að þá reddist ekki úr.

Með öðrum orðum, enn eitt klúðrið muni samt eiga sér stað, en nú sé ekki skjóta reddingin til staðar þannig, að þá í stað skjótrar aðlögunar þá verði aðlögun af allt öðru og til mikilla muna tímafrekara tagi - sbr. að Írland er spáð 4. árum af verðhjöðnun af AGS, Grikklandi nokkrum árum í verðhjöðnun einnig og þar hafa laun þegar lækkað 20% sem svar við þeim sem enn halda sig við þá trú að Evran hafi varið löndin í vandræðum gegn raunlaunalækkunum, og reiknað er með að það sé einungis byrjunin. En, enn er viðskiptahalli Grikkland spáð um 8% á þessu ári, sem er lækkun úr 13% árið 2008 en hvergi nærri nóg, sem bendir til þess að lífskjör þurfi að lækka enn frekar sennilega í heildina a.m.k svipað og hér þegar miðað er við dollar þ.e. a.m.k. 40%.

Punkturinn er sá, að Evran verndar ekki gegn lífskjararýrnun, þegar hagstjórnarmistök eiga sér stað. Munurinn felst einungis í því, að rýrnun lífskjara dreifist yfir til mikilla muna lengri tíma. Þ.e. 4. ár fyrir Írland og 5 ár fyrir Grikkland. Eftir þann tíma verða þær þjóðir cirka búnar að taka út sambærilega rýrnun lífskjara og Íslendingar tóku út í einu stökki er krónan féll.

Af tvennu íllu, þá vill ég frekar snögga lækkun með gengisfellingu.

Skýrsla Directorate General of Economic Affairs um Grikkland, third review! 

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband