Hver væri líklegastur til að láta drepa Donald Trump? Svar - Pútín!

Stóra spurningin í þessu atriði snýr náttúrulega að markmiðum Pútíns.

  1. En ef meginmarkmiðið er --> Að deila og drottna.
  2. M.ö.o. hámarka deilur og klofning innan bandarísks samfélags.
  3. Veikja innviði bandarísks samfélags, sem og stofnanir þess.
  4. Draga úr trausti á stofnunum bandarísks samfélags!
  • Þá gæti morð á Donald Trump slegið allar þær flugur með einum steini - samtímis.

Kenning mín þá um Pútín er þá sú, að hann sé fullkomlega samviskulaus samtímis því að hann svífist einskis í því að efla áhrif og völd Rússlands.
--Vandi Pútíns þar um, er að Rússland er í augljósri hnignun - innviðir þess veikir og það sem verra er - hnignandi.
--Þannig að til þess að efla völd Rússland --> Þarf Pútín í reynd að veikja mótaðila Rússlands enn hraðar en Rússland sjálft er að veikjast.

Mig grunar einmitt að það sé --> Strategía Pútíns sem sé virk.
--Það sjáist m.a. í óskaplega umsvifamikilli -mis information campaign- sem rússneskir ríkisfjölmiðlar reka með fullkominni blessun Pútíns út um heim allan, með rekstri þúsunda síðna á helstu stóru net-gáttunum þ.e. Facebook, Youtube, Twitter o.s.frv.
--Fyrir utan gríðarlegan fjölda af blogg síðum og - meintum óháðum fréttamiðlum sem alltaf virðast nær byggja umfjöllun sína á efni rússneskra fréttaveitna.
**Umfjöllun sé samkvæm sjálfu sér - þ.e. gegn Vesturlöndum, gallar Vestræns lýðræðiskerfis séu upphafnir með upplásinni umfjöllun um - meinta spillingu, vandamál af margvíslegu tagi - er virðist eiga að gefa mynd af -- hnignun, spillingu, getuleysi - - samtímis að öfugri mynd er haldið á lofti af Rússlandi og Pútín - þ.e. skilvirkni í aðgerðum, Rússland sé í framsókn, völd þess á uppleið.

  • Yfirleitt hafi þessi sýn mjög takmarkaða -- veruleikatengingu.
    --Mjög Orvellísk þ.e. sú ríkistengda sýn, að sannleikurinn sé það sem hentar ríkinu á hverjum tíma m.ö.o. Pútín, því stöðugt mótanlegur -- hvet fólk að lesa 1984.
  • Pútín virðist vera að -- nota netið í mjög Orwellískum tilgangi, ríkisstjórn hans sé að reka mjög vel heppnaða netvæna - misinformation campaign - sem hafi í dag aflað sér milljóna fylgismanna út um allan heim, er í vaxandi mæli trúi þeim "alternative" veruleika sem þar sé haldið á lofti.
  • Eitt atriði sem virðist sameiginlegt hinum gríðarlega fjölda netmiðla er þjóna Pútín -- er ofan í allan annan skipulagðan áróður þeirra -- sá sameiginlegi stanslausi áróður að fjölmiðlar sem halda á lofti annarri sýn -- séu ótrúverðugir.
    -netáróðursmiðlar Pútíns -þó þeir aldrei kenni sig við Pútín, þess í stað segjast óháðir- kenna sig stöðug við sannleika, það virðist eitt af þeirra sameiginlegu megineinkennum að fullyrða statt og stöðugt að þeir flytji sannleikann, samtímis og fullyrt er að miðlar sem halda öðru fram flytji lygar.
    -Það sé mjög ísmeygilegur áróður, bersýnilega ætlað að gera lesendur áróðursnetmiðla Pútíns tortryggna gagnvart miðlum sem halda öðrum hlutum á lofti, þannig að þeirra lesendur þar með ánetjist þeirri heimssýn sem áróðursmiðlar Pútíns haldi á lofti.
    -Í reynd sé þetta, skipulagður heilaþvottur í gegnum netið -- tugir milljóna um heim allan hafi í gegnum slíka ánetjun verið kerfislega heilaþvegnir.
    --> Skipulagður heilaþvottur í gegnum netið sé orðinn að meiriháttar vandamáli, því í gegnum hann ánetjast vaxandi fjöldi fólks í frjálsum samfélögum -- skipulögðum áróðri sem ætlað sé að fá það fólk til að gerast liðsmenn í því, að grafa undan stofnunum eigin samfélags og ekki síst lýðræðinu í eigin löndum.
    -Mér virðist hreinlega að þetta sé að virka! Í formi milljóna Pútín aðdáenda í Vestrænum löndum, sem í vaxandi mæli virðast skeptískir á eigin samfélög - og jafnvel fullir aðdáunar á stjórnunarfyrirkomulagi Rússlands!
    -Það má líkja þessu við áróður -- Sovétríkjanna á árum áður, sem höfðu liðsmenn í gegnum flokka er störfuðu á Vesturlöndum er skipulega unnu að því að grafa undan eigin samfélagi <--> Pútín virðist vera að endurtaka svipaðan leik og Sovétríkin léku.
  • Sá veruleiki sem netáróðursvél Pútíns haldi á lofti snúist ekki um það hvað sé -staðreyndalega rétt- heldur það hvað hentar Pútín að halda á lofti hverju sinni -- um það atriði snúist í dag tugir þúsunda vefsíðna er ljúga því að vera óháðar og mikill fjöldi Youtube miðlara sennilega mörg þúsund sem einnig ljúga því að vera óháðir.

Þetta sé sennilega umfangsmesta -misinformation campaign- veraldarsögunnar. Sem ríkisstjórn Pútíns sé í dag að reka, sem sé að skila miklum árangri. Farin að hafa raunveruleg áhrif -- í gegnum það að stjórna að stórum hluta veraldarsýn hóps netverja sem séu áhangendur þeirra miðla sem séu reknir af starfsmönnum Pútíns - sem líklega eru a.m.k. tugir milljóna í dag.
--Þetta fólk sé dreift um allan heim, vegna þess að lýðræðislönd eru svo opin, sé áhangendur vefja reknir af starfsmönnum Pútíns að finna sennilega í öllum Vestrænum lýðræðislöndum, og sennilega einnig í fjölda lýðræðislanda jafnvel þeim öllum sem ekki teljast - vestræn.

  1. Tilgangurinn sé að efla áhrif Rússlands, nánar tiltekið Pútíns sjálfs, með því að efla áhrif þeirrar veraldarsýnar -- sem Pútín heldur á lofti og telur henta markmiðum sínum sem stjórnanda Rússlands.
  2. Aðferðin sé -- að deila og drottna. Með því að sá - tortryggni og deilum, leitast við að veikja innviði lýðræðislanda, með því að efla þá sýn að þau séu veik - spillt - ekki að vinna vinnuna fyrir sína eigin íbúa -- og auðvitað, í hnignun.


Inn í þetta allsherjar "misinformation" - tilraun til að deila og drottna, veikja innviði Vesturlanda og sérstaklega Bandaríkjanna --> Gæti morð á Donald Trump einmitt smellpassað!

Auðvitað þyrfti að skipuleggja verknaðinn með þeim hætti - að það liti út sem verknaðurinn hefði verið unnin af aðilum innan bandaríska stjórnkerfisins eða tengdum bandaríska stjórnkerfinu með einhverjum hætti.

En fylgismenn Trumps eru þegar það - skeptískir - út í sitt samfélag og innviði þess --> Að Pútín þyrfti sennilega ekki að verja mjög miklu púðrí í að sannfæra þá um það --> Að vondir aðilar í Washington hefðu látið drepa Trump.

  1. Ef maður gefur sér að Pútín mundi takast að fá stuðningsmenn Trumps almennt til að trúa því að -- svokallað "deep state" í Bandaríkjunum hefði látið drepa Trump.
    Þá auðvitað yrði óskaplegur þrýstingur frá hans stuðningsmönnum - um að hefja algerlega tafarlausar nornaveiðar í gervöllu bandarísku stjórnkerfinu - sem og innan öryggisstofnana og hersins að auki.
  2. Ég tel það nærri því fullvíst, að starfandi ríkisstjórn Trumps - mundi gera sitt allra ýtrasta til að hrinda slíkum nornaveiðum í framkvæmd - til að hreinsa út meinta óvini fólksins.
    --Þær nornaveiðar gætu líkst um margt nornaveiðum Erdogans af Tyrklandi gegn meintum Gulenistum. Sem virðast í raun og veru snúst um að hreinsa út alla pólitíska andstæðinga innan stjórnkerfisins og öryggisstofnana landsins og hersins að auki.
  3. Slíkar nornaveiðar mundu að sjálfsögðu -- hafa sömu áhrif og nornaveiðar Erdogans líklega eru að hafa, þ.e. veikja stofnanirnar sjálfar með þeim hætti að miklum fjölda hæfra einstaklings - sé skipt úr fyrir einstaklinga sem teljast pólitískt rétt hugsandi - það verði meginatriðið, að velja þá sem stjórnendurnir treysta - frekar en að hæfni sé meginatriði.
  4. Að auki, þar sem slíkar nornaveiðar mundi samtímis gera stofnanirnar pólitískar - þá mundi án vafa tortryggni þeirra sem ekki styðja sýn Trumpista á samfélagið - á þær stofnanir eflast mikið; þ.s. þeir væntanlega treystu þá síður stofnunum sem teknar hefði verið stórum hluta yfir af - fylgismönnum Trumps.
  5. Þannig samtímis veikust stofnanirnar sem halda lýðræðislegu stjórnkerfi Bandaríkjanna uppi. Og þær einnig mundu njóta mun minna trausts innan samfélagsins.

Þannig gæti morð á Trump -- orðið að velheppnuðum gambýtt -- til að veikja lýðræðið innan Bandaríkjanna.

Samtímis má reikna með því -- að afleiðing morðs á Trump -> Mundi að auki verða auknar deilur innan hins bandaríska samfélags, milli þeirra hópa er mynda það!

Að auki -- má ætla að morð á Trump --> Mundi til viðbótar við ofan-nefnd áhrif, efla tortryggni gegn stofnunum samfélaga annarra Vestrænna ríkja, meðal hópa er styðja svipuð stjónarmið og Trumpistar.

 

Mín ályktun er m.ö.o. sú, að sennilegt sé að Pútín muni undirbúa morð á Trump! En ekki endilega láta framkvæma verknaðinn nærri - nærri því strax!

En Pútín vill fá hluti frá Trump -- og sennilega muni Pútín fyrst láta reyna á það hvað hann getur fengið Trump til að gera af því sem hentar markmiðum Pútíns.
--> M.ö.o. að Trump verði ekki drepinn, fyrr en Pútín telji sig ekki geta náð meira fram af þeim óskalista sem má vera að Pútín nú hafi.

  • Það er auðvitað hugsanlegt að Trump sé það vel varinn af líffvarðasveitum "US Marines" að slíkt plott sé óframkvæmanlegt.
  1. Mér virðist a.m.k. að í ljósi þess hve ég tel það afskaplega líklegt að hafa slæmar afleiðingar -- ef Trump er myrtur.
  2. Að þá sé rökrétt, þó ég sé alls ekki vinur Trumps, að vonast eftir því -- að öryggisverðir embættis Forseta Bandaríkjanna, séu það færir að slíkt plott sé líklega ekki framkvæmanlegt.

Sannarlega væri slíkt plott einnig áhættusamt!

Höfum samt í huga, að í gegnum sínar fjölmörgu áróðursveitur hefur Pútín sáð þegar það mikilli tortryggni -- að mjög margir stuðningsmenn Trumps.

Mundu hreinlega líklega vera mjög tregir til að trúa nokkurri annarri kenningu um slíkt morð -- en þeirri að þeirra eigið "deep state" hefði látið myrða Trump.

En ég er eiginlega nærri alveg fullviss -- að um leið og fréttir bærust af slíku morði, mundu flestir stuðningsmenn Trump sannfærast strax að hann hefði verið myrtur af eigin "deep state" Bandaríkjanna.

  • Þannig að það þyrfti sennilega mjög sannfærandi sönnunargögn um sekt Rússlands -- til að sannfæra þá um annað, og jafnvel gegnt mjög sannfærandi sönnunargögnum væru örugglega samt áfram a.m.k. hluti hans stuðningsmanna samt sennilega skeptískir á slíka skýringu.

--Þannig að Pútín gæti hreinlega verið það fremur létt verk -- að framkalla gríðarleg vandræði innan Bandaríkjanna -- ef hans leyniþjónusta getur framkvæmt morð á Donald Trump á annað borð með þeim hætti að engin sönnunargögn um hver raunverulega framdi verknaðinn væru til staðar.

 

Niðurstaða

Mín ábending er einföld - að enginn græði meir á því að myrða Trump en líklega Pútín sjálfur. Því að sennilega enginn annar atburður gæti verið mögulega áhrifarýkari í því markmiði - að tvístra bandarísku þjóðinni, samtímis og að innviðir Bandaríkjanna væru veiktir og traust innan samfélagsins á þeim innviðum væri samtímis verulega - eyðilagt.

Það þíði þó ekki að Pútín sé líklegur að láta myrða Trump - fyrr en Pútín telur sig græða meir á dauða Trumps - en því að halda honum lifandi áfram.

 

Kv.


Trump vann kjörmannakosninguna - þó sé ég móti Trump, held ég að ósigur Trumps í kjörmannakosningu hefði verið slæm útkoma

Að Donald Trump vann kjörmannakjörið í Bandaríkjunum sem skv. bandarísku stjórnarskrá er hin eiginlega forsetakosning, átti ekki að koma nokkrum manni að óvörum, enda hefur það aldrei gerst í rúmlega 200 ára sögu Bandaríkjanna, að kjörmannakosningin breyti úrslitum frá niðurstöðu almennra kjósenda!

Skv. Reuters: Trump wins U.S. Electoral College vote.

"With nearly all votes counted, Trump had clinched 304 electoral votes to Clinton&#39;s 224, according to an Associated Press tally of the voting by 538 electors across the country."

Það skipti ekki máli hvort að hann náði aðeins hærra, en allt yfir 270 er sigur.

  1. Ástæða þess að ég hefði talið ólíklegan ósigur Trump slæma útkomu.
  2. Er að ég vil nú, að Trump fái sitt tækifæri til að sanna fyrir þeim kjósendum er kusu hann --> Hvílíkt erki fífl Trump er.
  • En það sé eina leiðin, til að sprengja þá blöðru sem -- Trump isminn er, að hann geri slíka stórskandala, sem ég á fulla von á að hann standi fyrir; að Trumpismi verði fullkomlega -discredited.-
  • Að auki, vonast ég til að svo slæmt orð fái stefna Trumps á sig, vegna afleiðinga -- að áhrifin muni einnig leiða til þess, að hinn nýja hægri sinnaða pópúlisma bylgja, verði almennt séð -discredited.-
  • Síðan hefði án nokkurs vafa orðið verulegt umrót í samfélaginu innan Bandaríkjanna - líkur á einhverju formi af uppreisn meðal þeirra sem þá hefðu talið þar með fullkomlega sannað að - kerfið væri "rigged" hefði þá sennilega við blasað.

 

Við erum þegar vitni sennilega að -- upphafi stórskandals nr. 1 --> Þegar Trump hleypir væntanlega af stað köldu stríði við Kína!

En ég hef sagt það margsinnis - síðan ég fyrst frétti af hugmyndum Trumps um stefnu gagnvart Kína -- meðan hann var enn að berjast fyrir útnefningu Repúblikana flokksins.
--Að ef sá maður yrði forseti Bandaríkjanna -- líklega mundi hann valda nýju Köldu Stríði.

  • Mér þótti alltaf frekar skondið, þegar stuðningsmenn Trumps, héldu því fram gjarnan að valið á Trump -- væri líklegra til friðar í heiminum.
    --Það var oftast nær vegna þess, að Trump hefur talað vinsamlega til Pútíns.
  • En þá leiddu þeir sömu algerlega hjá sér, þá óvinveittu nálgun sem Trump hefur viðhaft gagnvart Kína - allan tímann.


Spurning hvort að Trump mun einnig hefja átök við Íran -- en það hefur virst mér sennilegt! Það gæti verið, skandall no. 2.

En hann hefur ráðið a.m.k. 2-þekkta Íran hauka, og sem öryggismálastjóra Hvítahússins hefur hann ráðið þekktan Íslam hatara -- sem hatar öll form Íslam. Eftir þann mann liggja afar skrautleg ummæli - sem snúast flest um hatur á Íslam í öllum þeim myndum sem Íslam tekur.
--Það eru meira að segja til haturs ummæli frá þeim manni, beind að Kína.

Trump hefur beinlínis haldið því fram, að Íran sé helsta útbreiðsluland hryðjuverka í Miðausturlöndum; Donald Trump says Iran is responsible for terrorist attacks in 25 countries.

Ummæli tekin úr málsverði þ.s. vel fór með Trump og svokölluðu -Ísraels lobbý-: "Iran has seeded terror groups all over the world," - "During the last five years, Iran has perpetuated terror attacks in 25 different countries on five continents. They’ve got terror cells everywhere, including in the Western Hemisphere, very close to home. Iran is the biggest sponsor of terrorism around the world. And we will work to dismantle that reach."

M.ö.o. hann gengur gríðarlega langt í þessum ummælum, lengra en er staðreyndarlega rétt.

------------

Varðandi aðra skandala þ.e. no. 3 - no. 4. - no. 5. -- er yfrið nægt efni til, enda sagði hann fjölmargt gagnrýnisvert meðan hann stóð í framboðs málum!

Enn liggur ekki fyrir hvað frekar hann raunverulega meinar af öllu því sem hann sagði, en virkilega er af nægu að taka!

 

Niðurstaða

Ég er ekki í nokkrum vafa að Donald Trump verður stórslys fyrir Bandaríkin og fyrir heiminn, taldi mig vita það fyrir víst um leið og hann náði kjöri. Megin spurningin hafi verið -- hvað af því fjölmarga sem hann sagði, hann mundi efna og hitt - í hvaða röð.

Það virðist nú ljóst að hann ætlar virkilega að hjóla í Kína - svo eitt stykki Kalt-stríð virðist sannarlega yfirvofandi - heitt stríð jafnvel ekki útilokað.
--Þannig að þá væntanlega meinar hann allt dæmið sem hann hefur verið að tala um gagnvart Kína - þ.e. að færa viðskiptin yfir í form mun óhagstæðara fyrir Kína.
--Að auki hljóma málin þannig, að haukar innan hersins er vilja -mæta Kína nú frekar en seinna er Kína mundi verða enn sterkara- séu að fá eyru Trumps.

Þannig að við getum staðið frammi fyrir á nk. vori sambærilegu spennu ástandi milli Kína og Bandaríkjanna, og stóð uppi á 6. áratugnum milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna út af Kúbu.
--Spurning hvort að Trump spili það spennu ástand með sömu yfirvegun og Kennedy gerði?
Ég persónulega efa það - og því spurning hversu langt það mundi ganga?
--En tæknilega getur bandaríski flotinn, sett eitt stykki - hafnbann á Kína!

  • Sem hefði frekar harkalegar afleiðingar væntanlega fyrir efnahagsmál heimsins.
    --Spurning hvort Trump geti stoppað - ef Xi gefur ekki eftir nögl á fingri?

Kv.


Ég tel að nálgun Kína á deilur um Suður-Kína-haf sé óskynsöm, einnig séð út frá hagsmunum Kína

Með vissum hætti má líkja meðferð Kína á sínum nágrannalöndum við Suður-Kína-haf, við tilraun Breta í landhelgisátökum Íslendinga - að eigna sér Íslandsmið upp að ströndum. En það eru engar íkjur að veitt var nánast upp að fjöruborði.

Deilur Bandaríkjanna og Kína um helgina, sýna þetta í ákveðnum spéspegli, þegar Kínverskt skip tók upp bandarískan -drón- kafbát af tegund sem notaður er til hafrannsókna, þ.e. mælinga á efnasamsetningu sjávar og hitastigi.
--Punkturinn er sá, að kafbáts-dróninn- var tekinn ca. 50 mílum frá "Subic Bay" við Filippseyjar.

  • Eins og sést á Kortinu, fer tilkall Kína afskaplega nærri ströndum Filippeyja.
  • Bláu línurnar á kortinu, sýna rétt einstakra strandríkja skv. Hafréttarsáttmálanum.

Eins og vel sést á samanuburði -bláu línanna- og -rauðu línunnar- sem markar fullyrðingar Kína stjórnar - um meinta eign Kína: Þá stenst tilkall Kína ekki alþjóðalög!

http://www.thecommonsenseshow.com/siteupload/2015/10/south-china-sea.jpg

Hvaða aðra nálgun gæti Kína haft á málið?

  1. Einfaldlega með því að - hefja samninga við sína nágranna.
  2. En fram að þessu hefur Kína ekki viljað ræða neitt -- nema að grannlöndin fyrirfram samþykki fyrst, að Kína eigin tilkall til alls svæðisins sem það krefst þess að eiga.
  • Þá væntanlega, mundu samningar snúast um það - hvað Kína mundi heimila upp á náð og miskunn.
  1. Þetta er að sjálfsögðu forkastanleg nálgun!
  2. Og eðlilega gerir grannríkin óánægð!
  3. En þ.s. verra er fyrir Kína, að þetta veitir Bandaríkjunum augljós tækifæri - til afskipta.

En aðferð Kína veitir Bandaríkjunum það tækifæri - að koma að í hlutverki verndara lítilmagnans. Burtséð frá því hve kaldhæðið það má vera!
Og að auki veitir þetta Bandaríkjunum það tækifæri að koma fram - sem verndari alþjóðalaga.
Þó svo að Bandaríkin sjálf séu ekki meðlimir að Hafréttarássmálanum.

 

Hvað gæti Kína náð fram með slíkum samningum?

  1. Kína greinilega vill - ýta Bandaríkjunum út af Suður-Kína-hafi.
  2. Það gæti alveg verið mögulegt, að hin löndin taki þátt í slíku, ef Kína samþykkir að deila Suður-Kína-hafi með þeim, skv. því prinsippi að þau séu jafnréttháir aðilar og Kína.
  3. Það mætti þá hugsa sér það, að löndin taki sig saman - ásamt Kína, gegnt því að sjálfsögðu að hafinu sé skipt bróðurlega milli landanna -- þannig að hin löndin fái ágætan skerf -- mun meiri en þann sem Kína ætlar þeim nú.
  4. Að búa til --> Sameiginlegan flota til að gæta öryggis siglinga um svæðið.

Taka mætti blaðsíðu frá NATO - þegar kemur að skipulagningu eftirlits t.d. á N-Atlantshafi.
En snjallt væri af Kína - að eftirláta það t.d. að yfirflotaforingi væri ekki Kínverji.
Og síðan væri það skipulagt þannig, að hvert land -- legði til skip.

Ef Kína að auki léti það eftir - að kínversk skip væru færri en helmingur heildar flotans.
Þó svo að við ímyndum okkur að Kína borgaði meir en helming kostnaðar!
--Þá gæti það alveg hugsast, að hin löndin teldu sig ekki standa höllum fæti í slíkum samskiptum.
--Og ef því fylgdi sú gulrót, að Kína t.d. samþykkti skiptingu hugsanlegra framtíðartekna t.d. ef í framtíðinni fynnst t.d. olía eða gas undir hafsvæðinu -- þannig að hin löndin fengu þá einnig skerf eða sneið, sem þau gætu lifað við.

  • Þá má alveg hugsa sér þá útkomu, að slíkt bandalag þeirra og Kína -- gæti einfaldlega látið Bandaríkin standa frammi fyrir "fait accompli."
  1. En ef Kína leysti málið með samkomulagi, sem hin löndin upplifðu með þeim hætti, að það væri ásættanlegt - þ.s. þau upplyfðu að þeim væri auðsýnd full virðing af hálfu Kína.
  2. Útkoman væri sæmilega sanngjörn skipting á ágóða af hugsanlegum og raunverulegum auðlindum svæðisins.

--Þá félli ásökunin um brot á alþjóðalögum væntanlega um sjálft sig þegar kemur að skiptingu hafsvæðisins sjálfs milli landanna!
--Og ef löndin öll í bróðerni mundu standa að sameiginlegu eftirliti með siglingum um svæðið, þ.s. yfirlýst væri af þeim öllum, að siglingar kaupfara yrðu frjálsar eftir sem áður - þannig að ákvæði alþjóðalaga hvað það varðar væru einnig að fullu uppfyllt.

Þá væri afar lítið sem Bandaríkin mundu geta gert!

 

Niðurstaða

Í þessari færslu er ég að skýra það með hvaða hætti ég tel nálgun Kína á deilur við sín grann lönd um Suður-Kína-haf óskynsama, þá einnig út frá hagsmunum Kína sjálfs. Það auðvitað fer eftir því - hvað maður mundi skilgreina sem aðalatriðið.
--En ef meginatriðið er í augum Kína, að koma Bandaríkjunum út af þessu hafsvæði.
Þá held ég, eins og ég útskýri, að Kína eigi alveg möguleika að ná slíku markmiði fram, með allt annarri nálgu en Kína viðhefur í dag -- þ.e. samningaleiðina við sína granna.
Þá á ég að sjálfsögðu við, að Kína falli frá núverandi nálgun, að hafna öllum samningum nema að hin löndin fyrst - samþykki allar kröfur Kína.
Þess í stað, að samþykkja að hin löndin séu jafnréttháir aðilar Kína, og nálgast síðan samningana á jafningjagrunni -- ef Kína gerði það, og að auki sýndi samningalipurð sbr. t.d. hvernig hugsanlegum ágóða af auðlyndum sem má vera að fynnist í framtíðinni væri skipt bróðurlega með hinum löndunum.

Þá held ég að Kína gæti alveg átt ágæta möguleika að ná því markmiði fram - að ýta bandaríska flotanum burt af Suður-Kína-hafi.

  • Slík samvinnu-nálgun Kína við nágranna löndin, gæti síðan orðið upphaf af nánum samskiptum þeirra landa við Kína!
  • Ásamt auðvitað, batnandi samskiptum.

Núverandi nálgun Kína - á hinn bóginn skapar Bandaríkjunum tækifæri. Kína tekur þá áhættu með núverandi nálgun að beinlínis - smala nágranna löndunum upp í faðm Bandaríkjanna!
--En t.d. væri nýlegt samkomulag Bandaríkjanna og Víetnam - um vopnakaup Víetnam af Bandaríkjunum fullkomlega óhugsandi, ef ekki hefði nálgun Kína skapað nýja þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Víetnam -- þrátt fyrir mjög bitra fortíð.

 

Kv.


Kínverskt herskip rænir róbótískum kafbát frá bandarísku skipi í eigu bandaríska flotans á Suður-Kína-Hafi, Bandaríkin mótmæla!

Bandaríkin og Kína þurfa að gæta sín á því að láta deilur um Suður-Kína-Haf ekki fara algerlega úr böndum. Um var að ræða rannsóknar dvergkafbát frá hafrannsóknarskipi Bandaríska flotans USNS Bowditch.

China seizes U.S. underwater drone in South China Sea

US protests to Beijing after submarine drone seized

Eins og sést er þetta óvopnað skip!

USNS Bowditch

The USNS Bowditch, an oceanographic survey ship, is seen in this undated U.S. Navy handout photo.  U.S. Navy via REUTERS

"The USNS Bowditch, an oceanographic survey ship, is seen in this undated U.S. Navy handout photo. U.S. Navy via REUTERS"

 

Þó þetta hafi verið hafrannsóknir - gegndu þær samt hernaðarlegu hlutverki!

  1. "The drone was part of an unclassified program to collect oceanographic data including salinity, temperature and clarity of the water, the U.S. official added."
  2. "The data can help inform U.S. military sonar data since such factors affect sound."
  3. "The USNS Bowditch, a U.S. Navy ship crewed by civilians that carries out oceanographic work, had already retrieved one of two of its drones, known as ocean gliders, when a Chinese Navy Dalang 3 class vessel took the second one."

Svo USNS Bowditch er að auki mannað áhöfn sem ekki eru sjóliðar!

En eins og þarna kemur fram - gegna þær hafrannsóknir samt sem áður hernaðarlegu hlutverki. En herskip eru með apparat sem nefnist -sónar- sem hefur þann tilgang að leita uppi kafbáta.

Ef bandarísk herskip ætla sér að vera í auknum mæli á Suður-Kína-Hafi, sbr. þá hugsanlegu nýju stefnu -Trumps- að ætla í aukna "confrontation" við Kína.
--Þá væntanlega vill flotinn geta séð hvenær kínverskir kafbátar hugsanlega eru á sveimi nærri þeirra skipum.

  • Þetta var auðvitað -drón- kafbátur.
  • Hann er "commercial model" þ.e. af týpa sem unnt er að kaupa á markaði.

"The Pentagon confirmed the incident at a news briefing and said the drone used commercially available technology and sold for about $150,000."

Þetta er þá sennilega - svipaður -drón- og hafrannsóknarskip sem stunda mælingar á hafinu í öðrum tilgangi, nota!

  1. En -drónar- sem mæla efnasamsetningu hafsins á mismunandi dýpi -- gagnast einnig t.d. við rannsóknir á því -- að hvaða marki koltvísýringur er að blandast hafinu.
  2. Eru því sennilega mikið notaðir t.d. í því að fylgjast með því, að hvaða marki hafið tekur við koltvísýringi.
  3. Sem skiptir máli, þegar reynt er að spá fyrir -- hitun lofthjúpsins í framtíðinni.

Það er áhugavert hve nærri Filipseyjum þetta gerðist!
En að sögn skipverja USNS Bowditch voru þeir að störfum einungis 50 mílum frá strönd Filipseyja!

"The drone was taken on Thursday, the first seizure of its kind in recent memory, about 50 nautical miles northwest of Subic Bay off the Philippines just as the USNS Bowditch was about to retrieve the unmanned underwater vehicle (UUV), officials said."

Það bendir á þá staðreynd -- að Kína segist eiga hafsvæði nánast upp að ströndum nágranna landa sinna.
Sem getur ekki talist sanngjarnt gagnvart grönnum Kína.

  • Bandaríkin eru samt líklega að notfæra sér ástandið.

Það breytir samt því ekki - að í þessu tilviki eru það Kínverjar sem eru að traðka á rétti annarra landa, ekki Bandaríkin.
--Þannig að það er ósanngjarn að setja málið þannig upp, að Bandaríkin séu að gera rangt með því að stunda hafrannsóknir 50 mílum frá strönd Filippseyja.
--En miðað við reglur "Laws of the Sea" eða Hafréttarsáttmálans, eiga Filippseyjar skýrt tilkall til lögsöguréttar einmitt yfir þeim slóðum á því hafi þ.s. USNS Bowditch var einmitt statt.

M.ö.o. gættu Kanar sín á því, greinilega, að vera innan þess hafsvæðis sem skv. -claim- Filippseyja skv. ákvæðum Hafréttarsáttmálans, það ríki á skýran rétt til.

  • Þannig að í því felst alls ekki brot á nokkurri alþjóðareglu, að vera að rannsaka efnasamsetningu og hita sjávar á þeim slóðum.

Kína hefur engan viðurkenndan rétt til þessa tiltekna hafsvæðis!
Þaðan af síður viðurkenndan rétt, til að vera - lögregla þess hafsvæðis.

  • Eins og vel sést, er strönd Kína ákaflega langt í burtu miðað við blett einungis í 50 sjómílna fjarlægð frá strönd Filippseyja.

Bláu línurnar á kortinu sýna rétt strandríkjanna við Suður-Kína-haf miðað við Hafréttaráttmálann! Krafa Kína nær augljóslega meir en þúsund mílur út fyrir þann rétt sem Kína hefur skv. Hafréttarsáttmálanum!

http://www.thecommonsenseshow.com/siteupload/2015/10/south-china-sea.jpg

Niðurstaða

Mér virðist flest benda til þess, að Trump ætli í -confrontation- gagnvart Kína á Suður-Kína-hafi. Á hinn bóginn hefur þetta verið smám saman að byggjast upp, þ.e. spenna milli Bandaríkjanna og Kína á því hafsvæði.

En þ.s. menn þurfa að gæta sín á, er að bæði löndin eru kjarnorkuveldi - annars vegar og hins vegar - að spila ekki leikinn þannig að mál lenda í sambærilegu hættuspili og Kúpu deilan á 7. áratugnum.

En þá stóð heimurinn hársbreidd frá algerri gereyðingu. Þá spiluðust mál svo að heimurinn fórst ekki!
--En punkturinn er sá, að ef menn spila hlutina aftur á slíka blábrún.
--Er engin leið að fullyrða fyrirfram, að menn spili sig ekki fram af henni og kalli yfir heiminn - kjarnorkuátök og síðan kjarnorkuvetur, er gæti eitt mjög háu hlutfalli lífs.

Ég hef smá áhyggjur af því hvaða fólk Trump hefur verið að ráða til sín -- þ.e. fólk sem er "America first" þ.e. mjög hægri sinnað og samtímis vant því að fá að ráða. Hann er að ráða a.m.k. 2-fyrrum herforingja sem ráðherra. Og nokkra aðra sem verða að kallast -- dæmgierðir haukar.
--Síðan er Trump sjálfur svo mikill haukur!

En samsetning ríkisstjórnarinnar gæti aukið líkur á því, að menn labbi fram að ofangreindri brún!

 

Kv.


Bandarísk yfirvöld telja að Pútín hafi gert tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna!

Rétt að taka fram - að enginn í reynd fullyrðir að slík tilraun hafi ráðið úrslitum um kosninganiðurstöðuna. En útkoma rannsókna bandarískra njósnastofnana og þeirra sem sjá um innra öryggi Bandaríkjanna - er á þá leið að rússnesk stjórnvöld hafi skipulagt mjög umsvifamikla hakkárás á stofnanir bandarísku stjórnmálaflokkanna fyrir sl. forsetakosningar, sem og hakkárásir sem beindust að einstökum frambjóðendum!

  • Upphaflega hafi tilgangur verið sá - að skapa glundroða, veikja trúverðugleika bandaríska lýðræðiskerfisins.
  • En síðar meir er ljóst varð að Trump vann forvalið innan Repúblikanaflokksins - hafi fókusinn einangrast við að - afhjúpa sem mest af skaðlegum gögnum fyrir framboð Hillary Clinton.

Putin turned Russia election hacks in Trump&#39;s favor: U.S. officials

Putin Personally Involved in U.S. Election Hack

White House press secretary says Putin had direct role in hacking US election

Putin was personally involved in election hacking: report

White House supports claim Putin directed US election hack

Secret CIA assessment says Russia was trying to help Trump win White House

 

Það sem er verið að segja, að þetta hafi verið það umsvifamikil aðgerð, að ósennilegt sé annað en að Pútín persónulega hafi samþykkt hana!

  1. "Everything we know about how Russia operates and how Putin controls that government would suggest that, again, when you&#39;re talking about a significant cyber intrusion like this, we&#39;re talking about the highest levels of government,"
  2. "And ultimately, Vladimir Putin is the official responsible for the actions of the Russian government."

Þetta verður að sjálfsögðu líklega aldrei sannað!
Og að sjálfsögðu munu rússnesk stjórnvöld blása á þetta - segja þetta þvætting.

Trump, eins og þekkt er, hefur hafnað niðurstöðum bandaríska stjórnkerfisins -- kallað niðurstðu CIA og annara öryggis stofnana -- fáránlegar!

Hinn bóginn virðist sennilegt -- að viðbrögð Trumps skýrist af því, að hann álíti ásakanirnar --> Atlögu að trúverðugleika kosninganiðurstöðunnar, því atlögu að trúverðugleika hans sjálfs.

Hann taki því þann pól í hæðina, að verja sig með því - að leitast við að draga í efa niðurstöðu mikilvægra öryggis- og njósnastofnana Bandaríkjanna!

  1. En því má þó velta fyrir sér, hversu snjallt þ.e. fyrir kjörinn forseta, að hefja feril sinn með því -- að gera sem minnst úr hæfni þeirra stofnana sem eiga að þjóna hans eigin embætti, eftir að hann er tekinn formlega við.
  2. En hann síðar meir, verður háður þeim sömu stofnunum - um mikilvægar upplýsingar.
  3. Það er líka vert að hafa í huga, að ef samskiptin verða -fjandsamleg- gætu njósnastofnanirnar hefnt sín!
  4. En það má vel vera að til séu gögn sem gætu skaðað verulega trúverðugleika Trumps sjálfs -- ef t.d. njósnastofnanirnar hökkuðu fyrirtæki Trumps sjálfs.

“It is the assessment of the intelligence community that Russia’s goal here was to favor one candidate over the other, to help Trump get elected,” said a senior U.S. official briefed on an intelligence presentation made to U.S. senators. “That’s the consensus view.”

Trump - “These are the same people that said Saddam Hussein had weapons of mass destruction. The election ended a long time ago in one of the biggest Electoral College victories in history. It’s now time to move on and ‘Make America Great Again,’ ”

Rétt að hafa í huga, að eftir því sem ég best man eftir -- þá fullyrti CIA aldrei fyrir innrásina 2003, að Saddam Hussain - hefði "ógnarvopn."

En aftur á móti, þá gerði Bush það!

Skv. því sem ég man eftir - sagði CIA á því ári, að líkur væru á því að ógnarvopn væru til staðar, en engin leið að vita það fyrir víst.

En það virðist sem að nýíhaldsmennirnir sem fylgdu Bush inn í Hvítahúsið, hefðu ákveðið að -ógnarvopnin- væru til staðar -- burtséð frá því hvort að njósnastofnanirnar væru nákvæmlega sammála því eða ekki.
--Sem má einfaldlega hafa verið - tilliástæða!
--Það hafi ekki endilega skipt þá máli hvort þau væru raunverulega til!

Ég held samt að Bush hafi raunverulega trúað á tilvist þeirra - en hegðan hans virðist samkvæm sjálfu sér miðað við slíka trú!

Eitt er samt algerlega víst - að kosninganiðurstaðan 2016 er skýr og óumbreytanleg hvað sem hugsanlega nýtt kemur fram!
--Megin hættan fyrir Trump, liggi fyrst og fremst í því, að frekari rannsókn á - hakkárás rússneskra leynistofnana á bandaríska lýðræðiskerfið.
--Skaði frekar trúverðugleika Trumps sem forseta!

En það getur ekki ógnað honum með neinum beinum hætti sem forseta!
--Nema að samskipti hans og njósnastofnana verði verulega - fjandsamleg!
--Þá eins og ég benti á, er hugsanlegt að þær hefni sín á honum.

 

Niðurstaða

Mér persónulega virðist það fullkomlega trúverðugt að bandaríska lýðræðiskerfið hafi orðið fyrir hakkárás. En það var afskaplega grunsamlegt - hvernig einungis virtust detta inn á -Wikileaks- gögn sem sköðuðu Demókrataflokkinn annars vegar og hins vegar Hillary Clinton.

En það virðist erfitt að trúa því, að rússneskir njósnarar sem voru að hakka gögn frá bandarísku stjórnmálaflokkunum og einstökum frambjóðendum - hafi virkilega ekki haft nokkur neikvæð gögn um frambjóðendur Repúblikana eða um Repúblikana flokkinn sjálfan.

Það m.ö.o. hafi verið valið - að birta einungis neikvæðu gögnin um Demókrata flokkinn og Clinton.
--M.ö.o. hafi verið gerð tilraun til að hafa áhrif á kosninganiðurstöðuna.
--Sem þíði ekki að vitað sé fyrir víst að slíkt hafi haft áhrif á niðurstöðuna sem slíka.

 

Kv.


Sífellt hækkandi gengi Bandaríkjadollars - er alvarleg ógnun við hugmyndir Donalds Trump um að eyða viðskiptahalla Bandaríkjanna!

Málið er að niðursveiflan sem hófst 2007 á lokaári forsetatíðar George Bush -- er nú sannarlega lokið. Þess í stað sýna hagtölur svipað að mörgu leiti ástand og á Íslandi - þ.e. að vaxandi hagvöxtur sé að framkalla vaxandi eftirspurnarspennu innan hagkerfisins, og sú eftirspurnarspenna er nú að skila sér í nýrri vaxtaákvörðun "US Federal Reserve:

Press Release

US Federal Reserve raises interest rates for second time since 2008 crisis.

Fed lifts rates, sees faster pace of hikes in Trump&#39;s first year

 

Það sem gerist er að það stefnir í vaxtahækkunartímabil, eftir tímabil mjög lágra vaxta, sem óhjákvæmilega leiðir fram - sífellt hækkandi gengi Dollarsins

Þessar ákvarðanir hafa lítið sem ekkert að gera með kjör Donalds Trump - heldur sýnir þetta eiginlega fram á, að tal Trump um -hræðilegan efnahag- var úr lausu loftið gripið.
--Þess í stað er atvinnuleysi í Bandaríkjunum orðið með því lægsta sem gerist meðal þróaðra hagkerfa.
--Og skv. tölum fyrr á árinu, þá eru launahækkanir hafnar - þ.e. atvinnuleysi það lítið orðið, að launþegar eru farnir að ná launum sínum upp að meðaltali.

Þannig að það sé ekki lengur rétt - að hagvöxturinn sé ekki að skila sér niður.

  1. En málið er að stefna Trumps hittir núna á bandaríska hagkerfið - nú komið upp í ca. þann stað á hagkúrfunni, að svokallaður slaki - er stórum hluta þegar upp eyddur.
  2. Það þíðir, að hugmyndir Trumps um að auka ríkishallann -- með því að auka opinberar framkvæmdir -> Mun þar með, auka á þá eftirspurnarspennu sem þegar er komin!
  3. Þessi stefnumörkun, er m.ö.o. að hitta á hagkerfið - þegar slakinn er að mestu farinn, sem þíðir -> Að þar með getur "US Federal Reserve" ekki leitt hjá sér - líkleg verðbólguvaldandi áhrif þeirrar stefnu.
  • Sennilega vegna kjörs Trumps -- hafi "US Federal Reserve" ákveðið - að 3. vaxtahækkanir verði á nk. ári - í stað tveggja er áður voru fyrirhugaðar.
  • Það eru þessi skilaboð, um meiri vaxtahækkanir en markaðurinn gerði ráð fyrir -- sem skiluðu gengishækkun Dollars á mörkuðum - en auk þess fall á hlutabréfamörkuðum: Dollar jumps and Treasuries slide after Fed rate rise.

 

Þetta klárlega flækir það fyrir Trump að minnka viðskiptahalla Bandaríkjanna, eða jafnvel - að eyða honum alfarið!

En eftir því sem Seðlabanki Bandaríkjanna hækkar vexti - mun gengi Dollars stíga frekar. Og þar með viðskiptahalli Bandaríkjanna vaxa -- en hækkandi gengi þíðir að sjálfsögðu aukinn kaupmátt bandarískra neytenda þegar kemur að innfluttum varningi, sem rökrétt fullkomlega leiðir til þess að bandarískir neytendur munu bregðast við með því að kaupa meir af innfluttu.

  • Það blasir ekki alveg við hvernig Trump ætlar sér að glíma við -- nýjan ofurdollar!

En hann hefur sakað nokkur lönd sérstaklega Kína um "currency manipulation" þ.e. að halda sínum gjaldmiðlum með virkum hætti lágum til að auka útflutning til Bandaríkjanna.

Þessar ásakanir eru á hinn bóginn, langt í frá -- augljóslega réttar, en rétt er að benda á að Kína hefur verið að glíma nú hátt á annað ár við -nettó útflæði- fjármagns.

Sem bendi ekki til þess að Renminbið sé of hátt skráð.

 

Niðurstaða

Það er að sjálfsögðu ekkert nýtt við þetta - en Dollarinn hefur áður hegðað sér með þeim hætti að hækka í takt við vaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna. Það sem er sérstakt í dag, er að nú er að ljúka óvenju löngu lágvaxtatímabili innan Bandaríkjanna!
--Það hófst eiginlega upp úr 2000, eftir svokallað "dot.com" krass. Og síðan þá hafa vextir verið samfellt lágir, þó að þeir hafi þó aldrei verið lægri en árin 2007 - 2016.
--Síðast þegar talað var um ofurdollar var árin á undan 2000 frá ca. miðjum 10. áratugnum.

Vandi Trump er að "US Federal Reserve" er sjálfstæð stofnun - þ.e. Trump getur ekki gefið henni fyrirmæli, né getur bandaríska þingið það heldur - þó að það geti breytt lögum um Seðlabanka Bandaríkjanna, þ.e. afnumið sjálfstæði stofnunarinnar - fært stýringu vaxta undir pólitíska stjórn!
--Það mætti sannarlega hugsa sér slíkt, að Trump mundi handstýra vöxtum niður!

Til þess að lækka Dollarinn að nýju!
Hann gæti þá jafnvel fyrirskipað -- nýja prentun, til að lækka hann frekar

  • Áhættan væri sú, að vegna þess að nú er slakinn farinn af hagkerfinu -- að slík stefna mundi leiða til stöðugt hækkandi verðbólgu!
    --En "US Fed" komst upp með prentun í kreppinni 2007-2014 vegna þess að þá var slaki í hagkerfinu, og verð í slakanum vildu þá fara niður - með prentun var verðhjöðnun hindruð.
    --En í hagkerfi í eftirspurnarspennu -- er enginn vafi að ný lágvaxtastefna og jafnvel prentun að auki, mundi leiða til -- hækkandi verðbólgu.
    **Að auki gæti hagkerfið farið inn í -- eftirspurnar-bóluástand!
  • Svo þarf varla að nefna -- ef nýr ofurdollar, mun að sjálfsögðu leiða til -- enn frekari flótta framleiðslufyrirtækja frá Bandaríkjunum.
    --Þar með auka hraðann í fækkun framleiðslustarfa.
    --Sem mundi að sjálfsögðu skapa þrýsting frá þeim hluta kjósenda - sem kusu Trump út á þau loforð hans um að snúa þeirri þróun við.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu!
--Rétt að nefna að -pópúlísk- efnahagsstefna hefur sögulega séð í nokkrum fjölda tilvika í öðrum löndum, leitt fram verulega mikla verðbólgu!

 

Kv.


Verður ESB að kjarnorkuveldi?

Þýski fjölmiðillinn var með áhugaverða umfjöllun - um hugmyndir sem Spegillinn þýski segir að séu ræddar óformlega í bakherbergjum í Berlín og Brussel. Þó að sögn Spegilsins þýska, vilji enginn aðspurður kannast við það með nokkrum formlegum hætti, að slíkar pælingar séu í gangi!

Europeans Debate Nuclear Self-Defense after Trump Win

 

Þjóðverjar virðast vera að átta sig á, að ef Trump dregur til baka kjarnorkuvernd Bandaríkjanna á Evrópu - þá standi Evrópa varnarlega séð frammi fyrir alvarlegu vandamáli!

Ekkert er sjálfu sér fullkomlega vitað að slíkt sé á döfinni frá ríkisstjórn Trumps -- á hinn bóginn gaf hann yfirlýsingar í kosningabaráttu sinni, sem bentu til þess að Trump hefði nokkurs konar - viðskiptahugmynd um varnir.
--M.ö.o. líti hann á varnir sem þjónustu, sem rétt sé að greitt sé gjald fyrir.

  1. Hingað til aftur á móti hefur NATO - byggst á því að skuldbindingar um varnir séu án nokkurra skilyrða.
  2. Annarra en þeirra, að varnarskulbinding sé gagnkvæm, og að öll NATO aðildarríki séu skulbundin að aðstoða hvert annað ef það er gerð árás.
  • En Trump setti þetta allt í uppnám, er hann talaði á þeim grunni, að hann liti á varnarskuldbindingu Bandaríkjanna - ekki lengur sem óskilyrta.
  • Sbr. ummæli á þá leið, að ef NATO land greiddi ekki þá fjárkröfu, sem Trump á enn eftir að skilgreina -- þá komi til greina að verja ekki þann tiltekna NATO meðlim.

--En ég ítreka að vanarskuldbinding er gagnkvæm.
--Og Evrópuþjóðir hafa ítrekað aðstoðað Bandaríkin, þegar þau hafa óskað eftir því!

Þannig, að ef þetta á allt að vera á - viðskiptagrunni -- -- ættu þá ekki Bandaríkin þá að greiða sínum bandamönnum, sem taka þátt í herför að ósk Bandaríkjanna?
Einhvern veginn rennur mér sá grunur, að Trump hugsi þetta með þeim hætti, að féð renni einungis í eina átt -- sbr. "Tribute."
--M.ö.o. væri þetta ekkert annað en fjárkúgunarkrafa, þ.e. ef hún kemur fram!

 

Í ljósi þessa, hafa menn hafið vangaveltur um það, með hvaða hætti Evrópa getur hugsanlega varið sig - án Bandaríkjanna!

En ég geri ráð fyrir því - að Evrópa ætli ekki að greiða "Tribute" til Trumps.

  1. Vangavelturnar snúa ekki síst að kjarnorkuherafla Frakka.
  2. Ástæðan er sú, að einungis kjarnorkuherafli Frakka - er algerlega á sjálfstæðum tæknilegum grunni, þ.e. Frakkar sjálfir smíða alla þætti síns prógramms --> En galli við kjarnorkuherafla Breta, er að þeir nota bandarískar eldflaugar á sína kafbáta.
  3. Þetta þíði, að einungis kjarnorkuherafli Frakka, geti orðið grundvöllur sjálfstæðs evrópsks kjarnorkuherafla.

Það yrði þá þegar í stað, að hefja smíði aukins fjölda franskra eldflaugakafbáta - en í þetta sinn með fjárstuðningi annarra aðildarríkja ESB, sennilega bróðurpartur borgaður af Þýskalandi.

Og auðvitað aukins fjölda fransk smíðaðra kjarnorkueldflauga - hvoru tvegja þeirra sem ætlað er að vera skotið af landi, og þeirra sem ætlað er að skotið sé úr kafbátum.

  • Til skamms tíma, samþykktu Frakkar - að með formlegum hætti verja önnur Evrópuríki, með sínum kjarnorkuherafla sem þegar er til staðar.
  • Gegnt því auðvitað, að verða að algeru lykilríki hvað varnir V-Evrópu varðar!

Það er kannski ekki síst síðara atriðið sem er áhugavert!
En völd og áhrif Frakklands innan samhengis ESB, yrðu þá mjög verulega aukin.
Auk þess, að fjárstuðningur við kjarnorkuherafla sem smíðaður væri allur innan Frakklands, frá öðrum löndum innan ESB --> Mundi að sjálfsögðu vera vítamínssprauta fyrir franskt efnahagslíf.

 

Þetta væri auðvitað einungis fyrsta skrefið að -- hugsanlegum sameiginlegum herafla Evrópu!

En ef Trump ákveður að hætta að verja Evrópu -- ef Evrópa líklega hafnar fjárkröfum hans.
--Sem enn er óvíst að fram muni koma, en segjum að af þeim verði.

Þá þarf snarlega að endurskipuleggja varnir annarra NATO landa -- spurning hvort það yrði gert áfram undir nafni NATO eða hvort að það yrði búið til nýtt varnarsamstarf á grunni ESB?
Sérstaklega verður það ákaflega snarlega brýnt - að tryggja kjarnorkuvarnir.

  1. En án kjarnorkuvarna, gæti Rússland - sem á nægilega margar sprengjur til að eyða öllu lífu á Jörðinni.
  2. Beitt ógnunum um kjarnorkuárás, á einstök Evrópulönd -- þ.e. árás af fyrra bragði.

Sem án varna Bandaríkjanna - án kjarnorkuvarna Evrópu sjálfrar!
Viðkomandi land stæði þá fullkomlega varnarlaust gagnvart!

Og það land gæti allt eins orðið Þýskaland sjálft!
Sem Pútín reyndi að svínbeygja!

  1. Ég hugsa að Frakkar muni greiðlega samþykkja að verja Þýskaland, þó ef ekki væri nema fyrir það - að ég tel afar ósennilegt að Frökkum mundi hugnast sú hugsanlega útkoma, að hafa rússneskan her við eigin landamæri.
  2. Það yrði síðan að koma í ljós, hve langt Frakkar treystu sér í slíku tilliti.

Það virðist a.m.k. rökrétt, að verja -- "Buffer" -- fyrir Þýskaland sjálft.
--Þ.e. Pólland - Tékkland - Slóvakíu - Austurríki - Ungverjaland -- síðan a.m.k. Ítalíu - Grikkland á Miðjarðarhafssvæðinu.
--Auk þess væri Tyrkland líklega einnig, nauðsynlegur frá varnarsjónarmiði - bandamaður.

 

Niðurstaða

Ef Trump ákveður að slá NATO af, af hálfu Bandaríkjanna - ef hann mundi láta verða af hugmyndum á grunni sem hann nefndi í kosningabaráttunni. Því mér virðist afar ósennilegt, að önnur NATO lönd - samþykki að greiða ár hvert verulegt fé til Bandaríkjanna -- sbr. "Trump&#39;s Tribute demand."

Þá mundi Evrópa þurfa snarlega að koma sér upp varnaráætlun!

  • Ef út í þ.e. farið, væri sjálfsagt að hafa Kanada með!

Þá væri líklega eðlilegra að halda áfram með varnarkerfi á grunni NATO samstarfs - en án Bandaríkjanna, einfaldast þ.s. löndin eru hvort sem er í NATO - þar á meðal Tyrkland og Kanada.

En augljóslega samt sem áður, yrði Evrópa þó sérstaklega að skipuleggja eigin kjarnorkuvarnir. Og það snarlega eða innan mjög skamms tímaramma frá því að það yrði ljóst að Trump tæki Bandaríkin út úr samstarfi um NATO.

 

Kv.


ESB virðist hafa látið Tyrkland reisa varnarvegg gegn flóttamönnum á sínum landamærum

Der Spiegel vekur athygli á þessu, nú þegar varnarveggurinn er við það að nálgast sitt endamark, en skv. stjórnvöldum í Ankara skal smíði hans lokið meðfram öllum landamærunum í febrúar 2017: The Death Strip at the Turkish-Syrian Border.

Sjá einnig: Turkey’s new border wall to stop Syrian refugees.

Tyrkneskir landamæraverðir rétt innan sinna landamæra!

Turkish soldiers guarding the border to Syria near the town of Besarslan....

Verið að reisa veginn!

Image result for turkish border wall syria

Hér má sjá nokkra vegalengd af veggnum

Image result for turkish border wall syria

Varnarveggur Evrópu er á landamærum Tyrklands við Sýrland!

Einhvers staðar mundi þetta verið kallað - kaldhæðni. En samningur ESB við Tyrkland - fól í sér ákvæði um bætt landamæra öryggi á landamærum Tyrklands við Sýrland.
--Ætli við séum ekki að sjá nú - hvað það fól í sér!

Skv. fréttinni, þá hika landamæraverðir ekki að skjóta að fólki að gera tilraun til að smygla sér yfir vegginn.
--Einn skv. fréttinni af hópi var bersýnilega skotinn til bana!

  1. Skv. frétt er um 400þ. flóttamanna frá Sýrlandi - við landamærin að Tyrklandi, sem ekki fær að fara yfir.
  2. Bardagar um Aleppo eru að bæta þar við einhverjum tugum þúsunda a.m.k.
  3. Ef frekar verður sókt inn á svæði uppreisnarmanna, gætu auðveldlega einhver hundruð þúsunda bæst þar við.

Eins og fram kom fyrr á árinu --> Hefur Erdogan sett upp öryggissvæði á landmærum Sýrland - innan landamæra Sýrlands.
Svæði sem stjórnað er af sýrlenskum uppreisnarmönnum --> Sem hlýða skipunum frá Ankara.

Þeir eru auðvitað vopnaðir og fjármagnaðir af Ankara. Og svæðið lýtur auk þess, verndar tyrkneska hersins!
--Erdogan talaði um það fyrr á árinu - að gera þá spildu að verndarsvæði fyrir sýrlenska flóttamenn.

  • Það virðist alveg í samræmi við stefnuna að loka landamærunum sjálfum!
  • Að ætla nýjum flóttamönnum, að vera innan öryggis svæðisins handan landamæranna er lýtur Ankara.

Evrópsk yfirvöld þar á meðal Angela Merkel - hafa algerlega látið vera að gagnrýna aðferðir hins nýja landamæraeftirlits Tyrkja.
--Þó að klárlega þættu þær aðferðir óásættanlegar innan Evrópu sjálfrar.

  • Öryggis-svæði Tyrklands handan landamæranna - gæti þó auðveldlega orðið að nokkurs konar, nýju Gaza-svæði.
    -En augljóslega mun Tyrkja stjórn ekki leggja mjög mikið fjármagn í það.
    -Sem væntanlega mun þíða, að ekki verði þar mikið fyrir flóttamenn við að vera.
    -Sem væntanlega gerði það að hinum fullkomnu uppeldisstöðvum fyrir nýja öfgamenn.

Svona eins og Gaza hefur reynst vera!

 

Niðurstaða

Evrópa virðist hafa ákveðið að láta Tyrki gera það sem Evrópa sjálf taldi sig ekki geta gert - en landamæraeftirlit Tyrkja virðist mjög nærri þeim hugmyndum sem ganga hvað lengst af þeim hugmyndum sem flokkar hvað andvígastir innflytjendum til Evrópu, hafa lagt til. En þeir sem hafa gengið lengst - hafa beinlínis lagt það til að fólk væri skotið við tilraunir við að smygla sér yfir landamærin.

  • Ef maður íhugar málið frá ískaldri rökhyggju, er sjálfsagt betra fyrir Evrópu að hafa lokuðu landamærin -- í meiri fjarlægð heldur en minni, þ.e. á landamærum Tyrklands við Sýrland --> Frekar en t.d. á landamærum milli Grikklands og landanna í Evrópu Norðan við Grikkland - eins og sumir jafnvel lögðu til 2015.

Kannski að Merkel hafi ekki verið eins heilög og hún þóttist vera eftir allt saman!

 

Kv.


Leigubílstjórar atvinnustétt í yfirvofandi útrýmingarhættu af völdum tæknibreytinga

Ég var að lesa áhugaverða grein um þær framtíðarbreytingar sem -- ökumannslausir bílar líklea muni hafa í för með sér: How driverless cars are set to reinvent and humanise our streets.
--Þessi grein fókusar á vænt áhrif ökumannslausra bíla á borgarskipulag, og líf innan borga!

 

Enginn vafi að ökumannslausir bílar skapa mikinn vanda fyrir atvinnubílstjóra!

Mig grunar að þeir atvinnubílstjórar er starfa í þéttbýli - séu einna helst í yfirvofandi hættu á starfsmissi. En það virðist sennilegt, að ökumannslausir bílar verði framan af einkum notaðir í þéttbýli - því þar verði líklega fyrst sett upp þau kerfi sem tölvubúnaður sem aka mun ökumannslausum bílum, sennilega þarf á að halda.

En þó slíkir bílar verði búnir radarbúnaði, þarf einnig örugglega að vera til staðar nákvæmt vegakort í þeim bílum á tölvutæku formi, og líklega til viðbótar aðstoðar við staðsetningu - má reikna með þörf fyrir búnað sem sendi boð til þeirra er aðstoða þá við nákvæma staðarákvörðun - t.d. við gatnamót.

  • Vörubílstjórar verða líklega þeir síðustu til að hverfa af bílstjórastéttum.

 

Í greininni eru pælingar um framtíð - einkabílsins

"“Private car ownership will all but end in major US cities,” says John Zimmer, co-founder of Lyft." - "He predicts that within five years, most of Lyft’s rides will take place in autonomous vehicles." - "These economics will accelerate a transition that is already under way, as urbanites opt to use Uber and Lyft rather than buy their own vehicles."

Mér virðist augljóst að þjónustur af þessu tagi eins og Uber og Lyft - muni höggva djúp skörð í raðir atvinnubílstjóra, sérstaklega - leigubílstjóra.
Mér virðist augljóst, að fólk sem ferðast til annarra borga, velji sér slíka þjónustu.

Hvort að fólk sem býr í borg hættir að eiga sjálft bíl -- er stærri spurning. En bifreið er ekki bara til þess að fara í og úr vinnu, heldur einnig farkostur til ferðalaga - og auðvitað þeir sem eiga börn gjarnan aka þeim í skólann, og auðvitað fólk fer í stórverslanir og fyllir bílinn af innkaupum.

  • En kannski, hætti fólk því að eiga 2-bíla.
    --Ef þjónustur af slíku tagi, duga vel til ferðalaga í og úr vinnu.
  • Það gæti samt leitt til fækkunar bíla!
    --Dregið úr þörf fyrir stæði í borgum, sérstaklega í miðborgum.

 

Áhrif á borgarskipulag!

"“There are huge changes that are coming,” says Dan Doctoroff, former deputy mayor for economic development and rebuilding in New York."

Í þessu samhengi þarf að hafa í huga, hve framtíðin er óviss!
--En umferð gæti einnig aukist, í stað þess að minnka.

  1. En það má alveg hugsa sér það, að ökumannslausir leigubílar verði það hagstæður kostur, vegna sparnaðar við að losna við kostnað við að hafa ökumann.
  2. Að fólk hætti nær alfarið að nota -- opinberar samgöngur.
  3. Auk þess að það fari með leigubíl upp til hópa í og úr vinnu.
  • Sérstök leigubílastæði þurfa þá líklega að vera með meiri þéttleika - nema það séu sérstakir merktir punktar fyrir utan hvern vinnustað.

Á móti mundi sennilega samt verða minnkun þarfar fyrir -- bílastæði í miðborgum.
--Þ.e. þar sem margir sem spá í borgarskipulag sjá verulegan gróða fyrir borgirnar.

Því að gríðarlegt pláss í dag fer í stæði út um allt.

 

Mun fólk kjósa að búa í meiri fjarlægð frá miðborgum?

Þarna koma enn ein hugsanleg áhrif, en ef maður hugsar sér það að -- ekki einungis atvinnubílar verði ökumannslausir heldur einnig einkabílar.
--Þá mun fólk muna minna um langar ferðir í og úr vinnu!

  1. Því það mun geta sofið í bílnum á leið í og úr vinnu.
  2. Auk þess, að bílarnir verða nettengdir, er ekkert því tæknilega til fyrirstöðu, að bíllinn geti verið skrifstofan þín meðan þú ert á leið milli staða -- þ.e. þú getur unnið og starfað meðan bíllinn færir þig á milli staða.

Þannig að það má alfarið hugsa sér þau áhrif - að það aukist að fólk kjósi að búa í útborgum og svefnbægjum í verulegri fjarlægð frá miðborgum.
--Þannig að þetta ýti undir hnignun miðborga.

 

Sumir halda því þó öfuga fram, að miðborgir ættu að geta orðið - vinalegri, því vinsælli

En sennilegt virðist að í framtíðinni dragi úr loftmengun - vegna þess að bifreiðar verða upp til hópa rafknúnar. Að auki, ættu miðborgirnar að verða öruggari, vegna þess að tölvustýrðir bílar lendi mun sjaldnar í árekstri -- en bílar undir stjórn ökumanns.

Ef bílastæðum fækkar -- geti borgir brugðist með því, að stækka - græn svæði.
--Það muni að auki vera unnt að - þétta byggð nærri miðjunni, þegar land losnar sem í dag fer undir stæði.
--Þannig unnt að bjóða fólki upp á aukna möguleika til íbúðar í gömlu borgarkjörnunum.

  1. Ég er auk þessa fremur viss um að hið opinbera muni fljótlega þegar tæknin tengd ökumannslausum bílum verður nægilega áreiðanleg.
  2. Herða reglur varðandi réttindi til aksturs bíla, í þeim tilgangi -- að ýta fólki yfir í það að ferðast með bílum, í stað þess að - aka þeim.

--Það sé ekki einungis það að spara tjón vegna fækkunar slysa.
--Heldur væntanlega að auki það að umferðin verði skilvirkari, en bil milli bíla getur örugglega verið minna, auk þess að líklega komast fleiri yfir umferðarljós í einu.
--Og auðvitað sparnaðurinn við fækkun stæða í borgum og bægjum.

 

Niðurstaða

Það eina sem virðist öruggt er að ökumannslausir bílar er ein af þeim stóru tæknibreytingum sem mun hafa í för með sér -- mörg hliðaráhrif á samfélag manna. Ég held að það sé algerlega öruggt, að ökumannslausir bílar eru á leiðinni. Sennilega verða þeir nægilega áreiðanlegir innan nk. 10-ára. Á nk. 20-árum fara þeir að ýta út atvinnubílstjórum í hratt vaxandi mæli. Svo fljótlega þaðan í frá, einka-bílstjórum.
--Eftir 30-ár verði það sennilega sjaldgæf sjón að sjá ökumann undir stýri!

 

Kv.


Gæti stefnt í annað hrun?

Þetta var fyrirsögn í frétt á Mbl.is -- : Gæti stefnt í annað hrun. Augljósa svarið er auðvitað - já! En í þeim skilningi, að næsta hrun nálgast alltaf - hvenær sem það verður.

"Vax­andi áhyggj­ur eru inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar af styrk­ingu krón­unn­ar og áhrif­um þeirr­ar þró­un­ar á grein­ina. Á einu ári hef­ur krón­an styrkst um 17% og ein­stak­ir gjald­miðlar, eins og sterl­ings­pundið, lækkað um hátt í 30%."

 

Ég held að allir Íslendingar viti vel af því, að líklega skellur ný kreppa yfir Ísland - ef ekki á næsta ári, kannski - þarnæsta!

  1. Flest okkar átta sig sennilega á því, að ferðaþjónustan - hefur tekið yfir sem sú grein, sem ræður mestu nú í hagsveiflunni.
  2. Það þíðir að sjálfsögðu - tja sbr. fyrir 20 árum er sjávarútvegur var enn stærstur - að sveiflur í ferðaþjónustu, eru líklegar að ráða því hvort þ.e. -kreppa- eða -uppgangur.-
  3. Að sama skapi tel ég fullvíst - að næsta kreppa verði í líkingu við þær kreppur er við þekktum á árum áður -- þ.e. stuttar og grunnar, en einnig - tíðar.
  4. M.ö.o. ekkert í líkingu við þ.s. við upplifðum í svokölluðu - hruni.

Þannig að það má þá einnig svara spurninginnu -- Nei!
--Því við þurfum örugglega ekki að eiga von á ragnar-rökum í efnahagsskilningi.

 

En við þekkjum þetta vel, sem erum nægilega gömuml til að hafa upplifað a.m.k. eina kreppu gamla tímans!

  • Þ.e. uppgangur - stöðugar kostnaðarhækkanir.
  • Síðan snöggur samdráttur í megin greininni, m.ö.o. - kreppa.

En eftir að gengið hefur fallið slatta - fyrirtæki sem skulda mikið hafa orðið gjaldþrota.
Þá standa eftir betri fyrirtækin - þau standa þá frammi fyrir hagstæðari skilyrðum, eftir gengisfallið.
Og taka yfir eignir sem hafa verðfallið, og næsti uppgangur hefst!

  1. Ef e-h er sérstakt við núverandi uppgang, þá er það óskaplegur hraði í uppbyggingu.
  2. Einna helst minnir þetta mig, á það fyrir mörgum árum þ.e. á 10-áratugnum, þegar fiskeldis bóla gekk yfir samfélagið. Fiskeldið lagðist ekkert af, þ.e. betri fyrirtækin héldu áfram starfsemi.
    --En mjög mörg skuldum vafin slík, urðu gjaldþrota.
  3. Mér virðist sennilegt, að einnig verði fjöldagjaldþrot í ferðamennsku, þ.e. mörg hótel líklega verði gjaldþrota - þ.e. þau sem hafa starfað í skamman tíma og ekki náð að greiða niður lán, hafa lítið fjármagn umfram til umráða.
    -Líklega strandar einhver fjöldi hótela í byggingu, er eigendur verða gjaldþrota.
    -En verulegur fjöldi fyrirtækja í greininni sem ekki er endilega tengdur hótelarekstri, er einnig líklegur að fara í þrot.

Líklegasti -trigger- atburður er -- snöggur samdráttur í fjölda ferðamanna.
Jafnvel gæti dugað - að hægi á fjölgun, snögglega eða það verði stöðnun í fjölda.

 

Þessa kreppu er auðvitað ómögulegt að tímasetja nákvæmlega!

En mig grunar að 3-árum liðnum, verði mikið af ódýrum gjaldþrota hótelum - snögglega atvinnuleysi meðal fólks í ferðaþjónustu.
-En það sennilega standi ekki lengi.

  1. Spurningin er hvenær -- stöðugar kostnaðarhækkanir fyrirtækja sem þau velta í verðið til ferðamanna, þ.e. hækkanir vegna hækkaðra opinberra gjalda - gengishækkana - launahækkana, o.s.frv.
  2. Leiða á endanum fram -- samdrátt í komum eða a.m.k. stöðnun í komum.

Tilfinningin er m.ö.o. að Ísland sé nærri bjargbrúninni.
--Sem má einnig kalla --> Að ég ráðleggi fólki að kaupa dýra innflutta hluti, núna!

Mér virðist landinn einmitt mjög kaupglaður - sennilegt að væntingar um næstu kreppu geti haft þar einhver áhrif.

 

Niðurstaða

Með vissum hætti má segja, að með því að ganga í gegnum sína -fyrstu kreppu- muni ferðaþjónustan taka út ákveðinn þroska. En að sumu leiti líklega mun hún, bæta greinina. Vegna þess, að kreppan líklega slær af - veikustu fyrirtækin, þau sem hafa spennt bogann mest - verið of áhættusöm eða eru ekki nægilega vel fjármögnuð.
--Eftir standa þá sterkari fyrirtækin.

Þannig að greining verður þá í vissum skilningi - heilbrigðari á eftir.

En hún hættir örugglega ekki að verða megin greinin úr þessu!
Og væntanlega verða ferðamenn áfram rúmlega milljón -- 1,6 milljónir skilst mér á þessu ári.

Ísland er þá orðið að ferðaþjónustulandi!
-Hvort sem það er gott eða slæmt!

  1. Því fylgir auðvitað sá galli, að ferðaþjónusta er í eðli sínu - láglaunagrein.
  2. M.ö.o. að við erum ekki að byggja upp þau - hálaunuðu sérfræðistörf svo íkja mikið, sem Íslendingar hafa lengi dreymt um.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 871106

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband