Frá hverjum mun enn nafnlaus flokkur Sigmundar Davíðs taka fylgi?

Augljósa svarið mundi einhver segja - frá Framsóknarflokknum; en það má alveg íhuga þá spurningu.
Sjá bloggfærslu Sigmundar Davíðs: Bréf til Framsóknarmanna, Sigmundur Davíð.
--En það má einnig velta því upp hvort SDG taki hugsanlega fylgi frá - Flokki Fólksins!

Mynd með færslu

Eins og sést af lestri skýringa Sigmundar Davíðs, þá er hann með óskaplega harkalegar ásakanir gegn starfsfólki á skrifstofu Framsóknarflokksins og hugsanlega einhverju leiti að því fólki er vann fyrir Framsóknarflokkinn á umræddu flokksþingi -- sbr. ásakanir á þann veg að fólk hafi ekki fengið að mæta á þingið.
--Þ.s. ég var ekki þarna sjálfur, í það sinnið - ég get ekki svarað fyrir þetta.
--Hitt veit ég að hvert flokksfélag fær ekki að fara inn með nema ákveðinn fjölda, í hlutfalli við fjölda félaga í því félagi -- og það situr fólk í andyri og fer yfir lista með nöfnum, þegar fólk mætir og vill fá að fara inn í salinn; en þangað eðlilega mega einungis fara skráðir fulltrúar.
--Skv. þessum ásökunum, mætti fólk sem taldi sig vera í rétti til að mæta, en fékk ekki.

Fyrir þessu liggja að sjálfsögðu engar sannanir - einungis að því er virðist orð aðila er telja sig hafa verið fulltrúa með rétti, en skv. þeim lista er lá fyrir - voru þeir ekki slíkir!
--Enginn hefur stigið fram og viðurkennt að listum hafi verið skipt.
--Ég veit ekki betur en að listum sé skilað með tilteknum fyrirvara á skrifstofu flokksins.
Þá væntanlega beinist ásökunin að skrifstofu flokksins - meðan SDG sjálfur var þar enn formaður.

Fyrir utan þetta, virðist Sigmundur Davíð - taka því ákaflega harkalega ef einhver býður sig fram gegn honum í NA-Kjördæmi, en skv. hans orðum er það gerðist síðast - var það aðför að hans persónu.
--Nýverið kynnti Þórunn Egilsdóttir um framboð í 1. sæti í NA-Kjördæmi gegn Sigmundi Davíð - eins og sést af lestri greinar Sigmundar Davíðs - virðist hann taka því afar illa!

"Nú býður sami þingmaður sig fram aftur. Sem fyrr hvattur til dáða af þingmönnum flokksins í Suðurkjördæmi og öðrum úr hópnum sem staðið hafa að fyrri atlögum." - Öllu skynsömu fólki má vera ljóst hversu vitlaust það er að endurtaka leikinn frá því í fyrra og eyða þeim skamma tíma sem er fram að kosningum í tilraun til að hrekja burtu þá sem ekki dansa eftir pípu hópsins sem endurheimti fyrri völd í flokknum fyrir ári."

M.ö.o. tekur hann þessum mótframboðum afar afar - illa! En hann virðist túlka það mótfamboð sem skipulagða atlögu að hans persónu -- eins og hann virðist túlka fyrra mótfamboð.

Hann talar einnig um mótframboð gegn Gunnari Braga í sama stíl.

"Atlagan að Gunnari Braga Sveinssyni er þegar langt komin, skipulögð og framkvæmd af þeim sem sáu um atburðarásina á flokksþinginu."

Það áhugaverða er að Gunnar Bragi hefur líst því yfir, að hann bjóði sig áfram fram fyrir Framsóknarflokkinn: Gunnar Bragi stefnir á sæti hjá Framsókn.
--Gunnar Bragi skv. því tekur ekki mótfamboði eins illa og SDG.
--Gunnar Bragi m.ö.o. ætlar að vera áfram í Framsókn.

  1. En ég fæ ekki betur séð, að það sem SDG talar um sem sannanir fyrir því að - - áfram sé skipulega vegið að sér, séu mótframboð gegn honum og þeim sem hann lítur á sem sitt fólk.
  2. Áhugavert ef SDG er að taka þeim mótframboðum það illa, að þau séu kornið sem að hans mati fylli mælinn og geri honum ófært um að vera áfram í Framsóknarflokknum.

Takið t.d. eftir því sem hann skrifar undir fyrirsögn: Valkostirnir.
--En það virðist sem sagt að hann líti á þetta allt sem persónuárásir, sbr. mótframboð - það að þurfa að standa í því að verja sitt sæti innan flokksins "sem vart er sérstaklega óvenjulegt í ísl. pólitík" - og þær útstrikanir er hann varð fyrir er voru nærri nægilega margar til að færa hann niður um sæti.
--Fyrir utan virðist hann ósáttur við ríkjandi stefnu flokksins, en segir þó ekki í hverju.
--Og hann virðist ósáttur við stöðu flokksins, sem hefur takmörkuð áhrif þessa dagana.
Til samans sé þetta það sem hann hafi ekki áhuga á að taka þátt í.

  • Sannast sagna skil ég ekki alveg hvað hann vill.
    --En Framsókn þarf alltaf að semja við aðra flokka um stefnumál, ef mynda á samstjórn með öðrum.
    --Og ráðuneyti eru ekki endilega mörg, þegar ekki er um að ræða 2-ja flokka stjórn.
  1. Hann talar um, róttæka rökhyggju sem stefnu.
    --Sannast sagna skil ég ekki alveg hvað það er.
    Rétt að hafa í huga að Framsókn hefur aldrei almennt séð verið róttækur flokkur.
    Róttækni og miðju-stefna, fer ekki saman!
  2. Hann vill flokk sem stendur með því sem er rétt, og treystir sér til þess þó á móti blási.
    --Það hljómar sem að ekki sé um miðjuflokk sem hann vill stofna.
    --En róttækir flokkar með róttæk sjónarmið af einhverju tagi, geta tæknilega staðið vörð um þau -hvað sem tautar og raular- en það virkar yfirleitt ekki nema flokkar slíkir haldi sig utan ríkisstjórna.
    Annars þurfa þeir að semja um mál, veita málamiðlanir.
    En róttækni og málamiðlanir yfirleitt fer ekki saman.
  3. Hann vill flokk sem standi vörð um grunngildi en standi þó fyrir framförum.
    --Alltaf spurning hvað menn meina með grunngildum.
    En ef hann spilar inn á þjóðernishyggju - þá yrði fljótt ljós ein möguleg meining.

 

Ef maður tekur mið af orðum Sigmundar Davíðs - gæti verið að hann sæki frekar að Flokki Fólksins! En mér virðist fljótt á litið stefna SDG töluvert önnur en dæmigerð Framsóknarstefna

En það fer afar oft saman að flokkar sem segjast standa vörð um grunngildi - taki þjóðernis sinnaðan pól á þá meiningu. Grunn-gildin m.ö.o. séu þjóðleg.
--Það má þó nálgast á fleiri en einn veg.

En þ.e. til jákvæð þjóðernishyggja, slík gæti t.d. lagt áherslu á þætti í þjóðlífi sem taldir eru í hættu á að glatast -- og/eða á vörn tungumálsins, sem gæti birst í aukinni áherslu á tungumálakennslu og áherslu á að verjast áhrifum ensku.

Neikvæð þjóðernishyggja gæti tekið þann pól í hæðina, að leggja áherslu á aðstreymi erlends fólks til Íslands - að teikna upp þá mynd af slíku fólki að það ógni íslenskum hefðum, gildum, ísl. tungu o.s.frv.

--Það liggur ekki fyrir hvorn pólinn SDG tekur.

Ekki hefur a.m.k. komið fram nokkuð þekkt nafn sem fer fram með SDG í hinn nýja flokk.
--Enginn þingmaður virðist ætla að fylgja SDG, a.m.k. enginn enn stigið fram.
--Lilja varaformaður sagðist harma ákvörðun Sigmundar Davíðs.

Ef það er rétt, að ónefndur flokkur Sigmundar Davíðs sæki fylgi til þjóðernissinnaðra Íslendinga.
Þá gæti hann einmitt reitt einhver atkvæði af Flokki Fólksins.

  1. Framsóknarflokkurinn ætti að eiga ágæta möguleika á því að verjast slíkri aðsókn -- með því að færa flokkinn til vinstri; t.d. leggja áherslu á velferðarmál.
  2. Bendi á að flokkurinn titlaði sig - velferðarflokk og félagshyggjuflokk, lengi á 10. áratugnum.

--Það gæti veitt Framsóknarflokknum tækifæri til að sitja í vinstri-stjórn sem líklega er framdunan!
--En sögulega séð hefur Framsóknarflokkurinn ávalt grætt fylgi á vinstri stjórnarsamstarfi.
Hinn bóginn verður Framsóknarflokkurinn líklega óvenju veikur flokkur í þetta sinn.
Það gæti veikt samningsstöðu hans og áhrif innan slíks samstarf.
Slíkt auðvitað skilar sömu áhrifum í samstarfi til hægri.

 

Niðurstaða

Mín skoðun er að Framsóknarflokkurinn ætti að verjast afleiðingum þess áfalls sem brottför Sigmundar Davíðs getur reynst vera, með þeim hætti að leggja áherslu á félagsleg málefni í komandi kosningum.
Eða með öðrum orðum, á velferðarmál.

En Framsókn hefur sögulega oft farið fram með þess konar áherslur.
Ef flokkur SDG væri á sama tíma með - þjóðernissinnaðar áherslur.
--Þá skapaðist nægileg fjarlægð milli þeirra flokka.

Þannig að flokkur SDG gæti þá í staðinn, orðið að ógn fyrir Flokk Fólksins, svokallaðan.
Brottfar SDG getur verið tækifæri fyrir Framsókn að horfa til vinstri.
En nú er vinstri sveifla akkúrat í augnablikinu, fólk horfir mjög til þarfar fyrir velferðarúrræði.
--Mig grunar í þessu geti legið tækifæri fyrir kosningarnar framundan.

Flokkurinn getur vart stefnt að öðru en að ná hugsanlega sama fylgi og síðast.

 

Kv.


Stefnir í drottun Vinstri Grænna í íslenskri pólitík? Vinstri stjórn eftir kosningar?

Eiginleg kosningabarátta er ekki hafin hjá flokkunum - en ef kosningar eru nærri mánaðamótum október/nóvember, hafa stjórnmálaflokkar ekki íkja mikinn tíma til þess að hreyfa að ráði til þá stöðu í könnunum er virðist birtast þessa dagana!
--Kosningabarátta á eftir klárlega að vera snörp og óvægin.
--Miðað við þessar tölur eru mál þau er fjölskylda formanns Sjálfstæðisflokks tengist að skaða.

VG stærsti flokk­ur­inn

Margir möguleikar í stjórnarmyndun

Fylgi flokkanna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar.

Ef fylgisstaða VG er raunverulega þetta sterk upp úr kjörkössum!

Þá væri VG a.m.k. á nk. kjörtímabili - verulega drottnandi flokkur í íslenskri pólitík. Og væri þá sá flokkur kominn í enn sterkari stöðu en Samfylking var um hríð undir stjórn - Sollu. Samfylking fékk einnig mikið fylgi í fyrstu kosningunum er haldnar voru eftir hrun þ.e. 2009. En hefur síðan hrunið og fátt bendi til þess að Samfylking eigi raunhæfa möguleika að rétta úr sér.
--En nú er eins og að kjósendur ætli að flykkja sér um VG.
--Eins og kjósendur flykktu sér um Samfylkingu þegar Jóhanna fór fyrir þeim flokki 2009.

  1. VG + Píratar + Samfylking - skv. þessu hafa mjög nauman meirihluta saman.
  2. En Framsókn eða Flokkur Fólksins geta tæknilega komið í stað Samfylkingar, og gefið traustari meirihluta.
  • Persónulega mundi ég telja það geta a.m.k. tæknilega gengið upp, þ.e. VG + Píratar + Framsókn.
    --Ef Framsókn treystir sér til.
    --Og ef sæmilegur friður helst innan Framsóknar.

3-ja flokka stjórnir hafa oft starfað á Íslandi.
Síðasta stjórn var 3-ja flokka en með naumasta mögulega meirihluta.

3-ja flokka stjórnir með styrkari meirihluta hafa stundum náð að starfa allt kjörtímabil sitt.

 

Erfitt er að sjá að Bjarni Ben mundi vera formaður Sjálfstæðisflokks áfram ef þetta er útkoman!

Þeir sem þekkja vel til Sjálfstæðisflokks - mega koma með tillögur um það hver yrði hugsanlega næsti formaður. En ég á mjög erfitt með að sjá að BB - geti pólitískt séð lifað það af ef niðurstaða kosninga yrði nærri niðurstöðu nýjustu könnunar Félagsvísindastofnunar, könnun unnin fyrir MBL.

 

Niðurstaða

Það yrðu óneitanlega risastór pólitísk tíðindi á Íslandi ef VG - yrði langsamlega stærsti starfandi flokkurinn á þingi. Jafnvel þó það yrði einungis tímabundin útkoma, þ.e. eitt kjörtímabil. Þá væri það algerlega einstök staða fyrir þann flokk á Íslandi - sem er lengt til vinstri af starfandi þingflokkum.

En fyrirrennarar VG - aldrei nokkru sinni náðu þeirri stöðu.
Um hríð náði Samfylking að veita Sjálfstæðisflokki harða samkeppni, en sá flokkur var mun nær hinni pólitísku miðju stjórnmála.

Ef kosninganiðurstaða væri með þeim hætti að 3-ja flokka vinstri stjórn sé möguleg.
Væri það nánast öruggt sennilega að af slíkri stjórn mundi vera, auk þess að það mætti slá því föstu að formaður VG yrði í slíku tilviki forsætisráðherra.

 

Kv.


Pútín að eftirláta Erdogan heilt hérað innan Sýrlands?

Rakst á þessa frétt við lestur erlendra frétta, en um er að ræða að Erdogan forseti Tyrklands var til svara er fréttamenn beindu að honum spurningum.
--Hann var á leið til fundar við Pútín að ræða frekar málefni Sýrlands.
--En 2 svör sem hann gaf eru virkilega áhugaverð!

Turkey to deploy troops inside Syria's Idlib - Erdogan

http://www.nationsonline.org/maps/syria-map.jpg

Hljómar sem að Pútín hafi samþykkt skiptingu á Sýrlandi

  1. "Under the agreement, Russians are maintaining security outside Idlib and Turkey will maintain the security inside Idlib region,"
  2. "The task is not easy ... With Putin we will discuss additional steps needed to be taken in order to eradicate terrorists once and for all to restore peace."

Erfitt að skilja svar Erdogans með öðrum hætti en að Pútín hafi lofað Tyrklandi - Idlib héraði.

Erfitt að skilja svar Erdogans með öðrum hætti en þeim að hann ætli í framtíðinni að senda tyrkneskar hersveitir inn í það hérað.

Síðan sl. sumar virðast fréttir benda til þess að hreyfing tengd al-Qaeda hafi Idlib hérað á valdi sínu, eftir að hafa stökkt á flótta eða ráðið niðurlögum annarra hópa innan svæðisins.
--En áður var þarna kraðak af mismunandi hópum.
--En við fall Aleppo borgar á sl. ári virðast hópar er áður voru sterkir hafa orðið fyrir miklu tjóni.

Það má velta því fyrir sér hvort Erdogan hafi samþykkt að taka við héraðinu, til þess að stöðva framrás kúrdneskra hersveita er hafa sl. 2 ár sífellt verið að stækka sitt yfirráðasvæði.

En mér sýnist hugsanlegt að ef Tyrklandsher stjórnar Idlib héraði -- sé settur tappi í hugsanlega drauma Kúrda til að ná til sjávar, alla leið.

  1. Hver veit - en a.m.k. losar Pútín sig við óþægilega pyllu.
  2. Það á auðvitað eftir að koma í ljós - hversu vel Tyrklandsher mundi ganga við það verk að ráðst inn í héraðið, en skæruliðar þeir sem þar ráða eru væntanlega eftir margra ára stríð orðnir afskaplega mjög - bardagareyndir.
  • Ég held það sé langt síðan að Tyrklandsher hefur tekið þátt í alvarlegum bardögum.

--En með því að selja frá sér héraðið, þá þarf Pútín væntanlega ekki að hugsa um það frekar.

 

Niðurstaða

Spurning hvort það sé einfaldlega ekki snjallt af Pútín - að koma Idlib héraði yfir á Erdogan, fyrst að Erdogan virðist hafa haft vilja til að taka við því. En það mun örugglega kosta töluvert erfiði fyrir Tyrklandsher að ráðast þar inn og taka öll völd.

Það á auðvitað eftir að koma fram að hvaða leiti Erdogan er í raun og veru tilbúinn í slík stórræði.

 

Kv.


Uppsögn kjarnorkusamningsins við Íran væri slæm hugmynd fyrir Bandaríkin

Skv. fréttum er Donald Trump að íhuga hugsanlega uppsögn svokallaðs 6-velda (Bandaríkin, Rússland, Kína, Frakkland, Bretland, Þýskaland) samkomulags við Íran: U.S. weighs whether to stay in Iran nuclear deal.

Sjá fyrri umfjöllun: Ég fagna samkomulagi Vesturvelda og Írans - Spurning hvað Trump gerir út af Íran -- en hann hefur fordæmt 6-velda friðarsamninginn við Íran, kallað Íran eina helstu uppsprettu hryðjuverka í heiminum!.

Helsta gagnrýnin á samninginn hefur verið á þá leið að hann útiloki ekki að Íran síðar meir geti hugsanlega að nýju endurreist sitt kjarnorkuprógramm.
--Það er algerlega rétt!

Trump og hægri sinnaðir Repúblikanar hafa kallað samninginn, einhliða Íran í hag og ósanngjarnan.
--Trump gekk svo langt í kosningabaráttu sinni að kalla Íran helstu uppsprettu óstöðugleika og hryðjuverka í Mið-austurlöndum, samninginn við Íran - hræðileg mistök.

Skv. Reuters virðist talið Trump hallast að afsögn samningsins, en talið líklegast að hann snúi málinu þannig - að hann muni lísa því yfir að Íran hafi ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins.
--Síðan láta það til þingsins að segja samningnum upp.

 

Átök við Íran hefðu það alvarlega afleiðingar að ég tel þau óhugsandi

Íran er ekki einungis stærra land en Írak, heldur miklu mun fjöllóttara!

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Vandamálið sem gagnrýnendur átta sig ekki á, er hve veik staða Vesturvelda var!

  1. Niðurstaða samnings sýni að samningsstaðan gagnvart Íran var einfaldlega veik - þ.e. tilraunir til að stöðva prógramm Írans höfðu allar beðið skipbrot.
  2. Íran var þrátt fyrir allar þær tilraunir mjög nærri því að ráða yfir nægu magni auðgaðs úrans til að geta hafið smíði kjarnasprengju -- þ.e. úrans sprengju, en kjarnasprengju má einnig smíða með plútoni svokallaða plútonsprengju.

Málið er að Íran hafði lært af mistökum annarra, sbr. og komið mikilvægustu þáttum sinnar áætlunar fyrir í fullkomlega sprengjuheldum byrgjum - undir fjöllum Írans.
--Þ.s. líklega ekki einu sinni kjarnasprengja hefði getað grandað þeim.

Bandaríski herinn var búinn að áætla, þ.e. í tíð George Bush, hvað þyrfti til að tortíma kjarnorkuprógrammi Írana -- George Bush lét ekki til skarar skríða.
--En áætlunin gerði ráð fyrir innrás á bilinu 40-60þ. manna herliðs bandarísks er mundi taka mikilvæg svæði í Íran þ.s. mikilvægir þættir kjarnorkuáætlunarinnar væru, og eyðileggja þau mannvirki.
--Síðan mundi herinn yfirgefa Íran.

  1. Augljóslega hefði slík aðgerð mjög miklar afleiðingar - þaðan í frá. Bandaríkin væru þá stödd í stórfelldri Mið-austurlanda styrrjöld.
  2. Og ég er nokkuð viss, að Íranar mundu reynast miklu mun erfiðari andstæðingar heldur en her Saddams Hussain -- fyrir utan að Íran er mjög fjöllótt.
  • Og Íran mundi án vafa gera allt til að starta kjarnorkuprógramminu aftur í slíkri sviðsmynd, og líklega takast að smíða sprengju í formlegu stríðsástandi við Bandaríkin.
    --Vart þarf að nefna hve hættuleg staða það gæti orðið.

Niðurstaðan er m.ö.o. sú að það var hreinlega ekki mögulegt að stöðva Íran.
Þannig að það varð að reyna "Blan B" að bjóða Íran -- gulrætur til að stoppa kjarnorkuprógramm sitt.

  1. Ég hef ekki heyrt neitt það "Plan C" frá gagnrýnendum sem líklega skilaði annarri niðurstöðu en þeirri.
  2. Að Íran mundi ræsa kjarnorkuprógramm sitt að nýju og fljótlega verða kjarnorkuveldi eins og Norður Kórea.
  • Niðurstaða - að Bandaríkin væru þá stödd í tveim kjarnorkudeilum/krísum.

Það sé afar ósennilegt að Evrópa mundi fylgja Bandaríkjunum.
Ef Bandaríkin einhliða segja samkomulaginu upp fyrir sína parta.

Macron um daginn, varaði Trump við afsögn samningsins.
Benti einmitt á þá afleiðingu, að slík afsögn mundi einungis kalla yfir aðra kjarnorkukrísu.

--Málið sé einfaldlega það að kjarnorkusamkomulagið hafi verið skársta niðurstaða í boði.
--Það hafi ekki breyst!

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður rökstutt, tel ég að Bandaríkin mundu tapa sjálf á uppsögn kjarnorkusamkomulagsins, þar sem að fá ef nokkur lönd mundu fylgja Bandaríkjunum að máli með slíka einhliða uppsögn. Auk þess að líkur mundu stórfellt vaxa, ekki minnka, á því að Íran mundi raunverulega láta verða af því að ljúka smíði sinnar fyrstu kjarnorkusprengju -- úran sprengju líklegast.

Íran ræður yfir eldflaugum eins og Norður Kórea, ekki alveg eins langdrægum eða fullkomnum.
En íranskar eldflaugar líklega ná um öll Mið-austurlönd, og hugsanlega jafnvel til S-Evrópu.
--Bandaríkin mundu þá einfaldlega koma sér í þá verri stöðu, að þurfa að glíma við stöðuga kjarnorkuógn fyrir sín bandalagsríki á Mið-austurlanda svæðinu.
--Möguleiki á kjarnorkustríði innan samhengis Mið-austurlanda mundi geta skapast.

Mið-austurlönd eru nægilega hættuleg fyrir - takk fyrir!
Ef bátnum er ekki ruggað gagnvart Íran - er alls ekki öruggt að Íran síðar meir láti af smíði kjarnavopna - en ég tel það nærri fullkomlega öruggt að þau drífi sig í það ef samkomulaginu væri sagt upp.

Það er ekkert sam Bandaríkin geta raunverulega gert til að hindra eða stöðva Íran.
Þannig að það ætti að blasa við öllum, að engin skynsemi sé í því að rugga þessum bát!

 

Kv.


Spurning hvort Evrópuvirkið gegn flóttamönnum - gangi upp?

Í sumar hefur verið mikið flæði af Afríkufólki yfir Sahara auðnina til Líbýu - en ný stefna gagnvart flóttafólki er kemur til Líbýu yfi Sahara auðnina virðist hafa verið beitt síðan sl. sumar.
--Þ.e. að borga stjórnendum Líbýu fyrir að hindra flóttafólk frá því að leggja út á Miðjarðarhaf.
--Það safnast þá væntanlega þess í stað saman innan Líbýu!

Number of migrants arriving in Italy from Libya falls by half in July

Why Europe's Migrant Strategy Is an Illusion

Líbýa er í raun og veru skipt í -- 2 ríki, þ.e. Austur Líbýu eða Tripolitaniu og Vestur Líbýu eða Cyrenaicu

https://cdn.static-economist.com/sites/default/files/images/print-edition/20150110_FBM959.png

  1. Ég er hreinlega búinn að spá því um nokkurt skeið að þetta geti orðið varanlegur klofningur landsins í 2 - ríki.
  2. Enda verulegur munur milli landshelminganna, m.a. munur á samsetningu íbúa - sbr. megnið af Berbum er búa í Líbýu búa í vestur hlutanum samtímis því að austur hlutinn sé stærstum hluta arabískur.
    --Fyrir utan er Cyrenaica svæðið í raun og veru fornt menningarsvæði sem hefur verið þekkt undir því nafni alla tíð aftur a.m.k. á 4. öld fyrir kristburð.

Hvað um það -- punkturinn er sá að það flækir málið af hafa tvær ríkisstjórnir, tvö þing og í raun og veru tvær höfuðborgir.

  1. Vestur höfuðborgin er auðvitað Tripoli.
  2. Austur höfuðborgin er Tobruk.

Í hvorri höfuðborg fyrir sig er þing - ríkisstjórn, og hvor ríkisstjórn ræður yfir her.
M.ö.o. er landið skipulagslega séð greinilega að þróast í 2 - ríki.

  • Aðalátökin þeirra á milli hafa verið um olíulyndirnar -- virðist í seinni tíð Tobruk stjórnin ráða stærstu lyndunum.
  • Virðst ekki síst tilkoma ISIS er um hríð réð landsvæði í kringum bæinn Sirte -- hafa veikt stöðu Tripoli stjórnarinnar, þannig að hún missti stjórn á megin hluta olíulyndanna.

 

ESB virðist síðan sl. sumar vera - að borga ríkisstjórninni í Tripoli fyrir að halda flóttamönnum á sínu landsvæði, auk þess að uppbygging flota hefur verið greidd af ESB

Fyrir utan þetta, virðist ríkisstjórn Ítalíu greiða tveim þekktum smygl hringjum á Líbýu strönd - peninga fyrir að smygla ekki fólki yfir; má líkja því við greiðslu "Danagjalda" í sögu Englands.

Það virðist ekki mikil langtíma hugsun í þessu - en fréttir hafa borist af því, að flóttamönnum sé haldið í líbýskum fangelsum við mjög ömurleg skilyrði. Jafnvel að flóttamenn gangi kaupum og sölum milli aðila -- gæti verið að skapast verslun þ.s. menn græða peninga per flóttamann sem haldið er.

Der Spiegel segir að skv. skýrlu frá utanríkisráðuneyti Þýskalands sé aðstæðum líkt við búðir nasista í Seinni Styrrjöld.
Meðferðin sé slík að ekkert Evrópuríki gæti löglega sjálft beitt því.
En augunum sé lokað í von um að vandamálið fari í burtu.

  1. Það má vera að verið sé að prófa vinsæla kenningu, sem er nokkurn veginn á þá leið, að ef flóttamönnum býður hræðileg vist - ef lokað er á ferðir þeirra til Evrópu.
  2. Ætti að vera unnt að sannfæra fólk um að hætta að koma.

--Nýi flotinn sem Tripoli stjórnin hefur byggt upp virðist síðan sl. sumar -- hafa stoppað sjálfstæð hjálparsamtök við það verk, að aðstoða flóttamenn á bátum.
--Meðan að hinn nýi floti Tripoli stjórnarinnar hafi sent bátana aftur að strönd Líbýu.

  • Líklegast virðist að Tripoli stjórnin sé einfaldlega að taka við flóttamönnunum, meðan að peningarnir streyma frá Brussel.
  • Hvernig síðan sé farið með þá, sýni að Tripoli stjórninni sé sama um þá að öðru leiti - en aðbúnaður bendi til þess að allur kostnaður sé skorinn við nögl.

Hvaða áhrif peningarnir sem streyma frá ESB - til Tripoli stjórnarinnar hafa síðan á átök hennar við Tobruk stjórnina til lengri framtíðar -- á eftir að koma í ljós.
En það ætti ekki að koma manni á óvart að þeir fari í kaup á vopnum.

--Það á síðan að sjálfsögðu eftir að koma einnig í ljós, hvort að flóttamannastraumurinn yfir til Líbýu yfir Sahara auðnina stöðvast.
--Ef það fréttist skv. kenningunni að farið sé hræðilega með flóttamenn.

 

Niðurstaða

Ítalía virðist hafa átt upptök af samvinnunni við Tripoli stjórnina - væntanlega vegna þess hvaða leið flestir flóttamennirnir sem streymdu til Líbýu og síðan yfir Miðjarðarhaf fóru. Skv. Der Spiegel virðist Angela Merkel hafa síðar ákveðið að veita stuðning við þessa tilraun.
--Engin leið sé að vita hvað gerist, en ef t.d. kenningin vinsæla stenst ekki.
--Flóttamenn hætta ekki að streyma að til Líbýu, gæti landið misst tökin á málum.
Eftir allt saman eru enn stríðsátök í gangi milli ríkisstjórnanna tveggja í landinu.

Mér virðist persónulega ekki blasa við nokkur önnur lausn en að viðurkenna skiptingu landsins er virðist -- "De Facto" þó hún sé ekki enn "De Juro."

Flóttamönnum er greinilega haldið við hræðilegar aðstæður -- sennilega mun verri skilyrði en t.d. flóttamönnum sé haldið í Tyrklandi.

--------------

Ps: Frétt Reuters segir Donald Trump vera að íhuga uppsögn kjarnorkusamningsins við Íran: U.S. weighs whether to stay in Iran nuclear deal.

 

 

 

Kv.


Mattis segir Bandaríkin stefna að dyplómatískri lausn á deilum um Norður-Kóreu, sama dag of Trump hótar ríkisstjórn landsins gereyðingu

Þetta hljómaði dálítið eins og "good cop - bad cop" þó að Trump virtist ekki meina hótun sína á þann veg að ráðist yrði á NK nema NK réðist að fyrra bragði á einhvern sinna granna.

Donald Trump - "The United States has great strength and patience, but if it is forced to defend itself or its allies, we will have no choice but to totally destroy North Korea. Rocket Man is on a suicide mission for himself."

Sennilega var Trump ekki að skjóta niður ummæli varnarmálaráðherra síns.

James Mattis - "We are dealing with the North Korea situation through the international process and we will continue to do so. Secretary Tillerson is leading the effort and we will hopefully get this resolved through diplomatic means,"

En afstaða hvors um sig útilokar ekkert endilega afstöðu hins.

  1. Það sé sjálfsagt ekkert endilega að því að nefna það opinberlega að ef NK réðist á einhvern sinna granna af fyrra bragði - hefði það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir NK.
  2. Á sama tíma og sama dag sé einnig sagt að - Bandaríkin séu tilbúin að ræða málin og leita lausna með friðsamlegri aðstoð annarra landa.

Why Trump’s threat to ‘totally destroy’ North Korea is extraordinary — even for him

Mattis says U.S. effort on North Korea aims for diplomatic solution

If threatened, U.S. will 'totally destroy' North Korea, Trump vows

Donald Trump forseti og Marine General James Norman Mattis

http://www.trbimg.com/img-5840e55b/turbine/la-na-trump-mattis-20161121

Mér virðist að ef einhverntíma Trump alvarlega íhugaði stríð við Norður Kóreu sé hann orðinn afhuga því í seinni tíð

Stefnan hefur greinilega verið tekin á -- stigmagnandi refsiaðgerðir í samvinnu við önnur lönd sem mál Norður Kóreu varðar.

Þar sem að Rússland og Kína eru megin viðskiptalönd NK - sé ekki unnt að einangra NK nema í samvinnu við þau lönd.

Það að Bandaríkin hafa bersýnilega valið slíka samvinnu - um aukinn þrýsting á NK.

Feli í sér ákvörðun um að láta vera að gera tilraun til - stjórnarbreytingar í NK eða til þvingaðrar sameiningar Kóreuskagans.

Þar sem að Rússland og Kína virðast fram að þessu hafa staðið vörð um sjálfstæða tilveru NK frá SK.

  • Það sem ég velti þó fyrir mér, að hvaða leiti stefna Trumps er önnur en stefna Obama?
  1. En Obama hafði engar áætlanir um átök við NK - Trump gjarnan gangrýndi Obama fyrir veikleika gagnvart NK.
  2. Að auki, lofaði Trump því að NK - mundi aldrei eignast langdrægar kjarnaflaugar er gætu borið kjarnaodd alla leið til Bandaríkjanna.

Punkturinn virðist sá að Trump virðist hafa loksins áttað sig á því að svigrúm Bandaríkjanna í málum NK er afskaplega í raun og veru takmarkað.

Og fyrir utan það, háð vilja annarra landa en Bandaríkjanna sjálfra.

 

Niðurstaða

Mig grunar að útkoman verði sú að ríkisstjórn Trumps gangi í litlu betur en ríkisstjórn Obama við það verk að koma taumhaldi á stjórnvöld í Norður Kóreu. En þegar öll kurl eru komin til grafar - eru það Rússland og Kína sem raunverulega ráða hversu hart er sorfið að stjórnvöldum í Pyongiang.

Mig grunar að Trump takist ekki að standa við loforð sitt að stoppa NK við það verk að eignast langdrægar flaugar er geta borið vopn til Bandaríkjanna.
--Sannarlega sé unnt fyrir Bandaríkin að herða refsiaðgerðir á NK.
--Hinn bóginn eru sennilega engin viðskipti hvort sem er milli Bandar. og NK - þannig að aðgerðir þurfa þá að beinast að erlendum fyrirtækum sem sinna viðsk. v. NK - þau fyrirtæki eru líkleg til að vera einkum kínversk eða rússnesk.

Viðskipti Bandar. og Rússlands eru einnig lítil. En mjög mikil viðsk. á hinn bóginn milli Bandar. og Kína. Þess vegna hafa Bandar. líklega litla möguleika til að beita Rússland þrýstingi til að minnka viðskipti sín við NK -- en það gætu verið möguleikar til þess að beita þrýstingi á kínversk fyritæki.
--Hins vegar óvíst að þau fyrirtæki sem versla v. NK séu í viðsk. v. Bandaríkin.

Endanlega niðurstaðan sé sennilega sú að áhrif Bandaríkjanna á NK - séu afar takmörkuð.
Þess vegna hafi NK svo lengi getað sent uppréttann fingurinn til Washington!

 

Kv.


Spurning hvort á að leggja niður möguleikann á - uppreist æru

Eins og Sigríður Andersen hefur bent á - Ráðherr­um heim­ilt að kynna sér gögn­in - virðist framkvæmd 85. gr. hegningarlaga orðið algert rugl.

Mynd með færslu

Mér virðist rétt að lesa þessar greinar saman!

84. gr.1)
Nú hefur maður hlotið í fyrsta sinn refsidóm fyrir brot, sem hefur skerðing borgararéttinda í för með sér, og refsing fer ekki fram úr 1 árs [fangelsi], 2) þá nýtur hann að liðnum 5 árum frá því að refsing er að fullu úttekin, fyrnd eða uppgefin, allra réttinda, sem fást með uppreist á æru, enda hafi hann ekki sætt ákæru á þeim tíma fyrir brot, sem þyngri hegning liggur við en sektir.
    
85. gr. Þegar liðin eru 2 ár af fresti þeim, sem í síðari málsgrein 84. gr. getur, og að fullnægðum öðrum skilyrðum, sem þar eru sett, getur [forseti], 1) ef dómfelldi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili, veitt honum uppreist æru.
[Forseti] 1) getur og veitt manni uppreist æru, þegar að minnsta kosti 5 ár eru liðin frá því að refsing hans er að fullu úttekin, fyrnd eða gefin upp, enda færi umsækjandi sönnur, sem gildar séu metnar, á það, að hegðun hans hafi verið góð umræddan tíma.
[Þegar sérstaklega stendur á, má veita uppreist æru, þó að refsitími sé svo langur sem í 2. mgr. segir, enda þótt ekki sé liðinn lengri tími en til er skilinn í 1. mgr.] 2)

En greinilegt er að ákvæðin í 85. gr. eru einungis heimildarákvæði. En samt virðist framkvæmdin orðin sú að þeir sem óska eftir uppreist æru og uppfylla skilyrði lagagreinarinnar -- fái sjálfkrafa ósk sína uppfyllta: Hefur ekki viljað afgreiða umsókn barnaníðings.

Vottorð sem þarf að leggja fram, virðast ekki þurfa að beinlínis að vera fengin í þeim tilgangi að fá uppreist æru -- en undanfarin ár virðast mörg dæmi þess að menn mæti með almenn meðmæli vinnuveitanda jafnvel algerlega að vinnuveitanda óafvitandi: Ekkert um að vottorð séu vegna uppreist æru - "Forkastanleg vinnubrögð ráðuneytis".

Starfsmenn ráðuneytisins virðast ekkert samband hafa við veitendur meðmæla - til að t.d. að staðfesta að þeir hafi raunverulega skrifað þau bréf eða séu sáttir við þá tilteknu notkun á þeim meðmælabréfum.
Dæmi um að menn mæti með margra ára gömul meðmælabréf: Vottuðu ekki fyrir uppreist æru barnaníðings.

 

Það sem ég mundi álíta mest gagnrýnisvert sé að ráðuneytið sé að breyta dómum eftir á!

En sumir glæpir eru það alvarlegir að það hafa verið sett inn refsiákvæði að aðilum sem fremja tiltekna tegund glæpa - fái ekki þaðan í frá að gegna tilteknum störfum.
--Síðan hljómar þetta í mín eyru sem að ráðuneytið - sjálfkrafa ógildi hluta dóms viðkomandi - ef sá sem dæmdur hefur verið að umliðnum þeim fresti sem gefinn upp er í lögunum -- æskir.

Mér virðist með þessu að dómsmálaráðuneytið sé farið að taka sér - dómsvald.
Með því að einstaklingar sem löggjafinn ætlaðist til að væri haldið frá tilteknum tegundum starfa - fá samt eftir allt saman að gegna þeim störfum, þrátt fyrir að hafa verið til þess æfilangt verið settir í bann skv. dómi.

  • Maður hefði haldið að -- uppreist æra ætti að vera stór undantekning.

Sem dæmi um uppreist æru er virðist réttlætanleg: Guðjóni veitt uppreist æru fyrir 22 árum.
En um var að ræða einn sakborninga í Guðmundar og Geirfinnsmáli.

  1. Greinilega ef á að hafa áfram - uppreist æru - í lögum.
  2. Þarf fullkomlega að endursemja þau lög.

En greinilega gengur það ekki að menn geti fengið -- uppreist æru, sjálfkrafa.
Ekki gengur heldur að -- uppreist æru, sé óháð algerlega tegund glæps.

--Uppreist æru getur að einhverju leiti gegnt því hlutverki, að leiðrétta rangan dóm.
--Eins og í dæmi Guðjóns Skarphéðinssonar.

En þ.e. einnig unnt að hafa aðra aðferð en -- uppreist æru.
T.d. einfaldlega að refsibann við því að gegna tilteknum störfum -- hafi fyrningu.
--Ef menn hafa ekki brotið af sér með svipuðum hætti innan þess tíma.

  • Það má undanskilja t.d. kynferðis-brot gegn börnum.
  • Og morð!

 

Niðurstaða

Ég held það sé ljóst að gagnrýni Sigríðar Andersen á það hvernig framkvæmd laganna um -- uppreist æru, hefur þróast. Sé fullkomlega á rökum reist.
--En ég held að ég hafi aldrei heyrt um aðra eins steypu um framkvæmd laga fyrr né síðar.

Það virðist algerlega vera búið að snúa út úr upphaflegum anda 85. gr. laga. Sem felur greinilega ef maður les þá lagagrein - einungis í sér heimildarákvæði.
--En seinni ár virðist meðferð ráðuneytisins hafa þróast yfir í nokkurs konar -- stimpil.

Þar sem dæmdir menn virðast geta pantað uppreist æru nánast að vild algerlega óháð tegund eða alvarlegleika brots, eftir að fresturinn sem lagagreining kveður á um er liðinn.

  1. Annaðhvort á að leggja þessa framkvæmd algerlega af með afnámi ákvæðis um - uppreist æru.
  2. Eða fullkomlega endursemja það ákvæði þannig að það sé gert að stórri undantekningu, og feli í sér miklu mun vandaðri málsmeðferð en nú tíðkast.

 

Kv.


Ég hugsa að Björt Framtíð hefði líklega ekki slitið ríkisstjórninni ef ekki hefði komið til slæm staða BF í skoðanakönnunum

Ég er tilfinningalaus gagnvart þessu, þ.e. ég er ekki stuðningsmaður BF langt í frá en ég hata ekki eða fyrirlít BF heldur -- mér er persónulega sama hvort flokkurinn hefur það af í næstu kosningum eða ekki.
En mig grunar að BF hafi verið að líta eftir ástæðu til að slíta stjórninni, eftir að nýlegar kannanir sýndu mjög slæma stöðu flokksins.

  1. Ég bendi á að flokkar hljóta að íhuga eigin stöðu alltaf við og við innan stjórnarsamstarfs.
  2. Það ber engum flokki þannig séð skilda til þess að standa lengur að stjórnarsamstarfi en meðlimir þess flokks -- meta að sé í samræmi við hagsmuni þess flokks, eða þess hóps er stendur að baki þeim flokki.

--Fyrir utan að væntanlega hafa flokkar einhver baráttumál.
--Ef flokkurinn metur að hann sé ekki að ná þeim fram, þá auðvitað þynnast út smám saman ástæður þess flokks að halda áfram stjórnarsamstarfi.

  1. Ef flokkur í slæmri stöðu telur sig þurfa að slíta stjórnarsamstarfi.
  2. Þarf sá flokkur að finna mál eða ástæðu til stjórnarslita sem sá flokkur telur sig geta nýtt í kosningabaráttu framundan.

 

Spurningin sé þá hvort að Björt Framtíð geti nýtt sér það mál sér til framdráttar -- sem Björt Framtíð segir að hafi knúið fram stjórnarslit af sinni hálfu?

Greinilega gerði Benedikt Sveinsson faðir Bjarna Ben forsætisráðherra -- Sjálfstæðisflokknum bjarnargreiða, að hafa skrifað undir meðmæli fyrir því að gamall persónulegur vinur hans sjálfs Hjalti Sigurjón Hauksson -- fengi uppreist æru.

Mig grunar að það að forsætisráðherra Bjarni Ben umliðna 4. mánuði ræddi málið einungis við dómsmálaráðherra -- en ekki ríkisstjórnina í heild; þagði síðan þunnu hljóði yfir nöfnum þeirra er undirrituðu meðmælabréfið í þá 4. mánuði samfellt.
--Sé að reynast afskaplega pólitískt séð ósnjallt.

  1. Mér finnst eðlilegt að þetta skapi tortryggni -- kannski er líklegast að BB hafi viljað forðast fjölskylduskandalinn ef það vitnaðist að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru fyrir mann sem á sínum tíma var dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart eigin dóttur frá 4. ára aldri til 14. ára aldurs.
  2. Hinn bóginn -- get ég alveg skilið það, að einhver fjöldi Íslendinga túlki þetta neikvæðar; að BB hafi hugsanlega haft fulla vitneskju um málið - þó hann segi í dag að hann hafi ekki vitað af því fyrr en í júlí.
  • Sennilegasst eru bestu rökin fyrir því að BB tjái satt og rétt að hafa ekki vitað af málinu fyrr en í júlí -- sá augljósi pólitíski skaði sem slíkur gerningur mundi valda ríkisstjórninni, BB persónulega og flokknum hans.
    --BB hefði þurft að vera afskaplega blindur á þau atriði, til að sjá ekki að slík undirritun væri slæm hugmynd.

En punkturinn er sá að Björt Framtíð getur hugsanlega grætt á þeirri tortryggni sem er innan samfélagsins gagnvart BB persónulega.
Að sú tortryggni er fyrir var, líklega valdi því að afar margir túlki málið BB í óhag - frekar en hitt.

Eins og BF segir söguna - þá er þeir áttuðu sig á málinu, þá varð þeim ljóst að þeim væri ekki lengur stætt í ríkisstjórninni.
Þetta sé það stórfelldur trúnaðarbrestur af hálfu forsætisráðherra - að þeim sé nauðugur einn kostur að hætta!

  • Þó þeir ekki beint fullyrði að BB sé að ljúga að þjóðinni - þá líklega elur þessi framsetning um BF sem fórnarlamb, á neikvæðum túlkunum frekar en hitt.

--BF reynir þá væntanlega að skjóta þeirri hugmynd fram að flokkurinn hafi algerlega hreinan skjöld.
--Ef eitthvað vantar upp á kosningaloforð -- væntanlega þá leitast þeir við að setja Sjálfstæðisflokk fram sem blóraböggul.

Það verður síðan að koma í ljós hvernig það virkar fyrir Bjarta Framtíð.
En greinilega er sá flokkur í lífróðri.

 

Niðurstaða

Eftir að hafa hugsað um málið í nokkra daga, held ég að sennilegar sé að BB segi satt að hann hafi ekki vitað af undirritun föður síns fyrr en í júlí. Hinn bóginn sé það að reynast pólitískt ósnjallt að hafa ekki sagt strax frá því að faðir hans hafi verið einn af fjórmenningunum er rituðu undir meðmæli með uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar.
--Sennilega væri BF enn að leita sér að stjórnarslitamáli og því stjórnin enn starfandi.

En eftir að íhuga málið frá því að það gaus upp seint í sl. viku, þá hugsa ég að Björt Framtíð sé að nota málið til stjórnarslita -- frekar en það sé raunverulega svo að BF geti ekki setið í stjórninni lengur vegna trúnaðarbrests vegna tengsla BB við málið umrædda.

Ég skal ekki endilega hafna því að þetta geti verið skársta tækifæri BF til slita á stjórnarsamstarfinu.
En eins og ég sagði þá þarf BF að hafa mál sem BF telur sig geta nýtt sér til framdráttar að einhverju leiti í komandi kosningabaráttu.

Ég held að málið greinilega skaði allt í senn - Bjarna Ben sem stjórnamálamann og formann, og Sjálfstæðisflokkinn sem slíkan.
--Það hlýtur að setja fram spurningamerki um áframhaldandi setu BB sem formanns Sjálfstæðisflokks.

  1. Þó vegna þess hve stutt er til kosninga þá mundi spurningin um stöðu BB sem formanns bíða fram yfir kosningar.
  2. Það getur meira en verið ástæða þess að BB vill fyrir alla muni að kosningarnar fari fram eins fljótt og auðið er, í von um að kosningaútkoma hugsanlega styrki stöðu hans aftur.

--Slæm kosningaútkoma ofan í fyrri áföll, gæti gert út af við feril BB sem stjórnmálamanns.

  • Minn gamli skólafélagi úr MR væri þá hugsanlega hættur sem stjórnmálamaður.
    --BB er þá kannski einnig að róa lífróður!

Ps. Bendi á mjög áhugaverða grein Sigríðar Andersen: Ráðherr­um heim­ilt að kynna sér gögn­in.

Skv. hennar útskýringu hafi framkv. uppreist æru verið með endemum fáránleg, árum saman.
Málið hafi verið afgreitt af Ólöfu Nordal - að sögn Sigríðar hafi BB ekki setið sem staðgengill hennar þann dag. Málið hafi komið inn á ríkisstjórnarfund þeirrar ríkisstjórnar er þá sat og verið afgreitt þar, fundur sem BB sat -- hún hafi sjálf komist á snoðir um málið innan ráðuneytis síns þá rætt það við BB. Segir hann hafa virst koma af fjöllum er hún nefndi það við hann.
--Hún segir alla ráðherra geta kynnt sér gögn er koma inn til ríkisstjórnar.

  • Það getur þó vel verið að - það hafi ekki allir þeir sem sitja slíkan fund fyrir því að kynna sér - ætíð sérhvert atriði sem kemur frá ráðuneytum samráðherra inn á fund til afgreiðslu þar.
    --Það getur þar með vel verið að mál geti siglt í gegn án athygli sumra ráðherra.

M.ö.o. það þarf ekki vera endilega lýgi þó menn hafi getað kynnt sér mál að þeir hafi ekki vitað af því - fyrr en síðar er það vakti athygli -- ef það sigldi í gegn án þeirrar athygli.
--Eigum við ekki að segja að það gildi sama og sagt er um "samninga" að alltaf kynna sér smáa letrið.

M.ö.o. menn eigi að lesa plögginn sem hinir ráðherrarnir mæta með á fund, jafnvel þó þau virðist við fyrstu sýn um eitthvert smá mál.

PS. 2: Dálítið sérstök umræða má vefnum Hringbraut sem virðist fyrst og fremst snúast um það að Sigríður Andersen hafi rofið trúnað við föður BB er hún tjáði BB málavöxtu: Rauf trúnað - Sigríður Andersen er þúfan sem velti hlassinu - Útrétt sáttahönd - Yfirlýsing frá stéttarfélagi.

 

Kv.


Spurning hvort Guðni Th hafi einnig sett niður í tengslum við mál Hjalta Sigurjóni Haukssonar - málið sem var að fella ríkisstjórnina

Ég held að það sé alveg ljóst að Guðni Th framdi verulega stórt axarskaft er hann samþykkti að veita Hjalta Sigurjóni Haukssini uppreist æru.
--Ég veit það, umræðan snýst núna um þá feðgana Bjarna Ben og Benedikt Sveinsson - sem var einn þeirra þriggja er skrifaði undir meðmælabréf til dómsmálaráðuneytis um veitingu uppreist æru til handa gömlum vini Benedikts Sveinssonar: Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt.

  1. En mér finnst alveg í lagi að ræða þátt Guðna Th - einnig.
  2. En sjálfsögðu þurfti hann ekki að haga sér eins og stimpilpúði Dómsmálaráðuneytisins - er það sendi honum tillögur um náðanir skv. framlögðum nafnalista.

--En þ.e. eins og að Guðni Th hafi álitið það ekki sína ákvörðun, hverjir fá uppreist æru frá forseta -- heldur sem nokkurs konar stjórnvalds ákvörðun, undir ranni ráðherra.
--Þetta er eiginlega umræðan um vald forseta, þ.e. hver fer með það, forseti eða ráðherra.
--Eins og að Guðni Th hallist í hina áttina, samanborið við fyrri forseta - Ólaf Ragnar.

  • En með því að samþykkja öll nöfnin, þar á meðal nafn Hjalta Sigurjóns Haukssonar -- þá tók hann augljóslega þátt í þeirri ákvörðun -- að hleypa dæmdum barnanýðingi aftur til sinna gömlu starfa sem lögmaður.
    --En skv. lögum þá var honum ekki heimilt að starfa við lögmannsstörf eftir að hafa verið dæmdur fyrir það alvarlegan glæp.

Mér finnst eiginlega kostuleg -- ummæli Benedikts Sveinssonar, að hann hafi álitið þetta lítinn greiða við gamlan vin, að veita honum aftur - tiltekin mannréttindi.

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/is/6/6f/Gudni_th_kynning.jpg

Sagði Bjarni Ben satt?

Ég verð að segja að ég upplyfi óvissu: „Rök Bjartrar standast ekki skoðun“.

Ég viðurkenni að mér finnst ekki öruggt að BB segi rétt frá að hann hafi ekki haft nokkra vitneskju um undirskrift föður síns -- fyrr en í sl. júlí.
Að hann hafi engan hlut átt að máli -- að mál Hjalta Sigurjóns eða Roberts Downey hafi fengið eðlilega máls-meðferð skv. lögum, m.ö.o. ekki flotið í gegn einungis vegna tengsla við þá feðga.

Þar fyrir utan þekki ég ekki hvort að hann segir satt - að honum hafi verið óheimilt að nefna nafn föðurs síns; hann hafi verið bundinn leyndarákvæði.

  1. Rétt að nefna að brot Hjalta Sigurjóns var gríðarlega alvarlegt, þ.e. hann beitti dóttur sína kynferðisofbeldi frá 4. ára aldri til 14. ára aldurs eða 10 ár.
  2. Mér finnst ekki rétt að slíkur einstaklingur, jafnvel þó að hann hafi setið af sér brotið - fái aftur að gegna lögmanns störfum.

Fólki er eðlilega brugðið - finnst málið andstyggilegt.
Fólk upplyfir örugglega eins og ég, óvissu um það hvort satt og rétt sé greint frá.

  • Bjarni Ben er greinilega búinn að fá á sig aukið óorð.

Bjarni vissi a.m.k. svo staðfest er um málið í 4. mánuði, áður en það kemst í hámæli að faðir hans hafði skrifað undir -- dómsmálaráðherra var þá að sjálfsögðu kunn málavöxtu. Hún hafði rætt málið við BB - en ekki virðist að hann hafi tjáð ríkisstjórn sinni frá því.

  1. Mörgum finnst þarna hafa verið yfirhylming - en ekki er greint frá af hálfu BB fyrr en ljóst er að málið er á leið í fjölmiðla hvort sem er.
  2. Sannfæring um yfirhylmingu eðlilega fyllir fólk -- aukinni tortryggni.

M.ö.o. segir Bjarni Ben raunverulega satt frá?

  • Staða BB hlýtur að teljast veikluð.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að kosningar gefi tækifæri á að koma ákveðnum málum í réttan farveg.

Sigmundur Davíð ætlar í framboð!

Það er áhugaverð þróun efling flokks er nefnir sig -- Flokk Fólksins. En ég tel öruggt að fylgisaukning þess flokks, hafi mjög verulega þrengt möguleika SDG, að mynda nýjan flokk.

Það ætti því ekki að koma á óvart, að hann bjóði sig enn á ný fram fyrir Framsóknarflokkinn: Sjálfur ætlar hann í framboð fyrir Framsóknarflokkinn.

  1. En mér sýnist að FF - muni sækja að Framsóknarflokknum, sérstaklega þegar kemur að atkvæðum fólks með mjög eindregna þjóðernissinnaða afstöðu.
  2. Að auki taka atkvæði þeirra sem eru fremur en hitt andvígir fjölgun útlendinga sem er setjast að á Íslandi - sérstaklega ef þeir eru frá fátækum löndum, eða löndum í upplausn.

--Það þrengi þá möguleika að taka Framsóknarflokkinn í slíkar áttir.

En mér virtist stundum eins og að SDG - gæti hugsað sér slíka stefnu.
Hinn bóginn, fannst mér yfirleitt afar óljóst hvaða stefnu akkúrat SDG boðaði.
--Virtist oft hann vera sammála hverjum þeim - sem hældi honum, burtséð frá því hvaða stefnu sá boðaði.
--Ég meina, mér virtist hann tala oft út og suður, því óljóst hvort hann styddi þess konar skoðanir eða ekki.

  1. Það sem sé jákvætt fyrir framsóknarflokkinn sé þá það, að líklega sé lokað á það að stefna með flokkinn í átt til -- harðrar þjóðernisstefnu.
  2. Og hitt, að líkur á klofningi flokksins hafi líklega stórfellt minnkað - er ljóst virðir að sennilegast sé úti um möguleika SDG á að stofna sinn eigin flokk er ætti raunhæfa möguleika á að ná inn á þing.

Kannski þíðir það að auðveldar verði að ná sátt innan flokksins eftir átök um forystu.

 

Niðurstaða

Ég er að segja að ég er ákaflega ósáttur við Guðna Th fyrir að hafa ekki hafnað því að veita Hjalta Sigurjóni - uppreist æru. En ég er þess fullviss að Guðni hafði alveg þann rétt að segja - NEI. Jafnvel þó það hefði hugsanlega verið fordæmalaust -- sýndi Ólafur Ragnar Grímsson fram á það að fordæmaleysi þíddi ekki að forsetinn hefði ekki valdið til að segja - NEI.
--Það hafi verið rangt hjá Guðna Th að fela sig bakvið ákvörðun ráðuneytisins, er það afhenti honum lista yfir þá sem það lagði til að fengju uppreist æru.

  • Ég er ekki að leggja til afsagnar Guðna Th -- en mundi gjarnan vilja að hann bæðist afsökunar á sínum þætti málsins.

Varðandi Bjarna Ben sjálfan, virðist mér fullljóst að orðstír hans meðal þjóðarinnar hafi beðið verulegan hnekki - ofan í fyrra óorð er fór af honum. En það þykir alveg örugglega án nokkurs vafa hálfu verra óorð að tengjast ákvörðun um að endurreisa mannorð dæmds barnanýðings.

  • Þetta mál á örugglega ekki eftir að vera lyftistöng fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningabaráttunni framundan.

Það verður áhugavert að fylgjast með Sigmundi Davíð - greinilega ætlar hann að halda spilum þétt að sér, en mér virðist þó a.m.k. ljóst að hann fer ekki í það að kljúfa flokkinn.
--Kannski fer hann aftur í formannsslag, en það þarf ekki endilega fara svo.
--Á hinn bóginn, er það viss greiði fyrir hann ef BB fær fram kosningar í nóvember því þá fer landsfundur Framsóknarflokksins væntanlega fram í góðu tómi eftir þær kosningar -- hinn bóginn með formanns-slag framundan, eru möguleikar flokksins á stjórnarþátttöku líklega veikir.

  • Flokkurinn gæti misst aftur af tækifæri til ríkisstjórnarþátttöku, nema að samkomulag náist milli fylkinga innan flokksins er skili sátt -- mundi slíkt samkomulag líklega þurfa að liggja helst fyrir mjög fljótlega eftir nk. kosningar eða fyrir þær.

 

Kv.


Norður Kóreönsk eldflaug flýgur yfir Japan! Verður stríð milli Norður Kóreu og Bandaríkjanna?

Sá þessa frétt á Reuters þá nýkomna í loftið: North Korea fires missile over Japan.

Skv. fréttinni flaug eldflaugin yfir Hokkaido eyju - lenti 2.000km. austan Japans í Kyrrahafi.
--Þetta virðist hafa verið langdræg eldflaug!

Þessi mynd er frá sl. sumri en gefur vísbendingu um fjarlægðir!

http://www.channelnewsasia.com/image/9166242/0x0/1536/924/4066cd38b8077b4acca1f8e66a58576c/PQ/north-korea-missile-launch.jpg

  1. "The unidentified missile reached an altitude of about 770 km (480 miles) and flew 3,700 km (2,300 miles), according to South Korea’s military..."
  2. "The missile flew over Japan, landing in the Pacific about 2,000 km (1,240 miles) east of Hokkaido, Japan Chief Cabinet Secretary Yoshihide Suga told reporters in a hastily organized media conference."

Strangt til tekið veldur þetta tilraunaskot engum tjóni!

Flaugin féll eftir allt saman í hafið þ.s. mesta lagi hún hefur drepið einhverja fiska.

En í þessu felast auðvitað skýr skilaboð frá -- Kim Jon Un, einræðisherra Norður Kóreu.
Að hann sé algerlega staðráðinn í því að halda áfram kjarnorkuvopnauppbyggingu ríkisstjórnar hans.
Þrátt fyrir nýjar og verulega hertar refsiaðgerðir sem Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti um daginn, sjá mína umfjöllun: Hertar refsiaðgerðir á Norður Kóreu samþykktar í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.

Eldflaugaskotið ætti ekki endilega koma á óvart, hafandi í huga hvernig ríkisstjórn NK - tjáði sig í fjölmiðla í kjölfar þess að Öryggisráðið samþykkti hinar hertu refsiaðgerðir, sbr:

The world will witness how the DPRK tames the U.S. gangsters by taking a series of actions..” >causing< “...the greatest pain and suffering it has ever gone through in its entire history...

Þetta er þá kannski þáttur í þeirri áætlun -- að koma taumhaldi á stjórnina í Washington.
Greinilega ætlar Kim Jong Un að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu.

 

Spurning hvernig Washington bregst við?

Trump virtist kominn inn á þá línu að svara með hertum refsiaðgerðum - hann kallaði aðgerðir þær sem Bandaríkin fengu Öryggisráðið til að samþykkja, góða byrjun.
--M.ö.o. er Trump þá að íhuga frekari aðgerðir af því tagi.

Hinn bóginn getur Trump alltaf skipt um skoðun.
--Ekki liggja viðbrögð Washington enn fyrir er ég rita þessar línu!

 

Niðurstaða

Rétt að muna að þrátt fyrir allt eru aðgerðir Kim Jong Un - ekki endilega algert brjálæði. Eftir allt saman ef hann væri brjálaður - hefði hann getað þess í stað ákveðið að hefja stríð. Eldflaugin í mesta falli drap einhverja fiska. Ekkert eiginlegt tjón m.ö.o.

En hann náttúrulega er með þessu skömmu eftir nýjar refsiaðgerðir Öryggisráðsins og umtal Trumps um enn harðari sjálfstæðar aðgerðir Bandaríkjanna í býgerð -- að reka upp fingurinn til Trumps.
--Það verður áhugavert að frétta hver viðbrögð Washington verða.

Enn gildir að mér virðist stríð alltof áhættusöm aðgerð.
Manntjón klárlega óskaplegt - bæði löndin NK og SK gætu endað í rústum, milljónir látnar.
--Svo þrátt fyrir þetta, á ég ekki von á ákvörðun frá Washington um að hefja stríð.

En einhver viðbrögð klárlega verða!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 78
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 871224

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband