23.12.2012 | 19:58
Mario Monti, segist til í að leiða næstu ríkisstjórn, en ætlar þó ekki að fara í framboð!
Það sem fylgdi ekki fréttum RÚV, er að Monti hefur staðið frammi fyrir tilboði um einmitt þingframboð. Það kom frá hópi einstaklinga, sem vildi skapa einhverskonar - miðjuflokkabandalag. Með gamlan en lítinn miðjuflokk sem kjarna.
En von þessara aðila var að, með Monti í forystu, ætti slíkt bandalag möguleika á verulegu fylgi.
Á hinn bóginn, virtust sérfræðingar í kjósendahegðan á Ítalíu, ekki vera sammála því.
Og telja ólíklegt að slíkur flokkur, hefði umtalsvert fylgi.
Að auki, virðist að nýjar kannanir, sýni lítinn áhuga kjósenda á slíku framboði!
Þessa stundina virðist að ítalskir kratar hafi mest fylgi, eða e-h rúml. 30%. Hægri fylgin Berlusconi stendur umtalsvert að baki, með rúml. 15%.
Tek fram þó, að það er á grunni skoðanakannana, sem eru eldri en yfirlýsing Berlusconi um framboð. Hugsanlegt að, hægri fylking hans, hafi nú meira fylgi en þetta. Þó ég að sjálfsögðu fullyrði ekkert um það.
Punkturinn er sá; augljóst er að Monti fer ekki fram, vegna þess að hann veit, að hann mun ekki sópa að sér fylgi!
Frétt FT: Monti ready to lead next government
- Ákveðnar vísbendingar má sjá í alþjóðlegri könnun, sem kom fram um það leiti sem dramað með Berlusconi og Monti hófst, en könnunin var unninn áður en þeirra yfirlísingar komu fram. Og því ekki um það að ræða, að það drama hafi nokkur áhrf á þær niðurstöður.
- Sjá umfjöllun: Sterk óánægjubylgja á Ítalíu, skv. skoðanakönnun Financial Times!
Helstu niðurstöður:
- 74% Ítala segjast vantreysta eigin stjv. meðan að einungis 19% þeirra, segjast treysta þeim.
- 65% Ítala telja stjv. skera of mikið niður.
- 58% Ítala telja eigin fjölskyldu hafa orðið fyrir umtalsverðum búsifjum af völdum niðurskurðar stjv.
- 47% Ítala vill endurskoða sambandið við ESB.
- 72% Ítala segja áhrif Ítalíu of lítil innan ESB.
- 83% Ítala telja áhrif Þýskalands of mikil.
- 74% Ítala telja að Þjóðverjar eigi að gera meira til að aðstoða hinar þjóðirnar við það verk að vinna á kreppunni.
- 61% Ítala vilja að meira fjármagni sé varið úr sameiginlegum sjóðum ESB til að berjast á kreppunni.
Takið eftir - - að skv. þessu treysti minna hlutfall ríkisstjórn Monti, en treystir ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. á Íslandi!
Eða, mig minnir a.m.k. að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, hafi traust umfram en 19%.
Það er gjarnan talað um Monti, sem nokkurs konar bjargvætt Ítalíu!
Hann kokhraustur, segist hafa forðað Ítalíu frá alvarlegri kreppu!
En sannleikurinn er sá, að hagkerfi Ítalíu mun dragast saman ca. 2,2% þetta ár - skv. fyrirliggjandi tölum.
Atvinnuleysi er í hraðri aukningu.
Auk þess, að fullkomlega öruggt er að samdráttur verði einnig í ítalska hagkerfinu á nk. ári!
Örugglega ekki minni en samdráttur þessa árs.
---------------------------
Það þíðir ekki endilega, að flokkur Berlusconi muni vinna sigur - - enda margir sem vantreysta Berlusconi, þó það sé alveg hugsanlegt að loforð hans um það. Að hverfa frá stefnu Monti, skili hægri fylkingunni fjölgun atkvæða.
Enda ljóst af tölunum að ofan, að kjósendur eru ákaflega óánægðir með stefnuna.
Spurning hvort sú óánægja dugar, til að þeir kjósi Berlusconi!
Það er ekki víst!
Niðurstaða
Sennilega taka ítalskir kratar ekki tilboði Monti, um það að hann leiði næstu meirihlutastjórn. Enda vill örugglega formaður krata, ef hann hefur sigur, leiða slíka ríkisstjórn sjálfur.
Eins og látið er með stefnumörkun Monti í alþjóðlegum fjölmiðlum, þá virðist sú stefna ekki njóta neins umtalsverðs fylgis almennings - í reynd.
Sem þíðir ekki endilega, að kjósendur taki tilboði Berlusconi. Þó hann lofi að hverfa alfarið frá henni.
Það kemur þó í ljós þegar kosið verður í febrúar. Hef ekki enn séð neinar fréttir um, kjördag!
Kv.
23.12.2012 | 02:39
Grísk hringavitleysa!
Ég reikna með því að einhver ykkar sem lesa þetta blogg, munið eftir niðurfærslu skulda Grikklands snemma á þessu ári, þegar einkaaðilar voru neyddir til að afskrifa um 50% skulda í sinni eigu. Nú nýlega, fór fram svokallað "endurkaupa prógramm" þ.s. aftur var höggvið í þann sama knérunn.
- En hverjir hafa farið verst út úr þessu?
Svar: grískir bankar.
Enda eru þeir undir lögsögu grískra stjórnvalda, svo unnt er að beita þá þvingunum.
- Hver er þá hringavitleysan?
Svar: Það að ca. 50 ma. er ætlað í endurfjármögnun einmitt, grískra banka - í núverandi björgunarprógrammi.
Svo grískum stjv. er aftur lánað fyrir því sem grískir einkabankar voru neyddir til að afskrifa. Bæði í fyrra og seinna skiptið.
Sjá: Greece's Top Banks Need $36 Billion Boost
Til stendur á næstunni að taka yfir 4 stærstu bankana sem skv. frétt, þurfa 27,4ma. fjármögnun. Sem fer gríska ríkið mun skulda.
Ekki kemur fram hvaða viðmið um framtíðarvöxt Grikklands er notað, til að áætla þessa endurfjármögnun.
- "Greek banks will use a mixture of common shares and convertible bonds in order to meet international capital adequacy requirements."
- "The shares, which will be offered in rights issues that are expected to take place early next year, will be offered at a 50% discount to their 50-day average market price."
- "The bonds will carry a 7% annual coupon (interests), which will rise by 0.5 percentage point per year and will be converted to shares at the end of five years."
Ekki verða lán ódýr í framtíðinni innan Grikklands, ef fjármögnunarkostnaður grískra banka verður á þessu róli.
Þá er til sbr. fjármögnun ísl. banka, hræódýr.
Ég velti samt fyrir mér, hvort nokkur muni kaupa þessi bréf - hafandi í huga ég á erfitt með að sjá, hvernig nokkur rekstur geti borið sig á þessum kjörum.
En ef vextir hækka um hálft prósent per ár, þá hækka þeir um 2,5% á 5 árum, og verða þá 9,5%.
Ekki kemur fram, hvaða kjör myndu ríkja þaðan í frá - en mér kemur ekki á óvart, að miðað sé við arðkröfu upp á 9,5% eftir þann tíma.
Þannig að eigendur fái áfram sama hlutfall. Þetta eru þó vangaveltur.
Vextir væru þá himinháir á útlánum, í tilraun til að standa undir þeim tilkostnaði. Þó erfitt sé að sjá, að nokkur muni geta telið lán á þeim kjörum, í því ástandi sem ríkir í Grikklandi.
Að vísu, eru þau seld á genginu 0,5. Greinilega á að nota þessi "hagstæðu" kjör sem gulrót.
Ég velti samt fyrir mér, hvort það dugar. Hafandi í huga, ástand gríska hagkerfisins. Og hve augljóst er, að reksturinn yrði gríðarlega erfiður! Í besta falli.
Ég á mjög bágt með að trúa því, að eins og þríeykið miðar við, að það sé öflugur viðsnúningur framundan - þ.e. 3% hagvöxtur frá 2015 og næstu ár þaðan í frá, hagvöxtur hefjist 2014. Samdráttur 2013, verði miklu mun minni en samdráttur 2012.
Viðsnúningur hefjist þegar nk. ár!
Sjálfsagt á að leitast við að fá einhverja fjárfesta út á þá spá!
Mér er þó fyrirmunað að sjá nokkur hin minnstu líkindi fyrir þeirri útkomu.
Niðurstaða
Mér skilst að skuldir Grikklands eftir lækkun v. endurkaupa, séu áætlaðar akkúrat núna 160% af þjóðarframleiðslu.
Síðan hækka þær aftur, þegar grísk stjv. taka á sig skuldir v. endurfjármögnunar grískra banka. M.a. vegna þess, að þeir þurftu að afskrifa skuldabréf gríska ríkisins í sinni eigu fyrr á árinu.
Síðan er þeim væntanlega ætlað, að vera áfram helstu kaupendur grískra ríkisbréfa.
Spurning hvort þetta verði endurtekið síðar - en ef Grikkland verður áfram í evru, þá örugglega þarf frekari afskriftir skulda gríska ríkisins síðar, og þá mun líklega enn gilda. Að aðildarríki evru verða treg til afskrifta af sinni hálfu, og að Seðlabanki Evrópu verði sama sinnis, sem og AGS.
Þá velti ég fyrir mér, hvort tekin verði annar hringur - að knýja þá til að afskrifa og síðan lána gríska ríkinu aftur fyrir þeirra endurfjármögnun. Svo eina ferðina enn, verði þeir látnir ganga í hlutverk helstu kaupenda grískra skammtímabréfa. Því væntanlega verður áfram mjög lítil eftirspurn eftir grískum ríkisbréfum, meðan enginn utanaðkomandi trúir á sjálfbærni landsins.
Kv.
22.12.2012 | 03:43
Bandaríkin stefna fram af hengifluginu - - bandarísk kreppa á nk. ári getur drepið evruna!
Það virðist nú afskaplega veik von eftir. Ljóst er að samkomulag næst ekki, eftir að leiðtogi þingliðs Repúblikana, tókst ekki að fá meðlimi "Tehreyfingar" meðal þingliðs Repúblikana, til að samþykkja miðlunartillögur. Sem hann sjálfur hafði komið fram með. Og Obama var til í að samþykkja með litlum breytingum.
Til stendur að halda fundi milli jóla og nýárs, ákvörðun sem var tekin af þingleiðtogum beggja flokkar, þegar ljóst var að samkomulag myndi ekki nást fram.
Á hinn bóginn, virðist mér líklegra en ekki, að meðlimir "Tehreyfingarinnar" hafni einnig þeim sáttatilraunum, sem skv. frétt Financial Times.
Verða um smærri breytingar - frá þeirri útkomu sem annars verður, en fyrri tilraun til sátta.
Hversu slæmt verður þetta?
Skv. nýlegum hagtölum í Bandaríkjunum, var hagvöxtur 3,1% á 3. ársfjórðungi. Sem er meir en reiknað var með. Og vel yfir því róli á milli rúml. 1,5% - rúml. 2% sem hagvöxturinn hefur annars verið að sveiflast á milli.
Vísbending um að tal manna, sem hafa verið að segja, að einkahagkerfið í Bandaríkjunum sé á uppleið - loksins. Sé ef til vill - réttmætt.
- Skv. "Congressional Budget Office" mune "fyscal cliff" leiða til 0,5% samdráttar í bandar. hagkerfinu á nk. ári.
- Atvinnuleysi aukist í 9,1%.
- Þetta þýðir sennilega töluverða minnkun neyslu.
Þetta er sennilega þó skammvinn kreppa - því vísbendingar um uppgang innan einkahagkerfisins, eru af því tagi - - sem eru ekki skaðaðar að nokkru ráði af því, ef það kemur tímabundið bakslag í neyslu.
En sl. 4 ár, hefur verðlag á gasi í Bandaríkjunum lækkað um liðlega 70%. Sem gerir raforku framleidda með brennslu á gasi, í dag mjög hagstæða.
Þetta leiðir skilst mér til þess, að aukning í fjárfestingum á svæðum sem eru nærri hinum nýju gassvæðum, í vinnslu af margvíslegu tagi sem græðir á mjög lækkuðu orkuverði; sé komin í fullan gang.
Það eru einnig ný olíusvæði, þar sem einnig er mikið af nýfjárfestingu.
Ég hugsa, að þessi aukning haldi áfram - þó svo að "fiscal cliff" leiði til, tímabundinnar minnkunar heildarhagkerfisins, vegna: hækkaðra skatta en það eru skattalækkanir Bush stjórnarinnar sem ganga til baka, að auki skellur á 10% sparnaðarkrafa á margvíslegum stofnunum og starfsemi á vegum ríkisins; samanlag lauslega áætlað í kringum 5% af þjóðarframleiðslu.
- Ég hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af bandaríska hagkerfinu.
- Það eru áhrifin af tímabundinni kreppu í Bandaríkjunum, innan evrusvæðis - - sem vekur mér ugg!
En þegar hægir á í Bandaríkjunum, mun einnig hægja á innan Evrópu.
Bendi á, að þegar fjármálakreppa hófst í Bandaríkjunum 2008, skall hún nær samtímis á Evrópu.
Í Evrópu varð samdrátturinn, af hennar völdum, síst minni en í Bandaríkjunum.
---------------------------
Ef hagvöxtur í Bandaríkjunum getur verið ca. 3% á nk. ári - - en þess í stað kemur 0,5% samdráttur.
Heildarminnkun á bilinu 3,5-4% .
Má vera, að sambærileg niðursveifla eigi sér stað í Evrópu, eins og að samdráttur Evrópu 2008 var sambærilegur við samdrátt þann sem þá átti sér stað innan Bandaríkjanna.
Munum að samdráttur er þegar til staðar í Evrópu!
Útkoman væri því - - djúp kreppa í Evrópu á nk. ári!
Hvað gerist ef það verður þessi djúpa kreppa í Evrópu nk. ár?
Augljóslega, mun það stórfellt auka á vandræðin á evrusvæði.
Ríkisstj. Spánar hefur verið að sprikla mikið, og náð að lækka nokkuð á árinu kostnað per vinnustund á Spáni, þannig að bilið varðandi samkeppnishæfni sem Spánn hefur staðið frammi fyrir að þarf að minnka. Það er víst nú minnkað um helming.
Að auki hafa stjv. Spánar verið grimm í niðurskurði þetta ár, og stefnt einnig að grimmd í niðurskurði á nk. ári, og því að innan nk. 2-ja ára. Að loka "samkeppnishæfnis" bilinu.
Ef það skellur á 3-4% viðbótar samdráttur, þá auðvitað fer allt fjárlagadæmið hjá Mariano Rajoy forsætisráðherra í vaskinn, auk þess að ný bylgja aukningar atvinnuleysis skellur á landinu.
- Það yrði sennilega ástand, mjög nærri neyðarástandi. Með atvinnuleysi, komið í 30% plús e-h.
- Augljóslega, myndu markaðir æsast við þetta á ný.
Þetta var bara Spánn, ég bendi einnig á að staða Frakklands er viðkvæm. Með skuldastöðu mjög nærri skuldastöðu Spánar, og þar í landi er ekki enn byrjað að ráði að vinna í þeirri endurskipulagningu atvinnulífs og vinnumarkaðar, sem þó er hafin af nokkrum krafti á Spáni.
- Frakkland mun því líklega lenda í "krísu" þ.e. snögg aukning halla, snögg aukning atvinnuleysis og snögg hækkun skulda sem hlutfalls af þjóðarframleiðslu í e-h í kringum 100%.
- Ég yrði alls ekki hissa, ef að við þetta snögga högg - - þá skapist verulegur órói á mörkuðum v. stöðu Frakklands, og allt í einu fari Frakkland úr hópi ríkja innan evrusvæðis með hagstæðan lántökukostnað, yfir í hóp landa með háan. Þ.e. lendi í hópnum í vanda.
Að sjálfsögðu lenda þá öll aðildarríkin í kreppunni - - en skuldugu löndin verða þá verst úti.
Meira að segja Þýskaland, getur séð skuldastöðu sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, fara í e-h í kringum 90%.
- Það er alveg hugsanlegt, að meira að segja lántökukostnaður Þýskalands hækki nokkuð - þó það yrði þá ekki hækkun í líkingu við hækkun lántökukostnaðar þann sem mig grunar að myndi dembast yfir Frakkland.
------------------------------
Punkturinn er; að evrusvæði myndi snögglega færast fram á bjargbrúnina á ný!
Í því ástandi sem þá myndi skapast, sé ég ekki hvernig þau mál verði mögulega leyst - - ef Þýskaland heldur áfram að verjast "prentun".
Það þarf ekki að þíða endalok evrunnar nk. ár - en mjög dökk yrði staðan. Svo dökk, að uppbrot fjármálakerfis svæðisins í einingar sem markast af hverju landi fyrir sig, líklega myndi ágerast "hressilega."
Spennan á millifærslukerfi svæðisins þ.e. "Target2" myndi pottþétt aukast einnig "hressilega."
Það er vel hugsanlegt, að evran muni ekki hafa þetta af út nk. ár. Ef "Fiscal Cliff" skellur á Bandaríkjunum, án þess að tekist hafi "mildandi" samkomulag.
Ef evran ferst!
Þá getur skollið aftur til baka, yfir til Bandaríkjanna - - högg frá Evrópu.
Ef hún ferst á nk. ári, þá verður það líklega v. þess, að uppbrot svæðisins í einingar utan um þjóðríkin, ágerist það mikið - að viðskiptakerfið fer að brotna niður. Þá verði hamlanir á flæði fjármagns það miklar milli ríkja, að viðskipti hætti að flæða "fullkomlega frjálst."
Það gæti þá orðið snögg minnkun á flæði viðskipta milli landanna, sem myndi þá hratt magna enn frekar upp kreppuna á seinni part ársins.
Við taki þá kerfi, þ.s. flæði fjármagns sé stýrt a.m.k. af hálfu sumra landanna, og aðilar sem ætla að eiga í viðskiptum - þurfi að fá opinberar heimildir fyrir því að færa fjármagn yfir landamæri, vegna viðskipta yfir tilteknu magni.
--------------------------
Þetta gæti gerst vegna uppbrots "Target 2" kerfisins.
En í ástandi kreppu þegar Þýskaland sjálft væri að dragast saman, þegar líklega verður aftur stórfelld aukning á skuldum innan þess kerfis, þá getur það farið svo.
Að "Bundesbank" fari að takmarka það fjármagn, sem hann er til í að láta af hendi rakna - gegn skuldabréfum á ríkissjóði einstakra aðildarlanda.
Ef það gerist, þá mun það alveg um leið, kalla á "höft á flæði fjármagns" af hálfu landa, sem þá væru komin í vanda vegna fjármagnsflótta.
Í þessu ástandi, gæti Frakkland verið í þeim hóp. Ásamt Ítalíu og Spáni.
- Ef þetta gerist - þá væri það upphafið að endalokum evrusvæðis, eða hið minnsta að verulegri fækkun aðildarríkja þess.
En um leið og einstök lönd loka á milli, þá fara evrur í þeim löndum sem setja verulegar hamlanir á fjármagnsflæði að hafa annað gengi, en evrur í löndum sem enn njóta töluverðs trausts.
En markaðurinn mun vita, að uppsetning hafta, er millibilsástand áður en nýr gjaldmiðill er tekinn upp - - jafnvel þó land sem setti höft á sem neyðaraðgerð.
Hefði engan áhuga á að afnema evruna, þá myndi líklega þróunin í kjölfarið - knýja þá útkomu fram fyrir rest.
M.a. vegna viðbragða markaðarins, sem myndi mjög fljótlega setja "discount"/ afföll á evrur frá slíkum löndum. Þá fara þau lönd, að eiga í vandræðum með, að fá þeim evrum skipt t.d. í Þýskalandi - þó formlega séð væri jafngengi hið lögbundna gengi án "affalla."
Út úr því ástandi, tel ég, væri mjög erfitt að bakka!
Þó fullur áhugi væri til slíks, þá leyfði ástandið það einfaldlega ekki.
Þannig að land sem lendir með evru í höftum, verulega undir gengi evra t.d. í Þýskalandi, Hollandi, Finnlandi og Austurríki.
Væri sennilega tilneytt til að taka upp eigin gjaldmiðil á ný - - innan tveggja ára þaðan í frá.
- Það væri ekki síst vegna þess, að stöðugt útflæði fjármagns, þó leitast væri við að hindra það, myndi framkalla sífellt harðnandi ástand - peningaþurrðar.
- Sem er ástand, er væri mjög samdráttaraukandi, því meir sem það meir ágerist.
Ég á erfitt með að trúa því, að land hefði meira úthald í slíkan spíral en ca. 2 ár.
--------------------------
Ég er að tala um svipaðan tímaramma, eftir að rúblusvæðið leystist upp í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna 1991. En rúblusvæðið hætti ekki það ár, heldur nokkru síðar. Þá var það, v. þess að Seðlabanki Rússlands skar á lausafjár-lán til seðlabanka hinna landanna á rúblusvæðinu.
Það væri sambærileg aðgerð við það, að ef "Bundesbank" fer að takmarka veitingu lausafjárlána í gegnum "Target2."
Og afleiðing þeirrar ákvörðunar verður örugglega einnig sú hin sama, þ.e. að gjaldmiðilssvæðið leysist upp á ca. 2 árum. Eða hið minnsta, að aðildarríkjum þess fækki verulega.
Ef það endurtæki sig eins, þá væri eftir ca. 2 ár evran hugsanlega orðin einangruð við tiltekin tiltölulega vel stæð kjarnaríki, sem væru háð Þýskalandi eða með mjög sambærilega hagsveiflu og Þýskaland.
- Það væri líklega upphaf af því að Suður vs. Norður skipting ESB á efnahagssvæðinu, gæti þróast yfir í raunverulegan klofning í 2-ríkjabandalög innan meginlands Evrópu.
Niðurstaða
Kreppa í Bandaríkjunum getur búið til algert neyðarástand á evrusvæði. Lykilatriðið, getur verið að veita athygli því. Hve mikið streymi lausafjár frá "Bundesbank" eykst þá, í gegnum "Target2" millifærslukerfi evrusvæðis. Þegar er til staðar í Þýskalandi verulegur ótti, vegna hinna uppsöfnuðu skulda innan þess kerfis. Þýskaland á megnið af þeim skuldum.
Vandinn er sá, að ef tiltrú á greiðslugetu tiltekinna stórra lykilríkja - hrynur. Þá mun um leið skapast efasemdir um gæði þeirra skulda þ.e. raunverulegt virði, sem þau ríki bjóða sem veð á móti lausafjárlánum.
Hafandi í huga, að í þessu ástandi væri Þýskaland sjálft komið í kreppu. Þá finnst mér ekki óhugsandi, að Þjóðverjar taki þá ákvörðun - - að takmarka aðgang að þeim lausafjárlánum "einhliða."
Sérstaklega þ.s. ég á erfitt að sjá, að löndin í vanda myndu geta sjálf samþykkt, þær kröfur sem Þjóðverjar líklega myndu setja fram - - um minnkun slíkra lausafjárlána. En það myndi líklega kalla á svo grimman niðurskurð útgjalda, að samfélagslegur stöðugleiki myndi líklega bila. Auk þess, að þá væru þau að sætta sig við "mjög samdráttaraukandi" minnkun peningamagns í umferð.
Ef þau myndu ekki geta bætt sér upp peningaflóttann með lausafjárlánum, yrði að setja á höft á útflæði.
Þjóðverjar væru þá í reynd - að sparka þeim löndum út úr evrunni!
"Everibody for themselves" - eins og sagt er!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2012 | 00:09
Er aðild leið til efnahagsframfara? Sjá áhugaverða umræða í Speglinum 20/12?
Rétt að nefna, að ég er ekki viss að það komi best út fyrir andstæðinga aðildar, að vera stöðugt að klifa á því - að rétt sé að hætta viðræðum þegar eða slá þeim á frest. Ástæðan er sú, að mig grunar að það sé í reynd afskaplega hagstætt fyrir andstæðinga aðildar, flokka sem aðhyllast slíka andstöðu, að aðildarmálið verði "helsta kosningamálið" við næstu Alþingiskosningar nú næsta vor.
En ég á því að mjög líklegt sé, að vandi evrusvæðis gjósi upp á ný - einhveratíma á tímabilinu febrúar til apríl í síðasta lagi, en efnahags niðursveiflan er nú stöðug.
Það leiðir til meiri hallarekstrar, og frekari krafna um niðurskurð - ef Framkvæmdastjórn ESB heldur áfram að fylgja settum reglum um viðmið.
Nokkrar líkur á að Frakkland sjálft geti verið í vanda sbr. ábendingu mína frá því í gær:
Kreppa á nk. ári í Hollandi og vaxandi vandi franska eftirlaunakerfisins!
- Það geti því skapast kjörstaða fyrir andstæðinga aðildar, þegar kosningar nálgast hér nk. vor.
Áhugaverður Spegils þáttur, sjá: Spegillinn 20. des 2012 | 18:00
Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og stjórnarmaður í Heimssýn!
Margrét Guðmundsdóttir, formaður félags atvinnurekenda, einnig framkvæmdastj. Icepharma.
Ég ætla aðeins að taka fyrir svör Margrétar, sem miðað við þau svör, er ein af þessum einlægu fylgismönnum aðildar, sem sér aðild að ESB og ESB sem slíkt - afskaplega jákvæðum augum, svo vægt sé til orða tekið.
------------------------------------------
- Hún slær á dæmigerða strengi, að lánskjör séu alltof óhagstæð hérlendis, of mikill gengisóstöðugleiki, lífskjör hér hafi hrunið meir í kreppunni en nokkurs staðar annars staðar; hér sé þörf á að skapa samkeppnisfært umhverfi fyrir "unga fólkið" svo það vilji vera hér.
- Hún bendi á að fólk hafi alltaf verið á móti breytingum, nefnir í sbr. andstöðu við Hvalfjarðargöng á sínum tíma, nefndi að jafnvel háttsett fólk hérlendis hafi óttast að Íslendingar færu að tala ensku við það að ganga í EES, hún telji að sagan sýni að allar meiriháttar ákvarðanir sem teknar hafi verið fyrir þjóðfélagið hafi verið "gæfusamar fyrir okkur öll."
- Þess vegna finnist henni alveg með ólíkindum, að svona samband eins og ESB sem upphaflega sér friðarsamband, viðskiptafrelsið og frjálst flæði milli landa, sé vegna þess að það hafi verið trú manna að það myndi hindra stríð í framtíðinni.
- Með aðild að EES njótum við ímissa gæða frá ESB, ekki síst í formi vandaðrar lagasetningar sem að hennar mati, taki gæðum lagasetningar hérlendis langt fram. Hún bendir á að Mannvit hafi verið að fá styrki frá ESB til verkefna í Ungverjalandi, íslendingar séu að fá mjög mikið af slíkum styrkjum.
- Þeir sem séu mest á móti séu þeir sem búa fjærst þéttbýlinu á SA-landi. Ekki vanir því að breytast eins ört, og við sem búum í þéttbýlinu fyrir sunnan. Henni finnist ótrúlegt, að "við fáum ekki að klára þetta, og síðan kjósa um það."
- Henni finnist fyndnast að taka Grikkland og bera okkur saman við það, ef það sé e-h land sem sé ólíkt okkur sé það Grikkland, Írland sé miklu - miklu betur statt heldur en Ísland, vegna þess að húsnæðislán hafi ekki 2-faldast hjá almenningi, almenningur hafi ekki orðið eins ílla úti.
- Það eru þjóðir sem við erum langmest líkust, það eru Norðurlandaþjóðirnar.
- Hún segist hafa upplifað mikla breytingu til batnaðar í lífskjörum Finna og Svía, í kjölfar inngöngunnar í ESB fyrir 15 árum.
- Finnland sé land sem sé einnig strjálbýlt, með erfiðan landbúnað, hefur fengið mikinn stuðning við hann
------------------------------------------
1. Hrunið!
Aðildarsinnar láta mikið með hrunið, að hér hafi lífskjör súnkað meir en annars staðar. En það þarf auðvitað að halda til haga, að hér varð meira efnahagsáfall en í nokkru land.
Það er ekkert land annað, sem missti meiri en 80% af fjármálakerfi sínu.
Að auki, skilst mér að mælt í dollar, hafi landsframleiðsla súnkað úr ca. 57þ./haus í ca. 37þ./haus.
Eða um ca. 40%.
Að auki bættust við umtalsverðar skuldir.
- Vandinn við þennan málflutning er sá, að þ.e. ávallt íjað að því, að vandinn hefði verið minni. Ef við hefðum verið meðlimir, og með evru.
- Sumir halda jafnvel blákalt því fram, að bankarnir hefðu ekki getað stækkað svo mikið sem þeir gerðu - - telja að, vaxtamunaviðskiptin með krónu vs. aðra gjaldmiðla, hafi verið svo óskapleg gróðalind.
Ég bendi á að bankakerfi Kýpur, er liðlega 7 þjóðarframleiðslur að umfangi.
Það er sannarlega ekki fallið, en þetta veikir að mínu mati, þá fullyrðingu að ísl. bankarnir hefðu ekki getað blásið upp í 10 þjóðarframleiðslur að umfangi, sem þeir gerðu. Og fallið svo innan evru.
Ég bendi á, að þeirra vöxtur fór einkum fram með "yfirtökum" á öðrum bankastofnunum, t.d. stækkaði KB banki 3 ár í röð 2-falt, með því að hvert þeirra ára taka yfir banka sem var jafn stór KB.
Ég bendi á, að þær stækkanir, fjármögnuðu þeir með ódýru lánsfé, sem þá var mikið af innan alþjóðafjármálakerfisins, þ.e. með lánum í: evrum, jenum, dollurum og jafnvel pundum.
Ef einhver man eftir, þá var stærsti einstaki taparinn v. hruns ísl. bankanna, Þýskir bankar. Og þeir lánuðu ávallt í evrum.
Ég held að ég fari rétt með það, að meir en helmingur fjármögnunar þeirra hafi verið í evrum. Og ef við hugsum þetta í samhengi aðildar, þá grunar mig að aðgangur þeirra að lánum í evrum hefði verið enn betri ef e-h er innan evru.
Þannig, að ef e-h er, hefðu þeir jafnvel vaxið enn hraðar.
- Það var hinn gríðarlegi veldisvöxtur þeirra, sem bjó til efnahagsbóluna á Íslandi.
- Sú bóla síðan hvarf jafn harðan, og þau viðbótar lífskjör sem þeirri bólu fylgdi tímabundið, er bankarnir hrundu.
Mér er einfaldlega fyrirmunað að sjá, hvernig sú útkoma hefði getað komið hagstæðar út fyrir okkur, að fá yfir okkur bankahrun og ca. 40% samdrátt hagkerfisins - - en það hefði þá verið hinn raunverulegi samdráttur þess mælt við evru, en ath. samdrátturinn er minni mældur í krónum v. þess að sjálf mælieiningin króna hefur virðislækkað umtalsvert, en innan evru hefði mælieiningin ekki minnkað því hrun ísl. hagkerfisins hefði verið of smátt í sniðum til að hafa áhrif á virði mælieiningarinnar.
- En laun hefðu þá þurft að lækka, alveg jafn mikið a.m.k. og þau raunlækkuðu af völdum gengislækkunar krónunnar.
- Sem hefði að sjálfsögðu leitt til, sambærilegs misgengis launa og umfangs höfuðstóls lána, og varð á Íslandi v. verðtryggingarinnar.
- En 50% launalækkun jafngildir sömu áhrifum, og að vísitala 2-faldi lánin í krónutölu.
Spurning hvort það hefði verið mögulegt að lækka þau snögglega um tja - kringum 60%.
En það þarf að taka tillit til þess, að aukning skulda krefst viðbótar lækkunar lífskjara, til að hindra þjóðargjaldþrot. Þetta hefði að sjálfsögðu verið miklu mun erfiðara niðurskurðarprógramm, en þ.s. Grikkland er að ganga í gegnum, okkar staða gæti því hafa endað verri en staða Grikklands:
- Ég held, að Ísland hefði lent inni í björgunarprógrammi þegar í upphafi árs 2009, og v. þess að ekki hefði verið mögulegt að lækka laun með hraði, væri Ísland alveg eins og Grikkland í dag.
- Þ.e. statt í langvarandi samdráttaraðgerðarpakka, þ.s. laun og útgjöld væru jafnt og stöðugt skorin niður ár eftir ár, og ég er einnig viss um að eins og Grikkland, hefði þurft að skera niður skuldir okkar.
- Því án hinnar snöggu gengisfellingar, hefðu þær hlaðist hratt upp af völdum hins óskaplega viðskiptahalla sem hefði myndast þegar við hrunið, en sá hefði örugglega sett heimsmet verið a.m.k. á bilinu 20-30% í fyrstu.
- Líklega væri þá búið að skera okkar skuldir niður, a.m.k. þrisvar - - við værum eins og Grikkland, undir nær beinni stjórn frá Brussel.
- Auðvitað, væru þá peningar stöðugt að leka frá landinu, færa sig annað. Útfl. fyrirtæki, myndu varðveita fé sitt á erlendum reikningum. Það sama myndu önnur fyrirtæki, með örugg viðskipti.
- Spurning hvort unnt hefði verið að endurreisa bankakerfi - - en höftin voru örugglega forsenda þess, að sú aðferð sem farin var hérlendis, hefur virkað fram að þessu.
---------------------------------
Ásökunin er, að allt hefði verið miklu betra innan evru. Og ég stórfellt dreg það í efa.
2. Varðandi lánakjör!
Ég verð að benda á, að síðan apríl 2010 hefur myndast gjá í lánskjörum milli S-Evrópu og N-Evrópu. Og þó svo Margrét tali um að Norðurlöndin séu líkust okkur, þá er það einfaldlega svo - - að markaðir hefðu metið okkur í samræmi við okkar efnahagslega ástand og okkar greiðslustöðu miðað við skuldir.
En ekki á grundvelli þess, hvaða ríkjum við menningarlega líkjumst mest.
Það sem hefur gerst, er að markaðurinn hefur lært það, að einnig fyrir aðildarlönd evru. Þá skiptir það megin máli um lántökuáhættu. Hvert ástand mála í viðkomandi landi er. Og að auki, hver skuldastaðan er miðað við stöðu hagkerfisins.
Lönd í vaxandi efnahagsvanda, hafa séð lántökukostnað sinn "innan evru" hækka mjög verulega.
Að sjálfsögðu, ef Ísland hefði verið innan evru, og lent í bankahruni eins og líklegast sé. Þá hefði að sjálfsögðu einnig fyrir okkur, lántökukostnaður hækkað stórfellt.
------------------------------
Spurningin er hvort lántökukostnaður myndi lækka við aðild?
Það mun algerlega fara eftir því, hve vel það gengur fyrir okkur að framkalla nægan hagvöxt svo að Ísland nái sér smám saman upp úr þeim skuldum.
Ég sé persónulega ekki með hvaða hætti, aðildin sem slík muni hafa á lántökukostnað til eða frá.
Sumir segja, það að stefna á aðild að evru, muni fela í sér aukinn trúverðugleika.
En ég sé ekki að slík yfirlýsing sem slík, skipti um það einhverju verulegu máli.
- Meginmálið sé, trúverðugleiki stefnunnar um skuldalækkun.
Fræðilega, getur draumurinn um evruna, skapað svipu á Ísland - - til að taka hart á sig, við það verk. Að lækka skuldir, stuðla að stöðugleika. Eða það vilja menn meina sem eru áhugamenn um aðild.
Auðvitað, til þess að það myndi virka, þyrfti framvinda evrusvæðis næstu árin, að vera með þeim hætti - - að þjóðin fari að horfa á aðild að evru slíkum vonaraugum.
---------------------------
Ég sé það reyndar ekki sem sérlega líklega útkomu, heldur virðist mér að evrusvæði sé komið í afskaplega langvarandi kreppuástand. Ásamt skuldakreppu sem vara muni einnig í langan tíma.
Þannig, að evran sem agn - - muni ekki skila þeim áhrifum, sem aðildarsinnar séu að tala um.
3. Mun aðild stuðla að hagvexti?
Vandinn við sbr. Margrétar, er sá að við lok 10. áratugarins. Var miklu mun hagstæðara efnahagsástand í Evrópu.
Það að sjálfsögðu skiptir mjög miklu máli, þegar land er að hefja sig upp úr kreppu. En aðild Finna átti sér stað 1994, en eins og flestir ættu að muna. Þá skall finnska kreppan á eftir hrun Sovétríkjanna 1991.
Hrun Járntjaldsins, færði fyrrum A-tjaldslöndunum, mikla hagvaxtaraukningu almennt séð. En þá já varð fyrst hrun, en síðan komust löndin í viðskiptasamskipti við Vesturlönd á ný. Forn viðskiptatengsl komu aftur.
Fyrirtæki í V-Evrópu, sáu hag í því að fjárfesta í nýjum atvinnurekstri í A-Evr. Laun voru þar mun lægri en í V-Evr. Þau fengu frekar fljótlega, hagstæðan markaðsaðgang. Enda sá NATO, Bandaríkin og ESB hag í því að þessi lönd næðu jafnvægi sem fyrst.
Hagvöxturinn sem var mikill á seinni hl. 10. áratugarins í A-Evr. lyfti um tíma töluvert meðalhagvexti Evrópu.
----------------------------
Punkturinn er sá, að Finnland var að ganga í gegnum sín erfiðleika ár í á sama tíma, og þessi uppgangur var í fullum gangi. Finnland gekk inn í ESB á besta tíma þannig séð, þegar hagsveifla upp á við var í á fullu blússi innan Evrópu.
Finnland naut síðan þeirrar hagsveiflu vel fyrstu árin innan ESB.
Ég bendi á, að líklega hefði Finnland notið þeirrar uppsveiflu hvort sem er, þ.e. sem meðlimur að EES.
Ég sé ekki endilega, að til staðar séu sjálfstæð efnahagsáhrif af aðildinni sem slíkri. Enda bætti hún ekki við neinum viðskiptaafgangi, nema fyrir landbúnaðarvörur.
- Hver er staða hagsveiflunnar - í umhverfinu - er að sjálfsögðu lykilatriði.
----------------------------
- Ísland væri að ganga inn í ESB í kreppu - - það er auðvitað allt annað og mun síður hagstætt að ganga inn við slík skilyrði.
- Til viðbótar við efnahagskreppuna, er stigvaxandi skuldakreppa í fjölda aðildarríkja evru. En ég bendi á, að skuldavandinn nær til flr. ríkja, en bara - Grikklands, Spánar, Ítalíu, Írlands og Portúgals. Frakkland er einnig statt í erfiðri skuldastöðu, og Belgía er verr statt.
- Þetta ástand bætist ofan á, óhagstæða fólskfj. þróun í aðildarríkjunum.
- En sú dregur úr mögulegum hagvexti.
- Og því, úr getur landanna til að hefja sig upp út úr skuldasúpunni.
Ég held að evrusvæði sé nú komið í mjög langvarandi efnahagslegt hnignunarástand.
Rök Margrétar með sbr. v. Finnland, haldi ekki vatni.
Því aðstæður séu allt aðrar og miklu mun óhagstæðari í dag. Það sama eigi einnig við um að líkleg framvinda mála á efnahagssviðinu í Evrópu, sé einnig miklu mun óhagstæðari.
Ég sé í reynd ekki, að aðild leiði með nokkrum augljósum hætti, til bættra skilyrða til hagvaxtar á Íslandi.
Niðurstaða
Ég hef tekið mig til, að svara nokkuð ítarlega því sem Frosti Sigurjónsson, náði ekki í samtalinu í Speglinum.
Mín skoðun er einfaldlega sú, að mjög dökk líkleg framvinda Evrópu.
Geri það að verkum, að aðild sé ekki hagstæð fyrir Ísland.
Önnur svæði í heiminum, muni nær öll með tölu hafa betri hagvöxt en Evrópa.
Henni muni hnigna lífskjaralega og efnahagslega miðað við aðrar heimsálfur, á næstu árum af þess sökum.
Það sé röng strategía að ætla að bæta þjóðarhag með aðild!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2012 | 22:34
Kreppa á nk. ári í Hollandi og vaxandi vandi franska eftirlaunakerfisins!
Sá þessar tvær umfjallanir á vef Financial Times. Sú fyrri sem ég tek fyrir fjallar um nýja hagsspá frá hagstofu Hollands. En skv. glænýrri spá þeirrar stofnunar, verður samdráttur í stað hagvaxtar á nk. ári í Hollandi. Af þess völdum, muni ekki markmið ríkisstjórnarinnar um minnkaðan halla á ríkissjóði Hollands nást fram.
Best að halda til haga, að ekki er um alvarlegt hallavandamál að ræða.
En miðað við aukningu v. kreppunnar, getur hann náð kannski 4% af þjóðarframleiðslu - ef við ímyndum okkur að núverandi niðurskurðaraðgerðum sem ákvörðun var tekin um á sl. ári, væri hreinlega sleppt.
Ef ekki eru framkvæmdar neinar nýjar niðurskurðaraðgerðir ofan á þær sem þegar eru fyrirhugaðar, verður halli skv. hinni nýju spá ca. 3,3% - sem er umfram hið Maastricht skilyrta 3% viðmið.
Fresh forecasts rock Dutch economy
- "the economy will contract by 0.5 per cent in 2013.
- Earlier, the bureau had expected growth of 0.75 per cent."
- "The forecast predicts that the national budget deficit will reach 3.3 per cent of gross domestic product next year..."
- "This could set off a new round of budget cuts in a country that has already seen three bouts of austerity in three years, slashing government spending by 46bn equivalent to more than 7 per cent of GDP."
Eins og þið sjáið, hafa hollensk stjv. verið dugleg í niðurskurði, þegar halli síðan mældist 4,6% í uppgjöri fyrir árið 2011, var bætt við frekari niðurskurði sem er til framkvæmda og átti að tryggja halla innan hins lögbundna 3% viðmiðs, sem nú virðist ekki ætla að ganga eftir.
Holland þarf þó að gæta sín - - því landið hefur einn akkilesarhæl!Það er gríðarlega há skuldastaða skuldugra íbúðarhúseigenda:
Sjá: EuroStat - Gross debt-to-income ratio of households
Tölur sýna skuldir sem hlutfall af árstekjum!
Tölur frá 2011.
Þar kemur fram að skuldugustu íbúðaeigendur eru í:
- Danmörku: 267,31%
- Hollandi: 250,45%
Til sbr. skulda íbúðaeigendur í:
- Ítalíu: 65,2%
- Spáni: 125,4%
- Portúgal: 125,53%
- Írlandi: 206,35%
Þessar tölur koma ef til vill fólki á óvart - - þetta sýnir hvað ég á við!
Holland þarf að fara varlega - - með svo viðkvæman pakka, sem stöðu íbúðahúsnæðiseigenda.
En sá vandi getur hratt orðið að vandamáli, ef efnahagsleg niðursveifla í Hollandi - ágerist.
En, mér finnst alveg hugsanlegt, að hollenska ríkið geti eins og það ísl. lent í því að þurfa að verja fjármagni, til þess að aðstoða íbúðahúsnæðiseigendur!
Spurning því, hvort frekari niðurskurður geti jafnvel virkað neikvætt!
Það séu ef til vill stærri hagsmunir fyrir hollenska ríkið, að hagkerfið snúi sér við upp úr öldudalnum, heldur en hvort halli er um eitthvert skeið hluta af prósenti yfir 3% Maastricht viðmiðinu, eða jafnvel rúmlega prósent.
En skuldastaða hollenska ríkisins er ekki hættuleg eins og stendur, og yrði það ekki þó landið hefði halla á bilinu 3-5% í einhver ár.
Staða franska eftirlaunakerfisins!
France faces growing pension deficit
- "An official report published on Wednesday forecast the pension system deficit would rise to 18.8bn in 2017 from 14bn last year and would be likely to exceed 20bn in 2020.
- The annual cost of pension payments has risen to 14 per cent of gross domestic product."
- "The scenarios set out by COR, the pensions council, showed that unemployment would have to be more than halved from its present level to 4.5 per cent and productivity growth increased to 1.8 per cent to bring the pension system back into surplus by 2060"
- " if unemployment averaged 7 per cent and productivity growth 1.3 per cent, the deficit would widen to more than 60bn in the same period."
Það virðist afskaplega ólíklegt að Frakkland fari yfir í slíkan hagvöxt, að hagkerfið nái ástandi hærri skilvirkni og lægra atvinnuleysis en það Þýska hefur í dag.
Það virðist því augljóst, að hvort sem Frökkum líkar betur eða verr, þarf að hækka eftirlaunaaldur, sennilega í 70 ár. En ekki bara í 62 eins og Sarkozy ákvað, en Hollande hefur þegar tekið til baka skv. gefnu loforði í kosningum. Svo eftirlaunaaldur er aftur 60 ár, sem er verulega lægra en víða innan Evrópu.
Annars nánast sama hve franska ríkið sker niður í hallarekstri, mun stöðugt vaxandi halli gegnumstreymisfyrirkomulags lífeyrisgreiðsla auka hallarekstur þess á næstu árum.
Að auki virðist ljóst að franska einkahagkerfið er í samdrætti, ekki er augljóst hvernig Frakkland getur náð fram snöggum viðsnúningi.
En gengisfelling er ekki möguleg, en hún myndi leysa á einu bretti helsta vanda franska hagkerfisins nú, sem er að það er ósamkeppnisfær kostnaðarlega.
Þá er vart um annað að ræða, en að lækka laun!
Og í landi þ.s. fjölmennar mótmælaaðgerðir virðast skella á, af minnsta tilefni.
----------------------------
Franska ríkið verður eiginlega að taka á vanda lífeyriskerfisins! En franska ríkið skuldar þegar ca. 90% af þjóðarframleiðslu, einkahagkerfið er í samdrætti en ekki vexti.
Að framkvæma uppskurð í lífeyriskerfinu, gæti verið öflugasta leiðin til þess, að minnka ríkissjóðs hallann á einu bretti.
Samtímis, sem það þarf að lækka laun ef mögulegt á að vera, að skapa viðsnúning innan ósamkeppnisfærs einkahagkerfisins, snúa viðskiptahalla yfir í afgang.
Mér sýnist samt að afskaplega ólíklegt sé að Hollande taki til svo róttækra aðgerða, heldur muni hann grípa til lítilla plástra hér og þar, meðan að líklega haldi vandinn áfram að magnast.
--------------------------
Það verður áhugavert að sjá hvað gerist með Frakkland á nk. ári.
En mér finnst vel hugsanlegt, að Frakkland fari yfir í flokk ríkja í vanda ásamt Ítalíu og Spáni.
Niðurstaða
Það getur verið að landið sem evran í reynd stendur eða fellur með, sé Frakkland. En ef eins og virðist líklegt, að Frakkland sé á leið inn í sbr. dauðaspíral og Ítalía og Spánn þegar eru stödd innan. Þá verður ástandið orðið þannig, að þungamiðja evrusvæðis verður komin í kreppuspíral.
En Þýskaland eitt og sér, getur ekki viktað á móti 3 stórum löndum.
Þá getur togstreitan um stefnuna innan evrusvæðis virkilega orðið áhugaverð.
En ég sé engin teikn þess, að Þýskaland hætti að líta svo á, að þess hagur sé lítil verðbólga og stöðugt peningamagn. Standi þannig gegn öllum hugmyndum um, örvun í gegnum peningaprentun.
Meðan að ríkin 3 verða þá væntanlega stöðugt meira örvæntingarfull í kröfu sinni, um aðgerðir.
- Þessi þróun getur hafist, þegar fyrir liggur væntanlega í febrúar til mars, lokauppgjör fyrir árið sem nú er að ljúka senn.
- En það mun líklega sýna, Frakkland komið í samdrátt og enn frekari hallarekstur.
Þá mun hratt skuldastaða Frakklands stefna í 100%. Eða ca. þangað sem staða Spánar stefnir.
Það mun þá gilda það sama um Frakkland, að án nokkurra mótvægisaðgerða þ.s. ekki er unnt að gengisfella, Þjóðverjar líklega gera sitt ýtrasta ásamt Austurríki og Finnlandi, að blokkera prentun af hálfu Seðlabanka Evrópu; mun líklega óhjákvæmilega, niðurskurður sá sem frönsk stjv. munu neyðast til að innleiða, auka frekar á kreppuna því meðan einkahagkerfið er í samdrætti getur það ekki komið inn á móti ríkinu er það minnkar sín umsvif. Svo niðurskurður leiði beint til frekari samdráttar, eins og Spánn og Ítalía hafa verið að finna fyrir.
----------------------
Eins og ég benti á að ofan, hefur Holland einn stórann akkilesarhæl. Sem er alvarleg skuldastaða hollenskra íbúðarhúsnæðiseigenda. Það hefur ekki verið vandi, meðan hollenska hagkerfið var enn í hagvexti. En öðru nær gildir, ef kreppa sú sem nú ríkir - ágerist. En þá lækka verð íbúða sem þá skapar vaxandi fj. íbúðahúsnæðiseigenda í neikvæðri eiginfjárstöðu, auk þess að tekjur far þá að auki minnkandi.
Hollenska ríkið þarf ef til vill, að nema staðar í niðurskurði. En það getur verið mikilvægara markmið, að til skamms tíma lágmarka efnahagslegan niðurspíral. Vegna hættunnar frá mögnun vanda íbúðaeigenda. Sem ef skellur á ríkinu, eykur þá skuldir þess.
En meðan einkahagkerfið er komið í samdrátt, það er engin mótvægisaðgerð við samdrátt á evrusvæði í boði hjá Seðlabanka Evrópu; er hugsanlegt að nettó neikvætt væri fyrir ríkið, til skamms tíma a.m.k., að grípa til enn frekari niðurskurðar.
Þarna þarf að meta málið heildstætt! Ekki út frá einungis, hinu lögbundna 3% markmiði!
Kv.
18.12.2012 | 19:37
Áhugaverð rök S&P fyrir hækkun lánshæfis Grikklands um 6 flokka!
Skv. þessu er lánshæfi Grikklands hækkað úr "selective default" í "B-." Það sem er áhugavert við þessa ákvörðun, er að hún virðist ekki byggja á vaxandi tiltrú á Grikklandi sjálfu. Heldur, endurskoðuðu mati starfsmanna Standards&Poors á afstöðu aðildarríkja evrusvæðis til stöðu Grikklands innan evru!
S&P raises Greece's ratings
"The upgrade reflects our view of the strong determination of European Economic and Monetary Union (eurozone) member states to preserve Greek membership in the eurozone."
- Akkúrat, þeir telja að aðildarríki evrusvæðis - hafi tekið þann pól í hæðina, að halda Grikklandi innan evru, nánast - hvað sem það kostar.
"The outlook on the long-term rating is stable, balancing our view of the government's commitment to a fiscal and structural adjustment against the economic and political challenges of doing so."
- Þeir telja, það verður áhugavert að sjá hvort það stenst síðar meir, að gríska ríkisstjórnin hafi nægilegt bakbein, til að standa við núverandi samkomulag - þrátt fyrir enn hratt vaxandi kreppu í Grikklandi, og versnandi ástand hjá almenningi - sjá stórfína fréttaskýringu WSJ: Struggling Greeks Face Harsh Winter
Áhugaverð mynd úr frétt Wall Street Journal!
- "Golden Dawn currently polls around 12%, up from 7% of votes in the June elections."
- "It could reach 20% support if the economy continues to sink, Mr. Nikolakopoulos says."
Merkilegt, mjög svipuð þróun og þegar hin hyldjúpa kreppa 4. áratugarins í Þýskalandi, magnaði fylgi við nasista - stig af stigi.
Um það þarf ekki að efast, að gríska hagkerfið mun sökkva áfram - sennilega í gegnum hið fyrirhugaða 4 ára niðurskurðartímabil. Sem ríkisstj. Grikkl. hefur samþykkt og gríska þingið staðfest.
Ef Golden Dawn hefur 20% fylgi á nk. ári, þá væri það eins og endurtekning á Þýskalandi 4. áratugarins. Er nasistar og kommar börðust um völdin á götum borga.
En annar flokkur, Zyrisa flokkur róttækra "anti" globalista. Mælist í dag skilst mér í kringum 30%.
Þrátt fyrir það, virðist mér Zyrisa ekki eins hættuleg hreyfing, og Golden Dawn sem hefur formann sem afneitar helför Gyðinga.
------------------------
En þ.e. vel unnt að sjá aðra hvora þessara hreyfinga við völd, innan nk. 2 - 3 ára.
Niðurstaða
Ég fullyrði ekki neitt um líkur þess að starfsmenn S&P hafi rétt fyrir sér. Það má vera að eftir þingkosningar í Þýskalandi sept. 2013, muni aðildarríki evru standa við fyrirheit um það að bæta greiðslukjör Grikklands - svo fremi að ríkisstj. Grikklands sé enn að standa að fullu við hið nýlega samþykkta "3. björgunarprógramm Grikklands." Og að auki, afskrifa að einhverju leiti af höfuðstól skulda Grikklands.
Eiginlega er ekki nokkur leið að vita fyrirfram, hvort ríkisstjórn Þýskalands var einungis að framkvæma "Björgun 3" til að halda Grikklandi innan evru, fram yfir kosningarnar 2013. Eða hvort, að það var í reynd í gangi, framtíðarstefnumörkun - sem starfsmenn S&P virðast veðja á um, að halda Grikklandi innan evru. Gera þ.s. til þarf, svo það gangi upp.
Hver sem sannleikurinn er, þá a.m.k. er ljóst - að þanþol gríska samfélagsins er óþekkt. Sá strengur getur gefið sig þá og þegar, eða haldið út um óþekktan tíma til viðbótar.
En slæmt, afskaplega slæmt, er ástandið þegar orðið og enn, hratt versnandi.
Það er því alls ekki öruggt, að ríkisstjórn Grikklands verði fær um að halda fram þeim niðurskurðaráformum nk. 4 ár - sem ríkisstjórn Grikklands hefur skuldbundið sig til.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2012 | 21:49
Hugsanlegt að Demókratar og Repúblikanar nái samkomulagi á 11. stundu!
Þetta er lokavikan áður en Bandaríkjaþing fer í Jólafrí, skv. lögbundinni reglu. Fyrir liggur miðlunartillaga frá foringja Repúblikana á þingi, þ.s. í fyrsta sinn Repúblikanar bjóðast til að sætta sig við hækkun skatta á "ríka."
Outline of US fiscal deal emerges
- "...Mr Boehner offered to allow tax rates to rise for millionaires from 35 per cent to 39.6 per cent..."
- "Overall, Mr Boehner is offering a package worth nearly $1tn in new revenue,..."
- "...including about $500bn to be achieved through a tax reform process that would limit tax breaks and deductions next year."
- "While this is still short of the $1.4tn in revenue the president is demanding, it significantly narrows the differences between the two sides."
Mér sýnist þarna geta verið kominn - grundvöllur að samkomulagi.
- "Among the options would be to raise tax rates for households earning more than $500,000 or $750,000 per year, which would bring in more revenue than Mr Boehner is allowing."
Þetta virðist kveikja a.m.k. - veika von um samkomulag, fyrir vikulok.
En það verður þá að koma í ljós, hvort Boehner ræður við hægri róttæklingana í hópi síns þingliðs.
Sem hafa hingað til ekki tekið í mál að sætta sig við nokkra málamiðlun.
--------------------------------
Ef liðið uppi á Capitol Hill Washington DC getur komið sér saman um að dreifa álaginu af niðurskurðar aðgerðum, og öðrum tekjuaflandi aðgerðum.
Yfir það kjörtímabil sem nú er að hefjast, í stað þess að öllu sé skellt inn á nk. ár.
Þá getur verið að takist að forða því, að sá litli hagvöxtur sem til staðar er í Bandaríkjunum, sé umsnúið í samdrátt á upphafsmánuðum nk. árs.
- Það sem ég óttast fyrst og fremst er - hverjar afleiðingar yrðu fyrir Evrópu, nánar tiltekið "evrusvæði."
- En slík viðbótar efnahagsáfall frá Bandaríkjunum, gæti skapað mjög krítískt vandræðaástand á evrusvæði, þegar það viðbótar efnahagsáfall kemur ofan á kreppuástand sem þegar er harðandi.
Það skiptir því mikli máli - - að rugga ekki bátnum, í alþjóða efnahagsmálum með svo harkalegum hætti, og verður.
Ef tilraunir til samkomulags á 11. stundu, mistakast.
Niðurstaða
Spennan þessa dagana, er hvort Bandaríkjaþingi tekst að losa um stíflu, sem það sjálft bjó til. Þ.e. svokallað "fiscal cliff." Sem annars skellur á bandaríska hagkerfinu, áætlað ca. 5% af þjóðarframleiðslu, á upphafsmánuðum nk. árs.
Þ.s. hagvöxtur á þessu ári hefur verið á rólinu milli 1,5-rúml 2%. Líkur virðast litlar á snöggum viðsnúningi til stórfellds aukins vaxtar einkageirans í Bandaríkjunum á allra næstu mánuðum.
Virðist fullvíst, að snögg 5% af þjóðarframleiðslu ágjöf, myndi snúa hagkerfinu yfir í samdrátt.
Sem sannarlega að líkum yrði skammvinnur, enda er svokallað "oil shale/gas shale boom" í fullum gangi, og ólíklegt til að verða fyrir verulegri truflun af ofangreindri atburðarás.
En skammvinn snörp kreppa í Bandaríkjunum á nk. ári, gæti haft virkilega alvarlegar afleiðingar fyrir evrusvæði.
Því þar er staðan svo afskaplega viðkvæm.
Alvarleg atburðarás þar - myndi síðan geta jafnvel framkallað viðsnúning heimshagkerfisins yfir í kreppu.
Þetta er því rugg á heimshagkerfið, sem heimshagkerfið - getur mjög vel verið án!
Kv.
16.12.2012 | 23:52
Kalt stríð framundan milli Japans og Kína? Gjaldmiðlastríð í uppsiglingu? Japan að feta verðbólguleið?
Gamli Frjálslyndi Demókrataflokkurinn, sem stjórnaði Japan um áratugaskeið. Er kominn aftur til valda í Japan. Eftir stórsigur, þ.s. flokkurinn virðist hafa fengið 293 þingsæti í neðri deild japanska þingsins, eða hreinan meirihluta. Ásamt hinum nýja hægri sinnaða og þjóðernissinnaða flokki, "Endurreisn Japans" hefur Frjálslyndi Demókrataflokkurinn, 2/3 meirihluta í neðri deildinni.
Það þíðir skv. reglum í Japan, að þó svo aðrir flokkar hafi meirihluta í efri deild, þá getur neðri deild staðfest þá lagasetningu sem neðri deildin vill - - með þessum 2/3 meirihluta.
Þannig að meirihluti andstæðinga í efri deild, geti ekki stöðvað lagasetningar hinnar nýju ríkisstjórnar.
Sem líklega verður samsteypustjórn hins hægri sinnaða Frjálslynda Demókrataflokks og hins últra-hægri sinnaða og þjóðernissinnaða, "Endurreisn Japans."
- Mér skilst að "Endurreisn Japans" vilji einmitt þ.s. í nafninu felst, að hefja Japan aftur til fyrri virðingar, sem meiriháttar veldi í heimsmálum.
- Þá herveldi einnig.
Skv. BBC hefur hinn nýi tilvonandi forsætisráðherra, Shinzo Abe sagt:
Japan election: LDP's Shinzo Abe vows tough China line
- "Mr Abe said the islands were Japan's "inherent territory" and it was his party's objective was "to stop the challenge" from China."
- ""We don't intend to worsen relations between Japan and China,"..."both parties need to share the recognition that having good relations is in the national interests of both countries"..."China lacks this recognition a little bit. I want them to think anew about mutually beneficial strategic relations," he said.
Hafandi í huga, að foringi samstarfsflokks Abes, hefur árum saman sem borgarstjóri Tokyo, barist fyrir því að Japan - tryggi um aldur og æfi, eign sína á þessum skerjum sem nefnast af Japans hálfu Senkaku; virðist ljóst að deila Japans og Kína um viðkomandi hafsvæði og smáeyjar, mun harðna.
Að auki, tala báðir um að "efla japanska herinn og flota," tala um að endurreisa virðingu Japans á ný.
----------------------
Útlit fyrir að sannkallað "kalt stríð" geti verið í farvatninu milli Japans og Kína. Ásamt tilheyrandi vígbúnaðarkapphlaupi. Það mun síðan líklega, íta á 3-þjóðir á svæðinu, að einnig efla sína heri og flota frekar.
Gjaldmiðlastríð framundan?
Skv. frétt Reuters sagði Abe eftirfarandi:
Japan's LDP surges back to power, eyes two-thirds majority with ally
""We have promised to pull Japan out of deflation and correct a strong yen," Abe said on live television. "We need to do this. The same goes for national security and diplomacy.""
Hann ætlar sem sagt að tékka af hækkun jensins gagnvart ýmsum heims gjaldmiðlum á síðari misserum.
Það getur vart þítt annað, en að hann muni láta seðlabanka Japans, hefja prentunaraðgerð.
Þannig, að þá sláist Seðlabanki Japans í hóp með "US Federal Reserve" og "Bank of England."
----------------------------
Það virðist blasa við, að þetta getur leitt til "competitive devaluation through printing."
Spurning hvað evrusvæði gerir - en prentun á dollarasvæðinu, er örugglega meginástæða þess, að evran hefur ekki fallið að ráði gagnvart dollar. Og nú væntanlega, fer evran að hækka gagnvart jeni.
Að sjálfsögðu, munu einhverjir kjánar sjá þá hækkun evrunnar gagnvart jeni, sem traustyfirlýsingu við evruna - - en þess í stað, getur sú hækkun, aukið hættuna á falli evrunnar.
Því, þá verður útflutningur evrusvæðis, síður samkeppnishæfur við útflutningsvörur frá Japan en í dag, sem verður síst til að hjálpa löndum í vanda á evrusvæði, í því markmiði að snúa við neikvæðum viðskiptajöfnuði yfir í nægilega stóran plús að þær muni ná fram sjálfbærni skuldastöðu.
Ætlar ríkisstjórn Abe, að fara "verðbólguleið?"
Skv. Financial Times er eftirfarandi, stefna Frjálslynda Lýðræðisflokksins um efnahagsmál:
Economic and monetary policies - LDP crushes rivals in Japanese poll
âFocus on overcoming deflation and reversing the yens strong rise against major currencies, particularly the dollar.
⏠Set a clear inflation target of 2 per cent and work with the Bank of Japan to achieve that goal through aggressive monetary easing. If necessary, rewrite the BoJ law for that purpose and aim to achieve nominal GDP growth of at least 3 per cent.
âConsider setting up a public investment fund, with contributions from the BoJ and the private sector, to invest in foreign bonds in as a means to weaken the yen. Pursue growth by investing heavily in public works to rebuild Japans infrastructure, beginning with a large scale supplementary budget. Implement dramatic deregulation measures to make Japan globally competitive.
Best að muna, að flokkurinn hefur gert þetta áður. En hann var við stjórn í Japan, megnið af 10. áratugnum. Og beitti einmitt svokölluðu "stimulus" þ.e. eyðsluprógrömmum á vegum ríkisins, til þess að koma hagkerfinu úr sporunum.
Á sama tíma, er flokkurinn einnig að tala um að, lækka gengi jensins.
- Best að halda til haga að japanska ríkið skuldar í dag ca. 230% af þjóðarframleiðslu.
Sem betur fer, er megnið af því dæmi í eigu Japana sjálfra, þannig að þeir skulda í reynd sjálfum sér. Sem væntanlega er stór hluti ástæðu þess, að japanska ríkið hefur hingað til komist upp með þetta.
----------------------------
En nú ætlar ný ríkisstjórn Lýðræðislega Demókrataflokksins, að endurtaka "public spending" stefnu þá sem flokkurinn hefur áður beitt, og var beiting flokksins á 10. áratugnum örugglega stór hluti ástæðu þess, að japanska ríkið í dag skuldar svo óskaplega mikið.
Og samtímis, að stunda "seðlaprentun."
Þess vegna set ég þá spurningu fram: Ætlar Japan að fara "verðbólguleið"?
- Fræðilega er unnt, einmitt vegna þess að Japanir sjálfir eiga þessar skuldir, að eyða þeim mikið til upp - - með því að búa til nægilega mikla verðbólgu.
- Samtímis, fræðilega, getur raunlækkun lífskjara stuðlað að endurreisn samkeppnishæfni japansks vinnuafls - - en Japan sjálft hefur seinni ár verið að ganga í gegnum sama ferlið og Bandaríkin sem og Evrópa, að störf hafa verið að flytjast þangað þ.s. laun eru lægri.
----------------------------
Best að gleyma því ekki, að efling hers og flota er sögulega séð, klassískt "spending program."
En þá fá innlendir aðilar meira að gera þegar flr. skip og flr. vígtól eru smíðuð, flr. fá vinnu hjá hernum og flotanum o.s.frv.
Ríkisstjórnin ætlar að gera þetta "einnig."
Niðurstaða
Hin stóra hægri sveifla sem allt í einu hefur átt sér stað í Japan. Getur haft mjög "áhugaverðar" afleiðingar í heimsmálum.
- Japan mun að líkindum hefja formlegt vígbúnaðarkapplaup við Kína, samtímis því að ný hægri sinnuð og samtímis þjóðernissinnuð ríkisstjórn, mun auka hörku í samskipum við Kína, í tengslum við deilumál þjóðanna um landgrunn og landsvæði.
- Svo, ætlar ríkisstjórn Japans að hefja prentunaraðgerð, sem mér virðist augljóst að er beint gegn prentunaraðgerð "US Federal Reserve" sérstaklega, en í síðustu viku var bætt enn í bensíngjöfina hvað það varðar, er Seðlabanki Bandaríkjanna lofaði því að stefna að minnkun atvinnuleysis í 6,5%. Á næsta ári, stefnir því í að evran verði eins og milli steins og sleggju. Ef ECB fer ekki einnig í prentun, mun væntanlega evran hækka gagnvart dollar og jeni, sem stuðla mun enn frekar að verðhjöðnun og samdrætti í S-Evr., jafnframt að enn frekari dýpkun evrukreppunnar.
- Að auki, ætlar ríkisstjórn Japans, að hefja til vegs og virðingar á ný, stórfelld eyðsluprógrömm, til þess að stuðla að "hagvexti." Það þegar skuldir ríkisins í Japan eru ca. 230%. Það verður áhugavert mjög svo að sjá, hvaða afleiðingar það mun hafa, samtímis því að stórfelld prentun mun augljóslega einnig vera í gangi. Ekki má gleyma eflingu hers og flota, sem í eðli sínu virkar efnahagslega sem "public spending program" og mun því bætast ofan á, aukningu framkvæmda á vegum ríkisins í Japan.
Þegar ég segi - áhugaverðar afleiðingar. Vísa ég því, til mögulega býsna fölþættra afleiðinga.
Þetta augljóslega magnar hættu á "gjaldmiðlastríði." Síðan, getur aukin spenna milli Japans og Kína, magnað upp vígbúnaðarkapphlaupið í Asíu í almennum skilningi. Í reynd smám saman, gert Asíu að sambærilegri púðurtunnu og - - Evrópa var vorið 1914.
En þá var Þýskaland vaxandi efnahags- og herveldi. Á endanum, gripu Frakkland og Bretland, einnig til eflingu eigin vígbúnaðar. Til að mæta eigin skynjun á hættuna, af hinu rísandi veldi.
Þarna getur skapast sæmilega öflugt "Déjà vu."
Bendi á eldri umfjöllun um Senkaku deiluna:
Japan og Kína eru að rífast um eyjaklasa, sem er minni að flatarmáli en Heimaey!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.12.2012 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2012 | 00:07
Frakkland í vanda segir Der Spiegel!
Rakst á tvær áhugaverðar umfjallanir í Der Spiegel: French in Denial as Crisis Deepens og Young French Losing Hope as Prospects Fade. Það sem er einna áhugaverðast er sú saga hnignunar sem þar kemur fram:
- "French...industry's share of economic output has declined from 18 percent in 2000 to 12.5 percent today."
- " This puts France in 15th place among the 17 countries in the euro zone, and significantly behind Italy."
- " The country's industrial sector has lost 2 million jobs since the Mitterand era."
- " In 2011, France had a trade deficit of 71.2 billion ($93.1 billion), compared with a surplus of 3.5 billion in 2002."
- " At the same time, the national debt has grown to 90 percent of the gross domestic product."
- ""Whenever a new problem popped up in the last 25 years, our country reacted by increasing spending," says banker Michel Pébereau."
- "Public sector spending now accounts for almost 57 percent of GDP, more than in Sweden or Germany."
- "For every 1,000 residents, there are 90 public servants (compared with only about 50 in Germany)."
- "The public sector employs 22 percent of all workers."
- "Youth unemployment in France has been high for some time, but it has now climbed to 26 percent."
- " there is another disastrous statistic at play. Some 23 percent of the country's 18- to 24-year-olds live in poverty, according to a study by the National Institute for Youth and Community Education (INJEP)."
- "Sociologist Olivier Galland, who headed the study, detects a feeling of bitterness and abandonment among 16- to 25-year-olds. "All of the elements are in place that could trigger yet another explosion," like the one in the late fall of 2005, when there was rioting in the outskirts of major French cities."
Mér finnst þetta áhugaverð samantekt, munum að við erum ekki að tala um Spán sem sannarlega er með enn alvarlegra atvinnuleysi ungra eða rúmlega 50%. Í öðru mikilvægasta hagkerfi evrusvæðis, er þetta alvarlegt ástand. Takið einnig eftir hve margt ungt fólk lifir í fátækt og vonleysi.
En þ.e. ákveðið einkenni S-Evr. hagkerfanna, ákveðin tvískipting vinnumarkaðar.
Sem virðist "útiloka ungt fólk."
Þ.e. skapað hefur verið kerfi þ.s. fólk í fastri vinnu, er með nærri því algert atvinnuöryggi. Nánast ekki unnt að segja því upp.
Meðan, að yngra fólk, á mjög erfitt að komast í slíka stöðu - lendir mikið til í tímabundnum störfum og hluta.
Núna í versnandi árferði, veldur þetta því þ.s. nær ómögulegt er að reka fastlaunafólkið - að aukning atvinnuleysis bitnar mest á yngri aldurshópunum.
Þess vegna, er aukning atvinnuleysis í yngri aldurshópunum svo mikið meiri hlutfallslega í löndum eins og Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Portúgal og Grikklandi.
----------------------
Þessi kynslóðaskipting atvinnumissis, hlýtur að vera samfélagsvandi - en þ.e. verið að fórna framtíð landanna.
Unga fólkið að auki sé síður bundið við landið, þ.e. síður búið að gifta sig, eignast börn - getur auðveldar flutt annað.
Ofan í þetta bætist, að skv. tölum undanfarinna mánaða - - er franska einkahagkerfið í hröðum samdrætti, sbr: MARKIT PRESS RELEASES
Sjá tölur MARKIT fyrir evrusvæði, frá nóvember: Pöntunarstjóravísitala Markit.Nations ranked by all-sector output growth (Nov.) - Sameinuð pöntunarstjóravísitala iðnframleiðslu og þjónustugreina eftir löndum:
- Ireland 55.3 2-month low
- Germany 49.2 2-month high
- Italy 44.4 3-month low
- France 44.3 3-month high
- Spain 43.4 3-month high
Tölur innan við 50 eru samdráttur en yfir 50 aukning; takið eftir því að varðandi einkahagkerfið í Frakklandi, að þar er að mælast mjög svipaður samdráttur pantana og í Ítalíu og Spáni.
Samdráttur pantana, þíðir minnkun síðan umsvifa í náinni framtíð.
Minnkun umsvifa einkahagkerfisins er að sjálfsögðu, uppskrift að efnahagsvandræðum.
Til sbr. nýjar bráðabyrgðatölur MARKIT fyrir Frakkland, desember:
- France Composite Output Index(1) climbs to 45.0 (44.3 in November), 4-month high
- France Services Activity Index(2) rises to 46.0 (45.8 in November), 4-month high
- France Manufacturing PMI(3) records 44.6 (44.5 in November), 4-month high
- France Manufacturing Output Index(4) rises to 42.9 (40.9 in November), 4-month high
Skv. nýjustu tölum frá desember, sem ekki eru enn lokatölur, þá virðist samdráttur pantana minnka aðeins milli mánaða, en takið eftir að sá samdráttur pantana er ofan á áður fram kominn samdrátt.
Takið eftir síðasta liðnum, sem er mæling á iðnframleiðslu - þar hefur verið 7,1% samdráttur skv. bráðabirgðatölum desember, miðað við 9,1% samdrátt í nóvember.
Þó samdráttur sé minni í þessum mánuði, myndi ég segja samt - að þarna eru skýr merki um hættulega þróun.
-----------------------
Miðað við þessar tölur, er erfitt að trúa því að heildarhagkerfið sé ekki í samdrætti í Frakklandi síðustu mánuðina.
Sem þíðir að staða þeirrar gríðarlegu uppbyggingar þar ofan á, þ.e. 57% af þjóðarframleiðslu hlutfalls samneyslu; hlýtur einnig að vera ógnað.
Það er erfitt að trúa öðru en að tiltrú markaðarins á Frakklandi, hljóti að vera afskaplega brothætt - í ástandi sem þessu.
En aukinn samdráttur hlýtur að þíða aukinn halla, og enn hraðari skuldasöfnun - - ekki síst, enn meira atvinnuleysi.
Og miðað við misskiptinguna á vinnumarkaði, að atvinnuleysi ungra mun aukast enn hraðar - alveg eins og á Spáni eða Ítalíu.
Alvarleg staða Frakklands er ekki síður hættuleg evrunni en staða Ítalíu, eða Spánar.
Niðurstaða
Frakkland bersýnilega verður að fara að taka á sínum málum. En þessi stöðuga hnignun atvinnulífsins bersýnilega ógnar þeirri miklu yfirbyggingu þjónustukerfis við almenning, sem þar er til staðar.
Ef sú hraða hnignun atvinnulífsins innan Frakklands verður ekki stöðvuð fljótlega, hlýtur það fljótlega að framkalla "loss of confidence" atburð markaðarins gagnvart Frakklandi, jafnvel þegar á nk. ári.
En að mörgu leiti lýtur Frakkland enn verr út en Ítalía, ótrúlegt en satt. Þó að á sama tíma, hafi Frakkland enn eitt og annað - sem geti stuðlað að enduruppbyggingu.
En eins og Ítalía, hefur samkeppnishæfni Frakklands hnignað á seinni árum, og það hefur framkallað þá miklu hnignun atvinnulífsins sem tölurnar að ofan sýna.
Í ljósi hraðrar aukningar þeirra hnignunar síðustu mánuði, er skjótra aðgerða þörf. Annars virðist mér mjög raunverulega geta farið ílla.
Augljóslega er hröð hnignun franska einkahagkerfisins, ógnun við stöðu Frakklands innan evrunnar.
Kv.
15.12.2012 | 00:45
Skv. Financial Times, gríðarlegur uppgangur í orkumálum í Bandaríkjunum!
Smá tilbreyting að tala um Bandaríkin. En skv. frétt FT - US sees $90bn boost from shale gas boom - hefur nýfjárfesting í tengslum við nýtingu á svokölluðu "leirsteins gasi"/"shale gas" numið um 90ma.$ sl. 2 ár. Sem hljómar sem ágætis búbót fyrir hagkerfi, sem að öðru leiti hefur verið í efnahagsvanda.
Þetta er fyrir utan þá nýfjárfestingu sem í gangi er á öðru svæði - sem tengist aukinni olíuvinnslu.
- Spurning: Hvenær þetta "boom" nái því krítíska umfangi, að það fari að lyfta heildarhagkerfinu?
- Eins og margir vita, hvíla mikil þyngsli á bandar. hagkerfinu í formi skulda.
- Þó hefur peningastefna "Federal Reserve" verið miklu mun hagstæðari fyrir skuldara, en peningastefna sú er ríkir á evrusvæði.
- Þó svo að skuldir séu a.m.k. eins miklar víð og dreif um hagkerfið eins og tja á Spáni, þá munar það mikið sennilega um, miklu mun hagstæðara vaxtaumhverfi; að þunginn af skuldunum verður minni.
Skv. fréttinni, er verðlag á gasi það lægsta í 10 ár, þ.e. 3,3$/mBTU(per million British thermal units).
Sbr. að 2008 var gasverð í Bandaríkjunum 13$/mBTU.
Meðan skv. frétt er algengt verðlag í Evrópu og Asíu, í kringum 16$/mBTU.
- Skv. þessu hefur verðlag á gasi í Bandaríkjunum lækkað um tæp 75%. Ekkert smáræði það.
- Miðað við erlenda gasverðið, er það þá nærri því 80% lægra.
- Það má einnig segja, að 2008 hafi gasverð verið nærri 4 falt hærra en í dag.
- Eða að í Evrópu eða Asíu, sé það nærri 5 falt hærra en í dag innan Bandaríkjanna.
Það hefur með öðrum orðum átt sér stað "verðhrun" á orku innan Bandaríkjanna, á sama tíma og orkuverð, fer hækkandi í Asíu sem og í Evrópu.
Þetta að sjálfsögðu, mun skapa Bandaríkjunum mikið samkeppnisforskot, í tilteknum geirum.
Þegar gætir þess, að fyrirtæki með starfsemi í Evrópu, á sviðum þ.s. orkuverð er mikilvægur kostnaðarþáttur, séu farin að fjárfesta í nýjum verksmiðjum innan Bandaríkjanna.
Þetta skapar Bandaríkjunum ekki síður "bætta" samkeppnisaðstöðu miðað við Asíu, en orka er ekki ódýr í Kína.
Í dag og a.m.k. næstu 20-30 ár, ef ekki lengur, er útlit fyrir að orka verði mun ódýrari fyrir bandar. framleiðendur, en kínverska.
Því geta kínv. framleiðendur einungis mætt með "lágum" launum - meðan að kostnaðarhagræðið fyrir framleiðendur innan Bandaríkjanna, þíðir að þeir geta "sjálfbært" staðið undir hærri launum en ella.
Þess vegna, má vera að á næstu árum, muni snúa við þróun sl. 20 ára innan Bandaríkjanna; að laun verkamanna og millistéttar, standi í stað eða jafnvel lækki.
-----------------------------
Ryðbeltið í Bandaríkjunum getur gengið í endurnýjun lífdaga.
Jafnvel Detroit, borg sem hefur hnignað svo svakalega, að heilu borgarhlutarnir (districts) hafa lagst í auðn, verið skrúfað fyrir þjónustu - síðustu íbúar jafnvel neyddir til að flytja.
Viðsnúningur í framleiðslu hagkerfinu, getur þítt einnig viðsnúning um viðskiptajöfnuð Bandaríkjanna, þannig að aftur eins og var á áratugum áður, séu bandarískar framleiðsluvörur áberandi á alþjóðamörkuðum.
En á seinni árum hafa asísk merki verið miklu mun meir áberandi.
Skv. frétt FT: hefur iðnframleiðsla í Bandaríkjunum síðan 2010 aukist um 12%, meðan að í Kína hafi iðnframleiðsla í reynd fallið um 2%, og í Japan um 6%. Innan Evrópu, sé það einna helst þýska hagkerfið sem stendur í Bandaríkjunum, með aukningu iðnframleiðslu um 11% yfir sama tímabil. En þýskir framleiðendur hafa nýverið varað eigin stjórnvöld við versnandi samkeppnisskilyrðum, að ekki sé að vænta að slík aukning haldi áfram á þeim dampi.
- Því miður fyrir Evrópu, þá er stefnumörkun þannig - að frekar er líklegt að verðlag á orku haldi áfram að hækka.
- Sem þíðir væntanlega, að enn heldur störfum áfram að fækka - mögulegur hagvöxtur að minnka af þess völdum einnig ofan á þann vanda sem neikvæðri fólksfjölgunarþróun fylgir.
- Til samans, þíðir það þá einnig, að minnkandi möguleika Evrópu til að ráða fram úr þeirri skuldakreppu sem hún er stödd í.
Á einhverjum tímapunkti hlýtur kreppan að verða það erfið, að erfiðleikarnir knýja fram stefnubreytingu, þannig að Evrópa einnig eins og Bandaríkin, fari að vinna í því - - að skapa störf.
Niðurstaða
Orku-"boomið" í Bandaríkjunum virðist raunverulega vera ein af þessum mikilvægu breytingum, sem stöku sinnum verða í heiminum. Eins og ég hef áður sagt. Að miðað við þessar horfur, þá reikna ég með því að "boomið" fari að lyfta heildarhagkerfinu í Bandaríkjunum, innan núverandi kjörtímabils Obama. Þannig að þegar kemur að þeim tíma að næst á að kjósa forseta. Verði komin myndarlegur hagvöxtur að líkindum -- þannig að næsti frambjóðandi Demókrata verði líklega fyrir bragðið sigurstranglegur. Demókratar græði á því að vera við stjórnvölinn, þegar uppgangurinn hefst.
---------------------------
Ítreka þ.s. ég hef sagt, að þetta líklega þíðir að dollarinn - er ekki á útleið.
Að hnignun Bandaríska hagkerfisins, tekur enda - viðsnúningur þeirrar þróunar, tryggi áframhaldandi öfluga stöðu Bandaríkjanna, sem mesta herveldis heims a.m.k. nk. 50 ár eða svo.
Bandaríkin séu áfram, kjarnaríki hins vestræna heim, þungamiðja vestursins.
Með auknum hagvexti, þá jafnharðan muni skuldavandræðin smám saman líða hjá.
*Meðan að Evrópa virðist mér, vera stödd í langvarandi vanda af því tagi.
Með bættum efnahag, verður auðvitað - hagstætt aftur að selja til Bandaríkjanna, og þá minnkar mikilvægi Evrópumarkaðar á ný.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 406
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 377
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar