21.2.2014 | 23:31
Það má kenna ESB að einhverjum hluta um vandræðin í Úkraínu
Ummæli hæstvirts utanríkisráðherra hafa farið fyrir brjóstið á mörgum, ég sjálfur er ekki með beina tilvitnun í þau ummæli. Málið er að ég vil meina að "ESB" hafi vakið með úkraínsku þjóðinni "tálvonir" þ.e. vonir sem enginn raunhæfur grundvöllur hafi nokkru sinni verið fyrir að unnt væri að uppfylla.
- Það hafi verið gersamlega óábyrgt - að vekja slíkar vonir - þegar ljóst átti að vera fyrirfram, að ESB væri ekki fært um að uppfylla þær!
Fólk þarf einnig að átta sig á því að Úkraínu-málið hefur stórpólitíska vídd, út frá skilningi samkeppni stórvelda um völd og áhrif í heiminum, en þ.e. ekki of gróft að segja - að án Úkraínu sé Rússland ekki "heimsveldi" en með Úkraínu, geti Rússland verið það.
Fyrri umfjallanir:
Líst afskaplega illa á hvað er að gerast í Úkraínu
Bandaríkin og ESB ætla að bjóða Úkraínu "aðstoðarprógramm"
Lesið þennan mjög svo áhugaverða pistil frá Der Spiegel:
The Global Implications of the Ukraine Conflict
Og aftur kortið góða sem sýnir ákaflega vel hvað ég á við!
Úkraína virkar enn að stórum dráttum, eins og landið sé enn fylki í Rússlandi!
Eftir að hafa verið 300 ár hérað í Rússlandi, 73 ár hérað í Sovétríkjunum. Þá er ástandið enn það, að iðnaður Úkraínu sem einna helst er staðsettur í rússn. mælandi A-hlutanum framleiðir varning fyrir Rússlandsmarkað. Og landbúnaður en megnið af Úkraínu mælandi hlutanum er eitt risastórt landbúnaðarsvæði, framleiðir enn að mestu leiti matvæli fyrir Rússl.markað.
Á móti kaupir Úkraína inn orku frá Rússlandi, þ.e. olía og gas.
--------------------------------
Menn hafa gjarnan fyllst mikilli vandlætingu út í það, að Yanukovych forseti skuli hafa hætt við að skrifa undir að mörgu leiti sambærilegan samning við ESB og þann sem Ísland hefur í dag - - þegar Pútín hótaði í reynd að gera Úkraínu gjaldþrota.
- En vegna þess hve Úkraína er svakalega háð Rússlandi - - á Pútín nánast allskostar við Úkraínu.
- Þ.s. viðskiptin við Rússland halda landinu á floti - - var augljóslega mjög mikil ógn fyrir Úkraínu, af aðgerðum Pútíns sbr. "tollur á úkraínskar vörur" og á sama tíma "hækkaði hann gasverð."
- Muna - - Úkraína er þegar "nærri því gjaldþrota."
Ég held að Yanukovych hafi augljóslega ekki átt annan kost í stöðunni er Pútín setti landið í skrúfstykki - - en að hætta við samninginn við ESB.
Ég held það sé gersamlega augljóst að þ.e. engin leið að landa viðskiptamálinu milli Úkraínu og ESB, nema með þeim hætti að Pútín geti sætt sig við.
Vegna þess, að það sé gersamlega bersýnilegt, að ESB sé alls ekki í "raunhæfri" aðstöðu til að, halda nærri "gjaldþrota" Úkraínu á floti!
En nærri gjaldþrota landið mundi ekki geta bersýnilega, borgað neina vexti - svo það mundi ekki geta verið lán, yrði að vera "gjaf-fé." Höfum einnig í huga, að reiður Pútín væri líklega að sökkva úkraínska hagkerfinu niður í ystu myrkur.
--------------------------------
Þ.s. Pútín ætlaði að gera við Úkraínu, var að þröngva landinu inn í "tollabandalag" við Rússland, sem Pútín hefur verið að gera tilraun til að búa til - utan um a.m.k. einhvern hluta fyrrum "sovétlýðvelda" sem síðar meir hafa orðið að sjálfstæðum ríkjum.
Það er vægast sagt ekki sérlega kræsilegur kostur fyrir Úkraínubúa, þ.s. það líklega mundi töluvert loka landinu frá "hugsanlegum" viðskiptum út fyrir.
- Á hinn bóginn, þessi meinta "glæsta" ESB framtíð - er ekki raunverulega fyrir hendi sem valkostur.
- Ég sé enga skynsemi af hálfu ESB, að ætla enn - að halda þeim viðskiptasamningi á lofti.
- Ef málið er hugsað út frá hagsmunum íbúa Úkraínu, þá verður landið mjög augljóslega að halda "núverandi" viðskiptum við Rússland.
- Enda er ekkert annað sem getur snögglega komið í þeirra stað, þ.s. eftir allt saman er framleiðsla Úkraínu mjög líklega ekki skv. V-evr. stöðlum, mjög dýrt væri að lagfæra það ástand auk þess að kynna þær vörur fyrir V-evr. markaði, mundi kosta ógrynni fjármagns. Og Úkraína er nokkurn veginn alfarið "krunk" á fé. Ekki síst að slík umskipti geta ekki gengið fyrir sig snögglega.
- Úkraína í raun og veru, hafi ekki þ.s. valkost. Að sniðganga Rússland.
Niðurstaða
Ég fagna samt sem áður þeirri sátt er virðist hafa náðst í Kíev. Þ.e. nýjar þingkosningar fljótlega, breytingar á stjórnarskrá er auki völd þings og ríkisstj. á kostnað valda forsetaembættis, og það að nýjar forsetakosningar fari fram í desember.
Yanukovych er samt ekki sá vondi maður í þessu, sem flestir "vestrænir" fjölmiðlar hafa verið að segja hann vera. Það er eins og að nær alla fjölmiðlamenn - skorti grunn hagfræði skilning. Ekki bara á Íslandi. En þ.e. eiginlega "bara" Der Spiegel sem hefur verið með vitrænar umfjallanir.
Íbúar Úkraínu þurfa síðan að átta sig á því, að þessi "glæsta" ESB framtíð var alltaf og getur ekki verið annað en "tálsýn."
Pútín hefur of mörg spil á hendi gagnvart landinu. Hvorki Evrópa né Bandaríkin, séu tilbúin að afhenda alla þá fjármuni sem mundi þurfa til - ef landið ætti að geta tekist að taka aðra stefnu, en þá sem Pútín getur sætt sig við.
Málið er kannski það - Yanukovych skildi hvað málið gekk út á. Meðan að vestrænir fjölmiðlar flestir, virðast ekki hafa skilið neitt.
--------------------------
Ef ESB virkilega vill gera viðskiptasamning við Úkraínu, er sá aðili sem ESB þarf að semja við - Pútín.
Þetta sé veruleiki stöðu Úkraínu. Hann er beiskur. Ég mundi ekki óska nokkurri þjóð, að vera svo gersamlega háð vilja þess manns. En á sama tíma, sé ég ekki undankomu frá þeim veruleika fyrir landið. Nema að ESB sé raunverulega að hugsa fyrst og fremst um úkraínsku þjóðina, þá getur ESB sýnt það í verki, með því að "bjóða Pútín" einhverjar bitastæðar gulrætur á móti svo hann sé til í að "heimila" Úkraínu að gera viðskiptasamning við ESB, sem væri e-h nærri því sem til stóð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2014 | 00:05
Líst afskaplega illa á hvað er að gerast í Úkraínu
Yfir 70 manns látnir eftir skotbardaga milli sveita Innanríkisráðuneytis Úkraínu, öryggislögreglu - og mótmælenda. Það áhugaverða við þetta skv. fréttum er, að svo virðist að mótmælendur hafi haft betur í þeim átökum. Atlagan að vígum þeirra á svokölluðu "Frelsistorgi" hafi verið hrundið.
Sem bendir til þess að a.m.k. hluti mótmælenda sé vopnaður. En skv. fréttum voru sveitir Innanríkisráðuneytis vopnaðar "hríðskotabyssum." En ég man eftir úr frétt í Der Spiegel fyrir nokkru, að innan um eru gamlir hermenn með bardagareynslu frá dögum Sovétríkjanna í Afganistan.
Það kannski skýri af hverju mótmælendum hefur tekist að verjast atlögum öryggissveita stjórnvalda, að vígin séu byggð upp skv. ráðgjöf frá einstaklingum með reynslu hafa af raunverulegu stríði.
Dozens Dead in Ukraine as Fresh Violence Flares in Kiev
EU seeks peace as Ukraine death toll hits 75
Fears grow that Ukraines military could be called into the fray
Ukraine urged to pull back from brink
Kiev truce ends in violence and gunfire
Bendi einnig á eigin umfjöllun: Bandaríkin og ESB ætla að bjóða Úkraínu "aðstoðarprógramm"
Úkraína má ekki verða Sýrland Evrópu
Sýrland sýnir okkur hvað getur gerst, ef stjv. beita of mikilli hörku gegn mótmælum. En fyrstu mánuðina sem átök þar stóðu yfir, var þetta ekki stríð - heldur í formi mjög fjölmennra götumótmæla. En sýrlenska öryggislögreglan og síðan herinn. Beitti alltaf mjög miklu ofbeldi gegn mótmælendum.
Stað þess að mótmælendur gæfust upp, mættu uppreisnarmenn hörku stjórnvalda - með því að vopnast sjálfir. Og hefja vopnaða uppreisn.
Síðan hefur þar staðið stríð - og inn í það hafa síðan blandað sér margvísleg öfgaöfl frá löndunum í kring. Svo komið að ein áhrifamesta fylkingin er skipuð að miklu leiti erlendum bardagamönnum, með sínar eigin hugmyndir - sem hafa ekkert að gera með stefnu hinna upphaflegu mótmæla.
- Allan tímann hafa átökin í Sýrlandi markast af því - - að utanafkomandi öfl hafa blandað sér í mál.
- Því miður - virðist mér Úkraínumálið hafa það sameiginlegt, að það eru utanaðkomandi öfl, sem eru að styðja - - sinn hvorn aðilann.
Áhugavert að í báðum tilvikum - - er það Rússland sem styður stjórnvöld.
Og vesturveldi sem "styðja uppreisn" gegn þeim stjv. - sem Rússland styður.
Það sem ég óttast er að hvorki Rússland né Vesturveldi, séu að hugsa um hagsmuni íbúa Úkraínu
Heldur sé þetta liður í átökum við Rússland um "yfirráðasvæði."
Munum einnig að klofningur Úkraínu frá Rússlandi, veikti Rússland.
Án Úkraínu er Rússland umtalsvert veikara ríki - það að toga Úkraínu lengra í "vestur" hefur því bersýnilega "strategíska" vídd - - eða Pútín algerlega örugglega sér það þannig.
- Og þ.e. ekki endilega augljóst að það sé rangt skilið af honum, að slíkar pælingar liggi að baki stuðningi Vesturvelda við mótmælendur í Kíev.
Íhugum einnig þá staðreynd að Úkraína var hluti af Sovétríkjunum þar til að þau hættu að vera til 1991, og þar á undan hafði Úkraína tilheyrt Rússlandi í e-h í kringum 300 ár.
Og það, að á Sovét-tímanum var Úkraína liður í þéttu neti framleiðslu, þ.s. mikilvægri framleiðslu var komið fyrir hér og þar um Sovétríkin, en allt "netið" virkaði sem eitt hagkerfi. Það þíddi að innan Úkraínu voru við hrun Sovétríkjanna, framleiddir fjölmargir þættir. Sem t.d. rússn. herinn gat ekki verið án, og að sjálfsögðu margvíslegar neysluvörur fyrir Rússland.
En Úkraína var helsta matarforðabúr Sovétríkjanna og þar á undan Rússlands, með sjálfstæði er Úkraína líklega "stærsti matvælaframleiðandi Evr." og líklega megnið af því fer á Rússl.markað. Þar fyrir utan er þarna enn umtalsverður þunga-iðnaður af dæmigerðu tagi þ.e. stál-, ál og efnaverksmiðjur. Frá Sovéttímanum. Þó einnig eitthvað af hátækni-iðnaði t.d. skilst mér að Antonov flugvélaverksmiðjurnar séu enn að framleiða flugvélar fyrir "Rússlandsmarkað" og fyrir rússn. herinn.
Í staðinn hefur Úkraína keypt ekki síst - orku. Þ.e. gas og eldsneyti.
- Það augljósa ætti að blasa við - - að Úkraína getur ekki kúplað frá Rússlandsmarkaði.
- Úkraína er örugglega verulega meir tengd inn í hagkerfi Rússl. í dag, en Finnland var við hagkerfi Sovétríkjanna við hrun þeirra 1991.
- Að auki, er Úkraína "fjárhagslega séð" nærri því gjaldþrota.
- Þ.e. alveg öruggt að einhvers konar vinslit við Rússland, gætu jafngilt - - mjög djúpstæðu efnahagshruni í Úkraínu.
- Og auðvitað - öruggu þjóðargjaldþroti.
- Hið minnsta kosti - ekki á skömmum tíma.
- Viðskipti við V-Evrópu séu frekar - - langtímaverkefni.
- Enda tekur tíma að læra að framleiða og selja varning á V-evr. markað, þ.s. kröfur eru líklega töluvert aðrar.
- Ég tel of einfalt að - - setja alla sökina á Pútín.
- Það sé í gangi, varasamt reipitog milli Vesturvelda og Rússland, sem snúist um hagsmuni þeirra aðila - - sennilega ekki nema í mjög grunnum skilningi hagsmuni íbúa landsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er dálítið forvitnilegt að skoða tölur sem þar koma fram í íslensku samhengi. Skv. Seðlabanka kostar "USD" 113,1kr. Og skv. textanum eru lágmarkslaun í bandar. 7,25$ á tímann sem gera þá 820kr. Sem gerir þá 32.799kr. á viku. Eða 7.380kr. á dag ef unnar eru 8kl.st., og 184.500kr. ef vinnudagar eru 25 ca. í mánuði.
Ef eins og þeir styðja, launin eru hækkuð í 9$ eða 1.018kr. Þá verður 40kr.st. vinnuvikan 40.716kr. Átta kl.st. vinnudagurinn að 8.144kr. Og 25 vinnudaga mánuður að 203.600kr.
Það væri ekki fjarri lagi miðað við lágmarkslaun á Íslandi sbr.: Lágmarkslaun hafa rúmlega tvöfaldast
Sjá einnig frétt FT: Higher pay for Americas poor
- Þetta þarf ekki endilega að vera "bad for business."
En ríkisstjórnin mundi geta "tæknilega" komið á móts við fyrirtæki, með því að lækka tekjuskatt fyrirtækja á sama tíma. En sá er í reynd hærri í Bandar. en t.d. í Svíþjóð.
Meðan að risafyrirtækin hafa flest "skattaundanþágur" sem þingið hefur búið til - klæðskerasniðið fyrir þau gjarnan af þingmönnum á launaskrá hjá þeim. Þannig að skattakerfið, bitnar einna helst á smærri fyrirtækjum og miðlungs. Þ.s. nýmyndun starfa gerist einna helst.
Ef dregið er úr undanþágum risafyrirtækja - gæti heildarbreytingin aukið verulega hagvöxt í Bandar.
Höfum einnig í huga, að aukning neyslu í bandar. samhengi - er ekki endilega "slæmur hagvöxtur" eins og gjarnan vill verða hérlendis, þ.s. verulegt hlutfall neysluvarnings er innlend framleiðsla í Bandar.
- Heildaraukning hagvaxtar gæti orðið umtalsverð, ásamt fjölgun starfa.
En ég á reyndar erfitt með að sjá "Capitol Hill" taka þetta skynsama nálgun.
Niðurstaða
Ef rétt er að málum staðið, gæti hækkun lágmarkslauna verið skynsöm stefna í Bandar. En best væri að nálgast málið í samhengi við víðtæka stefnumörkun með það sem markmið, að efla þrótt hagkerfisins og efla hagvöxt. Fækkun vinnandi fátækra fyrir utan það, er jákvætt félagslegt markmið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2014 | 23:48
Engir hveitibrauðsdagar hjá nýjum forsætisráðherra Ítalíu!
Það hefur verið í gangi sterkur orðrómur þess efnis að Matteo Renzi hafi áhuga á að auka a.m.k. tímabundið ríkishalla Ítalíu - upp fyrir 3%. Letta sem var sparkað rétt fyrir sl. helgi, hafði nýverið tekist að uppfylla "gullnu" regluna um 3% halla.
Það í raun og veru þíðir að ítalska ríkið er rekið með nokkuð duglegum afgangi, áður en tekið er tillit til kostnaðar af skuldum, þ.s. skuldirnar eru í dag ca. 133%.
Skv. núverandi reglum ESB, ber Renzi að herða frekar aðhaldsaðgerðir nema að hann geti sýnt fram á aðra leið til þess að lækka skuldir, t.d. sölu ríkiseigna.
- Vandinn auðvitað er að hið stífa aðhald gefur ríkinu ákaflega lítið svigrúm, ef það vill beita sér með einhverjum hætti.
- En ég get alveg t.d. ímyndað mér, að ítalska ríkið gæti selt eignir til að minnka skuldir, en samtímis aukið á "atvinnuskapandi" fjárfestingar af sinni hálfu.
Hið minnsta hefur Renzi talað með þeim hætti bersýnilega í fortíðinni, að hann muni tala fyrir rétti Ítalíu.
------------------------------------
Skv. frétt FT í gær: Matteo Renzi sets out plans for first 100 days
- Hann ætlar að tryggja að stjórnarskrárbreytingu sem mun ef gengur fram breyta ítölskum stjórnmálum líklega í 2-ja flokka kerfi.
- Hann ætlar að gera breytingar á löggjöf um vinnumarkað á Ítalíu, þegar í mars.
- Hann ætlar að gera e-h óskilgreint í vanda atvinnulausra ungra Ítala.
- Og hann ætlar að auka hagvöxt - ekki endilega á fyrstu 100 dögunum, en í tíð sinni sem forsætisráðherra. Minnka atvinnuleysi að sjálfsögðu.
- Hann verður örugglega einnig knúinn annaðhvort til þess, að selja ríkiseignir - sem einnig verður örugglega óvinsælt, eða til frekari útgjaldaniðurskurðar.
- Það gæti því orðið forvitnilegt að fylgjast með stjórnun Renzi á Ítalíu.
17.2.2014 | 23:27
Bretar varaðir við því að brotthvarf úr ESB geti skaðað fjármálastarfsemi í Bretlandi
Þetta er haft eftir aðstoðar forseta Framkvæmdastjórnar ESB Viviane Reading. Hún er harður sambandssinni þ.e. vill að ESB þróist í Bandaríki Evrópu er gæti útleggst "USE." Það er sjálfsagt ekki undarlegt að einlægum sambandssinna, gremjist það að eitt ríkið sé hugsanlega að yfirgefa ESB á næstu árum. Sjálfsagt er gremjan 2-föld a.m.k. af völdum þess að þar er um að ræða hennar upphaflega heimaland.
EU exit will block UK bank trade, top Brussels official says
"The City would most definitely lose its unhindered access to the single market in the case of an exit. Because EU member states would obvioudly have no interest in supporting what would then be an offshore financial centre competing with theor own financial firms." - "If the UL were to leave the EU, it would no longer be able to influence EU regulation." - "It would have to live with the rules decided on by the EU countries - and these countries, some of them with little or no financial services industry of their own, have very little incentive to take the City's needs into account."
Að sjálfsögðu er það rétt að ef Bretland yfirgefur ESB, sem að sjálfsögðu er óvissu háð - þá munu áhrif Breta á ákvarðanir aðildarríkja um lög og reglur, minnka mjög mikið.
Það þíðir að sjálfsögðu, að Bretland getur líklega ekki hindrað lagasetningu sem væri gegn hagsmunum Bretlands.
En þ.e. samt sem áður fleira sem vert er að muna:
- Bretland er meðlimur í Heimsviðskiptastofnuninni eða "WTO." Það eru flest meðlimaríki ESB að auki.
- Það þíðir að frelsi ESB til lagasetningar er þar með - takmarkað. Ég á við, að ESB má ekki búa til "nýjar viðskiptahindranir" sem draga úr aðgengi meðlimalanda Heimsviðskiptastofnunarinnar að markaði ESB, þar á meðal á sviði fjármálaviðskipta.
- Heimsviðskiptastofnunin hefur sinn eigin dómstól. Það mundi líta illa út ef ESB fer að brjóta alþjóðaviðskiptareglur.
Það þíðir ekki að algerlega sé útilokað fyrir ESB að breyta reglum með einhverjum hætti, sem "Citi of London" hefur hingað til ekki viljað.
En það þíðir, að svigrúm ESB til þess að takmarka aðgang 3-landa að sínum markaði, er takmarkað.
- Því má ekki heldur gleyma að ESB er þessa dagana að semja við Bandaríkin um fríverslun. Það kannski liti ekki sérstaklega vel út - ef Evrópa fer að beita Bretland einhvers konar viðskipta gerræði, á sama tíma og Evrópa vill auka á viðskiptafrelsi við Bandaríkin.
- En það þarf að muna að Bandaríkjaþing þarf á endanum að staðfesta slíkan samning, Bretland á marga vini innan Bandaríkjanna, eftir þau fjölda skipta sem Bretland hefur staðið við hliðina á Bandaríkjunum í fjölda tilvika bæði í Kaldastríðinu og eftir það.
- Ég held að fáir ímyndi sér annað en það, að Bretar fái einhverskonar "severance package" þó ef til vill menn í hita leiksins segi eitthvað annað, þannig að viðskiptastaða þeirra gagnvart ESB væri hagstæðari, en t.d. Kína eða Bandaríkjanna, sem eru dæmi um meðlimalönd Heimsviðskiptastofnunarinnar.
- Það þíðir ekki að hún verði ekki að einhverju marki "minna hagstæð." En það á allt eftir að koma í ljós. En meðan Bretar eru enn meðlimir, geta þeir lofað meðlimaríkjum stuðningi sínum við þeirra séráhugamál. Þannig keypt þeirra atkvæði. Svigrúm þeirra til slíkra samninga ætti að vera töluvert, þ.s. Bretland er eitt þeirra ríkja sem mest atkvæðavægi hefur.
- Svo auðvitað er atriði sem ESB ætti að íhuga, en þegar stofnað var til Evrópusambandsins 1994, Evrópubandalagið og Kola-og-Stálsambandið sameinað í eitt samband formlega. Þá var sett inn regla í hinn nýja sáttmála - - sem heimilaði aðildarríkjum að hætta sem meðlimir.
- Áður hafði slík regla ekki formlega verið fyrir hendi. Spurning er þá hvort þetta er "dauður bókstafur" eða hvort innan ESB sé sýnd full virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti aðildarríkja.
Það má skilja að einlægir aðildarsinnar verði pyrraðir. En slíkar hótanir um "refsiaðgerðir" síðar meir gagnvart því landi sem hugsanlega fer, eftir að það hefur farið. Eru ekki beint í anda þeirrar lýðræðisástar og virðingar fyrir sjálfsákvörðunrrétti landa, sem menn tala gjarnan um á góðviðrisdögum að séu mikilvægar stoðir í samstarfi ríkja um hið svokallaða Evrópusamband.
Það er mjög eðlilegt að lönd sem vilja - geti gengið inn í sambandið gerst meðlimir.
En það þíðir eiginlega að alveg jafnt sjálfsagt á að vera fyrir lönd að fara, ef þau síðar meir komast að þeirri niðurstöðu, að áframhaldandi vera í sambandinu sé ekki lengur þ.s. þjónar þeirra hagsmunum.
Ef menn eru eins einlægir í virðingu sinni fyrir lýðræði og sjálfforræði þjóða og menn segjast gjarnan vera á góðviðrisdögum, ættu þeir alls ekki að fyllast pyrringi út af því ef þjóð síðar meir segir bless.
- Það er reyndar mikilvægt atriði sem vert er að íhuga, að ef brotthvarf Bretlands sannar það að klásúlan sem heimilar brotthvarf landa sé virk, þá getur það frekar en hitt - - leitt til þess að sannfæra flr. lönd sem í dag eru ekki meðlimir, að ganga inn.
- Því þá ætti ESB að hafa sannað, að ráðandi öflum innan sambandsins er fullkomin alvara þegar þau segjast bera virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða og lýðræði.
- Þvert á móti að sýna veikleika, mundi það sýna styrkleika hugstjónanna um ESB, að lofa Bretlandi að fara samtímis því að vel væri farið með Bretland, þ.e. engar smásálarlegar refsiaðgerðir.
- Sem þíðir á móti, að það bæri vott um veikleika, ef menn telja það mikla ógn við sambandið að eitt landið fer, og ef það síðan fer að þá skuli allt gert til að skemma fyrir að því landi geti vegnað vel fyrir utan. Það mundi sanna þá gagnrýni sem sambandið er farið að fá, að það sé ólýðræðislegt, þar sé farið að gæta gerræðis, stórvelda hugsunar.
Ég held að skynsemi sé að lofa Bretlandi að fara, ef það fara vill, síðan að gera við það sæmilega góðan viðskiptasamning. Þannig að Bretland haldi áfram að vera öflugt viðskiptaland aðildarríkja sambandsins.
Niðurstaða
Það hafa kannski ekki margir velt því upp. En á vissan hátt væri það prófraun fyrir ESB ef Bretland ákveður að yfirgefa sambandið. Ákveðin kaldhæðni þó að Bretland í dag er sjálft ef til vill að ganga í gegnum slíka prófraun. Það getur verið hollt fyrir Bretland að muna eftir því, að meðferð þess á Skotlandi getur hugsanlega haft eitthvað að segja með það, hvernig tekið verður á Bretlandi sjálfu síðar meir, ef það ákveður að yfirgefa ESB.
En mig grunar að ef Bretland bregst mjög harkalega við, gæti verið erfiðar fyrir Bretland sjálft, að mótmæla hugsanlegu gerræði frá Brussel. Samúðin með Bretum gæti reynst minni, en ef þeir á undan sýndu gott fordæmi gagnvart Skotum, að slíta sambandinu við þá í góðu ef það reynist vera vilji Skota að slíta því sambandi.
Þannig að Bretland þarf kannski sjálft að setja gott fordæmi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.2.2014 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2014 | 22:15
Meðlimum að EES gæti fjölgað um einn
Ég á við að Skotland gæti orðið óvæntur meðlimur að EES svæðinu. Ef það fer þannig að meirihluti Skota kýs aðskilnað frá Bretlandi. Barroso var í viðtali á BBC á sunnudag, þar var haft eftir honum - "It would be extremely difficult to get approval of all the other states to have a new member coming from one member state," - "We have seen that Spain has been opposing even the recognition of Kosovo, fr instance," - "It's to some extend a similar case because it's a new country and so I believe it's gping to be extremely difficult, if not impossible." - - Þ.s. Forseti Framkvæmdastjórnar ESB virtist vera að segja, að hann telji fullvíst að Bretland muni hafna Skotlandi sem nýju aðildarríki.
EU Commission president says Scotland membership not automatic
Þetta er dálítil eldsprengja!
Barroso virðist vera að segja að hann telji líklegt að einstök aðildarríki muni beita því neitunarvaldi sem aðildarríki hafa gagnvart nýrri meðlimaþjóð. En tæknilega er unnt að hafna nýju ríki á 3-stigum. Þ.e. þegar ákvörðun er tekin hvort á að ræða við viðkomandi ríki. Síðan innan viðræðuferlis gæti meðlimaríki hindrað að einstakir kaflar væri kláraðir með því að neita að sætta sig við niðurstöðu. Og að lokum í þriðja lagi geta meðlimaríki lagatæknilega séð hafnað aðildarsamningi.
Þetta er sannarlega innan lagalegs réttar aðildarríkja, að hafna aðildarríki. Fullbúnum aðildarsamningi hefur aldrei verið hafnað - - en þ.e. t.d. fordæmi um það að viðræður dragist á langinn vegna andstöðu einstakra aðildarríkja fyrir tilstuðlan deilna einstakra aðildarríkja við það tiltekna ríki er óskar aðildar.
Það mundi skapa áhugaverða stöðu - - ef Bretar hindra aðild Skotlands.
- Þ.s. þó má lesa úr þeim ummælum, er að það sé alveg öruggt að Skotland a.m.k. verði ekki sjálfkrafa að meðlimaríki, við aðskilnað frá Bretlandi. Þó svo að Skotland í dag sé hluti af ríki sem í dag sé ESB meðlimur.
- Skotland muni þurfa að óska aðildar klúbbnum. Það getur verið að samningar geti gengið hratt fyrir sig, fyir utan "undanþágur" sem Bretland hafði samið um, sbr. að þurfa ekki að taka upp evru og gerast meðlimir að Schengen. Sem líklega mundi þíða landamæravörslu á landamærum við Bretland þ.s. Bretland er ekki Schengen meðlimur. Skotland gæti viljað "frestandi" aðlögun í tengslum við það að taka upp slíka landamæravörslu. Það gæti tekið einhvern tíma að ganga frá slíkri áætlun.
- En það væri vel unnt að sjá fyrir sér - Skotland sem sérstakt meðlimaríki að ESB.
Niðurstaða
Það væri óneitanlega mjög sérstakt ef Bretar setja það fordæmi, að aðildarsamningi væri hafnað í fyrsta sinn. Þetta hefur alltaf verið tæknilega mögulegt, hefur skipt máli í aðildarviðræðum - en hingað til hefur samningur ávalt verið samþykktur loks þegar viðræðum er lokið. Því samþykki einstakra atriða í aðildarsamningi, hefur ávalt þítt að samningar hafa náðst um þau atriði við öll löndin. Þannig að almennt talið hefur verið að formleg staðfesting síðar meir væri "formsatriði."
Það er þó einnig mögulegt fyrir Breta að hindra að viðræður séu hafnar þ.e. Skotlandi hafnað sem viðræðuaðila, eða að Bretar hindri að viðræður klárist.
Það virðist þó sennilegt að Skotland gangi inn í EES a.m.k. tímabundið, sem getur verið 2 ár. Kannski lengur, en ég sjálfur stórfellt efa að Bretar mundu skella hurðinni á aðild í andlitið á Skotum. En það mundi skapa mjög kalt ástand í samskiptum grannþjóðanna.
Kv.
16.2.2014 | 01:38
Um algengi lífs í vetrarbrautinni okkar
Ég hef við og við fjallað um málefni tengd geimtækni og geimsins, þó við og við í þessu tilfelli sé meir eins og einu sinni per ár, t.d. sjá: Hinar miklu sandauðnir tunglsins Títan!. Þar benti ég á þá áhugaverðu staðreynd að stærstu sandauðnir sólkerfisins eru á tunglinu Títan sem er á sporbaug um plánetuna Satúrnus. Sá sandur er þó ekki úr steinefnum eins og hér á Jörð. Mjög merkileg veröld Títan.
Hér eru aðrar umfjallanir:
- Magnað sjónarspil í Rússlandi! Loftsteinn springur yfir borg!
- Bandarískt einkaframtak stefnir á mannaðar geimferðir, og byltingu á sviði geimferða á næstu árum, og áratugum
- Ég held að leit "SETI" byggist því á "false premise" og muni sennilega aldrei bera árangur.
- Við erum þannig séð að hlusta á útvarpsbylgjur vegna þess að við getum það.
- Vandamál við rauðar dvergstjörnur sem eru ca. 1/10 af massa sólarinnar, er það að lífhvolf þeirra er það smátt að pláneta þarf að vera á sporbaug það nærri, að hún væri "þyngdarafls læst" til að snúa ætíð sömu hlið að sinni sól - til þess að þar geti yfirborðshiti verið nægur svo að rennandi vatn geti þar verið að finna.
- Þetta hefur leitt til þess að menn hafa talið sennilegt að slík veröld væri óbyggileg. Þ.s. hliðin er snýr að sólinni væri of heit en sú sem snýr frá væri of köld. En nýlegar rannsóknir með aukinni þekkingu á því hvernig lofthjúpur starfar, hefur leitt til þeirrar niðurstöðu að lofthjúpur þarf einungis að vera 1/10 af þéttni lofthjúps Jarðar, til þess að hann geti viðhaldið loftþrýstingi einnig á dökku hliðinni.
- Ef lofthjúpurinn er aðeins þykkari, geti verið til staðar haf sem ekki frýs til botns meira að segja á dökku hliðinni. En líkur séu á því að heitir vatns og loftstraumar frá heitu hliðinni, mundu duga til þess að tryggja að fljótandi vatn væri undir ísnum á dökku hliðinni, og nægur loftþrístingur þar einnig. Þessir loft- og hafstraumar mundu nokkuð dreifa hitanum á milli.
- Slík veröld væri augljóslega mjög sérstök í okkar augum, þ.e. engin breyting á birtuskilyrðum. Engar árstíðir- alltaf dagur og sumar á annarri hliðinni, en alltaf vetur og nótt á hinni.
- Birtan væri rauðleit frá slíkri stjörnu, hún er einnig mun orkuminni en frá gulri sól. E-h á milli 5-10% af birtumagni Sólarinnar. Plöntur gætu samt ljóstilllífað liturinn á blöðum væri líklega "svartur."
- Allar rauðar sólir sem nokkru sinni hafa orðið til, eru enn til staðar. En líftími rauðra sóla er 10 faldur líftími sóla á við okkar. Það hefur t.d. sýnt sig á Jörð að það tók lífið 3,5 milljarð ára að þróa vitsmunaverur.
- Sem þíðir að plánetur á sporbaug um margar þeirra. Geta verið ákaflega mikið eldri en Jörðin.
- Rauðar sólir eru langsamlega algengasti "klassi" sóla líklega 60-70% allra sólstjarna séu rauðir dvergar.
- Ályktunin er því sú að ef þ.e. vitsmunalíf þarna úti, sé langsamlega sennilegast að það sé upprunnið á plánetu á sporbaug um rauða dvergsól.
- Sem dæmi, kemur líf upp á Jörð ca. 3,5 milljarði ára síðan, en fjölfrumungar ca. 700 milljón árum síðan. Það þíðir að einfalt líf hefur verið til staðar 80% af þeim tíma sem líf hefur verið til á Jörðinni.
- Það er mjög merkilegt, en engin leið er að vita hversu líkleg sú þróun er sem leiddi til fjölfrumunga, eða þar á undan til þróunar fruma með kjarna frá einfaldari frumum án kjarna. Slík þróun gæti tekið mjög misjafnlega langan tíma. Þetta getur bent til þess að langsamlega flestar plánetur með líf - - hafi einfalt líf.
- Svo er merkilegt að íhuga allar þær tilviljanir sem einkenna þróun lífsins á Jörðinni. En þ.e. engin leið að vita að t.d. þróun "dinosaurs" hefði leitt til vitsmunalífs. En flest bendir til þess að hending ein hafi leitt til aldauða þeirra. Svo að þeim dýrum var hleypt að, þaðan sem vitsmunalíf spratt upp af fyrir rest.
- Þetta bendir ekki til þess að þróun vitsmunalífs sé líkleg útkoma jafnvel þó það hafi þróast flókið líf og það verið til í mörg hundruð milljón ár. T.d. ganga fyrstu dýrin með innri stoðgrind á land ca. fyrir 400 milljón árum. En mannkyn hefur bara verið til í ca. 160þ.ár.
- Það má nefna að auki það að líkur á tilvist pláneta um sólir aukast með aldri alheimsins. Því að efnin í plánetum sem eru úr grjóti verða til þegar sólir farast eftir að hafa lifað fullan lífaldur, verða síðan að sprengistjörnum - þeyta efnunum út um geim.
- Eftir því sem frá líður fjölgar sprengistjörnum sem hafa gengið yfir. Og magn efna í geimþokum af því tagi sem mynda steinefnaplánetur eykst. Því vex tíðni slíkra pláneta um sólir með aldri alheimsins.
- Það er því afskaplega ólíklegt að 12ma.ára gamlar rauðar sólir hafi plánetur úr grjóti á sporbaug. Sem þíðir ekki samt sem áður, að 6-8ma.ára gamlar plánetur séu ekki til staðar sem eru úr steinefnum.
- Það bætist að auki við, að því eldri sem alheimurinn verður. Því ríkari verði slíkar plánetur að jafnaði af málmum og öðrum þyngri frumefnum. Gamlar plánetur úr grjóti geti verið mun snauðari af þyngri frumefnum hlutfallslega en t.d. Jörðin sem er ca. 4 ma. ára gömul.
- Það er hugsanlegt að þetta atriði dragi mjög úr líkum á því að plánetur mun eldri en Jörðin t.d. meir en 6 ma. ára gamlar, séu lífvænlegar.
- En líklega mundi brotthvarf segulsviðs leiða til þess að lofthjúpur mundi smám saman hverfa. Slíkar veraldir á nokkrum milljónum ára yrðu að auðn eins og Mars er nú.
- Það er t.d. talið að meira öryggi sé fyrir líf, ef "sól" er staðsett innan Vetrarbrautarinnar þ.s. tiltölulega langt er á milli sóla. Þ.e. vegna þess að þá eru líkur smærri á því að "kosmískir" atburðir eins og risa "flares" sem eru risasólsprengingar sem samt eru ekki "sprengistjörnur" en geta í ýktum tilvikum sent frá sér bylgju af geislun er mundi drepa líf í nærstöddu sólkerfi, þetta er einkum hætta í nágrenni risastjarna og svokallaðra "nifteindastjarna." En að auki er minna líklegt að sprengistjarna sé nærri en sprengistjörnur geta drepið allt líf í nokkurra ljósára radíus allt í kring. Jafnvel tugi ljósára radíus þegar allra stærstu stjörnur farast.
- Þetta er mikilvægt atriði vegna þess að lífið þarf langan tíma til að þróast. Á 3 ma. ára ef mikið er af stjörnum í kring, eru umtalsverðar líkur á einhverjum þessara atburða í nágrenni.
- Síðan er talið að geislun í innsta þriðjung vetrarbrautarinnar sé svo mikil, þéttni stjarna það mikil. Að litlar líkur séu á að vitsmunalíf geti komist á legg.
- Tímarammi, en tegundir á Jörðinni virðast vera til að meðaltali ca. 3 milljónir ára.
- Lífið á Jörðinni mun að mestu farast innan næstu 1000 milljóna ára. Þ.e. vitað. Jörðin verður ekki byggileg lengur vegna þess að aukning geislunar Sólar sem alltaf er stöðugt í gangi, mun fara yfir krítískan þröskuld þegar höfin fara að gufa upp síðan hverfur allt yfirborðs vatn smám saman og Jörðin verður að örfoka eyðimörk með þunnu loftslagi.
- Mannkyn hefur bara verið til í um 160þ.ár.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2014 | 23:15
Skárri hagvöxtur í ESB en búist var með þíðir ekki endilega að Evrópa sé ekki á leið inn í japanska stöðnun
Skv. hagtölum útgefnum af ESB á föstudag, var hagvöxtur síðasta ársfjórðungs 2013 0,3% í stað 0,2% sem reiknað var með. Þetta samsvarar 1,1% miðað við ársgrundvöll. Samt sem áður var samdráttur heilt yfir þegar árið er tekið saman um 0,4%. En vonast er eftir að hagvöxtur 2014 verði 1% eða 1,1%.
Eurozone exceeds hopes in recovery
Stronger-than-expected Germany and France nudge up euro zone growth
EUROSTAT - Euro area GDP up by 0.3%, EU28 up by 0.4%
Höfum í huga að ESB er í "rebound" þ.e. "viðsnúningi" eftir djúpa kreppu. Hagkerfi vaxa vanalega mun hraðar en þetta, í viðsnúnings vexti. Því hagkerfið er fyrst í stað að vinna upp slaka.
1,1% vöxtur í viðsnúningi þegar verulegur slaki er til staðar - er ekki merkilegt.
Evrusvæði:
- Holland,,,,,,,0,7%
- Portúgal,,,,,,0,5%
- Þýskaland,,,,0,4%
- Belgía,,,,,,,,,0,4%
- Slóvakía,,,,,,0,4%
- Frakkland,,,,0,3%
- Spánn,,,,,,,,,0,3%
- Austurríki,,,,0,3%
- Ítalía,,,,,,,,,,0,1%
- Eistland,,,,,,-0,1%
- Finnland,,,,,-0,8%
- Kýpur,,,,,,,,-1,0%
- Vantar tölur fyrir rest.
Skv. þessu var vöxtur á ársgrundvelli 1,5% í Þýskalandi, 1,2% í Frakklandi, 0,5% á Spáni. Finnland dróst saman um 3,2% á ársgrundvelli síðustu 3. mánuði 2013.
Finnland virðist í kreppu - - eftir hrun "Nokia" á sl. ári, en framleiðsla Nokia á símum var seld til Microsoft á sl. ári, framleiðsla hefur minnkað mikið hjá Nokia eftir því sem markaðshlutdeild hefur skroppið saman. Hætta við það að eitt risafyrirtæki verður þetta stór þáttur í hagkerfinu.
Varðandi Frakkland kemur fram í fréttum, að fyrsta sinn um töluverða hríð sé mæld aukning í einkafjárfestingu síðustu 3-mánuði sl. árs, á sama tíma var umtalsverð aukning á fjárfestingum á vegum ríkisins. Áhugavert hafandi í huga að samneysla er þegar 57% ca. 10% hærra hlutfall en í Þýskalandi. Að vöxtur ríkisins sé að halda uppi "mældum" hagvexti. Ég hef einmitt heyrt að risavaxið umfang ríkisins í Frakklandi, með vissum hætti einangri Frakkland fyrir sveiflum í viðskiptalífinu. Því miður virki það í báðar áttir þ.e. dragi úr jafnt niður sem uppsveiflum.
Skv. því er umfang ríkisins enn í verulegri aukningu innan Frakklands, þó svo að Hollande hafi lofað umtalsverðum niðurskurð.
Skv. því sem ég hef heyrt - haft eftir hagstofu Frakklands, sé niðurskurðurinn ekki grimmari en það - - að hann hægi á stækkun umfangs samneyslunnar. Í stað þess að stöðva þá hlutfalls aukningu hennar í heildarhagkerfinu.
Skv. því gæti hún náð innan fárra ára 60%. Punkturinn hjá hagstofu Frakklands, var sá að niðurskurður þyrfti að vera meiri - ef ætti að stöðva þessa sístækkun franska ríkisins.
En það hljóta að vera einhver efri mörk á því hve hátt hlutfall hagkerfisins það gangi upp að tilheyri ríkinu í kapítalísku hagkerfi.
Það verður áhugavert að heyra - - hvað útskýrir viðsnúning í Portúgal.
- Í Þýskalandi virðist smávægileg aukning hagvaxtar einkum vera á grunni nokkurrar aukningar í útflutningi, miðað við tímabilið á undan.
- Að auki er hann líklega ekki nægur til að útiloka þróun yfir í verðhjöðnun.
13.2.2014 | 18:51
Stjórnarskipti yfirvofandi á Ítalíu
Dagar ríkisstjórnar Enrico Letta virðast á enda skv. frétt Reuters - - Italy PM Letta to resign after party withdraws support. Skv. Reuters gerðist þetta eftir að flokkur ítalskra krata samþykkti að tilbeiðni foringja síns, að hætta stuðningi við - Letta. Reiknað er með því að Mattheo Renzi foringi ítalskra krata taki sjálfur við sem forsætisráðherra einhverntíma á næstu dögum. En hann virðist langsamlega sterkasti einstaklingurinn þessa dagana á vinstri væng Ítalíu. Hann hefur lagt fram frumvarp sem er þegar í þinglegri meðferð um víðtæka stjórnarskrárbreytingu, en mér skilst að skv. henni þá fái sá flokkur er nær a.m.k. 35% atkvæða hreinan meirihluta. Ef enginn flokkur nær svo miklu fylgi. Verði önnur umferð milli tveggja stærstu flokkanna. Ítalska senatið eða efri deildin sé annaðhvort lögð niður eða gerð áhrifalaus. Þinglegri meðferð er ekki lokið svo ekki er endanlega ljóst hver niðurstaðan akkúrat verður.
Það vekur athygli að Renzi 39 ára er miklu yngri en venja er um áhrifamikla pólitíkusa á Ítalíu.
Áhættan sem borgarstjóri Flórens og nú leiðtogi ítalskra krata tekur, með því að taka yfir stjórn Letta - - án kosninga; er umtalsverð.
En kosningar eiga ekki að fara fram fyrr en 2018. Hann verður þá 3-forsætisráðherrann skipaður sl. 12 mánuði.
Vinsæll grínisti á Ítalíu, Gianelli, minnti á þá áhættu með því að gera grín að útistandandi loforðum Renzi:
- Að hann mundi aldrei stunda baktjaldamakk.
- Að hann gæti ekki hugsað sér að komast til valda án kosninga.
- Að hann mundi aldrei starfa með "mið-hægri."
Það virðist ljóst að hann hafi verið um einhverja hríð að plotta gegn Letta.
Hann sagði í ræðu á fimmtudag, að þörf væri á nýrri stjórn, en að nýjar kosningar undir núverandi kosningakerfi væru ekki líklegar til að skila nothæfri niðurstöðu.
Og ef hann tekur yfir stól forsætisráðherra í núverandi stjórn af Letta, þá er hann um leið kominn í stjórnarsamstarf ásamt mið-hægri á Ítalíu.
Síðan til að kóróna allt saman, áður en hann lagði fram áhugavert frumvarp sitt um breytingu á kosningafyrirkomulagi og þingskipan, þá átti hann fund með Berlusconi - - til að fá stuðning hans við það frumvarp. Sem eldri fréttir segja að hann hafi fengið. En auk þess var þá sagt í fréttum að vel hefði farið á með þeim. En ef þ.e. hataðri maður á Ítalíu meðal vinstri manna en Berlusconi, veit ég ekki hver sá getur hugsanlega verið.
Italy's Renzi Calls for New Government
Renzi says Italy needs new government with same majority
Renzi moves closer to ousting Italys prime minister Letta
Að taka yfir stjórn Ítalíu núna er alls ekki öfundsvert - - þó það sé talað um að hagkerfið muni hefja vöxt á þessu ári, hefur ekki mælst ársfjórðungur ofan við "0" í töluverðan tíma.
Ekkert endilega augljóslega bendir til slíks viðsnúnings. Nema helst pöntunarstjóra vísitölur, en slíkar tölur hafa ekki hingað til sýnt vöxt. Heldur minnkaðan samdrátt.
Sem eiginlega bendir til stöðnunar frekar en vaxtar. AGS spáir 0,5% vexti per ár til 2018.
Hvort um sig svo lítill vöxtur eða stöðnun er of lítið, til þess að skuldastaða Ítalíu sé líklega sjálfbær.
----------------------------------
Á sama tíma er mjög mikil andstaða við þær breytingar sem líklega eru nauðsynlegar, ef Ítalía á að geta framkvæmt þá innri aðlögun sem ítalska hagkerfið þarf að framkvæma.
Ef það á að vera mögulegt fyrir Ítalíu að endurreisa samkeppnishæfni innan evrunnar.
Renzi er í dag líklega vinsælasti stjórnmálamaður Ítalíu - - en hann gæti mjög hæglega fórnað þeim vinsældum.
- Spurning af hverju er hann að þessu akkúrat núna?
Það er óneitanlega rétt að stjórn Letta virtist algerlega lömuð.
En þ.e. ekki endilega Letta að kenna, en stefna stjórnarflokkanna þ.e. "kratar" - "mið fl. Letta" - "hægri menn" hefur ekki virst sérlega samstæð.
Þ.e. alls ekki víst að Renzi gangi betur að ná fram einhverri samstæðri stefnu - eða vilja til umtalsverðra en líklega óvinsælla breytinga.
- Ef vinsældir Renzi dala verulega, ef hagkerfið heldur áfram að vera slappt - - þá gæti það reynst vatn á myllu Berlusconi. Sem telur sig alls ekki hættan. Og auðvita mótmælaflokks Peppe Grillo.
Berlusconi getur einmitt hentað að vera um skeið í stjórnarandstöðu, stundað sína gagnrýni á stjórnarstefnu, kennt þeirri stefnu um allt sem miður er að fara. Treyst á gleymsku Ítala.
Niðurstaða
Það er sennilega hugrökk ákvörðun af Renzi að taka nú við. En flokkur hans hefði getað grætt atkvæði ef hann hefði heimtað kosningar. Á hinn bóginn virðist hann vilja að næstu kosningar fari fram undir nýju fyrirkomulagi. En það fyrirkomulag er líklegt að stuðla að 2-ja flokka kerfi á Ítalíu.
Þá ætlar hann sér örugglega að stjórna vinstri fylkingunni, meðan að Berlusconi örugglega dreymir um að ná stjórn að nýju á hægri mönnum á Ítalíu.
- Spurning hvort að Renzi tekur þessa ákvörðun allt í einu núna, vegna þess að hann "viti" að staða Ítalíu sé verri - - en ríkisstjórnin hefur fram að þessu viðurkennt?
En það er ekki lengra síðan en um sl. helgi, að Enrico Letta hafnaði því að stofna til formlegs "slæms" banka að t.d. írskri fyrirmynd, til að aðstoða ítalska bankakerfið. Sem er víst stöðugt að verða meir hlaðið og þar með stíflað af slæmum lánum. Helst til fyrirtækja.
Ég get vel trúað því að staðan sé í reynd verri en fram að þessu hefur komið fram. Það gæti skýrt snögga ákvörðun Renzi, að taka yfir stjórn mála.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.2.2014 kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2014 | 16:44
Samstaða virðist hafa náðst milli helstu stjórnmálaflokka Englands, að Skotar fái ekki að nota pundið
Mér finnst þetta dálítið harkaleg afstaða, en sannarlega eins og Seðlabankastjóri Bretlands bendir á, eru mörg vandamál sem yrði að ganga frá. Ef Skotland ætti að nota pundið - sem sjálfstætt ríki.
En þ.e. harkalegt að segja - - að þetta geti ekki gengið.
Carney virðist taka mið af evrukrísunni er hann segir "bankasamband" líklega nauðsynlegt, og líklega einhverjar reglur um efnahagsstjórnun sambærilegum þeim sem ríkja á evrusvæði. Þetta mundi takmarka að einhverju marki a.m.k. sjálfstæði - nýs sjálfstæðs Skotlands.
Westminster parties rule out Scottish use of the Pound
Scottish minister Nicola Sturgeon hits back over Sterling threat
Bestu rökin komu þó frá Mark Carney -- um vandamál Sotlands!
Governor Carny goes to Scotland
- Bestu rökin eru auðvitað þau, að Skotland hefur gríðarlega stórt bankakerfi - skv. Carny 12 föld þjóðarframleiðsla Skotlands.
- Munum að Ísl. bankakerfið náði 10 faldri þjóðarframleiðslu að umfangi fyrir hrun.
- Síðan er vert að muna að stærsti skoski bankinn, Royal Bank of Scotland, þurfti að fá mjög dýra björgun breskra stjórnvalda 2008.
Royal Bank of Scotland er örugglega ekki hlutfallslega smærri en KB Banki var rétt fyrir hrun miðað við Ísland.
Þannig að Skotar mundu fremur augljóslega þurfa að viðhalda samstarfi við England um Pundið, og þ.e. sennilega rétt hjá Carney - - að slíkt samkomulag hlyti a.m.k. að marki takmarka sjálfstæði Skotlands.
Líklega hefði Royal Bank of Scotland hrunið alfarið eins og ísl. bankarnir gerðu, ef ekki hefði það komið til að bresk stjv. tóku hann yfir með ærnum kostnaði.
--------------------------------
- Áhættan sem meginflokkar Bretlandseyja taka með því að segja - - alls ekki, ekki undir nokkrum kringumstæðum.
Er kannski að "smala skoskum kjósendum" til að styðja málsstað sjálfsstæðissinna.
En að sjálfsögðu getur 5 milljón manna land, gengið upp sem sjálfstætt land.
En eins og viðbrögð skoska ráðherrans sína, gæti harka leitt til þess - - að Skotland og England skilji í illu án vinsamlegs samkomulags, þannig að af hljótist - - efnahagsleg ringulreið er annars væri óþörf.
En hótun skoska ráðherrans, að Skotar hafni því að taka með sér - nokkuð af breskum skuldum. Er sjálfsagt ástæða að taka alvarlega.
Það mundi þá þíða - eiginleg vinslit með sjálfstæði.
Þ.e. algerlega réttmæt ábending líklega, að ekki sé einfalt úrlausnar efni fyrir sjálfstætt Skotland að nota áfram pundið, sérstaklega ef maður hefur í huga - - ofurstærð skoska bankakerfisins.
Þetta sé samt mögulegt, ef menn vilja leysa málið.
Sjálfstæði Skotlands setur þó upp mikilvægar spurningar fyrir ESB
Það er fordæmið sem mundi skapast - ef Skotland fær að vera meðlimur að ESB frá fyrsta degi. En lagaformlega séð ætti líklega að líta á Skotland sem nýtt ríki, sem þyrfti síðan að ganga í gegnum umsóknarferli. Aðild væri ekki sjálfsögð.
Þetta atriði er þó umdeilt - - en ef Skotland fær að vera með hefði það hugsanlegar afleiðingar:
- Það verður að muna eftir deilum Katalóna og ríkisstjórnar Spánar. En Katalónar hafa hótað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Meðan að ríkisstj. Spánar hefur sagt að hún yrði að heimila slíka þjóðaratkvæðgreiðslu skv. spönskum lögum. Og það komi ekki til greina. Án heimildar spænskra stjv. væri þjóðaratkvæðagreiðsla af slíku tagi ólögleg. Afstaða ríkisstj. Mariano Rajoy hefur verið með þessum hætti - eitilhörð. Íbúar Katalóníu munu örugglega fylgjast mjög vel með sjálfstæðisbrölti Skota. Góð útkoma fyrir Skota - - gæti mjög aukið líkur á því að Katalónía fylgi fordæmi Skota. Þess vegna er Spánn líklegur til að standa með Bretum innan ESB, ef Bretar taka þá afstöðu að "sjálfstætt skotland" yrði að ganga í röðina og óska eftir aðild.
- Síðan er það óttinn við Belgíu, sem ítrekað hefur litið út fyrir að klofna í "Flæmingjaland" og "Vallómíu." Hún hefur hangið saman enn. En það getur verið að ef það skapast það fordæmi að hlutar sem klofna frá landi sem er ESB meðlimur, fá að vera ESB meðlimir eins og móðurlandið frá 1. degi. Þá gæti það aukið líkur á klofningi Belgíu þ.e. endalokum belgíska ríkisins. Sem yrði þá 2-smáríki.
Það eru því sennilega nokkuð sterkar líkur á því að Skotar mundu ekki fá að vera meðlimir að ESB, eins og sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafa haldið fram.
En mörg aðildarríki ESB mundu sennilega ekki vilja heimila það--út af fordæmis hættunni.
Niðurstaða
Ég er algerlega hlutlaus gagnvart því hvort Skotland verður sjálfstætt. Á hinn bóginn held ég að Skotland fái ekki að vera ESB meðlimur. Sem þannig séð væri allt í lagi. Á móti er það "bömmer" fyrir sjálfstæðissinna, sem segjast vera "aðildarsinnar" og hafa t.d. haldið því fram -- að það sé m.a. ástæða fyrir skotland að slíta ríkjasambandinu. Hve líkur á því að Bretland yfirgefi ESB fara vaxandi.
Tæknilega er að sjálfsögðu ekkert sem hindrar sjálfstætt Skotland. Það að sjálfsögðu getur gengið upp. Umfang skoska fjármálakerfisins sé þó líklega - - varasamt. Skotland gæti þannig séð, lent í "íslenska" vandanum. Ef síðar meir verður fjármálakreppa.
Þess vegna þarf Skotland örugglega á "bankasambandi" við England að halda. En því mundi fylgja örugglega umtalsverðar kvaðir.
Þetta eru allt atriði sem Skotar þurfa að vega og meta. Auðvitað geta þeir tekið upp sinn eigin gjaldmiðil - - en það leysir ekki endilega vandann í tengslum við risafjármálakerfi. Sem líklega rekur mikið af fjármálaeignum í öðrum gjaldmiðlum.
Skosku bankarnir þurfa þá að vera betur reknir en kom í ljós þegar málefni Royal Bank of Scotland voru skoðuð á sínum tíma, en þá varð ljóst að margt innan þeirrar stofnunar var svipað þeirri óstjórn sem ísl. bankarnir ástunduðu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar