Skárri hagvöxtur í ESB en búist var með þíðir ekki endilega að Evrópa sé ekki á leið inn í japanska stöðnun

Skv. hagtölum útgefnum af ESB á föstudag, var hagvöxtur síðasta ársfjórðungs 2013 0,3% í stað 0,2% sem reiknað var með. Þetta samsvarar 1,1% miðað við ársgrundvöll. Samt sem áður var samdráttur heilt yfir þegar árið er tekið saman um 0,4%. En vonast er eftir að hagvöxtur 2014 verði 1% eða 1,1%.

Euro-Zone Recovery Picks Up

Eurozone exceeds hopes in recovery 

Stronger-than-expected Germany and France nudge up euro zone growth 

EUROSTAT - Euro area GDP up by 0.3%, EU28 up by 0.4%

Höfum í huga að ESB er í "rebound" þ.e. "viðsnúningi" eftir djúpa kreppu. Hagkerfi vaxa vanalega mun hraðar en þetta, í viðsnúnings vexti. Því hagkerfið er fyrst í stað að vinna upp slaka.

1,1% vöxtur í viðsnúningi þegar verulegur slaki er til staðar - er ekki merkilegt.

Evrusvæði:

  1. Holland,,,,,,,0,7%
  2. Portúgal,,,,,,0,5%
  3. Þýskaland,,,,0,4%
  4. Belgía,,,,,,,,,0,4%
  5. Slóvakía,,,,,,0,4%
  6. Frakkland,,,,0,3%
  7. Spánn,,,,,,,,,0,3%
  8. Austurríki,,,,0,3%
  9. Ítalía,,,,,,,,,,0,1%
  10. Eistland,,,,,,-0,1%
  11. Finnland,,,,,-0,8%
  12. Kýpur,,,,,,,,-1,0%
  • Vantar tölur fyrir rest.

Skv. þessu var vöxtur á ársgrundvelli 1,5% í Þýskalandi, 1,2% í Frakklandi, 0,5% á Spáni. Finnland dróst saman um 3,2% á ársgrundvelli síðustu 3. mánuði 2013.

Finnland virðist í kreppu - - eftir hrun "Nokia" á sl. ári, en framleiðsla Nokia á símum var seld til Microsoft á sl. ári, framleiðsla hefur minnkað mikið hjá Nokia eftir því sem markaðshlutdeild hefur skroppið saman. Hætta við það að eitt risafyrirtæki verður þetta stór þáttur í hagkerfinu. 

Varðandi Frakkland kemur fram í fréttum, að fyrsta sinn um töluverða hríð sé mæld aukning í einkafjárfestingu síðustu 3-mánuði sl. árs, á sama tíma var umtalsverð aukning á fjárfestingum á vegum ríkisins. Áhugavert hafandi í huga að samneysla er þegar 57% ca. 10% hærra hlutfall en í Þýskalandi. Að vöxtur ríkisins sé að halda uppi "mældum" hagvexti. Ég hef einmitt heyrt að risavaxið umfang ríkisins í Frakklandi, með vissum hætti einangri Frakkland fyrir sveiflum í viðskiptalífinu. Því miður virki það í báðar áttir þ.e. dragi úr jafnt niður sem uppsveiflum.

Skv. því er umfang ríkisins enn í verulegri aukningu innan Frakklands, þó svo að Hollande hafi lofað umtalsverðum niðurskurð.

Skv. því sem ég hef heyrt - haft eftir hagstofu Frakklands, sé niðurskurðurinn ekki grimmari en það - - að hann hægi á stækkun umfangs samneyslunnar. Í stað þess að stöðva þá hlutfalls aukningu hennar í heildarhagkerfinu.

Skv. því gæti hún náð innan fárra ára 60%. Punkturinn hjá hagstofu Frakklands, var sá að niðurskurður þyrfti að vera meiri - ef ætti að stöðva þessa sístækkun franska ríkisins.

En það hljóta að vera einhver efri mörk á því hve hátt hlutfall hagkerfisins það gangi upp að tilheyri ríkinu í kapítalísku hagkerfi. 

Það verður áhugavert að heyra - - hvað útskýrir viðsnúning í Portúgal.

  • Í Þýskalandi virðist smávægileg aukning hagvaxtar einkum vera á grunni nokkurrar aukningar í útflutningi, miðað við tímabilið á undan.

 

Niðurstaða
Þessi hagvöxtur í Evrópu þó hann sé sannarlega velkominn. Góðar fréttir fyrir Ísland t.d. varðandi fiskverð, sennilega. Þá er hann sennilega ekki nægur til að draga að ráði út atvinnuleysi. Né það mikill að almenningur muni sjá einhvern umtalsverðan mun á lífskjörum.
 
Líklega verði eftirspurn enn bremsuð af mjög miklu atvinnuleysi - og hæg aukning lífskjara muni líklega einungis hægt og rólega draga úr útbreiddum skuldavanda almennings í fjölda ríkja.
 
Höfum í huga að þ.e. slaki, þannig að hluti af þessum hagvexti er "rebound" eða "viðsnúningur" eða með öðrum orðum. Hagkerfið að fylla í þann slaka sem til staðar er.
 
Sem þíðir að undirliggjandi vöxtur þ.e. eiginleg hagvaxtargeta þessa stundina er minni en 1,1% hagvöxtur á ársgrundvelli sem mælist innan evrusvæðis síðustu 3. mánuði ársins.
 
Það getur vel passað við mælingu starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB nýverið og spá um 0,9% meðalhagvöxt á evrusvæði til 2023. 
  • Að auki er hann líklega ekki nægur til að útiloka þróun yfir í verðhjöðnun.
Auk þess að svo lítill vöxtur er viðkvæmur fyrir áföllum, ef undirliggjandi vöxtur er ekki nema 0,8-0,9%. Smákreppa t.d. í Asíu. Getur dugað til að ýta evrusvæði inn í verðhjöðnun.
 
En Japan sökk einmitt í hana í kjölfar þess að Asíukreppan hófst ca. 1995. Nú þetta ár, lítur ástand svokallaðra nýmarkaðshagkerfa einmitt þannig út. Að það gæti hafist kreppa þar á þessu ári.
 
Þannig að þróunin gæti endurtekið sig þ.e. að mjög lág verðbólga verði að verðhjöðnun, í kjölfar ytra áfalls eins og varð í Japan eftir 1995.
 
 
Kv. 

Stjórnarskipti yfirvofandi á Ítalíu

Dagar ríkisstjórnar Enrico Letta virðast á enda skv. frétt Reuters - - Italy PM Letta to resign after party withdraws support. Skv. Reuters gerðist þetta eftir að flokkur ítalskra krata samþykkti að tilbeiðni foringja síns, að hætta stuðningi við - Letta. Reiknað er með því að Mattheo Renzi foringi ítalskra krata taki sjálfur við sem forsætisráðherra einhverntíma á næstu dögum. En hann virðist langsamlega sterkasti einstaklingurinn þessa dagana á vinstri væng Ítalíu. Hann hefur lagt fram frumvarp sem er þegar í þinglegri meðferð um víðtæka stjórnarskrárbreytingu, en mér skilst að skv. henni þá fái sá flokkur er nær a.m.k. 35% atkvæða hreinan meirihluta. Ef enginn flokkur nær svo miklu fylgi. Verði önnur umferð milli tveggja stærstu flokkanna. Ítalska senatið eða efri deildin sé annaðhvort lögð niður eða gerð áhrifalaus. Þinglegri meðferð er ekki lokið svo ekki er endanlega ljóst hver niðurstaðan akkúrat verður.

 

Það vekur athygli að Renzi 39 ára er miklu yngri en venja er um áhrifamikla pólitíkusa á Ítalíu.

Áhættan sem borgarstjóri Flórens og nú leiðtogi ítalskra krata tekur, með því að taka yfir stjórn Letta - - án kosninga; er umtalsverð.

En kosningar eiga ekki að fara fram fyrr en 2018. Hann verður þá 3-forsætisráðherrann skipaður sl. 12 mánuði.

 

Vinsæll grínisti á Ítalíu, Gianelli, minnti á þá áhættu með því að gera grín að útistandandi loforðum Renzi:

  1. Að hann mundi aldrei stunda baktjaldamakk.
  2. Að hann gæti ekki hugsað sér að komast til valda án kosninga.
  3. Að hann mundi aldrei starfa með "mið-hægri."

Það virðist ljóst að hann hafi verið um einhverja hríð að plotta gegn Letta.

Hann sagði í ræðu á fimmtudag, að þörf væri á nýrri stjórn, en að nýjar kosningar undir núverandi kosningakerfi væru ekki líklegar til að skila nothæfri niðurstöðu.

Og ef hann tekur yfir stól forsætisráðherra í núverandi stjórn af Letta, þá er hann um leið kominn í stjórnarsamstarf ásamt mið-hægri á Ítalíu.

Síðan til að kóróna allt saman, áður en hann lagði fram áhugavert frumvarp sitt um breytingu á kosningafyrirkomulagi og þingskipan, þá átti hann fund með Berlusconi - - til að fá stuðning hans við það frumvarp. Sem eldri fréttir segja að hann hafi fengið. En auk þess var þá sagt í fréttum að vel hefði farið á með þeim. En ef þ.e. hataðri maður á Ítalíu meðal vinstri manna en Berlusconi, veit ég ekki hver sá getur hugsanlega verið. 

Italy's Renzi Calls for New Government

Renzi says Italy needs new government with same majority

Renzi moves closer to ousting Italy’s prime minister Letta 

Að taka yfir stjórn Ítalíu núna er alls ekki öfundsvert - - þó það sé talað um að hagkerfið muni hefja vöxt á þessu ári, hefur ekki mælst ársfjórðungur ofan við "0" í töluverðan tíma.

Ekkert endilega augljóslega bendir til slíks viðsnúnings. Nema helst pöntunarstjóra vísitölur, en slíkar tölur hafa ekki hingað til sýnt vöxt. Heldur minnkaðan samdrátt.

Sem eiginlega bendir til stöðnunar frekar en vaxtar. AGS spáir 0,5% vexti per ár til 2018.

Hvort um sig svo lítill vöxtur eða stöðnun er of lítið, til þess að skuldastaða Ítalíu sé líklega sjálfbær.

----------------------------------

Á sama tíma er mjög mikil andstaða við þær breytingar sem líklega eru nauðsynlegar, ef Ítalía á að geta framkvæmt þá innri aðlögun sem ítalska hagkerfið þarf að framkvæma.

Ef það á að vera mögulegt fyrir Ítalíu að endurreisa samkeppnishæfni innan evrunnar. 

Renzi er í dag líklega vinsælasti stjórnmálamaður Ítalíu - - en hann gæti mjög hæglega fórnað þeim vinsældum.

  •  Spurning af hverju er hann að þessu akkúrat núna?

Það er óneitanlega rétt að stjórn Letta virtist algerlega lömuð. 

En þ.e. ekki endilega Letta að kenna, en stefna stjórnarflokkanna þ.e. "kratar" - "mið fl. Letta" - "hægri menn" hefur ekki virst sérlega samstæð.

Þ.e. alls ekki víst að Renzi gangi betur að ná fram einhverri samstæðri stefnu - eða vilja til umtalsverðra en líklega óvinsælla breytinga.

  • Ef vinsældir Renzi dala verulega, ef hagkerfið heldur áfram að vera slappt - - þá gæti það reynst vatn á myllu Berlusconi. Sem telur sig alls ekki hættan. Og auðvita mótmælaflokks Peppe Grillo.

Berlusconi getur einmitt hentað að vera um skeið í stjórnarandstöðu, stundað sína gagnrýni á stjórnarstefnu, kennt þeirri stefnu um allt sem miður er að fara. Treyst á gleymsku Ítala.

 

Niðurstaða

Það er sennilega hugrökk ákvörðun af Renzi að taka nú við. En flokkur hans hefði getað grætt atkvæði ef hann hefði heimtað kosningar. Á hinn bóginn virðist hann vilja að næstu kosningar fari fram undir nýju fyrirkomulagi. En það fyrirkomulag er líklegt að stuðla að 2-ja flokka kerfi á Ítalíu.

Þá ætlar hann sér örugglega að stjórna vinstri fylkingunni, meðan að Berlusconi örugglega dreymir um að ná stjórn að nýju á hægri mönnum á Ítalíu.

  • Spurning hvort að Renzi tekur þessa ákvörðun allt í einu núna, vegna þess að hann "viti" að staða Ítalíu sé verri - - en ríkisstjórnin hefur fram að þessu viðurkennt?

En það er ekki lengra síðan en um sl. helgi, að Enrico Letta hafnaði því að stofna til formlegs "slæms" banka að t.d. írskri fyrirmynd, til að aðstoða ítalska bankakerfið. Sem er víst stöðugt að verða meir hlaðið og þar með stíflað af slæmum lánum. Helst til fyrirtækja.

Ég get vel trúað því að staðan sé í reynd verri en fram að þessu hefur komið fram. Það gæti skýrt snögga ákvörðun Renzi, að taka yfir stjórn mála.

 

Kv. 


Samstaða virðist hafa náðst milli helstu stjórnmálaflokka Englands, að Skotar fái ekki að nota pundið

Mér finnst þetta dálítið harkaleg afstaða, en sannarlega eins og Seðlabankastjóri Bretlands bendir á, eru mörg vandamál sem yrði að ganga frá. Ef Skotland ætti að nota pundið - sem sjálfstætt ríki.

En þ.e. harkalegt að segja -  - að þetta geti ekki gengið. 

Carney virðist taka mið af evrukrísunni er hann segir "bankasamband" líklega nauðsynlegt, og líklega einhverjar reglur um efnahagsstjórnun sambærilegum þeim sem ríkja á evrusvæði. Þetta mundi takmarka að einhverju marki a.m.k. sjálfstæði - nýs sjálfstæðs Skotlands.

Westminster parties rule out Scottish use of the Pound

Scottish minister Nicola Sturgeon hits back over Sterling threat 

Bestu rökin komu þó frá Mark Carney -- um vandamál Sotlands!

Governor Carny goes to Scotland

  • Bestu rökin eru auðvitað þau, að Skotland hefur gríðarlega stórt bankakerfi - skv. Carny 12 föld þjóðarframleiðsla Skotlands.
  • Munum að Ísl. bankakerfið náði 10 faldri þjóðarframleiðslu að umfangi fyrir hrun.
  • Síðan er vert að muna að stærsti skoski bankinn, Royal Bank of Scotland, þurfti að fá mjög dýra björgun breskra stjórnvalda 2008.

Royal Bank of Scotland er örugglega ekki hlutfallslega smærri en KB Banki var rétt fyrir hrun miðað við Ísland.

Þannig að Skotar mundu fremur augljóslega þurfa að viðhalda samstarfi við England um Pundið, og þ.e. sennilega rétt hjá Carney - - að slíkt samkomulag hlyti a.m.k. að marki takmarka sjálfstæði Skotlands.

Líklega hefði Royal Bank of Scotland hrunið alfarið eins og ísl. bankarnir gerðu, ef ekki hefði það komið til að bresk stjv. tóku hann yfir með ærnum kostnaði.

--------------------------------

  • Áhættan sem meginflokkar Bretlandseyja taka með því að segja - - alls ekki, ekki undir nokkrum kringumstæðum.

Er kannski að "smala skoskum kjósendum" til að styðja málsstað sjálfsstæðissinna.

En að sjálfsögðu getur 5 milljón manna land, gengið upp sem sjálfstætt land.

En eins og viðbrögð skoska ráðherrans sína, gæti harka leitt til þess - - að Skotland og England skilji í illu án vinsamlegs samkomulags, þannig að af hljótist - - efnahagsleg ringulreið er annars væri óþörf.

En hótun skoska ráðherrans, að Skotar hafni því að taka með sér - nokkuð af breskum skuldum. Er sjálfsagt ástæða að taka alvarlega.

Það mundi þá þíða - eiginleg vinslit með sjálfstæði.

Þ.e. algerlega réttmæt ábending líklega, að ekki sé einfalt úrlausnar efni fyrir sjálfstætt Skotland að nota áfram pundið, sérstaklega ef maður hefur í huga - - ofurstærð skoska bankakerfisins. 

Þetta sé samt mögulegt, ef menn vilja leysa málið. 

 

Sjálfstæði Skotlands setur þó upp mikilvægar spurningar fyrir ESB

Það er fordæmið sem mundi skapast - ef Skotland fær að vera meðlimur að ESB frá fyrsta degi. En lagaformlega séð ætti líklega að líta á Skotland sem nýtt ríki, sem þyrfti síðan að ganga í gegnum umsóknarferli. Aðild væri ekki sjálfsögð.

Þetta atriði er þó umdeilt - - en ef Skotland fær að vera með hefði það hugsanlegar afleiðingar:

  1. Það verður að muna eftir deilum Katalóna og ríkisstjórnar Spánar. En Katalónar hafa hótað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Meðan að ríkisstj. Spánar hefur sagt að hún yrði að heimila slíka þjóðaratkvæðgreiðslu skv. spönskum lögum. Og það komi ekki til greina. Án heimildar spænskra stjv. væri þjóðaratkvæðagreiðsla af slíku tagi ólögleg. Afstaða ríkisstj. Mariano Rajoy hefur verið með þessum hætti - eitilhörð. Íbúar Katalóníu munu örugglega fylgjast mjög vel með sjálfstæðisbrölti Skota. Góð útkoma fyrir Skota - - gæti mjög aukið líkur á því að Katalónía fylgi fordæmi Skota. Þess vegna er Spánn líklegur til að standa með Bretum innan ESB, ef Bretar taka þá afstöðu að "sjálfstætt skotland" yrði að ganga í röðina og óska eftir aðild.
  2. Síðan er það óttinn við Belgíu, sem ítrekað hefur litið út fyrir að klofna í "Flæmingjaland" og "Vallómíu." Hún hefur hangið saman enn. En það getur verið að ef það skapast það fordæmi að hlutar sem klofna frá landi sem er ESB meðlimur, fá að vera ESB meðlimir eins og móðurlandið frá 1. degi. Þá gæti það aukið líkur á klofningi Belgíu þ.e. endalokum belgíska ríkisins. Sem yrði þá 2-smáríki.

Það eru því sennilega nokkuð sterkar líkur á því að Skotar mundu ekki fá að vera meðlimir að ESB, eins og sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafa haldið fram.

En mörg aðildarríki ESB mundu sennilega ekki vilja heimila það--út af fordæmis hættunni. 

 

Niðurstaða

Ég er algerlega hlutlaus gagnvart því hvort Skotland verður sjálfstætt. Á hinn bóginn held ég að Skotland fái ekki að vera ESB meðlimur. Sem þannig séð væri allt í lagi. Á móti er það "bömmer" fyrir sjálfstæðissinna, sem segjast vera "aðildarsinnar" og hafa t.d. haldið því fram -- að það sé m.a. ástæða fyrir skotland að slíta ríkjasambandinu. Hve líkur á því að Bretland yfirgefi ESB fara vaxandi. 

Tæknilega er að sjálfsögðu ekkert sem hindrar sjálfstætt Skotland. Það að sjálfsögðu getur gengið upp. Umfang skoska fjármálakerfisins sé þó líklega - - varasamt. Skotland gæti þannig séð, lent í "íslenska" vandanum. Ef síðar meir verður fjármálakreppa.

Þess vegna þarf Skotland örugglega á "bankasambandi" við England að halda. En því mundi fylgja örugglega umtalsverðar kvaðir.

Þetta eru allt atriði sem Skotar þurfa að vega og meta. Auðvitað geta þeir tekið upp sinn eigin gjaldmiðil - - en það leysir ekki endilega vandann í tengslum við risafjármálakerfi. Sem líklega rekur mikið af fjármálaeignum í öðrum gjaldmiðlum.

Skosku bankarnir þurfa þá að vera betur reknir en kom í ljós þegar málefni Royal Bank of Scotland voru skoðuð á sínum tíma, en þá varð ljóst að margt innan þeirrar stofnunar var svipað þeirri óstjórn sem ísl. bankarnir ástunduðu. 

 

Kv. 


Kannski kemur eitthvað gott út úr kreppunni á Kýpur!

Það var frétt í Financial Times þess efnis að nýjar viðræður um milli Kýpur Tyrkja og Kýpur Grikkja muni hefjast á næstunni - ekki síst fyrir tilstuðlan hvatningar frá Bandaríkjunum til beggja aðila.

Markmið viðræðnanna væri sameining eyjunnar í eitt ríki með tveim sjálfstjórnarsvæðum.

Cyprus to open fresh peace talks

"Nicos Anastasiades, the Greek Cypriot leader, and Dervis Eroglou, his Turkish Cypriot counterpart, will on Tuesday make a joint commitment to resuming negotiations “in a results-oriented manner” hoping to wrap up a peace settlement as soon as possible, according to the text of a joint declaration leaked to Cypriot media at the weekend."

Það er ekki síst gasfundir innan lögsögu Kýpur og innan lögsögu Ísraels - - sem skapa öflugan hvata fyrir Kýpur Grikki að semja við Kýpur Tyrki.

En þ.e. möguleiki á því að leggja gasleiðslu frá Ísrael - til Kýpur, síðan frá Kýpur til Tyrklands. Friðarsamningur er eiginlega "forsenda" þess að allt þetta sé mögulegt, fyrir utan að endalok deilunnar á Kýpur - - getur opnað á þ.s. raunverulegan möguleika að viðræður Tyrklands um ESB aðild geti skilað árangri.

Svo má ekki gleyma efnahagsábatanum - > fyrir öll 3. löndin!

Það skýrir af hverju kannski, að Bandaríkjamenn leggja svo mikla áherslu á að eyjahlutarnir semji um varanleg endalok deilna sinna.

Ég er búinn að velta því fyrir mér um nokkurt skeið hvort að "hrunið" á Kýpur geti ekki hugsanlega leitt til endanlegs samkomulag milli stjórnvalda á sitt hvorum hluta eyjunnar. 

En meðan allt lék í lyndi - virtist Kýpur Grikkjum ekki finnast þeir þurfa að hafa mikil samskipti við tyrknesku mælandi hlutann.

En nú eftir að hrunið hefur ef til vill lækkað risið á grísku mælandi hlutanum, fært kjör þar nær kjörum eyjaskeggja á tyrknesku mælandi hlutanum.

Þá er eins og að augu manna geti opnast fyrir þeim möguleika er þeir áður höfnuðu 2004.

http://www.cyprus-maps.com/maps/Cyprus_big.gif

 

Sjálfsagt bætist það við - - að "hnignandi" veldi Bandaríkjanna, er sífellt meir háð öflugum bandamönnum, og þau hafa verið að vonast eftir að Tyrkland geti gengt miklu hlutverki í framtíðinni.

Að auki vilja þau ekki gefa Ísrael upp á bátinn heldur. Svo þeim er ef til vill annt um að íta undir aðstæður er geta gefið aukna hvatningu til aukins vinskapar meðal þessara mikilvægu bandamanna Bandaríkjanna á svæðinu.

En um nokkra hríð nú hefur verið stirðara milli Ísraels og Tyrklands en var á árum áður, þó það sé ekki endilega - beinn óvinskapur.

Tyrkland sjálft er nú hratt vaxandi svæðislegt efnahagsveldi - hefur alltaf haft öflugan her. Sá er stærri en herafli Ísraels. En ívið minna þróaður tæknilega. Þó hann sé búinn vestrænum búnaði.

Hvorugt landið mundi vilja stríð við hitt!

Bandaríkjamenn hafa verið að vonast eftir því að Tyrkland sé mótvægi við áhrif Rússlands á svæðinu, og þ.e. ekki endilega - langsótt.

  • Kannski er því einnig samhengi milli þessarar aðgerðar Bandar. - - og þeirrar staðreyndar að í desember kynnti Rússland samstarf við Sýrland um gasleit og vinnslu innan landhelgi Sýrlands.

 
Niðurstaða

Það væri heldur betur jákvæð þróun ef hliðaráhrif kreppunnar á Kýpur verða þau, að loksins verði mögulegt að semja endanlega um lok deilna Kýpur Tyrkja og Kýpur Grikkja. Er samkomulag náðist ekki 2004. Var Kýpur Grikkjum af mörgum kennt um. Útlit sé fyrir að nýtt samkomulag verði á svipuðum nótum og það samkomulag er þá lá fyrir.

Með slíku samkomulagi mundi opnast á nýtingu gaslinda í lögsögu Kýpur. Og að auki hugsanlega um samstarf milli Kýpur - Ísraels og Tyrklands um nýtingu á gaslindum innan lögsögu Kýpur og Ísraels.

Bandaríkin virðast helstu hvatamennirnir af því að koma þessu máli á koppinn.

 

Kv.


Átökin um peningastefnu Evrópusambandsins færast á nýtt stig með úrskurði Stjórnlagadómstóls Þýskalands

Það virðist loks vera komin nokkur samstaða meðal heimsfjölmiðla um það. Að dómur stjórnlagadómstóls Þýskalands sem situr í Karlsruhe, hafi magnað upp spennu milli dómaranna í Þýskalandi og þeirra sem reka peningastefnu evrusvæðis.

The German Constitutional Court last June during hearings on the ECB bond buying program.

Der Spiegel - What German Court Ruling Means for the Euro

  1. Dómstóllinn virðist hafa felt bráðabirgðaúrskurð þess efnis að "Outright Monetary Transaction - OMT" sé að dómi dómstólsins ólögleg þ.e. Seðlabanki Evrópu hafi gengið lengra en lög og reglur ESB heimila.
  2. Á hinn bóginn, vísuðu dómararnir málinu til Evrópudómstólsins - - þ.s. þeir fara fram á að sá dómstóll felli sinn eigin úrskurð um lögmæti "OMT" skv. lögum ESB. 

Það má hugsa sér sviðsmyndir:

  1. Ef Evrópudómstólinn er sammála, þá geta dómararnir í Karlsruhe látið það mál ganga sinn gang, og "OMT" væri dautt.
  2. Ef aftur á móti Evrópudómstóllinn fellir úrskurð í hina áttina - - væri líklega dómstóllinn í Karlsruhe kominn í bein átök við lagatúlkanir tveggja mikilvægra stofnana ESB.

En það virðist að dómstóllinn í Karlsruhe, hafi tekið mjög harða afstöðu til stefnu Seðlabanka Evrópu, nánar tiltekið "OMT"!

Þannig að líklegt virðist - - að ef Evrópudómstóllinn er ósammála, þá muni dómararnir í Karlsruhe taka til sinna mála!

Og líklega banna þýskum stjórnvöldum og Bundesbank alla þátttöku í "ólöglegum" prógrömmum.

Tæknilega gætu þeir bannað evruna sem lögeyri fyrir Þýskaland - - þó það sé talið ólíklegt.

Heldur sé það frekar svo, að með úrskurði sínum - - muni átökin um peningastefnuna innan evrusvæðis fara inn á nýtt stig.

En Þýskaland virðist hafa orðið í nokkrum atriðum undir í deilum innan Bankaráðs Seðlabanka Evrópu, þannig að útspil dómaranna í Karlsruhe - - má nánast skilja sem mótleik fyrir hönd peningahyggju sinna í Þýskalandi.

Sem geta ekki hugsað sér peningaprentun á nokkru formi - - líta á þ.s. heilagt markmið að gjaldmiðlar hafi eins fast gengi og framast mögulegt sé, og að sjálfsögðu að verðbólga sé lág.

------------------------------------

Hvað er OMT? Þ.e. loforð Seðlabanka Evrópu um kaup án takmarkana á ríkisbréfum landa í vanda - - til þess að komast inn í slíkt prógramm. Þarf aðildarland ESB fyrst að óska formlega aðstoðar til björgunarsjóðs evrusvæðis. Eftir að viðkomandi aðildarland hefur formlega undirgengist sett skilyrði fyrir björgunarprógrammi af hálfu sjóðsins - - getur ESB komið til skjalanna. Er þá björgunarprógramm þá fjármagnað af Seðlabanka Evrópu með kaupum ríkisbréfa.

Þetta er þ.s. íhaldsamir þýskir peninga-istar fetta fingur út í, því að slíkt prógramm í eðli sínu felur í sér - - peningaprentun.

Þ.e. einmitt niðurstaða dómstólsins í Karlsruhe - - og að slíkt sé algerlega ólöglegt.

Þess vegna setja þeir skilyrði sem skv. þeirra mati mundu duga til þess að "OMT" verði löglegt:

  1. Að kaup séu takmörkuð.
  2. Að tryggt sé að skuldir viðkomandi aðildarlands séu ekki - skornar niður.
  3. Að aðildarland samþykki öll skilyrði sambærileg við þ.s. lönd í dæmigerðu björgunarprógrammi hafa orðið að undirgangast.

Að sjálfsögðu - - gengur það ekki upp að "OMT" prógramm sé takmarkað.

Því þá missir það alfarið marks.

 

Setur þetta evruna í hættu?

Það þarf ekki að vera - - en Spiegel bendir á að Seðlabanki Evrópu hefur önnur tæki sem hann getur gripið til í staðinn.

  • Ef það þarf að berjast við - - verðhjöðnunarhættu.
  • Eða ef Ítalía sýnir vaxandi veikleika, t.d. kom fram í áhugaverðri frétt um daginn:  Italy rejects ‘bad bank’ plan over credit rating fears. Þar kom fram að "slæm" lán væri hratt vaxandi vandamál innan ítalska bankakerfisins. Skv. frétt hafnaði Letta forsætisráðherra því að ríkið mundi standa að formlegum stuðningi við banka með uppsetningu svokallaðs "slæms banka." Vegna þess að slík inngrip mundu geta sett "lánhæfi" Ítalíu í frekari hættu. 
  • Það gæti verið áhugavert að fylgjast með því hvað gerist í tengslum við ítalskar fjármálastofnanir, þegar Seðlabanki Evrópu loks keyrir sitt "stress próf" en í frétt þann saman dag, lýsti nýskipaður stjórnandi sameiginlegs bankaeftirlits ESB: Let weak banks die, says eurozone super-regulator. Akkúrat þ.s. fyrirsögnin segir.
  • Ég eiginlega efa það, að þó svo að "OMT" sé a.m.k. um sinn "dauður bókstafur" og líklega í reynd að fullu og öllu, að allt fari í háa loft þegar í stað - - heldur að til þess þurfi einhvern "trigger" atburð.
  • Bankaprófið getur sannarlega reynst vera sá "trigger" - - eftir að dómararnir í Karlsruhe hafa sennilega eyðilagt alfarið "OMT."

Mario Draghi talaði t.d. nýverið um möguleika þess efnis að "ECB" mundi kaupa "bankalán" frá aðildarlöndum með bankakerfi í vanda - - með því að þeim verði fyrst umbreitt í afleiður.

Tæknilega hefur ECB einnig komist upp með að kaupa ríkisbréf aðildarríkja á "endursölumarkaði" þ.e. hingað til hefur a.m.k. enginn dómstóll með lögsögu yfir "ECB" bannað slík kaup.

Þ.e. tæknilega ekkert til fyrirstöðu - - jafnvel að "ECB" hefji formlegt "QE" skv. fyrirmynd "US Federal Reserve" eða "Bank of England."

Draghi sagði þó í umræðu um "QE" frekar vilja kaupa bankalán með eftir að þau hafa verið færð í afleiðuform - "asset based sequrity."

  • Bankaráð ECB getur a.m.k. ákveðið að hundsa óánægju dómaranna í Karlsruhe, með því að ákveða að hefja - massíf kaup fjármögnuð með prentun.

En fyrst að stjórnarmenn Þjóðverja gátu ekki hindrað "OMT" á sínum tíma með mótatkvæðum sínum, þá líklega geta fulltrúar hinna aðildarríkjanna í bankaráðinu tekið slíka ákvörðun.

Ég bíst þó við að í kjölfar þess að hafa fengið svo harðar skammir frá Karlsruhe, muni menn þó hika með að rétta upp fingurinn. Enda gætu slík stigmagnandi átök haft afleiðingar.

--------------------------------

En vaxandi spenna við Þýskaland um stjórnun peningamála á evrusvæði - - getur auðvitað í vaxandi mæli varpað upp spurningunni um "Dexit" - þ.e. að Þýskaland yfirgefi evruna.

Það má jafnvel vera - að í "Dexit" geti verið viss björgun evrunnar fólgin.

Þ.s. ef Þýskaland fer, þá gengisfellur evran líklega í kringum 30%. 

Ef viðbótar lönd fylgja með svo sem Austurríki (líklegt) - Finnland (líklegt) - Holland (kannski), þá auðvitað verður gengissveiflan líklega stærri.

Jafnvel 40%.

Það mundi duga löndum í S-Evrópu og vel svo, til að leiðrétta sína samkeppnisstöðu.

Örugglega Frakklandi einnig - - ef við gerum ráð fyrir að Frakkland haldi sér innan hinnar gengislægri evru.

  • Þá gæti Þýskaland boðið Austurríki - Finnlandi - Hollandi, samstarf um nýtt Mark sem yrði þá þeirra sameiginlegi gjaldmiðill.
  • Þ.e. auðvitað hugsanlegt að flr. lönd mundu taka upp slíkt nýtt Mark, einna helst lönd efnahagslega háð Þýskalandi eins og Slóvakía - jafnvel Pólland og Tékkland.
  • Þannig að N/S-skipting gjaldmiðilssvæða yrði að veruleika.

 
Niðurstaða

Ég held að staða mála á evrusvæði sé áhugaverðari eftir úrskurð dómaranna í Karlsruhe en eftir. Líklega er "OMT" prógrammið "dautt." Samt á ég ekki von á því að allt fari í háa loft - a.m.k. ekki strax.

Eins og áður hefur komið fram, stendur Seðlabanki Evrópu frammi fyrir áhugaverðri peningamálaákvörðun í mars. Þegar ný langtímahagspá starfsmanna Seðlabanka Evrópu kemur fram, þ.s. þeir m.a. spá um þróun verðbólgu nk. 2-3 ár.

Ef eins og ég tel líklegt, í ljós kemur að hætta á verðhjöðnun er mun meiri en Mario Draghi hefur hingað til viljað kannast við - - þá sé ekki vafi á því að Stjórnlagadómstóll Þýskalands hafi að verulegu leiti bundið hendur fulltrúa Þýskalands innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu.

Svo sterk hafi orð dómaranna í Karlsruhe verið gegn nokkru því sem lyktar af peningaprentun.

------------------------------------

Niðurstaða þess fundar gæti dýpkað gjána í deilunni um peningastefnuna milli aðildarríkjanna enn frekar.

Þó að líklega mundi bankaráðið ekki taka neina afskaplega róttæka ákvörðun, er væri alfarið örugg að skapa mikla úlfúð innan Þýskalands í það sinnið.

Líklega því ekki prentun - - en kannski frekari vaxtalækkun.

  • Síðan líklega vona menn að það dugi til að stöðva áframhaldandi þróun í átt að verðhjöðnun - - sem það líklega ekki gerir.
  • Og menn vonast eftir því að niðurstaða Evrópudómstólsins muni taka af öll tímæli um lögmæti aðgerða Seðlabanka Evrópu - á annan hvorn veg.

En fram til þess tíma er sú niðurstaða liggur fyrir. Líklega gerist ekkert mikið.

En þegar sú niðurstaða er komin fram. Þá gætu mál orðið áhugaverð.

Jafnvel hugsanlegt að "Dexit/Gexit" verði að bærilega líklegum atburði.

 

Kv.


Ríkisstjórnin ætlar að hlaupa langhlaup í afnámi gjaldeyrishafta!

Það hefur vakið töluverða athygli hve ríkisstjórnin virðist óstressuð þegar kemur að spurningunni um losun gjaldeyrishafta - - t.d. hefur forsætisráðherra margsinnis sagt - það standa upp á kröfuhafa að koma með tilboð - hann hefur að auki sagt það ekki vera í verkahring ríkisstjórnarinnar að ræða við kröfuhafa.

Bjarni Ben tjáði sig um málið í dag í "þætti Gísla Marteins Sunnudagsmorgunn."

Mér fannst einna merkilegust ummæli sem komu fram í frétt RÚV í hádeginu á sunnudag frá Bjarna Ben - > að kröfuhafar ættu ekki að hafa rétt umfram aðra þar á meðal lífeyrissjóði, Íslendinga í viðskiptum, nýja fjárfesta og Íslendinga í margvíslegum erindagjörðum - þegar kemur að "aðgangi" að takmörkuðum gjaldeyri landsins.

Varðandi ummæli sem höfð eru eftir Bjarna Ben í þætti Gísla Marteins: Afnám hafta gæti hafist í ár

 

Rifjum upp hvað AGS sagði um losun hafta árið 2012

AGS útskýrði málið í skýrslu: Selected Issues

Rétt að árétta að tölur skýrslunnar byggja á tölum frá 2011.

  1. "...the potential capital outflows from residents’ portfolio rebalancing could range from 30 to 45 percent of 2011 GDP"
  2. "...with non - pension - fund residents contributing to slightly below half of the outflows. "

Þær tölur eru því eðlilega úreltar - - nú er febrúar 2014.

  • Úrelt í þessu samhengi þíðir líklega - - að tölurnar eru stærri.

Þannig að þeir nefna kostnaðarsvið frá 30% - 45% af þjóðarframleiðslu.

Þá er líklega kostnaður nær hærri helmingnum.

  1. Ég bendi á ábendingu AGS þess efnis, að kostnaður vegna lífeyrissjóða sé líklega um helmingur þess fjár sem leita muni úr landi.
  2. Það er væntanlega á þetta fé sem við hefur bæst - - þ.e. vegna þess að hagvöxtur 2012 var minni en 3% en sjóðirnir þurfa að ávaxta rúmlega 100ma.kr. per ár, svo lífeyriskerfið gangi upp og það á 3% raunávöxtun. Til þess að hagkerfið standi undi því þarf þá a.m.k. 3% hagvöxt.
  3. Sennilega var 3% hagvöxtur á Íslandi 2013. Þannig að það má vera að nýtt fé sjóðanna hafi fundið nægileg ávöxtunartækifæri árið 2013 hérlendis. Svo viðbótar upphleðsla fjármagns sem vill út sé ekki það ár - bara 2012.
  • OK, það mætti hugsa sér að halda landinu í höftum nægilega lengi til þess að uppsafnað fé sjóðanna, geti fundið sjálfbæra ávöxtun hér innanlands.
  • Til þess að það gangi upp, yrði hagvöxtur líklega að vera yfir 3% í einhver ótilgreindan árafjöld, þannig að smá gengi á uppsafnað fé sjóðanna og á sama tíma væri ekki um nýja uppsöfnun að ræða.
  • Sem þíddi að höftin væntanlega færu ekki af fyrir lok kjörtímabils.

Það stendur ekki til ef marka má Bjarna Ben.

---------------------------------------------

Bjarni Ben - ->

  1. Afnám gjaldeyrishafta gæti hafist í ár, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
  2. „Það getur gerst á þessu ári, en það fer eftir því hvort hægt er að samstilla væntingar allra þeirra sem eiga í hlut."
  3. „Ég vil bara skjóta því að varðandi höftin, þau munu ekki fara í einu vetfangi, þannig að einn daginn eru þau og næsta dag ekki,"
  4. „Þau munu fara í skrefum þannig að þetta verður tímabil þar sem þau smám saman hverfa. Hvað tekur við? Við þurfum að tryggja að við séum með stöðugleika, að við séum ekki að reka ríkissjóð með miklum halla, það sé ekki undirliggjandi gríðarlega mikill verðbólguþrýstur, að það sé þokkaleg ró á vinnumarkaði, að við séum að gera það sem þarf til að draga fram fjárfestingar og skapa ný störf, því það þarf að fylgja í kjölfarið trú á framtíðina. Ella munu Íslendingar, fyrirtæki, aðrir vilja snúa krónunum sínum í erlendan gjaldeyri, með neikvæðum afleiðingum fyrir gengið og geyma peningana sína í öðrum myntum. Við viljum opna fyrir sem allra mest frelsi og erum háð því eins og allar aðrar þjóðir að menn hafi trú á því sem er að gerast. Það er liður í því sem við erum að vinna að núna."
  • Við vorum sem sagt, í raun og veru að reka landið á yfirdrætti," sagði Bjarni og kvað síðustu ár hafa farið í að greiða það til baka. „Það er mjög sársaukafull aðgerð."
  • Hann sagði reynslu Evruþjóða af fjármálakreppu síðustu ára einnig hafa haft áhrif á skoðanir sínar. „Það sem við sjáum gerast þar er í raun og veru katastrófa fyrir einstök ríki. Ég hef færst á þá skoðun að við Íslendingar verðum einfaldlega að sýna þann aga sem fylgir því að reka eigin mynt," sagði Bjarni. Það væri agi sem Íslendingar yrðu að tileinka sér sjálfir, hann væri ekki hægt að flytja inn með annarri mynt.

---------------------------------------------

Þetta bendir til þess að ríkissjórnin ætli að fylgja ráðleggingum AGS sem koma fram í skýrslunni að ofan - að losa höft smám saman á löngum tíma.

Ég átta mig þó ekki á því hvernig hún ætlar að leysa vanda þann sem snýr að fjármagni lífeyrissjóðanna - - sem AGS áætlaði skv. tölum 2011 að væri um helmingur þess fjármagns sem vill úr.

Það kemur kannski vísbending í máli Bjarna þess efnis, að það þurfi að "samstilla væntingar allra þeirra sem eiga í hlut" - Ég veit ekki hvernig ríkisstjórnin hyggst stilla af væntingar kröfuhafa "ef hún ræðir ekki við þá."

Það hefur margsinnis fram komið - - að það sé ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að stunda beinar viðræður við þá, en ef það á að samstilla strengi - - tja, hljómar rökrétt að eiga sameiginlega fundi með fulltrúum lífeyrissjóðanna og erlendra kröfuhafa.

En ef marka má ummæli Bjarna Ben þess efnis að kröfuhafar eigi ekki meiri rétt, þá væntanlega eiga þeir þá a.m.k. ekki - - smærri rétt.

  • Menn þurfa að muna eftir "jafnræðisreglu ESB sem gildir hér" svo örugglega koma ákvæði stjórnarskrár um vernd eignaréttar eitthvað við sögu.

 
Ég er samt algerlega sammála Bjarna um eitt

Sem er það - að gagnlegt sé að stuðla að hagvexti og jafnvægi innan íslenska hagkerfisins.

  1. Hagvöxtur skiptir máli því hann eflir bjartsýni um framtíðina.
  2. Því meir sem stöðugur hagvöxtur er meiri. 
  • Í því samhengi að sjálfsögðu skiptir einnig máli hvernig aðrir þættir ganga:
  1. Hvort allt logi í verkföllum.
  2. Hvort kjarasamningar séu raunhæfir þannig að ekki stefni í að neysla hérlendis fari upp fyrir þ.s. gjaldeyrir fyrirsjáanlega er til fyrir.
  • Þannig að Bjarni er örugglega einnig að tala um - - > Væntingar verkalýðsfélaga.

Hann er þá væntanlega að meina tvennt:

  1. Framvindan sé "sjálfbær."
  2. Að hagvöxtur sé stöðugur og a.m.k. bærilegur.

 

Sjálbærir kjarasamningar - - > þ.e. að ekki stefni í að neysla fari upp fyrir þ.s. fyrirsjáanlega er til af gjaldeyri. Er auðvitað þáttur í því að efla "traust" á gjaldmiðlinum.

En gengið hlýtur að falla ef það ástand skapast að stefni í að neysla fari upp fyrir þ.s. landið hefur í tekjur af gjaldeyri - með teknu tilliti til þess fjármagns sem þarf stöðugt að streyma út til að standa undir erlendum gjaldeyrisskuldum.

Ef þessi framvinda er bersýnilega ekki að ganga upp - - t.d. vegna þess að eftir "langvarandi verkföll" verkalýðsfélög knýja í gegn launahækkanir sem eru umfram þ.s. þjóðarbúið framreiknað á með teknu tilliti til skulda. Þá eðlilega mun gengið lækka meir en ella, ef losað er um höft.

  • Það virðist vera töluvert vandamál hérlendis að fá verkalýðsfélög til að - - horfa á heildarmyndina.
  • T.d. hafa kennarar sett fram kröfu um ca. 16-17% launahækkun - - > sem er í reynd ekkert minna en krafa um að kennarar fái meira til sín af heildarkökunni. Þ.e. aðrar stéttir fái minna en þær stéttir annars geta fengið - en heildarkakan er af takmarkaðri stærð.
  • Ef kennarar eiga að fá þetta mikið, verða aðrir að fá minna en þeir geta annars fengið, ef launahækkun kennara væri í takt við launahækkun annarra.

 

Framvindan sé sjálfbær - - > Þarna er ég að vísa til útgjalda ríkisins. Þarna blandast þó kjarasamningar inn - - því stærsti einstaki útgjaldaliður ríkisins eru laun.

  1. Ríkisstjórnin verður þá að sína festu!
  2. En það getur ekki gengið ef á að skapa sjálfbæra framvindu, að einstakar stéttir fái að komast upp með - - að taka til sín meir en þeim ber. Það hleypir íllu blóði í aðrar stéttir launafólks, og getur sett allt í háa loft. Útilokað sátt við launafólk.
  3. Það þíðir að ríkisstjórnin getur þurft að "brjóta langvarandi verkfall kennara" sem líklega stefnir í.

Hún getur þurft að taka "Thatcher" á þetta - - kennarar séu á Íslandi hugsanlega í hlutverki "kolanámumanna" og formaður félags kennara sé þá í hlutverki "Scargill" sem var formaður félags kolanámumanna í Bretlandi á sínum tíma.

Á ég ekki von á því að það taki rúmt ár - - eins og það tók að brjóta niður verkfall kolanámumanna.

En þetta getur verið eina leiðin - - já það kostar samfélagið mikið, en það mun einnig kosta samfélagið mikið ef hér fer verðbólga í 10% hugsanlega jafnvel yfir 10%, ef í kjölfar kjarasamninga kennara ef þeir væru upp á mun hærri prósentu en aðrir fá. Þá væru líkur á að önnur félög mundu heimta það sama eða a.m.k. mun meir en þær stéttir hafa fengið.

  1. Það er ekki eins órökrétt eins og það fljótt virðist - - því að þetta snýst um "skiptingu á kökunni" þegar allir vita að gengið mun lækka og verðbólga fara af stað.
  2. Þá fara hinar stéttirnar að reyna að toga sneiðaskiptinguna til baka - - þeir vita vel að það hækkar verðbólgu, en ef þær stéttir geta lagað aftur til baka það hlutfall af heildarkökunni sem þær stéttir fá - - þá mundu kennarar aftur lækka launalega hlutfallslega við hina eins og ef þeir hefðu bara fengið svipaðar launahækkanir og aðrir - í fyrra snúningnum.
Að slík átök milli stétta launafólks fari af stað - - mundi þá hækka verðbólgu sífellt!

Og þar með skaða þann hluta launafólks - - sem skuldar verulegar upphæðir.
  1. Þá mundi baráttan við kennara, nú - - snúast um að forða slíkum millistéttaátökum.
  2. Því þeirri útkomu að hugsanlega skapist verðbólguholskefla jafnvel langt yfir 10%.

En ef það gerist - - þá er held ég algerlega öruggt einnig.

Að ríkisstjórninni tekst ekki að losa höft fyrir lok kjörtímabils.

Þannig að mín ráðlegging til ríkisstjórnarinnar er:

  1. Ef kennarar halda fast í kröfur um stórfelldar "launaleiðréttingar" eins og þeir kalla kröfu sína.
  2. Þá skuli ríkisstjórnin stefna að því að "brjóta verkfall kennara með öllum tiltækum ráðum" og að auki undirbúa að það geti staðið lengi þ.e. mánuðum saman.

Hálft skólaár getur tapast- - jafnvel hugsanlega heilt. En ég efa að félag kennara hafi það langt úthald.

Þó svo að tjón samfélags verði mikið, þegar foreldrar geta ekki unnið báðir tveir fulla vinnu!

Þá líklega verði það stærra ef verðólguholskefla gengur yfir! Í kjölfar "stéttastríðs."

-----------------------------------

Ef ríkisstjórninni tekst að stilla af væntingar - - verkalýðsfélaga!

Þá er "bara eftir" að stilla af væntingar kröfuhafa.

Og fulltrúa lífeyrissjóðanna!

  • Og eins og ég sagði, ég veit ekki hvernig hún hefur hugsað sér að stilla af þeirra væntingar, án þess að ætla ræða beint við báða aðila annaðhvort í sitt hvoru lagi eða samtímis.

 

Niðurstaða

Það er ljóst að framundan er hörð barátta hjá ríkisstjórninni. Ef á að takast að stilla af væntingar samfélagsins svo að framtíðin geti verið sæmilega stöðug og með bærilega lága verðbólgu.

En Bjarni hefur algerlega rétt fyrir sér með það - - að ef það tekst ekki að skapa slíkan stöðugleika væntinga, þannig að ekki sé verið að gera kröfur til meir en þess sem atvinnulíf á Íslandi getur skaffað, og þess sem ríkið með sjálfbærum hætti út frá fjárhagslegri stöðu þess getur skaffað. 

Þá líklega verður ekki mögulegt að losa höft.

En það þíðir einnig, að slíkur óstöðugleiki mundi að háum líkindum leiða til vandræða - - ef Ísland mundi hafa annan gjaldmiðil.

En ef neysla eykst hérlendis umfram þ.s. til er gjaldeyrir fyrir, með teknu tilliti til þess fjármagns sem þarf að fara út til að standa undir gjaldeyrisskuldum.

  • Þá skapast viðskiptahalli - - og Ísland getur aldrei fjármagnað viðskiptahalla nema í skamman tíma.
  • Ennþá skemmri tíma nú en vanalega, vegna slæmrar stöðu þjóðarbúsins. 

Mín skoðun er nefnilega sú - - að mjög stór hluti þess óstöðugleika sem hefur verið viðvarandi hérlendis, sé vegna "væntinga" um lífskjör umfram getu hagkerfisins.

En þær væntingar séu stöðugt skapaðar af "samanburði" sem stéttir vinnandi manna eru að gera við "Norðurlönd." Þ.s. laun hafa verið hærri - sannarlega. En við lifum á Íslandi ekki í Noregi með gríðarlegar olíutekjur eða Svíþjóð þ.s. er miklu þróaðra framleiðsluhagkerfi en hérlendis.

Þó svo að Noregur eða Svíþjóð geti skaffað meir - - þíðir það ekki að Ísland sem er minna gjöfult af auðlindum "þó svo þær séu samt umtalsverðar hér" en Noregur geti skaffað það sama - eða að Ísland sem hefur minna þróað framleiðsluhagkerfi en Svíþjóð geti skaffað það sama.

Ef við viljum það sama - - þarf fyrst að skapa grundvöll fyrir því.

Annars getur ekki gengið upp - - að hækka laun til að nálgast stöðu launafólks í þeim löndum.

Slíkar tilraunir meðan grundvöllurinn er ekki fyrir hendi - - leiða þá með fullkomnu öryggi til síendurtekningar "gengisfellinga" þegar viðskiptahalli knýr á um annaðhvort að fella gengi eða taka upp innflutningshöft.

Ég man ekki tilvik þess að stór hagsveifla á Íslandi hafi ekki endað í viðskiptahalla - - þ.e. neysla hafi alltaf endað yfir því sem tekjur eru til fyrir. Þá gengur á gjaldeyrisforða, og á endanum er það alltaf spurning um að "fella gengið" - "taka upp höft" - "að slá lán fyrir hallanum."

4. valkostur er ekki til. Færeyjar hafa "góða mömmu sem gefur mér pening."

----------------------------------

Þ.s. þetta allt virðist segja er - að ríkisstjórnin stefni að losun hafta fyrir lok kjörtímabils. Hún ætli fyrst að skapa hér stöðugt ástand. Núna sé hún í fasanum átök við "vinnandi stéttir."

Síðan þegar því verði lokið ef við gerum ráð fyrir að lending hafi verið skynsamleg, að þá komi að fasanum - - átök við kröfuhafa og fulltrúa lífeyrissjóða.

Ef átök við stéttafélög dragist á langinn, geta þau þá væntanlega tafið úrlausn hins málsins. Jafnvel hindrað alfarið.

Það sé kannski áhættan sem ríkisstjórnin tekur - - að brenna hugsanlega inni með höftin. Ég nefni það í færslu ekki fyrir löngu, hvað þá getur gerst ef ríkisstjórnin lendir í því að brenna inni með höftin við lok kjörtímabils: Verða gjaldeyrishöftin út kjörtímabilið?

 

Kv.


Skil ekki af hverju verkalýðshreyfingin vill evru

Til þess að skilja hvað ég á við þarf að skoða hvað hefur gerst á evrusvæði síðan það var stofnað. Nýlega kom fram mjög merkileg skýrsla starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB : Quarterly Report on the Euro Area. Þar kemur fram spá um framtíðarvöxt á evrusvæði þess efnis að hagvöxtur verði flest árin til 2023 einungis 0,9%.

En þ.s. áhugaverðast er við greiningu þeirra er þó - að hagvöxtur í aðildarlöndum evrusvæðis skuli hafa verið í rénun alveg frá stofnun evrunnar.

Þetta sést m.a. á myndinni að neðan - - sbr. línuna "Euro Area Potential Growth."

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/potential_growth.jpg

En þetta er ekki allt, önnur mjög áhugaverð skýrsla er einnig komin fram skrifuð af þýskum sérfræðingum, þeim Christian Dustmann, Bernd Fitzenberger, Uta Schönberg, Alexandra Spitz-Oener. Hlekk á það plagg má sjá: "From Sick Man of Europe to Economic Superstar: Germany’s Resurgent Economy.".

Þar kemur fram að Þýskaland náði fram efnahagslegum viðsnúningi á sínum tíma, með því að "lækka laun verkafólks" og með því að "skerða réttindi verkafólks" sbr:

  1. "The percentage of German workers that were not covered by an agreement in 1995 –1997 was highest in the tradable services (22 percent), as compared to tradable manufacturing (9.8 percent) and nontradables (12 percent)."
  2. "By 2006 –2007, noncoverage had sharply increased in all three sectors to 40, 27, and 32 percent in the tradable services, manufacturing, and nontradables respectively, and this share continued to rise."
  3. "By 2010, according to the German Structure of Earnings Survey, 41 percent of all employees in firms with at least 10 employees in the sectors Manufacturing, Mining, and Services are not covered by any collective wage agreement (StaBu 2013)."
  • "From 1995 to 2008, the share of employees covered by industry-wide agreements fell from 75 to 56  percent, while the share covered by firm-level agreements fell from 10.5 to 9 percent."

Síðan má skoða á mynd sem sérfræðingarnir hafa teiknað upp - - launaþróun í Þýskalandi!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0003.jpg

  1. Takið eftir því hve laun "verkafólks" þ.e. fólks í lægstu launaþrepum, hafa lækkað mikið síðan 1995.
  2. Takið síðan eftir því hve laun hæst launuðustu hópanna hafa risið á sama tíma.
  • Niðurstaða, gríðarleg aukning "launamunar."
  • Á sama tíma og víðtæk skerðing réttinda launafólks sérstaklega þeirra í lægstu launaþrepum, virðist hafa gerst.


Hvað er það sem átt er við með því að "auka sveigjanleika vinnumarkaðar?"

Það er mikil umræða um það, að Evrópulönd verði að "auka sveigjanleika" vinnumarkaðar.

Hvað akkúrat - - er það?

Það herrar mínir og frúr, er það að endurtaka þá þróun sem gerðist í Þýskalandi - í gervallri Evrópu.

  1. Málið er að sennilega er á ferðinni - - rökrétt afleiðing af upptöku evru. Skerðing réttinda og launa fólks í lægri launaþrepum.
  2. Á sama tíma og launaðar stéttir sem hafa sterkari samningsstöðu, halda frekar sínum launum og fríðindum. 

En vandinn er sá að þegar evra er tekin upp í stað eigin gjaldmiðla sem unnt var að gengisfella, þá þarf að beita launalækkunum í staðinn, ef eins og verið hefur í gangi sl. ár að atvinnuvegir Evrópu lenda í stöðugt erfiðari samkeppni við "láglaunalönd" Asíu.

  • Menn standa frammi fyrir því "grimma" vali að láta störfin fara eða lækka laun.

----------------------------

Ef til evrunnar hefði aldrei verið stofnað, og eldra fyrirkomulag enn verið til staðar. Þá hefðu gjaldmiðlar landanna lækkað - - eftir því sem þrýstingur Asíulanda hefði aukist.

  • Gengislækkun hefur nefnilega einn kost - - að hún er tiltölulega "réttlát."
  • Þ.s. hún lækkar laun um sama hlutfall hjá öllum - - það þíðir að hærra launaðir tapa meira.

En á hinn bóginn, þegar það þarf að beita beinum launalækkunum, þá hafa betur menntaðar og launaðar "stéttir" að því er virðist - - betri aðstöðu til að verja sín kjör og réttindi.

Þannig að "leiðrétting" kostnaðar er þá látin bitna - - langsamlega mest á lægri launum eða jafnvel sbr. grafið að ofan, alfarið á þeim.

Útkoman er þá þ.s. sést - - hratt vaxandi launabil.

----------------------------

Hversu slæmt sem það fyrirkomulag að hvert land hafi sinn gjaldmiðil annars kann að vera, þá hefur launamunur á vesturlöndum verið í rénun lengst af frá Seinna Stríði.

En síðan ca. 2000 hefur öfugþróun verið í gangi, ekki bara í Evrópu heldur í Bandaríkjunum einnig, reyndar má vera að hún hafi hafist nokkru fyrr í Bandar. - - það eru líkur á því að samkeppni frá láglaunalöndum hafi mikið með það að gera.

Það blasir við að ef sú stefna sem einkennt hefur Þýskaland undanfarin ár - - verður endurtekin í Evrópu, eins og er mikill þrýstingu á að gerist m.a. frá Þýskalandi og stofnunum ESB.

Að svipuð þróun muni endurtaka sig um álfuna alla, þ.e. að launabil muni aukast mjög mikið, því að líklega haldi sérfræðingalaun áfram að hækka.

En þörf atvinnulífs fyrir kostnaðarlækkanir, lendir þá alfarið - - á láglaunahópunum.

Því að betur stöddu hóparnir - - hafi betri samningsstöðu, og muni því vera í betri aðstöðu til að halda sínum launum og réttindum.

Þannig að það sama gerist, að lægstu hóparnir séu sviptir þeim réttindum sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir um áratugi að koma á - - og að auki verði laun þeirra stórlega skert.

En hóparnir fyrir ofan, haldi sínum réttindum og launum.

----------------------------

Svo er það eitt enn, að til þess að viðhalda samkeppnishæfni "launakostnaðar" þurfa evrusvæðis löndin líklega í framtíðinni - - að viðhalda umtalsvert meira atvinnuleysi en líklega hefði verið þörf fyrir ef þau hefðu haldið sínum "gengisfallandi" gjaldmiðlum.

Ástæðan er sú, að líklega er eina leiðin í kerfi þ.s. ekki er mögulegt að fella gengi, ef á að ná fram því markmiði að halda aftur af launahækkunum; að viðhalda nægilega miklu atvinnuleysi - svo að verkafólk hafi ekki nægilega öfluga samningsstöðu til að knýja fram umtalsverðar launahækkanir.

En það fylgir eðli máls að eftir því sem atvinnuleysi skreppur saman, þá styrkist samningsstaða launafólks - - þannig að það á auðveldar um vik í samningum við sína vinnuveitendur.

  • Ef menn eru að horfa á samfélagið í heild - - þá er atvinnuleysi skaðlegt.
  • Því það þíðir að til staðar eru hendur sem geta unnið, sem ekki nýtast - - þ.e. glötuð framleiðsla.
  • Að auki þá þíðir það einnig það, að þær vinnandi hendur sem ekki geta fengið vinnu, ná ekki að þróa sína hæfni - sú hæfni sem býr í þeim einstaklingum nýtist ekki samfélaginu.

Samfélög tapa því með mjög margvíslegum hætti á atvinnuleysi. Það felur í sér "glataðan" hagvöxt þvú glataða velmegun og auðvitað tjón fyrir þá einstaklinga sem lenda í þessu.

----------------------------

Þ.e. nefnilega kostur þess möguleika að geta fellt gengi, að þá "er unnt að aðlaga launakostnað" án þess að þörf sé á að búa til mikið atvinnuleysi - - til að leysa úr aðlögunarþörf.

Þetta er örugglega megin ástæða þess, af hverju atvinnuleysi er meðaltali mun minna í löndum með eigin gjaldmiðil í Evrópu.

  1. Þegar þú ert með allar vinnandi hendur í vinnu, þá ná allir að þroska sína hæfileika sem hafa áhuga á því - - þetta er því mjög "mannúðlegt."
  2. Svo leiðir það að þá er einnig verið að nýta allt vinnuafl, til þess að framlag þess til hagvaxtar og velmegunar samfélagsins er þá "hámörkuð."
  • Ég held að þarna liggi stór ástæða þess - - af hverju evran hefur dregið svo hratt úr mögulegum hagvexti í aðildarlöndum evrusvæðis.

En með því að skapast hefur þörf fyrir mjög mikla atvinnuleysis aukningu, þá um leið "eðlilega" minnkar til muna framlag vinnuafls til "hagvaxtar."

Þetta má sjá t.d. í skýrslu starfsm. Framkvæmdastjórnar ESB:

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_1226035.jpg

Horfið á stöðuna eins og hún er í dag - - núna er framlag vinnuafls "neikvætt" þ.e. þróun á vinnumarkaði er að "draga úr hagvexti."

Restin af myndinni - - er spá um framtíðina, tja - - sem engin leið er að vita í dag hvort rætist.

  • Takið eftir - - að framlag vinnuafls hefur farið úr "positive" yfir í "negative."

Vandinn er sá - - að þrýstingurinn frá Asíu er ekkert í rénun á allra næstu árum.

Það verði því stöðugt a.m.k. næstu ár og kannski meir en næsta áratug, til staðar álag á samkeppnishæfni fyrirtækja sem framleiða varning í Evrópu.

Og þ.s. gengislækkanir eru úr myndinni - - sé því þörf fyrir að viðhalda stöðugu ástandi umtalsverðs atvinnuleysis - - svo að fyrirtækin geti haldið að nægilegu marki aftur af launaþróun.

  • Það þíði, að framlag launamanna til hagvaxtar - - muni áfram haldast "skert."

Ég skal ekki segja - - skert akkúrat að hvaða marki.

En ég er viss um það, að það mun ekki verða mögulegt að lækka atvinnuleysi niður undir þá stöðu er var til staðar fyrir kreppu, heldur verði þörf fyrir áframhaldandi atvinnuleysi sem muni áfram vera umtalsvert meira en þegar það var lægst fyrir kreppu.

  • Þetta þíði í reynd að evrusvæði muni hafa með varanlegum hætti - líklega.
  • Skert framlag vinnumarkaðar til hagvaxtar.
  • Og ég efa að "meint" aukin skilvirkni sem evran á að framkalla, dugi til að bæta upp það "hagvaxtartjón" sem í því felst.

 Hagvaxtartjón - - þíðir einnig "skert framtíðar lífskjör."


Niðurstaða

Ég er í engum vafa á því að evran sé að framkalla umtalsverða aukningu á atvinnuleysi í aðildarlöndum - þá vísa ég til meðaltals. Sem líklega verði varanleg breyting. Það þarf ekki að vera að það geti ekki minnkað úr núverandi stöðu þ.e. 12%. En það sé afar ólíklegt að það minnki í þær tölur sem voru fyrir kreppu.

Það sé vegna þess að aðlögunarþörf atvinnulífs í aðildarlöndum verði stöðug nk. ár og líklega a.m.k. nk. áratug - ef ekki lengur. Því stöðug þörf fyrir aðhald í launakostnaði.

Þegar þú ert í aðstöðu þ.s. engin leið er að fella gengi, þá leiði það rökrétt til þess - að þörf er á að viðahalda nægilega miklu atvinnuleysi svo að samkeppnisstaða vinnuveitenda í samningum á vinnumarkaði, sé nægilega sterk - svo þeir geti haldið aftur af launahækkunum.

Meira atvinnuleysi - - þíði beinan missi á "mögulegum" hagvexti. Því þá sé ekki verið að nýta alla þá framleiðslu sem "tæknilega" sé til staðar.

Það þíði "varanlegan" missi á framtíðar lífskjörum.

----------------------------

Ef við skoðum skýrslu starfsm. Framkvæmdastj. ESB - - þá er skv. spá þeirra, einungis 3-skilvirkustu löndin með sambærilegan hagvöxt árin til 2023 og þau höfðu árin á undan kreppu. Önnur séu með mismunandi mikið skertan framtíðar vöxt samanborið við árin á undan kreppu yfir það tímabil.

Og ég vil meina - - að þetta sé einmitt rökrétt útkoma af evrunni.

Hún skerði hagvöxt - - í stað þess að auka hann.

Þar með skerði hún einnig - - framtíðar lífskjör.

Þessi þróun hefði ekki gerst ef löndin hefðu haldið sínum gjaldmiðlum, en þegar þ.e. mögulegt að fella gengi, þá er ekki þörf á að viðhalda atvinnuleysi til þess að skapa vinnuveitendum samkeppnisstöðu gagnvart verkafólki á vinnumarkaði - - þess í stað er unnt að lækka gengið þegar þess er þörf vegna stöðu atvinnurekenda. Síðan vegna þess að atvinnuleysi helst áfram lítið, þá halda launamenn sterkri samningsstöðu, sem leiðir til þess að laun þeirra hækka hratt að nýju. Þannig að tap þeirra er alltaf tímabundið - þegar kemur að launum. 

Sannarlega þíðir það ástand, að leiðrétt sé með gengi - - að verðbólga er hærri og vextir á lánsfé.

En á móti er unnt að viðhalda mun hærra atvinnustigi, þannig tryggja að framlag vinnuafls til hagvaxtar sé hámarkað - - og því er samtímis mögulegur hagvöxtur þess hagkerfis einnig hámarkaður.

Sem þíðir að yfir lengir tíma litið, verði þróun lífskjara hagstæðari - - en í hinni sviðsmyndinni.

----------------------------

Það áhugaverða er - - að líklega verður launamunur í hagkerfinu með "gengisfallandi" gjaldmiðil einnig - - mun minni.

Því leiðrétting með gengi, kemur jafnt á alla launahópa þ.e. í sama hlutfalli.

Meðan að leiðrétting í fastgengiskerfi er líkleg að bitna meir á "láglaunahópum" en öðrum sbr. þróun þá sem hefur verið í gangi innan Þýskalands.

  • Það sé því heilt yfir mjög sérstakt að ísl. verkalýðshreyfing skuli vilja endilega taka upp evru.

 

Kv.


Vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu hljómar sem biðleikur

Skv. ummælum sem koma fram sjá hlekk - Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 6 February 2014 - þá er að vænta nýrrar hagspár frá starfsmönnum "ECB" sbr. orð -

"Regarding the medium-term outlook for prices and growth, further information and analysis will become available in early March."

- þ.s. starfsmenn gera tilraun til að spá fyrir verðbólgu nk. tveggja til þriggja ára.

Þetta þíðir væntanlega það, að vaxta-ákvörðun Seðlabanka Evrópu í mars - gæti orðið áhugaverður atburður.

 

Seðlabanki Evrópu heldur vöxtum óbreyttum!

Markaðurinn bjóst greinilega við vaxtalækkun því að í kjölfar kynningar á ákvörðun bankaráðs "ECB" þá hækkaði gengi evrunnar nokkuð. 

En þ.e. mjög merkilegt að "veikasta" hagkerfið af risahagkerfunum í heiminum, skuli hafa sterkasta gjaldmiðilinn. En hágengi evrunnar að sjálfsögðu - magnar upp verðhjöðnunar hættuna.

Skv. nýlegum tölum EUROSTAT stendur meðalverðbólgan í 0,7%. Eftir að hafa í 2-mánuði mælst örlítið hærri en samt neðan við prósent.

Skv. Mario Draghi - - kom sú lækkun á óvart.

  • "Inflation expectations for the euro area over the medium to long term continue to be firmly anchored in line with our aim of maintaining inflation rates below, but close to, 2%."

Ég veit ekki hvernig í ósköpunum þeir "geta haldið þessu fram" að verðbólgan síðar meir muni vera í samræmi við markmið "ECB" þegar þeir viðurkenna síðan, að hún muni vera afskaplega lág a.m.k. nk. 2-3 ár.

  • "As stated previously, we are now experiencing a prolonged period of low inflation, which will be followed by a gradual upward movement towards inflation rates below, but close to, 2% later on."

Það verður áhugavert að vera "fluga á vegg" þegar niðurstöður greiningar starfsm. bankans liggja fyrir um þetta framhald, nk. 2 - 3 ár.

"Output in the euro area is expected to recover at a slow pace. In particular, some improvement in domestic demand should materialise, supported by the accommodative monetary policy stance, improving financing conditions and the progress made in fiscal consolidation and structural reforms. In addition, real incomes are supported by lower energy price inflation. Economic activity is also expected to benefit from a gradual strengthening of demand for euro area exports. At the same time, although unemployment in the euro area is stabilising, it remains high, and the necessary balance sheet adjustments in the public and the private sector will continue to weigh on the pace of the economic recovery."

Akkúrat - - löturhægur hagvöxtur er hafinn. Og hann mun áfram a.m.k. nk. 2-3 ár vera löturhægur. 

Nefni að spámenn Framkvæmdastjórnarinnar spá meðalhagvexti til 2023 í kringum 1%. 

  • "Annual growth in M3 moderated to 1.0% in December, from 1.5% in November. "

Áhugavert að það hægir í 3-sinn á aukningu peningamagns. En margir hagfræðingar telja að þróun peningamagns, sé vísbending um þróun hagvaxtar ca. hálft ár fram í tímann.

Ég ætla ekki að slá neinu föstu um hvort þeir hafa rétt fyrir sér. En það gæti verið vísbending a.m.k. um það, að sá litli mældi vöxtur sem er til staðar.

Sé ákaflega brothættur - - og lítið þurfi út af bregða til að hann hverfi.

  • "As in previous months, the main factor supporting annual M3 growth was an increase in the MFI net external asset position, which continued to reflect the increased interest of international investors in euro area assets."

Eina ferðina enn, er meginástæða aukningar "breiðs peningamagns" innflæði evra frá útlöndum - líklega vegna þess að evrusvæði er nú með viðskipta-afgang sem heild. Þá leita evrur inn - - en ef evrusvæðið hefði viðskiptahalla þá mundu þær leita út.

Sem er eiginlega vísbending um það - að fyrir utan útflutningsdrifna hluta hagkerfisins.

Sé eiginlega ástandinu best lýst sem "kyrrstöðu."

Munum að Japan var með viðskipta-afgang allan tímann á milli 1990-2010. 

Mjög lítill hagvöxtur - - mjög lítil verðbólga - neyslu haldið aftur af erfiðri skuldastöðu margra neytenda og atvinnuleysi - - viðskipta-afgangur. Síðan er ástandið kórónað af "hækkandi gengi."

Og Mario Draghi heldur því enn fram, að verðhjöðnun sé ólíkleg:

"Let us ask ourselves what are the causes of such behaviour of inflation. First of all, we have to dispense once more with the question: is there deflation? And the answer is no. There is certainly going to be subdued inflation, low inflation for an extended, protracted period of time, but no deflation. The inflationary expectations continue to remain firmly anchored and we do not see much of a similarity with the situation in Japan in the 1990s and early 2000s."

Ég velti því stundum fyrir mér hvort hann er að gera tilraun til að tala niður - - hættuna af verðhjöðnun, með því að afneita henni - trekk í trekk.

James Mackintosh hjá Financial Times benti á að það hafi tekið 5 ár fyrir verðbólgu í Japan að hverfa, og síðan 2-ár til viðbótar. Fyrir verðhjöðnunina að verða föst í sessi:

Draghi smacks of hubris over ECB ‘success’

Evrukrísan hófst 2010 ca. í apríl þegar vandræðin í Grikklandi hófust. Nú er 2014. Ef við miðum við Leahmans krísuna 2008 og bankavandræðin í Evrópu vorið 2009. 

Þá er samt ekki þau 5 ár alveg liðin sem það tók Japan að enda í verðhjöðnun.

Með svo gríðarlegt atvinnuleysi - - stöðugt til staðar. Sem mun viðhalda "lamandi hönd" á eftirspurn. Ásamt því að atvinnuleysið sjálft minnkar mögulegan hagvöxt. 

Í ofan á lag, er skuldastaða aðildarríkjanna erfið. Fyrirsjáanlega mun aðhaldsstefnu ríkissjóða framhaldið - - mörg, mörg ár til viðbótar. Ekki má gleyma því að almenningur víða í Evr. er skuldugur sjálfur, og lélegur vöxtur þíðir að tekjuaukning almennings verður þá í besta falli hæg, þannig að skuldir lækki þá einnig í besta falli í miklum rólegheitum. Það einnig auðvitað er lamandi fyrir eftirspurn.

  • Þá blasir verðhjöðnunarhættan við.
----------------------------------
  • "The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) was -2.9% in December, after -3.1% in November."

Og enn heldur samdráttur útlána til atvinnulífs áfram.

 

Niðurstaða

Líklega er það mikið ósamkomulag innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu. Að Draghi er ekki mögulegt að leggja til neitt annað, en þennan biðleik til mars. 

Þannig að næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu er hugsanlega áhugaverð. 

En á meðan gerir "ECB" ekkert frekar til að vega gegn hinum jafnt og þétt minnkandi verðbólguþrýstingi. En því lengur sem "ECB" bíður því öflugari þurfa mótaðgerðirnar líklega að vera.

En ef verðhjöðnun nær að verða "föst í sessi" í S-Evrópu. Þá mun vart lengur nokkur getað efast um það að skuldastaða þeirra landa sé ósjálfbær. Meira að segja últra lág verðbólga í langan tíma, er varasöm þegar skuldir eru svo rosalega háar sem í Ítalíu. En þá þarf ef hagvöxtur fer ekki yfir 1%. Afgang af rekstri ríkisins í slíkum hæðum, að ég held að það sé ekki til neitt dæmi um það í hagsögunni að land sem sé lýðræðisríki hafi getað viðhaldið það miklum rekstrarafgangi yfir tímabil lengur en áratug. Og Ítalía þyrfti sennilega að viðhalda honum a.m.k. 20 ár samfellt.

Það yrði sennilega útilokað í ástandi verðhjöðnunar.

Kv.


Der Spiegel segir Þýskaland með áform um nýtt björgunarprógramm fyrir Grikkland!

Tvær greinar á vef Spiegel fjalla um málið þ.e. Berlin Weighs New Aid Package for Greece - - og - - Greece Plans to Impress Creditors With Good News.

Skv. Der Spiegel telja þýsk yfirvöld enn ákaflega margt í ólagi með gríska prógrammið:

"In a five-page internal memorandum to his ministry, entitled "Greece Position Paper,"...the bankrupt state's deficiencies are numerous, including the issue of fundamental problems in public administration that remain to be remedied. Tax authorities are unreliable, the creation of a nationwide land registry has stalled, and privatization isn't moving ahead. The job market has also failed to become as flexible as desired."

En á sama tíma er hljóðið í grískum stjórnvöldum allt í einu orðið "jákvætt" en skv. því sem þar er haldið fram, er Grikkland að hefja "viðsnúning." 

"According to a Greek Finance Ministry official, the good news will include the first increase of retail sales in 43 months, and the first rise in the purchasing managers' index in 54 months. The "super-weapon" in Stournaras' arsenal, however, is the hefty 2013 primary budget surplus, now estimated at €1.5 billion, well above the official budget forecast of €812 million." - "Athens also plans a return to the markets by the end of 2014 in what it believes will be a definitive sign that the Greek economy is out of the woods."

Það virðast hafa komið fleiri ferðamenn - sem kannski skýrir aukningu í viðskiptum verslana, og það virðist í gangi einhver aukning í útflutningi - kannski að launalækkanir séu farnar að skila einhverjum áhrifum.

Afgangur af "frumjöfnuði" fjárlaga þ.e. áður en tekið er tillit til kostnaðar af skuldum, ef þ.e. rétt að sá sé til staðar og þetta stór; þá styrkir það samningsstöðu grískra stjórnvalda. En afgangur af frumjöfnuði þíðir að "tæknilega" geta grísk stjv. þar með "hótað að neita að borga" þ.s. þau geta fjármagnað sinn eigin rekstur. Eru ekki þá lengur háð fjármögnun til þess að reka grunnþjónustu.

  • En þ.e. hola í gríska prógramminu sem hefur blasað við síðan á sl. ári upp á ca. 10ma.€.
  • Skuldir Grikklands nema í dag 176%.

Hugmyndir þess efnis að leita inn á lánamarkaði - - hljóma eins og fantasíu órar. Þó svo að vaxtakrafa Grikklands hafi lækkað mikið síðan markaðurinn fór að trúa því að ESB ætlaði ekki að láta Grikkland verða gjaldþrota, nánast "no matter what."

Þá samt er markaðurinn ákaflega dýr - milli 7-8% vextir fyrir 10 ára lán. 

Örugglega miklu dýrara en að fá viðbótar lánsfé frá aðildarríkjunum.

 

Spurning hvort að grísk stjórnvöld eru að tala upp stöðuna vegna slæmrar stöðu í skoðanakönnunum!

Það er orðið langt síðan að ég skoðaði fylgisstöðu stjórnmálaflokka á Grikklandi. Ég fann tvær áhugaverðar kannanir aðra frá miðjum desember en hina alveg glænýa þ.e. frá 5. febrúar.

New Poll Shows SYRIZA in the Lead

Eins og sést í könnuninni frá miðjum desember er SYRIZA að mælast stærsti flokkurinn.

metron_analysis_poll

Í hinni glænýju könnun - er megin andstöðuflokkurinn Syriza enn í forystu.

Greece’s Major Opposition Party Stable in the Lead

euro2

  • Það skiptir miklu máli - - að verða stærsti flokkurinn.
  • Því skv. grískum kosningalögum, fær stærsti flokkurinn alltaf 50 þingmenn að gjöf.
  • Þetta var gert á sínum tíma til að auka líkur á "eins flokks" þingmeirihlutum.

Þetta gæti auðvitað verið farið að hafa áhrif á afstöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar, gerir stjórnina síður viljuga til að - framkvæma frekari óvinsælar niðurskurðar aðgerðir. Eða að reka ríkisstarfsmenn. Eða að selja ríkisfyrirtæki.

Allt aðgerðir harðlega gagnrýndar af hinum ákaflega vinstrisinnaða Syriza flokki.

En við erum að tala um alvöru "harðlínu" vinstrimenn, svokallaða "anti" globalista.

Flokkur sem sennilega lítur á alÞjóðleg stórfyrirtæki sem eitt það versta sem búið hefur verið til í mannkynssögunni.

  • Í báðum könnunum er "Gullin Dögun" í öruggu 3-sæti.

Spurning hvort þetta eykur líkur á því að Grikkir segi einhliða "bless" við björgunarprógrammið og skuldirnar?

 

Hvað með stöðu flokkanna fyrir kosningar til Evrópuþings?

"The detailed poll shows that in first comes SYRIZA with 21.7 percent and follows New Democracy with 8.7 percent. Third is Golden Dawn with 7.1 percent and fourth is KKE with 5.1 percent. PASOK stands fifth with 4 percent and sixth is ANEL with 3.1 percent. DIMAR stands at 3 percent."

Takið eftir að fyrir utan "Nýtt lýðræði" sem er megin hægri flokkurinn í Grikklandi sambærilegur við Sjálfstæðisflokkinn á Íslandi.

Eru það eingöngu - - öfgaflokkar sem skipa efstu sætin skv. þeirri könnun.

En "KKE" eru grískir kommúnistar - - höfum í huga að grískir kommúnistar eru "unreformed" þ.e. þeir eru enn með þær sömu skoðanir og kommúnistar höfðu fyrir fall Sovétríkjanna. 

Þeir eru þannig séð "furðulegir steingervingar." 

Samanlagt fylgi öfgaflokka:  33,9% skv. þeirri könnun fyrir kosningar til Evr. þings.

 

Niðurstaða

Ég held að hinn gríski harmleikur sé langt í frá á enda runninn - - með bjartari framtíð framundan. En þreyta kjósenda á ástandinu skín mjög glatt í gegn í ofangreindum skoðanakönnunum. En fyrir utan fylgi flokka fyrir Evr.þings kosningar þ.s. öfgaflokkar hafa skv. könnun 33,9% mælast þeir skv. könnun á stöðu flokka innanlands samanlagt í 35,5%.

Að vísu eru litlar líkur á að þeir flokkar geti unnið saman. Syriza menn algerlega fyrirlíta gömlu steinrunnu kommúnistana í KKE. Og að sjálfsögðu nýfasistana eða nýnasistana í Gullinni Dögun.

Magnað að sjá grísku kratana með einungis 5,2%. Vinstrifylgið virðist gersamlega hafa sagt "bless" við hinn gamla meginflokk vinstrivængs grískra stjórnmála. Þess í stað virðist Syriza vera að taka yfir hið gríska vinstri. 

Það hlýtur að vera hrollvekjandi tilhugsun.

Það virðist einmitt vera að gerast þ.s. maður óttaðist að það stefni í að öfgamenn nái völdum í Grikklandi. Spurning hvort að Grikkland er "kanarí-inn í kolanámunni."

 

Kv.


Hvernig fór Þýskaland að því að endurreisa samkeppnishæfni á sl. áratug?

Mjög merkileg greining nokkurra ágætra þýskra fræðimanna kom upp í hendurnar á mér, þ.e.: Christian Dustmann, Bernd Fitzenberger, Uta Schönberg, Alexandra Spitz-Oener. Ritgerðin heitir "From Sick Man of Europe to Economic Superstar: Germany’s Resurgent Economy."

Það sem mér finnst áhugaverðast er tvennt:

  1. Það virðist verulega minnka hlutfall launamanna sem eru á töxtum verkalýðsfélaga. Það virðist því að verkalýðshreyfingin í Þýskalandi hafi dregið verulega í land á sl. áratug, með það að verkamenn skuli vera í félagi og sannarlega vera á taxta verkalýðsfélags.
  2. Síðan hitt, gríðarleg aukning á launamun innan Þýskalands. Þ.e. stöðnun hjá millistétt. Aukning í tekjum þeirra launahæstu. Minnkun og það veruleg í tekjum lægst launuðu.

-----------------------------------------------

"From 1995 to 2008, the share of employees covered by industry-wide agreements fell from 75 to 56  percent, while the share covered by firm-level agreements fell from 10.5 to 9 percent."

"he percentage of German workers that were not covered by an agreement in 1995 –1997 was highest in the tradable services (22 percent), as compared to tradable manufacturing (9.8 percent) and nontradables (12 percent)."

"By 2006 –2007, noncoverage had sharply increased in all three sectors to 40, 27, and 32 percent in the tradable services, manufacturing, and nontradables respectively, and this share continued to rise."

"By 2010, according to the German Structure of Earnings Survey, 41 percent of all employees in firms with at least 10 employees in the sectors Manufacturing, Mining, and Services are not covered by any collective wage agreement (StaBu 2013)."

-----------------------------------------------

Þegar þeir tala um "tradable" vs. "non-tradable" vísa þeir til þess hvort hlutfall útflutnings í heildartekjum sé minna eða meira en 25% hjá fyrirtækjum í viðkomandi greinum.

Það áhugaverða við þá greiningu er - - að íhlutaframleiðendur þ.e. þau fyrirtæki sem þjóna stóru framleiðslu fyrirtækjunum með því að sérhæfa sig í að framleiða einingar t.d. gírkassa í bíla eða mótóra fyrir t.d. ísskápa - - eða hvað annað.

Eru væntanlega lítt í því að flytja út, heldur tilheyra fyrirtækjaneti er vex í kringum stóru framleiðslufyrirtækin, er selja síðan setja saman fullbúin farartæki eða heimilistæki eða vélar fyrir margvísleg not og selja um heim.

Það er því sérstaklega áhugavert að skoða launaþróun í "non-tradable."

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/germany.jpg

Fljótt á litið virðist erfitt að sjá - - af hverju þýsku stóru framleiðendurnir náðu að bæta svo mikið samkeppnishæfni sína.

En ef maður áttar sig á því, að þeir - - hafa pínt "íhlutaframleiðendurna" heima fyrir, þannig lækkað kostnað sinn með þeim hætti. Þá er auðveldar að skilja þetta.

Enda er mikið jafnvel megnið af þeirri tækni sem t.d. er í bílum, framleidd utan "samsetningaverksmiðjanna" í fyrirtækjum sem raðað hafa sér í nágrenni við stóru verksmiðjurnar eða þá þægilega nærri öflugu flutningakerfi þangað sem afurðir íhluta framleiðandans komast skjótt til verksmiðjunnar sem sá framleiðandi þjónar.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0002_1227910.jpg

  • Takið eftir að skv. þessu hefur þýskum "íhlutaframleiðendum" lítt hnignað á sl. áratug, öfugt við sambærilega þróun á Ítalíu eða Frakklandi þ.s. yfir milljón framleiðslustörf töpuðust í hvoru landi á sl. áratug - - takið eftir tölunum 78,1%, 73,7%, 70,3% fyrir "tradable manufacturing."
  • Þó þetta sé ekki - - engin hnignun. Virðist að "launalækkanir" íhlutaframleiðenda hafi bjargað atvinnuveginum og líklega miklum fjölda starfa í framleiðslugreinum í Þýskalandi.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_1227911.jpg

Takið eftir því hve "unit labor costs end products" lækkar mikið hjá stóru framleiðslufyrirtækjunum.

Skv. sérfræðingunum sé ekki unnt að skilja þá þróun, nema með því að taka tillit til launaþróunar hjá "íhlutaframleiðendum" í Þýskalandi - - hin sökkvandi lína sýnir líklega þ.s. ég benti á að ofan að framleiðendurnir hafi "kreist" íhlutaframleiðendurna.

Þeir hafa bersýnilega pínt verðin niður, og á móti hafa íhlutaframleiðendurnir orðið að pína niður launakostnað - með að því er best verður séð lækkun launa venjulegs verkafólks hjá þeim.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0003.jpg

Í restina setti ég inn heildarmyndin af launaþróun eftir tekjuhópum þ.s. öllum atvinnugreinum er slegið saman.

Ef tekið er meðaltal af öllu, virðist að laun í Þýskalandi hafi almennt séð staðið í stað á umliðnum áratug.

En ef málið er skoðað nánar, þá má sjá að baki heildartölunni liggur - - umtalsverð launalækkun verkafólks. En þ.s. felur hana sýn þegar heildartalan yfir allt er skoðuð, er bersýnilega stórfelld aukning tekna eða launa þeirra tekjuhæstu.

Launabilið eykst því mikið!

Það er því ekki að furða að Þjóðverjar haldi að hinum þjóðunum leið launalækkunar - - því þeir gengu í gegnum hana sjálfir.

 

Niðurstaða

Svo það virðist eftir allt saman að Þjóðverjar hafi varið sínar framleiðslugreinar með því að skerða laun að stórum hluta á umliðnum áratug, og að auki með því að skerða að verulegu leiti réttindi og fríðindi verkafólks. 

Það er því ekki að furða að þýsk stjv. haldi því að hinum löndunum á evrusvæði að beita slíkum úrræðum, þ.s. þeir eða a.m.k. þýskir ráðamenn upplifa að sú aðferð hafi virkað "þrusandi" vel.

Ég velti því fyrir mér þ.s. skv. greiningu þýsku sérfræðinganna þeim verkamönnum fjölgandi sem eru ekki hluti af töxtum nokkurs verkalýðsfélags því ekki þáttur af félagslegri vernd þeirra. Hvort það þíði að þýska módelið sé að færast sífellt nær því bandaríska?

Eða hvað haldið þið?

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 866436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband