Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - samtímis hafa viðræður Trumps við Pútín, engum árangri skilað! Heldur stríðið áfram með áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna?

31.12. sl. skrifaði ég síðast um Úkraínustríð. Þ.s. langt er liðið.
Geri ég sambærilegan samanburð, í þetta sinn milli korta frá 31.12. við stöðuna ca. nú!
--Megin-breytingin er nýlegt hrun á vörnum Úkraínu í Kursk héraði.

Heildarstaða Úkraínuhers er fyrst og fremst lakari.
Vegna taps svæða Úkraínu innan -- Kursk héraðs.
Að öðru leiti, er staðan í tilvikum skárri fyrir Úkraínu en um töluverðan tíma.

Heimildir: Russian Offensive Campaign Assessment, March 22, 2025.

30.12. var þetta staðan í Kurks héraði!

Þá héldu Úkraínumenn enn -- ca. helmingi þess lands þeir tóku í snöggu áhlaupi áður.
Fyrir örfáum vikum síðan -- varð snöggt hrun í varnarlínu Úkraínu.
Það hrun varð akkúrat sömu viku -- og Trump tímabundið lokaði fyrir alla aðstoð við Úkraínu.
--Margir hafa velt því fyrir sér, að það virðist hafa farið saman.

Eins og sést hefur Rússlandsher náð nærri öllu því Úkraínumenn náð höfðu!

  1. Það vekur spurningar, af hverju hrunið varð -- sömu vikuna og Trump lokaði tímabundið fyrir aðstoð Bandar. við Úkraínu-her.
  2. Þ.s. ekki gat munað svo hratt um vopnasendingar -- hlýtur það hafa verið; stöðugt eftirlit PENTAGON með aðgerðum Rússlandshers - að Úkraínuher hafði beint aðgengi að þeim leynigögnum, og þannið aðvörun fyrirfram um allar hreyfingar Rússa-hers.

Þegar þú veist um allar hreyfingar óvinarins - þá getur viðkomandi stöðugt hreyft varnirnar til að stoppa þær hreyfingar. Rússar voru með ca. 70þ. þ.e. ca. 50þ. + 20þ. frá Norður-Kóreu.
Með mun fámennara varnarlið, eðlilega þurftu Úkraínumenn, alltaf að vera rétt staðsettir.
Varnirnar gátu greinilega bilað hratt, ef aðvörun barst ekki í tíma um nýja hreyfingu.
-----------
Þetta líklega segir okkur sögu um gríðarlegt verðmæti þeirra leyniupplýsinga.
Sem Úkraína hefur fullt aðgengi að. En einungis svo lengir sem Bandar. heimila aðganginn.

  • A.m.k. hefur það kennt Zelensky þá lexíu, aldrei rífast við Trump.
  • Ef Trump móðgast, hefnir hann sínn -- alltaf.

Þetta var líklega dýr lexía.

 

Donetsk víglínan 30.12 sl.

Donetsk víglínan 22.3 sl


Virðist hafa hægt mjög verulega á sókn Rússa á þessu svæði -- sl. 4 mánuði.
Kortin segja þá sögu sem segja þarf þar um.

  • Af hverju hefur hægt á sókn Rússa er þó önnur saga.
  • Einn möguleiki er stöðugt vaxandi dróna-hernaður Úkraínu.

Ég hef heyrt að sprengju-drónar séu orðnir í dag, stærra vandamál fyrir Rússa.
En hefðbundin vopn Úkraínumann, þó þau séu enn -- dauðleg sem fyrr.

  1. Dróna-framleiðsla Úkraínu hefur farið gríðarlega hratt vaxandi.
  2. Mér skilst, Úkraínustjórn sé til að bjóða hverjum sem er -- greiðslu, fyrir að hefja drónaframleiðslu.
  3. Útkoman er, að gríðarlegur fjöldi sjálfstæðra aðila hefur hafið slíka -- sem einnig þíðir, að þróunin í dróna-tækni er gríðarlega hröð.
  4. Þar fyrir utan, er vitað að -- PENTAGON setti peninga í startup drónaframleiðslu í upphafi.

Stríðið hefur þróast í nokkurs konar tilrauna-stofu fyrir framtíðar-hernað.
Algerlega án vafa, að PENTAGON er að læra mjög mikið um beitingu dróna.
Meðan PENTAGON horfir yfir axlir Úkraínu.
-----------
M.ö.o. er alveg hugsanlegt að - kill ratio - sem Úkraínumenn valda Rússum.
Hafi nýlega náð þeim hæðum - að burtséð frá því hve harðir yfirmenn Rússa eru.
Sé það hátt hlutfall Rússa er ryðjast fram drepnir, að sóknin er komin í vanda!

 

Luhansk hérað 30.12 sl.

Luhansk svæðið 22.3 sl.

Aftur eru hreyfingar litlar milli mánaða!
Styrkir ályktanir þær að -- verulega hafi hægt á Rússum.
Sannarlega gera Rússar enn árásir, og tapa því liði.
Einfaldlega að, þær virðast ekki ná sama árangri þessa stundina, og á sl. ári.

  • M.o.ö. getur það virkilega verið svo, að dróna-framleiðsla Úkraínu.
  • Sé farin að hafa umtalsverð áhrif á það að styrkja varnir Úkraínuhers.

Sprengju-drónar er sveima yfir tugþúsundum saman. Eru eins og viðbótar stórskotalið, ofan á hið hefðbundna stórskota-lið. Vaxandi vísbendingar þess sókn Rússa sé í nýjum vanda.
--Að stríðið hafi breyst eina ferðina enn.

 

Niðurstaða
Margt bendi til að Rússar hafi í Kursk, hafi náð að koma vörnum Úkraínu á óvart. Þá fáu daga sem Úkraína -- fékk ekki aðgengi að leyni-upplýsingum frá Pentagon.
Fyrir utan velheppnaða snögga skyndisókn Rússa í Kursk.
Virðist saga Úkraínustríðs þessa stundina benda til -- nýrrar pattstöðu.
Ástæða þess virðist að fjöldi dróna sveimandi yfir bardagavellinum.
Hafi líklega náð krítískum þröskuldi, að auka - kill ratio - Rússahers.
Það skipti engu máli hversu harðir yfirmenn Rússa eru.
Ef það hátt hlutfall hermanna er drepið áður en þeir ná víglínu andstæðings.
Þá koðnar sókn niður burtséð frá þeirra grimmd.

Varðandi samnings-tilburði Trumps.
Væri það afar kaldhæðið, þegar Úkraínu-stríð hefur náð nýjum þröskuld.
Þ.s. Úkraínumenn virðast nálgast þann punkt að stöðva sókn Rússa.
Að ef Trump semur við Rússa um umtalsverðar eftirgjafir af Úkraínsku landi.

  • Hinn bóginn, aukast þá einnig líkur þess að Úkraína - hafni samkomlagi.
  • Úkraínumenn, geri ég ráð fyrir að með mun diplómatískari hætti en Zelensky auðsýndi á mjög misheppnuðum fundi með Vance og Donald Trump, tjái könum sína afstöðu.

Enn virðist Trump forseti vilja gera viðskipti við Úkraínu um hráefni í jörðu.
Sem skapar Úkraínu að sjálfsögðu - samningsgrundvöll gagnvart Bandaríkjamönnum.

Evrópumenn tóku eftir þeim vanda sem Trump í nokkra daga bjó til, með lokun á aðgengi að leyni-upplýsingum. Evrópa er að undirbúa einhvera konar - Plan B. Ef Trump gerir það aftur.

Þó svo hægt sé að færa gerfihnetti til á sporbaugum. Kaupa aðgengi frá fyrirtækjum sem eiga gerfihnetti - sem ekki eru bandarísk. Þá yrði samt gæðamunur á þeim upplýsingum.
--Þó einnig verið geti, að nákvæmni þeirra gerfinatta samt dugi Úkraínumönnum.

  1. Samt sem áður, ætti það að styrka greinilega samningsstöðu Úkraínu.
  2. Ef það virkilega stefni í að sókn Rússa sé stöðvuð.

En miðað við hve mikið virðist almennt hafa hægt aftur á henni.
Er það a.m.k. ekki út í hött -- að gríðarlega útbreiddur drónahernaður.
--Sé nærri þeim þröskuld að ná fram þeim grundvallar-árangri.
-------------

Hinn bóginn er alls ekki loku fyrir skotið að útkoman verði milli Bandaríkjamanna og Úkraínu, ég lagði fram þann 5.2. sl: Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaðaraðstoð við Úkraínu, gegn aðgengi Bandarískra fyrirtækja að verðmætum málmum í landinu!.

Ég er algerlega á því að Úkraína geti enn haft fullan sigur á Rússlandi.
Sú útkoma á hinn bóginn sé á valdi Bandaríkjanna - m.ö.o. Donalds Trumps í dag.
Evrópa á hinn bóginn, ein með Úkraínu, gæti líklega ekki gert betur en að viðhalda Úkraínuher í varnarstöðu.

Kv.


Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hernaðarútgjöld Þýskaland - aukningin er blasir við er slík, kalla verður það söguleg tímamót!

Það sem í samkomulaginu felst er að:

  1. Búin er til takmörkuð heimild innan svokallaðs - Skuldaþaks Þýskalands.
    Að upphæð 500milljarðar.€ - fyrir innviða-fjárfestingum.
  2. Fjárfestingar í varnarmálum umfram 1% af þjóðarframleiðslu: Eru færðar út fyrir hið svokallaða, Skuldaþak.
    M.ö.o. tæknilega mögulegt fyrir Þýskaland, að verja ótakmörkuðu fé til hermála.

Atkvæðagreiðslan um málið, fer síðan formlega fram: 25. mars.
Hinn bóginn, er ekki ástæða að ætla annað en að flokkarnir standi við það samkomulag.

  • Höfum í huga, að stjórnmálahefð í Evrópu er önnur en á Íslandi.
    Á Íslandi eiga þingmenn sætin, því einungis undir sér sjálfum hvað þeir ákveða.
    Á meginlandi Evrópu, eiga flokkarnir þingsætin - geta því rekið óþæga þingmenn.

Miðstýring flokkar er yfirleitt mun meiri á meginlandi Evrópu, en tíðkast í: Bretlandi, Bandaríkjunum, eða á Íslandi.
Þó þessa stundina sé Trump það yfirgnæfandi ráðandi í bandar. Repúblikanaflokknum, að sennilega hefur miðstýring þess flokks nú -- náð flokkum á megilandi Evrópu. Hvað sem síðar verður.

Friedrich Merz

Christian Democratic Union leadership meeting in Berlin

Aðgerð flokkanna 4-urra, er að sjálfsögðu lögleg!
Flokkarnir eru að beita - gamla þinginu - en það nýja tekur ekki til starfa fyrr en eftir mánaðamót.

  1. OK - kjörtímabil hefur takmarkaða lengd. Það vita allir.
  2. En það þíðir - að það hefur lögmæti fram á lokadag, loka-klukkustund.

Stjórnarskráin Þýska einfaldlega segir - hve lengi þingið má starfa.
Og hvenær nýja þingið tekur við.

Meðan gamla þingið má skv. stjórnaskrá starfa - hefur það öll löggjafarvöld.

  • Fólk væntanlega tók eftir að -- forsetaskipti voru í Bandar. þann 20. jan. sl.
  • Þó voru mánuðir síðan Donald Trump varð kjörinn forseti.

Í Bandaríkjunum - er það einnig svo - nýir þingmenn taka við á nýárinu.
--Ekki strax og þeir ná kjöri.

  • Lögmæti aðgerðar Merz og samstarfslokka hans, er alveg á tæru.

Hún er lögmæt, punktur. Þar fyrir utan geta menn verið ósammála, eða ekki útgjaldaukningunni.

 

Þýskaland er minnst skuldsetta stóra iðnríkið í heimi her með 63% skuldsetningu
Vegna þeirrar lágu skuldsetningar -- er það einmitt svo.
Að því fylgir engin hætta að Þýskaland verji miklu fé til hermála: dreift yfir 10-12 ár t.d.

  • Financial Times bauð nokkrum hagfræðingum á netfund nýlega.
    Skv. niðurstöðu þeirra:
    2 trilljón.€ dreifð yfir 10-12 ár vera viðráðanleg.
  • Skuldahlutfall gæti náð 80%.
    Er væri samt með því lægsta meðal þróaðra iðnríkja.
  1. Þetta þíðir, að ríkisstjórn Merz, er hún hefur verið mynduð.
  2. Getur gefið út: Opinn framleiðslu-samning við vopnafyrirtæki.

Það mun taka þau fyrirtæki - árafjöld að vinda upp framleiðslu stórfellt.
Ótakmarkaður samningur - mundi veita þeim þann kjark, að hefjast þegar handa við að reisa nýjar verkmiðsjur - eða stækka þær er fyrir eru, eða hvort tveggja.

Þar fyrir utan, gæti Merz veitt vopnaframleiðslusamninga, til annarra framleiðslufyrirtæka, líkt því er Bretar og Bandaríkin gerðu í Seinni-Styrrjöld.
Ekki má gleima því, að þýskur iðnaður hefur framleiðsluslaka núna.
M.ö.o. hálfnýttar verksmiðjur eru víða um Þýskaland þessa stundina.

Sem er ekki óþægilegt, þegar markmið er að auka vopnaframleiðslu sem mest.
Á sem skemmstum tíma!

 

Þar fyrir utan, getur Þýskaland framleitt fyrir Evrópu alla - landið er með stærstu iðnframleiðslu í Evrópu!
Það þíðir, að Þýskaland getur selt slatta af þeirri framleiðslu til annarra Evrópulanda.
M.ö.o. það þarf alls ekki vera svo, þýskir skattgreiðendur kaupi allt sem framleitt verður.

  • Donald Trump hefur skapað óvissu um, hvort Bandaríkin ætli að styðja Evrópu til frambúðar.
  • Það auðvitað, er að skapa hugarfarsbreytingu í Evrópu.

Að kaupa Bandarísk vopn, er ekki lengur svo sjálfsagt það verið hefur.

 

Bandalagið við Bandaríkin, hefur falið í sér stuðning Evrópu við bandr. vopnaframleiðslu!
Nú er oft látið sem að bandalagið við Evrópu hafi einungis verið kostnaður fyrir Bandar.

  1. Evrópa hefur verið mjög stór markaður fyrir bandar. vopn.
  2. Að geta selt mikið af vopnum utan Bandaríkjanna -- hefur augljóslega aðstoðað Bandaríkin heilmikið við, þróun vopna. Sem kostar stórar upphæðir.
  3. Að auki, að geta framleitt meira magn af hverri tegund eða gerð vopns, dreifir kostnaðinum yfir stærra framleitt magn:
    Það lækkar kostnað per selda einingu augljóslega.
  4. Bandar. skattgreiðendur hafa augljóslega notið þeirrar kostnaðarlækkunar per einingu.
    Þannig, hefur það sparað bandar. heilmikið fé.
    Að bandar. framleiðendur hafa geta dreift kostnaði við þróun.
    Á meira magn framleitt. Eins og ég benti á.
  5. Evrópa í reynd, hefur niðurgreitt kostnað bandar skattgreiðenda.

Þetta augljóslega kemur á móti -- meintum tilkostnaði sem vinsælt er að tala um í Bandar.
--Ef Evrópa hætti að kaupa Bandar. vopn, mun minna verða framleitt af hverju bandr. vopni.
--Þar með, dreifist þróunar-kostnaður á færri einingar.
M.ö.o. bandar. vopna verða þá enn dýrari, en fram til þessa!

Bandar. neytendur munu örugglega veita því athygli fyrr eða síðar.

 

Það er einnig 500ma.€ innviðafjárfesting!
Mig grunar að sú fjárfesting -- sprengi, AfD blöðruna.
Þeir nýta sér óánægju í A-Þýskalandi, þ.s. þrátt fyrir mikla fjárfestingu frá alríkisstjórn Þýskalands, eru innviðir ennþá lakari en í restinni í landinu. Laun einnig lægri.
--Það væri einfalt fyrir Merz, að setja stóran hluta þeirrar upphæðar í A-Þýskaland.
Þar með skapa fjölda nýrra betur launaðra starfa fyrir þá innviða-uppbyggingu.
Þegar heimamenn sjá hlutina gerast, ætti sú óánægja að koðna niður.
Þar með, fylgi AfD. Þetta sé klassískt óánægjufylgi.
--Klassískt ráð við því, er að auka fjármögnun þangað þ.s. ónægja er, það virkar nær alltaf.

 

Niðurstaða
Ég er á því að yfirvofandi ákvörðun Þýskalands um stórfellda nýja hervæðingu.
Sé líklega stórfellt mikilvægur atburður heims-sögulega.
Það þarf ekki þíða að Evrópa og Bandaríkin endilega skilji að skiptum.
En það augljóslega stórfellt styrkir samningsstöðu Evrópu til framtíðar.
Að stórfelld framleiðslu-aukning Þýskalands á vopnum, líklega leiðir til þess.
Að hernaðarmáttur Evrópu eflist stórum -- og verði meir í ætt við eiginleg stórveldi.
Planið eins og það virðist geta orðið, ætti að geta tryggt Evrópu.
Yfrið nægan hernaðarmátt, til að standa ein gagnvart Rússlandi.
Þó svo að Bandaríkin og Evrópa þurfi ekki að skiljast að.
Þá leiði þetta sennilega til þess, að Evrópa getur loksins staðið á eigin fótum.

 

Kv.


Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir halda - ef marka má áhugaverða greiningu hagfræðings er birt var í Financial Times um helgina!

Ég ætla að leyfa mér að birta þau gögn hér á síðunni.
Hagræðingurinn er, Tej Parikh -- áður aðalhagræðingur Fitch-Rating.
Svo ljóst sé að ekki er um einhvern aula-hagræðing að ræða!

The US economy is heading for recession

Tej Parikh tekur svo djúpt í árinni að kreppa sé framundan líklega.

 

Bendi fólki að stara á endana á grafinu!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250309_182914.jpg

Skv. grafinu:

  1. Eru verðbólguvæntingar á uppleið.
  2. Væntingar neytenda um magn neyslu í nk. framtíð á leið niður.
  3. Væntingar eru einnig á uppleið um, umfang atvinnuleysis.

Sterkar líkur að stefna Trumps sé að skapa þær sveiflur í væntingum.

Hafið í huga -- Trump hefur ekki enn, sett á nema hluta þeirra tolla hann hefur lofað.
Tollar hafa ekki enn verið settir á Mexíkó - Kanada eða Evrópu.

  1. Þ.s. fólk er væntanlega að gera.
  2. Að bregðast við því nú þegar!

Sem það heldur að Trump muni gera!
----------

Höfum í huga, það veit einungis þ.s. Trump hefur talað um nú þegar.
Reikna með margir reikni nú þegar með tollum á Evrópu - Kanada og Mexíkó.

Sé því nú þegar að gera tilraun til að - sjá út hvernig það þarf að bregðast við þeim útkomum.

  • Sem sagt, jafnvel þó að -- tollarnir séu ekki komnir fram.

Sé fólk byrjað að bregðast við þeim.
Vegna þess, að flestir líklega hallast nú að því, að af þeim verði.

Öfugt því Trump staðhæfir - eru tollar samdráttar-aukandi.
Þeir búa ekki til aukinn auð.

 

Grafið sýnir minnkun hafna við upphaf 2025!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250309_183026.jpg

  • Samdráttur er hafinn í pöntunum til iðnfyrirtækja í Bandaríkjunum.
  • Væntanlega tengt, væntingum um samdrátt í neyslu.

Líkur eru, minnkun pantana - bendi til þess að viðskipta-aðilar þeirra.
Reikni nú þegar með -- neyslusamdrætti framundan.

M.ö.o. í því felist spá þeirra aðila um, minnkun hagvaxtar á þessu ári sbr. v. sl. ár.
--Það er ekki endilega, kreppu-spá.

 

Grafið virðist sýna fyrirtæki ætli að hægja eða fresta fjárfestingum!
Takið eftir að línunni við endann á grafinu er markar upphaf þessa árs!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250309_183205.jpg

Fyrstu vísbendingar þess fyrirtæki ætli að draga úr fjárfestingum fram komnar.

 

Myndin birtir 2 áhugaverð gröf - ath. minnkun umsvifa ríkisins skapar einnig samdrátt!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250309_183336.jpg

  1. OK - uppsögn starfsmanna hjá ríkinu, sannarlega sparar ríkis-útgjöld.
  2. Hinn bóginn - er það einnig samdráttar-aukandi aðgerð.

Þeir starfsmenn tapa tekjum - þeirra neysla minnkar, o.s.frv.

  • Áhugavert að sjá, mun meiri aukning hefur verið í störfum - sem erlendir ríkisborgarar hafa sókt í, en í störfum sem bandarískis ríkisborgarar hafa sókt í.

Sjálfsagt mun einhver kalla það sönnun þess - kvörtun sú erlendir taki störf af bandar. borgurum sé rétt.
--Hinn bóginn grunar mig, að það sýni að -- mest fjölgun hafi verið í láglauna-störfum.
--Sem ríkis-borgarar síður vilja.
Frekar en að það sé sennilegt, að innlendir geti ekki fengið þau störf ef þeir vilja þau.

  1. OK, sumir segja -- lausnin sé að hækka launin til mikilla mun í þeim störfum, svo innlendir sækist eftir þeim.
  2. Hinn bóginn -- er engin leið að forða því, það mundi skapa verðbólgu.

Það sem líklega hækkaði við slíka aðgerð:
--Matvælaverð.
--Húsnæðisverð, þar með leiguverð.
--Þjónusta, dýrari veitingar, dýrari hótel og margt flr.

 

Það er ekki út í bláinn -- að fólk er farið að reikna með hærri verðbólgu í Bandaríkjunum
Ef Trump rekur 10-12 millj. manns úr landi -- hvernig sem hann fær önnur lönd til að taka við þeim. Blasir reynd ekki við mér. En þ.e. ekki augljóst að - senda liðið annað virki.

  1. Sbr. útskýringu rétt að ofan, demba líklega miklar kostnaðar-hækkanir af margvíslegu tagi yfir Bandaríkjamenn -- matvæli, húsnæði þar með leiga, og þjónusta hvers konar.
  2. Það er alveg fyrir utan, tolla-stefnu Trumps.
    Er einnig óhjákvæmilega skapar kostnaðarhækkanir fyrir almenning.

Þ.s. neysla er mun meir en helmingur heildarumfangs bandar. hagkerfisins.
Þá er langt í frá út í bláinn -- að nefna möguleikann á, kreppu.

 

Þar fyrir utan eru viðbótar-efnahagslegar-ógnanir!

"Serious delinquencies on credit card balances hit a 13-year high at the end of last year"

Ekki verið meiri fj. fólks í vanda með kredidkorta-greiðslur í 13 ár.
Tek fram, að Biden var enn þarna við völd. Ekki hægt að kenna Trump um það.

  1. Hinn bóginn, eykur þetta hættuna við samdráttar-aukandi aðgerðir Trumps.
  2. Að almenningur er tiltölulega skuldum vafinn - þíði þá auðvitað, að allt þ.s. eykur kostnað almennings, er þá -- meir áhættusamt en ella.

Vegna skuldsetningar almennings!
--Magnast þar af leiðandi líklega samdráttar-aukandi áhrif.
--Þeirrar viðbótar-verðbólgu, sem Trump skapar!

Ath. Trump ber ekki ábyrgð á þeirri skuldsetningu.
Ath. Samt, burtséð frá því, magnar það þá efnahags-ógn þá er stefna Trumps skapar.

Vegma skuldsetningar almennings!
--Magnast einnig upp samdráttar-aukandi áhrif.
--Tollastefnu Trumps.

  • Eins og ég sagði: Allt þ.s. eykur kostnað almennings.
  • Er áhættu-samara, af völdum þeirrar skuldsetningar.

Það getur þítt, margir hagfræðingar vanmeti neikvæð efnahags-áhrif aðgerða Trumps.

 

Vinstra megin sýnir bandaríska verðbréfamarkaðinn nærri sögulegu hámarki.
Hægra megin sýnir að almenningur í Bandar. er viðkvæmur fyrir lækkunum þar!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250309_183513.jpg

  1. Áhugeverðari er myndin hægra megin -- en skv. því ef verður verulegt verðbréfa-fall, þá verður tjón almennings meira en nokkru sinni.
  2. Vegna þess, að aldrei hefur verðbréfa-eign verið útbreiddari.

Það getur þítt, að stórt verðfall - hefði einnig samdráttar-áhrif, með því að skapa eigna-fall hjá almenningi.
M.ö.o. ekki lengur þannig, bara þeir ríku tapi á slíku.

 

Niðurstaða
Flestir hagfræðingar spá nú minnkun hagvaxtar í Bandaríkjunum, auk þess að spá ívið hærri verðbólgu, en þeir sömu hagfræðingar spáðu fyrir nokkrum mánuðum.
Enn virðast flestir þeirra halda, að Seðlabanki Bandar. muni lækka vexti frekar.
--Hinn bóginn, grunar mig persónulega ekkert verði af því.
--Jafnvel að, vaxtahækkunar-ferli hefjist aftur.

Möguleiki er á að Bandaríkin lendi í því er nefnist: Stagflation.
M.ö.o. verðbólga rjúki upp, samtímis dynji það mikið af samdráttar-áhrifum yfir, að hagkerfið detti annaðhvort niður í afar lágan hagvöxt, eða jafnvel kreepu.

Mig grunar að -- kreppu-ógn sé meiri en marga grunar.
Það sé vegna mikillar skuldsetningar innan hagkerfisns.
--Almenningur sem og fyrirtæki.

En slík staða, magnar upp samdráttar-áhrif.
Af sérhverju því, sem minnkar nettó tekjur - hvort er fyrirtækja eða almennings.

  1. Þegar Trump hélt sigurræðu - er sigur hans varð ljós, sagði hann: Allt verður gott.
  2. Vegna hástemmdra loforða, voru miklar væntingar frá almenningi til hans.

Hann lofaði beinlínis að lækka verðbólgu. En meira segja hann viðurkennir nú, hún mun hækka.
Hann lofaði beinlínis -- gullöld.
Auðvitað var fyrirfram ljóst hann gæti aldrei staðið við slíkar hástemmdar yfirlýsingar.

Samt grunar mig, að lífskjara-samdráttur muni líklega leiða til minnkandi vinsælda.
Þeir kjósendur er kusu hann út á loforð um betri tíð, sannarlega geta fljótlega talið sig svikna.

  • Spurning hvaða áhrif það hefur, þegar dregur úr vinsældum hans?

Ekki er fyrirfram ljóst, hve stór áhrif það hefur.
En óánægður almenningur á það til að mótmæla jafnvel harkalega í öðrum löndum.

 

Kv.


Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!

Financial Times vann afar áhugaverða greiningu á Trump-Coin.
Þeir niðurhöluðu lýsingu á hverri einustu færslu, er átti sér stað.
Þ.s. Trump-Coin er gefinn út í opnu kerfi, er þetta mögulegt.
Með því gátu þeir séð söluverð vs. kaupverð allra færslna.
--Sem þíðir, að unnt er að tölvugreina gögnin, og reikna út líklegan hagnað!

Donald Trump’s crypto project netted $350mn from presidential memecoin

Ég held við getum gert ráð fyrir að Donald Trump hafi halað þennan gróða inn.
En tæknilega er Trump-Coin í eigu rekstrarfyrirtækis, er skapar mögulegt svokallað -deniability- fyrir Trump.
--En þ.s. Trump hefur ekki mótmælt Trump-Coin fram til þessa, verður maður að gera ráð fyrir, að hann sé raunverulega þarna að baki.

Kerfið var örugglega sett þannig upp, að Trump var fyrsti kaupandi!
Keypti því á verði frá minna en 1$ upp í ca. 1,8$.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250307_204408.jpg

  • 1. útgáfa Trump-Coin, er 200mn. Trump-Coins.
    Tæknilega voru búnir til, 1bn. Trump-Coin.
  • 2. Ef marka má síðu er haldið er uppi um Trump-Coin.
    Verða þessir 1bn. Trump-Coin, gefnir út í 200mn. slöttum.

Grunar þó, hagnaður verði líklega minni - í seinni útgáfum.

  1. Málið er að þegar Trump -- tekur út sinn hagnað, með stórri sölu.
  2. Þá hafa augljóslega margir staðið eftir með sárt ennið, vegna fjárhagslegs taps.

Slíkt vanalega dregur úr áhuga!

Myndin sýnir Dollara-andvirði púlíunnar, áður en Trump tekur út 350mn.$.
Eins og sjá má, fellur verðið harkalega - margir hafa tapað fé augljóslega!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250307_204420.jpg

While the value of $TRUMP soared to a high of $75 a token, FT analysis shows the first 100mn tokens were sold before the price reached $1.05.

  1. Þegar Trump byrjar að selja -- er verðið 75$ per Trump-Coin.
  2. Hann nær að selja 100mn. Trump-Coin, áður en verðið fellur niður fyrir 1,05.$.

Hver hagnaður er -- er síðan reikningsdæmi, ég efa ekki að sérfræðingar FT kunni.
Upphæðin, hagnaður upp á 350mn.$. sé örugglega rétt tala!

 

Niðurstaða
Ég ætla ekki að fella neitt mat á það hvort þetta sé -ethical- eða ekki.
Fólk má hafa sína skoðun á því og tjá hana eins og það vill.

  1. Hinn bóginn, grunar mig mjög sterkt að margir þeirra er töpuðu fé er Trump seldi sína 100mn. Trump-Coin, hafi verið Trump-fanar.
  2. Trump, hafi því eins og sagt er á ensku -- fleeced them. Á Íslensku, rúið þá.

Ég get ímyndað mér, að hópur Trump-fana er átti Trump-Coin, er snar féll í verði eftir þeirra persónulegu kaup -- geti verið sárir fyrir, peninga-tapinu.
Kannsi missir Trump einhverja -- stuðningsmenn út af þessu.
--Trump virðist hafa auglýst Trump-Coin á samfélagsmiðlum þ.s. Trump-fanar eru til staðar.
Mjög sennilegt að, hugmyndin að kaupa Trump-Coin, hafi slegið í gegn.

Þannig, að afar líklegt sé að megin-þorri þeirra sem Trump - rúði - hafi verið Trump-fanar.

  • Nú er ég forvitinn að vita -- hvort einhver Trump-fan, sé til að tjá sig um þetta?
  • Keyptu þeir, Trump-Coin?
  • Töpuðu þeir fé?

Eru þeir þar af leiðandi, hugsanlega reiðir Trump? Eða, jafnvel alls ekki?

 

Kv.


Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi flóttamanna, vandamál No 1. Manngerð hlínun Jarðar í dag, er ein helsta ástæð þess flóttamannavanda. Þó nefndi JD Vance - manngerða hlínun ekki á nafn í upptalningu helstu vandamála!!

Afstaða ríkisstjórnar Donalds Trumps er afar stórt vandamál fyrir heimsbyggðina.
Því greinilegt er að - ríkisstjórn Trump, ekki einungis lítur manngerða hlínun ekki vandamál.
Það sem verra er, sú ríkisstjórn virðist ætla að gera sitt allra besta:

  • Til að gera þann vanda, enn verri en áður.

Þetta er ekkert minna en, tilræði við -- mannlegt samfélag í heiminum öllum!
Þar fyrir utan, skaðar sú afstaða þann tilgang -- að ætla minnka aðstreymi flóttamanna!

Ríkisstjórn Trump, tekur 2 afar slæmar ákvarðanir:

  1. Að leggja af - US Aid.
  2. Að, slá af allar mótaðgerðir, gegn manngerðri hlínun.


Ástæða þess, að -- leggja af, US Aid er slæm hugmynd!

  1. US Aid - hefur m.a. það hlutverk, að stuðla að minni flóttamannastraum.
  2. Þ.e. gert með því, að veita aðstoð í heima-löndum þeirra, þaðan flóttamennirnir streyma.
  3. Að afleggja þá astoð, mun einfaldlega -- fjölga flóttamönnum.

US Aid, er ekki einungis með - fátækra aðstoð.
Heldur, dreifir sú stofnun einnig - getnaðarvörnum.

  • Og hvað er ein af stóru ástæðunum fyrir aðstreymi flóttamanna, en ekki einmitt: Offjölgun fólks í vanþróuðum löndum?
  • Trump, gerir þetta, fyrir trúar-hreyfingar úr Biblíu-beltinu í Bandar.
    Sem berjast m.a. gegn getnaðar-vörnum.

Margar ósannar ásakanir voru einnig uppi:

  • Sbr. US Aid væri að stuðla að, homma og lesbíuvæðingu.
  • Og, framkvæma fóstureyðingar.

Fólk virðist ekki átta sig á: Fátæk lönd eru yfirleitt, samfélagslega íhaldsöm.
Mörg þeirra, algerlega banna slíkt. Þar fyrir utan, t.d. í mörgum Afríku-löndum. Varðar það enn fangelsis-vist, ef kemst upp að karlmaður -- sé hommi. Til að nefna dæmi.
--Þau umbera dreifingu getnaðarvarna á hinn bóginn.
--Því, ríkisstjórnirnar hafa áttað sig á, að stjórnlaus mannfjölgun, er vandamál fyrir þær einnig.

Eitt af mikilvægustu hlutverkum US Aid -- var stuðningur við, Family Planning.
Sem getnaðar-varnir einmitt gera mögulegar, sbr. án þeirra getur fólk eiginlega ekki stjórnað því, hver mörg börn það eignast.
--Að afleggja, US Aid -- á því eftir að koma í bakið á Bandar. - eftir ca. kynslóð.


Afstaða ríkisstjórnar Bandaríkjanna til, manngerðar hlínunar Jarðar: Er pent tragedía fyrir mannkyn allt, auðvitað íbúa Bandaríkjanna þá að sjálfsögðu einnig.
Kortið af Afríku birti ég vegna þess, fjöldaflótti frá Afríku á eftir að vaxa gríðarlega:

Digital map Africa physical

Málið er að, Sahel löndin: Máritanía, Mali, Niger, Chad, Sudan: Eru öll að þorna upp!

  • Þegar ríkir nær fullkomið stjórnleysi í: Mali, Niger, Chad og Sudan.
  • Samtímis, er mannfjölgun í þessum, Múslima-löndum, stjórnlaus og gríðarleg.
  1. Frá þessum löndum, eiga eftir að streyma gríðarlega mikið af fólki.
  2. Einnig vegna þess, að þessi lönd eru nær þegar í fullkominni upplausn.

--Ástand er líklega batnar ekki, þ.s sennilegasta skýringin fyrir upplausn þeirra.
Liggur líklega einmitt í þeirri samfélagslegu upplausn, sem hnattræn hlínun skapar þar.
Það blasir m.ö.o. við, að straumurinn mun einungis versna!
Og ég trúi því ekki, að unnt sé að stoppa þann straum, með hótunum.

  1. Aftur, þessi lönd eru nærri algerlega stjórnlaus - þegar.
  2. Ég á von á að, ástand þeirra landa, versni enn frekar.

M.ö.o. eftir einhver ár, gætu þau verið öll, algerlega hrunin - eins og, Sómalía.

  • Þetta er auðvitað, einnig rök fyrir því - arfaslæmt sé, að leggja af: US Aid.
  • Þ.s. US Aid - skaffaði ca. 40% af þróunar-aðstoð, heiminn vítt.

--Aflagning, US Aid - mun því, greinilega valda auknum flóttamanna-straump til Evrópu.


Enginn veit, hversu margir eru á flótta af völdum, Manngerðar Hlínunar!
Tíðni slæmra veður-viðburða heiminn vítt, hefur verið í vexti.
M.ö.o. slíkir atburðir gerast oftar!

2022 - lentu 32 milljónir á hnettinum á flótta - vegna stórra veðuratburða.
2008-2016 - var meðaltal per ár, 21,5 milljón.

There could be 1.2 billion climate refugees by 2050
Ath: Sú tala er einungis ein af mögulegum útkomum! Rétt að taka því ekki sem spá!

Mat á því, hve margir geta lent á flótta - er gríðarlega ónákvæmt!
Vegna þess að breiturnar eru svo rosalega margar sem leiða til flótta fólks.

Hins vegar er sumt klárlega vitað, sbr:

  • Hlínun eykur uppgufun, þar með þurrka á landsvæðum í fjarlægð frá hafi.
  • Hlínun eykur tíðni og kraft í hitabeltis-stormum, þ.e. grunn physics.
    Loft yfir hlírra hafi, er rakara þ.s. hlírri sjór skilar meiri uppgufun yfir hafi. Loftið yfir hlíju hafi er einnig hlírra, því rís það af meira krafti. Útkoman er aukin tíðni storma og aukinn kraftur í þeim stormum.
  • Hlínun færir gróðurbelti, sbr. vínviðinn nefndur að neðan.

Allir þessir þættir algerlega klárlega hafa áhrif á mannlegt samfélag!

  1. Manngerð hlínun, sem sagt -- eykur tíðni þurrka, í löndum þegar fremur þur.
    Sahel svæðið í Afríku, hefur lengi verið á grensunni yfir byggileg svæði.
    Þannig, smávægileg þornun, getur gert stór svæði -- snögglega óbyggileg.
    M.ö.o. auknir þurrkar skapa augljóslega flóttamanna-vanda.
  2. Í Bandaríkjunum, hefur aukin tíðni fellibylja, þegar gert mörg strand-svæði við Karabíska hafið í Bandar. -- ótryggjanleg. M.ö.o. tryggingar-fyrirtæki, fást ekki lengur til að tryggja eignir.
    M.ö.o. flótti rökrétt fer að myndast frá sumum strandsvæðum.
  3. Í Evrópu, er línan þ.s. unnt er að rækta vínvið.
    Stöðugt að færast Norður.
    Nún er unnt að rækta vínvið, í S-Svíþjóð, S-Englandi, og í Danmörku.
    --Hreyfing gróðurbelta, getur einnig skapað flóttamannabylgju - þ.s. fátæk lönd ráða verr við þá aðlögun, að þurfa að skipta yfir í aðrar tegundir - ef tegundir er áður voru ræktaðar, þrífast ekki lengur.

Ástæður þess að hlínun skapar flóttamanna-vanda:

  1. Þurrkar skapa flóttamanna-straum, er lönd áður byggileg hætta að vera það.
  2. Fækkun íbúa er sennileg á strandsvæðum, þ.s. mesta tjónið verður í framtíðinni af aukinni tíðni sífellt hættulegri fellibylja.
  3. Tilfærsla gróðurbelta getur einnig verið orsök flóttamanna-straums.

Ríkisstjórn Trumps, skapar aukinn flóttamannavanda -- með því að stuðla að aukinni hlínun!
Yfirlýst stefna hennar, er einmitt afar líkleg að hafa þau áhrif.
Því, verður líklega áhrif stefnu Trumps sennilega þau, að stuðla að auknum flóttamannavanda!
--Það sem ekki er unnt að vita, hversu mikil sú aukning verður.

 

Niðurstaða
Það grátbroslega við lætin í JD Vance - hvernig hann talaði um mikilvægi aðgerða gegn flóttamannavanda, að megin-stefna þeirrar ríkisstjórnar hann er hluti af.
Mun sennilega setja á túrbó þann flóttamannavanda sem mun skella yfir heiminn á sífellt auknum þunga, einmitt af völdum -- manngerðar hlínunar!
Það gerist vegna þess, að ríkisstjórn Trumps, vísvitandi ætlar að stuðla að aukinni manngerðri hlínun.

Málið er, að þegar heilu löndin brotna noður fullkomlega, sbr. þróun sem þegar er í gangi á Sahel svæðinu í Afríku. Þá líklega verða engar ríkisstjórnir lengur til staðar.
--Sem unnt er að beita þvingun. Stjórnlausum svæðum, líklega síðan fjölgar frekar, eftir því er manngerð hlínun stigmagnast frekar -- er leiðir til þess, að röskunin er fylgir þeirri hlínun stigmagnast stöðugt.
--Ég persónulega hef engar efasemdir um að, fjöldi flóttamanna af völdum hlínunar, verður sennilega það stór tala - sem stungið er upp á, ca. 2050. Þ.e. yfir heilum milljarði manna.

Ég get alveg ímyndað mér, 2-3 milljarða á faraldsfæti.
Finnst það ekki, fjarstæðukennd stærð.
--Einfaldlega vegna þess, svo lengi sem manngerð hlínun er ekki stöðvuð, stigmagnast vandinn og stækkar þar með sífellt.

Ég held að það sé algerlega hugsanlegt, að svo mikill geti fjöldinn orðið.
Að engin leið fyrir rest verði að stöðva né hindra þann flótta.
--Þá meina ég, burtséð hversu harðar hótanirnar verða.

Fólk frá hrundum löndum, á hvort sem er ekki lengur heimili til að snúa til baka til.
Það sem verður versti vandinn, þ.e. fjölgun - hrundra landa. Þ.s. stjórnleysi ríkir.
------------
Auðvitað hefur það áhrif hvernig fólkið í iðnvæddum löndum hegðar sér.
M.ö.o. hve mikið af CO2 það -- blæs út í lofthjúpinn.
Þar á milli og hins vaxandi vanda, verða algerlega þráðbein tengsl.

 

Kv.


Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaðaraðstoð við Úkraínu, gegn aðgengi Bandarískra fyrirtækja að verðmætum málmum í landinu!

Það virðist að, ríkisstjórn Zelensky forseta, hafi átt frumkvæði að málinu.
Væntanlega hafa stjórnvöld í Kíev, tekið eftir athygli Trumps á Grænlandi.
Þ.s. sannarlega eru til staðar verðmætir málmar -- en, vegna veðurfars og skorts á samgöngum, afar kostnaðarsamt og erfitt að nálgast þá málma þar!

  1. Veðurfar í Úkraínu er á hinn bóginn miklu mun betra, samgöngur einnig, þar fyrir utan að Úkraína hefur kringum 30 milljón íbúa, því vinnuafl í boði.
  2. Móti kemur, að stærsta styrrjöldin á plánetunni stendur yfir innan Úkraínu, stórfelld innrás -- innrásarherinn þegar ræður sumum þeirra svæða, verðmætir málmar eru, sum önnur svæði geta fallið innrásarhernum í hendur.

Úkraína er augljóslega að -- vonast eftir að fá athygli Trumps að málinu.
Og það virðist einmitt hafa heppnast!

Trump - Macron - Zelensky!

Republicans duck Trump's claims that Ukraine should have surrendered to  Russia | The Independent

Trump gaf fyrir skömmu út yfirlýsingu:

Trump says he wants Ukraine to supply US with rare earths

We're telling Ukraine they have very valuable rare earths, - We're looking to do a deal with Ukraine where they're going to secure what we're giving them with their rare earths and other things.

Rússnesk stjórnvöld mótmæltu þessu strax:

Russia to Trump: Back off Ukraine’s rare earths

If we call things as they are, this is a proposal to buy help — in other words, not to give it unconditionally, or for some other reasons, but specifically to provide it on a commercial basis, - It would be better of course for the assistance to not be provided at all, as that would contribute to the end of this conflict,

-- útkoma er mundi henta Rússlandi. Er þá væntanlega kæmist yfir þær auðlyndir.

  • Skv. þessu, er búið að gera Úkraínustríðið - að hreinni keppni um auðlyndir.
  1. Hafið samt sem áður í huga, að Úkraína vakti athygli Washington á málinu, öfugt við hvernig hlutirnir ganga fyrir sig varðandi Grænland.
  2. Það virðist hinn bóginn hafa heppnast!

OK -- en er þá Úkraína skv. því, ekki að stuðla að því, að landið verði leiksoppur stórvelda.
Er einungis hafa áhuga á landinu, sem hrá-efna-nýlendu?

Kannki - á móti kemur, að Rússland hóf innrás í landið tveim árum fyrir valdatöku Trumps í annað sinn -- með öðrum orðum, Rússland var þegar búið að gera Úkraínu að slíkum leiksoppi.
Þ.s. þ.e algerlega augljóst, að tilgangur innrásar Rússa, er einmitt sá að taka yfir auðlyndir þess -- það hefur verið algerlega á tæru frá upphafi stríðsins.
--Tal Rússa um að vernda fólk, gersamlega gegnsætt bull!

  1. Einfalt: Ef Úkraína hefur eingöngu valkostina -- stórveldi 1. Eða stóveldi 2.
  2. Þá er betra að velja það stórveldi - sem er landfræðilega, fjarlægra.
  • Augljólsega t.d. hversa vegna, Víetnam seinni tíð, hallar sér að Bandaríkjunum - þrátt fyrir að ekki hafi verið skipt um stjórnvöld þar - þrátt fyrir að þau sömu stjórnvöld hafi árum áður barist mörg ár einmitt við Bandaríkin.
  • Prinsippið -- að velja stórveldið sem er lengra í burtu/landfræðilega fjarlægra.

Ukraine reels in Trump with mineral riches

Trump says he will continue funding Ukraine's war effort — but he wants something rare in return

Ukraine Needs U.S. Weapons. Trump Wants Its Rare Earth Minerals In Return.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/_kraina_mynd.jpg

  1. Skv. Independent - Where are Ukraine's rare earth mineral resources and why does Trump want them? - er fræðilegt heildarverðmæti þeirra auðlynda!
  2. 10 trilljón Bandaríkjadollarar.

Ef það er einhvers staðar nærri sanni.
Er það meira en þess virði fyrir Bandaríkin -- að veita Úkraínu, ógrynni af vopnum.
Gegn því, að bandarísk fyrirtæki -- fái, einokun á nýtingu þeirra auðlynda!

 

Niðurstaða
Það getur verið að birtast sú staða, að Bandaríkin undir forystu Donalds Trump.
Muni þvinga fram sigur Úkraínu yfir Rússum!

  1. Að mínu mati, er sigur vel mögulegur.
  2. Eins og stríð Ísraels nýlega sýndi - gegn Hezbollah, loftárásir á Íran, þ.s. Ísrael lagði í rúst, loftvarnarkerfi landsins -- sem er sama kerfi og Rússar sjálfir nota.

Þá hefur besta vopna-tækni Bandaríkjanna, enn forskot.
Þá auðvitað þurfa Bandaríkin að skaffa - sömu bestu vopnin.
Bandaríkin undir Biden, voru afar treg til að afhenda Úkraínu sín bestu vopn.
Það er enginn vafi, að Úkraínu hefði getað gengið betur, með rausnsarlegra framboði.
En ekki síst, ef þeir hefðu fengið sömu vopnin og Ísrael hefur.
---------
Ef maður gefur sér, að Bandar. láti Úkraínu fá, aðgengi að sínum bestu herflugvélum.
Og öðrum af sínum bestu vopnum.
--Þá ætti vel vera mögulegt, að snúa undanhaldi yfir í gagnsókn - jafnvel sigur.

  • Það á eftir að koma í ljós, hversu rausnarlegur Trump verður.

Líkur Úkraínu, fara algerlega eftir því - ekki bara því að skaffa vopn, heldur einnig því akkúrat hvaða vopnakerfi Úkraína fær að nota.

 

Kv.


Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastríð -- hann hlýfir Kína, meðan hann virðist ætla að ráðast að helstu bandalagsríkjum Bandaríkjanna í staðinn! Kína að sjálfsögðu mun mokgræða á þeirri nálgun Trumps!

Að Trump ákvað einungis: 10% viðbótar toll á Kína! Vekur óneitanlega spurningar.
En gegnum alla kosninga-baráttuna, var mikið rætt um meinta eða raunverulega þörft þess.
Að mæta Kína af hörku í alþjóðamálum!

Í staðinn, ræðst hann að Kanada, með 25% toll á almennan útflutning, meðan olíuvörur fá 10%.
Og að Mexíkó, þ.s. 25% tollur er lagður á allan útflutning þaðan.

  • Kanada, selur Bandaríkjunum 60% af þeirri olíu sem Bandar. flytja inn.
    Þ.e. auðvitað sú mikla sala af olíu - sem myndar margumræddan, viðskiptahalla.
  • Hinn bóginn, lítur Trump algerlega framhjá - sölu bandar. fyrirtækja á þjónustu, en á því sviði -- kvá Bandar. hafa ágætan viðskipta-ágóða á móti.

M.ö.o. viðskiptin við Kanada, séu miklu mun nær jafnvægi - en skv. tölum Trumps.

  1. Kanada, getur auðvitað selt sína olíu annað.
  2. Ekki eins og að, engir markaðir séu fyrir olíuvöru, í öðrum löndum.

Ef marka má fréttir, hefur skollið á - reiðibylgja í Kanada!
Er því sennilegt, að ákvörðun Trudeau - um sambærilegan 25% toll á allan innflutning frá Bandar. njóti almenns stuðnings í Kanada!
--Trump var afar ruddalegur í tali um Kanada, talaði eina ferðina enn, að landið ætti vera fylki í Bandar. Virðist sem nálgun Trumps, sé að valda bylgju þjóðernis-hyggju innan Kanada.

Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, hefur einnig lýst yfir 25% mót-tollar taki gildi.

  • Ég reikna með tollum á ESB -- fljótlega!
    Væri hissa á öðru. Fyrst að Trump, hefur ákveðið tolla á Kanada og Mexíkó.
  • Þau viðskipti, eru enn verðmætari en viðskiptin við Mexíkó.
    ESB hefur lofað töllum, ef Trump tollar: Brussels vows firm response.

Efnahagsáhrif af tollunum eru nokkur innan Bandaríkjanna!

TaxFoundation - birtir áhugavert mat: Trump/Biden tariffs.

Áhrif 25% tolla á Mexíkó og Kanada, skv. þeirra mati á Bandar.

  1. -0,4% hagvöxtur sbr. ástand án tolla.
  2. 286.000 störf tapist innan Bandar.
  • Ef 10% tolli á Kína er bætt við:
  1. -0,5% hagvöxtur, sbr. ástand án tolla.
  2. 326.000 töpuð störf innan Bandaríkjanna.

-0,5% virðist kannski einhverjum lítið - e-h er ekki skipti máli: Það aftur á móti líklega þíði, að hagvöxtur innan Bandar. skríði niður fyrir 2%.

Ath. Trump hefur ekki enn ákveðið, hvaða tolla hann leggur á -- innflutning frá Evrópu.
--Tapaður hagvöxtur gæti þá nálgast -- heilt prósent.

Að sjálfsögðu bætast þá einnig við verðólgu-áhrif:

Earnst & Young - ráðgjafafyrirtækið er til muna svartsýnna:

The combination of a 25 percent tariff on Mexico and Canada and a 10 percent tariff on China goods could cause U.S. economic output to decline by 1.5 percent in 2025 and 2.1 percent in 2026 as higher prices dampen consumer spending and business investment, said Gregory Daco, chief economist at EY-Parthenon, a division of the accounting firm Ernst & Young.

He also forecast inflation to increase 0.7 percentage points in the first quarter, compared to what it would be without Trump’s new tariffs, and to average 0.4 percentage points higher throughout the course of the year.

  1. Ath. - hann meinar: að hagvöxtur minnki um 1,5% - hugsanlega allt að 2,1%.
  2. Sem þíddi, sbr. hagvöxt í Bandar. nýlega mældur 2,5%: 1% eða 0,4%.
  • Skv. þessari mun dekkri spá: Minnkar hagvöxtur í Banda. ca. niður í hagvöxt innan ESB.

Ath: Ef hagvöxtur innan Bandar. minnkar þetta mikið: Mundu lífskjör innan Bandar. skv. líklegri verðbólgu yfir samatíma-bil, fara lækkandi.
Við erum ekki að tala um, háa kjaraskerðingu - en miðað við væntingar kjósenda um hærri kjör með Trump, er það líklega meir en nóg til að skapa óánægju.

Fleiri aðilar hafa kastað mati:

Analysis: The potential economic effects of Trump’s tariffs and trade war, in 9 charts

Rétt að taka fram nokkra hluti:

  1. Rétt að bílar framleiddir í Mexíkó, eru nær alltaf seldir í Bandar.
    Hinn bóginn, eru þær verksmiðjur - flestar í eigu Bandar. fyrirtækja.
  2. Þar fyrir utan, er mikið af íhlutum fyrir bandar. bifreiðaframleiðslu, framleiddir bæði í Mexíkó og Kanada -- verð áhrif verða því veruleg á bifreiðar seldar í Bandar.
  3. Greinin gerir ráð fyrir 25% tolli á olíuvörur - Trump ákvað 10% á þann varning.
    Þannig, kostnaðar-greining greinarinnar þar um, er röng.

jan25_tariffs_charts_2

Kostnaður Bandar. bifreiðaframleiðanda af tollum Trumps.
Stefni því í að vera umtalsverður!

Varðandi tal Trumps um fentanyl: er mikið eitursmyggl um Mexíkó. En Mexíkó hefur greinilega enga möguleika til að verulega minnka það! Þ.s. eiturbarónar stjórna ca. 20% af Mexíkó.
--Hinn bóginn, er slíkt smyggl afar óverulegt í gegnum Kanada. Kílóa-tal vs. tonna-tal.
--Því afar ósanngjörn aðdróttun, er kemur að Kanada.
Ef minnka á eitursmyggl til Bandar. -- er augljóst, Mexíkó þarf mjög mikla astoð!

  • Hinn bóginn, er enginn vafi - efni eru seld frá Kína.
    Ef út í það er farið, er líklega 10% viðbótar tollur á Kína því, réttlætanlegur.

 

Niðurstaða
Greinilega eru séfræðingar ósammála hve mikið tjón Bandar. verða fyrir af tollastefnu Trumps.
Þó að tollur á selda olíu frá Kanada, sé einungis 10% -- munu pumpu-verð samt líklega hækka.
Mikið af matvælum eru seld frá Mexíkó, má reikna með að verðlag á ferskum ávöxtum hækki.

Bifreiðar seldar í Bandar. munu hækka í verði - Bandaríkjamenn er halda að allt innflutt sé erlend merkjavara, verða líklega forviða er: Bandar. bifreiðaframleiðendur, hækka verðin hjá sér.
Málið er að, fyritækin hafa notað Mexíkó - sem sinn bakgarð.
--Hvað er framleidd öðru megin en selt hinum megin, er því fullkominn grautur.

  • Það getur þítt, að verðáhrif séu hugsanlega vanmetin.
  • Vegna þess, að það sé líklega mjög erfitt fyrir sérfræðinga sem ekki eru sjálfir starafandi hjá fyrirtækjunum, að vita nákvæmlega hver áhrifin verða.

Tollastefnan gæti skapað óánægju bandar. kjósenda - þ.s. það hægi á hagvexti, er a.m.k. einnig hægi á lífskjara-bata; eða, skv. Earnst & Young, gæti snúist yfir í kjara-skerðingu.

Strategískt er tollastefna Trumps líklega stórfelld mistök!
Málið er að, Trump skapar mikla reiðibylgju í þeim löndum, hann ræðst að.
Þar fyrir utan, er hann að rífa upp samninga, meira segja samninga hann sjálfur gerði.
--Reiði í bland við vantraust!

  • Virðist algerlega á tæru, að sú þróun verður vatn á myllu Kína.
  1. Tolla-stefnan, auki stórfellt líkur þess - bandamenn Bandaríkjanna: Snúi baki við þeim.
  2. Ér er að meina: Þeir gætu ákveðið. Að standa hlutlausir gagnvart Kína.

Höfum í huga, floti Kína er í dag -- ca. svipað öflugur og floti Bandaríkjanna.
--Kína þrátt fyrir minnkaðan hagvöxt, hefur ennþá ívið hærri en Bandar.
--Þar fyrir utan, nýtur Kína þess - framleiðlsa á vopnum þar, kostar minna.
Her og floti Kína er enn í hröðum vexti.
Innan ekki langs tima, verður Kína líklega umtalsvert hernaðarlega séð öflugra en Bandaríkin.

Það sé því óskapleg skammsýni að skapa óvináttu gagnvart Bandaríkjunum, meðal helstu bandalagsþjóða Bandaríkjanna.
--Í mínum augum, er yfirlýst tollastefna, næst heimskulegasta ákvörðun Trump gat tekið.

Það eina er væri enn heimskulegra, væri að lýsa yfir - hernaðarstríði gegn helstu bandamönnum Bandaríkjanna.

---------------
Vart þarf að taka fram, hvers vegna Kína geti grætt mjög mikið á hinni nýju stefnu Trumps.

 

Kv.


Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta málma á Grænlandi! Vandinn við málmvinnslu á Grænlandi, afar hár stofnkostnaður og rekstrarkostnaður!

Það er ekki það, að aldrei hafi verið reknar námur á Grænlandi -- Dansk fyrirtæki rak námu árum saman í nágrenni við, Skoresbysund. Sú náma lagðist af er verðlag á málminum lækkaði. Hefur síðan ekki verið ræst að nýju. Enn áætluð einhver milljón tonn af málmi í því málmfjalli.

Áhugaverð lesning fyrir þann er nennir að lesa: Greenland mineral exploration history

Mjög áhugavert kort -- hlekkur: Hér.

Simplified map of Greenland's geology and selected mineral occurrences. The boxes indicate the case study areas (chapter 3, 0 and 5). Modified from Henriksen et al. (2009).

Bandaríkin reka herstöð við Thule á Grænalandi: Pituffik Space Base
undefined

Hún er hluti af -- early warning -- kerfi Bandaríkjanna.
Þ.s. ratsjá stöðvarinnar horfir yfir Norðurpól, sem er ein helsta möguleg leið fyrir langdrægar eldflaugar er bera kjarnasprengjur til Bandaríkjanna.
Með mikilvægustu herstöðvum Bandaríkjanna líklega.

Mikilvægasti punkturinn er sá, að Bandaríkin geta tryggt öll sín markmið, án nokkurra minnstu breytinga á fyrirkomulagi er ríkir á Grænlandi!

  1. Vandamál náma á Grænlandi, er afar erfitt veðurfar - afar kalt á vetrum, afar slæm veður gjarnan, námusvæði eru úr alfaraleið.
  2. Þar fyrir utan, er afar lítið af infrastrúktúr á Grænlandi.

Námufyrirtæki, þar því líklega að reisa alla hluti:
--Vegi, ef þá þarf.
--Göng, ef þeirra þarf.
--Hafnir sannarlega, þ.s. grænlenskar hafnir eru litlar - ekki þ.s. námurnar yrðu.
--Flugvelli hugsanlega, sama um þá - grænlenskir flugvellir eru annars staðar.
Veðrin og kuldinn þíðir, að ekki er mögulegt að spara til um húsakynni starfsmanna, vinnuaðstæður þurfa að taka tillit til hvors tveggja einnig.

Rekstrarkostnaður náma á Grænlandi er því alltaf hár.
Er líklega skýri af hverju námur á Grænlandi hafa alltaf lokað fyrir rest.
--Flestar virðast hafa lokað áður en þær voru kláraðar.

  1. Bandarík fyrirtæki geta fengið námuréttindi ef þau vilja.
  2. Vandinn er sá, að slíkt hefur verið mögulegt í mörg mörg ár -- fyrirtækin hafa ekki sýnt því áhuga.

Aftur -- dýrt að reka námur á Grænlandi.
--Stofnkostnaður náma er afar afar hár.

  1. Jafnvel þó það yrðu gefin út ný leyfi fyrir námur fyrir bandarísk fyrirtæki.
  2. Er engin trygging þess, þau bandarísku fyrirtæku mundu gera nokkurn skapaðan hlut.

Grænland hefur verið opið fyrir námuleyfum -- mörg ár!!
Grænlendingar hafa auglýst eftir áhugasömum -- áhuginn hefur einfaldlega ekki verið fyrir hendi.

 

Niðurstaða
Já, Trump getur keypt Grænland ef hann virkilega vill -- aðferðin gæti verið sú, að senda öllum Grænlendingum tilboð, allir fullorðnir Grænlendingar fengu tiltekna upphæð; ef kaupin verða samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu íbúa Grænlands.
Hinn bóginn, hefur Trump enga skynsama ástæðu til að kaupa Grænland!

Hentugasta formið fyrir Kana er það rekstrarform á Grænlandi þegar til staðar!
--Danir borga fyrir Grænland.
--Grænlendingar sjálfir rekar það.
Ameríkanda því þurfa að gera hvorugt.

Ekkert við það fyrirkomulag hindrar kana í því að ná því fram á Grænlandi sem þeir þurfa.
--Ástæða þess að námur eru ekki reknar í dag á Grænlandi, er kostnaður við rekstur þeirra.
--Af hverju fyrirtæki hafa ekki viljað starta nýjum námum, er gríðarlegur stofnkostnaður.

Yfirtaka Grænlands breytti engu þar um - því mundi ekki auka líkur á að námur væru reknar.

  1. Ef Trump virkilega vill láta námur fara af stað.
  2. Þarf Trump líklega að setja opinberan pening í verkefnið.

Annars fara fyrirtækin líklega ekki af stað.
Það gildir aftur, að ekkert í því -- leiði það fram, að Bandar. verði að taka Grænland yfir.

Grænlendingar yrðu örugglega til í að námurekstur hæfist aftur á Grænlandi.
Danir væru einnig velviljaðir því þ.s. auknar tekjur í Grænlandi minnkuðu þörf fyrir dönsk fjárframlög til Grænlendinga.
--Bæði Danir og Grænlendingar mundu heimila flr. herstöðvar, hvenær sem Bandar. vilja þær.

Besta fyrirkomulagið fyrir Kana sjálfa er ergo -- óbreytt fyrirkomulag.

 

Kv.


Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér virðist sennilegt, tilraunir Trumps til samninga, renni út í sand - í staðinn standi Trump við að halda stríðinu áfram, er hann metur Pútín ekki vilja frið - held mál fari þannig!

Staðan í stríðinu við árslok er sú:

  • Rússland hefur hernumið ca. 3400 ferkílómetra lands, sl. 12 mánuði.

Sem er ca. 2-falt það land Rússland tók, 2023.
Hinn bóginn, eru enn milli 7 og 8 þúsund ferkílómetrar eftir af Donetsk héraði.
Sóknarhraði Rússa hefur skv. því verið ca. 2-falt meiri en árið á undan!
Á Vuhledar svæðinu, var sóknarhraði Rússa ca. 3-faldur fyrstu 2 mánuðina eftir fall Vuhledar.
Sú víglína hefur verið erfiðasta víglína Úkraínuhers, síðan Vuhledar féll.

  1. Hinn bóginn eru sögur um, hrun, íkjukenndar.
  2. Árétta, að talið er að mannfall Rússa í Nóvember 2024 hafi verið 45þús. fallnir og særðir.

Nóvember er talinn mánuðurinn þ.s. mannfall Rússa náði hámarki.
Sl. 6 mánuði, hefur meðalmannfall Rússa verið áætlað:

  • 100þ. fallnir og særðir meðtali hverja 3 mánuði.
  • m.ö.o. 200þ. sl. 6 mánuði.

Heildarmannfall Rússa 2024 er líklega yfir 300.000 föllnum og særðum.
M.o.ö. hafa Rússar náð fram 2-földum sóknarhraða, með gríðarlegu mannfalli.
Mesta mannfalli stríðsins alls hingað til.
--Heildarmannfall Rússa frá Febr. 2022 metið, 700þ. fallnir og særðir af PENTAGON.

  1. Sagan sem þetta segir, er að -- Úkraínuher verjist af gríðarlegri hörku.
  2. Að hver einasti ferkílómetri lands sem Rússar taka, kosti heilu tjarnirnar af blóði.

Augljóst skv. þessu, að -- Úkraínuher er ekki á barmi hruns.
Né er að sjá merki þess að hruns þess hers sé augljóslega yfirvofandi.
Sannarlega er Úkraínuher undir gríðarlegum þrýstingi.
Hinn bóginn, er ekki sem að -- Rússaher hafi ekki beðið mikið tjón á móti.

Varðandi hrun: Sáum við dæmi um slíkt. Þegar Sýrlandsstjórn féll á ca. 12 dögum.


Luhansk víglínan - 24. Febrúar 2024

Skoðum sömu víglínu í árslok 2024

Eins og sjá má, er meginsókn Rússa, sunnarlega, þó sjá megi eitthvað nart í víglínu Úkraínu norðar, má samt segja að þessi víglína hafi lítið breist að öðru leiti.
--En á svæðinu sunnan þ.s. sjá má sókn Rússa í átt að, Kramatorsk.

Donetsk víglínan 24. Febrúar 2024!

Sama víglína undir lok árs, 2024!

Eins og sést, er nær öll breytingin á víglínum í Úkraínu, í Donetsk.

  • Bardagar um Toretsk hafa staðið nær allt árið, Rússar náð ca. 2/3 af þeim bæ.
    Allt hlýtur þar að vera nú í rjúkandi rúst.
  • Chasiv Yar, stendur enn, eftir heilt ár af bardögum -- Úkraínumenn ráða enn, ca. 3/4 hlutum þess bæjar.
  • Pokrovsk, er enn 100% á valdi Úkraínu, rétt Norðan við stóru deildina í víglínu Úkraínu, framan við Donetsk borg.

Kursk víglínan, undir lok árs 2024

Mánuðir liðnir síðan Rússar hófu gagnsókn á svæðinu -- myndin sýnir mestu útbreiðslu Úkraínuhers í héraðinu, samtímis að sýna hvar áætlað er að víglínan liggi þann 30/12.
Margir töldu að Úkraínumenn yrðu hratt hraktir í burt. Annað hefur komið í ljós.

  1. Hefur Úkraína grætt á innrás í Rússland?
  2. Engin leið að vita með vissu:

    Ég hef heyrt þá hugmynd, að innrásin í Kursk.
    Hafi komið í veg fyrir, að Rússar sjálfir opni nýjar víglínur í Úkraínu.
    M.ö.o. lið sem Rússar hafi ætlað að nýta til slíks.
    Hafi þess í stað verið bundið í bardögum við Úkraínuher, innan Rússlands.

Þessu hefur Zelensky haldið fram: Engin leið að vita hvort þ.e. rétt.

Víglína í Kharkiv héraði þ.s. Rússar gerðu atlögu á fyrri hluta árs, 2024.

  1. Hinn bóginn, hefur Rússland ekki gert neinar nýjar innrásir í Úkraínu!
  2. Síðan Úkraínuher hóf innrás sína í Rússland, í Kursk héraði.

Sem er ekki endilega sönnun þess Zelensky hafi á réttu að standa.
Þó það klárlega mæli ekki gegn þeim möguleika að hann fari með rétt mál.


Eru vopnabirgðir Rússa að klárast?
Við upphaf árs var bent á að -- mikilvægar vopnabirgðir væru minnkaðar ca. um 1/3.
Sjáum hver staða þeirra vopnabirgða er við árslok 2024.

Hlekkur á upplýsingar: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1FnfGcdqah5Et_6wElhiFfoDxEzxczh7AP2ovjEFV010/edit?gid=0#gid=0 ; https://x.com/Jonpy99/status/1870922407625802232. Virkar einungis fyrir þá er hafa Google account.

Upplýsingarnar eru á grunni gerfihnatta-eftirlits:

  • T55...........166 vs. 313: 53%.
  • T62..........1077 vs. 1897: 57%
  • T64...........652 vs. 752: 87%.
  • T72 Ural As...909 vs. 1142: 80%.
  • T72B..........433 vs. 1478: 29%.
  • T80B/V........104 vs. 1455: 7%.
  • T80U/Uds......180 vs. 193: 93%.
  • T90...........112 vs. 0: 0%.
  • Meðtaltals minnkun: 48%.
  • BMP 1/2/3....3668 vs. 6934: 53%.
  • BMD...........242 vs. 602: 40%.
  • Meðtaltal: 52%.
  • BTR 60/70/80...2371 vs. 3673: 65%.
  • MT-LB...........404 vs. 3695: 11%.
  • BTR-50..........40 vs. 119: 34%.
  • BRDM-2s........978 vs. 1314: 74%.
  • MT-LBus........911 vs. 1606: 57%.
  • Meðtaltals minnkun: 45%.
  • Mortars.......2924 vs. 0: 0%.
  • Towed Small...3033 vs. 6067: 50%.
  • Towed Medium..2302 vs. 4776: 48%.
  • Towed Large...845 vs. 2420: 35%.
  • SPG...........2627 vs. 4662: 56%.
  • MLRS...........304 vs. 1518: 20%.
  • Towed AA.......531 vs. 1010: 53%.
  • Meðtaltals minnkun: 41%.

Margir telja að megnið af eldri tækjunum - enn eftir í úti-geymslum.
Séu líklega ónýt. Þó tölur frá gerfihnöttum gefi í skyn fj. slíkra tækja.
--Séu þau ólíkleg að verða tekin til notkunar.

Ástand tækjanna er að sjálfsögðu stóra óvissan:

  1. Þeir sem meta hlutfall þess eftir er, hátt ónýtt.
    Búast við jafnvel að Rússar klári vopnabirgðir mikið til, 2025.
  2. Aðrir, sem leggja varlegra mat á hvert hlutfall ónýts er.
    Telja að Rússar klári megin vopnabirgðir sínar, 2026.

Málið er að allt þetta hefur verið varðveitt fyrir opnu.
Því veðrast - veðrun er af margvíslegu tagi, sbr. ryð, ónýt gúmmí, fastir mótorar og vélar.

  • Þar fyrir utan, nota rússn. herinn líklega útibyrgðirnar sem, varahluta-lager.
    Vegna fj. gamallra tækja enn í notkun, ekki verið framleidd í áratugi.
  • Myndirnar geta ekki metið, fj. þeirra tækja - þ.s. mikilvægir hlutir hafa verið fjarlægðir.

Eigin framleiðsla Rússa á tækjum er óveruleg. 80-90% af skilgreindri framleiðslu Rússa.
--Er skv. staðfestum heimildum, viðgerðir á eldri tækum sem tekin eru til notkunar úr, útigeymslum.

Auðvitað eftir því sem hratið er meira mæli eftir, er sífellt erfiðara að redda nothæfum tækjum.
--Krefst sífellt meiri fyrirhafnar - geri ég ráð fyrir. Þar til að - tilraunir til slíks verða tilgangslitlar.

 

 

Niðurstaða
Ég hef fylgst með Donald Trump síðan hann náði kjöri. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu. Hann ætli að skilja eftir -- sjálfstæða Úkraínu. Hefur einungis boðið - 10 ára tryggingu fyrir engri NATO aðild.

Meðan að, kröfur Rússa eru -- nær fullkomin afvopnun Úkraínu. Og að rússn. stjv. ráði því sem þau vilja ráða í landinu. M.ö.o. krafa þess að Trump afsali algerlega tilkalli til Úkraínu, fyrir hönd Vesturlanda.

Greinilega er gjáin milli hugmynda Trumps það víð. Að samkomulag virðist ósennilegt.
Því, geri ég nú ráð fyrir - áframhaldandi stríði. Það haldi áfram hugsanlega 2 ár til viðbótar.

Ég er á því að úhald Rússlands sé ekki endalaust. Ekki seinna en 2026 sé alvarlegur skortur margra vopnakerfa. Ef maður gefur sér að Trump haldi stuðningnum áfram enn á þeim punkti.

Gæti komið allt annað samnings-tilboð frá Rússlandi seinni part 2026.
---------------
Gleðilegt nýtt ár til allra.

PS: Institute For Study of War: 

  • Áætlar heildar-sóknar-árangur Rússa 2024: 4.200 ferkm. 
    Með því að taka tillit til þess, að Úkraína hefur misst ca. helming yfirráðasvæðis síns í Kharkiv í Rússlandi - síðan Rússlandsher hóf gagnsókn þar fyrir mánuðum síðan.
  • Heildar-sóknar-árangur Rússa innan Úkraínu einnar, enn metinn ca. 3.400 ferkm. sbr. ofan.
  • Úkraínuher staðhæfir nú, heildarmannfall Rússa látnir og særðir, 2024 hafi verið: 420.000.

 

Kv.


Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjórn -- viðurkenni að ég á pínu erfitt með að sjá hvernig stjórnin ætlar að ná utan um fjármögnun dýrustu kosningaloforða a.m.k. á þessari öld, með tekjuskattshækkanir fyrirfram útilokaðar!

Á nýju ári hefur ný ríkisstjórn sín verk, þá væntanlega kemur fram hvaða leiðir hún hyggst fara í fjármögnun -- dýrustu kosningaloforða þessarar aldar.
Afar áhugavert að ný ríkisstjórn hafi starfsferil með eiginlega allt á huldu með fjármögnun verka sinna -- sérstaklega í ljósi þess, að einn 3rja stjórnarflokka; er andvígur skattahækkunum.
Maður hefur pínu á tilfynningu, að ágreiningsmálum hafi pent verið sópað undir teppi.
En stefnuskráin, almennt stuttorðuð, inniheldur markmið er hljóma sannarlega óskaplega kostnaðarsöm -- má eiginlega kalla það, yfirlýsingu um að laga alla hluti.
--Svipað og er Donald Trump lýsti því strax yfir í sigurræðu, ég geri allt gott.

Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar!

Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ - Vísir

Texti sameiginlegrar yfirlýsingar, óstyttur:

Ný ríkisstjórn gengur samstíga til verka.

Fyrsta verk er að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta, með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins.

Um leið mun ríkisstjórnin rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi.

Lífskjör landsmanna verða bætt með samstöðu um þessi verkefni. En fleira þarf til. Ríkisstjórnin setur húsnæðisöryggi fólks í forgang með bráðaaðgerðum og kerfisbreytingum til lengri tíma. Þá verður gripið til aðgerða til að uppræta fátækt og lyfta greiðslum almannatrygginga til tekjulægri lífeyrisþega.

Ríkisstjórnin hyggst einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Í því efni verður stigið fram af festu strax í upphafi kjörtímabils. Samhliða því mun ríkisstjórnin fjárfesta í innviðum til að auka verðmætasköpun og efla heilbrigðis- og velferðarþjónustu um land allt.

Sérstaklega verður hugað að íslenskri tungu, menningu og náttúru til að varðveita og styrkja sjálfsmynd þjóðar. Mannréttindi og virðing fyrir fjölbreytileika verða leiðarstef og leitast verður við að skapa breiða sátt um þau málefni sem skipta þjóðina mestu.

Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eftirfarandi aðgerðum:

  1. Með því að ná stjórn á fjármálum ríkisins og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta, m.a. með stöðugleikareglu og stöðvun hallareksturs. Eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu.
  2. Með mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélags. Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.
  3. Með því að auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt. Ríkisstjórnin mun rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Ráðist verður í mikilvægar úrbætur í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins til að greiða fyrir umferð á stofnvegum, efla almenningssamgöngur og styðja við fjölbreytta ferðamáta. Hafist verður handa við framkvæmd Sundabrautar og verkefnið fjármagnað með innheimtu veggjalda.
  4. Með bráðaaðgerðum til að fjölga íbúðum hratt og kerfisbreytingum sem miða að jafnvægi á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks, m.a. með breyttum reglum um skammtímaleigu, auk þess að liðka fyrir uppbyggingu á færanlegum einingarhúsum og umbreytingu atvinnuhúsnæðis í íbúðir. Ríkislóðir verða nýttar til uppbyggingar, regluverk einfaldað í mannvirkja- og skipulagsmálum og stigin skref til að minnka vægi verðtryggingar. Hlutdeildarlán verða fest í sessi með skilvirkari framkvæmd, staða leigjenda styrkt og stutt við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða. Þá vill ríkisstjórnin hvetja til aðkomu lífeyrissjóða að húsnæðismarkaði og til byggingar á nýjum íbúðahverfum, svo sem með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu.
  5. Með atvinnustefnu sem stuðlar að sjálfbærum vexti atvinnugreina, aukinni framleiðni og heilbrigðum vinnumarkaði. Ný ríkisstjórn hyggst taka fast á félagslegum undirboðum, m.a. með því að herða eftirlit með starfsmannaleigum, innleiða keðjuábyrgð í stærri verklegum framkvæmdum, efla heimildir til vinnustaðaeftirlits og lögfesta skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals.
  6. Með aðgerðum til að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Ferli leyfisveitinga verður einfaldað, tímafrestir lögbundnir og verkefni í nýtingarflokki rammaáætlunar látin njóta forgangs í stjórnsýslu orkumála. Ríkisstjórnin mun vinna að breiðri sátt um lagaumgjörð vindorkunýtingar og sjá til þess að stærri hluti tekna af orkumannvirkjum renni til nærsamfélags. Raforkulögum verður breytt til að tryggja forgang heimila og almennra notenda.
  7. Með markvissum loftslagsaðgerðum svo að Ísland nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 og verði áfram í fremstu röð í baráttu gegn hnattrænni hlýnun. Ríkisstjórnin mun ýta undir orkuskipti í samgöngum og iðnaði, vinna gegn losun frá landi og greiða götu tæknilausna og nýsköpunar á sviði loftslagsmála. Þá verður stutt við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til að vernda hafsvæði og ósnortin víðerni.
  8. Með því að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt. Ríkisstjórnin mun hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna. Sérstökum hagsmunafulltrúa eldra fólks verður falið að standa vörð um réttindi þess. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Þá verður gripið til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun. Við innleiðingu á nýju örorkulífeyriskerfi verður litið til þess að tryggja sjálfstæði og afkomuöryggi öryrkja.
  9. Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjármagna þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem gefin hafa verið fyrirheit um. Stofnaður verður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk til breytinga á húsnæði. Stutt verður við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og hugað sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu.
  10. Með því að vinna að fjölbreytni í atvinnulífi, sterku samkeppniseftirliti, öflugri neytendavernd og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja. Ríkisstjórnin hyggst auka skilvirkni í samskiptum fyrirtækja og hins opinbera. Áfram verður stutt við vöxt hugverkaiðnaðar, nýsköpunar og tækni. Unnið verður að skýrri lagaumgjörð um gervigreind.
  11. Með því að stuðla að verðmætasköpun, öryggi og álagsstýringu í ferðaþjónustu. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í eigu þjóðarinnar og ríkisstjórnin hyggst taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum Íslands. Á meðan unnið er að útfærslu verða innheimt komugjöld.
  12. Með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu. Í sjávarútvegi verða gerðar auknar kröfur um gagnsæi í eignarhaldi og skerpt á skilgreiningu tengdra aðila. Ríkisstjórnin mun tryggja 48 daga til strandveiða. Gripið verður til aðgerða til að efla nýsköpun í landbúnaði, auðvelda nýliðun og kynslóðaskipti og draga úr orkukostnaði garðyrkjubænda. Jarðalögum verður breytt til að vinna gegn samþjöppun og stuðla að nýtingu á ræktarlandi til búrekstrar. Ríkisstjórnin mun styrkja lagaumgjörð fiskeldis til að sporna gegn neikvæðum áhrifum á lífríki og innleiða hvata til eldis á ófrjóum laxi og til eldis í lokuðum kvíum.
  13. Með því að styðja við listir og menningu með myndarlegum hætti. Lögð verður áhersla á að auka aðgengi landsmanna að menningarlífi óháð efnahag og búsetu. Ríkisstjórnin mun hlúa að íslenskri tungu og menningararfi þjóðarinnar og leitast við að auka enn frekar útflutning og verðmætasköpun í skapandi greinum.
  14. Með fjárfestingu sem styrkir stoðir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu um land allt. Ríkisstjórnin mun leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, m.a. fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun, og vinna að þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn. Sérstök áhersla verður lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Skipulega verður dregið úr skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu með hagnýtingu tækni og nýsköpunar. Áfram verður stuðst við fjölbreytt rekstrarform þó að þungamiðja þjónustunnar verði í opinberum rekstri.
  15. Með því að hefja sókn í menntamálum og bæta umhverfi nemenda og kennara. Lögð verður áhersla á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum. Styðja þarf skólakerfið til að mæta áskorunum, tryggja inngildingu barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og snemmtæka íhlutun fyrir börn með fjölþættan vanda. Framhaldsskólar og háskólar fá stuðning til að efla menntun, nýsköpun og aðgengi um allt land, auk þess sem hugað verður sérstaklega að iðn- og verknámi, sí- og endurmenntun og raunfærnimati. Ríkisstjórnin hyggst móta ungmennastefnu og beita sér fyrir jöfnu aðgengi allra barna að íþróttum, listum og frístundastarfi. Skoðað verður hvort setja eigi samræmdar reglur um notkun snjalltækja og samfélagsmiðla í skólum.
  16. Með því að leggja áherslu á jafna stöðu og jöfn réttindi allra, standa með jaðarsettum hópum og uppræta rótgróna fordóma í samfélaginu, m.a. með jafnréttis- og hinseginfræðslu. Áfram verður unnið að því að leiðrétta kerfisbundið vanmat á virði kvennastarfa. Ríkisstjórnin einsetur sér að vinna gegn sundrung og tortryggni og byggja undir traust og samheldni í íslensku samfélagi.
  17. Með því að innflytjendur fái tækifæri til að læra íslensku og taka virkan þátt í samfélaginu. Ríkisstjórnin vill gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýslu til að tryggja mannúðlegt og skilvirkt móttökukerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Heimilt verður að afturkalla alþjóðlega vernd og brottvísa fólki sem fremur alvarleg afbrot eða ógnar öryggi ríkisins.
  18. Með því að auka öryggi almennings og fjölga verulega lögreglumönnum á kjörtímabilinu. Tekið verður fast á skipulagðri glæpastarfsemi, netbrotum, mansali og kynbundnu ofbeldi. Samhliða þessu verða aðrir þættir réttarkerfisins styrktir til að tryggja hraða og örugga málsmeðferð.
  19. Með því að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir hinna dreifðu byggða. Áhersla verður lögð á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og annarri opinberri þjónustu, óháð búsetu. Unnið verður að eflingu fjarskiptainnviða á landsbyggðinni og frekari skref stigin til jöfnunar á dreifikostnaði raforku.
  20. Með breytingum á fæðingarorlofskerfinu til að styrkja afkomuöryggi fjölskyldna. Tryggt verður að tekjulægri foreldrar haldi óskertum tekjum í fæðingarorlofi. Ríkisstjórnin mun hækka fæðingarstyrki námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar og bæta hag fjölburaforeldra og þeirra sem veikjast í kjölfar fæðingar eða á meðgöngu. Þróun barnabóta verður komið í fastar skorður svo að fjárhæðir fylgi launaþróun og stuðningur haldist stöðugur.
  21. Með því að vinna áfram með Grindavíkurbæ og framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur að viðunandi lausn fyrir sveitarfélagið og íbúa þess, atvinnurekendur og fasteignaeigendur.
  22. Með breytingu á kosningalögum til að auka jafnræði í atkvæðavægi og þingsætadreifingu.
  23. Með utanríkisstefnu sem byggir á mannréttindum, friði, virðingu fyrir alþjóðalögum og náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027. Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum.

Hvers vegna að stytta hann, að hann er ekki það íkja langur.

 

Það eru tvenns konar ríkisstjórnir er birta stutta stjórnarsáttmála!

  1. Ríkisstjórnir er samanstanda af flokkum er eru nánast sammála um alla hluti - því ekki ástæða að reikna með umtalsverðum ágreiningi.
  2. Ríkisstjórnir sem líklega eru ósammála um flesta hluti - því djúp gjá liggur milli flokkanna um markmið og leiðir að þeim markmiðum.

Fyrri týpan líklega klárar sitt kjörtímabil, tímabil er líklega verður fremur leiðinlegt því slík stjórn líklega starfar án þess að vera mikið í fréttum.
Meðan að seinni týpan verður við stjórn sé óhætt sennilega að reikna með að hún verði nánast stöðugt í fréttum - því stöðugt þurfi langar, erfiðar umræður um alla hluti, vegna gjár milli flokkanna megi líklega treysta því, einstakir þingmenn -- tjái sig reglulega í fjölmiðlum, meðan forstöðumenn leitast við að halda andlitinu út á við.

  • Mér finnst við vera að sjá líklega endurtekningu síðustu ríkisstjórnar, öfugt mix - tveir vinstriflokkar vs. einn hægri-flokkur, en sama gjá milli aðila.
  1. Eina er liggur fyrir um fjármögnun, er hugmyndin um auðlyndagjöld.
  2. Hinn bóginn, sbr. yfirlýsinguna að ofan, efa ég stórfellt sú fjármögnunarleið dugi.


Ferðamennskunni gæti hnignað hratt, ef á hana er hent of miklum kostnaði!
Almennt séð er það fólk er hingað kemur, ekki milljarðamæringar eða verulega auðugt.
Flest virðist það, venjulegt fólk er hafi sparað fyrir frýinu sínu af launatekjum.
Ef Ísland verður of dýrt fyrir það, ferðast það -- annað!

Ýmsir hafa bjartsýnar hugmyndir hvað sé hægt að sækja í sjávarútveg!
Hinn bóginn eru auðugu fyrirtæki í greininni - örfá. Meðan flest eru ekki með mikið aukafé.
Miklar kostnaðarhækkanir, gætu leitt til minni endurnýjunar skipakosts, sparnaðar-aðgerða fyrirtækjanna er líklega leiddu til fækkunar starfa, lokana vinnsla.

  • Umsvif í báðum greinum samtímis gætu farið í minnkun.
    Er gæti leitt til þess að gjöld skili miklu mun minna fé.
  • Vinstrimenn eru þekktir fyrir að vanmeta áhrif gjaldahækkana á atvinnuvegi.

Ætla þó ekki fyrirfram að spá henni misfarnaði.
Þó að ég bendi á augljósar glufur í yfirlýsingu flokkanna 3ja.

 

Niðurstaða
Jólakveðjur til allra, vona nk. ár verði öllum gott.
Endurtek, velfarnaðaróskir til nýrrar ríkisstjórnar.
Þó sannarlega eigi það við að það verður mjög forvitnilegt að komast að því.
Hvaða leiðir skal fara til að fjármagna dýrustu markmiðsyfirlýsingu þessarar aldar.
Þar eð, sbr. bent á að ofan, tekjuskattshækkanir eru fyrirfram útilokaðar.
Og ég efa að þær hugmyndir reifaðar eru, séu nokkurs staðar nærri því að duga.
Bilið milli flokkanna sem vart virðist minna en milli flokka síðustu ríkisstjórnar.
Bendir ekki til rólegs stjórnarheimilis. Óhætt virðist að spá drama á stjórnarheimilinu.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • 20250309 183513
  • 20250309 183336
  • 20250309 183205

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.3.): 117
  • Sl. sólarhring: 238
  • Sl. viku: 312
  • Frá upphafi: 863482

Annað

  • Innlit í dag: 112
  • Innlit sl. viku: 289
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 110

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband