Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta málma á Grænlandi! Vandinn við málmvinnslu á Grænlandi, afar hár stofnkostnaður og rekstrarkostnaður!

Það er ekki það, að aldrei hafi verið reknar námur á Grænlandi -- Dansk fyrirtæki rak námu árum saman í nágrenni við, Skoresbysund. Sú náma lagðist af er verðlag á málminum lækkaði. Hefur síðan ekki verið ræst að nýju. Enn áætluð einhver milljón tonn af málmi í því málmfjalli.

Áhugaverð lesning fyrir þann er nennir að lesa: Greenland mineral exploration history

Mjög áhugavert kort -- hlekkur: Hér.

Simplified map of Greenland's geology and selected mineral occurrences. The boxes indicate the case study areas (chapter 3, 0 and 5). Modified from Henriksen et al. (2009).

Bandaríkin reka herstöð við Thule á Grænalandi: Pituffik Space Base
undefined

Hún er hluti af -- early warning -- kerfi Bandaríkjanna.
Þ.s. ratsjá stöðvarinnar horfir yfir Norðurpól, sem er ein helsta möguleg leið fyrir langdrægar eldflaugar er bera kjarnasprengjur til Bandaríkjanna.
Með mikilvægustu herstöðvum Bandaríkjanna líklega.

Mikilvægasti punkturinn er sá, að Bandaríkin geta tryggt öll sín markmið, án nokkurra minnstu breytinga á fyrirkomulagi er ríkir á Grænlandi!

  1. Vandamál náma á Grænlandi, er afar erfitt veðurfar - afar kalt á vetrum, afar slæm veður gjarnan, námusvæði eru úr alfaraleið.
  2. Þar fyrir utan, er afar lítið af infrastrúktúr á Grænlandi.

Námufyrirtæki, þar því líklega að reisa alla hluti:
--Vegi, ef þá þarf.
--Göng, ef þeirra þarf.
--Hafnir sannarlega, þ.s. grænlenskar hafnir eru litlar - ekki þ.s. námurnar yrðu.
--Flugvelli hugsanlega, sama um þá - grænlenskir flugvellir eru annars staðar.
Veðrin og kuldinn þíðir, að ekki er mögulegt að spara til um húsakynni starfsmanna, vinnuaðstæður þurfa að taka tillit til hvors tveggja einnig.

Rekstrarkostnaður náma á Grænlandi er því alltaf hár.
Er líklega skýri af hverju námur á Grænlandi hafa alltaf lokað fyrir rest.
--Flestar virðast hafa lokað áður en þær voru kláraðar.

  1. Bandarík fyrirtæki geta fengið námuréttindi ef þau vilja.
  2. Vandinn er sá, að slíkt hefur verið mögulegt í mörg mörg ár -- fyrirtækin hafa ekki sýnt því áhuga.

Aftur -- dýrt að reka námur á Grænlandi.
--Stofnkostnaður náma er afar afar hár.

  1. Jafnvel þó það yrðu gefin út ný leyfi fyrir námur fyrir bandarísk fyrirtæki.
  2. Er engin trygging þess, þau bandarísku fyrirtæku mundu gera nokkurn skapaðan hlut.

Grænland hefur verið opið fyrir námuleyfum -- mörg ár!!
Grænlendingar hafa auglýst eftir áhugasömum -- áhuginn hefur einfaldlega ekki verið fyrir hendi.

 

Niðurstaða
Já, Trump getur keypt Grænland ef hann virkilega vill -- aðferðin gæti verið sú, að senda öllum Grænlendingum tilboð, allir fullorðnir Grænlendingar fengu tiltekna upphæð; ef kaupin verða samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu íbúa Grænlands.
Hinn bóginn, hefur Trump enga skynsama ástæðu til að kaupa Grænland!

Hentugasta formið fyrir Kana er það rekstrarform á Grænlandi þegar til staðar!
--Danir borga fyrir Grænland.
--Grænlendingar sjálfir rekar það.
Ameríkanda því þurfa að gera hvorugt.

Ekkert við það fyrirkomulag hindrar kana í því að ná því fram á Grænlandi sem þeir þurfa.
--Ástæða þess að námur eru ekki reknar í dag á Grænlandi, er kostnaður við rekstur þeirra.
--Af hverju fyrirtæki hafa ekki viljað starta nýjum námum, er gríðarlegur stofnkostnaður.

Yfirtaka Grænlands breytti engu þar um - því mundi ekki auka líkur á að námur væru reknar.

  1. Ef Trump virkilega vill láta námur fara af stað.
  2. Þarf Trump líklega að setja opinberan pening í verkefnið.

Annars fara fyrirtækin líklega ekki af stað.
Það gildir aftur, að ekkert í því -- leiði það fram, að Bandar. verði að taka Grænland yfir.

Grænlendingar yrðu örugglega til í að námurekstur hæfist aftur á Grænlandi.
Danir væru einnig velviljaðir því þ.s. auknar tekjur í Grænlandi minnkuðu þörf fyrir dönsk fjárframlög til Grænlendinga.
--Bæði Danir og Grænlendingar mundu heimila flr. herstöðvar, hvenær sem Bandar. vilja þær.

Besta fyrirkomulagið fyrir Kana sjálfa er ergo -- óbreytt fyrirkomulag.

 

Kv.


Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér virðist sennilegt, tilraunir Trumps til samninga, renni út í sand - í staðinn standi Trump við að halda stríðinu áfram, er hann metur Pútín ekki vilja frið - held mál fari þannig!

Staðan í stríðinu við árslok er sú:

  • Rússland hefur hernumið ca. 3400 ferkílómetra lands, sl. 12 mánuði.

Sem er ca. 2-falt það land Rússland tók, 2023.
Hinn bóginn, eru enn milli 7 og 8 þúsund ferkílómetrar eftir af Donetsk héraði.
Sóknarhraði Rússa hefur skv. því verið ca. 2-falt meiri en árið á undan!
Á Vuhledar svæðinu, var sóknarhraði Rússa ca. 3-faldur fyrstu 2 mánuðina eftir fall Vuhledar.
Sú víglína hefur verið erfiðasta víglína Úkraínuhers, síðan Vuhledar féll.

  1. Hinn bóginn eru sögur um, hrun, íkjukenndar.
  2. Árétta, að talið er að mannfall Rússa í Nóvember 2024 hafi verið 45þús. fallnir og særðir.

Nóvember er talinn mánuðurinn þ.s. mannfall Rússa náði hámarki.
Sl. 6 mánuði, hefur meðalmannfall Rússa verið áætlað:

  • 100þ. fallnir og særðir meðtali hverja 3 mánuði.
  • m.ö.o. 200þ. sl. 6 mánuði.

Heildarmannfall Rússa 2024 er líklega yfir 300.000 föllnum og særðum.
M.o.ö. hafa Rússar náð fram 2-földum sóknarhraða, með gríðarlegu mannfalli.
Mesta mannfalli stríðsins alls hingað til.
--Heildarmannfall Rússa frá Febr. 2022 metið, 700þ. fallnir og særðir af PENTAGON.

  1. Sagan sem þetta segir, er að -- Úkraínuher verjist af gríðarlegri hörku.
  2. Að hver einasti ferkílómetri lands sem Rússar taka, kosti heilu tjarnirnar af blóði.

Augljóst skv. þessu, að -- Úkraínuher er ekki á barmi hruns.
Né er að sjá merki þess að hruns þess hers sé augljóslega yfirvofandi.
Sannarlega er Úkraínuher undir gríðarlegum þrýstingi.
Hinn bóginn, er ekki sem að -- Rússaher hafi ekki beðið mikið tjón á móti.

Varðandi hrun: Sáum við dæmi um slíkt. Þegar Sýrlandsstjórn féll á ca. 12 dögum.


Luhansk víglínan - 24. Febrúar 2024

Skoðum sömu víglínu í árslok 2024

Eins og sjá má, er meginsókn Rússa, sunnarlega, þó sjá megi eitthvað nart í víglínu Úkraínu norðar, má samt segja að þessi víglína hafi lítið breist að öðru leiti.
--En á svæðinu sunnan þ.s. sjá má sókn Rússa í átt að, Kramatorsk.

Donetsk víglínan 24. Febrúar 2024!

Sama víglína undir lok árs, 2024!

Eins og sést, er nær öll breytingin á víglínum í Úkraínu, í Donetsk.

  • Bardagar um Toretsk hafa staðið nær allt árið, Rússar náð ca. 2/3 af þeim bæ.
    Allt hlýtur þar að vera nú í rjúkandi rúst.
  • Chasiv Yar, stendur enn, eftir heilt ár af bardögum -- Úkraínumenn ráða enn, ca. 3/4 hlutum þess bæjar.
  • Pokrovsk, er enn 100% á valdi Úkraínu, rétt Norðan við stóru deildina í víglínu Úkraínu, framan við Donetsk borg.

Kursk víglínan, undir lok árs 2024

Mánuðir liðnir síðan Rússar hófu gagnsókn á svæðinu -- myndin sýnir mestu útbreiðslu Úkraínuhers í héraðinu, samtímis að sýna hvar áætlað er að víglínan liggi þann 30/12.
Margir töldu að Úkraínumenn yrðu hratt hraktir í burt. Annað hefur komið í ljós.

  1. Hefur Úkraína grætt á innrás í Rússland?
  2. Engin leið að vita með vissu:

    Ég hef heyrt þá hugmynd, að innrásin í Kursk.
    Hafi komið í veg fyrir, að Rússar sjálfir opni nýjar víglínur í Úkraínu.
    M.ö.o. lið sem Rússar hafi ætlað að nýta til slíks.
    Hafi þess í stað verið bundið í bardögum við Úkraínuher, innan Rússlands.

Þessu hefur Zelensky haldið fram: Engin leið að vita hvort þ.e. rétt.

Víglína í Kharkiv héraði þ.s. Rússar gerðu atlögu á fyrri hluta árs, 2024.

  1. Hinn bóginn, hefur Rússland ekki gert neinar nýjar innrásir í Úkraínu!
  2. Síðan Úkraínuher hóf innrás sína í Rússland, í Kursk héraði.

Sem er ekki endilega sönnun þess Zelensky hafi á réttu að standa.
Þó það klárlega mæli ekki gegn þeim möguleika að hann fari með rétt mál.


Eru vopnabirgðir Rússa að klárast?
Við upphaf árs var bent á að -- mikilvægar vopnabirgðir væru minnkaðar ca. um 1/3.
Sjáum hver staða þeirra vopnabirgða er við árslok 2024.

Hlekkur á upplýsingar: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1FnfGcdqah5Et_6wElhiFfoDxEzxczh7AP2ovjEFV010/edit?gid=0#gid=0 ; https://x.com/Jonpy99/status/1870922407625802232. Virkar einungis fyrir þá er hafa Google account.

Upplýsingarnar eru á grunni gerfihnatta-eftirlits:

  • T55...........166 vs. 313: 53%.
  • T62..........1077 vs. 1897: 57%
  • T64...........652 vs. 752: 87%.
  • T72 Ural As...909 vs. 1142: 80%.
  • T72B..........433 vs. 1478: 29%.
  • T80B/V........104 vs. 1455: 7%.
  • T80U/Uds......180 vs. 193: 93%.
  • T90...........112 vs. 0: 0%.
  • Meðtaltals minnkun: 48%.
  • BMP 1/2/3....3668 vs. 6934: 53%.
  • BMD...........242 vs. 602: 40%.
  • Meðtaltal: 52%.
  • BTR 60/70/80...2371 vs. 3673: 65%.
  • MT-LB...........404 vs. 3695: 11%.
  • BTR-50..........40 vs. 119: 34%.
  • BRDM-2s........978 vs. 1314: 74%.
  • MT-LBus........911 vs. 1606: 57%.
  • Meðtaltals minnkun: 45%.
  • Mortars.......2924 vs. 0: 0%.
  • Towed Small...3033 vs. 6067: 50%.
  • Towed Medium..2302 vs. 4776: 48%.
  • Towed Large...845 vs. 2420: 35%.
  • SPG...........2627 vs. 4662: 56%.
  • MLRS...........304 vs. 1518: 20%.
  • Towed AA.......531 vs. 1010: 53%.
  • Meðtaltals minnkun: 41%.

Margir telja að megnið af eldri tækjunum - enn eftir í úti-geymslum.
Séu líklega ónýt. Þó tölur frá gerfihnöttum gefi í skyn fj. slíkra tækja.
--Séu þau ólíkleg að verða tekin til notkunar.

Ástand tækjanna er að sjálfsögðu stóra óvissan:

  1. Þeir sem meta hlutfall þess eftir er, hátt ónýtt.
    Búast við jafnvel að Rússar klári vopnabirgðir mikið til, 2025.
  2. Aðrir, sem leggja varlegra mat á hvert hlutfall ónýts er.
    Telja að Rússar klári megin vopnabirgðir sínar, 2026.

Málið er að allt þetta hefur verið varðveitt fyrir opnu.
Því veðrast - veðrun er af margvíslegu tagi, sbr. ryð, ónýt gúmmí, fastir mótorar og vélar.

  • Þar fyrir utan, nota rússn. herinn líklega útibyrgðirnar sem, varahluta-lager.
    Vegna fj. gamallra tækja enn í notkun, ekki verið framleidd í áratugi.
  • Myndirnar geta ekki metið, fj. þeirra tækja - þ.s. mikilvægir hlutir hafa verið fjarlægðir.

Eigin framleiðsla Rússa á tækjum er óveruleg. 80-90% af skilgreindri framleiðslu Rússa.
--Er skv. staðfestum heimildum, viðgerðir á eldri tækum sem tekin eru til notkunar úr, útigeymslum.

Auðvitað eftir því sem hratið er meira mæli eftir, er sífellt erfiðara að redda nothæfum tækjum.
--Krefst sífellt meiri fyrirhafnar - geri ég ráð fyrir. Þar til að - tilraunir til slíks verða tilgangslitlar.

 

 

Niðurstaða
Ég hef fylgst með Donald Trump síðan hann náði kjöri. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu. Hann ætli að skilja eftir -- sjálfstæða Úkraínu. Hefur einungis boðið - 10 ára tryggingu fyrir engri NATO aðild.

Meðan að, kröfur Rússa eru -- nær fullkomin afvopnun Úkraínu. Og að rússn. stjv. ráði því sem þau vilja ráða í landinu. M.ö.o. krafa þess að Trump afsali algerlega tilkalli til Úkraínu, fyrir hönd Vesturlanda.

Greinilega er gjáin milli hugmynda Trumps það víð. Að samkomulag virðist ósennilegt.
Því, geri ég nú ráð fyrir - áframhaldandi stríði. Það haldi áfram hugsanlega 2 ár til viðbótar.

Ég er á því að úhald Rússlands sé ekki endalaust. Ekki seinna en 2026 sé alvarlegur skortur margra vopnakerfa. Ef maður gefur sér að Trump haldi stuðningnum áfram enn á þeim punkti.

Gæti komið allt annað samnings-tilboð frá Rússlandi seinni part 2026.
---------------
Gleðilegt nýtt ár til allra.

PS: Institute For Study of War: 

  • Áætlar heildar-sóknar-árangur Rússa 2024: 4.200 ferkm. 
    Með því að taka tillit til þess, að Úkraína hefur misst ca. helming yfirráðasvæðis síns í Kharkiv í Rússlandi - síðan Rússlandsher hóf gagnsókn þar fyrir mánuðum síðan.
  • Heildar-sóknar-árangur Rússa innan Úkraínu einnar, enn metinn ca. 3.400 ferkm. sbr. ofan.
  • Úkraínuher staðhæfir nú, heildarmannfall Rússa látnir og særðir, 2024 hafi verið: 420.000.

 

Kv.


Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjórn -- viðurkenni að ég á pínu erfitt með að sjá hvernig stjórnin ætlar að ná utan um fjármögnun dýrustu kosningaloforða a.m.k. á þessari öld, með tekjuskattshækkanir fyrirfram útilokaðar!

Á nýju ári hefur ný ríkisstjórn sín verk, þá væntanlega kemur fram hvaða leiðir hún hyggst fara í fjármögnun -- dýrustu kosningaloforða þessarar aldar.
Afar áhugavert að ný ríkisstjórn hafi starfsferil með eiginlega allt á huldu með fjármögnun verka sinna -- sérstaklega í ljósi þess, að einn 3rja stjórnarflokka; er andvígur skattahækkunum.
Maður hefur pínu á tilfynningu, að ágreiningsmálum hafi pent verið sópað undir teppi.
En stefnuskráin, almennt stuttorðuð, inniheldur markmið er hljóma sannarlega óskaplega kostnaðarsöm -- má eiginlega kalla það, yfirlýsingu um að laga alla hluti.
--Svipað og er Donald Trump lýsti því strax yfir í sigurræðu, ég geri allt gott.

Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar!

Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ - Vísir

Texti sameiginlegrar yfirlýsingar, óstyttur:

Ný ríkisstjórn gengur samstíga til verka.

Fyrsta verk er að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta, með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins.

Um leið mun ríkisstjórnin rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi.

Lífskjör landsmanna verða bætt með samstöðu um þessi verkefni. En fleira þarf til. Ríkisstjórnin setur húsnæðisöryggi fólks í forgang með bráðaaðgerðum og kerfisbreytingum til lengri tíma. Þá verður gripið til aðgerða til að uppræta fátækt og lyfta greiðslum almannatrygginga til tekjulægri lífeyrisþega.

Ríkisstjórnin hyggst einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Í því efni verður stigið fram af festu strax í upphafi kjörtímabils. Samhliða því mun ríkisstjórnin fjárfesta í innviðum til að auka verðmætasköpun og efla heilbrigðis- og velferðarþjónustu um land allt.

Sérstaklega verður hugað að íslenskri tungu, menningu og náttúru til að varðveita og styrkja sjálfsmynd þjóðar. Mannréttindi og virðing fyrir fjölbreytileika verða leiðarstef og leitast verður við að skapa breiða sátt um þau málefni sem skipta þjóðina mestu.

Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eftirfarandi aðgerðum:

  1. Með því að ná stjórn á fjármálum ríkisins og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta, m.a. með stöðugleikareglu og stöðvun hallareksturs. Eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu.
  2. Með mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélags. Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.
  3. Með því að auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt. Ríkisstjórnin mun rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Ráðist verður í mikilvægar úrbætur í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins til að greiða fyrir umferð á stofnvegum, efla almenningssamgöngur og styðja við fjölbreytta ferðamáta. Hafist verður handa við framkvæmd Sundabrautar og verkefnið fjármagnað með innheimtu veggjalda.
  4. Með bráðaaðgerðum til að fjölga íbúðum hratt og kerfisbreytingum sem miða að jafnvægi á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks, m.a. með breyttum reglum um skammtímaleigu, auk þess að liðka fyrir uppbyggingu á færanlegum einingarhúsum og umbreytingu atvinnuhúsnæðis í íbúðir. Ríkislóðir verða nýttar til uppbyggingar, regluverk einfaldað í mannvirkja- og skipulagsmálum og stigin skref til að minnka vægi verðtryggingar. Hlutdeildarlán verða fest í sessi með skilvirkari framkvæmd, staða leigjenda styrkt og stutt við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða. Þá vill ríkisstjórnin hvetja til aðkomu lífeyrissjóða að húsnæðismarkaði og til byggingar á nýjum íbúðahverfum, svo sem með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu.
  5. Með atvinnustefnu sem stuðlar að sjálfbærum vexti atvinnugreina, aukinni framleiðni og heilbrigðum vinnumarkaði. Ný ríkisstjórn hyggst taka fast á félagslegum undirboðum, m.a. með því að herða eftirlit með starfsmannaleigum, innleiða keðjuábyrgð í stærri verklegum framkvæmdum, efla heimildir til vinnustaðaeftirlits og lögfesta skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals.
  6. Með aðgerðum til að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Ferli leyfisveitinga verður einfaldað, tímafrestir lögbundnir og verkefni í nýtingarflokki rammaáætlunar látin njóta forgangs í stjórnsýslu orkumála. Ríkisstjórnin mun vinna að breiðri sátt um lagaumgjörð vindorkunýtingar og sjá til þess að stærri hluti tekna af orkumannvirkjum renni til nærsamfélags. Raforkulögum verður breytt til að tryggja forgang heimila og almennra notenda.
  7. Með markvissum loftslagsaðgerðum svo að Ísland nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 og verði áfram í fremstu röð í baráttu gegn hnattrænni hlýnun. Ríkisstjórnin mun ýta undir orkuskipti í samgöngum og iðnaði, vinna gegn losun frá landi og greiða götu tæknilausna og nýsköpunar á sviði loftslagsmála. Þá verður stutt við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til að vernda hafsvæði og ósnortin víðerni.
  8. Með því að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt. Ríkisstjórnin mun hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna. Sérstökum hagsmunafulltrúa eldra fólks verður falið að standa vörð um réttindi þess. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Þá verður gripið til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun. Við innleiðingu á nýju örorkulífeyriskerfi verður litið til þess að tryggja sjálfstæði og afkomuöryggi öryrkja.
  9. Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjármagna þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem gefin hafa verið fyrirheit um. Stofnaður verður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk til breytinga á húsnæði. Stutt verður við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og hugað sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu.
  10. Með því að vinna að fjölbreytni í atvinnulífi, sterku samkeppniseftirliti, öflugri neytendavernd og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja. Ríkisstjórnin hyggst auka skilvirkni í samskiptum fyrirtækja og hins opinbera. Áfram verður stutt við vöxt hugverkaiðnaðar, nýsköpunar og tækni. Unnið verður að skýrri lagaumgjörð um gervigreind.
  11. Með því að stuðla að verðmætasköpun, öryggi og álagsstýringu í ferðaþjónustu. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í eigu þjóðarinnar og ríkisstjórnin hyggst taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum Íslands. Á meðan unnið er að útfærslu verða innheimt komugjöld.
  12. Með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu. Í sjávarútvegi verða gerðar auknar kröfur um gagnsæi í eignarhaldi og skerpt á skilgreiningu tengdra aðila. Ríkisstjórnin mun tryggja 48 daga til strandveiða. Gripið verður til aðgerða til að efla nýsköpun í landbúnaði, auðvelda nýliðun og kynslóðaskipti og draga úr orkukostnaði garðyrkjubænda. Jarðalögum verður breytt til að vinna gegn samþjöppun og stuðla að nýtingu á ræktarlandi til búrekstrar. Ríkisstjórnin mun styrkja lagaumgjörð fiskeldis til að sporna gegn neikvæðum áhrifum á lífríki og innleiða hvata til eldis á ófrjóum laxi og til eldis í lokuðum kvíum.
  13. Með því að styðja við listir og menningu með myndarlegum hætti. Lögð verður áhersla á að auka aðgengi landsmanna að menningarlífi óháð efnahag og búsetu. Ríkisstjórnin mun hlúa að íslenskri tungu og menningararfi þjóðarinnar og leitast við að auka enn frekar útflutning og verðmætasköpun í skapandi greinum.
  14. Með fjárfestingu sem styrkir stoðir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu um land allt. Ríkisstjórnin mun leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, m.a. fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun, og vinna að þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn. Sérstök áhersla verður lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Skipulega verður dregið úr skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu með hagnýtingu tækni og nýsköpunar. Áfram verður stuðst við fjölbreytt rekstrarform þó að þungamiðja þjónustunnar verði í opinberum rekstri.
  15. Með því að hefja sókn í menntamálum og bæta umhverfi nemenda og kennara. Lögð verður áhersla á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum. Styðja þarf skólakerfið til að mæta áskorunum, tryggja inngildingu barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og snemmtæka íhlutun fyrir börn með fjölþættan vanda. Framhaldsskólar og háskólar fá stuðning til að efla menntun, nýsköpun og aðgengi um allt land, auk þess sem hugað verður sérstaklega að iðn- og verknámi, sí- og endurmenntun og raunfærnimati. Ríkisstjórnin hyggst móta ungmennastefnu og beita sér fyrir jöfnu aðgengi allra barna að íþróttum, listum og frístundastarfi. Skoðað verður hvort setja eigi samræmdar reglur um notkun snjalltækja og samfélagsmiðla í skólum.
  16. Með því að leggja áherslu á jafna stöðu og jöfn réttindi allra, standa með jaðarsettum hópum og uppræta rótgróna fordóma í samfélaginu, m.a. með jafnréttis- og hinseginfræðslu. Áfram verður unnið að því að leiðrétta kerfisbundið vanmat á virði kvennastarfa. Ríkisstjórnin einsetur sér að vinna gegn sundrung og tortryggni og byggja undir traust og samheldni í íslensku samfélagi.
  17. Með því að innflytjendur fái tækifæri til að læra íslensku og taka virkan þátt í samfélaginu. Ríkisstjórnin vill gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýslu til að tryggja mannúðlegt og skilvirkt móttökukerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Heimilt verður að afturkalla alþjóðlega vernd og brottvísa fólki sem fremur alvarleg afbrot eða ógnar öryggi ríkisins.
  18. Með því að auka öryggi almennings og fjölga verulega lögreglumönnum á kjörtímabilinu. Tekið verður fast á skipulagðri glæpastarfsemi, netbrotum, mansali og kynbundnu ofbeldi. Samhliða þessu verða aðrir þættir réttarkerfisins styrktir til að tryggja hraða og örugga málsmeðferð.
  19. Með því að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir hinna dreifðu byggða. Áhersla verður lögð á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og annarri opinberri þjónustu, óháð búsetu. Unnið verður að eflingu fjarskiptainnviða á landsbyggðinni og frekari skref stigin til jöfnunar á dreifikostnaði raforku.
  20. Með breytingum á fæðingarorlofskerfinu til að styrkja afkomuöryggi fjölskyldna. Tryggt verður að tekjulægri foreldrar haldi óskertum tekjum í fæðingarorlofi. Ríkisstjórnin mun hækka fæðingarstyrki námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar og bæta hag fjölburaforeldra og þeirra sem veikjast í kjölfar fæðingar eða á meðgöngu. Þróun barnabóta verður komið í fastar skorður svo að fjárhæðir fylgi launaþróun og stuðningur haldist stöðugur.
  21. Með því að vinna áfram með Grindavíkurbæ og framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur að viðunandi lausn fyrir sveitarfélagið og íbúa þess, atvinnurekendur og fasteignaeigendur.
  22. Með breytingu á kosningalögum til að auka jafnræði í atkvæðavægi og þingsætadreifingu.
  23. Með utanríkisstefnu sem byggir á mannréttindum, friði, virðingu fyrir alþjóðalögum og náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027. Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum.

Hvers vegna að stytta hann, að hann er ekki það íkja langur.

 

Það eru tvenns konar ríkisstjórnir er birta stutta stjórnarsáttmála!

  1. Ríkisstjórnir er samanstanda af flokkum er eru nánast sammála um alla hluti - því ekki ástæða að reikna með umtalsverðum ágreiningi.
  2. Ríkisstjórnir sem líklega eru ósammála um flesta hluti - því djúp gjá liggur milli flokkanna um markmið og leiðir að þeim markmiðum.

Fyrri týpan líklega klárar sitt kjörtímabil, tímabil er líklega verður fremur leiðinlegt því slík stjórn líklega starfar án þess að vera mikið í fréttum.
Meðan að seinni týpan verður við stjórn sé óhætt sennilega að reikna með að hún verði nánast stöðugt í fréttum - því stöðugt þurfi langar, erfiðar umræður um alla hluti, vegna gjár milli flokkanna megi líklega treysta því, einstakir þingmenn -- tjái sig reglulega í fjölmiðlum, meðan forstöðumenn leitast við að halda andlitinu út á við.

  • Mér finnst við vera að sjá líklega endurtekningu síðustu ríkisstjórnar, öfugt mix - tveir vinstriflokkar vs. einn hægri-flokkur, en sama gjá milli aðila.
  1. Eina er liggur fyrir um fjármögnun, er hugmyndin um auðlyndagjöld.
  2. Hinn bóginn, sbr. yfirlýsinguna að ofan, efa ég stórfellt sú fjármögnunarleið dugi.


Ferðamennskunni gæti hnignað hratt, ef á hana er hent of miklum kostnaði!
Almennt séð er það fólk er hingað kemur, ekki milljarðamæringar eða verulega auðugt.
Flest virðist það, venjulegt fólk er hafi sparað fyrir frýinu sínu af launatekjum.
Ef Ísland verður of dýrt fyrir það, ferðast það -- annað!

Ýmsir hafa bjartsýnar hugmyndir hvað sé hægt að sækja í sjávarútveg!
Hinn bóginn eru auðugu fyrirtæki í greininni - örfá. Meðan flest eru ekki með mikið aukafé.
Miklar kostnaðarhækkanir, gætu leitt til minni endurnýjunar skipakosts, sparnaðar-aðgerða fyrirtækjanna er líklega leiddu til fækkunar starfa, lokana vinnsla.

  • Umsvif í báðum greinum samtímis gætu farið í minnkun.
    Er gæti leitt til þess að gjöld skili miklu mun minna fé.
  • Vinstrimenn eru þekktir fyrir að vanmeta áhrif gjaldahækkana á atvinnuvegi.

Ætla þó ekki fyrirfram að spá henni misfarnaði.
Þó að ég bendi á augljósar glufur í yfirlýsingu flokkanna 3ja.

 

Niðurstaða
Jólakveðjur til allra, vona nk. ár verði öllum gott.
Endurtek, velfarnaðaróskir til nýrrar ríkisstjórnar.
Þó sannarlega eigi það við að það verður mjög forvitnilegt að komast að því.
Hvaða leiðir skal fara til að fjármagna dýrustu markmiðsyfirlýsingu þessarar aldar.
Þar eð, sbr. bent á að ofan, tekjuskattshækkanir eru fyrirfram útilokaðar.
Og ég efa að þær hugmyndir reifaðar eru, séu nokkurs staðar nærri því að duga.
Bilið milli flokkanna sem vart virðist minna en milli flokka síðustu ríkisstjórnar.
Bendir ekki til rólegs stjórnarheimilis. Óhætt virðist að spá drama á stjórnarheimilinu.

 

Kv.


Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, forseta Sýrlands -- á 10 dögum! Fall Assads virðist hliðarverkan af stríði Ísraels við Hesbollah, virðist sanna Assad var íranskur puppet seinni árin!

Abu Mohamman al-Jilani, er leiðtogi, Hayat Tahrir al-Sham (HTS) hreyfingarinnar er hefur kollvarpað Assad stjórninni síðan atlaga hreyfingarinnar hófst 28. nóv. sl.
Áhugavert að atlaga hreyfingarinnar hefst, daginn eftir að vopnahlé Ísraels og Hesbollah.

Abu Mohamman al-Jilani - vill verða nýr forseti Sýrlands

Who is Abu Mohammed al-Julani, leader of HTS in Syria?

Maður með afar skrautlegan feril - Bandaríkin hafa 10 milljón dala bounty á al-Jilani. al-Jilani er fæddur í Sýrlandi, en gerðist róttækur múslimi vegna innrásar Bandaríkjanna í Írak. Hann náði háum metorðum innan al-Qaeda hreyfingarinnar er barðist við her Banaríkjanna innan Íraks. Hann er einn af þeim er var um tíma handtekinn innan Íraks, síðar einhverra hluta vegna sleppt. Síðar fór hann milli róttækra hreyfinga - m.a. um tíma meðlimur af Islamic State innan Sýrlands -- eftir að borgarastríðið í Sýrlandi fer af stað 2011.
Hinn bóginn, ef marka má frásagnir af ævi al-Jilani, gerðist hann ósáttur við hugmyndir Islamic state um - hnattræna íslamska byltingu - vildi þess í stað, einblýna á móðurland sitt, Sýrland.
Hann stofnar síðar eftir að hafa yfirgefið ISIS -- HTS hreyfinguna.
Sú hreyfing eftir eyðileggingu ISIS var síðan sterkasta einstaka hreyfingin innan svokallaðrar uppreisnar, eftir að -- svokallaði, Frjálsi Her Sýrlands, var nánast alfarið eyðilagður kjölfar bardagan um borgina Aleppo.
--Ég er ekki með skýringu á 10 milljóna bounty Bandar. - gæti tengst því hann var um tíma í ISIS.

  1. 28 nóvember var það fyrsta er heyrðist um árás HTS -- einungis 2 dagar síðan liðu, og borgin Aleppo var fallin, önnur stærsta borg Sýrlands - 2,2 millj. íbúa fyrir borgarastríð.
    Það virtist að hermenn Assad stjórnarinnar, gæfust upp nánast bardagalaust, eða að þeir flýðu og hentu frá sér vopnum -- einhverjir þeirra hörfuðu.
    Á þeim fyrstu dögum, náði HTS einnig fjölda smærri byggðalaga, sem og mikilvægum herflugvelli, er m.a. var notaður af her Rússa.
  2. 4. des HTS komið að hliðum Hama, 4 stærsta borg Sýrlands - daginn eftir, 5. des hefur lið Sýrlandsstjórnar hörfað frá borginni.
    Og leiftursókn HTS heldur áfram.
  3. 6. des er HTS að nálgast Homs. Í örvæntingu er brú yfir á, sprengd. Er virðist ekki hafa dugað til.
  4. Borgin Homs er tekin síðan 7. des. Sú borg var síðasta hindrunin að sókn til Damascus.
  5. 8. Des einungis degi síðar, er stjórn Sýrlands fallin -- myndir hafa birst af almenningi ganga um forsetahöll Assads, rænandi og ruplandi.

Það sem er áhugavert við þessa atburðarás -- er að varnir Assads eru nánast engar.

  • Það er eins og að -- eyðilegging Ísraelshers á her Hesbollah innan Sýrlands.
  • Hafi einnig leitt til falls Sýrlandsstjórnar.

Þannig virðist sannað, að þ.s. mig grunaði - að Assad væri ekkert annað en íranskur leppur, var rétt - þ.e. leppur eftir að Íran og Rússland eru sögð hafa bjargað Assad frá falli.
--En í raun og veru virðist hann hafa fallið, verið minnkaður niður í nafnið eitt.

HTS liði, í forsetahöll Assads - Damascus.

Presidential Palace

Rænt og ruplað í forsetahöll Assads, Damascus

Spurning um hlutverk Tyrklands!
HTS herinn virðist hafa nálgast 30þ. - Erdogan virðist hafa látið HTS fá vopn úr vopnabúrum Tyrklandshers - gömul vopn, sannarlega. Einhver hefur augljóslega fjármagnað hreyfinguna þau ár sem HTS -- stjórnaði Idlib svæðinu í Sýrlandi.
--Skv. fréttum í dag, fagnar Erdogan falli Assads.

Skv. al-Jilani, þá notaði hann árin á milli vel þ.e. endurskipulagði her hreyfingarinnar, setti upp þjálfunarbúðir, er marka má þá frásögn - skipulag breska hersins sem fyrirmynd. Sagt að hreyfingin hafi komið sér upp hæfni til að smíða eigin dróna. Meira að segja eigin eldflaugar.
Hann segist hafa rætt við hópa innan Sýrlands -- áður en hann hóf árás HTS.

  1. Mig grunar það síðasta sé trúverðugt.
  2. Því að í borgarastríðinu - myndaði Assad bandalag við minnihlutahópa innan Sýrlands.
    Þegar HTS hefur árás sína -- virtist enginn þeirra hópa, taka upp hanskan fyrir Assad.
    Hóparnir virðast hafa yfirgefið Assad.
  3. Al-Jilani segist hafa lofað - minnihlutahópunum því, hann muni stjórna Sýrlandi, sem forseti alls landsins -- ekki einungis múslima.

Hafandi í huga það augljósa - að enginn virtist standa með Assad.
Verð ég að gera ráð fyrir því, að al-Jilani fari ekki með íkjur.
---------
Hann hafi vissulega samið við hópana er byggja Sýrland.
Sannfært þá um að vera hlutlausir.

A.m.k. er eitt ljóst af fréttum, að HTS hreyfingin -- hefur sjáanlega ekki farið harkalega með minnihlutahópa t.d. kristna, eftir töku Aleppo, þ.s. margir kristnir búa.
Hinn bóginn, eru þetta - early days - al-Jilani gæti sínt annað andlit.
Hinn bóginn, er 30þ. manna her, ekki nægur til að stjórna landinu, í andstöðu við fjölmenna hópa.

Þeir mundu t.d. strax lenda í miklum vanda, ef það hæfust fjölmenn mótmæli í t.d. Aleppo.

  • Punkturinn er sá, ástandið er greinilega brothætt.

Þó al-Jilani hafi nú kjarnahéruð Sýrlands, stórum hluta.

  1. Ath. HTS hefur ekki enn, Ladakia hérað þ.e. Miðjarðarhafsströnd Sýrlands. Alavar er byggja ströndina, gætu haldið henni lengi gegn HTS.
  2. Rússar hafa flotastöð í Ladakia héraði, þeir gætu líklega stutt við Alava.

M.ö.o. þarf al-Jilani í kjölfarið líklega að semja við -- íbúa Ladakia héraðs.
Á móti er athyglisvert - að Alavi fólkið, en Assad er Alavi, kom Assad ekki til aðstoðar.
Það getur þítt, að -- al Jilani hafi séns til að ná til sína Ladakia héraði án átaka.

  • Hvað kemur fyrir flotastöð og herflugvöll Rússa í Ladakia héraði, kemur í ljós.

 

Niðurstaða
Stríð Ísraels gegn Hesbollah - virðist hafa kollvarpað Assad einnig.
Með því að eyðileggja her Hesbollah innan Sýrlands, greinilega kollvörpuðu Ísraelar valdajafnvægi því er var til staðar innan Sýrland, eftir að borgarastríðið í Sýrlandi virtist hafa endað með sigri Írans og Rússlands.

Fall Assads verður að skoða sem, Íranskan ósigur. Hugsanlega einnig, sem rússneskan.
Hinn bóginn á eftir að koma í ljós, hvað -- al-Jilani, nýr leiðtogi Sýrlands gerir.
Hann stjórnar ekki enn, er þessi orð eru skrifuð, Ladakia héraði þ.e. strandsvæðum Sýrlands.
En þ.s. Alavar - meirihluti íbúa Ladakia, komu Assad ekki til bjargar sl. 10 daga.
Þá grunar mig að það sé ágætur möguleiki, að al-Jilani nái samkomulagi við Alava.

Staða Rússa í Sýrlandi, klárlega er veik orðin - Assadar hafa verið bandamenn Rússa áratugaskeið. Herflugvöllur Rússa og flotastöð, eru líklega í uppnámi.
Rússar eru ekki fjölmennir í Ladakia, einungis fámennt lið -- bilinu 1-2 þúsund.
Þeir hafa því enga möguleika til að halda stöðvum sínum, nema:

  1. Alavar, vopnist og haldi strandhéröðunum gegn -- nýrri stjórn Sýrlands.
  2. Eða, að samkomulag náist milli -- al-Jilani og Rússa.

Það síðarnefna er langt í frá útilokað. al-Jilani virðist a.m.k. opin fyrir slíkt.
Á móti, er engin vinátta milli al-Jilani og Írana. Þ.s. HTS hreyfingin og Íranir, hafa barist spjótum árum saman nú.
Það er ekki ólíklegt mál endi þannig Rússar þurfi að taka föggur sínar og fara.

Bandaríkin hafa hugsanlega opnun í Sýrlandi - augljóslega þurfa þeir þá að fella niður 10 millj. dala bounty á al-Jilani, taka HTS af lista yfir hryðjuverkasamtök.
Vegna þess, að Tyrkir virðast hafa - stutt við HTS samtökin, meðan þau stjórnuðu Idlib svæðinu í Sýrlandi árin á milli.

Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með þróuninni.
A.m.k. les maður úr þessu, stórtjón fyrir Íran.
Er líklega missir þá beinu tengingu yfir til Hamas í Lýbanon, Íran hefur haft síðan Íraksstríði. Missir þeirrar beinu land-tengingar - veikir stórfellt til líklegrar frambúðar, Hamas samtökin. Stórveldis-skeið Hamas getur því verið á enda.
Átökin við Ísrael virðast hafa kostað Íran stórfellt - staða Íran veikluð.

Hlutverk Erdogans forseta Tyrklands er að auki augljóst - því vart kemur annað til greina en að, útrás HTS hafi verið með hans blessan. Það getur því verið, að Sýrland sé nú að færast yfir á yfirráðasvæði Tyrklands.
Það verði Erdogan freka en - al Jilani, er ráði því hvort Rússar fái áfram að vera með stöðvar í Ladakia héraði. 

Kannski eru Rússar því að tapa öllum sínum áhrifum innan Sýrlands.
Ef svo fer þá er það merkileg hliðar-afleiðing stríðs Ísraels við Hesbollah.
Farið að líta svo út að veldi Írans í Miðausturlöndum sé einhverju leiti - spilaborg er geti fallið. En staða Írana greinilega er verulega veikluð eftir átökin við Ísrael, er þíði einnig að staða Rússa hefur veikst. Ef mál enda þannig að Rússar tapa öllum sínum áhrifum í Sýrlandi -- gætu áhrif Rússa í Mið-Austurlöndum þar með nánast verið upp gufuð með öllu í samhengi Mið-Austurlanda, er yrði stór breyting sannarlega á stöðu mála þar um slóðir.
--Bandaríkjunum og Tyrklandi líklega báðum í hag.

Missir Tartus flotastöðvarinnar og flugvallarins í grennd, gæti einnig skaðað mjög stöðu Rússa í Afríku - þ.s. flotastöðin og flugvöllurinn, virðast hafa verið viðkomustaðir fyrir Rússa á leið til og frá Afríku.
Hinn bóginn, er marka má alJazeera, er ekki enn að sjá merki um paník í Tartus, eða á svæði herflugvallar Rússa þar í grennd. Spurningar vakna hvort Rússar hafi gert samkomulag við Erdogan nú þegar, eða hvort málið sé einfaldlega í bið.
--A.m.k. virðast þeir ekki búast við hernaðarárás á svæðið.

PS1: Assad virðist hafa flúið til Rússlands, til pápa Pútíns.
PS2: Arabískir fjölmiðlar, halda því fram að Rússar hafi samkomulag við andstæðinga Assads, varðandi aðstöðu Rússlands í Ladakia héraði - áhugavert að nýjasta umtal rússn. miðla um líklega nýja valdhafa Sýrlands er miklu mildara og dyplómatískra en fram til þessa.

 

Kv.


Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður hvaða ríkisstjórn verður mynduð. Hinn bóginn blasir við að til muna auðveldara verður að mynda hægristjórn! Held við fáum, hægristjórn!

Að sjálfsögðu átta ég mig á því að Kristrún fær fyrst keflið frá Forseta Íslands.
Hinn bóginn, getur Samfylking ekki myndað stjórn - án einhvers hægri flokks.
Og, þ.s. atkvæði leka auðveldlega milli hægri flokkar.
Væri afar erfitt fyrir hægri-sinnaðan samstarfsflokk, að gefa eftir af sinni stefnu.

  1. Alveg skýrt á máli Kristrúnar, að - hugmyndir hennar um að loka fjárlagatinu í ríkisfjarmálum, snúast megin hluta til um, skattahækkanir.
  2. Viðreisn, líklegasti hægri flokkurinn í samferð, flokkur með íhaldsama afstöðu til ríkisfjármála og skatta; er ekki líklegur til að samþykkja þær umtalsverðu hækkanir sem Samfylking og Flokkur Fólksins -- líklega þurfa, til að ná fram stefnumálum sínum.

Þorgerður Katrín greinilega í oddaaðstöðu!

Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum  starfsstjórnarinnar - Vísir

Ég held að - stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og FF -- endurtæki líklega farveg ríkistjórnar: Sjálfstæðisflokks, Framsóknarfl. og VG. -- þ.e. stöðugur ágreiningur, langar tafsamar viðræður um öll mál, mjög lengi að taka ákvarðanir.

Meðan að ég held að ágreiningsmál: Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.
Séu fá og tiltölulega léttvæg -- þeir flokkar væru fljótir að komast að niðurstöðu sín á milli í skatta- og ríkisfjármálum -- mjög sennilega færu þeir í fjárlaga-niðurskurð.

  • Kristrún fær líklega keflið frá Forseta.
  • Það þíðir ekki að, önnur stjórnarmyndun geti ekki farið fram, samhliða.
    Þ.s. enginn bannar fólki að hittast í heimahúsum, eða einhverjum öðrum húsum.

------------------

Viðreisn hefur 15 þingmenn, út á 20,8% atkvæða.
Sjálfstæðisflokkur með 14 þingmenn, út á 19,4% atkvæða.
Viðreisn með 11 þingmenn, út á 15,8% atkvæða.
Flokkur Fólksins með 10 þingmenn, og 13,8% atkvæða.
Miðflokkur með 8 þingmenn, og 12,1% atkvæða.
Framsókn 5 þingmenn, út á 7,8% atkvæða.

  • Stjórn: Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Miðflokks: 33 þingmenn.
  • Stjórn: Samfylkingar, Viðreisnar, Flokk Fólksins: 36 þingmenn.

Fljótt á litið virkar stjórnin með 36 þingmenn, starfhæfari: Hinn bóginn, held ég að slík stjórn yrðu stöðugt - klofin af hörðum og erfiðum ágreiningi - hún gæti því átt erfiðar með að ná málum fram. Og hún gæti klofnað á kjörtímabilinu.

Hinn bóginn, held ég að hægri-stjórnin: Gæti verið stjórn nánast án ágreinings.

 

 

Niðurstaða
Ég ætla því að gerast svo grófur að spá -- hægristjórn.
Því það verði mun auðveldar að mynda hana. Þeir flokkar séu miklu mun meira sammála en ósammála. Það sé algerlega öfugt við hugsanlega stjórnarmyndun -- Samfylkingar. Því - eiginleg vinstri-stjórn er ómöguleg - því þarf alltaf að vera, hægri-flokkur með í för.
Hafandi í huga að meginlínur FF og Samfylkingar: Eru skattahækkanir og útgjaldahækkanir.
--Þá blasir við mér slík stefnugjá milli hugsanlegra hægri-flokkar, burtséð frá því hvort það sé Viðreisn eða Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur.

Að slík stjórn væri líklega svo erfið í innra samstarfi, hún væri líklega nærri ósamstarfshæf.
Viðreisn hefur getað fylgst með samstarfs-örðugleikum: VG, Sjálfstæðisfl. og Framsóknar.
Að hafa horft á slíkt utan frá, ætti að vera næg aðvörun til Þorgerðar Katrínar.

 

Kv.


Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George W. Bush vann 2004 Elector College og Popular vote! Fer Trump í viðskiptastríð við heiminn? Getur hann rekið 14 millj. úr landi? Getur hann endað Úkraínustríð? Refsar hann pólit. andstæðingum?

Yfirlýsingar Trumps eru ekki smáar í sniðum hvað hann segist ætla að gera!
Segist ætla að bjarga landinu, þ.e. Bandaríkjunum, snúa öllu við svo allt verði gott aftur.
Í sigurræðu sinni, sagði hann akkúrat þetta - bjarga landinu, gera allt gott aftur.
--Hvað sem það akkúrat þíðir.

What a Donald Trump victory means for the UK - BBC News

  1. Stóru hugmyndirnar virðast vera -- risasórt viðskiptastríð, þ.s. hann segist ætla að tolla allan vöru-innflutning til Bandaríkjanna!
    Eins og öll stríð, að sjálfsögðu veldur viðskiptastríð tjóni -- hinn bóginn, veit enginn hvert tjón Bandaríkjanna verður af því viðskiptastríði, þ.s. enginn - jafnvel hugsanlega ekki Trump sjálfur - veit hversu langt Trump mun ganga.
  2. Að reka 14 milljón manns úr landi!
    Hugmynd sem er algerlega á brjáluðum skala.
    Ég er að tala um, Stalín - leiðtogi Sovétríkjanna til 1953 - hafði líklega fangabúðir á þeim skala.
    Greinilega, ef Trump ætlar að framkv. þann verknað, þarf gríðarlegt skipulagt og að sjálfsögðu -- gígantískar fangabúðir, einhvers staðar.
    --Skalinn er einmitt þessi, einungis Stalín - hafði e-h á þeim skala.
  3. Úkraínustríð - Trump segist ætla að binda endi á það, jafnvel áður en hann formlega tekur við embætti.
    Vandinn við það, er klárlega sá, að þó svo að Bandar. hætti að styðja Úkraínu.
    Er ekkert sjálfvirk afleiðing af því, sem snarlega bindur endi á þau átök.
    --Svo, þá þarf einhvers konar samkomulag.
    Mann grunar, að það verði miklu mun flóknari aðgerð, en þ.s. Trump talar um.
    Og taki því sennilega - lengri tíma.
  4. Ekki síst, flesta grunar - Trump ætli í stóra herferð gegn pólitískum andstæðingum.
    Í sigur-ræðu sinni, talaði Trump þó um sættir - Bandaríkjamenn setjist niður.
    Ágreiningur væri grafinn, og gripið til verka.
    --Ég ætla því að - pása þessa umræðu - þar til í ljós kemur hvað Trump gerir.
    Gefa honum tækifæri til að, tja - standa við þá yfirlýsingu, eða ekki.

Innflytjendur eru nærri 19% verkafólks í Bandaríkjunum!
Sama tíma er atvinnuleysi í Bandaríkjunum, ca. 4,2%.
Augljóslega mundi brottrekstur 14 millj. því orsaka mikinn vinnuafls-skort!

Immigration 'taking pressure off' the job market, U.S. economy: Expert

Vandi er að sumar yfirlýstar fyrirætlanir Trumps, líklega skaða hagkerfi Bandaríkjanna!
Skv. myndinni að ofan, sem tekin er úr opinberum bandar. gögnum.

  • Er alveg á tæru, að -- brottrekstur mikins fjölda erlends vinnuafls.
  • Mundi skapa verulegt efnahagstjón í Bandaríkjunum!

Bendi einnig á umfjöllun Aljazeera frá október mánuði:
How will Trump’s plans to deport undocumented migrants impact US economy?.

Áætlað tjón fyrir iðngreinar í Bandaríkjunum af allsherjar brottrekstri:

  1. Landbúnaður: 11,6% samdráttur.
  2. Verktakaiðnaður og byggingar: 10,9% samdráttur.
  3. Almenn þjónusta: 10% samdráttur.
  4. Ferðamennska og gisting: 9,2% samdráttur.
  5. Iðnaður: 4,5% samdráttur.

Tjónið er talið stafa af:

  • Skorti á vinnuafli í þeim greinum.
  • Og þeim verðhækkunum frá þeim greinum, er mundu skella yfir Bandaríkin.

Þetta eru auðvitað, hagfræðilegar áætlanir!
En þ.e. a.m.k. engin ástæða að draga í efa, verulegt efnahagstjón, af slíkum stórfelldum brottreksti fólks - sem líklegast er flest í vinnu.

--------------

Tollastríð Trumps getur einnig valdið miklu efnahagstjóni!

  1. 20% tollur á allan innflutning, auðvitað skapar verðbólgu.
  2. 20% tollur mundi einnig skella á bandar. útflutning, þ.s. önnur lönd sjálfsögðu tolla á móti. Sem þíddi, efnahagstjón fyrir Bandar. í útflutningsgeirum.
  3. Seðlabanki Bandar. að sjálfsögðu hækkar vexti.

Að sjálfsögðu vex tjónið - því hærri tollarnir verða.

  • Ef það kæmi - tollspírall, sbr. er Trump deildi við Kína, síðast er hann var forseti.
  • Sbr. Trump setur 20% toll - önnur lönd svara - Trump hækkar tollinn í 40% - önnur lönd svara aftur, o.s.frv.

Þetta get ég ekki gefið mér fyrirfram. Nefni þetta sem möguleika.

  1. Efnahagstjón af tollspíral, t.d. upp í 60% - báða bóga.
  2. Gæti valdið gríðarlegu efnahagstjóni í Bandar.
  • Gríðarlegt smyggl mundi rökrétt hefjast á varningi til Bandar.

Þ.e. hin klassíska hætta við háa tolla - gríðarlegar freystingar til smyggls.
Háum tollamúrum, gæti því fylgst -- gríðarleg aukning í glæpastarfsemi.

  • Ástandið gæti hermt eftir, vínbannárunum á 3. áratug 20. aldar.

Vegna þess, að gríðarlegur fj. fólks sægi ekkert athugavert við, vörusmyggl.
Yrði gríðarlega útbreidd þátttaka í slíkri starfsemi.
--Því sennilegt hún gæti orðið afar útbreidd.

  1. Þetta veikir auðvitað gríðarlega meintan ávinning af - tollvernd.
  2. Þ.s. óvíst er, að jafnvel háir tollar sem 60% jafnvel 100%, mundu í nokkru verulegu leiti, minnka innflutning.

Innflutningur gæti einfaldlega færst yfir á svarta markaðinn, eða gráa markaðinn.
Algerlega óvíst, að umfang innflutnings minnkaði að nokkru verulegu leiti.
--Hinn bóginn, skilaðist samt - efling glæpastarfsemi og spillingar.

Þetta mælir sterklega gegn því, að það sé sennilegt að virka.
Að reisa tollmúra, til að verja innlenda framleiðslu gegn innflutningi.

Margar verslanir gætu sjálfar tekið þátt í slíku - verð í gluggum, væru verð með tolli - en óformlega væri hægt að nálgast vörur á lægra verði, m.ö.o. smyggl mundi sjálfsögðu smyrja sínum hagnaði á: en varan gæti samt verið verulega ódýrari en, opinbera verðið.
Það væri því afar sterkur hvati til að kaupa, smyggl góss.

M.a. þess vegna, er hugmyndin um töllvernd - ólíkleg að raunverulega virka.
--En hún er samt líkleg að leiða til eflingar glæpa og aukinnar spillingar.

--------------

Varðandi stríðið í Úkraínu: ætla ég að bíða eftir Trump.
--Hugmyndirnar eru svo lítt mótaðar.
Að öll umfjöllun getur einungis verið á formi vangavelta.

  • Eina augljósa, það eitt - að stoppa vopnasendingar frá Bandar. -- stoppar ekki stríðið.
  • Það þarf því samkomulag af einhverju tagi.

Ekki fyrirfram ljóst - stríðs-aðilar samþykki tillögur Trumps.
M.o.ö. gæti stríðið haldið áfram, burtséð öllum tilraunum Trumps.
--A.m.k. klárlega möguleg útkoma.

Trump hinn bóginn, getur klárlega hætt vopnasendingum frá Bandar.
--Líklega eru einhverjar birgðir vopna, þ.s. verulegar sendingar hafa verið seinni tíð.
--Evrópa sendir vopn, þó mun smærri mæli en Bandar.
Það á eftir að koma í ljós hvað Suður-Kórea gerir, en þaðan gæti farið að streyma vopn.

 

Kosningaúrslit í Bandaríkjunum!

Skv. Aljazeera:

  1. Trump: 50,99%.
  2. Harris: 47,5%.

Skv. því, er Trump ca. 2% hærri en nýleg meðaltöl kannana, Harris ca. 1 prósent lægri.
Enn verið að telja í Bandar. - prósentutölur geta breyst.

2004 vann Bush:

  • Bush: 50,7%.
  • Kerry: 48,3%.

Trump hefur 292 elector atkvæði.
Bush náði, 286.

Þetta er því mörgu leiti líkur sigur -- sigri Bush.

 

Niðurstaða
Eins og bent á, eru atriði í stefnu Trumps -- neikvæð fyrir hagvöxt.
Það getur orðið að vanda fyrir Trump, þ.s. kjósendur reikna með - betri tíð undir honum.
Ef á hinn bóginn, ákvarðanir Trumps leiða fram -- nýja verðbólgu-bylgju.
Og hugsanlega að auki, viðsnúning í efnahagssamdrátt.
--Þá, gæti risið upp afar stór óánægjubylgja meðal þeirra er kusu Trump.

Kjósendur eru aldrei reiðari, en þegar þeir halda sig hafða að fífli.

  • Hinn bóginn, veit enginn enn hve langt Trump gengur:
  1. Brottrekstur gríðarlegs mannfjölda frá Bandar. -- gæti reynst ómögulegur í framkvæmd.
    Mig grunar t.d. að slíkar hugmyndir mæti öflugri andstöðu.
    Einnig, að fólk geti færst sig milli fylkja, í skjól fylkja er hugsanlega neita að fylgja áætlun stjórnarinnar.
    Dómstólar gætu haft e-h við hugmyndirnar að athuga, vægt sagt.
  2. Trump, hugsanlega - einungis setur málamynda-toll, t.d. 10% -- sem veldur óverulegum usla, síðan gerir ekkert meira með tollamál.
    Hver veit - ekki enn vitað nákvæmlega, hvaða toll hann vill setja.
    Jafnvel ekki hvort, hann gerir nokkuð með þær hugmyndir.

Hættan á kreppu - kemur einungis ef:

  1. Verulegt efnahagstjón, verður af því - að handtaka milljónir.
  2. Og/ef Trump gengur langt með - tollastríð gegn heiminum öllum.

Ef tollastríð gengur langt, t.d. upp í 60% toll eða meir.
Er mjög verulegt efnahagstjón sennilegt.

Einnig, ef gríðarlegar fangabúðir rísa, og milljónir eru færðar af vinnumarkaði, yfir í slíkar búðir -- þ.s. ríkið bandar. hefur af þeim einungis kostnað, þeir vinna ekki.

  • Ég reikna ekki með því, Trump geti raunverulega rekið þá úr landi.

Lönd líklega hafna því að taka við þeim. Ég efa Trump hafi þá þvingun eða ógnun til, að hann geti fengið það fram -- þau taki við þeim.
--Trump situr því eftir með, hugsanlega milljónir í fangabúðum, og þann kostnað er fylgir.

  • Guantanamo í 10 veldi.

Allt þetta á eftir að koma í ljós. Kannski verður lítið úr framkv. hjá Trump.
Ekki síst, Trump gæti algerlega mistekist að enda Úkraínu-stríð.
--Sbr. eins og honum tókst ekki síðast, að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu.

Aðrir fara ekki endilega eftir vilja Bandaríkjaforseta.


Kv.


Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokkalega möguleika á sigri gagnvart Donald Trump

Ég vel viljandi að sjálfsögðu að rýna í könnun hægri-sinnaðs fjölmiðils!
Því þeir sem styðja Repúblikana eru væntanlega síður líklegir að, kalla miðilinn - ómarktækan!

Hlekkur á könnun: Fox News Poll.

Trump to skip ABC Harris debate, wants to debate on Fox News - WHYY

Fyrst: Skv. könnun, Harris með 2% forskot á Trump -- 49/47.
Það er 1% betra en skv. síðustu könnun sama miðils: Eldri Könnun.

Skv. miðlinum, RealClearPolling: Harris vs. Trump -- 49,3 / 47,4: 1,9%.
Sá miðill birtir meðaltal kannana, sem mér finnst, mark á takandi.

Ef við höldum áfram með nýjustu könnun FoxNews:

  • 92% er styðja Harris, segjast ákveðnir.
  • 88% er styðja Trump, segjast ákveðnir.

Ef marka má það, getur hvorugur kandídatinn náð miklu fylgi þeirra, þegar eru ákveðnir.

Ástæður þess kjósendur velja Trump eða Harris:

  • Líkar hvað viðkomandi hefur áður gert: Harris 42% -- Trump 72%.
  • Likar persóna viðkomandi: Harris 24% -- Trump 8%.
  • Mislíkar við hinn aðilann: Harris 33% -- 19%.

Sjálfsagt kemur engum á óvart, Harris hefur töluvert fylgi þeirra er mislíkar Trump.
Það auðvitað þíðir, að ef hún nær kjöri með ca. 2/5 er kjósa hana, er einungis kjósa hana frá þeim sjónarhóli -- þá er slíkur stuðningur ekki sérdeilis þolinmóður. Stuttir hveitibrauðsdagar.

Fox spyr, líkar kjósendum við viðkomandi:

  • Harris 49%.
  • Trump 46%.
  • Walz 46%.
  • Vance 38%.

Hefur verið áberandi allan tímann, Vance hefur tiltölulega fáa er líkar hann.
Harris er ekki með stórt forskot í - favorable rating - yfir Trump.

Hvaða málefni skipta kjósendur mestu máli:

  • Efnahagurinn: 39%.
  • Aðflutningur fólks: 16%.
  • Fóstureyðingar: 15%.
  • Öryggi/réttmæti kosninga: 7%.
  • Heilbrigðismál: 7%.
  • Hlínun Jarðar: 5%.
  • Skotvopn: 3%.
  • Glæpir: 3%.
  • Utanríkismál: 3%.
  • Önnur mál: 1%.

Mér virðist skv. þessu -- Fóstureyðingamál jafni út fyrir Harris, Innflytjendamál.
En skv. mælingum, hefur Trump forskot í Innflytjendamálum, Harris í Fóstureyðingamálum.
Meðan, skv. könnunum, hefur forskot Trumps um efnahagsmál, minnkað.


Þar um líklega hjálpar að verðbólga er skv. nýjustu mælingu í Bandar.: 2,5%.
Lækkun Federal Reserve um 0,5% - eykur bjartsýni.
Mælingar sýna einnig, svartsýni kjósenda - hefur farið þverrandi sl. 10-12 mánuði.
Þó enn séu flr. svartsýnir en bjartsýnir.
Líklega vegna þess, að kjör hafa -nettó- hækkað yfir það tímabil.
M.ö.o. launahækkanir yfir verðbólgu það tímabil.

Ef sú þróun heldur áfram, ætti bilið yfir sýn á efnahagsmál, minnka frekar.

  • Innflytjendamál: Harris 44% -- Trump 54%.
  • Fóstureyðingamál: Harris 56% -- Trump 40%.

Skv. því, er nettó viktin í báðum málum: Neikvæð fyrir Trump.
Gæti dugað Harris -- einfaldlega að minnka neikvæða stimpilinn um innflytjendamál.
Ef hún á meðan, heldur stóra jákvæða stimplinum um fóstureyðingamál.
--Gæti nettóið þar um, skilað hugsanlega Harris sigri.

  • Efnahagsmál: Harris 46% -- Trump 51%.

Takið eftir, bilið er komið í einungis 5%.
Ef efnahagurinn blómstrar áfram, er sennilegt það bil minnki frekar.

  1. Trump græðir líklega ekki mjög mikið á því að vera sterkari í málaflokkum: Utanríkismál - skotvopn - glæpir: Því kjósendur skv. mælingu kæra sig tiltölulega lítið um þau mál.
  2. Kamala græðir því á: Heilbrigðismálum - hlínun Jarðar - öryggi kosninga. Því könnun bendir til að kjósendur vikti þau mál hærra - þeim málum hefur Harris meiri stuðning.

 

Niðurstaða
Ef marka má könnun FoxNews hefur Harris greinilega sigur-möguleika. Þó sá sigur sé langt í frá enn gefin. Þá virðist Harris hafa forskot í fj. mála sem kjósendur gefa umtalsverða vikt. Sá liður Trump hefur mest forskot í, mætir þeim lið sem Harris er sterkust í -- þ.s. kjósendur gefa þeim málaflökkum ca. sömu vikt. Virðist mér að Harris hafi nægilegt mótvægi við, innflytjendamál -- líklega nú þegar.

Hinn bóginn, ef marka má fréttir, er Harris að leitast við að minnka forskot Trumps í þeim málaflokki, með því að tala upp -- meint eða réttmætt orðspor hennar sem saksóknari yfir 20 ára tímabil í, Kaliforníu.
Síðan er athyglisvert, Harris virðist vera að labba Demókrata frá klassískum fókus flokksins, á kynstofna pólitík: Harris is changing the way Democrats target Latino voters. It’s a risk.

Mike Madrid, a Republican strategist who focuses on Latinos and was a co-founder of the anti-Trump Lincoln Project. -- There is no question that this campaign is 180 degrees different with Latino voters than any other Democratic candidate in history, - The great irony — and I think it’s a beautiful one — is that it took a Black woman to help the Democratic Party break its headlock they’d put themselves in on identity politics.

Ef marka má þann Repúblikana, er Kamala Harris að segja skilið við - identity politics.
Ef marka má þann Repúblikana, eru það -- stór vatnaskil.

Harris vill fá Trump í kappræður: Trump says it is too late after Harris agrees to Oct. 23 debate on CNN. Ef marka má frétt, er Trump tregur til. En Demókratar virðast halda, hann muni skipta um skoðun.

Heilt yfir spennandi kosningabarátta þ.s. staðan í mörgum fylkjum er mjög tæp.
Þar með talið í fylkjum báðir kandidatar verða vinna sigur í, til að hafa heildar-sigur.

 

Kv.


Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-College atkvæðum - til vinnings í Bandaríkjunum þarf að vinna í fylkjum, og fá þeirra kjörmenn, forsetakosning þar í landi er í reynd kjörmannakosning!

Trump hefur haft - þar til mjög nýlega, forskot í fjölda líklegra kjörmanna!
Vegna þess að þar til nýlega - hafði hann enn forskot í tilteknum lykilríkjum.
Þetta virðist á sl. tveim vikum hafa snúist við.
Hafið í huga, að bilið í þeim ríkjum eða fylkjum er ekki breitt.
Tilfærslan er yfirleitt ekki stærri en ca -- 2%.
Þ.e. frá 1% forskoti Trumps, yfir í 1% forskot Harris.

  • Þ.e. því langt í frá svo, Trump sé öruggur með tap.
  • Eða, að Harris sé örugg með sigur.

Enn ca. tveir mánuðir til kosninga!

Trump to skip ABC Harris debate, wants to debate on Fox News - WHYY

Staðan frambjóðendanna í Elector College!

270ToWin.com: Eitt vefsvæðið.
NPR.org: Annað vefsvæði.
FinancialTimesPollTracker.

Kamala hefur 226 líklega kjörmenn!
Trump hefur 219 líklega kjörmenn!

  1. Kamala þarf, 44.
  2. Trump þarf, 51.

Þann 5/8 var Trump enn með forskot í líklegaum kjörmönnum:
Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump -- skv. nýlegum skoðanakönnunum, virðast a.m.k. jafnir!.

  1. Í dag, er sennilega rétt að segja, Kamölu líklegri til sigurs.
  2. Meðan, að það hallar nú á Trump, sigur hans skoðist - síður líklegur.


Þegar fylgi yfir landið er skoðað hefur Kamala nú greinilegt forskot!
RealClearPolling:

  • Kamala Harris: 48% -- 46,9% 5/8sl.
  • Donald Trump: 46,2% -- 47,7% 5/8sl.

Fyrir mánuði hafði Trump 0,8% forskot.
Nú hefur Harris 1,8% forskot.
Breiting er 2%.

FiveThirtyEight:

  • Kamala Harris: 47,1% -- 43,5% 5/8sl.
  • Donald Trump: 43,8% -- 45,3% 5/8sl.

Fyrir mánuði hafði Kamala 1,7% forskot.
Nú hefur Kamala 3,2% forskot.


Enn sem fyrr, finnst mér Trump ívið of fylgislágur skv. FiveThirtyEight - treysti frekar tölum, RealClearPolling!
Sveiflan sést samt vel i báðum vefsvæðum, er bæði birta meðaltöl kannana.
Hinn bóginn, er alltaf vandkvæðum bundið - að velja rétta safnið af könnunum.

  1. Vandamálið hefur verið í kosningum í Bandar. að fylgi Trumps er gjarnan, vanmetið.
  2. Ég held að, RealClearPolling - líklega með vali á könnunum, hafi tekist betur upp með að velja safn kannana -- er sennilega mæla fylgi Trumps nokkurn veginn rétt.

Skoðið lista kannana á RealClearPolling -- en listinn er athyglisverður.

  1. WallStreetJournal: Harris 48/Trump 47.
  2. RassmussenReport: Harris 46/Trump 48.
  3. Quinnipiac: Harris 49/Trump 48.
  4. Reuters/Ipsos: Harris 45/Trump 41.
  5. Yahoo News: Harris 47/Trump 46.
  6. MorningConcult: Harris 48/Trump 44.
  7. CBS News: Harris 51/Trump 48.
  8. Emerson: Harris 50/Trump 46.
  9. ABC News/Washpost: Harris 49/Trump 45.
  10. FoxNews: Harris 49/Trump 50.
  11. Pew Research: Harris 46/Trump 45.

RealClearPolling hefur einnig mun lengri lista neðar á síðunni.
Þ.s. sjá má þróun sömu kannana yfir tímabil.
Þ.e. ef e-h er enn sérstakara að sjá hve stórt forskot Trump hafði.
Rassmussen Report sýnir t.d. 7% fylgis-forskot Trumps í Júlí sl.

  • Rasmussen Reports sveiflar Trump milli 50% og 48%, sú könnun er því sammála hinum könnunum um það, Trump hafi ívið tapað fylgi -- meðan hún einnig sýnir fylgissveiflu yfir til Demókrata upp á ca. 2%.
  • Quinnipiac könnunin, þ.e. nýjasta Quinnipiac er sammála nýjustu Rassmussen Reports um fylgi Trumps, en setur Harris 49%, m.ö.o. 1% hærra en Trump, heilum 3% hærra Rassmussen Reports setur fylgi Harris.
  • WallStreetJouarnal - sem yfirleitt er álitinn hallur undir Repúblikana, þeirra nýjasta könnun; hefur Trump í 47% - Harris í 48%.
  • Yahoo News, hefur Trump í 46% meðan Harris hefur 47%.

Það má velta því fyrir sér hvort Trumparar -- svari síður sumum könnunum!
Ef svo er, má vera að Demókratar svari síður, Rassmussen.

  1. Það má a.m.k. varpa upp þeirri mögulegu kenningu, að forskot Kamölu sé líklega einungis milli 1 og 2% -- kannski nær 1%.
  2. Að, sumar kannanir líklega vanmeti Trump - vegna þess að Trumparar svari þeim síður, það geti verið að Rassmussen hafi svipaða höfnun frá Demókrötum.
  3. Ég hef það á tilfinningunni -- RealClearPolling, sé nærri lagi.
    Því fyrirtæki takist að leiðrétta fyrir pólitískan halla í sínu safni.

 

Niðurstaða
Ég hugsa að fylgi Trump sé líklega 46/47%. Hann hafi haft um tíma milda hreyfingu til sín vegna morðárásar á hann, þ.s. kúla straukst um eyra. Þá hafi fylgi hans farið í skamma hríð í milli 49/50%. Kannanir sýna Trump hafi líklega tapað ca. 2% - samúðarsveiflan hafi farið frá honum. Meðan að Demókratar bæti sitt fylgi ívið meir - hafi nú líklega nálgast 2% forskot á hann, eða a.m.k. ekki minna en 1%.
Trump hafi nú einnig misst forskot hann hafði í lykilríkjum.
Sé nú ca. að meðaltali 1% undir í þeim -- sveiflan í þeim virðist ca. 2%.

  1. Heilt yfir er greinileg fylgissveifla í Bandar.
  2. Trump, er sennilega einfaldlega kominn aftur í sitt -- meðal-fylgi.

Demókratar hafi styrkt sína stöðu. Trump hafi tapað, skammtíma samúðar-sveiflu.
Greinileg ályktun er sú sama og ég ályktaði áður, að Harris er greinilega sterkari frambjóðandi en Biden var.

  • Mig grunar einnig, hún sé sterkari frambjóðandi en, Hillary Clinton var.

Ekki síst græðir hún á því, það eru engin hneykslismál er há henni.
Trump hefur greinilega ekki tekist að leita uppi e-h óhreint er virkar gegn henni.

Það getur þítt, að sigurlíkur Kamölu séu orðnar nokkrar.
Hallinn sé til hennar. Þó Trump sé langt í frá sigraður.
-------------
PS: Sá á Aljazeera áhugaverða samantekt á kosningaframlögum til Kamölu Harris:
More than $200m: How Kamala Harris is winning the small donors battle.

INTERACTIVE-Funds received from small and large donors-AUG27-2024-1724842427

  1. Skv. þessu fékk Kamala 209,44millj.$ frá smáframlögum.
  2. 287,72mn.$ frá framlögum stórra gefenda, ríks fólks og milljarðamæringa.

Hið áhugaverða er að ef þetta eru réttar upphæðir.
Þá voru smáframlög Harris - ein og sér, nærri eins há upphæð og öll framlög til Trumps framboðs yfir sama tímabil.

Ath. með nærri 210millj.$ í smáframlögum -- hefur Kamala greinilega.
Samningsstöðu gagnvart milljarðamæringum og stóryfirtækjum.

Ég fullyrði ekkert -- en styrkur samningsstöðu skiptir ávalt máli.

 

Kv.


Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í Rússlandi, þíðir hugsanlega að sókn Úkraínuhers í því héraði Rússlands hafi náð endimörkum!

Það er dæmigert aðgerð, ef her er að snúa sókn yfir í vörn - að sprengja brýr. Þá líklega verið tekin ákvörðun um að nota eitthvert tiltekið vatnsfall sem varnarlínu.
Brýr yfir það vatnsfall sprengdar, til að hægja eða hindra aðkömu andstæðings-hers.
Að sjálfsögðu þ.s. að sprengja brýr hindrar aðkomu eigin manna, er slíkt líklega vísbending þess, að her sé líklega að undirbúa vörn!

Á þessu videói er sýnd seinni brúin sprengd!

Greinilega fallegt svæði yfir að líta þ.s. brúin var sprengd.

ISW metur umráðasvæði Úkraínuhers, ca. 800 ferkm. - ríkisstj. Úkraínu segir það, ca. 1120ferkm.

Gæti stafað af því, að síðan 1. janúar 2024 hefur Rússland skv. ISW: ISW!

Russian forces have overall occupied 1.175 square kilometers of territory throughout the entire Ukrainian theater in the seven months from January and July 2024, as ISW recently assessed

ISW bendir auk þessa á, að Úkraína hafi ekki sent nægilegan mannafla, til að eiga raunhæfa möguleika á að hernema -- mikilvæga rússn. innviði í Kursk héraði.

There are no discernable operationally significant territorial objectives in the area where Ukraine launched the incursion into Kursk Oblast, and Ukraine has not committed the resources to the operation necessary to pursue actual operationally significant territorial objectives further into Kursk Oblast, such as seizing Kursk City.

Skv. því er tilgangur Úkraínu ekki sá, að hernema stór svæði í Kursk héraði.
Heldur einungis að koma sér fyrir á takmörkuðu svæði.

  1. Í von um að, Rússland -- í annan stað sendi fjölmennt lið til að þvinga Úkraínuher burt.
  2. Og á hinn bóginn, efli varnir meðfram öllum landamærum Rússlands við Úkraínu.

Líklega sé þetta trúverðugar ástæður, að skapa ógn við landamæri Rússlands.
Til þess einmitt, að Rússland efli sínar varnir almennt á landamærum við Úkraínu.

  • Því, Rússland hefur ekki takmarkalausan herafla - færri Rússn. hermenn væru þá til staðar fyrir Rússland, til að herja innan Úkraínu.
  • Vonin standi líklega til þess, að aðgerð Úkraínu - veiki sóknarbrodd Rússlands í A-Úkraínu.

Með þeim hætti, að Rússland dragi það mikið lið - annars vegar til að þvinga Úkraínuher frá Kursk, hinn bóginn til að verja eigin landamæri, til að hindra til frambúðar sambærilegar Úkraínskar aðgerðir: Að sóknarbroddur Rússlands veikist, hugsanlega verulega við það.

  • Höfum í huga, bæði löndin vilja vinna sigur - Úkraína að sjálfsögðu einnig.

Að mati ISW, hefur Úkraínu a.m.k. einhverju leiti tekist, að draga að rússn. her, sem Rússland ætlaði sér líklega að nota - í sókn Rússlands innan Úkraínu.

The Ukrainian incursion into Kursk Oblast has prompted the Russian military to redeploy up to 11 battalions from within Kursk Oblast and four Russian force groupings elsewhere in the theater to the frontline in Kursk Oblast so far.

ISW hefur það eftir bandar. embættismönnum frá PENTAGON, að það lið sé varalið sem Rússlandstjórn líklega ætlaði eða ætlaði að beita innan Úkraínu - ekki endilega strax, en næst þegar Rússland þyrfti liðsauka -- vegna mannfalls einna helst sem ástæða.
Þetta lið, dugi þó ekki til að þvinga Úkraínuher til að hörfa frá Kursk.
En þær liðsveitir hafi tafið sókn Úkraínu - síðan eftir því sem lið frá næstu héröðum bættist við, sé samt ekki talið að lið Rússa til staðar, dugir til að þvinga Úkraínuher í burtu.

Russian sources have claimed that Ukrainian forces are consolidating their positions within Kursk Oblast and building fortifications, although it is too early to assess how hard Ukraine forces will defend occupied positions within Russia against likely Russian counteroffensive operations.

Einhverjar vísbendingar þess, að lið Úkraínu sé farið að reisa varnarvígi - þó enn óþekkt að hvaða marki, Úkraínuher ætlar að gera tilraun til að - tefja yfirvofandi gagnsókn Rússa.
Sem við vitum auðvitað ekki meir um, en að hún sé sennilega yfirvofandi.
Liðsstyrkur sem til þyrfti, ekki enn sjáanlegur - þó.

The Wall Street Journal (WSJ) reported on August 17 that a source familiar with the Ukrainian operation in Kursk Oblast stated that Russian forces had redeployed "several" understrength brigades totaling 5,000 personnel from elsewhere in Ukraine to Kursk Oblast by midweek from August 6 to 13

ISW bendir á að WSJ birti um helgina grein, þ.s. liðsafnaður Rússa í Kursk héraði, er metinn ca. 5000.

Russian redeployments have allowed Russian forces to slow initially rapid Ukrainian gains in Kursk Oblast and start containing the extent of the Ukrainian incursion, but containment is only the first and likely least resource-intensive phase of the Russian response in Kursk Oblast.

Eins og ISW bendir á, er það að stöðva innrás Úkraínu - einungis fyrri kapítuli viðbragða Rússa.

WSJ reported that its source familiar with the Ukrainian operation stated that Ukrainian forces have up to 6,000 personnel within Kursk Oblast and that Russian forces will need substantially more personnel, possibly 20,000, to retake territory in the area.

20.000 er ekki endilega of hátt mat þeirra sem WSJ ræddi við -- ef Úkraínuher, undirbýr góð varnarvígi, og skuldindur sig til að halda þeim -- jafnvel gegn hörðum árásum.

  • Auðvitað, því lengur sem Úkraínuher er þarna - því stærri krafta Rússar þurfa til; því stærri áhrif hefur aðgerð Úkraínu.
  • Að Úkraínuher hefur sprengt báðar brýrnar yfir Seim á, á svæðinu - er augljóslega aðgerð Úkraínuhers, til að kaupa tíma - tefja aðgerðir Rússa.

 

Niðurstaða
Samræmi við þ.s. ég áður ályktaði, þá er aðgerð Úkraínuhers að ráðast inn í Rússland, afar djörf. Virðist augljóst að Rússar reiknuðu ekki með þessu. Ef marka má fregnir af upphafi aðgerðarinnar. Voru hermenn á vakt - alls ekki á verði. Að sögn úkraínskra hermanna, keyrðu Úkraínumen inn í landamæraþorp, þ.s. landamæraverðir sátu við borð - stóðu upp með forundran er Úkraínuher birtist. Viðbúnaður til varnar virðist nánast enginn hafa verið.
--Þó Rússar hefðu haft lið í héraðinu, var það greinilega ekki á tánum.

Forvitnilegasta spurningin er, hvort Úkraínumönnum tekst ætlunarverk sitt líklega.
Að þvinga Rússa til að stórefla varnarviðbúnað á landamærum sínum meðfram Úkraínu.
En það virðist ósennilegt að það sé mögulegt, án þess að fækka í liði Rússa innan Úkraínu.

Niðurstaðan á málinu liggur í engu enn fyrir. T.d. engu leiti ljóst enn.
Hvað marga liðsmenn Rússar ætla að senda til að þvinga Úkraínumenn burtu úr héraðinu.
Né hvenær þeir senda það lið. Auðvitað sést það þegar það birtist.
Það þíðir auðvitað - að hvaða marki aðgerð Úkraínu hefur áhrif, er ekki enn fram komið.

Besta hugsanlega niðurstaðan, væri að Rússar fækkuðu í liði sínu í Úkraínu.
Auðvitað er það einmitt það hvað Pútín líklega vill síst gera.
--Þess vegna gætu Úkraínumenn einmitt þurt að hanga í Kursk, dáldinn tíma. Verjast m.ö.o. með sínum dæmigerða harða hætti. Svo Rússar þurfi virkilega að hafa fyrir því. Til að draga einmitt inn - sem flesta rússn. hermenn í þann bardaga.

 

Kv.


Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum seinna, berjast Rússar og Úkraínumenn hart um héraðið - hægt hefur á framrás Úkraínuhers við vaxandi mótspyrnu Rússa!

Fyrstu fréttirnar bárust á þriðjudag - eiginlega kvartanir rússneskra yfirvalda, er sögðust hafa hrundið árás frá Úkraínu, á svæði nærri landamærum Úkraínu í Kursk héraði.

understandingwar.org: The Russian Ministry of Defense (MoD) and Federal Security Service (FSB) claimed on August 6 that Russian border troops and FSB personnel repelled several raids by Ukrainian forces equipped with roughly a battalion's worth of tanks and armored vehicles against Russian positions near Nikolayevo-Darino and Oleshnya, Kursk Oblast (northwest of Sumy City and along the Russia-Ukraine international border).
The Russian MoD claimed that Russian forces destroyed 16 Ukrainian armored vehicles during the supposed raids and that Russian forces conducted retaliatory strikes against Ukrainian positions in Sumy Oblast.

M.ö.o. skv. frásögn rússneska varnarmálaráðuneytisins, voru þetta smávægilegar skærur.
Málinu virtist lokið - skv. þeirri frásögn.

Institute For Study of War -- birti þetta kort sl. fimmtudag!

Ef marka má texta greiningar þeirrar þann dag - en kortið lýsir stöðunni eins og hún þá var talin vera sl. miðvikudag; þá byggði ISW á gerfihnatta-myndum, sem og fullyrðingum rússneskra stríðsbloggara!
M.ö.o. var þarna töluverð óvissa um akkúrat umfang framrásarinnar!

UnderstandingWar.org: The current confirmed extent and location of Ukrainian advances in Kursk Oblast indicate that Ukrainian forces have penetrated at least two Russian defensive lines and a stronghold.
A Russian insider source claimed that Ukrainian forces have seized 45 square kilometers of territory within Kursk Oblast since they launched the operation on August 6, and other Russian sources reported that Ukrainian forces have captured 11 total settlements, including Nikolaevo-Daryino (1.5 kilometers north of the Sumy Oblast border), Darino (three kilometers north of the Sumy Oblast border), and Sverdlikovo (east of the Nikolaevo-Darino-Darino area), and are operating within Lyubimovka (eight kilometers north of the Sumy Oblast border).[3] 
Russian sources indicated that Ukrainian forces are trying to advance along the 38K-030 Sudzha-Korenovo highway, and a prominent Kremlin-affiliated milblogger claimed that by 1800 local time on August 7 Ukrainian forces had advanced both northwest and southeast along the highway and are now fighting on the outskirts of Korenovo (in the northwest direction) and Sudzha (in the southeast direction).[4] 
The Russian insider source and several other Russian sources reported that Ukrainian forces fought for and seized the Sudzha checkpoint and the Sudzha gas distribution station (southwest of Sudzha along the 38K-004 highway, 500 meters from the Sumy-Kursk Oblast border).[5] 

ISW virtist m.ö.o. byggja myndina mjög verulega á þessum yfirlýsingum bloggaranna!
Þó að þeir hefðu einnig haft einhverjar gerfihnatta-myndir einnig til skoðunar.

Sl. föstudag birtir ISW aðra mynd, til að lýsa stöðunni sl. fimmtudag!

Enn þarna er greinileg óvissa um umfang framrásar hersveita Úkraínu - myndin líklega að sýna yfir meiri framrás en sennilegt er. Nema, menn taki fullyrðingar stríðsbloggara algerlega til greina.

UnderstandingWar.Org: Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces advanced as far as Kromskiye Byki and Molyutino (up to 35 kilometers from the international border and 17 kilometers southeast of Lgov) but noted that these are small groups not immediately trying to hold territory.[1]
Geolocated footage published on August 8 indicates that Ukrainian forces likely advanced towards Russkoye Porechnoye (north of Sudzha), and Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces also advanced further north of Sudzha along the 38K-024 highway near Anastasyevka.[3] Geolocated footage published on August 7 and 8 shows Ukrainian forces operating within Goncharovka (just west of Sudzha) and north of Zaoleshenka (northwest of Sudzha), and a Russian milblogger claimed that Ukrainian forces seized Goncharovka.[4] A geolocated photo shows Ukrainian forces operating within Novoivanovka (10km north of the international border and northwest of Sudzha), and Russian milbloggers also claimed that Ukrainian forces seized Novoivanovka and Bogdanovka (northwest of Sudzha).[5] Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces also advanced northwest of Sudzha into Malaya Loknya and to the outskirts of Cherkasskoye Porechnoye; northeast of Sudzha near Kruglenkoye, Martynovka, and Bolshoye Soldatskoye; and east of Sudzha near Mirny, although two Russian milbloggers denied claims that Ukrainian forces are operating near and within Bolshoye Soldatskoye.[6] Russian milbloggers also claimed that Russian forces repelled a Ukrainian attack near Korenevo (north of Sumy City and roughly 23 kilometers north of the international border) and that Ukrainian forces attacked within Snagost (south of Korenevo) and near Olgovka (east of Korenevo).[7]

Enn voru fullyrðingar rússn. stríðsbloggara greinilega notaðar - þó stuðst við gerfihnattamyndir í tilraun til að, staðfesta a.m.k. eitthvað af því.
A.m.k. greinilegt að úkraínskur her virkilega er staðsettur - 10km. eða meir handan landamæranna.


Laugardag, er birt enn ein myndin er sínir stöðu sl. föstudags!

Skv. fullyrðingu stríðsbloggara - gerði rússn. her gagnárás.
Það getur vel verið að, Úkraínskur her hafi hörfað - eins og myndin virðist sýna.

UnderstandingWar.org: Geolocated footage published on August 9 indicates that Ukrainian forces were recently operating west of Sudzha, within the settlement, north of Sudzha near Kazachya Loknya, and northeast of Leonidovo (northwest of Sudzha and roughly 10 kilometers from the international border) and in Dmitriukov.[5]
Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces are also operating northeast of Sudzha near Martynovka; north of Sudzha near Vtoroy Knyazhiy, Ivnitsa, Zaoleshenka, Russkoye Porechnoye (16 kilometers from the international border); and west of Sudzha near Goncharovka.[8] A Russian milblogger claimed that Russian forces control the area near Korenevo (north of Sumy City and roughly 23 kilometers north of the international border) and denied reports of fighting on the settlement's outskirts.[9] The Russian milblogger claimed on August 8 that Ukrainian forces control Novoivanovka (southeast of Korenevo) and Lyubimovka (southeast of Korenevo).[10] Another Russian source claimed on August 9, however, that Russian forces regained lost positions in Novoivanovka and Leonidovo.[11] A Russian source claimed that there is no confirmation of Ukrainian forces operating in Kromskiy Byki (30 kilometers from the international border and 13 kilometers south of Lgov), and the vast majority of Russian reporting about Kursk Oblast on August 9 is not consistent with previous claims that mobile Ukrainian groups were operating beyond 20 kilometers into Kursk Oblast.[12]

Skv. því voru frásagnir sumra a.m.k. stríðsbloggara, íkjukenndar.
Úkraínuher a.m.k. staðfestur í Sudza og nágrenni þess staðar.
Óvíst hvert umfangið er þar fyrir utan.

Í dag Sunnudag, birt mynd er sýnir áætlaða stöðu laugardags!

Þessi mynd sýnir stækkað umfang framrásar Úkraínuhers.
ISW segist hafa gögn - gerfihnattamyndir - er staðfesta umfangið.
A.m.k. að einhverju leiti.

  1. The Russian National Antiterrorism Committee announced a counterterrorism operation in Belgorod, Bryansk, and Kursk oblasts on August 9 in response to the Ukrainian incursion into Kursk Oblast.

    Rússn. stjv. ákveða að nefna þetta - aðgerðir gegn hryðjuverka-vá.
    Væntanlega kalla þeir ekki eigin innrás í Úkraínu - hryðjuverka-árás.


  2. The Federal Security Service (FSB) Head and National Antiterrorism Committee Chairperson Alexander Bortnikov announced counterterrorism operations in Belgorod, Bryansk, and Kursk oblasts in response to "sabotage and reconnaissance units" conducting "terrorist acts" in Russia and "units of the Ukrainian armed forces" conducting a "terrorist attack" in Kursk Oblast.

    Áhugavert að stjórnun aðgerða er undir stjórn, yfirmanns FSB.


  3. The declaration of the counterterrorism operation under Bortnikov suggests that Putin was dissatisfied with the Russian military command's handling or ability to handle the situation in Kursk Oblast.

    Þetta gæti verið einfaldlega rétt mat.


  4. It is unclear how the FSB and Bortnikov will establish a clear joint C2 organization among these disparate elements, and there will likely be friction and bureaucratic obstacles between the FSB and other structures that will reduce Russian forces' overall combat effectiveness.

    ISW veltir þarna upp þeim möguleika - að, varnarmálaráðuneytið - gæti þvælst fyrir stjórnun aðgerða, þ.s. sveitir undir stjórn varnarmálaráðuneytisins; þ.e. her Rússa -- séu auðvitað best hentugar til að fást við innrás.
    Meðan að sérsveitir innanríkisráðuneytisins, séu líklega ekki vopnaðar eins og her.
    --Vangaveltur um valdabaráttu m.ö.o

A prominent Ukrainian Telegram channel stated on August 9 that Russian forces redeployed elements of the following units from frontline areas to defend in Kursk Oblast:
two airborne (VDV) battalions and elements of the 810th Naval Infantry Brigade (Black Sea Fleet [BSF]) from the Kherson direction;
elements of the 38th and 64th motorized rifle brigades (35th Combined Arms Army [CAA],
Eastern Military District [EMD]) from the Zaporizhia direction;
several unspecified infantry battalions from the Pokrovsk direction in Donetsk Oblast;
"bearded" (borodatie) fighters from Luhansk Oblast (likely referring to Chechen Akhmat units);
elements of the 1009th Motorized Rifle Regiment (6th CAA,
Leningrad Military District [LMD]),
79th Motorized Rifle Regiment (18th Motorized Rifle Division,
11th Army Corps [AC], LMD),
272nd Motorized Rifle Regiment (47th Tank Division, 1st Guards Tank Army [GTA],
Moscow Military District [MMD]),
and 138th Motorized Rifle Brigade (6th CAA, LMD) from northern Kharkiv Oblast;
an infantry battalion of the 488th Motorized Rifle Regiment (144th Motorized Rifle Division,
20th CAA, MMD) from the Kupyansk direction;
a company of an unspecified motorized rifle brigade operating in Grayvoron Raion, Belgorod Oblast;
and a motorized rifle regiment that was operating near Sotnytskyi Kozachok, Kharkiv Oblast.

Þetta virðist grautur af sveitum - Rússar virðast ætla að forðast að taka hersveitir út úr meginsókn Rússa í A-Úkraínu, á hinn bóginn.
Rússar virðast velja að fækka í sínu liði, á svæðum utan þess svæðis þ.s. megin sóknarþunginn er.
Óþekkt er hver fjölmennur þessi her er!
Ekki síst vegna þess, algengt er að rússn. sveitir séu ekki -- fullskipaðar.

Margar þeirra eru líklega á leiðinni, óþekkt hve fljótt þær mæta.

A Kremlin-affiliated Russian milblogger claimed that Ukrainian forces are operating in a forest area north of Lyubimovka (south of Korenevo).[34]
Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces are also maintaining positions northwest of Sudzha near Kazachya Loknya and Yuzhny and west of Sudzha near Zaoleshenka and Goncharovka.[35]
Geolocated footage published on August 9 indicates that Ukrainian forces maintain positions north of Sverdilkovo (northwest of Sudzha) and within Rubanshchina (just west of Sudzha).[37] 
Additional geolocated footage published on August 10 indicates that Ukrainian forces maintain positions within northern Sudzha, and most Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces are operating on the western outskirts of Sudzha.[38] 
Geolocated footage published on August 10 indicates that Ukrainian forces maintain positions south of Sudzha near Melovoi and Guyevo.[39] 
Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces are continuing operations south of Sudzha along the Gornal-Guyevo-Plekhovo line, and one Russian milblogger claimed that Ukrainian forces seized Plekhovo.[40]

Enn sem komið er - er umfang innrásar Úkraínumanna ekki þekkt!

  1. M.ö.o. fjöldinn í aðgerðinni, er ekki þekktur.
  2. Né eru markmið aðgerðarinnar, Þekkt.

Auðvitað hafa menn velt því upp, en vangaveltur er ekki endilega sama og vitneskja.

 

Niðurstaða
Innrás í Rússland er óvenjuleg aðgerð. Miðað við hvernig stríðið hefur gengið fram til þessa.
Hinn bóginn, velti ég því fyrir mér á sl. ári - af hverju ekki innrás í Rússland?
En þá voru pælingar um, yfirvofandi árás Úkraínuhers.
Er síðar meir reyndist ná litlu fram - vegna stórfelldra varnarvirkja Rússa.
Er reyndust afar þorfær yfirferðar - greinilega.

Þegar ég velti innrás fyrir mér, datt mér einmitt í hug.
Að auðveldar gæti verið, að fara inn í Rússland.
Í stað þess, að ráðast beint að meginher Rússa, innan Úkraínu.

Ég hugsa að ég hafi haft rétt fyrir mér þar um.
En árás Úkraínuhers nú, er greinilega miklu smærri.
En, aðgerð Úkraínuhers á sl. ári var.
--En þó virðist hafa náð meiri árangri.

Stór árás inn fyrir landamæri Rússlands.
Gæti hafa gert Rússum raunverulegar skáreifur.
Hinn bóginn, virðist ósennilegt að Úkraínumenn - haldist lengi í Kursk héraði.
Þ.s. herinn sem þeir eru með þarna, er ólíklega verulega stór.

Á hinn bóginn, eru Úkraínumenn þarna enn í einhverri framrás.
Og hvað annað sem gerist, tekur það Rússa a.m.k. nokkurn tíma.
Að safna nægilegu liði.

En vegalengdirnar innan Rússlands, auðvitað - einar sér, skapa tafir.
Úkraínumenn gætu síðan grafið sig niður, og tafið það í mánuði að vera hraktir alfarið í burtu.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 859304

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband