Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, forseta Sýrlands -- á 10 dögum! Fall Assads virðist hliðarverkan af stríði Ísraels við Hesbollah, virðist sanna Assad var íranskur puppet seinni árin!

Abu Mohamman al-Jilani, er leiðtogi, Hayat Tahrir al-Sham (HTS) hreyfingarinnar er hefur kollvarpað Assad stjórninni síðan atlaga hreyfingarinnar hófst 28. nóv. sl.
Áhugavert að atlaga hreyfingarinnar hefst, daginn eftir að vopnahlé Ísraels og Hesbollah.

Abu Mohamman al-Jilani - vill verða nýr forseti Sýrlands

Who is Abu Mohammed al-Julani, leader of HTS in Syria?

Maður með afar skrautlegan feril - Bandaríkin hafa 10 milljón dala bounty á al-Jilani. al-Jilani er fæddur í Sýrlandi, en gerðist róttækur múslimi vegna innrásar Bandaríkjanna í Írak. Hann náði háum metorðum innan al-Qaeda hreyfingarinnar er barðist við her Banaríkjanna innan Íraks. Hann er einn af þeim er var um tíma handtekinn innan Íraks, síðar einhverra hluta vegna sleppt. Síðar fór hann milli róttækra hreyfinga - m.a. um tíma meðlimur af Islamic State innan Sýrlands -- eftir að borgarastríðið í Sýrlandi fer af stað 2011.
Hinn bóginn, ef marka má frásagnir af ævi al-Jilani, gerðist hann ósáttur við hugmyndir Islamic state um - hnattræna íslamska byltingu - vildi þess í stað, einblýna á móðurland sitt, Sýrland.
Hann stofnar síðar eftir að hafa yfirgefið ISIS -- HTS hreyfinguna.
Sú hreyfing eftir eyðileggingu ISIS var síðan sterkasta einstaka hreyfingin innan svokallaðrar uppreisnar, eftir að -- svokallaði, Frjálsi Her Sýrlands, var nánast alfarið eyðilagður kjölfar bardagan um borgina Aleppo.
--Ég er ekki með skýringu á 10 milljóna bounty Bandar. - gæti tengst því hann var um tíma í ISIS.

  1. 28 nóvember var það fyrsta er heyrðist um árás HTS -- einungis 2 dagar síðan liðu, og borgin Aleppo var fallin, önnur stærsta borg Sýrlands - 2,2 millj. íbúa fyrir borgarastríð.
    Það virtist að hermenn Assad stjórnarinnar, gæfust upp nánast bardagalaust, eða að þeir flýðu og hentu frá sér vopnum -- einhverjir þeirra hörfuðu.
    Á þeim fyrstu dögum, náði HTS einnig fjölda smærri byggðalaga, sem og mikilvægum herflugvelli, er m.a. var notaður af her Rússa.
  2. 4. des HTS komið að hliðum Hama, 4 stærsta borg Sýrlands - daginn eftir, 5. des hefur lið Sýrlandsstjórnar hörfað frá borginni.
    Og leiftursókn HTS heldur áfram.
  3. 6. des er HTS að nálgast Homs. Í örvæntingu er brú yfir á, sprengd. Er virðist ekki hafa dugað til.
  4. Borgin Homs er tekin síðan 7. des. Sú borg var síðasta hindrunin að sókn til Damascus.
  5. 8. Des einungis degi síðar, er stjórn Sýrlands fallin -- myndir hafa birst af almenningi ganga um forsetahöll Assads, rænandi og ruplandi.

Það sem er áhugavert við þessa atburðarás -- er að varnir Assads eru nánast engar.

  • Það er eins og að -- eyðilegging Ísraelshers á her Hesbollah innan Sýrlands.
  • Hafi einnig leitt til falls Sýrlandsstjórnar.

Þannig virðist sannað, að þ.s. mig grunaði - að Assad væri ekkert annað en íranskur leppur, var rétt - þ.e. leppur eftir að Íran og Rússland eru sögð hafa bjargað Assad frá falli.
--En í raun og veru virðist hann hafa fallið, verið minnkaður niður í nafnið eitt.

HTS liði, í forsetahöll Assads - Damascus.

Presidential Palace

Rænt og ruplað í forsetahöll Assads, Damascus

Spurning um hlutverk Tyrklands!
HTS herinn virðist hafa nálgast 30þ. - Erdogan virðist hafa látið HTS fá vopn úr vopnabúrum Tyrklandshers - gömul vopn, sannarlega. Einhver hefur augljóslega fjármagnað hreyfinguna þau ár sem HTS -- stjórnaði Idlib svæðinu í Sýrlandi.
--Skv. fréttum í dag, fagnar Erdogan falli Assads.

Skv. al-Jilani, þá notaði hann árin á milli vel þ.e. endurskipulagði her hreyfingarinnar, setti upp þjálfunarbúðir, er marka má þá frásögn - skipulag breska hersins sem fyrirmynd. Sagt að hreyfingin hafi komið sér upp hæfni til að smíða eigin dróna. Meira að segja eigin eldflaugar.
Hann segist hafa rætt við hópa innan Sýrlands -- áður en hann hóf árás HTS.

  1. Mig grunar það síðasta sé trúverðugt.
  2. Því að í borgarastríðinu - myndaði Assad bandalag við minnihlutahópa innan Sýrlands.
    Þegar HTS hefur árás sína -- virtist enginn þeirra hópa, taka upp hanskan fyrir Assad.
    Hóparnir virðast hafa yfirgefið Assad.
  3. Al-Jilani segist hafa lofað - minnihlutahópunum því, hann muni stjórna Sýrlandi, sem forseti alls landsins -- ekki einungis múslima.

Hafandi í huga það augljósa - að enginn virtist standa með Assad.
Verð ég að gera ráð fyrir því, að al-Jilani fari ekki með íkjur.
---------
Hann hafi vissulega samið við hópana er byggja Sýrland.
Sannfært þá um að vera hlutlausir.

A.m.k. er eitt ljóst af fréttum, að HTS hreyfingin -- hefur sjáanlega ekki farið harkalega með minnihlutahópa t.d. kristna, eftir töku Aleppo, þ.s. margir kristnir búa.
Hinn bóginn, eru þetta - early days - al-Jilani gæti sínt annað andlit.
Hinn bóginn, er 30þ. manna her, ekki nægur til að stjórna landinu, í andstöðu við fjölmenna hópa.

Þeir mundu t.d. strax lenda í miklum vanda, ef það hæfust fjölmenn mótmæli í t.d. Aleppo.

  • Punkturinn er sá, ástandið er greinilega brothætt.

Þó al-Jilani hafi nú kjarnahéruð Sýrlands, stórum hluta.

  1. Ath. HTS hefur ekki enn, Ladakia hérað þ.e. Miðjarðarhafsströnd Sýrlands. Alavar er byggja ströndina, gætu haldið henni lengi gegn HTS.
  2. Rússar hafa flotastöð í Ladakia héraði, þeir gætu líklega stutt við Alava.

M.ö.o. þarf al-Jilani í kjölfarið líklega að semja við -- íbúa Ladakia héraðs.
Á móti er athyglisvert - að Alavi fólkið, en Assad er Alavi, kom Assad ekki til aðstoðar.
Það getur þítt, að -- al Jilani hafi séns til að ná til sína Ladakia héraði án átaka.

  • Hvað kemur fyrir flotastöð og herflugvöll Rússa í Ladakia héraði, kemur í ljós.

 

Niðurstaða
Stríð Ísraels gegn Hesbollah - virðist hafa kollvarpað Assad einnig.
Með því að eyðileggja her Hesbollah innan Sýrlands, greinilega kollvörpuðu Ísraelar valdajafnvægi því er var til staðar innan Sýrland, eftir að borgarastríðið í Sýrlandi virtist hafa endað með sigri Írans og Rússlands.

Fall Assads verður að skoða sem, Íranskan ósigur. Hugsanlega einnig, sem rússneskan.
Hinn bóginn á eftir að koma í ljós, hvað -- al-Jilani, nýr leiðtogi Sýrlands gerir.
Hann stjórnar ekki enn, er þessi orð eru skrifuð, Ladakia héraði þ.e. strandsvæðum Sýrlands.
En þ.s. Alavar - meirihluti íbúa Ladakia, komu Assad ekki til bjargar sl. 10 daga.
Þá grunar mig að það sé ágætur möguleiki, að al-Jilani nái samkomulagi við Alava.

Staða Rússa í Sýrlandi, klárlega er veik orðin - Assadar hafa verið bandamenn Rússa áratugaskeið. Herflugvöllur Rússa og flotastöð, eru líklega í uppnámi.
Rússar eru ekki fjölmennir í Ladakia, einungis fámennt lið -- bilinu 1-2 þúsund.
Þeir hafa því enga möguleika til að halda stöðvum sínum, nema:

  1. Alavar, vopnist og haldi strandhéröðunum gegn -- nýrri stjórn Sýrlands.
  2. Eða, að samkomulag náist milli -- al-Jilani og Rússa.

Það síðarnefna er langt í frá útilokað. al-Jilani virðist a.m.k. opin fyrir slíkt.
Á móti, er engin vinátta milli al-Jilani og Írana. Þ.s. HTS hreyfingin og Íranir, hafa barist spjótum árum saman nú.
Það er ekki ólíklegt mál endi þannig Rússar þurfi að taka föggur sínar og fara.

Bandaríkin hafa hugsanlega opnun í Sýrlandi - augljóslega þurfa þeir þá að fella niður 10 millj. dala bounty á al-Jilani, taka HTS af lista yfir hryðjuverkasamtök.
Vegna þess, að Tyrkir virðast hafa - stutt við HTS samtökin, meðan þau stjórnuðu Idlib svæðinu í Sýrlandi árin á milli.

Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með þróuninni.
A.m.k. les maður úr þessu, stórtjón fyrir Íran.
Er líklega missir þá beinu tengingu yfir til Hamas í Lýbanon, Íran hefur haft síðan Íraksstríði. Missir þeirrar beinu land-tengingar - veikir stórfellt til líklegrar frambúðar, Hamas samtökin. Stórveldis-skeið Hamas getur því verið á enda.
Átökin við Ísrael virðast hafa kostað Íran stórfellt - staða Íran veikluð.

Hlutverk Erdogans forseta Tyrklands er að auki augljóst - því vart kemur annað til greina en að, útrás HTS hafi verið með hans blessan. Það getur því verið, að Sýrland sé nú að færast yfir á yfirráðasvæði Tyrklands.
Það verði Erdogan freka en - al Jilani, er ráði því hvort Rússar fái áfram að vera með stöðvar í Ladakia héraði. 

Kannski eru Rússar því að tapa öllum sínum áhrifum innan Sýrlands.
Ef svo fer þá er það merkileg hliðar-afleiðing stríðs Ísraels við Hesbollah.
Farið að líta svo út að veldi Írans í Miðausturlöndum sé einhverju leiti - spilaborg er geti fallið. En staða Írana greinilega er verulega veikluð eftir átökin við Ísrael, er þíði einnig að staða Rússa hefur veikst. Ef mál enda þannig að Rússar tapa öllum sínum áhrifum í Sýrlandi -- gætu áhrif Rússa í Mið-Austurlöndum þar með nánast verið upp gufuð með öllu í samhengi Mið-Austurlanda, er yrði stór breyting sannarlega á stöðu mála þar um slóðir.
--Bandaríkjunum og Tyrklandi líklega báðum í hag.

Missir Tartus flotastöðvarinnar og flugvallarins í grennd, gæti einnig skaðað mjög stöðu Rússa í Afríku - þ.s. flotastöðin og flugvöllurinn, virðast hafa verið viðkomustaðir fyrir Rússa á leið til og frá Afríku.
Hinn bóginn, er marka má alJazeera, er ekki enn að sjá merki um paník í Tartus, eða á svæði herflugvallar Rússa þar í grennd. Spurningar vakna hvort Rússar hafi gert samkomulag við Erdogan nú þegar, eða hvort málið sé einfaldlega í bið.
--A.m.k. virðast þeir ekki búast við hernaðarárás á svæðið.

PS1: Assad virðist hafa flúið til Rússlands, til pápa Pútíns.
PS2: Arabískir fjölmiðlar, halda því fram að Rússar hafi samkomulag við andstæðinga Assads, varðandi aðstöðu Rússlands í Ladakia héraði - áhugavert að nýjasta umtal rússn. miðla um líklega nýja valdhafa Sýrlands er miklu mildara og dyplómatískra en fram til þessa.

 

Kv.


Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður hvaða ríkisstjórn verður mynduð. Hinn bóginn blasir við að til muna auðveldara verður að mynda hægristjórn! Held við fáum, hægristjórn!

Að sjálfsögðu átta ég mig á því að Kristrún fær fyrst keflið frá Forseta Íslands.
Hinn bóginn, getur Samfylking ekki myndað stjórn - án einhvers hægri flokks.
Og, þ.s. atkvæði leka auðveldlega milli hægri flokkar.
Væri afar erfitt fyrir hægri-sinnaðan samstarfsflokk, að gefa eftir af sinni stefnu.

  1. Alveg skýrt á máli Kristrúnar, að - hugmyndir hennar um að loka fjárlagatinu í ríkisfjarmálum, snúast megin hluta til um, skattahækkanir.
  2. Viðreisn, líklegasti hægri flokkurinn í samferð, flokkur með íhaldsama afstöðu til ríkisfjármála og skatta; er ekki líklegur til að samþykkja þær umtalsverðu hækkanir sem Samfylking og Flokkur Fólksins -- líklega þurfa, til að ná fram stefnumálum sínum.

Þorgerður Katrín greinilega í oddaaðstöðu!

Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum  starfsstjórnarinnar - Vísir

Ég held að - stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og FF -- endurtæki líklega farveg ríkistjórnar: Sjálfstæðisflokks, Framsóknarfl. og VG. -- þ.e. stöðugur ágreiningur, langar tafsamar viðræður um öll mál, mjög lengi að taka ákvarðanir.

Meðan að ég held að ágreiningsmál: Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.
Séu fá og tiltölulega léttvæg -- þeir flokkar væru fljótir að komast að niðurstöðu sín á milli í skatta- og ríkisfjármálum -- mjög sennilega færu þeir í fjárlaga-niðurskurð.

  • Kristrún fær líklega keflið frá Forseta.
  • Það þíðir ekki að, önnur stjórnarmyndun geti ekki farið fram, samhliða.
    Þ.s. enginn bannar fólki að hittast í heimahúsum, eða einhverjum öðrum húsum.

------------------

Viðreisn hefur 15 þingmenn, út á 20,8% atkvæða.
Sjálfstæðisflokkur með 14 þingmenn, út á 19,4% atkvæða.
Viðreisn með 11 þingmenn, út á 15,8% atkvæða.
Flokkur Fólksins með 10 þingmenn, og 13,8% atkvæða.
Miðflokkur með 8 þingmenn, og 12,1% atkvæða.
Framsókn 5 þingmenn, út á 7,8% atkvæða.

  • Stjórn: Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Miðflokks: 33 þingmenn.
  • Stjórn: Samfylkingar, Viðreisnar, Flokk Fólksins: 36 þingmenn.

Fljótt á litið virkar stjórnin með 36 þingmenn, starfhæfari: Hinn bóginn, held ég að slík stjórn yrðu stöðugt - klofin af hörðum og erfiðum ágreiningi - hún gæti því átt erfiðar með að ná málum fram. Og hún gæti klofnað á kjörtímabilinu.

Hinn bóginn, held ég að hægri-stjórnin: Gæti verið stjórn nánast án ágreinings.

 

 

Niðurstaða
Ég ætla því að gerast svo grófur að spá -- hægristjórn.
Því það verði mun auðveldar að mynda hana. Þeir flokkar séu miklu mun meira sammála en ósammála. Það sé algerlega öfugt við hugsanlega stjórnarmyndun -- Samfylkingar. Því - eiginleg vinstri-stjórn er ómöguleg - því þarf alltaf að vera, hægri-flokkur með í för.
Hafandi í huga að meginlínur FF og Samfylkingar: Eru skattahækkanir og útgjaldahækkanir.
--Þá blasir við mér slík stefnugjá milli hugsanlegra hægri-flokkar, burtséð frá því hvort það sé Viðreisn eða Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur.

Að slík stjórn væri líklega svo erfið í innra samstarfi, hún væri líklega nærri ósamstarfshæf.
Viðreisn hefur getað fylgst með samstarfs-örðugleikum: VG, Sjálfstæðisfl. og Framsóknar.
Að hafa horft á slíkt utan frá, ætti að vera næg aðvörun til Þorgerðar Katrínar.

 

Kv.


Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George W. Bush vann 2004 Elector College og Popular vote! Fer Trump í viðskiptastríð við heiminn? Getur hann rekið 14 millj. úr landi? Getur hann endað Úkraínustríð? Refsar hann pólit. andstæðingum?

Yfirlýsingar Trumps eru ekki smáar í sniðum hvað hann segist ætla að gera!
Segist ætla að bjarga landinu, þ.e. Bandaríkjunum, snúa öllu við svo allt verði gott aftur.
Í sigurræðu sinni, sagði hann akkúrat þetta - bjarga landinu, gera allt gott aftur.
--Hvað sem það akkúrat þíðir.

What a Donald Trump victory means for the UK - BBC News

  1. Stóru hugmyndirnar virðast vera -- risasórt viðskiptastríð, þ.s. hann segist ætla að tolla allan vöru-innflutning til Bandaríkjanna!
    Eins og öll stríð, að sjálfsögðu veldur viðskiptastríð tjóni -- hinn bóginn, veit enginn hvert tjón Bandaríkjanna verður af því viðskiptastríði, þ.s. enginn - jafnvel hugsanlega ekki Trump sjálfur - veit hversu langt Trump mun ganga.
  2. Að reka 14 milljón manns úr landi!
    Hugmynd sem er algerlega á brjáluðum skala.
    Ég er að tala um, Stalín - leiðtogi Sovétríkjanna til 1953 - hafði líklega fangabúðir á þeim skala.
    Greinilega, ef Trump ætlar að framkv. þann verknað, þarf gríðarlegt skipulagt og að sjálfsögðu -- gígantískar fangabúðir, einhvers staðar.
    --Skalinn er einmitt þessi, einungis Stalín - hafði e-h á þeim skala.
  3. Úkraínustríð - Trump segist ætla að binda endi á það, jafnvel áður en hann formlega tekur við embætti.
    Vandinn við það, er klárlega sá, að þó svo að Bandar. hætti að styðja Úkraínu.
    Er ekkert sjálfvirk afleiðing af því, sem snarlega bindur endi á þau átök.
    --Svo, þá þarf einhvers konar samkomulag.
    Mann grunar, að það verði miklu mun flóknari aðgerð, en þ.s. Trump talar um.
    Og taki því sennilega - lengri tíma.
  4. Ekki síst, flesta grunar - Trump ætli í stóra herferð gegn pólitískum andstæðingum.
    Í sigur-ræðu sinni, talaði Trump þó um sættir - Bandaríkjamenn setjist niður.
    Ágreiningur væri grafinn, og gripið til verka.
    --Ég ætla því að - pása þessa umræðu - þar til í ljós kemur hvað Trump gerir.
    Gefa honum tækifæri til að, tja - standa við þá yfirlýsingu, eða ekki.

Innflytjendur eru nærri 19% verkafólks í Bandaríkjunum!
Sama tíma er atvinnuleysi í Bandaríkjunum, ca. 4,2%.
Augljóslega mundi brottrekstur 14 millj. því orsaka mikinn vinnuafls-skort!

Immigration 'taking pressure off' the job market, U.S. economy: Expert

Vandi er að sumar yfirlýstar fyrirætlanir Trumps, líklega skaða hagkerfi Bandaríkjanna!
Skv. myndinni að ofan, sem tekin er úr opinberum bandar. gögnum.

  • Er alveg á tæru, að -- brottrekstur mikins fjölda erlends vinnuafls.
  • Mundi skapa verulegt efnahagstjón í Bandaríkjunum!

Bendi einnig á umfjöllun Aljazeera frá október mánuði:
How will Trump’s plans to deport undocumented migrants impact US economy?.

Áætlað tjón fyrir iðngreinar í Bandaríkjunum af allsherjar brottrekstri:

  1. Landbúnaður: 11,6% samdráttur.
  2. Verktakaiðnaður og byggingar: 10,9% samdráttur.
  3. Almenn þjónusta: 10% samdráttur.
  4. Ferðamennska og gisting: 9,2% samdráttur.
  5. Iðnaður: 4,5% samdráttur.

Tjónið er talið stafa af:

  • Skorti á vinnuafli í þeim greinum.
  • Og þeim verðhækkunum frá þeim greinum, er mundu skella yfir Bandaríkin.

Þetta eru auðvitað, hagfræðilegar áætlanir!
En þ.e. a.m.k. engin ástæða að draga í efa, verulegt efnahagstjón, af slíkum stórfelldum brottreksti fólks - sem líklegast er flest í vinnu.

--------------

Tollastríð Trumps getur einnig valdið miklu efnahagstjóni!

  1. 20% tollur á allan innflutning, auðvitað skapar verðbólgu.
  2. 20% tollur mundi einnig skella á bandar. útflutning, þ.s. önnur lönd sjálfsögðu tolla á móti. Sem þíddi, efnahagstjón fyrir Bandar. í útflutningsgeirum.
  3. Seðlabanki Bandar. að sjálfsögðu hækkar vexti.

Að sjálfsögðu vex tjónið - því hærri tollarnir verða.

  • Ef það kæmi - tollspírall, sbr. er Trump deildi við Kína, síðast er hann var forseti.
  • Sbr. Trump setur 20% toll - önnur lönd svara - Trump hækkar tollinn í 40% - önnur lönd svara aftur, o.s.frv.

Þetta get ég ekki gefið mér fyrirfram. Nefni þetta sem möguleika.

  1. Efnahagstjón af tollspíral, t.d. upp í 60% - báða bóga.
  2. Gæti valdið gríðarlegu efnahagstjóni í Bandar.
  • Gríðarlegt smyggl mundi rökrétt hefjast á varningi til Bandar.

Þ.e. hin klassíska hætta við háa tolla - gríðarlegar freystingar til smyggls.
Háum tollamúrum, gæti því fylgst -- gríðarleg aukning í glæpastarfsemi.

  • Ástandið gæti hermt eftir, vínbannárunum á 3. áratug 20. aldar.

Vegna þess, að gríðarlegur fj. fólks sægi ekkert athugavert við, vörusmyggl.
Yrði gríðarlega útbreidd þátttaka í slíkri starfsemi.
--Því sennilegt hún gæti orðið afar útbreidd.

  1. Þetta veikir auðvitað gríðarlega meintan ávinning af - tollvernd.
  2. Þ.s. óvíst er, að jafnvel háir tollar sem 60% jafnvel 100%, mundu í nokkru verulegu leiti, minnka innflutning.

Innflutningur gæti einfaldlega færst yfir á svarta markaðinn, eða gráa markaðinn.
Algerlega óvíst, að umfang innflutnings minnkaði að nokkru verulegu leiti.
--Hinn bóginn, skilaðist samt - efling glæpastarfsemi og spillingar.

Þetta mælir sterklega gegn því, að það sé sennilegt að virka.
Að reisa tollmúra, til að verja innlenda framleiðslu gegn innflutningi.

Margar verslanir gætu sjálfar tekið þátt í slíku - verð í gluggum, væru verð með tolli - en óformlega væri hægt að nálgast vörur á lægra verði, m.ö.o. smyggl mundi sjálfsögðu smyrja sínum hagnaði á: en varan gæti samt verið verulega ódýrari en, opinbera verðið.
Það væri því afar sterkur hvati til að kaupa, smyggl góss.

M.a. þess vegna, er hugmyndin um töllvernd - ólíkleg að raunverulega virka.
--En hún er samt líkleg að leiða til eflingar glæpa og aukinnar spillingar.

--------------

Varðandi stríðið í Úkraínu: ætla ég að bíða eftir Trump.
--Hugmyndirnar eru svo lítt mótaðar.
Að öll umfjöllun getur einungis verið á formi vangavelta.

  • Eina augljósa, það eitt - að stoppa vopnasendingar frá Bandar. -- stoppar ekki stríðið.
  • Það þarf því samkomulag af einhverju tagi.

Ekki fyrirfram ljóst - stríðs-aðilar samþykki tillögur Trumps.
M.o.ö. gæti stríðið haldið áfram, burtséð öllum tilraunum Trumps.
--A.m.k. klárlega möguleg útkoma.

Trump hinn bóginn, getur klárlega hætt vopnasendingum frá Bandar.
--Líklega eru einhverjar birgðir vopna, þ.s. verulegar sendingar hafa verið seinni tíð.
--Evrópa sendir vopn, þó mun smærri mæli en Bandar.
Það á eftir að koma í ljós hvað Suður-Kórea gerir, en þaðan gæti farið að streyma vopn.

 

Kosningaúrslit í Bandaríkjunum!

Skv. Aljazeera:

  1. Trump: 50,99%.
  2. Harris: 47,5%.

Skv. því, er Trump ca. 2% hærri en nýleg meðaltöl kannana, Harris ca. 1 prósent lægri.
Enn verið að telja í Bandar. - prósentutölur geta breyst.

2004 vann Bush:

  • Bush: 50,7%.
  • Kerry: 48,3%.

Trump hefur 292 elector atkvæði.
Bush náði, 286.

Þetta er því mörgu leiti líkur sigur -- sigri Bush.

 

Niðurstaða
Eins og bent á, eru atriði í stefnu Trumps -- neikvæð fyrir hagvöxt.
Það getur orðið að vanda fyrir Trump, þ.s. kjósendur reikna með - betri tíð undir honum.
Ef á hinn bóginn, ákvarðanir Trumps leiða fram -- nýja verðbólgu-bylgju.
Og hugsanlega að auki, viðsnúning í efnahagssamdrátt.
--Þá, gæti risið upp afar stór óánægjubylgja meðal þeirra er kusu Trump.

Kjósendur eru aldrei reiðari, en þegar þeir halda sig hafða að fífli.

  • Hinn bóginn, veit enginn enn hve langt Trump gengur:
  1. Brottrekstur gríðarlegs mannfjölda frá Bandar. -- gæti reynst ómögulegur í framkvæmd.
    Mig grunar t.d. að slíkar hugmyndir mæti öflugri andstöðu.
    Einnig, að fólk geti færst sig milli fylkja, í skjól fylkja er hugsanlega neita að fylgja áætlun stjórnarinnar.
    Dómstólar gætu haft e-h við hugmyndirnar að athuga, vægt sagt.
  2. Trump, hugsanlega - einungis setur málamynda-toll, t.d. 10% -- sem veldur óverulegum usla, síðan gerir ekkert meira með tollamál.
    Hver veit - ekki enn vitað nákvæmlega, hvaða toll hann vill setja.
    Jafnvel ekki hvort, hann gerir nokkuð með þær hugmyndir.

Hættan á kreppu - kemur einungis ef:

  1. Verulegt efnahagstjón, verður af því - að handtaka milljónir.
  2. Og/ef Trump gengur langt með - tollastríð gegn heiminum öllum.

Ef tollastríð gengur langt, t.d. upp í 60% toll eða meir.
Er mjög verulegt efnahagstjón sennilegt.

Einnig, ef gríðarlegar fangabúðir rísa, og milljónir eru færðar af vinnumarkaði, yfir í slíkar búðir -- þ.s. ríkið bandar. hefur af þeim einungis kostnað, þeir vinna ekki.

  • Ég reikna ekki með því, Trump geti raunverulega rekið þá úr landi.

Lönd líklega hafna því að taka við þeim. Ég efa Trump hafi þá þvingun eða ógnun til, að hann geti fengið það fram -- þau taki við þeim.
--Trump situr því eftir með, hugsanlega milljónir í fangabúðum, og þann kostnað er fylgir.

  • Guantanamo í 10 veldi.

Allt þetta á eftir að koma í ljós. Kannski verður lítið úr framkv. hjá Trump.
Ekki síst, Trump gæti algerlega mistekist að enda Úkraínu-stríð.
--Sbr. eins og honum tókst ekki síðast, að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu.

Aðrir fara ekki endilega eftir vilja Bandaríkjaforseta.


Kv.


Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokkalega möguleika á sigri gagnvart Donald Trump

Ég vel viljandi að sjálfsögðu að rýna í könnun hægri-sinnaðs fjölmiðils!
Því þeir sem styðja Repúblikana eru væntanlega síður líklegir að, kalla miðilinn - ómarktækan!

Hlekkur á könnun: Fox News Poll.

Trump to skip ABC Harris debate, wants to debate on Fox News - WHYY

Fyrst: Skv. könnun, Harris með 2% forskot á Trump -- 49/47.
Það er 1% betra en skv. síðustu könnun sama miðils: Eldri Könnun.

Skv. miðlinum, RealClearPolling: Harris vs. Trump -- 49,3 / 47,4: 1,9%.
Sá miðill birtir meðaltal kannana, sem mér finnst, mark á takandi.

Ef við höldum áfram með nýjustu könnun FoxNews:

  • 92% er styðja Harris, segjast ákveðnir.
  • 88% er styðja Trump, segjast ákveðnir.

Ef marka má það, getur hvorugur kandídatinn náð miklu fylgi þeirra, þegar eru ákveðnir.

Ástæður þess kjósendur velja Trump eða Harris:

  • Líkar hvað viðkomandi hefur áður gert: Harris 42% -- Trump 72%.
  • Likar persóna viðkomandi: Harris 24% -- Trump 8%.
  • Mislíkar við hinn aðilann: Harris 33% -- 19%.

Sjálfsagt kemur engum á óvart, Harris hefur töluvert fylgi þeirra er mislíkar Trump.
Það auðvitað þíðir, að ef hún nær kjöri með ca. 2/5 er kjósa hana, er einungis kjósa hana frá þeim sjónarhóli -- þá er slíkur stuðningur ekki sérdeilis þolinmóður. Stuttir hveitibrauðsdagar.

Fox spyr, líkar kjósendum við viðkomandi:

  • Harris 49%.
  • Trump 46%.
  • Walz 46%.
  • Vance 38%.

Hefur verið áberandi allan tímann, Vance hefur tiltölulega fáa er líkar hann.
Harris er ekki með stórt forskot í - favorable rating - yfir Trump.

Hvaða málefni skipta kjósendur mestu máli:

  • Efnahagurinn: 39%.
  • Aðflutningur fólks: 16%.
  • Fóstureyðingar: 15%.
  • Öryggi/réttmæti kosninga: 7%.
  • Heilbrigðismál: 7%.
  • Hlínun Jarðar: 5%.
  • Skotvopn: 3%.
  • Glæpir: 3%.
  • Utanríkismál: 3%.
  • Önnur mál: 1%.

Mér virðist skv. þessu -- Fóstureyðingamál jafni út fyrir Harris, Innflytjendamál.
En skv. mælingum, hefur Trump forskot í Innflytjendamálum, Harris í Fóstureyðingamálum.
Meðan, skv. könnunum, hefur forskot Trumps um efnahagsmál, minnkað.


Þar um líklega hjálpar að verðbólga er skv. nýjustu mælingu í Bandar.: 2,5%.
Lækkun Federal Reserve um 0,5% - eykur bjartsýni.
Mælingar sýna einnig, svartsýni kjósenda - hefur farið þverrandi sl. 10-12 mánuði.
Þó enn séu flr. svartsýnir en bjartsýnir.
Líklega vegna þess, að kjör hafa -nettó- hækkað yfir það tímabil.
M.ö.o. launahækkanir yfir verðbólgu það tímabil.

Ef sú þróun heldur áfram, ætti bilið yfir sýn á efnahagsmál, minnka frekar.

  • Innflytjendamál: Harris 44% -- Trump 54%.
  • Fóstureyðingamál: Harris 56% -- Trump 40%.

Skv. því, er nettó viktin í báðum málum: Neikvæð fyrir Trump.
Gæti dugað Harris -- einfaldlega að minnka neikvæða stimpilinn um innflytjendamál.
Ef hún á meðan, heldur stóra jákvæða stimplinum um fóstureyðingamál.
--Gæti nettóið þar um, skilað hugsanlega Harris sigri.

  • Efnahagsmál: Harris 46% -- Trump 51%.

Takið eftir, bilið er komið í einungis 5%.
Ef efnahagurinn blómstrar áfram, er sennilegt það bil minnki frekar.

  1. Trump græðir líklega ekki mjög mikið á því að vera sterkari í málaflokkum: Utanríkismál - skotvopn - glæpir: Því kjósendur skv. mælingu kæra sig tiltölulega lítið um þau mál.
  2. Kamala græðir því á: Heilbrigðismálum - hlínun Jarðar - öryggi kosninga. Því könnun bendir til að kjósendur vikti þau mál hærra - þeim málum hefur Harris meiri stuðning.

 

Niðurstaða
Ef marka má könnun FoxNews hefur Harris greinilega sigur-möguleika. Þó sá sigur sé langt í frá enn gefin. Þá virðist Harris hafa forskot í fj. mála sem kjósendur gefa umtalsverða vikt. Sá liður Trump hefur mest forskot í, mætir þeim lið sem Harris er sterkust í -- þ.s. kjósendur gefa þeim málaflökkum ca. sömu vikt. Virðist mér að Harris hafi nægilegt mótvægi við, innflytjendamál -- líklega nú þegar.

Hinn bóginn, ef marka má fréttir, er Harris að leitast við að minnka forskot Trumps í þeim málaflokki, með því að tala upp -- meint eða réttmætt orðspor hennar sem saksóknari yfir 20 ára tímabil í, Kaliforníu.
Síðan er athyglisvert, Harris virðist vera að labba Demókrata frá klassískum fókus flokksins, á kynstofna pólitík: Harris is changing the way Democrats target Latino voters. It’s a risk.

Mike Madrid, a Republican strategist who focuses on Latinos and was a co-founder of the anti-Trump Lincoln Project. -- There is no question that this campaign is 180 degrees different with Latino voters than any other Democratic candidate in history, - The great irony — and I think it’s a beautiful one — is that it took a Black woman to help the Democratic Party break its headlock they’d put themselves in on identity politics.

Ef marka má þann Repúblikana, er Kamala Harris að segja skilið við - identity politics.
Ef marka má þann Repúblikana, eru það -- stór vatnaskil.

Harris vill fá Trump í kappræður: Trump says it is too late after Harris agrees to Oct. 23 debate on CNN. Ef marka má frétt, er Trump tregur til. En Demókratar virðast halda, hann muni skipta um skoðun.

Heilt yfir spennandi kosningabarátta þ.s. staðan í mörgum fylkjum er mjög tæp.
Þar með talið í fylkjum báðir kandidatar verða vinna sigur í, til að hafa heildar-sigur.

 

Kv.


Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-College atkvæðum - til vinnings í Bandaríkjunum þarf að vinna í fylkjum, og fá þeirra kjörmenn, forsetakosning þar í landi er í reynd kjörmannakosning!

Trump hefur haft - þar til mjög nýlega, forskot í fjölda líklegra kjörmanna!
Vegna þess að þar til nýlega - hafði hann enn forskot í tilteknum lykilríkjum.
Þetta virðist á sl. tveim vikum hafa snúist við.
Hafið í huga, að bilið í þeim ríkjum eða fylkjum er ekki breitt.
Tilfærslan er yfirleitt ekki stærri en ca -- 2%.
Þ.e. frá 1% forskoti Trumps, yfir í 1% forskot Harris.

  • Þ.e. því langt í frá svo, Trump sé öruggur með tap.
  • Eða, að Harris sé örugg með sigur.

Enn ca. tveir mánuðir til kosninga!

Trump to skip ABC Harris debate, wants to debate on Fox News - WHYY

Staðan frambjóðendanna í Elector College!

270ToWin.com: Eitt vefsvæðið.
NPR.org: Annað vefsvæði.
FinancialTimesPollTracker.

Kamala hefur 226 líklega kjörmenn!
Trump hefur 219 líklega kjörmenn!

  1. Kamala þarf, 44.
  2. Trump þarf, 51.

Þann 5/8 var Trump enn með forskot í líklegaum kjörmönnum:
Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump -- skv. nýlegum skoðanakönnunum, virðast a.m.k. jafnir!.

  1. Í dag, er sennilega rétt að segja, Kamölu líklegri til sigurs.
  2. Meðan, að það hallar nú á Trump, sigur hans skoðist - síður líklegur.


Þegar fylgi yfir landið er skoðað hefur Kamala nú greinilegt forskot!
RealClearPolling:

  • Kamala Harris: 48% -- 46,9% 5/8sl.
  • Donald Trump: 46,2% -- 47,7% 5/8sl.

Fyrir mánuði hafði Trump 0,8% forskot.
Nú hefur Harris 1,8% forskot.
Breiting er 2%.

FiveThirtyEight:

  • Kamala Harris: 47,1% -- 43,5% 5/8sl.
  • Donald Trump: 43,8% -- 45,3% 5/8sl.

Fyrir mánuði hafði Kamala 1,7% forskot.
Nú hefur Kamala 3,2% forskot.


Enn sem fyrr, finnst mér Trump ívið of fylgislágur skv. FiveThirtyEight - treysti frekar tölum, RealClearPolling!
Sveiflan sést samt vel i báðum vefsvæðum, er bæði birta meðaltöl kannana.
Hinn bóginn, er alltaf vandkvæðum bundið - að velja rétta safnið af könnunum.

  1. Vandamálið hefur verið í kosningum í Bandar. að fylgi Trumps er gjarnan, vanmetið.
  2. Ég held að, RealClearPolling - líklega með vali á könnunum, hafi tekist betur upp með að velja safn kannana -- er sennilega mæla fylgi Trumps nokkurn veginn rétt.

Skoðið lista kannana á RealClearPolling -- en listinn er athyglisverður.

  1. WallStreetJournal: Harris 48/Trump 47.
  2. RassmussenReport: Harris 46/Trump 48.
  3. Quinnipiac: Harris 49/Trump 48.
  4. Reuters/Ipsos: Harris 45/Trump 41.
  5. Yahoo News: Harris 47/Trump 46.
  6. MorningConcult: Harris 48/Trump 44.
  7. CBS News: Harris 51/Trump 48.
  8. Emerson: Harris 50/Trump 46.
  9. ABC News/Washpost: Harris 49/Trump 45.
  10. FoxNews: Harris 49/Trump 50.
  11. Pew Research: Harris 46/Trump 45.

RealClearPolling hefur einnig mun lengri lista neðar á síðunni.
Þ.s. sjá má þróun sömu kannana yfir tímabil.
Þ.e. ef e-h er enn sérstakara að sjá hve stórt forskot Trump hafði.
Rassmussen Report sýnir t.d. 7% fylgis-forskot Trumps í Júlí sl.

  • Rasmussen Reports sveiflar Trump milli 50% og 48%, sú könnun er því sammála hinum könnunum um það, Trump hafi ívið tapað fylgi -- meðan hún einnig sýnir fylgissveiflu yfir til Demókrata upp á ca. 2%.
  • Quinnipiac könnunin, þ.e. nýjasta Quinnipiac er sammála nýjustu Rassmussen Reports um fylgi Trumps, en setur Harris 49%, m.ö.o. 1% hærra en Trump, heilum 3% hærra Rassmussen Reports setur fylgi Harris.
  • WallStreetJouarnal - sem yfirleitt er álitinn hallur undir Repúblikana, þeirra nýjasta könnun; hefur Trump í 47% - Harris í 48%.
  • Yahoo News, hefur Trump í 46% meðan Harris hefur 47%.

Það má velta því fyrir sér hvort Trumparar -- svari síður sumum könnunum!
Ef svo er, má vera að Demókratar svari síður, Rassmussen.

  1. Það má a.m.k. varpa upp þeirri mögulegu kenningu, að forskot Kamölu sé líklega einungis milli 1 og 2% -- kannski nær 1%.
  2. Að, sumar kannanir líklega vanmeti Trump - vegna þess að Trumparar svari þeim síður, það geti verið að Rassmussen hafi svipaða höfnun frá Demókrötum.
  3. Ég hef það á tilfinningunni -- RealClearPolling, sé nærri lagi.
    Því fyrirtæki takist að leiðrétta fyrir pólitískan halla í sínu safni.

 

Niðurstaða
Ég hugsa að fylgi Trump sé líklega 46/47%. Hann hafi haft um tíma milda hreyfingu til sín vegna morðárásar á hann, þ.s. kúla straukst um eyra. Þá hafi fylgi hans farið í skamma hríð í milli 49/50%. Kannanir sýna Trump hafi líklega tapað ca. 2% - samúðarsveiflan hafi farið frá honum. Meðan að Demókratar bæti sitt fylgi ívið meir - hafi nú líklega nálgast 2% forskot á hann, eða a.m.k. ekki minna en 1%.
Trump hafi nú einnig misst forskot hann hafði í lykilríkjum.
Sé nú ca. að meðaltali 1% undir í þeim -- sveiflan í þeim virðist ca. 2%.

  1. Heilt yfir er greinileg fylgissveifla í Bandar.
  2. Trump, er sennilega einfaldlega kominn aftur í sitt -- meðal-fylgi.

Demókratar hafi styrkt sína stöðu. Trump hafi tapað, skammtíma samúðar-sveiflu.
Greinileg ályktun er sú sama og ég ályktaði áður, að Harris er greinilega sterkari frambjóðandi en Biden var.

  • Mig grunar einnig, hún sé sterkari frambjóðandi en, Hillary Clinton var.

Ekki síst græðir hún á því, það eru engin hneykslismál er há henni.
Trump hefur greinilega ekki tekist að leita uppi e-h óhreint er virkar gegn henni.

Það getur þítt, að sigurlíkur Kamölu séu orðnar nokkrar.
Hallinn sé til hennar. Þó Trump sé langt í frá sigraður.
-------------
PS: Sá á Aljazeera áhugaverða samantekt á kosningaframlögum til Kamölu Harris:
More than $200m: How Kamala Harris is winning the small donors battle.

INTERACTIVE-Funds received from small and large donors-AUG27-2024-1724842427

  1. Skv. þessu fékk Kamala 209,44millj.$ frá smáframlögum.
  2. 287,72mn.$ frá framlögum stórra gefenda, ríks fólks og milljarðamæringa.

Hið áhugaverða er að ef þetta eru réttar upphæðir.
Þá voru smáframlög Harris - ein og sér, nærri eins há upphæð og öll framlög til Trumps framboðs yfir sama tímabil.

Ath. með nærri 210millj.$ í smáframlögum -- hefur Kamala greinilega.
Samningsstöðu gagnvart milljarðamæringum og stóryfirtækjum.

Ég fullyrði ekkert -- en styrkur samningsstöðu skiptir ávalt máli.

 

Kv.


Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í Rússlandi, þíðir hugsanlega að sókn Úkraínuhers í því héraði Rússlands hafi náð endimörkum!

Það er dæmigert aðgerð, ef her er að snúa sókn yfir í vörn - að sprengja brýr. Þá líklega verið tekin ákvörðun um að nota eitthvert tiltekið vatnsfall sem varnarlínu.
Brýr yfir það vatnsfall sprengdar, til að hægja eða hindra aðkömu andstæðings-hers.
Að sjálfsögðu þ.s. að sprengja brýr hindrar aðkomu eigin manna, er slíkt líklega vísbending þess, að her sé líklega að undirbúa vörn!

Á þessu videói er sýnd seinni brúin sprengd!

Greinilega fallegt svæði yfir að líta þ.s. brúin var sprengd.

ISW metur umráðasvæði Úkraínuhers, ca. 800 ferkm. - ríkisstj. Úkraínu segir það, ca. 1120ferkm.

Gæti stafað af því, að síðan 1. janúar 2024 hefur Rússland skv. ISW: ISW!

Russian forces have overall occupied 1.175 square kilometers of territory throughout the entire Ukrainian theater in the seven months from January and July 2024, as ISW recently assessed

ISW bendir auk þessa á, að Úkraína hafi ekki sent nægilegan mannafla, til að eiga raunhæfa möguleika á að hernema -- mikilvæga rússn. innviði í Kursk héraði.

There are no discernable operationally significant territorial objectives in the area where Ukraine launched the incursion into Kursk Oblast, and Ukraine has not committed the resources to the operation necessary to pursue actual operationally significant territorial objectives further into Kursk Oblast, such as seizing Kursk City.

Skv. því er tilgangur Úkraínu ekki sá, að hernema stór svæði í Kursk héraði.
Heldur einungis að koma sér fyrir á takmörkuðu svæði.

  1. Í von um að, Rússland -- í annan stað sendi fjölmennt lið til að þvinga Úkraínuher burt.
  2. Og á hinn bóginn, efli varnir meðfram öllum landamærum Rússlands við Úkraínu.

Líklega sé þetta trúverðugar ástæður, að skapa ógn við landamæri Rússlands.
Til þess einmitt, að Rússland efli sínar varnir almennt á landamærum við Úkraínu.

  • Því, Rússland hefur ekki takmarkalausan herafla - færri Rússn. hermenn væru þá til staðar fyrir Rússland, til að herja innan Úkraínu.
  • Vonin standi líklega til þess, að aðgerð Úkraínu - veiki sóknarbrodd Rússlands í A-Úkraínu.

Með þeim hætti, að Rússland dragi það mikið lið - annars vegar til að þvinga Úkraínuher frá Kursk, hinn bóginn til að verja eigin landamæri, til að hindra til frambúðar sambærilegar Úkraínskar aðgerðir: Að sóknarbroddur Rússlands veikist, hugsanlega verulega við það.

  • Höfum í huga, bæði löndin vilja vinna sigur - Úkraína að sjálfsögðu einnig.

Að mati ISW, hefur Úkraínu a.m.k. einhverju leiti tekist, að draga að rússn. her, sem Rússland ætlaði sér líklega að nota - í sókn Rússlands innan Úkraínu.

The Ukrainian incursion into Kursk Oblast has prompted the Russian military to redeploy up to 11 battalions from within Kursk Oblast and four Russian force groupings elsewhere in the theater to the frontline in Kursk Oblast so far.

ISW hefur það eftir bandar. embættismönnum frá PENTAGON, að það lið sé varalið sem Rússlandstjórn líklega ætlaði eða ætlaði að beita innan Úkraínu - ekki endilega strax, en næst þegar Rússland þyrfti liðsauka -- vegna mannfalls einna helst sem ástæða.
Þetta lið, dugi þó ekki til að þvinga Úkraínuher til að hörfa frá Kursk.
En þær liðsveitir hafi tafið sókn Úkraínu - síðan eftir því sem lið frá næstu héröðum bættist við, sé samt ekki talið að lið Rússa til staðar, dugir til að þvinga Úkraínuher í burtu.

Russian sources have claimed that Ukrainian forces are consolidating their positions within Kursk Oblast and building fortifications, although it is too early to assess how hard Ukraine forces will defend occupied positions within Russia against likely Russian counteroffensive operations.

Einhverjar vísbendingar þess, að lið Úkraínu sé farið að reisa varnarvígi - þó enn óþekkt að hvaða marki, Úkraínuher ætlar að gera tilraun til að - tefja yfirvofandi gagnsókn Rússa.
Sem við vitum auðvitað ekki meir um, en að hún sé sennilega yfirvofandi.
Liðsstyrkur sem til þyrfti, ekki enn sjáanlegur - þó.

The Wall Street Journal (WSJ) reported on August 17 that a source familiar with the Ukrainian operation in Kursk Oblast stated that Russian forces had redeployed "several" understrength brigades totaling 5,000 personnel from elsewhere in Ukraine to Kursk Oblast by midweek from August 6 to 13

ISW bendir á að WSJ birti um helgina grein, þ.s. liðsafnaður Rússa í Kursk héraði, er metinn ca. 5000.

Russian redeployments have allowed Russian forces to slow initially rapid Ukrainian gains in Kursk Oblast and start containing the extent of the Ukrainian incursion, but containment is only the first and likely least resource-intensive phase of the Russian response in Kursk Oblast.

Eins og ISW bendir á, er það að stöðva innrás Úkraínu - einungis fyrri kapítuli viðbragða Rússa.

WSJ reported that its source familiar with the Ukrainian operation stated that Ukrainian forces have up to 6,000 personnel within Kursk Oblast and that Russian forces will need substantially more personnel, possibly 20,000, to retake territory in the area.

20.000 er ekki endilega of hátt mat þeirra sem WSJ ræddi við -- ef Úkraínuher, undirbýr góð varnarvígi, og skuldindur sig til að halda þeim -- jafnvel gegn hörðum árásum.

  • Auðvitað, því lengur sem Úkraínuher er þarna - því stærri krafta Rússar þurfa til; því stærri áhrif hefur aðgerð Úkraínu.
  • Að Úkraínuher hefur sprengt báðar brýrnar yfir Seim á, á svæðinu - er augljóslega aðgerð Úkraínuhers, til að kaupa tíma - tefja aðgerðir Rússa.

 

Niðurstaða
Samræmi við þ.s. ég áður ályktaði, þá er aðgerð Úkraínuhers að ráðast inn í Rússland, afar djörf. Virðist augljóst að Rússar reiknuðu ekki með þessu. Ef marka má fregnir af upphafi aðgerðarinnar. Voru hermenn á vakt - alls ekki á verði. Að sögn úkraínskra hermanna, keyrðu Úkraínumen inn í landamæraþorp, þ.s. landamæraverðir sátu við borð - stóðu upp með forundran er Úkraínuher birtist. Viðbúnaður til varnar virðist nánast enginn hafa verið.
--Þó Rússar hefðu haft lið í héraðinu, var það greinilega ekki á tánum.

Forvitnilegasta spurningin er, hvort Úkraínumönnum tekst ætlunarverk sitt líklega.
Að þvinga Rússa til að stórefla varnarviðbúnað á landamærum sínum meðfram Úkraínu.
En það virðist ósennilegt að það sé mögulegt, án þess að fækka í liði Rússa innan Úkraínu.

Niðurstaðan á málinu liggur í engu enn fyrir. T.d. engu leiti ljóst enn.
Hvað marga liðsmenn Rússar ætla að senda til að þvinga Úkraínumenn burtu úr héraðinu.
Né hvenær þeir senda það lið. Auðvitað sést það þegar það birtist.
Það þíðir auðvitað - að hvaða marki aðgerð Úkraínu hefur áhrif, er ekki enn fram komið.

Besta hugsanlega niðurstaðan, væri að Rússar fækkuðu í liði sínu í Úkraínu.
Auðvitað er það einmitt það hvað Pútín líklega vill síst gera.
--Þess vegna gætu Úkraínumenn einmitt þurt að hanga í Kursk, dáldinn tíma. Verjast m.ö.o. með sínum dæmigerða harða hætti. Svo Rússar þurfi virkilega að hafa fyrir því. Til að draga einmitt inn - sem flesta rússn. hermenn í þann bardaga.

 

Kv.


Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum seinna, berjast Rússar og Úkraínumenn hart um héraðið - hægt hefur á framrás Úkraínuhers við vaxandi mótspyrnu Rússa!

Fyrstu fréttirnar bárust á þriðjudag - eiginlega kvartanir rússneskra yfirvalda, er sögðust hafa hrundið árás frá Úkraínu, á svæði nærri landamærum Úkraínu í Kursk héraði.

understandingwar.org: The Russian Ministry of Defense (MoD) and Federal Security Service (FSB) claimed on August 6 that Russian border troops and FSB personnel repelled several raids by Ukrainian forces equipped with roughly a battalion's worth of tanks and armored vehicles against Russian positions near Nikolayevo-Darino and Oleshnya, Kursk Oblast (northwest of Sumy City and along the Russia-Ukraine international border).
The Russian MoD claimed that Russian forces destroyed 16 Ukrainian armored vehicles during the supposed raids and that Russian forces conducted retaliatory strikes against Ukrainian positions in Sumy Oblast.

M.ö.o. skv. frásögn rússneska varnarmálaráðuneytisins, voru þetta smávægilegar skærur.
Málinu virtist lokið - skv. þeirri frásögn.

Institute For Study of War -- birti þetta kort sl. fimmtudag!

Ef marka má texta greiningar þeirrar þann dag - en kortið lýsir stöðunni eins og hún þá var talin vera sl. miðvikudag; þá byggði ISW á gerfihnatta-myndum, sem og fullyrðingum rússneskra stríðsbloggara!
M.ö.o. var þarna töluverð óvissa um akkúrat umfang framrásarinnar!

UnderstandingWar.org: The current confirmed extent and location of Ukrainian advances in Kursk Oblast indicate that Ukrainian forces have penetrated at least two Russian defensive lines and a stronghold.
A Russian insider source claimed that Ukrainian forces have seized 45 square kilometers of territory within Kursk Oblast since they launched the operation on August 6, and other Russian sources reported that Ukrainian forces have captured 11 total settlements, including Nikolaevo-Daryino (1.5 kilometers north of the Sumy Oblast border), Darino (three kilometers north of the Sumy Oblast border), and Sverdlikovo (east of the Nikolaevo-Darino-Darino area), and are operating within Lyubimovka (eight kilometers north of the Sumy Oblast border).[3] 
Russian sources indicated that Ukrainian forces are trying to advance along the 38K-030 Sudzha-Korenovo highway, and a prominent Kremlin-affiliated milblogger claimed that by 1800 local time on August 7 Ukrainian forces had advanced both northwest and southeast along the highway and are now fighting on the outskirts of Korenovo (in the northwest direction) and Sudzha (in the southeast direction).[4] 
The Russian insider source and several other Russian sources reported that Ukrainian forces fought for and seized the Sudzha checkpoint and the Sudzha gas distribution station (southwest of Sudzha along the 38K-004 highway, 500 meters from the Sumy-Kursk Oblast border).[5] 

ISW virtist m.ö.o. byggja myndina mjög verulega á þessum yfirlýsingum bloggaranna!
Þó að þeir hefðu einnig haft einhverjar gerfihnatta-myndir einnig til skoðunar.

Sl. föstudag birtir ISW aðra mynd, til að lýsa stöðunni sl. fimmtudag!

Enn þarna er greinileg óvissa um umfang framrásar hersveita Úkraínu - myndin líklega að sýna yfir meiri framrás en sennilegt er. Nema, menn taki fullyrðingar stríðsbloggara algerlega til greina.

UnderstandingWar.Org: Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces advanced as far as Kromskiye Byki and Molyutino (up to 35 kilometers from the international border and 17 kilometers southeast of Lgov) but noted that these are small groups not immediately trying to hold territory.[1]
Geolocated footage published on August 8 indicates that Ukrainian forces likely advanced towards Russkoye Porechnoye (north of Sudzha), and Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces also advanced further north of Sudzha along the 38K-024 highway near Anastasyevka.[3] Geolocated footage published on August 7 and 8 shows Ukrainian forces operating within Goncharovka (just west of Sudzha) and north of Zaoleshenka (northwest of Sudzha), and a Russian milblogger claimed that Ukrainian forces seized Goncharovka.[4] A geolocated photo shows Ukrainian forces operating within Novoivanovka (10km north of the international border and northwest of Sudzha), and Russian milbloggers also claimed that Ukrainian forces seized Novoivanovka and Bogdanovka (northwest of Sudzha).[5] Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces also advanced northwest of Sudzha into Malaya Loknya and to the outskirts of Cherkasskoye Porechnoye; northeast of Sudzha near Kruglenkoye, Martynovka, and Bolshoye Soldatskoye; and east of Sudzha near Mirny, although two Russian milbloggers denied claims that Ukrainian forces are operating near and within Bolshoye Soldatskoye.[6] Russian milbloggers also claimed that Russian forces repelled a Ukrainian attack near Korenevo (north of Sumy City and roughly 23 kilometers north of the international border) and that Ukrainian forces attacked within Snagost (south of Korenevo) and near Olgovka (east of Korenevo).[7]

Enn voru fullyrðingar rússn. stríðsbloggara greinilega notaðar - þó stuðst við gerfihnattamyndir í tilraun til að, staðfesta a.m.k. eitthvað af því.
A.m.k. greinilegt að úkraínskur her virkilega er staðsettur - 10km. eða meir handan landamæranna.


Laugardag, er birt enn ein myndin er sínir stöðu sl. föstudags!

Skv. fullyrðingu stríðsbloggara - gerði rússn. her gagnárás.
Það getur vel verið að, Úkraínskur her hafi hörfað - eins og myndin virðist sýna.

UnderstandingWar.org: Geolocated footage published on August 9 indicates that Ukrainian forces were recently operating west of Sudzha, within the settlement, north of Sudzha near Kazachya Loknya, and northeast of Leonidovo (northwest of Sudzha and roughly 10 kilometers from the international border) and in Dmitriukov.[5]
Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces are also operating northeast of Sudzha near Martynovka; north of Sudzha near Vtoroy Knyazhiy, Ivnitsa, Zaoleshenka, Russkoye Porechnoye (16 kilometers from the international border); and west of Sudzha near Goncharovka.[8] A Russian milblogger claimed that Russian forces control the area near Korenevo (north of Sumy City and roughly 23 kilometers north of the international border) and denied reports of fighting on the settlement's outskirts.[9] The Russian milblogger claimed on August 8 that Ukrainian forces control Novoivanovka (southeast of Korenevo) and Lyubimovka (southeast of Korenevo).[10] Another Russian source claimed on August 9, however, that Russian forces regained lost positions in Novoivanovka and Leonidovo.[11] A Russian source claimed that there is no confirmation of Ukrainian forces operating in Kromskiy Byki (30 kilometers from the international border and 13 kilometers south of Lgov), and the vast majority of Russian reporting about Kursk Oblast on August 9 is not consistent with previous claims that mobile Ukrainian groups were operating beyond 20 kilometers into Kursk Oblast.[12]

Skv. því voru frásagnir sumra a.m.k. stríðsbloggara, íkjukenndar.
Úkraínuher a.m.k. staðfestur í Sudza og nágrenni þess staðar.
Óvíst hvert umfangið er þar fyrir utan.

Í dag Sunnudag, birt mynd er sýnir áætlaða stöðu laugardags!

Þessi mynd sýnir stækkað umfang framrásar Úkraínuhers.
ISW segist hafa gögn - gerfihnattamyndir - er staðfesta umfangið.
A.m.k. að einhverju leiti.

  1. The Russian National Antiterrorism Committee announced a counterterrorism operation in Belgorod, Bryansk, and Kursk oblasts on August 9 in response to the Ukrainian incursion into Kursk Oblast.

    Rússn. stjv. ákveða að nefna þetta - aðgerðir gegn hryðjuverka-vá.
    Væntanlega kalla þeir ekki eigin innrás í Úkraínu - hryðjuverka-árás.


  2. The Federal Security Service (FSB) Head and National Antiterrorism Committee Chairperson Alexander Bortnikov announced counterterrorism operations in Belgorod, Bryansk, and Kursk oblasts in response to "sabotage and reconnaissance units" conducting "terrorist acts" in Russia and "units of the Ukrainian armed forces" conducting a "terrorist attack" in Kursk Oblast.

    Áhugavert að stjórnun aðgerða er undir stjórn, yfirmanns FSB.


  3. The declaration of the counterterrorism operation under Bortnikov suggests that Putin was dissatisfied with the Russian military command's handling or ability to handle the situation in Kursk Oblast.

    Þetta gæti verið einfaldlega rétt mat.


  4. It is unclear how the FSB and Bortnikov will establish a clear joint C2 organization among these disparate elements, and there will likely be friction and bureaucratic obstacles between the FSB and other structures that will reduce Russian forces' overall combat effectiveness.

    ISW veltir þarna upp þeim möguleika - að, varnarmálaráðuneytið - gæti þvælst fyrir stjórnun aðgerða, þ.s. sveitir undir stjórn varnarmálaráðuneytisins; þ.e. her Rússa -- séu auðvitað best hentugar til að fást við innrás.
    Meðan að sérsveitir innanríkisráðuneytisins, séu líklega ekki vopnaðar eins og her.
    --Vangaveltur um valdabaráttu m.ö.o

A prominent Ukrainian Telegram channel stated on August 9 that Russian forces redeployed elements of the following units from frontline areas to defend in Kursk Oblast:
two airborne (VDV) battalions and elements of the 810th Naval Infantry Brigade (Black Sea Fleet [BSF]) from the Kherson direction;
elements of the 38th and 64th motorized rifle brigades (35th Combined Arms Army [CAA],
Eastern Military District [EMD]) from the Zaporizhia direction;
several unspecified infantry battalions from the Pokrovsk direction in Donetsk Oblast;
"bearded" (borodatie) fighters from Luhansk Oblast (likely referring to Chechen Akhmat units);
elements of the 1009th Motorized Rifle Regiment (6th CAA,
Leningrad Military District [LMD]),
79th Motorized Rifle Regiment (18th Motorized Rifle Division,
11th Army Corps [AC], LMD),
272nd Motorized Rifle Regiment (47th Tank Division, 1st Guards Tank Army [GTA],
Moscow Military District [MMD]),
and 138th Motorized Rifle Brigade (6th CAA, LMD) from northern Kharkiv Oblast;
an infantry battalion of the 488th Motorized Rifle Regiment (144th Motorized Rifle Division,
20th CAA, MMD) from the Kupyansk direction;
a company of an unspecified motorized rifle brigade operating in Grayvoron Raion, Belgorod Oblast;
and a motorized rifle regiment that was operating near Sotnytskyi Kozachok, Kharkiv Oblast.

Þetta virðist grautur af sveitum - Rússar virðast ætla að forðast að taka hersveitir út úr meginsókn Rússa í A-Úkraínu, á hinn bóginn.
Rússar virðast velja að fækka í sínu liði, á svæðum utan þess svæðis þ.s. megin sóknarþunginn er.
Óþekkt er hver fjölmennur þessi her er!
Ekki síst vegna þess, algengt er að rússn. sveitir séu ekki -- fullskipaðar.

Margar þeirra eru líklega á leiðinni, óþekkt hve fljótt þær mæta.

A Kremlin-affiliated Russian milblogger claimed that Ukrainian forces are operating in a forest area north of Lyubimovka (south of Korenevo).[34]
Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces are also maintaining positions northwest of Sudzha near Kazachya Loknya and Yuzhny and west of Sudzha near Zaoleshenka and Goncharovka.[35]
Geolocated footage published on August 9 indicates that Ukrainian forces maintain positions north of Sverdilkovo (northwest of Sudzha) and within Rubanshchina (just west of Sudzha).[37] 
Additional geolocated footage published on August 10 indicates that Ukrainian forces maintain positions within northern Sudzha, and most Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces are operating on the western outskirts of Sudzha.[38] 
Geolocated footage published on August 10 indicates that Ukrainian forces maintain positions south of Sudzha near Melovoi and Guyevo.[39] 
Russian milbloggers claimed that Ukrainian forces are continuing operations south of Sudzha along the Gornal-Guyevo-Plekhovo line, and one Russian milblogger claimed that Ukrainian forces seized Plekhovo.[40]

Enn sem komið er - er umfang innrásar Úkraínumanna ekki þekkt!

  1. M.ö.o. fjöldinn í aðgerðinni, er ekki þekktur.
  2. Né eru markmið aðgerðarinnar, Þekkt.

Auðvitað hafa menn velt því upp, en vangaveltur er ekki endilega sama og vitneskja.

 

Niðurstaða
Innrás í Rússland er óvenjuleg aðgerð. Miðað við hvernig stríðið hefur gengið fram til þessa.
Hinn bóginn, velti ég því fyrir mér á sl. ári - af hverju ekki innrás í Rússland?
En þá voru pælingar um, yfirvofandi árás Úkraínuhers.
Er síðar meir reyndist ná litlu fram - vegna stórfelldra varnarvirkja Rússa.
Er reyndust afar þorfær yfirferðar - greinilega.

Þegar ég velti innrás fyrir mér, datt mér einmitt í hug.
Að auðveldar gæti verið, að fara inn í Rússland.
Í stað þess, að ráðast beint að meginher Rússa, innan Úkraínu.

Ég hugsa að ég hafi haft rétt fyrir mér þar um.
En árás Úkraínuhers nú, er greinilega miklu smærri.
En, aðgerð Úkraínuhers á sl. ári var.
--En þó virðist hafa náð meiri árangri.

Stór árás inn fyrir landamæri Rússlands.
Gæti hafa gert Rússum raunverulegar skáreifur.
Hinn bóginn, virðist ósennilegt að Úkraínumenn - haldist lengi í Kursk héraði.
Þ.s. herinn sem þeir eru með þarna, er ólíklega verulega stór.

Á hinn bóginn, eru Úkraínumenn þarna enn í einhverri framrás.
Og hvað annað sem gerist, tekur það Rússa a.m.k. nokkurn tíma.
Að safna nægilegu liði.

En vegalengdirnar innan Rússlands, auðvitað - einar sér, skapa tafir.
Úkraínumenn gætu síðan grafið sig niður, og tafið það í mánuði að vera hraktir alfarið í burtu.

 

Kv.


Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump -- skv. nýlegum skoðanakönnunum, virðast a.m.k. jafnir!

Sl. 2 vikur eftir að Joe Biden forseti Bandaríkjanna dróg sig úr framboði, hafa verið rússibani.
Flestir vita vafalaust að Donald Trump var kominn með öflugt forskot á Biden, eftir afar slæma frammistöðu Bidens í kappræðum við Trump -- þ.s. Biden svaraði þvoglulegum málróm, virtist út á þekju í svörum!

  1. Hef heyrt marga spádóma um yfirvofandi sigur Trumps.
  2. Flestir þeirra er hafa spáð því, gjarnan sögðu Kamölu - enn vonlausari en Biden.
  • Ég hef heyrt fólk fullyrða, að Kamala fengi ekki meira fylgi en: 30% + eitthvað.
    Trump mundi algerlega kremja hana, og Demókrata, ef hún færi fram!

 

Góð mynd af báðum - getum ímyndað okkur kappræðu þeirra í milli!

Trump to skip ABC Harris debate, wants to debate on Fox News - WHYY
Ég hef beðið með að tjá mig, þar til að sá tími er kominn að ég held að spár í skoðanakönnum geti hugsanlega talist sæmilega áreiðanlegar!

RealClearPolling:

  • Donald Trump: 47,7%.
  • Kamala Harris: 46,9%.

FiveThirtyeight:

  • Donald Trump: 45,3%
  • Kamala Harris: 43,5%.

RealClearPolling: Trump yfir 0,8%.

FiveThirtyEight: Kamala yfir: 1,7%.

Ég hef fylgst með báðum vefsvæðum -- sl. 2 vikur.

Það sem ég geri, er ég nota meðaltalið milli niðurstaðna þessara vefsvæða.
Sl. föstudag, var meðaltalið -- í járnum, þ.s. svo lág tala að, það mundi kallast -tossup.-
En núna, er meðaltalið milli þeirra -- greinilega, aðeins Harris í vil.

Bæði vefsvæðin, birta niðurstöður byggðar á meðaltali lista kannana sem þau nota.
Að sjálfsögðu er niðurstaðan ætíð - viðkvæm gagnvart því vali.
Þess vegna held ég að meðaltalið milli þeirra - sé líklega nær sanni.
Því þá fjölga ég í reynd þeim fjölda kannana, sem eru í meðaltals-vikt.


Financial Times birti í vikunni áhugaverðar niðurstöður!
Eins og allir vita væntanlega, stendur baráttan í Bandar. um það að vinna fylki.
Financial Times, birti niðurstöður úr könnunum frá - lykilfylkjum.

  1. Michigan: Harris vs. Trump -- 50/50.
  2. Wisconsin: Harris vs. Trump -- 50/50.
  3. Nevada: Harris vs. Trump -- 49/51.
  4. Pennsylvania: Harris vs. Trump -- 49/51.
  5. Arizona: Harris vs. Trump -- 49/51.
  6. Georgia: Harris vs. Trump -- 48/52.

Skv. þessu er baráttan raunverulega spennandi orðin.
Þetta gerir kosninguna að því sem Bandaríkjamenn kalla -- tossup.
Með tæplega 3-mánuði til kosninga, er bilið orðið nánast ekki neitt.

  1. Ég virkilega held að rétt sé að líta svo á, Harris hafi jafnað stöðuna.
  2. Að skv. því hafi Demókratar gert rétt með að sannfæra Biden til að draga sig til hliðar.

 

Niðurstaða
Eftir því sem ég best fæ séð, er Harris til mikilla muna sterkari frambjóðandi en -- fylgismenn Trumps hér á Morgunblaðinu, hafa undanfarið staðhæft ítrekað.
Mér virðist ljóst af könnunum, Harris hafi a.m.k. jafnað stöðuna gegn Trump.
Ég er ekki enn tilbúinn að trúa því, að hún sé komin með forskot.
Málið er að óvissan í könnunum, þeirra úrslit eru allt yfir línuna - ef maður skoðar þær kannanir sem notaðar eru sem grunnur að niðurstöðum vefsvæðanna: RealClearPolling og FiveThirtyEight.
Að þ.e. afar afar erfitt að vita -- hver rétta skurðlínan milli þeirra kannana, akkúrat er.
Sannarlega eru slík vefsvæði tilraun til að -- sigta út pólitískan halla.
Eitt er að reyna annað er að takast ætlunar-verkið.

Þess vegna nota ég 2-þekktustu vefsvæðin af því tagi í Bandar.
Og tek meðaltalið þeirra á milli. Í von þeirri, það nálgist hina réttu miðlínu.
Miðað við þá línu - er hugsanlegt að Harris hafi nú þegar, aðeins meira fylgi en Trump.
Hinn bóginn, þá er það staðan í fylkjum er skiptir meira máli, en heildar-fylgi yfir landið.
---------------
PS: Vildi nefna það, nýtt meðaltal er komið frá, RealClearPolling:
Harris: 47%.
Trump: 46,8%.
Þetta er fyrsta sinn, sem RealClearPolling - sýnir Harris með meira fylgi.
FiveThirtyEight svæðið hefur sýnt Harris með töluvert meira forskot.

  • Þetta getur þítt, Harris sé að taka framúr Trump.

 

Kv.


Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamæringa yfir forsetaembætti Bandaríkjanna? Þvert á Donald Trump, sjálfstæður milljarðamæringur -- hefur karríer Vance verið nærri 80-90% fjármagnaður af, Peter Thiel!

Sumarið og haustið 2016 - ég er að tala um kosninga-baráttur Donalds Trumps sjálfs, var hann gjarnan afar gagnrýninn á pólitíska andstæðinga; fyrir að vera að hans sögn - stjórnað af milljarðamæringum!

  1. Rök Trumps, a.m.k. voru ekki út í hött; en skv. þeim, þ.s. hann sjálfur er milljarðamæringur - hefði hann til muna, betri samningsaðstöðu gagnvart þeim!
  2. Hann vildi meina, að lítið væri að marka orð keppinauta - hvort sem um væri að ræða, innan Repúblikana-flokksins, er hann barðist fyrir útnefningu þess flokks; eða síðar eftir útnefningu sem forseta-efni þess flokks, gegn megin-andstæðingi hans, Hillary Clinton.
  • Ég er ekki endilega að segja, að ég sé 100% sammála Trump þarna.
  • Einungis, að ég taldi ekki þau rök - út í hött.

Val Trumps á James David Vance, sem varaforsetaefni, þvert á hans eigin rök!
Thiel - Vance - Trump!

How Peter Thiel and Silicon Valley funded the sudden rise of JD Vance

Vance hitti Thiel fyrsta sinn, þegar Vance var við háskóla-laganám í Yale - er Thiel hélt ræðu, sem Vance síðar sagði að hefði fyllt hann af hugljóman - þ.s. Thiel gagnrýndi nútíma samfélag, og skort á flæði nýunga hvers konar frá bandarísku viðskiptalífi: Peter Thiel and JD Vance.
Vance eftir nám hóf störf við eitt fyrirtækja Thiel, Palanthir: 2019 hinn bóginn, með 100 milljóna Dollara framlagi frá Thiel, og hluta til hagnaði af sölu bókar sinna Hillbilly Elegy, stofnaði Vance -sitt- fjárfestingar-fyrirtæki: Narya.
--Hinn bóginn, eigandi langsamlega stærsta einstaka hlutarins, er Thiel greinilega eigandi þess.
--Þó Thiel hafi virst leyfa Vance, að stjórna því - a.m.k. opinberlega.

Narya was backed with about $100mn from Thiel and a cadre of his acquaintances,including former Google chief executive Eric Schmidt and prominent venture capitalists Marc Andreessen and Scott Dorsey.

Einhverra hluta vegna, gekk Vance í augu Thiel - hvernig akkúrat, veit enginn annar en þeir tveir: How Peter Thiel and Silicon Valley funded the sudden rise of JD Vance.

  1. Hvað sem akkúrat leiddi til þess að, Thiel tók Vance að sér -- fjármagnaði ekki einungis með eigin peningum, heldur kom honum í sambönd við flr. ríka aðila, er einnig virðast gauka að peningum.
  2. Þá a.m.k. virðist ljóst, að Thiel - a.m.k. fram að þessu - virðist kjarna bakhjarl Vance.

T.d. fjármagnaði hann, stórum hluta - kosningabaráttu Vance til Öldungar-deildar-Bandaríkjaþings, fyrir Ohio-fylki.

A mole hunt, a secret website and Peter Thiel’s big risk: How J.D. Vance won his primary

Peter Thiel and JD Vance: How PayPal founder boosted VP candidate's political career

Eins og kemur fram, voru keppinautar Vance - enn betur fjármagnaðir.
Hinn bóginn umbyltir það ekki þeirri mynd - að Vance á Thiel, algerlega að þakka - þingsæti sitt.

 

Musk er auðugari en Trump og Thiel, þó auður þeirra væri lagður saman!

Elon Musk - Simple English Wikipedia, the free encyclopedia
Elon Musk, virðist nýlega genginn í lið fjárfesta, er styðja Vance í Hvíta-Húsið; Musk virðist nú byrjaður að fjármagna kosningu Trumps og Vance, um 45millj.dali per mánuð!

Elon Musk Has Said He Is Committing Around $45 Million a Month to a New Pro-Trump Super PAC

Skv. VallStreetJournal, hóf Musk formlega stuðning við framboð Trumps og Vance, í kjölfar skotárásar á Trump -- hinn bóginn, hafa reglulegar fregnir verið í fjölmiðlum, um áform Trumps til slíks stuðnings.
Ef marka má VLJ, berst fyrsta framlagið nk. mánaðamót.

Musk plans to give $45 mln a month to new pro-Trump PAC, WSJ reports
Frétt Reuters, fjallar um -- fyrirhugaðan stuðning Elon Musk.
Musk brást e-h illa við þeirri frétt, uppnefndi hana - fake news.
En virðist skv. VLJ, búinn að ákveða að fjármagna um - rausnarlegar 50 millur á mánuði.

 

Vanity Fair fékk viðtal við Vance, er hann var á ráðstefnu 2022!
Í ljósi þess, Vance getur orðið forseti - vekja skoðanirnar athygli!

Skoðanir Vance: Vance virðist hluti af skoðanahópi, er nefna sig -New Right- með þær hugmyndir að nútímasamfélag sé fullkomlega ósjálfært - annaðhvort hrynji, er víst kvá vinsæl kenning í hópnum, þá þyrfti fólk með betri hugmyndir að stíga fram, hópurinn væntanlega, og bjarga því sem bjarga sé hægt úr rústunum -- eða, hin kenningin, að þörf sé fyrir einræðisherra, sem taki sér öll völd svo unnt sé að gera, að mati hópsins, nauðsynlegar breytingar.
--Pieter Thiel, virðist mikilvægur fjármagnari og áhrifa-valdur meðal þessarar hreyfingar.

  • Eins og ég skil þetta:
    Skilgreina þeir nærri allt samfélagið, vinstri.
    Ekki síst, stofnana-kerfi þess - þeir virðast afar andvígir, neti stofnana og þeirra hugmynda er fylgja þeim stofnunum -- einnig þeim hugmyndum, er virðast ráðandi á netinu.

    En netið hefur greinilega sett samfélags-breytingar á Túrbó.
    Hvernig netið leiðir til þess hugmyndir flæða um allt, alls staðar frá - ógnar auðvitað, öllum hugmynda-kerfum, sem vilja með einhverjum hætti: takmarka-hraða-þeirra-breytinga.

    Mig grunar, að þetta - Nýja-Hægri - sé ef e-h er, enn frekar byrtingar-mynd við þá breytinga-bylgju er fylgi netinu sjálfu; það er áhugavert - að inn í þetta Nýja-Hægri fléttast trúar-hópar frá Biblíu-belti Bandar. þ.s. er ekki undarlegt, að trúar-hópar líti á þær hröðu samfélags-breytingar, sem vaxandi ógn.

    Thiel, sjálfur - gerðist Kaþólikki, og tók upp andstöðu við fóstureyðingar, sem og tortryggni gagnvar getnaðar-vörnum, er fylgir afstöðu Kaþólikka.
    Vance sjálfur, hugsanlega vegna áhrifa frá Thiel - og þeim hópi hann síðan gekk í; gerðist sjálfur trúaður; m.ö.o. tók upp andstöðu við fóstureyðingar og tortryggni gagnvart getnaðarvörnum að auki.

    Þ.e. því afar freystandi -- að túlka þetta einfaldlega sem!
    Andstöðu trúar-hópa innan Bandaríkjanna, við hraðar samfélags-breytingar er fylgdu netinu.
    Vegna þess að þeir virðast átta sig á að, samfélagið sé ekki líklegt til að -- styðja byltingu gegn þeim breytingum er þegar orðið hafa, sem og þeim sem líklega verða.
    Skýri, líklega af hverju - Vance aðhyllist hugmyndir um, afnám lýðveldisins.

    Ég bý það ekki til -- Vance segir þetta sjálfur, í viðtalinu frá 2022!

Einkaviðtal við Vance - 2022!
Inside the New Right, Where Peter Thiel Is Placing His Biggest Bets

Vance described two possibilities that many on the New Right imagine—that our system will either fall apart naturally, or that a great leader will assume semi-dictatorial powers.

  • So there’s this guy Curtis Yarvin, who has written about some of these things, - So one [option] is to basically accept that this entire thing is going to fall in on itself, - And so the task of conservatives right now is to preserve as much as can be preserved, waiting for the inevitable collapse of the current order.
  • I tend to think that we should seize the institutions of the left, - And turn them against the left. We need like a de-Baathification program, a de-woke-ification program.
  • I think Trump is going to run again in 2024, ... I think that what Trump should do, if I was giving him one piece of advice: Fire every single midlevel bureaucrat, every civil servant in the administrative state, replace them with our people.
  • And when the courts stop you, ... stand before the country, and say, the chief justice has made his ruling. Now let him enforce it.
  • We are in a late republican period, ... If we’re going to push back against it, we’re going to have to get pretty wild, and pretty far out there, and go in directions that a lot of conservatives right now are uncomfortable with.
  • Indeed, ... Among some of my circle, the phrase ‘extra-constitutional’ has come up quite a bit.

Þegar blaðamaður spurði hann -- hvort hann meinti; einræði?

  • I think the cultural world you operate in is incredibly biased, ... the leaders of it, like me in particular. - That impulse, ... is fundamentally in service of something that is far worse than anything, in your wildest nightmares, than what you see here.
    [Hann greinilega er að tala um nútíma-samfélagið sjálft, the MATRIX eins og sumir þeirra nefna það - e-h svo fullkomlega hræðilegt, að þeir eiga í vandræðum með að lísa því með nægilega slæmum orðum. M.ö.o. eru þeir á móti nútíma-samfélaginu sjálfu.]
  • ....it will mean that my son grows up in a world where his masculinity—his support of his family and his community, his love of his community—is more important than whether it works for fucking McKinsey.
    [Þ.s. hann talar um soninn sem fyrirvinnu -- virðist hann lýsa endurupptöku gamla samfélagsins, þ.s. konan vann heima, karlinn var fyrirvinna. Auk þessa, er honum greinilega í nöp við það - að fólk hafi status vegna þess fyrir hverja það vinnur.]

Skv. þessu virðast þetta hugmyndir fólks -- er starir í baksýnis-spegilinn.
Það þarf að, vinda ofan af nútíma-samfélaginu.
Taka aftur upp, gamla hætti - nútíma-samfélagið hefur afskrifað í áratugi.

  1. Hinn bóginn, er það augljóslega ómögulegt -- að snúa til baka um 60 ár.
  2. Þessar hugmyndir eru ekkert minna en snar-geggjaðar.

Vert þó að varpa ljósi á geggjan Vance - því hann gæti orðið forseti Bandaríkjanna.
Augljóslega er ómögulegt að vinda samfélaginu til baka um 60 ár!
--Sem þíði ekki, að ef hann næði að verða forseti, gæti hann ekki hafið slíka tilraun.

Hinn bóginn, mundi samfélagið nær gervallt líklega standa á móti svo róttæku afturhaldi.

 

Niðurstaða
Athygli vakir gríðarleg róttækni Vance - sem ég verð eiginlega líkja við, Vladimir Lenin.
Vegna þess, að Lenin - vildi umbylta öllu samfélags-forminu. Það vill Vance einnig.
--Þó svo breytingar þær Vance vill, séu aðrar. Virðist Vance, síst minna róttækur.

Elon Musk, er yfirlýstur - stjórnleysingi, af hægra litrófinu. Sem þíðir, hann vill smætta ríkið eins mikið og hægt er. Minnka skatta eins mikið og hægt er. Afnema regluverk um fyrirtæki, eins mikið og hægt er. Sama tíma, er hann algerlega andvígur verkalýðshreyfingum hvers konar.

Peter Thiel, sem er einn lykilfjármagnara - svokallaðs: Nýs-Hægris. Virðist blanda inn í þessa, trúarlegum hugmyndum, sem líklega liggur að baki andstöðu við -- nútíma samfélagið, eins og það hefur þróast.
--Hann hefur verið patron Vance, frá upphafi.

Líklega ná milljarðamæringarnir saman, um skattalegar hugmyndir - um takmörkun regluverks - líklega, mig grunar, einnig er hann andvígur verkalýðshreyfingum.
--Musk, hinn bóginn, er ekki nærri eins trúaður.

  1. Punkturinn í þessu er auðvitað sú, að baki liggur veðmál um Vance, sem framtíðar forseta.
  2. Til samans, hafa þeir fullkomlega nægilegt fjármagn, til að fjármagna kosninga-baráttuna, algerlega úr eigin vasa; þá núverandi og hugsanlega síðar meir fyrir Vance.

Þá blasir það við - ef Vance næði síðar meir kjöri, eða Trump deyr síðar eftir hafa náð kjöri.
Umráð milljarða-mæringa yfir forseta-embættinu, geta þar með orðið alger!

  • Hafandi í huga orð, Trumps sjálfs frá 2016.

Eru orð Vance, algerlega ómarktæk.
Nema um þau atriði, sem unnt er í að ráða -- að milljarðamæringarnir hafa vilja til.

--------------------

  1. Augljóslega hljóta Demókratar að leggjast á Vance!
  2. Þar um, hafa þeir - nægan sjóð af eldri ummælum Vance.
  • Og auðvitað, sjóð ummæla Trumps frá 2016.

Augljós róttækni Vance, efasemdir um nánast gervallt samfélagið eins og það er.
Hugmyndir í þá átt, að samfélagið eins og það er -- sé fullkomlega hræðilegt.
--Verður auðvitað einnig, kjöt á beini þegar gagnrýnin á Vance hefst fyrir alvöru.

 

Kv.


Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna? Ákvörðun réttarins virðist opna á möguleikann á - pólitískum morðum, fjöldahandtökum andstæðinga, jafnvel valdaránstilraunum!

Ég hef fyrir þessu - aðvörun, Sonia Sotomayor, sem er meðlimur Hæstaréttar Bandaríkjanna:
Sotomayor scolds immunity decision for making presidents king above the law!
Fullur Texti Dóms Hæstaréttar Bandaríkjanna, ásamt álitum þeirra er voru í minnihluta - þar á meðal, minnihlutaálit Judge Sotomayor -- fullur texti: https://www.supremecourt.gov/opinions/23pdf/23-939_e2pg.pdf.

Ef fólk vill lesa dóminn allan og álit minnihluta!

Meðlimur Hæstaréttar Bandaríkjanna, Judge Sonia Sotomayor

Sonia Sotomayor - Wikipedia

Skv. tilvitnunum í hennar álit:

Today’s decision to grant former Presidents criminal immunity reshapes the institution of the Presidency - It makes a mockery of the principle, foundational to our Constitution and system of Government, that no man is above the law.

The Court effectively creates a law-free zone around the President, upsetting the status quo that has existed since the Founding,

This new official-acts immunity now lies about like a loaded weapon for any President that wishes to place his own interests, his own political survival, or his own financial gain, above the interests of the Nation.

The relationship between the President and the people he serves has shifted irrevocably. In every use of official power, the President is now a king above the law,

Our Constitution does not shield a former President from answering for criminal and treasonous acts,
Argument by argument, the majority invents immunity through brute force,

When he uses his official powers in any way, under the majority’s reasoning, he now will be insulated from criminal prosecution

Orders the Navy’s Seal Team 6 to assassinate a political rival? Immune,
Organizes a military coup to hold onto power? Immune.
Takes a bribe in exchange for a pardon? Immune. Immune, immune, immune.

 

Ég ætla sjálfur aðeins að vitna í meirihluta-álit Hæstaréttar:

Taking into account these competing considerations, we
conclude that the separation of powers principles explicated
in our precedent necessitate at least a presumptive immun-
ity from criminal prosecution for a President's acts within
the outer perimeter of his official responsibility.

Such an immunity is required to safeguard the independence and
effective functioning of the Executive Branch, and to enable
the President to carry out his constitutional duties without
undue caution.

At a minimum, the President must therefore be immune
from prosecution for an official act unless the Government
can show that applying a criminal prohibition to that act
would pose no dangers of intrusion on the authority and
functions of the Executive Branch.

M.ö.o. segja þeir nauðsynlegt að Forseti Bandaríkjanna, geti tekið ákvarðanir innan ramma valdsviðs Forseta Bandaríkjanna -- án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því, að ákvörðunin hugsanlega brjóti lög Bandaríkjanna!

Þessi algera lögvernd sé nauðsynleg, svo að forseti Bandaríkjanna geti beitt valdi forseta Bandaríkjanna óhikað og óhræddur -- ótruflaður m.ö.o.

Einungis megi íhuga möguleikann á saksókn, vegna þess að ákvarðanir hafi hugsanlega brotið lög eða Stjórnarskrá -- ef dómstólar sýna fram á, að sú saksókn ógni í engu valdsviði forseta.

  1. Það er þessi algera vernd valda embættis Forseta Bandaríkjanna, gagnvart hugsanlegri saksókn síðar meir.
  2. Sem er nýstárlegt.
  • Ég held því að ég verði að taka undir gagnrýni, Sotomayor -- að Hæsti-Réttur Bandaríkjanna, hafi skapað ástand sem sé líklega stórhættuleg fyrir framtíð Bandaríska lýðveldisins.
  • M.ö.o. virðist mér rétt gagnrýni, að þ.s. forsetinn hafi nú agera lögvernd gagvart allri hugsanlegri ólöglegri framkvæmd sem hann eða hún, hugsanlega geti tekið ákvörðun um -- út frá eigin persónulegu hagsmunum -- skapi ástand sem geti leitt fram yfirvofandi fall bandaríska lýðveldisins.

 

Til að undirstrika þetta frekar, frekari tilvitnanir í álit meirihluta!
Takið eftir, meirihlutinn velur þetta dæmi sjálfur.

Fitzgerald, 457 U. S., at 745 (quot-
ing Spalding v. Vilas, 161 U. S. 483, 498 (1896)). We thus
rejected such inquiries in Fitzgerald. The plaintiff there
contended that he was dismissed from the Air Force for re-
taliatory reasons.

Rekinn hermaður kærði brottrekstur.

See 457 U. S., at 733–741, 756. The Air
Force responded that the reorganization that led to Fitzger-
ald’s dismissal was undertaken to promote efficiency. Ibid.
Because under Fitzgerald’s theory “an inquiry into the
President’s motives could not be avoided,” we rejected the
theory, observing that “[i]nquiries of this kind could be
highly intrusive.”

Meirihluti Hæstaréttar - tekur þetta sem dæmi um hvað, ekki má skv. þeirra áliti, þ.e. rýna í ákvarðanir ríkistjórnar um það hvað lág að baki þeirra ákvörðunum.
Því slík rýni sé óforsvaranlegur ágangur á vald ríkisstjórnarinnar, og embættis forseta.

See 457 U. S., at 733–741, 756. The Air
Force responded that the reorganization that led to Fitzger-
ald’s dismissal was undertaken to promote efficiency. Ibid.
Because under Fitzgerald's theory an inquiry into the
President's motives could not be avoided, we rejected the
theory, observing that “[i]nquiries of this kind could be
highly intrusive.

Meirihluti réttarins, tekur þetta sem dæmi um það -- hvers vegna skv. þeirra áliti, Forsetinn og ríkisstjórn Bandaríkjanna - verði að hafa lögvernd um allar sínar ákvarðanir; eins og þarna kemur fram -- á þeim grunni, að það þurfi að vernda ríkið og embætti forseta gagnvart.
--Eins og kemur þarna fram, hugsanlegum truflunum vegna lögsókna þeirra sem eru ósáttir við þeirra ákvarðarnir.

Otherwise, Presidents would be subject to trial on every allegation
Opinion of the Court that an action was unlawful, depriving immunity of its in-
tended effect.

Eins og ég sagði að ofan -- ég fæ ekki betur séð en að sú algera lögvernd sem Hæstir-Réttur Bandaríkjanna hefur búið til fyrir Forseta Bandaríkjanna, embætti forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Búi til það ástand að Forseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórn -- geti beitt sér að vild þvert á lög og Stjórnarskrá.

 

Hið áhugaverða er - að Demókratar eru við völd! Þannig þeir njóta þess nú, að Hæstiréttur Bandaríkjann -- hefur nú veitt ríkisstjórn Bandaríkjanna og Forseta Bandaríkjanna -- algera vernd er kemur að því að brjóta lög Bandaríkjana og/eða Stjórnarskrá Bandaríkjanna!

Það sem ég er að hugsa, er: Af hverju ættu þeir ekki að notfæra sér þetta?

  1. Sotomayor bendir á, Forseti Bandaríkjanna -- getur nú gert valdaránstilraun, án þess að síðar meir sé mögulegt að færa Forsetann núsitjandi fyrir lög og dóm.
    Það þíðir, að Hæsti-Réttur hefur fjarlægt alla persónulega áhættu fyrir forseta Bandaríkjanna af slíkri aðgerð.
    Nema þeirri hugsanlegu hættu, einhver taki sér vopn í hönd og skjóti hann.

    Ég er einmitt að leggja það til. Að Demókratar, ef þeir tapa í haust í kosningunum framundan, þá beiti þeir hernum fyrir sinn vagn.
    Taki völdin, með öðrum orðum -- leggi stjórnarskrána til hliðar.

    Það getur hjálpar þeim að taka þá ákvörðun, þeirra líklega sannfæring -- ef þeir gera þetta ekki sjálfir, þá muni Trump hvort sem er lísa sig einvald - um leið og hann er formlega tekinn við - bandaríska lýðveldið í þeirri sviðsmynd taka enda.

    M.ö.o. þeirra líklega sannfæring að -- Fall Lýðveldisins sé yfirvofandi hvort sem er.
    Geti hjálpað þeim að sannfæra sig um að taka þá ákvörðun sjálfir.

  2. Sotomayor, bendir að auki á möguleika þann, að forsetinn beiti hernum til að myrða pólitíska andstæðinga, hvort sem Navy Seals eru notaðir eða einhver önnur sérsveit.
    Það sama gildi - að forseti geti ekki lengur verið ákærður og síðar dæmdur fyrir að fyrirskipa slík pólitísk morð.
    Hinn bóginn hafa hermenn ekki lögvernd.
    Forseti yrði því að lofa þeim náðun fyrir verkið.

    Hinn bóginn, virðist það sannarlega líklega rétt, að Hæsti-Réttur hafi galopnað á möguleikann á pólitískum morðum.
    Aftur gildir að Demókratar eru við völd.
    Nú meina ég, að Demókratar sannfæri sig um að, rétt sé að láta drepa Donald Trump.
    Og hugsanlega einhverja aðra stjórnarandstæðinga að auki.

    Að sjálfsögðu ef Trump kæmist til valda -- stæði hann frammi fyrir sömu freistingum.
    Það geti því hjálpað Demókrötum að taka slíkar ákvarðanir, ef þeir ákveða -- ef þeir gera þetta ekki sjálfir, þá líklega muni Trump nota þetta nýja algera frelsi til athafna með fullri lögvernd -- sem Hæstiréttur hefur búið til.

    Ég virkilega tel þetta raunhæfan möguleika -- að pólitísk morðalda sé framundan í Bandaríkjunum. Hæstiréttur hafi með ákvörðun sinni, veitt veiðileyfi.

  3. Viðbótar möguleiki, eru pólitískar fjölda-handtökur, og sýndarréttarhöld.
    Meirihluti Hæsta-Réttar tók af allan vafa, að Forseti getur rekið sérhvern þann er starfar fyrir bandaríska ríkið -- m.ö.o. að ekki sé til fyrirbærið sjálfstæður ákvarðana-aðili, er heyrir beint undir ríkið.
    --Þetta að sjálfsögðu, galopnar enn meir en fram til þessa hefur átt við.
    Á pólitískar ofsóknir í formi fyrirskipaðra dómsrannsókna!
    M.ö.o. skv. því hefur ríkissaksóknari ekkert sjálfstæði gagnvart ríkisstj. og forseta.

    Þar fyrir utan, virðist mér augljóst -- að fyrst að ríkissaksóknari hefur ekki lengur nokkurt sjálfstæði.
    Þá geti Forseti Bandaríkjanna, nú fyrirskipað handtökur á nánast hverjum sem er.
    Því blasi við - ekki einungis pólitísk morð - pólitískar dómsrannsóknir -- heldur einnig, pólitískar handtökur.

    A)Ég hef heyrt það svar - dómstólar geti enn, fyrirskipað, að saklausum handteknum sé sleppt lausum.
    B)Gott og vel, þá setur forseti Bandaríkjanna upp fangabúðir erlendis. Ef þær eru ekki undir beinni lögsögu bandar.dómstóla - sé ég ekki betur, en að nú geti Forseti Bandaríkjanna - óhræddur, því sá þarf ekki lengur að óttast síðar meir að vera færður fyrir lög og dóm sjálfur - hafið fjölda-handtökur á pólitískum andstæðingum.
    --Með því að vista þá erlendis, í landi algerlega háð Bandar. um allt.
    Þá komist Forsetinn hjá því vandamáli, að dómstólar Bandar. gætu gert tilraunir til að, fyrirskipa að þeir einstaklingar væru látnir lausir.

M.ö.o. virðist mér dauði Bandaríska lýðveldisins bakaður inn í dóm Hæstaréttar!

 

Niðurstaða
Skv. mínum ályktunum, virðist mér ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna, að allar ákvarðanir innan valdsviðs forseta séu hafnar yfir lög og dóm -- þíða að fall bandaríska lýðveldisins sé yfirvofandi.

Með ákvörðun Hæsta-Réttar, sé embætti forseta, breitt í embætti -- kjörins einræðisherra.
Málið er, að með því að gera vald forseta - svo algerlega einrátt og óskorað.
Hefur Hæstiréttur stórfellt aukið -- hættuna fyrir almenning, fyrir Bandaríkin sjálf, er fylgir því embætti.

Völd Forseta sú nú slík, að freystingin til að halda þeim.
Ásamt þeirri ógn er fylgi þeim völdum, fyrir sérhvern þann er sé undir því valdsviði.

Sé nú slík -- að líkur á því að þeir er nú gegna embætti forseta.
Leitist til að halda þeim völdum til streitu!
Sé nú yfirgnæfandi orðin.

Það sé ekki einungis vegna þess hve hið algera vald freystar fullkomlega.
Það sé einnig vegna þess, að þeir sem ná hafa það -- algera vald undir sinni stjórn.
Eru líklegir til að sjá stórfellda persónulega ógn gagnvart því að sleppa þeim völdum.

Mér finnst afar sennilegt, að Demókratar -- séu fullkomlega sannfærðir.
Að ef þeir sjálfir beita ekki þeim auknu völdum þeir nú hafa.
Muni Donald Trump beita þeim völdum - gegn þeim.

Það sé því ekki síður, sú hræðsla að þeim auknu völdum verði beitt gegn þeim.
Er knýi þá til að taka völdim sjálfir með því að beita þeim auknu úrræðum, er forsetinn nú greinilega hefur, í kjölfar ákvörðunar meirihluta Hæsta-Réttar Bandaríkjanna.

  • Kaldhæðið, að í því að verja völd forseta - gagnvart því sem meirihluti Hæsta-Réttar Bandaríkjann, hefur ákveðið að sé frekleg ásælni dómskerfis Bandaríkjanna.
  • Haefur sá meirihluti líklega framkallað yfirvofandi endalok hins 200 ár Lýðveldis Bandaríkjanna.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband