21.4.2025 | 20:57
Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðlabanka Bandaríkjanna. Það gæti leitt til tafarlausrar alþjóðlegrar fjármálakreppu!
Gagnrýni Trumps á, Jerome Powell -- Seðlabankastjóra-Bandaríkjanna ferstigvaxandi.
Trump heimtar að Powell lækki vexti -- Mars sl. var verðbólga 2,4%.
- Vandi Powells er sá: að verðbólgu-bylgja er framundan, af völdum tollastefnu Trumps.
- Mig grunar að, líkur fari vaxandi á, að US Fed - hækki vexti.
- Trump virðist upp á síðkastið, vera að undirbúa - brottrekstur Powells.
Hvað gerist ef Powell verður rekinn? Trump skipar síðan, sinn eigin mann?
Augljóslega verður tafarlaust verðfall samtímis á Dollar!
Samtímis verðfall á ríkisbréfum Bandaríkjanna!
- Því væntingarnar verða þær, að Trump muni reka pópúlíska peningastefnu.
- Ég man eftir því, þegar hann síðast var forseti - þá vildi hann ekki, að hætt yrði við seðlaprentun, þegar Seðlabankinn þá var að draga úr henni.
- Hann mundi að sjálfsögðu, lækka vexti í ca. 0%. Beint ofan í vaxandi verðbólgu.
Við það mundu verðbólgu-væntingar rjúka upp í hagkerfinu.
- Pópúlísk peningastefna mundi, væntanlega - skapa, stigvaxandi verðbólgu.
US stocks and dollar sink as Trump renews attacks on Fed chair Powell
Síðan Trump tók við völdum 20. jan. 2025:
Sést þróun verðlags Bandar.ríkis-skuldabréfa síðan sept. 2024!
Áhugavert -- að verðfall 10 ára ríkisbréfa hefst strax í september 2024.
Ath. Hækkun vaxakröfu -- er þ.s. meint er með, verðfalli skuldabréfa!
- Skv. þessu, virðst kaupendur ríkisbréfa -- hafa strax tekið tillit til, hugmynda Trumps um skattalækkanir:
Það rökrétt leiðir til verðfalls ríkisbréfa, vegna þess hve umfangsmikil loforð Trumps um skattalækkanir eru, því væntingar að þær leiði til umtalsverðs aukins hallarekstrar bandar. ríkisins. - Virðist sem menn hafi verið byrjaðir að róast -- þegar Trump innleiddi - refsi-tolla sína. Þá lækkar virði ríkisskulda Bandar. aftur - eins og sjá má.
Ef Trump tekur yfir Seðlabanka-Bandar. -- má reikna með, nýju verðfalli.
Mig grunar að sú hreyfing verði mun stærri en þær er birtast á myndinni að ofan.
--Þ.e. vegna þess, að þá verður reiknað með að verðbólga verði mun hærri, en enn er talið.
- Þar fyrir utan, gæti hann þvingað Seðlabankann til að, kaupa ríkis-skuldir, þ.e. fjármagna ríkið með beinni peninga-prentun.
- Er væri fyrirbærið -- verðbólgu-vél.
Þessi mynd sínir sveiflur í verði bandar. ríkisbréfa frá 1. apr. til 14. apr.
Því lægra sem markaðvirði bréfann er -- því hærri er vaxtakrafan!
Því lægra sem markaðsvirði bréfanna er -- því hærri er skuldakostnaðurinn.
- 120% af þjóðarframleiðslu skuldastaða þíðir, vaxtakrafan skiptir miklu máli.
Verið töluvert verðfall á Dollar gagnvart Evru!
Eins og sést, er verðfallið -- viðbragð markaðarins gagnvart refsi-tollastefnu Trumps.
- Dollarinn í dag á sínu lægsta verði síðan Nóv. 2021.
Dollarinn hefur einnig fallið gagnvart körfu helstu viðskiptaminnta Bandar.
Verðfall ríkisbréfa og Dollars er óvenjulegt!
Vegna þess að vanalega á óvissu-tímum!
Hegða Dollar og ríkisbréf Bandar. sér öfugt!
- M.ö.o. Dollar og ríkisbréf Bandar. vanalega eru skjól í stormi.
- En nú, þegar stormur skellur á -- er þess í stað:
Flótti úr Dollar, og flótti frá ríkisbréfum Bandar.
Virðist: Trump hafi skapað verðfall á trausti gagnvart Dollar og ríkisbréfum Bandar.
Ef Trump rekur Jerome Powell: gæti verðfall hvort-tveggja náð krítískri stærð.
Hrun á trausti á skuldum í skuldastöðu yfir 120%: Er alvarlegt mál!
- Sérhvert sinn, hækkar vaxtakrafan á Bandaríkin.
- Vegna þess að skuldirnar eru svo miklar -- þíðir það stórfellda hækkun á fjármagnskostnaði, sem skilar sér í hratt vaxandi ríkishalla.
- Er þá leiðir til enn frekari skuldakostnaðar, er skuldirnar vaxa enn hraðar.
Þetta er svokallaður dauðaspírall er getur leitt til ríkisgjaldþrots.
Niðurstaða
Það er ótrúlegt að maður er að ræða hugsanlegt ríkisþrot Bandaríkjanna.
Síðan þá stórfelldu fjármálakreppu er líklega skellur yfir -- ef skuldir Bandaríkjanna verða sub-prime.
Skalinn á þeirri fjármálakreppu er líklega langt umfram þ.s. ég hef nokkru sinni upplyfað.
Hún gæti markað - sjálft hrun Dollara-kerfisins.
Ef skuldir Bandar. verða óseljanlegar -- mundi Trump líklega fjármagna ríkið með prentun.
Þar með skapa verðbólgu-vél sífellt stighækkandi verðbólgu.
Söguleg dæmi slíks t.d. Þýskaland 1926 er verðbólga fór í nokkur milljón prósent.
Ef óskapleg óðaverðbólga skellur yfir Bandar. -- í tilraun til að brenna upp ríkisskuldir Bandar. á báli óðabólgu -- mundi það samtímis brenna upp sparifé Bandaríkjamanna.
Skilja þar af leiðandi hátt hlutfall Bandaríkjamanna eftir í örðbyggð.
Trump er sannarlega -- consequential president.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2025 | 12:19
Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Bandaríkin eru alls ekki að fara vinna þetta viðskiptastríð gagnvart Kína!!
Allir hafa þegar orðið vitni að stórri eftirgjöf Trumps umliðna helgi:
Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast alla vöruflokka tengdir tölvubúnaði, sbr. skjái, kubba, búnað til framleiðslu kubba, o.s.frv..
--Eiginlega pæli ég nú í því, hvað gefur Trump eftir næst!
Gideon Rachman: Why Xi holds a stronger hand than Trump
Einungis þeir sem hafa keypt aðgengi að FT geta opnað þann hlekk.
- Trump klárlega hefur þegar áttað sig á -- 80% snjallsíma innfluttir til Bandar. eru framleiddir í Kína -- að almenningur mundi æpa hátt, ef þeir hækkuðu um: 120% eða meir.
Við öll sáum Trump blikka umliðna helgi. - Trump will have to hope that it is not a hot summer, because about 80% of the worlds air conditioners are made in China; along with three quarters of the electric fans America imports.
- The White House will certainly want the trade war to be over by Christmas because 75 per cent of the dolls and bicycles that the US imports are also made in China.
- China makes almost 50 per cent of the ingredients that go into the antibiotics that Americans depend on.
- The F35, the backbone of the US Air Force, requires rare-earth components sourced from China.
- The Chinese are also the second-largest foreign owners of US Treasury bonds ...
- The American market represents only about 14 per cent of Chinese exports.
- It is a $14tn-$15tn economy and the exports to the US are $550bn.
Vandamálið þvert á fullyrðingar aðila innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna!
Er að kína þvert á móti hefur -- crushing advantage.
--Það er þegar að koma fram í -- blikki Trumps sl. helgi.
Niðurstaða
Þetta er ekki viðskipta-stríð sem Bandaríkin eru á leiðinni að vinna.
Svo einfalt er það.
Það er nánast hægt að ganga svo langt sem segja, Bandaríkin eigi vart möguleika á sigri.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2025 | 16:49
Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast alla vöruflokka tengdir tölvubúnaði, sbr. skjái, kubba, búnað til framleiðslu kubba, o.s.frv.
Skv. þessu virðist undanþágan undan 145% tollum gilda yfir afar breitt breitt svið.
Tæknilega gilda þær undanþágur í -- 3 mánuði.
Eins og allsherjar undanþága Trumps, varðandi refsitolla Trumps á önnur ríki en Kína.
Hinn bóginn veltir vaxandi fjöldi fólks því fyrir sér hvort nú fjari undan Trump!
Undanþágulistinn skv. birtingu sem heild:
- 8471: Automatic data processing machines (i.e., computers and servers)
- 8473.30: Parts and accessories for data processing machines
- 8486: Machines and apparatus for semiconductor device manufacture
- 8517.13.00 & 8517.62.00: Smartphones, telecommunication devices
- 8523.51.00: Solid-state drives (SSDs)
- 8524, 8528.52.00: Computer monitors and displays
- 8541 / 8542 series: Semiconductor devices (e.g., integrated circuits, transistors)
Eðlilega fara menn að nú velta því fyrir sér -- hver sé strategía Trumps.
Tja, ef nokkur!
Trump Exempts Phones, Computers From Reciprocal Tariffs
Trump exempts phones, computers, chips from tariffs
Fljótt á litið virðist þetta þynna verulega út áhrif tolla á Kína.
Með þessu sé fókus þeirra tolla, færður yfir á - margvíslegar ódýrar lágtæknivörur.
--Hér eftir virðist stórt hlutfall hátæknivara frá Kína, lenda utan tolls.
- Hver er þá strategían?
- Færa lágtækni-framleiðslu, yfir til Bandaríkjanna?
- Skilja, hátækniframleiðsuna, eftir í Kína?
M.ö.o. þetta virkar fljótt á litið á mann, að minnka verulega áhrif eða virkni tollsins.
Hinn bóginn þíði það einnig, að almenningur í Bandar. og fyrirtæki þar, geta áfram -- keypt þær vöru ódýrt.
Því þær virðast einnig undanþegnar -- 10% lágmarks-tollinum, Trump setti á aðrar þjóðir.
Niðurstaða
Nú velti ég því fyrir mér hvort hreinlega sé ekki að fjara undan karlinum í Hvíta-Húsinu.
Nú virðist tolla-stefnan þynnast hratt, og velti ég mér nú fyrir!
Hver verður næsta undanþága?
--Allt dæmið virðist orðin, endaleysa ein.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kæruleysi ríkisstjórnar Bandaríkjanna sl. 2 mánuði hefur vakið vægt sagt - heimsathygli.
Steinin tók auðvitað úr, er Trump lýsti yfir tollum á yfir 50 ríkis heims.
Síðan þann dag fram á miðvikudag, hefur vaxandi krísu-ástand ríkt.
--En, Trump eins og allir vita, hefur ákveðið að slá heimskreppu og kreppu í Bandar. á frest.
Verðfall á ríkisbréfum Bandaríkjanna:
- Ógnar getu ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að standa straum af eigin skuldum -- einfalt, verðfall þíðir síhækkandi vaxtakrafa, með skuldir upp á 120% er það ekki neitt grín.
- Hin hliðin,hætta á -- alþjóða-fjármála-krísu. Alls ekki minna hættulegt vandamál.
Þessi mynd birtist í Financial Times miðvikudag!
Nokkru áður en Trump gaf út yfirlýsingu um - frestun á allsherjar kreppu.
US Treasuries sell-off deepens as safe haven status challenged
Sbr. frétt FT - hækkaði vaxta-krafa á 10 ára ríkisbréf Bandar. úr 4,26% toppaði í 4,51% - datt síðan í 4,45%; hækkun um 0,19% þann dag - en kostað 3,9% v. upphaf viku.
30 ára ríkisbréf ruku hæst þann dag í rúmlega 5% -- frá 3,9% við upphaf vikunnar.
Athyglisvert við myndina er brattinn á kúrfunni vikuna fram á miðvikudag.
Ekki var vitað nákvæmlega ástæða þeirrar snöggu sölu, en sterkur orðrómur var á þá leið að svokallaðir -hedge funds- væru í vanda eftir stór töp af völdum tollastefnu Trumps.
M.ö.o. þeir væru að selja ríkisbréf í þeirra eigu til að losa fé, til að losna við þrot.
--Samanlagt velta slíkir sjóðir trilljónum Dollara, ekki smávægilegur vandi ef þeir velta um koll, hver eftir öðrum.
- Mars 2020 -- prentaði Seðlab.Bandar. ca. 3tn.$ til þess að forða mögulegu fjölda-falli slíkra sjóða. Skömmu eftir að COVID kreppan hófst.
Ekki var endilega talið að staðan væri orðin slík - slíkt fall væri endilega yfirvofandi næsta dag; hinn bóginn var staðan greinilega á leið í hugsanlega afar hættulega átt!
Rétt að minna fólk á -subprime- krísuna 2008:
- Hún fór af stað af þess völdum að bréf í eigu fjölda fjármálastofnana - féllu í andvirði snöggilega. Svokölluð afleiðu-bréf er innihéldu bandar. húsnæðis-skuldir.
- Það verðfall leiddi til alvarlegrar holu í eignasafni fjölda einka-fjármálastofnana, svo alvarlegs -- að yfirvofandi virtist stórfellt banka-hrun.
Eins og þekkt er, hóf Seðlab.Bandr. mikla seðlaprentun til að forða því hruni, sama gerðu seðlabankar fjölda annarrs Vesturlanda.
- Punkturinn í þessu: Ríkisbréf Bandaríkjanna eru miklu mun útbreiddari en þau sub-prime-afleiðubréf voru, er orsökuðu sub-prime-krísuna.
- Einnig mjög gjarnan verulega hærra hlutfall eignasafns einka-stofnunar.
M.ö.o. möguleiki á fjármálakreppu algerlega krystal tær.
Nánar um hættu fyrir ríkissjóð Bandar:
- Hætta á dauða-spíral, þ.e. heimskreppa + kreppa í Bandar. + skattalækkanir Trumps: Mundu leggjast á eitt með að hækka stöðugt ríkis-halla Bandar. þar með hraða skuldasöfnunar þess ríkissjóð.
- Augljósa hættan við það: er alvarlegt verðfall ríkisbréfa Bandaríkjanna.
- Það gæti orðið að dauða-spíral: þ.s. sérhvert sinn þau lækka - magnar það enn frekar upp ríkis-hallann, sem magnar enn frekar hræðslu markaðarins um stöðu skulda Bandar. - er leiddi til enn frekara verðfalls, er aftur hækkar ríkishalla Bandar.
Ríkisgjaldþrot Bandaríkjanna -- hugsanlega á þessu ári: Úps.
Varla þarf að taka það fram að endstaða gæti hafa orðið -- niðurbrot hins vestræna fjármálakerfis, samtímis og skuldir Bandar. yrðu algerlega óseljanlegar!
Trump ætti þá einungis eftir einn leik - yfirtöku Seðlabanka Bandaríkjanna - hefja síðan ótakmarkaða prentun: er leiddi til óðaverðbólgu - kannski nokkur milljón prósent fyrir rest.
- Endanleg útkoma þess væri auðvitað að Bandaríkja-dollar yrði algerlega ónýtur.
Fyrir utan allt þetta er heims-olíuverð að falla!
Þegar olíuverð fellur ca. í 50$ per fatið.
Dregst olíuvinnsla Bandar. saman.
Vegna þess að olíuvinnsla er felur í sér fracking - hættir að skila arði.
M.ö.o. fyrirtækin hætta þá að bora, framleiðslan þá minnkar stöðugt frá þeim punkti.
- Magnað að Trump virðist ekki skilja þetta - hann ítrekað heimtar að olíuverð fari niður fyrir 50$ per fat.
- En, þá óhjákvæmilega skreppur framleiðslan í Bandar. saman.
Trump er ótrúlegur ignoramus.
Lækkunin er augljóslega af völdum vaxandi væntinga um heimskeppu.
Markaðir treysta greinilega ekki ríkisstjórn Trumps!
Ens og sést hafa markaðir aftur fallið nærri hálfa leið niður nú fimmtudag -- eftir stóra hækkun á miðvikudag.
Markaðir eru greinilega ekki á því að ríkisstjórn Bandar. hafi endurreist nægilegt traust.
Niðurstaða
Gríðarleg óvissa ríkir greinilega þrátt fyrir yfirlýsingu Donalds Trumps á miðvikudag.
Kreppu var greinilega frestað um hríð. En óttinn hefur klárlega ekki horfið.
- Sú kreppa getur orðið fullkomlega söguleg, af völdum útbreidds veikleika alþjóða-fjármálakerfisins.
- Vegna þess hve bandar. ríkisbréf hafa mikið verið notuð - vegna þess að stefna ríkisstjórnar Bandar. ef ekki er stór viðsnúningur frá þeirri stefnu, klárlega mun valda stórfelldu verðfalli þeirra bréfa.
- Fyrir utan, augljósa hættu þess efnis, að sú sama stefna framkalli samtímis dauða-skulda-spíral í Bandar.
Þetta sannar það fornkveðna, að þegar skuldastaða er komin yfir 100%.
Þarf öll fjármálastjórnun að vera mjög varfærin. Þar fyrir utan, þarf efnahagsstjórnun, að einblína á efnahagslegan stöðugleika -- umfram allt.
--Við slíka skuldastöðu getur óvarfærin efnahagsstefna verið gríðarlega hættuleg.
Japan hefur þó búið við ca. 300% skuldastöðu síns ríkissjóðs í rúm 30 ár.
Japansstjórn hefur sannað, að mjög hárri skuldastöðu er hægt að stjórna.
Án þess að allt fari til andskotans.
--En samtímis sannað, að ef stefnan miðast stöðugt við að viðhalda trausti, er það hægt.
- Óábyrgt stefna hinn bóginn getur ávalt orsakað stóran og hraðan skaða.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðferðafræði Donalds Trumps við gerð listans -- sjá að neðan!
Virðist hafa verið hlægilega einföld!
- Engin rannsókn af nokkru tagi virðist liggja að baki.
- Verðmæti áætlaðs viðskipta-halla hvers lands í US Dollars er upphafs punkturinn.
- Deilt er síðan í þá tölu - með heildar-dollaraverðmæti innflutnings til Bandaríkjanna frá viðkomandi landi.
- M.ö.o. klassískur prósentu-reikningur af einfaldasta tagi. Síðan er deilt í niðurstöðuna með tölunni: 2.
- Að lokum, er stærðin sem reiknast -- námunduð upp eða niður í næstu heilu tölu.
Fullt af aðilum hafa staðfest, með eigin reikningi, þetta var aðferðin!
Sömu tölur fást greinilega fram og sjást að neðan, slatti af fólki staðfest svo sé!
Mynd af lista Donalds Trumps!
Restin af lista Donalds Trumps!
Einungis degi áður birti Financial Times áhugaverða greiningu!
How a $1.4tn Trump trade war could unfold
Oleksandr Shepotylo, með titilinn -econometrician- við Aston University vann þetta líkan!
- Líkanið gerir ráð fyrir að -- Donald Trump leggi 25% toll á öll lönd.
- Öll lönd svari á móti með -- 25% tolli.
Þetta var ekki endilega talin sennileg sviðsmynd.
Málið er að hún er ekki neitt að ráði minna -extreme- en aðgerð Donalds Trump!
- Þ.s. gerir módelið áhugavert -- er áætlunin á skiptingu tjóns.
- Eins og sést -- eru Bandar. metin skv. módelinu: Með 3ja mesta tjónið.
Þ.s. þarf að hafa í huga:
- Bandaríkin eru ekki nema rétt rúmlega: 20% af heildarhagkerfis heimsins.
- Heildar-vöruviðskipti Bandaríkjanna: ca. 8% heildarvöruskiðskipta.
- Ef þjónustu-viðskiptum er bætt við: ca. 12% heildar-heimsviðskipta.
Af hverju eru -- viðskipti Bandaríkjanna svo smá miðað við stærð hagkerfis Bandaríkanna?
Það er vegna þess, að Bandaríkin eru -- með tiltölulega lágt hlutfall heildar-viðskipta sinna, út fyrir landsteina -- meir en helmingur allra viðskipta Bandaríkjanna, eru innan Bandaríkjanna.
- En það þíðir - einmitt það: í alþjóðasamhengi viðskiptalega.
- Eru Bandaríkin - einfaldlega ekki lengur drottnandi veldið.
Alþjóðaviðskiptakerfið er í dag -- multipolar.
Bandaríkin eru einfaldlega -- eitt stóru aðilanna.
--Ekki stóri aðilinn.
Þess vegna veldur þetta stóra viðskiptatjón Bandaríkjanna - áætlað ofan.
--Einungis 2,5% hagkerfis-samdrætti þar.
- Hinn bóginn þíðir það einnig, heimurinn getur algerlega höndlað - kúplun frá Bandaríkjunum.
- Það er verulega sennileg afleiðing aðgerða Donalds Trumps.
Að lönd, einfaldlega dragi úr viðskiptum við Bandaríkin.
Svissi yfir á önnur stór hagkerfi.
--Með því, samtímis lágmarka þau einnig sitt efnahagstjón.
Tjón Bandaríkjanna verður meira - í sviðsmynd þ.s. mörg lönd beita Bandaríkin hefndartollum.
- Vegna þess, ef Bandaríkin eru samtímis í viðskiptastríði við öll önnur stór viðskiptaveldi.
- Þá geta þau ekki lágmarkað sitt efnahagstjón, með því að kúpla á aðra viðskiptaðila.
Oleksandr Shepotylo, með titilinn -econometrician- við Aston University vann þetta líkan!
- Áfram með líkanið -- takið eftir að áætluð er: 5,5% verðbólga.
- Það er viðbótar-verðbólga ofan á verðbólgu fyrir: 7,5% ef fyrir er 2% bólga.
Áhugavert að verðbólguáhrif eru metin stærri innan Bandaríkjanna, en Kanada og Mexíkó.
- Höfum í huga, þegar Bandaríkin leggja tolla á mörg lönd.
- Þá eru verðbólguáhrif -- per sérhvert tollað land.
M.ö.o. því stærra hlutfall innflutnings sem er tollaður -- því stærri verðbólgu-áhrif.
- Þ.s. Trump ákvað að tolla öll lönd -- 10% að lágmarki.
- Helstu viðskiptalönd -- töluvert meira en það.
Er á tæru að verðbólguáhrif eru töluverð!
Myndin að ofan getur veitt einhverja hugmynd um sennilegt umfang þeirra áhrifa.
Samdráttaráhrif á bandarískt efnahagslíf eiga einnig eftir að reynast umtalsverð.
--Hvort 2,5 samdráttur af landsframleiðslu verða áhrifin, kemur í ljós.
Ég tel nú afar líklegt að Bandaríkin verði komin í kreppu fyrir árslok!
Niðurstaða
Mín tilfinning er að Trump skilji ekki haus né sporð á - hvernig opin hagkerfi virka.
Krafan um 0% viðskiptahalla - virðist mér einfaldlega ekki framkvæmanleg.
- Við erum að tala um -- frjáls hagkerfi, þ.s. fyrirtæki taka sínar ákvarðanir án þess að spyrja yfirvöld fyrst hvort þau mega.
- Samtímis, að einstaklingar einnig -- kaupa þ.s. þeir vilja, hvaðan sem þeir ákveða að panta þá vöru -- algerlega einnig án þess, að spyrja fyrst ríkið hvort þeir mega.
M.ö.o. ég skil ekki hvernig það ætti yfirleitt vera hægt að - tryggja fullkomið - 0.
Án þess að taka upp -- fullkomna beina stjórnun allra hagkerfa af stjórnvöldum.
--Þannig, að alltaf þurfi leyfi fyrir öllu.
--Það væri eina mögulega leiðin til að tryggja, að alltaf væri slíkt jafnvægi.
Hinn bóginn væri fyrirkomulagið óskaplega óskilvirkt.
Mundi lækka lífskjör alls staðar gríðarlega.
M.ö.o. er krafan sem er grunnur ákvörðunar Trumps -- um núll stöðu.
Einfaldlega bandbrjálað kjaftæði.
--Hann gæti allt eins krafist þess, að Tunglinu verði breitt í ost.
Það sé einfaldlega ekki hægt að þvinga fram hið fullomlega ómögulega.
Fólk einfaldlega starir á vitleysuna sem vellur úr Trumpinum, með forundran.
--Einfaldlega hvert einasta atriði í ræðu hans og röksemdafærslu, var bull og kjaftæði.
En hann greinilega trúir því. Sem klárlega er alvarlegt mál.
Ég reikna með því að - brjálæði Trumps leiði til kreppu í Bandaríkjunum.
Þannig að bandarískir kjósendur muni snúa baki við ríkisstjórn landsins.
- Þeir sneru við Trump, 2020 - vegna COVID kreppunnar.
Trump kennt um burtséð frá sanngyrni. - Þeir sneru baki við Biden, 2024 - vegna upplyfunar að efnahagur Bandar. hafi verið betri þrátt fyrir allt undir Trump.
Vegna þess að Bandaríkjamenn refsa stjórnvöldum -- fyrir, ef þeir verða óánægðir með stöðu mála. Geri ég ráð fyrir að þeir geri það -- næst þegar kosið verður.
--Þ.s. Trump getur þá ekki boðið sig fram, bitnaði það á flokknum og næsta málsvara hans.
Þ.s. Trump raunverulega býr þessa kreppu til - getur hann ekki vísað á nokkurn annan sökudólg.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12. sl. skrifaði ég síðast um Úkraínustríð. Þ.s. langt er liðið.
Geri ég sambærilegan samanburð, í þetta sinn milli korta frá 31.12. við stöðuna ca. nú!
--Megin-breytingin er nýlegt hrun á vörnum Úkraínu í Kursk héraði.
Heildarstaða Úkraínuhers er fyrst og fremst lakari.
Vegna taps svæða Úkraínu innan -- Kursk héraðs.
Að öðru leiti, er staðan í tilvikum skárri fyrir Úkraínu en um töluverðan tíma.
Heimildir: Russian Offensive Campaign Assessment, March 22, 2025.
30.12. var þetta staðan í Kurks héraði!
Þá héldu Úkraínumenn enn -- ca. helmingi þess lands þeir tóku í snöggu áhlaupi áður.
Fyrir örfáum vikum síðan -- varð snöggt hrun í varnarlínu Úkraínu.
Það hrun varð akkúrat sömu viku -- og Trump tímabundið lokaði fyrir alla aðstoð við Úkraínu.
--Margir hafa velt því fyrir sér, að það virðist hafa farið saman.
Eins og sést hefur Rússlandsher náð nærri öllu því Úkraínumenn náð höfðu!
- Það vekur spurningar, af hverju hrunið varð -- sömu vikuna og Trump lokaði tímabundið fyrir aðstoð Bandar. við Úkraínu-her.
- Þ.s. ekki gat munað svo hratt um vopnasendingar -- hlýtur það hafa verið; stöðugt eftirlit PENTAGON með aðgerðum Rússlandshers - að Úkraínuher hafði beint aðgengi að þeim leynigögnum, og þannið aðvörun fyrirfram um allar hreyfingar Rússa-hers.
Þegar þú veist um allar hreyfingar óvinarins - þá getur viðkomandi stöðugt hreyft varnirnar til að stoppa þær hreyfingar. Rússar voru með ca. 70þ. þ.e. ca. 50þ. + 20þ. frá Norður-Kóreu.
Með mun fámennara varnarlið, eðlilega þurftu Úkraínumenn, alltaf að vera rétt staðsettir.
Varnirnar gátu greinilega bilað hratt, ef aðvörun barst ekki í tíma um nýja hreyfingu.
-----------
Þetta líklega segir okkur sögu um gríðarlegt verðmæti þeirra leyniupplýsinga.
Sem Úkraína hefur fullt aðgengi að. En einungis svo lengir sem Bandar. heimila aðganginn.
- A.m.k. hefur það kennt Zelensky þá lexíu, aldrei rífast við Trump.
- Ef Trump móðgast, hefnir hann sínn -- alltaf.
Þetta var líklega dýr lexía.
Donetsk víglínan 30.12 sl.
Donetsk víglínan 22.3 sl
Virðist hafa hægt mjög verulega á sókn Rússa á þessu svæði -- sl. 4 mánuði.
Kortin segja þá sögu sem segja þarf þar um.
- Af hverju hefur hægt á sókn Rússa er þó önnur saga.
- Einn möguleiki er stöðugt vaxandi dróna-hernaður Úkraínu.
Ég hef heyrt að sprengju-drónar séu orðnir í dag, stærra vandamál fyrir Rússa.
En hefðbundin vopn Úkraínumann, þó þau séu enn -- dauðleg sem fyrr.
- Dróna-framleiðsla Úkraínu hefur farið gríðarlega hratt vaxandi.
- Mér skilst, Úkraínustjórn sé til að bjóða hverjum sem er -- greiðslu, fyrir að hefja drónaframleiðslu.
- Útkoman er, að gríðarlegur fjöldi sjálfstæðra aðila hefur hafið slíka -- sem einnig þíðir, að þróunin í dróna-tækni er gríðarlega hröð.
- Þar fyrir utan, er vitað að -- PENTAGON setti peninga í startup drónaframleiðslu í upphafi.
Stríðið hefur þróast í nokkurs konar tilrauna-stofu fyrir framtíðar-hernað.
Algerlega án vafa, að PENTAGON er að læra mjög mikið um beitingu dróna.
Meðan PENTAGON horfir yfir axlir Úkraínu.
-----------
M.ö.o. er alveg hugsanlegt að - kill ratio - sem Úkraínumenn valda Rússum.
Hafi nýlega náð þeim hæðum - að burtséð frá því hve harðir yfirmenn Rússa eru.
Sé það hátt hlutfall Rússa er ryðjast fram drepnir, að sóknin er komin í vanda!
Luhansk hérað 30.12 sl.
Luhansk svæðið 22.3 sl.
Aftur eru hreyfingar litlar milli mánaða!
Styrkir ályktanir þær að -- verulega hafi hægt á Rússum.
Sannarlega gera Rússar enn árásir, og tapa því liði.
Einfaldlega að, þær virðast ekki ná sama árangri þessa stundina, og á sl. ári.
- M.o.ö. getur það virkilega verið svo, að dróna-framleiðsla Úkraínu.
- Sé farin að hafa umtalsverð áhrif á það að styrkja varnir Úkraínuhers.
Sprengju-drónar er sveima yfir tugþúsundum saman. Eru eins og viðbótar stórskotalið, ofan á hið hefðbundna stórskota-lið. Vaxandi vísbendingar þess sókn Rússa sé í nýjum vanda.
--Að stríðið hafi breyst eina ferðina enn.
Niðurstaða
Margt bendi til að Rússar hafi í Kursk, hafi náð að koma vörnum Úkraínu á óvart. Þá fáu daga sem Úkraína -- fékk ekki aðgengi að leyni-upplýsingum frá Pentagon.
Fyrir utan velheppnaða snögga skyndisókn Rússa í Kursk.
Virðist saga Úkraínustríðs þessa stundina benda til -- nýrrar pattstöðu.
Ástæða þess virðist að fjöldi dróna sveimandi yfir bardagavellinum.
Hafi líklega náð krítískum þröskuldi, að auka - kill ratio - Rússahers.
Það skipti engu máli hversu harðir yfirmenn Rússa eru.
Ef það hátt hlutfall hermanna er drepið áður en þeir ná víglínu andstæðings.
Þá koðnar sókn niður burtséð frá þeirra grimmd.
Varðandi samnings-tilburði Trumps.
Væri það afar kaldhæðið, þegar Úkraínu-stríð hefur náð nýjum þröskuld.
Þ.s. Úkraínumenn virðast nálgast þann punkt að stöðva sókn Rússa.
Að ef Trump semur við Rússa um umtalsverðar eftirgjafir af Úkraínsku landi.
- Hinn bóginn, aukast þá einnig líkur þess að Úkraína - hafni samkomlagi.
- Úkraínumenn, geri ég ráð fyrir að með mun diplómatískari hætti en Zelensky auðsýndi á mjög misheppnuðum fundi með Vance og Donald Trump, tjái könum sína afstöðu.
Enn virðist Trump forseti vilja gera viðskipti við Úkraínu um hráefni í jörðu.
Sem skapar Úkraínu að sjálfsögðu - samningsgrundvöll gagnvart Bandaríkjamönnum.
Evrópumenn tóku eftir þeim vanda sem Trump í nokkra daga bjó til, með lokun á aðgengi að leyni-upplýsingum. Evrópa er að undirbúa einhvera konar - Plan B. Ef Trump gerir það aftur.
Þó svo hægt sé að færa gerfihnetti til á sporbaugum. Kaupa aðgengi frá fyrirtækjum sem eiga gerfihnetti - sem ekki eru bandarísk. Þá yrði samt gæðamunur á þeim upplýsingum.
--Þó einnig verið geti, að nákvæmni þeirra gerfinatta samt dugi Úkraínumönnum.
- Samt sem áður, ætti það að styrka greinilega samningsstöðu Úkraínu.
- Ef það virkilega stefni í að sókn Rússa sé stöðvuð.
En miðað við hve mikið virðist almennt hafa hægt aftur á henni.
Er það a.m.k. ekki út í hött -- að gríðarlega útbreiddur drónahernaður.
--Sé nærri þeim þröskuld að ná fram þeim grundvallar-árangri.
-------------
Hinn bóginn er alls ekki loku fyrir skotið að útkoman verði milli Bandaríkjamanna og Úkraínu, ég lagði fram þann 5.2. sl: Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaðaraðstoð við Úkraínu, gegn aðgengi Bandarískra fyrirtækja að verðmætum málmum í landinu!.
Ég er algerlega á því að Úkraína geti enn haft fullan sigur á Rússlandi.
Sú útkoma á hinn bóginn sé á valdi Bandaríkjanna - m.ö.o. Donalds Trumps í dag.
Evrópa á hinn bóginn, ein með Úkraínu, gæti líklega ekki gert betur en að viðhalda Úkraínuher í varnarstöðu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2025 | 22:10
Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hernaðarútgjöld Þýskaland - aukningin er blasir við er slík, kalla verður það söguleg tímamót!
Það sem í samkomulaginu felst er að:
- Búin er til takmörkuð heimild innan svokallaðs - Skuldaþaks Þýskalands.
Að upphæð 500milljarðar. - fyrir innviða-fjárfestingum. - Fjárfestingar í varnarmálum umfram 1% af þjóðarframleiðslu: Eru færðar út fyrir hið svokallaða, Skuldaþak.
M.ö.o. tæknilega mögulegt fyrir Þýskaland, að verja ótakmörkuðu fé til hermála.
Atkvæðagreiðslan um málið, fer síðan formlega fram: 25. mars.
Hinn bóginn, er ekki ástæða að ætla annað en að flokkarnir standi við það samkomulag.
- Höfum í huga, að stjórnmálahefð í Evrópu er önnur en á Íslandi.
Á Íslandi eiga þingmenn sætin, því einungis undir sér sjálfum hvað þeir ákveða.
Á meginlandi Evrópu, eiga flokkarnir þingsætin - geta því rekið óþæga þingmenn.
Miðstýring flokkar er yfirleitt mun meiri á meginlandi Evrópu, en tíðkast í: Bretlandi, Bandaríkjunum, eða á Íslandi.
Þó þessa stundina sé Trump það yfirgnæfandi ráðandi í bandar. Repúblikanaflokknum, að sennilega hefur miðstýring þess flokks nú -- náð flokkum á megilandi Evrópu. Hvað sem síðar verður.
Friedrich Merz
Aðgerð flokkanna 4-urra, er að sjálfsögðu lögleg!
Flokkarnir eru að beita - gamla þinginu - en það nýja tekur ekki til starfa fyrr en eftir mánaðamót.
- OK - kjörtímabil hefur takmarkaða lengd. Það vita allir.
- En það þíðir - að það hefur lögmæti fram á lokadag, loka-klukkustund.
Stjórnarskráin Þýska einfaldlega segir - hve lengi þingið má starfa.
Og hvenær nýja þingið tekur við.
Meðan gamla þingið má skv. stjórnaskrá starfa - hefur það öll löggjafarvöld.
- Fólk væntanlega tók eftir að -- forsetaskipti voru í Bandar. þann 20. jan. sl.
- Þó voru mánuðir síðan Donald Trump varð kjörinn forseti.
Í Bandaríkjunum - er það einnig svo - nýir þingmenn taka við á nýárinu.
--Ekki strax og þeir ná kjöri.
- Lögmæti aðgerðar Merz og samstarfslokka hans, er alveg á tæru.
Hún er lögmæt, punktur. Þar fyrir utan geta menn verið ósammála, eða ekki útgjaldaukningunni.
Þýskaland er minnst skuldsetta stóra iðnríkið í heimi her með 63% skuldsetningu
Vegna þeirrar lágu skuldsetningar -- er það einmitt svo.
Að því fylgir engin hætta að Þýskaland verji miklu fé til hermála: dreift yfir 10-12 ár t.d.
- Financial Times bauð nokkrum hagfræðingum á netfund nýlega.
Skv. niðurstöðu þeirra:
2 trilljón. dreifð yfir 10-12 ár vera viðráðanleg. - Skuldahlutfall gæti náð 80%.
Er væri samt með því lægsta meðal þróaðra iðnríkja.
- Þetta þíðir, að ríkisstjórn Merz, er hún hefur verið mynduð.
- Getur gefið út: Opinn framleiðslu-samning við vopnafyrirtæki.
Það mun taka þau fyrirtæki - árafjöld að vinda upp framleiðslu stórfellt.
Ótakmarkaður samningur - mundi veita þeim þann kjark, að hefjast þegar handa við að reisa nýjar verkmiðsjur - eða stækka þær er fyrir eru, eða hvort tveggja.
Þar fyrir utan, gæti Merz veitt vopnaframleiðslusamninga, til annarra framleiðslufyrirtæka, líkt því er Bretar og Bandaríkin gerðu í Seinni-Styrrjöld.
Ekki má gleima því, að þýskur iðnaður hefur framleiðsluslaka núna.
M.ö.o. hálfnýttar verksmiðjur eru víða um Þýskaland þessa stundina.
Sem er ekki óþægilegt, þegar markmið er að auka vopnaframleiðslu sem mest.
Á sem skemmstum tíma!
Þar fyrir utan, getur Þýskaland framleitt fyrir Evrópu alla - landið er með stærstu iðnframleiðslu í Evrópu!
Það þíðir, að Þýskaland getur selt slatta af þeirri framleiðslu til annarra Evrópulanda.
M.ö.o. það þarf alls ekki vera svo, þýskir skattgreiðendur kaupi allt sem framleitt verður.
- Donald Trump hefur skapað óvissu um, hvort Bandaríkin ætli að styðja Evrópu til frambúðar.
- Það auðvitað, er að skapa hugarfarsbreytingu í Evrópu.
Að kaupa Bandarísk vopn, er ekki lengur svo sjálfsagt það verið hefur.
Bandalagið við Bandaríkin, hefur falið í sér stuðning Evrópu við bandr. vopnaframleiðslu!
Nú er oft látið sem að bandalagið við Evrópu hafi einungis verið kostnaður fyrir Bandar.
- Evrópa hefur verið mjög stór markaður fyrir bandar. vopn.
- Að geta selt mikið af vopnum utan Bandaríkjanna -- hefur augljóslega aðstoðað Bandaríkin heilmikið við, þróun vopna. Sem kostar stórar upphæðir.
- Að auki, að geta framleitt meira magn af hverri tegund eða gerð vopns, dreifir kostnaðinum yfir stærra framleitt magn:
Það lækkar kostnað per selda einingu augljóslega. - Bandar. skattgreiðendur hafa augljóslega notið þeirrar kostnaðarlækkunar per einingu.
Þannig, hefur það sparað bandar. heilmikið fé.
Að bandar. framleiðendur hafa geta dreift kostnaði við þróun.
Á meira magn framleitt. Eins og ég benti á. - Evrópa í reynd, hefur niðurgreitt kostnað bandar skattgreiðenda.
Þetta augljóslega kemur á móti -- meintum tilkostnaði sem vinsælt er að tala um í Bandar.
--Ef Evrópa hætti að kaupa Bandar. vopn, mun minna verða framleitt af hverju bandr. vopni.
--Þar með, dreifist þróunar-kostnaður á færri einingar.
M.ö.o. bandar. vopna verða þá enn dýrari, en fram til þessa!
Bandar. neytendur munu örugglega veita því athygli fyrr eða síðar.
Það er einnig 500ma. innviðafjárfesting!
Mig grunar að sú fjárfesting -- sprengi, AfD blöðruna.
Þeir nýta sér óánægju í A-Þýskalandi, þ.s. þrátt fyrir mikla fjárfestingu frá alríkisstjórn Þýskalands, eru innviðir ennþá lakari en í restinni í landinu. Laun einnig lægri.
--Það væri einfalt fyrir Merz, að setja stóran hluta þeirrar upphæðar í A-Þýskaland.
Þar með skapa fjölda nýrra betur launaðra starfa fyrir þá innviða-uppbyggingu.
Þegar heimamenn sjá hlutina gerast, ætti sú óánægja að koðna niður.
Þar með, fylgi AfD. Þetta sé klassískt óánægjufylgi.
--Klassískt ráð við því, er að auka fjármögnun þangað þ.s. ónægja er, það virkar nær alltaf.
Niðurstaða
Ég er á því að yfirvofandi ákvörðun Þýskalands um stórfellda nýja hervæðingu.
Sé líklega stórfellt mikilvægur atburður heims-sögulega.
Það þarf ekki þíða að Evrópa og Bandaríkin endilega skilji að skiptum.
En það augljóslega stórfellt styrkir samningsstöðu Evrópu til framtíðar.
Að stórfelld framleiðslu-aukning Þýskalands á vopnum, líklega leiðir til þess.
Að hernaðarmáttur Evrópu eflist stórum -- og verði meir í ætt við eiginleg stórveldi.
Planið eins og það virðist geta orðið, ætti að geta tryggt Evrópu.
Yfrið nægan hernaðarmátt, til að standa ein gagnvart Rússlandi.
Þó svo að Bandaríkin og Evrópa þurfi ekki að skiljast að.
Þá leiði þetta sennilega til þess, að Evrópa getur loksins staðið á eigin fótum.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.3.2025 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2025 | 20:13
Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir halda - ef marka má áhugaverða greiningu hagfræðings er birt var í Financial Times um helgina!
Ég ætla að leyfa mér að birta þau gögn hér á síðunni.
Hagræðingurinn er, Tej Parikh -- áður aðalhagræðingur Fitch-Rating.
Svo ljóst sé að ekki er um einhvern aula-hagræðing að ræða!
The US economy is heading for recession
Tej Parikh tekur svo djúpt í árinni að kreppa sé framundan líklega.
Bendi fólki að stara á endana á grafinu!
Skv. grafinu:
- Eru verðbólguvæntingar á uppleið.
- Væntingar neytenda um magn neyslu í nk. framtíð á leið niður.
- Væntingar eru einnig á uppleið um, umfang atvinnuleysis.
Sterkar líkur að stefna Trumps sé að skapa þær sveiflur í væntingum.
Hafið í huga -- Trump hefur ekki enn, sett á nema hluta þeirra tolla hann hefur lofað.
Tollar hafa ekki enn verið settir á Mexíkó - Kanada eða Evrópu.
- Þ.s. fólk er væntanlega að gera.
- Að bregðast við því nú þegar!
Sem það heldur að Trump muni gera!
----------
Höfum í huga, það veit einungis þ.s. Trump hefur talað um nú þegar.
Reikna með margir reikni nú þegar með tollum á Evrópu - Kanada og Mexíkó.
Sé því nú þegar að gera tilraun til að - sjá út hvernig það þarf að bregðast við þeim útkomum.
- Sem sagt, jafnvel þó að -- tollarnir séu ekki komnir fram.
Sé fólk byrjað að bregðast við þeim.
Vegna þess, að flestir líklega hallast nú að því, að af þeim verði.
Öfugt því Trump staðhæfir - eru tollar samdráttar-aukandi.
Þeir búa ekki til aukinn auð.
Grafið sýnir minnkun hafna við upphaf 2025!
- Samdráttur er hafinn í pöntunum til iðnfyrirtækja í Bandaríkjunum.
- Væntanlega tengt, væntingum um samdrátt í neyslu.
Líkur eru, minnkun pantana - bendi til þess að viðskipta-aðilar þeirra.
Reikni nú þegar með -- neyslusamdrætti framundan.
M.ö.o. í því felist spá þeirra aðila um, minnkun hagvaxtar á þessu ári sbr. v. sl. ár.
--Það er ekki endilega, kreppu-spá.
Grafið virðist sýna fyrirtæki ætli að hægja eða fresta fjárfestingum!
Takið eftir að línunni við endann á grafinu er markar upphaf þessa árs!
Fyrstu vísbendingar þess fyrirtæki ætli að draga úr fjárfestingum fram komnar.
Myndin birtir 2 áhugaverð gröf - ath. minnkun umsvifa ríkisins skapar einnig samdrátt!
- OK - uppsögn starfsmanna hjá ríkinu, sannarlega sparar ríkis-útgjöld.
- Hinn bóginn - er það einnig samdráttar-aukandi aðgerð.
Þeir starfsmenn tapa tekjum - þeirra neysla minnkar, o.s.frv.
- Áhugavert að sjá, mun meiri aukning hefur verið í störfum - sem erlendir ríkisborgarar hafa sókt í, en í störfum sem bandarískis ríkisborgarar hafa sókt í.
Sjálfsagt mun einhver kalla það sönnun þess - kvörtun sú erlendir taki störf af bandar. borgurum sé rétt.
--Hinn bóginn grunar mig, að það sýni að -- mest fjölgun hafi verið í láglauna-störfum.
--Sem ríkis-borgarar síður vilja.
Frekar en að það sé sennilegt, að innlendir geti ekki fengið þau störf ef þeir vilja þau.
- OK, sumir segja -- lausnin sé að hækka launin til mikilla mun í þeim störfum, svo innlendir sækist eftir þeim.
- Hinn bóginn -- er engin leið að forða því, það mundi skapa verðbólgu.
Það sem líklega hækkaði við slíka aðgerð:
--Matvælaverð.
--Húsnæðisverð, þar með leiguverð.
--Þjónusta, dýrari veitingar, dýrari hótel og margt flr.
Það er ekki út í bláinn -- að fólk er farið að reikna með hærri verðbólgu í Bandaríkjunum
Ef Trump rekur 10-12 millj. manns úr landi -- hvernig sem hann fær önnur lönd til að taka við þeim. Blasir reynd ekki við mér. En þ.e. ekki augljóst að - senda liðið annað virki.
- Sbr. útskýringu rétt að ofan, demba líklega miklar kostnaðar-hækkanir af margvíslegu tagi yfir Bandaríkjamenn -- matvæli, húsnæði þar með leiga, og þjónusta hvers konar.
- Það er alveg fyrir utan, tolla-stefnu Trumps.
Er einnig óhjákvæmilega skapar kostnaðarhækkanir fyrir almenning.
Þ.s. neysla er mun meir en helmingur heildarumfangs bandar. hagkerfisins.
Þá er langt í frá út í bláinn -- að nefna möguleikann á, kreppu.
Þar fyrir utan eru viðbótar-efnahagslegar-ógnanir!
"Serious delinquencies on credit card balances hit a 13-year high at the end of last year"
Ekki verið meiri fj. fólks í vanda með kredidkorta-greiðslur í 13 ár.
Tek fram, að Biden var enn þarna við völd. Ekki hægt að kenna Trump um það.
- Hinn bóginn, eykur þetta hættuna við samdráttar-aukandi aðgerðir Trumps.
- Að almenningur er tiltölulega skuldum vafinn - þíði þá auðvitað, að allt þ.s. eykur kostnað almennings, er þá -- meir áhættusamt en ella.
Vegna skuldsetningar almennings!
--Magnast þar af leiðandi líklega samdráttar-aukandi áhrif.
--Þeirrar viðbótar-verðbólgu, sem Trump skapar!
Ath. Trump ber ekki ábyrgð á þeirri skuldsetningu.
Ath. Samt, burtséð frá því, magnar það þá efnahags-ógn þá er stefna Trumps skapar.
Vegma skuldsetningar almennings!
--Magnast einnig upp samdráttar-aukandi áhrif.
--Tollastefnu Trumps.
- Eins og ég sagði: Allt þ.s. eykur kostnað almennings.
- Er áhættu-samara, af völdum þeirrar skuldsetningar.
Það getur þítt, margir hagfræðingar vanmeti neikvæð efnahags-áhrif aðgerða Trumps.
Vinstra megin sýnir bandaríska verðbréfamarkaðinn nærri sögulegu hámarki.
Hægra megin sýnir að almenningur í Bandar. er viðkvæmur fyrir lækkunum þar!
- Áhugeverðari er myndin hægra megin -- en skv. því ef verður verulegt verðbréfa-fall, þá verður tjón almennings meira en nokkru sinni.
- Vegna þess, að aldrei hefur verðbréfa-eign verið útbreiddari.
Það getur þítt, að stórt verðfall - hefði einnig samdráttar-áhrif, með því að skapa eigna-fall hjá almenningi.
M.ö.o. ekki lengur þannig, bara þeir ríku tapi á slíku.
Niðurstaða
Flestir hagfræðingar spá nú minnkun hagvaxtar í Bandaríkjunum, auk þess að spá ívið hærri verðbólgu, en þeir sömu hagfræðingar spáðu fyrir nokkrum mánuðum.
Enn virðast flestir þeirra halda, að Seðlabanki Bandar. muni lækka vexti frekar.
--Hinn bóginn, grunar mig persónulega ekkert verði af því.
--Jafnvel að, vaxtahækkunar-ferli hefjist aftur.
Möguleiki er á að Bandaríkin lendi í því er nefnist: Stagflation.
M.ö.o. verðbólga rjúki upp, samtímis dynji það mikið af samdráttar-áhrifum yfir, að hagkerfið detti annaðhvort niður í afar lágan hagvöxt, eða jafnvel kreepu.
Mig grunar að -- kreppu-ógn sé meiri en marga grunar.
Það sé vegna mikillar skuldsetningar innan hagkerfisns.
--Almenningur sem og fyrirtæki.
En slík staða, magnar upp samdráttar-áhrif.
Af sérhverju því, sem minnkar nettó tekjur - hvort er fyrirtækja eða almennings.
- Þegar Trump hélt sigurræðu - er sigur hans varð ljós, sagði hann: Allt verður gott.
- Vegna hástemmdra loforða, voru miklar væntingar frá almenningi til hans.
Hann lofaði beinlínis að lækka verðbólgu. En meira segja hann viðurkennir nú, hún mun hækka.
Hann lofaði beinlínis -- gullöld.
Auðvitað var fyrirfram ljóst hann gæti aldrei staðið við slíkar hástemmdar yfirlýsingar.
Samt grunar mig, að lífskjara-samdráttur muni líklega leiða til minnkandi vinsælda.
Þeir kjósendur er kusu hann út á loforð um betri tíð, sannarlega geta fljótlega talið sig svikna.
- Spurning hvaða áhrif það hefur, þegar dregur úr vinsældum hans?
Ekki er fyrirfram ljóst, hve stór áhrif það hefur.
En óánægður almenningur á það til að mótmæla jafnvel harkalega í öðrum löndum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2025 | 21:12
Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
Financial Times vann afar áhugaverða greiningu á Trump-Coin.
Þeir niðurhöluðu lýsingu á hverri einustu færslu, er átti sér stað.
Þ.s. Trump-Coin er gefinn út í opnu kerfi, er þetta mögulegt.
Með því gátu þeir séð söluverð vs. kaupverð allra færslna.
--Sem þíðir, að unnt er að tölvugreina gögnin, og reikna út líklegan hagnað!
Donald Trumps crypto project netted $350mn from presidential memecoin
Ég held við getum gert ráð fyrir að Donald Trump hafi halað þennan gróða inn.
En tæknilega er Trump-Coin í eigu rekstrarfyrirtækis, er skapar mögulegt svokallað -deniability- fyrir Trump.
--En þ.s. Trump hefur ekki mótmælt Trump-Coin fram til þessa, verður maður að gera ráð fyrir, að hann sé raunverulega þarna að baki.
Kerfið var örugglega sett þannig upp, að Trump var fyrsti kaupandi!
Keypti því á verði frá minna en 1$ upp í ca. 1,8$.
- 1. útgáfa Trump-Coin, er 200mn. Trump-Coins.
Tæknilega voru búnir til, 1bn. Trump-Coin. - 2. Ef marka má síðu er haldið er uppi um Trump-Coin.
Verða þessir 1bn. Trump-Coin, gefnir út í 200mn. slöttum.
Grunar þó, hagnaður verði líklega minni - í seinni útgáfum.
- Málið er að þegar Trump -- tekur út sinn hagnað, með stórri sölu.
- Þá hafa augljóslega margir staðið eftir með sárt ennið, vegna fjárhagslegs taps.
Slíkt vanalega dregur úr áhuga!
Myndin sýnir Dollara-andvirði púlíunnar, áður en Trump tekur út 350mn.$.
Eins og sjá má, fellur verðið harkalega - margir hafa tapað fé augljóslega!
While the value of $TRUMP soared to a high of $75 a token, FT analysis shows the first 100mn tokens were sold before the price reached $1.05.
- Þegar Trump byrjar að selja -- er verðið 75$ per Trump-Coin.
- Hann nær að selja 100mn. Trump-Coin, áður en verðið fellur niður fyrir 1,05.$.
Hver hagnaður er -- er síðan reikningsdæmi, ég efa ekki að sérfræðingar FT kunni.
Upphæðin, hagnaður upp á 350mn.$. sé örugglega rétt tala!
Niðurstaða
Ég ætla ekki að fella neitt mat á það hvort þetta sé -ethical- eða ekki.
Fólk má hafa sína skoðun á því og tjá hana eins og það vill.
- Hinn bóginn, grunar mig mjög sterkt að margir þeirra er töpuðu fé er Trump seldi sína 100mn. Trump-Coin, hafi verið Trump-fanar.
- Trump, hafi því eins og sagt er á ensku -- fleeced them. Á Íslensku, rúið þá.
Ég get ímyndað mér, að hópur Trump-fana er átti Trump-Coin, er snar féll í verði eftir þeirra persónulegu kaup -- geti verið sárir fyrir, peninga-tapinu.
Kannsi missir Trump einhverja -- stuðningsmenn út af þessu.
--Trump virðist hafa auglýst Trump-Coin á samfélagsmiðlum þ.s. Trump-fanar eru til staðar.
Mjög sennilegt að, hugmyndin að kaupa Trump-Coin, hafi slegið í gegn.
Þannig, að afar líklegt sé að megin-þorri þeirra sem Trump - rúði - hafi verið Trump-fanar.
- Nú er ég forvitinn að vita -- hvort einhver Trump-fan, sé til að tjá sig um þetta?
- Keyptu þeir, Trump-Coin?
- Töpuðu þeir fé?
Eru þeir þar af leiðandi, hugsanlega reiðir Trump? Eða, jafnvel alls ekki?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Afstaða ríkisstjórnar Donalds Trumps er afar stórt vandamál fyrir heimsbyggðina.
Því greinilegt er að - ríkisstjórn Trump, ekki einungis lítur manngerða hlínun ekki vandamál.
Það sem verra er, sú ríkisstjórn virðist ætla að gera sitt allra besta:
- Til að gera þann vanda, enn verri en áður.
Þetta er ekkert minna en, tilræði við -- mannlegt samfélag í heiminum öllum!
Þar fyrir utan, skaðar sú afstaða þann tilgang -- að ætla minnka aðstreymi flóttamanna!
Ríkisstjórn Trump, tekur 2 afar slæmar ákvarðanir:
- Að leggja af - US Aid.
- Að, slá af allar mótaðgerðir, gegn manngerðri hlínun.
Ástæða þess, að -- leggja af, US Aid er slæm hugmynd!
- US Aid - hefur m.a. það hlutverk, að stuðla að minni flóttamannastraum.
- Þ.e. gert með því, að veita aðstoð í heima-löndum þeirra, þaðan flóttamennirnir streyma.
- Að afleggja þá astoð, mun einfaldlega -- fjölga flóttamönnum.
US Aid, er ekki einungis með - fátækra aðstoð.
Heldur, dreifir sú stofnun einnig - getnaðarvörnum.
- Og hvað er ein af stóru ástæðunum fyrir aðstreymi flóttamanna, en ekki einmitt: Offjölgun fólks í vanþróuðum löndum?
- Trump, gerir þetta, fyrir trúar-hreyfingar úr Biblíu-beltinu í Bandar.
Sem berjast m.a. gegn getnaðar-vörnum.
Margar ósannar ásakanir voru einnig uppi:
- Sbr. US Aid væri að stuðla að, homma og lesbíuvæðingu.
- Og, framkvæma fóstureyðingar.
Fólk virðist ekki átta sig á: Fátæk lönd eru yfirleitt, samfélagslega íhaldsöm.
Mörg þeirra, algerlega banna slíkt. Þar fyrir utan, t.d. í mörgum Afríku-löndum. Varðar það enn fangelsis-vist, ef kemst upp að karlmaður -- sé hommi. Til að nefna dæmi.
--Þau umbera dreifingu getnaðarvarna á hinn bóginn.
--Því, ríkisstjórnirnar hafa áttað sig á, að stjórnlaus mannfjölgun, er vandamál fyrir þær einnig.
Eitt af mikilvægustu hlutverkum US Aid -- var stuðningur við, Family Planning.
Sem getnaðar-varnir einmitt gera mögulegar, sbr. án þeirra getur fólk eiginlega ekki stjórnað því, hver mörg börn það eignast.
--Að afleggja, US Aid -- á því eftir að koma í bakið á Bandar. - eftir ca. kynslóð.
Afstaða ríkisstjórnar Bandaríkjanna til, manngerðar hlínunar Jarðar: Er pent tragedía fyrir mannkyn allt, auðvitað íbúa Bandaríkjanna þá að sjálfsögðu einnig.
Kortið af Afríku birti ég vegna þess, fjöldaflótti frá Afríku á eftir að vaxa gríðarlega:
Málið er að, Sahel löndin: Máritanía, Mali, Niger, Chad, Sudan: Eru öll að þorna upp!
- Þegar ríkir nær fullkomið stjórnleysi í: Mali, Niger, Chad og Sudan.
- Samtímis, er mannfjölgun í þessum, Múslima-löndum, stjórnlaus og gríðarleg.
- Frá þessum löndum, eiga eftir að streyma gríðarlega mikið af fólki.
- Einnig vegna þess, að þessi lönd eru nær þegar í fullkominni upplausn.
--Ástand er líklega batnar ekki, þ.s sennilegasta skýringin fyrir upplausn þeirra.
Liggur líklega einmitt í þeirri samfélagslegu upplausn, sem hnattræn hlínun skapar þar.
Það blasir m.ö.o. við, að straumurinn mun einungis versna!
Og ég trúi því ekki, að unnt sé að stoppa þann straum, með hótunum.
- Aftur, þessi lönd eru nærri algerlega stjórnlaus - þegar.
- Ég á von á að, ástand þeirra landa, versni enn frekar.
M.ö.o. eftir einhver ár, gætu þau verið öll, algerlega hrunin - eins og, Sómalía.
- Þetta er auðvitað, einnig rök fyrir því - arfaslæmt sé, að leggja af: US Aid.
- Þ.s. US Aid - skaffaði ca. 40% af þróunar-aðstoð, heiminn vítt.
--Aflagning, US Aid - mun því, greinilega valda auknum flóttamanna-straump til Evrópu.
Enginn veit, hversu margir eru á flótta af völdum, Manngerðar Hlínunar!
Tíðni slæmra veður-viðburða heiminn vítt, hefur verið í vexti.
M.ö.o. slíkir atburðir gerast oftar!
2022 - lentu 32 milljónir á hnettinum á flótta - vegna stórra veðuratburða.
2008-2016 - var meðaltal per ár, 21,5 milljón.
There could be 1.2 billion climate refugees by 2050
Ath: Sú tala er einungis ein af mögulegum útkomum! Rétt að taka því ekki sem spá!
Mat á því, hve margir geta lent á flótta - er gríðarlega ónákvæmt!
Vegna þess að breiturnar eru svo rosalega margar sem leiða til flótta fólks.
Hins vegar er sumt klárlega vitað, sbr:
- Hlínun eykur uppgufun, þar með þurrka á landsvæðum í fjarlægð frá hafi.
- Hlínun eykur tíðni og kraft í hitabeltis-stormum, þ.e. grunn physics.
Loft yfir hlírra hafi, er rakara þ.s. hlírri sjór skilar meiri uppgufun yfir hafi. Loftið yfir hlíju hafi er einnig hlírra, því rís það af meira krafti. Útkoman er aukin tíðni storma og aukinn kraftur í þeim stormum. - Hlínun færir gróðurbelti, sbr. vínviðinn nefndur að neðan.
Allir þessir þættir algerlega klárlega hafa áhrif á mannlegt samfélag!
- Manngerð hlínun, sem sagt -- eykur tíðni þurrka, í löndum þegar fremur þur.
Sahel svæðið í Afríku, hefur lengi verið á grensunni yfir byggileg svæði.
Þannig, smávægileg þornun, getur gert stór svæði -- snögglega óbyggileg.
M.ö.o. auknir þurrkar skapa augljóslega flóttamanna-vanda. - Í Bandaríkjunum, hefur aukin tíðni fellibylja, þegar gert mörg strand-svæði við Karabíska hafið í Bandar. -- ótryggjanleg. M.ö.o. tryggingar-fyrirtæki, fást ekki lengur til að tryggja eignir.
M.ö.o. flótti rökrétt fer að myndast frá sumum strandsvæðum. - Í Evrópu, er línan þ.s. unnt er að rækta vínvið.
Stöðugt að færast Norður.
Nún er unnt að rækta vínvið, í S-Svíþjóð, S-Englandi, og í Danmörku.
--Hreyfing gróðurbelta, getur einnig skapað flóttamannabylgju - þ.s. fátæk lönd ráða verr við þá aðlögun, að þurfa að skipta yfir í aðrar tegundir - ef tegundir er áður voru ræktaðar, þrífast ekki lengur.
Ástæður þess að hlínun skapar flóttamanna-vanda:
- Þurrkar skapa flóttamanna-straum, er lönd áður byggileg hætta að vera það.
- Fækkun íbúa er sennileg á strandsvæðum, þ.s. mesta tjónið verður í framtíðinni af aukinni tíðni sífellt hættulegri fellibylja.
- Tilfærsla gróðurbelta getur einnig verið orsök flóttamanna-straums.
Ríkisstjórn Trumps, skapar aukinn flóttamannavanda -- með því að stuðla að aukinni hlínun!
Yfirlýst stefna hennar, er einmitt afar líkleg að hafa þau áhrif.
Því, verður líklega áhrif stefnu Trumps sennilega þau, að stuðla að auknum flóttamannavanda!
--Það sem ekki er unnt að vita, hversu mikil sú aukning verður.
Niðurstaða
Það grátbroslega við lætin í JD Vance - hvernig hann talaði um mikilvægi aðgerða gegn flóttamannavanda, að megin-stefna þeirrar ríkisstjórnar hann er hluti af.
Mun sennilega setja á túrbó þann flóttamannavanda sem mun skella yfir heiminn á sífellt auknum þunga, einmitt af völdum -- manngerðar hlínunar!
Það gerist vegna þess, að ríkisstjórn Trumps, vísvitandi ætlar að stuðla að aukinni manngerðri hlínun.
Málið er, að þegar heilu löndin brotna noður fullkomlega, sbr. þróun sem þegar er í gangi á Sahel svæðinu í Afríku. Þá líklega verða engar ríkisstjórnir lengur til staðar.
--Sem unnt er að beita þvingun. Stjórnlausum svæðum, líklega síðan fjölgar frekar, eftir því er manngerð hlínun stigmagnast frekar -- er leiðir til þess, að röskunin er fylgir þeirri hlínun stigmagnast stöðugt.
--Ég persónulega hef engar efasemdir um að, fjöldi flóttamanna af völdum hlínunar, verður sennilega það stór tala - sem stungið er upp á, ca. 2050. Þ.e. yfir heilum milljarði manna.
Ég get alveg ímyndað mér, 2-3 milljarða á faraldsfæti.
Finnst það ekki, fjarstæðukennd stærð.
--Einfaldlega vegna þess, svo lengi sem manngerð hlínun er ekki stöðvuð, stigmagnast vandinn og stækkar þar með sífellt.
Ég held að það sé algerlega hugsanlegt, að svo mikill geti fjöldinn orðið.
Að engin leið fyrir rest verði að stöðva né hindra þann flótta.
--Þá meina ég, burtséð hversu harðar hótanirnar verða.
Fólk frá hrundum löndum, á hvort sem er ekki lengur heimili til að snúa til baka til.
Það sem verður versti vandinn, þ.e. fjölgun - hrundra landa. Þ.s. stjórnleysi ríkir.
------------
Auðvitað hefur það áhrif hvernig fólkið í iðnvæddum löndum hegðar sér.
M.ö.o. hve mikið af CO2 það -- blæs út í lofthjúpinn.
Þar á milli og hins vaxandi vanda, verða algerlega þráðbein tengsl.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 17.2.2025 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
Nýjustu athugasemdir
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfi...: Vextir hafa engin áhrif á peningaprentun því vextir eru ekki sk... 23.4.2025
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfi...: Ef enginn prentar peninga, verður lítið úr verðbólgunni. Þeir e... 23.4.2025
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfi...: Ásgrímur Hartmannsson , Grímur -- óðaverðbólga í Bandar. mun ey... 23.4.2025
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfi...: Þarna er planið: að þvinga seðlabankann til þess að lækka vexti... 22.4.2025
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma,...: Grímur Kjartansson , eitt mikilvægt að muna -- 60% borgara í Ba... 14.4.2025
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma,...: Trump virðist eiga auðvelt með að tala hlutabréfaverð upp og n... 14.4.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 476
- Frá upphafi: 865372
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 426
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar