Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Snýst vald forseta um að segja "Nei"?

Skúli Magnússon dósent við Háskóla Íslands skrifaði í sl. viku áhugaverða lesendagrein á visi.is, sjá Forsetavaldið. En þar setur hann fram áhugaverða kenningu skv. hans skilningi á ákvæðum Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.

Eins og við öll þekkjum þá er mikið deilt um hvert akkúrat er vald forseta, sem sumir vilja meina að sé nánast ekki neitt, meðan aðrir vilja meina að það sé jafnvel heilmikið.

 

En ef við segjum svo að vald forseta sé raunverulega töluvert, þá akkúrat hvað er það?

"Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum."

Þetta er mjög áhugaverður punktur hjá Skúla.

  1. "Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra."
  2. "Á hinn bóginn er ljóst að þessar ákvarðanir verða ekki teknar með gildum hætti án þess að til komi staðfesting forseta á tillögu ráðherra."
  3. "Neikvæðar valdheimildir forseta skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar eru því verulegar. Þótt jafnan sé rætt um þessar heimildir sem aðeins „formlegar“ með hliðsjón af þeirri framkvæmd að forseti fer jafnan að tillögu ráðherra, stendur eftir sú blákalda staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar."
  • Þetta er mjög áhugavert, en eins og Skúli leggur út af þessu, þá hefur forseti í reynd "STÖÐVUNARVALD."
  • Forseti getur neitað að undirrita þær ákvarðanir sem skv. stjórnarskrá, taka ekki gildi nema hann og ráðherra undirrita sameiginlega.

Á hinn bóginn, þá geti forseti ekki tekið ákvarðanir um það vald, sem skv. stjórnarskrá ráðherra fer með, og ber ábyrgð á.

Eins og Skúli benti á, þá hafi forseti skv. stjórnarskrá mjög takmarkað "jákvætt vald."

 

Samkvæmt þessu er stöðvunarvald forseta mjög víðtækt!

Eins og Svanur Kristjánsson benti nýverið á, þá synjaði Sveinn Björnsson 1941 forsætisráðherra um þingrof, neitaði að undirrita forsetabréf þess efnis.

Fram kemur skýrt að forseti setur þing og rýfur það, þ.e. þingrof tekur ekki gildi nema forseti einnig undirriti beiðni forsætisráðherra um þingrof.

Eins og ég útlegg þetta sbr. "13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt." þá er alltaf um vald forseta að ræða, sem forseti endanlega ræður yfir.

En eins og greinin segir, framkvæmir ráðherra það vald - og forseti er ekki lagalega ábyrgur.

En samt er þetta vald forseta!

En eins og Sveinn Björnsson sýndi fram á, þá er undirritun forseta ekki sjálfsagður hlutur.

Og á ekki endilega að líta svo á, að sé það.

Þar liggur ef til vill hið eiginlega vald forseta, í því að geta hafnað undirritun.

Ég er að tala um:

  • Skipun ráðherra.
  • Skipun embættismanna.
  • Samninga við önnur ríki.
  • Þingrof.
  • Neitað útgáfu bráðabirgðalaga.

Jákvætt vald er mun takmarkaðra:

  • Forseti getur náðað sakamenn, fyrir utan ráðherra sem dæmdir hafa verið af Landsómi.
  • Forseti getur skipað dómstólum landsins að fella niður sakamál gegn tja, hverjum sem er. 
  • Forseti getur lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga.

 

Til hvers er þá unnt að beita valdi forseta?

Mér sýnist best að hugsa það sem "aðhald."

  • Skipun ráðherra - við höfum stundum velt fyrir okkur af hverju einhver tiltekinn fær að vera ráðherra yfir tilteknum málaflokki, en vanalega er þetta pólitísk hrossakaup, en ekki svo að viðkomandi hafi nokkuð hundsvit á viðkomandi málaflokki - endilega.
  • Spurning hvort forseti geti ekki beitt valdi sínu - til þess einmitt að knýja flokkana til að koma fram með, aðeins frambærilegri einstaklinga?
  • Skipun embættismanna - við þekkjum ótal dæmi þess, að embættismenn eru ekki ráðnir skv. faglegu mati, heldur er oftast svo að ekki er besti maðurinn valinn heldur sá sem er pólitískt séð "sá rétti." Það hefur þá slæmu afleiðingu, að fylla ráðuneyti af þeim sem ekki eru þeir bestu sem völ er á, sem dregur úr hæfni þeirri sem ríkisvaldið hefur upp á að bjóða, þegar verið er að skipuleggja stjórnsýsluna - framkv. hennar og semja lög, reglugerðir og þess háttar. Þetta minnkar klárlega skilvirkni og skapar hættu á mistökum.
  • Þarna getur forseti gripið inn í ráðningarferli, og sagt "Nei." Beðið um hæfari einstakling.
  • Samningar við önnur ríki - þetta getur verið stærsta jarðsprengjusvæðið af öllum. Skv. þeim skilningi að forseti hafi rétt til að hafna undirritun. Þá ræður forseti í reynd mjög miklu um gerð samninga við önnur ríki. Og hefur því mjög mikið vald á sviði utanríkismála.
  • Embætti forseta þarf því að vera í mjög nánu samstarfi við Utanríkisráðherra hverju sinni. Því skv. stjórnarskránni ræður forseti því, hvort af samningi endanlega verður.
  • Þingrof - þetta er mjög einfalt, Sveinn Björnsson sýndi fram á, að forseti ræður yfir þingrofsréttinum, þ.e. vald forseta. Þó svo forseti geti ekki rofið þing nema skv. beiðni ráðherra, þá getur forseti hafnað þeirri beiðni.
  • Svo þ.e. aftur forseti sem endanlega ræður einnig þeirri útkomu.
  • Bráðabirgðalög - þau eru greinilega eins og lög gefin frá Alþingi, verða að lögum skv. undirritun forseta og ráðherra, svo skv. stjórnarskránni getur forseti hafnað slíkri undirritun.
  • Þá eru afleiðingarnar aðrar virðist vera, en ef forseti segir "Nei" skv. ákvæðum 26. gr. Þ.e. að þá þarf lagasetning að bíða þangað til að þing er kvatt saman næst, eða ráðherra semur við forseta.

Skv. þessu er vald forseta mjög mikið - í reynd.

Hér er til staðar það sem við getum kallað "FORSETA-ÞINGRÆÐI."

Þ.e. millistigskerfi milli hreins þingræðis fyrirkomulags og hreins forsetaræðis fyrirkomulags.

Hvað með deiluna um vald forseta? Ég held að það sem raunverulega er í gangi, sé að Stjórnarráðið þ.e. embættismannavaldið, vilji ráða sem mestu.

En meðan ráðherrar eru yfirleitt skipaðir sem hafa lítið vit eða jafnvel ekki hundsvit á sínum málaflokkum, þá eru það embættismenn í reynd sem mjög - mjög miklu ráða um stjórnarathafnir, því þeir ráðleggja, og ráðherra sem ekki veit neitt - fylgir mjög líklega þeim ráðleggingum afskaplega oft.

Munum að embættismenn oft eru til staðar í sama ráðuneytinu um áratugi, og hafa hver og einn því langtímaáhrif á þá málaflokka sem ráðuneiti hvers og eins fer með. 

Ef einhvers staðar er hætta á spillingu - þá er það slíkra langseta, sem í reynd svo miklu ráða.

  • Það sem er í gangi, sé í reynd valdabarátta milli Stjórnarráðsins og Embættis Forseta.
  • Og það sé Stjórnarráðið sem sé að leitast við, að afnema vald forseta - með því að skilgreina það í burtu.

Það sé Stjórnarráðið, sem oftast nær ráði Alþingi í gegnum vald ráðherra, sem foringjar ráðandi meirihluta hverju sinni - í gegnum vald ráðherra - sem embættismenn ráðleggja, og oftast nær hafi mjög mikið því að segja um, hvaða ákvarðanir eru í reynd teknar; sem sé að seilast eftir auknum völdum, með sem minnstum takmörkunum.

Það er akkúrat á vald Stjórnarráðsins, sem stöðvunarvald forseta er svo mikilvægt.

Þ.s. flest lög eru samin - þ.e. af embættismönnum.

Þeir sem vinna samninga við önnur ríki - og svo fjölda marg annað.

 

Niðurstaða

Ég er á því að sýn Skúla Magnússonar dósents, sé mjög áhugaverð á embætti forseta Íslands, það að forseti hafi mjög víðtækt stöðvunarvald meðan forseti geti lítt beitt sér á hinn veginn. Það ber að muna, að skv. 13. gr. stjórnarskrár eru ráðherrar að fara með vald forseta, þannig að þ.e. einmitt akkúrat - vald forseta. Það segir, einmitt vegna þess að um vald forseta sé að ræða, þá sé það í reynd forseti sem tekur hina endanlegu ákvörðun. Því viðkomandi ákvarðanri taka ekki gildi, nema forseti einnig undirriti þær. Forseti getur því skv. þessum skilningi ávallt blokkerað slíka ákvörðun, þó forseti geti ekki tekið ákvarðanir um þá málaflokka sem ráðherra fer með, skv. 13. gr. að ráðherra fari með vald forseta, þá þíði það ekki að ráðherra geti valtað yfir forseta eða tekið honum sem sjálfsögðum hlut. Undirritun forseta hverju sinni sé í hvert skipti háð ákvörðun forseta. Í hvert skipti sé hún sjálfstæð ákvörðun forseta - sem forseti hefur fullan rétt skv. stjórnarskránni til að:

  • Bíða með,
  • eða hafna,
  • sem felur í sér þann möguleika að ráðherra geti í tilvikum þurft að semja við forseta.

Þetta þíði ekki að ekki sé þingræði - þ.s. forseti getur ekki skipað ríkisstjórn nema þá sem Alþingi samþykkir að sitji. Þannig að Alþingi ræður einnig hvort ríkisstjórn situr eða ekki.

Að sama skapi, getur forseti ekki sett lög, því alþingi hefur alltaf síðasta orðið um alla lagasetningu.

Það er því skýrt skv. stjórnarskránni, og skv. ofangreindum skilningi, að okkar fyrirkomulag er þingræði.

Þó það sé ekki þingræði með akkúrat sama hætti og tíðkast t.d. í Svíþjóð. Heldur var valið að fela forseta í reynd heilmikið vald!

 

Kv.


Neyðarlántaka Spánar getur reynst TVÍEGGJUÐ!

Sjálfagt hefur ekki farið framhjá mörgum að Spánn hefur samþykkt að óska eftir aðstoð í kjölfar langs fundar á laugardagsmorgun er virðist hafa endað með samkomulagi þess efnis að Spánarstjórn formlega óski eftir neyðarláni, að upphæð 100ma.€.

Samkvæmt fréttum treysti ríkisstjórn Spánar sér ekki til að nefna nokkra lánsupphæð þ.s. niðurstaða tveggja óháðra mata á gæðum eignasafna spænskra banka liggur ekki enn fyrir. Þess vegna skv. fréttum sem áður hafa komið fram, vildu spænsk stjv. bíða með þessa lántöku.

En klárt hefur slík bið ekki verið ásættanleg fyrir önnur aðildarríki evrusvæðis né stofnanir ESB, aðilar hafa sennilega óttast viðbrögð markaðarins ef málinu væri ekki lokið þessa helgi. Þannig að það er brugðið á það ráð að gefa út yfirlísingu þess að spænska ríkinu verði lánaðar 100ma.€.

En eins og fram kemur í fréttunum, er ekki enn búið að ganga frá því akkúrat hvaðan það fé á að koma þ.e. ESFS - en þá hafa allar aðildarþjóðir evrusvæðis neitunarvald eða ES - hinn nýji sjóður, en ekki er enn búið að klára staðfestingarferli hans svo hann er ekki tekinn til starfa. En skv. reglum hans dugar samþykki eigenda 90% ábygða, svo unnt er að komast framhjá Nei-i t.d. Finna. En þeir einmitt hafa nú sagt að þeir vilji "collateral" en því er algerlega öruggt að spánarstj. mun hafna.

---------------------------------

"The Eurogroup said the funds could come from either from the euro zone's temporary rescue fund, the EFSF, or the permanent mechanism, the ESM, which is due to start next month. Finland said that if money came from the EFSF, it would want collateral."

"EU sources said there was a preference to channel money to Spain through the ESM, rather than the EFSF. Under the ESM, an approval rate of 90 percent or less is needed to trigger aid, and the fund also has more flexibility in how it operates. - ""That's why it's so important that the ESM ... be ratified quickly," German Finance Minister Wolfgang Schaeuble said."

"A formal request by Spain is expected before June 21, when euro-zone finance ministers meet in Luxembourg and after a detailed report is issued by two government-appointed advisers on the banks' capital needs. "It was in everyone's interest to have the situation clarified before the Greek elections," a European official said."

--------------------------------- 

Síðustu orðin benda til þess að þetta sé ekkert annað en viljayfirlísing!

Málið er því í reynd ekki fullklárað!

Áhrif markaðarins nk. mánudag geta því verið áhugaverð!

Euro zone agrees to lend Spain up to 100 billion euros

Spain Seeks $125 Billion Bailout as Bank Crisis Worsens

Spain Requests EU Aid for Banks

Debt crisis: Spain bows to €100bn bank bailout

Spain seeks eurozone bail out

 

En hvað meina ég með því að þetta sé tvíeggjað?

Málið er að við þetta aukast skuldir spænska ríkisins - - > munum að spænska ríkið er statt í alvarlegri efnahagskrísu, og á útmánuðum þessa árs hafa hagtölur virst benda til þess að hún fari versnandi, sbr. hratt vaxandi samdráttur í eftirspurn innan spænska hagkerfisins; þetta ástand setur spurningarmerki við greiðslugetu spænska ríkisins.

Það má vera að markaðurinn fagni niðurstöðunni fyrst í stað a.m.k.

En það var ekki af ástæðulausu að spænska ríkið lagði svo mikla áherslu undanfarna daga á það, að lánin væru veitt framhjá því sjálfu, þ.e. þráðbeint til spænsku bankanna - svo spænski ríkissjóðurinn þyrfti ekki að axla á þeim ábyrgð.

Hugmyndin með lánveitingunum virðist vera, að bankarnir síðan noti þau til að afla sér lausafjár frá Seðlabanka Evrópu, þ.e. leggi þau skuldabréf fram sem mótveð. Slík aðferð auðvitað kaupir einungis tíma. Það á við í allra besta falli - er þetta tilraun til að velta snjóboltanum aðeins áfram.

Skv. fréttum vildu þjóðverjar ekki heyra á það minnst að lána án þess að spænska ríkið myndi bera ábyrgð á lánveitingunni, og varð ekki þokað frá þeirri afstöðu - auk þess hefði þurft að breyta reglum um ESFS eða núverandi björgunarsjóð Evrusvæðis eða um ES hinn nýja sem á við að taka; sem hefði þítt að samþykki allra aðildarríkja hefði þurft til.

Svo kannski rann ljós upp fyrir ríkisstjórn Spánar, að krafan væri óframkvæmanleg innan þess tímaramma sem til þarf - - hver er afleiðingin?

 

Hver er hættan?

Einfaldlega að málið ónýtist - þ.e. aukin skuldsetning spænska ríkisins valdi því, að tiltrú markaðarins á greiðslugetu þess dvíni, þannig að skuldabréf spænska ríkisins verðfalli frekar.

Með öðrum orðum, að vaxtakrafan hækki enn frekar en orðið er.

Ég sé fyrir mér tvo möguleika, að markaðirnir fagni fyrst í stað eða þeir bregðist strax neikvætt við:

  1. Ef markaðirnir bregðast strax eða mjög fljótt neikvætt við, vikan hefst ekki á fögnuði, þá bregst markaðurinn fljótt við með þeim hætti, að endurreikna sýn sína á greiðslugetu spænska ríkisins miðað við auknar skuldir - sen þíðir að hugsanlega fer vaxtakrafan í um 7% fyrir vikulok.
  2. En ef það verður fögnuður fyrst í stað, þá grunar mig að aðilar á markaði fari síðan fljótlega að spá í það, hvað þessar viðbótarskuldir þíða fyrir greiðslugetu spænska ríkisins; og vaxtakrafan hækki einungis aðeins seinna í cirka ofangreint far.

Hættan við frekara verðfall spænskra ríkisbréfa, er hve ótrúlega mikið magn þeirra er í eigu spænsku bankanna.

Þ.e. verðfall þeirra hefur bein neikvæð áhrif á þeirra eigið fé.

Að auki mun aukning skulda væntanlega knýja spænska ríkið til enn frekari niðurskurðar en þegar er fyrirhugaður, sem þá eykur enn meir á samdrátt innan hagkerfisins.

Með öðrum orðum, mikil hætta er á því að þessi aðferð muni engu bjarga.

Þvert á móti flýta fyrir hruni Spánar.

 

Niðurstaða

Ég hve fólk til að fylgjast áfram með fréttum. En skv. fréttum virðist vera ímsir lausir endar sbr. ekki enn ljóst hvaðan féð á að koma, þ.e. úr ESFS núverandi björgunarsjóð þ.s. Finnar hafa neitunarvald og segjast munu heimta mótveð sem verður algerlega óásættanlegt fyrir Spánarstj. eða ES hinum nýja sjóði en sá getur ekki tekið löglega til starfa fyrr en staðfestingarferli aðildarríkja á samkomulagi um myndun hans er lokið. Að auki má velta því fyrir sér hvort samkomulagið sem átti sér stað, sé enn bindandi. Það er alls ekki víst, því A ekki liggur enn fyrir hvaðan peningar eiga koma, né hver þörf Spánar er. Þetta er ekki alveg krystal tært af fréttum. Má vera að þetta sé einungis viljayfirlísing, undirrituð af öllum.

Þannig að það má vel vera að ekkert verði af þessu. Síðan eins og ég bendi á, er aðferðin að auka skuldir spænska ríkisins afskaplega tvíeggjuð, og alls óvíst að það reddi í reynd spænska bankakerfinu.

Ef það í reynd einungis þíðir að, tiltrú markaðarins á greiðslugetu spænska ríkisins fellur, þá getur það leitt beint til baka til bankanna, í formi frekara verðfalls spænskra ríkisbréfa - þannig að hola myndist aftur á ný innan spænska bankakerfisins.

Engin nettó bót aðstæðna eigi sér stað!

 

Ps - áhugaverðar fréttir:

EU's Spain bank rescue may bring only brief respite

Spanish Bondholders May Rank Behind Official Loans After Aid

 

Kv.


Mun Spánn óska eftir aðstoð um helgina, eða er verið að nota alþjóðlega fjölmiðla til að þrýsta á Spán?

Mér kemur til hugar sá möguleiki að ekki sé öruggt að það sé að marka fréttir heldur fjölmiðla heimsins, þ.s. því er haldið fram að Spánn muni líklega óska eftir aðstoð. Samkvæmt fréttum hafa aðilar í Brussel og Berlín, látið erlendu fjölmiðlana vita. Ef þetta er rétt, þá virðist að samkomulag hafi náðst milli ríkisstjórnar Spánar og ríkisstjórnar Þýskalands, þess efnis að björgun í tilviki Spánar verði ekki neitt sérlega íþyngjandi aðgerð. Hið minnsta ekkert í líkingu við björgun Grikklands, Portúgals eða Írlands. Líkur virðast á að aðgerðin snúist fyrst og fremst um að veita ríkisstjórn Spánar lánsfé á hagstæðari kjörum en fæst nú á markaði fyrir endurfjármögnun spænskra banka. Það verður áhugavert að sjá, hverjar upphæðirnar verða.

  1. En ríkisstjórn Spánar hefur nefnt upphæðir á skalanum 40-60ma.€.
  2. Á sama tíma metur Fitch Rating að líklega þurfi á bilinu 60-100ma.€.
  3. Nouriel Roubini telur þetta hlaupa á bilinu 100-250ma.€.

Ég átti sannast sagna ekki von á því að ákvörðun yrði tekin þetta fljótt, því ekki er enn komin fram niðurstaða óháðra sérfræðinga á um hvert rétt virði eignasafna spænskra banka er.

En þær niðurstöður kvá liggja fyrir innan næstu tveggja vikna.

En kannski þykir rétt að slá lán þegar fyrir hluta-endurfjármögnun, síðar verði frekari slegin ef í ljós kemur að meira fé þarf skv. mati endurskoðunar-aðilanna.

Þetta segir Reuters - Exclusive: Spain poised to request EU bank aid Saturday

FT - Spain poised to seek bailout

WSJ - Euro-Zone Officials Explore Ways to Help Spain

Bloomberg - Rajoy Holds Bank Talks With EU as Fitch Downgrades Spain

 

Fundur háttsettra aðila innan stofnana ESB, og meðlimaríkja um vanda evrusvæðis!

Þegar ég les þessar fréttir þá sýnist mér ekki endilega ljóst að ríkisstjórn Spánar muni óska aðstoðar þessa helgi. En eins og fram kemur, munu háttsettir aðilar þ.e. fjármálaráðherrar aðildarríkja og háttsettir meðlimir stofnana, hittast á símafundi á laugardagsmorgun 9/6.

Á þeim fundi verði mál rædd, farið yfir stöðuna - og skv. fréttum erlendu fjölmiðlanna virðist fréttin koma frá Brussel og Berlín.

Það fær mig til að setja smá spurningamerki við hana!

Því vitað er, að Brussel og Berlín eru að þrýsta á Spán að taka björgunarpakka.

Mér virðist ekki loku fyrir skotið, að fréttin geti verið líður í þrýstingi aðila í Brussel og innan ríkisstjórnar Þýskalands á um að ríkisstjórn Spánar samþykki að óska formlega eftir björgun.

Um geti verið eiginlega um að ræða, sameiginlega atlögu á fundinum - það getur þá verið, að hann muni þá í reynd snúast út í harðar samningaviðræður um akkúrat hvernig pakkinn skal vera.

Það sé alls ekki fyrirfram ljóst að samkomulag muni nást - þó svo að Brussel og Berlín óski einskis annars heitar þessa stundina.

Ég held það sé langt í frá fyrirfram ljóst - að af þessu verði þessa helgi.

 

Niðurstaða

Ég hvet fólk til að veita erlendum fréttum á laugardag nána athygli. Kannski óskar Spánn eftir aðstoð eins og Brussel og Berlín vilja. Eða kannski ekki - þ.s. samkomulag hafi ekki náðst.

En Spánn vill eins lítt íþyngjandi fyrirkomulag björgunar og unnt er, og verið getur að ekki nái saman nú um helgina hvernig sú útfærsla skal vera.

 

Kv.


Fitch Rating lækkar mat sitt á lánshæfi Spánar í BBB!

Sennilega megin frétt fimmtudagsins, lækkun Fitch Rating sjá: Fitch Downgrades Spain to 'BBB'; Outlook Negative. En lækkun í BBB er lækkun um 3 þrep, sjá einnig Pressure for Spanish Bank Rescue Grows

 

Hve mikið mun endurfjármögnun spænskra banka kosta?

Spænsk stjórnvöld tala í dag um milli 40-60ma.€. Fyrri ríkisstjórn Spánar sagði kostnað ekki fara yfir 26ma.€. Sem klárt er hressilega úrelt viðmið.

Spænsk stjórnvöld eru í dag að láta vinna 2 sjálfstæð óháð möt á gæðum eignasafna spænskra banka, svo greinilega eru þau sjálf ekki viss að þeirra eigin viðmiðunarstærðir séu réttar.

Nouriel Roubini og samstarfskona hans Megan Greene segja að endurfjármögnun spænskra banka geti hlaupið á 100 - 250ma.€. Sem mér finnst ekki endilega fjarstæðukennt.

Get ready for the Spanish bailout

En stóra málið er að enginn í reynd veit þessa stundina.

Sjá að neðan mat Fitch Rating!

 

"-- The likely fiscal cost of restructuring and recapitalising the Spanish banking sector is now estimated by Fitch to be around EUR60bn (6% of GDP) and as high as EUR100bn (9% of GDP) in a more severe stress scenario compared to Fitch's previous baseline estimate of around EUR30bn (3% of GDP);"

Á bilinu 60 - 100ma.€ - > Takk fyrir.

"The settlement of outstanding payment arrears incurred by sub-national administrations and other 'one-off' operations will increase GGGD by 5.5% of GDP in 2012. Fitch expects that bank recapitalisation will add a further 6% of GDP to government debt during 2012 and 2013. Combined with a worsened outlook for the economy and higher interest payments, GGGD/GDP is projected by Fitch to peak at 95% in 2015 compared to the agency's previous projection of a peak of 82% in 2013 (the latter broadly corresponds to the government's current forecasts). Under a scenario whereby the recession is more severe than forecast (-2.7% and -1.5% contraction in real GDP in 2012 and 2013 respectively compared to -1.9% and -0.5% assumed in Fitch's baseline projections), deficit reduction less rapid (3% primary budget deficit in 2013 compared to 1.4% assumed in the baseline) and bank recap costs are higher (9% of GDP rather than 6%), government debt would peak above 100% of GDP by 2014. Nonetheless, even under this negative scenario, government debt would stabilise reflecting Fitch's analysis and judgment that public debt sustainability is within reach, albeit at a high level of indebtedness that offers very limited fiscal space to absorb further negative shocks. "

 

Ég held að svartsýnni niðurstaðan sé hugsanleg - en þá þarf allt að ganga upp. En vægari útkoman sé mun minna líkleg, en sennilega eru þeir enn full bjartsýnir um dýpt kreppunnar á Spáni.

Þannig að 100ma.€ kostnaðar-talan sé síst of há.

Þá erum við að tala um ríkisskuldir Spánar fari í um og yfir 100% af þjóðarframleiðslu. Og þaðan af verra náttúrulega, ef hlutir stefna í enn verri átt.

Sem alls ekki er mögulegt að slá út af borðinu sem raunhæfan möguleika.

 

Eins og sjá má er Fitch gagnrýnið á stjórnendur evrusvæðis pólitíska sem aðra!

"The dramatic erosion of Spain's sovereign credit profile and ratings over the last year in part reflects policy missteps at the European level that in Fitch's opinion have aggravated the economic and financial challenges facing Spain as it seeks to rebalance and restructure the economy. The intensification of the eurozone crisis in the latter half of last year pushed the region and Spain back into recession, exacerbating concerns over sovereign and bank solvency. The absence of a credible vision of a reformed EMU and financial 'firewall' has rendered Spain and other so-called peripheral nations vulnerable to capital flight and undercut their access to affordable fiscal funding. Spain has been especially vulnerable to a worsening of the eurozone crisis because of the high level of net foreign indebtedness (around 90% of GDP) and fragile confidence in its capacity to implement fiscal consolidation and bank restructuring in a timely fashion."

 

Stjórnendur evrusvæðis pólitískir sem og embættismenn stofnana þess, eiga sannarlega alla slíka gagnrýni skilið. En algerlega hefur mistekist að skapa trúverðuga sýn þ.s. framtíð svæðisins er tryggð.

Og líkur þess að sú sýn komi fram virðist ekkert endilega meiri í dag en í gær.

En grundvallarágreiningur aðildarríkja um stefnu verður stöðugt meir áberandi.

Og þ.s. verra er að skv. nýlegum vísbendingum, er samdráttur að hefjast í atvinnulífi í Þýskalandi - sem bendir til þess að þýska hagkerfið geti verið komið í samdrátt síðsumars.

Og það sennilega minnkar fremur en hitt vilja þjóðverja til að taka á sig kostnaðarsamar reddingar, í því skyni að koma evrusvæði í örugga höfn.

 

Fitch telur að Spánn muni halda aðgangi að lánsfjármörkuðum!

"The Spanish government is expected to retain access to market financing for fiscal purposes, albeit at an elevated cost. Resolution of the banking crisis, progress on deficit-reduction and on-going structural reform combined with steps at the European policy level towards resolution of the eurozone systemic crisis would support a normalisation of funding costs and enhance confidence in the sustainability of public debt."

 

Þetta finnst mér afskaplega bjartsýn afstaða í ljósi þess að spænsk stjórnvöld og þýsk virðast augljóslega vera byrjuð að prútta um björgun Spánar - : Óformlegar viðræður í gangi milli Berlínar og Madrídar um björgun Spánar!

Að auki liggur ekki enn fyrir niðurstaða hinna tveggja óháðu matsaðila sem eru að taka út eignasöfn spænskra banka og fjármálastofnana.

Því er í reynd allt á huldu um raunverulegann kostnað við endurfjármögnun spænska fjármálakerfisins.

 

Fitc telur að Spánn muni fá sérstaka aðstoð við fjármögnun bankanna!

"Fitch expects Spain to secure external financial support for the recapitalisation of medium-sized banks and savings banks which would help restore confidence in the banking sector as a whole. The core of the system - Santander, BBVA and La Caixa - will not require assistance in meeting more stringent provisioning and capital requirements and underpin Fitch's confidence that the fiscal costs of restructuring the banking sector remain manageable from a sovereign credit and rating perspective."

"Recourse to external funding for bank recapitalisation underscores the constrained financing flexibility of the sovereign to respond to adverse shocks. Nevertheless, securing low cost and long duration funding from European partners to assist in the restructuring of the Spanish banking sector is consistent with Spain's current sovereign rating. If effective in restoring confidence in the banking sector and easing the fiscal burden of restructuring, such support would be credit positive."

 

Það virðist að starfsm. Fitch séu að reikna með mjög afmarkaðri björgunaraðgerð annarra meðlimaríkja evrusvæðis, sem myndi styrkja trúverðugleika Spánar - í stað þess að veikja hann.

Þannig að þá eru þeir sennilega ekki að reikna með fullri björgunaráætlun sambærilegri þeim sem Grikkland, Portúgal og Írland hafa verið að ganga í gegnum.

Þetta geta þeir auðvitað ekki vitað - en þegar er ljóst að Spánn er að prútta við Þýskaland, sem mestu virðist ráða, um hvaða form björgun Spánar skal taka - ef eða þegar til hennar kemur.

  • Ef Spánn á að halda markaðaðgangi, þarf allt að ganga að óskum.
  1. Kreppan má ekki versna verulega að ráði á Spáni, en skv. nýlegum tölum er nú í gangi mjög umtalsverð aukning í samdrætti inna viðskiptalífs Spánar og í eftirspurn almennt í hagkerfinu, sem bendir til þess að samdrátturinn sé í verulegri aukningu á útmánuðum þessa árs.
  2. Kostnaður við endurfjármögnu spænskra banka má ekki hlaupa upp úr öllu valdi.
  3. Og ég held, að Grikkland mun þurfa að kjósa að halda áfram innan björgunarferlis - þ.e. kosningar þann 17. júní nk. þurfi að skila áframhaldandi stjórn gömlu valdaflokkanna.
  4. Ríkisstjórn Spánar þarf að takast að ráða nokkurn veginn við útgjaldavandann, þrátt fyrir versnandi kreppu.

Þarna eru nokkur STÓR EF!


Kínverjar hafa þó afskrifað evrópskar ríkisskuldir!

CIC Stops Buying Europe Government Debt on Crisis Concern

Chinese sovereign wealth fund stops buying European government debt

"Gao Xiqing, president of China Investment Corp., said the nation’s sovereign wealth fund has stopped buying European government debt on concerns about the region’s financial turmoil." - "“We still have our people looking at opportunities in Europe, even though we don’t want to buy any government bonds.”"

 

Þetta er u.þ.b. mánaðargömul frétt, en eins og fram kemur, ákvað stjórnandi kínverska ríkis söfnunarsjóðsins, sem notar fé sem kínv. stjv. eiga á reikningum til fjárfestinga víða um heim; að hætta kaupa ríkisbréf Evrópuríkja.

Þeir setja Evrópu alla greinilega undir einn hatt - metin sem áhættusvæði hvað fjárfestingar varðar.

Þetta er magnaður árangur ekki satt? Evrópa ekki lengur trúverðugur fjárfestingarkostur í augum kínv.

 

Að lokum bendi ég á umfjöllun Ambrose Evans Pritchard:

Spain too big for EU rescue fund as China recoils

En hann kemur með ágætar ábendingar um áhrifin á björgunarkerfi Evrópu - þegar Spánn óskar eftir björgun.

En þá ógildast sjálfkrafa öll veð sem ríkisstj. Spánar hefur veitt innan björgunarkerfis Evrópu - sem þíðir að ábyrgðir annarra ríkja hækka.

En hann bendir einnig á, að Ítalía er einnig veikur bógur, og vart fær að taka á sig slíka aukningu skuldbindinga, þannig að líklega þurfi Frakkland og Þýskaland sameiginlega að axla megnið af þeim viðbótar ábyrgðum.

Þetta er ágætt hjá honum að benda á þetta - en þetta er galli á aðferðafræði aðildarríkja ESB, að beita lántökum með veitingu ábyrgða til sameiginlegs björgunarsjóðs.

En þetta eykur skuldbindingar aðildarríkjanna sem veita slíkar ábyrgðir - og er því hætt við að verði sjálfstætt áhættuatriði þ.e. "independent source of contagion."

Ég hef bent á, að mun betra hefði verið að sleppa björgunarsjóðnum sem millilið - og veita lánaábyrgðir beint til ríkja í vandræðum, sem þau síðan sjálf myndu slá lán út á.

En þess í stað, þarf sjóðurinn að nýta ábyrgðirnar með útgáfu skuldabréfa, svo sá hafi fé til að lána til ríkja í vandræðum - þarna bjuggu ríkin til að ég fæ best séð, óþarfa stofnun.

Nefnd einstaklinga frá aðildarríkjunum, hefði einfaldlega getað verið til staðar, til að veita ráðleggingar um hvenær veita skal frekari ábyrgðir til ríkis í vandræðum. Haft yfirumsjón með því eftirliti sem þyrfti að viðhafa.

Þá hefðu ríkin einungis skuldbundið sig fyrir það lánsfé sem búið væri að veita. Í staðinn virðist mér hafa verið valin dýrasta og óhagkvæmasta aðferðin.

Og eins og Brósi bendir á, getur hrikt duglega undir þessu kerfi á næstu vikum - þegar spurningin um veitingu neyðarláns til Spánar mun nálgast stöðugt meir, ásamt því að hver raunverulegur kostnaður er mun skýrast!

 

Niðurstaða

Spánn er ekki komið í ruslflokk enn, en til þess þarf lækkun um 3 þrep til viðbótar skv. fréttum. Þetta er þó mikið fall fyrir 5 stærsta hagkerfi evrusvæðis. Framtíðin lýtur ekki vel út fyrir Spán.

Það verður spennandi að fylgjast með fréttum af því, þegar niðurstöður fara loks að berast um það hver hinn raunverulegi kostnaður við endurfjármögnun spænskra banka er.

En dýpkandi kreppan að sjálfsögðu magnar hann!

Þannig að sá kostnaður er einnig stöðugt á hreyfingu - ekki föst stærð.

Eins og Ambrose Evans Pritchard réttilega bendir á, þá veikir fall Spánar verulega björgunarkerfi evrusvæðis. Þess trúverðugleiki getur verið sannarlega á brauðfótum - í reynd brotnað niður, ef í ljós kemur að kostnaðurinn við aðstoð við Spán, er verulega mikið hærri en spænsk stjv. hafa verið að tala um.

 

Kv.


Óformlegar viðræður í gangi milli Berlínar og Madrídar um björgun Spánar!

Það virðist dálítið sérstakt ferli í gangi, þ.e. Spánn í hlutverki tregs kaupanda - meðan seljandinn hefur verið að bjóða verðið niður. En ennþá gefur Spánn enga vísbendingu um að kaup séu líkleg.

Um hvað er ég að tala?

Ég er að segja, það virðist sem að ríkisstjórn Spánar og mótaðilar, séu að tjalda baki farnir að prútta um "björgun" Spánar.

Nokkrar fréttir hafa nú sést í alþjóðlegum fjölmiðlum þ.s. viðtöl við embættismenn gefa vísbendingu um að, líklegt björgunarprógramm Spánar yrði miklu mun mildara en nokkurra hinna 3 landanna sem hingað til hafa endað í svokallaðri björgun.

Á meðan tala ráðherrar spánarstjórnar niður áhugann á "björgun" - eins og kaupandi sem er að prútta um verð, og telur sig enn geta fengið betra tilboð.

 

Vísbendingar uppi um óformlega samninga að tjalda baki!

Þetta verkast líklega af því að Spánn er í miklu mun sterkari samningsaðstöðu en litlu ríkin; Grikkland, Portúgal og Írland. 

Því þ.e. alls enginn vafi á því að gjaldþrot Spánar myndi þíða endalok evrunnar!

Svo að þrýstingurinn er á hinn veginn, þ.e. á stofnanir sem standa að baki evrusvæði og á hin aðildarríkin - - > sem eru á böggum hildar út af þeim möguleika að Spánn geti tekið evruna niður.

Svo nú er allt í einu sagt að björgun í tilviki Spánar geti verið miklu muna mildari, alls ekki sé þörf á sambærilegu eftirliti eða íþyngjandi viðbótaraðgerðum, eins og löndin 3 voru beitt.

Þó ekki sé vilji til að gefa eftir það prinsipp, að björgun verði að vera á því megin formi, að ríkissjóður Spánar verði að samþykkja að undirgangast lántökurnar - ekki sé unnt að fara framhjá honum, og lána milliliðalaust til spænskra banka.

En fram er þegar komið að þjóðverjar vilja ekki heyra á slíkt minnst.

Europe ready to rescue Spain's banks

Spain Plays Down Bank-Rescue Talk

Europe weighs up limited Spanish rescue

Germany finalizing face-saving aid deal for Spain

Spain awaits bank audit as Germany warms to bailout

 

Greinilegt að það er ekki sama Jón og séra Jón!

Greinilega skiptir það máli, að það er Spánn sem er í vandræðum, 5. stærsta hagkerfi evrusvæðis. Þetta er gamla prinsippið, að ef þú skuldar nægilega mikið - er bankinn í vandræðum.

Séra jónar meðal skuldara eru þeir sem eru nægilega herfilega stórir, svo bankinn verður að taka tillit til þeirra. Á meðan hann treður á smærri skuldurum.

Þetta virðist ætla líka að haldast satt fyrir evrusvæðið.

Bankinn í þessu tilviki er Þýskaland.

Eins og fram kemur í fréttunum að ofan, þá er ríkisstjórn Spánar að bíða eftir tveim óháðum sjálfstæðum matsferlum á gæðum eigna spænskra banka.

Niðurstöðu sé að vænta innan næstu tveggja vikna.

Fram að því a.m.k. verði engin ákvörðun tekin - þ.s. upphæðir liggja ekki fyrir.

Á meðan virðist að spænsk stjórnvöld muni halda áfram að prútta við þýsk stjórnvöld, um það akkúrat hvaða form "björgun" Spánar á að taka.

 

Niðurstaða

Það virðist að bakvið skeytasendingar sem undanfarna daga hafa gengið milli Berlínar og Madríd, hafi verið annað ferli í gangi miklu mun hljóðlátara.

En Spánn og Þýskaland virðast beinlínis vera að prútta um björgunaráætlun fyrir Spán.

Ríkisstjórn Spánar virðist í miklu mun sterkari samningsaðstöðu en litlu þjóðirnar sem fram að þessu hafa fengið svokallaða "björgun."

Ekki liggur enn fyrir akkúrat hvernig slíkur pakki mun líta út - ef og þegar formlegt samþykki mun eiga sér stað.

En fréttirnar sem hlekkjað er á að ofan, segja a.m.k. hvað embættismenn hafa verið til í að afhjúpa gagnvart fjölmiðlum heimsins.

 

Kv.


Ríkisstjórnir Spánar og Þýskalands spila póker - undir er framtíð evru, framtíð ESB og hvort verður heimskreppa!

Sjaldan hafa tvær ríkisstjórnir spilað póker og lagt meira undir. Hvorug sýnis nokkur hin minnstu merki um að blikka. Í aðaldráttum vill ríkisstjórn Spánar að aðildarríki evru veiti lán til fjármögnunar undirfjármagnaðra spænskra banka, en án þess að Spánn fari í björgunarferli sambærilegt við björgunarferli Grikklands, Portúgals og Írlands. Samtímis er ljóst að spænska hagkerfið er komið í hraða hnignun af því tagi, sem við höfum séð í Grikklandi. En flestar vísbendingar þetta ár, benda til hratt vaxandi efnahagshnignunar á Spáni.

Á meðan situr Angela Merkel eins og sphinx - bendir Spáni á að sækja um aðstoð.

Spain makes plea for EU aid for troubled banks

Spain makes explicit plea for bank aid

Spain says credit markets closing its door, G7 takes no action

Spain Warns Market Access Being Shut

Germany rejects direct bank aid for Spain

National interests threaten EU bank reforms

 

 

Ekkert gerðist á G7 fundinum - ég meina, ekki neitt!

 "The U.S. Treasury, which chaired that meeting, said in a statement that the G7 discussed "progress towards a financial and fiscal union in Europe" and agreed to monitor developments closely. But the group made no joint statement and took no immediate action."

"White House economic adviser Michael Froman said..."Europe has taken a number of very important steps in the last months to address the crisis," Froman told a panel at the CSIS think-tank. "It's clear now from the markets that they expect more, and more is needed."

"Japanese Finance Minister Jun Azumi said the G7 finance chiefs agreed to work together to deal with the problems facing Spain and Greece." - "I see market anxiety over world economy largely stemming from Europe's problems," Azumi told reporters in Tokyo."

Þetta kemur mér á óvart - ég meina, hingað til hefur fundum af þessu tagi alltaf lokið með einhvers konar sameiginlegri yfirlísingu, þ.s. látið er líta út á yfirborðinu a.m.k. að samstaða ríki.

Að ekki kom nein slík - getur verið vísbending þess, að víð gjá hafi verið milli aðila.

Svo víð, að þetta hafi einfaldlega verið "rifrildis fundur."

Markaðirnir eiga ekki eftir að taka þessu vel á miðvikudag.

 

Fjárlagaáðherra Spánar segir að markaðir séu í reynd lokaðir!

spanis_treasurey_minister.jpgCristobal Montoro - fjárlagaráðherra Spánar, sagði eftirfarandi: "The risk premium says Spain doesn't have the market door open. The risk premium says that as a state we have a problem in accessing markets, when we need to refinance our debt." - "Spain can't really be bailed out, from a technical point of view," Mr. Montoro said." - "The amount needed by Spain's banking system isn't very high, nor excessive. What matters is the procedure to provide such an amount, and that's why it is important that European institutions open up and proceed with this," Mr. Montoro said. "What's needed is that European institutions start moving and look for a bank recapitalization through these procedures."

Þetta er bísna áhugavert - en þetta kom fram í viðtali á útvarpsstöð. Hann hefur örugglega ekki sagt þetta, nema ríkisstjórn Spánar hafi verið búin að ákveða, að þetta væri sagt.

  • Þarna áréttar hann þörfina fyrir aðstoð.
  • Samtímis íjar hann að því, að svokallað björgunarprógramm sé í reynd ekki mögulegt - ekki praktískt í tilviki Spánar.
  • Svo segir hann, að þörf fyrir beinar lánveitingar, án þess að um björgunarprógramm væri að ræða, sé ekki í upphæðum sem væru mjög íþyngjandi fyrir hin aðildarríkin að fjármagna sameiginlega.

Svo þarna er ráðherra ríkisstjórnar Spánar, að færa rök fyrir þeirra afstöðu.

 

Ekki var lengi að bíða eftir svari frá Berlín

"Volker Kauder, the chief whip for Ms. Merkel's Christian Democrats in the German parliament, said Europe created the European Financial Stability Facility and the ESM to come to the aid of countries that need to support their banks, urging Madrid to decide quickly if it needs to tap these funds."

Þingflokksformaður flokks Angelu Merkelar, var greinilega sá sem fenginn var til að svara fyrir afstöðu ríkisstjórnar Angelu Merkelar, og hann áréttaði sama punktinn sem bæði Angela Merkel sjálf og hennar fjármálaráðherra hafa áréttað á síðustu dögum.

 

Svo má segja að hafi komið óformlegt svar frá Framkvæmdastjórninni!

"Separately, a euro-zone official speaking on condition of anonymity said Spain need not fear that it could be placed under a rigorous Greek-style monitoring program that would involve setting strict fiscal-policy targets and enforcing the country's adherence to the conditions placed on the aid."

""It is reasonable to expect that given the enormous amount of work Spain is already doing they won't have to do much," the official said. "The program would be tailor-made to deal with Spain's banks and would be very different from Greece, Ireland and Portugal.""

Með öðrum orðum, að ríkisstjórn Spánar hafi ekkert að óttast. Undirliggjandi, að drífa í því að óska eftir aðstoð.

 

Að lokum, slæmar efnahagsfréttir frá Evrópu!

Fyrirtækið MARKIT gefur reglulega út vísitölur sem fjölmargir fylgjast með, sérstaklega svokölluð "Pöntunarstjóra-vísitala" eða PMI - Purchasing Managers Index.

Pöntunarstjóravísitalan mælir samdrátt eða aukningu í pöntunum til einkafyrirtækja.

Hærra en 50 er aukning, lægra en 50 er minnkun.

Markit Eurozone Composite PMI

  • Final Eurozone Composite Output Index: 46.0 (April 46.7)
  • Final Eurozone Services Business Activity Index: 46.7 (April 46.9)
  • Widespread weakness across the currency union, with output falling across the big-four nations

Eins og sést af þessum tölum, er atvinnulífið á evrusvæði í greinilegum samdrætti.

Nations ranked by all-sector output growth (May)

  1. Germany 49.3 34-month low
  2. France 44.6 37-month low
  3. Italy 43.5 2-month high
  4. Spain 41.2 6-month low

Það sem þessar tölur sýna er að það er að fara akkúrat með þeim hætti - sem ég átti von á, við upphaf árs.

Það er, að kreppan myndi ágerast þ.e. versna eftir því sem líður á árið.

Það er þvert á opinberar spár Seðlabanka Evrópu og Framkvæmdastjórnar ESB, sem spáðu að kreppan myndi vera mild á fyrri hluta árs og að viðsnúningur myndi hefjast á þeim seinni.

En það gekk þvert á almenna skynsemi - þ.s. snemma á árinu var gengið frá svokölluðum "Stöðugleika Sáttmála" sem nær öll aðildarríki ESB undirrituðu, og skuldbundu sig til að fylgja - það þíddi umtalsverðar viðbótar niðurskurðaraðgerðir samtímis hjá nær öllum aðildarríkjum ESB; og það gat ekki haft nema eina afleiðingu - - > Dýpkandi kreppu á seinni helming árs.

Svo bætist nú við Spánarkrýsan - - sem magnar enn ég reikna með hina undirliggjandi niðursveiflu.

Takið eftir - að það er að fara eins og ég spáði, að Þýskaland er að togast niður í kreppu nú á 2. ársfjórðungi þessa árs!

 

Niðurstaða

G7 fundurinn virðist staðfesta fullkomið skort á samkomulagi um nálgun að því hvernig rétt er að bregðast við hratt stigmagnandi krýsunni á evrusvæði.

Á meðan ganga skeytin á milli Berlínar og Madríd. 

Á sama tíma eru sterkar vísbendingar uppi um hratt versnandi kreppu í Evrópu.

Þetta lýtur alls ekki vel út!

 

Kv.


G7 ríkin ákveða að halda neyðarfund á þriðjudag 5. júní. Vandi Spánar talinn líklegur að vera í meginfókus!

Síðan vandi Spánar gaus upp með svo dramatískum hætti, verður það ekki lengur dregið í efa að evran er í mjög alvarlegri tilvistarkreppu. Engum dettur í hug að "Spexit - Spanish exit" sé viðráðanleg stærð fyrir evruna, meðan "Grexit - Greek exit" var a.m.k. af sumum aðilum geta verið viðráðanleg.

Vandi við Spexit er ekki einungis að Spánn er stærra hagkerfi en Grikkland, Írland og Portúgal samanlagt.

Heldur ekki síst sá, að talið er fullvíst að óróleikinn í kjölfar "Spexit" myndi vera slíkur innan ítalska fjármálakerfisins - að Ítalía myndi í kjölfarið einnig lenda í óviðráðanlegu krýsuástandi.

Einn vandinn enn er að ESB ætlar ekki að halda sinn stóra leiðtogafund fyrr en dagana 28-29 júní, og það einfaldlega getur verið of seint.

En svo hratt er vandi Spánar að magnast - að óviðráðanlegur fjármagnsflótti getur verið skollinn á fyrir þann tíma, sem getur þá neytt spönsk stjv. til að setja án tafar á höft á útstreymi fjármagns.

Sem myndi væntanlega setja Spán á öruggan farveg í átt að "Spexit."

Í þessu samhengi er neyðarfundur G7 haldinn!

Reuters - G7 to hold emergency euro zone talks, Spain top concern

Sjá einnig: Pressure Builds on Merkel as Spain Calls for Bank Aid

Spain is in 'total emergency’, the EU in total denial

Bank union advocates hit German opposition

Berlin Wants Spain to Accept Bailout Money

 

Spænskir borgarar að mótmæla björgunaraðgerðum spænskra stjv. á Bankia! Takið eftir ísl. fánanum!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/spanish_protests.jpg

Ríkisstjórn Angelu Merkel áréttaði harðlínuafstöðu sína á mánudag!

"Chancellor Angela Merkel’s spokesman said that Spain knows where to look for aid if it’s needed, giving no ground to Prime Minister Mariano Rajoy’s pleas that Germany consider new ideas to resolve the debt crisis."

Sem hellir köldu vatni á kröfu Marihano Rajoy forsætisráðherra Spánar, þess efnis að fá aðra meðferð heldur en Grikkir, Portúgalar og Írar hafa fengið.

"Merkel shut off another potential solution the same day as she toughened her opposition to euro-area debt sharing, telling members of her party that “under no circumstances” would she agree to euro bonds."

Þetta kemur reyndar ekki á óvart þ.s. þetta áréttar einfaldlega fyrri afstöðu ríkisstj. Þýskalands sem búin er að vera algerlega "consistent" allan tímann.

"Options “that resemble euro bonds” are conceivable after a process of European integration lasting “many years,” Merkel’s chief spokesman, Steffen Seibert, told reporters in Berlin today."

Sem nánast er það sama og segja aldrei.

"For now, “it’s up to national governments to decide whether they want to avail themselves of aid from the backstop and accept the conditions linked to it, and that of course also applies to Spain.”"

Því hafnað að Spánn geti fengið aðra meðferð en Grikkland, Írland og Portúgal.

"Spain’s El Pais said yesterday that the EU is also pressing Spain to accept funds, citing unidentified officials in Brussels." - "“If aid is needed, everybody knows that Europe stands ready, that Europe shows solidarity and that Europe has aid instruments available,” Seibert said, when asked about the report. “But the decision on that rests solely with the Spanish government.”"

Grein Der Spiegel að ofan, segir að skv. heimildum Der Spiegel hafi fjármálaráðherra Þýskalands og Merkel sjálf, tekið þá afstöðu að Spánn eigi að óska eftir björgun.

---------------------------------------

Mér sýnist með þessu ríkisstjórn Angelu Merkelar loka nokkurn veginn öllum mögulegum leiðum til lausnar - Spáni er bent kuldalega á að fara í sama farveg og Portúgal, Grikkland og Írland.

Ég velti þó fyrir mér fjármögnun - en hingað til hefur það alltaf gerst að land sem tekur neyðarlán er hrakið af lánsfjármörkuðum. Þannig að gera þarf þá ráð fyrir fullri fjármögnun yfir árabil.

Þjóðverjar virðast telja að Spánn geti tekið takmarkað neyðarlán þ.e. á bilinu 60-90ma.€ sem talað er um sem kostnaður við endurfjármögnun spænskra banka.

En skv. óháðum áætlunum kosta það milli 400-500ma.€ að halda Spáni uppi í 3 ár, ef gert er ráð fyrir sambærilegri áætlun fyrir Spán og fyrir önnur lönd sem lent hafa í björgun.

En einungis þjóðverjum virðist detta í hug, að það geti verið mögulegt að taka þetta takmarkaða björgunarlán - samtímis því að Spánn myndi afhenda til svokallaðrar þrenningar mikið til sitt sjálfstæði, verða neytt til enn harkalegri niðurskurðar ríkisútgjalda. En ráðandi hagspeki í Þýskalandi virðist telja niðurskurð svar við öllum vanda - og algerlega hafna þeim rökum, að hann geti verið varasamur í tilteknum aðstæðum eins og nú, þegar stendur til að þeirra kröfu að nánast öll aðildarlönd evru eru að stunda samdráttaraðgerðir samtímis. Enda er efnahagsniðursveiflan á evrusvæði í hraðri aukningu.

 

Eitt af hlutverkum G7 fundarins á að vera að þrýsta á ESB um aðgerðir!

Það þíðir væntanlega að Japan - Kanada - Bretland og Bandaríkin; ætla að leggjast á ríkisstjórn Þýskalands, í ofanálag við þrýsting frá Mario Monti, François Hollande, Manuel Barroso, Mario Draghi og ekki má heldur gleyma - finnanum Olli Rehn.

Þetta er orðið hreint magnað, þjóðverjar gegn öllum - en ekkert merki um nokkra hina minnstu undanlátssemi.

Miðað við afstöðu þjóðverja sem þeir hafa áréttað svo ákveðið - þá sé ég ekki mikla ástæðu til bjartsýni.

Maður fer virkilega að velta fyrir sér - hvort þjóðverjar ætla að láta evruna "feila."

En Spænsk stjórnvöld hafa opinskátt sagt að "björgun" hafi haft hræðilegar afleiðingar fyrir Grikkland, Írland og Portúgal.

Ríkisstj. Marihano Rajoy er að leggja mikið undir í tilraun til að ná fram annars konar útkomu fyrir Spán, en þjóðverjar virðast gersamlega fastir fyrir.

En meðan fræðilega getur evran lifað af "Grexit" virðist það afskaplega ólíklegt í tilviki "Spexit."

Þannig að Spánn hefur í bakhöndinni mjög trúverðuga hótun, ef ríkisstj. Spánar er til í að beita henni.

En þá getur ríkisstj. Spánar þurft að standa við hana.

 

Niðurstaða

Mér er virkilega hætt að lítast á blikuna. En mjög einörð andstaða virðist innan Þýskalands við allar þær hugmyndir sem fram hafa komið undanfarna daga - nema það að setja harðari reglur á einstök aðildarríki um heimilaðan ríkishalla og heimilaðar skuldir. En eina lausnin sem þjóðverjar virðast sjá er niðurskurður og síðan enn meiri slíkan, ef dæmið er ekki að virka. Þeir virðast alltaf túlka það þannig, að ef ríki er að tapa samt tiltrú þrátt fyrir harðar aðgerðir, þá þíði það eitt að aðgerðir viðkomandi hafi ekki verið nægilega harðar.

Þetta er áhugavert - því sannleikurinn er sá, að þ.s. þeir halda sjálfir sbr. meint harðræði þeirra sjálfra á sl. áratug, var einfaldlega ekki neitt sérdeilis mikið harðræði.

Þ.e. niðurskurður útgjalda var í reynd óverulegur - þeir sjálfir rufu 3% hámarkið. Leyfður sér það er þeir sjálfir það þurftu. Síðan, voru laun fryst í nokkur ár en ekki lækkuð - sem dugði á nokkrum árum til að samkeppnisaðstaðan batnaði og útflutningur styrktist. Þá hvarf síðan viðbótar hallinn sjálfkrafa er aukinn hagvöxtur skapaði ríkinu betri tekjustöðu.

Þetta var allt og sumt, samt heldur þýska elítan að eigin fólki þeirri kenningu, að þetta sanni að það sé víst mögulegt að snúa við með harkalegum niðurskurði eins og þeir leggja til, ásamt launalækkunum upp á jafnvel tugi prósenta, og í þeirra augum virðist það ekki veikja málið - að harður niðurskurður er nú framkv. samtímis í meira en helmingi aðildarræikja evru.

Afleiðing að eftirspurn er að hrynja saman - að sjálfsögðu algerlega fyrirsjáanlega. Sem þiðir í hagkerfum þ.s. neysla er svo hátt hlutfall af neyslu - að dæmið spíralar niður.

------------------------------

Ég velti fyrir mér hvort: þýska elítan er komin í hugmyndafræðilegt öngstræti; eða að ef til vill hefur hún tekið án þess að vilja segja það opinberlega þá afstöðu að evran skuli deyja.

 

Kv.


Stefnir í að leiðtogafundur ESB þann 26. júní nk. verði sá mikilvægasti í sögu Evrópusamrunans!

Í raun og veru er framtíð sjálfs Evrópusamrunans í húfi, sem hafin var með Kola og Stáls Bandalaginu, sem síðar varð Evrópubandalagið, og svo loks að Evrópusambandinu - með svokölluðum Maastricht sáttmála.

En endalok evrunnar myndi verða svo mikið áfall fyrir þær stofnanir og þá einstaklinga sem hafa barist fyrir svokallaðri samrunaþróun - að veruleg hætta getur skapast í kjölfarið, jafnvel á hruni samruna ferlisins sjálfs.

Varla þarf að nefna að mjög verulegt efnahagsáfall myndi eiga sér stað! Áfallið sennilega yrði fyrir einstök aðildarríki, vart minna en þ.s. við íslendingar gengum í gegnum í bankahruninu á Íslandi.

 

Mögulegar leiðir til þess að bjarga evrunni í dag, sýnist mér vera tvær:

  1. Prentun þ.e. verðbólguleið.
  2. Hugsanlegt er að svokallað "banking union" sem við getum kallað fjármálasamband, geti bjargað málum - sbr. hugmynd Mario Draghi. Sú hugmynd þó bindur ekki enda á skuldakreppu einstakra ríkja, en fræðilega er unnt að binda enda á vílxverkun milli hennar og vanda fjármálakerfis álfunnar - en þ.e. bankahrun sem getur drepið evruna.
  • Fræðilega væri unnt í þriðja lagi, að samábyrgjast allar skuldir - en þ.e. algerlega ljóst að þjóðverjar mun aldrei samþykkja slíkt.
  • En spurning hvort þeir geta samþykkt vægari aðgerð - að ábyrgjast eingöngu bankakerfi veikari landanna, og þá nánar tiltekið aðeins þá banka sem séu taldir kerfislega mikilvægir?


Eitt verður að vera ljóst, að það er ekki til nein leið sem ekki verður mjög dýr - með einhverjum hætti!
Ég bendi á að umræðan í S-Evrópu, er farin að snúast töluvert gegn evrunni - ekki síst á Spáni þ.s. þ.e. ekki lengur stór meirihluti fyrir evrunni, heldur eingöngu naumur skv. nýl. skoðanakönnun. Marihano Rajoy forsætisráðherra, hefur haft verulegar heitstrengingar uppi um að - "Björgun komi ekki til greinar" þ.e. að Spánn samþykki sambærilega björgun svokallaða við það sem Grikkland, Írland og Portúgal hafa verið að ganga í gegnum. Ljóst virðist að viðhort meðal ríkisstj. hans virðast vera á þá leið, að sú útkoma hafi verið mjög slæm fyrir þau lönd. Þ.e. þó ekki ljóst algerlega 100% hvort þetta er "poisturing" eða hvort Rajoy er fúlasta alvara með - að björgun komi alls ekki til greina.

En segjum að Rajoy frekar en að sætta sig við slíkann ósigur þá muni hann taka Spán einhliða út úr evrunni - sem þýðir líklega greiðsluþrot Spánar án tafar.

Fyrirfram er engin leið að vita hvort Rajoy er að bluffa - en hann ætlar sér þó að mæta á leiðtogafund ESB þann 26. júní, með harðar kröfur um aðra meðferð en löndin 3 hafa fengið.

Spurning hvort hann geti sannfært Angelu Merkel, að hann sé ekki að bluffa, og þá hvort hún blikkar?

Ef t.d. Merkel misreiknar sig, og Rajoy var ekki að bluffa, og hann tekur Spán út - Spánn verður gjaldþrota, myndi mjög líklega verða svo mikið umrót í fjármálakerfi S-Evrópu, að innan sömu viku þarf líklega Ítalía að setja höft á flæði peninga úr landi. Örugglega Grikkland og Portúgal einnig.

  • Þá verða S-Evr. ríkin komin í stöðu sem erfitt verður að bakka út úr.
  • Hætt verður við því, að það muni marka upphaf þeirrar þróunar að öll S-Evrópa yfirgefi evruna.
  • En innan hafta myndi líklega þróast annað virði á evrur innan S-Evrópu.
  • Niðurstaðan myndi líklega fyrir rest vera gjaldþrot þeirra allra.

En þetta myndi líklega ekki stoppa þar - ef ljóst verður að Ítalíu tekst ekki að vinda til baka, og klárt er að hún stefnir sömu leið og Spánn; myndi það líklega leiða til missis trausts aðila á Frakklandi - en franskir bankar eiga mikið af ítölskum skuldum, og þeir eru það stórir cirka 440% af þjóðarframleiðslu, að franska ríkið líklega getur ekki endurfjármagnað þá.

Svo að þá myndi Frakkland líklega einnig verða að setja á höft - til að stöðva flótta fjármagns. Og vegna þess hve Belgía er nátengd Frakklandi, myndi hún fylgja með að líkindum.

Útkoman yrði þá líklega gjaldþrot Frakklands og Belgíu fyrir rest.

----------------------------

Þetta fer að sjálfsögðu mjög ílla með best stöddu löndin einnig. Þýskir bankar munu líklega verða fyrir svo miklu tjóni, að þá mun líklega einnig þurfa að endurfjármagna.

  • Það er virkilega góð spurning - hvort "contagion" myndi stoppa nokkurs staðar, en eftir þrot Frakklands, getur hafist flótti fjármagns einnig frá Þýskalandi - sem þá myndi flýgja til Bandar.
  • Það myndi geta farið svo að mjög fá ef nokkur landanna myndu sleppa við gjaldþrot. 

Það þarf varla að taka fram að þessum efnahagshamförum mun fylgja risastórt tjón fyrir heimshagkerfið.

En ólíkt því sem sumir halda - eru Bandaríkin í engri gjaldþrotshættu, jafnvel þó allt þetta gerist.

Ekki heldur Bretland.

 

Það er vegna þess hve afleiðingar hrunsins verða alvarlegar, sem björgun evrunnar má vera afskaplega kostnaðarsöm - en spurning hvort aðilar vanmeta kostnaðinn við hrun!

Ég bendi á tvær áhugaverðar umfjallanir:

Wolfgang Münchau - A real banking union can save the eurozone

Gavyn Davies - Can a banking union save the euro?

Herra Davies bendir á að enn er það svo að verulegur munur er á reglum milli aðildarríkjanna þ.e. hvernig eignir eru metnar, það geti verið að ef staðlað mat verður tekið upp og bankar endurmetnir skv. því - komi ljótir hlutir í ljós, ekki endilega bara innan svokallaðra vandræðalanda.

Líkur séu á því að kostnaður sé verulega vanmetinn.

-----------------------------

Ef sameiginleg stofnun á að taka yfir ábyrgð á svokölluðum kerfislega mikilvægum bönkum, þá mun þurfa að setja á fót sameiginlega innistæðutryggingu. Þetta er stórt atriði, því ef kerfið fær ekki nægilega mikið fjármagn, þá mun tryggingin skorta trúverðugleika, og þá gengur dæmið ekki upp.

Hætta er á að ef það verður svokallað "fudge" að þá getur ein útgáfa slíks, verið að sameiginleg innistæðutrygging, fái ekki nægilega djúpa vasa.

----------------------------- 

Svo er það kostnaðurinn við endurfjármögnun þeirra banka sem verða færðir yfir á ábyrgð sameiginlegra sjóða. En aftur er hætta á "fudge" að leitast verði við að lágmarka þann kostnað. Ein slík lágmörkun getur verið í því formi, að skilgreiningin á hvað teljast vera "kerfislega mikilvægir" bankar verði höfð of þröng, þannig að of margir bankar verði skildir útundan.

Ef of fáir bankar eru teknir yfir, þá aftur nær ekki þessi leið að virka.

 

Niðurstaða

Leiðtogafundurinn þann 26. júní nk. er leiðtogafundur sem ekki má klikka. Því ef hann gerir það, þá líklega er þetta einfaldlega búið. Þ.e. evran þá að líkinum segir "bæ-bæ" og þ.s. er verra, sjálft ESB að líkindum mun ekki hafa það af í kjölfarið. Endalok ESB geta þó verið að spila sig í gegn á einhverjum árum í kjölfarið.

Við tekur þá ný Evrópa þegar rykið hefur sest fyrir rest. Verulega fátækari en hún er í dag.

En líkur eru á því að slík Evrópa muni ekki halda saman hópinn, heldur muni myndast fylkingar - smærri ríkjahópar. 

Mjög líklega hópur ríkja í kringum Þýskaland. Svo reikna ég með S-Evrópuhóp. Og í þriðja lagi laustengdan hóp ríkja í N-Evr. sem ekki myndi fara í bandalag við Þýskal. Þar kemur ekki síst til að ég held að Þýskaland muni í slíku samhengi, auka mjög efnahagssamvinnu við Rússland. Vegna þess held ég, að Svíþjóð sem dæmi - sennilega Skandínavía öll, muni halla sér annað, þá að Bandar. Bretland verður þá líklega með - sem önnur evr. bandalagsþjóð Bandar.

----------------------------- 

Slík Evrópa þarf ekki að fara í stríð. En ég er ekki viss að Evrópumenn verði allir vinir - eins og verið hefur sl. ár.

Óvinátta getur aftur skapast - togstreita, jafnvel hernaðaruppbygging á ný.

Svo þ.s. í reynd Evrópuríkin eru að ákveða þann 26. júní nk. er, hvort þau geta bjargað þeirri framtíð Evrópu sem svokallaður samruni átti að skapa - eða hvort að sú framtíð lýður undir lok og önnur tekur við.

 

Kv.


Forsætisráðherra Spánar leggur til stofnun sameiginlegs fjármála-valds, sem hefði yfirumsjón með fjármálum og skuldum aðildarríkja ESB!

Ég sé reyndar ekki alveg hvernig þessi tillaga Marihano Rajoy bjargar Spáni, en ef til vill er forsætisráðherra Spánar að reyna að vinna sér inn prik meðal áhugamanna um frekari samrunaþróun ESB, evrusvæðis sérstaklega - innan stofnana ESB, og meðal aðildarríkja ESB, evrusvæðis sérstaklega. Með því verði þeir ef til vill móttækilegir fyrir því sem hann raunverulega vill, sem er að aðildarríkin að stórum hluta greiði fyrir endurfjármögnun spænskra banka.

Sjá fréttir:

Spanish premier Mariano Rajoy calls for eurozone 'centralised control' authority

Spain calls for new euro fiscal authority

Spain calls for eurozone fiscal authority

""The European Union needs to reinforce its architecture," Rajoy said at an event in Sitges, in the north-eastern province of Catalonia. "This entails moving towards more integration, transferring more sovereignty, especially in the fiscal field." - "And this means a compromise to create a new European fiscal authority which would guide the fiscal policy in the euro zone, harmonise the fiscal policy of member states and enable a centralised control of (public) finances," he added." - "He also said the authority would be in charge of managing European debts and should be constituted by countries of the euro zone meeting strict conditions."

Tillögur af þessu tagi eru auðvitað músík í eyru fjölmargra aðila innan stofnana ESB, ekki síst Seðlabanka Evrópu, og Framkvæmdastjórnar ESB.

Best er að halda til haga, að Marihano Rajoy hefur undanfarið verið að beita þessar sömu stofnanir fortölum og þrýstingi eftir bestu getu, til að fá þær stofnanir til að styðja hugmyndir þess efnis - að spænskir bankar verði endurfjármagnaðir með aðstoð sameiginlegra sjóða aðildarríkja.

En þó án þess að Spánn verði sett í svokallað björgunarprógramm.

Spánn vill í allra lengstu lög - forðast þau örlög eða lenda í björgun.

En þó þarf Spánn aðstoð mjög augljóslega - - hugmyndin er að sameiginlegur sjóður muni lána milliliðalaust til spænskra banka, reyndar hefur Framkvæmdastjórnin sjálf lagt tillögur af slíku tagi fyrir aðildarríkin - - en hingað til verið hafnað ekki síst af ríkisstjórn Þýskalands.

Sennilega er Marihani Rajoy að vonast eftir því, að þegar krýsan á Spáni er mjög augljóslega komin á hættulegt stig, þá muni það hættuástand stuðla að stefnubreytingu.

Rajoy virðist vera eiginlega að setja fram hugmyndir um sameiginlegt fjármála-vald, til að blíðka ekki síst þjóðverja - sem lagt hafa mjög mikla áherslu á að færa meira yfirvald til sameiginlegra stofnana.

Þá sennilega liður í því, að fá ríkisstjórn Þýskalands til að skipta um skoðun, að hætta við andstöðu sína við áform um að lána spönskum bönkum með beinum hætti, úr björgunarsjóði evrusvæðis.

--------------------------------------

Ég bendi einnig á umfjöllun The Economist, sem útskýrir ágætlega hvernig Spánn er gersamlega milli steins og sleggju, varðandi markmið sem rekast á, og það harkalega.

Þ.e. markmiðið að lækka skuldir Spánar sem og halla á ríkisrekstri - vs. - markmiðið að endurfjármagna spænska banka, og endurreisa þannig traust á spænsku fjármálalýfi.

Þau markmið gersamlega útiloka hvort annað, og annað af hverju þarf að víkja!

Ef Spánn á að endurfjármagna eigin banka hjálparlaust þarf markmiðið um skuldalækkun spænska ríkisins augljóslega að víka, og þess í stað þarf að heimila spænska ríkinu að auka skuldir upp í - í kringum 100% úr rúml. 70%.

Á sama tíma, má ekki krefjast mjög harkalegs niðurskurðar næstu 1-3 árin.

En til muna þægilegra væri, að ef björgunarsjóður evrusvæðis lánaði beint til spænskra banka - eða, ef Seðlabanka Evrópu væri heimilað að fjármagna slíka endurfjármögnun með beinni peningaprentun.

How to save Spain

The fear factor

 

Niðurstaða

Rétt er að nefna að Mario Draghi Seðlabankastjóri Evrusvæðis sl. fimmtudag, lagði til þess að stofnað væri til sameiginlegs innistæðurtryggingakerfis evrusvæðis, ásamt því að Fjármálaeftirlit Evrusvæðis myndi taka yfir ábyrgð á stórum bönkum á evrusvæði sem og þeim sem teljast vera "kerfislega" mikilvægir. En kerfislega mikilvægir bankar geta í tilvikum verið bankar sem eingöngu starfa innan eins einstaks lands, ef þeir hafa nægt umfang umsvifa til að geta vaggað fjármálakerfi evrunnar ef viðkomandi banki fellur. 

Það er örlítið önnur hugmynd en sú sem Marihano Rajoy forsætisráðherra Spánar hefur verið að berjast fyrir, sem er sú hugmynd að reglum um björgunarsjóð evrusvæðis verði breytt þannig, að sjóðurinn fái heimild til að lána beint og milliliðalaust til banka innan einstakra aðildarríkja evru - þá í tilvikum þegar vitað er að ríkissjóður þess lands sem ber ábyrgð á þeim bönkum, á augljóslega erfitt með að koma þeim sömu bönkum til aðstoðar.

Fram að þessu hafa þjóðverjar sagt "Nein." Benda á að björgunarkerfi evrusvæðis, sé ætlað að lána til einstakra aðildarríkisstjórna - en sá getur lánað til ríkisstjórnar fé sem sú ríkisstjórn myndi nota síðan til að endurfjármagna eigin banka.

Björgunarpakki Írlands að stærstum hluta var einmitt veittur til endurfjármögnunar írskra banka.

En þetta rekst á það meginmarkmið Marihano Rajoy að forðast að Spánn endi í formlegu björgunarprógrammi skv. forskrift þeirra björgunaráætlana sem Írland, Portúgal og Grikkland hafa verið sett undir.

Miðað við þ.s. fram hefur komið, vill Rajoy að Spánn fái aðra meðferð. Þá verður það áhugaverð spurning hve langt hann er til í að ganga - til að komast hjá björgun?

Væri hann til í að hóta einhliða upptöku nýs pesó? 

Það verður áhugavert að vera fluga á vegg þegar næst leiðtogar aðildarríkja evrusvæðis funda.

 

Kv.


11% atvinnuleysi á evrusvæði! Vandamál evrunnar farin að skaða hagvöxt í heiminum!

Stóra fréttin á föstudag var án nokkurs vafa slæmar fréttir frá Bandaríkjunum. En það eru nú greinileg merki þess að hægi nú hressilega á hagvexti innan Bandaríkjanna. Í apríl virðist hafa orðið aukning í atvinnuleysi þar vestra - ástandið er samt þrátt fyrir allt skárra en í Evrópu.

Fréttir hafa einnig borist af því, að vísbendingar eru uppi um að hagvöxtur í Kína sé einnig að dragast verulega saman, en alls ekki er óhugsandi að það sé í samhengi við kreppuna í Evrópu. En hún er einn af meginútflutningsmörkuðum Asíuþjóða, ásamt Bandaríkjunum. Það eru nú skýr ummerki innan Evrópu um samdrátt í neyslu og minnkun í eftirspurn. Það hefur örugglega áhrif einnig á eftirspurn eftir vörum frá Kína.

Að auki kom í ljós að Brasilía, að þar mælist sára lítill hagvöxtur fyrstu 3 mánuði þessa árs, þrátt fyrir að Dilma forseti hafi varið verulegum upphæðum til að örva hagkerfið af almannafé, svokallaður "stimulus." En Brasilía er mjög öflugt í margvíslegri hrávöru, og slíkur útflutningur því miður - eins og við Íslendingar höfum oft komist að, er mjög háður eftirspurn á heimsmarkaði. Ef hún dalar, verð fara að lækka, er skammt í efnahagsvandamál af klassísku tagi - í okkar tilviki vanalega gengislækkun. En allir hrávöruútflytjendur óháð stærð hvort þ.e. Brasilía eða Ástralía, eða þá litla Ísland - finna alveg um leið fyrir því, þegar fer að draga úr hagvexti í heiminum. Því þá fellur verð hrávara.

 

Samkvæmt EuroStat mælist atvinnuleysi á evrusvæði 11%

Sjá: Euro area unemployment rate at 11.0%

  1. "Eurostat estimates that 24.667 million men and women in the EU27, of whom 17.405 million were in the euro area, were unemployed in April 2012." 
  2. "In April 2012, the youth unemployment rate was 22.4% in the EU27 and 22.2% in the euro area."
  3. In April 2012, 5.462 million young persons (under 25) were unemployed in the EU27, of whom 3.358 million were in the euro area. 
  4. In April 2012, the unemployment rate was 8.1% in the USA and 4.6% in Japan. 

 

Því miður var þessi þróun algerlega fyrirsjáanleg - en þegar Angela Merkel fékk svokallaðann Stöðugleika Sáttmála samþykktann af nær öllum aðildarríkjum ESB snemma á þessu ári, og Írar voru einmitt að staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá neyddi hann aðildarríkin til að framkvæma margvíslegar viðbótar niðurskurðaraðgerðir ofan í þæt aðgerðir sem þau höfðu áður ákveðið, og áhrif þeirra viðbótar aðgerða eru einmitt að koma í ljós nú um mitt árið.

Þið getið séð dæmi um hvað ég sagði í febrúar sl. um stefnu Angelu Merkelar og líklegar afleiðingar hennar, eftir því sem á þetta ár myndi líða:

Merkel ætlar að veðja á að niðurskurður sé atkvæðavæn stefna!

  • Það var algerlega fyrirsjáanlegt að "Stöðugleika-Sáttmáli" Angelu Merkelar myndi skila versnandi kreppu á árinu 2012, verri því lengra sem lýður á árið.
  • Ég get ekki betur séð en að þær væntingar mínar séu að standast fullkomlega.
  • Stundum væri kostur að hafa rangt fyrir sér :)

 

Slæmar efnahagsfréttir frá Bandaríkjunum!

Dismal data confirm stalled US recovery

Það urðu ekki til nema 69.000 ný störf í Bandaríkjunum í maí - sem er cirka helmingi minna en hagfræðingar á evrum ríkisstjórnar Bandaríkjanna voru að vonast eftir.

En þeir vonuðu að tölur frá því apríl sem einnig voru lélegri en reiknað hafði verið með, hefðu verið skammtíma sveifla, og hagkerfið væri í maí aftur á sömu siglingu og í janúar - febrúar og mars.

En þess í stað, hafa meira að segja tölurnar frá apríl reynst enn lélegri en áður, en skv. endurskoðun urðu ekki til 115.000 störf í apríl sem þá var talið áfall, heldur einungis 77.000.

Útkoman er því, að atvinnuleysi eykst í 8,2% úr 8,1%. Slæmar fréttir fyrir Obama forseta, sem var að vonast eftir því að það myndi minnka.

Þó þetta sé nú samt hátíð sbr. v. ástand mála í Evrópu.

En þetta þykja afskaplega slæmar tölur innan Bandaríkjanna, og í samhengi bandar. stjórnmála.

Þessi niðurstaða leiddi til umtalsverðs verðfalls á mörkuðum:

Grim Job Report Sinks Markets

  • The British FTSE 100 slumped 1.14pc,
  • the German DAX tumbled 3.42pc and
  • the French CAC lost 2.21pc.
  • "The Dow Jones Industrial Average notched its worst showing of the year Friday, falling 274.88 points, or 2.2%, to 12118.57."

Þetta mun óhjákvæmilega skaða Obama, og Romney var ekki seinn að nota málið - "The president's policies and his handling of the economy has been dealt a harsh indictment this morning,"

Romney getur nánast ekki fengið betri gjöf - heldur en að það hægi á bandar. hagkerfinu.

 

Spurning hvort evrukrýsan er farin að hafa á ný hemlandi áhrif á hagvöxt heiminn vítt?

Global data raise fear of downturn

Eitt áhugavert sem gerðist á föstudag - er að nú getur ríkissjóður Þýskalands selt skuldabréf, nánar tiltekið 2-ára bréf, og fengið borgað með þeim. 

Ekki að grínast, vaxtakrafan er komin í -0,005% eða var það við lokin markaða á föstudag.

Skv. þessu borga fjárfestar þýskum stjv. fyrir að fá að eiga þeirra skuldir.

Þó enn séu bréf til lengri tíma en 2-ára með vexti ofan við "0" þá lækkaði einnig krafan þvert yfir línuna, sem virðist gefa vísbendingu um að slæmar hagtölur frá Bandar. hafi einnig víxlverkað til baka, á sýn markaðarins á ástand mála innan Evrópu.

Vaxtakrafa bandar. ríkisbréfa lækkaði einnig, en var þá þegar orðin sú lægsta síðan 1946, svo allar frekari lækkanir eru nýtt met síðan þá.

Að auki lækkaði krafan á bresk ríkisbréf enn frekar - en er þegar komin í sögulegt lágmark eða mjög nærri því að vera í sögulegu lágmarki.

  • Lækkuð krafa þíðir að fjárfestar eru að auka kaup sín á viðkomandi bréfum - þannig að þeir bjóða þau upp, þ.e. því lægri sem krafan er, því hærra verð eru þeir að bjóða fyrir bréfin.
  • Þetta er talið öruggt óttamerki, að fjárfestar séu að koma peningum undan í skjól - séu í staðinn til í að hafa litlar sem engar tekjur af þeim peningum á meðan, jafnvel í íktum tilvikum greiða fyrir ómakið að fá að varðveita fé í skuldum viðkomandi lands.

Svo lækkaði olíuverð á alþjóða mörkuðum - en það sýnir að markaðurinn væntir að dragi úr eftirspurn, en slíkt gerist gjarnan þegar hægir á í heimshagkerfinu.

Brazil stimulus fails to boost growth

Einungis 0,2% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi 2012 þrátt fyrir að Dilma Rousseff hafi varið töluverðu skattfé, til að örva hagkerfið.

Sunset in the east: emerging worries

Í þessari fréttaskýringu kemur fram að í mái hafi verðbréfamarkaðir lækkað:

  1. Um 6% í Bandaríkjunum.
  2. Um 7% í Evrópu.
  3. Um 8% í Asíu.

Það er ljóst að Evrópa nánar tiltekið evrurkýsan hefur verið í algerum forgrunni varðandi áhyggjur manna í heiminum af framtíð efnahagsmála.

 

Niðurstaða

Það er að afhjúpast enn á ný, að evrukrýsan er lang-lang mesta ógnin sem hagþróun í heiminum stendur frammi fyrir. Það virðist mjög raunveruleg hætta á því, að vaxandi óvissa tengd evrunni skaði ástand efnahagsmála heiminn vítt það alvarlega, að það kreppi jafnvel að á ný - heiminn vítt.

Þetta er atriði sem evrópskir ráðamenn finna mjög vel fyrir í dag, en hvert sem þeir fara er meginumræðuefnið - efnahagsvandamál ríkja evrusvæðis.

Það sé meira að segja erfitt að koma nokkru öðru að.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 847390

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 273
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband