Hæstiréttur Bandaríkjanna, varðandi mál Donalds Trumps - ætti rökrétt einungis að svara spurningunni, hvort Trump var sekur um byltingar-tilraun eða ekki!

Ég ætla hér ekki að tjá mig um hvort Trump sé sekur eða ekki.
Hinn bóginn getur Hæsti-Réttur, einungis túlkað - ekki skrifað lögin.
Því væri ekki réttmætt að hann, leitaðist við að svara öðrum kröfum Trumps.
--Að mínu mati þar eð.

14 Breyting Stjórnarskrár Bandaríkjanna er afar mikilvægt plagg:
14th Amendment to the U.S. Constitution: Civil Rights (1868)

Sá hluti hennar er skiptir máli fyrir mál Trumps, er 3. kafli, eða Section 3:

Section 3.
No person shall be a Senator or Representative in Congress, or elector of President and Vice-President, or hold any office, civil or military, under the United States, or under any State, who, having previously taken an oath, as a member of Congress, or as an officer of the United States, or as a member of any State legislature, or as an executive or judicial officer of any State, to support the Constitution of the United States, shall have engaged in insurrection or rebellion against the same, or given aid or comfort to the enemies thereof. But Congress may by a vote of two-thirds of each House, remove such disability.

  1. Trump staðhæfir að þetta eigi ekki við forseta Bandaríkjanna - en forseti Bandaríkjanna er, embættismaður, þó hann sé yfir öllu framkvæmdavaldinu - er hann samt, embættismaður.
    Það er alveg nægilega skýrt - að þeir er skrifuðu þetta plagg, ætluðu að það gilti einnig um, forseta.
  2. Það sést á loka-setningu hlutans, m.ö.o. hvernig Bandaríkjaþing kemur til skjala.
    Það þíðir augljóslega einnig - að Trump hefur rangt fyrir sér, er hann krefst þess að þingið þurfi fyrst að fjalla um mál hans; slíkt stendur augljóslega ekki.
  3. Augljóslega, mundi þingið - aldrei koma saman til að, losa fyrrum embættismann undan banni á að gegna opinberu embætti -- nema þegar einhver rosalega mikilvægur og líklega afar vinsæll á í hlut.
  4. Höfum einnig í huga, að þ.e. hefð sl. 200 ára alveg skýr - að kjörnir embættis-menn, eru einnig embættismenn, alveg eins og ókjörnir embættismenn. Kjörnir embættismenn séu yfirleitt settir yfir aðra embættismenn, sbr. stöðu ráðherra - forsætisráðherra, eða í forseta-kerfi, að æðsti kjörni embættismaður kallast, forseti.

Eina spurningin sem skipti máli, sé pent - hvort aðgerðir Trumps þann 6. jan 2020, telst tilraun til byltingar gegn lögum landsins, eða ekki!

  • Einfalt, ef Hæsti-Réttur, vill ekki meina Trump þátt-töku í kjörinu 2024 eða telur rangt skv. lögunum að gera svo, þá pent túlka þeir hvað gerðist þann dag -- ekki sem, byltingar-tilraun.
  • Ef þeir, telja eins og Hæsti-Réttur Colorado Fylkis - að Trump sannarlega sé sekur um slíkt athæfi þann dag, þá meina þeir honum slíka þátt-töku, með því að dæma hann óhæfan til að gegna opinberu embætti.

Hérna er skoðun lagaprófessors við Yale Háskóla:
Trump’s Supreme Court Justices Must Kick Him Off the Ballot

Hann færir að mínu mati ágæt rök fyrir þessu.

  1. T.d. vissi ég ekki, að úrskurður Colorado réttarins, byggðist á grunni -- Originalist -- stefnunnar meðal bandar. lögfræðinga og dómara.
  2. Hann bendir á, að fyrst að --  Neil Gorsuch, Brett Kavanaugh and Amy Coney Barrett.
    Vegna þess að þau eru yfirlýstir fylgismenn þessa svokallaða -- Originalist -- skóla.
    Ættu þar af leiðandi, að styðja niðurstöðu úrskurðar -- Hæstaréttar Colorado.
  3. Hann telur einnig, ekkert mál að leysa -- lýðræðisvanda er kemur fram, ef Trump er vísað í bann; með þeim hætti að Hæsti-Réttur Bandar. geti pent sett fram, tímabundiðm lögbann á prófkjör Repúblikana. Svo að fleiri stjórnmálamenn hafi möguleika til að bjóða sig fram; meðan enn er eftir að kjósa meirihluta - fulltrúa.
  4. Bendir á að, Biden líklega dragi sig til hliðar, ef Trump er ekki lengur til staðar.
    Þannig gæti úrskurður um bann á Trump, haft algerlega öfug áhrif til lýðræðis-styrkingar, frekar en að virka á hinn veginn.

Eftir allt saman, snýst lýðræðið um valkostir séu nægir -- ekki það endilega, að valkosturinn sé einhver tiltekinn einstaklingur.

 

Niðurstaða

Eins og ég benti á, legg ég það til - að Hæsti-Réttur Bandar. fjalli eingöngu um spurninguna hvort Trump er sekur um - insurrection - eða ekki. Það mál snúist um túlkun tiltekinna lagaákvæða. Þannig sé dómstóllinn einfaldlega að vinna þá vinnu, sem dómurinn sé til skipaður. Hann hafi að sjálfsögðu engan rétt til að umskrifa lögin sjálf.

Þ.s. 3 þeirra dómara Trump sjálfur skipaði, kalla sig - Originalist - er vísar til þeirrar afstöðu, að dómar eigi að fylgja texta laganna og stjórnarskrárinnar af sem mestir nákvæmni, og helst engu öðru.

Þá reikna ég með því, að dómurinn muni einungis skoða málið út frá texta lagann, a.m.k. þau þrjú - og auðvitað, hverjum þeim fordæmum þau geta lesið úr skrifum þeirra einstaklinga er skrifuðu þann texta sem er undir rýni.

Ég ætla einnig að leyfa mér að reikna með því, að þau dæmi ekki út frá öðrum sjónarmiðum en þeim sem markað sé af þeim lagatexta.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Einar, Trump er ekki ákærður fyrir landráð neinstaðar. Þannig að mál Trump mun aldrei koma fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Hins vegar er komið mál er varðar hvort nafn hans geti verið á kjörseðlum ríkja Bandaríkjanna. Nokkur mál eru í gangi og búist er við að 7 eða allir 9 Hæstaréttadómarar dæmi Trump í vil með einum dómsúrskurði. Flest öll dómsmál gegn Trump eru komin í hnút vegna þess að saksóknarnir eru sjálfir á leið fyrir dóm vegna spillingar eða rangan málatilbúnað. 

Talandi um kosningar í Bandaríkjunum, þú montaðir alltaf þig af góðu stuðningstölum fyrir Biden í könnunum í upphafi valdatíðar hans. Nú er stuðningurinn við Biden kominn niður í ruslflokk, eftir að borgarnir hafa kynnst óstjórn hans, meira segja meirihluti Demókrata vilja ekki að hann bjóði sig fram aftur. Biden hefur slegið Bandaríkjamet í litlum stuðningi, kominn niður í 31% stuðning, jafnvel lægri.

En hvernig metur þú andlegt ástand Biden? Hefur stefna hans í efnahagsmálum, landamæramálum eða utanríkispólitík einkennst af sigurgöngu?  Vonandi kemur þú mig til að hlæja með svari þínu.  

Birgir Loftsson, 26.1.2024 kl. 09:13

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef Trump er sekur um byltingartilraun, þá er mögulegt að hann hafi hitt Stórfót, og mögulega drukkið með honum kaffi.

Allir vita að Stórfótur barst til jarðarinnar með geimverum, sem hafa aðsetur á tunglinu.

Niðurstaða: Donald Trump hefur komið til tunglsins.  Hann er jafnvel þar núna.  Með Stórfæti.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.1.2024 kl. 17:25

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Ásgrímur, ég held að stórifótur hafi stjórnað uppreisnina miklu og stórárásina á Capitol Hill! Verst var að uppreisnarseggirnir gleymdu að taka með sér vopnin....en hva...hægri menn eru bara hill billies!

Birgir Loftsson, 26.1.2024 kl. 18:17

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Að þeir skildu hafa haldið sig fyrir innan reipin allan tímann var mnóðgun við alríkið, sem aldrei mun gleymast.
Þegar þeir stálu ræðupúltinu, þá ógnuðu þeir hinum mikla guð Azathoth, sem dvelur í miðju alheimsins.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.1.2024 kl. 21:12

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Biggi minn, þú ert einn af þeim sem - fullyrða ávalt að 'upp' sé 'niður' eða 'niður' sé 'upp.'
Þú munn m.ö.o. ávalt staðhæfa hvað það er sem þú trúir.
Staðreyndir skipta ykkur tvo engu máli.
Það er eins tilgangslaust að munnhöggvast við ykkur, og tja -- Votta Jehova.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2024 kl. 21:22

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Einar minn, líttu á það sem smá heiður og viðurkenningu að við hinu óbreyttu borgarar nennum og viljum svara þér. Þínar skoðanir eru jafn góðar og okkar, málið er að við erum ekki sammála og það er bara allt í lagi. Lýðræðið í hnotskurn :)

Birgir Loftsson, 27.1.2024 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 446
  • Frá upphafi: 847093

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 423
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband