Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Árni Matthiesen og hryðjuverkalögin!!

Það virðist ljóst, af tali Alistair Darling, að það var samtalið sem hann átti við Árna Matthiesen, þá fjármálaráðherra Íslands, sem varð til þess að hann beitti hryðjuverkalögunum á Ísland.

Uppgefin ástæða, að Mathiesen hafi staðfest, í samtalinu, að íslensk stjórnvöld ætluðu að mismuna breskum spariffjáreigendum samanborið við íslenska.

Það er sannarlega rétt, að samkvæmt reglum ESB og evrópska efnahagssvæðisins, þá bar okkur einungis skylda að tryggja IceSave reikninga skv. 20.000 Evra reglunni.

Á hinn bóginn, þá má ekki heldur gleima janfvægis eða jafnréttis eða jafnræðis reglu ESB, þ.e. reglu sem kveður á að öllum þegnum  evrópska efnahagssvæðisins skuli tryggður sami réttur, alls staðar.

Þessi regla kemur til sögunnar, þegar öðrum reglum sleppir. Henni er ætlað að koma í veg fyrir mismunun á milli þegna heimalands og þegna sem eru gestkomandi í því landi, en sem eru þegnar meðlima lands efnahagssvæðisins.

Þessi regla kemur, sem dæmi, til sögunnar, ef veittur er réttur umfram lágmarksrétt, reglum samkæmt.  Þá ber að gæta jafnræðis, þ.e. veita öllum þegnum efnahagssvæðisins, jafnan aðgang að þessum aukna rétti.

Á þessu flöskuðu íslensk stjórnvöld, þegar þau ákváðu, að ábyrgjast öll innlán Íslendinga sjálfra í innlendum bönkum, en ekki að beita sömu reglu á innlánsreikninga er voru á ábyrgð Íslendinga í útibúum íslenskra banka erlendis. Það, var mismunun, sem er brot á jafnræðisreglunni.

Þegar ég skiptist á skoðunum, um IceSave málið, á erlendum vefsíðum, hef ég einmitt orðið var við reiði, út af þessari mismunun. Það er sannarlega rétt, og það viðurkenna útlendingarnir, að við gátum ekki staðið undir slíkum skuldbindingum. En, þá er ábendingin, að við hefðum átt að beita jafnræðisreglunni niður á við, þ.e. að beita einnig 20.000 Evra reglunni á reikninga Íslendinga hérlendis.

Íslendingar brutu jafnræðisregluna, og viðbrögð Breta, voru beiting hryðjuverkalaganna.

Íslensk stjórnvöld gerðu sig sek, um mjög herfileg mistök, að hafa ekki áttað sig á að bresk og hollensk stjórnvöld, hlutu að bregðast við með einhverjum neikvæðum hætti, þannig að eftir væri tekið, lögbrotum íslenskra stjórnvalda. En, skv dómafordæmum Evrópudómstólsins, þá hefur verið margdæmt jafnræðisreglunni í hag, svo að hún er gildandi lög 'de facto'.


Kjarnorkukafbátar í Stríðsleik!!

Nýleg frétt þess efnis að tveir kjarnorkukafbátar hlaðnir eldflaugum búnum kjarnorkusprengjum, hafi lent í árekstri undan strönd Frakklands, hafa vakið nokkra athygli. Gætt hefur furðu í rödd ímsra, hvernig svona nokkuð getur komið fyrir, svo fullkomnar vígvélar, búnum nýjustu og bestu hlutstunar og staðsetningartækjum.

Ég tel mig vita, hvað hefur gerst, í aðalatriðum. Ég hef borið mínar getgátur undir nokkra pennavini, sem ég hef átt árum saman, sem eru Bandaríkjamenn sem hafa starfað fyrir herinn, og telja sig hafa þekkingu á nútíma vígvélum. Þeir eru sammála mér, um að uppástunga mín sé á hæsta máta líkleg.

Það sem ég tel að hafi átt sér stað, er herleikur. Vitað er, að í þjálfunarskyni, stunda kafbátaflotar NATO, það að elta kafbáta hvers annars. Þeir leika, sem sagt, óvin hvers eða hvors annars. Til að gera þetta, sem næst veruleikanum ef til kæmi, þá er öllum tæknilegum brögðum beitt til að fara laumulega.

Menn, þurfa að átta sig á, að slíkir leikir, eru ekki gerðir til gamans. Heldur er tilgangurinn, að þjálfa áhafnir, við sem raunverulegust skilyrði og hægt er að framkalla. Þetta eykur og/eða viðheldur hæfni áhafna, þannig að líkur aukast á að þær muni standa sig í stikkinu, ef til stríðs kæmi. Þar sem, mikla, langa og erfiða þjálfun þarf, til að beita nútíma kjarnorkukafbátum af viti, er það álitið mikils virði að standa fyrir reglundnum stríðsleikjum af þessu tagi. Þetta er vitað með vissu.

Það sem hefur sennilega átt sér stað, er að áhafnir kafbátanna, hafa tekið þátt í slíkum leik, þ.s. önnur áhöfnin leikur óvin og hin vin. Eða öfugt. Annar kafbáturinn, leitast til við að elta hinn, og 'challengið' er að ná að komast eins nálægt hinum kafbátnum og áhöfnin getur, án þess að hin áhöfnin verði þess var. Enn flottara, er að ná því að elta viðkomandi kafbát, um umtalsverða vegalengd, í töluverðri nálægð allann tímann. Eins og sést á þessu, er slíkur leikur ekki án áhættu.

Það sem menn þurfa að hafa í huga, er að nútíma kafbátar, eiga mjög auðvelt með að dyljast. Skrúfuhljóð er orðið mjög lítið í nútíma kafbátum, en kafbátaskrúfur eru smíðaðar með brot úr millimetra nákvæmni, og hannaðar til að framkalla lítið hljóð. Þeir eru einnig huldir sérstökum efnum, sem draga mikið úr segulmagnsútspeiglun stálsins í byrðingnum, sbr. 'stealth' tækni á landi, en efnin sem gleipa þessa segulmagnsútspeiglun, áður en hún nær út í umhverfið, framkalla þannig áhrif sem má alveg samlíkja við 'stealth' áhrif. Auk þessa, er allur tækjabúnaður hannaður og komið fyrir með þeim hætti, að hann framkalli lágmarks hávaða. Mikið er um dempara og hljóðdeyfandi búnað. Áhöfninni, er meira að segja bannað að hlaupa um ganga, ganga þess í stað hljóðlega á mjúkum hljóðdeyfandi sólum. Öll hróp og köll bönnuð.

Auk þessa, þá beita kafbátar, sem eru að reyna að leinast, engum leitartækjum sem framkalla útgeislun, sbr. sónar. Notkun sónars, er stórt nei, sambærilegt við að öskra 'HÉR ER ÉG' eða 'DREPIÐ MIG'. Í reynd er sónar, aðeins notaður, í algerri neyð þ.s. hann rústar feluleiknum. Einungis hlutstunartækjum, sem í dag eru gríðarlega nákvæm, og segulmagnsskynjurum, sem einnig eru alveg gríðarlega nákvæmir, er beitt. 

Til viðbótar öllu þessu, má bæta áhrifum frá umhverfinu.  Umhverfishljóð, eins og öldugangur, dýrahljóð...nýtast, þ.s. bakgrunnshávaði hjálpar kafbát að dyljast. Auk þessa, eru áhrif skila á milli heits og kalds sjávar. En, þessi hitaskil hjálpa einnig kafbáti að dyljast, vegna þess að hljóðbylgjur í sjó hafa tilnheygingu til að varpast af hitaskilunum - eins og þau væru veggur. Þannig komast þær trauðlega, þarna á milli. Þetta nýta kafbátaskipstjórar sér, með þeim hætti, að halda slíkum hitaskilum á milli sín og hvar þeir halda að andstæðingur sinn sé. Sem, dæmi eiga herskip á yfirborði, miklu mun erfiðara með að heyra í kafbáti, sem siglir rétt undir skilunum á milli kaldsjávar og heitsjávar, en þeim sem siglir yfir þeim mörkum. 

Í stríðsleikjum, sem þeim sem ég held að hafi verið stór orsakaþáttur í kafbátaóhappinu umræðna, þá hefur örrugglega öllum brögðum verið beitt. Ekki bara, brögðum sem hjálpa að dyljast, heldur einnig stefnu og hraðabreytingum. Fyrir bragðið, gat þetta gerst að kafbáturinn sem var að elta sigldi á kafbátinn sem var eltur, og hlutust víst nokkrar skemmdir af.

Einar Björn Bjarnason


Pólitíkusana út úr Seðlabankanum!

Varðandi athugasemdir við frumvarp um Seðlabankann, þá er algerlega nauðsynlegt hérlendis, að kveða á um það í lögum um Seðlabanka Íslands hvaða ráðningarskilyrði skuli vera fyrir hendi.

Í öðrum löndum, eru ráðningarskilyrði mjög mismunandi. Víða, eru engin formleg ráðningarskilyrði, heldur er rík hefð fyrir hendi, sem nægir til að tryggja að einungis eru ráðnir hæfir einstaklingar.

Hérlendis, er alls ekki hægt að treysta á neitt þvíumlíkt. Hefðin er pólitísk afskipti, eftir allt saman.

Rétt má vera, að meistara próf í hagfræði, sé ekki endilega sjálfkrafa mælikvarði um hæfni í þetta tiltekna starf. Rétt er sennilega einnig, að gott sé að sá einstaklingur sem velst í þetta starf, hafi víðtæka þekkingu á peninga og verðbréfa mörköðum. 

Sennilega, var frumvarp ríkisstjórnarinnar flausturlega unnið, og einfaldlega nauðsynlegt að endurskoða það. Eins gott, að samvinna ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, leiði til nothæfra laga um Seðlabanka Íslands.

Endurskipulagning Seðlabankans, er einfaldlega ein af frumforsendum þess, að Ísland geti unnið sér traust á nýjan leik.


Aumingja Davíð!

Ef skilja má bréf Davíðs Oddsonar, þ.s. hann hafnar tilmælum Forsætisráðherra um afsögn, þá er með því freklega að honum vegið, fyrir alls engar sakir. Af honum að skilja, þá séu engar málefnalega forsendur fyrir brottvikningu Seðlabankastjóra.

Bréf Davíðs:

http://www.ruv.is/servlet/file/dav%C3%AD%C3%B0.pdf?ITEM_ENT_ID=249897&COLLSPEC_ENT_ID=32

Greinilega hefur Davíð mjög valkennda eftirtekt, sbr. nýlega ræðu Gylfa Magnússonar, Viðskiptaráðherra, þ.s. hann segir Seðlabankann rúinn trausti, og í reynd aldrei hafa rekið sig með sannfærandi hætti.

Frétt OMX: http://www.amx.is/stjornmal/3919/

Forsætirsáðherra, sýndi það vit að taka ekki beituna, og stað þess að svara reiðilega, gaf hún út mjög þroskað svar, sjá:

Frétt MBL.is: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/02/08/lysir_miklum_vonbrigdum/

Vænta má hressilegum mótmælaaðgerðum, á mánudags morgunn. En, þær standa fyrir dyrum, og augljóslega mun bréf Davíðs hleypa þeim kapp í kinn.

Greinilega, er Davíð haldinn mikilmennsku brjálæði. Telur sig geta leitt yfirmann sinn hjá sér, í krafti þess að vera ráðinn Seðlabankastjóri án uppsagnarákvæða. Þetta verður áhugavert sjónarspil eða drama. 

Reikna má með að Sjálfstæðisflokkurinn muni sýna ósjálfstæði sitt, og sem ein hjörð styðja sinn gamla formann, og básúna 'pólitísk afskipti' :)

Sá málflutningur, að ráðherra sé með óþolandi pólitísk afskipti af Seðlabanka, er hreinn brandari, þegar Seðlabankastjóri hefur augljóslega aldrei yfirgefið pólitíkina, virðist ráða meiru innan Sjálfstæðisflokksins, en sá sem á að vera ríkjandi formaður hans.

Þeir sem halda, að Davíð hafi rétt fyrir sér, með að engin málefnaleg rök séu fyrir brottvikningu, vegna þess að í öllum störfum sínum hafi þeir fylgt lögum. Þá líta þeir þannig algerlega hjá því, að stefna Seðlabankans í gegnum árin, hefur í grundvallaratriðum verið röng. Að bankinn, hefur í krísunni sem Ísland er að glíma við, gert fjölmörg þjóðþekkt mistök. Það að stefna bankans, hafi verið í grundvallaratriðum röng, án þess að stjórnendur hafi áttað sig á því, og að auki hafi þeir staðið sig herfilega ílla við krísustjórnun,,,eru fullkomlega nægileg, og einnig fullkomlega málefnaleg, rök fyrir því að krefjast afsagnar þeirra.

Til viðbótar, bætist við að stjórn Bankans er fullkomlega rúin trausti, bæði hérlendis og erlendis. Eina leiðin til að byrja að byggja upp traust í tengslum við bankann, er að skipta um stjórnendur. Það telst einnig til málefnalegra raka.

Um ofantalin rök, eru flestir sérfræðingar um efnahagsmál, bæði innlendir og erlendir, sammála.

Ríkisstjórnin, þarf greinilega næst að keyra frumvarpið um breytingu á lögum um Seðlabanka í gegn, á næstu dögum. Reikna má með málþófsaðgerðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Það gæti leitt til tafa á afgreiðslu málsins, ef til vill um rúmlega viku. Á meðan má sennilega reikna með daglegum mótmæla-aðgerðum fyrir utan Seðlabanka.

Á meðan, mun Davíð sennilega sytja þar fyrir innan dyra, og básúna óréttlætið gagnvart honum, og einnig hvað honum finnst - sennilega - óvanþakklæti sinnar þjóðar.


Til hamingju ný ríkisstjórn!

Vonum það besta. Ég heyrði reyndar ekkert um niðurskurðar áform, en eftir allt saman, með skuldir yfir 3 þúsund mlljörðum, og væntan halla á ríkissjóði upp á liðlega 150 milljarða, á þessu ári, og auk þessa alveg kristal tært að búast má við a.m.k. öðrum 150 milljörðum til viðbótar þau hin næstu 2, nánast sama hversu blóðugur niðurskurður verður, þá er ljóst að í óefni stefnir, einkum í ljósi þess að þjóðarframleiðslan er einungis um 1500 milljarðar. Skuldirnar, eru með öðrum orðum á hraðleið vel yfir 2 þjóðarframleiðslna múrinn. Þetta er alveg gríðarlega alvarleg staða. Við einfaldlega verðum að stöðva þessa skuldaaukningu, ef á að forða þjóðargjaldþroti.

Það verður spennandi að sjá, hvernig ríkisstjórnin mun taka á þessu meginvandamáli. Megin áhersla hennar virðist ætla að verða félagslegs eðlis, þ.e að bjarga heimilum frá greiðsluþroti - annars vegar - og - hins vegar - að bjarga fyrirtækjum frá greiðsluþroti. Í þessu samhengi á að hraða uppgjöri bankanna, sem er nauðsynlegt, svo hægt sé að vita hvað þeir eiga í reynd af fjármagni. En, stóri vandinn við þetta, er að allt þetta kostar peninga.

Líkleg niðurstaða, er að uppgjör bankanna leiði í ljós frekari fjárþörf, sbr. auknar skuldir ríkisins, enda má þess vænta að það muni þurfa að færa niður að verðgildi lána fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja. Þetta geta verið hæglega 200 milljarðar, ofan á allt hitt. Að sjálfsögðu, mun fyrirgreiðsla ríkisstjórnarinnar, sama hversu markmiðin eru góð, vera dýr í framkvæmd, þannig að skuldirnar munu hækka enn meira.

Þarna liggur helsta hættan, að skuldirnar, hrannist og hrannist upp, á sama tíma veldur kreppan því, bæði hin innlenda og erlenda, að þjóðarframleiðslan skreppur saman. Það eru einhver takmörk á hve margar þjóðarframleiðslur ríkið getur skuldað, áður en að greiðsluþroti kemur.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 844896

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband