Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Árið 2009, ár tálsýna. Árið 2010 þ.s. tálsýnirnar hrynja?

Við heyrðum í forsætisráðherra og fjármálaráðherra, spá því að árið 2010 verði ár nýrra vona, ár uppbyggingar, árið þ.s. hagvöxtur hefst, þ.s. öllum verði ljóst að leiðin úr ógöngunum er greið.

En, er það svo?

  • Er ekki enn svo, að 20% húsnæðiseigenda er þegar með neikvæða eiginfjárstöðu, og skv. spá Seðló, sem ég tel of bjartsýna, fer fjöldi þeirra í 40% fyrir árslok 2010?
  • Er ekki enn svo, að milli 60-70% fyrirtækja, eru með skuldastöðu er telst skv. viðmiðunum AGS ósjálfbær?
  • Er ekki enn svo, að landið er rekið með miklum halla, þ.s. þrátt fyrir hagnað af vöruskiptum er byrðin af erlendum skuldbindingum slík, að landið stefnir hraðbyri í gjaldþrot. Við getum ekki borgað af skuldum, ekki einu sinni af vöxtum; skuldirnar hrannast upp.
  • Framhjá þessum hamravegg vandamála, er algerlega litið, einnig því að þúsundir fjölskyldna, standa frammi fyrir því, að selt verður ofan af þeim á fyrri hluta árs. Ekkert vandamál, hefur í reynd verið leist, en öllum ítt áfram.
------------------------------------------------------------------ Spá mín fyrir 2010, án ábyrgðar.

Árið 2009, var ár tálsýna, en 2010 var árið þ.s. raunveruleikinn kom fram, ár hins mikla uppgjörs, árið þ.s. tálsýnirnar hrundu:

  • Við lok árs 2009, tókst stjórnvöldum að blekkja marga, og hilma yfir þeirri staðreynd, að bankarnir  voru enn þeir veikustu í heimi, og hin svokallaða endurreisn þeirra á brauðfótum byggð. Á árinu 2009 hafði ríkið lagt Landsbanka í hendur skuldabréf á sjálft ríkið og kallaði það nýtt hlutafé. Ekki ein einasta króna var lögð inn í raunverulegum peningum, heldur einungis skuldabréf upp á háa fjárhæð, en vitað er að bankanum var bannað að selja það gegn raunverulegum peningum. Síðan var þeirri fjarstæðu haldið fram, og margir henni trúðu, að með því að ríkið samdi við sjálft sig, þ.e. ráðuneyti og Fjármálaeftirlitið, um að bankanir færu til baka yfir til þrotabúanna þaðan sem þeim hafði verið bjargað við lok árs 2008 og það var þá kölluð björgun, væri allt í einu orðnir til bankar í eigu erlendra hluthafa. En ryki var skotið yfir, að þá voru þeir einungis komnir til baka þangað sem þeir voru, en sem eign í þrotabúi lúta þeir einungis sömu lögmálum og hver sú önnur eign í þrotabúi. Þetta var kallað að koma bönkunum á fastan og traustan grundvöll. En, eins og er með aðrar eignir þrotabúa, þá skýrist staða þeirra ekki fyrr en uppgjöri þotabús er lokið, þ.e. eftir 2 - 3 ár frá lokum árs 2009. Að sjálfsögðu, bera kröfuhafar í þrotabúi enga beina ábyrgð, fjárhagslega né aðra, á eignum sem eru í þrotabúi. Þeir einungis hafa kröfur til þeirra. Þessari blekkingu tókst að viðhalda langt fram eftir árinu 2010, en áður en því var lokið kom í ljós að með þessu hafði engum traustum grundvelli verið á komið.

Árið 2010 var árið þ.s. bankarnir urðu gjaldþrota á nýjan leik - alli 3., en í þetta sinn tókst ríkinu ekki að verja innistæður. 

  • Við lok árs 2009, var staðan sú, að milli 60-70% fyrirtækja var með skuldir sem töldust ósjálfbærar, þ.e.að skuldabagginn væri slíkur að líkur á gjaldþroti væru háar.

Á árinu 2010, fór megnið af þeim fyrirtækjum í þrot, og atvinnuleysi rúmlega 2. faldaðist.

  • Við lok árs 2009 var staðan sú, að um 20% húsnæðiseigenda, var með neikvæða eiginfjárstöðu, þ.e. skuldir yfir eignum. Á árinu 2010 fór fjöldi þeirra upp í milli 50-60%, og ríkinu tókst ekki að bjarga því að þúsundum fjölskyldna var hent úr húsnæði sínu. Þetta vandamál, var þ.s. startaði fjöldamótmælum á ný, síðla sumars 2010. Urðu þau, enn hatrammari en áður. Þau náðu svo hámarki um miðjan September það ár, með Gúttóslag 2, eins og hann síðan var kallaður í mynningu Gúttóslags hins fyrri.

En, í Gúttóslag hinum seinni, varð almenn uppreisn borgara landsins. Alþingi og Stjórnarráðið var tekið af almenningi, ríkisstjórninni og stjórnmálastétt landsins steypt af stóli.

Eftir mjög alvarlega krísu, seinni hluta árs 2010 - þá verstu í sögu þjóðarinnar - náðist samkomulag, og utanþingsstjórn var skipuð.

Þingheimur allur samþykkti, að taka sér frí í heilt ár, svo að utanþingsstjórn fengi að stjórna með bráðabyrgðalögum. 

Þegar þarna er komið svið sögu, er landið orðið greiðsluþrota; og við tekur tímabil sem seinna meir var kallað, áratugurinn hinn dökki.

Þegar utanþingsstjórn tók við, hættu fjöldamótmæli á ný. Hún var siðar meir, kölluð ríkisstjórn byltingar, en hún innleiddi marga nýstárlega stjórnarhætti, þar á meðal beint lýðræðis fyrirkomulag að svissneksri fyrirmynd. Einnig, voru framkvæmdar miklar hreinsanir, á fúnum viðum ríkiskerfisins - margt lagt niður og annað endurskipulagt, - - að þessu loknu, var stofnað þ.s. eftir það, hefur verið kallað: Annað lýðveldið.

-------------------------------------

Þetta er í raun og veru bara ímynduð sýn. En, hið góða ástand, sem nú er sagt ríkja, er einungis tálsýn, og þ.e. alls ekki framundan á því ári sem er að koma, uppbygging og fagrar vonir. Þessu ári, hlýtur að lkjúka með brambolti. Veit ekki akkúrat hverju, en stórt verður það

 

Kv.


Við hverja viljum við eiga viðskipti?

Þ.e. einföld staðreynd, að svokallaðir fjárfestar eru menn og konur af margvíslegum uppruna. Þar innan, má finna margar tegundir aðila, af mjög mismunandi bakgrunni.

Spurningin í þessu samhengi, er - við hverja viljum við eiga viðskipti?

Áhugavert er að Seðlabankinn virðist líta svo á, að gengi krónu á gjaldeyrismarkaði ráðist fyrst og fremst af vöxtum. Hann telur sig, með því að hafa vexti hérlendis mun hæri en í nágrannalöndum, vera að slá 2. flugur í einu höggi:

  • Sýna nauðsynlegt aðhald, á meðan verðbólgustig sé hér hærra en gengur og gerist, og hefur Seðló bent á, að raunvextir - þ.e. vextir mínus verðbólga, séu ekki sérlega háir hérlendis.
  • Vera að hífa upp gengi krónunnar, og þannig með því, að vera lágmarka gengistjón landsmanna.

-------------------------------------

Nauðsynlegt aðhald:
Nú verða menn, að skoða orsakir verðbólgu hér.

  • Hún, er ekki orsökuð af innri spennu í hagkerfinu, þ.e. þenslu. Svo, þetta er ekki þensluverðbólga. En, vextir virka mjög vel á slíka verðbólgu þ.s. þeir draga fé út úr hagkerfinu, þ.e. fé þ.s. aðlar hafa til umráða til allra hluta minnkar og það slær á eftirspurn, og dregur þannig úr eftirspurnarþenslu, einmitt því sem framkallar eftirspurnar bólgu.
  • Orsakir bólgunnar, koma allar að utan. En, þ.s. Ísland er dverghagkerfi þá hefur það einkenni annarra slíkra hagkerfa, þ.e. útflutningur er tiltölulega einhæfur og flestar neysluvörur og aðföng, er innflutt. Slík hagkerfi eru því mjög viðkvæm fyrir gengissveiflum, en í samhengi slíkra hagkerfa, þ.s. flest er innflutt, þá framkallar gengisfall eigin gjaldmiðils verðhækkanaskriðu þegar allur þessi innflutningur hækkar í verði í gjaldmiðli viðkomandi dvergríkis. Þetta er orskök verðbólgunnar hérlendis, þ.e. verðfall krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, framkallar hækkanir á öllu því sem er innflutt. Þ.s. flest fyrirtæki nota mikið af innfluttum varningi í sinni starfsemi, og þ.s. hátt hlutfall neysuvara er einnig innflutt; þá framkallar gengisfall krónunnar stöðugar hækkanir um allt hagkerfið, þ.e. sem mælist sem verðbólga.
  1. Þú berst ekki gegn slíkri verðbólgu, með því að minnka eftirspurn í hagkerfinu, en þ.e. akkúrat þ.s. vextir gera.
  2. Minnkuð eftirspurn í hagkerfinu, hefur alls engin áhrif, á verðbólgu af þessu tagi.
  3. Eina leiðin, til að vextir geti haft áhrif, á verðbólgu af þessari tegund, er og aðeins ef, að vextirnir séu raunverulega að hafa áhrif til hækkunar gengis krónunnar.
  4. En, einungis stöðvun gengishraps krónunnar eða hækkun gengis hennar, getur lækkað eða stöðvað þessa tegund bólgu.
  5. Þá verða menn að meta líkur þess, að vaxtastefnan hafi akkúrat þau áhrif. Síðan, þarf að vega þau áhrif á móti öðrum áhrifum, sem vextir hafa nefnilega þeim áhrifum að auka samdrátt í hagkerfinu. Með öðrum orðum, vega og meta, hvor áhrifin eru þyngri á vogarskálunum.

--------------------------------------

Að hífa upp gengi krónunnar:

Hugmynd Seðló, virðist byggja á því, að með því að bjóða hagstæða vexti, þá aukist eftirspurn eftir krónum hjá fjárfestum. Nú skal hafa í huga, spurninguna að ofan, þ.e. hverja viljum við eiga viðskipti við?

Til að skilja þetta betur, er rétt að koma með líkinguna fyrirtækið Ísland, en í því samhengi er gjaldmiðillinn hlutafé þess fyrirtækis. Vextir eru þá sambærilegir við greiddan arð.

Nú þarf að íhuga, hverjir það eru, þ.e. hverslags fjárfestar, sem leggja höfuðáherslu á greiddan arð eða greidda vexti, þegar þeir velja fjárfestingakosti.

Ég vil halda því fram, að slíkir aðilar séu líklegir til að vera, skammtímafjárfestar. Slíkir aðilar, staldra eiinungis við eins lengi og greiddur arður eða vextir eru hærri hér, en einhvers staðar annars staðar. Hættan er sú, að í þeirri viðleitni til að halda slíku fé inni í landinu þá læsi menn sig í, hávaxtapólitík sem erfitt sé að losna úr.

Langtímafjárfestar, hugsa allt öðru vísi. Þegar um fyrirtæki er að ræða, þá skoða þeir og meta, stöðu rekstrarins, þ.e. hvort líklegt sé að hann skili arði til lengri tíma litið eða ekki. Síðan ætla þeir sér oft að eiga hlutina, árum jafnvel áratugum saman. Þá, er um að ræða sparnað frekar en hitt.

Spurningin er, hvora tegundina af fjárfestum viljum við? Hafa ber í huga, að langtímafjárfestar eru yfirleitt ekki aðilar sem taka mjög mikla áhælttu. Svo leiðin til að ná til þeirra, er að endurreisa reksturinn, koma honum á arðbæran langtímagrundvöll, þ.e. trúverðug framtíðar stefnumörkun.

Þegar við hugsum þetta í samhenginu Ísland, þá fer það akkúrat saman við hag fyrirtækja hérlendis og íbúa landsins, þ.e. stefnan að sækjast eftir langtímafjárfestum. 

Þá þarf að huga að því, að móta stefnu sem líklegust sé að koma Íslandi á þokkalegan rekstrargrundvöll, með sem skemmstum tíma.

Ég er ekki þeirrar skoðunar, að sú stefna sem ríkisstjórnin og AGS hefur mótað, ásamt hávaxtastefnu Seðlabankans, sé líkleg til að stuðla að slíkri uppbyggingu.

Að mínu mati, er einmitt skorturinn á trúverðugleika núverandi stefnu, sem sé stór hluti þeirrar ástæðu, að okkar gjaldmiðill heldur stöðugt áfram að falla. Ég held einnig, að vextirnir spili þar rullu, þ.e. með því að þeir bæla hagkerfið, þá séu þeir einnig orsakaþáttur í gengishruni.

Mér sýnist, að gengisþróun umliðins árs, hafi ekki bent til þess, að stefnan að höfða til áhættufjárfesta sé að virka eða hafi verið að gera það. Mér sýnist, að jafnvel áhættufjárfestar séu ekki til í að, festa fé sitt hér, þ.e. nánar tiltekið í ísl. skuldabréfum útgefnum í ísl. krónum.

Þvert á móti, sé sennilega akkúrat það þveröfuga líklegra til árangurs, að vinda yfir í stefnu sem auki atvinnulífinu þrótt; þ.e. lækka vexti, lækkun vaxta sé líklegra til að stuðla að hækkun krónunnar eins og nú er ástatt, einmitt vegna þess hve alvarleg áhrif hávaxtastefnan hefur á mjög skuldum vafið atvinnulíf.

Tökum upp stefnu sem er líklegri til árangur, þ.e. lækkum vexti, ég vona að Ólafur Ragnar felli Icesave, síðan þurfum við að óska eftir nauðasamningum við kröfuhafa Íslands, óska eftir afslætti af skuldum, - látum þá vita, gefum frest um, að annars fari Ísland í greiðsluþrot.

 

Kv.


Lazarus þjóða - Íslendingar

Jæja góðir hálsar, nú er Alþingi búið að samþykkja þessa ógnarsamninga, eins og einn þingmaður Samfó komst nærri orði, að Íslendingum hefði orðið á og nú þyrftu þeir að borga syndir sínar.

Svo alvarlega eru syndir vorar, að einu virðist skipta að þær bitna ekki aðeins á þjóðinni jafnt, þ.e. einnig börnum okkar, gamalmennum, sjúklingum, og hverjum þeim öðrum sem á bágt; heldur að auki einnig á framtíðarkynslóðum okkar, sem vart geta í nokkrum skilningi talist sekar.

Við höfum heyrt frá mörgum málsmetnum mönnum, á vinstrivængnum þar með talið hámenntuðum slíkum, því fleiri og hærri sem gráðurnar hafa verið, því heilagari hefur vandlæting þeirra hljómað, að Íslendingar væru fallin þjóð, við hefðum brotið af okkur, og til að verða góð á ný, þyrftum við að ganga í gegnum hreinsunareld, svo góðu þjóðirnar komi seinna meir til að sjá aumur á  aumingjunum okkur.

Nú lítur út fyrir að vandlætingarkórinn hafi unnið sigur, hann mun hreykja sér hátt, því héðan í frá verður allt betra, nú munu aðrar þjóðir hjálpa okku, nú verður hægt að byggja upp, betri tíð með blóm í haga - undir áframhaldandi stjórn þeirra - sé nú brátt framundan. Íslensk þjóð, geti nú horft glöð fram á við, því þó stritið verði hart í sveita síns andlits, þá verði ánægjan því meiri síðar meir, þegar við kynslóðum síðar horfum til baka og allt verður greitt upp í topp.

Því miður, verðu sennilega þá, nokkrum kynslóðum síðar, þegar við annað tveggja höfum loks greitt upp í topp eða loks verið fyrirgefið það sem eftir stóð af skuldum; orðið ansi fámennt hérna, megnið af fólkinu löngu flúið þetta strit eitthver annað, Ísland einhvers konar Írland seinni tíma er dreifði sínu fólki út um allar jarðir um miðja 19. öld í kjölfar hamfara af náttúrunnar hendi þannig að enn þann dag í dag, eru Írar færri en þeir voru þá orðnir. En, munur er þó á, að okkar hamfarir eru fyrir eigin verknað, okkar stjórnmálastéttar. 

Þetta verður, sú allra besta útkoma sem þetta lið þarna í ríkisstjórninni, getur átt von á, þ.e. ef þeim virkilega tekst að hanga á völdum næstu árin, og láta hlutina einhvern veginn ganga með harmkvælum.

Fyrst skópu hægrimenn grunnástandið er leiddi til hrunsins, eins og réttilega er bent á, en nú munu vinstrimenn að kóróna sköpunarverk hægri manna, og steypa þjóðinni í virkilega djúpan pytt.

--------------------------------------

Hitt er nefnilega miklu mun líklegra, að við horfum á gjaldþrot innan næstu 2. ára, þ.e. löngu áður en 7 ára svokallaði skjóltími er lyðinn. 

Þá munu Bretar og Hollendingar geta hyrt verðmætustu eignir ríkisins upp í skuldir, skv. ávkæðum Icesave samkomulags um veðbönd.

Þetta fólk, fyrir einhvern stórfenglegann misskilning, virðist virkilega vera haldið þeim draumórum, að þessi leið þeirra muni vera til góðs.

Mikill verður harmur Íslands, Lazarusar þjóðar, þegar gjaldþrot þessarar stefnu verður þeim sjálfum ljóst.

Eða, mun þjóðin safna í sér kjarki fyrir þann tíma, til að flykkja lyði niður í miðbæ og sópa þessu lyði út úr þinginu og stjórnarráðinu.

------------------------------------------

Kæru landsmenn, ef þ.s. gerðist í kvöld voru ekki landráð, þá kemst það þar nærri - en þá, landráð af gáleysi. Eins og einhver sagði, þau vita ekki betur. Meina vel, en saga heimsins er full af slæmum atburðum, er áttu sér stað fyrir tilverknað þeirra er í upphafi voru velmeinandi..

Nú er spurningin, mun forseti vor fylgja stjórninni að málum eða þjóðinni. Ef hann fylgir þjóðinni, mun hann og hún ná fullum sáttum á ný, en ef ekki mun hann verða óvinsælasti forseti Íslandssögunnar, sennilega gervallrar.

Nú er spurningin, hvaða orðstý vill hann taka með sér úr embætti? Því góður orðstýr deir aldrigi. En, það á einnig við slæmann.

 

Kv.


Plan ríkisstjórnarinnar og AGS mun ekki ganga upp, en þ.s. verra er, það getur ekki gengið upp!

Trúir því virkilega einhver, að hægt sé að ná fram eftirfarandi?

  • 160-180 milljarða afgangur af gjaldeyrisverslun næsta áratug. <ég vísa til raun halla>
  • 50 milljarða árleg tekjuaukning ríkissjóðs, næstu 10 árin. Tekjur hans svipaðar 2010 og 2008.
  • 3,4% hagvöxtur frá 2012.

 

Hérna fyrir neðan, eru upplísingar teknar úr nefndaráliti ríkisstjórnarmeirihluta. Þáttatekjur eru vaxtatekjur vs. vaxtagjöld, þ.e. tekjur/kostnaður af erlendum eignum vs. skuldbindingar þjóðarbúsins.

Hafa ber í huga, að viðskiptajöfnuðurinn, er þ.s. við höfum til að greiða af erlendum skuldum, og ef hann er jákvæður er e-h afgangs til að lækka þær, ef hann er neikvæður þá fara skuldir þjóðarbúsins hækkandi. Þess vegna, er mjög mikilvægt, að réttar upplísingar um þetta liggi fyrir.

Landsframleiðsla er: 1.427 milljarðar árið 2009.

 

Álit meirihluta ríkisstjórnar
Hlutföll útflutnings umfram innflutning, þáttatekna og viðskiptajafnaðar af landsframleiðslu (%)
                                2008   2009   2010   2011   2012   2013   2014   

Útflutn.-innflutn.        -2,8      6,7    10,6    12,0    13,1    13,7    11,8

Þáttatekjur              -39,4   -20,7  -20,8   -20,3   -18,7   -16,1   -14,6

Viðskiptajöfnuður     -42,2  -14,0   -10,2     -8,3    -5,6     -2,4     -2,8

Undirliggjandi st.

Þáttatekjur                          -7,7     -8,5     -9,0     -8,5    -8,3     -8,0

Viðskiptajöfnuður                  1,0     2,1       3,0      4,6      5,4      3,8

Hagvöxtur                1,3    -8,5    -2,4      2,2     3,4      3,4     3,6

*<Undirliggjandi stærðir, eru að frádregnum vaxtatekjum og gjöldum fyrirtækja - er skortir á upplísingar um og bankat>*

 

Samkvæmt vorskýrslu Hagstofu Íslands, er hallinn á vöruskiptum eftirfarandi.

Þjóðarbúskapurinn, áætlun til 2014: Vorskýrsla 2009

Viðskiptajöfnuður, % af VLF
2008                          -23,3
2009 - 2014                 -1,2
2011                             -1,1
2012                             -2,1
2013                             -1,2
2014                             -1,1

 

 

Til samanburðar set ég hér inn spá AGS um hagvöxt í nokkrum mikilvægum löndum í heiminum.

Hafið í huga, að við erum einu ári á eftir í kreppu, þ.e. hagvöxtur er þegar hafinn 2009 á seinni hluta þessa árs, svo ef spáin stenst fyrir Ísland verður 2010 sambærilegt ár fyrir Ísland. Síðan verði 2011 hjá okkur sambærilegt við 2010 hjá þeim.

                                                               2009     2010

World output                                          -1.1          3.1 
Advanced economies                              -3.4         1.3 
Euro area                                               -4.2          0.3 
Emerging and developing economies      1.7          5.1 
G-20                                                       -1.0          3.3
Argentina                                               -2.5          1.5
Australia                                                  0.7         2.0
Brazil                                                      -0.7          3.5 
Canada                                                  -2.5          2.1
China                                                      8.5          9.0 
France                                                   -2.4           0.9
Germany                                                -5.3          0.3 
India                                                       5.4          6.4 
Indonesia                                               4.0          4.8
Italy                                                       -5.1          0.2 
Japan                                                    -5.4          1.7
Korea                                                    -1.0          3.6 
Mexico                                                   -7.3          3.3
Russia                                                   -7.5          1.5 
Saudi Arabia                                          -0.9          4.0  
South Africa                                           -2.2          1.7 
Turkey                                                   -6.5          3.7 
United Kingdom                                     -4.4          0.9
United States                                       -2.7         1.5 
European Union                                   -4.2          0.5 

 

Hver er reynsla íslenskrar hagsögu á Lýðveldistímanum?

  • Miðað við hagsögu Íslands fram að þessu, er einungis stór afgangur af utanríkisverslun á kreppuárum. Kreppa hefst alltaf með stórri gengisfellingu.
  • Nýtt hagvaxtartímabil hefst þannig alltaf, í ástandi þ.s. raungengi er lágt, og afgangur er af vöruskiptum.
  • Síðan, eftir því sem hagkerfinu vex ásmeginn, hækkar raungengi alltaf þ.s. eftirspurn vex eftir launafólki, og það veldur launahækkunum og öðrum kostnaðarhækkunum. Meiri eftirspurn í hagkerfinu framkallar jafnt og þétt, aukinn innflutning.
  • Það gerist alltaf, á einhverjum tímapunkti hagsveiflu, að vöruskiptajöfnuður verður neikvæður. Hann er það alltaf á seinni hluta hagsveiflu.

 

Fulltrúi AGS hér á landi, viðurkenndi þesar staðreyndir, en aðspurður sagði hann að þetta hefði einnig átt við mörg önnur lönd, sem síðan hefðu þaðan í frá alltaf haft afgang.

Hann útskýrði þó ekki, hvernig þau hefðu farið af því, að framkalla það ástand.

Þetta er því raunverulegt vandamál.


Hver er þá lausnin?

  • A) Viðhalda mjög lágum og helst lækkandi lífskjörum, þ.e. ástandið viðvarandi kreppa - sbr. "Austerity programme".
  • B) Segja okkur úr EES og VTO, svo hægt sé að setja upp verndartolla.
  • C) Ef einhver hefur aðrar hugmyndir, endilega komið með þær.

En, ég bendi á, að fyrir hrun þegar Íslendingar, höfðu tekjur af bönkunum sem voru orðnir 10falt stærri en ríkið, tókst okkur samt að hafa viðskipta halla og það stórann.

Þannig, að einfaldlega að auka tekjur og útflutning, er ekki neitt augljóslega lækning á þessu vandamáli, þ.s. eftir allt saman, Íslendingar sönnuðu á gróðærinu að þeir hafa mjög mikla hæfileika til að eyða.

Ég á við, að þó tekjur séu auknar, geti eyðslan einfaldlega aukist á móti.

 

Eru líkur á umtalsverðum hagvexti?

Síðan er það 50 milljarða árleg tekjuaukning ríkissjóðs. Best væri að ná því fram með veltusköttum, bíst ég við. Þá á ég við hagvöxt.

En, ég bendi á að forsendur fyrir hagvexti eru ekki sérlega góðar:

Skýrsla AGS fyrir G20 fund 

The global economy has returned to positive growth following dramatic declines. However, the recovery is uneven and not yet self sustaining, particularly in advanced economies. Financial conditions have continued to improve, but are still far from normal. Despite recent momentum, the pace of recovery is likely to be sluggish, since much remains to be done to restore financial systems to health, while household balance sheet adjustment and bank deleveraging will be drags on growth. Downside risks have reduced somewhat. A key risk is that policy support is withdrawn before the recovery can achieve self-sustaining momentum, and that financial reforms are left to languish.

 

Ég bendi á aðvaranir AGS til iðnríkjanna, og vísa til að þær eiga einnig við okkur.

  • household balance sheet adjustment - þeir benda á að miklar skuldir heimila verði hemill á hagvöxt. Á Íslandi eru skuldir heimila, enn hærri en hjá þeim löndum er AGS var að bera saman.
  • bank deleveraging will be drags on growth - veikleiki bankakerfisins, er enn alvarlegri hér. Bankar, sem í kenningunni voru seldir, eru einfaldllega orðnir eign 2ja þrotabúa, sem þíðir að þeir eru eins og hver önnur eign þrotabús, sem á eftir að gera upp. Hver kemur til með að eiga þá banka, getur ekki raunverulega skýrst fyrr en uppgjöri viðkomandi þrotabúa er lokið. þangað til, get ég ekki séð að kröfuhafar hafi nokkrar skulbindingar gagnvart þeim, nema huganlega e-h almenna hagsmuni af því að halda þeim gangandi. En, athugið - þá þarf kröfuhafa fundur að vera sammála. Svo, að ég get ekki skilið þetta öðruvísi, en að við búum enn við veikasta bankakerfi í heimi.
  • Síðan eru það skuldir fyrirtækja. Í fyrradag kom sú frétt, að hjá bönkunum væru 50% fyrirtækja búin að notfæra sér úrræði, sem fela í sér tímabundna lækkun greiðslubyrði. Í fréttinni var sagt, að 1/8 fyrirtækja væru í erfiðleikum með skuldir. Úr þessu má lesa, að 70% fyrirtækja búi við erfiða skuldastöðu, en fyrirtæki grípa ekki til slikra tímabundinna úrræða, nema vandinn sé raunverulega alvarlegur.

Allt þetta er hemill á okkar hagvöxt.

Að auki erum við ekki að:

  • lækka skatta, til að efla atvinnulífið. <en, skattalækkun Sjálfstæðismanna kom á röngum tíma. Skattalækkun, er örvandi aðgerð svo þ.e. gott að grípa til hennar þegar þarf að örva atvinnulífið. Hún er síðan varasöm þegar góðæri ríkir, þ.e. hún hvetur til enn meiri hagvaxtar - sem þá getur leitt til yfirhitunar hagkerfis eða svokallaðrar bólu. Skattahækkun, síðan hefur þveröfug áhrif, að bæla hagkerfið, og það gerir beitingu hennar varasama þegar samdráttur ríki, þ.s. hún er í eðli sínu samdráttaraukandi, en mjög hentuga þegar hagkerfið er við það að yfirhitna>
  • við erum ekki að beita útgjöldum til að efla atvinnulífið eins og Obama eða Evrópa. <Sannarlega veit ég að við getum það ekki, en ábendinging er sú, að það felur í sér enn eina bremsuna á hagkerfið samamborið við önnur lönd>
  • beita lækkun vaxta til að örva atvinnulífið. <Hvað sem Seðló segir, er vaxtastig hér hærra en í nágrannalöndunum, og það er einnig hemill á hagkerfið, en háir vextir eru aðferð sem gott er að beita ef hægja þarf á hagkerfi sem er í þenslu, en þeir eru slæmir ef kreppa ríkir því eðli þeirra er að auka samdrátt>.

Niðurstaðan er sú, að með alla þessa hemla, getur hagvöxtur hér vart annað en verið lakari á næstu árum en í nágrannalöndum okkar, beggja megin ála.

Ergo, planið gengur ekki upp, getur ekki gengið upp.

 

Kv.


Af hverju er svo mikill skortur á samstöðu, akkúrat núna?

Sú deila sem nú stendur, er mjög óvenjuleg - því aldrei í lýðveldissögunni, hefur meira verið í húfi fyrir utan árið 1949 þegar Ísland gerðist stofnaðili að NATÓ.

Það er því, mjög eðlilegt að aldrei síðan þá, hafi deilur verið hatrammari. 

Liggur í eðli hlutanna.

------------------

 

Mín persónulega skoðun, er að Ísland sé gjaldþrota, þ.e. að fullkomlega ómögulegt sé að standa undir okkar skuldastöðu.

Að vísu er rétt, að Japan skulda meira í hlutfalli við landsframleiðslu en við gerum og Grikkir eru ekki mjög langt fyrir neðan okkur.

 

Á hinn bóginn, þarf að hafa í huga tvennt:

  • Gjaldmiðill okkar er ekki gjaldgengur, um þessar mundir. Afleiðing þess, er að ekki er mögulegt að greiða af erlendum skuldum, með krónum - af því að erlendir aðilar, vilja ekki lengur kaupa þær. <Mest um þetta ráða gjaldeyrishöftin, en fyrir nokkru síðan voru þau hert af Seðlabankanum, og lokað á að aðilar er eiga krónur á erlendum reikningum, geti flutt þær heim. Seðló hrósar sigri, því hann telur sig þannig hafa bundið enda á gjaldeyrisbrask. Vandinn er sá, að hann með þeirri aðgerð, batt einnig enda á möguleika innlendra aðila, til að greiða sínar skuldir með því að selja krónur til erlendra aðila. Þannig, gróf Seðló því krónuna niður á dýpri stað>
  • Afleiðing, einungis hægt að greiða af skuldum með gjaldeyristekjum. Vegna þess, að aðilar geta ekki notað sínar krónutekjur, verða allir að leita í sama brunninn, þ.e. gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Því miður eru þær þegar fullnýttar og gott betur. En, þ.e. í reynd viðvarandi viðskiptahalli. En, þegar vaxtagjöldum þjóðarinnar er bætt við þjóðhagsreikninga, þ.e. liðnum "þáttatekjur" þá er heildarreikningur utanríkisverslunar neikvæður. Hann verður það næstu árin, skv. Hagstofu Ísland.

Hafið í huga, að þegar þetta ár er þetta dæmi neikvætt. En, þá er ekki enn komin inn vaxtagjöld af lánum frá Norðurlöndunum, né Icesave.

 

Þjóðarbúskapurinn, áætlun til 2014: Vorskýrsla 2009

Viðskiptajöfnuður, % af VLF
2008                          -23,3
2009 - 2014                 -1,2
2011                             -1,1
2012                             -2,1
2013                             -1,2
2014                             -1,1

 

Ríkisstjórnin vonast til að dæmið leysist með tvennum hætti:

  1.  Frekari samdráttur innflutnings. <En, hann þarf þá að verða mjög verulegur í ofanálag, ef sem dæmi vöruskiptajöfnuður á að verða þegar á næsta ári, hagstæður um cirka 160-180 milljarða. Það væri hækkun um á milli 80-100 milljarða, frá árinu í ár, sem er metár í afgangi af vöruskiptum þegar miðað er við lýðveldístímann.> <Miðað við hagsögu Íslands, myndi slíkur samdráttur helst nást fram með, frekari samdrætti í efnahagnum, þ.e. að næsta ár verði grimmt samdráttarár eins og það sem nú er að líða.> <Það passar ekki við auglýst plön um að efnahagsbati hefjist á næsta ári, en persónulega tel ég, að næsta ár verði samdráttarár.>
  2. Aukning útflutningstekna. <Hafa ber í huga, að tíma tekur að reisa nýjar verksmiðjur, þannig að þær fara ekki að auka útflutningstekjur fyrr en eftir nokkur ár.> <Helsta vonin er því, að fjárfestingin meðan á byggingaframkvæmdum stendur, muni verða okkur veruleg lyftistöng. Þ.e. þó vandi á, að megnið af fjárfestingunni fer beint í uppbygginguna, og eykur gjaldeyristekjur nákvæmlega ekki neitt. Einungis sá hluti, sem fer í það, að kaupa krónur af Seðlabanka til að borga innlendum verkamönnum laun, eykur þær. Hafa ber þó í huga, að ekki er algerlega öruggt, að þau verktakafyrirtæki er hreppa hnossið eftir fjölþjóðlegt útboð á EES svæðinu, myndu kjósa að nota innlenda verkamenn.> <Þ.e. því einungis hluti af fjárfestingunni, sem myndi auka gjaldeyristekjur.>

Ég er sem sagt, mjög sterkt skeptískur á, að dæmið geti gengið upp.

Ég vil því, óska sem fyrst eftir almennum fundi kröfuhafa Íslands, þ.s. farið væri fram á verulegann afslátt skulda, gegnt því að áfram verði haldið að borga af þeim. Annars, verði því hætt - og farið í greiðsluverkfall, um nokkur ár eða þangað til, að slíkir samningar myndu nást.

-------------------------------------------------------------------

 

Hvernig kemur þetta spurningunni um samstöðu við?

Samstaða verður að byggjast á grunni, sem raunhæft er að þjóðin geti orðið sátt við.

Þjóðin, verður að trúa því, að sú leið sem verði fyrir valinu, sé raunverulega sú minnst slæma fyrir hana, út úr þessum ógöngum. 

Mín persónulega skoðun er, að það sé sú leið sem ég hef nefnt, þrátt, fyrir marga og mjög slæma galla, sé sú leið.

Ég er sem sagt að segja, að leið ríkisstjórnarinnar, sé líkleg til að skila verri niðurstöðu, hvað varðar lífskjör til framtíðar.

Þetta, er mikilvægt að hafa í huga, því engin leið er að ná sátt við þjóðina, ef þjóðin trúir ekki á það, að leiðin sé hin rétta.

 

Kv.


Innlegg í umræðuna um hitun lofthjúpsins!!

Þetta eru athugasemdir af minni hálfu við grein Jóns Magnússonar, á AMX.is, en skv. ábendingu hans sjálfs þá passaði svar mitt, ekki við neinn af hans pistlum, og hef ég því sett athugasemdir mínar nú inn sem bloggfærslu, og það verður áhugavert að fá viðbrögð hans!

Jón - langt síðan við höfum skipst á orðum, en þ.s. ég lít reglulega á vefsíðuna AMX.is þá varð mér litið á þinn síðasta pistil þar: Pistil ,  og ég get ekki orða bundist.

Æðstu prestar þessarar pólitísku rétthugsunar hafna rökum og sjónarmiðum efasemdamanna.

Fyrsta lagi, sjálfur var ég áður fullur efasemda, en er ekki lengur.

 

"Hvað olli því að loftslag breyttist á jörðinni án þess að nokkur maður eða kona væru til."

Ekki nokkur maður, heldur því fram, að ekki séu til staðar náttúrulegar sveiflur. Það að benda á, að náttúrulegar sveiflur verða öðru hvoru, og íja að þvi að það sé með einhverjum hætti afsönnun þess að mannleg hlínun eigi sér stað er svipuð rökleysa eins og að halda því fram sú staðreynd að það verði árekstrar á hverjum degi, sanni að ef ég lendi í árekstri þá sé það ekki mér að kenna. Setning þín, er setning af því tagi sem ég kalla "dis-ingenious." Þ.e. gamla trikkið, að afbaka þær skoðanir, sem viðkomandi er á móti, og síðan hafna þeirri afbökun. 

 

" Loftslag og veðurfar er alltaf breytilegt án þess að maðurinn hafi með það að gera."

Ef menn koma með mjög góðar sannanir fyrir því, að áreksturinn sé mér að kenna, þá þíðir það ekki fyrir mig, að benda á að árekstrar eigi sér stað stöðugt. Það að árekstrar eigi sér stað stöðugt, þíðir ekki að áreksturinn geti ekki verið mér að kenna. Reyndar, er ekkert rökrænt samhengi þarna á milli. Sama, á við um þá rökleysu, er þú tínir saman.

 

"Hvernig stendur á því að sjávarborð var mun hærra 7 þúsund árum fyrir Krist en það er nú?"

Það eina sem mér dettur í hug, að þú vitir af því, að sjór stóð hér á landi hærra, um nokkra hríð eftir Ísöld. En, ef þú lest örlítið í jarðfræði, t.d. bókina úr MR, eða flettir því upp á netinu; þá kemstu að því að sjálft landið, hafði sigið út af farginu sem jöklarnir er þöktu nær allt Ísland, höfðu orsakað - og að landið reis hægar en sjávarborðið. Síðan hélt landið áfram að rísa, og - en sjávarborðið lækkaði ekki á Jörðinni, það var sjálft landið sem reis.

 

"Sé hitastig síðustu aldar og þeirra ára sem liðin eru af þessari öld skoðað þá kemur í ljós að það var hnattræn hlýnun á árunum 1920-1940 eftir það varð kólnun á milli 1940 og 1975 en frá þeim tíma hefur loftslag farið hlýnandi. Þannig hefur hlýnunarskeiðið nú staðið álíka lengi og kólnunarskeiðið milli 1940 og 1975."

temparature_46880316_glob_ave_temp2_466gr.gif

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef þú skoðar þessa mynd, sem er samantekt á hnattrænum hitamælingum, þá hefur verið samfelld hitun í gangi síðan um eftir 1910, og nær ekki hinn stutti kólnunaratburður sem þú nefnir, að breyta því.

En, þetta er þekkt, að skammtímasveiflur, verða oft innan lengri tíma sveiflu.

Sbr. að ef þú myndir skoða mynd, er sýndi hagþróun af Íslandi frá árinu 1910, þá væri hún að meðaltali upp-á-við, en með inn á milli dölum. Þeir dalir, afsanna með engum móti, að hér hafi verið samfelld stór hagsveifla upp-á-við. 

Þarna, set ég þína röksemd, inn í annað samhengi, til að sýna fram á. að hún sé rökleysa.



"Hlýjasta ár sem mælst hefur er árið 1998 og árið 2006 var kaldara en árið 2005 og árið 2007 var kaldara en árið 2006 og árið 2008 var kaldara en árið 2007. Þannig hefur ekki verið um aukningu á hnattrænni hlýnun frá árinu 2005"
Ekki veit ég hvaðan, þú hefur þetta. En, skv. nýlegri skýrslu, er var í fjölmiðlum fyrir viku:

"The first decade of this century is "by far" the warmest since instrumental records began, say the UK Met Office and World Meteorological Organization."

"Their analyses also show that 2009 will almost certainly be the fifth warmest in the 160-year record."

 

Þ.e. enginn vafi á, að í gangi er hnattræn hlínun, sem útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum, hefur og er stórlega að auka á. En, þ.s. ég vísa til, er það að mörg öfl hafa áhrif á lofthjúpinn, á sama tíma.

  • Sólin hefur áhrif.
  • Skýjafar hefur áhrif.
  • Gleypni hafa hefur áhrif.
  • Gleypni kaldra svæða, og gróðurs, hefur áhrif.
  • Eldvirkni, jarðskjálfar og jafnvel jarðhitavirkni, hefur áhrif.
  • Maðurinn, hefur áhrif.

Þ.e. að sjálfsögðu, umtalsvert trikk, að mæla áhrif allra þessara þátta, með nægilegri nákvæmni, svo hægt sé að beita svokallaðri "correlation" til að fjarlægja áhrif hinna mismunandi þátta, út úr reiknimenginu, þar til einungis eru eftir þau áhrif sem þú ert að mæla.

En, gera má ráð fyrir, að þær umfangsmiklu rannsóknir sem fram hafa farið á gleypni hafa, skóglendis, freðmýra - á útblástri lofftegunda frá eldfjöllum, og öðrum náttúrufyrirbærum; hafi einmitt verið gerðar í þeim tilgangi, að hægt sé að sjá hvaða áhrif maðurinn hefur.

En, áhrif sólarinnar, eru mæld af gervihnöttum eða nánar tiltekið geimkönnum, er hafa verið að mæla samfellt geislun sólar, í um 20 ár.

Síðan höfum við náttúrulega, ískjarna frá Grænlandsjökli er ná allt að því 600 þúsund ár aftur í tímann, og einnig ískjarna frá Suður heimskauts landinu er ná allt að því rúmlega milljón ár, aftur í tíman. Fyrir mig persónulega, hafa það einmitt verið ískjarnarnir, sem mér sýnast vera mest sannfærandi gögnin. En, þeir virðast gefa þá mælingu, með verulegum áreiðanleika, að aldrei síðustu 1. milljón ár, hafi hlutfall CO2 verið hærra, en um þessar mundir. Sem, að sjálfsögðu þíðir, að þó mjög stór eldgös hafi átt sér stað við og við á Jörðinni, sbr. risaeldgos fyrir rúmlega 70.000 árum í Indónesíu, sem er það stærsta á hnettinum í um 200.000 ár; þá dugar slíkur risa-atburður ekki einu sinni, til að slá út núverandi ástand.

 

Að mínum dómi, er ekki raunsætt, að efast um að gróðurhúsaáhrif af mannavöldum, séu til staðar; en full ástæða er til að ræða, hvað sé rétt að gera - en, ég er ekki endilega sammála því, að það eigi að fara í mjög róttækar aðgerðir. En, það fer eftir því, hve mikla aðlögun, mannkyn er til í að taka á sig:

  1. Gera ekki neitt.
  2. Grípa til mjög róttækra niðurskurðar aðgerða, á útblástri gróðurhúsalofttegunda.
  3. Grípa til niðurskurðaraðgerða, en ekki mjög stórfelldra.

 

1) Eins og ég sagði, þetta fer eftir því, hve mikla aðlögun mannkyn er til í að leggja á sig. En, til að íhuga hvað getur gerst, er rétt að skoða sögu Jarðar. En, sbr. fyrir rúmlega 30 milljón árum, var sjávarborð umtalvert hærra. Miðríki Bandaríkjanna, voru innhaf. Sama átti við Amazón lægðina. Stórann hluta af Sahara svæðinu. Lágslettur Rússlands og Asíu.

Ég nefni þetta, sem "absolute worst case", en augljóslega er það mögulegt fyrir lofthjúpinn að verða það heitur, að alla ísa tekur upp á hnettinum, fyrst að slíkt hefur átt sér stað nokkrum sinnum í Jarðsögunni.

Ég set þetta ekki fram í gríni, heldur einfaldlega til að mynna á, að enginn veit í reynd hvað getur gerst - eða getur ekki gerst - ef við myndum taka þá ákvörðun, að skeita að sköpuðu.

Að sjálfsögðu, leggst ekki allt í auðn. Lífið heldur áfram á Jörðinni - en, aðlögun að svo stórri sveiflu, myndi vera sannkölluð rússibanareyð fyrir mannkyn.

 

2) Eins og hugmyndir eru uppi í Evrópu, og á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn, þá vilja margir fara í mjög stórfellda lækkun útblásturs, í því skyni að halda hitun innan við 2°C. En, til þess að ná því takmarki, þarf mjög róttæka lækkun eða e-h á milli 70 - 80% hjá iðnríkjunum, á næstu 2. áratugum. Önnur ríki, myndur sennilega einnig þurfa, að lækka um minnst 50%.

Ég held, að þessar hugmyndir séu ekki raunhæfar.

 

3) Einhvers konar millivegur, þ.e. að takmarka losun, en sætta sig við hitun sem væri umtalsvert meiri en 2°C. Þetta held ég, að sé alveg raunhæft markmið.

En, mjög sennilega er einfaldlega ekki pólitískt mögulegt, að ná markmiði 2. Jafnvel þó, iðnríkin minnkuðu losun um 100%, næðist ekki markmið 2, án verulegrar minnkunar hjá öðrum ríkjum. 

En, önnur ríki, sérstaklega Kína og Indland, eru einfaldlega ekki tilbúin til að minnka losun; nema sem skv. hlutfallsreikningi. Þá eiga þau við, lögð væri áhersla á aukna skilvirkni, betri tækni - en, að aukning á losun héldi áfram, þó með minni hraða en áður.

Þetta er e-h sem menn þurfa að sætta sig við.

Sannarlega, felur þetta í sér, umtalsverða þörf fyrir mannkyn á aðlögun. Sérstaklega, sem er nokkuð kaldhæðnislegt, einmitt fyrir Kína og Indland. En, þau 2. ríki eru umtalsvert meira viðkæm fyrir þessum vistkerfisbreytingum, en Evrópa og N-Ameríka eru. Þannig, í strangasta skilningi, hafa þau meira að tapa.

En, skilningur valdhafa þar fyrir því, er enn ekki nægur, og þannig barasta er það.

 

Kv.


Neyðarlögin standast reglur Evrópusambandsins!!!

Þetta er niðurstaða EFTA dómstólsins, en úrskurður hans telst enn vera til bráðabyrgða þ.s. enn er ekki frestur til andmæla við úrskurð, liðinn. En, slík andmæli breyta yfirleitt ekki niðurstöðu, en geta orsakað breytingar á hvernig úrskurður er rökstuddur.

Ég hef verið að bíða eftir því, að íslenskir fjölmiðlar sýni þessari risafrétt tilhlýðilega athygli, en miðað við mikilvægi hennar heði hún átt að vera aðalumræðuefni allra fjölmiðla í þessari viku; en einungis Morgunblaðið og Iceland Review, hafa byrt frétt um þetta.

 

"Frétt Iceland Review:The EFTA Surveillance Authority (ESA) has concluded in a preliminary evaluation that the emergency law passed by the Icelandic parliament in October last year had been justifiable, Prime Minister of Iceland Jóhanna Sigurdardóttir announced yesterday.

The evaluation states that the Icelandic government had the right to defend the banking system and public interest, RÚV reports.

The emergency law included that deposits held in the Icelandic banks in Iceland were prioritized above general claims, which some considered to be in breach of the law and the EEA agreement.

A group of claimants to the bankrupt estate of the old banks filed a complaint to ESA because of this controversy, but the ESA has now come to the preliminary conclusion that the legal understanding of the University of Iceland Law Institute from last autumn had been correct.

Claimants have until January 15, 2010, to respond to ESA’s preliminary evaluation. As it is only an evaluation but not a ruling, it is possible that this case will be taken to the EFTA Court and the European Court of Human Rights."

 

Frétt Morgunblaðsins, skanmynd:

 frett_mbl_neydarlog.jpg

Hvað segið þið, er það ekki merkileg frétt, að álit EFTA dómstólsins sé, að Ísland hafi ekki brotið lög Evrópusambandsins, og þar með EES svæðisins; með neyðarlögunum?

Ég meina, hvaða frétt er athyglisverð, ef það er ekki þessi?

Ég velti fyrir mér, fréttamati.


Hvað er eiginlega að íslenskum fjölmiðlum?

 

Ísland braut ekki lög, með því að:

  •  aðgerðirnar hafi verið nauðsynlegar til að afstíra hruni og ekki gengið lengra en tilefni var til.
  • ekki hafi aðrar skárri leiðir verið í boði.
  • mat EFTA dómstólsins sé að lögin hafi ekki falið í sér mismunun vegna þjóðernis, þ.s. aðgerðirnar hafi verið óháðar hvort sem er þjóðerni eða búsetu viðkomandi.
  • yfirfærsla eigna yfir til hinna nýju banka, hafi ekki takmarkað rétt kröfuhafa til eigna sinna.
  • þjóðir hafa rétt til að tryggja sína grundvallarhagsmuni, þegar þeim sé sannarlega ógnað, þannig að breyting á röð kröfuhafa í því skini að koma í veg fyrir áhlaup innistæðueigenda á viðskiptabankana hafi verið réttlætanleg, í ljósi þess að þegar sú ákvörðun var tekin hafi aðstæður boðið upp á það ástand að miklar líkur hafi verið á slíku áhlaupi, en slík áhlaup geti orsakað hrun hagkerfis.

 

Ef þetta eru ekki mikilvægar niðurstöður, þá veit ég ekki hvað er mikilvægt. En, fjölmargir hafa básúnað það, að neyðarlögin hafi verið alvarlegt brot á reglum Evrópusambandsins, en hafa ber í huga að EFTA dómstóllinn sem sér um eftirlit með lögum og reglum á EES svæðinu, að hann tekur mið af dómafordæmum Evrópudómstólsins - enda væri ekki heppilegt að þeir 2. dómstólar væru að túlka lög og reglur með ólíkum hætti. Þess vegna má telja fullvíst, að í þessu máli, hafi verið kafað ofan í öll þau dómafordæmi sem dæmi finnast um, hjá Evrópudómstólnum.

Þeir sem, hafa haft hátt um svokölluð lögbrot Íslands, þeir þurfa nú að éta þau orð ofan í sig.

 

Kv.


Yfirtaka bankanna - allt í plati, eða hvað?

Skv. atburðum undanfarinna daga, þá er sagt að nú sé búið, að koma Arion banka, yfir til kröfuhafa. Íslandsbanki, ku einnig vera í höndum kröfuhafa - en, er allt sem sýnist?

"Íslenska ríkið og skilanefnd Kaupþings, náðu samkomulagi sín á milli í gær þess efist að skilanefndin mun eignast 87% hlut í Arion banka."

  • Ég vil vekja athygli á þessu orðalagi, sem segir fullum fetum, að það sé nánar tiltekið, skilanefndin er hafi yfirtekið bankann. En skilanefndin, hefur á sinni könnu uppgjör hins hrunda Kaupþings-banka.
  • Ég vek einnig athygli á, að þegar svipað samkomulag var gert um Íslandsbanka, þá var einnig talað um samkomulag á milli skilanefndar og ríkisins, í því tilviki um að eignast 95% í þeim banka.

 

Mbl. 2. des. 2009, bls. 12: "Að sögn Steinrs Þórs Guðgeirssonar, formanns skilanefndar Kaupþings-banka, kom enginn stór ágreiningur upp í samningaviðræðunum við ríkið: "Þær voru þannig byggðar upp að menn höfðu valkosti um tvær leiðir. Það steytti ekki á neinu, menn voru bara að semja um hvort ríkið héldi bankanum eða skilanefndin tæki hann yfir..."

Þetta eru áhugaverð orð, en skv. því sem ég síðast vissi, eru skilanefndirnar skipaðar af Fjármálaeftirlitinu, sem er ríkisstofnun. Einnig, að þessi einstaklingar, sem þannig eru skipaðir, eru eftir því sem ég best veit, að fá sín laun öll borguð frá ríkisféhirði.

Með öðrum orðum, ríksstofnun (en skilanefndirnar eru ekkert annað) og starfsmenn hennar (en hvað annað eru starfsmenn þeirra annað en ríkisstarfsmenn) semja við ríkisstjórnina og starfsmenn Fjármálaráðuneytis. Endurorðað, ríkisstofnun og ríkisstarfsmenn, semja við ráðuneyti og aðra ríkisstarfsmenn.

Ríkið er greinilega mjög snjallt, við það að semja við sjálft sig.

 

  • Skv. samkomulaginu, leggi skilanefndin fram 66 milljarða til bankans, í stað 72 milljarða í ríkisskuldabréfum er ríkið hafði lagt bankanum til, sem nú séu að mestu dregin til baka; en í staðinn leggi ríkið bankanum til 25 milljarða víkjandi lán.

Ég hef lengi velt því fyrir mér, hvernig ríkið hefur farið að því, að leggja bönkunum til eigið fé. En skv. þessu, og hef ég ekki trú á öðru en að sömu aðferð hafi verið beitt í öllum skiptum, þá hefur ríkið einungis lagt bönkunum til skuldaviðurkenningar - en ríkisskuldabréf eru ekkert annað. Með öðrum orðum, ekkert raunverulegt fjármagn. En, verðgildi slíkra pappíra, fer algerlega eftir getu ríkisins, til að standa við sínar skuldir - almennt. Skuldabréf, eru einfaldlega prentuð á þar til gerð eyðublöð og undirrituð af þeim, sem rétt hafa til þess að skuldbinda ríkið - - og abadra kadabra, skuldbindingin er orðin til.

Þ.e. að sjálfu sér ekkert athugavert við þetta form, þ.e. skuldabréf. En, þessi aðferð fól ekki í sér, að búið væri til neitt nýtt fjármagn. En, ríkið getur aflað sér peninga með skuldabréfaútgáfu, ef þau bréf eru seld á markaði gegn raunverulegum peningum. En, í þessu tilviki var ríkið einungis að færa skuldaviðurkenningu úr hægri vasanum í vinstri vasann. En, þó er löglegt að færa þetta sem eign, í bókhaldi. En, við getum verið viss um, að það kom aldrei til greina, að þessi bréf væru sett á sölu til að framkalla raunverulega skuld, til handa ríkinu og með þeim hætti, og til að með þeim hætti fengu bankarni í hendur raunverulega peninga.

Eins og ég sagði, mig hefur lengi langað til að vita, akkúrat hvernig hin svokallaða eiginfjárinnspýting ríkisins, til handa bönkunum, var búin til. Mig hefur nefnilega lengi grunað, að einhver hókus pókus hafi verið í spilum.

 

Mbl. 2. des. 2009, bls. 12: "Kröfuhafar munu ekki hafa formlega aðkomu að stjórnun gömlu bankanna fyrr en nauðasamningar hafa verið samþykktir og má búast við því að það verði ekki fyrr en á árinu 2011 hið fyrsta. Kröfur í bankana eru margar og segja heimildamenn Morgunblaðsins að það muni væntanlega taka allt næsta ár að fara yfir kröfur, meta þær og taka ákvarðanir um hvort þeim verði hafnað eða ekki. Þá megi búast við deilum vegna þeirra ákvarðana, sem dómstólar þurfi að skera úr um. Ekki sé hægt að fara í nauðasamninga fyrr en að þessu ferli loknu og fram að þeim tíma verði stjórn gömlu bankanna undir forræði FME."

Frétt Visi.is: "Skilanefnd skipar fjóra stjórnarmenn bankans af fimm en íslenska ríkið skipar einn. Stefnt er að því að fulltrúar skilanefndar í nýrri stjórn verði tveir erlendir og tveir innlendir sérfræðingar, þar af einn úr skilanefnd. Ný stjórn bankans verður skipuð þegar samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir."

Ég verð að segja, að þetta eru stór athyglisverðar fréttir. En, eins og hefur komið fram í öðrum fréttum dagsins í gær, þ.e. 2. des. 2009; þá hefur verið búið til eignarhaldsfélag um Arionbanka í eigu - nánar tiltekið - þrotabús Kaupþings-banka.

  • Skv. þessu og áður fram komnum upplýsingum, eru nú bæði Nýi-Íslandsbanki og Arion-banki nú í eigu eignarhaldsfélaga, er eru í eigu þrotabúa Íslandsbanka og Kaupþings-banka.
  • Í báðum tilvikum, skv. fréttum og áður fram komnu, sytja fulltrúar kröfuhafa og skilanefnda í stjórn beggja banka.
  • En, í báðum tilvikum halda skilanefndirnar enn meirihluta stjórnarmanna, þó þær báðar kjósi að hafa fulltrúa kröfuhafa sem sinn fulltrúa, - væntanlega til að bæta samskiptin við einhverja mikilvæga kröfuhafa.
  • En, aðalpunkturinn virðist sá, að það mun þurfa bíða eftir þessu tafsama lokauppgjöri, að ganga endanlega frá því að kröfuhafar í reynd, taki þessa 2. banka yfir - eða ekki.

Ég hef velt því fyrir mér, alla tíð síðan hin svokallaða yfirtaka kröfuhafa á Nýja-Íslandsbankanum átti sér stað, þá hvers vegna ekkert hafi í reynd breyst í rekstri hans síðan.

  1. En, með yfirtöku erlendra aðila, átti maður von á, að þeir myndu senda eigin starfsmenn til að sortera bankann, þannig séð.
  2. En, þá á ég við, að starfsmenn séu sendir, til að taka út starfsemi bankans, fara yfir hana og ekki síst, til að meta það hverjir starfsmanna eiga að vera eftir og hverjir ekki.
  3. Síðan, væri farið í grimmar niðurskurðar aðgerðir á starfsemi, til að auka hagnaðarprósentu.

Þetta er þ.s. ég átti von á, þ.e. ef það væri raunverulega satt, að Íslandsbanki hefði verið tekinn yfir af kröfuhöfum.

Þess vegna, þótti mér svo undarlegt, að síðan leið og beið, og engin - alls engin - breyting á starfseminni átti sér stað.

Ég meina, að þrátt fyrir tal Steingríms J. Sigfússonar, um að samþykki kröfuhafa fyrir sitt leiti um, að þrotabú Kaupþings-Banka yfirtaki Arion banka, feli í sér trausts yfirlísingu við starfsfólk Arion banka; þá vitum við hin, að þar fyrir innan er enn að finna nákvæmlega sömu starfsmennina er komu Kaupþings banka í þrot. Það sama, á við um Nýja Íslands banka, að þar er að finna enn að lang mestu leiti nákvæmlega sömu starfsmennina er spiluðu djarft og komu Íslandsbanka á hausinn.

Svo, ég einfaldlega trúi því ekki, að það að ekkert hafi breyst í starfsemi Nýja Íslandsbanka, síðan hann á að hafa verið tekinn yfir, feli í sér traustsyfirlísingu kröfuhafa til starfsmanna og rekstrar bankans.

Þvert á móti, held ég að ofangreindar upplýsingar sýni og sanni, að hin raunverulega yfirtaka, hafi einfaldlega ekki enn farið fram, og hún fari einungis fram, ef og þegar loka-uppgjör þrotabúanna, fer fram. Og, þau lokauppgjör eins og kom fram, geta tekið allt næsta ár.

Ég get því ekki séð, að yfirtaka þrotabúanna þíði að erlendir kröfuhafar, hafi samþykkt að nokkru leiti, þ.e. enn sem komið er, að bera fjárhagslega ábyrgð á rekstri Arion banka og hin Nýja Íslandsbanka.

Þannig, að í þeim gerningum, er hafa verið framkvæmdir, felist nákvæmlega engin trygging á því, að þeir 2. bankar fari ekki í þrot, eða verði settir í þrot, seinna.

Hinir erlendu kröfuhafar, munu eingöngu framkvæma þ.s. þeir telja, vera skv. eigin hagsmunum. Eftir því sem ég best fæ séð, hafa þeir ekki samþykkt að hætta einni einustu Evru eða einu einasta Pundi.

Þeir munu að sjálfsögðu meta framhaldið, skv. eigin forsendum, og slá eigin mati á hvort það borgi sig fyrir þá, að hætta eigin fjármagni frekar en orðið er. En, búast má við, að væntingar um framvindu efnahagslífs, bæði hér og erlendis, muni þar hafa áhrif. En, forsendur hérlendis til framtíðarhagvaxtar, á allra næstu árum, eru vægt sagt mjög - mjög lélegar.

Ekki veit ég, í hvaða formi, skilanefndin hefur lagt til Arion banka fé. En, hún ræður yfir eignum þrotabús Kaupþings banka, og getur hugsanlega hafa fært einhver lán þangað yfir. En, ég efa það samt sem áður, þ.s. það á ekki að vera hægt að færa eignir úr þrotabúum fyrir uppgjör. Ef hún gefur út skuldabréf, á þrotabúið þá verða þau vart að forgangskröfum. Þá er eftir raunverulegt fjármagn, en ef eignir hafa verið seldar, þá tilheyrir það fé þrotabúinu og það sama gildir þá um það fé. Ég velti því fyrir mér, hvaða maðkaða mjög geti þar verið um að ræða.

 

 Kv.

 


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband