Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

Ég er ekkert viss að ESB aðildarferlið sé ónýtt! Ráðherra getur sent nýja fyrirspurn til stofnana ESB svo málið skýrist

Menn hafa horft á tiltekna upplýsingasíðu ESB, þar er Ísland ekki lengur á lista: European Neighborhood Policy and Enlargment Negotiations.

Svo er til staðar önnur síða sem heitir: Countries - þar er að finna lista "On the road to EU membership" og þar undir er Ísland enn að finna. Ef klikkað er á virkan hlekk Íslands opnast síða Iceland.

Þar kemur fram að: "01-05-2013 Iceland puts accession negotiations on hold." Það má einfaldlega vera - - að þá hafi sú síða síðast verið uppfærð. Og það sama getur gilt um hina upplýsingasíðuna - - að þ.s. þar stendur sé einfaldlega enn óuppfært.

M.ö.o. að það sem stendur á síðunni - "European Neighborhood Policy and Enlargment Negotiations." Sé það sem gildir - - en þá má einnig spyrja sig akkúrat hvað merkir það?

 

Ég held að rétt sé að senda nýja fyrirspurn!

En ég er ekkert viss að jafnvel þó það sé rétt - að Ísland hafi verið tekið af heimasíðu ESB yfir ríki í -umsóknarferli. Að það þíði svo öruggt sé að ekki sé unnt að hefja umsóknarferlið á þeim stað þar sem það var sett í frysti.

  1. Hafið í huga - að þetta fer algerlega eftir vilja stofnana ESB.
  2. Ef gögnin frá aðildarferlinu eru enn varðveitt - þá sé ég ekkert tæknilega ómögulegt við það, að ef -viðræðusinnuð ríkisstjórn kemst til valda- að þá óski hún eftir því að Ísland verði aftur fært inn á lista yfir ríki í aðildarviðræðum.
  3. Og síðan verði viðræðum - fram haldið eins og ekkert hafi í skorist annað en að viðræður hafi tafist.

Bendi á svar það sem utanríkisráðherra fékk:

Letter to be sent to Mr Gunnar B. Sveinsson, Minister for Foreign Affairs of Iceland

"In the light of your letter we will consider certain further practical adjustments to the EU Council working procedures."

Sem þíðir akkúrat hvað?

Þeir eru góðir í því -þarna úti- að senda svör sem unnt er að túlka með margvíslegum hætti.

  • Sem gæti einfaldlega þítt, að taka nafn Íslands út af heimsíðunni.
  • "Working procedures" - - hljómar eins og tæknilegar breytingar á vinnuaðferðum - -> Frekar en að um sé að ræða "policy decision" eða "policy change" þ.e. breytingu er felur í sér nýja stefnumörkun.
  1. Þá er ég að meina - - að ef ESB breytir formlegri stöðu Íslands -> Þá væri það stefnumarkandi ákvörðun.
  2. Að taka Ísland af listanum á heimasíðunni - gæti verið eingöngu "breyting á vinnuaðferð" ef hún felur ekki í sér stefnumarkandi ákvörðun. Þ.e. að stefnumarkandi ákvörðun um að aflísa umsóknarferli við Ísland hafi ekki endilega verið tekin.
  • Þannig að það getur vel verið að - - staða íslands sem umsóknarríkis sé enn óbreytt.

Aftur á móti getur utanríkisráðherra skýrt málið með því að senda stofnunum ESB nýja fyrirspurn: Hún getur verið eitthvað á þá leið!

  • Is it still possible to resume the accession process of Iceland which formally began on 16th. July 2009 according to the application of Iceland to join the EU, resuming negotiations on membership from the point these negotiations were at on in May 2013 when Iceland put the negotiations on hold?

Mér virðist þessi staða ekki vera -krystal tær.

 

Niðurstaða

Það getur vel verið að utanríkisráðherra hafi tekist með bréfaskriftum sínum, að fá stofnanir ESB til að - - aflísa umsóknarferli Íslands af sinni hálfu.

Á hinn bóginn er ég persónulega ekki viss að sú breyting, að Ísland sé ekki lengur á lista yfir aðildarríki á tiltekinni heimasíðu - - raunverulega þíði að ekki sé unnt að hefja aftur viðræður á sama punkti og þær voru stöðvaðar í maí 2013.

Eftir allt saman þá er í svar bréfi til utanríkisráðherra - talað um "procedural adjustment" ekki "policy change." Ath. - það verður að taka nákvæmlega eftir því hvað er sagt.

Ég er að segja - að það geti alveg svo verið að staðan sé í reynd óbreytt!

Ný fyrirspurn af hálfu ráðherra - getur þó leitt það fram hver staða mála raunverulega er.

 

Kv.


Augljóslega verða sett lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga

Ef marka má yfirlýsingu formanns VR. - þá eru ákvæði í nýja kjarasamningnum, sem tryggja að ríkið getur ekki samið um hærri laun við aðra hópa; nema að ógilda hinn nýja kjarasamning sem undirritaður var á föstudag af hálfu fulltrúa VR, Starfsgreinasambandsins og 13 annarra félaga samtímis.

Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. „Þá er bara búið að rjúfa samninginn.“ Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.

VR - Nýr kjarasamningur undirritaður

 

Skv. fréttum, hefur viðræðum við BHM verið slitið:

Allt í patt­stöðu hjá BHM og rík­inu

Langt í land í kjaraviðræðum BHM

Báðum viðræðum slitið

"Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði við fréttastofu Stöðvar tvö fyrir fundinn að samningar Flóabandalagsins, Starfsgreinasambandið og verslunarmanna í dag svari engan veginn þeirra kröfum."

  1. Mér virðist alveg augljóst - - ef við gerum ráð fyrir að Ólafía Rafnsdóttir fari ekki með fleypur, að ákvæði í hinum nýju samningum við VR og 14 önnur félög; feli það í sér að - - ef ríkið semur um rausnarlegri launahækkanir við aðra hópa þá sé samningurinn við VR og félögin 14 þar með úr gildi fallinn.
  2. Að þá sé alfarið útilokað, að BHM og hjúkrunarfræðingar - - geti þar með reiknað með því, að knýja fram -launahækkanir umfram þ.s. þeir samningar fela í sér.

Á hinn bóginn mun ríkið að sjálfsögðu bíða með að setja lög - þar til félagar í VR og hinum 14 félögunum, hafa greitt atkvæði um samninginn.

Á hinn bóginn, gerum ráð fyrir að þær atkvæðagreiðslur leiði til samþykkis, þá reikna ég að fljótlega í kjölfar þess að sú niðurstaða liggur fyrir - - þá muni ríkið setja lög á önnur útistandandi verkföll.

  • Mun það leiða til - - flótta úr stéttum hjúkrunarfræðinga, og þeirra sem teljast til BHM?

Kannski, en hafandi í huga að samningar við hópa með samtals 75þ. félagsmenn eru í húfi, þá sé ég ekki að ríkið fórni þeim samningum - - þó svo að flótti verði úr störfum hjúkrunarfræðinga, og úr þeim störfum sem falla undir BHM.

Það er þá - - "Den til, den sorg."

Ef það verður, þá mun ríkið leita lausna - - ein fær leið, er að auglýsa þau störf á evópska efnahagssvæðinu.

 

Niðurstaða

Ég sannarlega á von á því að kjarasamningarnir muni leiða til verðbólgu - en hækkanir eru meðaltali sagðar um 10% á þessu ári til félagsmanna þeirra félaga sem samningarnir ná undir. Þ.e. töluvert yfir þeim viðmiðum sem Seðlabankinn gaf út þ.e. 3-4%. Og þ.e. yfir þeirri launahækkun er varð í tíð síðustu ríkisstjórnar, en þá dugði 6% launahækkun til að lyfta nokkuð upp verðbólgu.

Á hinn bóginn - - virðist allsherjarverkfalli og þeirri röskun er það hefði valdið, vera forðað.

Það hefði getað rústað verulega ferðamannasumrinu í ár, og þ.s. verra er - jafnvel getað valdið skaða á næsta ferðamannasumri. En hvekktir ferðamenn, hefðu ekki endilega treyst Íslandi strax.

  • Vonandi verður ekki gengisfelling af völdum samninganna.
  • Það getur verið að það sleppi - vegna þess að svo virðist að AGS lánið sé frá eftir mitt nk. ár.

Kv.


AGS gefur Grikklandi viðbótar 3-vikna greiðslufrest

Þetta kom fram á vef Financial Times: "...IMF offered Greece three more weeks to repay €1.6bn it owes to the fund next month, insisting..." - - þar var einnig vitnað í viðtal við Lagarde.

Sem sagði: “It’s very unlikely that we will reach a comprehensive solution [between Greece and its creditors] in the next few days,”

  • Svo hún hefur ákveðið - - að veita Grikklandi 3-vikna viðbótar greiðslufrest.

Greek exit from the euro is ‘a potential’, says Lagarde

 

Framundan er gríðarlega stór greiðsludagur í Júlí

What are the Critical Dates for Greece and the Euro?

Þetta er gríðarlega stór upphæð - - eða 3.455 milljónir evra.

Svo á Grikkland aftur að borgar mjög stóra upphæð í ágúst, 3.188 milljón evra.

Til samanburðar, þá greiddi Grikkland AGS samtals 1.083 milljónir evra í sl. mánuði, og á að greiða í júní samtals 928 milljónir evra. Greiðsludagarnir í júní eru 15. og 18.

  • Sá sem á skuldirnar sem þarf að greiða svo risastórar upphæðir af í júlí og ágúst.
  • Er Seðlabanki Evrópu.

Augljóst þarf að ganga frá samkomulagi milli aðildarríkja og Grikklands - - > Helst fyrir mánaðamót júní/júlí. Þó vera megi að niðurstaða geti dregist fram í fyrstu viku í júlí.

Þ.s. Grikkland á að greiða risaupphæðina þann 19/7 nk.

  • Með því að veita 3-viðbótar vikur í greiðslufrest.

Hefur Christine Lagarde - - fært greiðslur þær sem AGS á inni, mun nær þeim degi þegar Grikkland þarf að borga Seðlabanka Evrópu.

Þ.e. reyndar einn greiðsludagur til AGS í júlí þ.e. 464 millj. evra 12/7.

  • Líkurnar virðast bersýnilega mjög miklar á greiðsluþroti Grikklands í júlí.

Ef Grikkland getur ekki greitt Seðlabanka Evrópu - - þá er sennilega mjög líklegt, að AGS fái ekki heldur sitt fjármagn. Svo fullkomlega rökrétt er af Lagarde, að færa greiðsludaginn til.

 

Niðurstaða

Mér virðist að stóri steinninn hjá Grikklandi sé skuld ríkissjóðs Grikklands við Seðlabanka Evrópu, sem þarf að greiða 2-risaupphæðir af í júlí og ágúst.

Til samanburðar eru upphæðirnar sem þarf að greiða til AGS ekki nærri þetta stórar.

Miðað við það hvernig Grikkland reddaði greiðslu til AGS í sl mánuði - - þ.e. notaði rétt Grikklands til yfirdráttar hjá AGS til að greiða AGS. Réttur sem Grikkland kláraði í það sinnið.

Þá virðist alveg augljóst - - að Grikkland er ekki að greiða Seðlabanka Evrópu þann 19/7 nk. nema eitthvað stórt breytist.

  • Þ.e. alveg rökrétt af hálfu AGS - að veita viðbótar greiðslufrest. Því allt standi eða falli með samkomulagi Grikklands v. aðildarríkin - hvort það næst eða ekki.

 

Kv.


Fyrst að hrunskuldirnar eru að klárast - má vera að þetta sleppi með þessar launahækkanir

Ég vissi að það var búið að greiða upp lánin frá Norðurlöndum á sínum tíma, einnig frá Færeyjum - - að auki hafði töluverðu fé fengið að láni frá AGS verið skilað ónotuðu. Síðan kemur fram á vef Fjármálaráðuneytis - að búið sé að greiða upp lán frá Póllandi; Lán frá Póllandi greitt upp.

Skv. því sem fram kemur - var þetta síðasta lánið frá "vinaþjóðum" sem eftir var óuppgreitt.

Seðlabankinn hafi flýtt töluvert greiðslum af láni frá AGS - - einungis séu eftir 2. greiðslur.

  1. Lok þessa árs.
  2. Fyrri hl. nk. árs.

Þá er hinum eiginlegu hrunskuldum lokið.

  • Þá er eftir sá stóri kaleikur að losa höft.
  • Það á eftir að kosta mjög mjög mikið - ríkið hefur þá a.m.k. eitthvert svigrúm nú, til að lofa tilhliðrun við kröfuhafa; gegnt góðri afskrift á kröfu.

 

Punkturinn er sá, að með því að AGS lánið hverfur nk. ár, og aðrar erlendar skuldir vegna hrunsins eru frá

Þá minnkar nokkuð áhættan af þeim - stórfelldu launahækkunum sem eru framdundan.

  • Það stendur til að dreifa þeim á 3-ár.

Ef það kemur dugleg hækkun þetta ár - - síðan önnur dugleg nk. ár, það ár hverfur AGS lánið - - en síðan á 3. árinu er AGS lánið ekki til staðar.

Með því að AGS lánið hverfur, og önnur erlend lán tengd hruninu virðast horfin. Þá auðvitað - - léttir á álaginu á gjaldeyrisforða landsins.

Sem væntanlega, eykur á móti þanþol landsins gagnvart launahækkunum.

 

Það athyglisverða er, að spurning getur vaknað um -þanþol ferðamennskunnar

Ég á við, að ferðamennska er að einu leiti -lik fiskvinnslu. Þ.e. að vera -mannaflafrek grein. Samtímis því, að viðskiptavinir eru -venjulegt launafólk frá öðrum löndum. Og það ágæta fólk hefur því -takmörkuð fjárráð. Og auk þess hefur það -aðra valkosti, sem það getur varið sínu fé til.

  • Punkturinn er sá, að vegna þess að ferðamennska er nú stærsta gjaldeyrisskapandi greinin.
  • Þá mjög sennilega er hún nú sú starfsgrein, er hefur flesta starfandi.

Mér virðist blasa við - - > Að þegar launahækkanirnar skalla á.

Þá þurfa fyrirtækin í ferðamennsku - - > Að hækka verð.

  1. Þetta er þ.s. ég á við, um spurning um þanþol.
  2. En einhvers staðar liggur verð, sem er umfram þ.s. markaðurinn þolir.

Við getum -góðir hálsar- átt eftir að hrasa um það verð.

Ef sú stund upp rennur, þá mun það sjást - - í samdrætti innan ferðamennskunnar, þ.e. ferðamenn hætta við komur, afpanta.

Þá verður það áhugaverð spurning - - > Hvort þrýstingur mun skapast frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu, um gengislækkun - til að bjarga störfum, til að bjarga fyrirtækjum innan greinarinnar.

 

Niðurstaða

Ferðaþjónusta er sennilega orðin það mikilvæg á Íslandi - að samdráttur innan hennar. Geti togað hagkerfið inn í samdrátt. Að lágmarki mundi það leiða fram ár með mjög lítinn eða engan hagvöxt.

Vegna þess að -ferðamennska- hafi sama eðli og fiskvinnsla - - að þola illa launahækkanir.

Þá grunar mig að áfall vegna ferðamennsku, geti verið í farvatninu í -> ekki fjarlægri framtíð.

Kannski ekki nk. ár - - kannski árið eftir. Sem væri ljómandi tímasetning að fá samdrátt á kosningaári.

 

Kv.


Rússnesk yfirvöld segjast hætt við kaup á tveim herskipum frá Frakklandi - Mistral Class "innrásarskip"

Frakkar voru afar mikið gagnrýndir fyrir að vilja ekki formlega hætta við söluna á 2-stk. Mistral-class amphibious assault ship - en það felst í eðli slíkra skipa. Að þau eru eingöngu árásarvopn þ.e. eru gerð til þess að flytja herlið upp að strönd annars lands, og um borð í þeim eru láðs og lagarfarartæki brynvarin er geta flutt það herlið beint upp á strönd.

Lykilatriðið liggur í stórri skutrennu sem skipin hafa!

http://leo4mare.nazwa.pl/4mare.pl/wp-content/uploads/mistral_klasse.jpg

Á þilfarinu sem er neðan við stóran Þyrlupall og þyrluþylfar, er unnt að koma fyrir margvíslegum hernaðartækjum, skv. Wikipedia: Mistral-class amphibious assault ship

  1. Á bilinu 450 - 900 hermenn. Fer eftir lengd siglingar á árásarstað.
  2. 40 skriðdrekar sambærilegir við M1 Abrahams. Rússn. drekar eru ívið minni, og þá hugsanlega geta þeir verið e-h fleiri.
  3. Eða allt að 70 bryndrekar af smærri gerð, t.d. til liðsflutninga.
  4. 4 stór láðs og lagar farartæki, til að flytja tækin eða hermennina á land.
  • Ekki má gleyma 16 - 35 árásarþyrlur, fer eftir stærð.

Áður en deilan við Rússland um Úkraínu hófst, höfðu menn engar sérstakar áhyggjur af þessari sölu.

En þegar skyndilega Rússland hernam Krím-skaga, og var komið í alvarlega deilu við Úkraínu, sem m.a. fól í sér stuðning við hernaðarátök í A-Úkraínu, stuðning við her sem inniheldur stuðningsmenn Rússlands.

Þá auðvitað, breyttist afstaða manna til þessarar vopnasölu.

  • Það virðist blasa við, að þessi skip væru mjög hentug til þess, að taka með árás frá sjó - - borgina Mariupol á strönd Asovshafs, svo uppreisnarsvæði í Donetsk hefði hafnarborg. Skv. rússneskum stjórnvöldum eru þau nú hætt við kaupin

Skv. rússneskum stjórnvöldum eru þau nú hætt við kaupin

En á sl. ári, frysti Hollande forseti -söluna. Þ.e. hindraði afhendingu fyrra skipsins, sem er tilbúið til afhendingar. Meðan að seinna skipið er enn í smíðum.

Það hefur ekkert virst sérdeilis líklegt -að skipin fengust afhent í náinni framtíð.

Russia no longer wants French-made Mistral helicopter carriers

Oleg Bochkaryov, deputy head of the Military Industrial Commission - “Russia won’t take them, it’s an accomplished fact,” - “Now there’s only one discussion — concerning the money sum that should be returned to Russia.” - - Rússar vilja eðlilega fá féð til baka.

  • Skv. sömu rússn. fjölmiðlum - þá muni Rússland stefna að því að smíða sambærileg skip.

Þ.e. að sjálfsögðu tæknilega mögulegt - en mun kosta líklega mun meira fé, en það hefði kosta Rússland ef kaupin á "Mistral Class" hefðu fengið að klárast.

En höfum í huga, að síðan -Kalda stríðinu- lauk hefur Rússland ekki smíðað stærri herskip, en þau sem teljast -destroyer- eða tundurspillir.

Þ.e. fremur ósennilegt, að Rússland geti hafið smíði margfalt stærri skipa, án þess að verja verulegum upphæðum til að - standsetja þau mannvirki þ.s. stærri skip voru smíðuð á árum áður. Þau mannvirki hafa líklega síðan lent í niðurníðslu.

Það mundi ekki koma mér á óvart, að sá heildarkostnaður -væri í umtalsverðu marfeldi samanborið við það ef kaupin á -Mistral Class- hefðu gengið fram.

  • Þ.e. auðvitað ekkert ómögulegt -ef menn hafa nægilegt fjármagn.
  • En einmitt við það atriði, má setja spurningamerki -hvort Rússland hafi hreinlega efni á því.

 

Niðurstaða

Dramað í kringum -Mistral Class- var hliðarsaga sem litla athygli fékk. En tilkoma þessara skipa hefði eflt mjög mikið getu rússneska flotans við Svartahaf, til að beita sér í átökum við aðrar þjóðir.

Niðurstaðan virðist sú, að Rússar fá ekki þessi skip.

Nú virðast Rússar og Frakkar að vera að prútta um það -hver endurgreiðslan á að vera, rússar heimta 1,1 milljarð evra, meðan að Frakkar skv. frétt rússn. fjölmiðla hafa boðið 785 milljón evra.

 

Kv.


Getur S-Kórea verið fordæmi fyrir Bretland?

David Cameron hefur lofað því að taka upp af krafti - viðræður við aðildarríki ESB um breytingar á aðildarsamningi Bretlands. Cameron vonast til þess að bæta alþjóðlega samkeppnisstöðu Bretlands - með þeim samningum, skv. þeirri kenningu að fjöldi reglugerða ESB séu íþyngjandi fyrir atvinnulíf og dragi úr samkeppnishæfni fyrirtækja innan ESB.

Britain to Curb Who Can Vote in E.U. Membership Referendum

Cameron, Europe and the hand of history

 

Það er hið alþjóðlega stofnanaumhverfi sem er lykilatriði í þessu samhengi

En Heims-viðskiptastofnunin tryggir orðið meðlimum það lága tolla, að það virkilega borgar sig að flytja -ódýran varning- yfir hnöttinn, þúsundir km. til fjarlægra markaða.

Þetta í reynd þíðir, að -svokölluð tollfrísvæði- veita ekki lengur eins stórt forskot meðlimaríkjum slíkra svæða - - og á árum áður.

Það þíðir ekki að aðildarlönd ESB hafi ekkert upp úr því - að borga enga tolla. Samanborið við það að borga þá lágu tolla, sem því fylgir að vera utan ESB en meðlimir að Heims-viðskiptastofnuninni, eins og aðildarríki ESB.

  • En munurinn þarna á milli, er ekkert ginnungsgap.

 

Í umræðunni í Bretlandi, benda menn gjarnan á að -EFTA löndin þurfi að samþykkja reglugerðir þær sem ESB semur

Þá er auðvitað íjað að því - - að þar megi sjá framtíð Bretlands. Það sé þó óþarflega -skeptísk- afstaða.

En þegar EFTA löndin sömdu við ESB á fyrri hl. 10 áratugarins, um svokallaðan EES semning, er tók gildi 1994. Er veitir þeim fulla aðild að svokölluðu 4-frelsi þ.e. Innra-markaði ESB.

Þá auðvitað voru þau lönd ekki - meðlimalönd. Að vera meðlimaland, og ætla sér að semja við hin meðlimalöndin; veitir auðvitað betri samningsstöðu.

Að auki er Bretland töluvert fjölmennara land - fjölmennara en EFTA löndin til samans.

  • Sem þíðir ekki að ekki geti svo farið, að Cameron reynist herfilega lélegur samningamaður og Bretland endi í sambærilegri súpu.

Á sama tíma, virðist mér með engum hætti - augljóst, að slík útkoma sé óhjákvæmileg.

  1. Þá gæti -tæknilega svo farið- að Bretland hætti í ESB, án þess að hafa nokkurn sérsamning við ESB.
  2. Sem þíddi, að þá væri Bretland í sömu stöðu og S-Kórea. En S-Kórea eftir allt saman, stundar mjög mikinn útflutning til landa ESB. Og virðist ekki sú staða að S-Kórea er ekki ESB meðlimur eða með sérsamning við ESB - - vera hindrun þeim viðskiptum.

Ég held samt að líklegar sé en ekki - að Bretland endi með sérsamning við ESB, sem sé hagstæðari en EES samningurinn er fyrir EFTA löndin.

 

Niðurstaða

Það sé í raun og veru sú staða sem er til staðar í alþjóðakerfinu. Sem geri það að raunhæfum valkosti fyrir Bretland. Að vera utan við ESB.

Það lágtolla ástand sem er til staðar í alþjóða viðskiptakerfinu, skapi það ástand - - að lönd virkilega geta lifað ágætu lífi, á heimsviðskiptum.

Hvort að Bretland getur þrifist eins vel á þessu kerfi sem S-Kórea gerir, er ekki endilega fyrir fram ljóst. En a.m.k. sé ég ekki af hverju -Brexit- væri stórskaðlegt fyrir efnahag Bretlands.

Á sama tíma, þarf ekki -Brexit- eins og sumir halda leiða til betra efnahags ástands, þegar fram er horft. Það má meira að segja vera - - að munurinn á milli aðildar og þess ástands að vera ekki meðlimur; sé nær enginn. Það gangi nærri jafngild - - þegar kemur að gæðum efnahagslegrar framtíðar velmegunar.

 

Kv.


Það virðist mjög sennilegt að Grikkland geti ekki greitt af láni AGS í júní

Að sumu leiti minnir sagan um Grikkland - - á klassíska ævintýrið "Úlfur úlfur" þegar drengur sem var í smalamennsku leiddist, og gabbaði fólkið í grennt með því að æpa "úlfur, úlfur" þegar enginn var úlfurinn - en síðan er úlfurinn kom, hlustaði enginn á óp hans og hann var étinn.

  • Svo oft hefur Grikkland staðið fyrir þroti, en tekist annað af tvennu með samkomulagi, eða með þvi að -redda fé- að forða þroti í það skiptið
  • Að flestir reikna með því, að sagan endurtaki sig.

En mig grunar, að nú gildi það sama og í sögunni "Úlfur, úlfur" að nú komi gjaldþrotið.

En í maí, reddaði Grikkland sér fyrir horn, greiddi af láni AGS --> Með því að taka út á rétt þann sem öll meðlimaríki eiga til að draga sér fé af reikningi AGS, nokkurs konar yfirdráttarheimild.

  1. En við þetta fullnýtti Grikkland þá heimild.
  2. Getur því ekki gert þetta aftur.

Það að Grikkland beitti þessari aðferð - -> Virðist mér sterk vísbending þess, að gríska rikið hafi í reynd ekki átt fyrir greiðslunni.

Því grunar mig, að nú sé raunverulega stundin að nálgast

Það má koma með aðra líkingu - - þ.e. "game of chicken" tveir bílar að nálgast brún eins og í Steve McQuin myndinni "Rebel without a Cause"

Game of Chicken atriðið úr myndinni "Rebel without a cause."

  • Það má líta á atriðið sem skemmtilega -dæmisögu.
  • Þ.s. maðurinn fer óvart fram af.
  1. Það má vera að svipað gildi í Evrópu -að báðir reikni með því, að hinn gefi eftir.
  2. En að hvort sem þ.e. stolt eða e-h annað, verði til þess -að hvorugur það geri.

Þannig að gjaldþrots atburðurinn verði ekki vísvitandi í þeim skilningi, að það hafi verið stefna aðilanna eða grísku stjórnarinnar að verða gjaldþrota.

En stolt beggja aðila þ.e. aðildarþjóðanna, í bland við þrjósku - - leiði aðilana fram af.

Í vissum skilningi, eins og að félagi Steve McQuinn fór fram af, án þess að ætla sér.

Interior minister warns Greece will default on June IMF repayment

 

Málið er, að Nikos Voutsis Innanríkisráðherra gefur sömu aðvörunina og hann gaf í sl. mánuði

Þ.s. ég er að benda á -er þetta sálfræðilega atriði. Að hann hafi gefið svipaða aðvörun fyrir mánuði - - þá varð ekki þrot.

Að auki, að Grikkland hafi nú margsinnis síðan 2010 staðið frammi fyrir þessum möguleika.

Hætta sé m.ö.o. að - - hættan sé vanmetin. Menn reikni með því, að - - sagan endurtaki sig.

En þetta sinn, sé sennilega komið að því.

 

 

Niðurstaða

Ég virkilega held að Grikkland verði ófært um að greiða af láni AGS í júní nk. Rétt samt að nefna, að AGS er frekar -þolinmóður eigandi skulda- og hefur þ.s. venju í slíkum tilvikum, að bíða í nokkurn tíma með það að lísa lán formlega í vanskilum.

Mig rámar í að það séu 3-mánuðir sem AGS bíður skv. venju.

Á hinn bóginn, þá mun Grikkland þurfa að greiða af láni í eigu Seðlabanka Evrópu í júlí og ágúst - - > Ef það liggur fyrir að Grikkland sé orðið seint með greiðslu til AGS.

Er þess vart að ætla, að Grikkland muni greiða þá greiðslu sem er framundan í júlí. M.a. er sú greiðsla mun hærri upphæð - því síður líklegt að Grikkland eigi fyrir henni.

Í síðasta lagi lísi matsfyrirtæki Grikkland "default" þegar vanskil verða ljós á skuld Grikklands við Seðlabanka Evrópu í júlí - á sama tíma og AGS sennilega er ekkert að flúta sér að lísa sitt lán formlega í vanskilum.

  1. Það getur því verið -að AGS með þessum hætti, gefi Grikkjum og aðildarríkjum frest fram í júlí.
  2. En markaðurinn mun sennilega telja Grikkland greiðsluþrota, um leið og Grikkland er orðið seint með júní greiðsluna til AGS.

Það hefur gerst áður þó ekki í tilviki Grikklands að ríki hafi greitt seint en innan þess biðtíma sem AGS veitir - og það hafi ekki orðið nein vandræði.

Svo tæknilega gætu aðildarríkin og Grikkland því í allra allra síðasta lagi, náð samkomulagi innan marka júní - - til að forða greiðslufalli á skuld við Seðlabanka Evrópu í júlí. Auðvitað verður þá sem hluti af því samkomulagi, að redda greiðslunum á skuldina við AGS.

  • En það verður óhjákvæmilega komin mikil -taugaspenna- um leið og Grikkland er orðið seint með greiðslu til AGS -þegar ljós kemur að Grikklandi hefur ekki tekist að öngla saman fyrir júní greiðslunni. En AGS nýtir sér sennilega þá venju að bíða með það að lísa lánið í vanskilum.

 

Kv.


Ísrael gæti fljótlega neyðst til að -hernema Gazasvæðið

En Heims-bankinn, í skýrslu um ástandið á Gaza. Segir svæðið mjög nærri algeru hruni. Þar sé meir en 40% fullorðinna án atvinnu. Atvinnuleysi yngra fólks sé 60%.

Hamas hreyfingin, hafi ekki haft fé til að greiða starfsmönnum á sveitastjórnarstigi á Gaza svæðinu "laun" - - þannig sé þetta búið að stærstum hluta síðan að egypski herinn tók völdin í Egyptalandi, og steypti lýðræðislega kjörnum forseta "Bræðralags Múslima" sem var hlynnt Hamas.

  • Á hinn bóginn, er stjórn al-Sisi herforingja, ákaflega andsnúin Hamas og öllu því sem beint eða óbeint tengist Bræðralaginu.
  • Um leið og al-Sisi rændi völdum, þá skar hann á allar samgöngur við Gaza svæðið Egyptalandsmegin -þannig að viðskiptabannið á Gaza er í dag einnig starfandi Egyptalandsmegin landamæranna.
  • Þetta olli straumhvörfum - - hefur leitt til þess að Hamas hreyfingin hefur ekki fjármagn til að reka borgaralega stjórnun Gaza svæðisins.

Gaza Strip Economy on ‘Verge of Collapse,’ World Bank Says

http://thefunambulistdotnet.files.wordpress.com/2012/11/map-ocha.jpg

Líklegasta útkoman virðist -algert hrun Gaza svæðisins

Þá meina ég -stjórnleysi. Og í kjölfar á hruni stjórnar Hamas á Gaza. Þá muni enn verri hópar en Hamas vaða uppi.

Ísrael muni ekki geta með nokkrum hætti -viðhaft taumhald á ástandinu.

  1. En þ.e. ákveðin kaldhæðni af því, að -Ísrael þarf í reynd á Hamas að halda.
  2. En stjórnun Hamas a.m.k. -tryggir að verri hópum en Hamas er haldið niðri.
  3. Ísrael getur a.m.k. -tímabundið samið frið við Hamas. Við róttækari hópa, væri enginn möguleiki að semja.
  • Þannig að það getur mjög vel verið, að Ísrael ætti -eigin hagsmuna vegna- alvarlega íhuga að slaka töluvert á viðskiptabanninu við Gaza.
  • Jafnvel þó að -Ísrael viti fullkomlega að það muni flýta fyrir því að Hamas nái sér aftur á strik.

Því að hrun Hamas -sennlega leiði fram enn verra öryggisástand á Gaza fyrir Ísrael.

  1. Það að Hamas hefur haldið niðri enn róttækari hópum.
  2. Hefur einnig þítt -að Ísrael hefur ekki sjálft þurft að stjórna Gaza svæði.

En útkoma algerrar upplausnar á Gaza svæði - - væri einmitt líkleg að leiða fram þá þörf.

  • En þ.e. afar ólíklegt að nokkur annar mundi vilja taka að sér Gaza svæði við slíkar aðstæður -alls ekki Evrópa, og örugglega ekki heldur Bandaríkin.
  • Tæknilega gæti PLO hreyfingin tekið Gaza svæði yfir -en hún mundi ekki gera Ísrael þann greiða; nema gegn einhverri stórri eftirgjöf Ísraels á Vesturbakkanum.

Ísrael getur þá staðið frammi fyrir -endanlegu hruni stefnu sinnar gagnvart Gaza.

Þ.e. algerlega augljóst -að herseta Ísraela mundi leiða fram stöðugt mannfall meðal ísraelskra hermanna er hersætu svæðið. Að auki yrði hún mjög kostnaðarsöm.

Svo mundi Ísrael fá yfir sig -fordæmingu heimsins, en stöðug átök hermanna og borgara svæðisins, mundi einnig viðhalda stöðugu mannfalli meðal borgara svæðisins.

 

Niðurstaða

Besta lausnin væri að sjálfsögðu sú, að Ísrael semdi við PLO um það að sú hreyfing mundi taka Gaza svæðið yfir. PLO er sennilega eini aðilinn sem væri fær um að stjórna svæðinu, í kjölfar hruns stjórnar Hamas þar -án þess að átökum þar fylgdi fordæming heimsins á Ísrael.

Augljóst -væri verðið sem PLO mundi vilja á móti í formi eftirgjafar Ísraela gagnvart -heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum- umtalsvert.

En mig grunar að sá valkostur -mundi til lengri tíma litið, vera sá valkostur er mundi valda Ísrael minnstu tjóni.

En því miður virðist ríkjandi afstaða innan Ísraels, sem og afstaða núverandi stjórnar -ekki líkleg til þess að leiða fram þá tiltölulega farsælu lausn.

Þannig að líklegar til mikilla muna virðist, að útkoman verði sennilega miklu mun verri -Ísrael gæti síðan í kjölfarið lent í verulega miklum vanda með vandann á Gaza. Og enginn utanaðkomandi hefði áhuga á að veita aðstoð.

 

Kv.


ISIS hefur nú á skömmum tíma tekið tvær mikilvægar borgir -þ.e. Ramadi í Írak, og Palmyra í Sýrlandi

Palmyra er merkileg fyrir fornar rústir -hinnar fornu Palmyra borgar- en nútímaborgin sem stendur í grennd við þær rústir - - kvá vera mikilvæg samgöngumiðstöð þ.s. vegir mætast. Þannig að taka Palmyra sé mikilvægur -strategískur- sigur með sama hætti og taka Ramadi í Írak einnig virðist svo vera, þ.e. mikilvægur -strategískur- sigur.

ISIS Conquest of Palmyra Expands Militants’ Hold in Syria

  • Þetta virðist í fyrsta sinn, að -ISIS- tekur borg af stjórnarher Sýrlands.
  • En borgina Raqqa, tók -ISIS- af uppreisnarmönnum, er áður höfðu náð henni á sitt vald.

Taka Palmyra -- > Getur því markað viss tímamót í átökunum innan Íraks. En síðan -ISIS- spratt fram 2013, hefur -ISIS- í sýrlensku samhengi, stærstum hluta -fókusað á átök við aðra þátttakendur í sýrlenska borgarastríðinu en stjórnarher Sýrlands.

  • Þ.e. umráðasvæði -ISIS- hafi stærstum hluta verið tekið af -uppreisnarmönnum.
  • Síðan voru meginátök -ISIS- 2014, við sýrlenska Kúrda. Sbr. frægar loftárásir Bandaríkjanna Kúrdum til stuðnings.
  1. Það sé eins og að -ISIS- hafi nú árið 2015, ákveðið að leggja í stjórnarherinn í staðinn.
  2. Kannski vegna þess, að Bandaríkin séu mun síður líkleg, til að -beita loftárásum gegn liðssveitum -ISIS- þegar þær liðssveitir, beina spjótum sínum gegn liðssveitum Assads!
  • Enda hefur ríkisstjórn Obama marginnis lýst því yfir, að Addad og hans stjórn -verði að fara frá.
  • Það væri því afar erfitt -fyrir ríkisstj. Bandar. að veita herjum stjv. í Damascus stuðning með nokkrum hinum minnsta hætti.
  • Þannig, að -ef ég les rétt í plott ISIS- þá geti vel verið að það gangi upp.

Rústir hinnar fornu Palmyra

File:Palmyra, view from Qalaat Ibn Maan, Temple of Bel and colonnaded axis.jpg

Það eru vísbendingar uppi að her stjórnvalda í Damaskus sé í vanda

En fréttir hafa borist af -mannafla vanda, þ.e. að liðssveitir Assads eigi í erfiðleikum með það að -útvega sér nýja liðssmenn í stað fallinna.

Það bendi til þess að -ályktun mín um veikt bakland stjórnarinnar- sé rétt.

En það geti vel verið, að svo margir hafi fallið meðal þeirra hópa sem -enn styðja stjv. í Damascus, að þeir hópar séu að verða -uppiskroppa með karlmenn á bardagahæfu aldursskeiði.

  • Þetta t.d. kom fyrir liðssveitir Nasista í Seinni Styrrjöld, þegar árið 1944 var að nálgast enda.
  • En þá fóru nasistar, að herskylda unglinga niður í 14-15 ára, og karlmenn yfir hefðbundnum herskyldualdri.

Þegar gengið hefur á -baklandið- getur hnignunin orðið hröð.

Þ.e. þegar liðssveitir geta ekki útvegað sér nægilega marga nýja meðlimi, til að fylla í skörð -þá sé frekar mannfall líklegt til að neyða þær sveitir til að hörfa.

Svo koll af kolli, eftir því að frekari árásir leiða til mannfalls, og síðan frekara undanhalds.

  1. Það sé alveg hugsanlegt, að -ISIS- standi nú frammi fyrir tækifæri, til þess að -sækja gegn liðssveitum stjv. í Damascus.
  2. Þannig að verið geti, að Palmyra verði kannski einungis -fyrsta sýrlenska borgin til að falla til ISIS í ár.

Auðvitað -kemur að því, að liðssveitir Assads hafa hörfað það langt, að þær eiga engan valkost annan en að berjast af hörku.

En með því að hörfa, styttist víglínan, og auðvitað -hún færist nær þeim kjarnalöndum þ.s. svokallaðir "Alavítar" kjarninn í baklandi stjórnarinnar -býr.

 

Niðurstaða

Mér virðist hugsanlegt að -ISIS- skynji tækifæri í ár til þess að sækja fram gegn stjórnarher Sýrlands. Og að fall Palmyra geti markað upphaf þeirrar stórsóknar. Sem kannski marki upphaf að falli fleiri borga í Sýrlandi til ISIS.

Vegna þess hve neikvæð afstaða Vestrænna ríkja er til stjv. í Damascus -verði það afar ósennilegt að herir Vesturlanda muni beita sér gegn sókn ISIS á hendur stjórnarher Sýrlands.

Það sé hin ástæða þess, að ISIS standi sennilega frammi fyrir tækifæri, með því að beina sókn sinni gegn stjórnarher Sýrlands.

 

Kv.


Bandaríkin hafa tækifæri til þess að færa sér í nyt vaxandi spennu í samskiptum Kína og SA-Asíulanda

Bandaríkin að íhuga að hefja reglulegar eftirlitsferðir á skipum bandaríska flotans um svokallaðar "Spratly" eyjar, en uppi eru harðar deilur um þann klasa af skerjum, boðum og smáeyjum milli Kína og landa eins og Indónesíu, Filipseyja, Malasíu og Víetnam.

US patrols of disputed islands a ‘positive step’, says Senator

Eins og ég sagði frá ekki fyrir löngu: Kínverjar að "smíða" tvær eyjar í S-Kínahafi, til þess að tryggja yfirráð sín þar - þvert gegn vilja nágrannaríkja.

  • Þá er Kína að - - reisa eða smíða, 2-eyjar á þessu hafsvæði.

Þ.e. virkilega mögnuð aðgerð - - en flest bendir til þess, að á þeim "smíðuðu" eyjum standi til að reka flotastöðvar, og bersýnilega má sjá móta fyrir flugvelli á þeirri eyju þeirrar smíði er lengra komin.

Til þess að átta sig á því - af hverju þetta er frekja hjá Kínverjum, þarf að átta sig á því hvar Spratly eyjar eru.

Eins og kortið sýnir eru Spratly eyjar miklu nær Víetnam og Indónesíu, en Kína

  1. Það virðist alveg ljóst, að sú aðgerð -að lísa eyjarnar kínverska eign, neita yfirhöfuð að ræða málið við þessi nágrannalönd, og síðan að hefja smíði þessaa eyja.
  2. Þá sé Kína að beita því sem má kalla -rétti þess sterka; en Kína eiginlega hlýtur að reikna með því, að þessi lönd þori ekki að beita herskipaflota sínum, í því skyni að stöðva framkvæmdir Kínverja á þessum slóðum.
  3. Vegna þess að Kína sé svo miklu stærra og öflugra.

Það blasir við - - að þetta skapar opnun fyrir Bandaríkin.

Að sýna styrk sinn - - og láta samtímis í ljós stuðning við nágrannalönd Kína, í deilu þeirra við Kína.

Það virðist einmitt vera sá leikur - - sem Bandaríkin eru að íhuga að leika.

  1. "Ben Cardin, the top Democrat on the Senate foreign relations committee..." - "...said China would be less likely to react aggressively to US military patrols than similar efforts by its southeast Asian neighbours."
  2. What it is doing is preventing an incident or a provocative action from China,” - “If it were China versus one of the countries where it has territorial disputes, it is more likely that China would take action, but if it is the United States then I think it is less likely that they would take action”
  3. "Speaking in Indonesia on Wednesday, Anthony Blinken, the US deputy secretary of state, said Chinese actions in the South China Sea were creating more unstable environment for commerce." - “As China seeks to make sovereign land out of sandcastles and redraw maritime boundaries, it is eroding regional trust and undermining investor confidence,

Kínversk yfirvöld geta einungis sjálfum sér um kennt - - þ.s. þau hafa sjálf skapað þetta tækifæri fyrir Bandaríkin, að koma sér í mjúkinn hjá þessum þjóðum.

 

Niðurstaða

Það auðvitað blasir við að Bandaríkin geta vel hugsað sér, að endurtaka leikinn sem þeim tókst með vel heppnuðum hætti að leika við Sovétríkin á sínum tíma - að umkringja þau bandalögum.

Kína þarf auðvitað að gæta sín, að fylgja ekki fram þess lags stefnu gagnvart eigin grönnum - - sem auðveldar Bandaríkjunum verkið.

Ef þau gæta sín ekki, fara að grönnum sínum -með frekju og yfirgangi- þá verða auðvitað afleiðingarnar af því; þeim sjálfum að kenna.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband