Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Inn í Evrópusambandið?

Einar Björn BjarnasonSæl, öll sömul. Það er greinilegt, að Evrópusambandsmálið, er að reynast eins erfitt fyrir ríkisstjórnarflokkana eins og maður gat átt von á. Tvær hugsanlegar leiðir, til úrlausnar eru til staðar. Sú fyrri, sem allir þekkja, er tvöföld atkvæðagreiðsla. Slík lausn er umdeild, sannfærðir Evrópusinnar, eru pent á móti, telja fullkomlega nægilegt, að atkvæðagreiðsla fari fram þegar samningaviðræðum sé lokið. Þeir eru margir, innan raða Samfó. Hin leiðin, sem er áhugaverð, er að málið verði leyst einfaldlega innan Alþingis; þ.e. yfirlísing verði gefin frá stjórnarflokkunum, að tillaga um að senda umsókn um aðild, verði lagt fram sem þingmanna frumvarp, ekki formlegt stjórnarfrumvarp, og að allir flokkar samþykki að þingmönnum sé frjálst að greiða atkvæði í samræmi við samvisku sína.

Fyrri lausnin, hefur þann kost að vera, lýðræðisleg. VG og Sjálfstæðisflokkurinn, hafa gefið út að þeir flokkar myndur sætta sig við niðurstöðu slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Benda, ber einnig á, að þegar Búsáhalda-byltingin átti sér stað, var öflug krafa um aukið lýðræði, að stór umdeild mál skuli fara í þjóðaratkvæði. Sannarlega, mun aðild, fara í þjóðaratkvæði, hvort sem er, fyrir rest. En, það er ekki út í loftið, að fara í aðra þjóðaratkvæða-greiðslu, um sjálfa spurninguna um hvort á að sækja um aðild. Augljóslega er þjóðin mjög klofin í málinu, og hugsanlegur meirihluti fyrir aðild á Alþingi er sá minsti mögulegi. Það, gæti verið leið sátta í málinu, að fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. þjóðin, verður nægilega klofin, seinna í ár, þegar seinna hrunið mun eiga sér stað, þ.e. hrun fjölmargra fyrirtækja, með tvöföldun eða jafnvel þreföldun atvinnuleysis. Málið, er að það er raunveruleg hætta, að ástandið fari úr böndum, að reiði brjótist út i fjölmennum mótmælaaðgerðum á ný, enn fjölmennari en áður - - þannig að það er rík ástæða, til að fara leið sátta í þessu máli - svo að hatrammar deilur séu ekki um það mál líka.

Hin leiðin, getur einnig verið leið sátta, þ.e. að fela Alþingi að afgreiða málið, leggja málið fram sem þingmanna frumvarp, og leifa einstökum þingmönnum að greiða atkvæði skv. samvisku. Ljóst, er þó, eins og ég sagði áðan, að hugsanlegur þingmeirihluti, er mjög tæpur. Líklegt, er að málið, fari í langar og tafsamar samninga viðræður í nefnd. Ég tek fram, að Framsóknar-menn, munu ekki samþykkja slíkt frumvarp, af flestum líkindum, nema að samningsmarkmið þau sem við höfum lagt fram, verði tekin inn. Þetta mál, myndi sennilega taka mestann þann tíma, sem næsta þing myndi starfa.

Einn punktur, verður athugunar. Formlegt umsóknarferli, er mjög krefjandi verkefni fyrir íslenska stjórnkerfið. Það er mjög lítið, með mjög fáa starfsmenn, samanborið við stjórnkerfi annars staðar. Punkturinn er sá, að yfirferð yfir alla 32 kafla umsóknarinnar, sem reglum ESB samkvæmt verður að taka fyrir í ákveðinni röð, eru þær að kafla má ekki hefja fyrr en sá næsti á undan hefur verið kláraður skv. nýjustu reglum ESB um umsóknarferli. Sannarlega, höfum við þegar klárað marga kafla. En, þ.s. ESB heldur sig við formið, þá þarf samt að yfirfara alla kaflana, til að sannfæra að þeir hafi verið kláraðir. Einungis, þegar því er lokið, og embættismenn Framkvæmdastjórnarinnar hafa kvittað fyrir þá kafla með formlegum hætti, er hægt að byrja á þeim köflum sem raunverulegar samningaviðræður þarf að fara fram um. Það sem ég er að reyna að koma að, er að þessi yfirferð mun reyna mjög mikið á stjórnkerfi okkar, sem á sama tíma er einnig að reyna að glíma við mestu kreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum. Ef, ríkisstjórnin, leggur höfuðáherslu á að hraða aðildarumsóknar ferlinu, þá mun eitthvað annað þurfa að láta undan, þ.e. aðgerðir gagnvart bráðavanda í efnahagsmálum, gætu liðið fyrir það, annað hvort tekið lengri tíma í vinnslu eða vandvirkni í vinnubrögðum gæti liðið fyrir þetta. Hinn möguleikinn, er sá að leifa umsóknarferlinu að dragast eitthvað á langinn. Menn verða að meta, hvort er stærri ógnin; þ.e. dráttur umsóknarinnar eða dráttur bráða-aðgerða gegn kreppu. Þannig séð, væri það ekki út í loftið, að hafa tvöfalda atkvæðagreiðsu, þ.s. þá væri þessi kaleikur tekinn af stjórnkerfinu, þ.e. ef þjóðin hafnaði umsókn. 

Leiðrétta ber ákveðinn misskiling. Haldið hefur verið fram, að Íslendingar muni fá að tengja krónuna við Evru, eða að ECB (European Central Bank) muni verja krónuna við +/- 15% vikmörk, um leið og umsóknarferlið um ESB (Evrópusambandið) hefst formlega. Samkvæmt reglum ESB, er þetta ekki rétt. Alveg frá upphafi vega, þ.e. frá stofnun EB (Evrópubandalagsins) á sínum tíma, hefur verið lögð rík áhersla á, að aðild að stofnunum sambandsins fáist einungis eftir að formleg aðild er gengin í garð, með formlegum hætti. Síðar, þegar EB verður ESB, er sömu grundvallar reglu haldið, þó með þeirri undantekningu að þegar Evrópska Efnahagssvæðið var stofnað, þá var þjóðum þar fyrir innan veitt aðild að svokölluðu 4 frelsi. En, fram að þessu, hefur ESB ekki veitt neina auka-aðild að ERM II, sem er gjaldmiðla samstarf Evrópu, sem notað er sem fordyri að Evrunni. Þetta er punkturinn, innan ERM II væri krónan varinn, skv. reglum ERM II, af ECB innan +/- 15% vikmarka. Aðild að ERM II getum við fengið, eftir að aðildarferli hefur formlega lokið með fullri formlegri aðild, ekki fyrr. Tal um að við fáum aðild að ERM II um leið og umsókn er send inn, er KJAFTÆÐI.

Ég veit ekki, hvað fólki sem heldur þessu fram, gengur til. En, missagnir sem slíkar, skapa tortryggni, og skaða málstað þeirra sem vilja aðild. Ég beini því til þeirra, allra vinsamlegast, sem eru einlægir talsmenn aðildar, að hafa sannleikann í fyrirrúmi. Þannig munu þeir hugsanlega vinna þetta mál. Lygi, aftur á móti, getur valdið því að þjóðin snúist sterkt á móti. Enda, ríkir í dag sterk tortryggni úti í samfélaginu, eftir að þjóðin komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Samfó og Sjálfstæðisflokks, hefði logið að sér. Sú, tilfinning að hafa verið svikin í tryggðum, var einmitt eitt af stóru ástæðunum fyrir því, að fólk fór út á göturnar, að mótmæla. Munið eftir kröfunni, um að fá að vita sannleikann. Í þessu samhengi, er það algert glapræði, að reyna að beita blekkingum.

HÖFUM SANNLEIKANN Í FYRIRRÚMI. Höfum það mín lokaorð.

 

Kær kveðja, Einar Björn Bjarnason, Evrópufræðingur og Stjórnmálafræðingur, og nú einnig Framsóknarmaður með meiru.


Framsóknarmenn, ríkisstjórnarþátttaka með VG og Samfó, er eitruð pilla!

Einar Björn BjarnasonFullljóst virðist, að raunhæft verðmat á eignum bankanna, er að 75% lána til íslenskra fyrirtækja séu það sem kallað er 'junk', með öðrum orðum verðlaus. Þetta hefur það í för með sér, að meirihluti íslenskra fyrirtækja, er í raun lifandi lík, þ.e. gjaldþrota. Þannig, að þá erum við að tala um eitthvað sem nálgast að vera hagkerfis hrun. 9,3% atvinnuleysi, er þannig einungis byrjunin. Ástandið, á eftir að versna mikið, áður en það fer að batna.

Inn í þetta samhengi, ber einnig setja, kröfu Alþjóða Gjaldeyris-sjóðsins, þess efnis, að 150 - 170 milljarða hallarekstur ríkissjóðs, verði núllaður af á næstu 2 árum, þ.e. þriða fjárlagaárið héðan í frá verði hallalaust. Augljóst, er að við erum á mannamáli, að tala um alveg feykilega grimmar niðurskurðar aðgerðis, í bullandi kreppu og atvinnuleysi. Augljóslega, munu þær aðgerðir auka atvinnuleysi, og bætast við stóraukið atvinnuleysi, vegna fjölda gjaldþrota íslenskra fyrirtækja.

 Nú, ef þetta er ekki nógu slæmt, ber að hafa í huga, hvernig ástandið mun verka á almenning. Í sögulegu samhengi, þá í samhengi stjórnmálasögu 20. aldar í Evrópu, hefur fjöldaatvinnuleysi, á bilinu 20% - 30%, en það er það sem má búast við, því miður oft verið vatn á millu öfgaafla, eða afla með popúlískar tilhneygingar. Við fengum smjörþefinn af þessu, þegar búsáhalda-byltingin var í gangi, þ.e. innan um voru fámennir hópar öfgamanna, sem vildu einhvers konar byltingu, og voru til í að beita ofbeldi. Hætta er einnig á, að popúlískar hreyfingar, muni komast til áhrifa, sem munu beita sér fyrir vel meintum, en ílla ígrunduðum aðgerðum, með þá hugmynd í huga að framkvæma einhverskonar stóra umbyltingu á þjóðfélaginu. Byltingar, skv. Sögu Evrópu, eru alltaf hættulegar.

Ástæðan, að ég minnist á þessa hugsanlegu hættu, er sá að með FAGURGALA fyrir kosningar, hafa vinstri flokkarnir, gefið miklu mun jákvæðari mynd af ástandi mála á Íslandi, en reyndin er. Í því, er fólginn sjálfstæð hætta, þ.s. eitt af því sem almenningur reiddist síðustu ríkisstjórninni sem búáhaldabyltingin velti úr sessi, var einmitt sú tilfinning að það hefði verið logið að fólkinu. Það sem ég er hræddur um, er að nú í kjölfar kosninganna, er það verður viðurkennt af Samfó og VG að ástandið sé miklu verra en þeir sögðu þjóðinni er þeir voru að biðja hana um að kjósa sig, sú tilfinning að það hefði verið logið að þjóðinni muni brjótast út á ný.

Einnig í ljósi þess, að miklar vonir virðast ríkja á meðal almennings, um áframhaldandi ríkisstjórn þessara flokka, getur það gert reiðina, sem mjög líklega bríst út, enn meiri en ella. Þegar allt þetta fer saman, ofan í alvarlegt fjöldaatvinnuleysi - 20 til 30%, þá getur brotist út mótmæla alda, á götum Reykjavíkur, sem geri fyrri mótmælaöldu að smá munum í samanburði. ÞETTA ER HÆTTAN.

Í ljósi þessa, væri það MJÖG, MJÖG áhættusamt, fyrir Framsóknarflokkinn, að ganga til samstarfs við ríkisstjórnarflokkanna, í því augnamiði að styrkja ríkisstjórnina. Augljós hætta, er að reiðialdan, verði svo stríð, að rödd Framsóknarflokksins, þess efnis að hann hafi sagt sannleikann, verði einfaldlega undir, og Framsókn verði pent stimpluð með hinum ríkisstjórnarflokkunum, af reiðum almenningi, og afleiðingin verði; annars vegar mjög, alvarlegt fylgistap, og, hins vegar, sú hætta að verða fyrir barðinu á reiðum almenningi í bókstaflegum skilningi.

Þrátt fyrir þetta, getur ríkisstjórnarþátttaka verið áhættunnar virði. En einungis þannig, að Framsóknarflokkurinn komi nauðsynlegum aðgerða pakka sínum, algerlega niðurnjörvuðum, inn í stjórnarsáttmála, sem væri algerlega bindandi. Framsókn, hefur sína bestu samningsaðstöðu, áður en ríkisstjórn væri mynduð. Eftir, myndi aðstaðan mótast af þeirri staðreynd, að Framsóknarflokkurinn getur ekki myndað meirihluta með öðrum hvorum hinna flokkanna. Með öðrum orðum, ef aðgerða pakki Framsóknarmanna er ekki settur inn í stjórnarsáttmála, væri nokkurn veginn vonlaust að hafa þau áhrif síðar. Í því tilviki, væri Framsóknarflokkurinn í vonlausri stöðu; þ.e. nær áhrifalaus innan ríkisstjórnarinnar, en samt sem áður í augum kjósenda, samábyrgur hinum flokkunum.

Sú útkoma, myndi einungis þíða, að Framsóknarflokkurinn myndi glata tækifæri því, sem hann hefur í stjórnarandstöðu gagnvart VG og Samfó, að vinna til sín fylgi í stjórnarandstöðu. Í því ástandi, myndi hann sennilega ekki einu sinni ná, að halda núverandi fylgi. Aftur sennilega, í 9%.

En, á hinn bóginn, í stjórnarandstöðu við Samfó og VG, sérstaklega í ljósi þess, að reiði fólks mun að líkum beinast að þeim flokkum, þegar sannleikurinn um raunverulegt ástand mála verður ekki falinn lengur; þá getur Framsóknarflokkurinn séð fram á að græða mjög verulegt fylgi, fyrir næstu kosningar. Jafnvel, þó þær fari fram eftir skamman tíma, þ.e. eftir 2 eða jafnvel 1 ár.

 

Kveðja til Framsóknarmanna, og þjóðarinnar, og sorg yfir ástandinu.


Hrunið er rétt að byrja, en byggjum upp samt!!

Einar Björn BjarnasonMín skoðun, alveg brillíant innlegg í þjóðmálaumræðuna, frá Jóni G. Jónssyni, sbr. grein hans í Morgunblaðið bls. 19 - 24. apríl og einnig nýafstaðið viðtal við hann í Silfrinu. Hann vísar, m.a. óbeint í það, sem Sigmundur Davíð sagði um daginn, að 75% lána til íslenskra fyrirtækja væri 'junk' þ.e. verðlaus, en innlegg hans Jóns, er að rétt sé að skilja þessi verðlausu lán eftir í gömlu bönkunum.

Ég held, þetta sé alveg hárrétt hjá honum, að Íslendingar verði að notfæra sér þetta tækifæri, að skuldirnar séu í reynd í eigu erlendra fjárfesta, og kaupa einungis góðu skuldirnar þ.e. um 2.000 milljarða, sbr. það sem kom fram hjá Sigmundi að væri raunhæft verðmat eigna.

Ef þetta er gert þannig, 0. vondu skuldirnar einfaldlega út. Verða tap erlendu fjárfestanna. Nýju bankarnir byggjast upp, með engar vonda skuldir á herðum frá fyrirtækjum, með vænlega eignastöðu, og eins Jón gaf til kynna - miklu mun vænlegri fjárfestingakostir fyrir erlendu fjárfestana - þegar og ef við bjóðum þeim þátttöku - - - sem athugið er ein af hugmyndum Framsóknarflokksins.

Augljóslega, er það ægileg staða, því ef 75% skulda fyrirtækja eru verðlausar, þá er það sama og segja að meirihluti íslenskra fyrirtækja séu sennilega gjaldþrota í reynd.

Við erum að tala um mjög alvarlegt hrun, hrun sem nálgast að vera hrun alls hagkerfisins. Af þessu leiðir einnig, að atvinnuleysiskúfurinn mun - og það er alveg öruggt í þessu ljósi - verða miklu mun hærri en 9,3%; sem er núverandi staða. Tvöfalt til þrefalt, er nær lagi. Hærri talan, sennilegri en sú lægri.

Við munum því ganga í gegnum hræðileg ár.



Kveðja til ykkar allra, blandin sorg yfir stöðu þjóðfélagsins.
Einar Björn Bjarnason, nú Framsóknarmaður með meiru, frambjóðandi, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur!


Úrræði vinstriflokkanna duga ekki!

einar_bjorn_bjarnason-1_836202.jpgHver eru hin auglýstu úrræði:

  1. Hækkun vaxtabóta um 55%. Þarna, er verið að tala um hámarks vaxtabætur. Á hinn bóginn, er tekjutenging aukin, og einnig virðist upphæð skuldar hafa áhrif. Ég bendi á: Umfjöllun Stöðvar 2, Íslands í dag, um leiðir ríkisstjórnarinnar,,,mjög sláandi! en þar kemur fram, að fjölskyldur sem skulda hærri upphæðir en 20 milljónir, sem eru fjölmargar fjölskyldur, og hafa það sem mætti kalla góðar meðaltekjur, fá ekki krónu af þessu. Með öðrum orðum, hugmyndin virðist vera að bjarga fólki sem skuldar lítið og er með lágar tekjur. Ekki virðist skipta máli, að skuldhærri og tekjuhærri fjölskyldurnar, eru ekki neitt með neinum augljósum hætti í betri stöðu. Einhvern veginn, hefur þeirri ranghugmynd skotið rótum, meðal vinstri flokkanna, að það sé eitthvað verra fólk, sem hefur fjárfest í dýrari eignum en blokkaríbúðum af smæstu gerð, og er með laun einhverjum þrepum yfir lægstu verkamannalaunum. Fólk, þarf ekki að keyra langan veg um Reykjavík, til að sjá hvílík fyrra þetta er. Þetta fólk, er þvert á móti, sennilega, stærsti hópurinn, þ.e. báðir foreldrar útivinnandi, hafa með þrotlausri vinnu, komið sér upp eign þ.s. börnin fá sitt herbergi, og eru samanlagt með nokkur hundruð þúsund á mánuði í tekjur, og skulda 30 milljónir í sinni eign, og jafnvel 40. Þetta fólk, fær ekki krónu, frá ríkisstjórninni, í vaxtabætur.
  2. Greiðslubyrði lækkuð tímabundið, skv. kosningabæklingi Samfylkingar um svokallaða greiðslujöfnun;10-20% lækkun fyrir verðtryggð lán, 40-50% lækkun fyrir gengistryggð lán, 3 ára frysting afborgana þ.s. borgaðir eru einungis vextir. Í öllum tilvikum, er vandlega tekið fram, að ekki sé gefin eftir króna. Enginn sleppur með nokkurn skapaðann hrærandi hlut, heldur er því sem á vantar upp á fulla afborgun, skellt aftan á lán viðkomandi, þannig að greiðslutíminn lengist. Í öllum tilvikum, er miðað við 3. ára tímabil. Komið hefur fram, að hægt er að sækja um önnu 3 ár að auki, þ.s. greiðslur séu smám saman aðlagaðar fullum greiðslum á ný. Þannig, er hámarkstíminn 6 ár, sem í boði er. Lenging lána, getur verið allt að upp í 70 ár. Þarna, er verið að hneppa stærsta hluta þjóðarinnar, í skuldafangelsi, þ.s. fólk verður alla æfi að borga nánast alla sína peninga í að standa undir lánunum, sem hækkuðu svo mikið við fall bankanna. Enginn, leiðrétting, eins og Framsóknarmenn bjóða, er í boði. Nánar, tiltekið, er slíkri leiðréttingu, þ.e. niðurfelling hluta lána sem almennri aðgerð, algerlega vísað út í hafsauga af ríkisstjórnarflokkunum.
  3. Útgreiðsla séreignasparnaðar, milljón á mann dreift á fjölda greiðslna, og 4% lækkun dráttarvaxta, er mjög lítil björg í bú; ekki síst vegna þess, að skattur er greiddur af greiðslunum, og dráttarvextir eru enn mjög háir, eftir sem áður.
  4. Greiðsluaðlögun, ferli sem getur tekið 3 - 5 ár, skv. yfirlísingum ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Hugmyndin, er einungis að fella skuldir niður undir það mark, sem áætlað er að viðkomandi ráði við. Í sjálfu sér ekki undarleg hugmynd, en það mark er sett við 110% af áætluðu verðmæti eigna. Þannig, að útkoman getur verið, eftir að hafa; A)fengið lögfræðiaðstoð til að svara spurningunni hvort viðkomandi eigi rétt á greiðsluaðlögun, og til að undirbúa málsgögn, B)Eftir að hafa leitað til dómstóls í héraði, sókt mál sitt þar, sannfært dómara um að viðkomandi virkilega eigi rétt á þessari greiðsluaðlögun, þá getur það ferli hafist, eftir að dómari hefur skipað tilsjónarmann; C)ferlið getur síðan tekið 10 vikur, þ.s. kröfulýsingafrestur er 4 vikur, af loknum þeim fresti skal boða fund með kröfuhöfum innan viku, og síðan skal úrskurðað innan viku, eftir það er vika sem er kærufrestur skuldara ef úrskurður er honum ó óhag; D)eftir þetta, hefur einstaklingurinn viku til að koma málsgögnum til héraðsdómstóls, en dómari skal síðan boða til réttarhalds innan viku, þ.s. málið fær lokameðferð. Þegar öllu þessu er lokið, hafa aðilar viku til að kæra til hæstaréttar. Sjálft greiðsluaðlögunartímabilið, þegar öllu málavafstrinu er lokið, er 3-5 ár.

Greiðsluaðlögunarferlið, er augljós flöskuháls. Hafið í huga, 18.000 atvinnulausir í dag, sem vart eru færir um að greiða af lánum sínum, hvernig sem á því er haldið, þannig að augljóst er að flestir af þeim hópi eru á leið í gjaldþrot. Samkvæmt vef Vinnumálastofnunar, eru atvinnulausir þann 23. apríl 2009, í Reykjavík: 7.864 karlar, 4.282 konur; samtals 12.146. Takið eftir, fyrir kreppuna, var atvinnuleysi í Reykjavík innan við 1 prósent, nú er það 9,3%. Þetta þýðir, að meginþorri atvinnulausra í dag, voru í vinnu. Mjög líklegt, er að flestir af þeim hópi, hafi verið að greiða af húsnæðislánum. Það er engin leið, að þetta fólk geti staðið undir þeim greiðslum.

Hvernig sem á þessu er haldið, greiðsluaðlögunarferlið getur ekki annað 10.000 og þaran af fleiri.

 

Kveðja, Einar Björn Bjarnason, frambjóðandi 9. sæti Reykjavík Suður fyrir Framsóknarflokkinn, Stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.


Atvinnuleysi; ógæfa heimilanna!

einar_bjorn_bjarnason-1_834928.jpgÞað er gríðarlega mikilvægt, að stöðva - eða til vara - draga úr, þeirri ógæfuþróun, sem er í gangi. Ég hér að tala um hraða aukningu atvinnuleysis, stöðuga kólnun hagkerfisins og stöðuga aukningu skulda þjóðarinnar.

Samkvæmt vef Vinnumálastofnunar, eru atvinnulausir þann 23. apríl 2009, í Reykjavík: 7.864 karlar, 4.282 konur; samtals 12.146. Sömu tölur fyrir allt landið eru; 11.320, 6.614 og 17.934. Þetta gerir liðlega 9% atvinnuleysi.

Flestir atvinnulausra virðast vera á aldrinum 20-35 ára og sennilega verður það ástand enn verra í sumar þegar skólafólkið kemur út á vinnumarkaðinn. Gert er ráð fyrir að allt að fjögur þúsund háskólanemar muni verða án atvinnu í sumarleyfinu.

Flest bendir til, að samdrátturinn haldi enn áfram, þegar líður á ári. Enda, allt að 3000 fyrirtæki, talin í gjaldþrotshættu. Ef það er ekki nóg, er Atvinnuleysistryggingarsjóður að verða uppurinn, og klárast skv. núverandi tölum um atvinnulausa um miðjan nóvember. Það lendir þá á ríkissjóði að standa undir atvinnuleysisbótum, fyrir skattfé. Það mun bætast við hallann sem fyrir er. Að auki verða tekjur ríkissjóðs minni en búist var við vegna minni tekna af tekju- og veltusköttum. Áætlað er að tekjurnar verði um 420 milljarðar króna en útgjöldin 580 milljarðar króna. Þetta hefur í för með sér að halli ríkissjóðs verður u.þ.b. 170 milljarðar króna.

Ríkisstjórnin sjálf hefur líka stuðlað að ríkisútgjöldum umfram heimildir í fjárlögum ársins. Talað hefur verið um þörf á að draga úr halla ríkissjóðs á næsta ári um 35-55 milljarða. Þetta hljómar engin ofrausn, í ljósi þess hversu stór hallinn stefnir þegar í að verða, og þess að AGS miðar áætlanir sínar við að ríkissjóður verði orðinn hallalaus, eftir 2 ár. Í ljósi þess, er augljós þörf fyrir enn stærri niðurskurð fjárlaga, en ríkisstjórnin hefur talað um fram að þessu.

Ríkisstjórnarflokkarnir, leggja til hækkun skatta og lækkun launa, ásamt niðurskurði í öðrum ríkisútgjöldum. Slíkar aðgerðir, munu óhjákvæmilega draga úr umsvifum hagkerfisins, þ.e. framkalla enn frekari samdrátt, og þannig fekari minnkun veltuskatta ríkissjóðs. Hætta er á, að minnkandi umsvif hagkerfisins, neyði ríkisstjórn til enn frekari samdráttar aðgerða, sem framkalli enn meiri samdrátt, og hugsanlega, svo koll af kolli. Með öðrum orðum, að neikvæður spírall skapi þá hættu að hagkerfið koðni niður, og halli riíkissjóðs reynist óviðráðanlegur, atvinnuleysi aukist stig af stigi, gjaldþrotum einstaklinga of fyrirtækja fjölgi stöðugt, o.s.frv.


Framsóknarflokkurinn leggur til 20% leiðréttinguskulda. Með þessu vill Framsóknarflokkurinn m.a. stuðla að því að fleiri geti staðið við skuldbindingar sínar, en úrræði stjórnarflokkanna gera ráð fyrir og koma verslun og viðskiptum af stað á ný. Með því móti eflist atvinnulíf að nýju og skatttekjur ríkissjóðs aukast á ný. Framsóknarflokkurinn vill jafnframt að farið verði yfir öll ríkisútgjöld með það að markmiði að draga úr hallaríkissjóðs. Framsóknarflokkurinn tekur ekki undir hugmyndir sem fram hafa komið í skattamálum um auknarálögurá almenning, ekki síst þá sem hafa millitekjur. Lögð er áhersla á meiri aga í ríkisrekstrinum, en framganga núverandi stjórnarflokka í ríkisfjármálum gefur ekki tilefni til að ætla að þeim sé treystandi til þess að ná þeim markmiðum sem fram koma í efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 

Kveðja, Einar Björn Bjarnason, 9. sæti Reykjavík Suður fyrir Framsóknarflokkinn, Stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.


20% leiðrétting er nauðsyn!!

einar_bjorn_bjarnason-1_833786.jpgEins og margir vita, þá voru gömlu bankarnir einkabankar. Þetta er mikilvægt atriði, þ.s. að ekki er hægt að færa eignir yfir úr þrotabúi einkabanka yfir í nýjan ríkisbanka, bótalaust. Það, væri hreinn þjófnaður. Þannig, að ríkið þarf að kaupa lánasöfn bankanna, einhverju umsömdu verði.

Framsóknarmenn, hafa heimildir um að líklegt endanlegt verð, sé ekki meira en milli 50-60% af upphaflegu skráðu eignfærðu andvirði því sem bankarnir skráðu í bókhald sitt, rétt fyrir hrunið.

Það er þó einn vandi í þessu, hann er sá, að endanlegt uppgjör gömlu bankanna, hefur enn ekki verið klárað. Á meðan, það hefur ekki verið gert, er engin leið að vita með vissu hvert er eigið fé bankanna, þ.s. það þarf m.a. að vera hluti af því endanlega samkomulagi, að erlendu lánadrottnarnir samþykki fyrir sitt leiti, gerning ríkisins þegar skuldir voru færðar úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju, gegn tiltekinni greiðslu til þrotabúanna. Ef þeir færu þá leið, að reyna að kollvarpa þeim gjörningi, þ.e. versta hugsanlega útkoma, þá væru nýju bankarnir einfaldlega sjálflagðir niður, og við værum aftur komin á byrjunarreit, þegar neyðarlögin frægu voru sett. 

Það liggur því mikið á um að ganga frá þessu endanlega uppgjöri, og þannig endanlegu samkomulagi við kröfuhafa. Þetta er það sem framsóknarmenn hafa verið að tala um, þegar þeir hafa kvartað yfir að ríkisstjórnin komi ekki nauðsynlegustu hlutunum í verk. Meðan, það er ekki klárað, eru nýju bankarnir í reynd mjög mikið lamaðir, þ.s. vegna mikillar óvissu um  hvað eigið fé sé, jafnvel hvort það sé yfirleitt fyrir hendi. Á meðan svo er, geta þeir veitt mjög takmarkaða fyrirgreiðslu til atvinnulífsins, sem í dag er sambærilegt við að stórt rekakkeri sé að bremsa niður hagkerfið. Áhrif, bankakreppunnar, bætast ofan á bremsandi áhrif hárra vaxta, og einnig ofan á bremsandi áhrif alþjóðlegu kreppunnar, og einnig ofan á bremsandi áhrif gjaldmiðilskreppunnar.

Við þurfum að fækka kreppunum, sem við erum að glíma við, hið fyrsta. Afnemum bankakreppuna. Þá, er hægt að stíga frekari skref. Það öflugasta af þeim, er 20% niðurfellingin.

Með henni:

  1. Fækkum við þeim sem annars verða gjaldþrota. Fækkun gjaldþrota sparar stórfé á móti, en einnig sparast það sem ekki verður mælt í krónum og aurum, þ.e. margt fólk losnar við þá hörðu lífsreynslu sem gjaldþrot, og missir eigna, er.
  2. Þeir sem ekki eru í gjaldþrotahættu, öðlast aukið borð fyrir báru, og fá þannig tækifæri til að láta fé af hendi rakna til hagkerfisins; með kaupum á þjónustu, með því að ráða til sín atvinnulausa iðnaðarmenn, eða til þess að stofna ný fyrirtæki. Punkturinn með niðurfellingu þessa hóps, er að örva hagkerfið. Þessi aðgerð er sambærileg við, að ríkið eyði fé til að örva hagkerfið. Fyrir ríkið, er það alveg sama hvort örvun hagkerfis sé framkvæmd með niðurfellingu skulda, eða með því að verja til þess beint fé. Niðurfelling skulda, er þó heppilegri aðgerð, þ.s. hún veitir aukið fjármagn til einstaklinga beint, í stað þess að ríkið reyni að ákvarða, akkúrat hvað á að gera hverju sinni. 
  3. Þeir sem hafa hagað sér hvað óskynsamlegast, verða samt sem áður gjaldþrota. Þessi leið, bjargar einna helst, fólki og fyrirtækjum, sem einmitt hafa hagað sér vel, en vegna ófyrirséðra breytinga á undanförnum misserum, hafa samt lent í vandræðum. Þetta er þannig, leið sanngirninnar. Ríkisstjórnin, þvert ofan á það sem hún heldur fram, ætlar einungis að fella niður skuldir þeirra sem hafa hagað sér óskynsamlegast, þ.e. þeirra sem eru verst settir skuldalega. Það fer oftast nær saman, að þeir sem hafa hagað sér verst, eru einmitt þeir sem eru að stefna í gjaldþrot. Af því leiðir, að leið ríkisstjórnarinnar, með skuldaleiðrétting einungis til þeirra sem eru að verða gjaldþrota, verðlaunar einungis þeim sem höguðu sér verst. Gefur, þannig þveröfug skilaboð, heldur en leið sú sem Framsóknarmenn vilja að fara.

Þetta verða menn að skilja. Samfylking og Vinstri Grænir, ætla að verðlauna óreiðupésana. Framsókn, vill reyna að verðlauna þá, sem hafa hagað sér vel, þ.e. venjulegt fólk. Unga fólkið sem nýlega hefur komið þaki yfir höfuð sér. Ungu barnafjölskyldurnar, sem eru einmitt þær fjölskyldur sem algengt er að skuldi mikið, og eiga skilið að halda húsum sínum, að sjá til sólar. Lenging lána, allt að því til 70 ára, eins og ríkisstjórnin býður fram, er ekki sanngjörn leið.

 

Fyrra myndbandið er útskýring á 20% leiðréttingunni.

 Seinna myndbandið, fjallar um uppbyggingu atvinnulífsins, skv. hugmyndum Framsóknarmanna.

 

 

Lifið heil, Einar Björn Bjarnason, 9. sæti Reykjavík Suður, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.


Sannleikurinn, er sagna bestur!

einar_bjorn_bjarnason-1_833452.jpg

Hallinn, verður víst ekki einungis 150 milljarðar, heldur nálgast hann að verða 170 milljarðar. Þetta er mjög alvarleg staða, þ.s. krafa Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, er að hallinn verði núllaður, á 2 árum.

Áætlaður halli næsta árs, er einungis 35-55 milljarðar, samkvæmt plani AGS, en skv. talsmanni hans er hann ánægður með samstarf við ríkisstjórnina. Gera þarf ráð fyrir, að þetta þíði að hann telji sig hafa áreiðanleg vilyrði fyrir, að ríkisstjórnin muni standa við þessa áætlun, eða að reina það af fremsta megni.

Ef þetta er rétt, þá erum við ekki að tala um 35-50 milljarða niðurskurð, á þessu ári, eins og Steingrímur hefur talað um, heldur ekkert minna en 100 milljarða niðurskurð fjárlaga á þessu ári. Ég get ekki séð, hvernig þetta er einfaldlega hægt án mjög stórfellds niðurskurðar í stærstu útgjaldaliðum ríkissjóðs, þ.e. heilbrigðismálum, tryggingamálum og skólamálum.

Ég tek fram, að ég er ekki að segja, að meðlimir ríkisstjórnarinnar séu vont fólk, enda er ég þeirrar skoðunar, að ríkisstjórnin eigi ekki aðra valkosti í stöðunni, og það sama myndi eiga við ef einhverjir aðrir flokkar væru við völd. Punkturinn, er sá, að ríkisstjórnin er ekki að koma hreint fram. Hún er þvert á móti, að ljúga að þjóðinni, með því að halda því fram að hún geti komist hjá hópuppsögnum á meðal starfsmanna, þessa þriggja stærstu úgjaldageira ríkissins. Með öðrum orðum, hún stundar sama gamla leikritið, sem mjög oft áður hefur verið stundað, að gefa fegraða mynd af þeirri stöðu sem hlutir eru í. Í sjálfu sér, þ.s. slík leikrit hafa oft áður verið leikin, er glæpurinn ekki svo stór, ef staðan væri ekki svo alvarleg og hún er í reynd. En, það er einmitt í því ljósi, sem þessi hegðun er ekki minna en þjóðhættuleg. Fólk þarf að vita sannleikann, og ef hann kemur síðan fram stuttu eftir kosningar þegar loforð þeirra um annað eru enn í fersku minni, mun sterk reiðibylgja fara í gegnum íslenskt samfélag. Þannig, að með þessu leikriti, eru þeir að leika hættulegan leik.

Á VISI.is, kom fram eftirfarandi:

Beinn launakostnaður ríkissins er áætlaður 129 milljarðar á árinu 2009. Með því að lækka laun opinberra starfsmanna sem eru í beinum störfum hjá ríkinu um tíu prósent myndu því sparast um þrettán milljarðar króna. Hækkun virðisaukaskatts um þrjú prósentustig myndi skila 15-20 milljörðum í kassa ríkissjóðs. Hægt væri að hækka tekjuskatt en hvert prósenta í tekjuskatti færir ríkissjóði tekjur upp á um 7 milljarða króna. Tveggja prósentustiga skattahækkun myndi því skila 14 milljörðum og svo framvegis. Eins og sjá má er þetta einungis dropi í hafið og ljóst að skera þarf töluvert niður. Samkvæmt heimildum fréttastofu má telja líklegt að lagt verði fram neyðarfjárlagafrumvarp strax að loknum kosningum.

 

Málið er, að ríkisstjórnin, þar á samvinnu þjóðarinnar að halda. Ef flokkarnir, glata trausti þjóðarinnar, vegna þess að þjóðin telur þá hafa logið að sér, getur það valdið þeim miklum vanda, þegar þeir síðan þurfa að innleiða nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, því að í ljósi þess að fólk mun muna að ríkisstjórnarflokkarnir lugu að þjóðinni, þá er hætta á að ástand tortryggni muni skapast, mjög fljótlega eftir kosningar. Þannig, er þeim sjálfum fyrir bestu, að sýna þjóðinni bæði þann trúnað, og þá virðingu, að segja þjóðinni sannleikann umbúðalausann. Með því, að gera það, eru einhverjar líkur á, að þjóðin muni sætta sig við þ.s. verður sennilega ekki umflúið. En, ef þeir byrja í ástandi tortryggni og vantrausts, getur skapast á ný hið erfiða ástand götumótmæla, og almennrar andstöðu, sem fyrrverandi ríkisstjórn bjó við um nokkurt skeið, áður en hún hrökklaðist frá við lítinn orðstír.

Takið eftir, ríkisstjórnarflokkar, að ég er að ráðleggja ykkur heilt, því ég ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti.

 

Kveðja, Einar Björn Bjarnason, frambjóðandi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík Suður, Stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.


Reddar umsókn um aðild að Evrópusambandinu, ein og sér, öllu?

einar_bjorn_bjarnason-1_832180.jpgUm þessar mundir, er töluvert af röddum, sem halda því fram, að aðildarumsókn að ESB, ein og sér, muni hafa undraverðar afleiðingar, þ.e. lánskjör okkar erlendis muni batna, trú manna á Íslandi aukast, fyrirtækjum aukast þróttur, ný von skapast í hjörtum manna.

Grein eftir Benedikt Jóhannesson, bls. 23 Morgunblaðinu 16. apríl 2009, heldur þessum hlutum blákalt fram.

"Með því að Ísland láti reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu, er líklegt að trú umheimsins á landinu vaxi á ný."

Fyrst verðum við að velta fyrir okkur spurningunni um trúverðugleika. En, skv. Benedikt eykst tiltrú útlendinga, við það eitt, að Ísland sæki um aðild, og hefji samningaviðræður. En tiltrú, hlýtur að byggjast á því, hversu öruggt það er, að tiltekin stefnumörkun, verði fylgt eftir alla leið á endastöð, í þessu tilviki, hversu öruggt það er, að aðildarumsókn leiði raunverulega til aðildar. Ég held því fram, að einungis ef líkurnar geta talist háar, að aðildarumsókn leiði til aðildar, geti hugsanlega verið til að dreifa, því sem haldið er fram af talsmönnum þess, að aðildarumsókn ein og sér, hafi í för með sér feykilegan ávinning.

En, hversu trúverðug staða væri það í raun? Í síðustu mælingu á áhuga Íslendinga, á ESB aðild, voru fleiri á móti aðild en þeir sem voru fylgjandi. Hefur sú staðreynd, að fylgi landans við aðild, hefur trekk í trekk sveiflast frá meirihluta fylgi við aðild, yfir í meirihluta fylgi gegn aðild, virkilega engin áhrif á þetta mál? Svarið er krystaltært, einungis veruleikafyrrtur einstaklingur getur haldið því fram, að það sé mjög öruggt að þjóðin samþykki aðildarsamning. Með öðrum orðum, væri trúverðugleiki slíks gjörning ekki neitt yfirgnæfandi hár.

Síðan, kemur að afstöðu stjórnmálaflokkanna, en 2 styðja aðildarumsókn - þ.e. Framsóknarflokkurinn og Samfylking, 2 eru á móti - þ.e. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri Grænir. Með öðrum orðum, enginn þingmeirihluti, er fyrir aðildarumsókn. Nú, augljós hætta er fyrir hendi, að stjórnarskipti geti komið málinu öllu í bobba, ekki satt?

Ég er ekki að segja, endilega, að það sé rangt að sækja um aðild, en ég er einfaldega á móti því að málið sé sett fram með þessum hætti; því þetta er einfaldlega ekki rétt. Ég á við, að aðildarumsókn mun ekki hafa einhver veruleg áhrif, í þær áttir, sem haldið er fram. Ástandið, mun þvert á móti, vera nær óbreytt, hvort sem ósk um aðild er lögð inn eða ekki. Rætur þess, eftir allt saman, liggja í okkar eigin klúðri, sem hverfur ekki eins og dögg fyrir sólu, sama hvað við gerum.

Það er einungis, ef samningur er samþykktur, í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem raunverulega menn færu að trúa því að Ísland ætlaði sér, að taka upp Evru, í gegnum hið langa ferli að sækja um, og síðan smám saman að byggja upp trúverðugleika, innan sambandsins. Einungis, á þeim tímapunkti, eru einhverjar verulega líkur á, að tiltrú skapist á að okkur sé raunverulega alvara, og þannig að þá fyrst, muni áhrif þau sem spáð er að skili sér, að því marki sem þau myndu gera það í raun, byrja að skila sér.

Með öðrum orðum, vegna þess að umsóknarferlið getur tekið nokkur ár, þá er aðildarumsókn alls engin redding, á bráðavanda þjóðarinnar. Því getur einungis veruleikafyrrt fólk haldið fram. En, hugsanlega, ef það er vandlegt mat manna, eftir að allir möguleikar hafa verið skoðaðir með opnum huga, þá getur aðild verið redding til langframa. En, að hverju marki svo er í raun, er umdeilt.

Staðreyndin er, að við sjálf þurfum að redda okkur. Enginn annar, mun gera það. ESB aðild, skiptir einungis máli, í lengra samhengi. Hvernig við förum úr kreppunni, verður löngu komið í ljós, áður en Evruaðild rennur í garð. Þannig, ákvörðun um ESB aðild, er ekki um reddingu núverandi vanda, heldur um hvaða sýn um framtíð Íslands, til langframa, menn hafa. Enginn vafi er á, að aðild getur leitt til góðrar framtíðar. En, það fer að vísu eftir hugmyndum, um hvað telst vera góð framtíð. Á sama tíma, er góð framtíð, langt í frá ómöguleg, utan við ESB. Mín skoðun er, að við Íslendingar getum spilað vel úr hvorum valkostinum sem er, svo fremi sem við vöndum okkur. 

Staðreyndin er sú, að ekkert kemur í staðinn fyrir góða hagstjórn. Aðild að ESB, á engan hátt, leysir okkur undan þeirri kvöð, að þurfa að halda vel á spöðunum. Þetta sést á, að í dag, er nokkur fjöldi aðildarlanda ESB í alvarlegum efnahagskröggum. Lærdómur okkar, verður að vera, aldrei aftur efnahagsklúður.

 

"Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild:

  1. Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.
  2. Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi.
  3. Fáir vilja lána Íslendingum peninga.
  4. Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum.
  5. Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi.
  6. Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu 10 árin.
  7. Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti."


Ég vara við slíkum málflutningi
. Hið fyrsta, er það alveg frumforsenda, þegar samið er við aðila um hvað eina, sem manni vanhagar um, að maður nálgist ekki málið með þeim hætti, að akkúrat það sé eina haldreipið, sem maður á möguleika á. Ég skal líkja þessu við samskipti við kaupmann, á markaðstorgi. Ef viðskiptamaður, sem óskar að kaupa vöru, er þannig innstilltur, að hann telur að allt hans liggi við að eignast þá vöru, og kaupmaður verður þess var, þá er alveg fullljóst að viðkomandi mun einungis ná samningum sem eru kaupmanninum að skapi, því samkvæmt skilningi kaupanda, á hann allt undir og því til í að taka nánast hverju sem er.

Ef nálgun á samningum við ESB, er með þeim hætti, að í þeim felist allsherjar redding á okkar málum, þannig að án þeirra samninga eigum við enga möguleika, þá er ég þess fullviss, að útkoman verði samingar sem verða mjög einhliða ESB í hag, samingamenn Íslands verða viljugir að falla frá hvaða kröfu sem er. Slíkum samningum verður hafnað af þjóðinni.

Það er alger frumforsenda, ef samningar eiga að nást við ESB, sem einhverjar verulegar líkur verða til þess að þjóðin samþykki, að menn nálgist þá samninga með allt öðrum hætti en þeim sem hann Bendikt Jóhannesson, og fjölmargir Samfylkingarmenn, vilja nálgast þá.

Framsóknarflokkurinn, er eini flokkurinn, með stefnu sem vit er í, gagnvart ESB.

Framsóknarflokkurinn, mun ekki sækja aðildarsamninga, með því hugarfari, að án samninga muni þjóðin farast í efnahagslegum skilningi.

Framsóknarflokkurinn, mun þvert á móti, nálgast þessi mál með skynsömum hætti, þ.e. með því að hafa fyrirfram mótað hugmyndir um hvað má sætta sig við og hvað ekki. Þetta er einfaldlega, eðlileg samningatækni. Báðir aðilar, munu því hafa viðmið, sem þeir ætla sér að sækja, og báðir aðilar munu vita, að hinn mun vera til að labba frá samningum, ef ekki næst að fullnægja viðmiðunar markmiðum með nægilegum hætti.

Einungis, með þessum hætti, getur samningaferli átt sér stað, þ.s. gagnkvæmt jafnvægi, traust og virðing ríkir. Enginn, á hinn bóginn, ber virðingu fyrir þeim, sem kemur til samninga, liggjandi og skríðandi.

 

Lifið heil, Einar Björn Bjarnason, 9. sæti í Reykjavík Suður f. Framsóknarflokkinn, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.


Hugmyndir Framsóknarmanna, 20% leiðrétting!

einar_bjorn_bjarnason-1_831663.jpg

Góðan dag, ég kynni hér hugmyndir Framsóknarmanna, um svokallaða 20% leiðréttingu.


Hrun bankanna: Við efnahagshrunið, brugðust forsendur mikils fjölda Íslendinga, gagnvart þeim lánum sem þeir höfðu tekið. Í flestum tilvikum, er ekki um óráðsíufólk að ræða. Heldur venjulegt fólk, sem upplifði stórfellda hækkun sinna lána, og greiðslubyrði.


Lausnir vinstriflokkanna duga ekki:
Almennar aðgerðir í boði, eru: Hækkun vaxtabóta - dugar einungis þeim sem eru með tiltölulega lág laun og skuldir, vegna mikilla tekjutenginga. Útgreiðsla séreignasparnaðs, milljón á einstakling, dreift á margar greiðslur, vegur ekki heldur þungt. Það sama má segja um lækkun dráttarvaxta um 4%. Stóra málið, greiðslujöfnun eða frysting, gerir ekkert annað en að lækka tímabundið, þ.s. greitt er af lánum, en mismunurinn bætist við lánið og lengir greiðslutíma. Einungis, er í boði niðurfelling lána, fyrir þá sem eru u.þ.b. gjaldþrota, og þarf þá að fara til héraðsdómara hvers héraðs, og óska eftir neiðarsamningi við lánveitendur, svokallaðri greiðsluaðlögun. Tímafrekt ferli, sem tekur u.þ.b. eitt sumar, per einstakling.


20% leiðin: Hún byggist á því, að gömlu bankarnir voru einkabankar. Ríkið gat því ekki einfaldlega fært húsnæðislán yfir í ríkiseigu bótalaust, heldur voru þau keypt af þrotabúunum. Eins og vera ber, var prúttað um verð, og Framsókn hefur upplýsingar sem staðfesta verð á bilinu 50-60% upphaflegs andvirðis. Ljóst er, að í dag eru þessi lán, eignfærð á fullu upphaflegu andvirði, + hækkun vegna vísitölu og vaxta. Vinstri flokkarnir, ætla því að láta ríkið hirða allann ágóðann, af kaupum ríkisins á lánunum af þrotabúunum, og síðan láta almenning blæða. Þeir sem tapa, er almenningur, og erlendir eigendur lána þrotabúanna.


Færum almenningi hluta af ágóðanum: Þetta er augljóst réttlætismál, þ.e. að gefa almenningi eftir 20%, sem samt skilur ríkið eftir með nokkurn ágóða af viðskiptunum við þrotabúin. Kostir, færri verða gjaldþrota, þannig að fleiri halda áfram að geta borgað af lánum sínum. Þeir sem samt sem áður fara í þrot, eru í óbreyttri stöðu. Aðrir, sem öðlast borð fyrir báru, geta þá unnið hagkerfinu gagn með því að þeir hafa þá peninga til að kaupa þjónustu, t.d. iðnaðarmanna, eða annarra fyrirtækja, og aukið þannig atvinnustig svo þeir fækki þannig þeim sem nú geta ekki borgað af lánum vegna atvinnumissis. Niðurfelling þeirra, sem ekki eru í vandræðum, er því hugsuð sem leið til að hamla gegn innlendu kreppunni, en ekki er vanþörf á í dag að grípa til aðgerða sem auka atvinnustig. Fyrir ríkið, er það alveg sama, hvort það verji til þeirra hluta beint, eða sú eyðsla sé framkvæmd í gegnum niðurfellingu skulda.


Ekki dýrari leið:
Í dag eru 16.000 manns á vanskilalista íslenskra kortafyrirtækja. Atvinnuleysi, er um 18.000. Meira en 15.000 heimili, eru með neikvæða eiginfjárstöðu. 260 fyrirtæki hafa þegar verið úrskurðuð gjaldþrota, 347 hafa lent í greiðsluþroti. Lánstraust áætlar að 3347 fyrirtæki séu í gjaldþrotshættu. Kristaltært, er að hundruð milljarða afskrift lána verður ekki umflúin. Ef hægt með 20% leiðinni, að fækka verulega gjaldþrotum, mun mikið fé sparast.

Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur, evrópufræðingur, og frambjóðandi fyrir Framsóknarflokkinn, 9 sæti Reykjavík Suður.

 

Sjá: Umfjöllun Stöðvar 2, Íslands í dag, um leiðir ríkisstjórnarinnar,,,mjög sláandi!


Samfylking, hvað er plan B?

einar_bjorn_bjarnason-1_831168.jpgÉg skrapp á Bloggið hans, Gunnars Axels Axelssonar, formanns Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, og m.a. vegna þess að hann hefur verið að bauna á Framsóknarmenn, beindi þeirri spurningu til hans, sem ég tel vera veikan punkt á Samfylkingarmönnum, HVAÐ SÉ PLAN B?

Það sem ég á við, er, að fyrirfram er ekki skynsamlegt að gera ráð fyrir, að öruggt sé að þjóðin muni samþykkja aðildarsamning, að ESB, þegar hann kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Skynsemisrök, hníga því þá átt, að ef Samfylking er eins ábyrgur flokkur, og fylgismenn halda fram, þá hljóti slíkt plan að vera til, ekki satt?

Ég bíð spenntur eftir því, að Gunnar, og ef til vill fleiri, Samfylkingarmenn, muni tjá sig um málið.

Mál er með þeim hætti, að mig grunar, að Samfylking hafi ekkert plan B.

Sjálfur er ég hlutlaus, eða agnostic, hvað varðar spurninguna, um ESB aðild. Með öðrum orðum, hef ég ekki eiginlega sannfæringu í málinu, þ.e. ég er ekki sannfærður, og gef mér ekkert fyrirfram.

Ég tel mig hafa nokkra þekkingu á aðildarsamningagerð, hvers má vænta, og hver ekki, þ.s. að ritgerð mín í Lundi, var gerð eftir rannsókn á aðildarsamningum, fram að upphafi 10. áratugarins.

Ég hef ekki kynnt mér, síðari tíma aðildarsamninga, af eins mikilli nákvæmni, en tel þó að ekkert hafi komið fram, sem bendi sterkt til þess, að ESB hafi skyndilega hætt að fylgja þeirri hefð, sem skapast hefur um slíka samningagerð.

Það sem menn þurfa einmitt að hafa í huga, er SKÖPUN FORDÆMA. En, ESB fer fram af mikilli varfærni, þegar kemur að því að brjóta hefðir og viðteknar starfsvenjur. Þetta þurfa Íslendingar að hafa í huga, að þó Ísland sé lítið, og ekki muni um okkur, þá mun ESB, og aðildarþjóðir ESB, meta alla hugsanlega forgjöf til okkar, út frá mati á því hvernig það rímar við eigin hagsmuni, og einnig út frá spurningunni, hvaða fordæmi það muni skapa gagnvart öðrum þjóðum, í framtíðinni. Enda, er nokkur fjöldi þjóða í bið eftir því að fá að komast inn í ESB.

Málið er í reynd einfalt, sem sést m.a. af því þegar ESB, sló á hönd Íslands í deilum um Icesave, að ef aðildarþjóðirnar telja hagsmunum sínum ógnað með einhverjum hætti, og/eða skriffinnar ESB eru á því máli að tiltekið mál ógni heildarhagmunum ESB; þá eru þeir stærri hagsmunir varðir. Þetta, ætti ekki að koma neinum hugsandi manni á óvart.

Það sama, mun að sjálfsögðu eiga við, þegar Ísland sækir um aðild, og meðferð aðildarsamings Íslands, og hugsanlegra krafna; að þjóðirnar munu meta málið í samræmi við eigin hagsmuni, og skriffinnar munu meta málið samkvæmt eigin mati á heildarhagsmunum sambandsins.

Þeir, munu því ekki gef Íslendingum neitt eftir, vegna þess að við séum aum, og lítil eða eigum bágt; nei, það mun einungis gerast, ef aðildarþjóðirnar telja að eigin hagsmunum verði með því ekki ógnað, og skriffinnar ESB munu gera það, ef þeir telja að sett fordæmi sé ekki ógn við heildarhagsmuni ESB.

ESB, er ekki góðgerðarsamtök, heldur samtök sem snúast að stærstu leiti um hagsmuni. Íslendingar, eiga með sama hætti, einungis að meta mál sín út frá köldu hagsmunamati.

 

Lifið heil, Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur, Evrópufræðingur, og frambjóðandi.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband