Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Framtíð íslenska fyrirtækisins Carbon Recycling International virðist tryggð - fögnum því!

Fréttir þess efnis að íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International hafi eignast stóran nýjan hluthafa, ber að fagna. En eins og fram hefur komið í fréttum hefur kanadíska fyrirtækið Methanex samþykkt að leggja inn 5 milljónir bandarískra dollara í hlutafé. Ég hef í sjálfu sér ekki mikla þekkingu á því fyrirtæki, en að sögn fréttar Visir.is - Mikil sóknarfæri í metanóli - er Methanex stærsta fyrirtæki í heimi í viðskiptum með metanól. Hagnaður þess á sl. ársfjórðungi fyrir afskriftir hafi verið 19ma.USD eða 19bn.$ eins og það væri kallað þar vestra. Það segir mér að þetta sé - - afskaplega stórt fyrirtæki.

----------------------------------------------

Það er einnig frétt um málið á vef Methanex - Methanex and Carbon Recycling International Sign Landmark Investment Agreement for Advanced Renewable Fuel Production.

"REYKJAVIK, ICELAND--(Marketwired - July 30, 2013) - Methanex Corporation (TSX:MX)(NASDAQ:MEOH) announced today an initial $5 million investment in Carbon Recycling International (CRI), a privately held company with headquarters in Reykjavik, Iceland. "

"Methanex will also evaluate further investments to support CRI's growth."

"As a result of this investment, Methanex will become one of the key shareholders of CRI, with Board representation."

"CRI markets its renewable methanol in Europe, under the registered brand name Vulcanol, where it is blended with gasoline and used for production of biodiesel. Vulcanol is certified by the International Sustainability and Carbon Certification system (ISCC) as an ultra-low carbon advanced renewable transport fuel with no biogenic footprint. "

"Methanex and CRI intend to collaborate on large scale projects based on CRI's ETL technology by leveraging Methanex's operational experience and global reach and CRI's unique expertise in the production of ultra-low carbon renewable methanol. The companies are targeting to expand the use of methanol blended fuels in Europe."

""As a leader of renewable methanol production, we are proud to be investing in CRI and facilitate the next stage of growth," said John Floren, President and CEO of Methanex. "The fastest growing markets for methanol are in the energy sector and we believe renewable methanol will play an important role in future applications. The CRI team has demonstrated the ability to develop this technology, operate a production plant and successfully market renewable methanol, which further reinforces the value of this investment.""

---------------------------------------------- 

Það er óhætt að segja að fréttin á vef Methanex veitir miklu meiri upplýsingar en fréttir íslensku fjölmiðlanna - - sjáið t.d. frétt RÚV: Methanex kaupir hlut í Carbon Recycling

Frétt Visi.is er aðeins skárri, en mun bitastæðara er að lesa fréttina á vefsíðu Methanex.

Ég velti fyrir mér af hverju ísl. blaðamennirnir flettu ekki upp vef Methanex á veraldarvefnum.

  1. Methanex fær stjórnarmann í stjórn Carbon Recycling International eða CRI.
  2. Fjárfesting Methanex er "initial" eða upphafs fjárfesting, meir í farvatninu - jafnvel miklu meir.
  3. Og þ.s. ég vissi ekki áður, CRI hefur fengið "certification" í aðildarlöndum ESB fyrir eldsneyti blandað með metanóli sem framleitt er af CRI. Hvergi hef ég séð frétt í ísl. fjölmiðli um það atriði. Það virðist ekki síst sú "certification" sem gerir CRI verðmætt. En þar með er framleiðsluferli CRI í reynd orðið viðurkennt af Evrópusambandinu sem "umhverfisvænt."
  • Það er ljóst að mjög áhugavert verður að fylgjast með Carbon Recycling International á næstunni, en nú getur það fyrirtæki hafist á flug.
  • Komið með bakhjarl með djúpa vasa - hyldjúpa á ísl. mælikvarða.

Ég hef lengi verið hrifinn af hugmynd CRI

Það er sú grunnhugmynd að framleiða metanól úr mengun, nánar tiltekið, brennisteini í útblæstri gufuorkuvera á Íslandi.

Hingað til hefur sá brennisteinsútblástur verið til óþurftar og ama, fyrir utan að hann er eitraður. Nú verður mögulegt að fjármagna það að hreinsa þann óþrifnað úr útblæstri gufuvirkjana, því að nú verður unnt að koma þeim brennisteini í verð.

Ég á mjög erfitt með að koma auga á neikvæða hlið á þessu - - nema hugsanlega þá.

Að þetta getur hvatt til frekari virkjunar háhitasvæða.

En starfsemi fyrirtækisins getur einmitt fjarlægt einn alvarlegan galla við þær virkjanir, þ.e. varasama loftmengun. Þó að það skilji eftir hinn stóra gallann - - hvað gera á við "affallsvatnið."

Fyir utan deilur þess efnis hvort á að virkja eða ekki.

Hef áður fjallað um starfsemi CRI:

Er til hagkvæm lausn á brennisteinsmengun frá gufuvirkjunum?

Tökum áformum um metanól verskmiðju Carbon Recycling International við Kröflu fagnandi!

 

Fræðilega væri unnt að leysa vandamálið með affallsvatnið!

Bláa Lónið hefur sýnt fram á eina leið. En það mætti alveg hugsa sér Ísland gera út á "heilsuferðaþjónustu" ekki með ósvipuðum hætti og Sviss hefur lengi gert. Það gætu verið mörg "blá lón" á landinu, og reyndar miklu stærri "blá lón" þó að sjálfsögðu eigi "Bláa Lónið" nafnið.

Svo má nefna gróðurhúsaræktun í stórum stíl þ.e. ilrækt. Með notkun heits vatns og rafmagns, þetta gæti verið í bland jafnvel hvort tveggja í tengslum við sömu virkjun.

En ef vatnið væri notað, væri unnt að fjármagna "hreinsun" þess þannig að það verði óskaðlegt náttúrunni á endanum.

 

Niðurstaða

Fjárfesting Methanex getur reynst vera stórt fjárfestingartækifæri fyrir Ísland. Það verður þá a.m.k. unnt að kosta það að hreinsa brennistein úr útblæstri gufuvirkjana. Lausnir á vandanum með affallsvatnið eru enn útistandandi. En eins og þekkt er hefur það margvíslega galla í för með sér að dæla vatninu niður aftur. Einkum í formi jarðhræringa. 

Það væri áhugavert að skoða kosti tengda nýtingu þess vatns ofanjarðar. Hvort að unnt sé að finna leið til að hafa af því tekjur, og þannig fjármagna það uppsetningu ferlis sem á endanum gerir það skaðlaust. 

 

Kv.


Væri virkilega betra að stjórnun peninga væri í höndum einkaaðila?

Það hefur nefnilega ekki alltaf verið svo að ríki reki seðlabanka og sá fer með yfirumsjón með peningamálum í landi X eða Y eða Z. Fyrstu löndin til að taka upp þá nýung voru Bretland og Holland á 17. öld. Og lengi vel sátu þau ein af því kerfi. Meðan að önnur Evrópuríki beittu þeim leiðum er höfðu tíðkast frá síðmiðöldum í evrópsku samhengi.

Hið hefðbundna kerfi var það að einkaaðilar réðu yfir miklu fjármagni, þekkt nöfn úr sögu Evrópu eru De'Medici á Ítalíu og Fuggerarnir í Þýskalandi - - en þessi fjölskylduveldi á sitt hvoru tímabilinu réðu yfir miklum hluta evrópska hagkerfisins.

Algengt trix var að fjármagna styrjaldir - - en gegnt því að fá um tiltekinn tíma, einkarétt yfir námurekstri á tilteknu svæði í tiltekinn tíma, eða einhverju öðru - það gat allt eins verið einkaréttur á verslun á tilteknu svæði yfir tiltekið tímabil.

Auðvitað græddu þessar banksterafjölskyldur mun meir en þær lögðu til - sem lánsfé til baróna, kónga jafnvel keisara þessara tímabila.

Þeir voru mjög háðir fjármögnun þeirra - - auðvitað þurfti alltaf að láta af hendi einkarétt á einhverju svæði, stundum er grunað jafnvel að stríð hafi stöku sinnum verið fjármögnuð til að þær gætu sölsað undir sig - eignir eða nýtingarréttindi á tilteknu svæði.

En það var reglan í Evrópu um aldir að furstar, barónar, kóngar jafnvel keisarar - voru að slá lán til að fjármagna stríðin sín. T.d. er þekkt að Frakkland var meira eða minna á kúpunni stórann hluta af þeim tíma er Frakkland keppti um áhrif innan Evrópu við önnur konungsríki í styrjöldum sem voru nánast óteljandi.

Nánast þeir einu er ekki voru háðir auðugum fjölskyldum sem De'Medici eða Fugger, en það voru margar fleiri á umliðnum öldum þó þessi nöfn standi upp úr, voru Spánverjar - - meðan þeir enn voru að vinna hina auðugu silfurnámur í Chile - áður en þær tæmdust.

  • En þ.e. þ.s. er merkilegt við stofnun Hollendinga og Breta á Seðlabanka.
  • Er að við það, voru þessi lönd - - fjárhagslega sjálfstæð.
  • Þau voru ekki háð hinum ofsaríku evr. bankafjölskyldum.

Mig grunar að Holland hafi farið þessa leið vegna hins langa - frelsisstríðs við Spánverja, þ.e. rúmlega 30 ára langt. En þá var Spánn öflugasta herveldi Evrópu. Og Holland var í samfelldri styrjöld við það í svo langan tíma.

Þeir hefðu aldrei getað fjármagnað það með hinum gömlu leiðum!

Það var einmitt þar sem sú hugmynd kom, að landið stofnaði sinn eigin banka - - og fjármagnaði sjálft sig. Og Bretar kóperuðu þá hugmynd örfáum áratugum síðar.

Þessi lönd fóru sem sagt að reka sinn eigin seðlabanka og gjaldmiðil - - áður en 17. öldin var á enda.

En á sama tíma, héldu önnur lönd í Evrópu sig við hinar eldri aðferðir - - ég held að það sé rétt að Frakkar hafi ekki kóperað seðlabankaaðferð Breta og Hollendinga, fyrr en eftir frönsku byltinguna.

Á árunum þegar Napóleon fór eins og eldur í gegnum sinu - um heri evr. konungsríkjanna.

Eftir að Napóleónsstriðin voru búin - - höfðu öll konungsríkin í Evrópu tekið upp seðlabankakerfið sem miðjupunkt síns eigins gjaldmiðilskerfis.

  • Ég held að það sé nefnilega samhengi milli þess hve Bretum vegnaði ávallt betur í styrjöldum við Frakka á 18. öld, og þess að þeir áttu auðveldar með það að fjármagna eigin hernaðarútgjöld.

 

Spurningin var - - hvort væri betra að bakka aftur í gamla kerfið?

  1. Það sem þarf að skilja - - er að spurningin snýr að völdum.
  2. Hver hefur þau völd - - á fyrri öldum í krafti þess að vera megin fjármagnarar styrjalda í Evrópu, gátu nokkrar lykilfjölskyldur orðið óskaplega ríkar. Sennilega ríkari hlutfallslega en nokkur aðili var - - þ.e. meiri auður en einstök konungsríki réðu yfir á þeim tíma.

Auðvitað eru breyttir tímar í dag að því leiti að markaðskerfið er flóknara með miklu mun fleiri þátttakendum, sennilega því minna líklegt að einar eða tvær fjölskyldur geti átt svo rosalega hátt hlutfall auðæfa heillar heimsálfu. 

Á hinn bóginn eru líka til gríðarlega öflugar einkastofnanir í formi risabanka.

Ég þarf að benda á einn reginmun á því að búa við evru fyrir land eins og Spán, vs. land eins og Bretland sem hefur sterkan sjálfstæðan gjaldmiðil.

Dæmið er ekki - dvergríki eins og Ísland.

En hann er sá að aðildarríki evru eins og konungsríki fyrri alda voru, eru gríðarlega háð einkaaðilum um fjármögnun - - Seðlabanka Evrópu er meira að segja bannað að fjármagna ríki. Meðan að Seðlabanki Bretlands þ.e. Bank of England - - fjármagnar ríkissjóð Bretlands í seinni tíð með prentun og þannig tryggir ríkissjóð Bretlands mjög ódýra fjármögnun líklega ódýrari en frjáls markaður mundi bjóða.

Þessi reginmunur á stöðu t.d. Spánar og Bretlands, hefur sýnt sig í völdum þeim sem markaðir hafa yfir einstökum aðildarlöndum evrusvæðis.

Meðan að Bretland getur í reynd eftir þörfum ávallt tryggt ríkinu ódýra fjármögnun, sem þíðir að völd markaða yfir breska ríkinu eru mun minni.

  • Völd markaða og banka yfir aðildarríkjunum hafa mjög skilmerkilega komið fram í krísunni á evrusvæði.
  • Þ.s. markaðir ákveða vaxtakjör aðildarlandanna - - og keyra þau miskunnarlaust upp.
  • Ef þeim sýnist svo.
  • Meðan að Bretland getur alltaf -- forðað eigin ríkissjóð frá slíkri klemmu.

--------------------------------------

Það er nefnilega málið, að þeir sem tala á þeim nótum - - að rétt sé að svipta pólitíkusa yfirráðum yfir peningunum, vilja í reynd færa völd yfir peningum frá sjálfstæðum ríkjum yfir til einkaaðila.

Það hefði að sjálfsögðu í för með sér - - að það ástand sem til staðar er á evrusvæði, þ.s. markaðir stjórna vaxtakjörum.

Og aðildarríki geta lítið gert til að stuðla að lækkun þeirra, nema það - að fylgja kröfum markaðarins skv. þeim hugmyndum sem eru ríkjandi, um það hvað séu rétt viðbrögð.

  • Þetta er gott - - í augum þeirra sem trúa því, að markaðurinn hafi alltaf rétt fyrir sér.
  • En hái vaxtakostnaðurinn sem S-Evr. er að ganga í gegnum, þ.e. verulega hækkaður sbr. þau kjör sem í dag bjóðast í N-Evr. Auðvitað, hefur lamandi áhrif á getu þeirra landa, til þess einmitt að lækka atvinnuleysi og skapa viðsnúning í hagvöxt.
  • Þannig séð, ákvörðun markaða um hærri vexti, leiðir til dýpri kreppu - - og aukinna líka á því að markaðurinn hækki vextina frekar, sem líklega þá dýpkar kreppuna enn frekar.
  • Þannig verður þetta að "self fulfilling prophecy."
  • Meðan að Bretar, í krafti eigin peningastjórnunar - - hafa miskunnarlaust knúið fram aðra niðurstöðu innanlands í Bretlandi, en þá sem markaðurinn án afskipta hefði ákveðið.
  • Sá lægri vaxtakostnaður sem Bretland hefur viðhaldið í eigin hagkerfi, hefur leitt til mun grynnri kreppu en annars hefði verið, minna atvinnuleysis - - og auðvitað þíðir að þegar viðsnúningur verður þá á sér hann stað eftir minna hagkerfissig. Og ekki síst, að v. þess að hagkerfið skreppur minna saman er hallarekstur ríkisins minni og skuldir þess því einnig en annars hefði orðið. 

Vandinn er einmitt sá með markaðsstjórnun - - að markaðirnir gjarnan skapa það ástand sem þeir óttast.

Og síðan ala þeir á því enn frekar, magna það upp - með óttabylgju.

--------------------------------------

Svo svarið er einfalt - - ef menn hafa áhuga á þeirri stöðnun og doða sem er til staðar á evrusvæði.

Þá er svarið já. 

En ef menn vilja skjótan viðsnúning - minna atvinnuleysi, sjá árangur Bandaríkjanna einnig sem dæmi; þá er svarið augljóslega - nei.

 

Niðurstaða

Ég tel vissa valdabaráttu í gangi í heiminum. Hún er ekki milli einstakra ríkja. Heldur frekar - milli ríkja og peningalegra afla, gríðarlega voldugra einkaaðila sem hafa mikil áhrif í gegnum fjölmiðla, bankarekstur og þau fyrirtæki sem eru í þeirra eigu.

Að vissu leiti er möguleiki á því að heimurinn fari yfir í það módel að vera "corporatist" þ.e. að fyrirtækin verði valdameiri en ríkin. En að mínum dómi, ef sjálfstæð ríki afsala sér eigin peningastjórn.

Þá samtímis eru þau að afhenda til einkaaðila gríðarleg völd yfir þeim, færa til þeirra þau völd. Þ.e. mikill áróður hinna fjársterku aðila fyrir þeirri stefnu - - að það sé góð hugmynd fyrir lönd að gera slíkt.

Þ.e. gjarnan sett fram þannig, að pólitík sé spill og óhæf, pólitísk stjórnun búi bara til verðbólgu og skuldir; síðan er boðið upp á hina sviðsmyndina. Sem sögð er færa - lága verðbólgu og meira aðhald.

En menn láta vera að segja frá göllunum. En vandinn er einmitt sá, að þá eru ríki færð yfir í það form að vera eins háð bönkum og fjármálamörkuðum um fjármögnun, og ef þau væru fyrirtæki.

Þá geta þau orðið gjaldþrota - - það eina sem vantar til að klára sviðsmyndina. Væri að eignir þeirra ríkja sem standa frammi fyrir þroti verði boðnar upp til hæstbjóðanda. Eins og eignir gjaldþrota fyrirtækja gjarnan eru.

Manni virðist af sumu því sem gerist á evrusvæði, ekki langt í að svo geti gerst.

Þetta eru auðvitað hugmyndir sem eru hinu sterka einkarekna fjármálavaldi mjög að skapi.

  • En þetta færir ekki velsæld. Eins og sést af því ógnargapi sem er milli stöðu Bretland og Spánar, þó um margt sé tölfræðileg staða Breta lakari þ.e. skuldar meir og ríkishallinn er meiri, breska útfl. hagkerfið er ekki burðugt þar eins og á Spáni er viðskiptahalli.
  • En samt er atvinnuleysi ekki nema brot af atvinnuleysi á Spáni, og breska hagkerfið þrátt fyrir að 3 risabankar yrðu gjaldþrota er samt í líklegri stöðu til þess að hefja hagvöxt.
Þó spurning um - - velsæld hverra!

Kv.


Hver eru lífskjör á Íslandi samanborið við Evrópulönd?

Ég ætla ekki að halda því fram að lífskjör séu ekki lægri hér á landi í dag en við höfum verið vön árin á undan hruninu. Ástæður þess eru vel þekktar - þ.e. bankabóla og svo stórt hrun. Síðan útbreiddur skuldavandi í samfélaginu.

Síðan bætist við skuldavandi íslenska ríkisins, sem hefur hlaðist upp síðan bankabólan sprakk með látum í október 2008.

Hér fyrir neðan má sjá samanburð við stöðu meðlimaríkja OECD!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/skuldasta_a-hins-opinbera-2013-q1.jpg

 

Eurostat birti fyrir nokkrum vikum áhugaverðan lista!

GDP per capita in the Member States ranged from 47% to 271% of the EU27 average in 2012

En það sem er áhugaverðast er samanburður skv. eftirfarandi formúlu.

"Actual Individual Consumption per capita in the Member States ranged from 48% to 141% of the EU27 average: An alternative welfare indicator, better adapted to reflect the situation of households, is Actual Individual Consumption (AIC) per capita 4 . Generally, levels of AIC per capita are more homogeneous than those of GDP but still there are substantial differences between the Member States. In 2012, AIC per capita expressed in PPS ranged between 48% of the EU average in Romania to 141% in Luxembourg ."

En eins og fram kemur í stutta textanum er reiknað fyrir mismunandi verðlag í löndum, til að fá sambærilegar tölur yfir neyslu.

Það ætti því að leiða fram mjög - sanngjarna lífskjaramælingu.

Þetta sést t.d. vel af samanburði á tölum yfir Lúxembúrg milli listanna en í evrum er landsframleiðsla per haus þar 271% þ.e. meir en 2 og hálfs sinnum meðaltal aðildarríkja ESB, en þegar reiknað er fyrir mismun á verðlagi milli landa þá mælist neysluvísitalan 141%.

Sem væntanlega þíðir að þó svo landsframleiðslan per haus sé meir en 2 og hálf föld, séu lífskjör Lúxembúrgara ekki 2 og hálf föld í reynd lífskjör meðalborgarans í ESB landi.

  • Verðlag skiptir máli.

Sömu tölur fyrir Noreg eru 195% og 138%. En það passar við það sem Íslendingar sem hafa verið í Noregi hafa komist að, þ.e. að vegna þess að verðlag þar í landi er verulega hærra en hér - - sé lífskjaramunurinn ekki eins mikill og ætla mætti af - mun hærri launum.

Þess vegna er svo hagstætt að vinna í Noregi en kaupa fyrir þau laun hérlendis!

En hver er hann þá í raun og veru?

 

Raunveruleg neysla!

  1. Lúxembúrg.............................141
  2. Noregur.................................138
  3. Sviss.....................................133
  4. Þýskaland..............................121
  5. Bretland................................120
  6. Austurríki..............................119
  7. Svíþjóð.................................118
  8. Danmörk...............................115
  9. Finnland................................114
  10. Frakkland..............................113
  11. Holland.................................112
  12. Belgía...................................112
  13. Ísland...................................110
  14. Írland.....................................98
  15. Ítalía......................................97
  16. Kýpur.....................................94
  17. Spánn....................................93
  18. Malta.....................................85
  19. Grikkland................................84
  20. Slóvenía.................................79
  21. Lítháen...................................74
  22. Slóvakía.................................72
  23. Pólland...................................71
  24. Tékkland.................................69
  25. Úngverjaland...........................61
  26. Lettland..................................61
  27. Tyrkland.................................60
  28. Eystland.................................59
  29. Króatía...................................59
  30. Svartfjallaland.........................55
  31. Búlgaría..................................49
  32. Rúmenía.................................48
  33. Serbía....................................43
  34. Makedónía...............................40
  35. Bosnía og Herzegóvína..............36
  36. Albanía...................................34

 

Eitt og annað kemur sennilega á óvart!

  1. Mér finnst merkilegt að, Bretland skíst fram úr Svíþjóð skv. þessari mælingu sem tekur út fyrir áhrif mismunandi verðlags og mælir neyslu.
  2. Ég bendi sérstaklega á stöðu Eystrasaltlandanna sem ég gerði bleik svo unnt væri með auðveldum hætti sjá þau í samanburðinum. En margir aðildarsinna hafa dásamað einmitt þau - - auðvitað vegna þess að þau stefna ótrauð á evruna. Sum hafa þegar tekið hana upp. 
  3. Mér finnst áhugaverðast - - hvar Ísland lendir í mælingunni. Það er, vel fyrir ofan Írland. Og önnur þau aðildarlönd Evrópusambandsins efnahagsvandræðum sem auk þess einnig eru meðlimir að evrusvæði, eiga því að sögn aðildarsinna að hafa mjög mikið forskot á Ísland, með gjaldmiðil í höftum o.s.frv. 
  4. Svo er áhugaverð - - sú órafjarlægð sem er á milli landa í lífskjörum þ.e. þeirra sem eru neðan við 50 vs. þau sem eru ofan við 100. Það eru greinilega ótrúlega fátæk lönd enn í Evrópu.

Lífskjaralega er Ísland í engri órafjarlægð frá löndum eins og Danmörku eða Finnlandi skv. þessari mælingu.

Við erum þannig séð - - neðst innan "vel stæða" hópsins.

En löfum í honum eigi að síður.

 

Niðurstaða

Sú staða sem fram kemur er að sjálfsögðu ekki staða sem við Íslendingar erum ánægð með. En þ.e. samt full langt gengið hjá þeim sem halda því fram, að það sé himinn og haf á milli kjara hérlendis og á hinum Norðurlöndunum. Á samanburðinum sést að svo er ekki, nema í samanburði við land eins og Noreg. Þ.s. lífskjör sannarlega eru verulega hærri. Kjör í Svíþjóð eru einnig töluvert hærri.

Bilið yfir til Danmerkur og Finnlands er ekkert það vítt, að Ísland eigi ekki að geta brúað það frekar skjótt. Um leið og eitthvað fer að rofa til í skuldakreppu landsins.

En þ.e. ákveðin klemma sem landið er í - þar til a.m.k. 2018. En eftir það ef við komumst í gegnum þann skafl án þess að tapa lífskjörum, ætti að rofa nokkuð til.

Sérstaklega ef ríkisstjórnin núverandi kemur einhverjum atvinnu-uppbyggingarverkefnum af stað.

En slík eðlilega geta tekið nokkurn tíma að skila sér að fullu, ný starfsemi blómstrar vanalega ekki á nóinu. 

Mér finnst í reynd landið koma merkilega vel út úr því ótrúlega áfalli er það varð fyrir.

 

Kv.


Evran hefur nú staðið í heilt ár í krafti loforðs Mario Draghi!

Það er magnað hvað "sálfræði" virðist miklu máli skipta. En það er í reynd ekkert annað "trú" eða "sálfræði" sem skilur á milli þeirrar krísu sem var í gangi fyrir ári og þess tiltölulegs friðar sem hefur staðið yfir síðan Mario Draghi hóf upp raust sína.

Hvað var það sem Mario Draghi sagði?

"“Within our mandate, the ECB is ready to do whatever it takes to preserve the euro. And believe me, it will be enough,” said Mr. Draghi on July 26, 2012, in a speech to bankers in London."

Það þurfti ekki meira til - til að lægja öldurnar. En í júlí 2012 óttuðust margir að evran væri við það að falla eða jafnvel hrynja. Stórir vogunarsjóðir höfðu tekið sér stöðu gegn evrunni, og spáðu falli.

Þeir töpuðu stórt á þeim stöðutökum á endanum.

30% gengisfall virtist líklegt - jafnvel yfirvofandi.

Aðgerðir stjórnmálamanna höfðu engum árangri skilað, og á þeim tímapunkti virtust þeir hafa gefist upp - - eftir rúmlega ár af árangurslausum fundahöldum og deilum.

Síðan mánuði síðar - kynnti bankráð Seðlabanka Evrópu svokallað "OMT" eða "Outright Monetary Transaction" - - sem hafið í huga - - > Hefur aldrei verið beitt!

  • Takið eftir hve vaxtagjöld aðildarríkja í vanda hafa lækkað síðan!
  • Þó hefur ekkert breyst annað en það, að markaðir trúa að Mario Draghi hafi valdið!
  • Til að prenta án enda! En hefur hann það í raun og veru?

Það sérkennilega er að Draghi líklega vonast til að þurfa aldrei beita OMT

Meðan aldrei hefur verið reynt á kerfið, þá liggja gallar þess ekki algerlega fyrir. Menn geta þannig séð, lifað í gyllivon um það - hvað OMT sé líklegt að skila. Eins og einn ágætur hagfræðingur útskýrði.

"“If it was activated, then we’d see the downside and the flaws and the shortcomings of the OMT,” Mr. Spiro said."

  • Vegna þess að það hefur aldrei reynt á kerfið, veit í reynd enginn - - hve mikið svigrúm Seðlabanka Evrópu raunverulega er, til að kaupa - þó loforðið sé, án takmarkana.
  • Meðan aldrei hefur reynt á kerfið, geta hlutir með vissum hætti hangið á "trúnni einni."
  1. En það getur vel gerst ef farið væri að beita OMT að það mundi skapast andstaða við það innan bankaráðsins, ef kaupin væru - afskaplega mikil.
  2. En þá myndi eignasafn "ECB" stækka ört. Og það gæti reynt á það, hvort Draghi raunverulega fær að "prenta" mismuninn.
  3. En það gæti reynst erfitt að láta kaup án takmarkana ganga upp, ef vilji t.d. "Bundesbank" yrði ofan á, að "ECB" yrði að taka fjármagnið ávallt úr úr peningakerfinu í gegnum bakdyr.
  4. En þá hlytu smám saman að skapast áhyggjur um stækkun eignasafns bankans - - því aðildarríkin bera ábyrgð á Seðlabankanum sameiginlega. Hingað til hafa þau ekki viljað samþykkja formlega að skuldir aðildarlanda verði færðar yfir á sameiginlega ábyrgð.
  5. Svo er það bannið sem enn er í lögum um "ECB" að hann fjármagni ríki. OMT er því lagalega séð á "Dökk gráu" svæði - á það mun reyna á næstunni fyrir Stjórnlagadómstól Þýskalands.
  • Þarna eru því í reynd stór óvissu atriði. En með prentun getur "ECB" sannarlega keypt án takmarkana - - ógnin væri hugsanleg hækkun verðbólgu einkum í N-Evrópu, en í S-Evr. er það mikil hjöðnun í gangi að þar myndi verðbólga líklega ekki sjást.
  • Svo má ekki gleyma því, að aðstoð er skilyrt því - - að land þurfi fyrst að formlega óska aðstoða til "Björgunarsjóðs Evrusvæðis" - fela honum lyklavöldin að fjármálaráðuneyti landsins, en þetta er v. þess að einungis sá sjóður hefur það vald. Að skipa ríkjum fyrir.
  • Í reynd er "OMT" ný aðferð við svokallað "björgunarprógramm" þ.e. að í stað neyðarláns komi "OMT" kaup ríkisbréfa viðkomandi lands án takmarkana - - það yrði allt sama eftirlitskerfið með endurskoðunum og eftirfylgni. Og í hvert skipti þyrfti "ECB" að sjá jákvæða niðurstöðu, þ.e. að prógramminu væri fylgt fram. Til að "OMT" gæti haldið áfram.

Þessi aðferð var soðin saman vegna þess, að það var svo augljóst - að engin leið var að bjarga Spáni eða Ítalíu með neyðarlánasjóðs aðferðinni.

Meðlimaríkin gátu einfaldlega ekki fjármagnað hann.

En þ.e. einmitt sami vandi sem OMT mun standa frammi fyrir ef einhvertíma það ástand skapast að það þarf að beita því gagnvart Spáni eða Ítalíu.

Að þ.e. vart unnt að sjá að það gangi upp að halda þeim löndum uppi nema með "prentun."

Ef N-evr. blokkin innan "ECB" myndi blokkera prentun eftir að OMT væri beitt, leitast við að - hamla með einhverjum hætti þ.e. setja þak á kaup seðlabankans.

Þá væri "med det samme" töfrarnir rofnir - - og evrukrísan væri orðin sú sama jafnvel enn verri en fyrir ári. 

En í reynd hefur staða ríkjanna ekki batnað síðan - öll skulda þau meira en fyrir ári. Og alls staðar er atvinnuleysið meira nema í Þýskalandi.

 

Niðurstaða

Það stórmerkilega er að sjá hve sálfræði skiptir miklu fyrir markaði. En þetta ætti að kollvarpa trú þeirra sannfærðu, sem trúa á það að markaðir hafi ávallt rétt fyrir sér. Þeir leiði alltaf fram bestu eða skynsamlegustu lausn. Þvert á móti hafa margir hagfræðingar bent á að - oft á tíðum, hefur hópsálfræði mikið að gera með það. Hvaða átt þeir sveiflast.

Eða með hvaða öðrum hætti er unnt að skilja hegðun markaða á umliðnu ári?

Nánast aldrei virðast þeir hreyfast minna í takt við svokallaða "fundamentals" þ.e. raun stöðu.

Ekkert hefur rofið galdurinn umliðið ár, Grikkland hefur lent í krísum sem áður settu allt í háa loft. Ekki gleyma Kýpur, eða ákvörðuninni að ganga á rétt innistæðna. Fyrir rúmu ári síðan, hefði sú ákvörðun örugglega valdið miklum fjármagnsflótta. En einhvern veginn, virðast Draghi áhrifin það mögnuð - að það gerðist ekki, í það skiptið a.m.k.

---------------------------------

PS: Bendi á stuðandi myndir af lestarslysinu á Spáni sem má sjá í þessum tveim fréttaskýringum!

Excess Speed Suspected in Spanish Rail Disaster

Death Toll From Spanish Train Crash Hits 80

Svakalegt vídeóið úr öryggismyndavélinni.

 

Kv.


Evrusvæði að hefja sig upp í japanska stöðnun?

Það hefur vakið nokkra athygli alþjóðlegra fjölmiðla að bráðabirgðatölur MARKIT fyrir júlí sína í fyrsta sinn í töluverðan tíma, aukningu í pöntunum til fyrirtækja á evrusvæði. En það hefur verið samfelldur samdráttur pantana í töluverðan tíma. Þetta er 4 mánuðurinn í röð sem - vísbendingar um "mildan" viðsnúning, hafa verið til staðar. Og a.m.k. hugsanlegt að evrusvæði hefji sig upp í - mjög hægan hagvöxt fyrir árslok, ef þetta heldur áfram.

En ég meina, virkilega mjög hægan.

Bendi á að á 10. áratugnum eftir hrunið veturinn 1989 þá kom Japan sér í nokkur skipti sér í hagvöxt, sem fór aldrei yfir að vera últrahægur.

En það áhugaverða er, að slík vaxtartímabil - - entust ekki.

Spurning hvort að evrusvæði ætli að endurtaka þann "rittma?"

Vegna þess að þetta eru bráðabirgðaniðurstöður, eru einungis tölur til samanburðar fyrir Frakkland og Þýskaland - - Frakkland er enn í samdrætti í pöntunum til fyrirtækja í Frakklandi, en sá samdráttur er minni en mánuðinn á undan. 

Í viðtölum við fjölmiðla, kemur fram hjá hagfræðingi Markit, að vísbendingar um minnkun samdráttar - væri víðar að sjá, þ.e. minni samdráttur pantana. Þá vísar hann til S-Evrópu.

  • Best að halda til haga að Evrópa þarf í reynd kröftugan hagvöxt í nokkur ár, til að minnka atvinnuleysið - skapa störf fyrir allt þetta unga fólk og eldra án atvinnu.
  • Mjög hægur vöxtur rétt mælanlegur, á bilinu 0-0,5%; myndi ekki minnka þetta atvinnuleysi. 
  • Það sem verra er, að líklega einnig dugar hann ekki heldur til þess, að þau lönd sem skulda of mikið, séu fær um að forðast greiðsluþrot.
Markit Flash Eurozone PMI

Markit Flash Germany PMI

Markit Flash France PMI

 

Þýskaland virðist vera mótorinn núna!

Það er áhugavert að lesa sig í gegnum stutta skírslu MARKIT um Þýskaland.

  • Flash Germany Composite Output I ndex (1) at 52.8 ( 50 . 4 in June ) , 5 - month high.
  • Flash Germany Services Activity Index (2) at 52.5 ( 50.4 in June ), 5 - month high .
  • Flash Germany Manufacturing PMI (3) at 50.3 ( 48.6 in June ) , 5 - month high .
  • Flash Germany Manufacturing Output Index (4) at 5 3.4 ( 5 0 .5 in June ), 17 - month high 

Tölur yfir 50 eru aukning, þannig að 2,8% aukning var í pöntunum heilt yfir til þýskra fyrirtækja, sem þessum bráðabirgðaniðurstöðum.

Þegar skoðaðar eru undirliggjandi tölurnar, þá sést að þ.e. aukning í neyslu - sem er að drífa þessa aukningu sbr. aukningu í þjónustugeiranum.

Á meðan að aukning í framleiðslugeiranum er mjög lítil eða 0,3%,

En hvað akkúrat er að aukast?

  • "In the manufacturing sector, an improvement in order books was driven by rising levels of domestic demand..."
  • "...as new export volumes dropped for the fifth consecutive month."
  • "Anecdotal evidence from survey respondents suggested that stronger demand from the domestic construction and autos industries had helped offset subdued spending patterns among clients in China and the euro area. "
  • "July data signalled that overall employment growth was driven by the service sector , as manufacturing workforce levels were broadly unchanged since the previous month."

 

Hvað er þá í gangi?

Hafandi í huga að útflutningur Þjóðverja var í samdrætti 5. mánuðinn í röð. 

Það er ekki vísbending þess að sú aukna eftirspurn frá útlöndum, sem aðilar innan stofnana ESB hafa verið að vonast eftir - - til að drífa myndun hagvaxtar.

Sér í reynd að eiga sér stað - - þá er vel hugsanlegt að öll sveiflan sem nú er í gangi á evrusvæði, höfum í huga að þetta er lítil sveifla - heilt yfir séð.

Sé í reynd drifin af aukningu í neyslu innan Þýskalands.

Sú sé að auka einnig að einhverju marki eftirspurn eftir framleiddum "gæðum" frá öðrum Evrópuríkjum, sé skýring þess einnig að samdráttur í S-Evr. hafi hægt á sér.

--------------------------------

Líklega sé þessi neyslusprenging drifin af lágum vöxtum, sem aldrei hafa verið lægri í Þýskalandi. En nú þegar peningar vilja vera í Þýskalandi. Því þar er öruggt að vera. 

Á sama tíma eru lágir vextir Seðlabanka Evrópu, að magna þessi áhrif. Innan Þýskalands sérstaklega - því það bætist við hin áhrifin.

Bankar fullir af peningum, geta sjálfir útvegað sér meira fé á mjög hagstæðum kjörum, og því greinilega til í að lána þá mjög hagstætt. Þá til innlendra.

"Wealth" áhrif eða auðgunaráhrif - mjög lágs vaxtaumhverfis eru þekkt.

Slík áhrif á sl. áratug, skapaði mikla neyslusprengingu í S-Evr.

Og mikinn viðskiptahalla - - þegar neysla eykst en á sama tíma útflutningur minnkar.

Hlýtur viðskiptajöfnuður Þýskalands færast nær "0" - en hingað til hefur Þýskaland haft jákvæðan jöfnuð upp á nokkur prósent, en það umfram augljóslega er að skreppa saman.

  • Þetta eru sjálfu sér ekki slæmar fréttir - - þ.e. einmitt þ.s. evrusvæði þarf á að halda, að Þjóðverjar kaupi meir - inn frá hinum löndunum. Ásamt frá eigin fyrirtækjum.
  • En Þýskaland eitt og sér er ekki nægilega stórt, til að vera markaður fyrir öll hin löndin í Evrópu.

Það er því mjög takmarkað sem neyslusprenging þarlensk getur gert.

Auk þess, að ef "Bundesbank" telur vera hættu á yfirhitun - þá verður hann óhræddur að grípa til aðgerða. Það sama á við þýsk stjv.

Þjóðverjar munu líklega ekki hleypa einhverri neyslu-"bólu" langt!

 

Niðurstaða

Neysla í Þýskalandi drifin af lágum vöxtum Seðlabanka Evrópu ásamt því "trendi" að peningar leita frekar en hitt til Þýskalands. Sem skilar heilt yfir hagstæðustu lánskjörum sem Þjóðverjar líklega hafa nokkru sinni séð.

Þannig séð er neyslusprenging í Þýskalandi einmitt þ.s. margir hagfræðingar hafa sagt Evrusvæði hafa fulla þörf fyrir.

Á hinn bóginn sé ég ekki þýsk stjv. heimila neyslusprengingu að fara það langt, að hækkun launa í þjónustugeiranum fari að ógna samkeppnishæfni framleiðslugreina.

Þannig að stigið yrði á bremsur!

En sennilega ekki fyrir nk. kosningar í september nk. 

En mig grunar að þessi bylgja neitenda í Þýskalandi geti verið að skýra þá litlu sveiflu sem mátt hefur sjá í tölum frá evrusvæði - - þ.e. ekki bara í Þýskalandi. Heldur séu Þjóðverjar að kaupa meir frá hinum löndunum, þó þeirra aukning sé mest til innlendra aðila.

Fyrir áhugasama - góð grein Der Spiegel um vandræði Ítalíu:

En þ.e. skuggaleg lýsing sem þar kemur fram á hnignun framleiðsluiðnaðar Ítala.

No End in Sight to Italy's Economic Decline

 

Kv.


Formaður herráðs Bandaríkjanna vill ekki í stríð í Sýrlandi!

Formaður herráðs Bandaríkjanna "chairman of the joint chiefs of staff" Martin Dempsay tjáði skýrum orðum hve bandaríski herinn er lítt áhugasamur um það að taka að sér enn eitt stríðið í múslímalandi - US commander Dempsey urges caution over Syria intervention.

-------------------------------------------------

“Once we take action, we should be prepared for what comes next,” - “Deeper involvement is hard to avoid.”

“We have learnt from the past 10 years that it is not enough to simply alter the balance of military power without careful consideration of what is necessary in order to preserve a functioning state,”

“Should the regime’s institutions collapse in the absence of a viable opposition, we could inadvertently empower extremists or unleash the very chemical weapons we seek to control.”

  • "Gen Dempsey said Mr McCain’s preferred option of establishing a “no-fly zone” over Syria would cost $1bn a month and would risk the loss of US aircraft, obliging military operations to recover crew."
  • "He added that its impact on the conflict would be limited by the fact that the regime relied primarily on surface missiles and artillery rather than aerial attack."
  • "At the same time, the more limited option of setting up buffer zones within the country near the Turkish or Jordanian borders would still require thousands of US ground forces and cost more than $1bn a month."
  • "Gen Dempsey cited a risk that the regime would fire missiles into the areas, which could also become “operational bases for extremists”.
  • Military strikes conducted from long distance would also have a cost “in the billions” and would risk retaliatory attacks as well as collateral damage within the country, he said."

-------------------------------------------------

Obama hefur fram að þessu virst fylgja þeirri stefnu að gera eins lítið og hann kemst upp með, í því að mæta þrístingi frá Bandaríkjaþingi um "aðgerðir" í Sýrlandi.

Hann hefur samþykkt að CIA dreifi handvopnum til aðila í landinu sem berjast við stjórnvöld.

Í ljósi reynslunnar af Írak þ.s. Bandaríkjamenn lærðu hve erfitt er að endurreisa stöðugleika í landi eftir að fyrri stjórnvöldum hefur verið steypt.

Er mjög skiljanlegt að bandaríski herinn sé orðinn - smávegis hikandi.

Höfum einnig í huga að þ.e. verið að skera niður hernaðarútgjöld í Bandaríkjunum í ár og líklega næstu ár, í samhengi við nýlega hafna þ.e. á þessu ári sparnaðarstefnu - ekki síst fyrir þrísting Repúblikana.

Að auki bætist við, að Bandaríkin skiljanlega eru farin að fókusa í auknum mæli á Kyrrahafssvæðið þ.s. er rísandi stórveldi, sem farið er að beita löndin í kringum sig þrýstingi - sbr. S-Kínahafs deilurnar.

Þau skiljanlega vilja ekki flækjast inn í enn eitt mannaflafrekt stríð, en það þarf að muna að í því felst "opportunity cost" að hermenn sem eru fastir í stíði X eru ekki til taks fyrir stríð Y.

  • En punkturinn er - - að það sem skiptir megin máli, er að þeir séu til taks fyrir stríð Y.
  • Ekki endilega það, að það raunverulega standi til að hefja stríð Y.
  • Það að Bandaríkin hafi tilbúin fastaher sem geti beitt sér hvar sem er og hvenær sem er, þó honum væri ekki beitt - - er eitt og sér, öflugt form af þrístingi.

Þ.e. lítill vafi á því, að sú staðreynd að hreyfanlegur her Bandaríkjanna hefur verið upptekinn við stríð sl. 10 ár nær samfellt, hefur skapað andstæðingum Bandar. í öðrum heimshlutum, meira svigrúm til athafna.

  • Því þeir hafa vitað að Bandaríkin geta ekki notað sinn besta her - tvisvar.
  • Það eitt að hafa hann upptekinn - - í löngu stríði, sem litlum árangri skilar.
  • Hefur veikt þeirra stöðu!

Fyrir utan að fátt bendir til þess að Afganistan stríðið endi með þeim hætti, að unnt verði að finna í því nokkurn hinn minnsta gróða fyrir Bandaríkin - - og árangurinn af stríðinu í Írak var einungis sá að gera Írak að fylgiríki Írans. Með öðrum orðum, Íran græddi bandamann. Þ.s. áður var óvinur.

Þ.e. alls óvíst að unnt verði að enda stríð í Sýrlandi með þægilegum hætti, en rétt er að árétta að í Líbýu ríkir nú nánast fullkomið stjórnleysi, ástandið er ekki alveg eins slæmt og í Sómalíu.

En er ekki mörg skref heldur frá sómölsku ástandi heldur, Sýrland gæti með svipuðum hætti endað sem sundurtætt land með litla einingu eða stjórn.

------------------------------------------------- 

  • Það virðist eiginlega flest mæla með því, að Bandaríkin láti þetta stríð vera. 
  • Lofi ríkjum súnníta með Saudi Arabíu í forystu og shíta með Íran í forystu, kljást "in proxy" í Sýrlandi.

En málið með það stríð er að þ.e. löngu hætt að vera bara borgarastríð, heldur er það orðið ein af birtingarmyndum valdbaráttu Írans og Saudi Arabíu, í Miðausturlöndum.

Það bætir því þeirri viðbótar hættu við í sarpinn, að ef Bandaríkin fara í Sýrlandsstríðið með beinum hætti, að þá skapast sú ógn - - að stríðið færist út til Íraks - til Líbanons og jafnvel til Írans.

Hætta á allsherjar Miðausturlanda stríði er alls ekki "trivial."

Það getur verið nær ómögulegt að takmarka stríðið við Sýrland, því þ.s. Íran vill ekki gefa Sýrland eftir - þá mun Íran örugglega sækja sér liðsauka til Íraks, og ef það dugar ekki - myndi íranski byltingavörðurinn örugglega mæta á svæðið t.d. í einkennisbúningum sýrlenska hersins.

Og það má þá reikna með því að Saudar láti þann krók koma á móti bragði, að fjármagna minnihluta súnníta í Írak, til að rísa upp - gegn stjv. í Írak sem í dag eru greinilega "bandamenn" Írans.

  • Ég hugsa að þær ástæður, sem lúta þeim hættum er tengjast útbreiðslu stríðsins, séu jafnvel enn stærri rök fyrir því að Bandaríkin láti Sýrlandsstríðið að mestu í friði.
  • Heldur en þau er Martin Dempsey yfirhershöfðingi Bandaríkjanna nefndi.

 
Niðurstaða

Að mínum dómi er ekkert vit í því fyrir Bandaríkin að demba sér í Sýrlandsstríðið. Hættan er alltof mikil á því að það hefði þau áhrif að stríðið myndi dreifast út. Bandaríkin hafa einfaldlega engan veginn efni á því, að lenda jafnvel í enn stærri hildarleik en tja - stríðin í Írak og Afganistan, samanlagt.

Svo slæmt gæti það hæglega orðið. Meðan þetta er enn fyrst og fremst milli ríkja súnníta og shíta, þá er a.m.k. enn möguleiki á því að takmarka stríðið við - Sýrland eitt.

Því fleiri sem taka þátt, því stærri verði hættan á því að það stríð verði að því Miðausturlanda stríði sem menn hafa um árabil óttast að brjótist út.

  • Raunverulega er eini möguleikinn á því að enda Sýrlandsstríðið sá, að það sé saminn friður við Íran.
  • En þ.e. kalda stríðið milli Írans og súnníta ríkjanna, sem Bandaríkin hafa stutt og að verulegu leiti tekið þátt í; sem er að drífa þennan hildarleik.

Meðan að það stríð enn geisar, mun reynast fullkomlega vonlaust - að vinna að friði í Sýrlandi.

Íran mun þurfa að upplifa sig öruggt með einhverjum hætti, til þess að það sætti sig við það að gefa Sýrland eftir. Og það líklega kostar það, að umbera það að Íran verði að kjarnorkuveldi.

Annars ef verið hita þetta kalda stríð, fer hættan vaxandi á að það verði að raunverulegu allsherjar stríði á svæðinu. Með afleiðingum sem yrðu afskaplega hrikalegar.

 

Kv.


Er Grexit að færast nær?

Það er hagfræðingurinn Wolfgang Münchau á eigin bloggi sem benti á, að í ákveðinni kaldhæðni veruleikans. Þá væru þær aðgerðir sem Grikkland hafi verið pínt til að framkvæma. Að gera "Gexit" eða "Greek Exit" úr evrunni - framkvæmanlegri.

En hann bendir á að skv. spám stofnana ESB verði Grikkland komið annaðhvort í "primary balance" þ.e. með svokallaðan frumjöfnuð fjárlaga upp úr mínus og a.m.k. upp í "0" stöðu jafnvel smávægis jákvæða; eða mjög nærri því að ná þeirri stöðu.

En um leið og frumjöfnuður er kominn upp úr mínus, þá getur gríska ríkið fjármagnað sig sjálft innanlands án utanaðkomandi aðstoðar - - hótun að borga ekki, fær aukinn trúverðugleika.

Hitt atriðið eru þær umbætur á vinnumarkaði sem landið hefur verið að framkvæma undir þrístingi, þ.e. niðurbrot á kerfum sem tilteknar "mikilvægar" stéttir voru búnar að koma sér í, sem tryggðu þeim nánast sjálfvirkar hækkanir við tilteknar aðstæður.

Ástand sem hefði dregið mjög hratt úr ávinningi gengisfellingar. Eins og var hérlendis á 8. áratugnum þegar gengið og laun hækkuðu á víxl. Menn voru alltaf fljótt í sömu stöðu, svo gengið var aftur fellt, svo koll af kolli.

En nú er búið að brjóta á bak aftur þessar launatryggingar.

Til þess að unnt sé að lækka laun.

Sem hafi þá áhugaverðu afleiðingu, að samtímis gera það framkvæmanlegra að lækka laun - hrinda í verk svokallaðri innri verðhjöðnun, en einnig að ganga út úr evru og láta gengið falla og standa fast gegn launahækkunum í kjölfarið á gengislækkun.

A Grexit is starting to look more feasible for Athens

 

Hvað ætli að gerist?

Ég held þetta séu góðar ábendingar hjá Münchau. En mér hefur virst fram að þessu vera mjög mikill vilji til að halda Grikklandi þrátt fyrir allt innan evrunnar. Bæði hjá Grikkjum sjálfum og aðildarþjóðum evru. Auðvitað hefur um ráðið að nokkru leiti sá ótti aðildarþjóðanna að "Grexit" mundi skapa varasama óttabylgju innan fjármálakerfis evrusvæðis - - en rétt er að árétt að umfang fjármálakerfis evrusvæðis er ca. 3,5 þjóðarframleiðsla evrusvæðis.

Í reynd er það sem heild of stórt jafnvel þó við ímyndum okkur allsherjar sameiginlega ábyrgð.

Til sbr. er umfang fjármálakerfis Japans um 2 þjóðarframleiðslur, í Bandar. um 1.

Þetta er skv. upplýsingum sem sjá má í mjög nýrri skýrslu Seðlabanka Evrópu.

Hvet fólk til að skoða hana - - en t.d. má einnig sjá upplýsingar um lánakjör smáfyrirtækja í ESB, að þau eru óhagstæðari í S-Evr. í dag en í N-Evr. - - og um þróun á húsnæðismarkaði, þar kemur fram að húsnæðisverð hafi fallið um 20% síðan gögnum skýrslunnar var safnað 2012 á Spáni. Sem þeir áætla ca. samsvara að íbúar hafi að meðaltali tapað 2-árslaunum í "auði" í lækkun virði eigna. Sem skv. orðalagi sem fram kemur, sé líklegt að hafa neikvæð áhrif á neyslu almennings á Spáni.

Punkturinn er sá að ég held að viljinn til að halda Grikklandi inni, sé ekki líklegur til að þverra, eða að muni verða þorrinn á næstunni. Svo spurningin er hvað gerist eftir kosningar í Þýskalandi þegar líklega Merkel heldur áfram sem kanslari.

Líklega er mesta hættan fyrir hana - - hneykslið tengt njósnum Bandaríkjanna, en það virðist ekki bara að hún hafi logið um það að vita ekki af þeim njósnum, heldur bendir allt til þess að njósnastofnun Þýskalands sjálfs, undir stjórn Merkelar, hafi vísvitandi farið og það rækilega í rúmið með NSA:

'Key Partners': The Secret Link Between Germany and the NSA

Ef e-h kemur til að skaða möguleika hennar á endurkjöri, þá er það þetta mál.

En fram að þessu hefur áframhaldandi seta hennar sem kanslari virst langsamlega líklegast. Kemur í ljós eftir 2 mánuði.

-------------------------------------

En það eru erfiðar ákvarðanir framundan, en gersamlega kýrskýrt er að Grikkland þarf að fá 3-skuldaafskrift. Og þ.s. nú er búið að höggva tvisvar í knérunn einkaaðila láta þá afskrifa 70% jafnvel þar yfir. Þá er ljóst að næsta afskrift þarf að koma á skuldir Grikkland við aðildarríkin sjálf - þ.e. björgunarlánin. Og þ.e. pilla sem verður óvinsæl.

Og líklega ekki framkvæmanlegt að taka þá pillu fyrr en eftir kosningar.

En það er algerlega ljóst að 3-björgun Grikklands er komin með óbrúanlegar gjár, Grikkland þarf annað af tvennu aukið fjármagn og lengingar á lánum í það óendanlega - ásamt gríðarlega hagstæðum kjörum. Eða að skorið sé af þeim sem fyrst.

En það fé sem átti að nást fram með sölu eigna gríska ríkisins er ljóst að næst ekki fram nema að litlum hluta. Þ.e.einfaldlega of mikil andstaða annars vegar í Grikklandi við það að selja eignir landsmanna fyrir "skid og ingenting" og hinsvegar svo lítill áhugi fjárfesta að kaupa - því að þeir trúa ekki enn á sjálfbærni Grikklands.

Þetta myndar mikla gjá í framtíðarfjármögnun miðað við núverandi skuldir skv. fréttum a.m.k. 10ma.€.

Það þarf örugglega að skera af meir en þá 10ma.€ því þá á eftir að taka tillit til þess, að framvinda efnahagsmála á ekki eftir að verða sú að hagvöxtur hefjist í Grikklandi á nk. ári. Sem eiginlega þíðir að gjáin er í reynd töluvert stærri en 10ma.€ því framtíðar tekjur ríkissjóðs Grikklands verða minni er ráðgert er og miðað út frá.

  • Eigum við kannski ekki segja - - að ef áætlanir standast nokkurn veginn, varðandi það að gríska ríkið sé við það að ná frumjöfnuði í "0" ásamt vinnumarkaðs breytingum sem auka sveigjanleika.
  • Að samningsstaða Grikklands hafi batnað?

Þá geti Gríska ríkisstjórnin nú trúverðugar hótað - Grexit.

Og kannski því, knúið fram þær digru skuldaafskriftir sem Grikkland þarf ef það á að tolla innan evrunnar.

Auðvitað er fyrirfram engin leið að vita hvor útkoman verður ofan á. En það bendir flest til þess að þetta ár verði samdráttur Grikklands - - meiri en spáð var. En þó líklega ívið minni en árin á undan.

En þó augljóst að Grikkland sé ekki við það að ná jafnvægi - - nærri strax. Innan evru.

-------------------------------------

Grexit eða ekki, hugmyndin með því að fara er einföld. Að ná með einum rykk fullri samkeppnishæfni. Getum kallað það að - núlla af hagkerfið. Svo það geti aftur farið að vaxa.

En vandinn við það að selja eignir gríska ríkisins er ekki síst sá, að kaupendur sjá ekki hvenær hagvöxtur hefst. Eignir gætu því orðið einmitt - seljanlegri eftir að búið er að klára launakostnaðar aðlögun í einum rykk. En þá ætti rökrétt að skapast grundvöllur fyrir upphaf hagvaxtar.

Þá gæti ef stjv. Grikklands kjósa svo, ákveðið að taka aftur upp þá sölu eigna sem var fyrirhuguð a.m.k. að einhverju marki, til að losa um fjármagn.

En það gæti verið gagnlegt líka v. þess að líklega hefði Grikkland í "Grexit" tekið gjaldþrots leiðina, en þ.e. best að láta það ástand standa eins stutt og mögulegt er.

Hluti af því að skapa sér aðstöðu til að binda enda á það ástand, gæti verið eignasala - til að losa fjármagn. Til þess að geta notað það fjármagn sem gulrót þegar samið er við kröfuhafa um hlutaafskrift skulda og síðan upphaf greiðsla að nýju.

Auðvitað gæti það allt eins verið notað til lagfæringa heima fyrir - sem örugglega er nóg af útistandandi.

  • Helsti galli Grikklands er að það hefur ekki öfluga útfl. atvinnuvegi.
  • En kannski í kjölfar "Grexit" gæti það gerst, að mögulegt verði að byggja upp slíka.
  • Hið minnsta yrði það mjög samkeppnifært í ferðamennsku, og erlend fjárfesting í þeim geira myndi streyma til landsins.
  • En a.m.k. væri það möguleiki að skapa frekari greinar.
  • En þ.e. engin ástæða að ætla að Grikkland myndi hætta aðild að ESB. Það væri því áfram fullur meðlimur að öllum öðrum þáttum en evru.
  • En þ.e. einfaldlega ekki mögulegt að reka land úr ESB. Aðildarland getur hætt sjálft af eigin frumkvæði ef það óskar svo. En land sem ekki vill fara, það verður ekki hrakið á brott.
  • Auðvitað verður nokkur fíla út í Grikkland af hálfur N-Evr. ríkjanna, á móti myndi koma að það myndi njóta mun meiri samúðar annarra aðildarlanda í efnahagsvanda. Það yrði vart "einangrað" nema í þeim skilningi. Að N-Evr. löndin myndu hugsanlega hundsa fulltrúa Grikklands.
  • Ég á því ekki von á því að vera Grikklands áfram innan ESB verðir sérstaklega "próblematísk" nema auðvitað að evrusvæði myndi - skilja hin ríkin eftir. En þá væri það ekki meir "próblematískt" fyrir Grikkland frekar en Bretland eða Svíþjóð.

Málið er - - að trúverðugleiki Grikklands gæti batnað.

Þvert ofan í þ.s. haldið er fram, því að framtíðar hagvaxtarhorfur myndu geta orðið mun betri.

-------------------------------------

Málið með evruna er að hún er miklu frekar pólitískt "project" en efnahagslegt, hluti af hugsjóninni um sameiningu Evrópu. Fyrir þá sem trúa á sameiningu Evrópu er það mikil fórn að gefa evruna eftir, fyrir þá er það reyndar nánast óhugsandi.

En frá efnahagslegu sjónarmiði - - er ekki í reynd gott að rökstyðja evru. En ég bendi fólki á að hagvöxtur sl. áratugar er lakari í aðildarríkjum evrusvæðis, en áratuginn þar á undan.

Hagvöxtur sl. áratugar er líklega að auki lakari heldur en í svokölluðu "stagflation" tímabili á 8. áratugnum. Þetta sé með öðrum orðum, lakasta tímabil í hagvaxtarsögu þeirra ríkja í rúml. 70 ár.

Evrusinnar auðvitað neita því að þetta tengist evrunni með nokkrum hætti, benda á alþjóða fjármálakreppu - - en frá mínum bæjardyrum séð er það sambærilegt að trúverðugleika við það að halda því fram að ísl. bankakerfið hafi hrunið einungis vegna þess að það skall á heims fjármálakreppa.

En evrusvæði er hagvaxtarlega að standa sig lakar en t.d. Bandaríkin mjög augljóslega. Sem einnig lentu í sömu kreppu - hún hófst reyndar þar.

Ég árétta að þ.e. mjög áhugavert að fj. aðildarríkja evru er samtímis í alvarlegum efnahagsvanda, sannarlega ekki öll, en nægilega mörg samtímis að einhver sameiginlegur þáttur er líklega að valda þeim vanda.

Líklega er það að reynast rétt gagnrýni þeirra sem sögðu, hagkerfin í Evrópu of ólik til þess að það gengi upp, að steypa þeim öllum saman inn í einn gjaldmiðil.

Bendi á að nærri því 100 ár liðu áður en Bandaríkin tóku upp samræmdan gjaldmiðil, eftir að þau lýstu yfir sjálfstæði.

Ég reikna með því að það sé til staðar "óhagræði" af því að hafa ekki eigin peningastefnu - - sem kemur á móti meintum kostum þess að taka upp evru. 

Það óhagræði hafi jafnað þá meintu kosti út og gott betur í Evrópu á umliðnum áratug.

 

Niðurstaða

Eftir kosningar í Þýskalandi virðist vera "mantra" innan ESB í dag. En þ.e. eins og að allt sé sett í bið fram yfir september nk. Engar alvöru ákvarðanir verði teknar fyrr. En svo margt er nú útistandandi. Að það tímabil sem hefst í október nk. gæti orðið forvitnilegt. Þegar loks má viðurkenna þau vandamál, sem er verið að sópa undir teppið fram að þeim tíma.

 

Kv.


Það veit enginn af hverju Alexei Navalny var leystur úr haldi í Rússlandi sl. föstudag!

Af lestri erlendra fréttaskýringa er ljóst að samsæriskenningar hafa komist á flug. En atburðarásin virðist ef maður hefur í huga tvær vinsælustu kenningarnar annaðhvort bera vott um klofning meðal elítunnar í Rússlandi eða að Pútín snerist skyndilega hugur í kjölfar mótmæla í Moskuborg.

Alexei Navalny Freed Pending Appeal

Navalny Release Baffles Friends and Foes

Russian court frees Alexei Navalny pending appeal

Það er þó ljóst hvað Navalny sjálfur taldi - “I want to thank all the people who went out on to the streets yesterday and made what is happening now possible.”

Hann virðist halda að mótmæli sem brutust út í Moskvu, hafi fengið Pútin til að bakka hálft skref til baka, og heimila að hann væri frjáls maður meðan að málið fer fyrir næsta dómsstig.

"An estimated 5,000 to 7,000 Navalny supporters took to the streets outside the Kremlin on Thursday evening, chanting “Navalny freedom!”, at times stopping traffic on Moscow’s main thoroughfare. They were dispersed by riot police after more than three hours. About 150 people were detained by police, Russian news agencies reported."

En fréttaskýrendur eru sammála því að það sé algerlega einstakur atburður í rússneskri réttarsögu, að menn fái frelsi meðan að mál þeirra sem eru dæmdir í sekir í undirrétti, fara fyrir æðra dómsstig.

""When a judge imposes a sentence with no parole, the offender is arrested in court," says Oksana Michalkina, a prominent Moscow lawyer."

Mynd - Navalny og eiginkona hans Yulia

Alexei Navalny, Yulia Navalnya

Það virðist ljóst þ.s. þetta gengur gegn réttarfars hefðum og venjum, að lausn Navalny sé ein birtingarmynd pólitísks farsa líklega eins og réttarhöldin öll voru.

En farsi hvers? Navalny kom með eftirfarandi grín - - "Navalny joked on Friday that the prosecutor had been replaced by “a double”." - Is it the same person who yesterday demanded that I immediately be taken into custody in the courtroom?”

  • Sem er þ.s. einmitt hefði átt að gerast skv. orðum lögfræðingsins að ofan.
  • En mér finnst reyndar þessi mótmæli vart vera nægilega fjölmenn í borg með milljónum íbúa!
  • Til þess að líklegt sé að þau séu að hafa þessi áhrif.
  • Svo menn þurfi að horfa til annarra þátta!

Ein kenning:

  1. "Alexei Makarkin, a political consultant at the Center for Political Technologies in Moscow, said he believed the decision to free Mr. Navalny was taken simply to maintain the appearance of legitimacy in the Sept. 8 election, which Mr. Navalny is almost certain to lose."
  2. ""The authorities have decided to avoid a scandal in connection with the elections," he told news agency Interfax. "In Moscow, there are many members of the middle class and it is important for them that opposition leaders participate.""

Ef birtar kannanir eru rétt gerðar má vera að hann hafi e-h fyrir sér sbr:

"Recent polls show Mr. Navalny winning less than 5% of the vote. The clear front-runner among the six registered candidates is the Kremlin-backed acting mayor Sergei Sobyanin, who resigned as sitting mayor in June and called snap elections in a what was widely considered a bid to cement his popularity."

"On Friday, Mr. Sobyanin called on Mr. Navalny to stay in the race."

Kannski að þessi Sobyanin hafi slík áhrif að hann hafi getað óskað eftir því að Navalny væri sleppt lausum, svo hann gæti tapað gegn honum - - gefið þá tilsýnd að kosningarnar hefðu verið sanngjarnar.

"One rumor holds that Moscow mayor Sergei Sobyanin stepped into the fray." - "Could it be that Sobyanin needs Navalny as a rival candidate to lend legitimacy to his election victory?"

Þannig aukið trúverðugleika kjörs Sobyanin sjálfs.


Önnur kenning:

  •  "...some analysts suggested it could be signal of possible infighting in the government on how to handle his case."

Þær kenningar fara dálítið vítt yfir - - þær sem mér finnst einna mest mark á takandi, snúast um það að aðilar vinir Putins hafi áttað sig á því, að það hafi verið mistök að láta Navalny fá svo harðan dóm, þ.e. 5 ára án skilorðs. Meðan að venjan sé að embættismenn fái skilorðsbundna dóma fyrir svik í starfi.

Þetta hafi líklega vakið reiði - - og þ.s. verra er. Líklega aukið mikilvægi Navalny meðan andstæðinga Putins, skapað þá hættu að hann verði að einhverskonar píslarvotti.

Þeir sem hafi áttað sig á þessu, hafi fengið Putin til að skipta um skoðun - - taka taktískt undanhald.

Betra sé að Navalny taki þá í kosningum til borgarstjórnar og verði síðan undir!

""I never saw any potential in Navalny, but now he has some," confessed Tina Kandelaki, a journalist and television host close to the Putin government." - "Navalny could gain stature in prison if many Russians believe that he was only prosecuted for his political beliefs."

"Vladimir Solovyov, a television moderator and Putin biographer, also voiced frustration that Navalny must serve five years in prison while most officials convicted of corruption get suspended sentences. In fact, 60 percent of all embezzlement cases in Russia result in suspended sentences. Solovyov was also livid that former Defense Minister Anatoly Serdyukov, who was dismissed in November for suspected corruption, will most likely receive a milder sentence."

Síður trú á þeirri kenningu að hluti af elítunni bindi vonir um Navalny sem framtíð Rússlands. 

Ein skemmtileg kenning er sú, að Putin sé farin að einkennast af sýki sem Gabriel Garcia Marquez talaði um á sínum tíma "sem einangrun valdsins" þ.e. að sá sem lengi er við völd missi smám saman tengsl við samfélagið, og viðbrögð viðkomandi verði smám saman meir "erratic" þ.e. sveiflist öfganna á milli í tilraun til að halda völdum, og til að halda vinsældum einnig.

Spurning hvort það á við Putin! Hann sé úr takt við þjóðlífið! Aðgerðir hans til að tryggja völd sín, séu í auknum mæli að nálgast öfgar - - nefni t.d. nýleg lög þ.s. fólki er í reynd bannað að vera samkynhneigðir þ.e. samkynhneigð hegðan á almannafæri er orðin lögbroti sem má dæma fyrir.

Putin sé í auknum mæli að hallast að öfgaöflum, til að fá stuðning þeirra. Eftir því sem andstaða við hans stjórn verður meir áberandi meðal meginstraums almennings.

 

Niðurstaða

Ætli að Rússland verði einhverntíma venjulegt lýðræðisland? Hvað sem má segja um Rússland er það mjög merkileg menning, og ekki má gleyma því. Eitt voldugasta ríki heims. Land sem skiptir máli, og getur ef þar er haldið vel á hlutum - skipt verulega miklu máli í framtíðinni. En í Rússlandi eru enn alvarleg vandamál. Ekki síst sú staðreynd að þar er veruleg fækkun í gangi. Rússum fækkar ár frá ári. Sem ef heldur áfram, mun veikja Rússland hola það upp smám saman.

Það þarf að fá Rússa sjálfa til að trúa á framtíðina.

Putin virðist ekki hafa tekist það enn. Og líklega mun ekki takast úr þessu.

Rússland vantar leiðtoga sem getur skapað þá trú á framtíðina meðal Rússa, að þeir fari aftur að eiga börn!

 

Kv.


Pólitísk krísa í Portúgal!

Portúgal er ekki beint búið að vera á forsíðum heims fjölmiðla. En ég rakst samt á frétt í Wall Street Journal og fann aðra á vef Reuters. En það virðist að pólitísk krísa sem skall á fyrir nokkrum vikum sé enn að vinda upp á sig. En sú gaus upp þegar ósamkomulag varð í ríkisstjórn landsins. Og virtist stefna í hrun hennar og síðan kosningar.

Deilt var um björgunarprógrammið - en samstarfsflokkur forsætisráðherra lagði þá áherslu á að breyta um stefnu varðandi svokallaða björgun landsins. Fara yfir í áherslu á hagvöxt.

Þegar hrun stjórnarinnar blasti við var síðan óvænt kynnt um samkomulag stjórnarflokkanna - sem fól í sér að formaður samstarfsflokks forsætisráðherra. Væri gerður að staðgengli forsætisráðherra, en að auki að sá flokkur fengi yfirumsjón með samningum við "Þrenninguna" þ.e. AGS - Seðlabanka Evrópu og Neyðarlánasjóð Evrusvæðis.

Fengi sem sagt að spreyta sig á því að knýja fram þær breyttu áherslur.

En þá fylgdi frétt að eftir væri að funda með forseta til að staðfesta breytingarnar á stjórninni.

Fréttir Reuters og WSJ segja - hvað gerðist svo.

Portugal political crisis rages again as talks break off

Portugal 'Salvation' Talks Collapse

 

Pólitíska krísan vindur upp á sig!

Það sem gerðist að sögn Reuters á fundi með forseta var að hann hafnaði breytingum á stjórninni, en þess í stað heimtaði að hafnar væru viðræður 3-ja stærstu flokka landsins. Það er þ.s. átt er við "national salvation talks" - en hugmynd forseta virtist vera að "breiða samstöðu" þurfi til ef á að vera unnt að halda áfram að vinna með björgunarprógramm Portúgals.

Þessar viðræður fóru út um þúfur sl. föstudag. Og boltinn er aftur hjá forseta.

"LISBON, July 19 (Reuters) - Portugal's main political parties broke off talks on Friday on a "national salvation" pact to ensure an EU/IMF bailout stays on track, leaving it to the president to decide how to proceed."

Stjórnin situr enn - - en án þess að samkomulag um framhald hennar sé frágengið.

Forsetinn getur rofið þing skv. fréttum, en þ.e. talið ólíklegt.

En það virðist vera stíf áhersla um að forðast að halda þingkosningar, vegna þess hve framganga björgunarprógramms er orðin afskaplega óvinsæl innan þjóðlífsins.

Auðvitað veit ég ekki hvað forsetinn, Aníbal Cavaco Silva, ætlar að gera. Hann getur alveg ákveðið eins og Ólafur Ragnar - - að standa ekki með ríkisstjórninni.

En björgunarprógrammið sjálft er í vanda út af pólitísku óreiðunni í landinu, og hefur 8. skoðun björgunar Portúgals verið frestað þangað til a.m.k. ágúst jafnvel september.

"Political turmoil has already forced Lisbon to request a delay in the eighth review of the bailout by its creditors, which was initially due to start last Monday, until the end of August or early September."

Á hinn bóginn hefur Portúgal nokkurn tíma, en þ.s. ekki kemur fram í fréttum fjölmiðlanna tveggja, er að Portúgal á töluvert lausafé - líklega a.m.k. fram á næsta ár.

Þannig að Portúgal getur vel tekið kosningar án þess að taka þá hættu eins og var með Grikkland á sl. ári, að það yrði gjaldþrota meðan á því pólitíska ferli stóð.

Þeir gætu meira að segja tekið eina góða stjórnarkreppu - svo fremi sem henni lýkur á fyrstu mánuðum nk. árs.

Ástæðan að stjv. hafa lausafé, er að þau seldu töluvert af ríkisbréfum fyrr á árinu - þegar bjartsýni um framvindu landsins var í hámarki. Verðin væru mun óhagstæðari í dag.

  • Svo kannski ætti Cavaco Silva að boða til kosninga.
  • Láta þjóðina ákveða hvað hún vill.

 
Niðurstaða

Spennan tengd björgunarprógrammi Portúgals er ekki síst hvort Portúgal getur losnað úr björgun. En þessa stundina virðist það ekki líklegt. Að líklega þurfi landið annað prógramm þegar þessu lýkur á nk. ári. En vandinn landsins er ekki síst - - erfiðleikar með það að framkalla hagvöxt. 

Landið flytur einfaldlega ekki nægilega mikið út. Það vantar nýjar iðngreinar. Það eru áhrifamiklir hagfræðingar í landinu sem segja að einfaldasta væri að fara úr evrunni. En hingað til hefur sú hugmynd ekki haft víðtækan pólitískan hljómgrunn.

En vinnuaflið í Portúgal er tiltölulega lítt menntað, menntunarstig mun lakara en tíðkast í N-Evr.

Að ætla sér að skapa hálaunastörf er líklega verkefni lengri framtíðar.

En landið gæti átt möguleika til skemmri tíma með því að keppa beint við láglaunalönd Asíu, í því sem landið áður keppti - þ.e. fata- og skóiðnaði, ásamt vefnaði. Þær iðngreinar fóru frá landinu á sl. áratug.

En áður starfaði fjöldi fólks í þeim greinum - sem líklega skýrir tiltölulega lágt menntunarstig því slík störf krefjast ekki langskólamenntunar.

En með þessa "de industrialization" í huga, þá blasir við sá vandi - - að ef landið á að verða sjálfbært. Þarf nýja uppbyggingu iðngreina - og þ.e. ekki atriði sem menn geta pantað út úr búð.

Né hrist fram úr ermi í skjótheitum.

  • Kannski verða kosningar!
  • þá gæti niðurstaða þjóðarinnar orðið áhugaverð.
  • En hún gæti þá fengið tækifæri til að taka afdrifaríka ákvörðun.

 

Kv.


Detroit borg leggur formlega fram gjaldþrotsbeiðni!

Þetta gerðist á fimmtudag skv. Wall Street Journal. Skv. Financial Times getur verið að skuldir borgarsjóðs séu svo háar sem 20 milljarðar bandarískir dollarar. Þar af 11 milljarðar dollara skuld sem eru "unsecured" þ.e. án veðbanda.

Record Bankruptcy for Detroit

Detroit files for bankruptcy as it tries to tackle $18bn debt

Richard Snyder, Michigan’s Republican governor - “It is clear that the financial emergency cannot be successfully addressed outside such a filing and it is the only reasonable alternative that is available,” - “Detroit simply cannot raise enough revenue to meet its current obligations and that is a situation that is only projected to get worse absent a bankruptcy filing.”

  • Það vekur athygli að meðal skulda án tryggra veða, eru skuldir borgarinnar við sinn eigin lífeyrissjóð. 

"The city’s unsecured debt includes $2bn of general obligation bonds and other financings, $3.5bn in pension liabilities that are underfunded and about $5.7bn in health and other benefits owed to workers."

  • Að auki má vænta að dómsmál muni rísa upp út af flokki skuldabréfa "general obligations bonds" sem venja er að líta á sem mjög trausta pappíra þ.s. þeir séu bakkaðir upp af skatttekjum borgarsjóðs - eigi með öðrum orðum forgang í þær til að fá greitt, og sumir óttast áhrif á aðrar borgir í Bandaríkjunum, ef það gerist sem útlit er fyrir - - að eigendur þessara bréfa verða fyrir miklu áfalli.

"“To treat holders of general obligation bonds backed by the full faith and credit of a sovereign entity as unsecured and impaired has implications for the municipal market,” said Peter Hayes, head of municipal bonds at BlackRock, which owns $25m of Detroit’s debt."

  • Líkur virðast einnig yfirgnæfandi að dómsmál muni rísa upp í tengslum við lífeyrissjóð starfsmanna borgarinnar, sem annars er útlit fyrir að einnig verði fyrir miklu áfalli.

"Holders of the general obligation bonds argue that they should be paid before other unsecured claimants. Pension funds maintain that their rights are constitutionally protected and should have priority."

 

Detroit borg hefur hnignað hreint ótrúlega

Borgin er í dag álitin hættulegasta borg Bandaríkjanna. En líklega veldur áralangt fjársvelti því að einungis 8,7% mála sem lögreglan hefur á sinni könnu eru leyst sbr. 30,5% að meðaltali innan Bandaríkjanna. Og því að það tekur lögreglu Detroit vanalega 58 mínútur að mæta í útkall, meðan að meðalútkallstími í Bandaríkjunum er 11 mínútur.

Augljóst virðist að alltof fáir lögreglumenn séu við störf.

Mortíðni er enda sú hæsta sem mælst hefur þar í borg í 40 ár.

Atvinnuleysi er 2-falt hærra en meðaltals atvinnuleysi Bandaríkjanna.

Borg sem var með 2 milljón íbúa á 6. áratugnum, er í dag einungis með um 700þ. íbúa.

Heilu hverfin hafa enda verið aflögð - - skrúfað fyrir vatn og rafmagn, og síðustu íbúum gert að flytja í annað hverfi.

Stórir hlutar borgarinnar séu orðnir að "einskismannslandi" þ.s. rottur og heimilislausir búa án nokkurrar þjónustu, auk líklega glæpamanna. Þó leitast hafi verið til við að rífa sem mest. Hafi peningaskortur tafið það starf.

------------------------------------

Þetta er hreint mögnuð sorgarsaga - að borginni hefur algerlega í gegnum árin mistekist að skapa sér nýjan tilverugrundvöll. Meðan að borgir sums staðar annars staðar í Bandaríkjunum, sem hafa gengið í gegnum - - hnignun.

Hafa náð að finna sér annan farveg, hefur hnignun Detroit nánast að séð verður.

Speglað hnignun hinna hefðbundnu bandarísku bílasmiðja þ.e. hinn svokölluðu "Detroit Big 3".

Einu sinni voru þeir 4 þ.e. Crysler, GM, Ford og AMC.

En American Motors sem þekktast var fyrir vörumerkið Jeep, sem síðar var tekið yfir af Chrysler samsteypunni. Þar voru einnig fleiri merki sem eru mikið til gleymd í dag - sjá mynd AMC Gremlin. Töluvert sást hérlendis af bíl sem hét Eagle eða AMC Eagle. En Gremlinarnir voru hér einnig í töluverðum fjölda um tíma. Sjálfsagt þó muna einhverjir enn eftir - Rambler. Sem voru um margra ára skeið seldir einfaldlega sem "Rambler."

Ég man sjálfur ágætlega eftir AMC Pacer sem svipaði til Gremlin og Eagle sem var stærri bíll, sem voru algengir bílar hérlendis á 9. áratugnum. En hurfu síðan smám saman á 10. áratugnum.

Leyfarnar af AMC voru teknar yfir af Chrysler 1987. Og eina sem lifði af - var Jeep vörumerkið.

Markaðurinn fyrir hin módelin hafði einfaldlega horfið, líklega verið tekin yfir af japönskum framleiðendum.

------------------------------------

Hvers vegna borgin gat ekki endurnýjað sig - - farið í aðra hluti. Er ekki gott að segja.

  • En eitt er mjög áhugavert, að nýir framleiðendur bifreiða hafa komið sér fyrir í öðrum borgum, augljóslega með miklum tilkostnaði. T.d. Mercedes Bens - Toyota - Honda.

Enginn þessara framleiðenda kom sér fyrir í Detroit. Þó það hefði fljótt á litið virst blasa við, þ.s. í borginni var eðlilega fyrir - fyrirtækjanet sem þjónaði framleiðslu bifreiða. 

Það er ekki síst svo dýrt að koma sér fyrir í borg þ.s. engin bifreiðaframleiðsla er fyrir, vegna þess að þá þarf einnig að skapa "íhluta" framleiðsluna frá "0" punkti.

Samt völdu nýir framleiðendur þá leið, en ekki það að koma sér fyrir í Detroit.

  1. Mig grunar að um hafi ráðið um - - ítök hefðbundnu stóru amerísku bílaframleiðendanna innan borgarstjórnar.
  2. Þeir hafi sennilega - - haldið keppinautum frá, til að tryggja eigin stöðu.
  3. Komið í veg fyrir - - að þegar þeirra framleiðslu hnignaði. Gæti aðrir framleiðendur komist að í borginni. 
  4. Þó hugsanlega hafi þeir með þessu e-h tafið fyrir keppinautum sínum - - hugsanlega einnig vegna þess hve dýrt hefur verið að koma sér upp í nýrri borg, skapað sér tímabundið samkeppnisstöðu.
  • Þá hefur útkoman verið sú, að hnignun hinna stóru þriggja hefur ekki stöðvast.
  • Og með því að spila með borgarráð, hafi þeir yfirfært hnignun sína yfir á borgina.

------------------------------------

En þ.e. ekki hægt að skella allri skuldinni á Ford - Chrysler og GM. En borgin hefur greinilega látið þá komast upp með sína hegðun. Það reis aldrei upp nægilega öflug mótspyrna innan borgarstjórnar.

En skörugleg borgarstjórn, hefði tekið ákvörðun með hagsmuni borgarbúa í huga, í stað þess að láta hina nýju framleiðslu fara til annarra borga. Þ.s. sú framleiðsla hefur jafnt og þétt, tekið störfin frá Detroit. 

Að auki eftir að ljóst var að Bens - Toyota - Honda og Masda, voru búin að koma sér fyrir í öðrum borgum. Þá reis engin nægilega öflug hreyfing upp innan borgarinnar, um það að skapa borginni - - annan grundvöll.

En þann sem var að gefa svo rækilega eftir.

Stærsta sökin verður því að hvíla á herðum þeirra borgarstjóra sem setið hafa við völd í borginni sl. 20-30 ár.

 

Niðurstaða

Þá er sorgarsaga Detroit borgar að hefja nýjan kafla. Augljóst virðist að borgin getur ekki greitt nema hlutfall af núverandi skuldum. Þeir sem eiga þá 9 milljarða dollara sem tryggð eru með veðum. Munu að sjálfsögðu koma langsamlega best út. En fyrir aðra, þá líklega er útlit fyrir stórt tap.

Ég veit ekki hvernig t.d. lífeyrissjóður borgarstarfsmanna á að fara að því að sækja sér fé, sem ekki er til. Nema sá geti með einhverjum hætti, neytt fylkið til að taka upp þann reikning.

Það getur vart gerst nema að málið fari alla leið upp í Hæstarétt. Sem getur tekið nokkur ár héðan í frá.

En augljóst virðist þó að einn hópur mun græða á þessu ferli öllu - - en það er stétt lögfræðinga. Sem er sú stétt sem ætíð virðist geta fundið sér matarholur.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband