Snýst vald forseta um að segja "Nei"?

Skúli Magnússon dósent við Háskóla Íslands skrifaði í sl. viku áhugaverða lesendagrein á visi.is, sjá Forsetavaldið. En þar setur hann fram áhugaverða kenningu skv. hans skilningi á ákvæðum Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.

Eins og við öll þekkjum þá er mikið deilt um hvert akkúrat er vald forseta, sem sumir vilja meina að sé nánast ekki neitt, meðan aðrir vilja meina að það sé jafnvel heilmikið.

 

En ef við segjum svo að vald forseta sé raunverulega töluvert, þá akkúrat hvað er það?

"Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum."

Þetta er mjög áhugaverður punktur hjá Skúla.

  1. "Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra."
  2. "Á hinn bóginn er ljóst að þessar ákvarðanir verða ekki teknar með gildum hætti án þess að til komi staðfesting forseta á tillögu ráðherra."
  3. "Neikvæðar valdheimildir forseta skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar eru því verulegar. Þótt jafnan sé rætt um þessar heimildir sem aðeins „formlegar“ með hliðsjón af þeirri framkvæmd að forseti fer jafnan að tillögu ráðherra, stendur eftir sú blákalda staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar."
  • Þetta er mjög áhugavert, en eins og Skúli leggur út af þessu, þá hefur forseti í reynd "STÖÐVUNARVALD."
  • Forseti getur neitað að undirrita þær ákvarðanir sem skv. stjórnarskrá, taka ekki gildi nema hann og ráðherra undirrita sameiginlega.

Á hinn bóginn, þá geti forseti ekki tekið ákvarðanir um það vald, sem skv. stjórnarskrá ráðherra fer með, og ber ábyrgð á.

Eins og Skúli benti á, þá hafi forseti skv. stjórnarskrá mjög takmarkað "jákvætt vald."

 

Samkvæmt þessu er stöðvunarvald forseta mjög víðtækt!

Eins og Svanur Kristjánsson benti nýverið á, þá synjaði Sveinn Björnsson 1941 forsætisráðherra um þingrof, neitaði að undirrita forsetabréf þess efnis.

Fram kemur skýrt að forseti setur þing og rýfur það, þ.e. þingrof tekur ekki gildi nema forseti einnig undirriti beiðni forsætisráðherra um þingrof.

Eins og ég útlegg þetta sbr. "13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt." þá er alltaf um vald forseta að ræða, sem forseti endanlega ræður yfir.

En eins og greinin segir, framkvæmir ráðherra það vald - og forseti er ekki lagalega ábyrgur.

En samt er þetta vald forseta!

En eins og Sveinn Björnsson sýndi fram á, þá er undirritun forseta ekki sjálfsagður hlutur.

Og á ekki endilega að líta svo á, að sé það.

Þar liggur ef til vill hið eiginlega vald forseta, í því að geta hafnað undirritun.

Ég er að tala um:

  • Skipun ráðherra.
  • Skipun embættismanna.
  • Samninga við önnur ríki.
  • Þingrof.
  • Neitað útgáfu bráðabirgðalaga.

Jákvætt vald er mun takmarkaðra:

  • Forseti getur náðað sakamenn, fyrir utan ráðherra sem dæmdir hafa verið af Landsómi.
  • Forseti getur skipað dómstólum landsins að fella niður sakamál gegn tja, hverjum sem er. 
  • Forseti getur lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga.

 

Til hvers er þá unnt að beita valdi forseta?

Mér sýnist best að hugsa það sem "aðhald."

  • Skipun ráðherra - við höfum stundum velt fyrir okkur af hverju einhver tiltekinn fær að vera ráðherra yfir tilteknum málaflokki, en vanalega er þetta pólitísk hrossakaup, en ekki svo að viðkomandi hafi nokkuð hundsvit á viðkomandi málaflokki - endilega.
  • Spurning hvort forseti geti ekki beitt valdi sínu - til þess einmitt að knýja flokkana til að koma fram með, aðeins frambærilegri einstaklinga?
  • Skipun embættismanna - við þekkjum ótal dæmi þess, að embættismenn eru ekki ráðnir skv. faglegu mati, heldur er oftast svo að ekki er besti maðurinn valinn heldur sá sem er pólitískt séð "sá rétti." Það hefur þá slæmu afleiðingu, að fylla ráðuneyti af þeim sem ekki eru þeir bestu sem völ er á, sem dregur úr hæfni þeirri sem ríkisvaldið hefur upp á að bjóða, þegar verið er að skipuleggja stjórnsýsluna - framkv. hennar og semja lög, reglugerðir og þess háttar. Þetta minnkar klárlega skilvirkni og skapar hættu á mistökum.
  • Þarna getur forseti gripið inn í ráðningarferli, og sagt "Nei." Beðið um hæfari einstakling.
  • Samningar við önnur ríki - þetta getur verið stærsta jarðsprengjusvæðið af öllum. Skv. þeim skilningi að forseti hafi rétt til að hafna undirritun. Þá ræður forseti í reynd mjög miklu um gerð samninga við önnur ríki. Og hefur því mjög mikið vald á sviði utanríkismála.
  • Embætti forseta þarf því að vera í mjög nánu samstarfi við Utanríkisráðherra hverju sinni. Því skv. stjórnarskránni ræður forseti því, hvort af samningi endanlega verður.
  • Þingrof - þetta er mjög einfalt, Sveinn Björnsson sýndi fram á, að forseti ræður yfir þingrofsréttinum, þ.e. vald forseta. Þó svo forseti geti ekki rofið þing nema skv. beiðni ráðherra, þá getur forseti hafnað þeirri beiðni.
  • Svo þ.e. aftur forseti sem endanlega ræður einnig þeirri útkomu.
  • Bráðabirgðalög - þau eru greinilega eins og lög gefin frá Alþingi, verða að lögum skv. undirritun forseta og ráðherra, svo skv. stjórnarskránni getur forseti hafnað slíkri undirritun.
  • Þá eru afleiðingarnar aðrar virðist vera, en ef forseti segir "Nei" skv. ákvæðum 26. gr. Þ.e. að þá þarf lagasetning að bíða þangað til að þing er kvatt saman næst, eða ráðherra semur við forseta.

Skv. þessu er vald forseta mjög mikið - í reynd.

Hér er til staðar það sem við getum kallað "FORSETA-ÞINGRÆÐI."

Þ.e. millistigskerfi milli hreins þingræðis fyrirkomulags og hreins forsetaræðis fyrirkomulags.

Hvað með deiluna um vald forseta? Ég held að það sem raunverulega er í gangi, sé að Stjórnarráðið þ.e. embættismannavaldið, vilji ráða sem mestu.

En meðan ráðherrar eru yfirleitt skipaðir sem hafa lítið vit eða jafnvel ekki hundsvit á sínum málaflokkum, þá eru það embættismenn í reynd sem mjög - mjög miklu ráða um stjórnarathafnir, því þeir ráðleggja, og ráðherra sem ekki veit neitt - fylgir mjög líklega þeim ráðleggingum afskaplega oft.

Munum að embættismenn oft eru til staðar í sama ráðuneytinu um áratugi, og hafa hver og einn því langtímaáhrif á þá málaflokka sem ráðuneiti hvers og eins fer með. 

Ef einhvers staðar er hætta á spillingu - þá er það slíkra langseta, sem í reynd svo miklu ráða.

  • Það sem er í gangi, sé í reynd valdabarátta milli Stjórnarráðsins og Embættis Forseta.
  • Og það sé Stjórnarráðið sem sé að leitast við, að afnema vald forseta - með því að skilgreina það í burtu.

Það sé Stjórnarráðið, sem oftast nær ráði Alþingi í gegnum vald ráðherra, sem foringjar ráðandi meirihluta hverju sinni - í gegnum vald ráðherra - sem embættismenn ráðleggja, og oftast nær hafi mjög mikið því að segja um, hvaða ákvarðanir eru í reynd teknar; sem sé að seilast eftir auknum völdum, með sem minnstum takmörkunum.

Það er akkúrat á vald Stjórnarráðsins, sem stöðvunarvald forseta er svo mikilvægt.

Þ.s. flest lög eru samin - þ.e. af embættismönnum.

Þeir sem vinna samninga við önnur ríki - og svo fjölda marg annað.

 

Niðurstaða

Ég er á því að sýn Skúla Magnússonar dósents, sé mjög áhugaverð á embætti forseta Íslands, það að forseti hafi mjög víðtækt stöðvunarvald meðan forseti geti lítt beitt sér á hinn veginn. Það ber að muna, að skv. 13. gr. stjórnarskrár eru ráðherrar að fara með vald forseta, þannig að þ.e. einmitt akkúrat - vald forseta. Það segir, einmitt vegna þess að um vald forseta sé að ræða, þá sé það í reynd forseti sem tekur hina endanlegu ákvörðun. Því viðkomandi ákvarðanri taka ekki gildi, nema forseti einnig undirriti þær. Forseti getur því skv. þessum skilningi ávallt blokkerað slíka ákvörðun, þó forseti geti ekki tekið ákvarðanir um þá málaflokka sem ráðherra fer með, skv. 13. gr. að ráðherra fari með vald forseta, þá þíði það ekki að ráðherra geti valtað yfir forseta eða tekið honum sem sjálfsögðum hlut. Undirritun forseta hverju sinni sé í hvert skipti háð ákvörðun forseta. Í hvert skipti sé hún sjálfstæð ákvörðun forseta - sem forseti hefur fullan rétt skv. stjórnarskránni til að:

  • Bíða með,
  • eða hafna,
  • sem felur í sér þann möguleika að ráðherra geti í tilvikum þurft að semja við forseta.

Þetta þíði ekki að ekki sé þingræði - þ.s. forseti getur ekki skipað ríkisstjórn nema þá sem Alþingi samþykkir að sitji. Þannig að Alþingi ræður einnig hvort ríkisstjórn situr eða ekki.

Að sama skapi, getur forseti ekki sett lög, því alþingi hefur alltaf síðasta orðið um alla lagasetningu.

Það er því skýrt skv. stjórnarskránni, og skv. ofangreindum skilningi, að okkar fyrirkomulag er þingræði.

Þó það sé ekki þingræði með akkúrat sama hætti og tíðkast t.d. í Svíþjóð. Heldur var valið að fela forseta í reynd heilmikið vald!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Athyglisvert og ég þakka greinargerðina og bendi einnig kurteisislega á að þetta NEItunarvald myndum við hafa innan ESB en höfum ekki innan EES.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 00:51

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ehen, þeim málum sem þ.e. mögulegt í samhengi ESB fer fækkandi.

Ég lít ekki á meint áhrif innan ESB, sem rök fyrir aðild - vegna þess hve áhrif okkar væru mikið minni en flestra annarra aðildarríkja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2012 kl. 03:40

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Anna segðu mér eitt,lýður þér eitthvað illa hér á Íslandi?Þú virðist gera mikið í því að tala niður land okkar og vilt að við afsölum lýðveldi okkar til Brussel,þar blæs nú ekki byrlega hjá mörgum löndum og almenningur fær að finna hressilega fyrir því enda á leið að verða hálfgerðar nýlendur Þjóðverja ef allt gengur eftir en svo rakst ég á en skrif frá þér þar sem þú talar um að fara að vinna í Noregi en bíddu það er ekki í ESB,þarna passar ekki eitthvað saman því þú dásamar ESB og afhverju ferðu ekki til ESB landa í atvinnuleit?

En gangi þér vel að finna vinnu samt :)

Marteinn Unnar Heiðarsson, 11.6.2012 kl. 07:20

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í EU hefur Miðstýring framselda lögsögu sem skiptist í hreina og hlutdeilda í skilgreindum sameiginlegum [fjármála=efnahagsgrunni] grunni allra Meðlima ríkja. Það segir ný lög, reglur og tilskipanir, í samræmi við ríkja stjórnuskipunarskránna innan sinna lögsagna. Ráðherraráðið  í krafti hæfs meirihluta leggur til markmiðinn sem Commission uppfyllir og nýtur til þess aðstoðar, á hverju ári, færustu fag og sérfræðinga stofnanna EU innan ramma, langtíma fjárlagramma, meðalfjárlagaramma: 12 til 60 mánuðir og árs fjárlagramma.  Lög, reglur og tilskipanir er í eðli sínu rammar eða skerðingar á áhafnarfrelsi inn lögsögu sem fela í rökréttar breytingar [modification] á sama grunni, en ekki raskanir [alteration].    

Þetta snýst allt um að endurveita á öllum tímu þær skatttekjur sem Meðlima ríkinn sjá Miðstýrtingunni fyrir, viðhalda þeim og auka þær.

Þingið eða löggjafinn ræður því hinsvegar með því samþykkja lög , reglur, tilskipanir Commission, minnst eina viku á ári, hvort þessar breytingar [skerðingar] fái brautarargengi. Þingið hefur alltaf að megin hluta þeirra vinnu sem fer í undirbúningin Commission við samningu sinna laga, reglna og tilskipanna. Miðað við hvernig staðið er að gerð þeirra, er ekki gert ráð fyrir að þingið í heildina litið samþykki ekki breytingarnar. Það væri þá undantekning.

Hér hafa þjóðhöfingi og Þingmenn tillögurétt í upphafi fyirr um einn öld. Þeim er ekki ætlað að vera prókúrahafa á ríkissjóð, þótt þeir telji sín aðal völd felast í því.  

Þegar Commission hefur lokið að koma stöðuleika á öll svæði innan sinnar lögsögu þá er liðin sá tími sem fer í fjárfesta til tyggja skatta framlag frá þessum svæði í samræði við hluufallslega skattabyrði annra ríkja. 

Stöndug ríki hafa heimaframkvæmdavald sem fjármagnar sértækar heima framkvæmdir.  Á Íslandi hefur frekja þingsins hér frá 1918, eyðilagt alla sjálfstæða tekjustofna sveitafélaga og hugmyndir misvitra Íslendinga um þingræði afvegalegt kjósendur havað er rökrétt í viðhaldi stöndugar samfélagsgerðar.  

Þjóðhöfðingi hér hefur ekki meiri völd en Margrét drotting Dana. Íslenskur fræðimaður sem ýjar að meiri völdum skilur heldur ekki stjóranskrána sem kom frá Danmörku í grunni og vill örugglega fá nýja til að geta haft rétt fyrir sér.

Fjárveitinga völd ríkja til framkvæmda eru í samræmi við eigin fasta langtíma tekjustofna. Til mæla völdin byrja menn að skoða PPP til samanburðar við önnur ríki, sérlega hollt fyrir þau óstöndugu að bera sig saman við stöndug. Ísland er fátækasta ríki á Norðulöndum í dag á íbúa,  og ósk hagstofunar byggðar á Íslenskum lögum er að íbúum fjölgi sem, merkir þá í EU að framkvæmda völd per íbúa skerðast.  

Júlíus Björnsson, 11.6.2012 kl. 09:53

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar menn tala um það að fyrri forsetar hafi ekki beitt valdi sínu, gleyma menn því óbeina valdi sem fordæmin úr forseta- og ríkisstjórnatið Sveins Björnssonar færði æðsta embættismanni ríkisins.

Sveinn hafði þetta sem svipu við stjórnarmyndunina 1950, Ásgeir nýtti sér sambönd sín og áhrif við myndun minnihlutastjórnar krata 1958 og Kristján Eldjárn ýtti á stjórnarmyndanir 1978 og 1979.

Hann var með minnihlutastjórn Jóhannesar Nordal sem hótun í janúar 1980.

Við stjórnarmyndanir 1987 og 1988 var þetta óbeina vald forseta orðið gulltryggt.  

Ómar Ragnarsson, 11.6.2012 kl. 12:37

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll frændi, ég held það sé betra orðað eins og þú gerir sbr. "óbeint vald" frekar en "neikvætt vald." Ég skal nota hér eftir þitt orðalag.

Ég held að forsetar hafi í gegnum tíðina verið varfærnir í beitingu þess óbeina valds sem stjórnarskráin veitir embættinu. Við stjórnarmyndun fyrst og fremst, en mér sýnist íhugandi, að forseti beiti sínu valdi í flr. þáttum sbr. þ.s. ég rita að ofan.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2012 kl. 16:59

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er mikið að einhver kann að lesa. Þetta er rétt túlkun á gildandi stjórnarskrá og ef menn eru í einhvejum vafa þá skulu þeir finna ensku útgáfuna og bera saman við ensku útgáfu á dönsku stjórnarskránni. ÞAÐ ER MEÐ ÓLÍKINDUM HVE pólítíkusar HAFA GETAÐ PLATAÐ ÞJÓÐINNA Ó ÖLL ÞESSI ÁR ÞANGAÐ TIL ÓLAFUR FORSETI KOM OKKUR Í SKILNING UM RÉTT OKKAR FÓLKSINS.

Valdimar Samúelsson, 11.6.2012 kl. 17:53

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já ég held einnig, að þessi skilningur sé líklega sá rétti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2012 kl. 18:26

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er svo heppin að vera komin af fólki sem var al læst á dönsku, og fyrir 50 árum var hér en hópur af fólki vel læs á Íslensku þess tíma.

Bera það upp að stjórnskráin hafi ekki verið auðskilin meðalgreindum ber sömu marklausu tossum vitni.

Það að þjóðhöfingi getur neita að breyta reglum með að neita að skrifa undir nýjar reglur, var gert í ljósi þess að aðilar voru vel að sér í Grísku og Latínu.  Á dögum Júlísar Keisara, þá var embætti Landshöfingja sem leysti hann af hendi í hans fjarveru, þessi aðil var kallaður maður fólksins, gagn vart öldungaráðinu, gat hann neitað að veita þeirra lögum brautargengi.  Þetta var hinsvegar alls ekki áhættu laust fyrir hann. 

Einnig er eðilegt að þegar þjóðhöfðingi neitar að skrifa undir, hafi hann 2/3 hluta kosningabærra á bak við sig sem eru meðvitaðir um siðspillinguna sem er þá í gani á Alþingi. Því mótleikur er þá að lýsa vantrausti á Þjóðhöfðingja og velja nýjan.    Því færri prókúruhafar á þingi því betra. 

Þjóðhöfinginn hefur neyðar neitunarvald gagnvart löggjafum en lítið sem ekkert daglegt framkvæmdavald. Forseti og Þingmenn á Íslandi mega koma með tillögur að nýjum lögum : þótt löggjafinn eiga að veita eyðslu framkvæmdavalds fullt aðhald og tyggja að framkvæmda valdið mismuni ekki í endurfjárveitingum.

Júlíus Björnsson, 11.6.2012 kl. 18:55

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Marteinn Unnar, takk fyrir umhyggjuna og stundum líður mér illa hérlendis. Fúlt að vera atvinnulaus, ég kann það illa og er að leita að vinnu í Noregi. Noregur er næst, vegna þess að ég kann reiprennandi íslensku og dönsku (er reyndar líka á dönskum jobsíðum). Ég elska mitt land og vil helst búa hér, mannsæmandi lífi. Einnig vil ég styrka undirstöðu fyrir framtíðarpólitik landsmanna og barna okkar. Ekki meira rugl um "víkingahetjur" sem voru og eru ótýndir glæpamenn.

Ísland er landið mitt og ég er stolt af þjóðerni mínu. Hinsvegar áskil ég mér að hafa skoðanir á framtíðarskipulagi og pólitík í heimalandi mínu, sem ég vil aðeins hið besta. Ég tala aldrei niður Íslandið mitt og menninguna sem er einstök í veröldinni, svo ekki sé minnst á tungumálið.

Að hafa fengið sig fullsadda á fráfallandi forseta eftir 16 ára setu hans er ekki að tala niður landið mitt!

Að vilja fá að takast sómasamlega á um ESBaðild er ekki að tala niður landið mitt.

Að vilja að gróðinn af sameiginlegri auðlind okkar, eftir að sjómönnum hefur verið greitt og rekstrarkostnaður, er ekki að tala niður landið mitt.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 20:05

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Leitt að heyra um þitt atvinnuleysi, ég hef sjálfur lent í slíku - þ.e. aldrei grín. En því miður er útlitið svart þarna úti, en björgunaraðgerðin fyrir Spán virðist ónýt áður en dagurinn er úti - þetta skildi ég sl. laugardag ef þú skoðar næstu blogg athugasemd á undan. Með björgun Spánar ónýta, þá eru mál óleyst þegar dregur nú að helginni þegar grikkir kjósa. Ég reikna fastlega með mjög miklum óróleika á mörkuðum út vikuna.

Bendi þér á, að efnahagsástandið getur versnað snögglega í Noregi, ef olíuverð fellur verulega - sem það getur ef evran fellur á hliðina, sem stefnir í nú eftir að evrukrýsan er nú komin á nýtt hættustig eina ferðina enn. Því nær þeirri bjargbrún en áður.

Þú ættir að skoða aðstæður í Kanada, þar ætti atvinnuástand að haldast öruggara, þegar hlutir fara að falla hægri og vinstri Austan megin við Atlantshafið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2012 kl. 20:58

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég hef aðeins athugað Kanada og það kostar og er mikil papírsvinna. Ef maður þekkir ekki neinn þar er næstum vonlaust að fara bara án vinnu. Það er varla vinnu að fá í DK, helst í norður Noregi, þar sem er borgað fyrir búsetuflutning.

Takk fyrir góð ráð Einar, en draumurinn er að búa hér á Íslandi og fá vinnu hér.

ps; Hvernig efnahagsástandi spáir þú eftir sirka eitt ár?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 21:37

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Um það er eiginlega ómögulegt að spá. Því Ísland er eins og korktappi í ólgusjó, ef verða stórar sveiflur í umhverfinu í kring.

A)Ef staða mála á evrusvæði leysist, þá a.m.k. versnar hún ekki að ráði, en núverandi ástand er að skaða ástand efnahagsmála í dag, því óttinn við framtíðina hvetur aðila til að halda að sér höndum við fjárfestingar. Svo hagkerfið spíralar niður m.a. vegna óttans eins og sér. Svo það verður verulegur skaði, þó svo þeir búi til einhvers konar lausn innan skamms. Þannig að vegna kreppunnar í Evrópu - þá verður efnahagsástand sennilega eitthvað verra á næsta ári á Íslandi en á þessu, því óróinn núna þ.e. skaðinn af honum, sennilega tryggir að einnig verður kreppa á evrusvæði á næsta ári. En þá má vera að sá viðsnúningur sem Seðlabanki Evrópu er alltaf að spá, eigi sér stað árið síðar þ.e. seinni hluta næsta. Þetta er mildari spáin.

B)Ef aftur á móti verður raunveruleg efnahagshrun á evrusvæði, sem lyktar með endalokum evrusvæðis - þá væntanlega verða öll aðildarríki hennar komin með höft á fjármálahreyfingar eins og við, ástand sem þau geta þurft nokkurn tíma til að vinda ofan af eins og við, því þá verður samtímis fj. þeirra greiðsluþrota. Þörf eins og hér, að halda peningum föstum með höftum. Þá getur það gerst sem Framkvæmdastjórn ESB sjálf spáði á sl. ári - má velta fyrir sér hvort sú spá átti að hræða - að hagkerfi evrusvæðis muni hrynja saman um helming. Það þarf ekki að vera það slæmt. En þ.e. ljóst að kreppan verður þá alls staðar - ekki bara í Evrópu. Þetta er 1931 sviðsmynd - en lestu um hrunið sem átti sér stað í kjölfar hruns "Kredit Anstalt í mái 1931. Þú getur goolgað þetta nafn. "Crash - Kredit Anstalt - Austria."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2012 kl. 22:07

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einn lokapunktur. Ef það verður þetta stóra hrun, þannig að það hefjist eins og 1931 í Evrópu. Þá verða betri lífskjör í löndum sem eru auðug af auðlindum.

Það á við Kanada, það á við Ísland, það á við Ástralíu og merkilegt nokk, við Bandaríkin og Brasilíu - auðvitað Noreg.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2012 kl. 22:17

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk fyrir, ég býst við stóru hruni.

Kær kv.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 22:33

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þett er allt spurning um það hver hefur eignarhaldið á auðlindunum eftir 2000 en ekki hver er skráður eigandi. Globalisation um 1970 var ætlað, ekki hratt, að jafna eftirspurnar kaupmátt alls labour [millistéttar eða launþega í meðaltekjum ], 80% íbúa jarðarinnar. Sumir taka greinlega ekki mark á yfirlýsingum  Alþjóðstofnanna.   

Aðferðin til var ekki tilkynnt  opinberlega fyrir 40 árum, en hún er augljós hjá þeim sem alltaf spyrja : hvernig og tilhvers.  Hvering er hægt að jafn framboð og eftirspurn í endanlegum heimi?

Erlendis er eiginfé eða skuldir framtíðar mælkvarði á eignarhald lándrottna. Það væri gaman að vita hvað er búið að eyða miklu af SDR yfirdráttarheimild vöruviðskiptagengisstillingarsjóðs Sameinuðuþjóðanna [AGS] sem EU [ESB] er með um 36% hreint eignarhaldi í. Þetta átti vera varsjóður ef Íslendingar gætu ekki staðið við "unorthodox" væntingar sínar. S-EU gæti blekkst og tekið um Íslenska aðferðafræði.  Guð bjargar þeim sem bjargar sér sjálfur. Arbeit macht freiheit. Íslendingar geta ekki verið með hlutfallslega stærsta fjármálgeira og stjórnsýslu geira, án þess að komi niður á mennta geira og heilbrigðis geira t.d.   Ríki velja og forgangsraða á eigin ábyrgð heima fyrir.  Unorthox hagfræði að mati AGS og brengluð bókhalds lög að mati AGS selur ekki trúverðugleika utan Íslands. Varasjóðir eru hreinar eignir [CRED lausar] í portifolio utan efnahagsreiknings en ekki teknir að láni, erlendis. Slíkir sjóðir fundust ekki á Íslandi eftir 2000 nema í formi ónýttra AUÐLINDA. Ríki græða ekki á flytja út lávirðisauka í þrepi söluskatta , annað en lávirðauka innflutting á því sem ríkið vanta í sína fullvinnslu: hávirðisauka framleiðslu. Indverjar og Kínverjar fjöldframleiða menntamenn mikið ódýrar en OCED ríki og Íslendingar.

Júlíus Björnsson, 11.6.2012 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband