Stefnir í að leiðtogafundur ESB þann 26. júní nk. verði sá mikilvægasti í sögu Evrópusamrunans!

Í raun og veru er framtíð sjálfs Evrópusamrunans í húfi, sem hafin var með Kola og Stáls Bandalaginu, sem síðar varð Evrópubandalagið, og svo loks að Evrópusambandinu - með svokölluðum Maastricht sáttmála.

En endalok evrunnar myndi verða svo mikið áfall fyrir þær stofnanir og þá einstaklinga sem hafa barist fyrir svokallaðri samrunaþróun - að veruleg hætta getur skapast í kjölfarið, jafnvel á hruni samruna ferlisins sjálfs.

Varla þarf að nefna að mjög verulegt efnahagsáfall myndi eiga sér stað! Áfallið sennilega yrði fyrir einstök aðildarríki, vart minna en þ.s. við íslendingar gengum í gegnum í bankahruninu á Íslandi.

 

Mögulegar leiðir til þess að bjarga evrunni í dag, sýnist mér vera tvær:

  1. Prentun þ.e. verðbólguleið.
  2. Hugsanlegt er að svokallað "banking union" sem við getum kallað fjármálasamband, geti bjargað málum - sbr. hugmynd Mario Draghi. Sú hugmynd þó bindur ekki enda á skuldakreppu einstakra ríkja, en fræðilega er unnt að binda enda á vílxverkun milli hennar og vanda fjármálakerfis álfunnar - en þ.e. bankahrun sem getur drepið evruna.
  • Fræðilega væri unnt í þriðja lagi, að samábyrgjast allar skuldir - en þ.e. algerlega ljóst að þjóðverjar mun aldrei samþykkja slíkt.
  • En spurning hvort þeir geta samþykkt vægari aðgerð - að ábyrgjast eingöngu bankakerfi veikari landanna, og þá nánar tiltekið aðeins þá banka sem séu taldir kerfislega mikilvægir?


Eitt verður að vera ljóst, að það er ekki til nein leið sem ekki verður mjög dýr - með einhverjum hætti!
Ég bendi á að umræðan í S-Evrópu, er farin að snúast töluvert gegn evrunni - ekki síst á Spáni þ.s. þ.e. ekki lengur stór meirihluti fyrir evrunni, heldur eingöngu naumur skv. nýl. skoðanakönnun. Marihano Rajoy forsætisráðherra, hefur haft verulegar heitstrengingar uppi um að - "Björgun komi ekki til greinar" þ.e. að Spánn samþykki sambærilega björgun svokallaða við það sem Grikkland, Írland og Portúgal hafa verið að ganga í gegnum. Ljóst virðist að viðhort meðal ríkisstj. hans virðast vera á þá leið, að sú útkoma hafi verið mjög slæm fyrir þau lönd. Þ.e. þó ekki ljóst algerlega 100% hvort þetta er "poisturing" eða hvort Rajoy er fúlasta alvara með - að björgun komi alls ekki til greina.

En segjum að Rajoy frekar en að sætta sig við slíkann ósigur þá muni hann taka Spán einhliða út úr evrunni - sem þýðir líklega greiðsluþrot Spánar án tafar.

Fyrirfram er engin leið að vita hvort Rajoy er að bluffa - en hann ætlar sér þó að mæta á leiðtogafund ESB þann 26. júní, með harðar kröfur um aðra meðferð en löndin 3 hafa fengið.

Spurning hvort hann geti sannfært Angelu Merkel, að hann sé ekki að bluffa, og þá hvort hún blikkar?

Ef t.d. Merkel misreiknar sig, og Rajoy var ekki að bluffa, og hann tekur Spán út - Spánn verður gjaldþrota, myndi mjög líklega verða svo mikið umrót í fjármálakerfi S-Evrópu, að innan sömu viku þarf líklega Ítalía að setja höft á flæði peninga úr landi. Örugglega Grikkland og Portúgal einnig.

  • Þá verða S-Evr. ríkin komin í stöðu sem erfitt verður að bakka út úr.
  • Hætt verður við því, að það muni marka upphaf þeirrar þróunar að öll S-Evrópa yfirgefi evruna.
  • En innan hafta myndi líklega þróast annað virði á evrur innan S-Evrópu.
  • Niðurstaðan myndi líklega fyrir rest vera gjaldþrot þeirra allra.

En þetta myndi líklega ekki stoppa þar - ef ljóst verður að Ítalíu tekst ekki að vinda til baka, og klárt er að hún stefnir sömu leið og Spánn; myndi það líklega leiða til missis trausts aðila á Frakklandi - en franskir bankar eiga mikið af ítölskum skuldum, og þeir eru það stórir cirka 440% af þjóðarframleiðslu, að franska ríkið líklega getur ekki endurfjármagnað þá.

Svo að þá myndi Frakkland líklega einnig verða að setja á höft - til að stöðva flótta fjármagns. Og vegna þess hve Belgía er nátengd Frakklandi, myndi hún fylgja með að líkindum.

Útkoman yrði þá líklega gjaldþrot Frakklands og Belgíu fyrir rest.

----------------------------

Þetta fer að sjálfsögðu mjög ílla með best stöddu löndin einnig. Þýskir bankar munu líklega verða fyrir svo miklu tjóni, að þá mun líklega einnig þurfa að endurfjármagna.

  • Það er virkilega góð spurning - hvort "contagion" myndi stoppa nokkurs staðar, en eftir þrot Frakklands, getur hafist flótti fjármagns einnig frá Þýskalandi - sem þá myndi flýgja til Bandar.
  • Það myndi geta farið svo að mjög fá ef nokkur landanna myndu sleppa við gjaldþrot. 

Það þarf varla að taka fram að þessum efnahagshamförum mun fylgja risastórt tjón fyrir heimshagkerfið.

En ólíkt því sem sumir halda - eru Bandaríkin í engri gjaldþrotshættu, jafnvel þó allt þetta gerist.

Ekki heldur Bretland.

 

Það er vegna þess hve afleiðingar hrunsins verða alvarlegar, sem björgun evrunnar má vera afskaplega kostnaðarsöm - en spurning hvort aðilar vanmeta kostnaðinn við hrun!

Ég bendi á tvær áhugaverðar umfjallanir:

Wolfgang Münchau - A real banking union can save the eurozone

Gavyn Davies - Can a banking union save the euro?

Herra Davies bendir á að enn er það svo að verulegur munur er á reglum milli aðildarríkjanna þ.e. hvernig eignir eru metnar, það geti verið að ef staðlað mat verður tekið upp og bankar endurmetnir skv. því - komi ljótir hlutir í ljós, ekki endilega bara innan svokallaðra vandræðalanda.

Líkur séu á því að kostnaður sé verulega vanmetinn.

-----------------------------

Ef sameiginleg stofnun á að taka yfir ábyrgð á svokölluðum kerfislega mikilvægum bönkum, þá mun þurfa að setja á fót sameiginlega innistæðutryggingu. Þetta er stórt atriði, því ef kerfið fær ekki nægilega mikið fjármagn, þá mun tryggingin skorta trúverðugleika, og þá gengur dæmið ekki upp.

Hætta er á að ef það verður svokallað "fudge" að þá getur ein útgáfa slíks, verið að sameiginleg innistæðutrygging, fái ekki nægilega djúpa vasa.

----------------------------- 

Svo er það kostnaðurinn við endurfjármögnun þeirra banka sem verða færðir yfir á ábyrgð sameiginlegra sjóða. En aftur er hætta á "fudge" að leitast verði við að lágmarka þann kostnað. Ein slík lágmörkun getur verið í því formi, að skilgreiningin á hvað teljast vera "kerfislega mikilvægir" bankar verði höfð of þröng, þannig að of margir bankar verði skildir útundan.

Ef of fáir bankar eru teknir yfir, þá aftur nær ekki þessi leið að virka.

 

Niðurstaða

Leiðtogafundurinn þann 26. júní nk. er leiðtogafundur sem ekki má klikka. Því ef hann gerir það, þá líklega er þetta einfaldlega búið. Þ.e. evran þá að líkinum segir "bæ-bæ" og þ.s. er verra, sjálft ESB að líkindum mun ekki hafa það af í kjölfarið. Endalok ESB geta þó verið að spila sig í gegn á einhverjum árum í kjölfarið.

Við tekur þá ný Evrópa þegar rykið hefur sest fyrir rest. Verulega fátækari en hún er í dag.

En líkur eru á því að slík Evrópa muni ekki halda saman hópinn, heldur muni myndast fylkingar - smærri ríkjahópar. 

Mjög líklega hópur ríkja í kringum Þýskaland. Svo reikna ég með S-Evrópuhóp. Og í þriðja lagi laustengdan hóp ríkja í N-Evr. sem ekki myndi fara í bandalag við Þýskal. Þar kemur ekki síst til að ég held að Þýskaland muni í slíku samhengi, auka mjög efnahagssamvinnu við Rússland. Vegna þess held ég, að Svíþjóð sem dæmi - sennilega Skandínavía öll, muni halla sér annað, þá að Bandar. Bretland verður þá líklega með - sem önnur evr. bandalagsþjóð Bandar.

----------------------------- 

Slík Evrópa þarf ekki að fara í stríð. En ég er ekki viss að Evrópumenn verði allir vinir - eins og verið hefur sl. ár.

Óvinátta getur aftur skapast - togstreita, jafnvel hernaðaruppbygging á ný.

Svo þ.s. í reynd Evrópuríkin eru að ákveða þann 26. júní nk. er, hvort þau geta bjargað þeirri framtíð Evrópu sem svokallaður samruni átti að skapa - eða hvort að sú framtíð lýður undir lok og önnur tekur við.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 341
  • Sl. viku: 1399
  • Frá upphafi: 849594

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1290
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband