G7 ríkin ákveða að halda neyðarfund á þriðjudag 5. júní. Vandi Spánar talinn líklegur að vera í meginfókus!

Síðan vandi Spánar gaus upp með svo dramatískum hætti, verður það ekki lengur dregið í efa að evran er í mjög alvarlegri tilvistarkreppu. Engum dettur í hug að "Spexit - Spanish exit" sé viðráðanleg stærð fyrir evruna, meðan "Grexit - Greek exit" var a.m.k. af sumum aðilum geta verið viðráðanleg.

Vandi við Spexit er ekki einungis að Spánn er stærra hagkerfi en Grikkland, Írland og Portúgal samanlagt.

Heldur ekki síst sá, að talið er fullvíst að óróleikinn í kjölfar "Spexit" myndi vera slíkur innan ítalska fjármálakerfisins - að Ítalía myndi í kjölfarið einnig lenda í óviðráðanlegu krýsuástandi.

Einn vandinn enn er að ESB ætlar ekki að halda sinn stóra leiðtogafund fyrr en dagana 28-29 júní, og það einfaldlega getur verið of seint.

En svo hratt er vandi Spánar að magnast - að óviðráðanlegur fjármagnsflótti getur verið skollinn á fyrir þann tíma, sem getur þá neytt spönsk stjv. til að setja án tafar á höft á útstreymi fjármagns.

Sem myndi væntanlega setja Spán á öruggan farveg í átt að "Spexit."

Í þessu samhengi er neyðarfundur G7 haldinn!

Reuters - G7 to hold emergency euro zone talks, Spain top concern

Sjá einnig: Pressure Builds on Merkel as Spain Calls for Bank Aid

Spain is in 'total emergency’, the EU in total denial

Bank union advocates hit German opposition

Berlin Wants Spain to Accept Bailout Money

 

Spænskir borgarar að mótmæla björgunaraðgerðum spænskra stjv. á Bankia! Takið eftir ísl. fánanum!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/spanish_protests.jpg

Ríkisstjórn Angelu Merkel áréttaði harðlínuafstöðu sína á mánudag!

"Chancellor Angela Merkel’s spokesman said that Spain knows where to look for aid if it’s needed, giving no ground to Prime Minister Mariano Rajoy’s pleas that Germany consider new ideas to resolve the debt crisis."

Sem hellir köldu vatni á kröfu Marihano Rajoy forsætisráðherra Spánar, þess efnis að fá aðra meðferð heldur en Grikkir, Portúgalar og Írar hafa fengið.

"Merkel shut off another potential solution the same day as she toughened her opposition to euro-area debt sharing, telling members of her party that “under no circumstances” would she agree to euro bonds."

Þetta kemur reyndar ekki á óvart þ.s. þetta áréttar einfaldlega fyrri afstöðu ríkisstj. Þýskalands sem búin er að vera algerlega "consistent" allan tímann.

"Options “that resemble euro bonds” are conceivable after a process of European integration lasting “many years,” Merkel’s chief spokesman, Steffen Seibert, told reporters in Berlin today."

Sem nánast er það sama og segja aldrei.

"For now, “it’s up to national governments to decide whether they want to avail themselves of aid from the backstop and accept the conditions linked to it, and that of course also applies to Spain.”"

Því hafnað að Spánn geti fengið aðra meðferð en Grikkland, Írland og Portúgal.

"Spain’s El Pais said yesterday that the EU is also pressing Spain to accept funds, citing unidentified officials in Brussels." - "“If aid is needed, everybody knows that Europe stands ready, that Europe shows solidarity and that Europe has aid instruments available,” Seibert said, when asked about the report. “But the decision on that rests solely with the Spanish government.”"

Grein Der Spiegel að ofan, segir að skv. heimildum Der Spiegel hafi fjármálaráðherra Þýskalands og Merkel sjálf, tekið þá afstöðu að Spánn eigi að óska eftir björgun.

---------------------------------------

Mér sýnist með þessu ríkisstjórn Angelu Merkelar loka nokkurn veginn öllum mögulegum leiðum til lausnar - Spáni er bent kuldalega á að fara í sama farveg og Portúgal, Grikkland og Írland.

Ég velti þó fyrir mér fjármögnun - en hingað til hefur það alltaf gerst að land sem tekur neyðarlán er hrakið af lánsfjármörkuðum. Þannig að gera þarf þá ráð fyrir fullri fjármögnun yfir árabil.

Þjóðverjar virðast telja að Spánn geti tekið takmarkað neyðarlán þ.e. á bilinu 60-90ma.€ sem talað er um sem kostnaður við endurfjármögnun spænskra banka.

En skv. óháðum áætlunum kosta það milli 400-500ma.€ að halda Spáni uppi í 3 ár, ef gert er ráð fyrir sambærilegri áætlun fyrir Spán og fyrir önnur lönd sem lent hafa í björgun.

En einungis þjóðverjum virðist detta í hug, að það geti verið mögulegt að taka þetta takmarkaða björgunarlán - samtímis því að Spánn myndi afhenda til svokallaðrar þrenningar mikið til sitt sjálfstæði, verða neytt til enn harkalegri niðurskurðar ríkisútgjalda. En ráðandi hagspeki í Þýskalandi virðist telja niðurskurð svar við öllum vanda - og algerlega hafna þeim rökum, að hann geti verið varasamur í tilteknum aðstæðum eins og nú, þegar stendur til að þeirra kröfu að nánast öll aðildarlönd evru eru að stunda samdráttaraðgerðir samtímis. Enda er efnahagsniðursveiflan á evrusvæði í hraðri aukningu.

 

Eitt af hlutverkum G7 fundarins á að vera að þrýsta á ESB um aðgerðir!

Það þíðir væntanlega að Japan - Kanada - Bretland og Bandaríkin; ætla að leggjast á ríkisstjórn Þýskalands, í ofanálag við þrýsting frá Mario Monti, François Hollande, Manuel Barroso, Mario Draghi og ekki má heldur gleyma - finnanum Olli Rehn.

Þetta er orðið hreint magnað, þjóðverjar gegn öllum - en ekkert merki um nokkra hina minnstu undanlátssemi.

Miðað við afstöðu þjóðverja sem þeir hafa áréttað svo ákveðið - þá sé ég ekki mikla ástæðu til bjartsýni.

Maður fer virkilega að velta fyrir sér - hvort þjóðverjar ætla að láta evruna "feila."

En Spænsk stjórnvöld hafa opinskátt sagt að "björgun" hafi haft hræðilegar afleiðingar fyrir Grikkland, Írland og Portúgal.

Ríkisstj. Marihano Rajoy er að leggja mikið undir í tilraun til að ná fram annars konar útkomu fyrir Spán, en þjóðverjar virðast gersamlega fastir fyrir.

En meðan fræðilega getur evran lifað af "Grexit" virðist það afskaplega ólíklegt í tilviki "Spexit."

Þannig að Spánn hefur í bakhöndinni mjög trúverðuga hótun, ef ríkisstj. Spánar er til í að beita henni.

En þá getur ríkisstj. Spánar þurft að standa við hana.

 

Niðurstaða

Mér er virkilega hætt að lítast á blikuna. En mjög einörð andstaða virðist innan Þýskalands við allar þær hugmyndir sem fram hafa komið undanfarna daga - nema það að setja harðari reglur á einstök aðildarríki um heimilaðan ríkishalla og heimilaðar skuldir. En eina lausnin sem þjóðverjar virðast sjá er niðurskurður og síðan enn meiri slíkan, ef dæmið er ekki að virka. Þeir virðast alltaf túlka það þannig, að ef ríki er að tapa samt tiltrú þrátt fyrir harðar aðgerðir, þá þíði það eitt að aðgerðir viðkomandi hafi ekki verið nægilega harðar.

Þetta er áhugavert - því sannleikurinn er sá, að þ.s. þeir halda sjálfir sbr. meint harðræði þeirra sjálfra á sl. áratug, var einfaldlega ekki neitt sérdeilis mikið harðræði.

Þ.e. niðurskurður útgjalda var í reynd óverulegur - þeir sjálfir rufu 3% hámarkið. Leyfður sér það er þeir sjálfir það þurftu. Síðan, voru laun fryst í nokkur ár en ekki lækkuð - sem dugði á nokkrum árum til að samkeppnisaðstaðan batnaði og útflutningur styrktist. Þá hvarf síðan viðbótar hallinn sjálfkrafa er aukinn hagvöxtur skapaði ríkinu betri tekjustöðu.

Þetta var allt og sumt, samt heldur þýska elítan að eigin fólki þeirri kenningu, að þetta sanni að það sé víst mögulegt að snúa við með harkalegum niðurskurði eins og þeir leggja til, ásamt launalækkunum upp á jafnvel tugi prósenta, og í þeirra augum virðist það ekki veikja málið - að harður niðurskurður er nú framkv. samtímis í meira en helmingi aðildarræikja evru.

Afleiðing að eftirspurn er að hrynja saman - að sjálfsögðu algerlega fyrirsjáanlega. Sem þiðir í hagkerfum þ.s. neysla er svo hátt hlutfall af neyslu - að dæmið spíralar niður.

------------------------------

Ég velti fyrir mér hvort: þýska elítan er komin í hugmyndafræðilegt öngstræti; eða að ef til vill hefur hún tekið án þess að vilja segja það opinberlega þá afstöðu að evran skuli deyja.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er kannski málið það að Evrunni var þröngvað upp á Þjóðverja þegar Austur og Vestur þýskaland var sameinað, þegar við hjónin vorum á ferðalagi í Þýskalandi í fyrra þá sagði þýski rútubílstjórninn að það væri ágætt að vera í ESB en Evran mætti missa sig. Kemur þetta ekki heim og saman við það sem þú endar pistilinn á?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 07:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er alveg rétt hjá rútubílstjóranum, þegar A-Þýskaland í reynd hrundi, þá snerist Tatcher þver gegn hugmyndinni um sameiningu Þýskalands, og Frakkar fyrst í stað voru einnig þverir. En báðir tveggja vissu að sameinað Þýskaland yrði aftur lang öflugasta ríki V-Evrópu.

En Frakkar má segja að hafi komið með evruna sem nokkurs konar plott um að setja beisli á Þýskaland - nánari útfærsla á hinni upphaflegu hugmynd Monet þegar Kola og Stál Sambandið var stofnað á sínum tíma, að gera stríð milli Frakkl. og Þýskal. óhugsandi með því að binda þau svo nánum böndum, að efnahagskostnaðurinn af því að rjúfa þau tengsl, myndi gera það nær óhugsandi.

Ef þýska elítan í reynd vill evruna feiga, þá eru þeir að fara algerlega rétt að því, með því að blokkera allt sem hugsanlega getur bjargað henni, og með því að þröngva Evrópuríkjunum inn í hratt vaxandi efnahagl. hjöðnunarferli sem einnig er beint tilræði við framtíð evrunnar.

Lagt saman ef ekkert er gert, ef þeim tekst áfram að blokkera björgunaraðgerðir hinna, þá ferst hún einn daginn. Það virðist ljóst.

En hvort þetta er svo, að þeir vilja hana í reynd feiga, er ekki gott að sjá. Þ.e. einnig hugsanlegt að þýska elítan sé haldin einhverri fáránlegri hugmyndafræðilegri blindu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.6.2012 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 44
  • Sl. sólarhring: 262
  • Sl. viku: 1410
  • Frá upphafi: 849605

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 1301
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband