Forsætisráðherra Spánar leggur til stofnun sameiginlegs fjármála-valds, sem hefði yfirumsjón með fjármálum og skuldum aðildarríkja ESB!

Ég sé reyndar ekki alveg hvernig þessi tillaga Marihano Rajoy bjargar Spáni, en ef til vill er forsætisráðherra Spánar að reyna að vinna sér inn prik meðal áhugamanna um frekari samrunaþróun ESB, evrusvæðis sérstaklega - innan stofnana ESB, og meðal aðildarríkja ESB, evrusvæðis sérstaklega. Með því verði þeir ef til vill móttækilegir fyrir því sem hann raunverulega vill, sem er að aðildarríkin að stórum hluta greiði fyrir endurfjármögnun spænskra banka.

Sjá fréttir:

Spanish premier Mariano Rajoy calls for eurozone 'centralised control' authority

Spain calls for new euro fiscal authority

Spain calls for eurozone fiscal authority

""The European Union needs to reinforce its architecture," Rajoy said at an event in Sitges, in the north-eastern province of Catalonia. "This entails moving towards more integration, transferring more sovereignty, especially in the fiscal field." - "And this means a compromise to create a new European fiscal authority which would guide the fiscal policy in the euro zone, harmonise the fiscal policy of member states and enable a centralised control of (public) finances," he added." - "He also said the authority would be in charge of managing European debts and should be constituted by countries of the euro zone meeting strict conditions."

Tillögur af þessu tagi eru auðvitað músík í eyru fjölmargra aðila innan stofnana ESB, ekki síst Seðlabanka Evrópu, og Framkvæmdastjórnar ESB.

Best er að halda til haga, að Marihano Rajoy hefur undanfarið verið að beita þessar sömu stofnanir fortölum og þrýstingi eftir bestu getu, til að fá þær stofnanir til að styðja hugmyndir þess efnis - að spænskir bankar verði endurfjármagnaðir með aðstoð sameiginlegra sjóða aðildarríkja.

En þó án þess að Spánn verði sett í svokallað björgunarprógramm.

Spánn vill í allra lengstu lög - forðast þau örlög eða lenda í björgun.

En þó þarf Spánn aðstoð mjög augljóslega - - hugmyndin er að sameiginlegur sjóður muni lána milliliðalaust til spænskra banka, reyndar hefur Framkvæmdastjórnin sjálf lagt tillögur af slíku tagi fyrir aðildarríkin - - en hingað til verið hafnað ekki síst af ríkisstjórn Þýskalands.

Sennilega er Marihani Rajoy að vonast eftir því, að þegar krýsan á Spáni er mjög augljóslega komin á hættulegt stig, þá muni það hættuástand stuðla að stefnubreytingu.

Rajoy virðist vera eiginlega að setja fram hugmyndir um sameiginlegt fjármála-vald, til að blíðka ekki síst þjóðverja - sem lagt hafa mjög mikla áherslu á að færa meira yfirvald til sameiginlegra stofnana.

Þá sennilega liður í því, að fá ríkisstjórn Þýskalands til að skipta um skoðun, að hætta við andstöðu sína við áform um að lána spönskum bönkum með beinum hætti, úr björgunarsjóði evrusvæðis.

--------------------------------------

Ég bendi einnig á umfjöllun The Economist, sem útskýrir ágætlega hvernig Spánn er gersamlega milli steins og sleggju, varðandi markmið sem rekast á, og það harkalega.

Þ.e. markmiðið að lækka skuldir Spánar sem og halla á ríkisrekstri - vs. - markmiðið að endurfjármagna spænska banka, og endurreisa þannig traust á spænsku fjármálalýfi.

Þau markmið gersamlega útiloka hvort annað, og annað af hverju þarf að víkja!

Ef Spánn á að endurfjármagna eigin banka hjálparlaust þarf markmiðið um skuldalækkun spænska ríkisins augljóslega að víka, og þess í stað þarf að heimila spænska ríkinu að auka skuldir upp í - í kringum 100% úr rúml. 70%.

Á sama tíma, má ekki krefjast mjög harkalegs niðurskurðar næstu 1-3 árin.

En til muna þægilegra væri, að ef björgunarsjóður evrusvæðis lánaði beint til spænskra banka - eða, ef Seðlabanka Evrópu væri heimilað að fjármagna slíka endurfjármögnun með beinni peningaprentun.

How to save Spain

The fear factor

 

Niðurstaða

Rétt er að nefna að Mario Draghi Seðlabankastjóri Evrusvæðis sl. fimmtudag, lagði til þess að stofnað væri til sameiginlegs innistæðurtryggingakerfis evrusvæðis, ásamt því að Fjármálaeftirlit Evrusvæðis myndi taka yfir ábyrgð á stórum bönkum á evrusvæði sem og þeim sem teljast vera "kerfislega" mikilvægir. En kerfislega mikilvægir bankar geta í tilvikum verið bankar sem eingöngu starfa innan eins einstaks lands, ef þeir hafa nægt umfang umsvifa til að geta vaggað fjármálakerfi evrunnar ef viðkomandi banki fellur. 

Það er örlítið önnur hugmynd en sú sem Marihano Rajoy forsætisráðherra Spánar hefur verið að berjast fyrir, sem er sú hugmynd að reglum um björgunarsjóð evrusvæðis verði breytt þannig, að sjóðurinn fái heimild til að lána beint og milliliðalaust til banka innan einstakra aðildarríkja evru - þá í tilvikum þegar vitað er að ríkissjóður þess lands sem ber ábyrgð á þeim bönkum, á augljóslega erfitt með að koma þeim sömu bönkum til aðstoðar.

Fram að þessu hafa þjóðverjar sagt "Nein." Benda á að björgunarkerfi evrusvæðis, sé ætlað að lána til einstakra aðildarríkisstjórna - en sá getur lánað til ríkisstjórnar fé sem sú ríkisstjórn myndi nota síðan til að endurfjármagna eigin banka.

Björgunarpakki Írlands að stærstum hluta var einmitt veittur til endurfjármögnunar írskra banka.

En þetta rekst á það meginmarkmið Marihano Rajoy að forðast að Spánn endi í formlegu björgunarprógrammi skv. forskrift þeirra björgunaráætlana sem Írland, Portúgal og Grikkland hafa verið sett undir.

Miðað við þ.s. fram hefur komið, vill Rajoy að Spánn fái aðra meðferð. Þá verður það áhugaverð spurning hve langt hann er til í að ganga - til að komast hjá björgun?

Væri hann til í að hóta einhliða upptöku nýs pesó? 

Það verður áhugavert að vera fluga á vegg þegar næst leiðtogar aðildarríkja evrusvæðis funda.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Góð grein.

Jón Gunnar Bjarkan, 3.6.2012 kl. 11:17

2 identicon

Nú stendur Angela Merkel frammi fyrir því að Þýskaland síðast ríkjanna 17 samþykki björgunarpakkann sem írar voru að samþykkja í þjóðarathvæðagreiðslu, Mekel þarf að biðla til stjórnarandstöðunnar í Þýskalandi til að fá aukinn meirihluta stuðning tveggja þriðju hluta í lægri deild þýska sambandsþingsins. Hefur Merkel stuðning fyrir þessu í sambandsþinginu? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 12:44

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mjög líklega - en grænir og sóíaldemókratar mjög líklega munu veita málinu stuðning.

Þetta er meir spurning um samstöðu meðal stjórnarþingmanna.

Það veikir stjórnina ef margir af eigin þingmönnum standa ekki með henni.

Skapar þá andstöðunni áróðursaðstöðu gagnvart stjórnarflokkunum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.6.2012 kl. 13:08

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ekki láta þig dreyma um að þjóðverjar samþykki þessa vitleysu. Allir hafa rætt um að þeir séu svo aðhaldssamir í fjármálum, og þá er einnig þessi háværa krafa þegna Þýskalands um launahækkun.

Þjóðverjar geta ekki hvorutveggja, og því mun  þetta ekki vera samþykkt af þýska þinginu.

Það sefnir í það að þjóðarleiðtogar munu hugsa eingöngu um velferð sinna þegna og gefa skít í EVRU' samstarfið.

Eggert Guðmundsson, 3.6.2012 kl. 23:54

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eggert - þeir verða fyrir stjórtjóni einnig ef hlutir fara á hinn veginn, að Spánn þarf að fara í gjaldþrotsferli, en það myndi sennilega koma af stað skriðu slíkra í S-Evr. Við slíkar aðstæður myndi Frakkl. líklega einnig verða gjaldþrota.

Svo gríðarleg útlánatöp myndi væntanlega leiða til þess að ríkisstj. þýskal. myndi þurfa að aðstoða eigið bankakerfi, auk þess að þeirra hagkerfið myndi verða fyrir stórfelldu tjóni þegar eftirspurn myndi hrynja saman í S-Evr. ásamt Frakk. og líklega Belgíu að auki.

Það þarf einhvern veginn að sigla þessu dæmi framhjá hruni. Það er þjóðverjum í hag þó svo það kosti þá miklar upphæðir. 

Því ég efa þeir sleppi ódýrar ef allt fer á hinn veginn.

-------------------------

Eina leið C í þessu er að láta Seðlabanka Evrópu standa undir öllu kerfinu, og síðan prenta - prenta - prenta, setja kostnaðinn í verðlag við endurfjármögnun bankakerfa og sennilega einstakra ríkja einnig.

Við þær aðstæður væri enn meiri verðbólga í N-Evr. en Suður. Nema auðvitað N-Evr. sjálf yfirgefi hinn sameiginlega gjaldmiðil.

  • En ef það á að halda öllu saman - er það "debt mutualization" eða "printing."
  • Engir aðrir valkostir.
  • Annars er það hrun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.6.2012 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 380
  • Sl. viku: 1393
  • Frá upphafi: 849588

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 1284
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband