Neyðarlántaka Spánar getur reynst TVÍEGGJUÐ!

Sjálfagt hefur ekki farið framhjá mörgum að Spánn hefur samþykkt að óska eftir aðstoð í kjölfar langs fundar á laugardagsmorgun er virðist hafa endað með samkomulagi þess efnis að Spánarstjórn formlega óski eftir neyðarláni, að upphæð 100ma.€.

Samkvæmt fréttum treysti ríkisstjórn Spánar sér ekki til að nefna nokkra lánsupphæð þ.s. niðurstaða tveggja óháðra mata á gæðum eignasafna spænskra banka liggur ekki enn fyrir. Þess vegna skv. fréttum sem áður hafa komið fram, vildu spænsk stjv. bíða með þessa lántöku.

En klárt hefur slík bið ekki verið ásættanleg fyrir önnur aðildarríki evrusvæðis né stofnanir ESB, aðilar hafa sennilega óttast viðbrögð markaðarins ef málinu væri ekki lokið þessa helgi. Þannig að það er brugðið á það ráð að gefa út yfirlísingu þess að spænska ríkinu verði lánaðar 100ma.€.

En eins og fram kemur í fréttunum, er ekki enn búið að ganga frá því akkúrat hvaðan það fé á að koma þ.e. ESFS - en þá hafa allar aðildarþjóðir evrusvæðis neitunarvald eða ES - hinn nýji sjóður, en ekki er enn búið að klára staðfestingarferli hans svo hann er ekki tekinn til starfa. En skv. reglum hans dugar samþykki eigenda 90% ábygða, svo unnt er að komast framhjá Nei-i t.d. Finna. En þeir einmitt hafa nú sagt að þeir vilji "collateral" en því er algerlega öruggt að spánarstj. mun hafna.

---------------------------------

"The Eurogroup said the funds could come from either from the euro zone's temporary rescue fund, the EFSF, or the permanent mechanism, the ESM, which is due to start next month. Finland said that if money came from the EFSF, it would want collateral."

"EU sources said there was a preference to channel money to Spain through the ESM, rather than the EFSF. Under the ESM, an approval rate of 90 percent or less is needed to trigger aid, and the fund also has more flexibility in how it operates. - ""That's why it's so important that the ESM ... be ratified quickly," German Finance Minister Wolfgang Schaeuble said."

"A formal request by Spain is expected before June 21, when euro-zone finance ministers meet in Luxembourg and after a detailed report is issued by two government-appointed advisers on the banks' capital needs. "It was in everyone's interest to have the situation clarified before the Greek elections," a European official said."

--------------------------------- 

Síðustu orðin benda til þess að þetta sé ekkert annað en viljayfirlísing!

Málið er því í reynd ekki fullklárað!

Áhrif markaðarins nk. mánudag geta því verið áhugaverð!

Euro zone agrees to lend Spain up to 100 billion euros

Spain Seeks $125 Billion Bailout as Bank Crisis Worsens

Spain Requests EU Aid for Banks

Debt crisis: Spain bows to €100bn bank bailout

Spain seeks eurozone bail out

 

En hvað meina ég með því að þetta sé tvíeggjað?

Málið er að við þetta aukast skuldir spænska ríkisins - - > munum að spænska ríkið er statt í alvarlegri efnahagskrísu, og á útmánuðum þessa árs hafa hagtölur virst benda til þess að hún fari versnandi, sbr. hratt vaxandi samdráttur í eftirspurn innan spænska hagkerfisins; þetta ástand setur spurningarmerki við greiðslugetu spænska ríkisins.

Það má vera að markaðurinn fagni niðurstöðunni fyrst í stað a.m.k.

En það var ekki af ástæðulausu að spænska ríkið lagði svo mikla áherslu undanfarna daga á það, að lánin væru veitt framhjá því sjálfu, þ.e. þráðbeint til spænsku bankanna - svo spænski ríkissjóðurinn þyrfti ekki að axla á þeim ábyrgð.

Hugmyndin með lánveitingunum virðist vera, að bankarnir síðan noti þau til að afla sér lausafjár frá Seðlabanka Evrópu, þ.e. leggi þau skuldabréf fram sem mótveð. Slík aðferð auðvitað kaupir einungis tíma. Það á við í allra besta falli - er þetta tilraun til að velta snjóboltanum aðeins áfram.

Skv. fréttum vildu þjóðverjar ekki heyra á það minnst að lána án þess að spænska ríkið myndi bera ábyrgð á lánveitingunni, og varð ekki þokað frá þeirri afstöðu - auk þess hefði þurft að breyta reglum um ESFS eða núverandi björgunarsjóð Evrusvæðis eða um ES hinn nýja sem á við að taka; sem hefði þítt að samþykki allra aðildarríkja hefði þurft til.

Svo kannski rann ljós upp fyrir ríkisstjórn Spánar, að krafan væri óframkvæmanleg innan þess tímaramma sem til þarf - - hver er afleiðingin?

 

Hver er hættan?

Einfaldlega að málið ónýtist - þ.e. aukin skuldsetning spænska ríkisins valdi því, að tiltrú markaðarins á greiðslugetu þess dvíni, þannig að skuldabréf spænska ríkisins verðfalli frekar.

Með öðrum orðum, að vaxtakrafan hækki enn frekar en orðið er.

Ég sé fyrir mér tvo möguleika, að markaðirnir fagni fyrst í stað eða þeir bregðist strax neikvætt við:

  1. Ef markaðirnir bregðast strax eða mjög fljótt neikvætt við, vikan hefst ekki á fögnuði, þá bregst markaðurinn fljótt við með þeim hætti, að endurreikna sýn sína á greiðslugetu spænska ríkisins miðað við auknar skuldir - sen þíðir að hugsanlega fer vaxtakrafan í um 7% fyrir vikulok.
  2. En ef það verður fögnuður fyrst í stað, þá grunar mig að aðilar á markaði fari síðan fljótlega að spá í það, hvað þessar viðbótarskuldir þíða fyrir greiðslugetu spænska ríkisins; og vaxtakrafan hækki einungis aðeins seinna í cirka ofangreint far.

Hættan við frekara verðfall spænskra ríkisbréfa, er hve ótrúlega mikið magn þeirra er í eigu spænsku bankanna.

Þ.e. verðfall þeirra hefur bein neikvæð áhrif á þeirra eigið fé.

Að auki mun aukning skulda væntanlega knýja spænska ríkið til enn frekari niðurskurðar en þegar er fyrirhugaður, sem þá eykur enn meir á samdrátt innan hagkerfisins.

Með öðrum orðum, mikil hætta er á því að þessi aðferð muni engu bjarga.

Þvert á móti flýta fyrir hruni Spánar.

 

Niðurstaða

Ég hve fólk til að fylgjast áfram með fréttum. En skv. fréttum virðist vera ímsir lausir endar sbr. ekki enn ljóst hvaðan féð á að koma, þ.e. úr ESFS núverandi björgunarsjóð þ.s. Finnar hafa neitunarvald og segjast munu heimta mótveð sem verður algerlega óásættanlegt fyrir Spánarstj. eða ES hinum nýja sjóði en sá getur ekki tekið löglega til starfa fyrr en staðfestingarferli aðildarríkja á samkomulagi um myndun hans er lokið. Að auki má velta því fyrir sér hvort samkomulagið sem átti sér stað, sé enn bindandi. Það er alls ekki víst, því A ekki liggur enn fyrir hvaðan peningar eiga koma, né hver þörf Spánar er. Þetta er ekki alveg krystal tært af fréttum. Má vera að þetta sé einungis viljayfirlísing, undirrituð af öllum.

Þannig að það má vel vera að ekkert verði af þessu. Síðan eins og ég bendi á, er aðferðin að auka skuldir spænska ríkisins afskaplega tvíeggjuð, og alls óvíst að það reddi í reynd spænska bankakerfinu.

Ef það í reynd einungis þíðir að, tiltrú markaðarins á greiðslugetu spænska ríkisins fellur, þá getur það leitt beint til baka til bankanna, í formi frekara verðfalls spænskra ríkisbréfa - þannig að hola myndist aftur á ný innan spænska bankakerfisins.

Engin nettó bót aðstæðna eigi sér stað!

 

Ps - áhugaverðar fréttir:

EU's Spain bank rescue may bring only brief respite

Spanish Bondholders May Rank Behind Official Loans After Aid

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Írland þegar farið að láta í sér heyra og vill fá að endurskoða sína samninga og fá sömu kjör og spánverjar.

http://www.zerohedge.com/news/here-they-come-ireland-demands-renegotiation-its-bailout-terms-match-spain

Er þetta ekki að þróast í óviðráðanlegt ferli?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 11:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki hissa á því. Þeir hafa ítrekað leitað eftir þessu en verið daufheyrðir. Ég hef á tilfinningunni að nk. vika verði áhugaverð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2012 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 50
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 300
  • Frá upphafi: 847441

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 296
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband