Mun Spánn óska eftir aðstoð um helgina, eða er verið að nota alþjóðlega fjölmiðla til að þrýsta á Spán?

Mér kemur til hugar sá möguleiki að ekki sé öruggt að það sé að marka fréttir heldur fjölmiðla heimsins, þ.s. því er haldið fram að Spánn muni líklega óska eftir aðstoð. Samkvæmt fréttum hafa aðilar í Brussel og Berlín, látið erlendu fjölmiðlana vita. Ef þetta er rétt, þá virðist að samkomulag hafi náðst milli ríkisstjórnar Spánar og ríkisstjórnar Þýskalands, þess efnis að björgun í tilviki Spánar verði ekki neitt sérlega íþyngjandi aðgerð. Hið minnsta ekkert í líkingu við björgun Grikklands, Portúgals eða Írlands. Líkur virðast á að aðgerðin snúist fyrst og fremst um að veita ríkisstjórn Spánar lánsfé á hagstæðari kjörum en fæst nú á markaði fyrir endurfjármögnun spænskra banka. Það verður áhugavert að sjá, hverjar upphæðirnar verða.

  1. En ríkisstjórn Spánar hefur nefnt upphæðir á skalanum 40-60ma.€.
  2. Á sama tíma metur Fitch Rating að líklega þurfi á bilinu 60-100ma.€.
  3. Nouriel Roubini telur þetta hlaupa á bilinu 100-250ma.€.

Ég átti sannast sagna ekki von á því að ákvörðun yrði tekin þetta fljótt, því ekki er enn komin fram niðurstaða óháðra sérfræðinga á um hvert rétt virði eignasafna spænskra banka er.

En þær niðurstöður kvá liggja fyrir innan næstu tveggja vikna.

En kannski þykir rétt að slá lán þegar fyrir hluta-endurfjármögnun, síðar verði frekari slegin ef í ljós kemur að meira fé þarf skv. mati endurskoðunar-aðilanna.

Þetta segir Reuters - Exclusive: Spain poised to request EU bank aid Saturday

FT - Spain poised to seek bailout

WSJ - Euro-Zone Officials Explore Ways to Help Spain

Bloomberg - Rajoy Holds Bank Talks With EU as Fitch Downgrades Spain

 

Fundur háttsettra aðila innan stofnana ESB, og meðlimaríkja um vanda evrusvæðis!

Þegar ég les þessar fréttir þá sýnist mér ekki endilega ljóst að ríkisstjórn Spánar muni óska aðstoðar þessa helgi. En eins og fram kemur, munu háttsettir aðilar þ.e. fjármálaráðherrar aðildarríkja og háttsettir meðlimir stofnana, hittast á símafundi á laugardagsmorgun 9/6.

Á þeim fundi verði mál rædd, farið yfir stöðuna - og skv. fréttum erlendu fjölmiðlanna virðist fréttin koma frá Brussel og Berlín.

Það fær mig til að setja smá spurningamerki við hana!

Því vitað er, að Brussel og Berlín eru að þrýsta á Spán að taka björgunarpakka.

Mér virðist ekki loku fyrir skotið, að fréttin geti verið líður í þrýstingi aðila í Brussel og innan ríkisstjórnar Þýskalands á um að ríkisstjórn Spánar samþykki að óska formlega eftir björgun.

Um geti verið eiginlega um að ræða, sameiginlega atlögu á fundinum - það getur þá verið, að hann muni þá í reynd snúast út í harðar samningaviðræður um akkúrat hvernig pakkinn skal vera.

Það sé alls ekki fyrirfram ljóst að samkomulag muni nást - þó svo að Brussel og Berlín óski einskis annars heitar þessa stundina.

Ég held það sé langt í frá fyrirfram ljóst - að af þessu verði þessa helgi.

 

Niðurstaða

Ég hvet fólk til að veita erlendum fréttum á laugardag nána athygli. Kannski óskar Spánn eftir aðstoð eins og Brussel og Berlín vilja. Eða kannski ekki - þ.s. samkomulag hafi ekki náðst.

En Spánn vill eins lítt íþyngjandi fyrirkomulag björgunar og unnt er, og verið getur að ekki nái saman nú um helgina hvernig sú útfærsla skal vera.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að Spánverjar fá sérmeðferð, er það þá ekki vatn á millu Alexis Tsipras í næstkomandi kosningum í Grikklandi? Og komist hann í lykilstöðu þá verður hann í raun í aðstöðu til að þjarma að ESB í ljósi nýjustu frétta frá greiningarfyrirtækjunum sem láta í það skína að falli grikkland eða fari úr evrunni muni lánshæfismat Þýskalands ásamt öllum Evruhluta ESB lækka.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 15:14

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur vel farið svo Alexis fái búst í kosningabaráttunni af því máli, þá fari menn að hlusta meir á rök hans, að víst sé unnt að ná betra samkomulagi, bara ef menn standa í lappirnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.6.2012 kl. 17:42

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er að hugsa um að skrifa um þetta næst: Forsetavaldið.

Einar Björn Bjarnason, 9.6.2012 kl. 17:44

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Einar : Eru Spánverjar að fara fram á að fá lán til þess að fjármagna eigin hlut í björgunarpakka fyrir Grikki, ég get ekki séð annað, og ef þeir fá lán til þess, fá þá ekki Ítalir, Portúgalar, Frakkar, og Holland það sama, mér finnst einhvernvegin að verið sé að búa til ( ponsí svik ) í kringum þetta allt saman, hver getur lánað? , eitt er á hreinu enginn sem fer með eigið fé lánar til svona sjónhverfinga, það geta aðeins þeir aðilar sem höndla með annarra fé, eða er ég að lesa þetta rangt?.

Magnús Jónsson, 9.6.2012 kl. 21:42

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Magnús - lestu þessa frétt:

Euro zone agrees to lend Spain up to 100 billion euros

Það virðist rétt hjá þér, að Ítalía getur staðið frammi fyrir sama vanda fljótlega, síðan virðast skilyrðin mun vægari en þau sem Írar fengu, eða Portúgalir - nefnum ekki Grikki. Svo það geta komið nokkrir áhugaverðir daga í kjölfarið.

Svo má ekki gleyma því, að markaðurinn getur verið á báðum áttum - þ.e. í annan stað eru bankar endurfjármagnaðir, en á hinn veginn þá aukast skuldir spænska ríkisins - sem ekki er gott; þ.e. skuldakrýsan versnar, sem getur víxverkað til baka aftur til bankanna ef það leiðir til frekara verðfalls skukdabréfa Spánar sem spænskir bankar eiga mikið af, svo jafnvel þurfi enn á ný að lána Spáni fé til að bjarga bönkunum.

En vandinn er að Spánn fékk ekki í gegn, eða virðist ekki, að sleppa við það að ríkissjóðurinn væri að taka lánin. En þjóðverjar vildu ekki heyra á það minnst, að lánin væru veitt án ábyrgðar spænska ríkisins.

En það þíðir að rússibanareyðin getur gengið í hring.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.6.2012 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 359
  • Sl. viku: 1396
  • Frá upphafi: 849591

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1287
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband