Fitch Rating lækkar mat sitt á lánshæfi Spánar í BBB!

Sennilega megin frétt fimmtudagsins, lækkun Fitch Rating sjá: Fitch Downgrades Spain to 'BBB'; Outlook Negative. En lækkun í BBB er lækkun um 3 þrep, sjá einnig Pressure for Spanish Bank Rescue Grows

 

Hve mikið mun endurfjármögnun spænskra banka kosta?

Spænsk stjórnvöld tala í dag um milli 40-60ma.€. Fyrri ríkisstjórn Spánar sagði kostnað ekki fara yfir 26ma.€. Sem klárt er hressilega úrelt viðmið.

Spænsk stjórnvöld eru í dag að láta vinna 2 sjálfstæð óháð möt á gæðum eignasafna spænskra banka, svo greinilega eru þau sjálf ekki viss að þeirra eigin viðmiðunarstærðir séu réttar.

Nouriel Roubini og samstarfskona hans Megan Greene segja að endurfjármögnun spænskra banka geti hlaupið á 100 - 250ma.€. Sem mér finnst ekki endilega fjarstæðukennt.

Get ready for the Spanish bailout

En stóra málið er að enginn í reynd veit þessa stundina.

Sjá að neðan mat Fitch Rating!

 

"-- The likely fiscal cost of restructuring and recapitalising the Spanish banking sector is now estimated by Fitch to be around EUR60bn (6% of GDP) and as high as EUR100bn (9% of GDP) in a more severe stress scenario compared to Fitch's previous baseline estimate of around EUR30bn (3% of GDP);"

Á bilinu 60 - 100ma.€ - > Takk fyrir.

"The settlement of outstanding payment arrears incurred by sub-national administrations and other 'one-off' operations will increase GGGD by 5.5% of GDP in 2012. Fitch expects that bank recapitalisation will add a further 6% of GDP to government debt during 2012 and 2013. Combined with a worsened outlook for the economy and higher interest payments, GGGD/GDP is projected by Fitch to peak at 95% in 2015 compared to the agency's previous projection of a peak of 82% in 2013 (the latter broadly corresponds to the government's current forecasts). Under a scenario whereby the recession is more severe than forecast (-2.7% and -1.5% contraction in real GDP in 2012 and 2013 respectively compared to -1.9% and -0.5% assumed in Fitch's baseline projections), deficit reduction less rapid (3% primary budget deficit in 2013 compared to 1.4% assumed in the baseline) and bank recap costs are higher (9% of GDP rather than 6%), government debt would peak above 100% of GDP by 2014. Nonetheless, even under this negative scenario, government debt would stabilise reflecting Fitch's analysis and judgment that public debt sustainability is within reach, albeit at a high level of indebtedness that offers very limited fiscal space to absorb further negative shocks. "

 

Ég held að svartsýnni niðurstaðan sé hugsanleg - en þá þarf allt að ganga upp. En vægari útkoman sé mun minna líkleg, en sennilega eru þeir enn full bjartsýnir um dýpt kreppunnar á Spáni.

Þannig að 100ma.€ kostnaðar-talan sé síst of há.

Þá erum við að tala um ríkisskuldir Spánar fari í um og yfir 100% af þjóðarframleiðslu. Og þaðan af verra náttúrulega, ef hlutir stefna í enn verri átt.

Sem alls ekki er mögulegt að slá út af borðinu sem raunhæfan möguleika.

 

Eins og sjá má er Fitch gagnrýnið á stjórnendur evrusvæðis pólitíska sem aðra!

"The dramatic erosion of Spain's sovereign credit profile and ratings over the last year in part reflects policy missteps at the European level that in Fitch's opinion have aggravated the economic and financial challenges facing Spain as it seeks to rebalance and restructure the economy. The intensification of the eurozone crisis in the latter half of last year pushed the region and Spain back into recession, exacerbating concerns over sovereign and bank solvency. The absence of a credible vision of a reformed EMU and financial 'firewall' has rendered Spain and other so-called peripheral nations vulnerable to capital flight and undercut their access to affordable fiscal funding. Spain has been especially vulnerable to a worsening of the eurozone crisis because of the high level of net foreign indebtedness (around 90% of GDP) and fragile confidence in its capacity to implement fiscal consolidation and bank restructuring in a timely fashion."

 

Stjórnendur evrusvæðis pólitískir sem og embættismenn stofnana þess, eiga sannarlega alla slíka gagnrýni skilið. En algerlega hefur mistekist að skapa trúverðuga sýn þ.s. framtíð svæðisins er tryggð.

Og líkur þess að sú sýn komi fram virðist ekkert endilega meiri í dag en í gær.

En grundvallarágreiningur aðildarríkja um stefnu verður stöðugt meir áberandi.

Og þ.s. verra er að skv. nýlegum vísbendingum, er samdráttur að hefjast í atvinnulífi í Þýskalandi - sem bendir til þess að þýska hagkerfið geti verið komið í samdrátt síðsumars.

Og það sennilega minnkar fremur en hitt vilja þjóðverja til að taka á sig kostnaðarsamar reddingar, í því skyni að koma evrusvæði í örugga höfn.

 

Fitch telur að Spánn muni halda aðgangi að lánsfjármörkuðum!

"The Spanish government is expected to retain access to market financing for fiscal purposes, albeit at an elevated cost. Resolution of the banking crisis, progress on deficit-reduction and on-going structural reform combined with steps at the European policy level towards resolution of the eurozone systemic crisis would support a normalisation of funding costs and enhance confidence in the sustainability of public debt."

 

Þetta finnst mér afskaplega bjartsýn afstaða í ljósi þess að spænsk stjórnvöld og þýsk virðast augljóslega vera byrjuð að prútta um björgun Spánar - : Óformlegar viðræður í gangi milli Berlínar og Madrídar um björgun Spánar!

Að auki liggur ekki enn fyrir niðurstaða hinna tveggja óháðu matsaðila sem eru að taka út eignasöfn spænskra banka og fjármálastofnana.

Því er í reynd allt á huldu um raunverulegann kostnað við endurfjármögnun spænska fjármálakerfisins.

 

Fitc telur að Spánn muni fá sérstaka aðstoð við fjármögnun bankanna!

"Fitch expects Spain to secure external financial support for the recapitalisation of medium-sized banks and savings banks which would help restore confidence in the banking sector as a whole. The core of the system - Santander, BBVA and La Caixa - will not require assistance in meeting more stringent provisioning and capital requirements and underpin Fitch's confidence that the fiscal costs of restructuring the banking sector remain manageable from a sovereign credit and rating perspective."

"Recourse to external funding for bank recapitalisation underscores the constrained financing flexibility of the sovereign to respond to adverse shocks. Nevertheless, securing low cost and long duration funding from European partners to assist in the restructuring of the Spanish banking sector is consistent with Spain's current sovereign rating. If effective in restoring confidence in the banking sector and easing the fiscal burden of restructuring, such support would be credit positive."

 

Það virðist að starfsm. Fitch séu að reikna með mjög afmarkaðri björgunaraðgerð annarra meðlimaríkja evrusvæðis, sem myndi styrkja trúverðugleika Spánar - í stað þess að veikja hann.

Þannig að þá eru þeir sennilega ekki að reikna með fullri björgunaráætlun sambærilegri þeim sem Grikkland, Portúgal og Írland hafa verið að ganga í gegnum.

Þetta geta þeir auðvitað ekki vitað - en þegar er ljóst að Spánn er að prútta við Þýskaland, sem mestu virðist ráða, um hvaða form björgun Spánar skal taka - ef eða þegar til hennar kemur.

  • Ef Spánn á að halda markaðaðgangi, þarf allt að ganga að óskum.
  1. Kreppan má ekki versna verulega að ráði á Spáni, en skv. nýlegum tölum er nú í gangi mjög umtalsverð aukning í samdrætti inna viðskiptalífs Spánar og í eftirspurn almennt í hagkerfinu, sem bendir til þess að samdrátturinn sé í verulegri aukningu á útmánuðum þessa árs.
  2. Kostnaður við endurfjármögnu spænskra banka má ekki hlaupa upp úr öllu valdi.
  3. Og ég held, að Grikkland mun þurfa að kjósa að halda áfram innan björgunarferlis - þ.e. kosningar þann 17. júní nk. þurfi að skila áframhaldandi stjórn gömlu valdaflokkanna.
  4. Ríkisstjórn Spánar þarf að takast að ráða nokkurn veginn við útgjaldavandann, þrátt fyrir versnandi kreppu.

Þarna eru nokkur STÓR EF!


Kínverjar hafa þó afskrifað evrópskar ríkisskuldir!

CIC Stops Buying Europe Government Debt on Crisis Concern

Chinese sovereign wealth fund stops buying European government debt

"Gao Xiqing, president of China Investment Corp., said the nation’s sovereign wealth fund has stopped buying European government debt on concerns about the region’s financial turmoil." - "“We still have our people looking at opportunities in Europe, even though we don’t want to buy any government bonds.”"

 

Þetta er u.þ.b. mánaðargömul frétt, en eins og fram kemur, ákvað stjórnandi kínverska ríkis söfnunarsjóðsins, sem notar fé sem kínv. stjv. eiga á reikningum til fjárfestinga víða um heim; að hætta kaupa ríkisbréf Evrópuríkja.

Þeir setja Evrópu alla greinilega undir einn hatt - metin sem áhættusvæði hvað fjárfestingar varðar.

Þetta er magnaður árangur ekki satt? Evrópa ekki lengur trúverðugur fjárfestingarkostur í augum kínv.

 

Að lokum bendi ég á umfjöllun Ambrose Evans Pritchard:

Spain too big for EU rescue fund as China recoils

En hann kemur með ágætar ábendingar um áhrifin á björgunarkerfi Evrópu - þegar Spánn óskar eftir björgun.

En þá ógildast sjálfkrafa öll veð sem ríkisstj. Spánar hefur veitt innan björgunarkerfis Evrópu - sem þíðir að ábyrgðir annarra ríkja hækka.

En hann bendir einnig á, að Ítalía er einnig veikur bógur, og vart fær að taka á sig slíka aukningu skuldbindinga, þannig að líklega þurfi Frakkland og Þýskaland sameiginlega að axla megnið af þeim viðbótar ábyrgðum.

Þetta er ágætt hjá honum að benda á þetta - en þetta er galli á aðferðafræði aðildarríkja ESB, að beita lántökum með veitingu ábyrgða til sameiginlegs björgunarsjóðs.

En þetta eykur skuldbindingar aðildarríkjanna sem veita slíkar ábyrgðir - og er því hætt við að verði sjálfstætt áhættuatriði þ.e. "independent source of contagion."

Ég hef bent á, að mun betra hefði verið að sleppa björgunarsjóðnum sem millilið - og veita lánaábyrgðir beint til ríkja í vandræðum, sem þau síðan sjálf myndu slá lán út á.

En þess í stað, þarf sjóðurinn að nýta ábyrgðirnar með útgáfu skuldabréfa, svo sá hafi fé til að lána til ríkja í vandræðum - þarna bjuggu ríkin til að ég fæ best séð, óþarfa stofnun.

Nefnd einstaklinga frá aðildarríkjunum, hefði einfaldlega getað verið til staðar, til að veita ráðleggingar um hvenær veita skal frekari ábyrgðir til ríkis í vandræðum. Haft yfirumsjón með því eftirliti sem þyrfti að viðhafa.

Þá hefðu ríkin einungis skuldbundið sig fyrir það lánsfé sem búið væri að veita. Í staðinn virðist mér hafa verið valin dýrasta og óhagkvæmasta aðferðin.

Og eins og Brósi bendir á, getur hrikt duglega undir þessu kerfi á næstu vikum - þegar spurningin um veitingu neyðarláns til Spánar mun nálgast stöðugt meir, ásamt því að hver raunverulegur kostnaður er mun skýrast!

 

Niðurstaða

Spánn er ekki komið í ruslflokk enn, en til þess þarf lækkun um 3 þrep til viðbótar skv. fréttum. Þetta er þó mikið fall fyrir 5 stærsta hagkerfi evrusvæðis. Framtíðin lýtur ekki vel út fyrir Spán.

Það verður spennandi að fylgjast með fréttum af því, þegar niðurstöður fara loks að berast um það hver hinn raunverulegi kostnaður við endurfjármögnun spænskra banka er.

En dýpkandi kreppan að sjálfsögðu magnar hann!

Þannig að sá kostnaður er einnig stöðugt á hreyfingu - ekki föst stærð.

Eins og Ambrose Evans Pritchard réttilega bendir á, þá veikir fall Spánar verulega björgunarkerfi evrusvæðis. Þess trúverðugleiki getur verið sannarlega á brauðfótum - í reynd brotnað niður, ef í ljós kemur að kostnaðurinn við aðstoð við Spán, er verulega mikið hærri en spænsk stjv. hafa verið að tala um.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki eðli pólítíkusanna að reyna að breiða yfir raunveruleikann og fegra ástandið (ljúga) hvar sem þeir eru? Svo þegar óháðir aðilar skoða málin þá kemu sannleikurinn upp á yfirborðið langtum verri en reynt var að láta í veðri vaka.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 388
  • Sl. viku: 1390
  • Frá upphafi: 849585

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1281
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband