Bloggfærslur mánaðarins, september 2025
Það kannast væntanlega allir við það: Máli getur verið vísað frá dómi, ef verjandi sannfærir dóminn - að málsækjandi hafi og þunnt mál eða lítið, til að það sé eiginlega tækt til réttarhalds. Slíkar frávísanir gerast öðru hvorum, ekki síður á Íslandi né annars staðar.
--Þær geta gerst, ef lögregla klúðrar mikilvægu atriði í rannsókn, eða saksón klúðrar undirbúningi máls með einhverjum hætti, metinn eyðileggja málið fyrir sér!
Í Bandaríkjunum, einnig hér, er einnig hægt að vísa máli frá: Ef verjanda tekst að sína fram á, óhlutdræga málssókn -- svokölluð, hefndar-málssókn er einnig bönnuð hér.
Trump virðist hafa veitt verjendumr Comey einstök gögn, er virðast geta stutt við frávísun á slíkum grunni,
Vitna beint til bandarískra laga: Selective or Vindictive Treatment.
- SELECTIVE PROSECUTION: Skv. textanum, þarf verjandi ekki að sanna að sinn skjólstæðingur sé beittur misrétti, heldur einungis að -- það sé sennilegt, að ákæruvaldið sé hlutdrægt. Skv. stjórnarskrá, eigi ákæruvald að nálgast mál af óhlutdrægni - það sé réttur fólks að svo sé. Það sé því réttarbrot, ef líkur eru á að brot sé þar um.
**Skv. málahefð í Bandar. sé erfitt að sannfæra dómstóla um þetta atriði.
**Trump sjálfum tókst það ekki í eigin málum.
Hinn bóginn, hefur nálgun Trumps á mál Comey verið svo einstök - hann getur hafa galopnað fyrir frávísun skv. því ákvæði. - VINDICTIVE PROSECUTION: 14. viðbót Stjórnarskrár Bandar. - bannar hefndar-málsókn, kemur fram í hlekk að ofan, að einungis 2 dómsmál í sögu Bandar. -- hafa náð að sannfæra á endanum dómstól um slíkt, fá máli hnekkt því á þeim grunni. M.ö.o. sé aftur um að ræða, að það sé erfitt að fá dómstóla til að samþykkja að slíkt sé í gangi.
Hinn bóginn, aftur hefur nálgun Trumps verið það sérstök, að það getur vel verið að -- hann hafi samtímis galopnað möguleika á, frávísun málsins skv. ákvæðinu er bannar, málsókn sem hefndarráðstöfun.
Vísum til nýlegra ummæla Trumps um Comey:
Pam: I have reviewed over 30 statements and posts saying that, essentially, same old story as last time, all talk, no action. Nothing is being done. What about Comey, Adam Shifty Schiff, Leticia??? Theyre all guilty as hell, but nothing is going to be done. Then we almost put in a Democrat supported U.S. Attorney, in Virginia, with a really bad Republican past. A Woke RINO, who was never going to do his job. Thats why two of the worst Dem Senators PUSHED him so hard. He even lied to the media and said he quit, and that we had no case.
No, I fired him, and there is a GREAT CASE, and many lawyers, and legal pundits, say so. Lindsey Halligan is a really good lawyer, and likes you, a lot. We cant delay any longer, its killing our reputation and credibility. They impeached me twice, and indicted me (5 times!), OVER NOTHING. JUSTICE MUST BE SERVED, NOW!!! President DJT
Svæðis-saksóknari, Erik Siebert -- er sá maður sem Trump talar um. Hann virðist hafa hafnað þrýstingi um að -- ákæra Comey. Kemur nægilega skýrt fram, að Trump rekur hann og líklega nægilega skýrt einnig, að brottrekstrarsökin er sú -- að hafna því, að ákæra Comey.
Samtímis, getur Bondi vart litið öðrum augum á skilaboð Trumps, en sem skipun um að -- setja, Lindsey Halligan í það hlutverk.
- Takið eftir, lokasetningu Trumps: Henni verður pottþétt beitt sem sönnun fyrir - hefndar-málsókn.
- Hitt er: Þrýstingur Trumps um málsókn á Comey - virðist algerlega skýr - skilaboð Trumps, verður því einnig án vafa beitt, sem sönnun þess - af verjanda Comey - saksóknin sé misbeiting á rétti skjólstæðings til, óhlutdrægrar málsóknar.
- Vandamál Trumps: hann birtir þetta allt á eigin vefmiðli. Trump síðan sinni fyrstu forseta-tíð, gjarnan notar sinn veðmiðil þess tíma -- til að senda skilaboð, til ráðherra sinnar ríkisstjórnar: Sem þeir ráðrherrar, þurfa að taka sem, skipanir.
Þannig, að Trump hefur gert miðil sinn -- að opinberum birtingarmiðli.
Trump virðist með þessu -- veita einstakar sannanir fyrir verjanda Comey.
- Yfirleitt er erfitt að sanna, ósanngjarna málsmeðferð.
- Yfirleitt einnig erfitt að sanna, hefndar-málsmeðferð.
Vegna þess, að yfirleitt eru aðilar - gætnir í orðum.
En, Trump veður á súðum - eins og sjá má - fullkomlega ógætinn í orðum.
Ef Trump var ekki nægilega ógætinn í orðum, bætti hann enn betur við:
JUSTICE IN AMERICA! One of the worst human beings this Country has ever been exposed to is James Comey, the former Corrupt Head of the FBI. Today he was indicted by a Grand Jury on two felony counts for various illegal and unlawful acts. He has been so bad for our Country, for so long, and is now at the beginning of being held responsible for his crimes against our Nation. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!
Hafandi í huga, hvernig Trump greinilega í fyrra skilaboðinu - beitti Bondi þrýstingi, að ráða tiltekna persónu sem - héraðs-saksóknara, og hann áður rak saksóknara þess héraðs að virðist nægilega skýrt fyrir þá sök: að hafa neitað að hefja mál gagnvart Comey.
Þá þarf var að efa, að verjandi Comey, beitir þessm ummælum Trumps.
Einnig sem sönnun fyrir -- hefndar-málssókn.
- Bendi fólki á, að Halligan er ekki þykk af málsóknar-reynslu, með fyrri saksóknara að virðist nægilega skýrt rekinn af tiltekinni ástæðu.
- Er, sennilega, góð rök fyrir því -- að Halligan sé ekki að komat að eigin sjálfstæðri niðurstöðu um málsókn -- eftir eigin athugun á máli. Heldur sé hún að hlíða skipun Trumps.
Þetta virðist því greinilega styðja sjónarmið um -- hefndar-málssókn.
Trump þurfti auðvitað að ausa meira yfir Comey:
Whether you like Corrupt James Comey or not, and I cant imagine too many people liking him, HE LIED! It is not a complex lie, its a very simple, but IMPORTANT one. There is no way he can explain his way out of it. He is a Dirty Cop, and always has been, but he was just assigned a Crooked Joe Biden appointed Judge, so hes off to a very good start. Nevertheless, words are words, and he wasnt hedging or in dispute. He was very positive, there was no doubt in his mind about what he said, or meant by saying it. He left himself ZERO margin of error on a big and important answer to a question. He just got unexpectedly caught. James Dirty Cop Comey was a destroyer of lives. He knew exactly what he was saying, and that it was a very serious and far reaching lie for which a very big price must be paid! President DJT
Trump vísar til tiltekins vitnisburðar Comey fyrir þingi Bandaríkjanna - þ.s. Comey sagðist hafa svarað skv. bestu samvisku.
Augljóslega hefur Trump alltaf verið óskaplega ósammála Comey.
Hinn bóginn, hefur Trump sjálfur oft haft rangt fyrir sér í mýmörgu.
Að hafa rangt fyrir sér, gefum okkur að Comey hafi flutt rangar staðhæfingar a.m.k. að einhverju leiti -- svo fremi, hann taldi þær vera réttar:
Það þarf beinlínis að sanna, viðkomandi hafi í fulli vitneskju flutt rangar staðhæfingar.
Ef Comey var algerlega sannfærður að - framboð Trumps á sínum tíma hafi brotið lög, þó Comey hafi mistekist að sanna það: Sé ég ekki að, það geti talist lögbrot, hafa rangt fyrir sér.
- Það er hin hliðin á málinu: Það virðist ákaflega ósennilegt að Comey sé unnt að draga til ábyrgðar, fyrir að hafa: rangt fyrir sér.
- Sem dæmi, staðhæfði Trump nýlega á Allherjarþingi SÞ: Að global warming væri það stærsta hoax er nokkru sinni hafi verið beitt á mannkyn. Algerlega kölröng yfirlýsing.
Einmitt vegna þess: Rangar yfirlýsingar eru ekki sjálkrafa sakamál.
--Jafnvel þó maður samþykkti að Comey hafi haft rangt fyrir sér í atriðum.
--Þá kem ég ekki auga á, hvernig það sé unnt að dæma þar um.
Það sé afar erfitt að sanna: Einhver hafi logið vísvitandi.
T.d. er ég viss, að Trump trúir eigin orðum.
Vegna trúar sinnar á þá staðhæfingu -- tæknilega er hann ekki að ljúga!
Sama á að sjálfsögðu við hver þau ummæli Comey er röngt geta verið hann trúði væru sönn!
Niðurstaða
Mig grunar að mál James Comey, nái aldrei lenga en inn í dómssal. Vegna þess að Trump hafi sjálfur líklega þegar eyðilagt málið. Krafa um frávísun skv. þeim sönnunum ég birti kemur án vafa alveg strax fram. Vegna þess að Trump hefur einkar ógætinn í orðum - í ræðu um málið algerlega fyrir opnum tjöldum, í skilaboðakerfi er framkvæmir opinbera birtingu á öllum póstuðum skilaboðum. Þá virðast algerlega einstakar sannanir til staðar - er ættu a.m.k. að eiga möguleika að leiða til frávísunar skv. báðum ofangreindum forsendum:
- Óhlutdrægri málshöfðun.
- Hefndar málshöfðun.
Kaldhæðnin er sú, Trump taldi sig alltaf hafa verið slíkum rangindum beittur.
Hinn bóginn, er hann einkar -- ógætinn. Hann varpar allri varúð fyrir borð.
Með því, að gera fyrirmæli sín -- skrifleg í birtingu sem er opinber.
Þannig virðist hann afa veitt, einstækar sannanir mér virðast duga a.m.k. hugsanlega til að kollvarpa málinu. Trump getur einungis kennt sjálfum sér um.
--Hann hefði getað kallað Bondi, beint í viðtal í Hvíta-húsinu.
--Stað þess, að senda hana skilaboð sem birtast á opnum miðli.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef einhver man enn eftir sögu upphafs Fyrri Heimsstyrrjaldar - átti flétta af bandalögum stóran þátt í því; hvernig það stríð breiddist út frá litlu upphafi upp í bál er leiddi til dauða margra milljóna fyrir rest!
Agreements between the United States and Saudi Arabia: um gamla varnarsaming Bandar. og Saudi-Arabíu! Skrifað undir hann, 1951 - enn í gildi þó.
- Svokallaður - Mutual Defence Pact.
- Sem sagt, það sama - og Saudi-Arabía virðist hafa samþykkt gagnvart Pakistan.
Ráðamenn Saudi-Arabíu kampakátir yfir samningnum nýja!
Watershed: How Saudi-Pakistan defence pact reshapes regions geopolitics
Saudi-Pakistan Mutual Defence Pact: Implications for India, IMEC, and US Influence in the Gulf
Það sem virðist standa upp úr:
- Samningurinn virðist fela í sér, skuldbindingu um - gagnkvæma aðstoð, ef annað verður fyrir árás: E-h virðist enn óljóst, hversu umfangsmikil sú kann að vera.
- Hinn bóginn, virðist samningurinn segja: árás á annað, er árás á bæði.
M.ö.o. hljómar þetta sem klassískur - mutual defence pact.
M.ö.o. ef þau eru ekki tilbúin akkúrat núna - hugsanlega!
Þá væntanlega felst í þessu, að ríkin skuldbinda sig.
Til gagnkvæmrar varnar-uppbyggingar, er geri gagnkvæma aðstoð, mögulega.
Hvaða hugsanlega 3-Heims-Styrrjaldar hættu sé ég?
- Gætu Bandaríkin - þurft að lísa yfir hugsanlega stríði gagnvart landi, er ræðst á Pakistan?
- Vegna þess hugsanlega -- Saudi-Arabía, hefur dregist inn í stríð af völdum varnarsamings þess lands við Pakistan?
Spurningin hvort - það að Saudi-Arabía er samtímis með varnarsaming við: Pakistan/Bandaríkin.
Gæti leitt til þess: Að öll 3-löndin, gætu blandast inn í sama stríðið?
Klárlega hefur samningurinn áhrif á stöðu Indlands!
Modi getur t.d. þurft að íhuga þann hugsanlega möguleika - að lenda í stríði við Bandaríkin!
Ef, ný átök Indlands og Pakistan, draga Saudi-Arabíu - inn í stríð við Indland.
- Þ.s. sumir á Indlandi virðast óttast, að nýji samingurinn við Indland -- hvetji Pakistan til dáða, þannig að - Pakistan verði djarfari í samskiptum en áður.
- Ég hugsa að það sé sennilega full ástæða fyrir Indland: Að óttast slíkt.
Því, það er alls ekki ósennilegt -- að Pakistan líti svo á.
Að, Pakistan hafi - óbeina vörn af Bandaríkjunum.
--Því, Indland verði a.m.k. að taka tillit til þess möguleika, ég bendi á.
Niðurstaða
Hversu mikið varnarsamningur Saudi-Arabíu og Pakistan, breytir stöðunni við Indlandshaf og hugsanlega einnig í Mið-Austurlöndum -- verður væntanlega að koma í ljós.
En þetta er greinilega dálítil - bombshell.
Fyrir Indland, er þetta að auki klárlega aukið flækju-stig.
Pakistan er líklega að reikna með, að þetta dragi úr líkum þess.
Að Indland - geri frekari hernaðar-árásir á Pakistan.
M.ö.o. - fæling, virðist hugsun að baki þessu.
Hinn bóginn, ekki algerlega á tæru, hvað Saudi-Arabía græðir.
Sumir hafa velt upp því, að Pakistan hefur kjarna-vopn.
Kóngurinn af Saudi, hefur stundum a.m.k. virst áhugasamur um slík vopn.
Hinn bóginn, virðist ekkert í samningum vera um -- kjarnavopn, sérstaklega.
A.m.k. bendi ekkert til þess, að Pakistan hafi skuldbundið sig, til að bregðast við með Kjarna-vopnum, er ráðist sé á Saudi-Arabíu. Hinn bóginn, þarf það alls ekki þíða, slíkt viðbragðs sé útilokað.
Hinn bóginn, er samningurinn svo nýr nú. Að líklega á margt enn eftir að koma í ljós.
A.m.k. bendi hann til, stóraukins hernaðarlegs samstarfs landanna tveggja.
Það þarf ekki endilega vera, að þó ekkert komi fram um kjarnavopn.
Að það útiloki að þess-lags samstarf beggja, ríki síðar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef 550 milljörðum Dollara verður stórum hluta stungið í vasa Trumps, sbr. fénu varið til fyrirtækja Trumps sjálfs. Þá er samningur Japans við Bandaríkin, er inniber 550 milljarða fjárfestingu, stærsta mútumál sennilega gervallrar heimssögunnar.
Trump to direct Japans $550bn investment in US after deal with Tokyo
- The memo, signed on Thursday in the US when Trump officially enacted the trade deal,gives Japan just 45 days to fund projects earmarked by the president or face the reimposition of his steep tariffs.
- The countries will evenly split the cash flow generated (from the investment) until Japans investment is paid off at which point the US (government of the USA) will take 90 per cent of the proceeds.
- The memorandum said Trump would be given the final pick of potential investment projects put to him by an investment committee chaired by US commerce secretary Howard Lutnick.
Mikilvægu þættirnir virðast vera:
- Trump tekur allar endanlegu ákvarðarnirnar - hvernig og hvar, fénu ver varið.
- Bandar. ríkið - þíðir það líklega, þegar talað er um að Bandar. taki helming af rentum meðan fjárfestingin er að borga sig, síðan renni 90% af rentum til bandar. ríkisins þaðan í frá -- m.ö.o. ríkið ákveður það, fær renturnar stærstum hluta.
- Trump er forseti Bandar. - og hann líklega sér engan mun á hans persónulega fé, og fé ríkisins.
- Mann grunar sterkt - að, féð renni til fyrirtækja Trumps; þ.s. Trump sé ríkið eða hann líklega sér það svo, þannig féð renni til hans þ.e. fyrirtækja hans.
Sannarlega er þetta -- afar skeptískt mat:
- Annað af tvennu, er þetta stórfelld aukning af ríkis-afskiptum, í Bandar. ef þ.e. svo að - það sé raunverulega ríkið en ekki Trump, er vasast með þetta fé.
- Hinn bóginn, er augljóst ástæða að ætla -- Trump stingi rentunum nær öllum í sinn vasa.
Eftir allt saman - hlíðir Bessent og öll ríkisstjórn Trumps, honum fullkomlega.
Mun engu máli skipta hvað Trump leggur til - þau munu framkv. verkið.
- Klárlega er Trump, er ákvarðar í hvað féð rennur.
- Því algerlega upp á Trump komið, hvort hann stingur fénu í eigin vasa.
Og mann virkilega grunar, hann nákvæmlega ætli að gera einmitt það.
Niðurstaða
Ef þ.e. svo mig grunar, Trump ætli að þiggja allt þetta fé persónulega sem mútur.
Þá, var aðferð Trumps gagnvart Japan -- klassísk fjárkúgun.
M.ö.o. hann hótar þeim stórfelldu fjárhagslegu tapi.
Þ.s. ríkisstjórn hans og bandar. þingið, hlíða honum persónulega út í eitt.
Engnn vafi, að Japan varð að taka hótanirnar fullkomlega alvarlega.
- Eina spurningin er -- hvað Trump gerir við féð.
- Þ.s. á tæru er, hann ákveður í hvað féð rennur.
Líkur þess hann hirði það nær allt persónulega, sem á skv. samningnum að renna til bandar. ríkisins, meðan hann er forseti -- virðast yfirgnæfandi!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 8
- Sl. sólarhring: 183
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 871720
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 198
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar