Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2025

Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu almennings í Bandaríkjunum - ekki þ.s. almenningur kaus Trump út á! Stofnun á vegum Bandaríkjaþings, staðhæfir að - tollastefna Trumps geti skilað 4tn.$ í tekjur deilt á 4 ár!

Financial Times birti rétt fyrir helgi, niðurstöður um ferðamanna-sumarið í Bandaríkjunum; nánar tiltekið um -- túrisma Bandaríkjamanna sjálfra.
Athygli vekur sérstaklega - þróun hótel-tekna skipt eftir efnahag.

The US tourism slump that never happened

Grein FT vísar til þess - að ferðasumarið, endaði ekki í samdrætti.
Þegar mælt er - innlend ferðamennska í Bandar. Bandaríkjamenn sjálfir að ferðast.
Greinilega að, tekju-aukning af hærri tekju-hópum, heilt yfir - bætti upp tekjutap af minni tekjum hjá ódýrari hótelum.
Það er að sjálfsögðu einungis meðaltal yfir atvinnuveginn.
--Ódýrari hótel höfðu samdrátt, dýrari og dýrustu - aukningu.

  1. Bendi á - að í greininni kemur fram, að - erlendum ferðamönnum fækkaði í Bandar.
  2. Þannig, að væntanlega ef þ.e. tekið með - er heildar-samdráttur í ferðaiðnaði í Bandar.

Kannski væri þá réttari fyrirsögn á þá leið, samdráttur ferðamennsku hefði verið minni en var spáð. En framsetning er sú, að hún slapp við tap - þó til þess að sína þá niðurstöðu, þurfi að hundsa tölur um fækkun erlendra ferðamanna.

Myndin sýnir skýrt: Ódýrari hótel tapa tekjum - dýrari, græða!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/ferdam_bandar.jpg

Mér virðist á tæru - að þetta bendi til rauntekjuskerðingar millistéttar.
Sama tíma græða líklega hæstu tekjuhóparnir - á skattalækkunum.

  • Skv. því, virðast gagnrýnendur stefnu Trumps, fyrir kjördag 2020: 
    Hafa haft rétt fyrir sér, að sú stefna leiði til - kjaraskerðingar milli og lægri-tekjuhópa.
  • Meðan, að hærri-tekju-hópar njóti ágóða þeirrar stefnu.

Kjósendur í lægri- og milli-tekjum, er kusu Trump.
Héldu margir, að loforð Trumps um - gósen-tíð framundan.
Þíddi, að atkvæði til Trumps - væri gott fyrir það fólk einnig.

  • Það getur verið að Trump hafi einungis verið að tala fyrir - milljarðamæringa, og milljónamæringa -- dollurum talið.
    En það virðist sannarlega gósentíð fyrir þá ríkja.

Alltaf spurning - hvað er lýgi, akkúrat - Trump, talaði aldrei nákvæmlega.
Talaði almennt um gósen-tíð framundan, þó - má vera, hann hafi aldrei sagt akkúrat - hverra!
--Þannig greinilega fékk hann marga kjósendur til að trúa, hann ætti við þá.

-----------------

Tariff revenue will cut US deficits by $4tn over next decade, fiscal watchdog says

Í grein FT kemur fram - einnig, gagnrýni á þessa túlkun stofnunar Bandar.þings.

  1. Það þarf, að gera ráð fyrir því að -- engin samdráttur verði í innflutningi.
    Ath. stefna Trumps, er að tollar hafi öfug áhrif, minnka innflutning.
  2. Það þarf einnig að gera ráð fyrir, engum neikvæðum efnahagsáhrifum.
    Margir hagfræðingar benda á, að verðhækkanir er fylgja tollum er séu að loksins að byrja að skella yfir Bandaríkin -- lækki raunkjör almennings, er bitni greinilega einna mest á lægri tekju-hópum og millistétt.
    Telja þeir hagfræðingar, líkleg neikvæð efnahags-áhrif augljós.
  3. En, ef það verða neikvæð efnahagsáhrif, m.ö.o. að tollarnir hækki verð m.ö.o. skapi aukna verðbólgu - skapi rauntekjuskerðingu almennings, m.ö.o. lægri tekjuhópa og millistéttar - þ.e. megin-þorra almennings.
    Þá dragi það úr neyslu þeirra tekju-hópa.
  4. Ef það gerist, þá skapist við það -- neikvæð efnahags-áhrif.
    Þau, að minnkuð neysla - skapi fækkun starfa í þjónustu-greinum, og lækkun hagvaxtar - er leiði þá fram, minnkaðar tekjur ríkisins af veltu-sköttum.
    --Tollur, er einmitt - form af, veltu-skatti.
    M.ö.o. toll-tekjur ættu þá einnig að gera lækkað af þessa völdum.

M.ö.o. sé gagnrýnin sú -- að fullyrðing um þetta miklar tekjur.
Sé augljóslega óraunsæ!

Trump fagnaði þessu -áliti- en - virðist ekki átta sig á.
Að, til að álitið gangi upp - þarf m.a. tolla-stefnan að virka með allt öðrum hætti.
--En Trump hefur alltaf staðhæft; m.ö.o. engar nýjar verksmiðjur.
En annars hvernig með öðrum hætti, er mögulegt að gera ráð fyrir að tollar skili - engri minnkun á innflutningi?
En tekju-áætlunin, geti einungis gengið upp: Ef hvorugt gerist, þ.e. nýju verkmiðjurnar, og efnahags-samdráttur - tengdur stefnunni.

-----------------

Mér virðist niðurstaða ferðamenna-sumarsins benda skýrt til þess.
Að tollarnir séu greinilega að byrja að hafa neikvæð efnahags-áhrif.

  • En hvað annað skýrir samdrátt tekna - hótela að miða við lægri-tekjuhópa, og milli-stétt?
  • Annað en einmitt það, að líklega sé tolla-stefnan farin akkúrat að skerða raunkjör þeirra hópa.

Það má lesa í stefnu Trumps - veðrmál það:

  • Að tekju-aukning ríkra - bæti upp tekjuskerðingu lægri tekjuhópa, og milli-stéttar.

Bendi á, að síðast þegar Trump var forseti - var einnig skýr tekju-aukning hæstu tekju-hópanna; en sú aukning virtist einungis skila auknum hagvexti 2018.
Hagvöxtur það ár, náði 3% -- en strax árið eftir 2019 minnkaði hann í rýflega 2%.
M.ö.o. nærri það sama og 2017, fyrsta starfsár hans fyrri forsetatíð.

  • Það var eins og ríka líðið - kassaði allt út strax.

Síðan var eins og - skatta-lækkunin hefði engin jákvæð áhrif á hagvöxt þaðan í frá.
En hún kostaði samt - viðbótar skuldasöfnun ríkissjóðs upp á nokkrar trilljónir.
--Þessi saga gæti endurtekið sig, að ríku tekjuhóparnir hjálpi hagvexti þessa árs.
--En síðan, birðist raun-samdráttur af völdum stefnu Trump, strax nk. ár.

Kemur í ljós!

 

Niðurstaða
Ég tel vísbendinar sína að, stefna Trumps sé sannarlega að valda rauntekjulækkun millistéttar og lægritekjuhópa. Samtímis græða hæstu tekjuhóparnir.

  • Gjáin milli ríkra og fátækra víkkar enn eina ferðina.

Er þó talið af mörgum, kjör Trumps sé ekki síst - óánægju-atkvæði þeirra er reiðast yfir þeirri stöðugt víkkandi tekju-gjá. Það hljóta fljótlega að birtast töluverð vonbrigði þeirra hópa, þ.e. þeirra af þeim er kusu Trump -- er þeir töldu loforð hans um gósentíð, eiga við þá.

Ég er algerlega sammála þeirri gagnrýni að - mat um 4tn. í tekjur af tollum, sé alveg örugglega óraunhæf spá. Tel það þegar sannað - því nú þegar blasi við fyrstu merki um neikvæð efnahagsáhrif, vísa til sterka vísbendinga um lækkun rauntekna meginþorra bandar. almennings.

Ég held að þær niðurstöðu síni algerlega fram á að öll gagnrýni á tollastefnuna er hárrétt.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 45
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 870301

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband