Bloggfærslur mánaðarins, júní 2025

Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en eyðileggingu -- meginbyrgið undir Fordow fjalli, sennilegast enn heilt - skilvindurnar gætu hafa skemmst af titringnum af stóru sprengjunum Ameríkanar vörpuðu!

Sprengjurnar sem Bandarískar B2 vélar vörpuðu eru taldar ná milli 60-70 metra í gegnum berg. Hinn bóginn, er Fordow birgið grafið undir -fjall- m.ö.o. a.m.k. sennilega mörg hundruð metrar niður þ.s. byrgið er -- þaðan sem vélarnar vörpuðu sprengjunum.
Hinn bóginn, þíðir það ekki endilega að, kjarnorku-áætlun Írana hafi ekki beðið tjón.

UN nuclear chief estimates damage to Iran’s facilities very significant

Rafael Grossi - yfirmaður Alþjóða-Kjarnorkumála-Stofnunarinnar, benti á að, skildvindur Íranar nota við auðgun úrans, séu viðkvæmar gagnvart titringi.

the explosive payload utilised and the extreme vibration-sensitive nature of centrifuges

Sterklega orðað - málið er að, í notkun snúast þær á margra tuga þúsunda snúningum per mínútu - svipað og tromla í þvottavél - beitir miðflótta-afli til að þrýsta vatni úr fatnaði; beita þær skilvindur, miðflótta-afli við auðgun úrans.

Það virkar því að, há-geislavirkar samsætur úrans, hafa meiri massa.
En til þess að þær færist að jaðri, þarf öflug miðflótta-afls-áhrif.
Þess vegna, svo hraðan snúning -- sbr. margra tuga þúsunda.

Auðvitað skiptir töluverðu máli, hvort skilvindurnar voru í notkun, eða ekki.
Akkúrat þegar sprengjurnar féllu.
--Geri ráð fyrir, að þær hafi dempara til að hjálpa jafnvægi, eins og þvotta-véla-tromlur.
--Hinn bóginn, er sennilegt að svo harkalegur hristingur sem þetta stórar sprengjur orsaka, sé nægur samt til að skapa snöggt ójafnvægi - ef skilvindurnar eru á fullum snúningi.

  • Ef þær voru ekki í gangi, gætu þær verið lítt skemmdar a.m.k. viðgeranlegar.
  • Ef þær voru á snúningi, eru afleiðingar þess að þær lendi í ójafnvægi á svo miklum snúningi sem þær líklega þá eru -- sambærilegar við, öfluga sprengingu.

M.ö.o. þær fara þá líklega í tætlur og einhverjir óheppnir er voru í sama rými, látast.

  1. Gæti Fordov byrgið hafa fallið saman?
  2. Ég mundi halda, að Íranar hafi haft vit á að, setja upp öflugar styrkingar innan-dyra.

Enda hafa þeir vart geta ætlað, að aldrei yrði hent sprengjum á byrgið.

Myndir af vef: Satellite photos: See before and after images of bombing at Iran nuke sites.

Sést vel á myndunum að; meginatlagan hefur verið gagnvart, Fordow.
Þ.s. greinilega, líklega tvær B2 vélar vörpuðu sérgerðum, byrgja-eyðandi-sprengjum.
--Skv. upplýsingum til á netinu, geta þær borið 2stk. af þeim sprengjum.
--4 göt benda skv. því til, tvær slíkar vélar hafi varpað á það byrgi.

Meðan, að það virðist að - ein sambærileg sprengja hafi verið látin duga fyrir, Natanz.
Nema auðvitað, tveim hafi verið varpað það þétt - að þær myndi eina stóra.

  • Bendir til þess, 3 B2 vélar hafi verið notaðar.

Árásin á Isfahan, virðist hafa verið með -- stýriflaugum, sennilega frá kafbát frá Persaflóa.

Íranar halda því fram, að ca. 400 kg. af 60% auðguðu úran, sé í öruggri geymslu.
Auðvitað er engin leið til að staðfesta eða falsa þá fullyrðingu.

  • Tæknilega er hægt að búa til, sprengju með 60% úran.
    Mér skilst að það sé mögulegt, hún væri hinn bóginn - afar óskilvirk.
  • Almennt er miðað við, 90% auðgun úrans, fyrir úran kjarna-klofnunar-sprengju.
  1. Kjarnaklofnunar sprengjur skiptast í 2 grunn-gerðir:
    A) Úran sprengju, sem er almennt ekki notuð í dag. Kostur, krefst ekki kjarnorkuvers.
    B) Plúton-sprengja, þ.s. plútóníum er hliðar-afurð kjarna-klofnunar, krefst kjarnorku-áætlun er stefnir að plútón-sprengjum, kjarnorkuvera.
  2. Kjarna-samruna-sprengjur: Þær nota kjarna-klofnunar-sprengjur, sem hvell-hettur.
    M.ö.o. þarf að lágmarki 3 slíkar, þ.s. kjarna-sprengingin þarf fyrst að þjappa vetninu, svo það framkallist hinn frægi; kjarna-samruni.
    --Lágmark er 3 þ.s. annars er ekki unnt að þjappa í miðju.
  • Eðli sínu skv. eru öll vígvallavopn, líklega plútón-sprengjur.
    Þ.s. mun minna magn af plútón þarf en auðguðu úran, getur plútón sprengja verið mun smærri. Vegna þess að plútón er afar afar virkt efni.
  • Erfitt að ímynda sér, smáa samruna-sprengju, sbr. að það þarf lágmarki 3 stk. klofnunar-sprengjur, til að samuna-sprengja geti skilað - samruna.

Hafið í huga, þ.s. þetta eru ekki sprengi-efni í venjulegum skilningi.
Geta slíkar sprengjur einungis sprungið, með því að virkja -- kjarna-klofnun, viljandi.
--Þ.e. sérstakur kveiki-búnaður til staðar.
--Og auðvitað, code-locked.

Ef einhver stelur sprengju -- gæti viðkomandi ekki framkallað kjarna-sprengju, með þeirri einföldu aðferð, að binda sprengi-efni utan um.
--Það hinn bóginn, dreifði innihaldi sprengja, er gæti dreift hættulegri geislavirkni yfir áhrifasvæði sprengingarinnar. Dirty-bomb -- er slíkt stundum kallað.


Líklega völdu Íranar úrans-leiðina: 

  • Því auðveldara sé að grafa slíka áætlun niður í jörð.

Áætlun Írana, virðist hafa verið skipulögð út frá hættunni á árás.
Eftir allt saman, urðu Íranar vitni af eyðilegginu kjarnorkuáætlunar Saddams árum áður, einnig að áætlun Assada í Sýrlandi -- einnig var eyðilögð af Ísraelum.
---------
Afar afar sennilegt, að úrans-sprengju-leiðin.
Hafi verið vandlega valin.
--Út frá öryggis-sjónarmiðum.

Mesta tjónið fyrir kjarnorkuáætlun Írans:
Gæti reynst vera, Ísraela náðu að drepa -- 11 af vísindamönnum Írana.
Séns að það sé komin, þekkingar-hola.

 

Gerfihnattamynd af Fordow eftir sprengjuárás!  Afar lítil ummerki á yfirborði.

 

Stækkun á mynd, sýnir hvar sprengjurnar fóru inn

Natanz svæðið - byrgi sem líklega liggur mun grinnra, gæti hafa eyðilagst!

Áætlaður, 5 m. víður gígur sést á -- kroppaðri/stækkaðri mynd!

Isfahan kjarnorku-rannsóknar-svæðið!

Eru Bandaríkin komin í stríð við Íran?
Virðist gæta djúprar sannfæringar hjá Trump og kollegum hans, svo sé ekki.

  1. Trump virðist hafa ályktað, Íranar muni ekki svara fyrir sig.
  2. Hann virðist telja, hótanir hans um frekari árásir á Íran -- hafi slík fælingar-áhrif að Írans stjórn, muni ekki svara fyrir sig.

Sumir líkja þeirri greinilegu sannfæringu Trumps - við Mission Complete Ræðu Bush.
Sú ræða reyndist síðar afar kaldhæðin, þ.s. eftir fall Hussains - hófst raunverulega stríðið.

  1. Ef Íranar ráðast að hernaðarmannvirkjum Bandar. við Persaflóa, ná að drepa eða særa einhverja tugi bandaríkjamanna við það.
  2. Þá, mundi líklega Trump -- telja sig knúinn til að, framkvæma þær hótanir.

Þá auðvitað eru Bandaríkin komin í stríð er gæti staðið alveg eins lengi og stríð Bush innan Íraks, er stóð yfir ca. 8 ár -- ef ég man rétt þá tímalengd.

  • Ímsir telja, að það stríð þróist yfir í, víðbreitt Miðausturlanda-stríð.

Það getur reynst rétt, þ.s. meirihlúti íbúa Íraks eru Shítar.
Írak, því líklega lendir -- Írans megin í þeim átökum.
Að auki, yrðu aðrir svæðis-bandamenn Írans á fullu kafi.

  1. Ef Íran gerir gagnárás -- Trump svarar með stórri árás!
  2. Er rökréttasta mótsvar Íran -- allsherjar árás á olíumannvirki arabaríkja við Persaflóa!

Þau eru án vafa flest hver viðkvæm fyrir slíkri árás, og tjón því á þeim sennilega mikið.
Við það færi heims olíuverð sennilega langt yfir: 100$.

  • Þetta væri skilvirkasta hefnd gegn Trump, Íranar geta framkvæmt.

Himin-hátt olíuverð gæti farið langa leið með að þurrka út vinsældir Trumps.
Þar fyrir utan, mundi þátt-taka í stórfelldu stríði, kljúfa Trumpara-fylkinguna.

  1. Stór hópur þar innan er mjög andsnúinn þátttöku Bandar.manna í erlendum stríðum, Trump græddi töluvert í kosninga-baráttu sinni síðast; á slíkri andstöðu.
  2. Beitti fyrir sig, andstöðu við -- þá þátt-töku sem Bandar. höfðu í Úkraínu-átökum, burtséð frá því að Bandar. hafa ekki haft þar neitt mannfall.

Ímsir telja, að þetta hafi a.m.k. verið hluti af sigri Trumps.

  • Ef Trump, svíkur loforð um að vera -friðar-forseti- svo rækilega, að ræsa stríði með mun beinni þátttöku Bandaríkjanna -- en sannarlega afar óbein þátt-taka þeirra í Úkraínu.
  • Er full ástæða að ætla, að það skapi raunverulegan klofning í Trump-fylkingunni.

Það er munur á -- óbeinni þátt-töku.
Og beinni, þ.s. bein þátt-taka leiðir til; mannfalls eigin liðs.

 

Niðurstaða
Áhætta Trumps, hann virðist ekki skynja akkúrat núna - þ.s. hann virðist halda sigur þegar unnin. Ekki ósvipað - mission complete ræðu Bush.
Er auðvitað að Írana svari fyrir!
Og Trump, telji sig knúinn - til að svara með mun stærri loftárás.
Slíku tilviki, hef ég þegar nefnt - líklegasta svar Írana við því.
Þ.s. Íranar örugglega vita hvernig þeir geta best hefnt sín á Trump.
Himin-hátt olíuverð, mundi valda kjara-falli innan Bandaríkjanna.
Bandaríski borgarar, hafa hingað til ávalt kennt sitjandi forseta um, kjarafall er verður er sá forseti er við völd. Meira að segja ekki ósanngjarnt að kenna honum í það skipti.
Þar fyrir utan, væri það litið svik við málstaðinn meðan -- verulegs stórs hópa innan MAGA hreyfingarinnar, sem er í henni -- stórum hluta út á loforð Trumps, að taka ekki þátt í stríðum.

  • Trump mundi kljúfa MAGA hreyfinguna.
  • Samtímis, minnka almennt fylgi við sig og sinn flokk.

M.ö.o. gæti stríð við Íran, hliðar-áhrif þess. Leitt til sigurs Demókrata næst.

-------------

Látum samt vera að fullyrða að Íranar svari fyrir sig.
Ef þeir gera það ekki, mun Trump líta út sem sá sigurvegari sem hann heldur sig vera.

PS: Vopnahlé Trump fékk Ísrael til að samþykkja - í gærkveldi, síðan heppnaðist Quatar að sannfæra Írani; virðist -- halda í dag. Hvað síðar verður.
En ef þetta er niðurstaðan, lítur Donald Trump frekar vel út.

  • Svar Írana við árás Trumps, virðist einungis hafar verið til málamynda.
    Íranar virðast hafa varað Bandar.menn við - svo enginn meiddist.
    Ekkert tjón varð þ.s. Íranar virðast einungis hafa sent árás, ætlað vera skotin niður.
  • Trump áttaði sig á þessu - verður maður að reikna með - hóf strax ef marka má fréttir er útkoman var ljós, árás Írana var einungis -token- hringingar til aðila í Ísrael. Síðan, er samþykki lág fyrir -- haft samband við Doha, að Quatar mundi ræða við Írani.
  1. Ísrael augljós sigurvegari þeirra átaka.
  2. Trump, styrkir stöðu sína á alþjóðavettvangi.

Og líklega samtímis heima fyrir. Varla hægt að segja annað, Trump þori að taka áhættu.
--------
Ekki gleyma því, átökin sýna fram á yfirburði bandarísks vígbúnaðar - sérstaklega F35 Stealth-Fighter -- klárlega gagnvart rússneskum vígbúnaði.
Kannski tími kominn fyrir Írani, að leita eftir nýjum -- vopna-sala.
Þ.s. rússneska dótið greinilega dugar ekki!



Kv.


Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til að koma í veg fyrir möguleika á samningi milli Írans og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta! Einnig getur vakað fyrir honum að egna til stríðs milli Írans og Bandaríkjanna!

Afstaða Netanyahu til Írans hefur verið á tæru í langan tíma -- hann hefur reynt að fá Bandaríkin til að leggja Íran gersamlega í rjúkandi rúst.

  • George W. Bush, skv. ævisögu sinni, gefin út skömmu eftir hann lauk forseta-tíð sinni, kom fram -- að hann íhugaði möguleika á að: 
    Leggja kjarnorku-áætlun Írans í rúst.
    Pentagon smíðaði fyrir hann skv. frásögn hans, áætlun er fól í sér - innrás Bandar.hers, markmið að til skamms tíma, hertaka tiltekin svæði -- beita verkfræðingasveitum Bandaríkjahers, til að leggja í rúst -- neðanjarðar-byrgi, þ.s. mikilvægustu þættir kjarnorkuáætlunar Írans eru varðveittir.
  • Að, Pentagon -- lagði til innrás, er Bush óskaði eftir áætlun -- um eyðileggingu kjarnorku-áætlunar Írans.
    Hef ég síðan, talið sanna -- að kjarnorkuáætlun Írans.
    Sé ekki unnt að eyðileggja, með -- loftárásum.

2 byrgi voru reist -- undir Natanz kjarnorkuverinu, Ísraels-flugher líklega eyðilagði orkuver þar á yfirborði.
Fordow byrgðið -- er grafið undir fjall: gæti verið öruggt gagnvart, kjarnorku-árás.

  1. Afar ósennilegt talið, byrgið undir Natanz verinu, hafi skemmst.
    En, sumir eru með vanga-veltur, að -- með eyðileggingu versins á yfirborðinu, geti skilvindurnar í byrginu fyrir neðan verið rafmagnslausar.
    --Augljósalega gæti það einnig verið, að til staðar sé vara-afl.
    --Mér þætti það skrítin yfirsjón hjá Írönum, að hafa enga - vara-aflsstöð.
    Slík yrði að sjálfsögðu að vera, í byrginu sjálfu.
    Og auðvitað, eldsneyti slíkrar dugar ekki - endalaust.
    En, kannski - dáldinn tíma. Kannski, vikur.
    Spurning um - hvort tjón á yfirborði, lokar - inngöngu-leiðum.
    Ef ekki, væri væntanlega unnt að - toppa upp tank vara-aflsstöðvar.
  2. Byrgið undir, Fordow fjalli - er auðvitað super-öruggt.

M.ö.o. afar ólíklegt að -- Netanyahu, geti eyðilagt kjarnorkuáætlun Írans.

  1. Vegna þess, Netanyahu - getur ekki lagt þá áætlun í rúst!
  2. Jafnvel óvíst, hvort árásirnar - valdi nokkurri minnstu töf.

Skilvindurnar undir Natanz, gætu vel -- verið starfandi, burtséð frá yfirborðstjóni.

Netanyahu's Iran strike is a well-laid trap for Trump - Asia Times

Hallast ég frekar að því, Netanyahu -- sé í tilraun til að egna til stríðs milli Írans og Bandaríkjanna, en hann haldi hann geti afrekað því - hann hefur lýst yfir sem markmið stríðs við Íran hann hefur hafið!
Málið er einnig að, þ.e. afar afar ósennilegt - að atlaga, Netanyahu, felli ríkisstjórn Írans.

  1. Ísrael getur ekki eyðilagt kjarnorkuáætlunina - með loftárásum.
    Þar fyrir utan, er innrás landhers - ópraktísk af augljósum ástæðum, fyrir Ísrael.
  2. Ef, Netanyahu, tekst ekki að egna - Trump til stríðs.

Væntanlega heldur stríðið áfram með sama hætti og sl. daga!

  • Stöðugar loftárásir Ísraels-flughers.
  • Svarað, með endurteknum eldflauga-árásum Írans.

Þegar hefur orðið manntjón meðal borgara Ísraels, eftir að einhverjar eldflaugar Írana náðu í gegn, eyðilögðu nokkrar íbúa-byggingar.
Án vafa er manntjón Írana mun meira, en - það mun í engu hindra Írans-stjórn.

  1. Írans stjórn, hefur sama þanþol fyrir manntjóni.
  2. Og Pútín hefur í samhengi Úkraínu-stríðs.

Algerlega enginn séns, að - Netanyahu, geti knúið fram einhvers konar uppgjöf Írans.

 

Þessi átök væntanlega eru afar óhentug fyrir Donald Trump!
Heims-olíuverð hefur rokið í: 70$.

  1. Óhentugt, því það veldur aukningur á verðbólgu í Bandaríkjunum.
  2. Ef olíuverð, helst 70 eða meir - þá bætist sú verðbólga, ofan á allar hugsanlegar hliðar-afleiðingar ákvarðana Trumps: Þeirra er geta aukið verðbólgu.

Slíkt verðbólga, getur skaðað - vinsældir Trump.
Trump augljóslega er ekki blindur fyrir slíku.

  • Þolinmæði hans gagnvart, Netanyahu -- gæti því þorrið á -vikum- ef átök standa yfir einfaldlega með sama hætti; samtímis helst olíuverð: 70$. +
  1. Að fylgjast með viðbrögðum Trumps, verður því forvitnilegt.
  2. Þegar hefur komið fram - Netanyahu, er í nokkurri ónáð hjá honum.

Sennilega er Trump ekki neitt sérdeilis þakklátur, Netanyahu.
Fyrir, að Netanyahu hafi -- eyðilagt a.m.k. fyrst um sinn, möguleika á samningum.

  • Trump a.m.k. virðist hafa áhuga á, að - eftir hann liggi, mikilvægur friðar-samningur.
  • Ekki síst, ef það tækist, tækist honum þ.s. engum forseta hefur tekist.

Sem væntanlega er - gulrótin - í augum Trumps.
---------
Netanyahu, vill engan frið á hinn bóginn.
Svo lengi sem, Íran er stjórnað af núverandi valdhöfum.

  1. Hinn bóginn, eru engar líkur á að -- aðferð Netanyahu, veiki Írans-stjórn.
    Mun sennilegar, hernaðar-árásir Netanyahu, séu að þétta Írans-þjóð að baki stjórninni.
  2. Trump -planið- að bjóða samninga -- var miklu líklegra til árangurs.

Einfalt að skilja:

  1. Trump getur boðið, að afleggja refsi-aðgerðir í áföngum.
    Þannig, boðið íbúum Írans, betri framtíð.
  2. Ef, trúverðugur samningur lægi fyrir.
    Klerkarnir höfnuðu honum -- eru ekki slæmir möguleikar, íbúar Írans gætu þá risið upp.

--Hinn bóginn, getur ekki aðferð Netanyahu -- haft þær afleiðingar.
--Einmitt vegna þess, herafli Ísrael er að drepa Írana, innan Írans.
Slíkt þéttir ávalt þjóð að baki ríkisstjórn - burtséð frá hve hötuð hún annars er.

 

Niðurstaða
Ég hallast að því, Netanyahu takist ekki að egna til stríðs milli Bandar. og Írans.
Muna, burtséð frá yfirlýsingum Netanyahu, hafa hingað til stjórnendur Írans - ekki sýnt irrational hegðunarferli.
Trump gaf Írönum auðvitað, sterkorðaða aðvörun. Hann þurfti það líklega ekki.

Sennilegast, halda átökin áfram - með tit for tat - loftárásum.
Manntjón Írana verður alltaf meira, en það sé minna sennilegt að það hafi áhrif á stjórnendur Írans, en tja -- minna manntjón borgara Ísraels hafi áhrif á ríkisstjórn Ísraels.
Fyrir einhverja rest, verður það nægilegt til að skapa ergelsi meðal íbúa Ísraels.

Þar fyrir utan, grunar mig að þolinmæði Trumps gagnvart stríði Netanyahu við Íran, muni reynast - takmörkunum háð. Burtséð frá því að Trump, hafi nýlega sagst sammála þeim árásum.
--Þetta allt kemur í ljós.

A.m.k. haldast olíuverð hærri en undanfarið, svo lengi sem þau átök standa yfir.
Það mun ekki virka fyrir Trump, segjast ekki bera ábyrgð á verðbólgunni heima fyrir.
Þ.s. borgarar Bandaríkjann skv. langri reynslu, kenna ávalt forseta þeim er situr, ef þeirra kjör eru að lækka undir þeim viðkomandi forseta.

Á einhverjum punkti, kviknar á peru Trumps - ef þetta fer að skaða hans fylgisstöðu.
Þangað til, gætu verið frá vikum upp í mánuði - bendi fátt til annars, en að stríðið geti varað þann tíma -- með nákvæmlega sama hætti, að Íran og Ísrael skiptast á loftárásum.

 

Kv.


Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemur í kjölfar ákvörðunar sl. sunnudag, að senda hermenn úr Þjóðvarðarliði Bandar. til sömu borgar. Trump greinilega ætlar að tékka á, hversu langt hann kemst áður en dómstólar stoppa hann!

Í Bandaríkjunum eru lög, er almennt banna beitingu hers Bandaríkjanna, innan Bandaríkjanna:  Posse Comitatus Act of 1878. Til er undantekning þar um, skv: Insurrection Act
Þar fyrir utan, er réttur forseta til beitingar - Þjóðvarðaliðs; einnig takmarkaður: En til er undantekning, er réttlætir beitingu gegn uppreisn.

  1. Trump, beitti ákvæði; er heimilar að beita Þjóðvararliði: Gegn uppreisn.
    Gengur greinilega gegn venju, að -- skilgreinar mótmæli, jafnvel óeirðir þannig.
    Þ.e. því alls ekki augljóst, að beiting Trump þar um, standist dómstóla.
    Newsom, hefur þegar kært málið: Trump is unhinged, speaking like an authoritarian
    Ath. fyrirsögnin - vitnar í orð, Newsom - er var afar harðmæltur.
  2. Að Trump ákveður einnig að senda - US Marines á svæðið: Trump deploys Marines to Los Angeles. Bendir til þess, hann ætli að virkja -- 10 U.S.C. §§ 331-335 eða Insurrection Act.

 

500,000 Donald Trump Stock Pictures, Editorial Images and ...
Vanalegur skilningur skv. hefð á -Insurrection- eru útbreidd vopnuð átök
Mér finnst líklegt, að Hæsti-Réttur Bandar. mundi, hindra beitingu - Insurrection Act.
Einfaldlega vegna, þess -- að menn séu andvígir stefnu ríkjandi stjórnvalda; er ekki - Insurrection.
--Ég meina, ef slíkt er það; af hverju þá ekki: Verkfall. 

Hinn bóginn, virðist lagagreinin er heimilar beitingu, National Guard - opin!
Ég hugsa því, að -- Hæsti-Réttur líklega dæmi Trump í vil, í máli Newsom þar um.
Þó auðvitað ef Trump gætir sín ekki í beitingu Þjóðvarðarliða, gæti málið snúist.

Vitnum einfaldlega beint í: 

National Guard in Federal service: call

Whenever—

  1. he United States, or any of the Commonwealths or possessions, is invaded or is in danger of invasion by a foreign nation;
  2. there is a rebellion or danger of a rebellion against the authority of the Government of the United States; or
  3. the President is unable with the regular forces to execute the laws of the United States;

Trump sagði einfaldlega:

  1. Mótmælin, væru í áttina að - uppreisn.
  2. Hinn bóginn -- er 3ji liður - National Guard in Federal Service Call - það loðið orðuð; Trump - líklega getur komist töluvert langt, í því að beita þeim lið fyrir sig.

Hinn bóginn - gæti hann samt sem áður: Tapað fyrir - Hæsta-rétt!
Ef hann gætir sér ekki í beitingu þeirra ákvæða.
------
Ég efa að -- Hæsti-Réttur heimili honum, að tegja þetta að - vild.

Greinarnar bersýnilega -- fela í sér, mikið þarf að vera í gangi.
Þess vegna, er a.m.k. séns, að Gavin Newsom, vinni málið fyrir - Hæstarétti.
--Ef, götu-átök eða óeirðir, einfaldlega eru bersýnilega ekki á þeim skala.
--Að, almenn lögregla, geti ekki ráðið við þau.

 

Niðurstaða
Ég fer ekki í þá dramatík, að taka undir -- sjónarmið, að aðgerðir Trumps sanni, hann stefni að, einræði. Tja, ekki að, slíkt geti ekki vakað fyrir honum.
Hinn bóginn, er vitað að Trump vill/hefur lofað, að reka gríðarlega mikinn fjölda innflytjenda úr landi.
Samtímis, er ljóst - fylki undir stjórn, Demókrata, ætla að spilla fyrir því.
----------
Líklegast virðist mér þar af leiðandi, fyrir Trump vaki.
Að, beita ítrustu úrræðum, til þess - að spilla fyrir ríkisstjórum Demókrata.
--Ef slíkir leitast við, að spilla fyrir - stefnumálum Trumps.

A.m.k. sé ég ekki nægilega ástæðu, til að taka undir.
Yfirdramatískar afstöður í þá átt, að Trump greinilega stefni að einræði.

 

Kv.


Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mörk þúsund km. innan Rússlands -- eyðilagt síðustu nothæfu MAINSTAY radarvélar Rússa. Ef þ.e. rétt, gerbreytir það stríðinu á kostnað Rússa!

Ef Úkraína hefur eyðilagt síðustu nothæfu Mainstay radarvélar Rússa.
Breitir það stríðinu -- í hag Úkraínu.

Institute for Study of War, birti gögn -- margvíslegir óháðir aðilar hafa tínt saman. Fleiri fjölmiðlar hafa fjallað um þetta að sjálfsögðu.
Heildar-mat bendi til að, 10 flugvélar séu eyðilagðar.
Að aðrar 10, séu skemmdar - þó tilvikum geti það þítt, ónýtar í reynd.

Mynd sýnir á hvaða flugvelli var á ráðist!
Mynd tekin úr frétt: BBC.

A map showing the location of the bases targeted by the drone attack. Olenya in the north-west, Ivanovo and Dyagilevo in the south and Belaya in central Russia.

Reuters - segir frá því, að áætlað tjón sé 20: 10 eyðilagðar, 10 skemmdar:
Ukraine hit fewer Russian planes than it estimated.

Þessi frétt, birtir video sem Úkraínu-her hefur birt:
Confirmed Losses Of Russian Aircraft Mount After Ukrainian Drone Assault.

Mynd tekin úr þeirri frétt, sýnir eyðilagðar flugvélar - Olenia Flugherstöð!

Þessi miðill, metur að: 7.
Flugvélar hafi verið eyðilagðar, á Belaya.

Auk þessa: Ivanovo Flugherstöð: Tvær skemmdar/ónýtar, Beriev A-50 fljúgandi-radarstöðvar!
Image

Óljóst hvort - neðri vélin er viðgerðar-fær, eða báðar eru ónýtar!
Getur verið að miðjan sé raunverulega - kol-brunnin, m.ö.o. ónýt vél.

Image

Úkraína hefur haldið því fram:

  • Hafa eyðilagt síðustu MAINSTAY vélarnar í eigu Rússa.
  • Ef marka má myndir að ofan -- er það kannski rétt.

Það væri raunveruleg breyting á stríðinu - ef Rússar eiga ekki lengur:
Fljúgandi radara, m.ö.o. AIWACS sambærilegar vélar.

 

Institute for Study of War, birtir eftirfarandi:

Now, with new satellite imagery from Maxar, we can clearly see the remains of three destroyed Tu-95MS and four destroyed Tu-22M3 bombers at Belaya: 7.

Olenya flugherstöð: Telja þeir, 2. Beriev A-50 vélar hafi verið eyðilagðar eða skemmar.
--Myndir of ógreinilegar til að vera viss, hvort þær séu alveg ónýtar.

 

Maxar satellite imagery collected on June 4 indicates that Ukrainian drone strikes destroyed at least two Tu-22 bombers and three Tu-95 bombers at Belaya Airbase ....

  • 5 flugvélar.

Belaya, flugherstöð

Belaya, flugherstöð

Ukrainian open-source intelligence (OSINT) group AviVector posted satellite imagery on June 4 that indicates that Ukrainian drones destroyed four Tu-95MS bombers and one An-12 transport aircraft at Olenya Airbase.[14]

  • 5 á Olenya flugherstöð, skv. gerfihnöttum.

Ath. - það eru 2. flugvellir af 4. er ráðist var á.
Ekki því tæmandi yfir skemmdir, lýsing frá þeim tveim.

 

Niðurstaða

Hver akkúrat fjöldinn er, áfall fyrir Rússa. Þ.s. engar þeirra véla sem eyðilagðar voru. Hafa verið í framleiðslu síðan, 1991. M.ö.o. hafi framleiðsla ekki verið endurreist, síðar.
--Þetta er geta til framleiðslu, Rússland hefur tapað niður. Frekar, en að framleiðslu hafi verið vísvitandi hætti.

Fækkun sprengjuvéla sem eru tiltækar til notkunar, þíðir -- að Rússar geta skotið færri - Stýrieldflaugum á Úkraínskar borgir.
--Þetta kemur auðvitað ekki veg fyrir, dróna-hernað.

Stýri-eldflaugar eru miklu mun hraðskreiðari, erfiðara því að skjóta niður.
-----------

Ef Rússar eiga ekki flr. Beriev A-50 vélar, nato codename Mainstay.
En, Úkraínumenn staðhæfa hafa eyðilagt þær síðustu er voru til taks í nothæfu formi.

  • Er það alvarlegt áfall, fyrir getu Rússlands til að framhalda stríðinu!

Einfalt að útskýra:

  1. Fljúgandi radarstöðvar, sjá miklu lengra en - radarar orrustuvéla eða sprengjuvéla.
  2. Fljúgandi radarvélar, geta því - hindrað andstæðingavélar í því, koma rússnesku vélunum á óvart, eða séð þær í tæka tíð -- gert rússn. vélunum kleyft að koma úkraínskum vélum á ferð í grennd við víglínuna, á óvart.
  • Afleiðing er líklega sú, að möguleikar úkraínska flughersins hafa batnað, m.ö.o. nú geti úkraínskar hervélar lónað nærri víglínunni -- gómað, rússn. vélar, er henda sprengjum á víglínuna -- svokallaðar -svifsprengjur.-
  • Ef Rússar fara að missa þær vélar reglulega, dregur það úr tíðni og skilvirkni svifsprengju-árása; þær árásir hafa verið helsta aðferð Rússa sl. rúmt ár -- í því að opna göt á víglínur Úkraínuhers.

M.ö.o. ef Rússar hafa tapað síðustu Mainstay vélunum, gæti það leitt til þess.
Að Rússlandsher glati getu sinni, til að brjóta niður varnarvirki Úkraínuhers.
M.ö.o. sókn Rússa, er hefur verið mun hægari þetta ár, nemi staðar.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband