Bloggfærslur mánaðarins, mars 2025

Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!

Financial Times vann afar áhugaverða greiningu á Trump-Coin.
Þeir niðurhöluðu lýsingu á hverri einustu færslu, er átti sér stað.
Þ.s. Trump-Coin er gefinn út í opnu kerfi, er þetta mögulegt.
Með því gátu þeir séð söluverð vs. kaupverð allra færslna.
--Sem þíðir, að unnt er að tölvugreina gögnin, og reikna út líklegan hagnað!

Donald Trump’s crypto project netted $350mn from presidential memecoin

Ég held við getum gert ráð fyrir að Donald Trump hafi halað þennan gróða inn.
En tæknilega er Trump-Coin í eigu rekstrarfyrirtækis, er skapar mögulegt svokallað -deniability- fyrir Trump.
--En þ.s. Trump hefur ekki mótmælt Trump-Coin fram til þessa, verður maður að gera ráð fyrir, að hann sé raunverulega þarna að baki.

Kerfið var örugglega sett þannig upp, að Trump var fyrsti kaupandi!
Keypti því á verði frá minna en 1$ upp í ca. 1,8$.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250307_204408.jpg

  • 1. útgáfa Trump-Coin, er 200mn. Trump-Coins.
    Tæknilega voru búnir til, 1bn. Trump-Coin.
  • 2. Ef marka má síðu er haldið er uppi um Trump-Coin.
    Verða þessir 1bn. Trump-Coin, gefnir út í 200mn. slöttum.

Grunar þó, hagnaður verði líklega minni - í seinni útgáfum.

  1. Málið er að þegar Trump -- tekur út sinn hagnað, með stórri sölu.
  2. Þá hafa augljóslega margir staðið eftir með sárt ennið, vegna fjárhagslegs taps.

Slíkt vanalega dregur úr áhuga!

Myndin sýnir Dollara-andvirði púlíunnar, áður en Trump tekur út 350mn.$.
Eins og sjá má, fellur verðið harkalega - margir hafa tapað fé augljóslega!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250307_204420.jpg

While the value of $TRUMP soared to a high of $75 a token, FT analysis shows the first 100mn tokens were sold before the price reached $1.05.

  1. Þegar Trump byrjar að selja -- er verðið 75$ per Trump-Coin.
  2. Hann nær að selja 100mn. Trump-Coin, áður en verðið fellur niður fyrir 1,05.$.

Hver hagnaður er -- er síðan reikningsdæmi, ég efa ekki að sérfræðingar FT kunni.
Upphæðin, hagnaður upp á 350mn.$. sé örugglega rétt tala!

 

Niðurstaða
Ég ætla ekki að fella neitt mat á það hvort þetta sé -ethical- eða ekki.
Fólk má hafa sína skoðun á því og tjá hana eins og það vill.

  1. Hinn bóginn, grunar mig mjög sterkt að margir þeirra er töpuðu fé er Trump seldi sína 100mn. Trump-Coin, hafi verið Trump-fanar.
  2. Trump, hafi því eins og sagt er á ensku -- fleeced them. Á Íslensku, rúið þá.

Ég get ímyndað mér, að hópur Trump-fana er átti Trump-Coin, er snar féll í verði eftir þeirra persónulegu kaup -- geti verið sárir fyrir, peninga-tapinu.
Kannsi missir Trump einhverja -- stuðningsmenn út af þessu.
--Trump virðist hafa auglýst Trump-Coin á samfélagsmiðlum þ.s. Trump-fanar eru til staðar.
Mjög sennilegt að, hugmyndin að kaupa Trump-Coin, hafi slegið í gegn.

Þannig, að afar líklegt sé að megin-þorri þeirra sem Trump - rúði - hafi verið Trump-fanar.

  • Nú er ég forvitinn að vita -- hvort einhver Trump-fan, sé til að tjá sig um þetta?
  • Keyptu þeir, Trump-Coin?
  • Töpuðu þeir fé?

Eru þeir þar af leiðandi, hugsanlega reiðir Trump? Eða, jafnvel alls ekki?

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • 20250307 204420
  • 20250307 204408
  • Úkraína mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.3.): 53
  • Sl. sólarhring: 238
  • Sl. viku: 818
  • Frá upphafi: 861869

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 674
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband