Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2025

Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastríð -- hann hlýfir Kína, meðan hann virðist ætla að ráðast að helstu bandalagsríkjum Bandaríkjanna í staðinn! Kína að sjálfsögðu mun mokgræða á þeirri nálgun Trumps!

Að Trump ákvað einungis: 10% viðbótar toll á Kína! Vekur óneitanlega spurningar.
En gegnum alla kosninga-baráttuna, var mikið rætt um meinta eða raunverulega þörft þess.
Að mæta Kína af hörku í alþjóðamálum!

Í staðinn, ræðst hann að Kanada, með 25% toll á almennan útflutning, meðan olíuvörur fá 10%.
Og að Mexíkó, þ.s. 25% tollur er lagður á allan útflutning þaðan.

  • Kanada, selur Bandaríkjunum 60% af þeirri olíu sem Bandar. flytja inn.
    Þ.e. auðvitað sú mikla sala af olíu - sem myndar margumræddan, viðskiptahalla.
  • Hinn bóginn, lítur Trump algerlega framhjá - sölu bandar. fyrirtækja á þjónustu, en á því sviði -- kvá Bandar. hafa ágætan viðskipta-ágóða á móti.

M.ö.o. viðskiptin við Kanada, séu miklu mun nær jafnvægi - en skv. tölum Trumps.

  1. Kanada, getur auðvitað selt sína olíu annað.
  2. Ekki eins og að, engir markaðir séu fyrir olíuvöru, í öðrum löndum.

Ef marka má fréttir, hefur skollið á - reiðibylgja í Kanada!
Er því sennilegt, að ákvörðun Trudeau - um sambærilegan 25% toll á allan innflutning frá Bandar. njóti almenns stuðnings í Kanada!
--Trump var afar ruddalegur í tali um Kanada, talaði eina ferðina enn, að landið ætti vera fylki í Bandar. Virðist sem nálgun Trumps, sé að valda bylgju þjóðernis-hyggju innan Kanada.

Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, hefur einnig lýst yfir 25% mót-tollar taki gildi.

  • Ég reikna með tollum á ESB -- fljótlega!
    Væri hissa á öðru. Fyrst að Trump, hefur ákveðið tolla á Kanada og Mexíkó.
  • Þau viðskipti, eru enn verðmætari en viðskiptin við Mexíkó.
    ESB hefur lofað töllum, ef Trump tollar: Brussels vows firm response.

Efnahagsáhrif af tollunum eru nokkur innan Bandaríkjanna!

TaxFoundation - birtir áhugavert mat: Trump/Biden tariffs.

Áhrif 25% tolla á Mexíkó og Kanada, skv. þeirra mati á Bandar.

  1. -0,4% hagvöxtur sbr. ástand án tolla.
  2. 286.000 störf tapist innan Bandar.
  • Ef 10% tolli á Kína er bætt við:
  1. -0,5% hagvöxtur, sbr. ástand án tolla.
  2. 326.000 töpuð störf innan Bandaríkjanna.

-0,5% virðist kannski einhverjum lítið - e-h er ekki skipti máli: Það aftur á móti líklega þíði, að hagvöxtur innan Bandar. skríði niður fyrir 2%.

Ath. Trump hefur ekki enn ákveðið, hvaða tolla hann leggur á -- innflutning frá Evrópu.
--Tapaður hagvöxtur gæti þá nálgast -- heilt prósent.

Að sjálfsögðu bætast þá einnig við verðólgu-áhrif:

Earnst & Young - ráðgjafafyrirtækið er til muna svartsýnna:

The combination of a 25 percent tariff on Mexico and Canada and a 10 percent tariff on China goods could cause U.S. economic output to decline by 1.5 percent in 2025 and 2.1 percent in 2026 as higher prices dampen consumer spending and business investment, said Gregory Daco, chief economist at EY-Parthenon, a division of the accounting firm Ernst & Young.

He also forecast inflation to increase 0.7 percentage points in the first quarter, compared to what it would be without Trump’s new tariffs, and to average 0.4 percentage points higher throughout the course of the year.

  1. Ath. - hann meinar: að hagvöxtur minnki um 1,5% - hugsanlega allt að 2,1%.
  2. Sem þíddi, sbr. hagvöxt í Bandar. nýlega mældur 2,5%: 1% eða 0,4%.
  • Skv. þessari mun dekkri spá: Minnkar hagvöxtur í Banda. ca. niður í hagvöxt innan ESB.

Ath: Ef hagvöxtur innan Bandar. minnkar þetta mikið: Mundu lífskjör innan Bandar. skv. líklegri verðbólgu yfir samatíma-bil, fara lækkandi.
Við erum ekki að tala um, háa kjaraskerðingu - en miðað við væntingar kjósenda um hærri kjör með Trump, er það líklega meir en nóg til að skapa óánægju.

Fleiri aðilar hafa kastað mati:

Analysis: The potential economic effects of Trump’s tariffs and trade war, in 9 charts

Rétt að taka fram nokkra hluti:

  1. Rétt að bílar framleiddir í Mexíkó, eru nær alltaf seldir í Bandar.
    Hinn bóginn, eru þær verksmiðjur - flestar í eigu Bandar. fyrirtækja.
  2. Þar fyrir utan, er mikið af íhlutum fyrir bandar. bifreiðaframleiðslu, framleiddir bæði í Mexíkó og Kanada -- verð áhrif verða því veruleg á bifreiðar seldar í Bandar.
  3. Greinin gerir ráð fyrir 25% tolli á olíuvörur - Trump ákvað 10% á þann varning.
    Þannig, kostnaðar-greining greinarinnar þar um, er röng.

jan25_tariffs_charts_2

Kostnaður Bandar. bifreiðaframleiðanda af tollum Trumps.
Stefni því í að vera umtalsverður!

Varðandi tal Trumps um fentanyl: er mikið eitursmyggl um Mexíkó. En Mexíkó hefur greinilega enga möguleika til að verulega minnka það! Þ.s. eiturbarónar stjórna ca. 20% af Mexíkó.
--Hinn bóginn, er slíkt smyggl afar óverulegt í gegnum Kanada. Kílóa-tal vs. tonna-tal.
--Því afar ósanngjörn aðdróttun, er kemur að Kanada.
Ef minnka á eitursmyggl til Bandar. -- er augljóst, Mexíkó þarf mjög mikla astoð!

  • Hinn bóginn, er enginn vafi - efni eru seld frá Kína.
    Ef út í það er farið, er líklega 10% viðbótar tollur á Kína því, réttlætanlegur.

 

Niðurstaða
Greinilega eru séfræðingar ósammála hve mikið tjón Bandar. verða fyrir af tollastefnu Trumps.
Þó að tollur á selda olíu frá Kanada, sé einungis 10% -- munu pumpu-verð samt líklega hækka.
Mikið af matvælum eru seld frá Mexíkó, má reikna með að verðlag á ferskum ávöxtum hækki.

Bifreiðar seldar í Bandar. munu hækka í verði - Bandaríkjamenn er halda að allt innflutt sé erlend merkjavara, verða líklega forviða er: Bandar. bifreiðaframleiðendur, hækka verðin hjá sér.
Málið er að, fyritækin hafa notað Mexíkó - sem sinn bakgarð.
--Hvað er framleidd öðru megin en selt hinum megin, er því fullkominn grautur.

  • Það getur þítt, að verðáhrif séu hugsanlega vanmetin.
  • Vegna þess, að það sé líklega mjög erfitt fyrir sérfræðinga sem ekki eru sjálfir starafandi hjá fyrirtækjunum, að vita nákvæmlega hver áhrifin verða.

Tollastefnan gæti skapað óánægju bandar. kjósenda - þ.s. það hægi á hagvexti, er a.m.k. einnig hægi á lífskjara-bata; eða, skv. Earnst & Young, gæti snúist yfir í kjara-skerðingu.

Strategískt er tollastefna Trumps líklega stórfelld mistök!
Málið er að, Trump skapar mikla reiðibylgju í þeim löndum, hann ræðst að.
Þar fyrir utan, er hann að rífa upp samninga, meira segja samninga hann sjálfur gerði.
--Reiði í bland við vantraust!

  • Virðist algerlega á tæru, að sú þróun verður vatn á myllu Kína.
  1. Tolla-stefnan, auki stórfellt líkur þess - bandamenn Bandaríkjanna: Snúi baki við þeim.
  2. Ér er að meina: Þeir gætu ákveðið. Að standa hlutlausir gagnvart Kína.

Höfum í huga, floti Kína er í dag -- ca. svipað öflugur og floti Bandaríkjanna.
--Kína þrátt fyrir minnkaðan hagvöxt, hefur ennþá ívið hærri en Bandar.
--Þar fyrir utan, nýtur Kína þess - framleiðlsa á vopnum þar, kostar minna.
Her og floti Kína er enn í hröðum vexti.
Innan ekki langs tima, verður Kína líklega umtalsvert hernaðarlega séð öflugra en Bandaríkin.

Það sé því óskapleg skammsýni að skapa óvináttu gagnvart Bandaríkjunum, meðal helstu bandalagsþjóða Bandaríkjanna.
--Í mínum augum, er yfirlýst tollastefna, næst heimskulegasta ákvörðun Trump gat tekið.

Það eina er væri enn heimskulegra, væri að lýsa yfir - hernaðarstríði gegn helstu bandamönnum Bandaríkjanna.

---------------
Vart þarf að taka fram, hvers vegna Kína geti grætt mjög mikið á hinni nýju stefnu Trumps.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 19
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859414

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband