Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2024

Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamæringa yfir forsetaembætti Bandaríkjanna? Þvert á Donald Trump, sjálfstæður milljarðamæringur -- hefur karríer Vance verið nærri 80-90% fjármagnaður af, Peter Thiel!

Sumarið og haustið 2016 - ég er að tala um kosninga-baráttur Donalds Trumps sjálfs, var hann gjarnan afar gagnrýninn á pólitíska andstæðinga; fyrir að vera að hans sögn - stjórnað af milljarðamæringum!

  1. Rök Trumps, a.m.k. voru ekki út í hött; en skv. þeim, þ.s. hann sjálfur er milljarðamæringur - hefði hann til muna, betri samningsaðstöðu gagnvart þeim!
  2. Hann vildi meina, að lítið væri að marka orð keppinauta - hvort sem um væri að ræða, innan Repúblikana-flokksins, er hann barðist fyrir útnefningu þess flokks; eða síðar eftir útnefningu sem forseta-efni þess flokks, gegn megin-andstæðingi hans, Hillary Clinton.
  • Ég er ekki endilega að segja, að ég sé 100% sammála Trump þarna.
  • Einungis, að ég taldi ekki þau rök - út í hött.

Val Trumps á James David Vance, sem varaforsetaefni, þvert á hans eigin rök!
Thiel - Vance - Trump!

How Peter Thiel and Silicon Valley funded the sudden rise of JD Vance

Vance hitti Thiel fyrsta sinn, þegar Vance var við háskóla-laganám í Yale - er Thiel hélt ræðu, sem Vance síðar sagði að hefði fyllt hann af hugljóman - þ.s. Thiel gagnrýndi nútíma samfélag, og skort á flæði nýunga hvers konar frá bandarísku viðskiptalífi: Peter Thiel and JD Vance.
Vance eftir nám hóf störf við eitt fyrirtækja Thiel, Palanthir: 2019 hinn bóginn, með 100 milljóna Dollara framlagi frá Thiel, og hluta til hagnaði af sölu bókar sinna Hillbilly Elegy, stofnaði Vance -sitt- fjárfestingar-fyrirtæki: Narya.
--Hinn bóginn, eigandi langsamlega stærsta einstaka hlutarins, er Thiel greinilega eigandi þess.
--Þó Thiel hafi virst leyfa Vance, að stjórna því - a.m.k. opinberlega.

Narya was backed with about $100mn from Thiel and a cadre of his acquaintances,including former Google chief executive Eric Schmidt and prominent venture capitalists Marc Andreessen and Scott Dorsey.

Einhverra hluta vegna, gekk Vance í augu Thiel - hvernig akkúrat, veit enginn annar en þeir tveir: How Peter Thiel and Silicon Valley funded the sudden rise of JD Vance.

  1. Hvað sem akkúrat leiddi til þess að, Thiel tók Vance að sér -- fjármagnaði ekki einungis með eigin peningum, heldur kom honum í sambönd við flr. ríka aðila, er einnig virðast gauka að peningum.
  2. Þá a.m.k. virðist ljóst, að Thiel - a.m.k. fram að þessu - virðist kjarna bakhjarl Vance.

T.d. fjármagnaði hann, stórum hluta - kosningabaráttu Vance til Öldungar-deildar-Bandaríkjaþings, fyrir Ohio-fylki.

A mole hunt, a secret website and Peter Thiel’s big risk: How J.D. Vance won his primary

Peter Thiel and JD Vance: How PayPal founder boosted VP candidate's political career

Eins og kemur fram, voru keppinautar Vance - enn betur fjármagnaðir.
Hinn bóginn umbyltir það ekki þeirri mynd - að Vance á Thiel, algerlega að þakka - þingsæti sitt.

 

Musk er auðugari en Trump og Thiel, þó auður þeirra væri lagður saman!

Elon Musk - Simple English Wikipedia, the free encyclopedia
Elon Musk, virðist nýlega genginn í lið fjárfesta, er styðja Vance í Hvíta-Húsið; Musk virðist nú byrjaður að fjármagna kosningu Trumps og Vance, um 45millj.dali per mánuð!

Elon Musk Has Said He Is Committing Around $45 Million a Month to a New Pro-Trump Super PAC

Skv. VallStreetJournal, hóf Musk formlega stuðning við framboð Trumps og Vance, í kjölfar skotárásar á Trump -- hinn bóginn, hafa reglulegar fregnir verið í fjölmiðlum, um áform Trumps til slíks stuðnings.
Ef marka má VLJ, berst fyrsta framlagið nk. mánaðamót.

Musk plans to give $45 mln a month to new pro-Trump PAC, WSJ reports
Frétt Reuters, fjallar um -- fyrirhugaðan stuðning Elon Musk.
Musk brást e-h illa við þeirri frétt, uppnefndi hana - fake news.
En virðist skv. VLJ, búinn að ákveða að fjármagna um - rausnarlegar 50 millur á mánuði.

 

Vanity Fair fékk viðtal við Vance, er hann var á ráðstefnu 2022!
Í ljósi þess, Vance getur orðið forseti - vekja skoðanirnar athygli!

Skoðanir Vance: Vance virðist hluti af skoðanahópi, er nefna sig -New Right- með þær hugmyndir að nútímasamfélag sé fullkomlega ósjálfært - annaðhvort hrynji, er víst kvá vinsæl kenning í hópnum, þá þyrfti fólk með betri hugmyndir að stíga fram, hópurinn væntanlega, og bjarga því sem bjarga sé hægt úr rústunum -- eða, hin kenningin, að þörf sé fyrir einræðisherra, sem taki sér öll völd svo unnt sé að gera, að mati hópsins, nauðsynlegar breytingar.
--Pieter Thiel, virðist mikilvægur fjármagnari og áhrifa-valdur meðal þessarar hreyfingar.

  • Eins og ég skil þetta:
    Skilgreina þeir nærri allt samfélagið, vinstri.
    Ekki síst, stofnana-kerfi þess - þeir virðast afar andvígir, neti stofnana og þeirra hugmynda er fylgja þeim stofnunum -- einnig þeim hugmyndum, er virðast ráðandi á netinu.

    En netið hefur greinilega sett samfélags-breytingar á Túrbó.
    Hvernig netið leiðir til þess hugmyndir flæða um allt, alls staðar frá - ógnar auðvitað, öllum hugmynda-kerfum, sem vilja með einhverjum hætti: takmarka-hraða-þeirra-breytinga.

    Mig grunar, að þetta - Nýja-Hægri - sé ef e-h er, enn frekar byrtingar-mynd við þá breytinga-bylgju er fylgi netinu sjálfu; það er áhugavert - að inn í þetta Nýja-Hægri fléttast trúar-hópar frá Biblíu-belti Bandar. þ.s. er ekki undarlegt, að trúar-hópar líti á þær hröðu samfélags-breytingar, sem vaxandi ógn.

    Thiel, sjálfur - gerðist Kaþólikki, og tók upp andstöðu við fóstureyðingar, sem og tortryggni gagnvar getnaðar-vörnum, er fylgir afstöðu Kaþólikka.
    Vance sjálfur, hugsanlega vegna áhrifa frá Thiel - og þeim hópi hann síðan gekk í; gerðist sjálfur trúaður; m.ö.o. tók upp andstöðu við fóstureyðingar og tortryggni gagnvart getnaðarvörnum að auki.

    Þ.e. því afar freystandi -- að túlka þetta einfaldlega sem!
    Andstöðu trúar-hópa innan Bandaríkjanna, við hraðar samfélags-breytingar er fylgdu netinu.
    Vegna þess að þeir virðast átta sig á að, samfélagið sé ekki líklegt til að -- styðja byltingu gegn þeim breytingum er þegar orðið hafa, sem og þeim sem líklega verða.
    Skýri, líklega af hverju - Vance aðhyllist hugmyndir um, afnám lýðveldisins.

    Ég bý það ekki til -- Vance segir þetta sjálfur, í viðtalinu frá 2022!

Einkaviðtal við Vance - 2022!
Inside the New Right, Where Peter Thiel Is Placing His Biggest Bets

Vance described two possibilities that many on the New Right imagine—that our system will either fall apart naturally, or that a great leader will assume semi-dictatorial powers.

  • So there’s this guy Curtis Yarvin, who has written about some of these things, - So one [option] is to basically accept that this entire thing is going to fall in on itself, - And so the task of conservatives right now is to preserve as much as can be preserved, waiting for the inevitable collapse of the current order.
  • I tend to think that we should seize the institutions of the left, - And turn them against the left. We need like a de-Baathification program, a de-woke-ification program.
  • I think Trump is going to run again in 2024, ... I think that what Trump should do, if I was giving him one piece of advice: Fire every single midlevel bureaucrat, every civil servant in the administrative state, replace them with our people.
  • And when the courts stop you, ... stand before the country, and say, the chief justice has made his ruling. Now let him enforce it.
  • We are in a late republican period, ... If we’re going to push back against it, we’re going to have to get pretty wild, and pretty far out there, and go in directions that a lot of conservatives right now are uncomfortable with.
  • Indeed, ... Among some of my circle, the phrase ‘extra-constitutional’ has come up quite a bit.

Þegar blaðamaður spurði hann -- hvort hann meinti; einræði?

  • I think the cultural world you operate in is incredibly biased, ... the leaders of it, like me in particular. - That impulse, ... is fundamentally in service of something that is far worse than anything, in your wildest nightmares, than what you see here.
    [Hann greinilega er að tala um nútíma-samfélagið sjálft, the MATRIX eins og sumir þeirra nefna það - e-h svo fullkomlega hræðilegt, að þeir eiga í vandræðum með að lísa því með nægilega slæmum orðum. M.ö.o. eru þeir á móti nútíma-samfélaginu sjálfu.]
  • ....it will mean that my son grows up in a world where his masculinity—his support of his family and his community, his love of his community—is more important than whether it works for fucking McKinsey.
    [Þ.s. hann talar um soninn sem fyrirvinnu -- virðist hann lýsa endurupptöku gamla samfélagsins, þ.s. konan vann heima, karlinn var fyrirvinna. Auk þessa, er honum greinilega í nöp við það - að fólk hafi status vegna þess fyrir hverja það vinnur.]

Skv. þessu virðast þetta hugmyndir fólks -- er starir í baksýnis-spegilinn.
Það þarf að, vinda ofan af nútíma-samfélaginu.
Taka aftur upp, gamla hætti - nútíma-samfélagið hefur afskrifað í áratugi.

  1. Hinn bóginn, er það augljóslega ómögulegt -- að snúa til baka um 60 ár.
  2. Þessar hugmyndir eru ekkert minna en snar-geggjaðar.

Vert þó að varpa ljósi á geggjan Vance - því hann gæti orðið forseti Bandaríkjanna.
Augljóslega er ómögulegt að vinda samfélaginu til baka um 60 ár!
--Sem þíði ekki, að ef hann næði að verða forseti, gæti hann ekki hafið slíka tilraun.

Hinn bóginn, mundi samfélagið nær gervallt líklega standa á móti svo róttæku afturhaldi.

 

Niðurstaða
Athygli vakir gríðarleg róttækni Vance - sem ég verð eiginlega líkja við, Vladimir Lenin.
Vegna þess, að Lenin - vildi umbylta öllu samfélags-forminu. Það vill Vance einnig.
--Þó svo breytingar þær Vance vill, séu aðrar. Virðist Vance, síst minna róttækur.

Elon Musk, er yfirlýstur - stjórnleysingi, af hægra litrófinu. Sem þíðir, hann vill smætta ríkið eins mikið og hægt er. Minnka skatta eins mikið og hægt er. Afnema regluverk um fyrirtæki, eins mikið og hægt er. Sama tíma, er hann algerlega andvígur verkalýðshreyfingum hvers konar.

Peter Thiel, sem er einn lykilfjármagnara - svokallaðs: Nýs-Hægris. Virðist blanda inn í þessa, trúarlegum hugmyndum, sem líklega liggur að baki andstöðu við -- nútíma samfélagið, eins og það hefur þróast.
--Hann hefur verið patron Vance, frá upphafi.

Líklega ná milljarðamæringarnir saman, um skattalegar hugmyndir - um takmörkun regluverks - líklega, mig grunar, einnig er hann andvígur verkalýðshreyfingum.
--Musk, hinn bóginn, er ekki nærri eins trúaður.

  1. Punkturinn í þessu er auðvitað sú, að baki liggur veðmál um Vance, sem framtíðar forseta.
  2. Til samans, hafa þeir fullkomlega nægilegt fjármagn, til að fjármagna kosninga-baráttuna, algerlega úr eigin vasa; þá núverandi og hugsanlega síðar meir fyrir Vance.

Þá blasir það við - ef Vance næði síðar meir kjöri, eða Trump deyr síðar eftir hafa náð kjöri.
Umráð milljarða-mæringa yfir forseta-embættinu, geta þar með orðið alger!

  • Hafandi í huga orð, Trumps sjálfs frá 2016.

Eru orð Vance, algerlega ómarktæk.
Nema um þau atriði, sem unnt er í að ráða -- að milljarðamæringarnir hafa vilja til.

--------------------

  1. Augljóslega hljóta Demókratar að leggjast á Vance!
  2. Þar um, hafa þeir - nægan sjóð af eldri ummælum Vance.
  • Og auðvitað, sjóð ummæla Trumps frá 2016.

Augljós róttækni Vance, efasemdir um nánast gervallt samfélagið eins og það er.
Hugmyndir í þá átt, að samfélagið eins og það er -- sé fullkomlega hræðilegt.
--Verður auðvitað einnig, kjöt á beini þegar gagnrýnin á Vance hefst fyrir alvöru.

 

Kv.


Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna? Ákvörðun réttarins virðist opna á möguleikann á - pólitískum morðum, fjöldahandtökum andstæðinga, jafnvel valdaránstilraunum!

Ég hef fyrir þessu - aðvörun, Sonia Sotomayor, sem er meðlimur Hæstaréttar Bandaríkjanna:
Sotomayor scolds immunity decision for making presidents king above the law!
Fullur Texti Dóms Hæstaréttar Bandaríkjanna, ásamt álitum þeirra er voru í minnihluta - þar á meðal, minnihlutaálit Judge Sotomayor -- fullur texti: https://www.supremecourt.gov/opinions/23pdf/23-939_e2pg.pdf.

Ef fólk vill lesa dóminn allan og álit minnihluta!

Meðlimur Hæstaréttar Bandaríkjanna, Judge Sonia Sotomayor

Sonia Sotomayor - Wikipedia

Skv. tilvitnunum í hennar álit:

Today’s decision to grant former Presidents criminal immunity reshapes the institution of the Presidency - It makes a mockery of the principle, foundational to our Constitution and system of Government, that no man is above the law.

The Court effectively creates a law-free zone around the President, upsetting the status quo that has existed since the Founding,

This new official-acts immunity now lies about like a loaded weapon for any President that wishes to place his own interests, his own political survival, or his own financial gain, above the interests of the Nation.

The relationship between the President and the people he serves has shifted irrevocably. In every use of official power, the President is now a king above the law,

Our Constitution does not shield a former President from answering for criminal and treasonous acts,
Argument by argument, the majority invents immunity through brute force,

When he uses his official powers in any way, under the majority’s reasoning, he now will be insulated from criminal prosecution

Orders the Navy’s Seal Team 6 to assassinate a political rival? Immune,
Organizes a military coup to hold onto power? Immune.
Takes a bribe in exchange for a pardon? Immune. Immune, immune, immune.

 

Ég ætla sjálfur aðeins að vitna í meirihluta-álit Hæstaréttar:

Taking into account these competing considerations, we
conclude that the separation of powers principles explicated
in our precedent necessitate at least a presumptive immun-
ity from criminal prosecution for a President's acts within
the outer perimeter of his official responsibility.

Such an immunity is required to safeguard the independence and
effective functioning of the Executive Branch, and to enable
the President to carry out his constitutional duties without
undue caution.

At a minimum, the President must therefore be immune
from prosecution for an official act unless the Government
can show that applying a criminal prohibition to that act
would pose no dangers of intrusion on the authority and
functions of the Executive Branch.

M.ö.o. segja þeir nauðsynlegt að Forseti Bandaríkjanna, geti tekið ákvarðanir innan ramma valdsviðs Forseta Bandaríkjanna -- án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því, að ákvörðunin hugsanlega brjóti lög Bandaríkjanna!

Þessi algera lögvernd sé nauðsynleg, svo að forseti Bandaríkjanna geti beitt valdi forseta Bandaríkjanna óhikað og óhræddur -- ótruflaður m.ö.o.

Einungis megi íhuga möguleikann á saksókn, vegna þess að ákvarðanir hafi hugsanlega brotið lög eða Stjórnarskrá -- ef dómstólar sýna fram á, að sú saksókn ógni í engu valdsviði forseta.

  1. Það er þessi algera vernd valda embættis Forseta Bandaríkjanna, gagnvart hugsanlegri saksókn síðar meir.
  2. Sem er nýstárlegt.
  • Ég held því að ég verði að taka undir gagnrýni, Sotomayor -- að Hæsti-Réttur Bandaríkjanna, hafi skapað ástand sem sé líklega stórhættuleg fyrir framtíð Bandaríska lýðveldisins.
  • M.ö.o. virðist mér rétt gagnrýni, að þ.s. forsetinn hafi nú agera lögvernd gagvart allri hugsanlegri ólöglegri framkvæmd sem hann eða hún, hugsanlega geti tekið ákvörðun um -- út frá eigin persónulegu hagsmunum -- skapi ástand sem geti leitt fram yfirvofandi fall bandaríska lýðveldisins.

 

Til að undirstrika þetta frekar, frekari tilvitnanir í álit meirihluta!
Takið eftir, meirihlutinn velur þetta dæmi sjálfur.

Fitzgerald, 457 U. S., at 745 (quot-
ing Spalding v. Vilas, 161 U. S. 483, 498 (1896)). We thus
rejected such inquiries in Fitzgerald. The plaintiff there
contended that he was dismissed from the Air Force for re-
taliatory reasons.

Rekinn hermaður kærði brottrekstur.

See 457 U. S., at 733–741, 756. The Air
Force responded that the reorganization that led to Fitzger-
ald’s dismissal was undertaken to promote efficiency. Ibid.
Because under Fitzgerald’s theory “an inquiry into the
President’s motives could not be avoided,” we rejected the
theory, observing that “[i]nquiries of this kind could be
highly intrusive.”

Meirihluti Hæstaréttar - tekur þetta sem dæmi um hvað, ekki má skv. þeirra áliti, þ.e. rýna í ákvarðanir ríkistjórnar um það hvað lág að baki þeirra ákvörðunum.
Því slík rýni sé óforsvaranlegur ágangur á vald ríkisstjórnarinnar, og embættis forseta.

See 457 U. S., at 733–741, 756. The Air
Force responded that the reorganization that led to Fitzger-
ald’s dismissal was undertaken to promote efficiency. Ibid.
Because under Fitzgerald's theory an inquiry into the
President's motives could not be avoided, we rejected the
theory, observing that “[i]nquiries of this kind could be
highly intrusive.

Meirihluti réttarins, tekur þetta sem dæmi um það -- hvers vegna skv. þeirra áliti, Forsetinn og ríkisstjórn Bandaríkjanna - verði að hafa lögvernd um allar sínar ákvarðanir; eins og þarna kemur fram -- á þeim grunni, að það þurfi að vernda ríkið og embætti forseta gagnvart.
--Eins og kemur þarna fram, hugsanlegum truflunum vegna lögsókna þeirra sem eru ósáttir við þeirra ákvarðarnir.

Otherwise, Presidents would be subject to trial on every allegation
Opinion of the Court that an action was unlawful, depriving immunity of its in-
tended effect.

Eins og ég sagði að ofan -- ég fæ ekki betur séð en að sú algera lögvernd sem Hæstir-Réttur Bandaríkjanna hefur búið til fyrir Forseta Bandaríkjanna, embætti forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Búi til það ástand að Forseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórn -- geti beitt sér að vild þvert á lög og Stjórnarskrá.

 

Hið áhugaverða er - að Demókratar eru við völd! Þannig þeir njóta þess nú, að Hæstiréttur Bandaríkjann -- hefur nú veitt ríkisstjórn Bandaríkjanna og Forseta Bandaríkjanna -- algera vernd er kemur að því að brjóta lög Bandaríkjana og/eða Stjórnarskrá Bandaríkjanna!

Það sem ég er að hugsa, er: Af hverju ættu þeir ekki að notfæra sér þetta?

  1. Sotomayor bendir á, Forseti Bandaríkjanna -- getur nú gert valdaránstilraun, án þess að síðar meir sé mögulegt að færa Forsetann núsitjandi fyrir lög og dóm.
    Það þíðir, að Hæsti-Réttur hefur fjarlægt alla persónulega áhættu fyrir forseta Bandaríkjanna af slíkri aðgerð.
    Nema þeirri hugsanlegu hættu, einhver taki sér vopn í hönd og skjóti hann.

    Ég er einmitt að leggja það til. Að Demókratar, ef þeir tapa í haust í kosningunum framundan, þá beiti þeir hernum fyrir sinn vagn.
    Taki völdin, með öðrum orðum -- leggi stjórnarskrána til hliðar.

    Það getur hjálpar þeim að taka þá ákvörðun, þeirra líklega sannfæring -- ef þeir gera þetta ekki sjálfir, þá muni Trump hvort sem er lísa sig einvald - um leið og hann er formlega tekinn við - bandaríska lýðveldið í þeirri sviðsmynd taka enda.

    M.ö.o. þeirra líklega sannfæring að -- Fall Lýðveldisins sé yfirvofandi hvort sem er.
    Geti hjálpað þeim að sannfæra sig um að taka þá ákvörðun sjálfir.

  2. Sotomayor, bendir að auki á möguleika þann, að forsetinn beiti hernum til að myrða pólitíska andstæðinga, hvort sem Navy Seals eru notaðir eða einhver önnur sérsveit.
    Það sama gildi - að forseti geti ekki lengur verið ákærður og síðar dæmdur fyrir að fyrirskipa slík pólitísk morð.
    Hinn bóginn hafa hermenn ekki lögvernd.
    Forseti yrði því að lofa þeim náðun fyrir verkið.

    Hinn bóginn, virðist það sannarlega líklega rétt, að Hæsti-Réttur hafi galopnað á möguleikann á pólitískum morðum.
    Aftur gildir að Demókratar eru við völd.
    Nú meina ég, að Demókratar sannfæri sig um að, rétt sé að láta drepa Donald Trump.
    Og hugsanlega einhverja aðra stjórnarandstæðinga að auki.

    Að sjálfsögðu ef Trump kæmist til valda -- stæði hann frammi fyrir sömu freistingum.
    Það geti því hjálpað Demókrötum að taka slíkar ákvarðanir, ef þeir ákveða -- ef þeir gera þetta ekki sjálfir, þá líklega muni Trump nota þetta nýja algera frelsi til athafna með fullri lögvernd -- sem Hæstiréttur hefur búið til.

    Ég virkilega tel þetta raunhæfan möguleika -- að pólitísk morðalda sé framundan í Bandaríkjunum. Hæstiréttur hafi með ákvörðun sinni, veitt veiðileyfi.

  3. Viðbótar möguleiki, eru pólitískar fjölda-handtökur, og sýndarréttarhöld.
    Meirihluti Hæsta-Réttar tók af allan vafa, að Forseti getur rekið sérhvern þann er starfar fyrir bandaríska ríkið -- m.ö.o. að ekki sé til fyrirbærið sjálfstæður ákvarðana-aðili, er heyrir beint undir ríkið.
    --Þetta að sjálfsögðu, galopnar enn meir en fram til þessa hefur átt við.
    Á pólitískar ofsóknir í formi fyrirskipaðra dómsrannsókna!
    M.ö.o. skv. því hefur ríkissaksóknari ekkert sjálfstæði gagnvart ríkisstj. og forseta.

    Þar fyrir utan, virðist mér augljóst -- að fyrst að ríkissaksóknari hefur ekki lengur nokkurt sjálfstæði.
    Þá geti Forseti Bandaríkjanna, nú fyrirskipað handtökur á nánast hverjum sem er.
    Því blasi við - ekki einungis pólitísk morð - pólitískar dómsrannsóknir -- heldur einnig, pólitískar handtökur.

    A)Ég hef heyrt það svar - dómstólar geti enn, fyrirskipað, að saklausum handteknum sé sleppt lausum.
    B)Gott og vel, þá setur forseti Bandaríkjanna upp fangabúðir erlendis. Ef þær eru ekki undir beinni lögsögu bandar.dómstóla - sé ég ekki betur, en að nú geti Forseti Bandaríkjanna - óhræddur, því sá þarf ekki lengur að óttast síðar meir að vera færður fyrir lög og dóm sjálfur - hafið fjölda-handtökur á pólitískum andstæðingum.
    --Með því að vista þá erlendis, í landi algerlega háð Bandar. um allt.
    Þá komist Forsetinn hjá því vandamáli, að dómstólar Bandar. gætu gert tilraunir til að, fyrirskipa að þeir einstaklingar væru látnir lausir.

M.ö.o. virðist mér dauði Bandaríska lýðveldisins bakaður inn í dóm Hæstaréttar!

 

Niðurstaða
Skv. mínum ályktunum, virðist mér ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna, að allar ákvarðanir innan valdsviðs forseta séu hafnar yfir lög og dóm -- þíða að fall bandaríska lýðveldisins sé yfirvofandi.

Með ákvörðun Hæsta-Réttar, sé embætti forseta, breitt í embætti -- kjörins einræðisherra.
Málið er, að með því að gera vald forseta - svo algerlega einrátt og óskorað.
Hefur Hæstiréttur stórfellt aukið -- hættuna fyrir almenning, fyrir Bandaríkin sjálf, er fylgir því embætti.

Völd Forseta sú nú slík, að freystingin til að halda þeim.
Ásamt þeirri ógn er fylgi þeim völdum, fyrir sérhvern þann er sé undir því valdsviði.

Sé nú slík -- að líkur á því að þeir er nú gegna embætti forseta.
Leitist til að halda þeim völdum til streitu!
Sé nú yfirgnæfandi orðin.

Það sé ekki einungis vegna þess hve hið algera vald freystar fullkomlega.
Það sé einnig vegna þess, að þeir sem ná hafa það -- algera vald undir sinni stjórn.
Eru líklegir til að sjá stórfellda persónulega ógn gagnvart því að sleppa þeim völdum.

Mér finnst afar sennilegt, að Demókratar -- séu fullkomlega sannfærðir.
Að ef þeir sjálfir beita ekki þeim auknu völdum þeir nú hafa.
Muni Donald Trump beita þeim völdum - gegn þeim.

Það sé því ekki síður, sú hræðsla að þeim auknu völdum verði beitt gegn þeim.
Er knýi þá til að taka völdim sjálfir með því að beita þeim auknu úrræðum, er forsetinn nú greinilega hefur, í kjölfar ákvörðunar meirihluta Hæsta-Réttar Bandaríkjanna.

  • Kaldhæðið, að í því að verja völd forseta - gagnvart því sem meirihluti Hæsta-Réttar Bandaríkjann, hefur ákveðið að sé frekleg ásælni dómskerfis Bandaríkjanna.
  • Haefur sá meirihluti líklega framkallað yfirvofandi endalok hins 200 ár Lýðveldis Bandaríkjanna.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband