Bloggfærslur mánaðarins, júní 2024
Varnir Úkraínu eru að halda! Þetta er auðvitað mikilvægasti Punkturinn!
Töluverður fjöldi fólks spáði Rússlandi sigri í ár. Nokkrir slíkir bloggarar eru á MBL.
Sannarlega var útlit nokkuð dökkt um tíma - er stafaði af því, að 6-8 mánuði, hindraði hópur þingmanna í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, samþykki Bandar.þings á frekari vopnasendingum.
- Það var auðvitað af hverju, Rússum gekk nokkuð þetta vor og - maí og fram í júní.
- Hinn bóginn, síðan Bandar.þing samþykkti í maí að senda vopnin - og síðan þau hafa þau borist, hefur vígsstaðan greinilega snúist aftur Úkrainu-mönnum í vil.
- Einfaldlega þannig, vindur virðist síðan úr sóknar-aðgerðum Rússa.
- Sannarlega eru enn harðir bardagar, sérstaklega í Donetsk héraði - hinn bóginn, er bardögum lokið að virðist í Kharkiv héraði.
Punkturinn er sá, að -- varnir Úkraínu halda.
Enn eru Rússar að þvinga með miklu mannfalli - línu Úkraínu í grennd við Avdiivka.
Hvert sinn er það afar lítil hreyfing, og mjög sennilega er kostnaður í mannfalli hár hvert sinn.
- Punkturinn er sá, að Úkraínumenn -- hafa efni á því, að berjast þannig við Rússa.
Úkraínumenn gefi eftir fermetra, svo fremi sem það er gegn hárri blóðtöku Rússa. - Þetta ár, þurfi Úkraínumenn - að safna liði, þjálfa upp nýjan her - safna vopnum.
Á meðan, að lágmarka eigið mannfalla og vopna-tap.
Þetta er mat sérfræðinga, það gildi í fyrir Úkraínu!
Að blæða Rússum!
- Málið er að - Rússar ráða ekki yfir ótakmörkuðu magni vopna.
- M.ö.o. það gangi á vopnabirðir Rússa.
- Þess vegna segja menn vaxandi mæli: 2025 sé lykilárið.
Equipment losses in Russias war on Ukraine mount
2025 Could Be Year of Decision in Ukraine War
Russian Military Objectives and Capacity in Ukraine Through 2024
- Royal United Services Institute (RUSI) - telur að Rússland hafi nægar vopnabirðir út þetta ár. Rússum hafi þrátt fyrir gríðarlegt tjón á mikilvægum vopnakerfum - tekist að viðhalda stöðugum fjölda bryntækja og stórskotakerfa í notkun.
- Hinn bóginn, telja þeir að -- Rússar lendi líklega í vandræðum 2025 eða 2026.
Málið er að Rússar ganga stöðugt á gamlar vopnabirgðir.
Þó miklar, eru þær ekki endalausar.
Sérfræðingar eru að leitast við að áætla, hvenær tómahljóð kemur.
Þ.e. hvenær raunverulegur skortur á framlínukerfum birtist hjá Rússum.
Skv. minni bloggfærslu í maí:
Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að -- 3 ár til viðbótar! Mig hinn bóginn grunar í reynd að Rússar endist vart önnur 2 ár!.
Þá benti ég á merkilegar tölur um það hvernig staða þeirra birgða er!
Punkturinn snýr að stöðu birgðasvæða Rússa!
- 32% eða ca. 1/3 fækkun í heildar-bryntækja-birgðum.
- 40% fækkun í stórskota-vopnum í birgðastöðvum Rússa!
Einfaldlega unnt að framreikna hvenær ca. Rússar lenda í vandræðum!
Fyrir neðan - gerfihnattamyndir sem ég hef áður birt!
Here is a comparison of one of the spots pre war and 2024, with D-30 (yellow), MT-12/T-12 (green), 2A36 (red) and 2A65 (orange).
In the image from March 2024 there are only some M-30 (pink) and D-30 left.
- Útivistaðar birgðir Rússa, eru einfaldlega undir stöðugu eftirliti.
- Með gerfihnattamyndum teknum yfir tímabil.
- Er hægt að kasta mati á -- notkun Rússa á þeim búnaði.
- Og því hægt að meta, hvenær þær birðist líklega klárast!
Mat aðila er að: Þær endist 2-3 ár af stríði.
- Vona fólk skilji, vopn sem varðveitt eru úti fyrir veðri og vindum, frosti og snjó sem rigningu og annarri veðran -- skemmast við slík skilyrði.
- Sérstaklega þegar þau eru varðveitt þannig, um áratugabil.
Ekki er hægt að skoða hvort vopn eru illa riðguð úr gerfihetti.
Eða hvort, vélar og tæki, hafa tærst og veðrast þannig, búnaðurinn er fastur.
- Líklega er margt af tækjunum, hreinlega ónýt.
- Rússar augljóslega, hafa verið að taka skárstu tækin - og eða, verið að taka parta úr tækjum, til að búa til nothæf.
- Mikið af því sem - enn er eftir. Gæti verið ónýtt. Eða búið að fjarlægja mikilvæga parta, sem ekki er unnt að sjá á gerfihnattamyndum.
Sérfræðingar greinilega meta -- að ca. helmingur tækja sé sennilega ónýtur.
- Höfum í huga, að vegna þess hve mikið af dótinu er rosalega gamalt.
- Þá verða Rússar líklega að halda elstu tækjunum í notkun við -- með því að taka varahluti úr tækjum, sem enn eru ónotaðar í slíkum birgðastöðum.
- Vegna þess, að varahlutaframleiðslu var líklega hætt fyrir löngu.
Þegar um er að ræða e-h sem ekki hefur verið í notkun lengur en 30 ár t.d.
Það styður auðvitað það mat -- að líklega sé ekki meir en helmingur þess sem nú er eftir, sem unnt er hugsanlega að taka í noktun.
- Skv. því, er rökrétt að gera ráð fyrir þeim möguleika, að Rússa skorti vopn þegar 2025.
- Eða, að skortur á helstu vopnakerfum, ágerist og verði alvarlegur 2026.
Um stöðu stríðsins sjálfs, einfaldast að skoða kort yfir tímabil!
Rússland ræður nú ca. 18% af Úkraínu - tilfærslur sl. 6 mánuði hafa bætt við 2%.
Þ.e. úr 16% í 18%.
- Þ.e. sannarlega aukning -- hinn bóginn hefur það tekið Rússa 6 mánuði.
- Og megnið af þeirri aukningu, varð þegar Úkraínu tímabundið skorti skotfæri.
Luhansk svæðið 24. Febrúar 2024
Luhansk svæði, 23 júní 2024
Aðalmunurinn milli kortanna er -- allra syðst.
Þar að á sl. 6 mánuðum þvinguðu Rússar -- totu inn í varnarlínu Úkraínu.
Eftir fall Avdiivka, beittu Rússar gríðarlegum þrýstingi á því svæði.
Donetsk víglínan 24. Febrúar 2024!
Donetsk víglínan, 23. júní 2024
- Fall Avdiivka ætlar að vera meginárangur Rússa í ár.
- Rússar eru enn með harðar árásir á því svæði.
- En einnig norðar, í grennd við Bakhmut.
Þ.s. Rússa dreymir um að ná, Shasiv-Yar.
Sá bær er á hæð er veitir Úkraínumönnum visst forskot meðan þeir halda hæðinni.
Hinn bóginn, hafa Rússar nú barist þarna í nú -- nokkra mánuði.
Þeir eru enn i ca. sömu sporum nú og t.d. í upphafi maí.
Mig grunar að Rússar muni ekki ná Shasiv-Yar.
Framrás Rússa á Kharkiv svæðinu virðist búin
Eftir best verður séð, hafa Rússar gefið eftir frekari sóknartilraunir í NA-Úkraínu.
- Virðist staðfesta eina ferðina enn, að Rússar megna ekki að viðhalda sóknum á flr. en einu svæði - í einu.
- Þetta hefur birst ítrekað í stíðinu síðan 2022 kláraðist.
Átök halda áfram í Donetsk héraði þ.s. Rússar ráðast enn á varnarlínur Úkraínu í framhaldi af Avdiivka, og í grennd við Bakhmut -- nokkru Norðar.
Hinn bóginn, einungis í grennd v. Avdiivka þ.s. enn eru smávægilegar hreyfingar.
- Þess vegna eðlileg ályktun að stríðið sé aftur í patt-stöðu!
- Skv. sérfræðingum - er patt-staða Úkraínu í hag!
Vegna þess vandamáls Rússa - að þeirra vopnabirðgir eru að klárast.
Niðurstaðan
Skv. ofangreindu, þurfa Úkraínumenn ekki meir að gera en að verjast þetta ár.
Það stafi af því, að vopnabirgðir Rússa - eru takmarkaðar.
Rússar viðhaldi stríðinu með því að - ganga á uppsafnaðar gamlar vopnabirgðir.
Meðan eigin framleiðsla Rússa sé brotabrot af þörf.
Þá skilgreini ég framleiðslu - sem nýtt framleitt tæki. Ekki viðgerð á gömlu.
Ástæðan sé sú, að skv. áætlun sérfræðinga -- hefst vaxandi skortur á helstu vopnakerfum, hugsanlega sem snemma sem: 2025. A.m.k. telja þeir öruggt, ekki síðar en: 2026.
Rússland geti ekki framhaldið stríðinu ótakmarkað.
Jafnvel þó Rússar geti mannað herinn lengur -- með fólki.
Þá þurfa hermenn einnig vopn, annars skipti engu hve margir þeir eru.
- Skv. því, gæti það hafa verið síðasti séns Rússa: Sigur 2024.
- Ef Rússa fera að skorta helstu vopnakerfi, 2025.
Gæti skapast góður möguleiki fyrir Úkraínska gagnsókn það ár. A.m.k. ekki seinna en 2026.
---------------
Ergo, Úkraína þarf einungis að halda út þetta er, eða eitt ár enn.
Og vopnaskortur mun knýja Rússa, annaðhvort seinni hluta 2025, eða fljótlega 2026: Til að óska eftir friði.
Þá geri ég ráð fyrir mjög ólíkum friðarskilmálum frá Rússum. En þeim þeir enn halda á lofti.
Stríðið getur endað með friði fremur hratt -- um leið og Rússar slá verulega af sínum kröfum.
Stríðið verði líklega búið, annaðhvort fyrir árlok 2025, eða einhvern tíma 2026.
- Eina sem geti breitt stöðu Rússa, sé: Ef Kína gengur í lið með Rússum.
- Fram til þessa, sé ég engin teikn slíks. Pútín væri ekki að halda á lofti samningum við Norður-Kóreu, ef hann hefði aðgang að miklu til muna stærri vopnabirgðum Kínverja.
Það er afar forvitnilegt, að Kína skuli vera að leyfa Vesturveldum, að kremja Rússland.
Ég verð að gera ráð fyrir því, að Kína sé fyrst og fremst að leita að, efnahagslegum ávinningi fyrir Kína, sem ágerist því meir -- sem staða Rússa veikist frekar.
Kína sé greinilega miskunnarlaust að notfæra sér refsiaðgerðir Vesturvelda, er valda því -- að Kína er eini mögulegi kaupandinn fyrir Rússa t.d. á gasi, sem áður fór til V-Evrópu.
Þar fyrir utan, græði Kína á því að þvinga fram undirverð á rússn. olíu.
Eftir því sem Rússland veikist enn frekar af völdum stríðsins sem Rússland sjálft ákvað að hefja, styrkist að auki drottunarstaða Kína í Mið-Asíu.
M.ö.o. græði Kína heilmikið á því, að gera einfaldlega ekki neitt.
Kína hafi meiri gróða af því, en Kína gæti mögulega grætt á því, að hjálpa Rússlandi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar