Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2024
24.4.2024 | 19:54
Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðaraðstoð Bandaríkjanna, í tæka tíð fyrir yfirvofandi vor- og sumarsókn Rússlandshers í A-Úkraínu!
Áhugavert hversu klofinn Repúblikana-flokkurinn bandaríski er:
- Atkvæðagreiðslan í Neðri-deild Bandar.þings meðal Repúblikana sl. laugardag, fór: 101 / 112, m.ö.o. með-atkvæði voru 101, atkvæði Demókrata tryggðu útkomuna.
- Í Eftri-deild Bandar.þings, fór atkvæðagreiðslan meðal Repúblikana: 31 / 15 m.ö.o. 31 fylgjandi - 15 á móti. Í það sinn, þurftu Demókratar ekki tæknilega að greiða atkvæði til að tyggja málið áfram.
Það forvitnilega við þetta er hvað dónalegir hver við annan, Repúblikanar úr hvorri fylkingu voru; sem dæmi:
It is my absolute honour to be in Congress, but I serve with some real scumbags -- Tony Gonzales, a Texas Republican.
Mitch McConnell: So much of the hesitation and short-sightedness that has delayed this moment is premised on sheer fiction ... McConnel a.m.k. líkir ekki hinu liðinu við, föðurlands-svikara, eins og Tony Gonzales víst gerði.
Fylkingarnar eru ekki -andstæðingar- heldur -óvinir.-
- Spurning hvað það þíði í framhaldinu, sú breiða gjá milli - Repúblikna-fylkinga.
- Er virðast hreinlega, hatast.
Það er vísbending að, sá meirihluti er myndaðist fyrir Úkraínu-aðstoð.
Sé ekki bara í þetta sinn, heldur að líklega fylgi fljótlega annar aðstoðar-pakki.
- Fregnir benda til að Pentagon sé þegar að útbúa næsta pakka.
- Það sem ég hef heyrt, að sá verði stærri.
Sá verði líklega afgreiddur um mitt sumar!
Vísbendingar eru t.d. að þá fylgi með, fjöldi brynvarinna farartækja, t.b. Bradley.
Þó þau tæki séu komin til ára sinna, eru þau a.m.k. engu lakari en hvað Rússar nota.
Bradley Armored Personnel Carrier.
Sannarlega hafa Úkraínumenn áður fengið nokkurn fjölda þeirra tækja.
Þau vega ca. 30 tonn, rýflega 10 tonn meir en flest sambærileg rússn. tæki.
Það þíði að Bradley er sæmilega vel brynvarinn, er líklega gerir það tæki hentugt.
Eins og algengt er um slík tæki, hafa þau verið framleidd í mörgum útgáfum.
Myndin sýnir svokallaða -- Infantry Combat -- útgáfu Bradley.
Slíkar útgáfur eru yfirleitt þungvopnaðri, á móti minni burð.
Þær fylgja skriðdrekum þ.s. bardagar eru heitastir.
Þar fyrir utan, eru til sérhæfðar útgáfur fyrir - sérhæfðar hersveitir.
T.d. loftvarnar-liða, verkfræðinga-sveitir, stórskotaliða.
Sérhæfðu útgáfurnar yfirleitt bera færri innanborðs, til að skapa pláss fyrir sérhæfðan búnað sem sérhæfðar sveitir nota.
- Rússar eru auðvitað með sambærilegar sérhæfingar sinna tækja.
Undanfarið beita Rússar stöðugum þrýstingi á Donetsk víglínunni!
Sérstaklega nánar tiltekið á víglínunni í grennd við, Avdiivka!
Ég held að tekist hafi að losa stífluna á bandaríkjaþingi líklega fram yfir forsetakosningar síðar á árinu!
Úkraínuher hefur átt í vandræðum sl. 6 mánuði af tveim megin-ástæðum:
- Vaxandi skortur á loftvarnar-eldflaugum, hefur leitt til ítrekaðara loftárása flughers Rússlands beint á víglínuna -- í þeim árásum hafa Rússar beitt stórum sprengjum, þ.e. 1 tonn eða 2 tonn.
Svo stórar sprengjur, skilja eftir sig stóra gíga.
Þær sprengjur eru mun áhrifameiri, en 152mm kúlur úr stórskotavopnum Rússa. - Vaxandi skortur á 155 NATO skotfærum fyrir stórskota-vopn Úkraínu, sem NATO hefur skaffað Úkraínuher; hefur dregið mjög úr -- mannfalli Rússa á sama tíma.
M.ö.o. hefur hallað greinilega á Úkraínuher, sl. vikur og mánuði.
Skýringin er einfaldlega tafir í afhendingu -- aðstoðar frá Bandaríkjunum.
- Rétt að nefna, að þær tafir þíddu ekki, að Úkraína fengi engin vopn.
Hinn bóginn, þíddi það að hernaðarstoð NATO landa, minnkaði um meir en helming. - Það að sjálfsögðu munar um það -- ef 60% vopnasendinga, hætta að berast.
Ég hinn bóginn virkilega held að ekki verði frekari slíkar tafir.
Ekki nema að, kosningar nk. haust í Bandar. kollvarpi þeim meirihluta er myndaðist.
Rússnesk svifsprengja!
Vegna þess að Úkraína fær nú - loftvarna-flaugar og 155mm skothylki!
Á ég von á að loftvarnir Úkraínu yfir varnarlínunni, styrkist á ný.
Auk þess ætti stórskotalið Úkraínhers að eflast að nýju.
- Þ.s. Rússar eiga ekki rosalega mikið af Sukhoi Su-27 - 34 vélum, lauslega áætlað ca. 300 heilt yfir. Flestar uppfærðar 27 frá Kalda-stríðinu.
Þá reikna ég með að rússn. flugherinn dragi sig aftur til baka.
Þegar það verður að nýju bráðbanvænt að yfirfljúga víglínuna. - Öflugari stórskotahríð, ætti að þíða að Úkraína geti aftur beitt sér gegn rússn. stórskotaliði, eins og var sl. sumar t.d. til að það dragi úr skilvirkni þess að nýju, auk þess að aukin stórskota-hríð ætti að nýju að -- skila sér í mannfalli Rússa-hers.
M.ö.o. færist jafnvægið milli herjanna -- aftur til baka!
Ástæða þess að menn höfðu áhyggjur af vor- og sumarsókn Rússa, var drátturinn í afhendingu aðstoðar Bandaríkjahers!
Árásin sem Rússar fyrirhuga, er sannarlega stór -- Rúss-her hefur náð að sanka að sér a.m.k. 300.000 viðbótar-liðsstyrk fyrir þá sumar-sókn.
- Hinn bóginn, er hún ekki stærri - en t.d. vor- og sumar-sókn Rússa, 2023.
Þaðan af síður, öflugari en vetrar-sókn Rússa, sl. vetur og sl. haust. - Hún er að sjálfsögðu, mun minni en -- innrásin upphaflega var, Febr. 2022.
- Gæði Rússneska hersins hefur minnkað - síðan 2022:
- Meðaltali er rússn. hermaðurinn, ver búinn vopnum + lakar þjálfaður, en upphaflegur innrásarher veturinn 2022.
- Rússland missti mikið af tækjum -- í staðinn hefur Rússland, grafið upp margvíslegan eldri búnað, sbr. T60 og T55 skriðdreka.
Þó svo að rússn. herinn sé ekki endilega fáliðaðri en -- 2022.
Er hann samt, ívið lakari her -- en það ár.
Það sem ég meina, er að -- Úkraína ætti stærstum hluta að halda Rússum!
Forsenda þess að vor- og sumarsókn Rússa skilaði verulegum árangri.
Hafi verið, vaxandi vopnaskortur Úkraínu!
- Þegar sá vopnaskortur gufi upp.
- Þá að sama skapi, gufi upp vonir Rússa um einhvern verulegan árangur þetta ár.
Ég reikna samt með því, að Rússar beiti sér hart nk. vikur.
Þ.s. einhvern tíma tekur að koma vopnasendingunum til hers Úkraínu.
- Hinn bóginn, hafði PENTAGON flutt verulegt magn til Póllands, þ.s. það magn hefur beðið um nokkur skeið -- m.ö.o. hafa Rússar líklega ekki langan tíma.
Niðurstaðan
Nú þegar niðurstaðan loks liggur fyrir að Bandaríkin halda áfram að styðja Úkraínu, a.m.k. fram á nk. haust -- þá held ég að ljóst sé að víglína líklega haldi stærstum hluta þetta vor og sumarið sem er framundan.
- Ég ætla að gera ráð fyrir því, að það verði mjög grimm barátta innan Repúblikana-flokksins, milli fylkinga er hatast hvor við aðra.
- Ekki síður, en það verði grimm barátta fyrir nk. forsetakosningar.
Sérfræðingar telja, líklegt að Demókratar nái Fulltrúadeildinni aftur.
En missi Öldunga-deildina hugsanlega á móti.
Hinn bóginn gæti hatrið innan Repúblikana-flokksins milli flokks-fylkinga.
Hugsanlega haft einhver áhrif.
- Það gæti t.d. gerst, að hvor fylking fyrir sig - skili auðu við nafn, innanflokks andstæðings.
- Er gæti skilað óvæntum sigri Demókrata yfir Öldunga-deild.
Spurningin er virkilega hvort Repúblikana-fylkingarnar geti unnið saman.
Eða, hvort að flokkurinn sé hreinlega að klofna -- í tvennt.
Sú dínamík gæti jafnvel haft áhrif á forseta-kosningarnar.
Enn hefur mælst einungis lág prósenta Repúblikana, er gætu ákveðið að skila auðu.
Ef hatrið magnast frekar milli flokksmeðlima, gæti það hugsanlega gerst.
Að hluti Repúblikana skili auðu við reitinn þ.s. valinn er forsetaframbjóðandi, hugsanlega nægilega margir til að hafa áhrif á niðurstöður í einstökum fylkjum.
- Það er enginn sambærilegur klofningur meðal raða Demókrata.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftir að Íran hefur gert beina árás á Ísrael í fyrsta sinn - nokkru sinni.
Þá er rétt - tel ég - að velta upp, hugsanlegu beinu stríði milli landanna.
- Vandi Ísraels við beint stríð - geri ráð fyrir, með hefðbundnum vopnum.
Er landfræðileg staðsetning Írans er þíðir ísraelskur her þyrfti að sækja langan veg að landamærum Írans, gegnum önnur lönd - fyrir utan, að ísraelskur her þyrfti að berjast allan tímann á þeim landsvæðum, sá her þyrfti að hertaka áður en hann kemst að Íran. - Ísrael er lítið land - auk þess að vera fámenn þjóð í samhengi Mið-Austurlanda.
Þó Ísraelsher sé afar vel vopnum búinn og stór miðað við stærð ísraelsku þjóðarinnar, þá þíðir fámenni Ísraela það -- að sá her er ekki stór samanborið við þann mannfjölda, Íran + svæðis-bandamenn Írans, geta sent fram.
Fyrir utan það, að Íran og bandamenn Írans, mundu líklega vera í vörn.
M.ö.o. Ísrael þyrfti að taka á sig það blóðbað og áhættu, að sækja á. - Þar fyrir utan, má treysta því fullkomlega, að Íran og bandamenn, mundu viðhalda gríðarlega umfangsmiklu skæru- og hryðjuverka-taktík-stríði, gagnvart her Ísraels, á öllum þeim svæðum sem Ísraelsher mundi þurfa að hertaka/hernema, til að komast að Íran.
- Það er hið stöðuga mikla mannfall sem Ísrael yrði fyrir, óhjákvæmilega -- en því stærra landsvæði sá her tæki, því dreifðari yrði liðsstyrkur sá hers - og því greiðari leið, bandamanna Írans; að ástunda - velheppnað skærustríð.
- Fyrir utan, að Ísraelsher, væri með sífellt fjölmennari hernumda íbúa, líklega afar óvinveitta Ísraelsher, undir sinni hernámsstjórn -- íbúa er mundu án vafa, styðja skæru-stríð bandamanna Írans, gegn Ísraelsher.
Ég tel einfaldlega að, Ísrael geti ekki mögulega höndlað slíkt mannfall.
- Þannig, að bardagastyrkur Ísraelshers mundi þverra yfir tíma.
- Er þíddi, á einhverjum punkti, stöðvast sóknin - því þeir geta ekki meira.
- Síðan, með frekara mannfalli, yrði Ísraelsher að hefja - óhjákvæmilegt undanhald.
- Ég tel einfaldlega, að ísraelska þjóðin, hafi ekki nægilegt mann-afl, til að stöðugt fylla inn skörðin þegar mannfallið verður óhjákvæmilega; m.ö.o. að það komi óhjákvæmilega að því, að of fáir séu til að manna raðir hersins til að halda þeim svæðum - þeir hafa hernumið.
- Þannig, að eini valkosturinn verði - þvingað undanhald.
Þegar það undanhald hefst, verði stríð Írans vs. Ísraels, óhjákvæmilega tapað af Ísrael.
Iran warns Israel, US of severe response in case of retaliation
Why and how did Iran launch a historic attack on Israel?
How Israel foiled Irans attack
Trump lays blame for strike on Israel on Democrats
Kort er sýnir landslag landa!
Eins og allir vita, sendi Íran stóra loftárás á Ísrael!
Sannarlega sýna fréttir að einungis ein persóna lét lífið í Ísrael.
Vegna þess að nær allt sem Íran sendi var skotið niður.
- Hinn bóginn, eins og Úkraínustríðið sýnir og sannar; þá skiptir einnig máli hve mikið magn er til af þeim varnar-eldflaugum sem loftvarnarkerfi nota.
- M.ö.o. sérhvert sinn, sem árás er gerð, gengur á birgðir þeirra varnar-eldflauga sem kerfin nota.
- M.ö.o. ef það fer í stríð, má reikna með stöðugum dróna-árásum frá Íran; sbr. Úkraínu-stríðið, sbr. upplyfun Úkraínu þessa dagana.
- Ef það gengur á birgðir varnar-flauga, þá minnkar skilvikni loftvarna-kerfa.
- Þau auðvitað hætta að virka, ef það eru enga varnar-flaugar eftir.
- Þetta þíðir, að þó Ísrael hafi staðið sig mjög vel - þetta sinn.
- Þá getur það verið, t.d. árás no. 20 - nái mun betur í gegn.
Það er einmitt hvað Rússar hafa verið að gera Úkraínu-mönnum.
Stöðugt endurteknar árásir; sl. vikur og mánuði er greinilegt að Úkraínu skortir varnar-flaugar, ekki að þeir eigi engar eftir - einfaldlega að þ.e. greinilegt að þeim er skotið upp í minna mæli en hefur verið um töluvert skeið.
- Á einhverjum punkti, fara sem sagt árásir Írana að valda raunverulegu tjóni og mannfalli. Í þeim orðum, er ég að gera ráð fyrir, stríði.
- Slíkt stríð er líklega óhjákvæmilega góðar fréttir - heilt yfir fyrir Rússland.
- Þó svo að - slíkt stríð mundi óhjákvæmilega, þíða að -- Íranar geta ekki lengur sent dróna til Rússa, því þeir þurfa að nota þá sjálfir.
- Þ.s. það óhjákvæmilega flækir stöðu Vesturlanda, að halda uppi - tveim stríðum.
Við skulum samt ekki reikna með því að - beint stríð hefjist!
Pælum samt áfram í þeim möguleika!
- Hezbollah, Ísrael mundi náttúrulega fyrst hefja stórárás á landsvæði Líbanons, til þess að vinna sem mest tjón á - flokki Guðs - eins og mér skilst að nafnið þíði.
- Hinn bóginn þarf að muna að, borgarastríðið í Sýrlandi gerbreitti hernaðarstöðunni.
Eftir það stríð er Sýrlandsstjórn afar háð stuðningi Írans. Það mikið, að líklega er Sýrlandsstjórn ekki lengur - sjálfstæður gerandi.
Íran beitti Hezbollah í því stríði, fjölmennt lið þess skæruhers barðist með ríkisher Sýrlands; síðan þá ræður Hezbollah landsvæði innan landamæra Sýrlands, meðfram landamærum Sýrlands og Líbanons. Hezbollah hefur nær eins mikið sjálfræði í Sýrlandi og Líbanon.
Það liggur því afar beint við fyrir Hezbollah, að hörfa yfir til Sýrlands. Meðan, að umfangsmiklu skærustríði yrði viðhaldið áfram af Hezbollah á öllum þeim svæðum innan Lýbanons, Hezbollah hefur stuðning íbúa innan Lýbanons.
Líklega í kjölfarið mundi Ísraelsher, sækja yfir þau landamæri til að halda áfram stríði við Hezbollah -- þá reikna ég með því, Sýrlandsher mundi taka einnig þátt.
Að auki, á ég von á að, Íran sendi til leiks -- vopnaða Shíta hópa frá Írak.
Ég á ekki von á að, eiginlegur her Írans, mæti enn á þeim punkti.
- Íran mundi treysta á sína bandamenn, vopna þá stríðum straumum, en halda sínum formlega her, að baki.
- Skærustríðið mundi sísfellt stækka, eftir því sem Ísraelsher stækkaði sitt hernám.
Ég held að þetta dugir til sigurs fyrir Íran - í venjulegu stríði!
Ég held að - eiginlegur her Írans, hafi ekki ástæðu til að mæta.
Fyrr en, undanhald Ísraelshers hefst.
- Ég held að umfangsmikið skæru-stríð, höfum í huga líklegt gríðarlegt umfang þess; eitt og sér dugi, til að valda Ísrael nægilegu mannfalli.
- Til þess, að þvingað undanhald hefjist.
- Ég hef enga trú á að, Bandaríkin -- mæti með hermenn til að berjast í því stríði.
- Enn síður líklegt að Evrópa sendi hermenn.
Seinnihluti stríðsins yrði -- sóknin í átt að landamærum Ísraels.
Vegna kjarnavopna-eignar Ísraels, ósennilegt að ráðist yrði yfir þau landamæri.
- Hinn bóginn, eftir slíkan ósigur og mannfall.
- Og auðvitað í ljósi sigurs Írans.
Mundu valdahlutföll í Mið-Austurlöndum - raskast.
Ísrael, væri ekki svipur hjá sjón á eftir.
Meðan, að Íran -- mundi fullkomlega ráða svæði frá eigin landamærum upp að landamærum Ísraels. Þó löndin - Líbanon, Sýrland, Írak - halda áfram að vera til.
Væru þau ekki sjálfstæðir gerendur heldur leppríki í því samhengi.
Eftir það væru líklega 2 valdamiðjur í Mið-austurlöndum!
- Íran og bandamenn.
- Saudi Arabía, og bandamenn Saudi-Arabíu.
Ísrael væri líklega of veikt á eftir, til að teljast - valdamiðja.
Mig grunar sterklega að, Saudi Arabía og Arabaríkin - haldi sig utan stríðs.
Bandaríkin líklega halda áfram stöðvum við Persaflóa.
Staða þeirra væri þó óhjákvæmilega veikari á eftir þó.
Niðurstaða
Ég ætla ekki að spá því að stríð verði. Né að spá í líkur þar um.
Hérna var ég einfaldlega að tjá mig um skoðun á sigurlíkum Ísraels ég hef haft í nokkur ár. Meginástæða þess að Ísrael geti ekki unnið, ég virkilega tel það ómögulegt.
Sé að Íran sé það langt staðsett á landakortinu frá Ísrael, að ólíklegt sé að her Ísraels geti hreinilega sókt alla leið að landamærum Írans. Rétt að nefna eins og kortið sýnir, að Íran þar fyrir utan er afar fjöllótt -- ímyndum okkur Afganistan með meiri mannfjölda.
En eins og ég sagði, trúi ég ekki að Ísrael megni að sækja svo mikið sem alla leið að þeim landamærum -- því Ísrael þarf að sækja svo langa leið, allan tímann í gegnum óvinveitt lönd, til að komast að þeim landamærum.
Gervallan þann tíma, gæti Íran spilað þann líklega leik að halda eigin her til baka, meðan að -- bandamenn Írans blæða her Ísraels.
Það kemur í ljós hvort ríkisstjórn Ísrael er það vitlaus að hefja það stríð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 15.4.2024 kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Nýjustu athugasemdir
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Einar, getur þú sagt okkur hver efnahagsstefna Harris var? 8.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: 1: USA geta alveg verið sjálfu sér næg um allt, ef þau vilja. ... 8.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Sammála þér Einar en það mætti bæta við að Trump er algjör meis... 7.11.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar