Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2024

Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George W. Bush vann 2004 Elector College og Popular vote! Fer Trump í viðskiptastríð við heiminn? Getur hann rekið 14 millj. úr landi? Getur hann endað Úkraínustríð? Refsar hann pólit. andstæðingum?

Yfirlýsingar Trumps eru ekki smáar í sniðum hvað hann segist ætla að gera!
Segist ætla að bjarga landinu, þ.e. Bandaríkjunum, snúa öllu við svo allt verði gott aftur.
Í sigurræðu sinni, sagði hann akkúrat þetta - bjarga landinu, gera allt gott aftur.
--Hvað sem það akkúrat þíðir.

What a Donald Trump victory means for the UK - BBC News

  1. Stóru hugmyndirnar virðast vera -- risasórt viðskiptastríð, þ.s. hann segist ætla að tolla allan vöru-innflutning til Bandaríkjanna!
    Eins og öll stríð, að sjálfsögðu veldur viðskiptastríð tjóni -- hinn bóginn, veit enginn hvert tjón Bandaríkjanna verður af því viðskiptastríði, þ.s. enginn - jafnvel hugsanlega ekki Trump sjálfur - veit hversu langt Trump mun ganga.
  2. Að reka 14 milljón manns úr landi!
    Hugmynd sem er algerlega á brjáluðum skala.
    Ég er að tala um, Stalín - leiðtogi Sovétríkjanna til 1953 - hafði líklega fangabúðir á þeim skala.
    Greinilega, ef Trump ætlar að framkv. þann verknað, þarf gríðarlegt skipulagt og að sjálfsögðu -- gígantískar fangabúðir, einhvers staðar.
    --Skalinn er einmitt þessi, einungis Stalín - hafði e-h á þeim skala.
  3. Úkraínustríð - Trump segist ætla að binda endi á það, jafnvel áður en hann formlega tekur við embætti.
    Vandinn við það, er klárlega sá, að þó svo að Bandar. hætti að styðja Úkraínu.
    Er ekkert sjálfvirk afleiðing af því, sem snarlega bindur endi á þau átök.
    --Svo, þá þarf einhvers konar samkomulag.
    Mann grunar, að það verði miklu mun flóknari aðgerð, en þ.s. Trump talar um.
    Og taki því sennilega - lengri tíma.
  4. Ekki síst, flesta grunar - Trump ætli í stóra herferð gegn pólitískum andstæðingum.
    Í sigur-ræðu sinni, talaði Trump þó um sættir - Bandaríkjamenn setjist niður.
    Ágreiningur væri grafinn, og gripið til verka.
    --Ég ætla því að - pása þessa umræðu - þar til í ljós kemur hvað Trump gerir.
    Gefa honum tækifæri til að, tja - standa við þá yfirlýsingu, eða ekki.

Innflytjendur eru nærri 19% verkafólks í Bandaríkjunum!
Sama tíma er atvinnuleysi í Bandaríkjunum, ca. 4,2%.
Augljóslega mundi brottrekstur 14 millj. því orsaka mikinn vinnuafls-skort!

Immigration 'taking pressure off' the job market, U.S. economy: Expert

Vandi er að sumar yfirlýstar fyrirætlanir Trumps, líklega skaða hagkerfi Bandaríkjanna!
Skv. myndinni að ofan, sem tekin er úr opinberum bandar. gögnum.

  • Er alveg á tæru, að -- brottrekstur mikins fjölda erlends vinnuafls.
  • Mundi skapa verulegt efnahagstjón í Bandaríkjunum!

Bendi einnig á umfjöllun Aljazeera frá október mánuði:
How will Trump’s plans to deport undocumented migrants impact US economy?.

Áætlað tjón fyrir iðngreinar í Bandaríkjunum af allsherjar brottrekstri:

  1. Landbúnaður: 11,6% samdráttur.
  2. Verktakaiðnaður og byggingar: 10,9% samdráttur.
  3. Almenn þjónusta: 10% samdráttur.
  4. Ferðamennska og gisting: 9,2% samdráttur.
  5. Iðnaður: 4,5% samdráttur.

Tjónið er talið stafa af:

  • Skorti á vinnuafli í þeim greinum.
  • Og þeim verðhækkunum frá þeim greinum, er mundu skella yfir Bandaríkin.

Þetta eru auðvitað, hagfræðilegar áætlanir!
En þ.e. a.m.k. engin ástæða að draga í efa, verulegt efnahagstjón, af slíkum stórfelldum brottreksti fólks - sem líklegast er flest í vinnu.

--------------

Tollastríð Trumps getur einnig valdið miklu efnahagstjóni!

  1. 20% tollur á allan innflutning, auðvitað skapar verðbólgu.
  2. 20% tollur mundi einnig skella á bandar. útflutning, þ.s. önnur lönd sjálfsögðu tolla á móti. Sem þíddi, efnahagstjón fyrir Bandar. í útflutningsgeirum.
  3. Seðlabanki Bandar. að sjálfsögðu hækkar vexti.

Að sjálfsögðu vex tjónið - því hærri tollarnir verða.

  • Ef það kæmi - tollspírall, sbr. er Trump deildi við Kína, síðast er hann var forseti.
  • Sbr. Trump setur 20% toll - önnur lönd svara - Trump hækkar tollinn í 40% - önnur lönd svara aftur, o.s.frv.

Þetta get ég ekki gefið mér fyrirfram. Nefni þetta sem möguleika.

  1. Efnahagstjón af tollspíral, t.d. upp í 60% - báða bóga.
  2. Gæti valdið gríðarlegu efnahagstjóni í Bandar.
  • Gríðarlegt smyggl mundi rökrétt hefjast á varningi til Bandar.

Þ.e. hin klassíska hætta við háa tolla - gríðarlegar freystingar til smyggls.
Háum tollamúrum, gæti því fylgst -- gríðarleg aukning í glæpastarfsemi.

  • Ástandið gæti hermt eftir, vínbannárunum á 3. áratug 20. aldar.

Vegna þess, að gríðarlegur fj. fólks sægi ekkert athugavert við, vörusmyggl.
Yrði gríðarlega útbreidd þátttaka í slíkri starfsemi.
--Því sennilegt hún gæti orðið afar útbreidd.

  1. Þetta veikir auðvitað gríðarlega meintan ávinning af - tollvernd.
  2. Þ.s. óvíst er, að jafnvel háir tollar sem 60% jafnvel 100%, mundu í nokkru verulegu leiti, minnka innflutning.

Innflutningur gæti einfaldlega færst yfir á svarta markaðinn, eða gráa markaðinn.
Algerlega óvíst, að umfang innflutnings minnkaði að nokkru verulegu leiti.
--Hinn bóginn, skilaðist samt - efling glæpastarfsemi og spillingar.

Þetta mælir sterklega gegn því, að það sé sennilegt að virka.
Að reisa tollmúra, til að verja innlenda framleiðslu gegn innflutningi.

Margar verslanir gætu sjálfar tekið þátt í slíku - verð í gluggum, væru verð með tolli - en óformlega væri hægt að nálgast vörur á lægra verði, m.ö.o. smyggl mundi sjálfsögðu smyrja sínum hagnaði á: en varan gæti samt verið verulega ódýrari en, opinbera verðið.
Það væri því afar sterkur hvati til að kaupa, smyggl góss.

M.a. þess vegna, er hugmyndin um töllvernd - ólíkleg að raunverulega virka.
--En hún er samt líkleg að leiða til eflingar glæpa og aukinnar spillingar.

--------------

Varðandi stríðið í Úkraínu: ætla ég að bíða eftir Trump.
--Hugmyndirnar eru svo lítt mótaðar.
Að öll umfjöllun getur einungis verið á formi vangavelta.

  • Eina augljósa, það eitt - að stoppa vopnasendingar frá Bandar. -- stoppar ekki stríðið.
  • Það þarf því samkomulag af einhverju tagi.

Ekki fyrirfram ljóst - stríðs-aðilar samþykki tillögur Trumps.
M.o.ö. gæti stríðið haldið áfram, burtséð öllum tilraunum Trumps.
--A.m.k. klárlega möguleg útkoma.

Trump hinn bóginn, getur klárlega hætt vopnasendingum frá Bandar.
--Líklega eru einhverjar birgðir vopna, þ.s. verulegar sendingar hafa verið seinni tíð.
--Evrópa sendir vopn, þó mun smærri mæli en Bandar.
Það á eftir að koma í ljós hvað Suður-Kórea gerir, en þaðan gæti farið að streyma vopn.

 

Kosningaúrslit í Bandaríkjunum!

Skv. Aljazeera:

  1. Trump: 50,99%.
  2. Harris: 47,5%.

Skv. því, er Trump ca. 2% hærri en nýleg meðaltöl kannana, Harris ca. 1 prósent lægri.
Enn verið að telja í Bandar. - prósentutölur geta breyst.

2004 vann Bush:

  • Bush: 50,7%.
  • Kerry: 48,3%.

Trump hefur 292 elector atkvæði.
Bush náði, 286.

Þetta er því mörgu leiti líkur sigur -- sigri Bush.

 

Niðurstaða
Eins og bent á, eru atriði í stefnu Trumps -- neikvæð fyrir hagvöxt.
Það getur orðið að vanda fyrir Trump, þ.s. kjósendur reikna með - betri tíð undir honum.
Ef á hinn bóginn, ákvarðanir Trumps leiða fram -- nýja verðbólgu-bylgju.
Og hugsanlega að auki, viðsnúning í efnahagssamdrátt.
--Þá, gæti risið upp afar stór óánægjubylgja meðal þeirra er kusu Trump.

Kjósendur eru aldrei reiðari, en þegar þeir halda sig hafða að fífli.

  • Hinn bóginn, veit enginn enn hve langt Trump gengur:
  1. Brottrekstur gríðarlegs mannfjölda frá Bandar. -- gæti reynst ómögulegur í framkvæmd.
    Mig grunar t.d. að slíkar hugmyndir mæti öflugri andstöðu.
    Einnig, að fólk geti færst sig milli fylkja, í skjól fylkja er hugsanlega neita að fylgja áætlun stjórnarinnar.
    Dómstólar gætu haft e-h við hugmyndirnar að athuga, vægt sagt.
  2. Trump, hugsanlega - einungis setur málamynda-toll, t.d. 10% -- sem veldur óverulegum usla, síðan gerir ekkert meira með tollamál.
    Hver veit - ekki enn vitað nákvæmlega, hvaða toll hann vill setja.
    Jafnvel ekki hvort, hann gerir nokkuð með þær hugmyndir.

Hættan á kreppu - kemur einungis ef:

  1. Verulegt efnahagstjón, verður af því - að handtaka milljónir.
  2. Og/ef Trump gengur langt með - tollastríð gegn heiminum öllum.

Ef tollastríð gengur langt, t.d. upp í 60% toll eða meir.
Er mjög verulegt efnahagstjón sennilegt.

Einnig, ef gríðarlegar fangabúðir rísa, og milljónir eru færðar af vinnumarkaði, yfir í slíkar búðir -- þ.s. ríkið bandar. hefur af þeim einungis kostnað, þeir vinna ekki.

  • Ég reikna ekki með því, Trump geti raunverulega rekið þá úr landi.

Lönd líklega hafna því að taka við þeim. Ég efa Trump hafi þá þvingun eða ógnun til, að hann geti fengið það fram -- þau taki við þeim.
--Trump situr því eftir með, hugsanlega milljónir í fangabúðum, og þann kostnað er fylgir.

  • Guantanamo í 10 veldi.

Allt þetta á eftir að koma í ljós. Kannski verður lítið úr framkv. hjá Trump.
Ekki síst, Trump gæti algerlega mistekist að enda Úkraínu-stríð.
--Sbr. eins og honum tókst ekki síðast, að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu.

Aðrir fara ekki endilega eftir vilja Bandaríkjaforseta.


Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband