Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023

Yfirlýsingar, Yevgeny Prigozhin, yfirmanns Wagner Militia - um 20.000 manna manntjón í bardögum um Bakhmut, að stríðið við Úkraínu gengi ekki vel fyrir Rússland, að það gæti orðið bylting í Rússlandi; hafa vakið óneitanlega athygli heimsins!

Við erum að ræða um einn valdamesta mann Rússlands, Yevgeny Prigozhin -- því eru orð hans óskaplega áhugaverð: Síðast ekki síst, hvað hann sagði!

Ukraine war: Wagner founder Prigozhin accuses Russian officials of denying  ammunition to his fighters | South China Morning Post

  1. Fyrst um mannfall, skv. Prighozin of talsmanni hans er mannfall: 10.000 fangar + 10.0000 málaliðar, m.ö.o. 20.000.
    Í þeim orðum er ekki gefin upp tala um, særða.
    Nema, að talsmaður Prighozhin -síðar- gaf í skyn, að illa særðir væru ca. svipaður fjöldi.
    Sem gefur töluna: 40.000 -- fallnir og særðir.
    Þetta er auðvitað, langsamlega hæsta tala yfir mannfall, sem nokkru sinni hefur verið gefin upp í Rússlandi, hingað til -- í einni orrustu.

    Þetta er auðvitað staðfesting þess, sem allir skynsamir menn hafa grunað, að bardagarnir um Bakhmut er stóðu í 9 mánuði, hafi verið afar blóðugir fyrir Rússa.

    Igor Girkin, hæddist af Prigozhin: Hlekkur.

    At the time of the beginning of the siege of Bakhmut, there were 35,000 fighters in the ranks of PMCs.
    For the entire time of the SVO, 50,000 people were recruited among prisoners.
    20% of them (10,000 prisoners) died in battle.
    Another 10,000 full-time PMC fighters also died.
     
    For reference: for 10 years of the Afghan war from 1979 to 1989. The Soviet Army lost 15,051 servicemen.
    I hope to explain what a meat assault is not necessary.

    Girkin hefur margsinnis bloggað um herstjórn Rússa -- gagnrýnt þ.s. hann kallar kjötárásir -- hann t.d. notaði oft samlíkingu við, Verdun í Frakklandi þ.s. var fræg orrusta í Fyrri Heimsstyrrjöld, talaði um að -- hverju þorpi væri breytt í Verdun -- hann vísar til aðferða ekki einungis, Prighozhin, heldur einnig rússn. hersins.
    --M.ö.o. hann hefur talið þær aðferðir, leiða til óþarflega hás mannfalls.
    Hann er auðvitað að ítreka þá gagnrýni, er hann bendir á það hve tiltölulega fáir létu lífið í her Sovétríkjanna - 10 ár í Afghanistan, það að yfirmaður Vagner hefur þar með viðurkennt, að hafa tapað á 9 mánuðum í bardögum um Bakhmut, fleiri hermönnum en Sovétríkin misstu 10 ár í Afghanistan.

    Bloggari er kallar sig, Moscow Calling - var mun vinsamari Prighozhin: Moscow Calling.

    Unlike the official authorities with the position “there are no losses” or “they are, but this is a secret,” Prigozhin may well present the losses as a positive indicator for himself. Firstly, the people love decisive and tough leaders, and a leader who achieves results no matter what is a good leader in the Russian mentality.

    Secondly, 20 thousand dead fit into the reasonable estimates that were voiced earlier - about 40 thousand dead and wounded. The ratio of 1:1 between the dead and the wounded also fits well into the horrific situation of military medicine, which simply does not extend the normal ratio of 1:3-4.

    In any case, Prigogine data do not contradict common sense, which always happens if you try to take any official report on faith.


    Takið eftir -- Moscow Calling, segir stríðstölur Rússa ótrúverðugar.
    Orð hans eru þau, að hann fagnar því að Prigozhin -- komi fram með trúverðugar stærðir yfir mannfall; ólíkt því er ávallt eigi við um opinberar tölur.
    Mjög sterk orð, fullyrðir beinlínis þær séu ávallt ótrúverðugar.

    Mér finnst mjög áhugavert að rússn. bloggari -- þori að segja slíkt blákalt.

    Hann vill meina að trúverðugleiki - Prighozhin styrkist, hann sé maðurinn sem hafi róað á móti storminum, haft sigur þrátt fyrir mikla erfiðleika.
    Þakkar honum fyrir sannleikann með öðrum orðum.

    Igor Girkin, ræðir mannfall Wagner í öðru bloggi: Hlekkur.

    So H.V.P. says that the Wagner received 50,000 special contingents from places of deprivation of liberty. Of these, 10 thousand were killed. Fine. Let us say.
    But earlier, the same little man said that 26,000 zeks received an amnesty and returned to the national economy.
    We subtract 10 and 26 from 50 thousand ... And where are the other 14 thousand???


    Rétt að taka fram -- að talsmaður Prighozhin, síðar útskýrði að, ca. svipaður fjöldi og tala fallinna, væru þ.s. hann nefndi: Ílla særðir.
    20.000 fallnir + 20.000 særðir = 40.000.

    En þegar Girkin skrifar þessa færslu, var sú útskýring greinilega ekki fram komin.

    Girkin síðan vísar í -- almennt viðmið um stríð:

    Just based on the realities of the current war (the main losses - up to 98% - from artillery fire) - for two killed, there are about three seriously, wounded, of which one will return to duty in a few months (if he has the desire and motivation to do so, which also does not always happen), one more - within a year or a year and a half, and the third will remain a cripple for life and will be unfit for service at all.

    --Einmitt, að vanalega eru særðir -sinnum 3- tala fallinna.
    Þetta er almennt viðmið um stríð, a.m.k. síðan Fyrri Styrrjöld.

    Thus - at the very minimum - "Wagner" suffered irretrievable losses on the way from Popasnaya to the western outskirts of Bakhmut - 40 thousand people.

    Talsmaður Prighozhin -- hefur síðan staðfest að vangaveltur Girkin eru réttar: 40.000.

    Þetta er auðvitað gríðarlegt mannfall á 9 mánuðum.
    Ótrúlegt sbr. að Sovétríkin á 10 árum í Afghanistan 15.051.

    Þessir tveir menn hafa staðfest að mannfall Rússa í Bakhmut var óskaplegt.
    Þannig að -- NATO lönd lugu engu þar um!


  2. Ummælir Prighozhin um stríðið almennt:

    We came aggressively, walked all over the territory of Ukraine in our boots in search of Nazis. While we were searching for Nazis, we knocked out everyone we could. We approached Kyiv… screwed up and withdrew. Then on to Kherson, we screwed up and withdrew, -- And somehow it is not shaping up for us.

    The most likely scenario for us in a special operation would not be a good one, -- Prighozhin telur að Úkraínuher muni á næstunni gera afar harðar árásir að Rússlandsher sbr. -- They will attack Crimea, they will try to blow up the Crimean bridge, cut off the supply lines. So we need to prepare for a tough war.

    Hann segir í meginatriðum, að Rússar hafi hafið stríðið með hamagangi, en gert mörg mistök -- er hafi kostað Rússa stórfellt, það hafi leitt til þess að stríðsgæfan sé að snúast gegn Rússlandi.
    --Því þurfi Rússland, að hefja undirbúning strax undir allsherjarstríð.

  3. Hvað um Úkraínu sjálfa?

    The special military operation was done for the sake of denazification and demilitarization. Thus, the denazification of Ukraine, which we talked about, we made Ukraine a nation that is known to everyone all over the world...Ukraine has become a country that is known absolutely everywhere.

    Hann viðurkennir að -- málstaður Úkraínu hafi vegna innrásar Rússa, fengið heimsfrægð.Rússar hafi kert Úkraínu fræga alls-staðar.

  4. Hvað um her Úkraínu?

    Of course, out of correctness I should say the Russian army [is the second best], but I think the Ukrainians today are one of the strongest armies. They have a high level of organization, a high level of training, a high level of intelligence, they have various weapons, ... if they had 500 tanks at the beginning of the special operation, [now] they have 5,000 tanks. If they had 20,000 people able to fight skillfully, now 400,000 people know how to fight. How did we demilitarize it? It turns out that the opposite is true—we militarized her hell knows how,

    Prighozhin viðurkennir - þ.s. opnberir rússn. fjölmiðlar hingað til vilja ekki viðurkenna -- að Úkraínuher, hefur ekki veikst í stríðinu -- hann hefur stórlega elfst -sjálfsagt vegna stórfelldra vopnasendinga NATO- hann sé því nú einn öflugasti her heimsins.
    Úkraínski herinn auk þessa hafi nú mikla færni.

  5. Síðan spáir Prighozhin hugsanlegri byltingu í Rússlandi: En ráðleggur hvernig enn sé unnt að koma í veg fyrir hana. Prighozhin m.ö.o. vill:

    We didn’t come up with this special operation. But we saluted and said… if we’ve gone to fuck with the neighbors, we must fuck with them to the end. And it turns out that the men are fighting, while someone else just likes to get their kicks --- The children of the elite smear themselves with creams, showing it on the internet, ordinary people’s children come in zinc (vísar til líkkista rússn.hersins), torn to pieces, ...Society always demands justice, and if there is no justice, then revolutionary sentiments arise.

    Hann vísar til elítunnar í Rússlandi, sem ekki taki beinan þátt í stríðinu.
    Hann meinar að það óréttlæti að börn hennar lyfi í vellistingum og leiki sér, meðan börn alþýðunnar farist í stórum stíl -- leiði til byltingar, ef ekki sé snúið um stefnu.

    This dichotomy can end with revolution as in 1917, when first the soldiers will rise up, and then their loved ones… There are now tens of thousands of relatives of those killed. There will probably be hundreds of thousands,

    ---- Hann spáir rosalegu mannfalli í framtíð.
    Að alþýðan rísi upp og hefji dráp á elítu Rússlands, nema að vent sé strax um stefnu. Hann er ekki að tala fyrir friði - heldur allsherjarstríði, þ.s. enginn Rússi fái að skjóta sér undan.
    --Þannig verði réttlæti fullnægt, meinar hann.

    I recommend to Russia’s elite to gather your fucking youths, send them to war, and then when you go to the funeral, when you start burying them, then people will say, now everything is fair.

    Þannig verði byltingunni forðað, meinar hann.

  6. Þetta sé vegna þess, að Úkraína hafi stórfelfst síðan stríðið hófst, því þurfi Rússland - ef Rússland á ekki að tapa, að hefja strax allsherjar-hervæðingu, og í því samhengi megi ekki undanskilja nokkurn Rússa; annars verði bylting.
    --Ég hef orð Prighozhin sjálfs fyrir þessu. Þetta er ekki, vestrænn áróður.

    We must stop building new roads and infrastructure facilities and work only for the war, to live for a few years in the image of North Korea, --- If we win, we can build anything. We stabilize the front and then move on to some kind of active action.

    Hann meinar að staða Rússa sé það slæm í stríðinu -- að til slíkra örþrifaráða þurfi að grípa, ef stríðið eigi ekki að enda illa fyrir Rússa.

Ég verð virkilega að segja að -- mér finnst mat Prigozhin á stöðu Rússlands, óskaplega forvitnilegt!
Ekki síst vegna þess, að hann hreinilega hrekur meira eða minna allar fullyrðingar opinberra rússneskra fjölmiðla um stöðu Rússlands, og stöðu Úkraínu í stríðinu!

 

Niðurstaða
Ég fæ ekki betur séð en að Prigozhin nokkurn veginn viðurkenni nær allt þ.s. Vestrænir fjölmiðlar og, leynistofnanir NATO landa hafa sagt um stöðu stríðsins.
M.ö.o. að NATO lönd hafi engu logið.

Prigozhin, viðurkennir að hafa tapað á 9 mánuðum, fleiri mönnum en Sovétríkin 10 ár í Afganistan.
Hann viðurkennir að þvert á fullyrðingar Rússn. miðla um annað -- hafi Úkraína stórfelfst síðan stríðið hófst, líklega gjafir NATO um margt því að þakka.
Að auki, viðurkennir hann það að staða Rússlands í stríðinu -- núna, sé slæm.
Að ef ekki sé gripið til örþrifaráða fljótlega, muni Rússland líklega fara hallloka í stríðinu.
Prigozhin, samt telur stríðið enn vinnanlegt.

En einungis með því örþrifaráði að stríðsvæða allt hagkerfið undir hernaðarframleiðslu, senda alla rússn. karlmenn óháð stöðu í stríðið -- hann spáir hundruða þúsunda mannfalli (hann meinar af Rússlands hálfu); en að kannski geti Rússland unnið með þess lags örþrifaráði.
Þar fyrir utan, vill hann taka upp -- alræðisfyrirkomulag, telur það nauðsynlegt, segir að Rússland verði að verða eins og Norður Kórea.

  • Ég sé ekki betur en að Prigozhin, hafi kollvarpað nokkurn veginn öllum stríðsáróðri Rússa -- þ.s. teiknuð er upp allt önnur mynd en sú, Prigozhin teiknar.
  • Meðan að sú mynd Vestrænir fjölmiðlar teikna, er miklu mun nær þeirri mynd af stöðu Rússlands í stríðinu, Prigozhin teiknar.

Prigozhin virðist hreinlega viðurkenna það að Vestrænir fjölmiðlar, og Vestræn stjórnvöld hafi -- alls ekki verið að íkja í þeirra fregnum af stríðinu.

Til viðbótar -- dáist ég af hugrekki karlsins!
Ég meina, margir hafa verið handteknir/fangelsaðir í Rússlandi fyrir minna.
En að kollvarpa meira eða minna, áróðri stjórnvalda um stöðu Rússlands og Úkraínu.
Meira að segja er nokkuð um að menn séu drepnir fyrir slíkt.

 

Kv.


Pútín hefur líst yfir sigri í orrustunni um Bakhmut A-Úkraínu! Skv. því stóð orrustan frá 1. ágúst 2022 til 20. maí 2023 -- því lengri en orrustan um Stalingrad, 23. ágúst 1942 - 2. febrúar 2023!

Ég legg til að fólk leggi eigið mat á það hvort orrustan sé búin - sbr. að Úkraína staðhæfir að orrustan sé ekki búin, hinn bóginn virðist a.m.k. Bakhmut mjög nærri öll í höndum Rússa skv. korti MilitaryLand.Net.

Staðan Bakhmut, 21/5 sl.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bakhmut_1417057.jpg

Sbr. mynd, þá annaðhvort - hörfaði Úkraínuher frá stöðu Úkraínuher hélt fram að sl. föstudegi, eða að stórárás Wagner - bardagar sl. laugardag, þvinguðu fram 'flótta' Úkraínumanna frá þeim stöðum.
A.m.k. greinilega halda Úkraínumenn nú einungis afar litlu svæði.
Einhverjar íbúðahúsagötur -- líklega alfarið í rúst.

  • Kortið sýnir hreyfingar úkraínskra hersveita frá Bakhmut -- upp í hæðirnar fyrir ofan Bakhmut, þ.s. líklega Úkraínumenn geta viðhaldið skothríð á stöðvar Rússa fyrir neðan.
    Líklega er ekkert eftir fyrir neðan, nema rústir hvort sem er. Ásamt rússn. hermönnum

Mynd sýnir stærri yfirlitsmynd - svo atburðir skiljist í samhengi!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/a-_kraina.jpg

Var þetta þess virði fyrir Rússland?

Skv. mati Bandaríkjanna -- höfðu Rússar misst ca. 20.000 látna, og 80.000 særða, m.ö.o. samanlagt ca. 100.000 í bardögum í A-Úkraínu -- 5 mánuði frá Des. 2022 - loka Mars 2023.
Mat Bandaríkjanna, að mannfall Úkraínu væri líklega -- ca. helmningur.
Þ.e. 50.000 ca. heildarmannfall, vs. 100.000 ca. heildarmannfall Rússa.

  1. A.m.k. er yfirgnæfandi líkur á meira mannfalli Rússa.
    Vegna þess, að Rússar taka stöðugt meiri áhættu.
    Því rússn. hermenn - stöðugt stigu upp úr varnarvígum.
    Til að sækja að vígum Úkraínuhers.
  2. Að sjálfsögðu, þegar hermenn - stíga úr vígum sínum.
    Til að sækja að andstæðingum sínum - þá eiga þeir meira í hættu.
    En hermenn, sem skýla í vígum síns hers.
  • Ef einhver efast um þann sannleik.
    Þá bendi ég viðkomandi á, að Rússar sjálfir hafa reist miklar víggirðingar á sinni hlið víglínunnar í Úkraínu.
  • Greinilega telur því her Rússlands -- að víggirtar línur veiti vörn og skjól.
    Annars væru Rússar tæpast að verja miklu púðrí í uppsetningu víga á sínum línum.

Auðvitað -- ef Úkraínumenn hefja sókn!
Getur þetta snúist við, að Úkraínumenn hafi meira mannfall.

Það ætti a.m.k. ekki að þurfa að rífast um það, að mannfall Rússa hefur verið meira -- þá mánuði sem orrustur hafa staðið frá Des. 2022 - að dregur að lokum Maí 2023.
Vegna þess, að Rússar hafa statt og stöðugt sókt beint að vígum Úkraínuhers.

Eftir stöðuga bardaga -- 9 mánuði!
Er erfitt að trúa öðru en að vart standi steinn yfir steini í Bakhmut.

Spurningin er um markmið Rússa!

  1. Ef einungis átti að taka Bakhmut, þá má kalla þau endalok rústirnar séu ca. fallnar, árangur.
    Auðvitað á móti, er allt í rúst - mjög líklega.
    Nær enginn býr þarna lengur.
    Og Rússar hafa tapað verulegu liði - og líklega miklu af vopnum.
  2. Hinn bóginn, ef tilgangurinn var hertaka -- alls Donetsk héraðs.
    Sem mig rámar að hafi verið yfirlýstur tilgangur - seint á sl. ári.
    Þá er árangur rússn. hersins, afar langt frá því markmiði - ennþá.

Var eitthvað gagn fyrir Úkraínumenn af bardögum í Bakhmut?

  1. Það má vera, því eftir allt saman geta sömu rússn. hermennirnir ekki verið á tveim stöðum samtímis.
    Ef maður ímyndar sér, Úkraína hefði hörfað frá Bakhmut - án þess að veita harkalega mótspyrnu, blasir auðvitað við - að rússn. herinn sem þar hefur barist, hefði þá ráðist að Úkraínu á öðrum stað.
  2. M.ö.o. með því að verjast, berjast í Bakhmut, hafi Úkraína einnig haldið þeim rússn. her -- í og við Bakhmut.
    Það má alveg kalla það, tilgang í sjálfu sér.
    Að í staðinn, var ekki einhver annar úkraínskur staður lagður í rúst.

Það má því kalla það árangur - að Rússar hafi ekki komist lengra en, að taka Bakhmut.
Hugtakið varnarsigur kannski.

Vakti athygli einungis var einn skriðdreki í Sigurdags hersýningu Pútíns!

Spurningin sem þetta eðlilega vekur, hvað á Rússland mikið eftir af hergögnum?

  1. 9. maí sýningin var miklu smærri en hingað til í tíð Pútíns.
  2. Á sl. ári var hún mun veglegri - með miklu flr. hertækjum, fj. skriðdreka.
  • Að eini skriðdrekinn var -- T34 - vakti nokkra kátínu, og spurningar.
  • Ekki leiða hjá sér heldur að, Rússland seint á sl. ári tók T55 skriðdreka í notkun í Úkraínu-átökum, en þeir eru smíðaðir frá 60. áratug 20. aldar, fram til 1980.

Það er því ekki að undra að menn velta fyrir sér -- hvort Rússlandsher sé nær útbrunninn.
Það má vel hugsa sér það, að Bakhmut sé síðasta borgin í Úkraínu, sem falli til Rússa.

Prigozhin lýsti því yfir, hann ætli að draga lið sitt frá Bakhmut!

Ukraine war: Wagner founder Prigozhin accuses Russian officials of denying  ammunition to his fighters | South China Morning Post

Prigozhin also said Wagner would decamp from Bakhmut later this week, leaving Russia’s army to defend the city...

  1. Það að yfirmaður Vagner sveita, segist draga lið sitt frá Bakhmut.
  2. Auðvitað vekur upp enn frekari spurningar.

Hinn bóginn er Prigozhin yfirlýsingaglaður - maður veit því ekki, hvað maður getu tekið mark á.

 

 

Niðurstaða
Það eru vísbendingar að Úkraínuher hafi safnað liði - rétt Vestan við Bakhmut.
Það má alveg ímynda sér, að Prigozhin, ætli að hörfa með lið sitt - nærri strax.
Því hann telji að styrkur þess liðs Úkraínuher hafi í hæðunum A-megin.
Sé það mikill, að ekki sé um annað að ræða.

Þá auðvitað væri -- taka Bakhmut, einungis táknrænn atburður.
Því staðan sé líkleg að breytast fljótlega.

Hinn bóginn, veit enginn hvað Úkraína ætlar að gera, nema það að -- flestir telja, þar á meðal Prigozhin sjálfur -- að Úkraínuher ætli sér að sækja fram.

Hvar sú sókn fer fram, veit enginn -- hver veit.
En kannski er það, beint í kjaftinn á her Rússa á Bakhmut svæðinu.

Ég meina, kannski metur Úkraínuher að her Rússa á því svæði, sé það veiklaður eftir blóðtökuna undanfarið -- að þar sé hugsanlega besta tækifæri Úkraínuhers.

Ég ætla ekki að spá nokkru þar um, samt sem áður.
Á hinn bóginn virðist að Bakhmut sé nokkurn vegin öll, fallin eftir 9 mánuði.
Orrusta sem varð umtalsvert lengri en orrustan um Stalingrad í Seinna Stríði.

Það er einungis ákvörðun Prigozhin að -- hörfa frá Bakhmut.
Sem vekur spurningar, hvort að Prigozhin, viti hvar Úkraína ætlar að sækja fram.

Hann kannski veit það nú.
Sem geti þítt, að ef stórsókn Úkraínu á sér stað þar um slóðir.
Að Rússar haldi Bakhmut í afar stuttan tíma!

Hvað gerist á tíminn eftir að leiða fram!

 

Kv.


Bretar hafa afhent Úkraínu Storm-Shadow flaugar með 250km. drægi -- þetta er líklega verulegt áfall fyrir Rússa, þ.s. Storm-Shadow flaugar eru stealthy, hafa öfluga bunker-busting sprengihleðslu!

Storm-Shadow flaugarnar virðast framleiddar í tveim útgáfum, þ.e. útgáfa til útflutnings 250km. drægi, útgáfa Bretar framleiða fyrir sjálfa sig, með 500km. drægi.
Bretar hafa afhent Úkraínuher, flaugar með 250km. drægi.
Ástæða fyrir vali á smærri týpunni, getur einfaldlega hafa snúist um það.
Hvor útgáfan Mig-29 orrustuvélar Úkraínuhers geta borið.
Mig-29 er ca. á stærð við F-16 vélar, báðar voru þróaðar ca. á svipuðum tíma.
Meðan Kalda-Stríðið enn stóð yfir, hinn bóginn hefur F-16 gengið síðan í gegnum margar kynslóðir, samhliða því -- að nútíma Rússland, hefur ekki uppfært Mig-29 að sama skapi.
Úkraínskar Mig-29, eru sovésk-smíðaðar slíkar, urðu eftir á landi Úkraínu, 1993.
Árið þegar Sovétríkin leystust upp, og fj. svokallaðra Sovétlýðvelda urðu sjálfstæð.
Úkraína auk þessa, hefur -- Mig-29 frá Póllandi, Þýskalandi, og Slóvakíu.
En NATO lönd er áttu slíkar er döguðu uppi á þeirra landsvæðum í lok Kalda-Stríðs.
Hafa afhent sínar vélar er þeir enn áttu í geimslum, til Úkraínu.

Mig-29 undir merkjum flughers Rússlands!

VVS 100th IMG 0691 (7727464290) (cropped).jpg

  • Lengd 17,32m.
  • Vænghaf 11,36m.
  • Flatarmál vængja 38m2
  • Þyngd á væng per fermetra 403kg.
  • Knýr per þyngd 1,09.
  • Hæð frá jörðu 4,73m.
  • Tómaþyngd 11 tonn.
  • Hámarksflugtaksþyngd 18 tonn.
  • Dæmigerð flugtaksþyngd 14,9 tonn.
  • Burðaþol 4 tonn.
  • Drægi 1490km, drægi í orrustu 700-900km.
  • Hámarkshraði 2.450km/klst. eða MAC 2,3.
  • Hámarksklifur 330m/sek.
  • Hámarkshæð 18km.
  • G-takmörkun +9.

Storm-Shadow flaugin!

Storm Shadow

  • Lengd 5,1m
  • Þvermál 0,5m
  • Vænghaf 3m.
  • Drægi 250km. eða 500km.
  • Dæmigerð flughæð 30-40m.
  • Hraði 1000km eða MAC 0,8-0,95
  • Flugleiðsögn: inertial eða GPS. Lokaleiðsögn - infrarauð myndavél.
  • Sprengihleðsla, 1000lb eða 450kg. bunker-busting.

The BROACH warhead features an initial penetrating charge to clear soil or enter a bunker, then a variable delay fuze to control detonation of the main warhead.

  • Flaugarnar voru fyrst notaðar 2003 í Írak. Eru í framleiðslu enn.

Ekki er vitað hversu margar flaugar Bretar hafa afhent til Úkraínu!

Áhugaverð frétt CNN!


Sjá einnig frétt: Why Storm Shadow Missiles Will Terrify Russia.

Það sem mestu máli skiptir!

  1. Drægi Storm-Shadow flauganna, er umfram allt þ.s. NATO lönd fram til þessa hafa afhent til Úkraínu.
    --Bandar. hafa afhent Úkraínu, flaugar með 94km. drægi, fyrir HIMAR skotpalla.
    --Einnig nýrri flaugar -small-diameter bombs- með 145km. drægi.
  2. Storm-Shadow, hefur afar afar öfluga sprengihleðslu, sérhönnuð til að taka út neðanjarðar sérherta staði, sbr. skotfæra-geymslur, stjórnstöðvar, o.s.frv.
  3. Sbr. frétt að ofan, CNN -- í flugi þá fylgja þessar flaugar landslaginu, notast við rafrænt kort af landslaginu á flugleið -- þær eru torséðar á radar, gerðar til að fljúga undir radar -- hafa inertial og GPS leiðsögn. Inertial líklega backup.
  4. Þetta eru í reynd, fljúgandi drónar - þó vanalega séu þetta kallaðar, eldflaugar.
    Hraðinn er ekki rosalegur, þ.e. ca. 1000km/klst. hámark. Hinn bóginn, leggur NATO áherslu á að hafa tæki torséð á radar -- frekar en að hafa þau, hraðskreið.
    Ég hugsa að Rússar muni eiga í miklum vanda með að -- skjóta þær niður.
  5. Eins og frétt CNN útskýrir -- er ekkert svæði í Úkraínu á valdi Rússa, utan skotfæris - Storm-Shadow.

Þetta er því alger bylting fyrir Úkraínuher, að fá þær flaugar.
Og samtímis, gríðarlegt áfall fyrir Rússaher.

  • Ég reikna með því, að Úkraínuher beiti þeim mjög fljótlega!

Það hefur örugglega verið áhugavert verkefni fyrir tæknifræðinga Breta.
Að fá Sovétsmíðuð og nú yfir 30 ára tölvukerfi Mig-29 véla Úkraínuhers.
Til að tala við, miklu mun fullkomnari tölvur -- Storm-Shadow flauganna.

Það hefur líklega falið í sér, afhendingu á einhverjum búnaði.
Sem líklega einungis tilteknar Mig-29 vélar hafa fengið.
M.ö.o. gæti að einhverju leiti hafa verið skipt um tölvubúnað um borð í nokkrum þeirra.

Það fylgir ekki sögunni, nákvæmlega hvernig Bretar fóru að þessu.
En þeir hafa fundið leiðina að takmarkinu, annars hefðu þeir ekki tilkynnt málið.

 

Niðurstaða
Hrein og tær bylting fyrir Úkraínu, að fá vopn sem nær alls staðar þ.s. Rússar hersitja svæði innan Úkraínu. Þar fyrir utan, er sprengihleðsla vopnsins stór og öflug, ásamt því að vera sérhönnuð til að taka út -- niðurgrafna sérherta staði. Þ.s. vopnið er torséð á radar, skv. bestu tækni NATO ræður yfir, er afar ólíklegt að Rússar hafi einhverja verulega möguleika til að granda vopninu á flugi, í leið átt að skotmarki.

  1. Ég á von á að á næstunni, muni vopnageymslur Rússarhers í Úkraínu, springa í tætlur hver á eftir annarri.
  2. Þar fyrir utan, getur Úkraína ráðist á sér-styrkar stjórnstöðvar Rússahers.

Þetta hlýtur að teljast stórfellt reiðarslag fyrir Rússaher.
Ég reikna með því, að tilkoma Storm-Shadow, bæti mjög verulega.
Möguleika Úkraínuhers, þegar Úkraínuher loksins ræsir vorsókn sína.

  • Spurning hversu vel Rússarher berst án, skotfæra.

En ef allar skotfærageimslur eru sprengdar, þá gæti Rússarher lent í mjög alvarlegri krísu.

 

Kv.


Pútín undanfarin 20 ár hefur grætt ca. hálfa bandar.trillj. dollara á sölu vodka til rússn. almennings -- Pútín því er sem blóðsuga á rússn.þjóðinni, því hann græðir á því sem drepur rússn.þjóð í stórum stíl!

Rökin eru einföld -- Rússland býr við áfengisvanda á skala sem erfitt er að skilja.

  1. Ef allir Rússar eru taldir - börn, aldraðir, karlar og konur!
  2. Er meðalneyslan, hálf-flaska af vodka, per dag.

Að sjálfsögðu þíðir það líklega, að rússn. karlmenn að meðaltali.
Drekka - heilflösku af vodka daglega. Þ.s. ég geri ráð fyrir að börn drekki ekki.
Og að sjúkir og mjög aldraðir -- geri það líklega mun minna mæli, en meðaltalið.

  • Það getur ekki annað verið en, að þessi óskaplega áfengisneysla.
    Sé stór hluti skýringar þess, að rússn. karlmenn -- hafa lágan meðal-aldur.

Rússn.karlmenn 2020 lífslíkur meðaltali 66.5 ár!

undefined

 

Til samanburðar eru lífslíkur karla á Íslandi miklu betri! Ca. 80 ár!

danir1

Þar af leiðandi  engar ýkjur Pútín er eins og blóðsuga á rússn.þjóðinni!
Putinka er Vodka sem selt er undir nafni Pútíns, hann fær söluágóða!

Bottles of Putinka vodka sitting on a shelf.

Ég meina, að Pútín ber persónulega -- stóra hluta sök þess.
Að gríðarlegur fjöldi rússn. karlmanna ár hvert, deyja af skorpulyfur.
Ásamt öðrum slæmum fylgikvillum sem fylja og mikilli áfengisdrykkju!

Russia Has a Vodka Addiction. So Does Vladimir Putin – But Not the Same Way.

Þessi merkilega rannsóknar-grein, birtir þann sannleik.
Að Pútín fljótlega eftir valda-töku, tók yfir rekstur aðal-vodka-framleiðanda Rússl.
Putinka vodkað, var markaðs-sett, sem ódýrara vodka.
Augljóslega beint til þeirra, sem eiga litla peninga.
Og varð fyrir bragðið, fljótlega mest selda vodkað í Rússlandi.
Af því fær Pútín samfellt síðan, sölu-ágóða!

Pútín hefur síðan, látið hina og þessa sjá um rekstur vodka-framleiðsunnar fyrir hann.
En, það breyti því ekki, að gróðinn af áfengis-dauða Rússa!
Streymir beint til Pútíns, sem þar með græðir beint á því eitri er drepur svo marga!

On Dec. 31, 1999, while the rest of the world was fixated on Y2K, ailing Russian President Boris Yeltsin tearfully concluded his annual New Year’s address by announcing he was stepping down as president, appointing Putin, his little-known prime minister, in his stead. In the months that followed, Putin stood for election in his own right, winning the presidency handily.

One day before his formal inauguration, on May 6, 2000, Putin signed a directive that would begin the reconsolidation of Russia’s top revenue-generating industries. But Putin’s first target wasn’t oil or natural gas, or diamonds or gold or nickel. It was vodka.

On that date, Putin created a new company called Rosspirtprom — an acronym for Russian Spirits Industry — to seize control of the means of vodka production. It was a move that not only helped Putin amass enormous wealth over the coming two decades, but was a critical first step in cementing his grip on the Russian economy and the Russian people, who would help line his pockets while his vodka helped ruin their health.

Takið eftir -- yfirtaka Vodka-iðnaðarins, var fyrsta yfirtakan sem Pútín fyriskipaði.
Og hann hefur síðan, haft þann gróða persónulega fyrir sjálfan sig.

Samtímis og að Pútín kemur í veg fyrir, að nokkuð sé gert til að draga úr vodkasölu.
M.ö.o. hindrar allar aðgerðir til að draga úr áfengisdauða!

  1. Þ.s. Pútín hefur ríkt í Rússlandi samfellt síðan 2000.
    Í dag eru 23 ár síðan.
  2. Þá ber Pútín -- nær alla sök á þeim stórfellda áfengis-vanda sem er til staðar.
    Er leggur gríðarlegan fj. Rússa í gröf ár hvert.
  3. Nægan fjölda, til að leiða fram -- hinar lágu lífslíkur Rússa.
  • Sannarlega var áfengis-vandi til staðar fyrir.
    En Pútín, hefur stoppað allar aðgerðir gegn þeim vanda.
  • Og hann lyfir sjálfur persónulega eins og púkinn á fjósloftinu.
    Einmitt á því eitri, er leggur það marga í gröf.

Ég treysti mér ekki að nefna tölur um hve marga Rússa, Pútín þar með hefur með þeim hætti óbeint drepið -- líklega margfalt fleiri en þeir Rússar er dáið hafa í Úkraínu.

 

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki sjálfur að skrifa lengri grein um málið.
Læt duga að vekja athygli á merkilegri rannsóknar-blaðamennsku.
Er sýnir nýja vídd á það hversu ógeðsleg padda Pútín er.
Hann virkilega græðir á því er veldur ótímabærum dauða líklega milljóna Rússa, sl. 20 ár.
Ég virkilega meina, að ótímabær dauði af völdum þess óskaplega áfengisvandamáls sem sé til staðar, hljóti að hlaupa á milljónum -- yfir 20 ára tímabil.
Til þess að framkalla það ástand, að lífslíkur rússn.karlmanna eru -- einungis 66 ár.

Eftir 23 ár við völd -- er sanngjarnt að leggja sökina á herðar Pútíns.
Ekki síst vegna, hvernig hann með tærum hætti græðir á því sem drepur þá.
Samtímis og hann hindrar allar aðgerðir til að stemma stigu við áfengisbölinu.
Því slíkar aðgerðir mundu óhjákvæmilega minnka hans persónulega gróða.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband